Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Hagvöxtur er minni á evrusvæðinu

Deila grein

21/07/2025

Hagvöxtur er minni á evrusvæðinu

Evr­ópu­sam­bandið er komið aft­ur á dag­skrá ís­lenskra stjórn­mála. Stjórn­völd hafa til­kynnt að fyr­ir­huguð sé þjóðar­at­kvæðis­greiðsla um hvort Íslandi eigi að hefja að nýju viðræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. At­kvæðagreiðslan fer fram á ár­inu 2027. Það er mik­il­vægt að þjóðin geti kosið um þetta mik­il­væga mál.

Hag­vöxt­ur skipt­ir miklu máli til að auka vel­ferð þjóða og til að hægt sé að fjár­festa í mennt­un og heil­brigðisþjón­ustu. Evr­an átti að efla hag­vöxt og efna­hags­leg­an stöðug­leika inn­an þess efna­hags­svæðis. Reynsl­an hef­ur hins veg­ar sýnt að hag­vöxt­ur er mun minni í sam­an­b­urði við önn­ur ríki. Hag­vöxt­ur á Íslandi hef­ur á síðustu ára­tug­um verið þrótt­mik­ill og at­vinnu­leysi lítið. Hag­vöxt­ur síðustu fimm ár hef­ur að meðaltali verið rúm 2,5% og fjöldi nýrra starfa hef­ur orðið til á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Til sam­an­b­urðar hef­ur hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um verið 2% og á evru­svæðinu 1%. Hálf­gerður þoku­hjúp­ur er yfir hag­vexti á evru­svæðinu. Flest ríki vilja vera í stöðu Íslands, þar sem hag­vaxt­ar­horf­ur eru góðar og at­vinnu­leysi er lítið.

Efna­hags­leg frammistaða evru­svæðis­ins hef­ur verið lak­ari en Banda­ríkj­anna. Töl­urn­ar tala sínu máli. „Evr­ópa hef­ur farið úr því að vera 90 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu Banda­ríkj­anna niður í 65 pró­sent á 10 til 15 árum. Það er ekki góð þróun,“ sagði Jaime Dimon, banka­stjóri JP­Morg­an Chase, á ráðstefnu í Dublin nú á dög­un­um. Um­mæli Dimons end­ur­spegla þá miklu áskor­un sem Evr­ópu­sam­bandið stend­ur frammi fyr­ir í að örva hag­vöxt og auka sam­keppn­is­hæfni álf­unn­ar. Dimon bætti við að álf­an hefði mjög stórt markaðssvæði og einkar öfl­ug fyr­ir­tæki með alþjóðleg um­svif. Hins veg­ar væri staðreynd­in sú að þau væru sí­fellt færri og sam­keppn­is­hæfni þeirra hefði beðið hnekki með ári hverju. Mest fer fyr­ir fram­förum í gervi­greind og há­tækni í Banda­ríkj­un­um og Kína. Ísland á að nýta sér land­fræðilega legu sína til að geta stundað frjáls viðskipti við sem flest ríki.

Á síðasta ári kallaði Mario Drag­hi, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri Evr­ópu, eft­ir nýrri iðn- og fjár­fest­ing­ar­stefnu fyr­ir álf­una sem myndi krefjast 800 millj­arða evra ár­legra fjár­fest­inga til að viðhalda sam­keppn­is­hæfni gagn­vart Banda­ríkj­un­um og Kína. Í Drag­hi-skýrsl­unni kem­ur skýrt fram að efla verði stöðu Evr­ópu ef álf­an á ekki eft­ir að drag­ast enn meira aft­ur úr.

Það er sam­dóma álit einna virt­ustu hag­fræðinga ver­ald­ar­inn­ar að meg­in­or­sök þess­ar­ar þró­un­ar sé hin sam­eig­in­lega mynt. Evr­an er ekki sú töfra­lausn sem marg­ir boða. Fórn­ar­kostnaður­inn við evr­una er lægri hag­vöxt­ur og aukið at­vinnu­leysi. Höld­um staðreynd­um til haga í kom­andi umræðu, svo að far­sæl­asta leiðin verði val­in fyr­ir okk­ar góða land. Mikið er í húfi fyr­ir framtíðarkyn­slóðir.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. júlí 2025.

Höfundur er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar.

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Virkt lýðræði tryggir velsæld

Deila grein

14/07/2025

Virkt lýðræði tryggir velsæld

,,Ísland skip­ar efsta sæti á lífs­kjaralista Sam­einuðu þjóðanna. Þetta er mik­il viður­kenn­ing á stöðu Íslands í sam­fé­lagi þjóðanna. Við get­um öll verið stolt af þess­um ár­angri, sem hef­ur tekið ára­tugi að ná með mik­illi vinnu og elju­semi þjóðar­inn­ar. Efna­hags­staða þjóðarbús­ins er nokkuð góð um þess­ar mund­ir, þótt vissu­lega séu blik­ur á lofti. At­vinnu­leysi er lítið og hag­vöxt­ur hef­ur verið stöðugur. Hins veg­ar er einnig ástæða til að staldra við og ígrunda stöðu Íslands í breiðara sam­hengi, ekki síst eft­ir ný­lega ákvörðun for­seta Alþing­is að beita 71. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar til slíta umræðum á þingi.

Í bók sinni Tíu regl­ur vel­meg­un­ar þjóðríkja (e. The 10 Ru­les of Success­ful Nati­ons) lýs­ir höf­und­ur­inn Ruchir Sharma tíu lyk­ilþátt­um sem ein­kenna þjóðríki sem ná ár­angri til lengri tíma. Þeir eru ekki bara efna­hags­leg­ir, held­ur líka póli­tísk­ir og sam­fé­lags­leg­ir. Aflvaki fram­fara eru friður, virkt lýðræði, traust stofn­ana­kerfi og aðhald með vald­höf­um. Þjóðir sem standa vörð um þess­ar stoðir eru lík­legri til að vaxa og dafna til lengri tíma.

Í ljósi þessa vek­ur beit­ing 71. grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar spurn­ing­ar. Grein­in heim­il­ar for­seta þings­ins að ljúka umræðum um þing­mál og krefjast at­kvæðagreiðslu án þess að frek­ari umræða fari fram. Þótt þessi heim­ild sé stjórn­ar­skrár­bund­in og lög­mæt, þá hef­ur hún hingað til verið nýtt með mik­illi var­færni, enda snert­ir hún sjálf­an kjarna þing­ræðis og lýðræðis­legr­ar umræðu.

Sam­kvæmt Sharma eru það ein­mitt þjóðríki sem leyfa gagn­rýna umræðu, þola deil­ur og leiða deil­ur til lykta sem búa við vel­sæld. Lýðræðis­leg umræða er ekki hindr­un held­ur styrk­ur enda var Alþingi Íslend­inga stofnað árið 930, þannig að hin lýðræðis­lega hefð hef­ur mjög sterk­ar og djúp­ar ræt­ur. For­dæmið sem skap­ast með virkj­un 71. grein­ar­inn­ar get­ur smám sam­an veikt þá lýðræðis­legu hefð sem þingloka­samn­ing­ar gegna á Alþingi, sem hafa verið und­ir­staða póli­tísks stöðug­leika milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu. Þetta er ekki spurn­ing um laga­leg­an rétt held­ur siðferðis­legt og lýðræðis­legt mat hverju sinni. Þegar meiri­hluti beit­ir valdi sínu til að þrengja að þing­legri umræðu án þingloka­samn­inga, þá fer allt traust inn­an þings­ins. Niðurstaða þessa þing­vetr­ar er rauna­leg, þar sem til­tölu­lega fá frum­vörp náðu fram­göngu vegna hug­ar­fars­ins sem rík­ir nú á Alþingi.

Ísland stend­ur sterkt að vígi hvað varðar hag­sæld en póli­tísk festa og virðing fyr­ir lýðræðis­leg­um leik­regl­um er ekki sjálf­gef­in.

Vel­sæld þjóðríkja bygg­ist á sam­ræðu, sam­vinnu og virðingu fyr­ir and­stæðum sjón­ar­miðum. Brýnt er að þessi lýðræðis­hefð okk­ar sé virt til að tryggja áfram­hald­andi ár­ang­ur þjóðar­inn­ar og vöxt til framtíðar.”

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. júlí 2025.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar.

Categories
Fréttir Greinar Nýjast Uncategorized

Fjármálaáætlun: Stjórntæki eða hliðarspegill?

Deila grein

13/07/2025

Fjármálaáætlun: Stjórntæki eða hliðarspegill?

,,Fjár­mála­áætl­un er eitt mik­il­væg­asta stjórn­tæki rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um. Hún á að veita skýra sýn á stefnu, for­gangs­röðun og mark­mið stjórn­valda í op­in­ber­um fjár­mál­um. Fjár­mála­áætl­un­in hef­ur þannig veru­leg áhrif á traust markaðsaðila og get­ur ým­ist styrkt eða veikt stöðu efna­hags­mála. Hún er lyk­il­atriði í því að stuðla að stöðug­leika í efna­hags­líf­inu til skemmri og lengri tíma.

Við þær aðstæður sem nú ríkja í ís­lensku efna­hags­lífi, einkum vegna viðvar­andi verðbólgu, hárra vaxta og al­mennr­ar óvissu, er mik­il­vægi skýrr­ar og traustr­ar fjár­mála­áætl­un­ar enn meira en áður.

Óskýr framtíðar­sýn veld­ur óvissu

Þrátt fyr­ir mik­il­vægi skýrr­ar framtíðar­sýn­ar er nýj­asta fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar (2026-2030) veru­legt áhyggju­efni. Skort­ur á stefnu­mót­un og aðgerðum varðandi mik­il­væg sam­fé­lags­mál veld­ur óvissu meðal al­menn­ings og at­vinnu­lífs. Nokk­ur dæmi eru lýs­andi:

Mennta­mál í kreppu: Eng­in metnaðarfull mark­mið eða áform eru sett fram til að bæta ár­ang­ur nem­enda, þrátt fyr­ir þung­ar áhyggj­ur af stöðu mennta­kerf­is­ins. Auk þess eru fjár­heim­ild­ir til fram­halds­skóla og há­skóla lækkaðar næstu árin.

Heil­brigðisþjón­usta í óvissu: Þrátt fyr­ir að fag­fólk, og nú síðast Rík­is­end­ur­skoðun, hafi lýst mikl­um áhyggj­um af rekstri Land­spít­al­ans eru litl­ar sem eng­ar vís­bend­ing­ar um fyr­ir­hugaðar um­bæt­ur eða aðgerðir kynnt­ar.

Ferðaþjón­usta án stefnu: Eng­in heild­stæð sýn er lögð fram um gjald­töku varðandi „auðlinda­gjald fyr­ir aðgang ferðamanna að nátt­úruperl­um Íslands“, þótt gefið sé til kynna að slíkt gjald verði tekið upp.

Sjáv­ar­út­veg­ur án framtíðar­sýn­ar: Eng­ar áætlan­ir eru kynnt­ar um aukn­ar rann­sókn­ir eða þekk­ingaröfl­un, á sama tíma og átök um veiðigjöld lama þing­störf­in.

Bak­slag í fyr­ir­sjá­an­leika

Vegna skorts á skýr­leika og raun­hæf­um mark­miðum minn­ir fjár­mála­áætl­un­in í aukn­um mæli á hefðbund­in fjár­lög fortíðar­inn­ar. Í þeim var fyrst og fremst ein­blínt á út­gjöld án skýrr­ar stefnu­mót­un­ar. Þetta er al­var­legt bak­slag frá þeim ár­angri sem náðist með lög­um um op­in­ber fjár­mál frá 2016, sem lögðu áherslu á skýra stefnu­mót­un og auk­inn fyr­ir­sjá­an­leika sem fjár­mála­áætl­un átti að tryggja.

For­send­ur áætl­un­ar­inn­ar í upp­námi?

Óskýr stefnu­mót­un er sér­stak­lega al­var­leg nú þegar marg­ar for­send­ur fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar kunna þegar að hafa brostið. Alþjóðleg­ar aðstæður, stríðsátök, óvissa um tolla­mál, auk­in verðbólga, óljós­ar fyr­ir­ætlan­ir um hækk­un veiðigjalda, út­gjaldaþrýst­ing­ur og óljóst um­fang út­gjalda til varn­ar­mála skapa mikla hættu á óstöðug­leika. Þetta mun hafa bein áhrif á vaxta­stig og þar með kjör heim­ila og fyr­ir­tækja.

Halla­laus rekst­ur: Raun­hæft mark­mið eða ósk­hyggja?

Við þess­ar aðstæður vakn­ar eðli­lega sú spurn­ing hvort mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um halla­laus­an rekst­ur árið 2027 sé raun­hæft eða aðeins ósk­hyggja. Nú þegar hef­ur mark­miðið verið gefið upp á bát­inn, þar sem gert er ráð fyr­ir millj­arða króna halla árið 2027 í stað af­gangs, eins og áður hafði verið boðað.

Hagræðingaráform rík­is­stjórn­ar­inn­ar upp á 107 millj­arða króna skort­ir jafn­framt bæði sýni­leg­ar aðgerðir og raun­hæf­ar út­færsl­ur. Mark­mið um já­kvæða af­komu eru því veik í grunn­inn. Nauðsyn­legt er að rík­is­stjórn­in leggi taf­ar­laust fram raun­hæfa áætl­un um hvernig hún hyggst koma í veg fyr­ir halla­rekst­ur til að skapa for­send­ur fyr­ir niður­greiðslu skulda rík­is­ins.

Stjórn­tæki til framtíðar, ekki speg­ill fortíðar

Til að fjár­mála­áætl­un­in virki sem raun­veru­legt stjórn­tæki verður hún að sýna með skýr­um hætti hvert stefnt er, hvernig mark­miðum verði náð og hvernig aðgerðir verða fjár­magnaðar. Alþingi þarf því að krefjast skýr­ari stefnu­mörk­un­ar svo hag­stjórn lands­ins verði raun­veru­legt leiðarljós inn í framtíðina, en ekki ein­göngu viðleitni til að halda í óbreytt ástand.”

Grein eftir Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Grinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. júlí 2025.

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Lýðskrum Skattfylkingarinnar

Deila grein

10/07/2025

Lýðskrum Skattfylkingarinnar

,,Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda.

Skattahækkun, skattalækkun eða sömu gjöld?

Fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hefur hækkað töluvert undanfarin ár og samkvæmt nýju fasteignamati sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti í maí mun fasteignamat hækka að meðaltali um 10% á næsta ári. Fasteignaskattur er beintengdur við fasteignamat og þar af leiðandi hækka fasteignaskattar samhliða hækkun fasteignamats nema að sveitarfélögin lækki álagningarhlutfallið á móti. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að fasteignaskattar hækki ár eftir ár á sjálfsstýringu án þess að fólk fái eitthvað í staðinn.

Við í Framsókn höfum bent á að þessi „sjálfvirka skattheimta“ vegna hækkaðs fasteignamats er ekki alltaf réttmæt. Hún leggur auknar álögur á fólk sem hvorki hefur fengið hærri laun né aukna greiðslugetu. Það er þungt fyrir heimilin í borginni og kemur ofan á háa vexti og þráláta verðbólgu. Skattar eiga ekki að hækka ótakmarkað vegna langvarandi húsnæðisskorts sem er afleiðing af þeirri húsnæðisstefnu sem Samfylkingin aðhyllist.

Það er óumdeilt að Framsókn telur rétt að fólk borgi til samfélagsins og taki þátt í samneyslunni en það er ótrúlegt að fylgjast með málflutningi meirihluta borgarstjórnar sem virðist halda að eigendur heimila í borginni séu breiðu bökin sem þola endalausa hækkun fasteignagjalda. Eigendur íbúða í Reykjavík eru ekki einhver auðmannastétt sem getur borið ótakmarkaðar álögur. Þetta er líka ungt fólk, eldra fólk, barnafjölskyldur og tekjulágir einstaklingar. Og í lang flestum tilvikum er það bankinn sem á stærstan hluta eignarinnar ekki eigandinn sjálfur. Hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í húsnæðiskostnað er þá meðal þess hæsta sem þekkist í Evrópu. Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar virðist þó telja að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að sækja ótakmarkað fé í vasa þeirra.

Ranghugmyndir og ótti við gagnrýni

Nýlega lögðum við í Framsókn til að fasteignagjöld myndu ekki hækka á milli ára þrátt fyrir hækkun á fasteignamati. Þannig væru tekjur borgarinnar þær sömu og borgarbúar myndu greiða það sama í fasteignagjöld árið 2025 og 2026. Það þýðir ekkert tap fyrir borgina.

Samfylkingin taldi þetta hins vegar vera skattalækkun og spurði hvernig við ætluðum að hagræða fyrir þessari lækkun. Þau skilja það ekki að það þarf ekki að hagræða fyrir áætluðum umfram tekjum.

Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar spyr eftirfarandi spurningar í grein á vísi: ,,Hvers vegna er þeim svo umhugað um að rýra einn helsta tekjustofn sveitarfélagsins um tæpa tvo milljarða á ári.” Framsetning borgarstjóra á málinu ber þá vott um lýðskrum þar sem hún sakar okkur um að leggja fram tillöguna á kostnað velferðarþjónustu.

Staðreyndin er þó sú, eins og ítrekað hefur verið reynt að útskýra fyrir meirihlutanum, að samkvæmt tillögu Framsóknar er ekki verið að lækka tekjur borgarinnar. Þær standa í stað. Reyndar er það svo að þessi tekjustofn hefur hækkað verulega síðustu ár og það er hið gagnstæða við rýrnun. Tillagan er því ekki heldur lögð fram á kostnað velferðarþjónustu, nema síður sé. Við í Framsókn munum hér eftir sem hingað til standa þétt á bakvið grunnþjónstu borgarinnar. Um það þarf ekki að efast. Það má þó efast um forgangsröðun meirihlutans sem telur nýja selalaug í Húsdýragarðinum vera mesta forgangsmál Reykjavíkurborgar.

Meirihlutinn er á svo miklum villigötum að hann virðist ekki einu sinni þola málefnalega umræðu. Þegar bent hefur verið á rangfærslur hafa þær ekki verið leiðréttar og athugasemdum verið eytt út af samfélagsmiðlum nánustu stuðningsmanna borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Auðvitað er öllum frjálst að ritskoða eigin samfélagsmiðla en þetta ber fyrst og fremst vott um hvað Samfylkingin óttast málefnalega gagnrýni. Dæmi hver fyrir sig.

Það sem allir ættu í það minnsta að geta sammælst um er að ekki er hægt að líta á skattgreiðendur sem endalausa fjáröflunarvél fyrir gæluverkefni meirihlutans. Skattbyrði þarf að byggjast á réttlæti, skynsemi og ábyrgð en það virðist ekki vera leiðarljós núverandi meirihluta.”

Höfundur er Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. júlí 2025

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

Deila grein

10/07/2025

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

,,Ísland á að standa á grunni festu og ábyrgra ákv­arðana sem tekn­ar eru á traust­um grunni. En þegar rík­is­stjórn legg­ur fram illa und­ir­bú­in laga­frum­vörp án sam­ráðs og bregst ekki við rétt­mætri gagn­rýni verður niðurstaðan óstöðug­leiki og minnk­andi trú­verðug­leiki. Slík­ir stjórn­ar­hætt­ir skapa póli­tíska áhættu.

Þessa hættu sáum við glögg­lega raun­ger­ast á tím­um vinstri­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013, þegar stefnt var að því að um­bylta ís­lensku sam­fé­lagi í einni svip­an. Þá var ráðist í hækk­un skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki, auk til­rauna til bylt­ing­ar­kenndra breyt­inga á ýms­um sviðum sam­fé­lags­ins sem áttu að raun­ger­ast á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þessi til­raun mistókst hrap­al­lega.

Stefna sem gref­ur und­an at­vinnu­líf­inu

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram frum­vörp og boðað aðgerðir sem skapa aukna óvissu og grafa und­an fjár­hags­leg­um for­send­um mik­il­vægra at­vinnu­greina. Þar ber hæst fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda sem mun hafa al­var­leg áhrif á marg­ar sjáv­ar­byggðir. Þrátt fyr­ir varnaðarorð 26 sveit­ar­fé­laga, þar sem um 100 þúsund manns búa, er hvergi hvikað. End­ur­skoðend­ur og fyr­ir­tæki sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn, ásamt minni og stærri út­gerðum, hafa gert veiga­mikl­ar at­huga­semd­ir og kallað eft­ir svör­um við mjög áleitn­um spurn­ing­um en ekki verið virt viðlits.

Á sama tíma stend­ur til að hækka álög­ur og skatta á ferðaþjón­ust­una, þrátt fyr­ir blik­ur á lofti á alþjóðleg­um mörkuðum og skerta sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar. Að auki liggja fyr­ir ýms­ar breyt­ing­ar sem snúa að líf­eyr­is­sjóðakerf­inu og munu meðal ann­ars hafa nei­kvæð áhrif á líf­eyris­tekj­ur bæði eldri borg­ara og kom­andi kyn­slóða á vinnu­markaði. Í reynd má segja að megin­áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um sé að auka álög­ur á al­menn­ing og fyr­ir­tæki án þess að fyr­ir liggi mat á áhrif­um á hag­vöxt, fjölda starfa og fjár­fest­ing­ar­vilja í at­vinnu­líf­inu. Gam­al­kunn­ugt stef það.

Óviss­an smit­ar út í hag­kerfið

Þannig eru und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar sett­ar í viðvar­andi óvissu­ástand á inn­lend­um vett­vangi, sem bæt­ist ofan á þann óró­leika sem þegar rík­ir á alþjóðleg­um mörkuðum. Allt þetta dreg­ur úr til­trú markaðar­ins á efna­hags­stjórn og eyk­ur lík­ur á viðvar­andi verðbólgu og háu vaxta­stigi, dreg­ur úr fjár­fest­ing­ar­vilja, hæg­ir á at­vinnu­sköp­un og veik­ir þannig grund­völl verðmæta­sköp­un­ar í sam­fé­lag­inu.

Í pistli Gunn­ars Bald­vins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, í Viðskipta­blaðinu 4. júlí kem­ur fram að ný­leg­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kunni að hafa svo veru­leg áhrif að líf­eyr­is­sjóðir neyðist til að hækka mat sitt á póli­tískri áhættu. Þeir þurfi jafn­framt að grípa til aðgerða til að draga úr mögu­legu tjóni, ef áhætt­an raun­ger­ist. Slík þróun und­ir­strik­ar að póli­tísk óvissa hef­ur þegar haft mæl­an­leg áhrif á fjár­hags­legt um­hverfi lyk­il­stofn­ana sam­fé­lags­ins. Með óbreyttri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu fjár­fest­ing­ar drag­ast sam­an og at­vinnu­sköp­un minnka. Slík þróun veik­ir grunnstoðir hag­kerf­is­ins og dreg­ur úr getu sam­fé­lags­ins til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

Verk­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú þegar far­in að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.”

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Heimili, lífsgæði og verðbólgan

Deila grein

10/07/2025

Heimili, lífsgæði og verðbólgan

,,Lægri verðbólga og vext­ir eru ein mesta kjara­bót sem hægt er að ná fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæki í land­inu. Verðtryggð lán fjöl­skyldna hækka stöðugt með auk­inni verðbólgu, og þau heim­ili sem tekið hafa óverðtryggð lán glíma áfram við háa vexti. Það að lækka verðbólgu og vexti fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæk­in í land­inu á að vera sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra.

Vaxta­lækk­un­ar­ferlið hófst haustið 2024

Vaxta­lækk­un­ar­ferli Seðlabank­ans hófst á seinni hluta árs­ins 2024 en nú bend­ir allt til þess að það ferli hafi stöðvast. Við vor­um á réttri leið og aðgerðir síðustu rík­is­stjórn­ar lögðu traust­an grunn að þeim góða ár­angri sem náðist á skömm­um tíma. Það eru því veru­leg von­brigði að staðan skuli vera sú sem raun ber vitni.

Vext­ir munu ekki lækka nema rík­is­sjóður sé vel rek­inn. Sé horft í bak­sýn­is­speg­il­inn má vel vera að síðasta rík­is­stjórn hefði getað gengið enn lengra til að tryggja stöðug­leika á grunni aðhalds í rík­is­rekstri. Þá telja flest­ir að Seðlabank­inn hafi lækkað vexti of bratt, og svo aft­ur hækkað þá of mikið, sem hef­ur hugs­an­lega skapað fleiri áskor­an­ir en þörf var á.

Við verðum þó fyrst og fremst að horfa fram á veg­inn, vinna mark­visst úr þess­um aðstæðum sem við búum nú við og skapa for­send­ur fyr­ir áfram­hald­andi vaxta­lækk­un­um á grunni efna­hags­legs stöðug­leika. Skatta­hækk­an­ir á sjáv­ar­út­veg, óvissa um mál­efni ferðaþjón­ustu og skort­ur á skýr­um mark­miðum um aðhald og hagræðingu í rík­is­rekstri hjálpa ekki í þessu sam­hengi.

Ótt­inn við of háa verðbólgu

Nýj­ustu mæl­ing­ar Hag­stof­unn­ar eru áhyggju­efni. Verðbólg­an mæl­ist nú 4,2% og hef­ur auk­ist hratt síðustu mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hef­ur hækkað um 3,2% síðustu tólf mánuði og síðasta mánuðinn nam hækk­un­in 0,84%. Lands­bank­inn hef­ur end­ur­skoðað verðbólgu­spá sína og ger­ir nú ráð fyr­ir áfram­hald­andi hækk­un, allt upp í 4,5% í októ­ber nk. Þessi þróun á sér stað þrátt fyr­ir sterk­ari krónu og lækk­andi olíu­verð.

Hag­stof­an tel­ur enn frem­ur í nýj­ustu þjóðhags­spá sinni að verðbólg­an muni „nálg­ast verðbólgu­mark­mið árið 2027“. Því er eðli­legt að spyrja hvað það merk­ir í raun og veru að verðbólga „nálg­ist“ verðbólgu­mark­mið árið 2027, eða eft­ir tvö ár. Orðalagið gef­ur til kynna óvissu og þýðir að fjöl­skyld­ur munu þurfa að búa áfram við háa vexti og hækk­andi verðtryggð lán um nokk­urn tíma enn.

Hætt­an fram und­an

Verðbólg­an er drif­in m.a. áfram af al­mennri hækk­un á inn­flutt­um vör­um sem fjöl­skyld­ur finna fyr­ir í dag­leg­um inn­kaup­um. Lands­bank­inn hef­ur enn frem­ur bent á að án auk­inn­ar fram­leiðni gæti skap­ast hættu­leg þensla sem erfitt verður að ráða við. Í stuttu máli þýðir þetta að án raun­veru­legr­ar aukn­ing­ar á getu hag­kerf­is­ins til að fram­leiða meira muni þensl­an leiða til verðbólgu sem get­ur reynst erfið og kostnaðar­söm að hafa stjórn á.

Næsti vaxta­ákvörðun­ar­fund­ur Seðlabank­ans þann 20. ág­úst verður mik­il­væg­ur og lík­urn­ar á vaxta­lækk­un virðast því miður minnka með hverj­um deg­in­um.”

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025

Categories
Greinar Nýjast

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

Deila grein

10/07/2025

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

,,Ísland á að standa á grunni festu og ábyrgra ákv­arðana sem tekn­ar eru á traust­um grunni. En þegar rík­is­stjórn legg­ur fram illa und­ir­bú­in laga­frum­vörp án sam­ráðs og bregst ekki við rétt­mætri gagn­rýni verður niðurstaðan óstöðug­leiki og minnk­andi trú­verðug­leiki. Slík­ir stjórn­ar­hætt­ir skapa póli­tíska áhættu.

Þessa hættu sáum við glögg­lega raun­ger­ast á tím­um vinstri­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013, þegar stefnt var að því að um­bylta ís­lensku sam­fé­lagi í einni svip­an. Þá var ráðist í hækk­un skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki, auk til­rauna til bylt­ing­ar­kenndra breyt­inga á ýms­um sviðum sam­fé­lags­ins sem áttu að raun­ger­ast á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þessi til­raun mistókst hrap­al­lega.

Stefna sem gref­ur und­an at­vinnu­líf­inu

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram frum­vörp og boðað aðgerðir sem skapa aukna óvissu og grafa und­an fjár­hags­leg­um for­send­um mik­il­vægra at­vinnu­greina. Þar ber hæst fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda sem mun hafa al­var­leg áhrif á marg­ar sjáv­ar­byggðir. Þrátt fyr­ir varnaðarorð 26 sveit­ar­fé­laga, þar sem um 100 þúsund manns búa, er hvergi hvikað. End­ur­skoðend­ur og fyr­ir­tæki sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn, ásamt minni og stærri út­gerðum, hafa gert veiga­mikl­ar at­huga­semd­ir og kallað eft­ir svör­um við mjög áleitn­um spurn­ing­um en ekki verið virt viðlits.

Á sama tíma stend­ur til að hækka álög­ur og skatta á ferðaþjón­ust­una, þrátt fyr­ir blik­ur á lofti á alþjóðleg­um mörkuðum og skerta sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar. Að auki liggja fyr­ir ýms­ar breyt­ing­ar sem snúa að líf­eyr­is­sjóðakerf­inu og munu meðal ann­ars hafa nei­kvæð áhrif á líf­eyris­tekj­ur bæði eldri borg­ara og kom­andi kyn­slóða á vinnu­markaði. Í reynd má segja að megin­áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um sé að auka álög­ur á al­menn­ing og fyr­ir­tæki án þess að fyr­ir liggi mat á áhrif­um á hag­vöxt, fjölda starfa og fjár­fest­ing­ar­vilja í at­vinnu­líf­inu. Gam­al­kunn­ugt stef það.

Óviss­an smit­ar út í hag­kerfið

Þannig eru und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar sett­ar í viðvar­andi óvissu­ástand á inn­lend­um vett­vangi, sem bæt­ist ofan á þann óró­leika sem þegar rík­ir á alþjóðleg­um mörkuðum. Allt þetta dreg­ur úr til­trú markaðar­ins á efna­hags­stjórn og eyk­ur lík­ur á viðvar­andi verðbólgu og háu vaxta­stigi, dreg­ur úr fjár­fest­ing­ar­vilja, hæg­ir á at­vinnu­sköp­un og veik­ir þannig grund­völl verðmæta­sköp­un­ar í sam­fé­lag­inu.

Í pistli Gunn­ars Bald­vins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, í Viðskipta­blaðinu 4. júlí kem­ur fram að ný­leg­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kunni að hafa svo veru­leg áhrif að líf­eyr­is­sjóðir neyðist til að hækka mat sitt á póli­tískri áhættu. Þeir þurfi jafn­framt að grípa til aðgerða til að draga úr mögu­legu tjóni, ef áhætt­an raun­ger­ist. Slík þróun und­ir­strik­ar að póli­tísk óvissa hef­ur þegar haft mæl­an­leg áhrif á fjár­hags­legt um­hverfi lyk­il­stofn­ana sam­fé­lags­ins. Með óbreyttri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu fjár­fest­ing­ar drag­ast sam­an og at­vinnu­sköp­un minnka. Slík þróun veik­ir grunnstoðir hag­kerf­is­ins og dreg­ur úr getu sam­fé­lags­ins til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

Verk­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú þegar far­in að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.”

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Geislameðferð sem lífsbjörg

Deila grein

09/07/2025

Geislameðferð sem lífsbjörg

,,Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin.

Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi.

Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040.

Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum.”

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 8. júlí 2025

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Óperustarfsemi eflist til framtíðar

Deila grein

07/07/2025

Óperustarfsemi eflist til framtíðar

Á Alþingi, þann 5. júlí 2025, voru samþykkt lög um stofnun Þjóðaróperu.

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, ritaði grein í Morgunblaðið 7. júlí 2025 af því tilefni.

„Íslensk menn­ing og list­ir eru meðal þess sem skil­grein­ir þjóð okk­ar ásamt stór­brot­inni nátt­úru. Það er ein­stakt hvað Ísland á af öfl­ugu lista­fólki sem hef­ur aukið hróður þjóðar­inn­ar langt út fyr­ir land­stein­ana, hvort sem litið er til miðalda- eða sam­tíma­bók­mennta, mynd­list­ar, tón­list­ar, kvik­mynda eða sviðslista.

Um helg­ina urðu tíma­mót þegar ára­tuga­löng vinna söngv­ara og annarra sviðslista­manna bar loks ár­ang­ur. Alþingi samþykkti þá frum­varp menn­ing­ar­málaráðherra um stofn­un óperu á Íslandi. Með þessu er óper­unni tryggð sam­bæri­leg staða og öðrum sviðslist­um og verður hún kjarna­stofn­un óperu­list­ar á sama hátt og Þjóðleik­húsið í leik­list og Íslenski dans­flokk­ur­inn í danslist. Þetta er stórt skref fyr­ir ís­lenska óperu­list, en Íslend­ing­ar eiga marga framúrsk­ar­andi söngv­ara sem fá nú aukið svig­rúm til að starfa við list sína og þróa þetta mik­il­væga list­form á Íslandi.

Nýja óper­an verður rek­in sem hluti af Þjóðleik­hús­inu og mun hafa aðset­ur í Hörpu. Hún mun njóta góðs af öfl­ug­um innviðum Þjóðleik­húss­ins, ein­stakri sérþekk­ingu og traustu sam­bandi þess við þjóðina. Óper­an get­ur þannig nýtt stoðstarf­semi Þjóðleik­húss­ins á sviðum eins og rekstri, leik­muna­gerð, lýs­ingu, hljóðvinnslu, bún­ing­um og leik­gerv­um.

Sjálf hef ég alla tíð haft mikla ánægju af óperu­list­inni og átti þess kost að kynn­ast henni í gegn­um góða vin­konu mína, Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur Jóns­son, sem fædd var í Bremen árið 1928. Hún var dótt­ir Pét­urs Á. Jóns­son­ar óperu­söngv­ara, sem fyrst­ur Íslend­inga söng inn á plöt­ur og átti far­sæl­an óperu­fer­il í Þýskalandi. Pét­ur stundaði nám í óperu­skóla Kon­ung­lega leik­húss­ins í Kaup­manna­höfn og starfaði víða í Þýskalandi, meðal ann­ars í Berlín, Kiel og Darmsta­dt. Hann endaði fer­il sinn við Deutsches Opern­haus í Berlín, eitt stærsta óperu­hús lands­ins, sann­ar­lega glæsi­leg­ur fer­ill. Pét­ur flutti fyrr heim til Íslands með fjöl­skyldu sína en stóð til. Helgaðist það af stöðunni í Þýskalandi og upp­gangi nas­isma. Mikið af lista­fólki flutti sig frá Þýskalandi vegna þessa og í aðdrag­anda seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Sam­töl mín við Mar­gréti um fer­il föður henn­ar og þróun óperu­list­ar opnuðu augu mín fyr­ir mik­il­vægi þess að efla óperu­starf­semi á Íslandi.

Það skipt­ir máli að skapa lista­fólki okk­ar um­gjörð þar sem það get­ur unnið að list sinni og glatt okk­ur hin. Einn mesti vaxt­ar­sproti okk­ar sam­fé­lags er í gegn­um skap­andi grein­ar. Við höf­um séð þær efl­ast veru­lega og sí­fellt fleiri starfa í þeim geira skap­andi greina til heilla fyr­ir sam­fé­lagið. Til ham­ingju, kæru lands­menn, með nýja óperu! Megi starf­semi henn­ar vaxa og dafna okk­ur öll­um til heilla.”

Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Steingrímur Hermannsson var brúarsmiður íslenskra stjórnmála

Deila grein

30/06/2025

Steingrímur Hermannsson var brúarsmiður íslenskra stjórnmála

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, ritaði grein í Morgunblaðið í dag:

,,Íslenska sum­arið birt­ist okk­ur í öllu sínu veldi þessa dag­ana. Lang­ar og bjart­ar sum­ar­næt­ur, iðandi fugla­líf og ís­lensk nátt­úra í full­um skrúða. Á fimmtu­dag­inn 3. júlí á Þing­völl­um mun­um við minn­ast eins af okk­ar ást­sæl­ustu stjórn­mála­mönn­um, Stein­gríms Her­manns­son­ar, fv. for­sæt­is­ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það er vel við hæfi að minn­ast nátt­úru­unn­and­ans Stein­gríms Her­manns­son­ar á Þing­völl­um um há­sum­ar.

Stein­grím­ur Her­manns­son er einn af ris­um ís­lenskr­ar stjórn­mála­sögu á 20. öld­inni. Hann lagði áherslu á frjáls­lynda um­bóta­stefnu og staðsetti flokk­inn á miðju stjórn­mál­anna. Hann sótti fersk sjón­ar­mið og nýj­ar hug­mynd­ir að utan, þar sem hann lærði í Banda­ríkj­un­um sem ung­ur maður. Á sama tíma var hann mik­ill sjálf­stæðis- og full­valdasinni.

Bein af­skipti Stein­gríms af stjórn­mál­um hóf­ust er hann varð formaður Fé­lags ungra fram­sókn­ar­manna í Reykja­vík 1962. Hann var kjör­inn alþing­ismaður fyr­ir Vest­fjarðakjör­dæmi í kosn­ing­un­um 1971 og var þingmaður Vest­f­irðinga í 16 ár, allt þar til hann fór í fram­boð í heima­kjör­dæmi sínu á Reykja­nesi. Sama árið og Stein­grím­ur varð alþing­ismaður, árið 1971, var hann kos­inn rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins, og skömmu eft­ir að hann varð ráðherra var hann kos­inn formaður flokks­ins, vorið 1979, og gegndi því embætti til 1994.

Stein­grím­ur Her­manns­son var for­sæt­is­ráðherra á mikl­um um­brota­tím­um. Með yf­ir­veg­un og lausnamiðaðri hugs­un leiddi hann flokk sinn í gegn­um átök og breyt­ing­ar. Með góðri mennt­un, alþjóðlegri reynslu og per­sónu­legri nálg­un bjó hann til traust, bæði inn­an flokks og utan. Í tíð hans sat flokk­ur­inn í rík­is­stjórn nær sam­fleytt í ell­efu ár.

Eitt mesta póli­tíska af­rek rík­is­stjórn­ar hans var svo­kölluð þjóðarsátt árið 1990. Þar náði hann að byggja brýr milli launa­fólks, at­vinnu­lífs og stjórn­valda og stemma stigu við langvar­andi verðbólgu. Þjóðars­átt­in skilaði raun­veru­leg­um stöðug­leika og markaði tíma­mót í efna­hags­stjórn lands­ins. Stein­grím­ur lagði einnig grunn að nýj­um áhersl­um í stjórn­sýslu með stofn­un um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins og embætt­is Umboðsmanns Alþing­is. Þar var hann langt á und­an sinni samtíð. Þá sýndi hann skýra póli­tíska sýn í ut­an­rík­is­mál­um. Hann kom Íslandi á kortið á alþjóðavett­vangi með gest­gjafa­hlut­verki í Höfðafund­in­um 1986 og með því að viður­kenna sjálf­stæði Eystra­salts­ríkj­anna fyrst allra ríkja árið 1991.

Ég hvet alla áhuga­sama um ís­lenska stjórn­mála­sögu til að mæta á Þing­velli við Hakið á fimmtu­dag­inn, klukk­an 20:00. Guðni Ágústs­son, fv. ráðherra, stýr­ir hátíðinni og munu gest­ir hans flytja er­indi til heiðurs Stein­grími Her­manns­syni. Karla­kór­inn Fóst­bræður mun syngja af sinni al­kunnu snilli. Hlakka til að sjá ykk­ur sem flest.”

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. júní 2025