Categories
Fréttir Greinar

Blindflug eða langtímasýn?

Deila grein

22/03/2025

Blindflug eða langtímasýn?

Skýrsla fjár­málaráðherra um lang­tíma­horf­ur í efna­hags- og op­in­ber­um fjár­mál­um var birt á dög­un­um. Skýrsl­an er mik­il­væg und­ir­staða fyr­ir umræður á Alþingi um efna­hags­mál þjóðar­inn­ar og stuðlar að betri yf­ir­sýn yfir áskor­an­ir í fjár­mál­um hins op­in­bera. Í því sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem brátt verður lögð fram á Alþingi, verður að taka eins og kost­ur er mið af þeim áskor­un­um sem við stönd­um frammi fyr­ir til lengri tíma. Svo er þó ekki.

Eng­in innviðaskuld?

Í fyrsta lagi er í skýrslu fjár­málaráðherra lítið sem ekk­ert fjallað um svo­kallaða innviðaskuld og hina tíma­bæru upp­bygg­ingu innviða sem mun óhjá­kvæmi­lega standa yfir næstu ár og jafn­vel ára­tugi. Þessi upp­bygg­ing mun kosta tugi millj­arða króna á ári ef vel á að vera. Vandað mat á þróun út­gjalda vegna átaks í innviðaupp­bygg­ingu er grund­vallar­for­senda þess að hægt sé að leggja raun­hæft mat á þróun efna­hags­mála og op­in­berra fjár­mála.

Eng­in veru­leg aukn­ing út­gjalda til varn­ar- eða ör­ygg­is­mála?

Í öðru lagi fjall­ar skýrsl­an á eng­an hátt um hugs­an­lega aukn­ingu út­gjalda til varn­ar- og ör­ygg­is­mála, sem flest Evr­ópu­ríki standa nú frammi fyr­ir. Útgjöld Íslands til varn­ar­mála gætu hæg­lega numið allt að 2% af lands­fram­leiðslu ár hvert, og jafn­vel meira, verði sama þróun hér­lend­is og í öðrum lönd­um Evr­ópu. Hér gæti verið um tug­millj­arða króna viðbótar­út­gjöld að ræða og mik­il­vægt að bún­ar séu til sviðsmynd­ir um áhrif þeirra næstu ár og ára­tugi. Vissu­lega er erfitt að spá fyr­ir um þróun alþjóðamála í þessu ljósi, en eini til­gang­ur skýrslu um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um er ein­mitt sá að tryggja yf­ir­sýn og stuðla að umræðum um hugs­an­leg­ar (og meiri­hátt­ar) áskor­an­ir næstu ára og ára­tuga.

Eng­in óvissa í tolla­mál­um?

Í þriðja lagi rík­ir veru­leg óvissa um þróun tolla­mála og alþjóðlegra viðskipta. Skýrsl­an fjall­ar að ein­hverju leyti um aukna spennu í sam­skipt­um ríkja, tolla­stríð og mynd­un nýrra viðskipta­blokka. Þá má halda því fram að þróun tolla­mála varði einkum hags­muni til skemmri tíma. Það blas­ir þó við að lands­lag alþjóðaviðskipta hef­ur breyst, meiri hátt­ar óvissa rík­ir um framtíð alþjóðaviðskipta og stór­fyr­ir­tæki um all­an heim eru þegar far­in að end­ur­hugsa fram­leiðsluaðferðir og stjórn­un virðiskeðja.

Skemmti­efni?

Gerð skýrslu um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um er eðli máls­ins sam­kvæmt krefj­andi og vanda­samt verk. Til­gang­ur­inn er þó ekki sá einn að búa til al­menna og fræðilega um­fjöll­un, ein­hvers kon­ar skemmti­efni, held­ur að skapa traust­an grunn fyr­ir ákv­arðanir Alþing­is og rík­is­stjórn­ar við mót­un hag­stjórn­ar og þróun fjár­mála hins op­in­bera.

Í of­an­greindu ljósi er ekki annað hægt en að draga í efa for­send­ur og nyt­semi skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um lang­tíma­horf­ur í efna­hags­mál­um og op­in­ber­um fjár­mál­um.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. mars 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Fjármálaráðherra á villigötum

Deila grein

20/03/2025

Fjármálaráðherra á villigötum

Það fel­ast gríðarleg tæki­færi fyr­ir íbúðar­kaup­end­ur í því að fjár­mála­fyr­ir­tæki geti boðið fram löng óverðtryggð lán á föst­um vöxt­um. Nú er kom­in fram skýrsla dr. Jóns Helga Eg­ils­son­ar sem skýr­ir for­send­ur og fyr­ir­mynd­ir frá öðrum lönd­um.

Það er miður að fjár­málaráðherra hafi kosið að mistúlka hluta niðurstaðna skýrslu um leiðir til að bæta láns­kjör á ís­lensk­um hús­næðismarkaði með þeim hætti sem hann hef­ur gert op­in­ber­lega.

Skýrsl­an er mjög skýr: Hún set­ur fram sex til­lög­ur til að bæta kjör íbúðalána og að strax verði ráðist í að hrinda þeim í fram­kvæmd. Ráðherra hef­ur valið að hafna því á þeim for­send­um að til­laga um að efla markað með vaxta­skipta­samn­inga sé áhættu­söm fyr­ir ríkið og líkt við Íbúðalána­sjóð! Með því að efla markað með vaxta­skipta­samn­inga geta aðilar á markaði bætt eig­in fjár­stýr­ingu. Þetta er þekkt og viður­kennd aðferð í lönd­un­um í kring­um okk­ur og hef­ur sannað sig í að nýt­ast bæði bönk­um, fyr­ir­tækj­um og einnig við fjár­stýr­ingu rík­is­sjóða. Sem dæmi er markaður með vaxta­skipta­samn­inga í Nor­egi og Svíþjóð mik­il­væg for­senda þess að bank­ar geta boðið hag­kvæm íbúðalán á föst­um vöxt­um til langs tíma. Rík­is­sjóðir landa nýta vaxta­skipta­samn­inga í sinni fjár­stýr­ingu. Rík­is­sjóður Íslands hef­ur um ára­bil nýtt vaxta­skipta­samn­inga í sinni fjár­stýr­ingu en get­ur notið þess í aukn­um mæli ef um­gjörð þessa markaðar verður bætt, eins og lagt er til í skýrsl­unni.

Vaxta­skipta­markaðir í lönd­un­um í kring­um okk­ur gera bönk­um kleift að bjóða lán með föst­um vöxt­um til lengri tíma en þeir ella gætu. Rík­is­sjóður get­ur lagað fjár­mögn­un að sín­um þörf­um á hag­kvæm­ari kjör­um. Báðir aðilar njóta hag­kvæmni.

Það er því óviðeig­andi og vill­andi að fjár­málaráðherra tengi til­lög­ur um vaxta­skipta­samn­inga við reynsl­una af Íbúðalána­sjóði! Þetta eru al­ger­lega ótengd mál og eiga ekk­ert sam­eig­in­legt. Vaxta­skipta­samn­ing­ar eru nýtt­ir út um all­an heim af fyr­ir­tækj­um, bönk­um og líf­eyr­is­sjóðum sem verk­færi í fjár­stýr­ingu til að draga úr áhættu og bæta kjör – ekki til þess að auka hana eins og fjár­málaráðherra virðist halda.

Í ljósi svara ráðherra er vert að velta upp hvort um sé að ræða vanþekk­ingu eða póli­tísk­an út­úr­snún­ing til að ýta und­ir stefnu Viðreisn­ar um ESB-aðild, sem oft er sögð nauðsyn­leg til að bæta láns­kjör al­menn­ings á Íslandi. Skýrsl­an sýn­ir þvert á móti að bæta má láns­kjör á Íslandi án þess að ganga í ESB. Spurn­ing­in sem vakn­ar er hvort það sé það sem raun­veru­lega fer fyr­ir brjóstið á ráðherra.

Það er brýnt að umræðan sé byggð á staðreynd­um og fag­legri þekk­ingu, ekki póli­tísk­um út­úr­snún­ing­um eða röng­um sam­an­b­urði sem get­ur villt fyr­ir og hindrað að hægt sé að bæta láns­kjör fyr­ir al­menn­ing.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. mars 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Sýnum yfirvegun

Deila grein

20/03/2025

Sýnum yfirvegun

Sjálf­stæði, sterk staða Íslands í alþjóðakerf­inu og mik­il verðmæta­sköp­un hafa frá stofn­un lýðveld­is­ins tryggt þjóðinni góð lífs­kjör. Mik­il­vægt skref var stigið árið 1949 þegar Ísland gerðist stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Þar sem Ísland er herlaust ríki og gat ekki varið sig sjálft, leiddi aðild­in meðal ann­ars til varn­ar­samn­ings Íslands og Banda­ríkj­anna árið 1951.

Á þeim tíma var varn­ar­leysi lands­ins talið ógna ekki aðeins ör­yggi þess sjálfs held­ur einnig friði og stöðug­leika í ná­granna­ríkj­um, eins og fram kem­ur í samn­ingn­um. Með festu og fram­sýni tryggðu ís­lensk stjórn­völd að hér á landi væri aðstaða til að sinna vörn­um og þannig varðveita frið og ör­yggi á svæðinu. Í ljósi þeirr­ar óvissu sem rík­ir í alþjóðamál­um þessi dægrin hafa ýms­ir haldið því fram að flýta eigi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um að end­ur­vekja aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Sum­ir telja að Ísland þurfi á aðild að halda til að tryggja varn­ir sín­ar.

Þessi rök stand­ast ekki og eru vara­söm. Ég minni á að ESB-rík­in, Finn­land og Svíþjóð, gerðust ný­verið aðilar að Atlants­hafs­banda­lag­inu vegna þess að þau töldu varn­ir Evr­ópu­sam­bands­ins ófull­nægj­andi. Þeir sem vilja Ísland inn í Evr­ópu­sam­bandið telja að slík aðild sé nauðsyn­leg vegna stefnu Banda­ríkj­anna, en með því eru þeir reiðubún­ir að fórna sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og yf­ir­ráðum henn­ar yfir eig­in auðlind­um. Ég vara ein­dregið við þess­ari nálg­un. Óvissa í alþjóðakerf­inu er vissu­lega óþægi­leg og krefst þess að stjórn­völd leggi mikið á sig til að tryggja stöðu þjóðar­inn­ar. Hins veg­ar er ekki ástæða til þess að gera rót­tæk­ar breyt­ing­ar á ut­an­rík­is­stefnu Íslands. Þessi ákvörðun, ef til henn­ar kæmi, yrði sú stærsta sem Íslend­ing­ar hafa tekið í ut­an­rík­is­mál­um frá lýðveld­is­stofn­un.

Slíkt skref ber að stíga af yf­ir­veg­un og með heild­ar­hags­muna­mat að baki, ekki í fljót­færni vegna von­andi tíma­bund­inn­ar óvissu í alþjóðastjórn­mál­um. Þeir sem vilja hraða at­kvæðagreiðslu án nauðsyn­legr­ar umræðu og grein­ing­ar virða ekki lýðræðis­legt fyr­ir­komu­lag, spor­in hræða svo sann­ar­lega. Evr­ópu­sam­bands­sinn­ar eru hér að nýta sér óvissu vegna Trump-stjórn­ar­inn­ar, en við eig­um hvorki að láta Banda­rík­in né Evr­ópu stýra stefnu Íslands.

Hags­mun­ir Íslands eiga að vera í for­gangi. Rök­semd­ir Evr­ópu­sam­bands­sinna byggj­ast því miður á því að ala á ótta og óör­yggi. Slík nálg­un hef­ur aldrei skilað góðum ár­angri þegar mikl­ir þjóðar­hags­mun­ir eru í húfi, sér­stak­lega varðandi yf­ir­ráð yfir auðlind­um Íslands. Ísland hef­ur átt far­sælt sam­starf við Banda­rík­in allt frá stofn­un lýðveld­is­ins, auk þess sem frjáls viðskipti okk­ar inn­an EES-samn­ings­ins hafa skilað mik­illi verðmæta­sköp­un og góðum lífs­kjör­um. Það er skyn­sam­leg­asta leiðin áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. mars 2025.

Categories
Greinar

Byggð á Geldinga­nesi?

Deila grein

20/03/2025

Byggð á Geldinga­nesi?

Nýr meirihluti borgarinnar virðist ætla að friðþægja Flokk fólksins sem hefur talað fyrir því að ryðja nýtt land með því að vísa uppbyggingu á Geldinganesi í nefnd. Raunverulegur áhugi á uppbyggingu virðist takmarkaður þrátt fyrir yfirlýsingar um mikil uppbyggingaráform.

Tímabært að taka ákvörðun

Það er mikið fagnaðarefni að vinna við valkostagreiningu um legu Sundabrautar er langt komin. Nú liggur því fyrir að taka þarf ákvörðun um hvar Sundabraut fari yfir Geldinganes og hvernig mislæg gatnamót á Geldinganesi verði hönnuð. Ýmsar gerðir mislægra gatnamóta koma til greina en ef skipuleggja á byggð á Geldinganesi er mikilvægt að hönnun gatnamóta anni umferð og að tryggt verði að hjóla- og gönguleiðir séu hannaðar samhliða. Í ört vaxandi borg er aukinheldur þörf á að huga að framtíðar byggingarlandi.

Framsókn lagði fram tillögu þess efnis að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að hefja skipulagsferli vegna húsnæðisuppbyggingar á Geldinganesi með áherslu á íbúðauppbyggingu.

Vísað beint í nefnd

Áhugavert var að hlusta á málflutning meirihlutans þegar málið var til umræðu á fundi borgarstjórnar. Meirihlutinn sagðist vilja byggja á Geldinganesi en samþykkti samt ekki tillöguna. Í staðinn vísa þau tillögunni til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði. Þau segja það vera vegna þess að meirihlutinn vill ekki að tillagan fái flýtimeðferð. Miðað við núgildandi áætlanir verður Sundabraut ekki tekin í gagnið fyrr en í fyrsta lagi árið 2032. Tillaga Framsóknar gerði ekki ráð fyrir sérstakri flýtimeðferð á skipulagi á Geldinganesi. Hins vegar þarf að hanna Sundabraut þannig að hún taki mið af íbúðauppbyggingu ef Reykjavíkurborg ætlar að skipuleggja þar byggð í framtíðinni. Sennilegri skýring á málsmeðferð meirihlutans er að þeir fimm flokkar sem mynda vinstri meirihlutann í Reykjavík eru ekki allir sammála um endanlega niðurstöðu málsins. Enginn vilji var til að ræða uppbyggingu á Geldinganesi í síðasta meirihluta og áhugi á uppbyggingu í Úlfarsárdal lítill. Með semingi var uppbygging í Úlfarsárdal samþykkt inn í síðasta meirihlutasáttmála og sennilega þann nýja líka.

Enn á eftir að ákveða hvort byggja eigi á Geldinganesi. Það er brýnt að ákvörðun um það liggi fyrir sem fyrst enda ljóst að um þannig mannvirki er að ræða þegar kemur að Sundabraut að því verður ekki auðveldlega breytt eftir á.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 20. mars 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Ræktum fram­tíðina: Ungt fólk og mat­væla­fram­leiðsla

Deila grein

20/03/2025

Ræktum fram­tíðina: Ungt fólk og mat­væla­fram­leiðsla

Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt.

Kaupréttur til fimm ára

Hugmyndin er á þá leið að t.d. Byggðastofnun, fyrir hönd ríkissjóðs, geti gengið inn í kauptilboð einstaklings (yngri en 45 ára) í jörð, sem seljandi jarðarinnar hefur þegar samþykkt. Gangi allt eftir, verður ríkissjóður tímabundið eigandi jarðarinnar, en upphaflegur tilboðsgjafi (nýliðinn) eignast kauprétt í jörðinni að fimm árum liðnum. Á þessum fimm árum fær nýliðinn tækifæri til að byggja upp þekkingu, stunda framleiðslu og eignast fjármagn til þess svo að nýta sér kaupréttinn og verða eigandi jarðarinnar.

Ríkissjóður (Byggðastofnun) og leigutaki (nýliðinn) gera því næst samning um afnot af jörðinni og kauprétt. Kaupréttur nýliðans er jafnframt algert grundvallaratriði, enda miðast hugmyndin við að jarðnæði á Íslandi sé í einkaeigu, eins og frekast er unnt.

Forsenda matvælaframleiðslu á Íslandi að nýliðun og nýsköpun sé tryggð

Augljós markaðsbrestur

Hugmyndinni er ætlað að leiðrétta augljósan markaðsbrest á lánsfjármarkaði. Forsenda matvælaframleiðslu, og skógræktar, er vitanlega jörð, land eða skiki, sem ungt fólk á erfitt með að fjármagna.

Skilyrði kaupréttar verða vitanlega mörg. Framkvæma þarf ítarlega áreiðanleikakönnun áður en ríkissjóður gengur inn í kauptilboð, til að tryggja að áhætta ríkissjóðs sé í algjöru lágmarki. Leigutaki fær fimm ár til að byggja upp verðmæti og skapa nýjungar í sjálfbærri matvælaframleiðslu, nú eða skógrækt áður en ákvörðun er tekin um að virkja kaupréttarákvæðið.

Lítið skref í rétta átt

Fyrirkomulagið mun aðeins ná til afmarkaðs fjölda jarða, sem uppfylla ströng skilyrði um sjálfbæra landnýtingu, nýsköpun, nýliðun og nýtingar tækni eins og gervigreindar, þar sem það á við. Óþarfi er annars að fjalla á þessu stigi um tæknileg atriði, sem skyggja á megintilgang hugmyndarinnar.

Hagsmunir ríkisins eru tryggðir til fulls þar sem jarðirnar eru keyptar á markaðsforsendum og eru líklegar til að hækka í verði yfir tíma. Þannig eignast ríkið – og þar með almenningur – verðmæti til framtíðar. Sérstök skilyrði verða um nýtingu fasteigna s.s. bygginga á jörðinni.

Þá leiðir hugmyndin til þess að hugað verði að betri nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna um allt land.

Nýjar rætur

„Nýjar rætur“ stuðla að því að landið sé í virkri rækt, byggðir styrkist um og ungu fólki sé umfram allt gefið raunhæft tækifæri til verðmætasköpunar.

Nú er tími til kominn að við ræktum saman framtíðina og gefum ungu fólki möguleika, sem í dag eru nánast ekki til staðar, nema fyrir efnameiri einstaklinga eða fyrirtæki.

Matvælaöryggi, auðlindir og tapaðar jarðir

Í ljósi óvissu í alþjóðamálum og auknu mikilvægi fæðuöryggis, sem flestar Evrópuþjóðir stefna að, verðskuldar hugmyndin umræðu.

Þá er staðreyndin sú að jarðir Íslands geyma auðlindir, sem við erum smám saman að missa úr landi, svo að segja. Erlendir aðilar eiga nú þegar fjöldann allan af dýrmætum jörðum, sem í sumum tilvikum eru notaðar til að flytja jarðefni til útlanda. Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi er dæmi um slíkt og er raunar sorgarsaga, enda jörðin keypt fyrir ígildi þriggja íbúða í Reykjavík. Aðrar jarðir landsins geyma t.a.m. rétt til lax- og silungsveiði, jarðhita eða nýtingar grunnvatns í stórum stíl, sem í mörgum tilvikum eru á hendi erlendra ríkisborgara.

Ný hugsun

Hugmyndinni að „Nýjum rótum“ er hvorki ætlað að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu eða kaup erlendra aðila á landi til búseti til skemmri eða lengri tíma. Henni er einfaldlega ætlað að taka á æpandi skorti á nýliðun og nýsköpun í matvælaframleiðslu og varða leiðina að aukinni verðmætasköpun á landsbyggðinni.

Auk „nýrra róta“ þarf að taka fleiri skref. Þannig þarf að skerpa á stefnumótun og áherslum við nýtingu þjóðlendna og ríkisjarða, svo kynnt verða síðar.

Ræktum framtíðina.

Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 20. mars 2025.

Categories
Greinar

Verður Frelsið full­veldinu að bráð?

Deila grein

16/03/2025

Verður Frelsið full­veldinu að bráð?

Viðreisn hefur ítrekað talað fyrir frelsi og lýst sig sem flokkur sem berst fyrir opnu, frjálsu þjóðfélagi. Flokkurinn hefur þó jafnframt sett Evrópusambandsaðild á oddinn í sínum málflutningi og telur hana nauðsynlega fyrir framtíð Íslands. En hver er raunveruleg merking frelsis í þeirra huga? Getur Ísland verið frjálst og fullvalda innan Evrópusambandsins, eða felst í þeirri stefnu ákveðin mótsögn?

Viðreisn og Evrópusambandið – frelsi eða fjötrar?

Viðreisn leggur áherslu á mikilvægi þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu til að tryggja viðskiptafrelsi og stöðugleika. Það er auðvitað gild röksemd að aðgangur að stærri mörkuðum geti haft efnahagslega kosti, en er verðmiðinn á slíku aðildarferli ekki of hár?

Evrópusambandið er ekki bara viðskiptasamfélag það er pólitískt valdakerfi sem hefur stöðugt verið að auka yfirráð sín yfir aðildarríkjum þess. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að lúta ákvörðunum framkvæmdastjórnar ESB, þar sem íslensk stjórnvöld hefðu hverfandi áhrif á stefnumótun og lagasetningu. Hvar er þá frelsið sem Viðreisn talar fyrir?

Ísland nýtur nú þegar aðgangs að mörkuðum Evrópu í gegnum EES-samninginn, en samt heldur landið fullveldi sínu og sjálfstæði í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Það að afhenda Evrópusambandinu stjórnun yfir íslenskum málefnum, eins og sjávarútvegi, landbúnaði og gjaldmiðli, myndi takmarka getu okkar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Fullveldi er forsenda raunverulegs frelsis

Viðreisn virðist vilja skilgreina frelsi fyrst og fremst í ljósi viðskipta og efnahagslegs samstarfs. En frelsi er ekki aðeins efnahagslegt það er einnig pólitískt og menningarlegt. Ísland hefur byggt upp sjálfstæði sitt og fullveldi í meira en 100 ár, eftir harða baráttu fyrir því að ráða eigin örlögum. Að fórna þessu sjálfstæði í nafni frjálshyggju er ekki frelsi heldur fjötrar. Hefur núverandi Ríkisstjórn gleymt þeim atburðum sem áttu sér stað á Þingvöllum að Lögbergi við Öxará 17.júní 1944 ?

Við í Framsókn teljum að hið raunverulega frelsi sé að vera fullvalda ríki. Sjálfstætt Ísland hefur sannað getu sína til að blómstra án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi. Aðild að ESB myndi grafa undan þessari getu og veikja stöðu okkar sem sjálfstæðs ríkis.

Framtíð Íslands – utan ESB

Sjálfstætt Ísland hefur sýnt að það getur blómstrað án aðildar að Evrópusambandinu. Við höfum sveigjanleika til að laga okkur að breytingum, sjálfstæða stefnu í atvinnuvegum og getu til að verja hagsmuni okkar án þess að lúta yfirþjóðlegu valdi.

Ef frelsi er virkilega forgangsmál, eins og Viðreisn heldur fram, ætti flokkurinn þá ekki að horfa á leiðir til að styrkja fullveldi Íslands frekar en að selja það undir yfirráð evrópskra embættismanna?

Sannkallað frelsi er að geta sjálfur tekið ákvarðanir um framtíð sína. Ísland hefur staðið vörð um það frelsi í áratugi. Fullveldi og frelsi eru samofin – annað getur ekki verið án hins. Við skulum áfram standa saman sem sjálfstæð þjóð, verja arfleifð okkar og tryggja að komandi kynslóðir megi njóta sama frelsis og forfeður okkar börðust svo hart fyrir.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist fyrst á visir.is 14. mars 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Orkuöryggi almennings er forgangsmál

Deila grein

15/03/2025

Orkuöryggi almennings er forgangsmál

Hver hefði trúað því fyr­ir aðeins nokkr­um miss­er­um að orku­ör­yggi al­menn­ings á Íslandi yrði mál mál­anna? En þannig er staðan á Íslandi í dag.

Hinn 13. mars sl. lagði ég fram til­lögu til þings­álykt­un­ar um að tryggja orku­ör­yggi al­menn­ings. Orku­ör­yggi al­menn­ings verður að vera eitt af for­gangs­mál­um Alþing­is. Það er fátt sem skipt­ir meira máli fyr­ir lífs­gæði lands­manna en ör­uggt aðgengi að raf­orku á hag­kvæmu verði.

Við höf­um nú orðið vitni að mestu hækk­un­um á raf­orku­verði til al­menn­ings í ára­tugi, og þess­ar hækk­an­ir eru alls ekki vegna skorts á raf­orku. Skýr­ing­in ligg­ur í reglu­verki sem vernd­ar ekki venju­lega not­end­ur, okk­ur al­menn­ing. Hér áður fyrr var þessi laga­lega vörn skýr og Lands­virkj­un gegndi því hlut­verki að tryggja orku­ör­yggi heim­ila. Með nýrri orku­lög­gjöf var þessi for­gang­ur felld­ur niður, án þess að koma í stað annarra úrræða sem styðja við okk­ur sem not­um inn­an við fimmt­ung raf­orku­fram­leiðslunn­ar.

Heim­il­in, ein­stak­ling­ar í rekstri og minni fyr­ir­tæki mega ekki lenda í sam­keppni við stór­not­end­ur sem eru með trausta lang­tíma­samn­inga, á sama tíma og við hin, al­menn­ing­ur og minni fyr­ir­tæki, erum varn­ar­laus fyr­ir hækk­un­um.

Eft­ir­spurn eft­ir end­ur­nýj­an­legri orku eykst stöðugt bæði hér­lend­is og er­lend­is, og í dag er ekk­ert sem kem­ur í veg fyr­ir að stærri aðilar bjóði ein­fald­lega hærra verð í ork­una en al­menn­ing­ur get­ur staðið und­ir. Þetta er óá­sætt­an­leg staða fyr­ir heim­ili, bænd­ur og minni fyr­ir­tæki sem eru upp­spretta fjöl­breyti­leika í at­vinnu­lífi og mik­il­vægt mót­vægi gegn samþjöpp­un valds á markaðnum. Hags­mun­ir þess­ara hópa eru um leið hags­mun­ir lands­byggðar­inn­ar; fólk sem býr á köld­um svæðum og sem þarf raf­orku til upp­hit­un­ar hús­næðis býr við tvö­falda áhættu.

Ég trúi því og treysti að Alþingi lag­færi þetta órétt­læti. Því bind ég von­ir við að um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra und­ir­búi laga­breyt­ing­ar sem tryggi stöðu og hags­muni al­menn­ings. Við þurf­um að tryggja for­gang heim­ila og viðhalda hag­kvæmu raf­orku­verði sem hef­ur verið grund­vall­ar­hluti af lífs­kjör­um lands­manna.

Á sama tíma þurf­um við einnig að taka upp­lýst­ar og ábyrg­ar ákv­arðanir um nýj­ar virkj­an­ir til að styðja við fjöl­breytt­an iðnað og vöxt sam­fé­lags­ins. Það er efni í aðra grein.

Tryggj­um ör­ugga raf­orku til allra lands­manna.

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. mars 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Uppbygging hjúkrunarheimila á Íslandi

Deila grein

14/03/2025

Uppbygging hjúkrunarheimila á Íslandi

Upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila hef­ur verið eitt brýn­asta verk­efnið í ís­lensku vel­ferðar­kerfi und­an­far­in ár. Með hækk­andi meðal­aldri þjóðar­inn­ar vex þörf­in fyr­ir hjúkr­un­ar­rými hratt, en fram­kvæmd­in hef­ur því miður reynst hæg. Fram­kvæmda­áætl­un til árs­ins 2028 var lögð fram af fyrri rík­is­stjórn með það að mark­miði að bæta úr skorti á hjúkr­un­ar­rým­um, strax á þessu ári. Nú þegar ný rík­is­stjórn hef­ur tekið við vakn­ar spurn­ing­in hvort þau muni fylgja þeirri stefnu og tryggja fram­gang verk­efn­is­ins eða gera breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lag­inu.

Í síðustu viku lagði ég fram fyr­ir­spurn til fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra um hvernig ný stjórn­völd hygðust tryggja raun­hæfa og tím­an­lega upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila. Ég benti á mik­il­vægi póli­tísks vilja svo fjár­magn fylgdi sett­um mark­miðum. Því var mik­il­vægt að fá skýr svör um hvort ný rík­is­stjórn hygðist fylgja áætl­un­inni eða hvort stefnu­breyt­ing væri fyr­ir­huguð.

Hver er staðan nú?

Sam­kvæmt ný­legri skýrslu um fram­kvæmda­áætl­un hjúkr­un­ar­heim­ila er ljóst að á næstu árum þarf að byggja og bæta yfir 900 hjúkr­un­ar­rými, þar af fjölg­un um 724 rými. Á þessu ári er gert ráð fyr­ir um 250 nýj­um hjúkr­un­ar­rým­um, þar á meðal á Boðaþingi og Nesvöll­um sem verða opnuð með vor­inu og búið er að leigja aðstöðu í Urðar­hvarfi.

Ný verk­efni eins og hjúkr­un­ar­heim­ili á Ak­ur­eyri, í Húsa­vík, Pat­reks­firði og á höfuðborg­ar­svæðinu voru á dag­skrá fyrri rík­is­stjórn­ar þar sem fara átti svo­kallaða leigu­leið til að flýta fyr­ir fram­kvæmd­um.

Fram­kvæmd­ir og framtíðar­sýn

Ein af lyk­il­spurn­ing­um sem ég beindi til ráðherra var hvort rík­is­stjórn­in ætlaði að fylgja þeirri stefnu fyrri rík­is­stjórn­ar að nota leigu­leiðina til að hraða upp­bygg­ingu. Þessi aðferð fel­ur í sér að ríkið aug­lýs­ir eft­ir fast­eigna­fé­lög­um eða bygg­ing­araðilum til að reisa og reka hjúkr­un­ar­heim­il­in, en ríkið tek­ur þau síðan á lang­tíma­leigu. Þetta hef­ur reynst skila skjót­ari ár­angri en hefðbund­in fram­kvæmda­leið.

Svar ráðherra var óljóst, sagði þau vera að vinna verkið og fram­kvæma en svaraði engu til með leigu­leiðina. Þetta lof­orð um fram­kvæmd er án efa já­kvætt, en það þarf að tryggja að skýr­ar fjár­veit­ing­ar og samn­ing­ar fylgi með. Án fjár­magns og sam­stöðu rík­is og sveit­ar­fé­laga geta fram­kvæmd­ir taf­ist óþarf­lega, eins og dæm­in sanna. Ég mun áfram fylgj­ast náið með hvernig þess­ar fram­kvæmd­ir þró­ast, því það skipt­ir máli að eldri borg­ar­ar okk­ar fái þann stuðning og þá umönn­un sem þeir eiga skilið.

Á næstu árum mun eft­ir­spurn eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um aðeins aukast. Fyr­ir­spurn mín til ráðherra var því ekki bara spurn­ing um fram­kvæmda­áætlan­ir, held­ur um sam­fé­lags­lega ábyrgð. Nú er það verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að láta verk­in tala og munu næstu mánuðir leiða í ljós hvort hún ætl­ar að standa við lof­orð og tryggja að upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila verði ekki aðeins orð á blaði held­ur áþreif­an­leg­ur veru­leiki.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður og þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. mars 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Tollastríð er tap allra

Deila grein

13/03/2025

Tollastríð er tap allra

Eft­ir hag­stjórn­ar­villu mill­i­stríðsár­anna var lagt upp með að eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina grund­vallaðist alþjóðaviðskipta­kerfið á frjáls­um viðskipt­um. Rík­ur vilji var fyr­ir því að gera þjóðir háðari hver ann­arri, þar sem það minnkaði lík­urn­ar á átök­um og stríðum. Kenn­ing­ar breska hag­fræðings­ins Dav­id Ricar­do um frjáls viðskipti hafa verið leiðarljós í þess­ari heims­skip­an. Helstu rök­in fyr­ir frjáls­um viðskipt­um eru að þau stuðla að auk­inni fram­leiðni ríkja, lækka vöru­verð, auka fram­boð af vör­um og skila meiri hag­vexti fyr­ir þau ríki sem taka þátt í þeim. Hag­vöxt­ur á heimsvísu tók ekki að aukast að ráði fyrr en eft­ir seinni heims­styrj­öld, sér­stak­lega á tíma­bil­inu 1945-1973, sem hef­ur verið kallað „gull­öld markaðshag­kerf­is­ins“. Meðal þeirra þátta sem stuðluðu að þess­um hag­vexti voru stöðug­leik­inn sem skapaðist með Brett­on-Woods kerf­inu, end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins eft­ir stríð og af­nám hafta­bú­skap­ar og lækk­un tolla. Í kjöl­farið hef­ur vel­sæld og hag­vöxt­ur auk­ist veru­lega með opn­un viðskipta við ríki á borð við Kína og Ind­land.

En skjótt skip­ast veður í lofti. Nú er hafið tolla­stríð. For­seti Banda­ríkj­anna hef­ur hrint í fram­kvæmd efna­hags­stefnu sinni, sem geng­ur út á að Banda­rík­in end­ur­heimti auð sem þau telja sig eiga um all­an heim, meðal ann­ars með því að setja tolla á helstu viðskipta­ríki sín og jafn­vel nán­ustu banda­menn! Með þessu ætl­ar hann sér að leiðrétta viðvar­andi viðskipta­halla Banda­ríkj­anna og nota fjár­magnið til að lækka skuld­ir. Af­leiðing­arn­ar eru vel þekkt­ar í hag­fræðinni og má lýsa sem „tapi allra“. Í fyrsta lagi verður óvissa og órói á fjár­mála­mörkuðum. Stefn­an skap­ar mikla óvissu, sem veld­ur óstöðug­leika á öll­um fjár­mála­mörkuðum og hluta­bréfa­verð í Banda­ríkj­un­um féll um tæp 3% á mánu­dag. Í öðru lagi hækk­ar verðlag og verðbólga eykst. Öll ríki hafa þegar átt í bar­áttu við verðbólgu eft­ir covid og hætta er á að þessi stefna ýti und­ir frek­ari verðhækk­un. Í þriðja lagi minnka alþjóðaviðskipti og hag­vöxt­ur. Þetta er sér­stak­lega slæmt núna, þar sem mörg ríki eru skuld­sett eft­ir gríðarleg út­gjöld á covid-tíma­bil­inu og þurfa hag­vöxt til að draga úr fjár­mögn­un­ar­kostnaði. Í fjórða lagi minnka gjald­eyris­tekj­ur og gjald­miðlar veikj­ast. Að lok­um tap­ast traust og sam­skipti ríkja versna.

Fyr­ir lítið og opið hag­kerfi eins og Ísland er þessi þróun afar nei­kvæð. Mik­il­væg­ustu viðbrögð ís­lenskra stjórn­valda ættu nú að vera að vinna í nánu sam­starfi við at­vinnu­lífið til að tryggja að ís­lensk­ir markaðir hald­ist opn­ir og verði ekki fyr­ir þess­um nýju álög­um. Vel­meg­un Íslands er ná­tengd alþjóðaviðskipt­um og út­flutn­ings­tekj­um þjóðarbús­ins. Við verðum öll að standa vörð um hags­muni Íslands í þessu nýja og krefj­andi viðskiptaum­hverfi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. mars 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Meirihlutinn sem segir nei

Deila grein

12/03/2025

Meirihlutinn sem segir nei

Nú bíða nokk­ur hundruð for­eldr­ar í Reykja­vík eft­ir dag­vist­un fyr­ir börn sín. Þá staðreynd tek ég al­var­lega og vil leggja lóð á vog­ar­skál­arn­ar til þess að styðja við for­eldra sem hafa lokið fæðing­ar­or­lofi og kom­ast ekki út á vinnu­markaðinn vegna skorts á dag­vist­un. Við í Fram­sókn lögðum því fram til­lögu í borg­ar­stjórn um heim­greiðslur til for­eldra sem bíða eft­ir dag­vist­un. Til­lag­an gerði ráð fyr­ir að greiðslurn­ar væru skil­yrt­ar við virka um­sókn um dag­vist­un og féllu niður um leið og dag­vist­un­ar­plássi væri út­hlutað.

Fjölg­un leik­skóla­plássa er for­gangs­mál og þarf ekki að fara mörg­um orðum um mik­il­vægi leik­skól­ans fyr­ir mennt­un og þroska barna og fyr­ir tekju­öfl­un og jafn­ari at­vinnuþátt­töku for­eldra. En staðreynd­in er sú að jafn­vel þótt það sé eitt af for­gangs­verk­efn­um sveit­ar­fé­laga að tryggja yngstu íbú­un­um leik­skóla­vist verður að telja það óraun­hæft að 12 mánaða börn kom­ist í dag­vist­un í bráð. Því þótt við mynd­um bæta við nægj­an­lega mörg­um bygg­ing­um und­ir starf­semi leik­skóla og tryggja ávallt nægi­legt rekstr­ar­fé þarf að manna stöður leik­skóla­kenn­ara, sem eru ekki á hverju strái. Fjölg­un ein­stak­linga í mik­il­vægri stétt leik­skóla­kenn­ara er verðugt mark­mið en það mun taka tíma og því þarf að leita annarra leiða og lausna til að mæta for­eldr­um sem eru í bráðum vanda og bíða eft­ir dag­vist­un­ar­plássi. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Meiri­hlut­inn kaus hins veg­ar gegn til­lög­unni með tvenn­um rök­um.

Of kostnaðarsamt?

Í fyrsta lagi taldi meiri­hlut­inn til­lög­una of kostnaðarsama og hún gæti þar af leiðandi dregið úr upp­bygg­ingu leik­skóla­plássa. Auðvitað kost­ar það að greiða fjöl­skyld­um heim en það er okk­ar sem sitj­um í sal borg­ar­stjórn­ar að ákveða hvernig við verj­um fjár­mun­um borg­ar­inn­ar. Við get­um ákveðið að bæði upp­bygg­ing leik­skóla og heim­greiðslur séu for­gangs­mál. Til að mæta kostnaðinum get­um við hagrætt í rekstri borg­ar­inn­ar – af nógu er að taka í þeim efn­um. En ljóst er að meiri­hlut­inn vill for­gangsraða fjár­magni í annað en stuðning við for­eldra sem bíða eft­ir dag­vist­un. For­eldra sem bíða vegna þess að borg­in hef­ur ekki staðið sig nægi­lega vel í því að fjölga leik­skóla­pláss­um þrátt fyr­ir ít­rekuð lof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um pláss fyr­ir 12 mánaða börn.

Ógn við jafn­rétti?

Í öðru lagi tel­ur meiri­hlut­inn að heim­greiðslur séu kvenna­gildra sem grafi und­an jafn­rétti kynj­anna. Þau telja að greiðslurn­ar muni leiða til þess að kon­ur séu leng­ur heima. Slík gagn­rýni bygg­ist á þeirri for­sendu að fólk hafi val um að senda barn ekki í leik­skóla og fái þess í stað greiðslur. Staðreynd­in er þó sú að for­eldr­ar eru hvort sem er heima vegna skorts á dag­vist­unar­úr­ræðum – það er hin raun­veru­lega „kvenna­gildra“. Greiðslurn­ar milda það tekjutap sem mynd­ast á meðan beðið er eft­ir dag­vist­un og með því að skil­yrða greiðslurn­ar við um­sókn um dag­vist­un er dregið úr áhrif­um kynjam­is­rétt­is. Mörg heim­ili standa frammi fyr­ir erfiðum aðstæðum að loknu fæðing­ar­or­lofi vegna skorts á dag­vist­un. Vand­inn hef­ur vaxið í þrálátri verðbólgu, jafn­vel þótt for­eldr­ar sýni fyr­ir­hyggju með því að dreifa fæðing­ar­or­lofinu eða spara fyr­ir tekjutap­inu sem fylg­ir barneign­um. Sér í lagi ef aðeins eitt for­eldri get­ur aflað tekna á meðan beðið er eft­ir dag­vist­un. Spurn­ing­in er því: Hvort er betra að for­eldr­ar séu heima án tekna eða fái greiðslur sem hjálpa til við að halda heim­il­is­bók­hald­inu rétt­um meg­in við núllið?

Þá hef­ur því verið haldið fram að það séu börn­in sem mest þurfi á því að halda að fara í leik­skóla sem séu heima vegna heim­greiðslna, t.d. börn inn­flytj­enda sem þurfi að til­einka sér tungu­mál þess lands sem þau búa í. Án frek­ari mála­leng­inga má sjá að áður­nefnd rök um skil­yrt­ar heim­greiðslur eiga einnig við hér. Ljóst er þó að huga þarf sér­stak­lega að börn­um sem eru ekki í leik­skóla, greina hvers vegna svo er og hvort ástæða sé til að mæta því með ein­hverj­um hætti.

Sama gamla upp­skrift­in

Fyrst og fremst snýst þetta um börn og for­eldra þeirra, sem mörg hver eru í veru­leg­um vanda með að brúa bilið og ná end­um sam­an. Meiri­hlut­inn virðist þó ekki vera til­bú­inn að sýna það í verki að Reykja­vík styðji við barna­fjöl­skyld­ur. Ekki má horfa til fjöl­breyttra lausna. Ekki má semja við vinnustaði um rekst­ur leik­skóla og ekki er hægt að koma á fót heim­greiðslum, þrátt fyr­ir að Pírat­ar, Flokk­ur fólks­ins og Sósí­al­ist­ar, sem nú eru í meiri­hluta, hafi áður talað fyr­ir heim­greiðslum. Rík­is­stjórn­in virðist þá ekki held­ur ætla að lengja fæðing­ar­or­lofið. Nei – enn og aft­ur á að reyna við sömu gömlu upp­skrift­ina sem ekki hef­ur skilað nægj­an­leg­um ár­angri.

Við eig­um að hlusta á for­eldra og taka ósk­ir þeirra og ábend­ing­ar al­var­lega. Þær eru ekki auka­atriði og stjórn­mál­in verða hverju sinni að ganga var­lega þann veg að ákveða hvað sé fólki fyr­ir bestu. Við meg­um ekki gleyma því að börn og for­eldr­ar lifa þenn­an raun­veru­leika í dag, á meðan rif­ist er yfir göml­um kredd­um. Það er okk­ar verk­efni að létta róður­inn með því að leggj­ast á ár­arn­ar og brúa bilið á milli fæðing­ar­or­lofs og leik­skóla og draga úr fram­færslu­kvíða for­eldra.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. mars 2025.