Categories
Fréttir

Mikilvægt er að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum grunnskólabörnum

Deila grein

13/10/2015

Mikilvægt er að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum grunnskólabörnum

Karl_SRGB„Virðulegur forseti. Talið er að um 15–20% barna eigi í geðrænum vanda á hverjum tíma og að um 5% þurfi sérfræðiþjónustu. Á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar, BUGL, eru nú rúmlega 770 börn til meðferðar á aldrinum 4–17 ára. Þrátt fyrir þennan fjölda eru 120 til viðbótar á biðlista.
Þetta kemur fram í fyrsta hluta greinaflokks um geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í fyrra voru bráðakomur á BUGL nánast ein á dag alla daga ársins og hér er ég bara að tala um bráðakomur. Undir það flokkast til dæmis sjálfsvígshugsanir og depurð. Heildarkomur á deildina í fyrra voru um 6.500.
Í velferðarráðuneytinu er nú unnið að stefnuáætlun í geðheilbrigðismálum. Síðastliðin tvö ár hefur undirritaður verið í hópi þingmanna sem hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum börnum og að þau sem þurfi aðstoð fái hana.
Velferðarnefnd þingsins vísaði málinu til ráðuneytisins í sumar þar sem ráðherra og starfsmenn hafa brugðist við af ábyrgð. Því má búast við að í nýrri geðheilbrigðisáætlun verði gert ráð fyrir að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum grunnskólabörnum. Þetta eru afar góð tíðindi því að algengt er að börn einangrist vegna kvíða og þunglyndis, flosni upp úr skóla, einangrist félagslega og verði jafnvel óvinnufær til framtíðar. Það eru líka mörg dæmi um sjálfsvíg. Andleg veikindi eru ein helsta ástæða brotthvarfs úr framhaldsskóla.
Þeim fjármunum sem fara í þetta verkefni er vel varið. Sparnaður í þessum málaflokki er dýr, ekki bara fyrir einstaklinga heldur samfélagið í heild sinni. Því ber að fagna hvernig tekið er á málinu, auk þess sem Morgunblaðið á hrós skilið fyrir að vekja athygli á því.“
Karl Garðarssoní störfum þingsins 6. október 2015.

Categories
Greinar

Pylsuvagn á aðventu í Tókýó

Deila grein

11/10/2015

Pylsuvagn á aðventu í Tókýó

GBSNýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina.

Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar.

Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis.

Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis.

Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 9. október 2015.

Categories
Greinar

Auðveldara að flytja að heiman

Deila grein

08/10/2015

Auðveldara að flytja að heiman

Elsa-Lara-mynd01-vefurharaldur_SRGBKarl_SRGB4 af hverjum 10 Íslendingum á aldrinum 20-29 ára búa enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í sumar. Þetta er nokkuð hátt hlutfall þegar litið er til nágrannalandanna sem við miðum okkur helst við, en t.d. er hlutfallið í Danmörku 10%. Hlutfallið hefur farið hækkandi hér á landi síðustu áratugi. Það má rekja til nokkurra 4 af hverjum 10 Íslendingum á aldrinum 20-29 ára búa enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í sumar. Þetta er nokkuð hátt hlutfall þegar litið er til nágrannalandanna sem við miðum okkur helst viðþátta en ljóst er að hækkandi húsnæðisverð á stóran þátt í þessari þróun og er helsta ástæðan sem nefnd er þegar ungt fólk er spurt í dag.

Leiguverð hefur hækkað hratt síðustu ár og framboð hagkvæms og ódýrs húsnæðis er af skornum skammti. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið og hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu til að mynda hækkað um 36,5% á einungis 4 árum. Á sama tíma er vilji ungs fólks frekar að kaupa en leigja.

Leiga raunhæfuAuðveldara að flytja að heimanr valkostur
Við viljum auðvelda fólki að flytja að heiman og skapa sér sitt eigið heimili og á haustþingi verða teknar fyrir miklar aðgerðir í húsnæðismálum. Eitt af stóru málunum verður frumvarp um húsnæðisbætur en áætlað er að auka húsnæðisstuðning um 1,1 milljarð króna á næsta ári með það að markmiði að lækka byrði húsnæðiskostnaðar. Við viljum hækka grunnfjárhæð húsaleigubóta, hækka frítekjumarkið og hækka hámarkshlutfall bóta af leiguverðinu.
Einnig verður skattbyrði leigutekna lækkuð úr 14% í 10%. Með því sköpum við hvata fyrir fasteignaeigendur til að gera langtímaleigusamninga og þannig aukum við framboð og öryggi leigjenda með framtíðarhúsnæði í huga.

Auðveldum kaup á fyrstu eign
Við viljum einnig festa í sessi þann hvata til sparnaðar að þeir sem hafa sparað tilgreint hámarkshlutfall af tekjum í tiltekinn tíma geti tekið sparnaðinn út skattfrjálst, þannig að ungu fólki verði heimilt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð.

Auk þess viljum við veita lánveitendum svigrúm til þess að horfa til fleiri þátta en greiðslumats við ákvörðun um lántöku, en dæmi eru um að fólk sé að greiða leigu sem er mun hærri en afborganir af nýju húsnæði kæmu til með að vera, en komast þó ekki í gegnum greiðslumat.

Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu.

ELSA LÁRA ARNARDÓTTIR, HARALDUR EINARSSON OG KARL GARÐARSSON

Greinin birtist í Fréttablaðinu 8. október 2015.

Categories
Fréttir

Þingflokki Framsóknarmanna afhent falleg gjöf

Deila grein

07/10/2015

Þingflokki Framsóknarmanna afhent falleg gjöf

20151006_142340Þingflokki Framsóknarmanna var afhent falleg gjöf í gær. Willum Þór afhenti mikin skjöld er hagleikssmiður í Kópavogi, Hallgrímur Pétursson, skar út úr linditré en um er að ræða íslenska skjaldamerkið.
Lýðveldisskjaldarmerkið
Þegar leið að endurreisn lýðveldisins 1944, fól þáverandi forsætisráðherra dr. juris Björn Þórðarson þremur ráðuneytisstjórum (Vigfúsi Einarssyni, Agnari Kl. Jónssyni og Birgi Thorlacius) ásamt dr. Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, sem hafði verið ráðunautur um gerð skjaldarmerkisins 1919, að athuga og gera tillögur um breytingu á ríkisskjaldarmerkinu. Breyting var í öllu falli nauðsynleg vegna þess að kóróna var yfir skildinum, en hún hlaut að hverfa við afnám konungdæmisins. Við, sem fengum þetta verkefni ræddum nokkuð um breytingar á sjálfu skjaldarmerkinu, og þá einkum, hvort taka bæri upp á ný fálka á bláum skildi. Niðurstaðan varð þó sú, að gera ekki tillögur um breytt skjaldarmerki og hverfa ekki frá landvættahugmyndinni að því er skjaldbera varðaði. Vorum við allir sammála um þetta og ræddum málið á fundi með forsætisráðherra og féllst hann á þessa skoðun. Var gerð ný teikning af skjaldarmerkinu, þar sem kórónan var felld burtu og lögun skjaldarins breytt. Skjaldberarnir voru teiknaðir með öðrum hætti en áður og einnig undirstaðan, sem skjöldurinn hvíldi á. Tryggvi Magnússon listmálari gerði teikninguna. Frummyndin er í Þjóðminjasafninu, nr. 15026.
RGB_til_smakkunarEkki vorum við ánægðir með teikninguna. Kom til orða síðar að leita til skjaldarmerkjafræðinga í páfagarði í þessu sambandi, en þeir voru þá svo önnum kafnir við gerð skjaldamerkja fyrir nýútnefnda kardinála að þeir máttu ekki vera að því að sinna öðrum verkefnum. – Við gerð undirstöðunnar, sem skjöldurinn hvílir á, var haft í huga „kirkjugólfið” á Kirkjubæjarklaustri.
Á fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Síðan kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs, en eftir það skyldi hann þjóðkjörinn. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf hinn nýkjörni forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig:
„Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.
Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, vinstra megin skjaldarins, bergrisi, hægra megin, gammur, vinstra megin, ofan við griðunginn, og dreki, hægra megin, ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.”
Landvættirnar fjórar koma eins og áður sagði úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir frá Haraldi konungi sem sendi mann til Íslands til að kanna aðstæður. Hann fór til Íslands í hvalslíki, synti í kringum landið og rakst á leið sinni á margar furðuverur. Við Vopnajörð blasti við honum dreki mikill, með orma, pöddur og eðlur í kringum sig, við Eyjafjörð tók á móti honum fugl svo stór og mikill að vængirnir náðu á milli tveggja fjalla. Á Breiðafirði rakst hann á griðung mikinn sem fór að gella ógurlega að honum en er hann kom suður fyrir Reykjanes tók á móti honum bergrisi sem bar höfuðið hærra en fjöllin öll. Sendimaðurinn komst því hvergi að landi og fór til baka og sagði konungi fréttirnar.Þessar fjórar yfirnáttúrulegu furðuverur standa vörð um hvern landsfjórðung fyrir sig og sem skjaldberar skjaldarmerkisins standa þær sem slíkar. Skjaldarmerkið sjálft sem er auðkenni stjórnvalda ríkisins er skjöldurinn með íslenska fánanum og hægt er að nota það með eða án skjaldberanna.

Categories
Greinar

Frá fjöru til heiða

Deila grein

06/10/2015

Frá fjöru til heiða

sigrunmagnusdottir-vefmyndFegurð og fjölbreytileiki íslenskrar náttúru er mikill og landslagið síbreytilegt hvort sem er uppi til fjalla, niður til sjávar eða í fögrum dal. Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur 16.september og settu fjölbreyttir og fróðlegir viðburðir víða um land, skemmtilegan svip á daginn.

Í tilefni dagsins voru veitt verðlaun vegna markverðs starfs á sviði náttúruverndar, Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti. Að þessu sinni voru veittar tvennar viðurkenningar til einstaklinga sem hafa af mikilli eljusemi lagt sig fram um að bæta og endurheimta land með ræktun, oft á tíðum við erfið skilyrði. Þessir einstaklingar hafa tekist á við landgræðslu og skógrækt við sorfnar strendur og á hrjóstrugum heiðum og sýnt þannig í verki að þeim er annt um landið.

_MG_5286Viðurkenningarnar hlutu annars vegar hjónin Björn Halldórsson og Elisabeth Hauge á Valþjófsstöðum í Núpasveit, sem hafa lagt alúð við að græða og rækta upp jörð sína út við ysta haf. Hins vegar Völundur Jóhannesson sem þekkir hálendið vel og hefur sýnt fram á að þar er hægt að rækta upp og hlúa að gróðri langt yfir þeim hæðarmörkum sem menn hafa talið mögulegt að stunda ræktun.

Á alþjóðlegu ári jarðvegs er við hæfi að heiðra slíka einstaklinga því af jarðveginum og moldinni sprettur gróður og líf sem enginn okkar getur verið án. Um aldir snerist líf og velsæld þjóðarinnar um frjósemi moldarinnar og afrakstur hennar, hvort sem var til beitar eða ræktunar. Góð umgengni um landið felst ekki bara í því að forðast að skilja eftir sig ljót spor eða sviðna jörð heldur ekki síður að leggja sitt af mörkum til að varðveita þann jarðveg sem við eigum og nýta af skynsemi.

Sherry og Jean ræða málinHér á landi hefur verið unnið að jarðvegsvernd í yfir heila öld. Fyrir frumkvæði, þrautseigju og útsjónarsemi frumkvöðla í jarðvegsvernd hér á landi hefur náðst að bjarga sveitum sem voru undirlagðar sandi. Með tímanum hefur aukin þekking og reynsla gert okkur kleift að takast betur á við að laga land og bæta. Það er aðdáunarvert það eljusama starf sem bændur, skógræktarfólk, vísindamenn og áhugafólk hafa af mikilli ástríðu og þolinmæði lagt á sig við að rækta upp, binda örfoka land og græða. Oft á tíðum hefur tekist að endurheimta verðmætt landbúnaðarland sem er lykilþáttur þess að hægt sé að stunda búrekstur í sveitum.

Þessir einstaklingar, líkt og þeir sem hlutu Náttúruverndarviðurkenningar í ár, hafa lagt hug og hönd í verkið án þess að berja sér á brjóst, yrkt jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og virkjað þann kraft sem býr í náttúrunni til að varðveita auðlindina til nota fyrir komandi kynslóðir. Þeir eru sannir náttúruverndarsinnar.

Sigrún Magnúsdóttir

Greinin birtist í Bændablaðinu 6. október 2015.

Categories
Greinar

Heimilin í fyrsta sæti

Deila grein

05/10/2015

Heimilin í fyrsta sæti

ÞórunnÞorsteinn-sæmundssonEin helsta áhersla Framsóknar – á þessu kjörtímabili sem öðrum – hefur verið á heimilin í landinu. Í byrjun ársins fórum við að sjá áhrif leiðréttingarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum og í vor var samþykkt, samhliða gerð kjarasamninga, að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til úrbóta á húsnæðismarkaði, bæði fyrir leigjendur og eigendur.

Á Íslandi höfum við glímt við fremur takmarkaðan leigumarkað síðustu ár. Fasteignir eru auglýstar til leigu og þá er slegist um hvern lausan fermetra. Þegar eftirspurnin er slík er eðlilegt að verðið hækki samhliða því og efnaminni fjölskyldur eiga þar með erfiðara með að standa undir venjulegum heimilisrekstri. Það er auðsjáanlegt að brýnt er að byggja upp leigumarkaðinn, bæði með auknu framboði hagkvæmra eininga og breytingu á húsaleigulögum. Þessar aðgerðir eru – ásamt fleirum – hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum sem birt var síðastliðið vor og verða frumvörp þess efnis lögð fram á þingi nú í haust. Því fögnum við.

Hagkvæmari kostur fyrir tekjulága
Eitt af þessum frumvörpum gengur út á að leggja grunn að nýju leiguhúsnæði. Einungis á næsta ári er ráðgert að verja 1,5 milljörðum króna í verkefnið og í heildina er áætlað að byggja 2.300 leiguíbúðir á næstu 4 árum. Nýja leigukerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema um 30% af stofnkostnaði.

xxx

Markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og horft er sérstaklega til barnafjölskyldna og heimila sem eru í fjárhagsvanda. Framlag ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar leigukerfisins ætti að jafnaði að leiða til þess að leigan nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum. Með nýju kerfi auðveldum við því fjölskyldum að koma undir sig fótunum, leggja til hliðar og minnka greiðslubyrði sína jafnt og þétt. Einnig er mikilvægt að tryggja húsnæði til lengri tíma svo heimili séu laus við þá óvissu sem getur fylgt almennum leigumarkaði.

Skýrari reglur á leigumarkaði
Auk þess verður lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum fyrir hinn almenna markað. Þar er lögð áhersla á aukinn rétt leigjenda og leigusala með skýrari ákvæðum um uppsagnarfrest, samskipti og ástand leiguhúsnæðis. Mikilvægt er að auðvelda samskipti leigjenda og leigusala svo fólk viti betur að hverju það gengur, með það að markmiði að minnka ágreining og koma meiri festu á samskipti. Þannig sköpum við heilbrigðari leigumarkað og meira öryggi fyrir alla aðila.

Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu.

Þórunn Egilsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 1. október 2015

Categories
Fréttir

„Á góðan félagsfund í framsóknarfélaginu fyrir norðan“

Deila grein

29/09/2015

„Á góðan félagsfund í framsóknarfélaginu fyrir norðan“

Þorsteinn-sæmundsson„Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að óska landsmönnum öllum til hamingju með frétt sem hefur farið lítið fyrir um lyktir Icesave-málsins sem lauk með fullnaðarsigri okkar Íslendinga nú fyrir nokkrum dögum. Það er sannarlega fagnaðarefni að hér skyldi vera vaskur hópur manna á sínum tíma sem barðist fyrir því að þessi niðurstaða næðist. Það var ekki þrautalaust og ýmislegt reynt til þess að koma í veg fyrir að svo gerðist. Ég sé að þetta hlægir nokkra þingmenn og ég gleðst yfir því því að við erum náttúrlega í pólitík til þess að gleðja fólk og þessi málalok hafa sannarlega glatt hug og hjörtu þjóðarinnar. Ég sé það bara á hv. þingmönnum hér á aftasta bekk að þær gleðjast yfir þessum málalyktum.
Erindi mitt hér í dag var annars að þakka hv. þm. Bjarkeyju Gunnarsdóttur fyrir ræðuna sem hún flutti áðan. Mér fannst ég vera kominn á góðan félagsfund í framsóknarfélaginu fyrir norðan vegna þess að ég hefði getað tekið undir flest það sem hún sagði varðandi tollalækkanir sem hér hafa verið gerðar. Asinn var nú ekki meiri en sá í þessu máli að viðræðurnar hófust, eins og kom fram hér áðan, fyrir nokkuð mörgum árum en voru sem sagt til loka leiddar núna um daginn.
Það sem er hins vegar nauðsynlegt að gera nú þegar þessum áfanga er náð — og nota bene, hann hefði náttúrlega aldrei náðst ef við hefðum verið búin að fella hér niður alla tolla einhliða, við höfðum skiptimynt — er að koma á einhverjum sáttmála um það hvernig þetta verður framkvæmt. Það verður í fyrsta lagi að vera alveg kristalklárt að þessar lækkanir nái alla leið til neytenda. Það þarf að upplýsa núna um hvernig verðmyndun á Íslandi er. Við búum við frjálsa álagningu og til þess að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun verður að opna á það hvernig verðmyndun á vöru er hér alls staðar á markaði.“
Þorsteinn Sæmundssoní störfum þingsins 22. september 2015.

Categories
Fréttir

Undirskrift þjóðarsáttmála um læsi

Deila grein

29/09/2015

Undirskrift þjóðarsáttmála um læsi

Elsa-Lara-mynd01-vefur„Hæstv. forseti. Í morgun átti ég kost á því að vera viðstödd undirskrift þjóðarsáttmála um læsi. Undirskriftin átti sér stað á Akranesi en þar komu saman fulltrúar frá Akranesi, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppi og fulltrúi frá Heimili og skóla, auk menntamálaráðherra. Á samkomuna kom jafnframt fjöldi grunnskólakennara frá Akranesi og nærsveitum og auk þess nokkrir nemendur grunnskólanna.
Eins og hefur komið fram í þinginu og í sérstakri umræðu í síðustu viku er markmiðið með þjóðarsáttmálanum meðal annars það að að minnsta kosti 90% nemenda á Íslandi geti lesið sér til gagns árið 2018. Í dag sýna tölurnar okkur að 30% drengja og 12% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla.
Ég vil samt leyfa mér að benda á eitt þótt ég hafi verulegar áhyggjur af þessum tölum og þær þurfi að taka alvarlega að í aðalnámskrá grunnskóla kemur skýrt fram að nemendur eiga að fá kennslu í samræmi við getu og þarfir hvers og eins. Í skólum landsins er unnið með margvíslegar kennsluaðferðir sem hafa það að markmiði að koma til móts við þessar mismunandi þarfir og getu nemenda. Síðan koma kannanir sem mæla margar hverjar með mismunandi hætti afmarkaða þætti og nemendur fá aðeins nokkrar klukkustundir til að klára og dagsform þeirra getur haft mikil áhrif á niðurstöður. Það sem ég ætlaði að segja hér í ræðu minni og kom skýrt fram á þessari stund í morgun að markmiðið með átakinu er frábært og mjög virðingarvert. Það er hins vegar mjög mikilvægt að hver skóli fái að halda sínu sjálfstæði í vali á kennsluaðferðum og vinna að því hvað hæfir nemendum þeirra best og hefur reynst vel.“
Elsa Lára Arnardóttirí störfum þingsins 22. september 2015.

Categories
Greinar

Hvað á að gera í húsnæðismálum?

Deila grein

29/09/2015

Hvað á að gera í húsnæðismálum?

ásmundurPáll»Leiðarljós ríkisstjórnarinnar er bættur hagur heimilanna.« Þessi orð má finna í fyrstu málsgrein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Heimilin eru undirstaða og drifkraftur þjóðfélagsins og stjórnvöldum hverju sinni ber að standa vörð um þau.

Í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að ráðast í veigamiklar aðgerðir í húsnæðismálum. Markmiðið með þeim er að auka framboð hagkvæms og ódýrs húsnæðis, minnka greiðslubyrði húsnæðiskostnaðar, skýra rétt leigjenda og leigusala, auðvelda kaup á fasteign og veita fjölskyldum raunverulegt val um fjölbreyttari húsnæðiskost, svo eitthvað sé nefnt.

Stærsta aðgerðin felst í því að leggja grunn að nýju leiguíbúðakerfi þar sem lögð verður áhersla á að fjölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum og um leið tryggja tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma.

Frumvarp þess efnis verður lagt fram nú strax á haustþingi, ásamt öðrum frumvörpum um breytingar á húsnæðisbótum, húsaleigulögum og lögum um húsnæðissamvinnufélög.

Lækkum byggingarkostnað 

Auk frumvarpa þessa hausts erum við að líta til þess að endurskoða byggingarreglugerð og skipulagslög svo að af hálfu hins opinbera verði á allan hátt greitt fyrir að hægt verði að taka upp sem hagkvæmastar aðferðir við íbúðabyggingar. Á sama hátt verður gjaldtaka sveitarfélaga vegna lóða og gatnagerðargjalda skoðuð. Þannig er hægt að minnka byggingarkostnað og auka þar með framboð á ódýru húsnæði.

Auðveldum kaup 

En aðgerðirnar snúa ekki einungis að leigumarkaðnum og byggingarreglugerðum. Við viljum einnig auðvelda ungu fólki kaup á eigin heimili. Hvatt verður til sparnaðar með skattfrjálsum sparnaði – þeir sem sparað hafa tilgreint hámarkshlutfall af tekjum í tiltekinn tíma geti tekið sparnaðinn út skattfrjálst – þannig að ungu fólki verði heimilt að nýta séreignarsparnað sinn við kaup á fyrstu íbúð.

Í dag er alltof algengt að fólk komist ekki í gegnum greiðslumat þrátt fyrir að greiða leigu sem er hærri en afborganir af húsnæðisláni væru. Þar er pottur brotinn og því vijum við að lánveitendum verði einnig veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en greiðslumats við ákvörðun lántöku.

Við fögnum því að framundan séu breytingar. Aðgerðirnar, stórar sem smáar, munu bæta húsnæðismarkaðinn og það sem skiptir mestu máli – bæta hag heimilanna.

Ásmundur Einar Daðason og Páll Jóhann Pálsson

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. september 2015.

Categories
Fréttir

Framsóknarflokknum að þakka!

Deila grein

28/09/2015

Framsóknarflokknum að þakka!

líneikBjörgvin Stefán Pétursson, leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði og fyrirliði, var valinn bestur í 2. deildinni á lokahófi Fótbolta.net. Hann raðaði inn mörkum í sumar en þau voru ein 12 og hjálpaði Leiknismönnum að tryggja sér sæti í 1. deildinni á næsta tímabili. Leiknir spilar á Reyðarfirði, í Fjarðabyggðarhöllinni, sem var reist fyrir um sex árum síðan og þakkar Björgvin Stefán því að þessi árangur náist nú. Gerfigraskynslóðin nái einnig til þeirra og geti því æft eins og Reykjavíkurfélögin.
Eins og allir vita þá eru Framsóknarmenn þekktir á Fáskrúðsfirði, og það er auðvitað þingmaður frá Fáskrúðsfirði, Líneik Anna Sævarsdóttir, og er hún eiginkona formanns Leiknis á Fáskráðsfirði, Magnúsar Björns Ásgrímssonar. Segist því Björgvin Stefán verða að segja að þetta sé „Framsóknarflokknum að þakka“.
Viðtal við Björgvin Stefán, á fótbolti.net, má sjá í heild sinni hér.
Framsókn óskar Fáskrúðsfirðingum til hamingju!