Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Deila grein

12/04/2018

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi hefur verið samþykktur. Fysta sætið skipar Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri, annað sætið Hrund Ásgeirsdóttir, bóndi og kennari, og það þriðja Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi.
Í heiðurssæti listans skipar Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi. Gunnlaugur hefur skipað sæti á framboðslista flokksins frá árinu 1994 og átt sæti í sveitarstjórn frá árinu 1998.
Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks i Norðurþingi:

  1. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri
  2. Hrund Ásgeirsdóttir, bóndi og kennari
  3. Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi
  4. Bylgja Steingrímsdóttir
  5. Heiðar Hrafn Halldórsson
  6. Eiður Pétursson
  7. Lilja Skarphéðinsdóttir
  8. Aðalgeir Bjarnason
  9. Hróðný Lund
  10. Sigursveinn Hreinsson
  11. Gísli Þór Briem
  12. Jana Björg Róbertsdóttir
  13. Unnsteinn Ingi Júlíusson
  14. Eva Matthildur Benediktsdóttir
  15. Sigríður Benediktsdóttir
  16. Jónas Þór Viðarsson
  17.  Áslaug Guðmundsdóttir
  18. Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Árborg

Deila grein

11/04/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Árborg

Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir framboð Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í öðru sæti er Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur, í þriðja sæti er Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Gunnar Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari, skipar fjórða sæti listans.
Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi sem fram fór í Framsóknarhúsinu á Selfossi í gær, 10. apríl.
Málefnavinna er í fullum gangi og á næstu dögum verða auglýstir opnir málefnafundir þar sem íbúum Árborgar gefst kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar að framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018:
  1. Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi og bæjarfulltrúi.
  2. Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur hjá Rainrace ehf.
  3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.
  4. Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari.
  5. Inga Jara Jónsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands.
  6. Gísli Gíslason, húsasmíðameistari.
  7. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga.
  8. Guðmundur Guðmundsson, fv. sviðsstjóri.
  9. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
  10. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM.
  11. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.
  12. Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi.
  13. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.
  14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur.
  15. Gunnar Einarsson, rafvirkjameistari.
  16. María Hauksdóttir, ferðaþjónustu- og kúabóndi.
  17. Hjörtur Þórarinsson, kennari og fv. framkvæmdastjóri.
  18. Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði

Deila grein

09/04/2018

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði

B-listi Framsóknar á Fljótsdalshéraði til sveitastjórnarkosninga var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi, sunnudaginn 8. apríl.
Listann skipa 8 konur og 10 karlar en sé litið til 8 fyrstu sætanna sitja þar 5 konur og 3 karlar. Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúar, skipa fyrstu tvö sæti listans. Í þriðja sæti er Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi, ráðunautur og formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum. Fjórða sætið skipar Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi.
Flokkurinn er í dag stærstur í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs með þrjá fulltrúa en situr í minnihluta. Einn núverandi aðalmanna, Páll Sigvaldason, gefur ekki kost á sér áfram.
Eftirtaldir skipa framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði:

  1. Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
  2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
  4. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
  5. Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
  6. Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
  7. Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
  8. Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
  9. Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
  10. Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
  11. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
  12. Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
  13. Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
  14. Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
  15. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
  16. Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
  17. Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
  18. Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði

Deila grein

03/04/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði

B-listi Framsóknar og óháðra í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hefur verið samþykktur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Á listanum eru 10 konur og 8 karlar, þar af eru 3 konur í efstu 4 sætum listans segir í fréttatilkynningu, en núverandi bæjarfulltrúi B-listans í Sandgerði, Daði Bergþórsson, leiðir listann.
Í öðru sæti er Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari, og í því þriðja er Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndlistarkennari. Í heiðurssæti listans er Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi, en hann hefur leitt B-listann í Sandgerði frá árinu 2010.
„Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaðan framboðslista. Málefnavinna er að fara í gang og hvetjum við alla áhugasama bæjarbúa að taka þátt í því með okkur“, segir Daði Bergþórsson oddviti B-lista Framsóknar og óháðra.
„Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis með mikilli og góðri uppbyggingu og gera gott samfélag enn betra. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu.“
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Garði og Sandgerði:

  1. Daði Bergþórsson, bæjarfulltrúi og deildarstjóri
  2. Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari
  3. Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndmenntakennari
  4. Erla Jóhannsdóttir, grunnskólakennari
  5. Eyjólfur Ólafsson, varabæjarfulltrúi og rafeindavirkameistari
  6. Úrsúla María Guðjónsdóttir, laganemi
  7. Guðrún Pétursdóttir, flugverndarstarfsmaður
  8. Unnar Már Pétursson, vaktstjóri
  9. Jóna María Viktorsdóttir, þjónustufulltrúi
  10. Jónas Eydal Ármannsson, framhaldsskólakennari
  11. Aldís Vala Hafsteinsdóttir, viðskiptafræðinemi
  12. Sigurjón Elíasson, tækjastjóri
  13. Berglind Mjöll Tómasdóttir, varabæjarfulltrúi og vaktstjóri
  14. Bjarki Dagsson, kerfisstjóri
  15. Hulda Ósk Jónsdóttir, verkstjóri
  16. Jón Sigurðsson, bóndi
  17. Ólöf Hallsdóttir, húsmóðir
  18. Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi og aðstoðarvarðstjóri
Categories
Fréttir

Utankjörfundarkosning – leiðbeiningar

Deila grein

31/03/2018

Utankjörfundarkosning – leiðbeiningar

Ágætu Framsóknarmenn – kosningar til sveitarstjórna verða laugardaginn 26. maí, en kosning utan kjörfundar er nú þegar í fullum gangi og hefur oft ráðið úrslitum.
Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.
Mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsókn sem flest atkvæði.
Þekkið þið fólk sem búsett er erlendis, hyggur á ferðalag, dvelur á sjúkrastofnun eða stundar vinnu á sjó eða í útlöndum?
Innanlands má greiða atkvæði hjá öllum embættum sýslumanna sjá hér.
Erlendis má greiða atkvæði í sendiráðum og hjá ræðismönnum sjá hér.
Koma svo!
 
Utankjörfundarskrifstofa X-B
Hverfisgötu 33
101 Reykjavík
Sími: 5404300
framsokn@framsokn.is

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Framsóknarflokkurinn býður fram lista með óháðum í Hafnarfirði og er Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti listans. Í öðru sæti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og í því þriðja er Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Listan skipa 11 konur og 11 karlar.
Í fréttatilkynningu segir að flokkurinn sé tilbúinn að vinna með öllum stjórnmálaflokkum í bænum.
Meðal loforða framboðsins er að börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, fríar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn, lækka lóðaverð og bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, 30 ára, aðstoðarmaður ráðherra
  2. Valdimar Víðisson, 39 ára, skólastjóri Öldutúnsskóla
  3. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, 40 ára, félagsráðgjafi
  4. Margrét Vala Marteinsdóttir, 32 ára, forstöðumaður Reykjadals
  5. Einar Baldvin Brimar, 20 ári, nemi við Flensborgarskólann
  6. Magna Björk Ólafsdóttir, 38 ára, bráðahjúkrunarfræðingur
  7. Brynjar Þór Gestsson, 44 ára, knattspyrnuþjálfari
  8. Anna Karen Svövudóttir, 41 ára, þýðandi og túlkur
  9. Þórður Ingi Bjarnason, 45 ára, ferðamálafræðingur
  10. Jóhanna Margrét Fleckenstein, 41 ára, forstöðumaður
  11. Árni Rúnar Árnason, 45 ára, forstöðumaður íþróttamannvirkja
  12. Njóla Elísdóttir, 59 ára, hjúkrunarfræðingur
  13. Guðmundur Fylkisson, 52 ára, lögreglumaður
  14. Selma Dögg Ragnarsdóttir, 34 ára, byggingaiðnfræðingur
  15. Ingvar Kristinsson, 55 ára, verkfræðingur
  16. Linda Hrönn Þórisdóttir, 43 ára, uppeldis- og menntunarfræðingur
  17. Ólafur Hjálmarsson, 67 ára, vélfræðingur
  18. Elísabet Hrönn Gísladóttir, 43 ára, hársnyrtir
  19. Guðlaugur Siggi Hannesson, 29 ára, laganemi
  20. Þórey Anna Matthíasdóttir, 60 ára, atvinnubílstjóri og leiðsögumaður
  21. Sigurður Eyþórsson, 47 ára, framkvæmdarstjóri
  22. Elín Ingigerður Karlsdóttir, 79 ára, matráðskona
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð 2018 var lagður fram og samþykktur einróma í fulltrúaráði þann 15. mars. B-listann skipa einstaklingar alls staðar að úr Dalvíkurbyggð með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum, 7 konur og 7 karlar.
Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. skipar efsta sæti listans en hún sat í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-listann. Í öðru sæti er Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri og í því þriðja er Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi. Í heiðurssæti listans er Atli Friðbjörnsson á Hóli, bóndi og fyrrv. oddviti.
Málefnavinna er farin í gang. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir mikilli og góðri uppbyggingu sveitarfélagsins og gera gott byggðarlag enn betra.
Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð:

  1. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
  2. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
  3. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
  4. Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur
  5. Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari
  6. Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
  7. Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri
  8. Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
  9. Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
  10. Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
  11. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
  12. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
  13. Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
  14. Atli Friðbjörnsson, bóndi og fv.oddviti
Categories
Fréttir

Málefnaályktanir 35. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA 2018

Deila grein

23/03/2018

Málefnaályktanir 35. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA 2018

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA haldið 9.-11. mars 2018 fagnar sterkri stöðu efnahagsmála á Íslandi. Staðan endurspeglast í fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu innviða íslensks samfélags. Það er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu misserum. Í öðrum ályktunum flokksþingsins koma fram ítarlegri áherslur í einstökum málum sem forystu flokksins er falið að fylgja eftir í ríkisstjórn og á Alþingi.
Samhliða verður að gæta að því að skilyrði séu til áframhaldandi verðmætasköpunar atvinnulífsins og þar með bættra lífskjara landsmanna. Eitt af forgangsverkefnum í efnahagsmálum verður endurskipulagning fjármálakerfisins. Þar þarf að móta skýra samfélagslega framtiðarsýn. Í því felst meðal annars að leita þarf leiða til að auka samkeppni á viðskiptabankamarkaði, á sama tíma og að dregið verði úr þeirri áhættu sem skattgreiðendur bera af starfsemi fjármálafyrirtækja. Jafnframt verði verðtrygging afnumin af lánum til neytenda og fyrsta skrefið yrði að fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar.
Uppbygging sterkra innviða er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja jafnrétti til búsetu um allt land, þar sem allir hafi sama aðgang að grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu, menntun, samgöngum og fjarskiptum.
Tryggja þarf sterka stöðu sveitarfélaganna í landinu, þar sem stutt er við tekjuöflun þeirra og að samvinna sé höfð um frekari flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Skoða þarf frekari flutning opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðar með það að markmiði að auka fjölbreytileika atvinnutækifæra í dreifðari byggðum.
Málefnaályktanir 35. Flokksþings Framsóknarmanna 9.-11. mars 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Deila grein

23/03/2018

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.
Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:

  1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
  2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
  3. Baldur Þór Baldvinsson, form. Félags eldri borgara
  4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
  5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
  6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
  7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
  8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri
  9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki
  10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
  11. Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
  12. Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
  13. Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
  14. Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
  15. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
  16. Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
  17. Páll Marís Pálsson, háskólanemi
  18. Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
  19. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
  20. Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
  21. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
  22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Deila grein

23/03/2018

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur í gær á fjölmennum félagsfundi. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi fólks sem kemur allsstaðar af úr víðfemu sveitarfélaginu. Áhersla var lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumeiri frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Listann skipa 8 konur og 10 karlar en jafnt kynjahlutfall er í efstu 16 sætunum.
Oddviti verður áfram Marzellíus Sveinbjörnsson umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar en hann hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknar undanfarin fjögur ár og varabæjarfulltrúi þar á undan. Í öðru sæti er Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir leiðbeinandi og í þriðja sæti er Kristján Þór Kristjánsson svæðisstjóri CCEP. Elísabet Samúelsdóttir þjónustustjóri hjá Landsbankanum er í fjórða sætinu og Anton Helgi Guðjónsson sjávarútvegsfræðingur skipar fimmta sætið.
Mikil ánægja var á fundinum með listann og var strax byrjað að leggja línur fyrir þau málefni sem verða sett á oddinn fyrir næsta kjörtímabil. „Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaða lista. Nú munum við bretta upp hendur við að móta áherslur fyrir næstu fjögur ár. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson oddvit Framsóknar í Ísafjarðarbæ.
Framsókn fékk 15,56% atkvæða í síðustu kosningum og einn fulltrúa kjörin en einungis vantaði 41 atkvæði í næsta mann inn.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ:

  1. Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar. Ísafirði.
  2. Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, leiðbeinandi. Ísafirði.
  3. Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri CCEP á Vestfjörðum. Ísafirði.
  4. Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Ísafirði. Ísafirði.
  5. Anton Helgi Guðjónsson, sjávarútvegsfræðingur. Ísafirði.
  6. Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og bóndi. Tröð í Önundarfirði.
  7. Hákon Ernir Hrafnsson, nemi. Ísafirði.
  8. Elísabet Margrét Jónasdóttir, skrifstofu og fjármálastjóri Íslandssögu. Bæ í Súgandafirði.
  9. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði.
  10. Violetta Maria Duda, skólaliði. Suðureyri.
  11. Barði Önundarson, verktaki. Hafrafelli.
  12. Sólveig S. Guðnadóttir, sjúkraliði. Ísafirði.
  13. Steinþór A. Ólafsson, bóndi og verktaki. Fremri Hjarðardal í Dýrafirði.
  14. Rósa Ingólfsdóttir, starfsstöðvarstjóri hjá Ríkisskattstjóra. Ísafirði.
  15. Friðfinnur S. Sigurðsson, bifreiðastjóri. Þingeyri.
  16. Guðríður Sigurðardóttir, kennari. Ísafirði.
  17. Konráð Eggertsson, æðarbóndi. Ísafirði.
  18. Ásvaldur Guðmundsson, fv. staðarhaldari. Núpi í Dýrafirði.