Categories
Fréttir

Blikur á lofti í Evrópu – staða Íslands

Deila grein

01/03/2022

Blikur á lofti í Evrópu – staða Íslands

Fimmtudagur 3. mars

Þingflokkur Framsóknar heldur áfram að funda víðsvegar um landið í kjördæmavikum. Nú er komið að höfuðborginni og gefst tækifæri til að ræða stóru myndina í heimsmálunum.

Fundurinn fer fram í Hvammi á Grand hótel kl. 20:00.

Categories
Greinar

Áfram á vaktinni

Deila grein

28/02/2022

Áfram á vaktinni

Öllum tak­mörk­un­um hef­ur verið aflétt á Íslandi eft­ir tveggja ára bar­áttu við far­sótt­ina ill­ræmdu. Ver­öld­in hef­ur þurft að tak­ast á við marg­slungn­ar af­leiðing­ar far­sótt­ar­inn­ar sem hafa birst með ýms­um hætti. Það tíma­bil sem nú sér fyr­ir end­ann á hef­ur reynst mik­ill próf­steinn á innviði fjöl­margra ríkja. Þannig hef­ur reynt veru­lega á heil­brigðis­kerfi, styrk hag­stjórn­ar ríkja sem og alþjóðlega sam­vinnu.

Fram­kvæmd aðgerða og ár­ang­ur Íslands

Á heimsvísu er hægt að full­yrða að einkar vel hafi tek­ist til við stjórn efna­hags­mála en mann­fall var mjög mis­mun­andi eft­ir ríkj­um heims­ins. Hægt er að full­yrða að á Íslandi hafi tek­ist vel til við að verja líf og heilsu fólks en dán­artíðni á hvern íbúa er sú lægsta í ver­öld­inni. Allt það frá­bæra fag­fólk sem staðið hef­ur vakt­ina í heil­brigðis­kerf­inu á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir fram­lag sitt í far­aldr­in­um. Þá tókst okk­ur einnig að halda skóla­kerf­inu gang­andi í gegn­um far­sótt­ina og er það mik­illi þraut­seigju okk­ar skóla­fólks að þakka. Reglu­lega sýndi það mikla aðlög­un­ar­hæfni í skól­um lands­ins til þess að glíma við breyti­leg­ar aðstæður sem tak­mark­an­ir tengd­ar far­aldr­in­um leiddu af sér. Að sama skapi má segja að efna­hagsaðgerðir séu vel heppnaðar. Lands­fram­leiðsla hef­ur verið að sækja í sig veðrið og jókst um 4,1% á fyrstu þrem­ur fjórðung­um síðasta árs og er áætlað að hag­vöxt­ur árs­ins 2021 verði um 5%. At­vinnu­leysi hef­ur minnkað hratt og slak­inn í þjóðarbú­inu minnk­ar ört. Að sama skapi hef­ur verðbólga auk­ist í 6,2% í fe­brú­ar og hef­ur ekki verið hærri í tæp­an ára­tug. Skýrist þessi mikla verðbólga að stór­um hluta af mik­illi hækk­un hús­næðis­verðs ásamt um­fangs­mikl­um hækk­un­um alþjóðlegs hrávöru­verðs og flutn­ings­kostnaðar. Afar brýnt er að ná tök­um á verðbólg­unni án þess þó að aðgerðirn­ar skaði efna­hags­bat­ann. Það kann að vera að þessi háa verðbólga verði tíma­bund­in, þar sem eft­ir­spurn á heimsvísu mun minnka um leið og áhrif efna­hagsaðgerðanna dvína. Það má einnig fast­lega bú­ast við því að óverj­an­leg inn­rás Rúss­lands inn í Úkraínu muni hafa áhrif á verðlagn­ingu ým­issa vöru­flokka sem og eft­ir­spurn. Þannig má gera ráð fyr­ir að verðbólga auk­ist tíma­bundið vegna hærra olíu­verðs og annarr­ar hrávöru.

Sam­an sem sam­fé­lag

Strax í upp­hafi far­ald­urs ákvað rík­is­stjórn­in að beita rík­is­fjár­mál­un­um af krafti til þess að tryggja öfl­uga viðspyrnu sam­fé­lags­ins eins og þurfa þykir hverju sinni – með svo­kallaðri efna­hags­legri loft­brú. Sú brú var stór og er heild­ar­um­fang efna­hags­ráðstaf­ana árin 2020 og 2021 um 215 millj­arðar króna svo dæmi sé tekið. Lögð var áhersla á að koma til móts við fólk og fyr­ir­tæki sem urðu illa fyr­ir barðinu á veirunni. Fyr­ir stjórn­völd var það sann­girn­is­mál að beita rík­is­fjár­mál­un­um með þeim hætti og tryggja að við fær­um sam­an sem sam­fé­lag í gegn­um kófið.

Það sem Thatcher gerði

Fyrr í mánuðinum viðraði ég hug­mynd­ir í þess­um anda um aukna aðkomu bank­anna að fjöl­skyld­um og fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu, sem til að mynda vaxta­hækk­an­ir snerta með þyngri hætti en aðra. Til að ná slík­um mark­miðum nefndi ég einnig í því sam­hengi svo­kallaðan hval­reka­skatt í anda Mar­grét­ar Thatcher, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á of­ur­hagnað bank­anna sem nem­ur yfir 80 millj­örðum króna árið 2022. Fór hægri kon­an Thatcher þessa leið árið 1981 þegar bresk­ir bank­ar högnuðust veru­lega vegna hækk­un­ar stýri­vaxta þar í landi. Bú­ast má við því að sama verði upp á ten­ingn­um í af­komu banka hér á landi þar sem vaxtamun­ur mun aukast í kjöl­far hærri stýri­vaxta. Und­an­farið hef­ur margt fólk þurft að ráðast í dýr­ar fjár­fest­ing­ar til að tryggja sér og sín­um þak yfir höfuðið á fast­eigna­markaði sem ein­kenn­ist af mikl­um skorti á íbúðum vegna langvar­andi lóðaskorts. Þenn­an hóp þarf að styðja við strax í upp­hafi þreng­inga til að draga úr lík­um á greiðslu­vanda seinna meir. Þar skipt­ir sam­vinna stjórn­valda, fjár­mála­fyr­ir­tækja og fjöl­skyldna máli.

Lands­virkj­un áfram í eigu okk­ar allra

Það hug­ar­far að við séum öll í þessu sam­an hef­ur reynst okk­ur vel í gegn­um far­ald­ur­inn. Á sama tíma er ljóst að við blasa áskor­an­ir í rík­is­fjár­mál­um til að vinda ofan af þeim halla sem mynd­ast hef­ur vegna heims­far­ald­urs og viðspyrnuaðgerða sem hon­um tengj­ast. Við ætl­um okk­ur að vaxa út úr þeim halla með auk­inni verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu. Þar munu stjórn­völd halda áfram að skapa ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um hag­fellt og hvetj­andi um­hverfi til að sækja fram. Hug­mynd­ir um að selja allt að 40% hlut al­menn­ings í Lands­virkj­un eiga ekki að vera leiðin til að fjár­magna rík­is­sjóð til skamms tíma og get ég slegið því föstu að slík sala mun aldrei eiga sér stað á meðan Fram­sókn á sæti í rík­is­stjórn Íslands. Við vilj­um að Lands­virkj­un verði áfram í eigu allra Íslend­inga, sem burðarás fyr­ir ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Ég tel mjög breiða sam­fé­lags­lega sátt ríkja um slíkt og það eig­um við að virða.

Þrátt fyr­ir krefj­andi tíma und­an­far­in ár vegna veirunn­ar og góðan ár­ang­ur sem náðst hef­ur í gegn­um þann tíma er mik­il­vægt að sofna ekki á verðinum. Við lif­um enn á viðsjár­verðum tím­um vegna óafsak­an­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu, sem hef­ur áhrif á stöðu mála hér í Evr­ópu. Við mun­um tak­ast á við þær áskor­an­ir af festu og með sam­vinnu til að tryggja að Ísland verði áfram í sterkri stöðu til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar-, ferða- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 26. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar stað­festir mis­ræmi í toll­flokkun land­búnaðar­af­urða

Deila grein

28/02/2022

Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar stað­festir mis­ræmi í toll­flokkun land­búnaðar­af­urða

Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á innflutningi landbúnaðarafurða síðustu ára, sérstaklega mjólkurafurða, hefur eftirlit með innflutningi ekki aukist að sama skapi, því miður. Þó þessi mál hafi verið nokkuð í kastljósinu undan farin misseri virðist sem ekkert hafi verið reynt til að bæta úr né að gera hana skilvirkari. Ríkisendurskoðandi birti á mánudaginn skýrslu um úttekt á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða þar sem segja má að eftirlit með tollaframkvæmd landbúnaðarafurða hafi fengið falleinkunn. Í skýrslunni voru gerðar alvarlegar athugasemdir við tollaframkvæmd hér á landi. Úttektin staðfestir því sem haldið hefur verið fram um allnokkurt misræmi í útflutningstölum Evrópusambandsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands í tilviki ákveðinna landbúnaðarvara.

Staðfest misræmi

Í grein hér á Vísi fer formaður Félags atvinnurekanda mikinn og talar um að ásakanir Bændasamtaka Íslands og MS á hendur innflutningsfyrirtækjum um stórfellt svindl við innflutning og að úttekt Ríkisendurskoðanda hafi hrakið það þær ásakanir. Ég veit ekki með hvaða gleraugum hann las skýrsluna en í raun staðfestir hún það misræmi sem Bændasamtökin og fleiri hafa haldið fram og misræmið er verulegt. Hver ber ábyrgðina ? Framkvæmd tollflokkunar er að Tollurinn eða Skatturinn núna, tollflokkar vöruna í samræmi við upplýsingar frá innflytjendum. Í skýrslu Ríkisendurskoðenda kemur fram að Tollurinn hafi farið í sérstakt verkefni að greina áreiðanleika tollskýrslna og í ljós kom að í 23% tollskrýslna finnast misræmi eða villur og þá er ekki laust við að það vakni grunur um að einbeittur brotavilji sé hér um að ræða. Það þarf ekki fleiri vitnanna við, og nægir að vísa í dóma Landsréttar og Hæstaréttar og bindandi álit um þessi mál. Innflutningsaðili ber ábyrgð á tollskýrslu sem skilað er inn til Skattsins þar sem hann hefur leyfi til rafrænna tollflokkunnar.

Undanskot við innflutning

Ríkisendurskoðun fullyrðir að möguleg misflokkun eða undanskot á landbúnaðarafurðum geti numið háaum fjárhæðum sem ríkissjóður verður af auk þess að með misflokkun varðað mikilvæga hagsmuni um heilbrigði manna, dýra og plantna.

Samræmt flokkunarkerfi

Nú vinnum við eftiralþjóðlegu flokkunarkerfi yfir vörur sem samin er af Tollasamvinnuráðinu í Brussel, því ætti samræming tolleftirlits ekki að vera nein stjarneðlisfræði. Þá komum við að mikilvægi eftirlitsins. Það er nauðsynlegt að Skatturinn sem sér um tollaframkvæmd, sé í betri samvinnu við aðrar tollastofnanir erlendis. Eftirgrennslan Ríkisendurskoðenda leiddi af sér niðurstöður um að setja þurfi gæði gagna í forgrunn þar sem áræðanleiki og nákvæmni tollskrýslna sé enn ábótavant. Eftirlit og tollendurskoðun þurfi að efla því endurskoðun á innflutningi sé bæði veikburða og ómarkviss. Ríkisendurskoðun telur að endurskipuleggja og efla þurfi tollsvið Skattsins svo unnt sé að sinna því lögbundna hlutverki sem henni er ætlað. Þangað til að úr því verður bætt munu áfram eiga sér stað ósanngjarnir viðskiptahættir hér á landi og fjárhagstap fyrir ríkissjóð

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 28. febrúar 2022.

Categories
Fréttir

„Við fordæmum þessar aðgerðir Rússa“

Deila grein

24/02/2022

„Við fordæmum þessar aðgerðir Rússa“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, sagði á Alþingi í dag:

„Það sem við höfum mörg hver óttast og fylgst með á síðustu dögum og vikum hefur verið að raungerast á síðasta sólarhring. Við hljótum að fordæma harðlega þá framkomu og þær ákvarðanir sem forseti Rússlands og yfirvöld í Rússlandi hafa tekið með því að ráðast inn í frjálst og fullvalda nágrannaríki sitt, lýðræðisríki, og brjóta þar með landamæri og alþjóðleg lög. Við hljótum að skipa okkur í sama lið og allar aðrar lýðræðisþjóðir í heimi, vestrænar þjóðir, bandalagsþjóðir okkar, hvort sem þær eru innan NATO eða innan Evrópu. Ég fagna því og vil reyndar lýsa því yfir, svo að á því sé enginn vafi, að ríkisstjórnin er einhuga í þeirri yfirlýsingu sem forsætisráðherra fór með í upphafi þessarar umræðu. Ég er líka ánægður að heyra að þau skilaboð sem koma frá þinginu eru skýr.

Skilaboð okkar frá Íslandi, frá ríkisstjórn, frá Alþingi, frá þjóðinni eru einfaldlega þessi:

Við fordæmum þessar aðgerðir Rússa og við stöndum með fólkinu í Úkraínu. Hugur okkar hlýtur að vera hjá almenningi þar, þar sem þeirra venjulega, daglega lífi er ógnað. Við munum gera allt sem við getum gert. Við þurfum að axla þá ábyrgð sem við höfum í því varnarbandalagi sem við erum í og í þeirri bandalagsstarfsemi sem þar er til að gagnast í þessu verkefni. Við þurfum líka að reyna að gera það sem við mögulega getum til að hjálpa fólkinu í Úkraínu.

Ég þakka fyrir þessa umræðu. Hún er mikilvæg og það er mikilvægt að við sýnum samstöðu frá Íslandi. Ég vona að allur heimurinn geri slíkt hið sama.“

Categories
Fréttir

Innrás í frjálst og fullvalda ríki hefur afleiðingar

Deila grein

24/02/2022

Innrás í frjálst og fullvalda ríki hefur afleiðingar

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, sagði í störfum þingsins á Alþingi, að öryggi Íslands byggist á sterkum gagnkvæmum vörnum bandalagsríkja NATO, með sameiginlegum vörnum og samvinnu. En jafnframt á trú okkar á frið, mannréttindum og lýðræði, og að leikreglum alþjóðasamfélagsins séu virtar.

„Frá lýðveldisstofnun hefur velgengni okkar grundvallast á sjálfsákvörðunarrétti okkar til athafna og ákvarðana um eigin örlög. Blessunarlega hefur stríð ekki ógnað okkar tilveru né fullveldi frá seinni heimsstyrjöld,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Innrás í frjálst og fullvalda ríki má aldrei og á aldrei að verða án afleiðinga fyrir þann sem valdi beitir.“

„Við Íslendingar erum fámenn, herlaus þjóð í gjöfulu landi. Það rof sem blasir við í öryggismálum í okkar heimsálfu er grafalvarlegt og kallar á sameiginleg viðbrögð. Staðan kennir okkur einnig mikilvægi þess að landið sé sjálfbært, fæðuöryggi okkar sé tryggt, samningar okkar á alþjóðavettvangi séu virtir og varnir okkar traustar. Það er og verður ávallt siðferðisleg skylda okkar að hvetja til friðsamlegra lausna og standa gegn stríðsátökum sem einna helst bitna á saklausum borgurum,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Ég trúi því að stjórnvöld og Alþingi tali skýrt fyrir þeim gildum sem skilað hafa friði og velsæld í Evrópu í áratugi og að enginn afsláttur verði gefinn þar á,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.

Categories
Fréttir

Falleinkunn í tollframkvæmd landbúnaðarafurða

Deila grein

24/02/2022

Falleinkunn í tollframkvæmd landbúnaðarafurða

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, gerði að umtalsefni falleinkunn þá er kemur fram í skýrslu um úttekt á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða í störfum þingsins á Alþingi. Ríkisendurskoðandi birti skýrslu þessa í vikunni.

Alvarlegar athugasemdir við tollframkvæmdinni eru endurtekið efni frá því fyrir níu árum. „Þetta sætir furðu,“ sagði Halla Signý. „Margir af þeim annmörkum sem komu fram þá eiga enn við í dag. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu síðustu ára á innflutningi landbúnaðarvara, sérstaklega mjólkurafurða, hefur mikilvægi eftirlits ekki aukist að sama skapi, því miður.“

„Það sætir furðu að þrátt fyrir að tollframkvæmd á innfluttum vörum hafi verið þó nokkuð í kastljósinu undanfarin misseri virðist sem ekkert hafi verið reynt til að bæta úr né að gera hana skilvirkari. Úttektin staðfestir það sem haldið hefur verið fram, að allnokkurt misræmi er á útflutningstölum Evrópusambandsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands í tilviki ákveðinna landbúnaðarvara,“ sagði Halla Signý.

„Nú vinnum við eftir alþjóðlegu flokkunarkerfi yfir flytjanlegar vörur sem samið er af tollsamvinnuráði í Brussel. Því ætti samræming tolleftirlits ekki að vera nein stjarneðlisfræði. Þrátt fyrir það virðist ekki vera hægt að tolla rétt vörur hér á landi,“ sagði Halla Signý.

Tollurinn flokkar vörur í samræmi við upplýsingar frá innflytjendum og virðist treysta þeim upplýsingum í blindni í stað þess að bera þær saman við skráð flokkanúmer frá útflytjanda.

„Það er athyglisvert að þarna eru íslenskir innflytjendur frjálsir að flokka sínar vörur að vild og þegar maður horfir á misræmið er ekki laust við að maður haldi að þarna sé um einbeittan brotavilja að ræða,“ sagði Halla Signý.

„Það er nauðsynlegt að Skatturinn sem sér um tollframkvæmd sé í betri samvinnu við aðra tollstofnarnir erlendis. Þangað til úr því verður bætt mun áfram eiga sér stað ósanngjarnir viðskiptahættir hér á landi og fjárhagslegt tap fyrir ríkissjóð,“ sagði Halla Signý að lokum.

Categories
Fréttir

Algjör endurnýjun á lista Framsóknar í Mosfellsbæ

Deila grein

24/02/2022

Algjör endurnýjun á lista Framsóknar í Mosfellsbæ

Á félagsfundi þriðjudaginn 22. febrúar var samþykkt tillaga að framboðslista Framsóknar í Mosfellsbæ, en uppstillingarnefnd hefur unnið að mótun listans frá því í nóvember.
Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari skipar 1. sæti listans og Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur er í 2. sæti.

Áhersla lögð á samtal og samvinnu
„Við, sem skipum lista Framsóknar í Mosfellsbæ, erum hópur fólks sem gefur kost á sér til að taka þátt í að byggja upp samfélag þar sem lögð er áhersla á samtal og samvinnu,“ segir Halla Karen nýr oddviti Framsóknar.
„Þar sem áherslurnar eru skýrar en við getum rætt um leiðir að markmiðunum. Þar sem við missum aldrei sjónar á þeirri ánægju og gleði sem þarf að vera fylgifiskur þess að taka þátt í að byggja upp samfélag. Þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru og þeim sjónarmiðum sem uppi eru á hverjum tíma. Þar sem kjörnir fulltrúar bjóða fram þjónustu sína og styðja við þann mannauð sem fyrirfinnst bæði í stjórnkerfinu og í íbúum bæjarins.“

Fjölmargar áskoranir næstu ár
„Það er af mörgu að taka þegar kemur að áskorunum næstu ára í starfsemi Mosfellsbæjar.
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að íbúum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Slíkri fjölgun fylgja áskoranir sem mikilvægt er að ræða.
Heimsfaraldurinn mun án efa skilja eftir sig verkefni sem mikilvægt er að fylgja eftir bæði hjá ungum íbúum og einnig hjá þeim sem eldri eru.
Mikill þrýstingur er á sveitarfélög að uppbygging haldi áfram. Það þýðir áframhaldandi vaxtaverki og innviðauppbyggingu í Mosfellsbæ. Áskoranir sem varða umhverfismál eru miklar og þar verða allir að leggja sitt af mörkum.“


Halla Karen Kristjánsdóttir

Sameinumst um góðar ákvarðanir
„Við höfum tækifæri til að hafa áhrif á hvernig við viljum hafa Mosfellsbæ í framtíðinni með því að láta okkur málin varða og sameinast um að taka góðar ákvarðanir sem eru okkur sjálfum og samfélaginu okkar til framdráttar.
Við viljum hvetja öll þau sem hafa áhuga á að koma á fyrsta fundinn okkar, þar getið þið haft áhrif með því að koma með ábendingar eða vinna með okkur að stefnumótun listans og þeirri málefnavinnu sem fram undan er.
Fyrsti opni fundurinn verður á kosningaskrifstofu Framsóknar á 5. hæð í Kjarnanum laugardaginn 26. febrúar kl. 10:00-12:30.
Þín rödd er mikilvæg og þú skiptir máli fyrir bæjarfélagið. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samráð og samvinnu við ykkur bæjarbúa og tryggja að raddir sem flestra heyrist.“


Efstu sjö á lista Framsóknar: Erla, Sævar, Leifur Ingi, Halla Karen, Hrafnhildur, Aldís og Örvar.

LISTI FRAMSÓKNAR 2022

1. Halla Karen Kristjánsdóttir  Íþróttakennari
2. Aldís Stefánsdóttir  Viðskiptafræðingur
3. Sævar Birgisson Viðskiptafræðingur
4. Örvar Jóhannsson  Rafvirki
5. Leifur Ingi Eysteinsson  Háskólanemi
6. Erla Edvardsdóttir  Kennari
7. Hrafnhildur Gísladóttir  Tómstunda‐ og félagsfræðingur, Verkefnastjóri
8. Þorbjörg Sólbjartsdóttir  Kennari
9. Hilmar Tómas Guðmundsson  Sjálfstætt starfandi
10. Rúnar Þór Guðbrandsson  Framkvæmdastjóri
11. Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir  Hjúkrunarfræðingur
12. Birkir Már Árnason  Söluráðgjafi
13. Grétar Strange  Flugmaður
14. Ragnar Sverrisson  Matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri
15. Matthildur Þórðardóttir  Kennari og stjórnmálafræðingur
16. Ísak Viktorsson  Háskólanemi
17. Bjarni Ingimarsson  Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
18. Hörður Hafberg Gunnlaugsson  Húsasmíðameistari
19. Ævar H. Sigdórsson  Vélstjóri
20. Ingibjörg Óskarsdóttir  Hjúkrunarfræðingur
21. Níels Unnar Hauksson  Verktaki
22. Eygló Harðardóttir  Matreiðslunemi og fyrrverandi ráðherra

Greinin birtist fyrst í Mosfellingi 24. febrúar 2022

Categories
Fréttir

Frumkvöðlar eru lykilaðilar til árangurs hvað varðar nýsköpun

Deila grein

24/02/2022

Frumkvöðlar eru lykilaðilar til árangurs hvað varðar nýsköpun

Friðrik Már Sigurðsson, varaþingmaður, reifaði tillögu sína til þingsályktunar um frumkvöðlalaun í störfum þingsins á Alþingi. Tillaga hans kveður á um að Alþingi álykti að fela háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að koma á fót starfslaunum fyrir frumkvöðla með það að markmiði að efla enn frekar nýsköpun í landinu. Sagði Friðrik Már tillöguna vera í samræmi við skýrslu um „Klasastefnu fyrir Ísland“ frá mars 2021 sem tilgreinir frumkvöðla sem lykilaðila til árangurs hvað varðar nýsköpun.

„Með stefnunni er sett fram sú framtíðarsýn að árið 2030 verði Ísland meðal fremstu landa hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld,“ sagði Friðrik Már.

„Starfslaun frumkvöðla veita færi á að nýta frumsköpunarkraft grasrótarnýsköpunar og draga fram nýjar lausnir. Innleiðing á hugmyndafræði sjálfræðis í nýsköpun skapar aukið svigrúm fyrir hugmyndaauðgi og getur þannig skilað fleiri og fjölbreyttari lausnum á flóknum viðfangsefnum samtímans,“ sagði Friðrik Már.

Friðrik Már segir að vinna megi að lausnum á mörgum áskorunum samtímans, t.d. með að skapa nýjar lausnir á grundvelli hringrásarhagkerfisins og sjálfbærrar nýtingar auðlinda. Jafnframt orðið áhrifaríkt tæki í byggðaþróun, í samræmi við markmið Klasastefnunnar, að ráðstafa fjármunum til slíkra verkefna.

„Tillögunni er ætlað að efla enn frekar stuðningsumhverfi frumsköpunar og frumkvöðulsstarf í landinu með fjölgun fjölbreyttra atvinnutækifæra og aukna verðmætasköpun að leiðarljósi,“ sagði Friðrik Már að lokum.

Categories
Fréttir

Orri Hlöðversson nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi

Deila grein

24/02/2022

Orri Hlöðversson nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi

Í gærkvöldi var listi Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi. Þar var m.a. nýr oddviti Framsóknar í Kópavogi valinn, Orri Vignir Hlöðversson, forstjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.

Eftir honum fylgja Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í öðru sæti og Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri, í því þriðja. Listinn er skipaður ellefu konum og ellefu körlum.

Það er sannur heiður að leiða lista Framsóknar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er öflugur og við erum með kröftugt fólk í hverju sæti. Við ætlum okkur stóra hluti hér í Kópavogi og ég er spenntur fyrir því að hefjast handa,“ segir Orri Hlöðversson

Listinn í heild sinni:

  1. Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri
  2. Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri
  3. Björg Baldursdóttir, grunnskólastjóri
  4. Gunnar Sær Ragnarsson, lögfræðingur
  5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
  6. Svava H Friðgeirsdóttir, skjalastjóri
  7. Sveinn Gíslason, forstöðumaður
  8. Heiðdís Geirsdóttir, félagsfræðingur
  9. Haukur Thors Einarsson, sálfræðingur
  10. Hjördís Einarsdóttir, aðst.skólameistari
  11. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
  12. Hrefna Hilmisdóttir, fv. rekstrarfulltrúi
  13. Eysteinn Þorri Björgvinsson, stuðningsfulltrúi
  14. Sigrún Ingólfsdóttir, íþróttakennari
  15. Sigurður H Svavarsson, rekstrarstjóri
  16. Guðrún Viggósdóttir, fv. deildarstjóri
  17. Páll Marís Pálsson, lögfræðingur
  18. Baldur Þór Baldvinsson eldri borgari
  19. Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi og varaþingmaður
  20. Willum Þór Þórsson, ráðherra
  21. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
  22. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrv. Alþingismaður
Categories
Greinar

Stundum eru lausnirnar svo ein­faldar

Deila grein

23/02/2022

Stundum eru lausnirnar svo ein­faldar

Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt. Ég hef því lagt fram þingsályktunartillögu um að nýta skuli hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana, stuðla að hagræðingu og færa núverandi ástand í þeim málum til betri vegar.

Margvísleg hagræðing fylgir skynsamlegu vali á staðsetningu ríkisstofnana og fyrirtækja

Með uppbyggingu opinberra klasa er mögulegt að hagræða enn frekar í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Opinbert klasasamstarf getur aukið framleiðni og nýsköpun og þannig leitt til verðmætasköpunar. Uppbygging klasa opinberra fyrirtækja og stofnana getur skilað umtalsverðri rekstrarlegri hagræðingu. Gera mætti ráð fyrir 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Með slíkri útfærslu mætti ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar væru til húsa. Þar má helst nefna sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis og húsnæðisins sjálfs.

Risa samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið nái tillagan fram að ganga

Flestar þessara stofnana og fyrirtækja eru í Reykjavík. Við höfum séð opinberar stofnanir og fyrirtæki flytja í nýtt húsnæði og getur það verið af hinum ýmsu ástæðum. Hins vegar er það mat mitt að þegar slíkir flutningar eiga sér stað, sé það ekki gert með nægilega skynsömum hætti. Horfa þarf frekar til rekstrarlegra áhrifa líkt og lagt er upp með í tillögunni. Nái þingsályktunartillagan fram að ganga er mikilvægt að klasi sem þessi verði á slóðum þar sem nýta megi umferðarmannvirki betur. Það má gera með þeim hætti að staðsetja klasann á svæði þar sem umferð að klasanum verði í gagnstæða átt við mestan umferðarþunga þá tíma dags sem við þekkjum öll; að morgni og seinni part dags þegar fólk fer í og úr vinnu og skóla. Af þeirri ástæðu þurfa einnig hágæða almenningssamgöngur að vera til staðar í nágrenni.

Stundum eru lausnirnar svo einfaldar. Það eina sem þarf er vilji til góðra verka. Með tillögunni er hægt að ná fram betri nýting á umferðarmannvirkjum og minnka sóun í kerfinu, sóun m.a. á opinberum fjármunum og tíma fólks. Að þessu sögðu tel ég að þetta geti verið ein ódýrasta, besta og skilvirkasta samgöngubót sem íbúar höfuðborgarsvæðisins geta fengið.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. febrúar 2022.