Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

14/10/2013

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi

Stjórnmálaályktun Kjördæmisþings framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi á Sauðárkróki 12.-13. október 2013

 
framsóknKjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi fagnar þeim góða árangri sem flokkurinn náði í kjördæminu og á landsvísu í síðustu alþingiskosningum. Þingið styður núverandi ríkisstjórn undir forystu framsóknarmanna til allra góðra verka.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi fagnar því að undirbúningur aðgerða til lausnar skuldavanda heimilanna er í góðum farvegi. Leiðrétting vegna forsendubrests í kjölfar bankahrunsins er lykilatriði til að auka lífsgæði fjölskyldna í landinu og lykilatriði í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins í byggðamálum sem samþykkt var á síðasta flokksþingi. Áframhaldandi uppbygging vegakerfisins er nauðsynleg samhliða almennu viðhaldi. Aukin umferð ferðamanna kallar víða á úrbætur á héraðsvegum af öryggissjómarmiðum og því er mikilvægt að horfa sérstaklega til þess að héraðs- og tengivegir verði lagðir bundnu slitlagi. Lögð verði áhersla á að koma öruggum vegasamgöngum um Vestfjarðaveg nr. 60 og bættum vegasamgöngum milli suður- og norðurhluta Vestfjarða. Einnig þarf að finna lausn, í samráði við íbúa Árneshrepps, að bættum samgöngum. Sérstaklega verði hugað að niðurgreiðslu flugsamgangna til hinna dreifðu byggða landsins.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og minnir á að heilbrigðisþjónusta er grunnurinn að búsetu. Mikilvægt er að hagræðing í heilbrigðisþjónustu á landsvísu sé byggð á raunhæfum forsendum og unnin í samráði við heimamenn. Standa þarf vörð um starfsemi heilbrigðisstofnanna í kjördæminu. Taka þarf tillit til þess hvað hentar byggðarlögum hverju sinni og hvetur þingið heilbrigðisráðherra til að vinna heilbrigðisstefnu fyrir allt landið í samvinnu við sveitarfélög. Þingið hafnar alfarið fyrirhuguðum sameiningum heilbrigðisstofnana og minnir á lögbundið samráð við sveitarstjórnarmenn og íbúa.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að þingmenn standi vörð um menntastofnanir á framhalds- og háskólastigi, í kjördæminu og að þær haldi sjálfstæði sínu. Jafnframt bendir þingið á að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi dreifnám, í þeim byggðum þar sem því hefur verið komið á og koma því á þar sem kostur er.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi skorar á ríkisstjórn að hraða áformum í stefnuyfirlýsingu sinni um að jafna raforkukostnað til húshitunar en þau koma ekki fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Kjördæmisþingið gerir kröfu um að afhendingaröryggi raforku til Vestfjarða verði tryggt.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi leggur til að í stað almennra skattalækkana verði persónuafsláttur hækkaður. Slíkt kemur öllum til góða sérstaklega þeim sem minnst hafa. Þingið fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með afnámi skerðinga sem lagðar voru á eldri borgara og öryrkja. Það er grunnmarkmið og stefna Framsóknarflokksins að hlúa að þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu með öllum tiltækum ráðum.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hvetur til áframhaldandi uppbyggingar í ferðaþjónustu, hugbúnaðargerð og annari nýsköpun. Mikil sóknarfæri eru í útflutningi á íslenskum afurðum, t.d. sjávar- og landbúnaðarafurðum ekki síst á nýja markaði og hvetur þingið til sameiginlegs átaks framleiðenda og stjórnvalda. Hærra söluverð á gæðavöru bætir hag og stöðu bænda. Þannig ber að efla sjávarútveg og landbúnað með það að markmiði að auka framleiðslu og virðisauka. Þá hvetur þingið til áframhaldandi stuðning við skapandi greinar og minnir á að Framsóknarflokkurinn átti frumkvæði að stuðningi við útflutning á tónlist og skatta endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar hér á landi.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að trygg raforka og aðgangur að háhraða netsambandi er meginforsenda fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar á landsvísu, vinna þarf áfram að því að allir landsmenn búi við jafnt öryggi er kemur að raforku- og samskiptaþjónustu.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi ítrekar að Framsóknarflokkurinn er grænn flokkur og styður atvinnuuppbyggingu og orkunýtingu í sátt við náttúru landsins.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi bendir á að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni er mikilvægt byggðamál og grundvallarforsenda þess að Reykjavík viðhaldi hlutverki sínu sem höfuðborg landsins og þjónustustigi fyrir landsbyggðina.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi fagnar nýjum áherslum í utanríkismálum undir forystu Framsóknarflokksins sem m.a. fram komu í ræðu utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nú nýlega.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að aukið fjármagn til löggæslu, sérstaklega á landsbyggðinni. Niðurskurður undanfarinna ára hefur skert getu lögreglunnar til að sinna þeim lögbundnu verkefnum sem henni er falið.

Categories
Greinar

Íslenskur raunveruleiki?

Deila grein

10/10/2013

Íslenskur raunveruleiki?

Elsa Lára ArnardóttirFjármálastöðugleikarit Seðlabanka Íslands kom út í gær og greint var frá því í kvöldfréttum. Þar kom fram að samkvæmt mati Seðlabankans væri fjárhagsleg staða íslenskra heimila að styrkjast vegna þess að skuldir þeirra hafi lækkað og eignir hafi aukist. Fram kom að skuldir íslenskra heimila hafi lækkað um 3,2% að raunvirði og mætti meðal annars rekja hækkunina til hærra fasteignaverðs.

Jafnframt kom fram að vanskil heimila væru enn mikil og gætu aukist ef efnahagslífið yrði fyrir áföllum.

Ég set stórt spurningamerki við þetta mat Seðlabankans og hef miklar efasemdir um að íslensk heimili hafi það betra nú en fyrir einhverjum árum eða mánuðum síðan. Það sýnir sig best í þeim fjölda heimila sem boðin eru upp en það eru um það bil þrjú heimili á dag hvern einn einasta dag ársins.

Ég veit vel, og ég heyri það í kringum mig, að róðurinn þyngist stöðugt þar sem verðtryggðar skuldir heimilanna aukast dag frá degi. Heimilin hafa beðið aðgerða, aðgerða sem munu leiða af sér réttlæti. Því miður hafa margir gefist upp, sumir reynt að selja eignir í þeirri von að losna undan skuldum og þá er húsnæðisverðið sprengt upp úr öllu valdi til að reyna að dekka það sem hvílir á eignunum.

Einnig er spurningin hvort þær eignir sem fjármálastofnanir hafa eignast á undanförnum mánuðum séu teknar með í reikninginn en það eru talsvert háar upphæðir sem liggja þar að baki.

Ég vara því við umræðunni um að íslensk heimili hafi það betra nú en áður. Róðurinn þyngist enn. Enn banka erfiðleikar upp á og ekki batnar ástandið þegar fjöldi lána hrúgast inn úr frystingum eða sértækum skuldaaðlögunum; aðgerða sem gerðu ekkert annað en að lengja aðeins í hengingarólinni ef þannig má að orði komast.

Ég vildi svo sannarlega óska þess að þessi jákvæði tónn sem finna má í riti Seðlabankans ætti við rök að styðjast en þetta er ekki íslenski raunveruleikinn.

Pössum umræðna, verum raunsæ og stöndum með íslenskum heimilum. Það ætlum við framsóknarmenn að gera!

 

ELSA LÁRA ARNARDÓTTIR

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Norðaustur

Deila grein

08/10/2013

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Norðaustur

Stjórnmálaályktun kjördæmisþings framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi haldið á Akureyri 5.–6. október 2013.

framsóknKjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fagnar þeim góða árangri sem flokkurinn náði í kjördæminu og á landsvísu í síðustu alþingiskosningum. Þingið styður núverandi ríkisstjórn undir forystu framsóknarmanna til allra góðra verka.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fagnar boðuðum aðgerðum til lausnar skuldavanda heimilanna. Leiðrétting á forsendubresti í kjölfar bankahrunsins er lykilatriði til að auka lífsgæði fjölskyldna í landinu.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi leggur áherslu á að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins í byggðamálum sem samþykkt var á síðasta flokksþingi. Áframhaldandi uppbygging vegakerfisins er nauðsynleg samhliða almennu viðhaldi. Kannaðar verði forsendur fyrir göngum undir Fjarðarheiði og nýjum Ólafsfjarðargöngum.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi leggur áherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Mikilvægt er að hagræðing í heilbrigðisþjónustu á landsvísu sé byggð á raunhæfum forsendum og unnin í samráði við heimamenn. Standa þarf vörð um starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri og aðrar heilbrigðisstofnanir í kjördæminu.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi leggur áherslu á að Háskólinn á Akureyri haldi sjálfstæði sínu. Kannaður verði sá möguleiki að taka upp kennslu í héraðs/dreifbýlislækningum við Háskólann á Akureyri í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri. Jafnframt bendir þingið á mikilvægi þess að efla verk- og tæknimenntun í ljósi aukinna umsvifa í kjördæminu og á Norðurslóðum.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi leggur til að persónuafsláttur verði hækkaður umfram vísitölu. Slíkt kemur öllum til góða sérstaklega þeim sem minnst hafa. Þingið fagnar afnámi skerðinga sem lagðar voru á eldri borgara og öryrkja. Það er grunnmarkmið og stefna Framsóknarflokksins að hlúa að þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu með öllum tiltækum ráðum.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi hvetur til áframhaldandi uppbyggingar í ferðaþjónustu og nýsköpun. Einnig ber að efla sjávarútveg og landbúnað með það að markmiði að auka framleiðslu og virðisauka. Trygg raforka og aðgangur að hágæða netsambandi er meginforsenda fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar á landsvísu. Þingið fagnar sérstaklega fyrirhuguðum framkvæmdum á Bakka við Húsavík.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi ítrekar að Framsóknarflokkurinn er grænn flokkur og styður atvinnuuppbyggingu og orkunýtingu í sátt við náttúru landsins.
Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi bendir á að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni er eitt stærsta byggðamál samtímans og grundvallarforsenda þess að Reykjavík viðhaldi hlutverki sínu sem höfuðborg landsins.

Categories
Greinar

„Mennt er máttur“

Deila grein

03/10/2013

„Mennt er máttur“

Gunnar Bragi SveinssonMenntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á framhaldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opinbera.

Hjá fátækum þjóðum heimsins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börnum aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar.

Þegar börnin komast á kynþroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til framfærslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunnskólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börnunum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri námsaðstæður fyrir börnin.

Grundvallarmenntun
Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallarmenntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viðurkennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvægasti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskólastigi í gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans.

Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskólamenntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna.
Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félagasamtök hafa unnið á sviði menntunar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess.

Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynningarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu.

Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur.

 

Gunnar Bragi Sveinsson

Categories
Fréttir

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga í vinnslu

Deila grein

03/10/2013

Framboðsreglur vegna sveitarstjórnarkosninga í vinnslu

kjorkassi
Framboðsnefnd landsstjórnar flokksins vinnur núna drög að framboðsreglum vegna vals á lista til sveitarstjórnar. Nefndin eru undir formennsku Guðmundar Elíassonar og með honum starfa Anna Kolbrún Árnadóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir. Elín R. Líndal, formaður sveitarstjórnarráðs, er nefndinni til ráðgjafar.
Reglurnar verða byggðar á grunni reglna Framsóknar um val á framboðslista til Alþingis, en þó verður að taka tillit til sérstöðu sveitarstjórnarkosninga og venja sem hafa skapast í kringum framkvæmd þeirra í gegnum árin hjá flokknum.
Mikilvægt er að vinna þessi drög að reglum í góðu samstarfi við sem flesta flokksmenn. Því hefur nefndin óskað eftir að vera með dagskrárlið á öllum kjördæmisþingunum í haust þar sem álitamál yrðu til umfjöllunar. Drögin verða svo lögð fyrir haustfund miðstjórnar flokksins til samþykktar. Í flestum sveitarfélögum verður því ferlið þannig að félagsfundur í framsóknarfélagi mun taka ákvörðun um framboð og aðferð við röðun lista og munu reglur um val frambjóðenda verða af fjórum gerðum, póstkosning, lokað prófkjör, uppstilling og opið prófkjör.
Þeir sem vilja koma á framfæri skriflegum ábendingum eða viðhorfum til nefndarinar er bent á að senda þær á netfangið framsokn@framsokn.is.

Categories
Fréttir

Stofnun Landssambands eldri framsóknarmanna

Deila grein

01/10/2013

Stofnun Landssambands eldri framsóknarmanna

framsoknarmappaUndafarið misseri hafa nokkrir eldri framsóknarmenn rætt um að stofna til Landssambands eldri flokksmanna, 60 ára og eldri. Slík samtök gætu orðir Framsóknarflokknum til farsældar og myndu sinna málefnum eldir borgara innan flokks sem utan á grundvelli samþykkta hans. Þá væri eðlilegt að fylgja eftir góðum árangri flokksins í kosningunum í vor því baráttumál hans snertu ekki síst þann hóp borgara, sem studdu Framsóknarflokkinn frekar en áður.
Undirbúningur er langt kominn og því tímabært að boða til stofnþings og verður það haldið í Framsóknarhúsinu í Reykjavík Hverfisgötu 33 þriðjudaginn 29. október nk. kl. 14:00.
 
Undirbúningsnefndin

Categories
Fréttir

Mikilvægt að styrkja stöðu náttúruverndar í sem víðtækastri sátt

Deila grein

30/09/2013

Mikilvægt að styrkja stöðu náttúruverndar í sem víðtækastri sátt

Sigurður Ingi JóhannssonUmhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að endurskoða lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Ráðherra mun leggja frumvarp til endurskoðaðra laga fyrir Alþingi áður en lög nr. 60/2013 taka gildi.
Ráðherra hyggst fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að hefja endurskoðun á náttúruverndarlögunum með það að markmiði að styrkja stöðu náttúruverndar og ná um þau sátt. Gert er ráð fyrir að nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga verði lagt fram til umfjöllunar Alþingis, þegar framangreindri vinnu er lokið. Við þá vinnu verður m.a. stuðst við þær fjöldamörgu athugasemdir sem liggja fyrir frá vinnunni við frumvarpið sl. vetur, auk þess sem haft verður samráð við hagsmunaaðila.
Ljóst er að huga þarf nánar að veigamiklum atriðum vegna vinnu við gerð nýs frumvarps til laga um náttúruvernd, eins og kom fram í umfjöllun um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sl. vetur. Hér er um ýmis grundvallaratriði að ræða enda afar mikilvægt að ný náttúruverndarlög feli í sér skýrar skyldur og jafnframt skýra framkvæmd, náttúruvernd til hagsbóta. Er ekki síður mikilvægt að slíkar breytingar séu unnar í sem víðtækastri sátt við hagsmunaaðila og almenning.

Categories
Fréttir

Þingflokkur og landsstjórn á Suðurnesjum

Deila grein

26/09/2013

Þingflokkur og landsstjórn á Suðurnesjum

frambjodendurBoðað er til opins stjórnmálafundar Framsóknar í Salthúsinu í Grindavík, laugardaginn 28. september kl. 11:00.  Það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þar mun gefast gott tækifæri til að koma skoðunum á þjóðmálunum beint til þingmanna.
Þingflokkur og landsstjórn Framsóknar eru á ferð um Suðurnesin á laugardaginn og verða vinnustaðir heimsóttir. Mikilvægt er að þingmenn og fulltrúar í landsstjórn kynnist því sem er á seiði og að heimamenn hafi tök á að koma sínum málum á framfæri.

Categories
Fréttir

Vilhjálmur 99 ára í dag

Deila grein

20/09/2013

Vilhjálmur 99 ára í dag

sigmundur_og_vilhjalmurVilhjálmur Hjálmarsson á Brekku, fyrrverandi alþingismaður og menntamálaráðherra, er 99 ára í dag. Hann er elstur af þeim mönnum núlifandi sem setið hafa á Alþingi. Vilhjálmur er við hestaheilsu, þrátt fyrir háan aldur.
Vilhjálmur kann vel að koma fyrir sig orði. Í umræðum um frumvarp til laga um Sinfóníuhljómsveit Íslands í menntamálaráðherra tíð Vilhjálms komst hann svo að orði: „Ég vil þakka háttvirtum þingmanni fyrir ágætan stuðning við þetta mál. Skilst mér að hver einasti þingmaður sem hér hefur tekið til máls hafi lýst stuðningi við frumvarpið. Það er til dæmis ekki bráðónýtt fyrir mig að fá stuðning tveggja fyrrverandi menntamálaráðherra við þetta frumvarp. Því betur kemur það sér fyrir núverandi ráðherra þar sem hann þekkir ekki nóturnar og er þar að auki nokkurn veginn laglaus.“
Vilhjálmur Hjálmarsson er fæddur á Brekku í Mjóafirði 20. september 1914. Foreldrar voru Hjálmar Vilhjálmsson útvegsbóndi og Stefanía Sigurðardóttir húsmóðir, móðursystir Sigurðar Vilhjálmssonar vþm., ömmusystir Tómasar Árnasonar alþingismanns og ráðherra.
Vilhjálmur lauk héraðsskólaprófi frá Laugarvatni 1935. Var bóndi á Brekku í Mjóafirði 1936-1967, fyrst með föður og föðurbróður, síðar með syni. Kennari við barnaskólann í Mjóafirði 1936-1947, skólastjóri 1956-1967. Vann jafnan nokkuð við jarðvinnslu í Mjóafirði haust og vor, síðar forstöðumaður Ræktunarfélags Mjóafjarðar, verkstjóri við vegagerð um tíma. Rak með öðrum síldarsöltun í Mjóafirði 1964-1970. Skipaður 28. ágúst 1974 menntamálaráðherra, lausn 27. júní 1978, en gegndi störfum til 1. september. Aðstoðarsáttasemjari 1979-1980.
Í hreppsnefnd Mjóafjarðarhrepps 1946-1990, oddviti 1950-1978. Fulltrúi Sunnmýlinga á fundum Stéttarsambands bænda 1945-1967, í stjórn sambandsins og Framleiðsluráði landbúnaðarins 1963-1974 og í verðlagsnefnd landbúnaðarafurða 1965-1972. Formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Hallormsstað 1954-1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1960-1988. Formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austurlandi 1962-1967. Skipaður 1965 í endurskoðunarnefnd laga um afurðasölu landbúnaðarins, 1968 í nefnd til að athuga ýmsa þætti landbúnaðarmála, 1969 í endurskoðunarnefnd laga um stofnlánadeild landbúnaðarins o. fl. og 1972 í nefnd til að endurskoða löggjöf um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Fulltrúi Mjóafjarðarhrepps í Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi 1967-1990, í stjórn þess 1980-1983, formaður tvö ár. Kosinn 1973 í flutningskostnaðarnefnd, formaður nefndarinnar. Í kirkjuráði 1976-1982. Skipaður 1978 formaður nefndar um rekstrarlán landbúnaðarins. Í byggingarnefnd Safnahússins á Egilsstöðum 1979-1991. Formaður stjórnar Menningarsjóðs félagsheimila 1980-1988. Formaður útvarpsráðs 1980-1983. Var í nefnd um endurskoðun útvarpslaga 1981-1982 og í byggingarnefnd Ríkisútvarpsins 1981-1990.
Alþingismaður Framsóknarflokksins 1949-1956 og 1959, og 1967-1979. Varaþingmaður mars 1961, maí 1964, apríl-maí 1965 og apríl-maí 1966. Menntamálaráðherra 1974-1978.
Framsóknarflokkurinn óskar Vilhjálmi til hamingju með daginn.

Categories
Fréttir

Lífið er saltfiskur

Deila grein

18/09/2013

Lífið er saltfiskur

bryggjuspjall_grindavikÞegar öllu er á botninn hvolft er lífið þó umfram alt saltfiskur orti skáldið.
Saltfiskmarkaðir hafa verið erfiðir undanfarin misseri, eitt af verkefnum sjávarútvegsráðherra nú er að huga að markaðsmálum sjávarútvegsins og breyttum skilyrðum.
Þó svo að markaðarnir séu eitthvað þyngri var ekki að finna annað en að mikill kraftur væri innan þeirra fyrirtækja sem Sigurður Ingi heimsótti í Grindavík um daginn. Nýsköpun, frumkvöðlahugsun, hugvit og þróun skein í gegn.
thorbjorn_grindavik3Úr frekari fullvinnslu afurða hefur sprottið upp hausaþurrkunar fyrirtæki, samstarfsverkefni um notkun ensíma úr fiski í snyrtivörur og prótein í saltfisk og sannað hvernig tengja má sjávarútveginn og ferðamannaiðnaðinn saman.
Allt skapar þetta aukin tækifæri til starfa og gjaldeyristekna.