Categories
Greinar

Lengra fæðingaorlof tryggt

Deila grein

29/11/2019

Lengra fæðingaorlof tryggt

Í vik­unni mælti fé­lags- og barna­málaráðherra fyr­ir frum­varpi um fæðing­ar- og feðra­or­lof þar sem lagðar eru til breyt­ing­ar um leng­ingu á fæðing­ar­or­lofi í 12 mánuði og er það í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar og lífs­kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem for­eldr­ar eiga rétt á greiðslu fæðing­ar­styrks leng­ist um þrjá mánuði.

Hér er verið að stíga mik­il­vægt skref sem verður að fullu komið á árið 2021. Þetta er í sam­ræmi við til­lög­ur starfs­hóps um framtíðar­stefnu í fæðing­ar­or­lofs­mál­um sem skilaði í mars 2016 til­lög­um sín­um til þáver­andi fé­lags- og hús­næðismálaráðherra.

Það kem­ur ekki á óvart að þetta sé komið til fram­kvæmda núna á vakt Fram­sókn­ar­flokks­ins í ráðuneyt­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur á sinni vakt í þessu ráðuneyti stigið stór skref til að bæta rétt­indi verðandi for­eldra og það var Páll Pét­urs­son þáver­andi fé­lags­málaráðherra sem kom því í lög árið 2001 að feður skyldu líka eiga rétt á að taka for­eldra­or­lof. Það þótti mik­il­vægt að binda í lög rétt barns­ins að fá að um­gang­ast báða for­eldra sína á fyrstu mánuðum lífs síns.

Tíma­móta­áfangi

Í sam­eig­in­legri um­sögn pró­fess­ors í fé­lags­ráðgjöf og dós­ents í fé­lags­fræði við Há­skóla Íslands um frum­varpið kem­ur meðal ann­ars fram að leng­ing­in á rétti for­eldra til fæðing­ar­or­lofs sem gert er ráð fyr­ir í frum­varp­inu sé tíma­móta­áfangi til hags­bóta fyr­ir fjöl­skyld­ur í þágu hags­muna barna og for­eldra­jafn­rétt­is. Jafn­framt kem­ur fram að ít­rekaðar kann­an­ir meðal for­eldra sýni að sjálf­stæður rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs sé sér­stak­lega mik­il­væg­ur þegar fjöl­skyld­ur deila ekki lög­heim­ili, en stór hluti feðra sem deil­ir ekki lög­heim­ili með börn­um sín­um nýt­ir sjálf­stæðan rétt til fæðing­ar­or­lofs.

Bilið brúað

Leng­ing fæðinga­or­lofs auðveld­ar for­eldr­um að brúa bilið eft­ir að fæðing­ar­or­lofi lýk­ur þar til börn­in fá leik­skóla­pláss. Þetta bil hef­ur verið streitu­vald­andi fyr­ir for­eldra og valdið því að for­eldr­ar og þá sér­stak­lega kon­ur hafa dottið út af vinnu­markaði um tíma. Víða um land eru sveit­ar­fé­lög­in far­in að bjóða upp á leik­skóla­pláss allt niður í 12 mánaða ald­ur.

Á næsta ári verða 20 ár liðin frá gildis­töku laga um fæðinga­or­lof. Það er því við hæfi að þess­um áfanga verði náð í lok næsta árs. Fé­lags- og barna­málaráðherra hef­ur sett af stað vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun fæðinga­or­lofslag­anna í sam­ráði við hags­munaaðila. Sú end­ur­skoðun er í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um að efla fæðing­ar­or­lofs­kerfið. Þess er vænst að þeirri vinnu verði lokið á næsta ári og breyt­ing­ar verði sett­ar fram í nýju frum­varpi í lok árs­ins.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Lengi býr að fyrstu gerð

Deila grein

29/11/2019

Lengi býr að fyrstu gerð

Í vik­unni mælti ég fyr­ir frum­varpi til laga sem fel­ur í sér leng­ingu fæðing­ar­or­lofs. Verði frum­varpið samþykkt á Alþingi mun rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs og fæðing­ar­styrks lengj­ast úr níu mánuðum í tólf mánuði.

10 millj­arða aukn­ing til barna­fjöl­skyldna

End­ur­reisn fæðing­ar­or­lofs­kerf­is­ins, með hækk­un há­marks­greiðslna og leng­ingu fæðing­ar­or­lofs, hef­ur frá upp­hafi verið á stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem nú sit­ur. Há­marks­greiðslur hækkuðu um síðustu ára­mót en miðað við boðaða leng­ingu og hækk­un há­marks­greiðslna má gera ráð fyr­ir að heild­ar­út­gjöld til fæðing­ar­or­lofs verði 20 millj­arðar árið 2022 sam­an­borið við 10 millj­arða árið 2017 á verðlagi hvors árs. Sem fé­lags- og barna­málaráðherra hef ég lagt gríðarlega áherslu á að leiða þetta mál til lykta og er afar ánægður að sjá nú til lands. Við vit­um öll að ung­börn­um er fyr­ir bestu að vera sem mest í um­sjá for­eldra sinna og það eiga lög­in að tryggja.

Fæðing­ar­or­lof lengt í 12 mánuði

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að leng­ing á rétti for­eldra til fæðing­ar­or­lofs komi til fram­kvæmda í tveim­ur áföng­um. Í fyrri áfanga leng­ist sam­an­lagður rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs eða greiðslu fæðing­ar­styrks um einn mánuð vegna barna sem fæðast, eru ætt­leidd eða tek­in í var­an­legt fóst­ur á ár­inu 2020. Þannig bæt­ist einn mánuður við sjálf­stæðan rétt hvors for­eldr­is um sig sem verður þá fjór­ir mánuðir í stað þriggja mánaða eins og nú. Þá verður sam­eig­in­leg­ur rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs tveir mánuður sem þeir geta skipt með sér að vild í stað þriggja mánaða líkt og nú.

Í síðari áfanga leng­ist sam­an­lagður rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs eða greiðslu fæðing­ar­styrks um tvo mánuði vegna barna sem fæðast, eru ætt­leidd eða tek­in í var­an­legt fóst­ur 1. janú­ar 2021 eða síðar. Þannig bæt­ist einn mánuður við sjálf­stæðan rétt hvors for­eldr­is um sig sem verður þá fimm mánuðir í stað fjög­urra mánaða. Sam­eig­in­leg­ur rétt­ur for­eldra til fæðing­ar­or­lofs verður áfram tveir mánuðir sem for­eldr­ar geta skipt með sér að vild.

Mik­il­vægt fyr­ir börn að báðir for­eldr­ar taki fæðing­ar­or­lof

Að mínu mati er sú til­hög­un á skipt­ingu fæðing­ar­or­lofs­rétt­ar milli for­eldra sem fram kem­ur í frum­varp­inu vel til þess fall­in að ná mark­miðum laga um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof þess efn­is að tryggja rétt­indi barna til sam­vista við báða for­eldra. Eins að gera bæði kon­um og körl­um kleift að sam­ræma fjöl­skyldu- og at­vinnu­líf. Í því sam­bandi má nefna að niður­stöður rann­sókna á ís­lenska fæðing­ar­or­lofs­kerf­inu benda til þess að ábyrgð vegna umönn­un­ar barna sé nú jafn­ari milli for­eldra en áður var og því ber að fagna.

Fæðing­ar­or­lofs­kerfið á að vera þannig upp­byggt að við sem sam­fé­lag leggj­um áherslu á að þeir sem eiga rétt inn­an þess nýti rétt­inn og nýti hann til fulls. Þannig náum við þeim ár­angri sem stefnt er að með þess­um rétt­ind­um og tryggj­um hags­muni barna.

Fæðing­ar­or­lofs­lög­gjöf­in 20 ára – heild­ar­end­ur­skoðun

Árið 2020 verða tutt­ugu ár liðin frá gildis­töku lag­anna og þykir sam­hliða leng­ingu og hækk­un há­marks­greiðslna tíma­bært að taka þau til heild­ar­end­ur­skoðunar. Sér­stök nefnd hef­ur það hlut­verk með hönd­um og er stefnt að því að hún ljúki störf­um næsta haust. Lög­in voru á marg­an hátt bylt­ing­ar­kennd á sín­um tíma enda var Ísland fyrsta landið í heim­in­um til að veita feðrum og mæðrum jafn­an sjálf­stæðan rétt til fæðing­ar­or­lofs. Nú er hins veg­ar kom­inn tími til að end­ur­skoða ýmis ákvæði þeirra í takt við tím­ann.

Jafn­framt þarf að huga að því hvað tek­ur við þegar rétti for­eldra til fæðing­ar­or­lofs lýk­ur og hef ég hafið sam­tal við sveit­ar­fé­lög­in um að unnið verði að því að tryggja að börn­um bjóðist dvöl á leik­skóla við tólf mánaða ald­ur. Í mín­um huga er al­veg ljóst að þetta tvennt verður að hald­ast í hend­ur. Áfram veg­inn fyr­ir börn­in.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Aukin tækifæri fagmenntaðra

Deila grein

28/11/2019

Aukin tækifæri fagmenntaðra

Mannauður­inn er okk­ar mik­il­væg­asta auðlind. Laga­breyt­ing um viður­kenn­ingu á fag­legri mennt­un og hæfi sem samþykkt hef­ur verið í rík­is­stjórn og ligg­ur nú fyr­ir á Alþingi er mikið heilla­skref fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf og fag­fólk í lög­vernduðum störf­um.

Frum­varpið fel­ur í sér að tekið verði upp evr­ópskt fag­skír­teini hér á landi sem mun auðvelda til muna viður­kenn­ingu á fag­legri mennt­un. Um er að ræða ra­f­rænt skír­teini sem staðfest­ir mennt­un um­sækj­anda og rétt hans til til­tek­inna starfa í heima­land­inu. Með fag­skír­tein­inu standa von­ir til að hraða megi málsmeðferð við viður­kenn­ingu fag­legr­ar mennt­un­ar og gera af­greiðslu slíkra um­sókna um­tals­vert skil­virk­ari. Þá geta um­sækj­end­ur einnig aflað sér viður­kenn­ing­ar til þess að sinna ákveðnum þátt­um viðkom­andi starfa. Þannig mun sveigj­an­leiki aukast en um leið er skýr áhersla á fag­mennt­un sem efla mun vinnu­markaðinn.

Með þess­ari laga­breyt­ingu verða ekki grund­vall­ar­breyt­ing­ar á til­hög­un viður­kenn­ing­ar, rétt­ur fólks til viður­kenn­ing­ar er hinn sami og áður, en tek­in eru skref til að tryggja að fram­kvæmd­in verði ein­fald­ari og skjót­virk­ari. Um­rædd laga­breyt­ing mun þannig ein­falda og hraða af­greiðslu mála sem tengj­ast viður­kenn­ingu starfs­rétt­inda og stuðla að fleiri tæki­fær­um. Áfram eru gerðar kröf­ur um mennt­un og hæfi, t.d. fyr­ir helstu heil­brigðis­stétt­ir en mik­ill akk­ur er í því að þessi viðmið séu bet­ur sam­ræmd milli landa.

Frum­varpið er mikið fram­fara­skref fyr­ir nem­end­ur í starfs­námi sem munu fá vinnustaðanám inn­an lög­giltra starfs­greina viður­kennt milli landa. Þetta er enn einn liður­inn í því að efla starfs­nám og for­gangsraða í þágu þess. Þá er enn­frem­ur fjallað um miðlun upp­lýs­inga til inn­flytj­enda um lög­vernduð störf og skil­yrði fyr­ir lög­vernd­un starfs­greina í frum­varp­inu.

Heim­spek­ing­ur­inn John Stu­art Mill sagði: „Öll efl­ing mennt­un­ar stuðlar að jöfnuði því að mennt­un­in veit­ir aðgang að sama sjóði þekk­ing­ar og skoðana.“ Ljóst er að veru­leg­ar breyt­ing­ar eru í vænd­um á vinnu­markaði vegna örra tækni­breyt­inga en þær fela í sér mik­il tæki­færi fyr­ir þjóðir sem for­gangsraða í þágu gæða mennt­un­ar. Til að mæta þeim áskor­un­um þurf­um við að huga vel að sveigj­an­leika og sam­spili vinnu­markaðar­ins og mennta­kerf­is­ins, nálg­ast þau mál heild­rænt og í virku sam­hengi við þróun þeirra ann­ars staðar í heim­in­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Ísland tækifæranna

Deila grein

28/11/2019

Ísland tækifæranna

Mér varð hugsað til þess á fjölmennum miðstjórnarfundi Framsóknar um helgina hvað samfélag er stórkostlegt fyrirbæri. Allur fjölbreytileikinn sem birtist okkur í ólíkum lífsviðhorfum, hagsmunum, skoðunum og framtíðarsýn. Í stjórnmálunum hljóma þessar ólíku raddir. Stjórnmálaflokkarnir eru mikilvægur þáttur í stjórnmálunum og þar með samfélaginu. Þeir eru lifandi farvegur þeirra mismunandi lífsgilda og skoðana sem í samfélaginu finnast. Mér þótti ekki síst vænt um þá miklu fjölgun sem hefur verið í ungliðastarfi flokksins.

Samfélag okkar er ekki fullkomið en það stendur framarlega í samanburði við aðrar þjóðir samkvæmt öllum alþjóðlegum mælikvörðum. Sú staða hefur náðst með öflugri þátttöku Framsóknar í stjórn landsins þá rúmu öld sem flokkurinn hefur starfað. Við höfum unnið með flokkum til hægri og til vinstri og í þetta sinn spannar ríkisstjórnin sem við störfum í litróf stjórnmálanna á Íslandi frá vinstri til hægri, nokkuð sem verður að teljast einstakt í heimi þar sem stjórnmálin einkennast nú um stundir af miklum öfgum.

Framsókn hefur í farsælu samstarfi við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og Sjálfstæðisflokk unnið af heilindum fyrir landsmenn alla að margvíslegum umbótamálum og ég er stoltur af árangrinum. Stærsta einstaka framfaramál ríkisstjórnarinnar til þessa er gerð lífskjarasamninganna sem er undirstaða jafnvægis og framsóknar í íslensku samfélagi. Í tengslum við þá hefur tekist að koma baráttumáli Framsóknar síðustu árin, afnámi erðtryggingar, á góðan rekspöl.

Stórsókn í samgöngum, nýr og öflugur Menntasjóður þar sem hugsjónir Framsóknar um jöfn tækifæri óháð efnahag og búsetu koma skýrt fram og sérstök áhersla á að ungt fólk og efnaminna hafi tækifæri til að koma sér öruggu þaki yfir höfuðið. Allt eru þetta kosningamál Framsóknar sem eru að verða að veruleika. Allt eru þetta mál sem samvinnan hefur gert að veruleika. Allt eru þetta gríðarleg umbótamál sem styrkja Ísland sem land tækifæranna.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. nóvember 2019.

Categories
Fréttir

Græni takkinn!

Deila grein

27/11/2019

Græni takkinn!

„Virðulegi forseti. Nú erum við að ganga til atkvæðagreiðslu í 3. umræðu fjárlaga, ég held að það sé í fyrsta skipti sem við erum á tíma í þeim efnum. Þá er líklega hægt að þakka það góðri vinnu í fjárlaganefnd sem hefur verið stýrt undir styrkri stjórn hv. þm. Willums Þórs Þórssonar. Aðrir þingmenn í nefndinni mega líka fá bita af hrósi dagsins,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í störfum þingsins í dag.
„Þó að mismunandi hugmyndir eða skiptar skoðanir séu um hvernig eigi að skipta kökunni, sem birtist hér í fjölda nefndarálita og litríkum ljósum á atkvæðatöflunni, þá hefur þetta gengið vel. Sú atkvæðagreiðsla sem birtist hér er oft kómísk, niðurstaðan svolítið augljós en túlkunin skemmtileg. Samfylkingin hefur kvartað sáran hér og í fjölmiðlum um að stjórnarmeirihlutinn hafi aldrei verið á græna takkanum við tillögum hennar en gleymir að segja frá því að hún hefur heldur aldrei verið á græna takkanum við tillögum meiri hlutans þrátt fyrir margar frábærar tillögur af þeim bæ.
Telja má upp nokkur dæmi en listinn er ekki tæmandi úr fjárlögum þessa árs sem við erum að fara að samþykkja núna.

  • Það eru markvissar skattalækkanir og breytingar á tekjuskatti einstaklinga.

  • Fæðingarorlofið er aukið um einn mánuð strax á næsta ári og verður komið upp í 12 mánuði á árinu 2021.

  • Einnig eykst framlag til barnabóta um 1 milljarð og

  • stofnframlag til íbúðarbygginga hækkar einnig verulega.

  • Í samræmi við fjármálaáætlun er aukið verulega við fjárfestingu og viðhald í samgöngumálum. Frá árinu 2017 nemur aukningin 11,6 milljörðum kr. eða 32% að raungildi.

Virðulegi forseti. Það er vissulega áskorun fram undan í ríkisfjármálum og spár sýna að við erum að ganga inn í lægra hagvaxtarstig. Atvinnuleysi er að aukast og minni afkoma kallar á að við þurfum að vera vakandi. Gangi okkur vel í framhaldinu,“ sagði Halla Signý.

Categories
Fréttir

„Bláar, grænar og gráar tunnur lúta mismunandi lögmálum“

Deila grein

27/11/2019

„Bláar, grænar og gráar tunnur lúta mismunandi lögmálum“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, spurði þingheim hvers vegna þetta þurfi að vera svona flókið, en „bláar, grænar og gráar tunnur lúta mismunandi lögmálum eftir sveitarfélögum, meira að segja á sömu sorpsöfnunarsvæðunum,“ sagði Líneik Anna í störfum þingsins í dag.
„Virðulegi forseti. „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“, spurði ungur Framsóknarmaður í grein í Fréttablaðinu um daginn og vísaði þar til flækjunnar við að skila af sér rusli til endurvinnslu á Íslandi. Íslendingum hefur tekist að búa til svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að margir fórna höndum og gefast upp fyrir verkefninu og setja allt í sama plastpokann. Bláar, grænar og gráar tunnur lúta mismunandi lögmálum eftir sveitarfélögum, meira að segja á sömu sorpsöfnunarsvæðunum. Margir hafa vakið athygli á þessu og ályktað um mikilvægi samræmds flokkunarkerfis. Ég vil því vekja athygli á og fagna því að ríkisstjórnin er með málið á dagskrá og við eigum von á frumvarpi um þau mál á vorþinginu.
Að því sögðu vil ég gera brúnar tunnur og heimajarðgerð að umtalsefni. Alveg sama hvernig við horfum á það mál hlýtur sjálfbærasta leiðin til jarðgerðar alltaf að vera jarðgerð á og hjá heimilunum þegar þess er kostur. Hún hentar sérstaklega vel fyrir íbúa í dreifbýli og garðeigendur í þéttbýli, ég tala nú ekki um ef notaðar eru aðferðir sem skila litlu kolefni út í andrúmsloftið og jarðvegurinn sem myndast nýtist í eigin ræktun. Þróunin hefur hins vegar sums staðar a.m.k. orðið sú að þegar sameiginlegri jarðgerð hefur verið komið á í sveitarfélögunum hafa þeir sem jafnvel hafa jarðgert heima árum saman horfið frá því vegna þrýstings um að taka þátt í sameiginlega verkefninu.
Ég legg því áherslu á að við samræmingu flokkunarkerfa verði horft til þess að búa til hvata til heimajarðgerðar og áhersla verði lögð á leiðbeiningar og stuðning við það verkefni,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Tollvernd er ekki séríslenskt fyrirbæri

Deila grein

27/11/2019

Tollvernd er ekki séríslenskt fyrirbæri

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, gerði tolla á matvæli og tolla almennt að umtalsefni í ræðu í störfum þingsins á Alþingi í dag.
„Virðulegur forseti. Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast úti um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðsluna,“ sagði Þórarinn Ingi.
„Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla á ESB-svæðinu fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á svæði ESB hafi ákveðið öryggi fyrir framleiðslu sína.
Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd og af hverju er það gert?
Jú, eins og áður hefur verið komið inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfi.
Í hinum fullkomna heimi væri jafn dýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandasýslu en svo er hins vegar ekki.

  • Veðurfar,

  • löggjöf um aðbúnað og hirðingu,

  • húsakostur og

  • aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar.

Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði og veðurfar hér er gjörólíkt. Það hefur verulegan kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna og síðan er ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður.
Virðulegi forseti. Munum að tollvernd er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur er það þannig að flest ríki og ríkjasambönd hafa tollvernd,“ sagði Þórarinn Ingi.

Categories
Fréttir

Dreifum störfum um landið með rafrænni stjórnsýslu og fjarvinnslu

Deila grein

27/11/2019

Dreifum störfum um landið með rafrænni stjórnsýslu og fjarvinnslu

„Fjarnám þarf til að styrkja minni skóla, bæði til að sækja fagþekkingu en ekki síður til að tryggja öflugum kennurum minni skóla tækifæri til að vera í fullu starfi og skólakerfinu aðgang að þekkingu.“ Þetta kom fram í ræðu Líneik Önnu Sævarsdóttur, alþingismanns Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í störfum þingsins í gær.
„Fjórða iðnbyltingin, rafræn stjórnsýsla, fjarvinna og fjarnám gefa okkur frábær verkfæri og tækifæri til að endurskipuleggja margt í samfélaginu. Notum þau tæki rétt svo þau snúist ekki upp í andhverfu sína og snúi hlutunum á hvolf.
Við þurfum oft að spyrja okkur hvernig hægt sé að nýta tækifærin sem felast í fjarvinnu til að styrkja starfsemi þar sem ekki er þörf á fjölda fólks í nærþjónustu en nærþjónustan er samt mikilvæg. Þetta verðum við að gera meðvitað. Með meðvitaðri stýringu er hægt að nota rafræna stjórnsýslu og fjarvinnslu til að dreifa störfum um landið, efla starfsstöðvar, efla heilu stofnanirnar og kerfið,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Dreifikostnaður raforku hefur hækkað meira í dreifbýli en þéttbýli og ljóst er að stöðugt dregur í sundur

Deila grein

26/11/2019

Dreifikostnaður raforku hefur hækkað meira í dreifbýli en þéttbýli og ljóst er að stöðugt dregur í sundur

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, var málshefjandi í sérstakri umræðu um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi í gær.
„Orkuauðlindir landsins eru í sameign þjóðar og flutningsleiðir raforku einnig. Landsmenn sitja þó ekki við sama borð þegar kemur að flutningi á raforku til síns heima. Það fer nefnilega eftir því hvar þeir búa. Í landinu eru tvær gjaldskrár á flutningi rafmagns, þ.e. fyrir dreifbýli og þéttbýli,“ sagði Halla Signý.
Stöðugt dregur í sundur
„Dreifikostnaður raforku hefur hækkað meira í dreifbýli en þéttbýli á undanförnum árum og ljóst er að stöðugt dregur í sundur og núverandi jöfnunargjald er langt frá því að jafna þennan mun. Nú er svo komið að það er u.þ.b. fjórðungi hærra í dreifbýli þrátt fyrir jöfnunargjaldið sem sett var á til að jafna dreifikostnað á raforku í landinu.
Í raforkulögum frá 2003 voru sett inn tekjumörk, um hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækja og dreifiveitna til að mæta kostnaði. Þannig var kominn grundvöllur að aðskilnaði milli þéttbýlis og dreifbýlis í gjaldskrám og í kjölfarið var svo sett jöfnunargjald sem á að nota til að jafna þennan mun,“ sagði Halla Signý.
Fjárfestingarþörf og endurnýjunarþörf er meiri í dreifbýli
„Skýringin á sífellt hækkandi kostnaði vegna dreifingu raforku er að kaupendum raforku fækkar í dreifbýlinu og fjárfestingarþörf og endurnýjunarþörf er meiri í dreifbýli en þéttbýli og einnig vegna átaksverkefnis um þrífösun rafmagns. Þetta leiðir af sér aukinn mun á meðalverði í þéttbýli og dreifbýli. En enn eykst munurinn og hvar er þá jafnréttið og þau sjálfsögðu mannréttindi að sitja við sama borð þegar orkuauðlindir eru annars vegar?
Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í upphafi ræðu minnar hefur aldrei verið ætlunin í lagasetningu að mismuna fólki með aðgangi að raforku eftir því hvar það býr á landinu. Þessi ójöfnuður er þó staðreynd og við verðum að fara að leiðrétta þennan mun og það helst strax.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að flutnings- og dreifikerfi raforku verði að mæta betur þörfum atvinnulífs og almennings alls staðar á landinu. Þeir sem hafa í hyggju að fara í orkufreka atvinnustarfsemi í dreifbýli eins og ferðaþjónustu, garðyrkjuframleiðslu eða smáiðnað þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en lagt er af stað í rekstur, svo ekki sé talað um heimili sem búa við þennan aðstöðumun.

Við erum líka með nýsamþykkta byggðaáætlun þar sem fram kemur að markmiðið sé að stuðla að aukinni jöfnun orkukostnaðar í dreifbýli og þéttbýli, bæði hvað varðar dreifingu á raforku og húshitunarkostnaði. Núverandi stjórnvöld eru því svo sannarlega með viljann til að mæta þessum mun,“ sagði Halla Signý.
Þá spyr ég hæstv. ráðherra:

Hvernig miðar vinnu atvinnuvegaráðuneytisins með Orkustofnun við að greina og finna hagkvæmustu leiðina til að jafna dreifikostnað á raforku?
Hvaða áhrif telur ráðherra að sameining dreifiveitna verði á dreifikostnaði á raforku?
Telur ráðherra að tekjumörk vegna kostnaðar við flutning á raforku til dreifiveitna sé verkfæri til að jafna dreifikostnað á raforku?
Hver telur ráðherra að ávinningur af jöfnun dreifikostnaðar á raforku sé á orkufreka atvinnustarfsemi í dreifbýlinu?

 

 

Categories
Fréttir

„Eins og kerfið er núna tapa allir.“

Deila grein

26/11/2019

„Eins og kerfið er núna tapa allir.“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sagði í umræðu um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi í gær að fyrir sér væri málið einfalt, allir landsmenn eiga að borga sama verð fyrir dreifingu raforku.
„Raforkan er framleidd víða um land. Til að framleiða hana notum við sameiginlega auðlind og dreifiveitur eru flestar í opinberri eigu. Dreifiveiturnar voru byggðar upp á löngum tíma og stöðugt þarf að halda þeim við og bæta. Heimili og atvinnurekstur í dreifbýli eiga að búa við sömu rekstrarskilyrði og í þéttbýlinu. Það eiga að vera sömu samkeppnisaðstæður. Ég lít svo á að við eigum að sameina dreifbýlisgjaldskrár og þéttbýlisgjaldskrár í eina og gera það strax,“ sagði Líneik Anna.

„Eins og kerfið er núna tapa allir.“

„Raforkufyrirtækin tapa viðskiptavinum þegar atvinnurekstur gefst upp vegna lakari samkeppnisaðstöðu í dreifbýlinu, annaðhvort hættir orkufrekur atvinnurekstur rekstri eða flytur sig í þéttbýli. Samfélagið tapar og sömuleiðis atvinnu- og nýsköpunartækifæri því að til að komast á þéttbýlisgjaldskrá þarf orkunotkunin að vera orðin mjög mikil. Færri og færri standa undir kostnaðinum við uppbygginguna og viðhaldið í dreifbýlinu,“ sagði Líneik Anna.
„Jöfnun hækkar vissulega heildarraforkuverð til þeirra sem búa við þéttbýlisgjaldskrá um einhverja þúsundkalla á ári. En hver er hindrunin? Erum við hrædd við villandi umræðu sem hefur farið fram að undanförnu, t.d. í tengslum við afgreiðslu orkupakka þrjú? Við megum ekki láta þannig umræðu koma í veg fyrir jöfnun dreifikostnaðar.
Þegar allir greiða sama verð fyrir dreifingu verður strax einfaldara að jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum og móta markvisst og gagnsætt stuðningsumhverfi fyrir orkufreka og umhverfisvæna framleiðslu eins og grænmetisframleiðslu,“ sagði Líneik Anna.