Categories
Greinar

Eitt mesta upp­byggingar­skeið seinni tíma er hafið í Hafnar­firði

Deila grein

12/10/2022

Eitt mesta upp­byggingar­skeið seinni tíma er hafið í Hafnar­firði

Fyrir kosningarnar í vor var mörgum tíðrætt um þá fólksfækkun sem hafði orðið í Hafnarfirði á Covid tímum. Þá fækkaði íbúum og að hluta mátti rekja það til erlendra verkamanna sem fengu ekki vinnu og þurftu að flytja frá bænum. Á þau sjónarmið var ekki hlustað og meirihlutanum kennt um þessa fólksfækkun. Staðan í dag er sú að íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. september 2022. Langmesta fjölgun íbúða í byggingu á landinu er í Hafnarfirði en þar hefur íbúðum í byggingu fjölgað um 559 frá því í mars eða um 69% aukning. Eitt mesta uppbyggingarskeið seinni tíma er hafið.

Á fundi bæjarráðs í september var samþykkt að hefja úthlutun lóða í nýjasta hverfi bæjarins, Áslandi 4. Þar verða einbýli í bland við lítil fjölbýli, parhús og raðhús. Ásland 4 verður eitt fallegasta íbúðarhverfi höfuðborgarsvæðisins. Framundan er svo uppbygging á Óseyrarsvæðinu, í miðbænum og Hraun vestur.

Carbfix, Tækniskólinn og Krýsuvík

Samhliða þessari miklu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og þeirra innviða sem fylgir því eru fjölmörg spennandi verkefni framundan. Búið er að setja verkefnastjórn um Tækniskólann. Viljayfirlýsing um komu hans til Hafnarfjarðar var undirrituð á síðasta kjörtímabili og er vinna hafin við undirbúning. Carbfix verkefnið er ákaflega spennandi umhverfisverkefni sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar. Fyrsti áfangi þessa verkefnis verður komin til framkvæmda árið 2026 og full starfsemi árið 2032 miðað við verkáætlun. Eins má nefna að bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur heilshugar á bakvið það að byrjað verði að nýta orku og heitt vatn á Krýsuvíkursvæðinu og uppbyggingu auðlindagarðs á því svæði. Það verkefni er að fara af stað.

Kæru bæjarbúar, takk fyrir stuðninginn

Í sveitarstjórnarkosningunum í vor vann Framsókn í Hafnarfirði góðan sigur. Við fórum úr einum bæjarfulltrúa í tvo og í sögulegu samhengi er það mikill sigur fyrir flokkinn hér í Hafnarfirði. Framsókn var í meirihluta í bæjarstjórn kjörtímabilið 2018 – 2022 og svo aftur núna.

Ég vil þakka bæjarbúum fyrir þennan mikla stuðning.

Við í Framsókn ætlum að vinna áfram vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Við hlökkum til samstarfsins á kjörtímabilinu sem nú er farið af stað.

Valdimar Víðisson

Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. október 2022.

Categories
Fréttir

Hraða verður vinnu að koma dreifikerfinu í jörð!

Deila grein

11/10/2022

Hraða verður vinnu að koma dreifikerfinu í jörð!

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins að það hafi sýnst sig svo sannarlega að framkvæmdir Landsnets og Rarik síðustu ára hafi skilað árangri og aukið verulega raforkuöryggi í Norðausturkjördæmi. Þar sem dreifikerfið er ekki enn komið í jörð eins og á Jökuldal, í Bárðardal, á suðurfjörðum Austfjarða og víðar, voru íbúar á einstökum bæjum og sveitum rafmagnslausir klukkustundum saman. Lengstu kaflar dreifikerfisins sem enn eru tengdir með loftlínu eru á Austurlandi.

„Verkefni eins og Hólasandslína 3, Kröflulína 3, yfirbyggð tengivirki og dreifikerfi í jörð skipta sköpum þegar svona veður ganga yfir. Það liggur jafnframt fyrir að með frekari reynslu og þjálfun við að nýta sjálfvirkni nýrra mannvirkja er hægt að gera enn betur,“ sagði Líneik Anna.

„Í ljósi nýliðinna atburða og kröfu um þriggja fasa rafmagn í svo til allri nýsköpun og atvinnuuppbyggingu til sveita tel ég að við getum ekki beðið svo lengi.

Stjórnvöld verða að stuðla að hraðari vinnu við að koma dreifikerfinu í jörð og jafnframt við uppbyggingu Byggðalínunnar,“ sagði Líneik Anna að lokum.

Ræða Líneikar Önnu á Alþingi:

„Virðulegi forseti

Haustveðrin koma svo sannanlega með látum í ár, og nú þegar hafa gengið yfir tvö veður sem bæði höfðu áhrif á dreifi- og flutningskerfi raforku auk annars.

Í kjördæmaviku hittum við þingmenn Norðausturkjördæmis fulltrúa Landsnets og Rarik og fórum yfir stöðu raforkukerfisins.

Þó það hafi orðið raforkutruflanir í þessum veðrum þá sýndi það sig svo sannarlega að framkvæmdir síðustu ára skila árangri og auka raforkuöryggi verulega. Verkefni eins og Hólasandslína 3, Kröflulína 3, yfirbyggð tengivirki og dreifikerfi í jörð skipta sköpum þegar svona veður ganga yfir. Það liggur jafnframt fyrir að með frekari reynslu og þjálfun við að nýta sjálfvirkni nýrra mannvirkja er hægt að gera enn betur.

Starfsmenn þessara fyrirtækja unnu hörðum höndum meðan á veðrunum stóð og í kjölfarið, stýrðu kerfum í takt við áhrif veðursins, gerðu við staura, þrifu seltu, börðu niður ísingu, komu upp varaafli og þurftu meira segja að vefja bárujárnsplötu utan af spenni á rafmagnsstaur.

Samt sem áður bjuggu íbúar á einstökum bæjum og sveitum við rafmagnsleysi klukkustundum saman. Þetta gerðist þar sem dreifikerfið er ekki komið í jörð eins og á Jökuldal, í Bárðardal, á suðurfjörðum Austfjarða og víðar. Lengstu kaflar dreifikerfisins sem enn eru tengdir með loftlínu eru á Austurlandi.

Eftir aðventustorminn 2019 var áætlunum um að koma dreifikerfi RARK í jörð flýtt og nú er áætlað að ljúka því verkefni 2030.

Í ljósi nýliðinna atburða og kröfu um þriggja fasa rafmagn í svo til allri nýsköpun og atvinnuuppbyggingu til sveita tel ég að við getum ekki beðið svo lengi.

Stjórnvöld verða að stuðla að hraðari vinnu við að koma dreifikerfinu í jörð og jafnframt við uppbyggingu Byggðalínunnar.“

Categories
Greinar

Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst

Deila grein

07/10/2022

Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst

Á örfáum áratugum hefur samfélagið borið gæfu til þess að lyfta geðheilbrigðismálum ofar og ofar í forgangsröðuninni. Þar er enginn hópur undanskilinn; allt frá börnum til eldri borgara og allt litrófið þar á milli. Ríkisstjórnin hefur skilgreint geðheilbrigði í víðum skilningi sem eitt af sínum forgangsmálum og þingsályktun um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var samþykkt á Alþingi þann 15. júní með öllum greiddum atkvæðum.

Leikáætlun er nauðsynleg

En hvaða þýðingu hefur geðheilbrigðisstefna til ársins 2030? Stefnan tekur mið af ályktunum Alþingis um heilbrigðisstefnu og lýðheilsustefnu og er í henni lögð áhersla á grunngildi sem hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu og stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þá eru það sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar, efnahagslegir og félagslegir, að lögð sé aukin áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Þannig getum við horft á heilbrigði þjóðarinnar í víðu samhengi.

Heilbrigðiskerfið er komið með leiðarvísi og skýrt umboð Alþingis til að setja geðheilbrigði á oddinn. Verkefnið er krefjandi og áskoranirnar margar en með réttar áherslur og forgangsröðun færumst við áfram veginn og treystum hag geðheilbrigðisþjónustu um land allt.

Til að hrinda stefnunni í framkvæmd verða gerðar áætlanir um aðgerðir til fimm ára í senn í samráði við helstu hagsmunaaðila.

Fjórþætt nálgun

Fyrsti áhersluþátturinn lýtur að geðrækt, forvörnum og mikilvægi heildrænnar heilsueflingar sem beinist að grundvallarþáttum vellíðunar og áhrifaþáttum geðheilbrigðis með áherslu á mikilvægi þess að hlúa að geðheilsunni alla ævi.

Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Geðheilbrigðisþjónustan verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitendenda.

Þriðji áhersluþátturinn lýtur að notendasamráði og notendamiðaðri þjónustu á öllum stigum geðheilbrigðisþjónustu. Slíkt samtal þarf að leiða til þess að geðheilbrigðisþjónusta á Íslandi verði í vaxandi mæli notendamiðuð og áhersla sé þar með lögð á valdeflingu notenda.

Fjórði áhersluþátturinn lýtur að nýsköpun, vísindum og þróun og bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu.

Framfarir í geðheilbrigðisþjónustu

Töluverðar framfarir hafa orðið á undanförnum árum. Sérstaklega er varðar upplýsta umræðu. Landspítali og starfsemi tengd honum hefur þar verið leiðandi og þjónusta hans er í stöðugri þróun. Þá hafa ýmis félagasamtök átt stóran þátt í uppbyggilegri, fordómalausri og lausnamiðaðri umræðu. En eins og nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu bendir réttilega á þá eru ennþá grá svæði í þjónustunni og sérstaklega þegar farið er út fyrir veggi þjóðarsjúkrahússins, út í samfélagið og út á landsbyggðina.

Undanfarið hafa verið byggð upp þverfagleg geðheilsuteymi heilsugæslunnar víða um landið sem veita aukna geðþjónustu í samfélaginu. Einnig hafa verið stofnuð sérhæfðari geðteymi á borð við geðheilsuteymi fangelsa og geðheilsuteymi fjölskylduvernd. En það þarf að halda áfram að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu og eyða kerfisbundið út gráu svæðunum.

Áherslan á aukna samfellu þjónustunnar og samvinnu milli þjónustustiga og úrræða innan heilbrigðiskerfisins og annarrar velferðarþjónustu. Þá þarf sérstaklega að huga að því að tryggja fullnægjandi mönnun í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi. Að lokum þarf að tryggja aukið samtal og samræmt upplýsingaflæði á viðeigandi hátt milli mismunandi þjónustuaðila. Kallar það á vinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir.

Orð eru til alls fyrst

Opin og fordómalaus umræða um geðheilbrigðismál hefur komið okkur sem samfélagi á betri stað. Umræðan þroskast og þekking eykst. Stefnur eru skrifaðar og síðan er komið að aðgerðum. Við þekkjum öll að þegar lagt er af stað í vegferð umbóta þá fyrst koma raunverulegir brestir kerfisins í ljós. Aðgerðaráætlunin til 2030 mun því leggja áherslu á að ryðja markvisst úr vegi þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir framförum í málaflokknum og styðja við umbætur, samvinnu og jafnræði.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 7. október 2022.

Categories
Fréttir

Laugardagskaffi í Reykjanesbæ

Deila grein

07/10/2022

Laugardagskaffi í Reykjanesbæ

Það er komið að fyrsta vöfflukaffi og laugardagasfundi vetrarins hjá Framsókn í Reykjanesbæ. Bæjarfulltrúar verða á staðnum og fara yfir upphaf nýs kjörtímabils.

Categories
Fréttir

22. Kjördæmisþing KFNA haldið á Selhóteli við Mývatn 22. október 2022

Deila grein

07/10/2022

22. Kjördæmisþing KFNA haldið á Selhóteli við Mývatn 22. október 2022

Þakklæti – virðing – vinnusemi

Dagskrá:

Laugardagur  22. október

13:00 Setning og kosning starfsmanna þingsins: 

Tveggja þingforseta

tveggja þingritara

Þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd 

Uppstillingarnefnd

13:10     Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram 

13:30     Ávörp gesta:

14:15     Almennar stjórnmálaumræður

            15.15       Kaffihlé

15:30     Stjórnmálaályktanir

15:45     Nefndastörf

16:30     Ályktanir lagðar fyrir þing

17:00     Lagabreytingar/ fjármál 

17:10     Kosningar:

Þrjá fulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára og fimm varafulltrúa til eins árs. 

Formann kjörstjórnar

Sex fulltrúa í kjörstjórn

Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins Tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara

17:30     Önnur mál

18:00 Þingslit

Þinggjöld 5.000,- pr. fulltrúa, aðildarfélög eru vinsamlegast beðin að borga fyrir sína félagsmenn samkvæmt kjörbréfi og leggja inná reikning KFNA í síðasta lagi þann 22. október kt: 691101-2740 banki 0162 hb 26 reikningur 075740

Eins manns herbergið á 16.000,- með morgunmat nóttin

Tveggja manna herbergið á 18.000,- með morgunmat nóttin

Panta þarf herbergi hjá Pálínu á maili palinam@asa.is eða í síma 869-8216, fyrir 8. október

Kjörbréfum skal skila eigi síðar en þann 15. október

Skráningu í kvöldverð skal einnig skila 15. október

Kvöldverðurinn verður svo hlaðborð hússins og kostar 6.500 kr á mann og þarf að skila skráningu um kvöldverð á sama tíma og kjörbréfum þann 15. október

Reyktur silungur, grafinn lax, sjávarréttapaté, marineraðir sjávarréttir, brauð – salat Lambakjöt – kjúklingur svínakjöt ásamt sósum, kartöflum og meðlæti Eftirréttahlaðborð Kaffi og súkkulaði

Mynd: myvatn.is 7. október 2022.

Categories
Greinar

95% samanborið við 57%

Deila grein

06/10/2022

95% samanborið við 57%

End­ur­reisn ferðaþjón­ust­unn­ar á Íslandi hef­ur tek­ist vel eft­ir áföll heims­far­ald­urs­ins. Þannig hef­ur ferðaþjón­usta á Íslandi náð 95% af fyrri styrk frá því fyr­ir heims­far­ald­ur sam­an­borið við 57% þegar horft er á ferðaþjón­ustu á heimsvísu sam­kvæmt töl­um frá Alþjóðaferðamála­stofn­un­inni, einni af und­ir­stofn­un­um Sam­einuðu þjóðanna. Þetta eru áhuga­verðar töl­ur sem við get­um verið stolt af.

Gott gengi ferðaþjón­ust­unn­ar skipt­ir miklu máli en hún er sú at­vinnu­grein sem skap­ar mest­an er­lend­an gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið. Þrótt­mik­ill vöxt­ur grein­ar­inn­ar und­an­geng­inn ára­tug hef­ur átt stór­an þátt í að gera Seðlabank­an­um kleift að byggja upp öfl­ug­an og óskuld­sett­an gjald­eyr­is­vara­forða sem veg­ur nú um 30% af lands­fram­leiðslu miðað við um 5% af lands­fram­leiðslu á ár­un­um fyr­ir fjár­mála­áfallið 2008. Þessi sterka staða eyk­ur sjálf­stæði og getu pen­inga­stefn­unn­ar ásamt því að gera stjórn­völd­um kleift að stunda mark­viss­ari og skil­virk­ari efna­hags­stjórn, bregðast ör­ugg­lega við efna­hags­leg­um áföll­um og stuðla að stöðug­leika fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu.

Þessi kröft­uga viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar á ár­inu ger­ist ekki af sjálfu sér. For­senda henn­ar er mik­il út­sjón­ar­semi og þraut­seigja ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna og starfs­fólks þeirra í góðu sam­starfi við stjórn­völd í gegn­um heims­far­ald­ur­inn. Tím­inn var vel nýtt­ur þar sem stjórn­völd lögðu áherslu á að styðja við fólk og fyr­ir­tæki í gegn­um far­ald­ur­inn. Þannig náðist að verja mik­il­væga þekk­ingu fyr­ir­tækj­anna og þá innviði sem nauðsyn­leg­ir eru til að taka á móti fjölda ferðamanna á ný. Að sama skapi var aukið veru­lega við fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði í sam­göng­um og á ferðamanna­stöðum, svo þeir yrðu bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti fleiri gest­um á ný. Auk­in­held­ur ákvað rík­is­stjórn­in að verja háum fjár­hæðum í markaðssetn­ingu á Íslandi sem áfangastað, með markaðsverk­efn­inu „Sam­an í sókn“ í gegn­um all­an far­ald­ur­inn, þrátt fyr­ir litla eft­ir­spurn eft­ir ferðalög­um á þeim tíma. Eitt af fyrstu verk­um mín­um sem ferðamálaráðherra var að setja 550 m.kr. í aukna markaðssetn­ingu til að skapa fleiri tæki­færi fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu um allt land, en mæl­ing­ar á lyk­il­mörkuðum hafa aldrei sýnt jafn rík­an vilja til að ferðast til Íslands og nú.

Við lif­um á tím­um þar sem ýms­ar stór­ar og krefj­andi áskor­an­ir blasa við okk­ur í heims­mál­un­um. Það hef­ur því aldrei verið jafn mik­il­vægt og nú að vera á vakt­inni og gæta að ís­lensk­um hags­mun­um í hví­vetna og tryggja áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn á grund­velli öfl­ugs at­vinnu­lífs til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 6. október 2022.

Categories
Greinar

Skrifum söguna áfram á íslensku

Deila grein

06/10/2022

Skrifum söguna áfram á íslensku

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir: „Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar.“

„Ef ís­lensk­an hverf­ur tap­ast þekk­ing og við hætt­um að vera þjóð.“ Þessi orð frú Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, fv. for­seti Íslands, eru orð að sönnu og eiga er­indi við okk­ar sam­fé­lag. Í vik­unni fór fram mál­rækt­arþing Íslenskr­ar mál­nefnd­ar í Þjóðminja­safni Íslands þar sem áskor­an­ir tungu­máls­ins okk­ar voru rædd­ar. Íslensk tunga stend­ur á kross­göt­um móts við bjarta framtíð eða menn­ing­ar­legt stór­tjón ef ekki er staðið vel að mál­efn­um henn­ar. Íslensk­an stend­ur frammi fyr­ir tækni­breyt­ing­um og sam­fé­lags­breyt­ing­um. Í stað aft­ur­halds­semi er nú nauðsyn­legt fyr­ir ís­lenska tungu að stand­ast tím­ans tönn með því að aðlag­ast með þjóðinni og nýj­um mál­höf­um að fjöl­breyttu heims­sam­fé­lagi. Fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag, sta­f­ræn bylt­ing og kröf­ur íbúa lands­ins til tungu­máls­ins og þeirr­ar þjón­ustu sem hægt er að fá á ís­lensku þurfa að vera leiðarljós stjórn­valda við stefnu­mót­un og aðgerðir í þágu ís­lensk­unn­ar á næstu árum.

Aðgerðir stjórn­valda

Margt hef­ur áunn­ist á síðastliðnum árum þökk sé meðal ann­ars þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi sem samþykkt á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Auk­in­held­ur hef­ur fjár­mun­um verið for­gangsraðað í að styðja skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið. Þannig var til að mynda ís­lensk bóka­út­gáfa efld með stuðnings­kerfi fyr­ir ís­lenska bóka­út­gáfu sem fel­ur í sér end­ur­greiðslu allt að 25% út­gáfu­kostnaðar ís­lenskra bóka. Árang­ur­inn hef­ur verið frá­bær og fjöldi út­gef­inna bóka á ís­lensku auk­ist mjög. Þá var svipuðu kerfi komið á til þess að styðja við einka­rekna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu hlut­verki í að miðla efni á ís­lensku.

Vinna við nýja þings­álykt­un­ar­til­lögu 2023-2025

Stjórn­völd ætla sér áfram­hald­andi stóra hluti í mál­efn­um ís­lensk­unn­ar. Ráðgert er að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir í þágu ís­lenskr­ar tungu fyr­ir árin 2023-2025 á næsta vorþing og á næstu miss­er­um verða áhersl­urn­ar þrenns kon­ar:

Aukið aðgengi að ís­lensku í at­vinnu­líf­inu

Á árs­fundi at­vinnu­lífs­ins í vik­unni kom for­sæt­is­ráðherra inn á mik­il­vægi tungu­máls­ins fyr­ir er­lent starfs­fólk til þess að kom­ast inn í sam­fé­lagið. Því er ég sam­mála en auka þarf aðgengi að ís­lensku fyr­ir þá sem þurfa á því að halda í at­vinnu­líf­inu. Íslensk­an er fyr­ir alla óháð aðstæðum þeirra sem kjósa að setj­ast hér að. Ísland er fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag og með auknu aðgengi að ís­lensku­námi fjölg­um við tæki­fær­um fólks og verðum sterk­ari sem heild. Þetta snýr að vel­sæld þeirra sem hér kjósa að búa og það er rík­ur vilji hjá stjórn­völd­um að efla sam­vinnu um mark­viss­ar aðgerðir og virkja fleiri til þátt­töku, hvort sem það er í menn­ing­ar-, fé­lag-, at­vinnu- eða mennta­mál­um eða at­vinnu­líf­inu. Ég tel til að mynda að stjórn­völd og at­vinnu­líf geti náð mikl­um ár­angri með því að vinna sam­eig­in­lega að búa svo um hnút­anna að er­lent starfs­fólk geti sótt ís­lensku­kennslu á vinnu­tíma. Það er ein­beitt­ur vilji okk­ar að hafa ís­lensk­una í for­grunni og auki aðgengi allra að henni. Umræðan á heima hjá okk­ur öll­um því að hún er menn­ing­ar­leg og sam­fé­lags­leg ábyrgð okk­ar allra.

Fyrsta sæti í al­manna­rými

Íslensk­an þarf að vera í fyrsta sæti í al­manna­rými. Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar. Íslensk­an þarf því að heyr­ast og sjást fyrst áður en við tök­um upp önn­ur tungu­mál til að skilja hvort annað. Afla þarf upp­lýs­inga um viðhorf al­menn­ings til tungu­máls­ins og annarra mála. Áætlað er að taka ár­lega stöðu ís­lensk­unn­ar og bregðast við, í sam­ráði við ís­lenska mál­nefnd. Íslensk­an á líka sinn eig­in dag, Dag ís­lenskr­ar tungu, 16. nóv­em­ber næst­kom­andi. Farið verður í aukna vit­und­ar­vakn­ingu á mál­efn­um ís­lensk­unn­ar á þeim degi og í kring­um hann. Heil vika verður til­einkuð ís­lensk­unni í nóv­em­ber.

Mál­tækni er framtíðin

Síðast en ekki síst, er það hjart­ans mál að við get­um talað við tæk­in okk­ar á ís­lensku. Und­an­far­in ári hafa stjórn­völd ásamt at­vinnu­líf­inu fjár­fest ríku­lega í mál­tækni sem mun gera fólki kleift að tala við tæki á ís­lensku. Þess­ar aðgerðir geta veitt öðrum þjóðum og litl­um málsvæðum inn­blást­ur hvernig sækja megi fram fyr­ir tungu­málið í sta­f­ræn­um heimi. Nú þegar innviðaupp­bygg­ingu í mál­tækni er lokið og við höf­um gagna­grunna, mál­heild­ir, radd­sýni, upp­tök­ur og orðasöfn sem nýt­ast fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í því að taka af skarið og nýta sér tól­in í sínu starfs­um­hverfi, al­menn­ingi og ís­lensk­unni til hags­bóta. Aðeins örfá dæmi um hag­nýt­ingu þess­ara mál­tækni­lausa eru raun­tíma­textun sjón­varps­efn­is, þýðing­ar­vél­ar á milli ís­lensku og ensku eða tal­gervilsradd­ir fyr­ir blinda og sjónskerta.

Við ætl­um að sækja fram og styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar til framtíðar, því ef við ger­um það ekki, ger­ir það eng­inn fyr­ir okk­ur. Stönd­um því sam­an í því að halda ís­lensk­unni á lofti fyr­ir okk­ur og kom­andi kyn­slóðir – og tryggj­um þannig að saga þjóðar okk­ar verði áfram skrifuð á ís­lensku.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. október 2022.

Categories
Fréttir

Fjarfundur Sambands eldri Framsóknarmanna

Deila grein

04/10/2022

Fjarfundur Sambands eldri Framsóknarmanna

Samband eldri Framsóknarmanna (SEF) heldur Teams fund fimmtudaginn 13. október nk. kl. 20:00.

Fundarefni:

1.      Stefna Framsóknarflokksins í málefnum eldra fólks.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins.

2.      Hvað er verið að gera í málefnunum í dag.

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður.

3. Fyrirspurnir.

4. Önnur mál

Þeir sem vilja vera á fundinum þurfa að tilkynna sig á skrifstofa flokksins í síma 540 4300 eða á netfangið  johannayr@framsokn.is til að fá link á fundinn.

Munið að skrá ykkur og takið þátt. Þarna er tækifæri að fá að heyra og spyrja.

Sjáumst og heyrumst

F.h. SEF

Björn Snæbjörnsson formaður SEF.

Mynd: https://guidetoiceland.is/nature-info/the-forests-of-iceland 4. október 2022.

Categories
Fréttir

15. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík 

Deila grein

01/10/2022

15. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík 

Stjórn KFR hefur boðar til 14. Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík miðvikudaginn 26. október kl. 20:00.

Drög að dagskrá kjördæmaþings KFR:
  1. Kosning starfsmanna þingsins.
  2. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2021.
  3. Ávörp gesta.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar:
    1. Formaður KFR.
    2. 6 fulltrúar í stjórn KFR og 2 til vara.
    3. Formaður kjörstjórnar.
    4. 6 fulltrúar í kjörstjórn og 3 til vara.
    5. Miðstjórn (1 fulltrúi fyrir hverja byrjaða 100 félagsmenn og jafnmargir til vara. Kynjareglur og þriðjungur úr Ungum.)
    6. Sveitarstjórnarráð – 3 fulltrúar og 3 til vara.
    7. 2 skoðunarmenn reikninga og 1 til vara.
  6. Önnur mál.

Upplýsingar um staðsetningu fundar birtast þegar nær dregur.

Stjórn KFR.

Mynd: loveexploring.com 1.okt. 2022.

Categories
Fréttir

22. Kjördæmisþing KFNV 15.-16. október 2022

Deila grein

30/09/2022

22. Kjördæmisþing KFNV 15.-16. október 2022

Staðsetning: Vogur Country Lodge á Fellsströnd, Dalabyggð. 

Þinggjald: 3.500 kr. / Hátíðarkvöldverður 7.900 kr.

Dagskrá:

Laugardagur 15. október kl. 13.00.

1.  Setning og kosning starfsmanna þingsins

2.  Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram

3.  Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

4.  Ávörp gesta

5.  Almennar stjórnmálaumræður

Kaffihlé

6.  Stjórnmálaályktanir

7.  Kosningar

Þinghlé

Hátíðarkvöldverður og almenn gleði

Sunnudagur 16. október kl. 10.00.

8.  Nefndarstörf

9.  Afgreiðsla ályktana

10.  Önnur mál

Þingslit

Fundargestum býðst gisting á Vogi Country Lodge og fara bókanir fram á vogur@vogur.org. Verð til fundargesta er 15.000 kr. fyrir eins manns herbergi með baði og 20.000 fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður er á 2.500 kr. og 3ja rétta kvöldverður á laugardagskvöldi er 7.900 kr.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.

Starfsnefnd hefur verið skipuð fyrir 22. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) og hefur hún þegar tekið til starfa.  Hlutverk nefndarinnar að taka á móti tillögum um frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum KFNV sem kosið verður um á þinginu.

Mynd: vogur.org