Menu

Monthly Archives: mars 2015

//mars

Jöfnum raforkukostnað að fullu

Fréttir|

Lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku voru samþykkt á Alþingi þann 3. mars. Markmið laganna er að jafna raforkukostnað dreifbýlis og þéttbýlis og er mikilvægt skref í þá átt að jafna aðstæður til búsetu á landinu öllu. Samkvæmt lögunum verður lagt sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem dreifiveitur taka á móti frá flutningskerfi Landsnets. [...]

Af börnum og brjóstarhöldurum

Greinar|

Móðir skrifaði frásögn á netið, þar segir hún frá upplifun sem byrjaði með símtali frá skóla dóttur hennar. Hún var beðin um að koma úr vinnu þar sem dóttir hennar hefði lent í stimpingum við annan nemanda. Þegar hún mætir er henni heldur brugðið að ganga inn í herbergi fullt af fólki. Þarna sat dóttir [...]

Hver er þinn réttur?

Greinar|

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing, hefur tapað nokkrum dómsmálum á undanförnum mánuðum. Um er að ræða mál sem rekin hafa verið fyrir héraðsdómi og einnig í Hæstarétti. Oft er um að ræða mál sem hafa fordæmisgildi fyrir aðra lánasamninga, er hafa verið gefnir út hjá fjármögnunarfyrirtækinu. Í síðustu viku tapaði Lýsing tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti [...]

Grænt kynlíf

Greinar|

Orðið þalöt ber ekki mikið yfir sér, en þalöt eru efni sem hafa þá eiginleika að mýkja plast. Vegna eiginleika þeirra eru þau vinsæl í iðnaði og m.a. notuð í framleiðslu leikfanga og húsbúnaðar. Einhvern tíma var það mikið í umræðunni að karlmenn ættu að forðast það að drekka úr plastglösum og flöskum því það [...]

Viðbrögð við afbrotum barna – sáttamiðlun

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi viðbrögð við afbrotum barna og þá sérstaklega sáttamiðlun í störfum þingsins í vikunni. En umboðsmaður barna sendi innanríkisráðherra nýlega bréf um viðbrögð við afbrotum barna. Þar er komið inn á sáttamiðlun og mikilvægi hennar sem úrræði fyrir börn sem hafa brotið af sér. Er ráðherra spurður m.a. um notkun á [...]

Er þá ekki kominn tími til að gefa orðum sjómanna gaum?

Fréttir|

„Í gær flutti ég þingheimi aflafréttir af miðunum allt í kringum landið þar sem smábátar tvíhlaða sama daginn, togarar og stórir línubátar mokfiska á öllum grunnum og djúpum,“ sagði Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður, í upphafi ræðu sinnar störfum þingsins í vikunni. Í framhaldi vakti hann svo athygli þingheims á nýrri frétt um stærð norsk–íslenska síldarstofnsins. [...]

Neytendavernd verði tryggð í nýjum lögum um gengistryggð krónulán

Fréttir|

Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, hefur beðið samflokksþingmenn sína í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að halda vel til haga neytendavernd við alla vinnu við frumvarp er heimilar fjármálastofnunum að veita gengistryggð krónulán. „Ég hljóma eflaust eins og biluð plata þegar ég segi næstu setningar: Núna, nokkrum árum eftir hrun, eru enn einstaklingar og fjölskyldur í landinu [...]

Fæðingarþjónusta verið skert

Fréttir|

Fæðingarþjónusta hefur nokkuð verið til umfjöllunar á liðnum misserum. Hefur verið kallað eftir skýrri stefnumótun stjórnvalda til hagsbóta fyrir fjölskyldur. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem m.a. er leitað svara við hvort að á einhvern hátt sé komið til móts við fólk er þarf að ferðast langan veg. Litlum [...]

Auðveldum einstaklingum og heimilum að sækja rétt sinn

Fréttir|

Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti máls í störfum þingsins á erfiðleikum margra einstaklinga sem standa í ströngu við fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki. „Það er í of mörgum tilvikum sem fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki hundsa þá dóma sem hafa fallið og það er að öllu leyti óásættanlegt. Margir þeirra einstaklinga sem standa í þessum sporum eiga [...]

Aflabrögð helst rædd í sjávarplássum

Fréttir|

Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður, gerði í störfum þingsins í gær að umtalsefni aflabrögðin sem eru helst rædd í sjávarplássum en ekki svo oft í ræðustól Alþingis. „Nánast sama hvar er á landinu, alls staðar er landburður af fiski, aðallega boltaþorski sem æskilegastur er til hrygningar að mati fiskifræðinga en einnig smár þorskur ef leitað er sérstaklega. [...]

Load More Posts