Categories
Greinar

Allir á mölina

Deila grein

28/02/2015

Allir á mölina

Silja-Dogg-mynd01-vefStundum er gott að láta sig dreyma. Ég sé til dæmis fyrir mér blómlegar byggðir um land allt, hamingjusamt fólk sem hefur nóg að sýsla, framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, fyrirtaks vegi og flugvelli, þriggja fasa rafmagn fyrir alla og ljósleiðaranet hringinn í kringum landið, bryggjurnar iða af lífi og í sveitum landsins framleiðum við heilnæm matvæli fyrir alla Íslendinga og erum auk þess farin að stunda umfangsmikinn útflutning á grænmeti, kjöti og fiski þar sem við framleiðum miklu meira en við getum sjálf torgað. Ávaxtarækt í upphituðum gróðurhúsum er líka langt á veg kominn. Íslenskir bananar – umm, já takk!

Fólk fer þangað sem störf er að finna
Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama landshorninu. Til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Skilvirk byggðastefna er nauðsynleg til að hægt sé að byggja upp og nýta auðlindir landsins. Liður í skilvirkri byggðastefnu eru sköpun atvinnutækifæra um land allt; bæði færsla opinberra starfa frá höfuðborgarsvæði til landsbyggðar og stuðningur við annars konar atvinnuuppbyggingu. Norðmenn hafa rekið mjög öfluga byggðastefnu um árabil og með henni náð að snúa byggðaþróun við í Noregi. Við eigum að horfa til Norðmanna og vera óhrædd við að nýta þær leiðir sem bestan árangur hafa borið.

Sameiginilegir hagsmunir
Fjölbreytt atvinnulíf um land allt ætti að vera sameiginlegt markmið okka allra. Fólkið fer þangað sem vinnu er að fá. Þar sem atvinnutækfærin eru, þar er jafnframt þjónusta og þá erum við komin með eftirsóknarvert byggðalag. Á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Í ljósi neiðkvæðrar byggðaþróunar og þeirra sameiginlegu hagsmuna okkar að snúa henni við, þá liggur beint við að spyrja eftirfarandi spurningar: Hvers vegna er umræðan svo hávær þegar örfá störf, hlutfallslega, hverfa af höfuðborgarsvæðinu en minna heyrist þegar störf eru færð frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðisins?

Meira um Fiskistofu
Fyrir nokkrum mánuðum kynnti sjávarútvegsráðherra fyrirhugaðan flutning á höfuðstöðvum Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Um var að ræða 15-20 störf og flutningurinn átti að eiga sér stað á löngum tíma. Gert var ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015 og að flutningi lyki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017. Hugmyndin með því að flytja starfsemina á svo löngum tíma var m.a. að halda þekkingunni innan stofnunarinnar, gefa mönnum aðlögunartíma en sýnt þykir að rekstur stofnunarinnar er hagkvæmari fyrir norðan en sunnan.

Jón og séra Jón
Á svipuðum tíma misstu 10 manns við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Lítið heyrðist um það mál í fjölmiðlum. Nokkur opinber störf hafa horfið á síðustu misserum frá Höfn. Ekki orð í fjölmiðlum. Það þarf víst ekki að útskýra það fyrir lesendum að atvinnutækifæri eru talsvert fleiri á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Fiskistofa er staðsett (þ.e. ef menn geta alls ekki hugsað sér að flytja norður á Akureyri) en til dæmis á Höfn eða á Hvanneyri.

Forréttindi að búa á landsbyggðinni
Mér þótti umræðan um Fiskistofu skrítin. Það er ekki refsing að búa landsbyggðinni, heldur forréttindi. Við getum deilt um aðferðafræði flutnings opinberra stofnana. En það er óumdeilanlega hagur okkar allra að landinu sé öllu haldið í byggð. Liður í því er að byggja upp grunnþjónustu, fjarskipti, samgöngur og síðast en ekki síst, flytja opinber störf frá höfuðborg til landsbyggðarinnar samhliða því að skapa önnur atvinnutækifæri um land allt.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í dv.is 26. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Við uppbyggingu ferðaþjónustu má ekki gleyma stoðum og öryggi allra

Deila grein

27/02/2015

Við uppbyggingu ferðaþjónustu má ekki gleyma stoðum og öryggi allra

Jóhanna María - fyrir vefJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins í vikunni hve fjölgun ferðamanna hefur verið mikil hér á landi á liðnu ári. Hátt í milljón ferðamanna á ári, og mikil aukning þeirra yfir vetrartímann. Áhyggjur af umgengni og ágangi á náttúruna og hvort við framleiðum næg matvæli til að mæta þessari aukningu og veita íbúum landsins lágmarksþjónustu, þá fellur öryggið í skuggann.
Mikilvægt er að stýra enn frekar ferðamönnum um landið, þ.e. að beina þeim á eftirtektarverða staði sem hafa ekki lent illa í ágangi af aðsókn ferðamanna.
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli fór vel yfir að lögreglan væri of fáliðuð, því að fjölgun lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við þá gríðarlegu fjölgun ferðamanna sem nú er orðin og stefnir í að verða enn meiri.
„Um leið og við viljum auka tekjur og verðmæti landsins með heimsóknum ferðamanna megum við ekki gleyma undirstöðum eins og löggæslu og þá má aukning ferðamanna ekki bitna á þeirri þjónustu sem landsmenn greiða fyrir og eiga rétt á að fá,“ sagði Jóhanna María.
Að lokum sagði Jóhanna María: „Björgunarsveitir eru sjálfboðaliðasamtök og þó svo að fólk sem innan þeirra starfar launalaust geri það af heilum hug þá eigum við ekki að treysta svona mikið á þær sveitir eins og við gerum, treysta á að þær séu alltaf til taks til að bjarga þeim þætti í samfélagsstoðinni sem er í lamasessi. Fyrst við ráðamenn viljum hugsa fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu megum við ekki gleyma stoðum og öryggi allra.“
Ræða Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Hættum að tala niður það sem er íslenskt

Deila grein

27/02/2015

Hættum að tala niður það sem er íslenskt

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, vildi vekja athygli á nokkrum góðum fréttum í störfum þingsins, í vikunni, en að sögn væri það hans tilfinning að í fjölmiðlum og stundum á Alþingi, færi meira fyrir neikvæðum fréttum en góðum.
Í nýliðinni kjördæmaviku sótti hann heim mjög framsækin fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækin ættu öll það sameiginlegt að byggjast á íslensku hugviti og voru stofnuð um 2003, 2004, koma fram með framleiðsluvöru 2009 eða síðar. „Í eitt fyrirtæki kom ég þar sem starfsmenn voru 14 árið 2010 en eru 50 núna og er enn að fjölga, fyrirtæki sem selur íhluti í dísilvélar til þess að auka hagkvæmni þeirra, sparnað, orkunýtingu og minnka mengun,“ sagði Þorsteinn.
„Það vakti sérstaka athygli mína þegar ég kom í fyrirtæki sem var bara hugmynd 2001, kom fram með framleiðsluvöru 2009, sem núna er seld í öllum heimsálfum nema á Suðurheimskautinu. Þar eru 40 manns við störf, 100 manns erlendis að selja. Það sem vakti mesta athygli mína var að eigandi fyrirtækisins og frumkvöðullinn, sagði: Vöxtur þessa fyrirtækis hefði aldrei orðið jafn mikill og raun ber vitni nema vegna þess að fyrirtækið er íslenskt, út af því að Ísland er betra vörumerki en við gerum okkur almennt í hugarlund. Ég held að sé hollt fyrir okkur að hugleiða þetta og hætta að tala niður það sem er íslenskt,“ sagði Þorsteinn.
Ræða Þorsteins Sæmundssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Samfélagsleg ábyrgð bankanna?

Deila grein

27/02/2015

Samfélagsleg ábyrgð bankanna?

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, kallaði eftir samfélagslegri ábyrgð stærstu fjármálastofnana landsins í störfum þingsins í vikunni. Fór hann yfir hagnað bankana eftir skatta en hagnaður Arion banka á síðasta ári nam 28,7 milljörðum kr. sem er tvöfalt meira en árið á undan. Íslandsbanki hagnaðist á síðasta ári um sem nam 23 milljörðum kr.. Arion banki greiddi um 8 milljarða kr. í arð til eigenda sinna í fyrra. „Til hamingju eigendur Arion banka, sem reyndar eru flestir andlitslausir,“ sagði Karl.
Samfélagslegar skyldur eða samfélagsleg ábyrgð hefur gjarnan verið á þann veg að veita nokkra styrki til góðra málefna. En svo er annað að í „verðbólgulausu landi lætur Arion banki íbúðakaupendur borga allt að 8% ársvexti á óverðtryggðum lánum“. Þá fer minna fyrir ábyrgð bankanna gagnvart viðskiptavinum sínum.
„Ef maður ætlar að leggja pening inn á reikning hjá Arion banka býður bankinn upp á vexti frá 0,1% og upp í u.þ.b. 1%. Tölurnar frá Íslandsbanka eru ekki svo ólíkar,“ sagði Karl.
„Hinn almenni borgari hefur ekkert val. Hann þarf að eiga viðskipti við stofnanir sem hafa aðeins eina hagsmuni að leiðarljósi, eigendanna. Hjá þeim er samfélagsleg ábyrgð bara klisja,“ sagði Karl að lokum.
Ræða Karls Garðarssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Fjölmiðlaumræðan og opinber störf

Deila grein

27/02/2015

Fjölmiðlaumræðan og opinber störf

Silja-Dogg-mynd01-vefSilja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, fór í störfum þingsins í vikunni yfir þá athygli er fyrirhugaður flutningur á höfuðstöðvum Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar fékk í fjölmiðlum. 15–20 störf áttu að flytjast á einu og hálfu ári frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Þegar á sama tíma var fjölmiðlaathyglin lítil eða engin þegar tíu manns misstu vinnuna við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Ekkert heyrðist í fjölmiðlum þá. Það hafa opinber störf horfið á síðustu missirum frá Höfn í Hornafirði. „Ekki orð í fjölmiðlum, hvað þá hér í þingsal,“ sagði Silja Dögg.
„Reynslan hefur líka sýnt okkur að þegar opinber störf hverfa á landsbyggðinni koma þau ekki þangað aftur. Það er ekki svo á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Silja Dögg.
„Við getum deilt um aðferðafræði flutnings opinberra stofnana, en það er óumdeilanlega hagur okkar allra að landinu sé öllu haldið í byggð. Liður í því er að byggja upp grunnþjónustu, fjarskipti, samgöngur og síðast en ekki síst að flytja opinber störf frá höfuðborg til landsbyggðarinnar samhliða því að skapa önnur atvinnutækifæri í landinu,“ sagði Silja Dögg.
Hvatti hún þingheim til að horfa til Norðmanna er hafi rekið mjög öfluga byggðastefnu um árabil. Hræðsla eigi ekki við þegar þarf að nýta leiðir sem best hafa gefist þar.
Að lokum sagði Silja Dögg: „Okkar sameiginlegu hagsmunir felast í því að nýta öll landsins gæði til sjávar og sveita. Þá verður fólk að geta búið um allt land.“
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Deila grein

26/02/2015

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Sigrún Magnúsdóttir_001Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stýrði á dögunum fundi stofnaðila Hafsins – öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins.
Um er að ræða samstarfsvettvang fyrirtækja, háskólasamfélagsins, rannsóknastofnana og stjórnvalda um rannsóknir, þróun, framleiðslu og kynningu á tæknilausnum sem stuðla að vernd hafsins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er meðal stofnfélaga en stofnsamningur setursins var undirritaður í lok október sl.
Markmiðið með stofnun Hafsins er að efla þátttöku og starf innlendra og erlendra aðila að nýtingu grænnar tækni sem tengist hafinu og verndun þess. Íslendingar búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu á málefnum hafsins sem kemur úr stjórnsýslunni, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Stjórnvöld þurfa að tengja sig betur við sjávarklasann og stuðla að því að sá áhugi sem er fyrir hendi hjá atvinnulífinu og háskólasamfélagi nýtist. Þannig er betur tryggð jákvæð ímynd Íslands hvort sem lýtur að heilnæmi sjávarfangs, ábyrgri nýtingu auðlinda eða umhverfisvænni atvinnustarfsemi.
Á fundinum gat ráðherra um mikilvægi þess að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Fá eða engin sjálfstæð ríki hafa jafn ríka hagsmuni varðandi sjálfbæra nýtingu hafsins sem hlúa þarf að með varúð og virðingu og er ein helsta undirstaðan fyrir efnahag og velferð þjóðarinnar.
Á fundi stofnaðila á dögunum var kjörið í stjórn setursins og starfsreglur samþykktar sem og nafnbreyting félagsins, en það gekk áður undir heitinu Oceana. Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eiga aðild að félaginu og eiga nú 14 fyrirtæki, stofnanir og opinberir aðilar hlutdeild að Hafinu – öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, auk þess sem tveir aðilar eiga eftir að samþykkja aðild formlega.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Berskjaldaður eða bólusetning

Deila grein

25/02/2015

Berskjaldaður eða bólusetning

Jóhanna María - fyrir vefSíðustu vikur hafa bólusetningar barna verið mikið til umræðu eftir að móðir skrifaði pistil um hvernig hún þurfti að bíða í von og óvon til að komast að því hvort að sonur hennar hefði smitast af mislingum, hann var það ungur að hann hafði ekki fengið bólusetninguna sem hefði þurft í þessu tilfelli. Þar velti hún því upp hvort að þeir sem fara í bólusetningu og láta bólusetja börn sín væru að vernda þá sem kjósa að sleppa bólusetningum. Og þarna þurfti hún að bíða heima, bíða eftir því hvort að sonur hennar færi að sýna einkenni mislinga sem í versta falli gætu leitt til dauða. Á vefsíðu landlæknis segir: „Öllu jafna eru mislingar mildur sjúkdómur hjá börnum en allt að 10% þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla svo sem heilabólgu eða lungnabólgu.“ Og þrátt fyrir allt þá veitir bólusetning aðeins 95% vörn, er það ekki betra en 0%?

Í lögum hérlendis segir að börnum með lögheimili hér á landi skuli vers boðin bólusetning gegn tilteknum smitsjúkdómum þeim að kostnaðarlausu. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um bólusetningar barna sem lagt var fram í vikunni segir m.a. að þátttaka í bólusetningum hérlendis sé almennt góð. Árið 2005 var búinn til bólusetningargrunnur og sýnir hann að ekki er merkjanlegur munur milli ára á fjölda barna sem fær bólusetningar. Þá kemur einnig fram í svarinu að þátttaka í bólusetningum er frá 88% upp í 96% við hinum ýmsu smitsjúkdómum eins og mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Þá eru einnig bólusetningar við HPV sýkingu, barnaveiki, stífkrampa, kikhósta, Hib Heilahimnubólgu, lömunarveiki o.fl. innan þessara marka.

Með bólusetningu er mögulegt að útrýma sjúkdómum þó megin markmiðið sé auðvitað að koma í veg fyrir þá og hættulegar afleiðingar þeirra sem og hindra farsóttir. Bólusetning verndar ekki bara börnin sem hana fá, heldur kemur líka í veg fyrir smit milli barna. Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn.

Vegna tilkomu bólusetningargrunns getur sóttvarnarlæknir sent nafnalista með þeim aðilum sem ekki hafa verið bólusettir til heilsugæslu, haft upp á þeim og boðið bólusetningu. Þá er einnig hægt að leiðrétta skráningu ef svo ber við. Ísland er einstaklega vel stætt í þessum málum miðað við önnur Norðurlönd og mikilvægt er að halda því við, þar sem tilfelli smitsjúkdóma sem hægt er að bólusetja við fækkar á móti. Þær upplýsingar sem ég hef koma frá landlækni og heilbrigðisráðuneytinu, en að mínu viti eru 5% líkur á að vera berskjaldaður fyrir alvarlegum smitsjúkdóm betra en að hafa enga vörn.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í DV 24. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er

Deila grein

24/02/2015

Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vill að ákvæði um þjóðareigu á sjávarútvegsauðlindinni verði sett í stjórnarskrá. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn á Alþingi í dag.

„Það er mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er í sjávarútvegsmálum, og hefur verið í mörg ár, með því að tryggja í stjórnarskrá þjóðareign á auðlindinni. Það verður megináhersla hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra,“ sagði Sigmundur Davíð.

Sjávarútvegsmál hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga, en stjórnarflokkana greinir enn á um grundvallaratriði í frumvarpi því er Sigurður Ingi hefur lagt mjög mikla vinnu í. Var svo komið í vikunni að sjávarútvegsráðherra ákvað að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur um hver fari með forræði yfir kvótanum; ríkið, eins og frumvarpið segir til um, eða útgerðin.
Frétt á visir.is – Sigmundur Davíð segir að þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni verði tryggð í stjórnarskrá
Frétt á mbl.is – Þjóðareign á auðlindum meginstefið
Frétt á ruv.is – Þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrána
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Deila grein

24/02/2015

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Silja-Dogg-mynd01-vefMikilvægt er að leita allra leiða til að koma ónýttum/ósetnum jörðum í ríkiseigu í notkun og auka með því byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins. En þetta kemur fram í þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur, alþingismanns, er hún flutti á haustdögum. Jafnframt vill Silja Dögg að greitt verði fyrir ábúendaskiptum á ríkisjörðum í því skyni að stuðla að markvissri búsetu og uppbyggingu þessara jarða. Málið er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.
Það er ótækt að fjöldi jarða í ríkiseigu sé í eyði, eða illa nýttur, á sama tíma og nýliðun í landbúnaði er erfiðleikum bundin. Það er þörf fyrir meiri matvælaframleiðslu á Íslandi, sérstaklega á mjólkurvörum og nautgripakjöti og sumar þessara jarða eru heppilegar til matvælaframleiðslu. Auk þess eru sóknarfæri til sveita að sinna þjónustu við ferðamenn og skapa þannig atvinnutækifæri og efla jaðarbyggðir með markvissri aðgerð sem þessari.
Með því að koma jörðum í notkun mætti að nokkru leyti leysa vanda nýliðunar, auka matvælaframleiðslu, tryggja byggðafestu og bæta atvinnumöguleika.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðeignum ríkisins á ríkið um 473 jarðir og hafa eyðibýli verið talin um 160.
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

Deila grein

24/02/2015

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

SIJUm mitt ár 2012 hófust viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun á samningnum um viðskipti með landbúnaðarvörur og hafa þær viðræður staðið yfir með hléum síðan. Í þeim hefur verið lögð áhersla á gagnkvæma niðurfellingu tolla á fjölmörgum tollskrárnúmerum, auk þess að semja um stækkun tollkvóta beggja aðila í þeim tilgangi að auka markaðsaðgang fyrir bæði unnar og óunnar landbúnaðarvörur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Vilhjálmi Bjarnasyni, alþingismanni.
Starfshópur um tollamál birti ítarleg skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar í janúar en hópnum var m.a. falið að greina sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í núgildandi samningum, að athuga möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995.
Helsta niðurstaða þeirrar greiningar er eftirfarandi:

  • Árið 1995 gerðist Ísland aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), auk þess hefur Ísland gert 25 fríverslunarsamninga við 35 ríki, ásamt mörgum tvíhliðasamningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem við Evrópusambandið, Kína, Noreg, Sviss, Færeyjar og Grænland. Ísland er því aðili að viðskiptasamningum við tæplega 70 ríki um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Í skýrslunni kemur fram að heildarinnflutningur landbúnaðarvara nam tæpum 52 milljörðum kr. árið 2013 en útflutningur var á sama tíma tæplega 8 milljarðar kr. Innflutningurinn hefur aukist um 10,5 milljarða kr. á fjórum árum en útflutningurinn um 1 milljarð kr.
  • Mest er tollvernd á alifuglakjöti, unnum kjötvörum og svínakjöti. Á nautakjöti, ostum, reyktu og söltuðu kjöti er hún lægri. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) hefur hlutfall tekjuígildis ríkisstuðnings af framleiðsluverðmæti bænda farið úr 77% á árunum 1986–88 í 41,3% samkvæmt nýjustu mælingum.
  • Útflytjendur íslenskra landbúnaðarvara hafa markaðsaðgang fyrir helstu afurðir, en þó þarf að bæta markaðsaðgang fyrir ákveðnar afurðir, svo sem mjólkurafurðir, vatn, bjór og sælgæti þar sem vaxandi tækifæri eru til útflutnings. Bættur markaðsaðgangur byggist á samningum við önnur ríki varðandi inn- og útflutning.

Skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar má finna hér.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.