Categories
Greinar

Efnahagsleg loftbrú

Deila grein

30/03/2020

Efnahagsleg loftbrú

Í fe­brú­ar 1936 birt­ist bylt­ing­ar­kennd hag­fræðikenn­ing fyrst á prenti. John M. Keynes hafði legið und­ir feldi við rann­sókn­ir á krepp­unni miklu, þar sem nei­kvæður spírall dró kraft­inn úr hag­kerf­um um all­an heim. Niður­sveifla og markaðsbrest­ur snar­fækkaði störf­um, minnkaði kaup­mátt og í leiðinni tekj­ur hins op­in­bera, sem hélt að sér hönd­um til að eyða ekki um efni fram. Keynes hélt því fram að þannig hefðu stjórn­völd dýpkað krepp­una og valdið óbæt­an­legu tjóni. Þvert á móti hefði hið op­in­bera átt að örva hag­kerfið með öll­um til­tæk­um ráðum, ráðast í op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir og eyða tíma­bundið um efni fram. Þannig væru ákveðin um­svif í hag­kerf­inu tryggð, þar til kerfið yrði sjálf­bært að nýju. Þegar þeim áfanga yrði náð ætti hið op­in­bera að draga sam­an segl­in og safna í sjóði, svo hag­kerfið of­hitnaði ekki. Í stuttu máli; ríkið á að eyða pen­ing­um í kreppu, en halda að sér hönd­um í góðæri til að vega á móti hagsveifl­unni á hverj­um tíma

Fólkið

Efna­hagsaðgerðir stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru eru for­dæma­laus­ar. Mark­mið aðgerðanna er fyrst og fremst að styðja við grunnstoðir sam­fé­lags­ins, vernda af­komu fólks og fyr­ir­tækja og veita öfl­uga viðspyrnu fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf á óvissu­tím­um. Íslenska þjóðarbúið er í góðri stöðu til að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem eru fram und­an. Þrótt­ur þess er um­tals­verður, skuld­astaða rík­is­sjóðs er góð og er­lend staða þjóðarbús­ins já­kvæð. Það er ekki ein­ung­is staða rík­is­sjóðs sem er sterk held­ur standa heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins nokkuð vel auk þess sem kaup­mátt­ur heim­il­anna hef­ur auk­ist mikið. Engu að síður hafði at­vinnu­leysi vaxið í aðdrag­anda Covid-19. Vinnu­markaður­inn, og þar af leiðandi mörg heim­ili í land­inu, er því í viðkvæmri stöðu. Aðgerðir stjórn­valda miða að fólk­inu í land­inu og því hafa greiðslur verið tryggðar til fólks í sótt­kví. Hlutastar­fa­leið stjórn­valda er ætlað að verja störf og af­komu fólks við þreng­ing­ar á vinnu­markaði. Þessi leið mun styðja við áfram­hald­andi vinnu tugþúsunda ein­stak­linga og verða at­vinnu­leys­is­bæt­ur því greidd­ar til þeirra sem lækka tíma­bundið í starfs­hlut­falli. Þetta á við um sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga og launþega. End­ur­greiðsla virðis­auka­skatts vegna viðhalds­vinnu við heim­ili verður hækkuð úr 60% í 100%. Loks verður greidd­ur út sér­stak­ur barna­bóta­auki 1. júní 2020 með öll­um börn­um und­ir 18 ára aldri.

Fyr­ir­tæki

At­vinnu­leysi óx nokkuð í aðdrag­anda far­ald­urs­ins. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru út­færðar sér­stak­lega með það í huga að koma í veg fyr­ir var­an­leg­an at­vinnum­issi fjölda fólks og að fjöldi fyr­ir­tækja fari í þrot. Frest­un á gjald­dög­um staðgreiðslu, trygg­inga­gjalds og fyr­ir­fram­greidds tekju­skatts fyr­ir­tækja kem­ur til móts við þá stöðu sem upp er kom­in. Þá er tryggð full end­ur­greiðsla á virðis­auka­skatti vegna vinnu við end­ur­bæt­ur, viðhald og ný­bygg­ing­ar. Stjórn­völd munu einnig ábyrgj­ast helm­ing brú­ar­lána, sem er ætlað að styðja fyr­ir­tæki í rekstr­ar­vanda og þannig styðja þau til að greiða laun og ann­an rekstr­ar­kostnað. Aðgerðirn­ar miða að því að efla einka­neyslu, fjár­fest­ing­ar og sam­neyslu. Vöru­viðskipti skipta mjög miklu máli þessa dag­ana og því vilja stjórn­völd auðvelda inn­flutn­ing með niður­fell­ingu tollaf­greiðslu­gjalda og frest­un aðflutn­ings­gjalda. Þá verður farið í sér­stakt tug millj­arða kr. fjár­fest­ingar­átak, þar sem hið op­in­bera og fé­lög þess setja auk­inn kraft í sam­göngu­bæt­ur, fast­eigna­fram­kvæmd­ir og upp­lýs­inga­tækni, auk þess sem fram­lög verða auk­in í vís­inda- og ný­sköp­un­ar­sjóði. Stefnt er að því að fjölga störf­um, efla ný­sköp­un og fjár­festa til framtíðar. Þar af verður veru­leg­um fjár­hæðum varið í að efla menn­ingu, íþrótt­astarf og rann­sókn­ir.

Með þess­um aðgerðum eru stjórn­völd að stíga mik­il­vægt skref til að veita viðspyrnu og mynda efna­hags­lega loft­brú. Á sín­um tíma sá loft­brú Berlín­ar­bú­um fyr­ir nauðsynja­vör­um á erfiðum tíma í sögu Evr­ópu. Sú loft­brú sýndi sam­stöðu og sam­vinnu fólks þegar á reyndi. Ljóst er að verk­efnið er stórt en grunnstoðir ís­lensks sam­fé­lags eru sterk­ar og því mun birta til.

Hag­fræðikenn­ing John M. Keynes, sem í fyrstu þótti bylt­ing­ar­kennd, er óum­deild í dag. Fræðilega geng­ur hún upp, en krefst aga af stjórn­völd­um og sam­fé­lög­um á hverj­um tíma. Ætlan ís­lenskra stjórn­valda er að sýna þann sveigj­an­leika sem nauðsyn­leg­ur er til að tryggja hag fólks­ins í land­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. mars 2020.

Categories
Fréttir

„Ekki nóg að þjóðin vakni upp við mikilvægi íslenskra matvæla einu sinni á áratug“

Deila grein

27/03/2020

„Ekki nóg að þjóðin vakni upp við mikilvægi íslenskra matvæla einu sinni á áratug“

„Það er ekki nóg að þjóðin vakni upp við mikilvægi íslenskra matvæla einu sinni á áratug – við þurfum að ljúka gerð matvælastefnu þar sem fæðuöryggi er sett á oddinn enda mikilvægur hluti almannavarna,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í yfirlýsingu á Facebook í dag.
Rifjar Líneik Anna upp viðtal í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni við alþingismanninn, Silju Dögg Gunnarsdóttur, það sem hún segir fæðuöryggi snúist um tvennt, „matvælaöryggi“, að fæðan sem við fáum sé örugg, laus við allskyns sýkingar og þess háttar og hins vegar fæðuöryggi, að nægt framboð af mat sé til staðar.

Hér að neðan er brot úr viðtali við Silju Dögg Gunnarsdóttur, alþingismann Framsóknar í Suðurkjördæmi, í febrúar 2017:

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að stefna stjórnvalda varðandi fæðuöryggi, sé ábótavant. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.
„Ég las stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fór sérstaklega yfir landbúnaðarmálin og mér fannst þetta mjög rýrt og óskýrt.“
„Þetta snýst um tvennt, þetta snýst annarsvegar um matvælaöryggi, það er að segja, að fæðan sem við fáum sé örugg, laus við allskyns sýkingar og þess háttar. Við búum sem betur fer við mjög gott matvælaöryggi á Íslandi í dag. “
„Hin hliðin er fæðuöryggi, að nægt framboð af mat sé til staðar. Við erum ekki með heildstæða stefnu hvað varðar fæðuöryggi í dag.“
„Mig langar til að heyra hvaða skoðanir ráðherra hefur á því, vegna þess að við búum á eyju. Bilanir á rafmagnskerfi, skortur á olíu, náttúruhamfarir og höft á innflutningi geta haft veruleg áhrif á fæðuöryggi, vegna þess að við erum með litlar matarbyrgðir.“
Erum við sjálfum okkur næg, ef eitthvað kemur upp, getum við framleitt nóg ofan í okkur?
„Ég þori ekki að segja nákvæmlega til um það, ég veit ekki til þess hvort það séu til mælingar á því en við höfum gríðarleg tækifæri. Við erum með jarðhita, fiskinn í sjónum og ýmislegt fleira.“
„Til að mynda erum við að flytja inn gífurlegt magn af grænmeti. Við erum að flytja inn um 22 þúsund tonn af ári, á meðan við erum sjálf að framleiða um 15 þúsund tonn. Ég hef rætt mikið við garðyrkjubændur á suðurlandinu og það er mjög lítil nýliðun í þeim bransa, vegna þess að fjárfestingarkostnaðurinn og raforkukostnaður er hár.“
„Þarna geta yfirvöld án efa komið með aðgerðir til þess að bæta umhverfi garðyrkjunnar.“
„Mér finnst umræðan um innflutning mjög hávær og taka annað yfir. Mér finnst mikill tvískinnungur í því, því nú er vinsælt að tala um loftlagsmálin og matarsóun en það að flytja ekki matvæli á milli landa, fækkar kolefnisfótsporunum og dregur úr matarsóun.“

Categories
Fréttir

„Alþingi ekki undanskilið“

Deila grein

27/03/2020

„Alþingi ekki undanskilið“

„Það var óneitanlega ansi sérstök tilfinning að mæla fyrir frumvarpi um undanþágu frá CE- merkingu á hlífðarfatnaði heilbrigðisstarfsfólks fyrir hálftómum sal á Alþingi rétt í þessu. COVID-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar allra og þar er Alþingi ekki undanskilið,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í yfirlýsingu á Facebook í gær.

„Það er mikilvægt að við munum að þetta er bara timabundið ástand og saman munum við Íslendingar klára þetta erfiða verkefni.“

Categories
Fréttir

Átak í að skipta út einbreiðum brúm – 5200 milljónir á næstu tveimur árum

Deila grein

27/03/2020

Átak í að skipta út einbreiðum brúm – 5200 milljónir á næstu tveimur árum

„Á þessu ári hefst verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm. Áformað er að verja aukalega 3300 m. kr. til að breikka einbreiðar brýr, alls um 5200 milljónir á næstu tveimur árum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, í yfirlýsingu á Facebook í gær.

„Elsta einbreiða brúin á Hringveginum er brúin yfir Jökulsá á Fjöllum, byggð 1947, er orðin 73 ára gömul og komin af léttasta skeiðinu. Sú yngsta er yfir Selá í Álftafirði en hún var byggð 1985 og er því 35 ára gömul.“

„Áætlað er að breikka brýr yfir Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Stóra- Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi, Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Auk þessa er unnið eftir samgönguáætlun en þar eru brýr yfir Jökulsá Sólheimasandi, Hattardalsá og Steinavötn, Brunná austan við Kirkjubæjarklaustur, Kvíá í Öræfasveit, og Fellsá í Suðursveit sem fá að víkja fyrir nýrri kynslóð,“ segir Sigurður Ingi.

Categories
Greinar

Aðgerðir til að verja störfin

Deila grein

26/03/2020

Aðgerðir til að verja störfin

Þessi vet­ur mun seint renna okk­ur Íslend­ing­um úr minni. Fann­fergi, tíður lægðagang­ur, raf­magns­leysi, snjóflóð á Vest­fjörðum og landris í Grinda­vík. Vet­ur­inn hef­ur svo sann­ar­lega minnt okk­ur á hvar á jarðar­kringl­unni við búum. Í efna­hags­mál­um vor­um við að sigla inn í sam­drátt­ar­skeið eft­ir átta ára sam­fellt hag­vaxt­ar­skeið og staðan á síðustu tveim­ur vik­um hef­ur síðan gjör­breyst með til­komu Covid-19 (kór­ónu­veirunn­ar). Stjórn­völd eru vel í stakk búin til að bregðast við enda staða þjóðarbús­ins sterk.

Tekj­ur fyr­ir­tækja þurrk­ast út

Mik­il óvissa rík­ir á vinnu­markaði eft­ir að lýst hef­ur verið yfir heims­far­aldri vegna kór­ónu­veirunn­ar. Við erum að horfa fram á nán­ast hrun í ferðaþjón­ustu næstu mánuðina og ljóst að áhrif­in verða einnig mik­il á aðrar at­vinnu­grein­ar, bæði hér á landi og er­lend­is. Bein störf við ferðaþjón­ustu eru um 25 þúsund á Íslandi og má ætla að hlut­ur er­lendra ferðamanna í verðmæta­sköp­un ferðaþjón­ustu sé hlut­falls­lega um 70%. Af­leiðing þessa get­ur með bein­um hætti haft áhrif á um 18 þúsund störf hér á landi. Ef ekk­ert er gert má gera má því ráð fyr­ir að at­vinnu­leysi vaxi mikið með til­heyr­andi áhrif­um á allt þjóðfé­lagið.Við höf­um kynnt fyrsta áfanga um­fangs­mik­illa aðgerða með það að mark­miði að verja efna­hags­lífið eins og hægt er. Aðgerðirn­ar eru fjöl­breytt­ar og lúta meðal ann­ars að sér­stök­um hluta­at­vinnu­leys­is­bót­um, frest­un og af­námi op­in­berra gjalda, sér­stök­um barna­bóta­auka með öll­um börn­um og end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts vegna fram­kvæmda.

Við þess­ar aðstæður er mark­miðið skýrt; að verja heim­il­in, fyr­ir­tæk­in og störf­in í land­inu.

Hluta­bæt­ur eru hryggj­ar­stykkið í aðgerðapakk­an­um

Fyr­ir nokkr­um dög­um samþykkti Alþingi frum­varp mitt um rétt til greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar í starf­semi vinnu­veit­enda, svo­kallaða hlutastar­fa­leið. Mark­miðið með laga­setn­ing­unni er ein­falt; að stuðla að því að vinnu­veit­end­ur haldi ráðning­ar­sam­bandi við starfs­menn sína eins og frek­ast er unnt. Mik­il verðmæti eru fólg­in í því fyr­ir sam­fé­lagið allt að sem flest­ir haldi virku ráðning­ar­sam­bandi við vinnu­veit­anda og hér verði kröft­ug viðspyrna þegar far­ald­ur­inn hef­ur gengið yfir.Helstu atriði frum­varps­ins eru eft­ir­far­andi:

• Allt að 75% hluta­bæt­ur – At­vinnu­rek­andi lækk­ar starfs­hlut­fall starfs­manns niður í að minnsta kosti 80% miðað við fullt starf, en þó ekki neðar en í 75% starfs­hlut­fall, og þá kem­ur ekki til skerðing­ar á at­vinnu­leys­is­bót­um. At­vinnu­rek­anda er óheim­ilt að krefjast vinnu­fram­lags um­fram nýtt starfs­hlut­fall.

• Allt að 90% heild­ar­launa – Greiðslur at­vinnu­leys­is­bóta skulu nema há­marki tekju­tengdra at­vinnu­leys­is­bóta í réttu hlut­falli við hið skerta starfs­hlut­fall. Laun frá vinnu­veit­anda og greiðslur at­vinnu­leys­is­bóta sam­an­lagt geta þó aldrei numið hærri fjár­hæð en 90% af meðaltali heild­ar­launa launa­manns miðað við þriggja mánaða tíma­bil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.

• Þak á sam­an­lagðar bæt­ur og laun 700.000 kr. – Laun frá vinnu­veit­anda fyr­ir hið minnkaða starfs­hlut­fall og at­vinnu­leys­is­bæt­ur geta sam­an­lagt aldrei numið hærri fjár­hæð en 700.000 kr. á mánuði.

• Laun allt að 400.000 kr. að fullu tryggð – Ein­stak­ling­ar með 400.000 kr. eða minna í laun á mánuði geta fengið greidd 100% af meðaltali launa.

• Náms­menn heyra und­ir lög­in – Náms­menn geta átt rétt á bót­um sam­kvæmt frum­varp­inu upp­fylli þeir að öðru leyti skil­yrði ákvæðis­ins. Hvet ég náms­menn til að kynna sér skil­yrðin á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

• Starfs­menn íþrótta­fé­laga og frjálsra fé­laga­sam­taka heyra und­ir lög­in – Starfs­menn og verk­tak­ar íþrótta­fé­laga og frjálsra fé­laga­sam­taka eiga rétt á hluta­greiðslu sam­hliða minnkuðu starfs­hlut­falli vegna tíma­bund­ins sam­drátt­ar í starf­semi vinnu­veit­enda.

• Sjálf­stætt starf­andi ein­stak­ling­ar heyra und­ir lög­in – Aðgerðir rík­is­ins eiga einnig við um sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga og gilda sömu skil­yrði um þá og starfs­fólk fyr­ir­tækja.

Lög­in eru tíma­bund­in og gilda út maí en við erum til­bú­in að bregðast við ef þess verður þörf. Nú þegar er búið að opna fyr­ir um­sókn­ir um slík­ar bæt­ur á vefsíðu Vinnu­mála­stofn­un­ar. Ég hvet at­vinnu­rek­end­ur til þess að minnka frek­ar starfs­hlut­fall starfs­fólks tíma­bundið í stað þess að grípa til upp­sagna. Störf­in ætl­um við að verja með öll­um til­tæk­um ráðum og með hlutastar­fa­leiðinni tryggj­um við að viðspyrn­an verður miklu kraft­meiri og snarp­ari þegar far­aldr­in­um lýk­ur.

För­um sam­an gegn­um skafl­inn!

Öll él stytt­ir upp um síðir og þegar birta tek­ur mun­um við þurfa alla þá viðspyrnu sem við náum til að ná fyrri styrk og von­andi gott bet­ur. Með æðru­leysi, kjarki og dugnaði kom­umst við gegn­um þessa tíma­bundnu erfiðleika. Pöss­um upp á þá sem standa okk­ur næst, nýt­um tækn­ina til sam­skipta og rækt­um lík­ama og sál eins og við get­um. Samstaða þjóðar­inn­ar hef­ur sjald­an verið mik­il­væg­ari og all­ir þurfa að leggja hönd á plóg. Sam­an för­um við í gegn­um skafl­inn.

Ásmundur Einar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtis fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2020.

Categories
Fréttir

1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir

Deila grein

25/03/2020

1150 milljóna kr. innspýting í menningu, íþróttir og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti mun verja viðbótar 750 milljónum kr. í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum, til að sporna við efnahagsáhrifum COVID-19 faraldursins. Þá verður 400 milljónum kr. varið í rannsóknartengd verkefni. Alls er því um ræða 1.150 milljónir kr., sem koma til viðbótar við fjárveitingar í fjárlögum ársins 2020.
„Það er mikilvægt að þessir fjármunir komist í umferð sem allra fyrst, svo afkoma fólks og félaga sem starfa á þessum sviðum verði betur tryggð. Við ætlum skapa störf fyrir fólk sem hefur orðið fyrir miklu tekjutapi vegna aðstæðna, og í leiðinni menningarverðmæti og þekkingu sem nýtist inn í framtíðina,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. „Þetta er veruleg innspýting í þessa mikilvægu starfsemi og aðgerðirnar eru umfangsmeiri en stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til af sama tilefni. Þetta er stór áfangi í þeirri baráttu að koma samfélaginu aftur á réttan kjöl, eftir skaðann sem COVID-19 hefur valdið. Við munum gera það sem þarf.“

Heimild: stjornarradid.is

Categories
Fréttir

„Með æðruleysi, kjarki og dugnaði komumst við í gegnum þessa tímabundu erfileika“

Deila grein

25/03/2020

„Með æðruleysi, kjarki og dugnaði komumst við í gegnum þessa tímabundu erfileika“

„Við Íslendingar höfum oft staðið frammi fyrir erfiðum verkefnum, og COVID -19 faraldurinn er eitt þeirra. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar allra og við munum öll þurfa að fórna einhverju á næstu vikum og mánuðum. Um helgina kynntum við umfangsmiklar aðgerðir sem munu veita öflugt mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn mun hafa á efnahag heimila og fyrirtækja,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í yfirlýsingu á Facebook í dag.

„Með æðruleysi, kjarki og dugnaði komumst við í gegnum þessa tímabundu erfileika. Pössum upp á þá sem standa okkur næst, nýtum tæknina til samskipta og pössum að rækta líkama og sál eins og við getum.
Og munum – við klárum þetta saman!“

Categories
Greinar

Flugstöð og varaflugvellir

Deila grein

25/03/2020

Flugstöð og varaflugvellir

Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. Mikilvægt er að bregðast hratt við en gera jafnframt langtímaáætlanir eins og kostur er í þessari erfiðu stöðu sem samfélagið glímir við. Halda áfram að byggja upp vegi, flugvelli og hafnir svo samfélagið verði í stakk búið þegar Covid-19 faraldurinn verður um garð genginn. Þrátt fyrir hrun í ferðaþjónustunni er brýn þörf fyrir uppbyggingu innviða og eru flugvellir einn af lykilþáttum fjárfestingarátaksins. Notum tímann vel og höldum áfram.

Akureyri og Egilsstaðir

Stækkun við flugstöð á Akureyri, flughlað á Akureyri og yfirlögn/malbik á Egilsstaðaflugvelli eru meðal fjölbreytta verkefna sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að verði hafist handa við strax. Áformað er að verja milli 500 til 600 milljónum í ár til undirbúnings. Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu. Á Egilsstöðum eykst rekstraröryggi Egilsstaðaflugvallar og flugöryggi á Íslandi almennt. Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.

Verkefnin eru arðbær. Þeim er hægt að flýta og þau skapa fjölbreytt störf með skömmum fyrirvara. Samgönguáætlun hefur gefið tóninn að þeim verkefnum sem munu líta dagsins ljós og munu auknir fjármunir verða settir í verkefni um allt land. Þegar fram í sækir mun samkeppnishæfni landsins eiga mikið undir góðum alþjóðlegum flugtengingum en fleiri hlið inn til landsins hafa verið á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.

Í nýrri flugstefnu sem ég mælti fyrir í samgönguáætlun er horft til lengri tíma og er rík áhersla lögð á að alþjóðaflugvellir landsins mæti sem best þörfum flugrekanda fyrir varaflugvelli og fleiri hliðum inn til landsins verði fjölgað sem geta notið góðs af ferðaþjónustu. Hjá ríkisstjórninni er síðan annað átak í undirbúningi sem tekur við á árunum 2021-2023 og mun flýting þessara framkvæmda sem og annarra samgönguframkvæmda birtast þar. Gerum það sem gera þarf og verum skynsöm.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Categories
Greinar

Mikilvægur stuðningur við námsmenn

Deila grein

25/03/2020

Mikilvægur stuðningur við námsmenn

Sam­fé­lagið tekst nú á við krefj­andi tíma, þar sem ýms­ir upp­lifa óvissu yfir kom­andi vik­um. Það á jafnt við um náms­menn og aðra, enda hafa tak­mark­an­ir á skóla­haldi reynt á en líka sýnt vel hvers mennta­kerfið er megn­ugt. Leik- og grunn­skól­ar taka á móti sín­um nem­end­um og fram­halds- og há­skól­ar sinna fullri kennslu með aðstoð tækn­inn­ar.Á vanda­söm­um tím­um er mik­il­vægt að tryggja vellíðan nem­enda og sporna við brott­hvarfi úr námi. Skóla­stjórn­end­ur, kenn­ar­ar, starfs- og náms­ráðgjaf­ar og fleiri hafa þegar brugðist við og gripið til aðgerða til að halda nem­end­um virk­um, til dæm­is með hvatn­ing­ar- og stuðnings­s­ím­töl­um, ra­f­ræn­um sam­skipt­um og fund­um, þar sem því hef­ur verið komið við.

Fyr­ir nokkr­um vik­um ákvað stjórn Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna, í sam­vinnu við mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti, að koma til móts við nem­end­ur með því að taka til greina ann­ars kon­ar staðfest­ingu skóla á ástund­un nem­enda en hefðbundn­um vott­orðum um ein­ing­ar sem lokið hef­ur verið við. Jafn­framt var ákveðið að náms­menn gætu sótt um auka­ferðalán vegna sér­stakra aðstæðna sem gætu komið upp vegna far­ald­urs­ins. Þessi fyrstu skref sýndu mik­inn sam­starfs­vilja hjá LÍN. Um viku síðar varð ljóst að tak­mörk­un á skóla­starfi yrði enn meiri en upp­haf­lega var ráðgert og aft­ur brást LÍN fljótt við, hækkaði tekju­viðmið, seinkaði inn­heimtuaðgerðum og breytti regl­um við mat á und­anþágum. Allt miðar þetta að því að sýna sveigj­an­leika og létta á áhyggj­um náms­manna við for­dæma­laus­ar aðstæður.

Þessi viðhorf eru mjög í anda frum­varps til nýrra laga um Mennta­sjóð náms­manna, sem miðar að því að bæta hag náms­manna. Frum­varpið er til meðferðar hjá Alþingi og verður vænt­an­lega að lög­um á þessu þingi. Það fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn, mun leiða til betri fjár­hags­stöðu náms­manna og lægri skulda­stöðu að námi loknu. Til dæm­is fá for­eldr­ar í námi fjár­styrk en ekki lán til að fram­fleyta börn­um sín­um. Jafn­framt er hvati til bættr­ar náms­fram­vindu, með 30% niður­færslu á láni ef námi er lokið inn­an til­tek­ins tíma. Það stuðlar að betri nýt­ingu fjár­muna, auk­inni skil­virkni og þjóðhags­leg­um ávinn­ingi fyr­ir sam­fé­lagið. Heim­ilt verður að greiða út náms­lán mánaðarlega og lánþegar geta valið hvort lán­in eru verðtryggð eða óverðtryggð.

Öll þessi atriði vega þungt á vog­ar­skál­un­um þegar kem­ur að því að styðja við náms­menn á erfiðum tím­um. Nú þurf­um við að gera það sem þarf, horfa fram á við og tryggja að námsstuðning­ur hins op­in­bera stuðli að jafn­rétti til náms.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. mars 2020.

Categories
Greinar

DAGUR NORÐURLANDANNA

Deila grein

23/03/2020

DAGUR NORÐURLANDANNA

Í dag, 23. mars er dagur Norðurlandanna. Því miður var ekki hægt að flagga fánum Norðurlandanna við Alþingishúsið, líkt og gert hefur verið sl. ár, vegna aðstæðna. En mig langar að þessu tilefni að stikla á stóru í sögu norræns samstarfs, stofnunar og starfsemi Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. En þess má geta að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gegnir nú stöðu samstarfsráðherra Norðurlandanna í ríkisstjórn Íslands og undirrituð gegnir stöðu forseta Norðurlandaráðs 2020 og er einnig formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á Alþingi. Norrænt samstarf hefur alltaf skipt Framsóknarflokkinn miklu máli og einnig verið ein af grunnstoðum í utanríkisstefnu Íslands frá stofnun lýðveldisins.

NORRÆN FÉLÖG OG VINABÆJARSAMSTARF
Fjöldi norrænna grasrótarsamtaka höfðu með sér samstarf þegar í lok 19. aldar. Grasrótarsamstarfið er enn þann dag í dag ein af meginstoðum formlega samstarfsins.

Norræna félagið var stofnað í Danmörku, Noregi og Svíþjóð árið 1919, á Íslandi árið 1922 og í Finnlandi 1924. Félögin hafa síðan verið drifkraftur í eflingu norræns samstarfs. Gott dæmi um norrænt samstarf er vinabæjasamstarfið. Árið 1948 voru viðræður um að stofna norrænt varnarbandalag en þeim viðræðum var slitið en Ísland, Danmörk og Noregur voru stofnaðilar NATO árið 1949.

Norðurlandaráð var svo stofnað árið 1952 af Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Finnland sem á þeim tíma var undir miklum áhrifum frá nálægðinni við Sovétríkin með Stalín við stjórnvölinn varð aðili að ráðinu árið 1955 þegar hinn nýi leiðtogi, Krústjoff, boðaði þíðu í alþjóðasamskiptum.

FRÍVERSLUNAR – EFTA

Á sjötta áratug síðustu aldar voru áætlanir um norrænt fríverslunarsvæði og norrænt tollasamband, en niðurstaðan varð sú að Svíþjóð, Noregur og Danmörk samþykktu að ganga í þau samtök sem urðu að fríverslunarsamtökunum EFTA árið 1960. Finnland gekk í EFTA árið 1961. Ísland gerðist aðili árið 1970, og í skamman tíma tilheyrðu norrænu ríkin öll sama fríverslunarsvæði.

Samstarfið var hins vegar nánara og meira skuldbindandi innan Evrópubandalagsins (EB). Í júlí 1961 ákvað Stóra-Bretland að sækja um aðild að EB. Danmörk og Noregur sóttu einnig um aðild á þessu tímabili. Aðildarviðræður voru stöðvaðar í janúar 1963.

UNDIRRITUN HELSINKISÁTTMÁLANS 1962

En hinar breyttu aðstæður undangenginna ára urðu til þess að efla enn frekar óskina um formlegan samning um norrænt samstarf. Sá samningur var gerður í Helsinki 23. mars 1962 og þessi „Norræna stjórnarskrá“ er því alltaf kölluð Helsinki-sáttmálinn.

Frá 1968 þar til í upphafi árs 1970 áttu sér stað viðræður um norrænt efnahagssamstarf innan ramma hins svokallaða Nordek. Ekkert varð úr samstarfinu því Finnar töldu sig ekki geta tekið þátt vegna tengsla við Sovétríkin. Þessi misheppnaða tilraun hafði engu að síður annað í för með sér: Stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar árið 1971, sem er samstarfsvettgangur allra ráðherra norrænna ríkisstjórna.

INNGANGA Í ESB

Frá 1. janúar 1973 varð eitt Norðurlandanna, Danmörk, aðili að Evrópubandalaginu en hin fjögur voru utan bandalagsins. Norræna ráðherranefndin var einmitt stofnuð með það að markmiði að viðhalda norrænu samstarfi við þessar aðstæður.

Anker Jørgensen sem var forsætisráðherra Danmerkur flest árin fram til 1982 skrifaði í eftirmála við útgáfu á dagbóka sinna frá forsætisráðherratíðinni, að Danmörk gleymdi ekki norrænu samstarfi þrátt fyrir að vera komnir í evrópskt samstarf:

„Þvert á móti reyndum við á einhvern hátt að byggja brú milli Norðurlanda og Evrópu og það var líka það sem hin Norðurlöndin óskuðu eftir.“

Árið 1994 var kosið um aðild að ESB í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Kjósendur í Finnlandi og Svíþjóð samþykktu aðild, en meirihluti norskra kjósenda hafnaði henni í annað sinn. Svíþjóð og Finnland ásamt Austurríki gengu í ESB 1. janúar 1995.

UNDIR SAMA ÞAKI Í BERLÍN

Í október tóku norrænu ríkin fimm í notkun sameiginlega sendiráðsbyggingu í Berlín sem aftur var orðin höfuðborg Þýskalands. Árið 2007 myndaði Sambandsþingið í Berlín umgjörð hinnar árlegu þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins, PSPC, þar sem Norðurlandaráð hefur verið afar virkt allt frá fyrstu ráðstefnunni í janúar 1991 – hálfu ári fyrir fall Sovétríkjanna. Allt Eystrasaltssvæðið, að frátöldu rússneska yfirráðasvæðinu í kringum Pétursborg og Kalíníngrad, á nú aðild að ESB. Enn er afar náið samband milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en framtíðin mun leiða í ljóst í hvaða átt norrænt samstarf mun þróast.

SAMSTAÐA Á ERFIÐUM TÍMUM

Samstarf Norðurlandanna hefur ekki aðeins snúist um verslunar og viðskipti og alþjóðasamninga, heldur hefur norrænn almenningur sýnt hlýhug í verki á margan hátt þegar vinaþjóðir hafa átt í erfiðleikum. Dæmi um það eru t.d. þegar Íslendingar sendu matarböggla til bágstaddra barna í Noregi eftir síðari heimsstyrjöldina. Norðurlöndin sendu Íslendingum margvíslega aðstoð eftir gosið í Vestmannaeyjum 1973. Ríkisstjórnir norrænu landanna veittu m.a. háan fjárstyrk sem skyldi verja til að útvega nýtt húsnæði handa þeim sem höfðu orðið að flýja úr Eyjum. Seint gleymist rausnarskapur Færeyinga eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík árið 1995. Norðurlöndin aðstoðuðu okkur eftir efnahagshrunið 2008 þegar önnur og stærri ríki neituðu hjálparbeiðnum okkar, ef frá eru taldir Pólverjar. Árið 2009 þegar hamfaraflóðin gengu yfir Asíu sendu Íslendingar flugvél til Tælands til að sækja slasaða Svía. Þetta eru aðeins örfá dæmi um norrænt samstarf og vináttu síðustu áratugi.

COVID-19

Yfirstandandi COVID-19 faraldur hefur undanfarið sett einstaklinga, fyrirtæki, ríki og allt alþjóðasamfélagið í óþekkta stöðu. Við þurfum á nágrönnum okkar að halda til að miðla upplýsingum og þekkingu sem er sérstaklega mikilvæg á tímum sem þessum. Nágrannar okkar í norðri eru nú sem fyrr, okkar mikilvægustu bandamenn. Ekki bara nú, á meðan COVID-19 veiran gengur yfir, heldur ekki síður þegar við hefjumst handa við að endurreisa þá samfélagslegu burðarstólpa sem sköðuðust.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs.