Categories
Fréttir Uncategorized

Minni öfgar – meiri Framsókn

Deila grein

28/11/2024

Minni öfgar – meiri Framsókn

Kosningaáherslur Framsóknar

Framsókn setur fjölskyldur í forgang, leggur áherslu á að bæta gott samfélag og styðja við ábyrg ríkisfjármál.

Heimilin

1. Ódýrari matarkarfa
a. Lækkun VSK á mat
2. Fyrirsjáanleiki við mánaðarmótin
a. Óverðtryggð lán á föstum vöxtum til langs tíma
3. Réttlátari húsnæðismarkaður
a. Framboð á húsnæði verði aukið í samstarfi ríkis og sveitarfélaga
b. Skattahvatar fyrir hagkvæmar íbúðir
c. Aukið fjármagn í hlutdeildarlán

Samfélagið

1. Öruggara samfélag
a. Efling löggæslu og samfélagslögreglu
b. Hert eftirlit á landamærunum
c. Áhersla á innviði landsmanna
– Samgöngukerfið
– Göng
– Raforku og dreifikerfi
– Vatnsveitur
d. Tryggjum matvælaöryggi
– Með öflugum landbúnaði og sjávarútvegi
2. Velferð
a. Farsæld – Börn í forgangi
– Lenging fæðingarorlofs
– Áhersla á að móta áfram samfélag þar sem öll börn fá tækifæri til að blómstra óháð aðstæðum sínum, uppruna, efnahag og staðsetningu.
– Börn af erlendum uppruna fái nauðsynlegan stuðning og að skólakerfið sé í stakk búið til að mæta þörfum þeirra.
b. Við leggjum áherslu á mikilvægi menntunar, aðgengi að þjónustu og stuðning við fjölskyldur og kennara.
c. Heilbrigðiskerfi fyrir alla
– Tryggt sé jafnt og tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu, efnahag og uppruna.
– Áframhaldandi fjárfesting í heilbrigðiskerfinu
d. Lífsgæði tryggð á eldri árum
– Tryggt sé jafnt og tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu, efnahag og uppruna.
– Áframhaldandi fjárfesting í heilbrigðiskerfinu.

Ábyrgari ríkisfjármál

1. Ábyrg ríkisfjármál, til að skapa skilyrði fyrir lækkun verðbólgu og vaxta
2. Lánakjör ríkissjóðs
a. Lækkun skulda, bætt lánshæfismat og lækkun vaxtagjalda ríkissjóðs
3. Hagvöxtur á grunni samkeppnishæfs atvinnulífs
a. Umgjörð atvinnulífs á Íslandi verði áfram styrkt til að viðhalda kröftugum hagvexti
– Aukin verðmætasköpun og eftirsóknarverð störf
– Fleiri stoðir undir efnahagslífi Íslands
– Vinna – vöxtur – velferð
3. Auðlindir í eigu Íslendinga
a. Tryggt verði að auðlindir séu í eigu Íslendinga og að tryggður sé sanngjarn arður til samfélagsins.
– Byggt verði á sambærilegum grunni og er í sjávarútvegi þar sem eignarhald erlendra aðila er takmarkað.
1. Land
2. Aðgengi að fjörðum
3. Orka
4. Vatnsauðlindir
4. Íslenska – tungumál allra
a. Framsókn stendur vörð um íslenskuna, íslensk gildi og menningu
– Tækniþróun og samkeppnishæfni íslenskunnar í tækniheimi
– Kennsla þeirra sem eru af erlendur bergi brotnir
– Menning og listir
– Íþróttir

Atvinnumál

Framsókn leggur áherslu á að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf með nýsköpun, græna atvinnusköpun og öflugt innviðakerfi í fyrirrúmi. Flokkurinn vill tryggja jafna dreifingu atvinnutækifæra um landið, stuðla að betri tengingu menntunar og atvinnulífs og skapa hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki. Framsókn styður einnig sjálfbæra ferðaþjónustu, sterkan landbúnað og aðgengi að fjármagni fyrir sprotafyrirtæki, með það að markmiði að efla efnahagslífið í öllum landshlutum.

Áherslur

Stuðningur við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi: Framsókn vill styðja nýsköpun og þróun í atvinnulífinu með skattaívilnunum, fjárhagslegum stuðningi og þjálfun fyrir nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla. Markmiðið er að skapa ný störf og styrkja samkeppnishæfni Íslands.

Atvinnuþróun á landsbyggðinni: Flokkurinn vill jafna tækifæri fólks á landsbyggðinni og í þéttbýli með því að skapa fjölbreytt störf víða um land. Markmiðið er að tryggja öflugt atvinnulíf í öllum landshlutum og stuðla að því að ungt fólk sjái sér fært að búa og starfa á landsbyggðinni.

Sjálfbær þróun og græn atvinnusköpun: Framsókn vill ýta undir græna atvinnusköpun og stuðla að sjálfbærum lausnum í atvinnulífinu, til dæmis í ferðaþjónustu, landbúnaði og orkuframleiðslu. Markmiðið er að byggja upp sterkt og sjálfbært hagkerfi fyrir framtíðina.

Styrking innviða: Framsókn vill fjárfesta í grunninnviðum eins og samgöngum, fjarskiptum og orkuframleiðslu. Betri innviðir styðja atvinnulíf á landsbyggðinni og bæta samkeppnishæfni landsins í heild.

Menntun og þjálfun í takt við þarfir atvinnulífsins: Framsókn vill efla tengsl milli menntunar og atvinnulífs með áherslu á starfsnám, símenntun og þjálfun í greinum þar sem vöntun er á starfsfólki, svo sem tæknigreinum, iðngreinum og heilbrigðisþjónustu.

Hagstætt skattaumhverfi fyrir fyrirtæki: Flokkurinn vill stuðla að einföldu og hagkvæmu skattaumhverfi sem hvetur fyrirtæki til vaxtar og nýráðninga. Þetta felur í sér skattaívilnanir fyrir smærri fyrirtæki og frumkvöðlastarfsemi.

Ferðaþjónusta til framtíðar: Framsókn vill byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu með áherslu á náttúruvernd, samspil við samfélagið og jafna dreifingu ferðamanna um allt land. Markmiðið er að ferðaþjónustan skapi arð fyrir samfélagið án þess að raska náttúrunni.

Stuðningur við íslenskan landbúnað: Framsókn vill efla sjálfbæran íslenskan landbúnað og styðja við bændur til að tryggja matvælaöryggi landsins og fjölbreytt atvinnulíf á landsbyggðinni. Framsókn lítur á landbúnað sem mikilvægan hluta af sjálfstæði landsins og velferð samfélagsins.

Jöfn tækifæri fyrir öll: Framsókn vill skapa fjölbreytt störf fyrir alla aldurshópa og styðja jafnrétti á vinnumarkaði, meðal annars með jöfnun launamunar og stuðningi við jafnréttisverkefni. Markmiðið er að stuðla að réttlátu og jafnréttissinnuðu atvinnulífi.

Hagstæð lán og aðgengi að fjármagni fyrir ný fyrirtæki: Framsókn vill auðvelda aðgang að fjármagni og bjóða hagstæð lán fyrir sprotafyrirtæki og smærri fyrirtæki til að skapa ný störf og styrkja efnahaginn.

Vinnumarkaður

Sýn Framsóknar í atvinnumálum snýst um að efla atvinnu, stuðla að
fjölbreyttu atvinnulífi og tryggja aðgengi að störfum fyrir alla.

Áherslur

Full atvinna: Framsókn vill tryggja að atvinnuþátttaka allra vinnufærra einstaklinga sé hámörkuð, þar sem full atvinna er ekki aðeins mikilvæg fyrir þjóðarbúið heldur einnig fyrir samfélagið.

Jafnrétti á vinnumarkaði: Framsókn leggur áherslu á að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði, þar sem fjölbreytileiki kynja og annarra hópa er endurspeglaður í stjórnunarstöðum.

Stuðningur við atvinnuleitendur: Framsókn vill auka stuðning við atvinnuleitendur, meðal annars með ráðningastyrkjum og endurmenntunartækifærum, til að draga úr langtímaatvinnuleysi og bæta atvinnuþátttöku.

Nýsköpun og frumkvöðlastarf: Flokkurinn vill hvetja til nýsköpunar og styðja sprotafyrirtæki við að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og skapa ný störf.

Fjárfestingar í innviðum: Framsókn vill leggja áherslu á fjárfestingar í innviðum, svo sem samgöngum og menntun, til að styðja við atvinnusköpun og efnahagslegan vöxt.

Menntun og þjálfun í takt við þarfir atvinnulífsins: Framsókn vill efla tengsl milli menntunar og atvinnulífs með áherslu á starfsnám, símenntun og þjálfun í greinum þar sem vöntun er á starfsfólki, svo sem tæknigreinum, iðngreinum og heilbrigðisþjónustu.

Samstarf milli stofnana: Flokkurinn vill auka samvinnu og skilvirkni milli stofnana sem veita þjónustu við atvinnuleitendur og vinnufært fólk utan vinnumarkaðarins.

Aukinn stuðningur við rannsóknir og nýsköpun: Framsókn vill að opinber stuðningur verði veittur til rannsókna og nýsköpunar til að efla atvinnusköpun og nýta vísindalegar niðurstöður.

Fjölbreytni atvinnulífsins: Flokkurinn vill auka fjölbreytni atvinnulífsins með nýsköpun og uppbyggingu nýrra atvinnugreina um allt land.

Aukinn stuðningur við menntun: Framsókn vill styðja við námsmenn sem mennta sig í mikilvægum greinum, til að tryggja að atvinnulífið hafi aðgang að vel menntuðu starfsfólki.

Umhverfisvæn atvinnusköpun: Framsókn vill hvetja til atvinnusköpunar sem byggir á sjálfbærni og umhverfisvænum lausnum, til að tryggja að atvinnulífið sé í samræmi við náttúruvernd.

Landbúnaður

Sýn Framsóknar í landbúnaðarmálum snýst um að styðja og styrkja íslenskan landbúnað til að verða sjálfbær, með áherslu á fjölbreytta matvælaframleiðslu sem fullnægi þörfum þjóðarinnar. Framsókn vill styrkja innlenda matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi með áherslu á sjálfbærni, heilnæmi og upprunamerkingar. Flokkurinn vill stuðla að aukinni nýsköpun og rannsóknum á matvælum, styðja framleiðslu beint frá býli og innleiða skýrari reglur um upprunavottun. Framsókn leggur einnig áherslu á heilnæmi innfluttra matvæla, tollvernd og velferð dýra, auk þess að auka eftirlit og vernd gegn riðu. Flokkurinn vill viðhalda einkennum landsins, þar sem blómlegar sveitir og öflugt dreifbýli eru í forgrunni.

Áherslur

Verðmætasköpun: Framsókn vill auka verðmætasköpun í landbúnaði, sem þýðir að bændur eigi að geta aukið arðsemi sína með því að framleiða hágæða matvæli og nýta afurðir sínar á skilvirkari hátt. Framsókn vill setja upp hvata fyrir framleiðendur sem hyggja á framleiðslu matvöru sem skortur er á hér á landi. Þetta getur falið í sér fjárhagslegan stuðning eða aðstoð við að þróa nýjar vörur.

Fjármögnun og nýliðun: Nýir búvörusamningar þurfa að tryggja bændum aðgang að fjármagni til fjárfestinga, auk endurskoðunar á lánsfjármögnun til jarðarkaupa. Nýliðun í landbúnaði er afar mikilvæg og viðbótarstuðningur fyrir unga bændur getur verið lykilþáttur í því að hvetja nýja aðila til að hasla sér völl. Þetta skapar ný tækifæri í greininni og tryggir framtíðarstærð og sjálfbærni landbúnaðarins.

Nýsköpun: Framsókn vill hvetja til nýsköpunar og þróunar nýrra aðferða í matvælaframleiðslu og betri nýtingu auðlinda.

Samkeppnishæfni: Bændur þurfa að vera vel í stakk búnir til að standast harða samkeppni og nýta tækifærin sem felast í aukinni eftirspurn eftir íslenskum matvælum.

Samvinna: Framsókn vill efla samstarf milli landbúnaðarfyrirtækja, ríkis og frjálsra félagasamtaka. Þetta getur falið í sér að vinna saman að nýsköpun, þróun og markaðssetningu á íslenskum matvælum.

Menntun og þjálfun: Framsókn leggur áherslu á menntun og þjálfun í landbúnaði, sem er nauðsynleg til að tryggja að næstu kynslóðir hafi þekkingu og færni til að starfa í greininni. Þetta felur í sér að efla símenntun og aðgengi að náms- og starfsráðgjöf.

Sjálfbær landbúnaður: Framsókn vill að íslenskur landbúnaður verði sjálfbær, tryggja bæði matvælaframleiðslu og góðar rekstraraðstæður og laða þannig að nýliðun í greininni.

Fjölbreytt matvælaframleiðsla: Framsókn vill auka fjölbreytni í matvælaframleiðslu, með sérstaka áherslu á grænmeti og ávexti, til að mæta breytilegri eftirspurn og auka matvælaöryggi.

Aðgengi að auðlindum: Tryggja bændum sanngjarnan aðgang að orku, vatni og auðlindum til að auka framleiðni og fjárfestingar.

Verðmætasköpun: Framsókn vill auka verðmætasköpun í landbúnaði, sem þýðir að bændur eigi að geta aukið arðsemi sína með því að framleiða hágæða matvæli og nýta afurðir sínar á skilvirkari hátt. Framsókn vill setja upp hvata fyrir framleiðendur sem hyggja á framleiðslu matvöru sem skortur er á hér á landi. Þetta getur falið í sér fjárhagslegan stuðning eða aðstoð við að þróa nýjar vörur.

Loftslagsaðgerðir: Stuðningur við græna orkunotkun og minni kolefnislosun í landbúnaði til að bregðast við loftslagsbreytingum.

Sjávarútvegur

Framsókn leggur áherslu á sjálfbæran og réttlátan sjávarútveg sem tryggir langtímaafkomu bæði fiskistofna og sjávarbyggða. Mikilvægt er að efla rannsóknir og nýsköpun í greininni, stuðla að góðri umgengni um auðlindir og vinna gegn brottkasti. Auk þess að leggja áherslu á að efla samkeppnishæfni fyrirtækja og að fiskveiðistjórnunarkerfið virki til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Framsókn styður einnig ábyrgt fiskeldi með skýrri lagaumgjörð og vísindalegu eftirliti. Auk þess eru nýsköpun og fullnýting sjávarfangs, eins og þangs og þörunga, áherslur sem styrkja atvinnu og nýsköpun. Sjávarútvegur á að vera byggður á traustum vísindalegum grunni og skapa störf í öllum landshlutum. Sýn Framsóknar í sjávarútvegi snýst um að tryggja sjálfbærni, nýtingu auðlinda og efnahagslegan vöxt í sjávarútvegi.

Áherslur

Styrking strandbyggða: Flokkurinn leggur áherslu á að styrkja strandbyggðir og sjávarbyggðir, þar sem sjávarútvegur er oft grundvöllur efnahagslífsins.

Fjárfestingar í innviðum: Framsókn vill auka fjárfestingar í innviðum tengdum sjávarútvegi, eins og hafnarmannvirkjum og rannsóknarstofnunum, til að efla atvinnusköpun og nýsköpun.

Stuðningur við nýsköpun: Flokkurinn vill hvetja til nýsköpunar í sjávarútvegi, þar á meðal þróun nýrrar tækni og aðferða sem stuðla að betri nýtingu auðlinda.

Verndun sjávarumhverfis: Framsókn vill leggja áherslu á verndun sjávarumhverfisins, þar á meðal aðgerðir gegn mengun og stuðning við rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á sjávarútveg.

Aukinn stuðningur við smáfyrirtæki: Flokkurinn vill veita smáfyrirtækjum í sjávarútvegi aukinn stuðning, til að tryggja að þau geti blómstrað og skapað störf.

Menntun og þjálfun: Framsókn vill efla menntun og þjálfun í sjávarútvegi, til að tryggja að starfsfólk hafi nauðsynlega þekkingu og færni.

Samstarf við aðila í sjávarútvegi: Flokkurinn vill auka samstarf milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs í sjávarútvegi, til að tryggja samræmda stefnu og aðgerðir.

Verndun réttinda sjómanna: Flokkurinn vill tryggja réttindi sjómanna og að þeir njóti sanngjarnra launa og góðra starfsaðstæðna.

Sjálfbær nýting auðlinda: Framsókn vill tryggja að auðlindir sjávar séu nýttar á sjálfbæran hátt, með því að vernda fiskistofna og stuðla að heilbrigðum vistkerfum.

Aukinn útflutningur: Framsókn vill stuðla að auknum útflutningi á sjávarafurðum, með því að efla markaðssetningu og stuðla að gæðastjórnun.

Ferðaþjónusta

Sýn Framsóknar varðandi ferðaþjónustu snýst um að stuðla að sjálfbærri þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi, með áherslu á að nýta náttúruauðlindir landsins á skynsamlegan hátt. Framsókn leggur áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu sem styður við náttúruvernd, með áherslu á að styrkja ferðaþjónustu víðs vegar um landið, sérstaklega í dreifbýli. Flokkurinn vill efla lítil og meðalstór fyrirtæki, markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir sjálfbærar ferðir, og þróa innviði til að mæta auknum ferðamannastraumi.

Áherslur

Aukinn aðgangur að ferðaþjónustu: Flokkurinn vill auka aðgengi að ferðaþjónustu um allt land, sérstaklega í dreifbýli. Bætt aðgengi stuðlar að því að fleiri svæði geti notið góðs af ferðaþjónustu og að ferðamenn geti kynnst fjölbreytni landsins.

Styrking lítilla og meðalstórra fyrirtækja: Framsókn leggur áherslu á að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru oft í eigu heimafólks. Þau skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll fyrir frekari uppbyggingu þjónustu.

Markaðssetning Íslands: Flokkurinn vill að Ísland verði markaðssett sem áfangastaður fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu, þar sem náttúra, menning og saga landsins eru í forgrunni. Það laðar að ferðamenn sem leggja áherslu á ábyrgð og sjálfbærni.

Þróun innviða: Framsókn vill að unnið verði að því að þróa nauðsynlega innviði fyrir ferðaþjónustu, svo sem vegi, aðstöðu og þjónustu, til að mæta auknum fjölda ferðamanna. Þetta er mikilvægt til að tryggja að ferðaþjónustan sé bæði örugg og aðgengileg.

Samstarf við aðila í ferðaþjónustu: Flokkurinn hvetur til samstarfs milli ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þetta getur falið í sér sameiginlegar aðgerðir til að efla ferðaþjónustu og nýta tækifæri á markaði.

Menntun og þjálfun: Framsókn vill efla menntun og þjálfun í ferðaþjónustu, svo að starfsfólk geti veitt framúrskarandi þjónustu og stuðlað að jákvæðri upplifun ferðamanna.

Verndun náttúru: Flokkurinn leggur áherslu á að vernda náttúruauðlindir landsins, svo sem þjóðgarða og náttúruverndarsvæði, og tryggja að ferðaþjónustan stuðli að verndun þeirra.

Langtímastefna: Flokkurinn vill að unnið verði að langtímastefnu fyrir ferðaþjónustu, þar sem markmið og aðgerðir eru skýrðar til að tryggja sjálfbærni og vöxt í greininni. Einnig er lögð áhersla á menntun og þjálfun í ferðaþjónustu og stuðlað að samstarfi milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs.

Sjálfbær þróun: Framsókn vill að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærri þróun, þar sem jafnvægi er milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta. Þetta felur í sér að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar og stuðla að verndun náttúruauðlinda.

Fjölbreytni í ferðaþjónustu: Framsókn vill auka fjölbreytni í ferðaþjónustu, svo sem að bjóða upp á menningarferðir, ævintýraferðir og heilsuferðir, til að mæta breytilegri eftirspurn ferðamanna.

Hugverkaiðnaður og nýsköpun

Áherslur

Stuðningur við sprota: Flokkurinn vill að stjórnvöld bjóði upp á fjárfestingastuðning eða lán fyrir sprota og nýsköpunarfyrirtæki. Þetta á að auðvelda þeim að fjárfesta í tækjum og búnaði sem stuðla að aukinni atvinnuþróun.

Fræðsla um hugverkaréttindi: Framsókn vill að fræðsla um hugverkaréttindi sé aðgengileg öllum, svo að einstaklingar og fyrirtæki geti tryggt vernd á hugverki sínu áður en það er of seint. Þetta felur í sér að kynna mikilvægi einkaleyfa og vörumerkjaverndar.

Aukinn aðgangur að fjármögnun: Flokkurinn vill að sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki hafi aðgang að nægri fjármögnun til að komast í gegnum erfið hönnunar- og þróunartímabil. Þetta er mikilvægt til að tryggja að nýsköpun nái fótfestu og verði arðbær.

Samstarf milli aðila: Framsókn hvetur til samstarfs milli ríkis, einkaaðila og frjálsra félagasamtaka í nýsköpunarstarfsemi. Þetta getur falið í sér að vinna saman að rannsóknum, þróun og markaðssetningu á nýjum hugverkum.

Hátækniþróun: Flokkurinn vill að Ísland nýti tækifæri í hátækniþróun, þar sem menntunarstig þjóðarinnar er hátt. Þetta felur í sér að stuðla að aukinni þátttöku Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í hátækniþróun.

Framþróun í rannsóknum: Framsókn vill að opinber stuðningur við vísindarannsóknir verði áfram veittur, bæði í þágu vísinda og nýsköpunar. Þetta á að stuðla að frekari atvinnusköpun og þróun í hugverkaiðnaði. Sýn Framsóknar varðandi hugverkaiðnað og nýsköpun snýst um að stuðla að öflugu umhverfi fyrir nýsköpun og þróun hugverka.

Vernd hugverka: Framsókn leggur áherslu á mikilvægi verndar hugverka, þar sem það er grundvöllur fyrir nýsköpun og sköpun verðmæta. Flokkurinn vill tryggja að íslenskt hugvit, hönnun og framleiðsla njóti verndar bæði innanlands og á alþjóðamarkaði.

Efnahagsmál

Sýn Framsóknar í efnahagsmálum snýst um að stuðla að sjálfbærum efnahagsvexti, félagslegu réttlæti og ábyrgri stjórnsýslu.

Áherslur

Forgangsröðun fjármuna: Framsókn leggur áherslu á að fjármunum verði forgangsraðað í þágu velferðarkerfisins, brýnna samfélagslegra verkefna og að verja barnafjölskyldur og viðkvæma hópa.

Réttlátari húsnæðismarkaður: Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram á Alþingi fyrstu heildstæðu stefnu í húsnæðismálum á Íslandi sem hefur það markmið að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði sem gagnast ekki síst fyrstu kaupendum og þeim sem eru tekju- og eignaminni. Lykil áhersla er á að auka framboð á byggingarhæfum lóðum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Skattahvatar verði innleiddir til að auka framboð á hagkvæmu húsnæði og fjármagn til hlutdeildarlána aukið.

Hagvöxtur á grunni samkeppnishæfs atvinnulífs: Framsókn vill styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs til að tryggja áfram kröftugan hagvöxt. Áhersla Framsóknar er á aukna verðmætasköpun og umgjörð sem tryggir landsmönnum eftirsóknarverð störf.

Réttlátt skattkerfi: Framsókn vill einfalt og réttlátt skattkerfi, skapa hvata til fjárfestinga og nýsköpunar sem stuðla að jöfnuði, umhverfisvænum lausnum og efnahagslegum stöðugleika.

Sjálfstæð peningastefna: Framsókn vill viðhalda sjálfstæðri peningastefnu með íslensku krónunni, til að tryggja efnahagslegan stöðugleika.

Fjármálakerfið: Flokkurinn vill styrkja fjármálakerfið og tryggja að það sé traust og aðgengilegt fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Stuðningur við nýsköpun: Framsókn vill hvetja til nýsköpunar og fjárfestinga í nýjum atvinnugreinum, sérstaklega í sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum.

Fjárfestingar í innviðum: Framsókn vill leggja áherslu á fjárfestingar í innviðum, eins og samgöngum, menntun og heilbrigðisþjónustu, til að styrkja samkeppnishæfni samfélaga og stuðla að efnahagslegum vexti.

Ábyrg ríkisfjármál: Staða hagkerfisins er sterk. Framsókn leggur áherslu á að skapa skilyrði fyrir lægri verðbólgu og vöxtum til að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu með hallalausum fjárlögum.

Aukinn stuðningur við atvinnulíf: Flokkurinn vill styðja við íslenskt atvinnulíf, sérstaklega í skapandi greinum og útflutningsgreinum, til að auka verðmætasköpun.

Heilbrigðismál

Sýn Framsóknar í heilbrigðismálum snýst um að tryggja bæði jafnt og tímanlegt aðgengi að hágæða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, efla lýðheilsu, forvarnir og stuðla að sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu.

Áherslur

Efling geðheilbrigðisþjónustu: Flokkurinn vill tryggja tímanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og tryggja að börn og fullorðnir fái nauðsynlegan stuðning innan eðlilegs tímaramma. Einnig er lögð áhersla á að auka fjárfestingu í geðheilbrigðisþjónustu og fylgja eftir fyrirliggjandi uppbyggingaráformum um nýtt húsnæði geðdeildar Landspítala.

Lýðheilsa og forvarnir: Framsókn vill efla lýðheilsu og forvarnir, þar á meðal að stuðla að heilbrigðum lífsstíl, hreyfingu, góðu mataræði og andlegri líðan. Flokkurinn vill gera samfélagssáttmála um lýðheilsu með aðkomu allra hagaðila, auka skimun fyrir ýmsum kvillum og stuðla að bættu heilsulæsi.

Fjárfesting í heilbrigðiskerfinu: Sýn Framsóknar felur í sér að auka fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu, til að tryggja að það sé vel búið til að mæta þörfum þjóðarinnar. Þetta felur í sér að bæta aðstöðu, tækjabúnað og þjónustu.

Skaðaminnkandi nálgun: Framsókn vill innleiða skaðaminnkandi nálgun í auknum mæli í áfengis- og fíkniefnamálum, sem miðar að því að draga úr skaðlegum afleiðingum hegðunar eða lífsstíls, óháð því hvort hún sé æskileg, lögleg eða ólögleg.

Aukinn stuðningur við eldra fólk: Flokkurinn vill bæta lífsgæði eldri borgara og tryggja að þeir fái nauðsynlega þjónustu á þeirra forsendum, sem felur í sér að fjölga fjölbreyttum úrræðum, s.s. á sviði endurhæfingar, fyrir eldra fólk og tryggja tímanlegtaðgengi að samþættri þjónustu og félagslegum úrræðum.

Samstarf við heilbrigðisfyrirtæki: Framsókn vill nýta krafta heilbrigðisfyrirtækja og félagasamtaka til að efla heilbrigðisþjónustu og forvarnir í samfélaginu.

Aukinn áhersla á rannsóknir og nýsköpun: Flokkurinn vill stuðla að rannsóknum og nýsköpun í heilbrigðismálum, til að bæta þjónustu og þróa nýjar aðferðir í meðferð og forvörnum. Framsókn leggur áherslu á að fjármagna nýjan Heilbrigðisvísindasjóð með myndarlegum hætti.

Aukinn stuðningur við heilbrigðisstarfsfólk: Flokkurinn vill stuðla að áframhaldandi umbótum í starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og tryggja mönnun þjónustunnar í takt við þörf og út frá þeim viðmiðum sem við setjum okkur í samvinnu með fagfélögum og stofnunum. Framsókn leggur áherslu á áframhaldandi eflingu sérnámslækna og fjölbreyttra greina á heilbrigðisvísindasviði.

Aðgengi að heilbrigðisþjónustu: Framsókn vill tryggja að allir hafi aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu eða efnahag. Flokkurinn leggur áherslu á að auka þjónustu í dreifbýli og tryggja aðgengi að sérfræðingum.

Skilvirk þjónustukaup: Framsókn leggur áherslu á að innleiða skilvirk þjónustukaup og samninga við þjónustuveitendur, til að tryggja jafnt og tímanlegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Húsnæðismál

Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram á Alþingi fyrstu heildstæðu stefnu í húsnæðismálum á Íslandi. Meginmarkmið er að skapa til lengri tíma jafnvægi á húsnæðismarkaði sem gagnast ekki síst fyrstu kaupendum og þeim sem eru tekju- og eignaminni. Áherslan er á að jafnvægi verði á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf og þróun húsnæðis- og leiguverðs sé stöðug. Húsnæðisstefnan hefur því ekki einungis áhrif á lífsgæði fólks, ráðstöfunartekjur og húsnæðisöryggi. Hún hefur áhrif á efnahagsmál þjóðarinnar.

Áherslur

Húsnæðisöryggi fyrir alla: Framsókn leggur á að allir hafi aðgang að öruggu og hagkvæmu húsnæði með viðráðanlegum kostnaði, með markvissum stuðningi.

Uppbygging almenna íbúðakerfisins: Halda þarf áfram að styrkja almenna íbúðakerfið og auka framboð af óhagnaðardrifnu og öruggu leiguhúsnæði.

Framboð af byggingarhæfum lóðum: Áhersla þarf að vera á nægu lóðaframboði á hverjum tíma með fyrirsjáanleika af nægu framboði af fjölbreyttu húsnæði, sérstaklega í ljósi aukinnar fólksfjölgunar. Framsókn leggur áherslu á að skoða allar leiðir til að auka framboð lóða, t.d. með endurskoðuðu svæðisskipulagi, hvötum sem ýta undir framboð byggingarhæfra lóða og að land í eigu ríkisins verði nýtt til að hraða uppbyggingu íbúða með reglubundnum útboðum til að tryggja sem breiðasta þátttöku verktaka og stuðla að minni sveiflum.

Lífeyrissjóðir á leigumarkaðinn: Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða til kaupa í leigufélögum voru rýmkaðar sl. vor til að auðvelda þeim þátttöku í að auka framboð leiguhúsnæðis. Framsókn hvetur lífeyrissjóði til að nýta sér heimildina og taka þátt í uppbyggingu leiguhúsnæðis.

Aðgerðir vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar: Tryggja fjölbreytt búsetuúrræði fyrir eldra fólk með ódýru fjármagni og lóðum fyrir óhagnaðardrifin byggingafélög.

Stuðningur við tekju- og eignaminni: Áhersla á að lækka húsnæðisbyrði tekjulægri og eignaminni einstaklinga með hagkvæmu húsnæði á leigumarkaði.

Leigumarkaðurinn: Framsókn hefur sett af stað aðgerðir til að auka hlutfall óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis, sem nú er aðeins 2-3% af markaðnum í um 6%.

Íbúðir nýttar til búsetu: Framsókn leggur áherslu á að hærri fasteignagjöld verði sett á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu og stuðlað verði að því að íbúðir í þéttbýli sem ekki eru nýttar til búsetu verði nýttar sem slíkar.

Heildstæð húsnæðisstefna: Meginmarkmiðið er langtímajafnvægi á húsnæðismarkaði, með áherslu á fyrstu kaupendur og tekju- og eignaminni einstaklinga.

Skilvirk stjórnsýsla: Framsókn leggur áherslu á skilvirka stjórnsýslu, bætt regluverk, aukinn rekjanleika og bætta neytendavernd vegna íbúða.

Innviðir

Sýn Framsóknar í innviðamálum snýst um að tryggja öfluga og sjálfbæra innviði sem styðja við efnahagslegan vöxt, samfélagslega velferð og umhverfisvernd.

Það markaði tímamót þegar Framsókn setti fram á Alþingi fyrstu heildstæðu stefnu í húsnæðismálum á Íslandi. Meginmarkmið er að skapa til lengri tíma jafnvægi á húsnæðismarkaði sem gagnast ekki síst fyrstu kaupendum og þeim sem eru tekju- og eignaminni. Áherslan er á að jafnvægi verði á húsnæðismarkaði þar sem fjölbreytt framboð íbúða mæti þörf og þróun húsnæðis- og leiguverðs sé stöðug. Húsnæðisstefnan hefur því ekki einungis áhrif á lífsgæði fólks, ráðstöfunartekjur og húsnæðisöryggi. Hún hefur áhrif á efnahagsmál þjóðarinnar.

Áherslur

Samgöngur: Flokkurinn leggur áherslu á að efla samgöngukerfi landsins, bæði á landi og í lofti, með því að bæta aðgengi að dreifbýli og tryggja öruggar og skilvirkar samgöngur fyrir alla. Mæta þarf auknu umferðarálagi með uppbyggingu og viðhaldi vega, bæta umferðaröryggi, halda áfram að bæta tengivegi og bora ný jarðgöng hringinn í kringum landið og útrýma einbreiðum brúm.

Fjarskipti: Framsókn vill tryggja aðgengi að háhraða interneti og öðrum fjarskiptalausnum um allt land, sérstaklega í dreifbýli, til að stuðla að jafnrétti í menntun, atvinnu og þjónustu.

Heilbrigðis- og menntakerfi: Flokkurinn vill styrkja innviði heilbrigðis- og menntakerfisins, með því að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og menntastofnana, svo að allir hafi aðgang að nauðsynlegri þjónustu, óháð búsetu.

Umhverfisvernd: Framsókn vill að innviðir séu hannaðir með umhverfisvernd í huga, þar sem sjálfbærni og græn orka eru í forgrunni. Þetta felur í sér að nýta endurnýjanlega orku og draga úr kolefnislosun.

Samfélagsleg þjónusta: Flokkurinn leggur áherslu á að innviðir séu hannaðir til að styðja við samfélagslega þjónustu, svo sem félagslegar þjónustur, frístundastarf og aðstöðu fyrir íþróttir og menningu.

Aðgengi fyrir alla: Framsókn vill tryggja að innviðir séu aðgengilegir öllum, óháð aldri, heilsu eða fjárhag. Þetta felur í sér að huga að aðgengi fyrir fatlaða og aðra sem kunna að eiga í erfiðleikum með að nýta sér þjónustu.

Samstarf við sveitarfélög: Flokkurinn hvetur til samstarfs milli ríkis og sveitarfélaga um innviðamál, þar sem sveitarfélögin hafa mikilvægt hlutverk í að þróa og viðhalda innviðum á sínu svæði.

Efling atvinnulífs: Flokkurinn vill að innviðir stuðli að eflingu atvinnulífs, með því að skapa aðstæður sem hvetja til nýsköpunar, fjárfestinga og atvinnusköpunar.

Aukin fjárfesting í innviðum: Framsókn vill auka fjárfestingu í innviðum, svo sem vegum, brúm, flugvöllum og öðrum samgöngukerfum, til að tryggja að þau séu í góðu ástandi og geti mætt þörfum samfélagsins.

Langtímastefna: Framsókn vill að unnið verði að langtímastefnu fyrir innviðamál, þar sem markmið og aðgerðir eru skýrðar til að tryggja að innviðir séu í samræmi við þarfir samfélagsins í framtíðinni.

Íslenskan

Sýn Framsóknar á málefni íslenskunnar og menningu snýst um að tryggja verndun, þróun og aðgengi að íslensku máli og menningu.

Áherslur

Íslenska fyrst: Framsókn vill stuðla að auknum sýni- og heyranleika íslensku í almannarými í breiðri samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda.

Aukinn stuðningur við íslenskt táknmál: Flokkurinn vill efla íslenskt táknmál sem opinbert mál og tryggja því stuðning og viðurkenningu.

Máltækni og gervigreind: Framsókn vill tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi með uppbyggingu, viðhaldi og hagnýtingu máltækniinnviða. Framsókn vill tryggja að fleiri snjalltæki og forrit tali hágæða íslensku ásamt því að styðja við fólk og fyrirtæki til að hagnýta íslenska máltækni í leik og starfi.

Íslensk afþreying: Framsókn vill styðja áfram við nægt framboð af fjölbreyttu afþreyingarefni á íslensku, meðal annars með stuðningi við listir og menningu.

Menntun í íslensku: Flokkurinn vill efla íslenskukennslu, bæði fyrir þá sem læra íslensku sem fyrsta og annað mál og tryggja að kennslufræði íslenskunnar sé í fremstu röð.

Aðgengi að upplýsingum: Framsókn vill tryggja aðgengi að upplýsingum um íslensku fyrir þá sem vilja setjast að á Íslandi, á öllum helstu tungumálum.

Verndun íslenskunnar: Framsókn leggur ríka áherslu á að varðveita íslenskuna og þróa tungumálið til framtíðar, sérstaklega í ljósi tæknibreytinga og aukinnar enskunotkunar.

Menning

Framsókn vill efla og styðja við fjölbreytt menningarlíf sem endurspeglar íslenska arfleifð og sköpunargleði. Flokkurinn vill tryggja aðgengi allra að menningu og listum, óháð búsetu, og styðja við menntun og starfsemi listamanna. Framsókn leggur einnig áherslu á að menning sé mikilvægur þáttur í samfélagslegri þróun og efnahagslegri velferð.

Áherslur

Aðgengi að menningu: Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja að allir hafi aðgang að menningu, óháð búsetu eða efnahag og efla menningarúrræði í dreifbýli.

Verndun menningararfleiðar: Framsókn vill tryggja verndun og varðveislu menningararfleiðar, þar á meðal bygginga, hefða og tungumáls.

Fjölbreytni í menningu: Flokkurinn vill stuðla að fjölbreytni í menningu og listum, þar á meðal að styðja við menningu innflytjenda og aðra menningarhópa.

Menntun í listum og menningu: Framsókn vill efla menntun í listum og menningu í skólum, til að stuðla að skapandi hugsun og menningarlegri vitund meðal ungmenna.

Verðmætaskapandi kvikmyndaframleiðsla: Framsókn vill stækka kvikmyndasjóð, tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun hans, tryggja að erlendar streymisveitur styðji við innlenda kvikmyndagerð og að 35% endurgreiðslukerfið vegna framleiðslu kvikmynda verði útvíkkað til fleiri verkefna.

Bókmenntaþjóðin Ísland: Framsókn vill að nýrri bókmenntastefnu verði hrint til framkvæmdar, með áherslu á íslensku og ungt fólk.

Aukinn stuðningur við listir og menningu: Framsókn vill auka fjárveitingar til lista- og menningarsjóða til að styðja við skapandi verkefni og menningarstarfsemi um allt land. Einnig vill Framsókn halda áfram að styðja við frumsköpun og útflutning á íslenskri menningu.

Styðjum alla menningarstarfsemi: Framsókn vill setja aukinn kraft í stuðning við hönnun og arkítektúr. Einnig vill Framsókn að sviðslistastefna sé kláruð og hrint í framkvæmd ásamt því að framkvæmd tónlistarstefnu klárist.

Mannréttindi

Framsókn berst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingum og fjölskyldum. Flokkurinn hafnar hvers kyns mismunun, hvort sem hún er byggð á kynþætti, kynferði, trú, þjóðerni, kynhneigð eða öðrum þáttum.

Áherslur

Réttindi hinsegin fólks: Framsókn styður réttindabaráttu hinsegin fólks og leggur áherslu á að Ísland verði fremst í flokki þegar kemur að réttindum þeirra. Flokkurinn vill auka vægi hinsegin fræðslu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í samræmi við aldur og þroska. Framsókn vill að fræðsla um kynvitund, kynhneigð og mismunandi kyneinkenni verði hluti af foreldrafræðslu á heilsugæslustöðvum. Framsókn leggur áherslu á að orðalag laga og reglna sé uppfært með tilliti til kynhlutleysis og að tryggt sé aðgengi að kynhlutlausum búningsklefum við sundlaugar og íþróttahús.

Aðgengi að réttindum: Framsókn vill tryggja að allir hafi aðgang að grunnréttindum, svo sem menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegri aðstoð, óháð uppruna eða efnahag.

Inngilding og þátttaka fólks af erlendum uppruna: Framsókn vill virkja innflytjendur og flóttafólk til þátttöku í samfélaginu með því að viðurkenna og virða fjölbreytileikann. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja aðgang að fjölbreyttri íslenskukennslu og innleiða hvata til íslenskunáms, sem er aðgengilegt á vinnutíma án kostnaðar. Framsókn vill einnig efla samfélags- og lýðræðisfræðslu til að auka þátttöku innflytjenda í lýðræði og kosningum.

Móttaka og stuðningur við umsækjendur um alþjóðlega vernd: Framsókn vill bæta móttöku og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd með auknu samráði við sveitarfélög til að dreifa álagi á innviði þeirra. Flokkurinn vill einnig auðvelda innflytjendum að fá menntun sína erlendis frá viðurkennda og styðja við raunfærnimat. Framsókn leggur áherslu á stuðning við börn af erlendum uppruna, með móðurmálskennslu og stuðning við leik- og grunnskóla. Markmiðið er að tryggja samræmda þjónustu og viðeigandi stuðning fyrir alla umsækjendur.

Mannréttindabarátta: Framsókn vill að Ísland verði áfram í fararbroddi í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum og jafnrétti og að þróunarsamvinna sé efld.

Jafnrétti: Flokkurinn leggur áherslu á að jafnrétti sé leiðarljós í öllum sínum störfum, með það að markmiði að koma í veg fyrir mismunun og tryggja að allir hafi jöfn réttindi.

Stjórnskipan

Sýn Framsóknar á stjórnskipan er að hún byggist á lýðræðislegum grunngildum og gagnsæi, með stjórnarskrá sem endurspeglar sameiginleg grunngildi þjóðarinnar. Flokkurinn vill tryggja sjálfstæði dómsvalda og skýrt hlutverk forseta Íslands sem öryggisventil, ásamt stuðningi við trú- og lífsskoðunarfélög.

Áherslur

Endurskoðun stjórnarskrárinnar: Framsókn telur að stjórnarskráin sé samfélagssáttmáli þeirra sem byggja Ísland og því mikilvægt að hún endurspegli sameiginleg grunngildi þjóðarinnar. Með því að endurskoða stjórnarskrána vill flokkurinn tryggja að hún sé í takt við nútímann. Framsókn vill að ferlið við endurskoðun stjórnarskrárinnar sé gagnsætt og byggt á skýru lýðræðislegu umboði, þar sem grunngildi þjóðarinnar séu í forgrunni.

Sjálfstæði dómsvalds: Framsókn leggur til að ítarlegri ákvæði um dómsvaldið verði fest í stjórnarskrá til að tryggja betur sjálfstæði dómsvalda.

Lýðræði og þingræði: Framsókn vill að þjóðin fari með æðsta ákvörðunarvald og að handhafar valdsins stjórni í umboði hennar. Flokkurinn vinnur að því að efla lýðræði, opna stjórnarhætti og tryggja að allir hafi rödd.

Alþjóðamál

Sýn Framsóknar á alþjóðamál er að tryggja hagsmuni Íslands og þjóðarinnar með áherslu á frið, jafnrétti og virðingu fyrir alþjóðalögum. Flokkurinn vill efla öryggis- og varnarmál í utanríkisstefnunni og stuðla að öflugu samstarfi við Norðurlöndin. Framsókn leggur einnig áherslu á að Ísland sé í fremstu röð í alþjóðlegri baráttu gegn skattaskjólum og að efnahags- og viðskiptalegir hagsmunir landsins séu tryggðir.

Áherslur

Öryggis- og varnarmál: Framsókn vill að Ísland haldi áfram að vinna að öryggis- og varnarmálum í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir, svo sem NATO, til að tryggja öryggi landsins.

EES-samningurinn: Flokkurinn vill að Ísland haldi áfram að vera virkur þátttakandi í EESsamningnum, sem tryggir aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og stuðlar að efnahagslegu samstarfi. Framsókn telur að innganga í ESB þjóni ekki hagsmunum landsins.

Alþjóðasamstarf: Framsókn vill að Ísland sé virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu og að samstarf við aðrar þjóðir um lausn sameiginlegra verkefna, svo sem loftslagsbreytingar og mannréttindi, sé eflt.

Mennta- og barnamál

Leiðarljós Framsóknar í mennta- og barnamálum er að tryggja öllum börnum og ungmennum á Íslandi jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í öruggu og styðjandi umhverfi. Sýn okkar byggist á þeirri sannfæringu að öflugur stuðningur við börn og fjölskyldur sé einhver farsælasta fjárfesting sem samfélagið getur gert.

Áherslur

Sterkur bakhjarl fyrir starfsstéttir sem vinna með börnum: Við leggjum áherslu á bætt kjör og starfsumhverfi fyrir allar starfsstéttir sem vinna með börnum, með sérstakri áherslu á kennara. Framsókn vill tryggja að þessar mikilvægu starfsstéttir búi við aðlaðandi vinnuumhverfi sem stuðlar að fjölgun fagfólks innan þeirra mikilvægu starfsstétta sem sinna börnum og ungmennum.

Jafnt aðgengi að menntun: Við viljum tryggja að menntun sé aðgengileg öllum börnum óháð búsetu, efnahag eða félagslegum aðstæðum, því jafnt aðgengi að menntun er grundvöllur jafnra tækifæra í samfélaginu.

Börn og velferð þeirra í algjörum forgangi: Framsókn hefur haft skýra forystu um að setja málefni barna á dagskrá í íslenskri stjórnmálaumræðu og markvisst unnið að fjölmörgum verkefnum í þágu þeirra.

Börn eiga ekki að bíða: Við leggjum áherslu á snemmtæk inngrip og fyrirbyggjandi aðgerðir sem tryggja börnum og fjölskyldum þjónustu við hæfi, þegar á þarf að halda. Framsókn vill innleiða þjónustutryggingu, þurfi barn að bíða lengur en tilgreindan tíma eftir úrræði greiðir ríkið fyrir sambærilega þjónustu hjá einkaaðila. Markmiðið er að útrýma biðlistum og tryggja nauðsynlega þjónustu án tafar.

Stórefling skólaþjónustu: Framsókn leggur áherslu á að efla stuðning við kennara og nemendur innan skólakerfisins. Flokkurinn vill stórauka framboð stuðningsúrræða sem standa börnum og kennurum til boða innan skólakerfisins, til að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar og árangurs.

Innleiðing matsferils: Framsókn ætlar að ljúka við innleiðingu Matsferils til að tryggja samræmdar mælingar á námsárangri í íslensku skólakerfi sem gefa okkur rauntímaupplýsingar um námsframvindu hvers barns.

Aukin fjárhagslegur stuðningur við fjölskyldur: Við viljum létta fjárhagslegar byrðar fjölskyldna með lengingu fæðingarorlofs, hækkun vaxta- og barnabóta og með því að festa gjaldfrjálsar skólamáltíðir í sessi. Fjölskyldur eiga rétt á raunverulegum stuðningi sem léttir undir með daglegu lífi og gerir þeim kleift að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir.

Aukin fjárfesting í heilbrigðisþjónustu fyrir börn: Við viljum tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn, óháð búsetu og efnahag. Þetta felur meðal annars í sér að við viljum auka fjárfestingu í geðheilbrigðisþjónustu barna til að tryggja að öll börn hafi aðgang að lífsnauðsynlegri þjónustu.

Öflugt samstarf ríkis og sveitarfélaga: Við leggjum áherslu á samvinnu ríkis og sveitarfélaga með samhæfðri þjónustu sem stuðlar að heildrænni nálgun í mennta- og barnamálum og veitir börnum og fjölskyldum öruggan grunn fyrir framtíðina.

Orku-, umhverfis- og loftslagsmál

Sýn Framsóknar í orku-, umhverfis- og loftslagsmálum snýst um að tryggja sjálfbærni, orkuöryggi og verndun náttúruauðlinda.

Áherslur

Orkuskipti: Flokkurinn vill stuðla að orkuskiptum í samgöngum og atvinnulífi, með því að hvetja til notkunar á rafmagns- og vetnisbílum, auk þess að efla innviði fyrir hleðslu og dreifingu grænna orkugjafa.

Loftslagsmarkmið: Framsókn hefur metnaðarfull markmið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040. Flokkurinn vill styðja við aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í öllum geirum samfélagsins.

Aukning endurnýjanlegrar orku: Framsókn leggur áherslu á að auka framleiðslu á endurnýjanlegri orku, svo sem vatns- og vindorku, til að tryggja orkuöryggi og draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti.

Verndun náttúruauðlinda: Flokkurinn leggur áherslu á að vernda náttúruauðlindir landsins, þar á meðal loft, vatn og jarðveg og tryggja að nýting þeirra sé skynsamleg og sjálfbær.

Fræðsla og nýsköpun: Framsókn vill efla fræðslu um umhverfis- og loftslagsmál, auk þess að hvetja til nýsköpunar í grænni tækni og lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum.

Hringrásarhagkerfið: Flokkurinn vill stuðla að hringrásarhagkerfi þar sem endurnýting og endurvinnsla auðlinda eru í forgrunni, til að draga úr sóun og auka nýtingu takmarkaðra auðlinda.

Samstarf við atvinnulífið: Framsókn hvetur til samstarfs við atvinnulífið um aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að sjálfbærni í framleiðsluferlum.

Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum: Flokkurinn vill að Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og stuðli að samvinnu við aðrar þjóðir um lausnir á þessu mikilvæga sviði.

Efling innviða: Framsókn vill að innviðir, svo sem flutningskerfi fyrir orku, sé öflugt og aðgengilegt, til að tryggja að nýting innlendra, grænna orkugjafa sé hámörkuð.

Samfélagsleg ábyrgð: Flokkurinn leggur áherslu á að samfélagið hafi ábyrgð á umhverfinu og að allir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, taki þátt í að vernda náttúruna og draga úr umhverfisáhrifum.

Categories
Uncategorized

Við þurfum þing­mann eins og Ágúst Bjarna

Deila grein

21/11/2024

Við þurfum þing­mann eins og Ágúst Bjarna

Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Við þurfum að sameinast um það verkefni að tryggja það að Ágúst Bjarni haldi sínu þingsæti sem þingmaður Suðvesturkjördæmis, þingmaður Hafnfirðinga, þingmaður fyrir landið allt!

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ágúst Bjarni svo sannarlega látið að sér kveða í stjórnmálum. Var kosinn í bæjarstjórn í Hafnarfirði árið 2018. Meðan hann var bæjarfulltrúi þá gegndi hann m.a. formennsku í bæjarráði og varaformennsku í skipulags- og byggingarráði. Haustið 2021 var hann svo kosinn á þing.

Hans helstu baráttumál hafa verið málefni fjölskyldna í víðu samhengi sem og húsnæðismál. Í Hafnarfirði vann hann ötullega að því að lækka álögur á fjölskyldufólk og sést það m.a. í dag á þeim myndarlegu systkinaafsláttum sem eru í leik- og grunnskólum. Hann fór af krafti inn í skipulagsmálin og vann vel með samstarfsfólki sínu í bæjarstjórn og skipulagsyfirvöldum að því að leysa þann hnút sem komin var í uppbyggingu í Skarðshlíð. Allt fór á blússandi ferð og það hverfi byggðist hratt og svo í framhaldi Hamranes sem er í byggingu.

Á liðnu kjörtímabili má með sanni segja að Ágúst Bjarni hafi verið iðinn og duglegur. Hann hefur lagt fram ýmsar lausnir í húsnæðismálum og þreytist ekki á að ræða mikilvægi þess fyrir alla, sérstaklega fyrir fyrstu kaupendur. Hann hélt, að eigin frumkvæði, opinn fund um húsnæðismál í haust. Fullt var út úr dyrum og eru allir sammála um hversu góður og gagnlegur sá fundur hafi verið.

Ágúst hefur einlægan áhuga á fólki og fer um allt kjördæmið til að hitta fólk á fundum, í fyrirtækjum eða einfaldlega á förnum vegi. Og þetta gerir hann ekki bara fyrir kosningar heldur allt kjörtímabilið. Eða eins og hann sjálfur segir: ,,Ég þarf að vita hvað brennur á fólki“. Duglegri þingmaður er vandfundinn. Setur sig inn í öll mál og er óhræddur að segja sína skoðun og standa með henni.

Íbúar í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Kjósarhreppi og Mosfellsbæ, sameinumst um þetta verkefni og setjum X við B. Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Garðarsson.

Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs.

Greinin birtist fyrst á visir.is 21. nóvember 2024.

Categories
Uncategorized

Samþykkt stjórnarmál ráðherra Framsóknar á kjörtímabilinu

Deila grein

10/05/2024

Samþykkt stjórnarmál ráðherra Framsóknar á kjörtímabilinu

Hér að neðan getur að líta yfirlit yfir samþykkt stjórnarmál ráðherra okkar á Alþingi frá upphafi kjörtímabilsins eða 152. löggjafarþingi.

Sigurður Ingi Jóhannsson

152. löggjafarþing
Frumvörp
Þingsályktunartillögur
153. löggjafarþing
Frumvörp
154. löggjafarþing
Frumvörp
Þingsályktunartillögur

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

152. löggjafarþing
Frumvörp
153. löggjafarþing
Frumvörp
Þingsályktunartillögur
154. löggjafarþing
Frumvörp
Þingsályktunartillögur

Ásmundur Einar Daðason

152. löggjafarþing
Frumvörp
153. löggjafarþing
Frumvörp
154. löggjafarþing
Frumvörp
Þingsályktunartillögur

Willum Þór Þórsson

152. löggjafarþing
Frumvörp
Þingsályktunartillögur
153. löggjafarþing
Frumvörp
Þingsályktunartillögur
154. löggjafarþing
Frumvörp
Categories
Fréttir Uncategorized

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

27/10/2023

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Fundarröð

Þingmenn Framsóknar í Norðvesturkjördæmi þau Halla Signý, Lilja Rannveig og Stefán Vagn fara í fundaröð um kjördæmið.

Opnir fundir verða á ýmsum stöðum. Við hvetjum íbúa á öllum aldri eindregið til að mæta, hitta þingmennina, taka samtalið og spyrja spurninga.

Þann 30. október hittumst við á Hópinu, Hrafnadalsvegi 3, Tálknafirði kl 12:00.

Þann 30. október hittumst við í Skúrnum við Húsið Hrannargötu 2, Ísafirði kl 20:00.

Þann 31. október hittumst við á Vínlandssetrinu, Búðarbraut, Búðardal Kl 17:00. Þann 31. október hittumst við á Galdur brugghús , Hólmavík kl 20:00.

Þann 2. nóvember hittumst við á Dalsbraut 4, Akranesi kl 20:00. Þann 5. Nóvember hittumst við á Sögumiðstöðinni, Grundarfirði kl 20:00.

Þann 6. nóvember hittumst við á Glaðheimum, Blönduósi kl 12:00. Þá bætist Innviðaráðherra og formaður Framsóknar í hópinn

Þann 6. nóvember hittumst við á Kaffi Krók, Aðalgötu 16, Sauðárkróki kl 20:00. Innviðaráðherra og formaður Framsóknar verður einnig með í för.

Categories
Greinar Uncategorized

VERJA ÞARF STERKA STÖÐU RÍKISSJÓÐS Í FJÁRLÖGUM 2023

Deila grein

13/12/2022

VERJA ÞARF STERKA STÖÐU RÍKISSJÓÐS Í FJÁRLÖGUM 2023

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Í upphafi kjörtímabils voru krefjandi tímar fram undan, heimsfaraldur stóð yfir og sama dag og takmörkunum var aflétt hér á landi réðust Rússar inn í Úkraínu. Þessir þættir hafa skapað óvissu bæði hér innanlands sem og í Evrópu. Eðli málsins samkvæmt er það ekki óeðlilegt í ástandi sem þessu að verðbólga og hækkun á aðföngum taki sér pláss í fjárlögum líkt og í heimilisrekstri landsmanna. Staðan í efnahagsmálum í Evrópu er erfiðari en lengi hefur verið.

Skýr afkomubati

Þrátt fyrir þessar staðreyndir er það markmið ríkisstjórnarinnar að verja sterka stöðu ríkissjóðs með því að lækka rekstrarhalla og stöðva hækkun skuldahlutfalls á næsta ári. Í framlögðum fjárlögum má finna skynsamleg skef framávið sem lúta að því að styrkja áfram innviði og grunnþjónustu í landinu en það er sterkur leikur til að verja kaupmátt landsmanna. Þá má einnig finna að dregið er úr útgjöldum enda var verulega bætt í útgjöld til að verja störf og heimili í gegnum heimsfaraldurinn. Það er mikilvægt skref til að vinna gegn verðbólgu þegar horft er til næstu missera í þjóðarbúskapnum. Í fjárlögum næsta árs eru þó jákvæð teikn á lofti um að við séum að vaxa út úr þeim stóru verkefnum sem við höfum staðið frammi fyrir og að viðsnúningur geti orðið hraður ef rétt er haldið á spöðunum.

Treystum heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðiskerfið með öllu sínu frábæra starfsfólki hefur staðið sem klettur í gegnum heimsfaraldur þrátt fyrir mikla ágjöf. En svo það geti staðið sterkt áfram þarf að bæta verulega í málaflokkinn. Við erum enn að glíma við eftirköstin eftir faraldurinn og þá þurfum við einnig að mæta næstu áskorun sem er fjölgun landsmanna og stækkandi hópur eldra fólks. Auk þess er til staðar uppsöfnuð þjónustuþörf eftir COVID. Ríkisstjórnin stendur með heilbrigðiskerfinu en framlög til heilbrigðismála hækka um 17,4 ma.kr. á næsta ári. Þar vegur þyngst 6.8 ma.kr raunhækkun til heilbrigðisstofnana og sjúkratrygginga til að koma til móts við aukna eftirspurn og öldrun þjóðarinnar. Þá verður áfram haldið við að styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað innan heilbrigðiskerfisins með 2. ma. viðbótarframlagi auk þess sem horft er til þess að efla heimahjúkrun.

Framlag til jarðhitaleitarátaks

Í tillögum starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum kom fram að mikilvægt væri að kanna sérstaklega möguleika á aukinni jarðhitanýtingu til húshitunar í fjórðungnum. Til þess þarf að tryggja fjármagn til jarðhitaleitar þannig að hægt verði að rannsaka til hlítar möguleika á jarðhita við rafkyntar hitaveitur. Það er því sérstaklega jákvætt að í fjárlögum næsta árs má finna 150 m.kr fram til jarðhitaleitarátaks á næsta ári. Hér er um að ræða sérstaklega arðbært verkefni á Vestfjörðum þar sem jákvæð niðurstaða slíkra rannsókna myndi draga úr notkun olíu og raforku við húshitun og þar með draga úr losun vegna olíunotkunar. Allt er þetta liður í því að nálgast markmið okkar um að ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040.

Ferjurekstur tryggður

Það er örugglega öllum enn í fersku minni þegar Breiðafjarðarferjan Baldur bilaði í siglingu sinni yfir fjörðinn og minnti okkur rækilega á mikilvægi þess að þeir farþegar sem nýta sér þennan samgöngumáta geti treyst á öryggi skipsins. Sveitarfélög beggja megin Breiðafjarðar telja mikilvægt að tryggja þennan samgöngumáta, þrátt fyrir að bættar samgöngur á vegum stæði fyrir dyrum.

Í fjárlögum næsta árs má nú finna 210 m.kr. til þess að tryggja ferjurekstur um Breiðafjörð. Þá er það fyrirséð að núverandi rekstraraðili ferjunnar Baldurs mun hætta siglingum um Breiðafjörð. Þess í stað er gert ráð fyrir því að leigja eða kaupa aðra ferju og hefur eitt skip komið til álita, Röst, sem er nú í siglingum í Norður – Noregi.

Löggæsla efld

Áform eru uppi um að styrkja lögregluna um allt land með því að dreifa verkefnum á lögregluembættin út um landið og dreifa þannig álaginu. Á sama tíma á að styrkja grunnviðbragð lögregluembættanna á landsbyggðunum. Auk þess sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til aukna fjárheimild upp á 200 milljónir til að draga úr aðhaldskröfu á lögregluna.

Velferðarfjárlög

Heilt yfir getum við horft til þess að fjárlög fyrir árið 2023 séu velferðarfjárlög, þar má m.a. finna hækkun á frítekjumarki atvinnutekna örorku og endurhæfingalífeyrisþegar í 200 þús , aukið kastljós á heilbrigðiskerfið, tímabundið framlag til sveitarfélaga vegna samræmda móttöku flóttamanna og ásamt sérstöku úrræði í tengslum við móttöku flóttabarna.

Sterk landsbyggð tekur á móti nýjum áskorunum

Við horfum fram á veginn inn í nýja framtíð. Við sjáum það nú að stuðningur stjórnvalda í gegnum heimsfaraldur við atvinnulífið og fjölskyldur í landinu skilaði því að við komum standandi niður eftir heimsfaraldur og stöndum mun betur en margar aðrar þjóðir. Með mörgum ákveðnum og markvissum skrefum voru settir saman aðgerðarpakkar til að verja fólk og fyrirtæki. Áfram verða þó til staðar áskoranir sem takast þarf á við, en þetta ár hefur sýnt að byggðarlög um land allt eru tilbúin í að nýta sér þau tækifæri og sérstöðu sem þau búa við, til að vaxa áfram og dafna.

Áfram veginn.

Halla Signý Kristjánsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmenn Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á bb.is 10. desember 2022.

Categories
Fréttir Uncategorized

Bæjarmálafundur Framsóknar í Hveragerði

Deila grein

09/12/2022

Bæjarmálafundur Framsóknar í Hveragerði

Framsókn í Hveragerði býður til bæjarmálafundar á Reykadalur Skáli/Lodge laugardaginn 10. desember kl. 11:00-12:00.

Hittumst og ræðum bæjarmálin yfir rjúkandi kaffibolla í huggulegu umhverfi Reykjadalsskála.

Verið öll velkomin!
Stjórn Framsóknar í Hveragerði 

Categories
Fréttir Uncategorized

Sveitarstjórnaráætlun – nýr starfshópur hefur störf

Deila grein

17/11/2022

Sveitarstjórnaráætlun – nýr starfshópur hefur störf

Nýr starfshópur um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga hélt sinn fyrsta fund í innviðaráðuneytinu í gær. Hópnum er ætlað að skila tillögu til innviðaráðherra um stefnu stjórnvalda gagnvart sveitarfélögum til fimmtán ára 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun til fimm ára 2024 til 2028 í byrjun næsta árs. Stefnumótunin byggir á ákvæði sveitarstjórnarlaga um að ráðherra leggi fram endurskoðaða stefnu í málaflokki sveitarfélaga á þriggja ára fresti. Stefnan tekur við af fyrstu stefnu og aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaganna í landinu á næsta ári.

Stefán Vagn Stefánsson veitir starfshópnum formennsku fyrir hönd innviðaráðherra. Annar fulltrúi ráðherra í hópnum er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Tveir fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins og borgarfulltrúi, og Jón Björn Hákonarson, varaformaður sambandsins og bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Áheyrnarfulltrúar í hópnum eru Aðalsteinn Þorsteinsson, skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála í ráðuneytinu, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins.

Fyrsta stefna og aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaganna fól m.a. í sér aukinn stuðning Jöfnunarsjóðs við sameiningu sveitarfélaga, átak í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga, umbætur á starfsaðstæðum kjörinna fulltrúa og vinnu við fjármálaviðmið og endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga. Endurskoðun stefnumótunarinnar felur m.a. í sér víðtækt samráð við sveitarfélögin í landinu, íbúa og aðra hagsmunaaðila um stöðu sveitarfélaga, áskoranir og tækifæri til framtíðar. Á fyrsta fundi starfshópsins lagði innviðaráðherra áherslu á mikilvægi stefnumótunarinnar, sagðist hlakka til að taka á móti tillögum hópsins og óskaði honum velfarnaðar í vinnunni framundan.

Stefnt er að því að starfshópurinn skili tillögum til ráðherra í mars á næsta ári.

Categories
Fréttir Uncategorized

Fréttatilkynning

Deila grein

13/11/2022

Fréttatilkynning

Nú um helgina fór fram haustfundur miðstjórnar Framsóknar og var fundurinn haldinn á Ísafirði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, talaði meðal annars í opnunarræðu sinni um þá einstöku stöðu sem við búum við á heimsvísu þegar kemur að orkumálum. Hann benti á að staða Íslands sé einstök, því við höfum tækifæri til, ef rétt er á haldið, að ná fullkomnu orkusjálfstæði. Ísland geti orðið með fyrstu þjóðum til að framleiða alla orku innanlands, spara gjaldeyri og byggja upp nýjan öflugan grænan iðnað. Þá sagði Sigurður Ingi að orkusjálfstæði sé einnig mikilvægt þegar kemur að fæðuöryggi.

Sigurður Ingi fjallaði um mikilvægi þess að ná sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja renni til þjóðarinnar og nauðsyn þess að gera breytingar á kerfinu í sjávarútvegi, að staðfesta í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum sé eins og aðrar auðlindir landsins í eigu þjóðarinnar. Þá fjallaði Sigurður Ingi um húsnæðismál, enda snúist þau ekki bara um öryggi, lífsgæði og jöfnuð, heldur séu þau einnig stórt efnahagsmál. Því þurfi að byggja miklu meira til að koma jafnvægi á húsnæðismarkaðinn.

Sigurður Ingi dró fram helstu áherslumál ráðherra, breytingar á heilbrigðiskerfinu undir styrkri stjórn Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Hann benti á að framundan séu áskoranir í heilbrigðismálunum, þjóðin sé að eldast og því fylgi verkefni sem ekki sé hægt að horfa fram hjá. Þar spila forvarnir lykilhlutverk og Willum hafi þar stigið mikilvæg skref, síðast með mikilvægri umræðu á Heilbrigðisþingi sem helgað var lýðheilsu.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, vinnur áfram að málefnum barna sem ekki aðeins hefur orðið forgangsmál hans heldur einnig snert huga þjóðarinnar. Nú er unnið að nýrri heildstæðri löggjöf um skólaþjónustu sem mun tryggja jafnræði meðal allra, óháð búsetu og skólastigi. Þá hefur Ásmundur Einar tekið þétt utan um íþróttamálin og undirbúningur nýrrar þjóðarhallar er í fullum gangi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur verið sterkur talsmaður menningar og lagt áherslu á skapandi greinar, þær skipta máli fyrir listamenn sem og þjóðarbúið. Stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar er að verða að veruleika, en síðasta vor fékk Lilja samþykkt á Alþingi frumvarp sem kvað á um hækkun endurgreiðslu stærri kvikmyndaverkefna úr 25% í 35%. Þá á ferðaþjónustan stóran þátt í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn, ráðherra ferðamála veit það og vinnur því nú að aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu til ársins 2030 þar sem þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar er viðurkennt og sérstök áhersla lögð á dreifingu ferðamanna um landið, lengingu ferðatímabils á kaldari svæðum og áframhaldandi innviðauppbyggingu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður flokksins, fór meðal annars í ræðu sinni yfir stöðu efnahagsmála. Hún kom inn á að horfur á heimsvísu séu að versna en þrátt fyrir það sé staðan hér á landi óvenju góð, verðbólga á Íslandi sé næst lægst á EES svæðinu á eftir Sviss. Þar spili stórt hlutverk hversu sjálfbær við erum í orkumálum og mikilvægt sé að halda áfram á því sviði. Þá talaði Lilja um ofurhagnað bankanna og mikilvægi þess að ná utan um hann svo hægt sé að ná fram sátt í samfélaginu.

Categories
Fréttir Uncategorized

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

Deila grein

10/11/2022

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

Haldinn í Edinborgarhúsinu, Ísafirði 12.-13. nóvember 2022

Dagskrá:

Laugardagur 12. nóv.

12:15 – Setning miðstjórnarfundar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

12:20 – Ræða formanns Framsóknar, Sigurðar Inga Jóhannssonar

12:45 – Ræða varaformanns Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir

13:00 – Almennar umræður

15:30 – Kaffihlé

16:00 – Inngangur að umræðum um innra starf – Ásmundur Einar Daðason ritari Framsóknar

16:10 – Vinnuhópar um innra starf

18:30 – Fundi frestað til morguns

19:30 – Kvöldverðarhóf

Sunnudagur 13. nóv.

09:30 – Formaður sveitarstjórnarráðs flytur skýrslu

09:40 – Formaður launþegaráðs flytur skýrslu

09:50 – Formaður fræðslu og kynningarnefndar flytur skýrslu

10:00 – Fulltrúi málefnanefndar flytur skýrslu

10:10 – Kaffihlé

10:20 – Umræður um innra starf

12:50 – Kosningar í fastanefndir miðstjórnar, málefnanefnd, fræðslu og kynningarnefnd

12:20 – Hádegisverðarhlé

12:50 – Afgreiðsla mála

13:20 – Önnur mál

13:35 – Fundarslit

Categories
Greinar Uncategorized

Verum fyrir­myndir – berjumst gegn ein­elti!

Deila grein

09/11/2022

Verum fyrir­myndir – berjumst gegn ein­elti!

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn formlega hérlendis árið 2011 og hefur verið haldinn árlega síðan. Einelti kemur okkur öllum við og það er góð hugmynd að huga sérstaklega að því, til dæmis á eigin vinnustað, hvort forvarnir og viðbragðsáætlanir gegn einelti séu til staðar og uppfærðar. Þá vil ég einnig hvetja vinnustaði til þess að standa fyrir fræðslu og viðburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og samstöðu í tilefni dagsins.

Einelti getur falist í útilokun, ofbeldi, stafrænu einelti og fleiru. Ekkert form af einelti er betra eða verra en annað – einelti á hvergi að líðast.

Í lögum um grunnskóla segir meðal annars að allir nemendur eigi rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan og að grunnskólar skuli í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Nemendur eigi rétt á að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Barn sem verður fyrir einelti í skóla finnur ekki til öryggis og nýtir ekki að fullu hæfileika sinna eða nýtur að fullu bernsku sinnar. Það er lagaskylda á þeim sem starfa í skólum að fylgjast með líðan og almennri velferð nemenda og grípa til nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við sé vegið að þeim atriðum.

Barn sem verður fyrir einelti getur glímt við afleiðingar þess um alla ævi, líkt og við höfum séð ótal dæmi um þegar hugrakkir einstaklingar stíga fram og segja sína sögu. Börn eiga ekki að þurfa að glíma við einelti sem þau verða fyrir sjálf, heldur er það skylda okkar fullorðinna að grípa inn í, hafi einelti átt sér stað, og ekki síður að fyrirbyggja að komi til eineltis.

Allir skólar eiga að búa yfir áætlunum gegn einelti og er gott að nýta tækifærið á degi eineltis til að yfirfara þær áætlanir og sjá hvort þurfi að uppfæra þær eða kynna þær betur innan skólanna. Takist skóla, eða sveitarfélaginu sem rekur skólann, ekki að uppræta einelti á eigin vegum er hægt að leita til fagráðs eineltismála sem hefur aðsetur í Menntamálastofnun. Fagráðið er stuðningsaðili við skólasamfélagið, og veitir meðal annars almenna ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar auk þess að gefa út ráðgefandi álit á grundvelli gagna sem berast um einstök mál. Fyrirhugað er að efla enn frekar hlutverk fagráðsins en starf þess hefur gefið góða raun.

Það er ekki hægt að skrifa grein um einelti án þess að ræða sérstaklega um stafrænt einelti, sem eðli máls samkvæmt hefur aukist mjög á undanförnum árum. Við sem foreldrar þekkjum fæst hvernig stafrænu einelti er beitt meðal barnanna okkar af eigin raun þar sem sú tækni sem nú er hluti hversdags barna okkar var ekki til staðar þegar við vorum á þeirra aldri. Við þurfum að fylgjast vel með því sem börnin okkar eru að gera á samfélagsmiðlum og grípa inn í strax ef okkur grunar að barn sé að verða fyrir eða beita stafrænu einelti. Á því berum við ábyrgð. Ekki hvað síst þurfum við að sýna í verki að hvers lags niðurrif gagnvart öðru fólki er ekki í boði.

Verum fyrirmyndir!

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 8. nóvember 2022.