Categories
Fréttir

Ályktun SUF vegna móttöku á kvótaflóttafólki

Deila grein

01/09/2015

Ályktun SUF vegna móttöku á kvótaflóttafólki

logo-suf-forsida„Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar frumkvæði velferðarráðherra í málinu og lýsir jafnframt yfir ánægju með ákvörðun forsætisráðherra að skipa ráðherranefnd um flóttamannavandann. Sá gífurlegi vandi sem steðjar að fólki sem flýr heimili sín vegna stríðsátaka er átakanlegur. Ísland hefur alla burði til að leggja sitt af mörkum, þar verða ríki, sveitarfélög og einstaklingar að hjálpast að. Velviljinn sem endurspeglast í öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa sprottið upp og boðist til þess að aðstoða flóttafólk er aðdáunarverður og gefur gott fordæmi hvernig samfélög geta í sameiningu leyst erfið vandamál.
Umræðan einkennist því miður oft af vanþekkingu
Umræðan um flóttafólk hefur því miður einkennist oft á tíðum af mikilli vanþekkingu og fordómum. Stjórn SUF telur lykilatriði að vel sé vandað til verka, að vel sé tekið á móti fólki, haldið utan um það og því sé veitt nauðsynleg aðstoð. Sé slíkt gert muni það svo sannarlega skila sínu til baka til samfélagsins. Það bæði getur og vill gera það.
Hugarfarsbreyting með nýrri ríkisstjórn
Núverandi ríkisstjórn, hefur á hálfu kjörtímabili loknu, tekið á móti umtalsvert fleira flóttafólki en síðasta ríkisstjórn gerði á heilu kjörtímabili. Árið 2009 og 2011 var ekki tekið á móti einum einasta flóttamanni og árið 2010 var tekið á móti 6. Af þessum ástæðum hvetur stjórn SUF alla flokka á Alþingi til að sýna samtöðu í þessu máli. Saman getum við gert ótrúlega hluti!“

Categories
Greinar

Kjarasamningar og stjórnvöld

Deila grein

31/08/2015

Kjarasamningar og stjórnvöld

ÞórunnMikill órói var á vinnumarkaði síðastliðið vor, þar sem hart var tekist á í viðræðum um kjarasamninga. Tekist var á um hve háa upphæð hver og einn ætti að fá í launaumslagið. Eins og oftast áður var ekki unnt að klára samninga einungis með því að einblína á launa­umslag hvers og eins, heldur þurftu stjórnvöld einnig að koma að borðinu með ýmis framfaramál fyrir okkar þjóðfélag.

Yfirlýsing stjórnvalda frá 28. maí varð til þess að púsluspilið gekk upp og því lykillinn að því að langtímakjarasamningar tókust. Yfirlýsingin er því grundvallarplagg sem unnið verður eftir. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna eru ellefu liðir sem lúta að ýmsum sviðum skatta-, velferðar- og húsnæðismála sem og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála. Þar má nefna að með aðgerðunum mun lækkun á tekjuskatti einstaklinga nema allt að 16 milljörðum króna á kjörtímabilinu. Það samsvarar tæpum 13% af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga miðað við áætlun fjárlaga 2015. Ríkisstjórnin skuldbindur sig einnig til að skapa bætt skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Þannig verði stuðlað að fjölgun ódýrra og hagkvæmra íbúða með það að markmiði að tryggja tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma og ráðist í átak um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á tímabilinu 2016-19.

Einnig verður stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar, meðal annars með endurskoðun byggingarreglugerðar og gjaldtöku sveitarfélaga. Húsnæðisbætur verða hækkaðar til að styðja við almennan leigumarkað og lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og skattlagningu breytt í þeim tilgangi að lækka leiguverð og auka framboð á leigumarkaði. Þá verður komið sérstaklega til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, m.a. með því að ungu fólki verði heimilt að nýta séreignarsparnað til þess. Fleiri aðgerðir, s.s. vegna lækkunar á kostnaði sjúklinga og aukinna framlaga til starfsmenntunar, eru í yfirlýsingunni en hana má finna á vef forsætisráðuneytisins.

Margar þessara aðgerða krefjast nokkurrar vinnu á Alþingi vegna lagabreytinga. Við framsóknarmenn munum greiða fyrir framgangi þeirra.

Þórunn Egilsdóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 31. ágúst 2015.

Categories
Greinar

Látum hendur standa fram úr ermum

Deila grein

26/08/2015

Látum hendur standa fram úr ermum

Elsa-Lara-mynd01-vefurHaustið nálgast óðfluga og rútínan sem margir bíða eftir, er rétt handan við hornið. Þessa dagana eru skólarnir í startholunum og margir hafa snúið til baka til vinnu eftir sumarfrí. Þar á meðal  þingmenn sem undirbúa nú komandi þingvetur, með því að útbúa ýmis þingmál sem stefnt er að því að klára á næsta þingi. Jafnframt eru margir þingmenn á ferðalagi um landið, láta sjá sig og heyra hvað brennur á landsmönnum. Á þessum ferðalögum um landið má heyra að það eru mörg mikilvæg mál sem landsmenn vilja sjá fyrir endan á. Þar má m.a. nefna húsnæðisfrumvörp félags – og húsnæðismálaráðherra, verðtryggingarfrumvörpin og mörg önnur mikilvæg þingmál sem bíða afgreiðslu. Þessi þingmál, sem og mörg önnur er stefnt að því að klára á næsta þingi, sem hefst þann 8. september.

Höfum val og aukum öryggi
Óhætt er að segja að mikil og góð vinna hefur farið fram í ráðuneyti félags – og húsnæðismálaráðherra í allt sumar. Þar hafa allir lagst á eitt við að undirbúa frumvörp sem hafa það að markmiði að efla hér húsnæðismarkaðinn. Frumvörp sem taka á húsnæðissamvinnufélögum, húsaleigulögum, húsnæðisbótum og stofnstyrkjum til leigufélaga. Þessi frumvörp verða lögð fram á fyrstu vikum þingsins og kláruð á haustþingi. Afar mikilvægt er að þessi frumvörp fái skjóta afgreiðslu í meðferð þingsins og að samstaða ríki um þau. Þessi frumvörp tengjast samkomulagi um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Auk þessa er mikil vinna í gangi sem snýr að stuðningi við þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Unnið er að útfærslu varðandi skattaívilnanir fyrir þá sem leigja íbúðir til langtímaleigu og auk þessa er unnið að endurbótum á lánaumhverfi íbúðarlána, þar sem hagur neytandans er hafður í forgrunni. Öll þessi vinna hefur það að markmiði að auka húsnæðisöryggi landsmanna og vera með raunhæft val á húsnæðismarkaði. Það er val um hvort fólk vilji kaupa húsnæði, leigja eða fara millileiðina og búa í búsetuíbúðum.

Burt með verðtryggingu
Mikilvægt er að afnema verðtryggingu af húsnæðislánum til að minnka vægi verðtryggingar á lánamarkaði. Það er nauðsynlegt til að stöðva þá eignatilfærslu sem verður frá íslenskum heimilum til fjármálastofnana, þegar verðbólgan hækkar. Það verður að ganga til þessara verka, um er að ræða mikið hagsmuna – og réttlætismál, fyrir heimili landsins.

Það er nú svo að skýrsla sérfræðihóps um afnáms verðtryggingar af neytendalánum var birt í lok janúar 2014. Meirihluti sérfræðihópsins lagði til að frá og með 1. janúar 2015 yrðu stigin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána, en vinna við áætlun um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en á árinu 2016. Mikil vinna hefur farið fram í ráðuneytunum þar sem tillögur minni- og meirihluta séfræðingahópsins eru hafðar til grundvallar.  Unnið er að frumvörpum sem hafa það að markmiði að óheimilt verði að bjóða verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár og að takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána. Fjármálaráðherra hefur umsjón með þessum hluta verkefnisins. Vegna umfangs aðgerðarinnar þá hefur verkefnið tekið lengri tíma en áætlað var. Það þýðir aðeins eitt að núna er enn mikilvægara að láta hendur standa fram úr ermum og klára þetta stóra verkefni.

Elsa  Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 21. ágúst 2015.

Categories
Greinar

Byggjum 2300 leiguíbúðir

Deila grein

25/08/2015

Byggjum 2300 leiguíbúðir

EÞHÍ yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga í lok maí sl. kemur fram að ráðist verði í átak með byggingu allt að 2300 félagslegra leiguíbúða á árunum 2016-2019, þó að hámarki 600 íbúðir á ári.  Í sumar hefur verið unnið að frumvörpum og fjármögnun þessara loforða í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og hlutaðeigandi ráðuneyta enda yfirlýsing stjórnvalda ein lykilforsenda langtíma kjarasamninga á vinnumarkaði.

Átak í uppbyggingu íbúða skiptir miklu máli núna, enda var góð samstaða um það og er gert ráð fyrir þessu í fjárlagafrumvarpinu, líkt og fjármálaráðherra upplýsti í nýlegu Morgunblaðsviðtali og mun stuðla að stöðugleika til framtíðar.

Karens-Minde

Bygging íbúðanna verður fjármögnuð með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema núvirt 30% af stofnkostnaði.  Slíkt framlag ríkis og sveitarfélaga auk aukins stuðnings með hækkun húsnæðisbóta á árunum 2016 og 2017 á að leiða til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum.  Miðað verður við að tekjur íbúa verði í lægstu tveimur tekjufimmtungum þegar flutt er inn í húsnæðið.  Þannig verði tekjulágum fjölskyldum, sem hingað til hafa ekki átt kost á íbúðum í félagslegu kerfi sveitarfélaganna, veittur aðgangur að ódýru og öruggu leiguhúsnæði.

BB_2

Ríkisstjórnin hefur einnig skuldbundið sig til að styðja við almenna leigumarkaðinn með hækkun húsnæðisbóta á árunum 2016 og 2017.  Grunnfjárhæð og frítekjumörk verða hækkuð með hliðsjón af þeim tillögum sem komnar eru fram.  Húsnæðisbætur og frítekjumörk munu taka mið af fjölda heimilismanna.  Skattlagning tekna af leigu íbúða í eigu einstaklinga verður einnig breytt til að lækka leiguverð og auka framboð leiguíbúða á almenna leigumarkaðnum.

BB_3

Gert er ráð fyrir að stofnframlög verði skilyrt þannig að þeir lögaðilar einir geti sótt um stofnframlög sem hyggja á rekstur með félagsleg markmið að leiðarljósi.  Þeir lögaðilar sem munu geta sótt um stofnframlög verða ekki rekin í hagnaðarskyni, og geta verið sjálfseignastofnanir, húsnæðissamvinnufélög eða hlutafélög.

Ofangreindar lausnir tryggja meira öryggi í húsnæðismálum og eru unnar í góðu og miklu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög þar sem byggt er á tillögu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála og samvinnuhóps um húsnæðismál.

Nánari upplýsingar:

Yfirlýsing stjórnvalda um húsnæðismál frá 28. maí sl. í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði

Tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála

Vefsvæði verkefnisstjórnar og samvinnuhóps um húsnæðismál

Tillögur teymis um virkan leigumarkað sem hluti af samvinnuhópi um húsnæðismál

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist á blog.pressan.is/eyglohardar 24. ágúst 2015.

Categories
Greinar

Stýrivextir og Seðlabankinn

Deila grein

24/08/2015

Stýrivextir og Seðlabankinn

ásmundurPeningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í síðustu viku að hækka stýrivexti. Það eru nokkur atriði sem hafa komið upp í hugann eftir þessa ákvörðun.

Seðlabankinn tekur sérstaklega fram að þeir séu að hækka stýrivexti vegna kjarasamninga. Ég sakna þess að þeir taki fram að verslanir og fyrirtæki hafi ákveðið að hækka vörur og þjónustu of mikið. Hafa olíufélögin skilað lækkun heimsmarkaðsverðs? Af hverju hafa innflutningsaðilar raftækja ekki lækkað verðin eftir nýlegar tollalækkanir? Þetta hefði verið sanngjörn gagnrýni í stað þess að sparka í saklaust launafólk sem sannarlega átti skilið kjarabætur.

Það er full þörf á því að skoða peningastefnu Íslands og raunar ótrúlegt að slík endurskoðun skuli ekki hafa farið fram strax eftir efnahagshrun. Ástæða þess er væntalega sú að þáverandi ríkisstjórn hafði ofurtrú á að Evran myndi leysa þetta líkt og annað í íslensku samfélagi og því þyrfti ekkert að skoða þessi mál. ESB-sinnar hafa keppst við það undanfarið að blása lífi í þessa umræðu og halda því fram að ekki sé mögulegt að ná niður vöxtum nema ganga í ESB og taka upp Evru. Staðreyndin er að það eru mjög breytilegir vextir innan ESB.

Þegar rætt var um afnám fjármagnshafta á síðasta kjörtímabili þá héldu margir ESB sinnar því fram að ekki væri hægt að afnema fjármagnshöft nema með því að ganga í ESB og taka upp evru. Þegar ríkisstjórnin kynnti frumvörp um afnám fjármagnshafta sl. vor þá voru sömu aðilar fljótir að flýja undan þessum málflutningi. Það sama á við um vaxtamálin, vandinn liggur ekki í krónunni frekar en lausnin liggur ekki í evrunni.

Það getur ekki verið markmið að hafa hér háa vexti. Ráðast svo í aðgerðir til að hindra það að spákaupmenn sigli hingað með gull í von um mikinn skyndigróða líkt og Seðlabankinn kynnti í síðustu viku. Það þarf að ráðast að rótum vandans. Vandinn er m.a. verðtryggingin. Efnahagsstjórnin virkar ekki sem skyldi þegar við búum við verðtryggingu skulda. Það er sama hvað stýrivextir eru hækkaðir mikið, þegar við deilum hækkuninni á allan lánstímann líkt og gert er í dag þá hefur hún til skamms tíma lítil sem engin áhrif. Þetta var m.a. ástæða þess að við náðum ekki að kæla hagkerfið þegar á þurfti að halda fyrir hrunið.

Rót vandans varðandi háu vextina er heimatilbúinn og eðlilegast hefði verið að umræða yrði tekin eftir efnahagshrunið. Það þarf strax að hefjast lausnamiðuð umræða án upphrópanna um þessi mál. Það er grunnur þess að við þá náum að vinda ofan af þessu séríslenska vandamáli. Það væri líka skynsamlegt að setja inn í þá umræðu hugmyndir sem verið hafa hjá Frosta Sigurjónssyni o.fl. um betra peningakerfi.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist á blog.pressan.is/asmundurd/ 24. ágúst 2015.

Categories
Greinar

„Ég fer í fríið“

Deila grein

12/08/2015

„Ég fer í fríið“

Silja-Dogg-mynd01-vefSumarið er yfirleitt gúrkutíð í fréttamennsku. Þingstörf liggja niðri að mestu og þingmenn þeytast út um hvippinn og hvappinn. Sumir nýta tímann til að hitta fólk um land allt og taka púlsinn á ýmsum málum. Aðrir nota tímann með fjölskyldunni, slaka á heima fyrir, dytta að heimilinu og skella sér jafnvel í útilegu eða utanlandsferð. Batteríin eru hlaðin, bæði málefnalega fyrir komandi þingvetur sem og líkami og sál.

 Kleinuhringjaklikkunin

Sjálf hef ég nýtt tímann vel í sumar og gert allt ofantalið. Hef varla horft á sjónvarp en heyri útvarpsfréttir mátulega oft. Það sem hæst hefur borið í umræðunni, að mínu mati í sumar eru nokkur afar áhugaverð en þó ólík mál. Má þar nefna yfirvofandi viðskiptabann af hálfu Rússa gagnvart Íslendingum, afar sterk umræða um kynferðisbrot og kleinuhringjaæði. Hvað er þetta annars með Íslendinga og erlendar keðjur sem hingað koma? Það er eins og fólk hafi aldrei áður komist til þess að versla. Hvernig ætli höfundar áramótaskaupsins í ár tækli þetta allt, af nógu er að taka.

Ferðamannahægðir

Fjölgun erlendra ferðamanna, slys á ferðamönnum og ferðamannahægðir hafa til dæmis fengið all nokkra umfjöllun í sumar. Of fá klósett, ófullnægjandi merkingar, lélegir vegir, ökumenn oft illar upplýstir um færð og vegi og jafnvel á vanútbúnum bílum frá bílaleigum, fáir hjólastígar fyrir allt reiðhjólafólkið sem skapar verulega slysahættu, og svo framvegis. Þetta eru allt verkefni sem við verðum að taka föstum tökum og fjármagnið þarf að sjálfsögðu að fylgja. Út frá umræðum í þingsal í vetur heyrðist mér að flestir væru á þeirri skoðun að best væri að fara svokallaða blandaða leið til fjármögnunar en þau mál skýrast væntanlega á haustdögum.

Í lífshættu á reiðhjóli

Aðeins meira um hjólreiðafólkið. Við höfum mörg lent í því ítrekað, á þjóðvegum landsins, að þurfa nánast að hemla þegar maður lendir skyndilega fyrir aftan hjólreiðamann. Sumir hjóla hlið við hlið og aðrir eru með svo miklar pinkla að þeir taka heila akrein. Stundum er mögulegt að sveigja framhjá þeim en stundum ekki. Vegaxlir eru víða mjög lélegar og því eiga hjólreiðamennirnir heldur ekki möguleika á að víkja lengra út í kant. Maður bíður hreinlega eftir að dauðaslys verði við slíkar aðstæður. En hvað skal gjöra? Vegakerfinu hefur verið illa viðhaldið í mörg ár. Hjólreiðastígar eru að sjálfsögðu ekki í forgangi. Að mínu mati er tvennt í stöðunni, þ.e. að þegar vegir eru lagaðir að vegkantar séu hafðir ívið breiðari en venja er og myndu þannig nýtast hjólreiðafólki. Hin leiðin er að koma þeim skilaboðum til ferðafólks að ekki sé óhætt að hjóla á þjóðvegum. Við getum ekki boðið upp á þessa tegund ferðamennsku ef öryggi ferðamanna er ekki tryggara en raun ber vitni.

Fleiri gáttir til landsins

Þjónusta og umgjörð er eitt og náttúruverndin annað. Þar sem íslensk náttúra er einstaklega viðkvæm þá hefur lengi verið tala um að fjölga hliðum inn til landsins með það að markmiði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Ríkisstjórnin hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að skipa starfshóp sem fær það hlutverk að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Starfshópurinn skal greina framkvæmdaratriði, kostnað, þátttöku einstakra ríkisstofnana/fyrirtækja, landshluta og fyrirtækja í viðkomandi landshluta og markaðssetningu. Starfshópurinn á að skila af sér tillögum í formi aðgerða- og kostnaðaráætlunar. Áhugavert verður að sjá hverjar niðurstöður starfshópsins verða.

Gæði umfram magn

Fjölgun innkomustaða myndi án efa styrkja byggðir landsins og innviði þeirra, og umfram allt, gefa ferðamanninum enn betri upplifun. Rannsóknir sýna að flestir ferðamenn sem hingað koma vilja njóta náttúrunnar. Náttúran stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en fjölmennið á vinsælustu stöðunum getur dregið verulega úr gæðum upplifunarinnar. Bláa lónið hefur verið til mikillar fyrirmyndar á þessu sviði og lagt ofuráherslu á upplifun gesta. Nú er verið að stækka lónið en stjórnendur lónsins munu samt sem áður ekki selja fleiri aðgangsmiða sem því nemur. Þar er aðgangur að lóninu takmarkaður við ákveðinn fjölda hverju sinni. Mér finnst að aðrir vinsælir ferðamannastaðir ættu að taka Bláa lónið sér til fyrirmyndar og skoða það t.d. að hleypa bara visst mörgum hópferðabílum/einstaklingum inn á svæðið í einu, þá á ég til dæmis við staði eins og Þingvelli, Gullfoss og Geysi.

Íslensk náttúra rokkar

En svona að lokum þá hef ég virkilega notið þess að ferðast um landið í sumar. Ég hef notað tjaldsvæðin grimmt, vítt og breitt um landið og verið afar ánægð með þá þjónustu sem ég hef fengið. Það hefur einnig verið gaman að sjá hversu mikinn metnað ferðaþjónustuaðilar hafa til að standa sig sem best gagnvart sínum viðskiptavinum. Þeir erlendu ferðamenn sem ég hef hitt á tjaldstæðunum hafa allir verið mjög ánægðir með ferðalagið en það sem toppar sumarið algjörlega er  að sjálfsögðu sjálf móðir náttúra; mikilfengleg, stórbrotin og algerlega einstök.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í DV 12. ágúst 2015.

Categories
Greinar

Landsbankinn þarf að verða banki allra landsmanna

Deila grein

11/08/2015

Landsbankinn þarf að verða banki allra landsmanna

ásmundurForsvarsmenn Landsbankans hafa gefið það út að líklega verði fyrirhugaðri byggingu á höfuðstöðvum slegið á frest. Ástæðan er sú að margir hafa tjáð sig um málið og gagnrýnt fyrirhugaða byggingu. Það er vel að forsvarsmenn Landsbankans séu að draga í land en er nóg að fresta málinu?

Það þarf að breyta um grunnstefnu

Það er ekki nóg að stjórnendur Landsbankans hafa hrakist undan varðandi byggingar á nýjum höfuðstöðvum. Í framhaldinu þarf að boða til hluthafafundar þar sem þessi áform eru endanlega slegin út af borðinu og lóðin margrædda verði síðan seld hæstbjóðanda.

Í framhaldinu ætti banki „allra“ landsmanna að setja af stað vinnu sem miðar að því að endurskipuleggja starfsemi bankans með það að leiðarljósi að nýta á sem hagkvæmastan hátt þær fjölmörgu byggingar sem bankinn á víðsvegar um landið. Ég er sannfærður um að ítarleg skoðun á þessari blönduðu leið myndi sýna fram á hagkvæmni samanborið við að byggja risastórar höfuðstöðvar á dýrustu lóð landsins.

Það þarf líka að taka almenna upplýsta umræðu um það í samfélaginu af hverju Landsbankinn ákvað að velja margumrædda leið í stað þess að lækka veita hagstæðari kjör til almennings.

Störf án staðsetningar – Kröfuhafar standa sig betur en Landsbankinn

Landsbanki, banki allra landsmanna, ætti að hafa forystu í því að nýta ljósleiðaravæðingu landsins í stað þess að þjappa öllu á eina dýra lóð í 101 Reykjavík. Það á að skoða hagkvæmni þess að efla þær starfsstöðvar sem bankinn á í einhverjum glæsilegustu byggingum hvers byggðalags.

Landsbankinn breytir útibúum í orlofsíbúðir fyrir starfsfólk líkt og gert var rétt fyrir hrun á Ísafirði. Ætli það hefði ekki verið mögulegt að halda úti starfsemi á Ísafirði í stað þess að breyta útibúinu í orlofshúsnæði fyrir starfsfólk úr Reykjavík?

Af hverju horfir Landsbankinn ekki til þess sem áunnist hefur í fjarvinnslu. Ég hygg að Arion Banki, banki kröfuhafanna væri ekki að notfæra sér fjarvinnslu á Siglufirði nema af því væri hagkvæmni. Sú starfsemi hófst árið 2000 og hefur reynslan verið mjög jákvæð allar götur síðan.

Meðan Landsbankinn er eign almennings þá á almenningur allt í kringum landið fullan rétt á því að bankinn leitist við að uppfylla sitt gamla slagorð „banki allra landsmanna“.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist á blog.pressan.is/asmundurd/ 11. ágúst 2015.

Categories
Greinar

Hagræðing og „ekki“ hagræðing Landsbankans

Deila grein

27/07/2015

Hagræðing og „ekki“ hagræðing Landsbankans

ásmundurÁform Landsbankans, banka allra landsmanna, að byggja nýjar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð landsins hefur verið gagnrýnd af fjölmörgum aðilum. Landsbankinn er í almenningseigu og það er á ábyrgð okkar allra að hann fari vel með almannafé.

Landsbankinn ber við miklu fjárhagslegu hagræði af þessari framkvæmd. Þrátt fyrir að ég hafi efasemdir um skynsemi þess að færa alla starfsemi bankans á einn stað þá skulum við gefa okkur að af þessu hljótist umrætt hagræði.

Ef bankinn væri einungis að hugsa þetta út frá hagræðingu væri ekki skynsamlegra að leita að ódýrara húsnæði á ódýrari lóð? Í umræðu um málið hefur verið bent á hagkvæmari kosti, gefum okkur að bankinn gæti komist af með höfuðstöðvar sem kosti hann 2 milljarða í stað þeirra 8 milljarða sem áætlanir gera ráð fyrir. Hvað væri hægt að gera fyrir þá fjármuni?

Dugar til að reka eitt útibú í 100-150 ár!

Á undanförnum árum höfum við fylgst með því hvernig Landsbankinn hefur jafnt og þétt verið að fækka útibúum einmitt í nafni hagræðingar. Á árinu 2012 var t.d. með einni aðgerð ákveðið að loka nokkrum útibúum og áætlaður meðalsparnaður samkvæmt fréttum frá bankanum var 50 milljónir á hvert útibú.

Ef Landsbankinn færi hagkvæmari leið varðandi nýjar höfuðstöðvar þá hefði verið hægt að halda opnu einhverju af þeim fjölmörgu útibúum sem bankinn lokaði í nafni hagræðingar í 100-150 ár. Var verið að skerða þjónustu vítt og breitt um landið til að safna fyrir útborgun í nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð landsins? Er nema von að margir spyrji sig hvort menn séu algerlega úr sambandi við raunveruleikann?

Stjórnendur bankans hafa heldur dregið í land varðandi fyrirhugaða uppbyggingu og það er vel. En verði ráðist í þessa framkvæmd þá er það hrein og klár ögrun við almenning, enda bankinn eigna okkar allra eftir að ríkið endurreisti hann við hrun efnahagskerfisins.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist á blog.pressan.is/asmundurd/ 27. júlí 2015.

Categories
Greinar

ESB er engin elsku mamma

Deila grein

26/07/2015

ESB er engin elsku mamma

frosti_SRGBÞegar Grikkir tóku upp evru árið 2001 hafði þar um nokkurra ára skeið ríkt sæmilegt jafnvægi í efnahags- og peningamálum, en áður hafði Grikkland iðulega þurft að glíma við verðbólgu og hátt vaxtastig. Aðild Grikklands að myntbandalaginu var því álitin mikilvægur áfangi í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika landsins til framtíðar og skapa ný tækifæri. Forsætisráðherrann á þeim tíma dró upp þá líkingu að upptaka evru myndi færa Grikkland nær hjarta Evrópu.

Kannski hafa ekki margir séð fyrir að upptaka evru myndi leiða til ofþenslu gríska hagkerfisins, efnahagshruns og margra ára kreppu. En vart hefur nokkur Grikki getað séð fyrir þá gríðarlegu hörku sem aðildarríkin, með Þýskaland í broddi fylkingar, voru tilbúin að sýna Grikklandi í efnahagserfiðleikum þess. Í stað samstöðu og samhjálpar hafa vinaþjóðirnar látið Grikki sæta afarkostum og þvingunaraðgerðum. Jafnvel Alþjóðagjaldeyrissjóðnum virðist nóg um hörkuna.

Það eru engin fordæmi fyrir því að peningakerfi ríkis sé nánast tekið úr sambandi í þeim tilgangi að þvinga landsmenn til að ganga að afarkostum. Nú er ljóst að slík þvingunaraðgerð er ekki bara fræðilegur möguleiki heldur sá kaldi veruleiki sem Evrópusambandið hefur boðið Grikklandi. Ef grísk stjórnvöld hefðu ekki fallist á þá afarkosti sem ESB bauð þeim blasti við algert hrun hagkerfisins. Þannig hefur Evrópusambandið fengið sínu framgengt en harkan sem Grikkir voru beittir mun væntanlega seint gleymast.

Eftir þriggja vikna lokun grískra banka voru þeir opnaðir aftur síðastliðinn mánudag. Ekki má þó taka út meira en 60 evrur á dag og auk þess er lokað á millifærslur milli landa. Forseti samtaka grískra banka hvetur sparifjáreigendur til að leggja peninga sína í banka og fullyrðir að óhætt sé að treysta bönkunum. Geta Grikkir treyst því? Árið 2010 hvatti þáverandi fjármálaráðherra Grikklands almenning til að fjárfesta í ríkisskuldabréfum sem voru svo færð niður um 53% tveimur árum síðar. Grískir bankar eru rúnir trausti eftir þriggja vikna lokun og hverfandi líkur á að almenningur muni treysta bönkum fyrir sparifé sínu á næstunni. Fjármagnsflóttinn úr grískum bönkum mun því líklega halda áfram og kalla á frekari neyðaraðgerðir í náinni framtíð. Spurningin er hvaða skilyrði muni fylgja þeirri fyrirgreiðslu.

Þurfa að taka upp sjálfstæða mynt

Þótt grískir bankar séu ekki í ríkiseigu hefur seðlabanki evrusvæðisins neitað að leggja þeim til lausafé án ríkisábyrgðar. Skuldir einkabanka hafa þannig færst yfir á ríkissjóð og þá sem greiða skatta. Lánin til grísku bankanna hafa runnið til þess að gera upp við stóra erlenda kröfuhafa, aðallega evrópska banka. Eignafólk hefur líka getað forðað sínu fé úr grískum bönkum en almennt launafólk situr eftir með skuldugri ríkissjóð og þyngri skattbyrði. Erfitt er að sjá hvernig Grikkland á að komast upp úr kreppunni án verulegrar lækkunar skulda og upptöku sjálfstæðrar myntar.

Þegar ESB stillti Varufakis og Tzipras upp við vegg kom í ljós að þeir höfðu í raun ekkert „Plan B“ í raun. Haft er eftir Varufakis að þeir hafi ekki gert ráð fyrir að ESB myndi beita aðildarríki slíkri hörku. Hagfræðingar hafa bent á að ef Grikkland hefði átt tilbúna áætlun um upptöku drökmu hefði samningsstaða þess verið allt önnur og sterkari. Upptaka sjálfstæðrar myntar hefði með gengisfellingu leitt til lækkunar á stórum hluta skulda, samkeppnishæfni Grikklands hefði orðið gríðarsterk, hagvöxtur hefði tekið við sér, ekki síst ferðaþjónusta, atvinna hefði aukist og skattstofnar ríkisins tekið við sér. Fjárfestar hefðu séð tækifæri í Grikklandi og fjármagn byrjað að flæða til landsins að nýju. Myntbandalag Evrópusambandsins hefði hins vegar ekki mátt við slíku fordæmi enda gætu þá fleiri aðildarríki farið að íhuga útgöngu úr myntbandalaginu sem lausn á sínum efnahagsvanda.

Reiða sig á gæsku

Án sjálfstæðs gjaldmiðils getur Grikkland ekki komið hjólum atvinnulífsins í gang af sjálfsdáðum. Grikkland mun því áfram þurfa að reiða sig á gæsku Evrópusambandsins og efnahagsaðstoð sem nú er ljóst að ekki fæst nema gegn ströngum skilyrðum. Síðan ESB hóf „björgunaraðgerðir“ í Grikklandi árið 2010 hefur hagkerfi þess dregist saman um 25%. Laun hafa lækkað um 20% og atvinnuleysi aukist úr 10% í 25%. Ríkisskuldir, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafa aukist úr 113% í 170%. Heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi Grikklands eru í rúst. Fjármagns- og atgervisflótti er viðvarandi. Fjórðungur grunnskólabarna er vannærður vegna fátæktar. Sjúkir og aldraðir deyja vegna þess að lyf eru ekki til. Enn sér ekki fyrir endann á vanda Grikklands og lengi gæti vont versnað. Spurst hefur að tugþúsundir Breta hafi afbókað Grikklandsferðir sínar á meðan bankar voru lokaðir og þýskir ferðamenn óttist nú að þeir séu ekki lengur velkomnir í Grikklandi. Verði stjórnmálaástandið talið ótryggt í Grikklandi gæti ferðageirinn hrunið með skelfilegum afleiðingum.

Saga Grikklands sýnir hve mikilvægt það getur verið að eiga sjálfstæðan gjaldmiðil þegar á móti blæs. Þjóðir geta lent í efnahagsáföllum af ólíkum ástæðum, en dæmin sýna að hagkerfi sem byggja á sjálfstæðum gjaldmiðli eru margfalt fljótari að ná sér aftur á strik. Það er líka ljóst að vísasta leið þjóðar til að glata efnahagslegu sjálfstæði sínu er að færa erlendum aðila valdið til að skapa gjaldmiðilinn.

Frosti Sigurjónsson

Greinin birtist í DV 25. júlí 2015.

Categories
Fréttir

Stóru málin í íslensku efnahagslífi

Deila grein

15/07/2015

Stóru málin í íslensku efnahagslífi

VilllumWillum Þór Þórsson, alþingismaður, velti upp hugleiðingum um „stóru málin í íslensku efnahagslífi“ á Alþingi á dögunum. Minnti hann á að í aðdraganda kjarasamninga hafi verið horft til hugmyndafræði þjóðarsáttarsamninganna, þríhliða samstarfi aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins.
Willum Þór sagði svo: „Nú hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar komið að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði með myndarlegum hætti með aðgerðapakka í 11 liðum þar sem sérstaklega var hugað að þeim tekjulægstu og millitekjuhópum. Breytingar á tekjuskatti fela í sér heildarlækkun upp á 16 milljarða sem munu hækka ráðstöfunartekjur allra launþega og mun hækkun ráðstöfunartekna ná til 65% launamanna sem dæmi og hækka ráðstöfunartekjur þeirra um 50–100 þús. kr. á ári. Þá mun ríkisstjórnin í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins stuðla að hraðri uppbyggingu á húsnæðismarkaði og átaki í húsnæðismálum til handa tekjulægri fjölskyldum.“
Er það mat Willum Þórs að ríkisstjórnin hafi svarað kalli þjóðarsáttar í kjarasamningum með myndarlegum hætti. „Á sama tíma hefur ríkisstjórnin nú boðað áætlun um afnám hafta sem er í senn trúverðug og söguleg, svo vel útfærð og vönduð, svo umfangsmikið verkefni að hún verður kennslubókarefni framtíðarinnar svo vitnað sé í Lee Buchheit.“
„Aðilar vinnumarkaðarins, forseti ASÍ og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telja áætlunina létta á íslensku atvinnulífi og treysta forsendur stöðugleika og þannig til þess fallin að styrkja nýgerða kjarasamninga. Það er ljóst, virðulegi forseti, að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur við stóru orð,“ sagði Willum Þór að lokum.