Categories
Fréttir

Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir lista Framsóknar í Árborg

Deila grein

30/03/2022

Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir lista Framsóknar í Árborg

Framboðslisti Framsóknarflokksins var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Tryggvaskála í kvöld.

Í 2. sæti listans er Ellý Tómasdóttir, stjórnandi og 3. sætið skipar Gísli Guðjónsson, leiðbeinandi.

Listinn er þannig skipaður:

1. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur
2. Ellý Tómasdóttir, MS í mannauðsstjórnun og forstöðukona
3. Gísli Guðjónsson, Búfræðingur og BSc í búvísindum
4. Díana Lind Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri.
5. Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Rakel Svandísardóttir, umhverfisskipulagsfræðingur og kennari
7. Arnar Páll Gíslason, vélfræðingur og bráðatæknir
8. Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, sérfræðingur á sviði kjaramála
9. Óskar Örn Hróbjartsson, tamningamaður og reiðkennari
10. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og kennari í FSU
11. Páll Sigurðsson, skógfræðingur
12. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri
13. Marianne Ósk Brandsson-Nielsen, fv. heilsugæslulæknir
14. Björn Hilmarsson, fangavörður
15. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður
16. Gísli Geirsson, fyrrverandi bóndi og rútubílstjóri
17. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Arnþór Tryggvason, rafvirki
19. Inga Jara Jónsdóttir, teymisstjóri í félagsþjónustu
20. Þorvaldur Guðmundsson, ökukennari
21. Sólveig Þorvaldsdóttir,jarðskjálfta-  byggingaverkfræðingur
22. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður

Áherslur Framsóknar fyrir Sveitarfélagið Árborg í bæjarstjórnarkosningum 2022

Grunnstefna Framsóknar í Árborg er að skapa leiðandi samfélag á Suðurlandi á sviðum atvinnu-, mennta- og menningarmála. Árborg verði fyrirmyndar samfélag þar sem samfélagslegt öryggi, fjármálastjórn og umhirða sveitarfélagsins ásamt mannrækt í formi íþrótta og heilsueflingar verði leiðandi á landsvísu.

 

Fræðslu og menntamál

Þjónustutrygging og jafnræði í þjónustu við börn.

Framsókn leggur ríka áherslu á samþættingu menntunar og fjölskyldumála. Ný og endurskoðuð menntastefna verði í samræmi við þarfir íbúa og þróun byggðar. Framsókn vill að skóli sé fyrir alla þar sem virðing og umhyggja einkenna starfsumhverfi barna og kennara með öflugu samtali allra sem að menntun koma. Lögð er áhersla á sköpun, einstaklingsmiðað nám þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín auk fyrirmyndaraðstöðu, óháð því hvaða áskoranir eru fyrir hendi. Þetta eru meginforsendur fyrir því að við bjóðum upp á árangursríka menntun á öllum stigum börnunum okkar til heilla. 

Við ætlum að:

  • Stytta biðlista eftir leikskólaplássi með það að markmiði að öll börn frá 18 mánaða aldri komist inn.
  • Þrýsta á aukna fjárveitingu frá ríkinu vegna þeirra skyldna sem lagðar eru á sveitarfélögin með gegnsæju samtali.
  • Leggja ríka áherslu á snemmtæka íhlutun í menntakerfi sveitarfélagsins.
  • Framsókn vill að komið verði á þjónustutryggingu, sem þýðir að ef einstaklingur fær ekki heilbrigðis- eða félagsþjónustu hjá hinu opinbera er honum vísað til einkaaðila, samanber danska módelið.
  • Tryggja Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri framtíðarhúsnæði sem mætir þörfum barna og starfsmanna við skólann.
  • Stuðla að bættu starfsumhverfi og bættri starfsaðstöðu í skólum Árborgar.

 

 

Velferðar og fjölskyldumál

Fjölskyldan er grundvöllur öflugs samfélags og hana ber að styrkja.

Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og hefur snertiflöt við alla starfsemi sveitarfélagsins. Huga þarf að velferð fjölskyldunnar í hvívetna. Félagsþjónusta og málefni aldraðra eru á ábyrgð sveitarfélagsins og þá þjónustu þarf að veita af alúð og myndarskap. Framsókn leggur ríka áherslu á að vera leiðandi í jafnréttismálum og mun hafa það til grundvallar við útdeilingu verkefna í sveitarfélaginu. 

Við ætlum að:

  • Mæta fjölskyldunni
  • Með heimgreiðslum að loknu fæðingarorlofi og þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða daggæslu, allt að 18 mánaða ásamt því að veita aðhald og hvatningu til ríkisvaldsins um framlengingu fæðingarorlofs.
  • Efla félagsþjónustu og styrkja einstaklinginn til sjálfstæðra starfa og virðisauka með það að markmiði að hver og einn nái að blómstra í samfélaginu óháð því hvaða áskoranir hver og einn býr við. 
  • Auka virðingu og skilning á milli mismunandi menningarheima og stuðla að fjölbreyttu og umburðarlyndu samfélagi.
  • Fjölga búsetuúrræðum fyrir aldraða, efla heimaþjónustu og búa til aðstæður fyrir þann mikilvæga hóp til að lifa sjálfstæðu lífi þar sem grunnþjónusta er til fyrirmyndar.
  • Hefja samtal við ríkið um að efla fæðingarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og tryggja öfluga og örugga fæðingardeild.
  • Gera stórátak í aðgengismálum fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, samþætta og endurskoða þjónustu við fatlaða. Mikilvægt er að halda áfram samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög við uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlaða. 
  • Setja öryggið á oddinn
  • Tryggjum öryggi íbúa Árborgar. Það gerum við í samvinnu við ríkið með öflugri starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og að stofnunin verði öflug kennslustofnun í Heilbrigðisvísindum.
  • Tryggja öfluga utanspítalaþjónustu og stuðla að greiðum aðgangi að heimilislækni fyrir alla.

 

Íþrótta-, frístunda- og menningarmál

Að ná árangri er ákvörðun og við ætlum að taka ákvörðun.

Framsókn hvetur til íþrótta- tómstunda og frístundastarfs. Fjölbreytt menningar- og íþróttastarf er forsenda gjöfuls lífs í sveitarfélaginu. Öflugt samfélag byggist upp á því að allir hafi jöfn tækifæri til að vaxa og dafna hver á sínum forsendum. Það gildir bæði í afreksstarfi eða fyrir félagslega þróun og gleðina sem fylgir því taka þátt í íþrótta- og frístundastarfi. Þannig getur sveitarfélagið stuðlað að jákvæðri ímynd og bættri sjálfsmynd allra.

Við ætlum að:

  • Jafna leikinn
  • Aukið aðgengi barna, unglinga og aldraðra að íþrótta- og frístundastarfi óháð efnahag. 
  • Framsókn vill aukið samtal og samstarf sveitarfélagsins við hlutaðeigandi aðila um íþróttaiðkun og frístundastarf barna og ungmenna.
  • Skapa samfélag í fararbroddi varðandi aðstöðu fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi til dæmis með gerð reiðstíga, íþróttamannvirkja eða göngustíga. 
  • Búa til samfellu skólastarfs, íþrótta og frístundastarfs og stytta þar með starfsdag barnanna okkar og auka samverustundir fjölskyldunnar.

Atvinnumál

Vinna, vöxtur, velferð – öflugt atvinnulíf er grunnforsenda að öflugu velferðarkerfi.

Göngum skörulega til verka og ráðumst af krafti í uppbyggingu atvinnulífs í Árborg með opnu samtali við ríkið um tilflutning starfa og uppbyggingu tækifæra um óstaðbundinn störf. Framsókn leggur áherslu á að skipuleggja nýjar íbúða- og atvinnulóðir til að mæta íbúafjölgun í samfélaginu. Samhliða því tryggjum við vöxt núverandi fyrirtækja sveitarfélagsins.

Við ætlum að:

  • Fjölga opinberum störfum með staðsetningu í Árborg.
  • Gera Árborg eftirsóknarverða staðsetningu fyrir fyrirtæki.
  • Framsókn vill hvetja til atvinnuuppbyggingar í orði og á borði með því að veita 75% endurgreiðslu á gatnagerðagjöldum vegna byggingar á atvinnuhúsnæði í sveitarfélaginu.
  • Vera leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu og gera Árborg að ferðamálamiðstöð Suðurlands og vera í fararbroddi í öflugri ferðaþjónustu.

Umhverfis og skipulagsmál

Árborg verði leiðandi samfélag með metnaðarfulla umhverfisstefnu.

Framsókn vill stuðla að gagnsæi skipulagsmála í Árborg og ákvarðanir um úthlutun gæða séu opinberar. Aðalskipulag taki mið af hagsmunum íbúa og gatnagerð sé metin út frá umferðaröryggi. Með tilkomu nýrrar Ölfusárbrúar verði skipulag endurskoðað til að tryggja öryggi íbúa og greiðar samgöngur gangandi, hjólandi og akandi um helstu umferðaræðar sveitarfélagsins. Við skipulag frekari íbúðarbyggðar í sveitarfélaginu verði hugað að því hvernig uppbygging skólamála skuli háttað í samræmi við íbúaþróun. Sett verði skýr stefna og markmið með það að leiðarljósi að tryggja hnökralausa innviði og þjónustu sveitarfélagsins. Framsókn vill að horft sé til framtíðar við uppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu og að hagaðilar séu fengnir að borðinu og hlustað á þá sem starfa og læra í umhverfinu.

Við ætlum að:

  • Endurskoða aðalskipulag Árborgar með tilliti til þróunar undanfarinna ára og leggjum áherslur á komandi áratugi við skipulagningu íbúðahverfa, atvinnu- og frístundasvæða.Tökum höndum saman.
  • Stuðla að Framsókn í skipulagi 
  • Unnið verði að svæðisskipulag fyrir alla Árnessýslu með það að markmiði að svæðið verði skilgreint sem eitt atvinnu- og búsetusvæði. Komið verði á samtali við nærliggjandi sveitarfélög um samþættingu þjónustu líkt og almenningssamgangna.
  • Aðlaga sorphirðu og flokkun betur að þörfum íbúa sveitarfélagsins og fýsileiki djúpgámakerfis skoðaður.
  • Fræða og hvetja alla til að taka þátt í því að ganga vel um náttúruna og nærumhverfi. Árborg setji sér háleit og framsækin markmið í loftslagsmálum. 
  • Verða leiðandi á landsvísu í baráttunni við náttúru- og loftslagsvá.
  • Leggja áherslu á að börn í Árborg fræðist um sjálfbærni og efla færni þeirra til að skilja umhverfi sitt og þau hvött til að hafa áhrif.
  • Vinna að því að bæta aðstæður fyrir hundaeigendur
  • Ráðast án tafar í framtíðarlausnir í fráveitumálum.
  • Hlúa að landbúnaði í sveitarfélaginu Árborg með því að standa vörð um gott landbúnaðarland innan sveitarfélagsins.
  • Grundvallar réttur íbúa er aðgangur að heitu og köldu vatni sem þarf að tryggja.
  • Bæta umhverfisumhirðu í Árborg og beina starfskröftum sveitarfélagsins enn frekar í átt að skipulagi og framkvæmd á fegrun sveitarfélagsins.

Stjórnsýsla og fjármál

Gagnsæ og fagleg stjórnsýsla

Fagleg ráðdeild við uppbyggingu innviða og metnaður í fjármálastjórnun er nauðsynlegur samhliða auknum vexti. Grundvöllur að áframhaldandi vexti liggur í öflugri og afkastamikilli stjórnsýslu ásamt ábyrgri fjárstýringu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum með nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum samfélagsins. 

Við ætlum að: 

  • Stuðla að hagræðingu í eignum sveitarfélagsins og innkaupum fasteignaverkefna samhliða því að tryggja gæði.
  • Gera ákvarðanir um fjárfestingar, lántöku og fjármál sveitarfélagsins aðgengilegri og skiljanlegri fyrir íbúa.
  • Stuðla að opnu samtali stjórnvalda í Árborg við íbúa sveitarfélagsins. Bætt upplýsingaflæði og skýr framsetning fundargerða er mikilvæg til að íbúar séu meðvitaðir um framgang verkefna og ákvarðanir bæjarstjórnar.

Categories
Fréttir

„Fæðuöryggi í heiminum er ógnað, bæði hér heima og erlendis“

Deila grein

29/03/2022

„Fæðuöryggi í heiminum er ógnað, bæði hér heima og erlendis“

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að áhrifa innrásar Rússa í Úkraínu gæti víða. „Fæðuöryggi í heiminum er ógnað, bæði hér heima og erlendis. Miklar áhyggjur eru af keðjuverkandi áhrifum innrásarinnar. Staðan var nú þegar slæm vegna undangengins heimsfaraldurs og nú bætir í bakkafullan lækinn. Íslensk matvælaframleiðsla treystir á mikilvæg innflutt aðföng, svo sem hráefni til fóðurgerðar, áburð, og olíu. Í skýrslunni „Fæðuöryggi á Íslandi“ frá árinu 2021 segir, með leyfi forseta:

„Stríð eru sennilega sú tegund „hamfara“ sem líklegast er að geti á skjótan hátt stöðvað innflutning á fóðri.“

Í sömu skýrslu er farið yfir hvaða afleiðingar fóðurskortur hefur í för með sér hér á landi. Ef allt fer á versta veg vofir yfir framleiðslustöðvun í eggja-, alifugla- og svínarækt ásamt því að draga þarf verulega úr framleiðslu í mjólkuriðnaði og nautgripa- og sauðfjárrækt. Staðan er því grafalvarleg. Uppistaðan í dýrafóðri er korn. Því vil ég spyrja hæstv. matvælaráðherra: Er til staðar viðbragðsáætlun til að bregðast við ástandinu sem nú vofir yfir og hvernig getum við tryggt aðgengi að lykilaðföngum til innlendrar matvælaframleiðslu næsta árið?“

Categories
Fréttir

Fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu

Deila grein

29/03/2022

Fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður, var málshefjandi í umræðu um fæðuöryggi þjóðarinnar í ljósi stríðsins í Úkraínu.

Áherslupunktar og spurningar Þórarins Inga í þessari umræðu voru fimm talsins og fór hann yfir þá.

  1. Hvaða vinna á sér stað hjá Þjóðaröryggisráði og öðrum hagvörnum til þess að tryggja fæðuöryggi í landinu?
  2. Er þörf á því að setja af stað sérstaka vinnu sem greinir og metur viðbrögð við hækkandi matar- og afurðarverði hér á landi út af þeim aðstæðum sem nú eru uppi?
  3. Hefur ráðherra gert áætlanir um að tryggja samvinnu milli matvælaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis svo hægt sé að meta áhrif þessara aðstæðna á þjóðina?
  4. Með hvaða hætti ætlar ráðherra að aðstoða bændur til þess að bregðast við þessu óvenjulega ástandi?
  5. Telur ráðherra þörf á því að efla innlenda matvælaframleiðslu með einhverjum hætti til þess að bregðast við ástandinu og mun ráðherra beita sér fyrir því?

Ef við skilgreinum fæðuöryggi er eftirfarandi skilgreining til, með leyfi forseta:

„Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.“

Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi sem kom út árið 2021, virkilega ljómandi góð skýrsla og hvet ég þingheim allan til að lesa hana, segir, með leyfi forseta:

„Eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga er háð fjórum meginforsendum: […]

að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar, að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri, að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld.“

Mikilvægasti punkturinn af þessum fjórum er að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, svo sem fiskstofnar og land til ræktunar.

„Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og í ljósi ástandsins í heiminum í dag, getur sú staða komið upp að aðgengi að aðföngum til matvælaframleiðslu getur brugðist. Eitt af þessum mikilvægu aðföngum er áburður. Hann er gríðarlega mikilvægur t.d. til kornframleiðslu og til að hámarka framleiðsluna,“ sagði Þórarinn Ingi.

Áburðarframleiðsla er orkufrek en orkuverð hefur einnig rokið upp og áburðarverð hefur tvöfaldast á einu ári. Nú eru horfur á því og stefnir í það að áburðarverð komi til með að hækka enn meira. Samspil milli áburðarverðs og matvælaverðs er þannig að það helst yfirleitt alltaf í hendur. Það er raunverulega sú staða sem við horfum á núna. Það getur líka orðið uppskerubrestur eins og t.d. var núna í Kína á síðasta ári þar sem voru mikil flóð og það var mun minni framleiðsla, og einnig var mun minni framleiðsla í Bandaríkjunum á síðasta ári vegna þurrka. Síðan bætist stríðið við.

Í niðurlagi skýrslunnar um fæðuöryggi segir, með leyfi forseta:

„Allar greinar fæðuframleiðslu á Íslandi eiga það sammerkt að þær byggja á þekkingu sem er til staðar í landinu og framleiðsluaðferðum sem lúta reglum sem hér gilda. Til að þessar greinar haldi velli þurfa þær að búa við ásættanlega afkomu. Innflutningur á þeim vörum sem gefa versluninni mesta framlegð getur orðið til þess að framleiðsla í heilli búgrein leggst af. Búgreinarnar eru háðar hverri annarri, ef ein þeirra leggst af getur fjarað fljótt undan öðrum.“

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sagði þetta stórmál.

Fjallað er um fæðuöryggi í þjóðaröryggisstefnunni sem samþykkt var 2016. Í eftirlitsskýrslu þjóðaröryggisráðs sem gefin var út um tímabilið 2019–2020 kemur fram að það liggi fyrir undirbúningur að gerð fæðuöryggisstefnu, að hefja fæðuöryggisstefnu, en eins hafi verið kynnt ný matvælastefna til ársins 2030 ásamt aðgerðaáætlunum.

„Í skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum, sem gefin var út í febrúar 2021, og mér finnst ágætt að vekja athygli á þessu, kemur fram að helstu ógnir við fæðuöryggi sé hversu háð matvælaframboð og framleiðsla er innflutningi aðfanga, svo sem fóðurs, áburðar og umbúða og eins olíubirgða í tilfelli fiskveiða. Hátt hlutfall matvæla komi að utan og innlend matvælaframleiðsla sé háð þessum innflutningi á aðföngum, eins og ég nefndi hér. Þá benti þjóðaröryggisráð á að mikilvægt væri að stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og gera reglulegar úttektir á matvælabirgðum í því skyni að tryggja lágmarksviðmið um birgðir í landinu.

Í stefnu almannavarna og öryggismálaráðs er einnig fjallað um nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar og er unnið að því núna undir forystu forsætisráðuneytis að skilgreina viðmið fyrir nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu þjóðar á neyðartímum. Þá höfum við einnig ákveðið að uppfæra mat ráðsins á þjóðaröryggismálum með hliðsjón af þeirri stöðu sem er komin upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Matvælaráðuneytið fylgist mjög grannt með þróun matar- og afurðaverðs í kjölfar innrásarinnar og hefur verið í sambandi við matvælaframleiðendur, birgja og hagsmunasamtök. Starfshópurinn sem ég vísaði til áðan vinnur hins vegar að því að móta tillögur að viðbragðsáætlun eða skipulagi þar sem er skilgreint er hvað skuli teljast til neyðarbirgða og umfang og skyldu til nauðsynlegs birgðahalds og leiðir til að tryggja nauðsynlega birgðastöðu. Hann er ekki eingöngu að fjalla um matvæli. Hann er líka að fjalla, eins og hefur komið fram í máli mínu í dag, um lyf og lækningavörur, eldsneyti og nauðsynlegar birgðir varahluta til að tryggja öryggi fjarskipta og rafmagns. Það er svona víðtækara hlutverk.

Hv. þingmaður nefndi mikilvægi þess að við mótum okkur langtímastefnu í þessum málum og vitnaði hér til góðrar skýrslu sem Landbúnaðarháskólinn vann um fæðuöryggi. Ég er algjörlega sammála því að sú skýrsla er góð og hefur Landbúnaðarháskólanum verið falið að vinna drög að fæðuöryggisstefnu fyrir Ísland og drög að henni eigi að liggja fyrir í apríl næstkomandi. Þannig að við eigum von á stefnumótun sem byggir á þessari ágætu skýrslu. Hv. þingmaður fór nú yfir ýmis atriði úr henni þannig að ég ætla ekki að endurtaka það. En það er áhugavert að sjá hve mikil sóknarfæri við eigum í matvælaframleiðslu í þeim greinum þar sem við erum ekki sjálfum okkur nóg. Mér er náttúrlega tíðrætt hér um grænmetisræktun og við höfum verið að gefa í þar. Það held ég að sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi breyttra neysluvenja, en 43% af því grænmeti sem við neytum er innlend framleiðsla og það er mjög mismunandi milli einstakra tegunda. Að sjálfsögðu borðum við meira af innlendum kartöflum og rófum, en t.d. í tilfelli blómkáls þá minnir mig að yfir 90% séu innflutt. Þarna eigum við mikil tækifæri í að gera miklu betur, fyrir utan auðvitað í kornræktinni, sem er um 1% af heildarneyslu.

Þegar kemur hins vegar að kjöti, eggjum og mjólkurvörum þá sér búfjárrækt okkur fyrir 90% plús, upp í 99% þegar kemur að mjólkurvörunum. Hins vegar eru framleiðslugreinar mjög misháðar þessum aðföngum sem ég nefndi hér áðan og áhrif af skorti á einhverjum af þessum aðföngum eru mismikil eftir greinum. Til að mynda eru alifugla- og svínarækt háðar innfluttu fóðri. Slíkur skortur myndi ekki hafa áhrif á lambakjötsframleiðslu. Þetta þurfum við því að setja niður fyrir okkur: Hversu háðar eru greinarnar innfluttum aðföngum og hvað þarf að gera til þess að draga úr því hæði, svo að ég orði það nú með þessum hætti? Það sama á í raun og veru við um fiskveiðarnar sem eru háðar innflutningi á eldsneyti o.s.frv,“ sagði forsætisráðherra.

Categories
Fréttir

„Sveitarfélögin mega ekki vera dragbítur í baráttunni við húsnæðisvandann“

Deila grein

29/03/2022

„Sveitarfélögin mega ekki vera dragbítur í baráttunni við húsnæðisvandann“

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, sagði í umræðu um „framtíð félagslegs húsnæðis“ á Alþingi í liðinni viku að nauðsynlegt væri að skilgreina ábyrgð sveitarfélaganna þegar kemur að því að tryggja framboð félagslegs húsnæðis sem og annars húsnæðis.

„Það liggur fyrir að sveitarfélögin þurfa að tryggja að byggt verði nóg þannig að framboð á húsnæði, og þá líka félagslegu húsnæði, verði nægjanlegt. Sveitarfélögin mega ekki vera dragbítur í baráttunni við húsnæðisvandann,“ sagði Hafdís Hrönn.

Nefndi hún sem dæmi Reykjavíkurborg sem hefur lýsir því yfir að 1.000 íbúðum verði úthlutað í ár þegar þörfin er rúmlega 4.000.

„Það þarf að spýta í lófana ef stefnan er að bæta húsnæðismarkaðinn og stuðla að betri framtíð hans í heild.“

Sagði hún mikilvægt að tryggja framboðið og dreifa því þvert yfir landið en einnig mætti horfa til frekari útvíkkunar á hlutdeildarlánunum sem komið var á fót fyrir tilstilli Framsóknar á síðasta kjörtímabili.

Categories
Fréttir

Einar Eðvald leiðir B-lista Framsóknar í Akrahreppi og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Deila grein

28/03/2022

Einar Eðvald leiðir B-lista Framsóknar í Akrahreppi og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

B-listi Framsóknarflokksins býður fram eftirfarandi lista í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí 2022.

Categories
Fréttir

Guðveig Eyglóardóttir leiðir lista Framsóknar í Borgarbyggð í þriðja sinn

Deila grein

26/03/2022

Guðveig Eyglóardóttir leiðir lista Framsóknar í Borgarbyggð í þriðja sinn


Gríðarleg stemming og jákvæðni var í loftinu í gærkvöldi þegar framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð var kynntur. Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann þriðja kjörtímabilið í röð. Í öðru sæti er Davíð Sigurðsson, sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdarstjóri og í því þriðja Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi. Þá þakkaði fundurinn Finnboga Leifssyni sérstaklega fyrir sitt starf síðustu áratugi með dynjandi lófaklappi, en hann skipar nú heiðurssæti listans.

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð fyrir n.k. sveitarstjórnarkosningar er eftirfarandi:


1 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
2 Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
3 Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi
4 Eva Margrét Jónudóttir, sérfræðingur hjá Matís
5 Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
6 Þórður Brynjarsson, búfræðinemi
7 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
8 Weronika Sajdowska, kennari og þjónn
9 Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu
10 Þorsteinn Eyþórsson, eldir borgari
11 Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur
12 Erla Rúnarsdóttir, leikskólakennari
13 Hafdís Lára Halldórsdóttir, nemi
14 Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
15 Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks
16 Orri Jónsson, verkfræðingur
17 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður
18 Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi

Categories
Fréttir

Hrönn leiðir B-lista í Ölfusi

Deila grein

25/03/2022

Hrönn leiðir B-lista í Ölfusi

Hrönn Guðmundsdóttir, skógfræðingur, leiðir B-lista Framfarasinna í Ölfusi í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Listinn samanstendur af öflugum hópi íbúa, bæði úr þéttbýli og dreifbýli Ölfuss. Frambjóðendurnir eru með fjölbreyttan bakgrunn og eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á samfélagsmálum og metnað til að vinna að bættu samfélagi og vönduðum vinnubrögðum, að því er segir í tilkynningu frá framboðinu.

Listinn er þannig skipaður:
1. Hrönn Guðmundsdóttir, 62 ára skógfræðingur.
2. Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, 47 ára húsasmíðameistari.
3. Gunnsteinn R. Ómarsson, 51 árs skrifstofustjóri.
4. Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, 37 ára hegðunarráðgjafi.
5. Hlynur Logi Erlingsson, 28 ára stuðningsfulltrúi.
6. Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, 33 ára kennaranemi.
7. Emil Karel Einarsson, 28 ára sjúkraþjálfari.
8. Sigrún Theodórsdóttir, 55 ára félagsliði.
9. Arnar Bjarki Árnason, 44 ára vél- og orkutæknifræðingur.
10. Helga Ósk Gunnsteinsdóttir, 19 ára framhaldsskólanemi.
11. Axel Orri Sigurðsson, 25 ára stýrimaður og hundaþjálfari.
12. Steinn Þór Karlsson, 83 ára búfræðingur.
13. Jón Páll Kristófersson, 51 ára rekstrarstjóri.
14. Anna Björg Níelsdóttir, 52 ára bókari.

Categories
Fréttir

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra

Deila grein

25/03/2022

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra

Framboðslisti Framsóknar og stuðningsmanna þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí n.k. var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga í kvöld.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Björgvin Óskar Sigurjónsson, byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Gunnar Ásgeirsson, vinnslustjóri hjá Skinney Þinganesi og í fjórða sæti er Gunnhildur Imsland, heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

Listann skipar kraftmikill hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem brennur fyrir öflugu og góðu samfélagi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framundan eru fundir með íbúum um málefni sveitarfélagsins þar sem áhugasömun gefst tækifæri til að taka þátt í sefnu framboðsins og þau verkefni sem framundan eru.

Listinn í heild sinni:

1. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 53 ára. Hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs.

2. Björgvin Óskar Sigurjónsson, 40 ára. Byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi.

3. Gunnar Ásgeirsson, 31 árs. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

4. Gunnhildur Imsland, 53 ára Heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

5. Íris Heiður Jóhannsdóttir, 46 ára. Framkvæmdastjóri IceGuide ehf.

6. Finnur Smári Torfason, 35 ára. Tölvunarfræðingur hjá Kivra.

7. Þórdís Þórsdóttir, 39 ára. Sérkennari hjá Grunnskóla Hornafjarðar.

8. Bjarni Ólafur Stefánsson, 36 ára. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

9. Guðrún Sigfinnsdóttir, 50 ára. Móttökuritari hjá HSU á Höfn.

10. Arna Ósk Harðardóttir, 53 ára. Skrifstofumaður hjá Rafhorn ehf.

11. Lars Jóhann Andrésson Imsland, 47 ára. Framkvæmdastjóri East Coast Travel ehf.

12. Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, 50 ára. Leikskólakennari á Sjónarhóli á Höfn.

13. Nejra Mesetovic, 25 ára. Ferðamálafræðingur og verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands.

14. Ásgrímur Ingólfsson, 54 ára. Skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF-250 og forseti bæjarstjórnar.

Categories
Fréttir

Jóhanna Ýr skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar í Hveragerði

Deila grein

25/03/2022

Jóhanna Ýr skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar í Hveragerði

Framsókn í Hveragerði kynnti framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á fjölmennum fundi á Gróðurhúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði, leiðir listann en í öðru sæti er Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Þjóðskrá Íslands.

Framsókn bauð fram fyrir fjórum árum undir merkjum Frjálsra með framsókn og fékk þá einn bæjarfulltrúa kjörinn. Það var Garðar R. Árnason en hann fór í leyfi á miðju kjörtímabili og Jóhanna Ýr tók þá sæti í bæjarstjórn. Garðar skipar heiðurssæti listans.

Listi Framsóknar í Hveragerði er þannig skipaður:
1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
2. Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri
3. Andri Helgason, sjúkraþjálfari og eigandi Tinds sjúkraþjálfun
4. Lóreley Sigurjónsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Fitnessbilsins
5. Thelma Rún Runólfsdóttir, háskólanemi og leiðbeinandi á leikskóla
6. Snorri Þorvaldsson, lögreglumaður
7. Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
8. Arnar Ingi Ingólfsson, byggingarfræðingur og húsasmíðameistari
9. Hanna Einarsdóttir, háskólanemi og söngkona
10. Halldór Karl Þórsson, körfuknattleiksþjálfari
11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
12. Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistarkennari og kórstjóri
13. Magnea Ásdís Árnadóttir, eftirlaunaþegi
14. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og fyrrv. bæjarfulltrúi

Categories
Fréttir

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra

Deila grein

25/03/2022

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 var samþykktur á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Rangæinga í dag.

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Rafn Bergsson, bóndi í Hólmahjáleigu A-Landeyjum, í þriðja sæti er Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri og fjórða sæti skipar Guri Hilstad Ólason kennari.

Uppstillingarnefnd, skipuð Bergi Pálssyni og Sigrúnu Þórarinsdóttur, hefur undanfarnar vikur unnið að uppstillingu listans. Óskað var eftir áhugasömum einstaklingum sem vildu taka sæti á listanum og fóru viðtökur langt fram út væntingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá framboðinu.

„Listinn er skipaður kraftmiklu fólki á öllum aldri úr Rangárþingi eystra. Þeir sem skipa listann koma úr mismunandi stéttum samfélagsins með fjölbreyttan bakgrunn. Öll höfum við þann metnað að vinna af krafti við að styrkja og efla okkar góða samfélag.Við hlökkum til komandi vikna í kosningabaráttunni og vonumst til að kosningabaráttan verði háð á drengilegan hátt þar sem málefnin og hagsmunir sveitarfélagsins verða hafðir að leiðarljósi. Við teljum að það sé mikilvægt að heyra raddir sem flestra og því viljum við eiga gott samtal við íbúa Rangárþings eystra. Við munum auglýsa opna fundi okkar þar sem íbúum er boðið að koma og hafa áhrif á þau stefnumál sem við munum leggja upp með,“ segir í tilkynningunni.

Framboðslisti Framsóknar- og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra er þannig skipaður:


1. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri
2. Rafn Bergsson, bóndi
3. Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri
4. Guri Hilstad Ólason, kennari
5. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir, starfsmaður á Kirkjuhvol
6. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar
7. Stefán Friðrik Friðriksson, sérfræðingur í markaðsmálum
8. Ingibjörg Marmundsdóttir, eldri borgari
9. Ástvaldur Helgi Gylfason, leiðbeinandi og þjálfari
10. Oddur Helgi Ólafsson, nemi
11. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
12. Konráð Helgi Haraldsson, bóndi
13. Ágúst Jensson, bóndi
14. Ásta Brynjólfsdóttir, sérkennari