Categories
Greinar Uncategorized

 Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Deila grein

16/03/2022

 Við drögum ekki orkuna upp úr hatti

Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Staðan í orkumálum er alvarleg, ný útgefin grænbók – stöðuskýrsla áskorana í orkumálum staðfestir það. Áframhaldandi orkuskortur er fram undan og þá eru til staðar flutningstakmarkanir á milli landsvæða, það á tímum þegar græn orka hefur aldrei verið mikilvægari.

Takmarkað hefur verið virkjað á undanförnum árum miðað við eftirspurn og engin ný virkjun yfir 10 MW hefur fengið virkjunarleyfi sl. 5 ár, en veitt hafa verið virkjunarleyfi fyrir aflaukandi aðgerðum í vatnsafls og jarðvarmavirkjunum sem og fyrir allnokkrum smávirkjunum. Þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp í Grænbókinni um aukna orkuþörf Íslands með vísan í loftslagsmarkmið spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. Allt eftir því hvort stefnt er að stöðnun eða auknum hagvexti.

Verndun og nýting getur haldist í hendur eins og dæmin hafa sannað. En mikilvægt er að framtíðarorkuvinnslu sé fundin staður í skipulagi þar sem mest sátt ríkir um staðsetningu þeirra, jafnframt sem að umhverfisáhrif verði lágmörkuð eins og kostur er.

Ísland og græna orkan

Stærsta framlag Íslands til loftlagsmála er nýting þjóðarinnar á grænni orku. Í dag státar engin önnur þjóð af jafn mikilli nýtingu á grænni orku líkt og við Íslendingar gerum. 85-90% af allri orku sem Íslendingar nota er græn orka. Við getum verið stolt af því. Þá skilaði þverpólitísk nefnd orkustefnunni til ársins 2050 í mikilli sátt og horfa stjórnvöld á þá stefnu sem leiðarljós inn í framtíðina. Í stefnunni voru sett metnaðarfull markmið þar sem lögð er áhersla á að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneti fyrir 2050.

Þá tilkynnti Forsætisráðherra efld markmið Íslands í loftlagsmálum á leiðtogafundi í desember síðastliðnum. Þar er markið fært úr 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í 55% samdrátt. Þessum efldu aðgerðum fylgir fjármagn sem er vel, eftir því sem við aukum metnað okkar í loftlagsmálum þurfum við meiri græna orku – græna orkan er lykillinn.

Sjálfbærni er eftirsóknarverð

Það er einlægur vilji minn að þjóðin verði sjálfbær hvað eldsneyti varðar og hætti alfarið að kaupa olíu og bensín erlendis frá. Við hljótum öll að vilja ná þessum markmiðum og leggja okkar af mörkum í loftlagsmálum. Ávinningurinn fyrir loftslagið er eitt en ef Ísland nær að verða sjálfbært varðandi orku mun það einnig hafa jákvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland. Við komum til með að spara gríðarlegar gjaldeyristekjur ásamt því að mörg verðmæt störf geta skapast.

Ísland hefur öll tækifæri til þess að verða leiðandi í grænum lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi og því samhengi er mikilvægt að hið opinbera og almenningur styðji við nýsköpunarfyrirtæki. Sjálfbærni er eftirsóknarvert markmið hvort heldur sé í eldsneyti eða fæðuöryggi þjóða og hagvöxtur framtíðarinnar mun byggjast á grænni orku.

Hvernig ætlum við okkur að ná í þessa orku?

Orkustefnan segir að orkuþörf samfélagsins verði mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma og að jafn aðgangur verði á landsvísu að orku á samkeppnishæfu verði. Að við verðum alltaf með græna orku til heimila og fyrirtækja. Þessi markmið eru metnaðarfull og góð en spurningunni hvernig við ætlum að afla þessarar grænu orku er enn ósvarað. Nú þurfum við að fara að taka ákvarðanir, sem sumum geta þótt erfiðar, en þær eru þó nauðsynlegar.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 16. mars 2022

Categories
Greinar

Lofts­lags­váin kallar á aukna og græna raf­orku­fram­leiðslu

Deila grein

16/03/2022

Lofts­lags­váin kallar á aukna og græna raf­orku­fram­leiðslu

Í síðustu viku kom út skýrsla um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum. Í henni er gerð grein fyrir orkuþörf þjóðarinnar með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Í skýrslunni er einnig er farið yfir stöðuna á flutningskerfinu og orkumarkaði, framboði og eftirspurn á raforku sem og hvernig fyrirséð er að þau mál geta þróast næstu mánuði og ár.

Skýrslan er ítarleg og við lestur hennar má sjá að lögð er til grundvallar vinna sem fram kom í Orkustefnu Íslands til ársins 2050 sem unnin var af þverpólitískri nefnd á síðastliðnu kjörtímabili. Þar kemur fram að það sé mikilvægt markmið í baráttunni við loftslagsvánna að orkuskipti fari fram í lofti, láði og legi. Við á Íslandi höfum þá sérstöðu að nánast ekkert jarðefnaeldsneyti er notað við raforkuframleiðslu og húshitun. Það er öfundsverð staða sem okkur ber að viðhalda.

Háleit markmið í loftslagsmálum

Til þess að geta staðið við háleit markmið okkar í loftslagsmálum verðum við að skoða af fullri alvöru aukna orkukosti. Þá þurfum við ekki bara að auka framleiðsluna á raforku heldur verðum við einnig að bæta flutningsleiðir þar sem flutningstakmarkanir á raforku eru verulegar á milli landsvæða. Staðan í þeim efnum er sérstaklega slæm á Vestfjörðum og á norðausturhorni landsins. Þegar horft er til kerfisáætlunar Landsnets um styrkingu meginflutningskerfis á Vestfjörðum er hún á langtímaáætlun en í allt of fjarlægri framtíð. Þá er betra að huga frekar að valkostum á virkjunum innan svæðis til að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Orkuskipti á Vestfjörðum

Árið2017 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um orkuskipti. Þar er vörðuð leið með það að markmiði að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa. Með orkuskiptum verði enn fremur stuðlað að aukinni nýsköpun og sjálfbærri þróun. Í aðgerðaáætluninni er talað um hagræna hvata fyrir neytendur og fyrirtæki við val á vistvænni tækni og orkugjöfum.

Verkefnið Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Markmið Bláma er að ýta undir og styðja við orkuskipti í samgöngum og sjávartengdum iðnaði ásamt því að efla nýsköpun á sviði orkunýtingar, eins og segir á heimasíðu verkefnisins. Ýmsar raunhæfar hugmyndir hafa litið dagsins ljós. Orkuskipti í sjávarútvegi er enn á hugmyndastigi því eru tækifærin mörg.

Smábátaútgerð á Vestfjörðum er tilvalin til að ýta á stað tilraunaverkefni í orkuskiptum. Yfirleitt er stutt á miðin og úthaldið því styttra í hverjum róðri. Hægt væri að beita hagrænum hvötum í þessum efnum. Línuívilnun hefur dregist verulega saman á Vestfjörðum og hægt væri að hugsa sér orkuívilnun þess í stað sem rynni til þeirra sem nýttu vistvæna orku. Þeir fengju aflaívilnun sem byggði á svipuðum grunni og línuívilnun. Þá má hugsa fleiri hagræna hvata til að flýta fyrir orkuskiptum rétt eins og er verið að gera í orkuskiptum í samgöngum.

Það þarf að framleiða meiri raforku

En staðreyndin er sú að til þess að hægt sé að fara í orkuskipti af alvöru þá vantar rafmagn inn á svæðið, það verður að auka raforkuframleiðslu. Raforka er forsenda þess að uppbygging atvinnu, samfélaga og orkuskipta verði á svæðinu. Án þess getur fjórðungurinn ekki tekið þátt í loftslagsmarkmiðum stjórnvalda.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 15. mars 2022

Categories
Fréttir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar á Akureyri

Deila grein

14/03/2022

Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar á Akureyri

Framsóknarflokkurinn á Akureyri kynnti framboðslista flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í maí n.k. á fundi nú síðdegis. 

Oddviti flokksins er Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi.

2. Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri í brothættum byggðum er í öðru sæti listans.

3. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi skipar þriðja sætið.

4. Sverre Andreas Jakobsson þjónustustjóri fyrirtækjaviðskipta á NA-svæði hjá Arion banka og handboltaþjálfari er í því fjórða.

5. Thea Rut Jónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur

6. Óskar Ingi Sigurðsson, iðnfræðingur og framhaldsskólakennari

7. Tanja Hlín Þorgeirsdóttir, sérfræðingur

8. Grétar Ásgeirsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri

9. Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi

10. Andri Kristjánsson, bakarameistari

11. Guðbjörg Anna Björnsdóttir, leikskólastarfsmaður

12. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur

13. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður

14. Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdarstjóri

15. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður

16. Ingimar Eydal, skólastjóri sjúkraflutningaskólans

17. Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdarstjóri

18. Sigurjón Þórsson, leigubílstjóri, iðnaðartæknifræðingur og viðskiptafræðinemi

19. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri

20. Snæbjörn Sigurðarson, sjálfstætt starfandi verkefnisstjóri og frumkvöðull

21. Ingibjörg Isaksen, alþingismaður

22. Páll H. Jónsson, eldri borgari

Categories
Fréttir

Valdimar Víðisson, skólastjóri, leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði

Deila grein

14/03/2022

Valdimar Víðisson, skólastjóri, leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði var samþykktur á fundi fulltrúaráðs miðvikudaginn 2. mars sl.

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista flokksins og Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna og varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skipar annað sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum og að mikill áhugi hafi verið og að 14 framboð hafi borist.

„Ég þakka af heilum hug það traust sem mér er sýnt að leiða lista Framsóknar í Hafnarfirði. Listinn er öflugur og hefur á að skipa fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu sem nýtast mun bæjarfélaginu vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Við höfum góða sögu að segja eftir síðustu fjögur ár við stjórn bæjarfélagsins, ætlum okkur að vinna áfram á þeim grunni og heyja heiðarlega og málefnalega kosningabaráttu. Við mætum sterk og vel undirbúin til leiks og ætlum að bæta við okkur fylgi,“ segir Valdimar Víðisson, nýr oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.

Listi Framsóknar í Hafnarfirði

  1. Valdimar Víðisson, skólastjóri
  2. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna
  3. Árni Rúnar Árnason, tækjavörður
  4. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi
  5. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
  6. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður
  7. Einar Gauti Jóhannesson, sundlaugarvörður
  8. Jóhanna M. Fleckenstein, framkvæmdastjóri
  9. Jón Atli Magnússon, rannsóknar- og þróunarstjóri
  10. Sindri Mar Jónsson, ml. viðskiptalögfræði
  11. Juliana Kalenikova, öryggisvörður
  12. Garðar Smári Gunnarsson, fiskiðnaðarmaður
  13. Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og varaþingmaður
  14. Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður/rútubílstjóri
  15. Júlíus Sigurjónsson, sölumaður og plötusnúður
  16. Linda Hrönn Þórisdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
  17. Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi
  18. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, eldri borgari
  19. Erlingur Örn Árnason, lögreglumaður
  20. Petrea Aðalheiður Ómarsdóttir, BA í félagsráðgjöf
  21. Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
  22. Þórarinn Þórhallsson, mjólkurfræðingur

Fréttin birtist fyrst á fjardarfrettir.is 5. mars 2022

Categories
Fréttir

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi

Deila grein

12/03/2022

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi

Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí var borinn upp til atkvæða á fjölmennum félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga í dag, laugardaginn 12. mars. Tillagan var samþykkt samhljóða og hlaut mikið lof. Fullt var út úr dyrum á fundinum og mikill kraftur í félögum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa af níu í sveitarstjórn og hafa þeir fulltrúar verið ötullir fulltrúar samfélagsins.

Oddviti listans er Hjálmar Bogi Hafliðason, deildarstjóri og kennari á Húsavík, sem hefur setið níu ár í sveitarstjórn auk þess að vera varafulltrúi um tíma og sinnt þingstörfum. Soffía Gísladóttir skipar annað sætið og er búsett í Lindarbrekku í Kelduhverfi. Hún kemur ný inn á listann en hún þekkir svæðið vel sem forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi Eystra og Austurlandi og hefur einnig sinnt þingstörfum. Eiður Pétursson, vélstjóri á Húsavík og starfar fyrir Landsvirkjun, skipar þriðja sætið. Hann er varafulltrúi framboðsins í dag og hefur setið í fjölskylduráði sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Þar á eftir koma Bylgja Steingrímsdóttir, Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Hanna Jóna Stefánsdóttir.

Framboðslistinn:

  1. Hjálmar Bogi Hafliðason, Húsavík
  2. Soffía Gísladóttir, Kelduhverfi,
  3. Eiður Pétursson, Húsavík
  4. Bylgja Steingrímsdóttir, Húsavík
  5. Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Húsavík
  6. Hanna Jóna Stefánsdóttir, Húsavík
  7. Stefán Haukur Grímsson, Kópaskeri
  8. Heiðar Hrafn Halldórsson, Húsavík
  9. Brynja Rún Benediktsdóttir, Húsavík
  10. Unnsteinn Ingi Júlíusson, Húsavík
  11. Birna Björnsdóttir, Raufarhöfn
  12. Aðalgeir Bjarnason, Húsavík
  13. Guðlaug Anna Ívarsdóttir, Öxarfirði
  14. Bergur Elías Ágústsson, Húsavík
  15. Aðalheiður Þorgrímsdóttir, Reykjahverfi
  16. Óskar Ásgeirsson, Húsavík
  17. Unnur Erlingsdóttir, Húsavík
  18. Kristján Kárason, Húsavík
Categories
Fréttir

Dagskrá 36. Flokksþings Framsóknar

Deila grein

11/03/2022

Dagskrá 36. Flokksþings Framsóknar

Helgina 19.-20. mars verður 36. Flokksþing Framsóknar haldið á Grand hótel Reykavík. Það verða heldur betur fagnaðarfundir þegar flokksmenn geta loksins hist á staðnum og rætt saman augliti til auglitis ásamt því að gera sér glaðan dag.

Laugardagur 19. mars
Kl. 08.00 Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf á upplýsingaborði
Kl. 09.00Þingsetning
Kl. 09.10Kosning þingforseta (4) 
   Kosning þingritara (4) 
   Kosning kjörbréfanefndar (5) 
   Kosning kjörstjórnar (7) 
   Kosning samræmingarnefndar (3)
   Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 09.15Skýrsla ritara
Kl. 09.30Mál lögð fyrir þingið –
Kl. 09.45Nefndastörf hefjast –
Kl. 12.00 Hádegishlé
Kl. 12.40Setningarathöfn
Yfirlitsræða formanns
Kl. 13.10 Almennar umræður
Kl. 15.30 Nefndarstörf halda áfram fram eftir degi
Kl. 20:30 Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 20. mars
Kl. 08.30-11.00 Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00 Afgreiðsla mála
Kl. 14.30Kosningar – samhliða  verður haldið áfram með afgreiðslu mála í hléum
Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 16.00Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 17.30Þingi slitið
Categories
Fréttir

Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Deila grein

10/03/2022

Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Aukakjördæmaþing Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti í kvöld framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stjórnmálafræðingur, skipar efsta sæti á lista flokksins. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent í viðskiptafræði, skipar annað sæti listans. Magnea Gná Jóhannsdóttir, MA-nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík, er í þriðja sæti og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, í fjórða.

Framboðslistinn

1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
12. Tetiana Viktoríudóttir, leikskólakennari
13. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
14. Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
15. Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri
16. Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og þjónustustjóri
17. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri
18. Griselia Gíslason, matráður
19. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður
20. Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri
21. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti
23. Ágúst Guðjónsson, laganemi
24. Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi
25. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi
26. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
27. Hinrik Bergs, eðlisfræðingur
28. Andriy Lifanov, vélvirki
29. Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
30. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
31. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
32. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður
33. Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi
34. Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari
35. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
37. Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur
38. Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
39. Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður
40. Halldór Bachman, kynningarstjóri
41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
42. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður
43. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri
44. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
45. Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
46. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi.

Fréttin birtist fyrst á ruv.is 10. mars 2o22

Categories
Fréttir

Halldóra Fríða leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ

Deila grein

10/03/2022

Halldóra Fríða leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ

Á félagsfundi Framsóknar í Reykjanesbæ þann 10. mars var listi Framsóknar kynntur og samþykktur. Halldóra Fríða varaþingmaður og verkefnastjóri leiðir listann.

1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður
2. Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia
3. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
4. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
5. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
6. Sighvatur Jónsson, tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
7. Aneta Zdzislawa Grabowska, einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur.
8. Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, bílasali
9. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
10. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
11. Birna Ósk Óskarsdóttir, grunnskólakennari
12. Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi
13. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri í eldvarnareftirliti
14. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
15. Birna Þórðardóttir, viðurkenndur bókari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
16. Halldór Ármannsson, trillukall
17. Karítas Lára Rafnkelsdóttir, ráðgjafi hjá Björginni
18. Eva Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair og MBA nemi
19. Ingibjörg Linda Jones, hjúkrunarnemi og starfsmaður Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja
20. Sævar Jóhannsson, húsasmíðameistari
21. Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
22. Jóhann Friðrik Friðriksson, Alþingismaður

Categories
Greinar

Skref í átt að jafnvægi á húsnæðismarkaði

Deila grein

10/03/2022

Skref í átt að jafnvægi á húsnæðismarkaði

Það eru vá­lynd veður í heims­mál­un­um þessa stund­ina. Það breyt­ir ekki því að það er mik­il­vægt að halda fókus í lands­mál­un­um. Eitt er það mál sem er mik­il­vægt að við tök­umst á hend­ur með festu og það eru hús­næðismál­in, sá mála­flokk­ur sem teng­ist beint líf­gæðum allra íbúa þessa lands. Við horf­um upp á það að hús­næðis­verð hef­ur hækkað mikið, sér­stak­lega á höfuðborg­ar­svæðinu, á síðustu miss­er­um sem ekki aðeins ger­ir fólki erfitt fyr­ir að kom­ast inn á hús­næðismarkaðinn held­ur hef­ur þessi hækk­un bein áhrif á verðbólgu og þar með lífs­kjör fólks um allt land.

Fortíð er fortíð – horf­um fram á veg­inn

Ekki hef­ur farið fram hjá nein­um að þeir aðilar sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á stöðunni á hús­næðismarkaði eru ekki sam­mála um ástæður þess­ara miklu hækk­ana. Að mínu mati er ljóst að þessi ágrein­ing­ur mun ekki skila okk­ur neitt áfram og veld­ur óá­sætt­an­legri patt­stöðu. Nú er tím­inn til að leggja þenn­an ágrein­ing og þess­ar skær­ur til hliðar. Fortíð er fortíð og nú verðum við, ríki, sveit­ar­fé­lög, aðilar vinnu­markaðar­ins og bygg­ing­ariðnaður­inn að horfa fram á veg­inn og skapa jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

All­ir verða að leggja hönd á plóg

Stofn­un nýs innviðaráðuneyt­is sem und­ir heyra hús­næðismál, skipu­lags­mál, mál­efni sveit­ar­fé­laga, sam­göngu­mál og byggðamál er mik­il­væg­ur þátt­ur í því að ná nauðsyn­legri yf­ir­sýn svo hægt sé að taka mark­viss skref í því að ná jafn­vægi. Und­ir ráðuneytið heyr­ir viðamik­il gagna­söfn­un sem mun nýt­ast vel í því átaki sem ráðast þarf í. Það er hins veg­ar ljóst að all­ir þeir sem koma að hús­næðismál­um þurfa að leggja sitt af mörk­um í þeirri vinnu sem er fram und­an.

Fjár­fest­um í jafn­vægi á hús­næðismarkaði

Á næstu dög­um mun ég skipa stýri­hóp til að móta hús­næðis­stefnu fyr­ir Ísland sem unn­in verður í víðtæku sam­ráði við hags­munaaðila víða í þjóðfé­lag­inu. Hús­næðis­stefn­an verður lögð fyr­ir Alþingi til samþykkt­ar í formi þings­álykt­un­ar.

Ef mín áform ganga eft­ir verður lagður grund­völl­ur að því að hér á landi verði hægt að stór­auka hús­næðis­upp­bygg­ingu á næstu árum og jafn­vel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins op­in­bera í formi fjöl­breytts hús­næðisstuðnings. Við erum með skýr mark­mið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 10. mars 2022.

Categories
Greinar

Landsvirkjun er ekki til sölu

Deila grein

09/03/2022

Landsvirkjun er ekki til sölu

Undanfarna daga hefur sú umræða sprottið upp hvort íslenska ríkið eigi að selja hluti sína í Landsvirkjun til að bregðast við halla á ríkissjóði sem tilkominn er vegna kórónuveirufaraldursins. Einstaka þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að selja hluti í Landsvirkjun en þingmenn Framsóknar eru alfarið á móti þessum hugmyndum og koma ekki til með að breyta þeirri afstöðu.

Landsvirkjun er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og mun halda því áfram með aukinni eftirspurn eftir grænni orku á komandi árum. Landsvirkjun hefur verið að greiða upp skuldir sínar og mun því geta á næstu árum farið að skila ríkissjóði arði árlega. Sá hagnaður getur skipt sköpum um afkomu ríkissjóðs, sem þarf traustan og tryggan hagnað næstu áratugi, sérstaklega eftir efnahagslegar aðgerðir ríkisins vegna Covid-19. Fjölbreyttur kaupendahópur mun smám saman styðja við og auka verðmæti seldrar orku, þ.e. hámarka afrakstur orkuauðlindanna á eðlilegum nýtingartíma.

Framsókn tekur afstöðu með almenningi

Það er skýrt að samfélagið allt á að njóta arðsins sem Landsvirkjun mun skila um ókomin ár. Landsvirkjun gegnir lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar. Áframhaldandi eignarhald íslenska ríkisins í Landsvirkjun getur leitt til mikillar hagsældar fyrir þjóðina. Við stjórnmálamenn allra flokka þurfum að hlusta á og vinna að vilja almennings, enda er vilji hans skýr að orkumál verði ekki færð í hendur einkaaðila. Áskorunin er að sigra þann freistnivanda sem myndast við skjótan gróða af einkavæðingu. Einkavæðing getur lagað fjárhag ríkisins í nokkur ár, en í stóru myndinni er langtímahagnaður af áframhaldandi eignarhaldi í Landsvirkjun töluvert meira aðlaðandi. Það hefur aldrei talist góð hugmynd að slátra mjólkurkúnni fyrir skjótfenginn gróða.

Við eigum að nýta náttúruauðlindir þjóðarinnar af varúð og virðingu. Nýting þeirra á að vera samfélaginu öllu til hagsbóta. Arðurinn á að vera til uppbyggingar og velferðar. Landsvirkjun er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar og mun gegna lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar. Því kemur ekki til greina að einkavæða félagið, selja í því hluti eða framkvæmdir. Ekki á okkar vakt.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 9. mars 2022.