Categories
Fréttir

Síðdegisvaktin kom saman í gær

Deila grein

11/01/2023

Síðdegisvaktin kom saman í gær

Það var góður hópur sem kom saman í gær til að fara yfir stöðuna á nýju ári. Hópurinn kallast síðdegisvaktin enda hefur hann staðið sína plikt síðdegis á kosningaskrifstofu Framsókn nú í tvennum kosningum í röð, alþingiskosningunum 2021 og borgarstjórnarkosningunum 2022.

Hópinn skipa, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Hulda Finnlaugsdóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Bragi Ingólfsson. Rétt er að taka fram að fleiri aðilar hafa komið að starfi hópsins og verða þeir vonandi festir á filmu á næsta fundi.

Farið var yfir mjög góðan kynningarfund, í byrjun síðasta mánaðar, þar sem kynnt voru drög að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk. Nafn verkefnisins er: Gott að eldast.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra fóru þar yfir að fólk eigi að geta látið sig hlakka til efri áranna og síðustu áratugir ævinnar eigi að vera meðal þeirra allra bestu. Markmiðið sé að trygga eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Þórunn fór vel yfir þetta allt.

Í samráðsgátt eru nú drög að þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027 og er umsagnarfrestur er 23. janúar. Aðgerðaáætlunin byggir á fimm stoðum, þ.e. samþættingu þjónustu, virkni, upplýsingu, þróun og heimili. Meginþungi aðgerða liggur í þróunarverkefnum þar sem samþætting og nýsköpun og prófanir munu nýtast til ákvarðanatöku um framtíðarskipulag þjónustu við elda fólk. Þar að auki verður ráðist í aðgerðir sem hverfast um sveigjanleika í þjónustu, heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, og betri aðgang að ráðgjöf og upplýsingum.

Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur lagt fram á Alþingi tilllögu til þingsályktunar um markvissa öflun gagna um líðan, velferð og efnahag eldra fólks. Þetta er fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir og það sem hentar einum þarf ekki að henta öðrum. Þá þarf samfélagið einnig að vera tilbúið til þess að takast á við sístækkandi hóp eldra fólks með það að markmiði að koma til móts við þeirra þarfir. Svo hægt sé að greina stöðu eldra fólks með markvissum og skilvirkum hætti er nauðsynlegt að hafa við höndina rétt tól og tæki.

Categories
Fréttir Greinar

Brúin milli heimsálfanna

Deila grein

10/01/2023

Brúin milli heimsálfanna

Winst­on Churchill, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hitti nagl­ann á höfuðið þegar hann sagði að hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada. Þannig kjarnaði hann hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands út frá land­fræðilegri legu þess. Þessi skoðun hef­ur staðist tím­ans tönn og skip­ar land­fræðileg lega lands­ins enn mik­il­væg­an þátt í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um í heims­hlut­an­um.

Á und­an­förn­um ára­tug­um hef­ur Íslend­ing­um tek­ist að nýta legu lands­ins sér sjálf­um sem og er­lend­um ferðalöng­um enn frek­ar til fram­drátt­ar. Ný­verið kynnti ég mér starf­semi ISA­VIA á Kefla­vík­ur­flug­velli, mann­virki sem hef­ur þjónað sí­vax­andi ör­ygg­is- og efna­hags­leg­um til­gangi fyr­ir Ísland.

Það hef­ur tals­vert vatn runnið til sjáv­ar frá því Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar var opnuð árið 1987, þá 23 þúsund fer­metr­ar að stærð sem um fóru 750 þúsund farþegar. Frá opn­un henn­ar hafa um­svif alþjóðaflugs auk­ist veru­lega sam­hliða því að ís­lensk flug­fé­lög hafa nýtt sér land­fræðilega legu lands­ins til þess að byggja upp viðskiptalíkön sín. Tengimiðstöðin Kefla­vík þjón­ar nú millj­ón­um farþega sem ferðast yfir hafið með viðkomu í Leifs­stöð, en í ár í gert ráð fyr­ir að 7,8 millj­ón­ir fari um flug­völl­inn. Þétt net áfangastaða og auk­in flugtíðni til og frá Kefla­vík hef­ur opnað Íslend­ing­um nýja mögu­leika í leik og starfi. Þannig er flogið til 75 áfangastaða frá Kefla­vík. Til sam­an­b­urðar eru 127 skráðir frá Kast­rup-flug­velli í Kaup­manna­höfn.

Greiðar sam­göng­ur líkt og þess­ar og ná­lægð við lyk­il­markaði þar sem kaup­mátt­ur er sterk­ur skipta sam­keppn­is­hæfni landa miklu máli og skapa skil­yrði fyr­ir góðan ár­ang­ur í ut­an­rík­is­versl­un. Íslenskt efna­hags­líf hef­ur ekki farið var­hluta af þessu, næg­ir þar að nefna að ferðaþjón­usta hef­ur á til­tölu­lega skömm­um tíma orðið að þeirri at­vinnu­grein sem skap­ar mest­ar gjald­eyris­tekj­ur fyr­ir þjóðarbúið. Fjöl­mörg tæki­færi fylgja því að styðja áfram við alþjóðaflugið og skapa ný tæki­færi, til að mynda með auknu frakt­flugi til, frá og í gegn­um Ísland.

Stjórn­völd gera sér grein fyr­ir þýðingu þess að hlúa vel að alþjóðaflugi. Stór­ar fjár­fest­ing­ar í flug­vall­ar­innviðum und­ir­strika það. Þannig standa um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir yfir á Kefla­vík­ur­flug­velli en um­fang þeirra mun nema um 100 millj­örðum króna. Þá er unnið að stækk­un flug­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri, meðal ann­ars með milli­landa­flug í huga. End­ur­bæt­ur hafa einnig átt sér stað á Eg­ilsstaðaflug­velli en árið 2021 var nýtt mal­bik lagt á flug­braut­ina og unnið er að til­lög­um um stækk­un flug­hlaðs og lagn­ingu ak­brauta. Einnig hef­ur fjár­mun­um verið varið í styðja flug­fé­lög til að þróa og markaðssetja beint flug til Ak­ur­eyr­ar og Eg­ilsstaða sem skilað hef­ur góðum ár­angri og mun skipta máli fyr­ir at­vinnu­líf og íbúa þeirra svæða.

Það hef­ur þjónað hags­mun­um lands­ins vel að vera brú­in milli Evr­ópu og Norður-Am­er­íku. Við þurf­um að halda áfram að nýta þau tæki­færi sem land­fræðileg lega lands­ins skap­ar okk­ur og byggja þannig und­ir enn betri lífs­kjör á land­inu okk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. janúar 2023.

Categories
Fréttir

Breytingar hjá Framsókn

Deila grein

06/01/2023

Breytingar hjá Framsókn

Teitur Erlingsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Framsóknar tímabundið eftir að Helgi Haukur Hauksson sem gengt hefur starfinu til síðustu 5 ára sagði því lausu um áramótin. Helgi verður Teit innan handar fyrst um sinn til að koma honum inn í starfið. Teitur er með BA. próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Teitur hefur á undaförnum árum starfað í verkefnum fyrir Framsókn ásamt því að hafa unnið fyrir Háskólann á Bifröst, Kvikmyndaskóla Íslands o.fl. aðila. Teitur er 27 ára og er í sambúð með Urði Björgu Gísladóttur heyrnafræðingi og búsettur í Kópavogi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar:

„Á þessum tímamótum vil ég þakka Helga Hauki fyrir vel unnin störf í þágu Framsóknar og gott samstarf á undanförnum árum. Hann hefur leitt kosningabaráttu flokksins í gegnum þrennar kosningar þar sem flokkurinn náði góðum árangri og kann ég honum bestu þakkir fyrir það. Þó svo Helgi sé hættur sem framkvæmdastjóri veit ég að Framsókn á áfram eftir að njóta krafta hans í flokksstarfinu. Á sama tíma vil ég bjóða Teit velkominn til starfa og hlakka til að vinna með honum.“

Helgi Haukur Hauksson, fráfarandi framkvæmdastjóri:

„Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef unnið með undanfarin ár fyrir samstarfið. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að starfa með mikið af frábæru fólki að skemmtilegum verkefnum. Áramót marka oft tímamót eða jafnvel nýtt upphaf og nú langar mig að söðla um, breyta til og fara að gera eitthvað annað. Þessi ákvörðun var einföld en ég tel að núna sé rétti tímapunkturinn til að hleypa öðrum að. Einnig spila fjölskylduaðstæður inn í ákvörðun mína og ætla ég að gefa fjölskyldunni meiri tíma í mínu lífi.“

Categories
Fréttir

Tímamótasamkomulag ríkis og borgar um húsnæðisuppbyggingu

Deila grein

06/01/2023

Tímamótasamkomulag ríkis og borgar um húsnæðisuppbyggingu

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu í dag samkomulag um aukið framboð á íbúðarhúsnæði í Reykjavík á tímabilinu 2023-2032 og fjármögnun á uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og félagslegu húsnæði.

Markmið samkomulagsins er að auka framboð á nýjum íbúðum til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins á næstu 10 árum. Leitast verður við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta og húsnæðisöryggi fyrir alla félagshópa.

Sigurður Ingi Jóhannsson: „Það er afar ánægjulegt að Reykjavík hafi riðið á vaðið og skuldbundið sig til að stuðla að hraðri uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á næstu árum, en fram undan er stöðug uppbygging um allt land. Samningurinn er sá fyrsti í röðinni og jafnframt sá stærsti og hann mun stuðla að jafnvægi og breytingum á húsnæðismarkaði. Þar skiptir mestu að auka framboð í almenna íbúðakerfinu þar sem ríki og Reykjavíkurborg munu koma sameiginlega að borðinu með niðurgreiðslu íbúða með stofnframlögum og hlutdeildarlánum fyrir fólk undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum.“

Markmiðið er að í Reykjavík verði byggðar um 16 þúsund íbúðir á næstu 10 árum, með áherslu á kröftuga uppbyggingu á fyrri hluta tímabilsins. Stefnt er að því að byggja allt að 2 þúsund íbúðir á ári á næstu 5 árum eða á meðan verið er að mæta uppsafnaðri þörf og skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. Ofangreind markmið eru í takti við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á landsvísu á fyrrgreindu tímabili, til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf.

Dagur B. Eggertsson: „Þessi samningur er gríðarlega mikilvæg tímamót og fagnaðarefni. Ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi og heildarsýn á húsnæðismarkaði og því er mikilvægt að önnur sveitarfélög fylgi nú í kjölfarið og af sama metnaði. Markmiðið er öflug uppbygging og húsnæðisöryggi fyrir þær fjölbreyttu þarfir sem við þurfum að mæta. Fyrir Reykjavík er það sértakt fagnaðarefni að samstaða sé um að borgin verði leiðandi í húsnæðisuppbyggingu næsta áratuginn.”

Fylgiskjöl:

    1. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum, dagsettur 12. Júlí, 2022.

    2. Húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2022, ásamt viðaukum, dagsett nóv. 2022 og minnisblaði, dagsett 6. desember 2022.

    3. Samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir

Stuðningur við sálfræðiþjónustu SÁÁ

Deila grein

04/01/2023

Stuðningur við sálfræðiþjónustu SÁÁ

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað samning við SÁÁ. Samningnum er ætlað að styðja við starfsemi SÁÁ með eflingu þjónustu við börn eftir mikinn álagstíma vegna heimsfaraldurs COVID-19, bæta þjónustu fyrir börn sem búa við fíknisjúkdóm náinna aðstandenda og stytta bið eftir þjónustunni.

Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda að auka snemmtækan stuðning við börn og barnafjölskyldur í samræmi við lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

„Til að stuðla að farsæld barna nægir ekki að einblína eingöngu á þau sjálf heldur þarf að líta til þess umhverfis sem börn alast upp í. Vandi aðstandenda getur orðið að vanda barna með einum eða öðrum hætti ef ekki er hugað að börnunum og fjölskyldum þeirra í víðara samhengi með skilvirkum og snemmtækum stuðningi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Verkefnin sem styrkt eru samkvæmt samningnum eru:

  • Ráðinn verði sálfræðingur til eins árs til að sinna sálfræðiþjónustu til barna skjólstæðinga SÁÁ.
  • Foreldrar sem leggjast inn á Vog, eða fá göngudeildarþjónustu, fái kynningu á sálfræðiþjónustu barna og þeim sem eiga börn á aldrinum 8-18 ára verði boðið að skrá barn/systkini í þjónustu SÁÁ.
  • Sálfræðiþjónusta til barna verði veitt samhliða áfengis- og vímuefnameðferð foreldra eða samhliða því að fjölskylda er á námskeiði í fjölskyldudeild. Þjónustuþörf skal metin í upphafi en hægt verði að bjóða börnum upp á allt að átta viðtöl hjá sálfræðingi. Börn verði metin í upphafi og lok meðferðar með gagnreyndum mælitækjum með tilliti til andlegrar líðan og sjálfsmyndar til að meta árangur.

Heimild: stjr.is

Categories
Greinar

Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna

Deila grein

02/01/2023

Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna

Heim­ur­inn versn­andi fer! Orðin end­ur­óma gamla heims­á­deilu og koma fyrst fyrir í Pass­íu­sálmum Hall­gríms Pét­urs­sonar og eiga að ein­hverju leyti við árið 2022 en hins vegar er alltaf ljós við enda gang­anna.

Árið 2022 verður eft­ir­minni­legt fyrir margar sakir enda ár nokk­urra stórra áskor­ana sem legið hafa eins og rauðir þræðir í gegnum allt árið með snert­ingu við flest horn heims­ins. Stríð í Evr­ópu er stað­reynd eftir inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu, verð­bólga hefur ekki verið hærri í fjóra ára­tugi á heims­vísu, lífs­kjara­kreppa er skollin á og nið­ur­sveifla er óum­flýj­an­leg víða. Vextir hafa hækkað veru­lega, við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína stig­magn­ast og að lokum olli lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna COP27 von­brigð­um. Hins vegar þá hafa við­brögð við þessum áskor­unum fyllt okkur von­ar­glætu. Vest­ur­lönd með Atl­ants­hafs­banda­lagið að vopni hafa sam­ein­ast gegn árás Rúss­lands, seðla­bankar heims­ins átta sig á efna­hags­hætt­unni sem verð­bólgan veldur og hafa sýnt sjálf­stæði sitt og hækkað vexti og alþjóða­við­skipti halda áfram að aukast, hægar þó en fyrr, þrátt fyrir erfið sam­skipti Banda­ríkj­anna og Kína. Fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, Trump, virð­ist hafa misst flugið og rann­sókn­ar­nefnd full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings sem skoð­aði árás­ina á þing­húsið í Was­hington DC 6. jan­úar 2021 er afger­andi í nið­ur­stöðu sinni að meg­in­or­sökin fyrir 6. jan­úar er einn mað­ur, Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti, sem margir fylgdu. Engin árás hefði átt sér stað án hans. Að lok­um, þá hefur heims­byggðin aldrei séð jafn­mik­inn kraft settan í að flýta fyrir grænum orku­skiptum og fyrir örfáum dögum birt­ust jákvæðar fréttir af kjarna­sam­runa.

Lok Kalda stríðs­ins virt­ust vera frið­söm í fyrstu

Síð­ustu þrír ára­tugir eftir að járn­tjaldið féll hafa verið frið­samir og ein­kennst af auk­inni vel­sæld á heims­vísu. Feiki­legar tækni­fram­farir hafa lagt grunn­inn að auk­inni nýsköpun og sam­vinnu. Aukin alþjóða­við­skipti og verð­mæta­sköpun hafa lyft um millj­arði fólks úr fátækt um heim­inn all­an. Mikil sam­vinna þjóð­ríkja hefur verið ein­kenn­andi fyrir þennan tíma. Við­skipti við Asíu hafa stór­auk­ist og segja má að Kína hafa virkað sem alheims­verk­smiðja. Vegna þess að kostn­aður við fram­leiðslu hefur verið mun lægri í Kína en á Vest­ur­lönd­um, þá má skýra út verð­hjöðnun á Vest­ur­löndum í tengslum við þessa þró­un. Evr­ópu­sam­run­inn var á fullu í byrjun 9. ára­tug­ar­ins og vall­ar­sýnin sú að Evr­ópa yrði öll sam­einuð innan skamms. Sam­eig­in­legi gjald­mið­il­inn var kynntur til sög­unn­ar. Sví­þjóð og Finn­land gengu í Evr­ópu­sam­bandið ásamt mörgum Aust­ur-­Evr­ópu­ríkj­um. Fyrrum Var­sjár­ríkin sóttu ýmis um aðild að Atl­antshafs­banda­lag­inu og það ríkti mikil bjart­sýni um að fram undan væri tími mik­ils upp­gangs og sam­vinnu. Sov­ét­ríkin lið­ast í sundur eitt af öðru. Atburða­rásin var mun hrað­ari en flestir sér­fræð­ingar gerðu grein fyr­ir. Á tíma­bili leit jafn­vel út fyrir að Rúss­land hefði áhuga á því að ger­ast aðili að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu!

Vest­ur­lönd ítrekað vöruð við Rúss­landi Pútíns …

Hinn 24. febr­úar síð­ast­lið­inn breytt­ist veru­leik­inn eins og við höfum þekkt hann um ára­tuga­skeið í Evr­ópu er Rússar hófu grimmi­lega inn­rás inn Úkra­ínu. Rússar höfðu áður tekið Krím­skaga yfir árið 2014 og það hefði átt að vera ljóst þá að þeir ætl­uðu sér meira. Því miður töldu Vest­ur­lönd að efna­hags­refsi­að­gerð­irnar myndu duga til að koma í veg fyrir frek­ari átök. Vest­ur­lönd voru marg­ít­rekað vöruð við að Rúss­land Pútíns ein­kennd­ist af ofbeldi og grimmd. Bók blaða­kon­unnar Önnu Polit­kovskayu um Rúss­land Pútíns og gefin var út árið 2004, fjallar mjög ítar­lega um ein­ræð­is­stjórn­hætti Pútíns. Bókin Önnu fékk verð­skuld­aða athygli og í kjöl­farið var hún myrt 7. októ­ber, 2006 á afmæl­is­degi Pútíns. Hann fékk til­kynn­ing­una um morðið þegar þau Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, fund­uðu í Kreml. Haft hefur verið eftir Merkel að Pútin hafi vilj­andi látið hvísla þessu að sér í þeim til­gangi að ögra henni! Fleira má nefna í þessu sam­hengi eins og bar­átta fjár­fest­is­ins Bill Browder fyrir rétt­læti vegna Sergei Magnit­sky, en sá síð­ar­nefndi var sam­starfs­að­ili Browder og lést í fang­elsi í Rúss­landi. Í fram­hald­inu voru Magnit­sky-lögin sam­þykkt af banda­ríska þing­inu, en þau fela í sér fjár­hags­legar refsi­að­gerðir gagn­vart rúss­neskum við­skipta­jöfr­um. Mörg fleiri dæmi má nefna, þar sem Vest­ur­lönd voru ítrekað vöruð við þeirri þróun sem átti sér stað í Rúss­landi Pútíns.

… og Rússar fara í stríð í Evr­ópu og áfram ræðst fram­vindan af Banda­ríkj­unum

Stríð var hafið af fullum þunga í Evr­ópu. Á svip­stundu blasti nýr veru­leiki fyrir þjóðum álf­unnar í örygg­is- og varn­ar­mál­um. Mála­flokk­ur­inn hafði fengið lítið vægi í opin­berri umræðu, sam­dráttur í fram­lögum marga Evr­ópu­ríkja til varn­ar­mála hafði verið tals­verður og Evr­ópa orðin of háð Rúss­landi um orku. Allir helstu sér­fræð­ingar töldu að Rússar yrðu komnir inn í Kænu­garð á þremur dög­um. Það varð hins vegar ekki raunin og segja má að Rússar hafi mis­reiknað sig hrapal­lega miðað við fyrstu áform þeirra. Kröftug mót­spyrna Úkra­ínu­manna neyddi Rússa á end­anum til að hörfa frá stórum land­svæðum en stríðið geisar nú í suð­ur- og suð­aust­ur­hluta lands­ins. Við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins hafa verið afger­andi með for­dæma­lausum við­skipta­þving­unum á Rúss­land og umfangs­miklum hern­að­ar­stuðn­ingi við Úkra­ínu. Vel­vild og dyggur stuðn­ingur banda­rískra stjórn­valda skipta höfuð máli í gangi stríðs­ins. Evrópa er enn og aftur algjör­lega háð stefnu Banda­ríkj­anna.

… og Þýska­land finnur til ábyrgðar

Kansl­ari Þýska­lands Olaf Scholz skrif­aði grein í byrjun des­em­ber og bar heitið „The Global Zeit­enwende“ og þar boðar hann nýja tíma í utan­rík­is­málum Þýska­lands. Meg­in­skila­boðin í grein­inni er að alþjóða­sam­fé­lagið geti aldrei látið Pútin ráða för og að tími sé kom­inn að Þjóð­verjar gegni lyk­il­hlut­verki í örygg­is- og varn­ar­málum í Evr­ópu. Í því felst að fjár­festa þurfi í her­afla, styrkja sam­eig­in­legar varnir Evr­ópu og efla þrótt Atl­ants­hafs­banda­lags­ins ásamt því að styðja dyggi­lega við Úkra­ínu. Nýtt hlut­verk Þýska­lands kallar á nýja þjóðar­ör­ygg­is­stefnu. Þessi stefnu­breyt­ing þýðir að búið er að leyfa útflutn­ing á vopnum í fyrsta sinn í eft­ir­stríðs­sögu Þýska­lands og það er til Úkra­ínu. Þýska­land hefur heitið því að styðja Úkra­ínu eins lengi og þörf kref­ur. Jafn­framt kemur fram í grein Olaf Scholz að aðgerðir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins megi ekki verða til beinna hern­að­ar­á­taka við Rússland en koma verður í veg fyrir stig­mögnun stríðs­ins. Í því skyni hefur Þýska­land aukið veru­lega við­veru sína á aust­ur­víg­stöðvum og eflt alla við­veru sína í Aust­ur-­Evr­ópu. Þessi skýru skila­boð frá kansl­ara Þýska­land marka nýja tíma í Evr­ópu. Segja má að þessi sögu­legu umskipti í utan­rík­is­stefnu Þýska­lands minni á þegar Willy Brandt, kansl­ari, hóf „Öst­politik“ stefn­una, sem gekk út á að opna Aust­ur-Þýska­land en að tryggja gott sam­band við Banda­rík­in. Afar brýnt er að Ísland fylgist vel með fram­vindu mála í Þýska­landi.

Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Ísland öflug og byggir á traustum stoðum

Ísland hefur tekið þátt af fullum þunga í aðgerðum banda­lags­ríkj­anna og stutt mynd­ar­lega við Úkra­ínu með ýmsum móti, meðal ann­ars með mót­töku flótta­fólks sem hingað hefur leitað í öruggt skjól. Í amstri hvers­dags­ins vill það kannski gleym­ast að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við, byggð á frelsi, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um, er ekki sjálf­sögð. Inn­rás Rússa er grimmi­leg áminn­ing um það. Fram­sýn skref íslenskra stjórn­mála­manna um að taka stöðu með lýð­ræð­is­ríkjum og að gera Ísland að stofn­að­ila að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og und­ir­ritun tví­hliða varn­ar­samn­ings við Banda­ríkin 1951 voru heilla­drjúg skref fyrir íslenska hags­muni sem enn mynda hryggjar­stykkið í utan­rík­is­stefnu okk­ar. Ísland á áfram að taka virkan þátt í varn­ar- og örygg­is­sam­starfi með banda­lags­þjóðum sínum og standa vörð um þau gildi sem við reisum sam­fé­lag okkar á. Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Íslands frá árinu 2016 hefur þjónað okkur vel. Meg­in­á­herslan er sem fyrr á aðild okkar að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, tví­hliða­varn­ar­samn­ingur við Banda­ríkin ásamt aðild okkar að Sam­ein­uðu þjóð­unum og miklu sam­starfi Norð­ur­land­anna. Land­fræði­leg staða Íslands heldur áfram að skipta sköpum í Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu og við eigum að halda áfram að styrkja þjóðar­ör­ygg­is­stefn­una.

Stríðsknúin orku­kreppa kveikir verð­bólgu­bál

Vonir um að alþjóða­hag­kerfið og aðfanga­keðjur þess myndu taka fljótt við sér sam­hliða aflétt­ingu sótt­varna­ráð­staf­ana dvín­uðu hratt við fyrr­nefnda inn­rás Rússa. Í stað þess spruttu upp nýjar áskor­anir fyrir alþjóða­hag­kerfið sem enn sér ekki fyrir end­ann á. Miklar hækk­anir á hrá­vöru og orku hafa leikið fólk og fyr­ir­tæki grátt og hefur hug­takið Lífs­kjara­kreppan verið notað til að lýsa ástand­inu. Skömmtun á raf­orku og kostn­að­ar­söm sturtu­stund á heim­ilum fólks í Evr­ópu hljóm­aði fjar­stæðu­kennt fyrir nokkrum mán­uðum en er nú veru­leik­inn. Stjórn­völd hafa víða stigið inn í ástandið með stuðn­ings­að­gerðum til handa sam­fé­lögum sínum í glímunni við verð­bólg­una. Stýri­vextir hafa hækkað um allan heim til þess að reyna að slá á verð­bólg­una en sum staðar hafa ekki sést við­líka verð­bólgu­tölur í ára­tugi. Allt þetta ástand hefur varpað ljósi á kerf­is­lega veik­leika Evr­ópu sem mik­il­vægt er að horfast í augu við og takast á við; heims­hlut­inn verður meðal ann­ars að vera betur í stakk búinn til þess að sjá sjálfum sér fyrir orku og tryggja þannig efna­hags- og þjóðar­ör­yggi ríkja sinna. Það verður jafn­framt upp­lýsandi á næstu miss­erum að skoða með gagn­rýnum augum á þá pen­inga- og fjár­mála­stefnu sem rekin hefur verið beggja vegna Atl­antsála og leita svara við því hvaða áhrif slaki í þeim efnum um ára­bil hefur mögu­lega haft á verð­bólgu­skot­ið.

Í mínum huga er það tvennt sem stendur upp úr á árinu. Ann­ars vegar er það stríðið í Úkra­ínu og hins vegar orku­kreppan sem fylgdi í kjöl­farið ásamt hárri verð­bólgu. Ísland hefur verið í nokkuð góðri stöðu, þar sem staða okkar í örygg­is- og varn­ar­málum er traust og að auki erum við ekki háð þriðja aðila um lyk­il­orku. Þrátt fyrir að árið 2022 hafi verið krefj­andi á margan hátt og fái okkur til að rifja upp Pass­íu­sálma Hall­gríms Pét­urs­son­ar, þá er ég sann­færð um að von­ar­neist­inn er sam­staða Vest­ur­land­anna, sem muni á end­anum skila okkur betri stöðu í Evr­ópu. Allar þjóðir skipa máli þar og hefur rík­is­stjórn Íslands stutt dyggi­lega við Úkra­ínu og þétt enn frekar rað­irnar innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Fram­ganga utan­rík­is­ráð­herra hefur verið til fyr­ir­myndar og vel studd af rík­is­stjórn­inni. Framundan er tími ljóss og frið­ar. Njótum þess að vera með fólk­inu okkar og huga vel að því.

Gleði­leg jól.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 27. desember 2022.

Categories
Greinar

Ómetanlegt starf í þágu þjóðar

Deila grein

02/01/2023

Ómetanlegt starf í þágu þjóðar

Eitt af því sem ís­lenskt sam­fé­lag get­ur verið hvað stolt­ast af eru björg­un­ar­sveit­ir lands­ins. Allt frá því að fyrsta björg­un­ar­sveit­in var stofnuð árið 1918 í Vest­manna­eyj­um í kjöl­far tíðra sjó­slysa hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar í starf­semi sveit­anna, en nú rúmri öld síðar starfa um 100 sveit­ir á land­inu. Það er óeig­ingjarnt starf sem þær þúsund­ir ein­stak­linga sem manna björg­un­ar­sveit­irn­ar inna af hendi en það er sann­kölluð dyggð að henda öllu frá sér þegar kallið kem­ur og halda af stað í allra veðra von til þess að tryggja ör­yggi annarr­ar mann­eskju.

Allt þetta fólk er til­búið að leggja mikið sjálf­boðastarf á sig til þess að láta gott af sér leiða, stuðla að auknu ör­yggi og bæta sam­fé­lagið á Íslandi. Aðstæðurn­ar sem björg­un­ar­sveitar­fólk stend­ur frammi fyr­ir eru oft­ar en ekki krefj­andi og reyna bæði á lík­ama og sál. Á þetta erum við reglu­lega minnt þegar okk­ur ber­ast til dæm­is frétt­ir af vonsku­veðrum sem ganga yfir landið með til­heyr­andi áskor­un­um, nú síðast í kring­um hátíðirn­ar.

Björg­un­ar­sveit­irn­ar eru sann­kölluð grunnstoð í sam­býli okk­ar Íslend­inga við óblíð nátt­úru­öfl­in sem móta líf okk­ar hér norður í Atlants­hafi. Sag­an geym­ir mörg dæmi þess. Það sem vek­ur gjarn­an at­hygli er­lend­is þegar talið berst að björg­un­ar­starfi er sú staðreynd að þetta öfl­uga björg­un­ar­kerfi er byggt upp af sjálf­boðaliðum. Fag­mennsk­an, þekk­ing­in og reynsl­an sem björg­un­ar­sveit­irn­ar sýna í störf­um sín­um eru jafn­góð ef ekki betri í sam­an­b­urði við þrautþjálfaðar at­vinnu­björg­un­ar­sveit­ir er­lend­is.

Er­lend­ir ferðamenn sem hafa þurft á aðstoð björg­un­ar­sveita að halda hér á landi hafa ein­mitt lýst hrifn­ingu sinni á þeim. Veru­leik­inn hef­ur vissu­lega breyst með til­komu þess mikla fjölda ferðamanna sem heim­sæk­ir landið á ári hverju. Þrátt fyr­ir að út­köll vegna ferðamanna séu hlut­falls­lega fá miðað við þann mikla fjölda ferðamanna sem kem­ur til lands­ins hef­ur verk­efn­um vegna er­lendra ferðamanna vissu­lega fjölgað und­an­far­inn ára­tug. Á umliðnum árum hef­ur Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg, í sam­starfi við stjórn­völd og at­vinnu­lífið, hrundið af stað mik­il­væg­um fræðslu­verk­efn­um sem miða að því að fyr­ir­byggja slys og auka þannig ör­yggi. Má þar helst nefna verk­efnið Sa­fetra­vel sem miðlar upp­lýs­ing­um um aðstæður til ferðalaga á fimm tungu­mál­um. Jafn­framt eru um 1.000 upp­lýs­inga­skjá­ir um allt land sem ætlað er að koma upp­lýs­ing­um til skila. Sem ráðherra ferðamála mun ég leggja áfram­hald­andi áherslu á fyr­ir­byggj­andi ör­ygg­is­fræðslu fyr­ir ferðamenn til þess að draga úr lík­um þess að kalla þurfi út björg­un­ar­sveit­ir.

Að lok­um við ég þakka öllu því framúrsk­ar­andi fólki sem tek­ur þátt í starfi björg­un­ar­sveit­anna. Ykk­ur á þjóðin mikið að þakka. Ég vil jafn­framt hvetja alla til þess að leggja sveit­un­um lið nú um ára­mót­in en það sem ger­ir starf þeirra svo sér­stakt um­fram allt er hug­sjón­in um ör­ugg­ara sam­fé­lag; ómet­an­legt starf í þágu þjóðar. Ég óska lands­mönn­um öll­um gleðilegs nýs árs og þakka fyr­ir árið sem er að líða.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 31. desember 2022.

Categories
Greinar

Álag á heilbrigðiskerfið

Deila grein

02/01/2023

Álag á heilbrigðiskerfið

Á landið herja lægðir og á landann herja ýmsar veirusýkingar. Inflúensan mætti snemma í ár og SARS-CoV-2 heldur ótrauð sínu striki. Veður og veirur þessa árstíma reyna verulega á Landspítala og heilbrigðiskerfið allt er undir miklu álagi.

Með samvinnu og samstilltu átaki hefur Landspítali sýnt að hann getur unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Það sama má segja um aðrar heilbrigðisstofnanir og þjónustuveitendur heilbrigðisþjónustunnar. Ástandið hefur verið þungt á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á fleiri stöðum úti á landi. Viðhorfið er sem áður lausnamiðað og allt gert til þess að halda uppi öruggri og góðri þjónustu.

Bognar en brotnar ekki

Fjöldi innlagna hefur sjaldan verið meiri en síðastliðna daga á Landspítala. Stjórnendur og starfsfólk spítalans hafa mætt þessari flóðbylgju á aðdáunarverðan hátt. Bráðamóttaka Landspítala ber hitann og þungann af bráðaþjónustu í landinu. Undanfarið ár hefur verið markvisst unnið að því að styðja við þá mikilvægu starfsemi og heilbrigðiskerfið sem hún er órjúfanlegur hluti af.

Landspítalinn hefur lyft grettistaki er kemur að umbótum í skipulagi starfseminnar og viðbrögðum við auknu álagi. Forgangsraðað er fumlaust í þágu bráðra og brýnna verkefna og álagi er dreift kerfisbundið á allan spítalann. Ný legudeild hefur meðal annars verið opnuð tímabundið nú í vikunni til að bregðast við stöðunni. Einnig er vert að nefna að í sumar fór af stað ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og dagdeildin sjálf var stækkuð og efld. Sú starfsemi hefur gengið vel og komum hefur fækkað á bráðamóttökuna fyrir vikið. Fjölmargar aðrar aðgerðir hafa verið framkvæmdar eða eru í vinnslu. Miklar vonir eru bundnar við að ný stjórn og ný framkvæmdastjórn muni halda áfram á þessari góðu vegferð í samráði við starfsmenn spítalans og notendur.

Uppbygging

Stórátak hefur verið í uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma út um allt land og samhliða hefur verið ráðist í umfangsmiklar skipulags- og húsnæðisbreytingar á hjúkrunarheimilum. Þannig hefur tekist að fjölga hjúkrunarrýmum um 120 á þessu ári sem eru tvöfalt fleiri rými en áætlað var. Einnig hefur endurhæfingarrýmum fyrir aldraða, til bæði lengri og skemmri tíma, verið fjölgað um samtals 59 rými. Samhliða hefur heimahjúkrun verið efld til muna og í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 300 milljón króna viðbót til að styrkja hana enn frekar. Þeirri vegferð er hvergi nærri lokið og við höldum ótrauð áfram.

Hjúkrunarheimilin og samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa brugðist hratt við kalli ráðuneytisins um aðstoð við að létta á álagi Landspítalans. Á aðeins nokkrum vikum hafa verið opnuð hátt í 30 rými á hjúkrunarheimilum fyrir einstaklinga sem hafa lokið meðferð á Landspítala en bíða þar varanlegs búsetuúrræðis á hjúkrunarheimili. Það er mikilvægt að geta boðið eldri einstaklingum önnur og meira viðeigandi úrræði en sjúkrahúsvist og eiga þessir aðilar því þakkir skilið.

Samtakamáttur

Það hefur sýnt sig að við erum sterkari sem heild. Til að minna okkur á það og efla samvinnu þvert á heilbrigðiskerfið var á árinu stofnað viðbragðsteymi allra viðeigandi aðila í bráðaþjónustu í landinu. Hefur margt gott komið út úr þeirri vinnu sem við búum að í dag og hefur teymið líka skilað af sér umbótaáætlun til 5 ára með það að markmið að tryggja aðgengi, öryggi og gæði bráðaþjónustu landsins til framtíðar. Í okkar fámenna og dreifbýla landi þurfa allir aðilar að taka höndum saman og styðja hvern annan til að ráða við áskoranir heilbrigðiskerfisins.

Út frá vinnu viðbragðsteymisins hefur meðal annars samstarf Landspítala og annarra heilbrigðisstofnanir verið eflt og sjúkraflutningar kortlagðir. Landspítali hefur í auknum mæli tekið að sér ýmsar rannsóknir og aukið ráðgjöf þannig að stofnanir þurfi síður að senda einstaklinga frá sér. Stofnanirnar hafa einnig verið efldar. Rekstrargrunnur Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið styrktur í fjárlögum næsta árs og búið er að veita 330 milljónum í að tryggja að rétt tæki og góður aðbúnaður sé til staðar á þeim starfstöðvum sem sinna bráðaþjónustu um land allt. Samningur Læknavaktarinnar um vaktþjónustu og símsvörun hefur einnig verið endurnýjaður og unnið er að því í ráðuneytinu að efla og samþætta alla vegvísun og ráðgjöf í heilbrigðiskerfinu.

Það styttir alltaf upp og lygnir

Það er staðreynd að mannauður heilbrigðiskerfisins er takmörkuð auðlind. Við þurfum því að styðja við hann og stuðla að fjölgun heilbrigðisstarfsmanna. Samhent átak þvert á ráðuneyti er í fullum gangi þar sem forgangsraðað er í þágu menntunar heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisráðuneytið er að beita sér fyrir því að starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna sé best. Uppbygging nýs Landspítala, áhersla á menntun, vísindi- og nýsköpun, aukið samstarf, bætt skipulag og öryggismenning eru meðal fjölmargra aðgerða sem eru í gangi. Í ljósi langvarandi álags á heilbrigðisstarfsfólk verður sérstöku fjármagni veitt í endurheimt og stuðning á nýju ári.

Allt helst þetta í hendur og saman vinnum við markvisst að því að minnka álag í heilbrigðiskerfinu. Álag á bráðamóttöku Landspítalans er nefnilega birtingarmynd álags í öllu heilbrigðiskerfinu. Höldum bjartsýn inn í nýtt ár með aukna fjárveitingu og fjölda góðra verkefna í farteskinu. Göngum hægt um gleðinnar dyr um áramótin og pössum upp á hvert annað.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 30. desember 2022.

Categories
Greinar

Þakkir fyrir liðið ár

Deila grein

02/01/2023

Þakkir fyrir liðið ár

Nú hefur árið 2022 runnið sitt skeið. Það hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt ár, bæði fyrir mig persónulega og í pólitíkinni. Það er ávallt sérstök stund í lok árs hvers árs að setjast niður og hugsa um árið sem er að líða, sum ár eru viðburðaríkari en önnur og það má með sanni segja að þetta ár hafi verið eitt af þeim viðburðaríku. Í upphafi árs var enn heimsfaraldur í gangi sem við höfum sem betur fer náð kveðja að mestu. Nýjar áskoranir dundu yfir með innrás Rússa í Úkraínu sem enn sér ekki fyrir endann á. Við búum því enn við ákveðið óvissustig en af öðrum toga að þessu sinni. Þá voru haldnar sveitarstjórnarkosningar í maí og var ánægjulegt að sjá gott gengi Framsóknar víða um land. Ég er þakklát fyrir það traust sem okkur í Framsókn er sýnt og við ætlum okkur, hvort sem það er á Alþingi eða í sveitarstjórnum víða um land, að standa undir þeirri ábyrgð og trausti sem okkur er falin.

Við byggjum á góðum grunni

Þrátt fyrir að ríkið þurfti að sæta þungum höggum vegna heimsfaraldurs höfum við náð góðum árangri á nýliðnu ári. Þau fjárlög, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir hátíðirnar, gefa góða mynd af stöðu efnahagsmála. Á sama tíma og mikilvægt er auka fjármagn til tiltekinna verkefna þurfum einnig við að halda í til þess að auka ekki við þenslu og verðbólgu. Forgangsraða þarf fjármunum í rétta átt og það hefur verið gert eftir fremsta megni. Aukin áhersla er lögð á heilbrigðiskerfið í fjárlögum fyrir árið 2023 en efling heilbrigðiskerfisins er eitt af aðalstefnumálum Framsóknar á þessu kjörtímabili.  Styrkja á rekstrargrunn Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri og heilsugæslnanna en þá fer einnig fjármagn til annarra mikilvægra verkefna í heilbrigðisþjónustunni. Ætlunin er að tryggja öllum sem bestu þjónustu óháð stöðu og efnahag. Auk þessa höldum við áfram að byggja upp innviði, bæta samgöngur ásamt því að fjölga íbúðum og tryggja húsnæðisöryggi þjóðarinnar.

Íslenskt samfélag stendur svo sannarlega á traustum grunni, það sést svo vel þegar við sjáum samfélagið færast aftur í fyrra horf eftir heimsfaraldur. Þrátt fyrir smæð sína býr Ísland við sterkari stöðu en margar aðrar Evrópuþjóðir, fyrir það getum við verið þakklát. Við höfum öll tækifæri til að búa okkur gott samfélag en þurfum að gæta þess að spila rétt úr þeim spilum sem okkur er gefið. Við búum við lítið atvinnuleysi, höfum öflug fyrirtæki og góða innviði. Þá eru starfrækt á Íslandi máttug fyrirtæki sem sækja ótrauð áfram og eru leiðandi í nýsköpun. Ísland er fallegt land sem ferðamenn vilja sækja heim, tekjur af ferðamönnum eru nú orðnar meiri en árið 2019 og til landsins streyma stór kvikmyndaverkefni sem eflaust munum koma til með að auka enn á vinsældir landsins. Við erum lánsöm þjóð.

Tækifæri til að gera betur

Síðustu dagar hafa farið í það að njóta hátíðanna með fjölskyldu og vinum en hugur þingmannsins reikar þó ávallt að þeim verkefnum sem bíða okkur á komandi ári. Það verður aldrei þannig að við getum sagt að við séum búin að öllu í pólitík, líkt og við segjum oft í undirbúningi jóla. Verkefnin eru fjölmörg, hvort sem er hér í Norðausturkjördæmi eða á landinu öllu. Efling ferðaþjónustunnar hér á Norðurlandi eystra hefur verið mikil og tækifærin henni tengd fjölmörg. Til að auka enn frekar samkeppnishæfni svæðisins þurfum við að halda áfram að bæta flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum í millilandaflugi. Verkefninu að fjölga aðlaðandi störfum á Norðausturlandi, bæði opinberum og innan einkageirans, er aldrei lokið. Efling landsbyggðanna og atvinnulífs þeirra er alltaf okkur kjörnum fulltrúum ofarlega í huga.

Öflugra heilbrigðiskerfi

Þá hafa heilbrigðismálin á svæðinu verið mér ofarlega í huga. Það er mikilvægt er að styrkja enn frekar heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og bæta þannig þjónustu við íbúa. Þá höfum við gríðarlega góð tækifæri til þess að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu með því að efla Sjúkrahúsið á Akureyri. Með því að efla sjúkrahúsið  á Akureyri getum við veitt betri heilbrigðisþjónustuþjónustu á Norður og Austurlandi þar sem sérfræðingar af sjúkrahúsinu starfa náið með öðrum starfsstöðvum heilbrigðisstofnana á svæðinu. Góð og metnaðarfull heilbrigðisþjónusta eins og Sjúkrahúsið á Akureyri hefur möguleika á að veita ef rétt er gefið bætir búsetuskilyrði á svæðum sem sum eiga undir högg að sækja.

Sérfræðiþjónusta lækna á landsbyggðinni hefur átt undir höggi að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar auk samningsleysis og nú er staðan sú að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að langstærstu leyti að sækja þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur mikilvægt að kortleggja og greina þörf eftir sérfræðilæknum á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni mögulegt að bjóða upp á sérfræðiþjónustu í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Það er mikilvægt að aðstæður líkt og þær sem sköpuðust fyrir austan um hátíðirnar endurtaki sig ekki, það verður að tryggja þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni.  Þá er það lykilatriði að ná samningum við sérfræðilækna en það er eitt að aðaláherslumálum Willum Þórs heilbrigðisráðherra.

Sjálfbærni í orkumálum

Við eigum margt ógert í orkumálum hér á landi, en á nýliðnu ári höfum við enn á ný séð mikilvægi tryggra orkuinnviða. Halda þarf áfram að styrkja og efla dreifikerfi raforku um allt land. Síðastliðið vor náðum við að losa um áralanga stöðnun þegar ramminn var samþykktur, en betur má ef duga skal. Samkvæmt orkustefnu Íslands er markmiðið að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Þetta er loftslagsvænt og efnahagslegt markmið. Hvernig ætlum við að ná þeim markmiðum og hvernig við ætlum að ná í þá orku sem þarf til er enn ósvarað. Mikilvægt er að árið 2023 verði nýtt vel til þess að svara þessum spurningum. Samkvæmt núverandi raforkuspá fyrir Ísland er gert ráð fyrir að orkuþörf hér á landi geti aukist um tæplega 60% til ársins 2040 í stærstu sviðsmyndinni. Stoðir samfélagsins, atvinnulífið sem og heimilin í landinu, munu áfram þurfa græna orku. Þar að auki þarf orku í orkuskiptin. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að veita okkur aukna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu orkukostina.

Skuldbindingar Íslands til loftslagsmála eru ríkar og til að fylgja þeim eftir þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Staðreyndin er sú að okkur vantar meiri orku til að uppfylla markmið okkar, og það er ekki svo einfalt að við drögum hana upp úr hatti.  Þvert á móti þarf að sýna mikla framsýni við öflun endurnýjanlegrar orku því það tekur mörg ár. Við sjáum fyrir okkur að í framtíðinni munu orkuskipti ekki einungis verða á einkabílnum heldur sjáum við að atvinnulífið er að bregðast við með eftirtektarverðum hætti. Ætlunin er að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti í framtíðinni sem er handan við hornið. Við þurfum að virkja meira og sækja þessa grænu orku sem við búum að hér á landi. En þess ber þó að geta að það þarf að gerast í sátt og samlyndi og með virðingu fyrir náttúru landsins. Framtíðarsýnin á að vera sú að við verðum sjálfbær, hættum að kaupa olíu og bensín frá útlöndum og framleiðum í samræmi við orkuþörf Íslands. Það er okkar stærsta framlag til loftslagsmála og sjálfbærni.  Það er líka eina leiðin til að tryggja orkusjálfstæði landsins.

Verkefnin verða ávallt til staðar

Í hverjum mánuði og á hverjum degi eru ólík verkefni og viðfangsefni sem alþingismenn þurfa að takast á við. Sagan hefur sýnt okkur að öll heimsmyndin getur breyst á einu andartaki og þá skiptir máli að hafa sterkar stoðir og skýra framtíðarsýn. Þrátt fyrir sviptivinda þá stöndum við saman á sterkum grunni og þennan grunn þarf að sífellt að hlúa að, það er verkefni okkar á Alþingi. Ég er meðvituð um að það er íbúum Norðausturkjördæmis að þakka að ég fái tækifæri til þess að koma áfram öllum þeim málum sem ég ber í brjósti. Ég vil því þakka ykkur kærlega fyrir samstarfið árið 2022 en ekki síst fyrir traustið. Það er sannur heiður að fá að vinna í ykkar þágu á Alþingi á hverjum degi.

Ég vona svo sannarlega að árið sem er að líða hafi verið ykkur gott og að nýtt ár færi okkur öllum gæfu og gleði. Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár 2023!

Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og þingflokksformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á vikubladid.is 31. desember 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Þakkir fyrir liðið ár

Deila grein

31/12/2022

Þakkir fyrir liðið ár

Nú hefur árið 2022 runnið sitt skeið. Það hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt ár, bæði fyrir mig persónulega og í pólitíkinni. Það er ávallt sérstök stund í lok árs hvers árs að setjast niður og hugsa um árið sem er að líða, sum ár eru viðburðaríkari en önnur og það má með sanni segja að þetta ár hafi verið eitt af þeim viðburðaríku. Í upphafi árs var enn heimsfaraldur í gangi sem við höfum sem betur fer náð kveðja að mestu. Nýjar áskoranir dundu yfir með innrás Rússa í Úkraínu sem enn sér ekki fyrir endann á. Við búum því enn við ákveðið óvissustig en af öðrum toga að þessu sinni. Þá voru haldnar sveitarstjórnarkosningar í maí og var ánægjulegt að sjá gott gengi Framsóknar víða um land. Ég er þakklát fyrir það traust sem okkur í Framsókn er sýnt og við ætlum okkur, hvort sem það er á Alþingi eða í sveitarstjórnum víða um land, að standa undir þeirri ábyrgð og trausti sem okkur er falin.

Við byggjum á góðum grunni

Þrátt fyrir að ríkið þurfti að sæta þungum höggum vegna heimsfaraldurs höfum við náð góðum árangri á nýliðnu ári. Þau fjárlög, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir hátíðirnar, gefa góða mynd af stöðu efnahagsmála. Á sama tíma og mikilvægt er auka fjármagn til tiltekinna verkefna þurfum einnig við að halda í til þess að auka ekki við þenslu og verðbólgu. Forgangsraða þarf fjármunum í rétta átt og það hefur verið gert eftir fremsta megni. Aukin áhersla er lögð á heilbrigðiskerfið í fjárlögum fyrir árið 2023 en efling heilbrigðiskerfisins er eitt af aðalstefnumálum Framsóknar á þessu kjörtímabili. Styrkja á rekstrargrunn Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri og heilsugæslnanna en þá fer einnig fjármagn til annarra mikilvægra verkefna í heilbrigðisþjónustunni. Ætlunin er að tryggja öllum sem bestu þjónustu óháð stöðu og efnahag. Auk þessa höldum við áfram að byggja upp innviði, bæta samgöngur ásamt því að fjölga íbúðum og tryggja húsnæðisöryggi þjóðarinnar.

Íslenskt samfélag stendur svo sannarlega á traustum grunni, það sést svo vel þegar við sjáum samfélagið færast aftur í fyrra horf eftir heimsfaraldur. Þrátt fyrir smæð sína býr Ísland við sterkari stöðu en margar aðrar Evrópuþjóðir, fyrir það getum við verið þakklát. Við höfum öll tækifæri til að búa okkur gott samfélag en þurfum að gæta þess að spila rétt úr þeim spilum sem okkur er gefið. Við búum við lítið atvinnuleysi, höfum öflug fyrirtæki og góða innviði. Þá eru starfrækt á Íslandi máttug fyrirtæki sem sækja ótrauð áfram og eru leiðandi í nýsköpun. Ísland er fallegt land sem ferðamenn vilja sækja heim, tekjur af ferðamönnum eru nú orðnar meiri en árið 2019 og til landsins streyma stór kvikmyndaverkefni sem eflaust munum koma til með að auka enn á vinsældir landsins. Við erum lánsöm þjóð.

Tækifæri til að gera betur

Síðustu dagar hafa farið í það að njóta hátíðanna með fjölskyldu og vinum en hugur þingmannsins reikar þó ávallt að þeim verkefnum sem bíða okkur á komandi ári. Það verður aldrei þannig að við getum sagt að við séum búin að öllu í pólitík, líkt og við segjum oft í undirbúningi jóla. Verkefnin eru fjölmörg, hvort sem er hér í Norðausturkjördæmi eða á landinu öllu. Efling ferðaþjónustunnar hér á Norðurlandi eystra hefur verið mikil og tækifærin henni tengd fjölmörg. Til að auka enn frekar samkeppnishæfni svæðisins þurfum við að halda áfram að bæta flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum í millilandaflugi. Verkefninu að fjölga aðlaðandi störfum á Norðausturlandi, bæði opinberum og innan einkageirans, er aldrei lokið. Efling landsbyggðanna og atvinnulífs þeirra er alltaf okkur kjörnum fulltrúum ofarlega í huga.

Öflugra heilbrigðiskerfi

Þá hafa heilbrigðismálin á svæðinu verið mér ofarlega í huga. Það er mikilvægt er að styrkja enn frekar heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og bæta þannig þjónustu við íbúa. Þá höfum við gríðarlega góð tækifæri til þess að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu með því að efla Sjúkrahúsið á Akureyri. Með því að efla sjúkrahúsið á Akureyri getum við veitt betri heilbrigðisþjónustuþjónustu á Norður og Austurlandi þar sem sérfræðingar af sjúkrahúsinu starfa náið með öðrum starfsstöðvum heilbrigðisstofnana á svæðinu. Góð og metnaðarfull heilbrigðisþjónusta eins og Sjúkrahúsið á Akureyri hefur möguleika á að veita ef rétt er gefið bætir búsetuskilyrði á svæðum sem sum eiga undir högg að sækja.

Sérfræðiþjónusta lækna á landsbyggðinni hefur átt undir höggi að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar auk samningsleysis og nú er staðan sú að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að langstærstu leyti að sækja þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur mikilvægt að kortleggja og greina þörf eftir sérfræðilæknum á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni mögulegt að bjóða upp á sérfræðiþjónustu í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Það er mikilvægt að aðstæður líkt og þær sem sköpuðust fyrir austan um hátíðirnar endurtaki sig ekki, það verður að tryggja þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni. Þá er það lykilatriði að ná samningum við sérfræðilækna en það er eitt að aðaláherslumálum Willum Þórs heilbrigðisráðherra.

Sjálfbærni í orkumálum

Við eigum margt ógert í orkumálum hér á landi, en á nýliðnu ári höfum við enn á ný séð mikilvægi tryggra orkuinnviða. Halda þarf áfram að styrkja og efla dreifikerfi raforku um allt land. Síðastliðið vor náðum við að losa um áralanga stöðnun þegar ramminn var samþykktur, en betur má ef duga skal. Samkvæmt orkustefnu Íslands er markmiðið að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Þetta er loftslagsvænt og efnahagslegt markmið. Hvernig ætlum við að ná þeim markmiðum og hvernig við ætlum að ná í þá orku sem þarf til er enn ósvarað. Mikilvægt er að árið 2023 verði nýtt vel til þess að svara þessum spurningum. Samkvæmt núverandi raforkuspá fyrir Ísland er gert ráð fyrir að orkuþörf hér á landi geti aukist um tæplega 60% til ársins 2040 í stærstu sviðsmyndinni. Stoðir samfélagsins, atvinnulífið sem og heimilin í landinu, munu áfram þurfa græna orku. Þar að auki þarf orku í orkuskiptin. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að veita okkur aukna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu orkukostina.

Skuldbindingar Íslands til loftslagsmála eru ríkar og til að fylgja þeim eftir þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Staðreyndin er sú að okkur vantar meiri orku til að uppfylla markmið okkar, og það er ekki svo einfalt að við drögum hana upp úr hatti. Þvert á móti þarf að sýna mikla framsýni við öflun endurnýjanlegrar orku því það tekur mörg ár. Við sjáum fyrir okkur að í framtíðinni munu orkuskipti ekki einungis verða á einkabílnum heldur sjáum við að atvinnulífið er að bregðast við með eftirtektarverðum hætti. Ætlunin er að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti í framtíðinni sem er handan við hornið. Við þurfum að virkja meira og sækja þessa grænu orku sem við búum að hér á landi. En þess ber þó að geta að það þarf að gerast í sátt og samlyndi og með virðingu fyrir náttúru landsins. Framtíðarsýnin á að vera sú að við verðum sjálfbær, hættum að kaupa olíu og bensín frá útlöndum og framleiðum í samræmi við orkuþörf Íslands. Það er okkar stærsta framlag til loftslagsmála og sjálfbærni. Það er líka eina leiðin til að tryggja orkusjálfstæði landsins.

Verkefnin verða ávallt til staðar

Í hverjum mánuði og á hverjum degi eru ólík verkefni og viðfangsefni sem alþingismenn þurfa að takast á við. Sagan hefur sýnt okkur að öll heimsmyndin getur breyst á einu andartaki og þá skiptir máli að hafa sterkar stoðir og skýra framtíðarsýn. Þrátt fyrir sviptivinda þá stöndum við saman á sterkum grunni og þennan grunn þarf að sífellt að hlúa að, það er verkefni okkar á Alþingi. Ég er meðvituð um að það er íbúum Norðausturkjördæmis að þakka að ég fái tækifæri til þess að koma áfram öllum þeim málum sem ég ber í brjósti. Ég vil því þakka ykkur kærlega fyrir samstarfið árið 2022 en ekki síst fyrir traustið. Það er sannur heiður að fá að vinna í ykkar þágu á Alþingi á hverjum degi.

Ég vona svo sannarlega að árið sem er að líða hafi verið ykkur gott og að nýtt ár færi okkur öllum gæfu og gleði. Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár 2023!

Ingibjörg Isaksen, 1. þingmaður Norðausturkjördæmis og þingflokksformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á akureyri.net 31. desember 2022.