Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð forsætisráðherra í 100 daga

Deila grein

02/09/2013

Sigmundur Davíð forsætisráðherra í 100 daga

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson var á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudag. Þar fór hann m.a. yfir að verkefnin er var lagt upp með í upphafi væru öll samkvæmt áætlun og á þeim hraða sem sem gert var ráð fyrir. Sigmundur Davíð tók sérstaklega fram að eðlilegt væri að þegar þing væri ekki að störfum að fólk verði ekki vart við vinnuna sem á sér stað inni í ráðuneytinum. En Sigmundur Davíð segist vera mjög bjartsýnn á framhaldið og að okkur takist að breyta hlutum mjög hratt þegar þing kemur saman.
Hlutverk stjórnvalda í dag er að skapa þær aðstæður að tækifæri séu nýtt. Það hafa menn verið að gera í skattamálum og eins í vinnu í stjórnarráðinu um einföldun regluverksins og verður kynnt á ráðstefnu á morgun (í dag). Þessi grundvallaratriði eru til endurskoðunar og forsenda þess að hægt sé að fjárfesta og gera áætlanir og byggja á til framtíðar.
Hér er hægt að nálgast upptökur af viðtalinu við Sigmund Davíð:
Sprengisandur: SDG 1. hluti. Segir öll verk vera á áætlun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir verkefni ríkisstjórnarinnar vera á áætlun og eðlilegt sé að það taki menn tíma að trúa að óhætt sé að fjárfesta og byggja upp.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20677
Sprengisandur: SDG 2. hluti. Forsendum verðtryggingar verður breytt
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að grunni vístölunnar verði breytt svo fyrirsjáanleg hækkun á eldsneyti hækki ekki lán Íslendinga uppúr öllu valdi.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20678
Sprengisandur: SDG 3. hluti. Breytt lög um lífeyrissjóði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir þörf á að breyta lögum um líeyrissjóði svo þeim verði gert unnt að fjárfestar víðar en nú. Hann benti einnig á að lífskjör okkar séu tekin að láni, þar sem við framleiðum ekki fyrir nauðsynjum.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20679
Sprengisandur: SDG 4. hluti. Nýr umhverfisráðherra innan skamms
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að ekki sé langt að bíða þess að hér verði skipaður nýr umhverfisráðherra í stærra og veigameira ráðuneyti.
https://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=20680
 

Categories
Greinar

Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans

Deila grein

29/08/2013

Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans

Frosti SigurjónssonLandsbankinn hefur viðrað áform um að byggja allt að 15 þúsund fermetra húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar bankans og vill hefja framkvæmdir sem fyrst. Í ljósi þess að Landsbankinn er í eigu ríkisins, sem er mjög skuldugt og stendur í erfiðum niðurskurði, er spurning hvort nýjar höfuðstöðvar ríkisbankans eigi að njóta forgangs.

Ef ríkisbankinn er aflögufær um þá milljarða sem þarf til að byggja höfuðstöðvar, þá hlýtur það að vera krafa eigandans eins og staðan er núna að fjármagnið renni í ríkissjóð í formi arðs. Þannig myndu milljarðarnir nýtast við brýnni verkefni til dæmis í heilbrigðiskerfinu.

Stjórnendur bankans hafa án efa mörg rök fyrir því að nýjar höfuðstöðvar séu þörf fjárfesting frá sjónarhóli bankans. En áður en ráðist væri í slíka fjárfestingu, þarf að kanna hvort hluthafinn, ríkið, hafi einhver brýnni not fyrir fjármagnið. Eru skattgreiðendur fúsir til að borga hærri skatta til að fjármagna nýjar höfuðstöðvar ríkisbankans, eða tilbúnir til að sætta sig við verri heilbrigðisþjónustu í nokkur ár?

Haft hefur verið eftir Sigmundi Davíð forsætisráðherra um byggingaráform Landsbankans: „Ríkið, stofnanir þess og fyrirtæki í opinberri eigu munu þurfa að spara á næstu árum. Nú er verið að endurskoða ýmis útgjaldaáform þannig að það myndi skjóta skökku við ef ríkisfyrirtæki réðist á sama tíma í byggingu dýrra höfuðstöðva”. Ég get tekið undir hvert orð.

Nýjar höfuðstöðvar yrðu ekki byggðar fyrir íslenskar krónur eingöngu. Ríflega helmingur byggingakostnaðar yrði í erlendum gjaldeyri til kaupa á byggingarefnum, stáli, steypu og fleiru því sem þarf til nýbygginga.  Á sama tíma er óleystur sá vandi að  Landsbankinn á ekki nægan gjaldeyri til að greiða af stóra skuldabréfinu til gamla Landsbankans. Umrætt skuldabréf er eitt af stóru vandamálunum sem þarf að leysa svo hægt sé að afnema hér fjármagnshöft. Vart yrði auðveldara að útvega þann gjaldeyri ef kaupa þyrfti á sama tíma inn byggingavörur fyrir milljarða í erlendum gjaldeyri. Nýju höfuðstöðvarnar munu því miður hvorki spara gjaldeyri né skapa gjaldeyristekjur.

Jafnvel þótt hagur ríkissjóðs væri í blóma og enginn fjármagnshöft, þá væri samt ástæða til að staldra sérstaklega við ef bankar hyggjast ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva.  Því þegar banki byggir, þá leiðir það yfirleitt til aukningar á peningamagni og verðbólgu. Bankar þurfa nefnilega ekki að taka lán fyrir byggingarkostnaðinum, þeir greiða kostnaðinn með krónum sem þeir búa til í formi innstæðna. Innstæðna sem byggingaverktakinn tekur sem fullgilda greiðslu.  Þetta væri auðvitað ekki vandamál ef bönkum væri bannað að búa til peninga, þá þyrftu þeir að fjármagna sínar byggingar með sama hætti og önnur fyrirtæki. Höfuðstöðvar banka yrðu þá kannski byggðar af meiri nægjusemi en verið hefur hingað til.

Ég bind vonir við að skynsöm stjórn Landsbankans opni augun og líti á stóru myndina, íhugi þarfir og forgangsröð eiganda bankans, sem er þjóðin sjálf, og leggi í kjölfarið hugmyndir um byggingu nýrra höfuðstöðva til hliðar, allavega þar til betur árar.

FROSTI SIGURJÓNSSON

(Pistillinn birtist í DV 26. ágúst 2013)

Categories
Greinar

Ábyrgar veiðar

Deila grein

26/08/2013

Ábyrgar veiðar

Aflahlutdeildakerfið, eða hið svo kallaða kvótakerfi, hefur löngum verið þrætuepli manna í millum. Á fyrstu áratugum kerfisins deildu menn einkum um, hvort það ætti rétt á sér, eða hvort það skyldi lagt af. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun orðið að umræðan hefur færst úr því fari í meiri samhljóm um að veiðistýring, sem byggist á aflahlutdeildarkerfi, hafi þrátt fyrir allt skilað góðum árangri. Því til staðfestingar má nefna frumvörp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem lögð hafa verið fram á Alþingi á undanförnum árum, en í þeim er gengið út frá að veiðum verði stýrt með aflahlutdeildum. Einnig má nefna niðurstöðu Sáttanefndarinnar svo kölluðu frá árinu 2010 þar sem breiður hópur frá hagsmunaaðilum og stjórnmálaflokkum sammæltist um það að veiðum skyldi stýrt með aflahlutdeildakerfinu. Stýring með þessu móti er hagkvæm. Um 11% af landsframleiðslunni eru fiskveiðar og -vinnsla. Kerfið stuðlar að sjálfbærri nýtingu á fiskistofnum og flestir stofnar við Íslandsstrendur eru í vexti. Á alþjóðavettvangi er Ísland viðurkennt fyrir ábyrga fiskveiðistjórnun og árangurinn af henni jafnvel talinn öfundsverður.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að fiskveiðistjórnunarkerfið verði yfirfarið og að grundvöllur fiskveiðistjórnunar verði áfram aflahlutdeildakerfið. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að ef heildarafli sé takmarkaður skuli úthluta aflahlutdeild til einstakra skipa. Við setningu aflahlutdeildar skal miða við samfellda veiðireynslu undanfarinna þriggja ára.

Í mislangan tíma hefur veiðum á nokkrum fisktegundum verið stýrt með því að ákvarða hámarksheildarafla og leyfisbinda veiðarnar. Verndarsjónarmið ráða þar för og komið hefur verið í veg fyrir ofveiði. Þessar tegundir hefði með réttu átt að hlutdeildasetja um leið og samfelld veiðireynsla lá fyrir.

Breytingar verða gerðar á reglugerð um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárinu sem gengur í garð 1. september. Breytingin, sem birt verður í dag, felur í sér þá ákvörðun mína að setja, í fyrsta skipti, leyfilegan heildarafla fyrir blálöngu, litla karfa og gullax. Í þessu felst að í framhaldinu verður aflahlutdeildum, í þessum tegundum, úthlutað til einstakra skipa. Leyfilegur heildarafli tegundanna ákvarðast af ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Framangreind rök eiga við um einn stofn til viðbótar; makríl. Ég mun bráðlega setja af stað vinnu þar sem farið verður yfir hvernig réttast verði staðið að því að setja hann í kvóta.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-, landbúnaðar-, og umhverfisráðherra

Categories
Greinar

Sameinum krafta og tryggjum öllum öruggt húsnæði

Deila grein

26/08/2013

Sameinum krafta og tryggjum öllum öruggt húsnæði

Fjöldi þeirra sem vilja leigja íbúðarhúsnæði fremur en kaupa hefur tvöfaldast á síðustu sex árum. Ungt fólk og tekjulágt á erfitt með að fjármagna íbúðakaup, eldra fólk vill síður festa fé í fasteignum og margir forðast áhættuna sem felst í því að kaupa og reka húsnæði. Þúsundir íbúða vantar á leigumarkaðinn til að anna eftirspurn.Það er augljóst að við þurfum fleiri valkosti í húsnæðismálum þannig að allir eigi kost á húsnæði sem hentar þörfum þeirra á viðráðanlegum kjörum. Verkalýðshreyfingin talar fyrir umbótum í húsnæðismálum og BSRB vill að almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði komið á í þessu skyni. ASÍ vill beita sér fyrir því að komið verði á fót varanlegu og traustu húsnæðiskerfi og að samtökin eigi frumkvæði að mótun og endurreisn félagslegs íbúðakerfis.

Vilji er fyrir hendi – nú þurfa verkin að tala

Ég fagna frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar og hvet til þess að við tökum höndum saman og látum verkin tala. Gott samfélag byggist á samvinnu. Í húsnæðismálum sýnir reynslan að markaðurinn tryggir ekki sjálfkrafa hæfilegt framboð leiguíbúða. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar þurfa að leggja sitt af mörkum.Í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var mikill húsnæðisskortur hér og annars staðar á Norðurlöndunum. Stjórnvöld í Danmörku, Svíþjóð og Noregi byggðu þúsundir íbúða til að bregðast við vandanum. Leiðarljósið var staðlað, vel skipulagt húsnæði á hagstæðu verði.

Í júlí 1965 náðist samkomulag hér á landi milli verkalýðshreyfingarinnar, ríkis og borgar um stórátak í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Samkomulagið var liður í lausn á erfiðri vinnudeilu. Í stað launahækkana var samið um byggingu 1.250 íbúða fyrir lágtekjufólk í Reykjavík. Þetta varð fyrirmynd að seinni tíma samningum um þjóðarsátt þar sem samið var um fleira en kaup og kjör.

Örugg búseta í leiguhúsnæði

Leigumarkaður íbúðarhúsnæðis hér á landi hefur ekki staðið undir nafni. Framboð er lítið, leiguverð hátt og húsnæði sjaldnast leigt út nema til skamms tíma í senn. Við þessar aðstæður býr fólk ekki við það húsnæðisöryggi sem er svo mikilvægt öllum. Þessi staða er þó ekkert náttúrulögmál, með réttum aðgerðum getum við breytt þessu og gert húsaleigu að raunhæfum valkosti.Á síðasta ári var gerð breyting á lögum um húsnæðismál sem setur skýr skilyrði fyrir lánveitingum vegna uppbyggingar leiguhúsnæðis. Íbúðalánasjóði er heimilt að veita sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum lán til byggingar eða kaupa leiguíbúða að því tilskildu að félögin séu ekki rekin í hagnaðarskyni og hafi útleigu húsnæðis að langtímamarkiði. Lán getur numið allt að 90% af matsverði íbúðar. Ef um er að ræða félagslegar leiguíbúðir sem uppfylla tiltekin skilyrði, meðal annars um að leigjendur séu innan ákveðinna tekju- og eignamarka, eru lánin veitt á niðurgreiddum vöxtum.

Aðkoma verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða

Markmið þeirra sem eiga og reka leigufélög verður að snúast um aukið framboð hagkvæmra leiguíbúða til langtíma. Mér sýnist verkalýðsfélögin öðrum betur fallin til þess að sinna þessu hlutverki. Þau bera hagsmuni félagsmanna sinna fyrir brjósti, eru ekki rekin í hagnaðarskyni og hafa traustan rekstrargrundvöll. Öflug verkalýðsfélög byggjast á því að félagsmenn þeirra hafi á þeim traust og trú og sjái að markvisst sé unnið með hagsmuni þeirra í fyrirrúmi. Verkalýðsfélögin myndu því án efa styrkjast og eflast með því að tryggja félagsmönnum sínum leiguhúsnæði á góðum kjörum. Ný lagaákvæði um lán til uppbyggingar leiguhúsnæðis setja skynsamlegan ramma um uppbyggingu leigumarkaðar til langtíma á réttum forsendum. Áhugi og vilji verkalýðsfélaganna liggur fyrir og lífeyrissjóðir hafa verið með til skoðunar að undanförnu hvort þeir geti fjárfest með aðkomu að uppbyggingu leigumarkaðar fyrir íbúðarhúsnæði.

Ríki og sveitarfélög mega ekki láta sitt eftir liggja til að liðka fyrir þessu máli. Ég tel vel koma til greina að bjóða leigufélögum sem byggja án hagnaðarsjónarmiða byggingarlóðir á kostnaðarverði. Nauðsynlegt er að endurskoða nýju byggingarreglugerðina ef auka má sveigjanleika og draga úr byggingarkostnaði. Eins er mögulegt að bæta skattaumhverfi leigufélaga, til dæmis gæti ríkið fellt niður stimpilgjöld af skuldabréfum þeirra og fleiri leiðir kunna að vera færar.

Ég er þegar byrjuð að funda með verkalýðsfélögum, sveitarfélögum, lífeyrissjóðum og öðrum áhugasömum um þessi mál, auk þess að skipa verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála. Ef við horfum til baka og skoðum árangurinn af júlísamkomulaginu frá árinu 1965 tel ég ljóst að við höfum allar forsendur til að ráðast í slíkt átak ef allir aðilar leggjast á eitt með samvinnu og skýr markmið að leiðarljósi.

Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra

birtist í Morgunblaðinu 26. ágúst 2013

Categories
Fréttir

Tveir sérfræðingahópar skipaðir um skuldavanda heimila

Deila grein

19/08/2013

Tveir sérfræðingahópar skipaðir um skuldavanda heimila

Sigmundur Davíð GunnlaugssonForsætisráðherra hefur skipað eftirtalda aðila í sérfræðingahópa um skuldavanda heimila. Eiga þeir að skila af sér í nóvember 2013 og fyrir lok árs 2013 skv. þingsályktunartillögu sem samþykkt var á sumarþingi.
Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs:

  • Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur, formaður.
  • Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur
  • Einar Hugi Bjarnason, hrl.
  • Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, hdl.
  • Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum:

  • Ingibjörg Ingvadóttir, hdl, formaður
  • Hafdís Ólafsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Valdimar Ármann, hagfræðingur/fjármálaverkfræðingur
  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness
Categories
Greinar

Af ESB, IPA og þjóðaratkvæðagreiðslu

Deila grein

19/08/2013

Af ESB, IPA og þjóðaratkvæðagreiðslu

„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.” – Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

ESB

Aðild Íslands að Evrópusambandinu var ekki eitt af stærstu málum kosningabaráttunnar í vetur en flokkarnir upplýstu að sjálfsögðu um fyrirætlanir sínar varðandi málið. Núverandi stjórnarflokkar fóru ekki leynt með þá ætlun sína að ef þeir fengu umboð frá þjóðinni yrði breytt um stefnu. Flokkarnir hlutu meirihluta þingsæta og lýðræðislegan rétt til að fylgja eftir stefnu sinni varðandi ESB og önnur mál.

Í stjórnarsáttmálanum segir að gert verði hlé viðræðunum. Það þýðir að sjálfsögðu að ekki verður meira unnið við aðildarferlið og kröftunum beint í önnur verkefni.  Stöðu viðræðnanna þarf að meta og til grundvallar því liggur stöðuskýrsla frá því í apríl. Verður metið hvort ástæða sé til að skoða ákveðna hluta hennar betur og/eða leita svara við spurningum sem etv. er ekki svarað. jafnframt er ætlunin að leggja mat á þróun Evrópusambandsins frá því að ferlið hófst 2009 og reyna að meta hvernig líklegt er að ESB þróist á næstu árum.

Nýverið birti breska blaðið Daily Mail niðurstöður könnunar sem gerð var meðal íbúa Evrópusambandsins. Spurt var um traust til sambandsins og var niðurstaðan sú að 60% treysta ekki sambandinu. Svo afgerandi lýsing á vantrausti hlýtur að valda stjórnendum ESB áhyggjum.

IPA

Með stöðvun aðildarviðræðna er þó að mörgu að huga, t.a.m. framtíð IPA-verkefna hér á landi.

IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Með það að leiðarljósi var það tekið skýrt fram samhliða stöðvun aðildarviðræðnanna að ekki yrði af IPA verkefnum sem ekki væru hafin að nokkru leyti. Ríkisstjórnin ákvað þó að leggja til að verkefni sem komin voru af stað eða búið var að eyða miklum tíma og kröftum í að undirbúa yrðu kláruð. Á þetta féllst ESB ekki þar sem viðræður um aðild hafa verið stöðvaðar. Ákvörðun Evrópusambandsins um að hætta við styrkina má skilja sem staðfestingu á því að ekki sé lengur litið á Ísland sem ríki í umsóknarferli.

Nokkrar staðreyndir um styrkina:

  • Ekki stendur til að hætta við þau verkefni sem þegar eru hafin, en viðræður um að ljúka þeim fara fram í næsta mánuði. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að ESB muni krefjast endurgreiðslu á þeirri upphæð sem  hefur verið lögð í þau verkefni.
  • Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóðtil boða nam um 6,2 ma. kr., þar af voru 5,2 ma. ásvokallaðri landsáætlun sem skipt var áárin 2011, 2012 og 2013.
  • Öll verkefni álandsáætlun 2011, aðupphæð1,8 ma. kr., voru umsamin og hafin utan Matís-verkefnisins sem fellur þ.a.l. niður.
  • Öll verkefni á landsáætlun 2012 og 2013 falla niður, utan eitt sem var hafið; styrkur til að undirbúa stjórnunareiningu fyrir þátttöku í uppbyggingarsjóðunum í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti af landsáætlun 2012.

Yfirlit yfir landsáætlun – https://www.utanrikisraduneyti.is/media/ipa/Yfirlit-IPA-verkefna-2011-2013.pdf

Verkefnin sem hlotið höfðu brautargengi hjá „commisjóninni“ í Brussel eru mörg áhugaverð og hægt að setja sig í spor þeirra sem að þeim standa, að sækja í þá miklu fjármuni sem ESB bauð uppá. Nú þurfa þessir aðilar að leita leiða til að fjármagna verkefnin með öðrum hætti, fresta þeim, hægja á þeim, hætta við eða forgangsraða.

Evrópusambandið og fyrri stjórnvöld höfðu byggt upp miklar væntingar í kringum IPA styrkina. Á alþingi vöruðu alþingismenn við slíkum væntingum og lýstu sumir efasemdum um réttmæti styrkjanna.

IPA styrkir eða annar hvati frá Evrópusambandinu má ekki vera drifkrafturinn fyrir aðildarumsókn. Hún þarf að byggja á vilja sem flestra Íslendinga til að vilja aðlaga líf sitt að sambandinu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Í stjórnarsáttmálanum segir að “Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.” Einhverra hluta vegna hefur þessi setning verið túlkuð með ólíkum hætti en ætti ekki að þurfa. Ekki verður um frekari viðræður eða vinnu að ræða þar sem búið er að gera hlé. Fólk getur treyst því að ekki verða viðræður hafnar á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nýjustu kannanir sýna að 57,4 % Íslendinga eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þar liggja eflaust margar ástæður að baki en staðreyndin er sú að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.

Categories
Fréttir

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga

Deila grein

16/08/2013

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga

Sigmundur Davíð GunnlaugssonÍsland á mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar stjórnun ýmissa sameiginlegra fiskistofna á Norðaustur-Atlantshafi. Íslensk fiskveiðistjórnun hefur um langt árabil tryggt sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar ólíkt því sem gildir um fiskveiðistefnu ESB.
Á undanförnum mánuðum hefur Evrópusambandið (ESB) ítrekað hótað að beita þvingunaraðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum í því skyni að ná betri stöðu í samningaviðræðum um stjórnun veiða úr sameiginlegum fiskistofnum. Þessi háttsemi brýtur í bága við ýmsar skuldbindingar samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna og almennum reglum þjóðaréttar, einkum skuldbindingu strandríkja til að koma sér saman um ráðstafanir sem tryggi vernd og þróun sameiginlegra stofna. Slíkar aðgerðir myndu enn fremur stangast á við skuldbindingar ESB samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og, að því er Ísland varðar, samkvæmt EES-samningnum.
Það er ríkisstjórn Íslands mikið áhyggjuefni að ESB leitist við að skerða rétt annarra strandríkja á svæðinu til frjálsra samningaviðræðna og samninga í því skyni að ná fram hagsmunum tiltekinna aðildarríkja sambandsins. Það er Íslandi einnig áhyggjuefni að ESB sniðgengur vísvitandi þær leiðir til lausnar deilumála sem hafréttarsamningurinn kveður á um.
Ríkisstjórn Íslands mótmælir því harðlega að ESB grípi til hótana um að beita þvingunaraðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum sem leið til að leysa deilur um stjórnun veiða úr sameiginlegum fiskistofnum. Ríkisstjórnin krefst þess að ESB dragi hótanir sínar til baka og virði þannig skuldbindingar sínar samkvæmt þjóðarétti.
Sjá má yfirlýsinguna hérna: https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7661
Categories
Fréttir

Miðjuflokkar Norðurlandaráðs funduðu á Íslandi

Deila grein

16/08/2013

Miðjuflokkar Norðurlandaráðs funduðu á Íslandi

Sumarfundur flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði fór fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 14. og 15. ágúst
Á sumarfundi Flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði í Reykjavík í gær samþykkti flokkahópurinn einhuga að Björt framtíð fengju aðild að flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði.
Aðaláhersla fundarins var á réttindi barna og úrbætur á því sviði en einnig kynntu fundarmenn sér endurnýtanlega orku og skipulag almannavarna á Íslandi.
Fundinn sóttu 14 norrænir þingmenn. Heimsóttu þeir meðal annars Samhæfingamiðstöð Almannavarna þar sem Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra og Guðmundur Fylkisson varðastjóri kynntu skipulag og verklag almannavarna á Íslandi.
Einnig heimsótu þeir Barnahús sem var hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum þegar það tók til starfa árið 1998 en Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Þá hittu þingmennirnir Margréti Maríu Sigurðardóttir umboðsmann barna sem upplýsti fundarmenn um stöðu mála hvað varðar réttindi barna hér á landi og einnig Söndru Gísladóttur og Frímann Sigurðsson frá Hinu húsinu sem kynntu starfsemi þess.
Í fyrradag heimsóttu þeir Carbon Recycling International (CRI) á Reykjanesi, (CRI) fangar CO2 frá iðnaðarútblæstri og breytir því í hreint vistvænt metanól (RM). Carbon Recycling International er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráð nú í ár. Sjá: https://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/einn-thessarra-hlytur-natturu-og-umhverfisverdlaun-nordurlandarads-arid-2013 .
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda og Eygló Harðardóttir félags og húsnæðismálaráðherra funduðu svo seinnipartinn í gær með þingmönnunum.
 
 
 
 
 
 
 
 
Í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði sitja fulltrúar og varafulltrúar Norðurlandanna og Færeyja, Grænlands og Álandseyja, sem tilheyra 25 frjálslyndum miðjuflokkum, grænum og kristilegum demókrataflokkum, Flokkahópurinn er næst stærstur fimm flokkahópa í Norðurlandaráði og mæta
14 þingmenn hópsins á fundinn í Reykjavík.
 

Categories
Greinar

Um makríldeiluna

Deila grein

12/08/2013

Um makríldeiluna

Þann 9.8.2013 birtist í Wall Street Journal grein eftir Sigurð Inga Jóhannsson þar sem hann fjallar um helstu rök Íslendinga í makríldeilunni.

Plenty of Fish in Iceland’s Seas

Cooperation and diplomacy, not illegal sanctions, are needed to manage the mackerel stock

Iceland’s recently elected government has a renewed sense of purpose to resolve the international dispute over mackerel catch levels in the northeast Atlantic. Yet rather than pushing toward a fair outcome, aggressive talk of trade sanctions from Brussels is harming the effort to seal a lasting shared-quota agreement.

Iceland is dealing with an unexpected explosion in the number of mackerel in our waters. Cooperation and diplomacy, not illegal sanctions, are needed to manage the stock together. Our position is clear and unchanged: We want to sit down and reach a fair, lasting solution for all of Europe’s coastal states. The EU’s decision last week to move forward with sanctions against the Faroe Islands sets an unfortunate precedent.

Since 2010, Iceland has repeatedly offered concrete proposals that would have solved the dispute, including five public requests this year to reconvene the relevant coastal states—Iceland, the Faroe Islands, Norway and the European Union, which represent Scotland and Ireland, among others, in this dispute—for urgent talks. These efforts were rejected.

Given the lack of action from other countries, Iceland’s new government, which took office after April’s election, decided to take bold action to restart negotiations. We reached out to our counterparts with the offer to host multilateral talks as soon as possible. We are pleased that the EU, Norway and the Faroe Islands have confirmed they will attend these new talks, which are scheduled for early September. Norway’s participation is especially encouraging: The Norwegian government previously stated that it was not in a position to negotiate until after September’s elections.

We hope this step removes any doubt about Iceland’s desire to reach a science-based solution that protects the mackerel stock. Just as important, we hope it shows that negotiations, not nasty rhetoric blaming Iceland and threatening sanctions, are the right approach. Icelanders have to wonder: Is the EU really considering sanctioning our country, a longstanding European ally and close neighbor, as if it were a pariah state? Such an extreme measure would represent a failure of diplomacy.

The situation escalated last month at an EU fisheries ministers meeting in Brussels, where Maria Damanaki, the European commissioner for fisheries, said that a decision on sanctioning Iceland and the Faroe Islands would be made soon. Following her comments, Iceland reiterated that sanctions would be in breach of World Trade Organization and European Economic Area agreements. They would also be harmful to both the British and Icelandic economies, and would further block a diplomatic resolution.

It is important to step back and understand how we got into this predicament. Since 2010, each of the countries involved has set a voluntary quota on the amount of mackerel caught each year. In keeping with Iceland’s heritage of responsible fisheries management, we lowered our 2013 catch by 15% in February, in line with advice from the International Council for the Exploration of the Sea.

Because these quotas are self-imposed and there is no limit on the collective catch, however, mackerel is being overfished. This hurts everyone in the long run. But it harms Iceland disproportionately.

Recent studies by marine-research organizations in Iceland, Norway and the Faroe Islands found 1.5 million tons of mackerel in Icelandic waters in 2012, compared to 1.1 million tons in 2010 and 2011. Prior to 2006, mackerel migrations into Icelandic waters were small and sporadic. The increase since then is thought to be a result of rising water temperatures, which provide favorable conditions for summer feeding. Today up to 30% of the entire mackerel population is found in Iceland’s waters during the summer, when the fish swarm into our harbors and fjords and put other species at risk with their voracious appetites.

These facts have been ignored in setting the latest quotas. Each country’s fair share must be based on population levels recorded in 2013, not in 2003, when almost no mackerel inhabited Iceland’s waters. Yet this fishing season the EU and Norway unilaterally claimed 90% of the scientifically recommended total 2013 mackerel catch, leaving only a combined 10% for Iceland, the Faroe Islands and Russia (which is not a party to this dispute).

Far more than a tenth of the total mackerel population is in Iceland’s waters. All of the coastal states need to reduce their catch, not just Iceland.

Threats of EU sanctions are a roadblock standing in the way of constructive talks. In cooperation with our European neighbors, Iceland’s new government is committed to finding a fair, reasonable, science-based solution. Let’s come together like the close friends that we are, rather than continue this harmful standoff.

Mr. Johannsson is Iceland’s minister of fisheries and agriculture.

Categories
Fréttir

16. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna

Deila grein

30/07/2013

16. Landsþing Landssambands framsóknarkvenna

lfkmerkiliturBoðað er til 16. Landsþings Landssambands framsóknarkvenna (LFK) laugardaginn 7. september í Framsóknarhúsinu Hverfisgötu 33, 3. hæð í Reykjavík. Skráning fer fram á skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Skráning fer fram til 31. ágúst. Mikilvægt er að konur skrái sig tímanlega vegna undirbúnings þingsins.
Þinggjöld eru 1.500 kr. Innifalið í þinggjöldum eru þinggögn, súpa og brauð í hádeginu, kaffi og með því.
Framsóknarkonur vítt og breytt um landið eru því beðnar um að taka þessa daga frá og að taka þátt í öflugu landsþingi LFK og stemmingu sem enginn verður svikin af!
Uppstillingarnefnd hefur hafið störf. Vinsamlega látið vita af framboði ykkar til hennar:

 

Drög að dagskrá:

Laugardagur 7. september 2013

09.00  Þingsetning
09.05  Kosning starfsmanna þingsins:

–  Kosning þingforseta
–  Kosning þingritara
–  Kosning starfsnefndar (3)

09.10   Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram / umræður
09.40  Ávarp félags- og húsnæðismálaráðherra Eyglóar Harðardóttur
10.00  Kaffihlé
11.15 Málefnahópar kynntir – taka til starfa:
Hópur 1 – Stjórnskipun, mannréttindi, lýðræði og utanríkismál
Hópur 2 – Efnahagsmál
Hópur 3 – Atvinna, samgöngur og umhverfi
Hópur 4 – Menntun, menning og íþróttir
Hópur 5 – Velferð
Hópur 6 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
12.00  Hádegishlé
14.30  Niðurstöður hópvinnu og tillögur lagðar fyrir þingið – umræður
15.20  Lagabreytingar
15.30  Kosningar:

– Formaður
– Framkvæmdastjórn (4) og varastjórn (2)
– Landsstjórn (6) og varastjórn (6)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)

15.45 Önnur mál
16.00 Þingslit
Framkvæmdastjórn LFK áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá þingsins.
 
FRAMKVÆMDASTJÓRN LFK