Categories
Fréttir

Ræða Lilju Daggar Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknar

Deila grein

24/04/2024

Ræða Lilju Daggar Alfreðsdóttur, varaformanns Framsóknar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra flutti öfluga ræðu á 37. Flokksþingi Framsóknar, sem fram fór síðastliðna helgi.

Ræðuna má sjá hér: https://fb.watch/rEFT1w85Oe/

Ræða Lilju Daggar í heild

Þingforseti, formaður Framsóknarflokksins, og kæru félagar

Það er ávallt frábær tilfinning að koma hingað til fundar við ykkur og deila flokksþingi með ykkur  vegna þess að það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri í stjórnmálunum að koma hingað vegna þess að hér sækir maður kraftinn, hugsjóninaog samvinnuhugsjónina til þess að halda áfram í störfum okkar fyrir ykkur. 

Í yfir 107 ár hefur Framsóknarflokkurinn fylgt þjóðinni og sótt umboð til hennar í þágu þess að gera samfélagið okkar betra í dag en það var í gær. 

Það er mikill heiður fyrir hvern þann flokk sem fær hið lýðræðislega umboð kjósenda til þess að stýra landinu, enda er það megin grundvöllur þess þjóðfélagsskipulags sem við búum við. 

Kæru félagar, í ár er haldið upp á 80 ára lýðveldisafmæli þjóðarinnar. Umskipti og framfarir einnar þjóðar á þessum tíma eru feykileg.  Frá því að vera ein fátækasta þjóðin í Evrópu, í það að vera með hæstu meðaltekjur í álfunni. Samkvæmt nýrri mælingu Sameinuðu þjóðanna er best að búa í þremur löndum það eru Sviss, Noregur og Ísland. 

Mig langar að biðja ykkur að fara í smá ferðalag með mér og rifja upp þær áskoranir sem samfélagið okkar stóð frammi fyrir ca. 80 árum. Á þessum nákvæmlega sama degi var sumardagurinn fyrsti, og þjóðin, hún var full eftirvæntingar eftir því að sólin myndi hækka á lofti og líka eftir hinu langþráða sjálfstæði þjóðarinnar. En á sama tíma var auðvitað seinni heimstyrjöldin í algleymingi og forsíður blaðanna voru eitthvað á þessa lund: Gagnsókn Þjóðverja fer harðnandi – Allhörð árás á London, og auðvitað er það enn í dag þannig því miður þannig að við búum við ófrið, enn er hið hræðilega stríð í Úkraínu og mikill ófriður fyrir botni Miðjarðarhafsins.

En það auðvitað svo að á sama tíma erum við mjög þakklát fyrir það að búa hér á Íslandi, fjarri vígaslóðum. Mig langar líka kæru félagar að minna okkur á það að er svo miklum ólíkindum að fyrir sléttum 80 árum stóð yfir sjöunda flokksþing Framsóknarflokksins, og þá var hinn ungi nýji leiðtogi, Hermann Jónasson, formaður flokksins, og þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta flokksþing þá fór ég að líta á þær stjórnmálaályktanir sem voru samþykktar. Það er alveg ljóst að rauði þráðurinn í gegnum þær allar er skýr: Aukin verðmætasköpun er undirstaða velferðar. 

Og þannig komust flokksmenn til að mynda að orði í atvinnumálayfirlýsingu sinni, með leyfi fundarstjóra: Flokksþingið telur að landið ráði yfir nægum auðlindum til þess að veita öllum þeim er byggja fullnægjandi lífsnauðsynjar og lífsþægindi. Það er nú bara þannig kæru félagar með okkur framsóknarfólk, að við þurfum ekkert að  finna upp hjólið í þessum efnum. Grunngildi okkar og stefna hún hefur nefnilega staðist tímans tönn og á þeim grundvelli hefur flokkurinn okkar staðið með borg, bæjum og að sjálfsögðu sveitum landsins.

Svo svona aðeins á léttu nótunum, þá er gaman að fylgjast með forsetakosningunum, það er eins og allir hafi fengið svona framsóknarmennskuna bara beint í æð. Það eru allir frambjóðendur komnir í lopapeysuna, farnir út á land og það er mynd af þeim með hundum eða lambi og allir brosandi, og það má eiginlega segja að við séum að hofa uppá svona lítinn Guðna Ágústsson í hverjum einasta frambjóðanda. 

En kæru félagar, talandi um svona framsóknarmennsku þá hefur það verið mjög merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróun síðustu misserin. Það er eins og ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi eignilega ákveðið að ganga alveg inn í okkar flokk en samt ekki. Og um hvaða flokk er ég að tala, að sjálfsögðu Samfylkinguna. Það er þannig að hún er komin með nýja stefnu og nýjan formann. Og nú er stefnan sirka svona: Engin innganga í Evrópusambandið, nú vilja þau greiða fyrir að ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta, og vilja raunsæjar og skynsamar breytingar á málefnum útlendinga, svo nokkur dæmi séu tekin. 

Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með þessari U-beygju, hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar og þau eru í raun og veru að keppast við það að gera okkar stefnu að þeirra stefnu. Ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu. Það er auðvitað þessi góða miðjustefna.  En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, því hver tekur Samfylkinguna alvarlega, nei ég er bara að grínast, þetta var bara létt grín. 

En þá er það bara þannig að þú getur ekki tekið Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega.  Og þú getur heldur ekki snúið þínu eigin DNA á hvolf, sí svona, meira og minna í öllum  helstu málum. Ég er sannfærð um það að verði Samfylkingin leiðandi í íslenskum stjórnmálum þá verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála og með tilheyrandi sjálfstæðisfórn, og það er alveg ljós í mínum huga að við framsóknarfólk verðum að koma í veg fyrir það. Og það er gríðarlega mikilvægt, sérstaklega þegar við erum að fagna 80 ára lýðveldisafmælinu að við stöndum þessa vakt. Það er þannig að þjóðinni alveg frá landnámi hefur alltaf vegnað best þegar við höfum efnahagslegt sjálfstæði og það getur ekki og það má ekki vera þannig að við sofnum eitthvað á þeirri vakt. Ég get lofað ykkur því að þá fer að fjara undan þessum góðu lífsgæðum sem við höfum hér á Íslandi í dag. 

En eins og við þekkjum kæru félagar þá verða lífsgæði ekki til í tómarúmi. Það þarf að hafa fyrir verðmætasköpun og það þarf að hafa kjark og þor til þess að búa svo um hnútana að það sé hægt. Þannig hefur græn raforkuframleiðsla verði einn helsti burðarás lífskjarasóknar í landinu og lagt grunninn að því samkeppnisforskoti sem við höfum á alþjóðavísu og það er svo að fjölmargar þjóðir líta hingað til okkar og líta á þann

árangur sem við höfum náð. Ég ætla ekki að neita því að sú kyrrstaða sem hefur verið í  raforkuvinnslu hér á landi hún veldur auðvitað gríðarlegum áhyggjum. Við þessi fámenna þjóð séum að flækja hlutina svo mikið þegar kemur að nýtingu virkjanakosta að við endum á því að brenna jarðefnaeldsneyti til að knýja atvinnulífið áfram. 

Ég get bara lofað ykkur því að hefði framsóknarmanneskja verið að stýra orkumálunum eins og við gerðum hérna fyrir nokkrum árum, þá hefði þetta aldrei gerst, ég get bara lofað ykkur því. Og auðvitað er það þannig að eitt af forgangsmálunum verður núna að rjúfa þessa kyrrstöðu, að fara frá  rauðu ljósi yfir á grænt ljós í orkumálunum. Það er nefnilega þannig að þeim hagkerfum sem vegnar vel í dag og mun vegna vel í framtíðinni, þau búa öll við næga orku og það er þannig að ef við ætlum að taka þátt í framtíðarhagkerfinu, sem gengur út á allar þessar grunnstoðir okkar, en í auknum mæli út á að nýta gervigreind, þá verður að vera til næg orka, og þau ríki sem búa hana til á hagkvæman og grænan hátt, þau verða leiðandi í framtíðinni. Við verðum að sjá til þess að svo verði. 

Mig langar aðeins að nefna og formaðurinn kom inn á þjóðarfyrirtækið okkar Landsvirkjun. Það er gríðarlega mikilvægt að þjóðin átti sig á þeim verðmætum sem eru þar. Núna á síðustu misserum hafa komið 55 milljarðar í arðgreiðslur frá Landsvirkjun, og það er alveg ljós að á okkar vakt út af mikilvægi fyrirtækisins fyrir framtíðina og af því að öll þjóðin hefur tekið þátt í að byggja það upp þá erum við aldrei að fara gefa því eitthvað undir fótinn að það verði mögulega hægt að einkavæða það að einhverjum hluta eða brjóta fyrirtækið upp. 

Það verður þannig að það verður ekki  einn dropi einkavæddur hjá Landsvirkjun á okkar vakt. Aðeins að matvælaframleiðslu. Ég man þá tíð að það þótti næstum því púkalegt að tala um fæðuöryggi þjóðarinnar og mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu, en alveg eins og það er orðið svakalega svalt að vera í lopapeysu og halda á lömbum, þá er orðið mjög svalt líka að tala um landbúnaðarframleiðslu  og að það hafi þurft í raun og veru heilan heimsfaraldur til þess að fólk áttaði sig á því hvað þetta skiptir miklu máli fyrir þjóðaröryggi að hlúa að íslenskum landbúnaði er auðvitað með ólíkindum. En þetta vitum við kæru félagar að skiptir gríðarlega miklu máli að þjóðin geti séð til þess að hér sé sjálfbær og heilnæmur landbúnaður og ég er gríðarlega stolt af því að vera í flokki þar sem við erum með allar þessar hetjur sem hafa staðið með landbúnaðinum gegnum súrt og sætt og við skulum halda áfram að gera það og passa upp það að hann sé samkeppnishæfur og við séum ekki að reglurnar í kringum íslenskan landbúnað að þær séu miklu strangari og erfiðari en gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. Þannig að ég er mjög stolt af því hvað við höfum verið að gera á þingi á síðustu misserum. 

Aðeins að hagkerfinu okkar. Nú er það svo að hagvöxtur á Íslandi hann hefur verið mikill. Um 20% á þremur árum og þetta er fáheyrður vöxtur. Allt sem hagfræðin og efnahagsspekúlantar eru að tala um þessa dagana er leitin að hagvexti framtíðar. Bæði erum við lánsöm um að það hefur verið mikill hagvöxtur og hagvaxtar horfur Íslands eru líka mjög góðar. Við höfum því miður þó þurft að vera kljást við mikla verðbólgu, en hún er sem betur fer lækkandi og ég tel að það sé algjört grundvallaratriði að við náum henni niður og setjum ávallt eins og við höfum verið að gera heimilin í fyrsta sæti og það sem við gerðum í síðustu kjarasamningum var svo sannarlega það með því að bjóða upp á aukinn vaxtastuðning og gjaldfrjálsar skólamáltíðir og við verðum alltaf að vera þessi flokkur að vita að fólkið þarf að vita að hjartað okkar það slær með heimilinum í landinu, af því  að ef heimilin eru ekki sterk þá er Ísland ekki sterkt. 

En kæru félagar, ég vildi nefna það hér að ég er gríðarlega þakklát og stolt að fá að starfa í ykkar umboði og ég er líka rosalega þakklát fyrir það samstarf sem við öll og ég á persónulega við formann flokksins Sigurð Inga. Sigurður Ingi, hann hefur leitt flokkinn til forystu og sigurs á síðustu árum og jafnvel þó að þetta hafi á tímabili þegar ég og Sigurður vorum nýbúin að taka við verið dálítil brekka en með samvinnu góðum samskiptum og alveg frábæru baklandi þá hefur okkur öllum í sameiningu tekist að leiða flokkinn okkar til sigurs og ljósi þess þá hef ég mikinn áhuga á því að leita eftir endurnýjuðu umboði ykkar til þess að gegna stöðu varaformanns áfram. 

En svona alveg í lokin, því þið eruð öll dálítið mikið skemmtileg þá vildi ég bara segja ég hlakka mjög mikið til þess að eyða helginni með ykkur og ég vænti mikils af ykkur hérna  seinna í kvöld, þið vitið hvað ég meina, og svo bara kærar þakkir fyrir mig og njótið þess að vera saman hér í dag og um helgina. Takk fyrir.

Categories
Fréttir

Jafnréttisviðurkenning Framsóknar

Deila grein

24/04/2024

Jafnréttisviðurkenning Framsóknar

Á 37. Flokksþingi Framsóknar síðastliðna helgi var jafnréttisviðurkenning Framsóknar veitt.

Jafnréttisnefnd Framsóknar veitir verðlaunin á hverju flokksþingi einstaklingi sem hefur skarað fram úr að framgengi jafnréttisáætlunar flokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Norðvestur kjördæmis, veitti verðlaunin fyrir hönd nefndarinnar.

Guðný Sverrisdóttir á Grenivík fékk verðlaunin að þessu sinni og hafði Halla Signý þetta um hana að segja við afhendinguna:

„Hún hefur brotið marga múra í gegnum tíðina og glerþökin hafa splundrast með þátttöku hennar í sínum störfum og ekki síst í félagsstarfi. Guðný hefur setið í stjórnum á landsvísu á vegum sveitarfélaga og þá vil ég helst nefna stjórnarsetu í Jöfnunarsjóðnum og fleira mætti telja.

Ég man eftir að heyra í Guðnýju í fjölmiðlum, kjarnyrt og bjó ekki viðtölin í neinn skrautpappir, ég sá haft eftir henni að það væri hreint ótrúlegt hvað spyrlar í fjölmiðlum vissu lítið um landsbyggðina, þarna fór kona sem barðist fyrir sínu landssvæði og gerði það vel.

Þegar Guðný tók við sveitastjórastöðunni árið1987 var hún eina konan á landinu sem sem gegndi framkvæmdastjórastöðu í  sveitarfélagi og var það um árabil eða þangað til Ingibjörg Sólrún tók við borgarstjórastólnum 1994.

Guðný gegndi þeirri stöðu  í 27 ár en, þá stofnaði hún ásamt tveimur öðrum konum , ráðgjafafyrirtækið Ráðrík og þar voru samankomnar konur með miklu reynslu úr stjórnsýslunni.  Ég spurði hana einu sinni af hverju hún hefði stofnað þetta fyrirtæki, og hún svaraði að bragði; ,,Nú eftir að ég hætti sem Sveitastjóri þá var ég 64 ára og ég bara nennti því ekki að hætta að vinna.“ Mér fannst þetta gott svar og öðrum hvatning.

Ég hringdi í Guðnýju til að fara yfir nokkrar staðreyndir, og spurði þá hvað hún gæti helst státað sig af. ,,Nú ég hef nú bara verið ég sjálf”.

Hún hefur sem sagt alltaf starfað við það sem við viljum öll vera. Við sjálf.“

Framsókn óskar Guðnýju Sverrisdóttur innilega til hamingju.

Categories
Fréttir

Gullmerki Framsóknar veitt í fyrsta sinn

Deila grein

23/04/2024

Gullmerki Framsóknar veitt í fyrsta sinn

Á 37. Flokksþingi Framsóknar um liðna helgi var gullmerki Framsóknar veitt í fyrsta sinn.

Ritari Framsóknar skal veita gullmerki Framsóknar einstaklingi sem um árabil hefur unnið framúrskarandi og óeigingjarnt starf með sérstaka áherslu á innra starf flokksins, störf í grasrót og skal viðkomandi hafa sýnt áralangt óyggjandi traust við flokkinn. Á flokksþingi var ákveðið að veita tveimur einstaklingum fyrstu gullmerki Framsóknar og afhenti Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknar, þeim Einari Gunnari Einarssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur gullmerki Framsóknar á kvöldverðarhófi flokksþings Framsóknar þann 20. apríl.

Við afhendinguna hafði Ásmundur Einar þessi orð um að segja um feril Einars Gunnars fyrir Framsókn:

,,Einar gerðist félagi í Framsókn fyrir alþingiskosningarnar 1987 og hefur hann starfað fyrir flokkinn frá árinu 2002, fyrst á skrifstofu flokksins og nú fyrir þingflokkinn.

Einar hefur einnig sinnt ótal trúnaðarstörfum fyrir Framsókn, hann sat í miðstjórn, stjórn og framkvæmdastjórn SUF og endaði ferilinn þar sem skoðunarmaður reikninga. Þá var hann formaður í svæðisfélagi FUF og formaður kjördæmissambands ungra framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi. Þá hefur hann setið sem miðstjórnarfulltrúi. Einar hefur unnið með sjö formönnum Framsóknar og sex framkvæmdastjórum.

Það er einkennandi fyrir Einar, að þegar hann er spurður um hvaða skilaboðum hann vilji koma til ungs fólks sem er að íhuga þátttöku í stjórnmálum eða öðru sjálfboðaliðsstarfi. Þar setur hann unga fólkið sjálft í forgang, að það þurfi fyrst af öllu að huga að menntun sinni, en spennandi og kraftmikið stjórnmálastarf sé gott með. Þar gefist umfram allt tækifæri til að mynda tengsl við fólk á öllum aldri og alls staðar af landinu.

Ósérhlífnin og dugnaðurinn birtist í svari Einars þegar hann er spurður um hvað honum þyki skemmtilegast í flokksstarfinu. Þar svara hann því til að kosningabarátta sé allra skemmtilegasti tíminn. Þar sem liðmönnum sé skipað í framlínuna, í stuðnings- og bakvarðasveit. Tengsl sem verða til í kosningabaráttu endist í áratugi. Eins sé gaman að kynnast nýju fólki sem skipar sér í hlutverk í flokknum, sjá það vaxa til taka að sér skýrari og viðameiri verkefni í flokksstarfinu.

Þá segir Einar, þegar hann er beðinn að lýsa Framsókn: Þetta er fyrst og fremst hópur fólks sem vill með hugsjónir samvinnu og jafnaðar að leiðarljósi gera samfélagið enn betra. Horfa fram veginn, sjá fyrir verkefnin og úrlausnir þeirra og takast á við flókna og óvænta viðburði af heiðarleika, fordæmalaust og án allra kreddukenninga. Við erum hópur fólks sem tökumst á, en að því loknu erum við heild sem talar einni röddu. Einar endurspeglar þetta sterkt með sínu óeigingjarna starfi sem hann hefur lagt til Framsóknar.

Að lokum, til að undirstrika stöðugleika Einars í flokksstarfinu, þá mætti hann á sitt fyrsta flokksþing 1988, sem var það tuttugasta í sögu flokksins, nú erum við mætt á 37. Flokksþing Framsóknar og hefur Einar aðeins misst af einu þingi allan þennan tíma.

Það var heiður að fá að sæma Einar Gunnar Einarsson gullmerki Framsóknar.”

Við afhendingu á gullmerkinu til Sigrúnar Magnúsdóttur hafði Ásmundur Einar þetta að segja:

,,Sigrún gerðist félagi í Framsókn í upphafi áttunda áratugarins og hefur hún starfað af krafti fyrir flokkinn frá þeim tíma. Áður hafði hún boðið sig fram í sveitarstjórnarkosningum fyrir óháðan lista vestur á fjörðum þar sem hún var reyndar alltaf kölluð Framsóknarkonan!

Félag framsóknarkvenna í Reykjavík var eitt af fyrstu félögunum sem Sigrún gekk til liðs við innan flokksins. Í framboðsmálum þá bauð hún sig fyrst fram til borgarstjórnar og varð varaborgarfulltrúi fyrst og svo borgarfulltrúi í 16 ár. Sigrún hefur verið formaður félags framsóknarkvenna, flokksfélagsins og fulltrúaráðs Reykjavíkur en þaá sat hún einnig í framkvæmdastjórn flokksins. Sigrún varð fyrst varaþingmaður 1979 og kom inn á þing 1980 og 1982. Hún var síðan kjörin á Alþingi árið 2013 og var Umhverfis- og auðlindaráðherra frá árinu 2014-2017. Hún hefur þá sérstöðu að hafa flutt ræður á Alþingi með meira en 30 ára millibili.

Sigrún hefur verið fulltrúi í miðstjórn í mörg ár og nú síðast hefur hún staðið vaktina á síðdegisvatkinni hér í Reykjavík. Sigrún lýsir störfum sínum fyrir flokkinn þannig: „Líf mitt hefur snúist meira og minna um framsókn“

Hún hefur unnið með öllum formönnum frá því að hún gekk til liðs við flokkinn og svo nefndi hún sérstaklega að hún hafi óbeint unnið með Eysteini á sinum tíma og að áhugi hans og stuðningum við stofnun félags framsóknarkvenna hafi verið dýrmætur.

Skilaboð hennar til ungs fólks sem íhugar að taka þátt í stjórnmálum eru skýr. Það efli mann og þroski, geri ekkert nema gott þó stundum blási á móti. Þá sé varla til betri reynsla en að störf á vegum Framsóknar og því að kynnast starfi stjórnmálaafls.

Hún lýsir því sem einu aðalsmerki Framsóknar hversu öflug félagsmálataugin sé í okkur, það sjáist á fyrrverandi þingmönnum, engir séu jafn virkir þar eins og Framsókn.

Aðspurð um hvað henni þyki skemmtilegast við að starfa í flokknum þá segir hún að það sé ótrúleg tilfinning að tilheyra svona félagsmálaafli. Ekkert sé jafn skemmtilegt og að mæta á flokksþing, skemmtilegasta sem hún gerir er að hitta félaga alls staðar af landinu. Þá vill hún lýsa flokknum sem einfaldlega fólkinu sem er í honum, fólk sem vill keyra á samvinnu og félagshyggju og binst þeim samtökum.

Sigrún segist ekki sjá eftir þeim tíma sem hefur farið í Framsókn, og hún sé þakklát fyrir að hafa gengið í flokkinn og að hafa fengið að eyða ævinni í þessum einstaka félagsskap.

Það var heiður að fá að sæma Sigrúnu Magnúsdóttir gullmerki Framsóknar.”

Framsókn óskar Einari Gunnari Einarssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur innilega til hamingju með verðlaunin og þakkar þeim fyrir vel unnin og óeigingjörn störf í gegnum árin.

Categories
Fréttir

Glæsilegt Flokksþing Framsóknar

Deila grein

22/04/2024

Glæsilegt Flokksþing Framsóknar

37. Flokksþing Framsóknar var haldið á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðna helgi. Þingið var stórglæsilegt í alla staði, en þar kom fjöldi Framsóknarfólks af landinu öllu saman.

Flokksþing Framsóknar hefur æðsta vald í málefnum flokksins, kýs flokknum forystu og leggur línur hvað varðar málefni og stefnu flokksins. Starfið í aðdraganda þingsins og á þinginu er sannkölluð lýðræðisveisla þar sem á þriðja hundrað félaga tók virkan þátt í yfirferð á stefnu flokksins með þátttöku í málefnastarfi.

Forystan endurkjörin með yfirgnæfandi stuðningi

Forysta Framsóknar endurnýjaði á þinginu umboð sitt með yfirgnæfandi stuðningi þingsins. Formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og Ásmundur Einar Daðason, ritari flokksins, hlutu öll glæsilega kosningu.

Samþykktar voru allmargar ályktanir og munu þær birtast í heild sinni á næstu dögum. Jafnframt voru samþykktar breytingar á lögum flokksins eftir viðamikla vinnu starfshóps um innra starf flokksins undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar, ritara flokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, með yfirlitsræðu á flokksþingi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, með ræðu á flokksþingi.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, með ávarp á flokksþingi.

Categories
Fréttir

Forysta Framsóknar endurkjörin með yfirgnæfandi stuðningi!

Deila grein

21/04/2024

Forysta Framsóknar endurkjörin með yfirgnæfandi stuðningi!

Sigurður Ingi Jóhannsson var á 37. Flokksþingi Framsóknar endurkjörinn formaður flokksins með rúmlega 96% greiddra atkvæða. Sigurður Ingi hefur verið formaður frá árinu 2016.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir var endurkjörin varaformaður Framsóknar með tæplega 90% greiddra atkvæða. Lilja Dögg hefur verið varaformaður frá árinu 2016.

Ásmundur Einar Daðason var endurkjörinn ritari Framsóknar með rúmlega 95% atkvæða. Hann hefur verið ritari Framsóknar frá árinu 2022.

Categories
Fréttir

37. Flokksþing Framsóknar sett

Deila grein

20/04/2024

37. Flokksþing Framsóknar sett

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, setti 37. Flokksþing Framsóknar við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Yfirskrift Flokksþingsins er „Kletturinn í hafinu“.

Það var vel mætt á þingið við setningu þess og stefnir í enn meiri þátttöku síðar í dag er formaður flokksins mun flytja yfirlitsræðu sína.
Á Flokksþingi ákveður Framsóknarfólk meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Sigurður Ingi fagnar í dag 62 ára afmæli sínu og því var mjög viðeigandi að hefja þingið á að syngja afmælissönginn en Framsóknarfólk veit fátt skemmtilegra en að bresta í söng.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með miðlunum okkar í dag, bæði á Facebook og á Instagram en ræður formanns og varaformanns verða í beinu streymi á visir.is á facebook síðu Framsóknar.

Innilega til hamingju með daginn Sigurður Ingi og til hamingju með daginn allt Framsóknarfólk!

Categories
Fréttir Greinar

Öryggisógnir í breyttum heimi

Deila grein

19/04/2024

Öryggisógnir í breyttum heimi

Ein af grundvallarskyldum stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öryggi borgaranna. Fjölmargir þættir falla þar undir sem flestum eru kunnir en stjórnvöld þurfa einnig að vera vakandi fyrir nýjum hættum sem kunna að ógna íslensku samfélagi. Svokallaðar fjölþáttaógnir falla þar undir en hugtakið vísar til samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum þeim sem nýta sér kerfislæga veikleika lýðræðisríkja, stofnana og hópa samfélagsins með það að markmiði að veikja áfallaþol samfélagsins, grafa undan lýðræði, trausti og samfélagslegri samheldni til að ná pólitískum, efnahagslegum og/eða hernaðarlegum markmiðum. Þessar aðgerðir geta falist í dreifingu falsfrétta, netárásum, íhlutun í lýðræðislegt ferli og kosningar og erlendar fjárfestingar í mikilvægum innviðum þar sem annarlegar hvatir búa að baki, en aðstaða fjárfesta getur haft áhrif á virkni mikilvægra innviða á grundvelli beins eða óbeins eignarhalds. Fjölþáttaógnir gera greinarmun á stríði og friði óskýrari. Því getur verið erfitt að verjast fjölþáttaógnum og -aðgerðum, enda virða þær hvorki landamæri, skil á milli stofnana innan ríkja né mörk hins opinbera og einkageirans.

Nýjar leiðir til að valda skaða

Segja má að með þeim aðferðum sem beitt er séu farnar leiðir sem valda skaða án þess að beita hefðbundnum hernaði. Árásir geta verið fjölbreyttar og hægt er að beita þeim í skjóli leyndar og afdráttarlausrar neitunar á ábyrgð. Sú aðferð sem helst hefur borið á hér á landi eru netógnir hvers konar. Gleggsta dæmið er nýleg netárás á tölvukerfi háskólans í Reykjavík en á málþingi Defence Iceland sem fór fram í Grósku fimmtudaginn 11. apríl fjallaði Jacky Mallett, lektor í tölvunarfræði við háskólann um rússneska hakkarahópinn Akira sem bar ábyrgð á netárásinni og innbrotinu í kerfi skólans, hvernig hópurinn virkar, þau tól og tæki sem hann nýtir sér og þá veikleika kerfa sem helst er herjað á.

Þá fjallaði Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika um varnir fjármálakerfisins og þá miklu vinnu sem Seðlabankinn hefur ráðist í á undanförnum árum til þess að mæta netógnum. Á opnum fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis þann sama dag þar sem skýrsla Seðlabankans til Alþingis um fjármálastöðugleika var til umræðu kom fram í máli Gunnars að ein helsta ógnin í dag við fjármálastöðugleika fælist í netárásum á fjármálainnviði hér á landi. Sú fullyrðing ásamt mýmörgum dæmum þar sem ráðist hefur verið gegn fyrirtækjum og stofnunum hér á landi sýnir glögglega hversu mikilvægt það er fyrir íslenskt samfélag að stórefla netvarnir hér á landi.

Áhætta vegna netárása eykst

Netárásum getur verið beitt t.a.m. með árásum á mikilvæga innviði og/eða samfélagslega mikilvæga þjónustu. Veikleikar í rekstri net- og upplýsingakerfa þeirra geta haft lamandi áhrif á mikilvæga samfélagslega starfsemi og dregið úr almanna- og þjóðaröryggi. Netárásir geta ekki bara lamað fyrirtæki og stofnanir og valdið fjárhagslegum skaða heldur geta netþrjótar komist yfir viðkvæm gögn sem síðan er lekið með ómældum skaða fyrir þá sem um ræðir. Slík gögn geta verið persónuupplýsingar, trúnaðarupplýsingar af ýmsum toga, viðskiptaleyndarmál, rannsóknargögn og svo má lengi telja. Netárásir geta líka falist í gíslatöku gagna þar sem farið er fram á lausnargjald, valdið skemmdum á netkerfum þannig að starfsemi s.s. bankastarfsemi og ýmis mikilvæg starfsemi hins opinbera stöðvast. Þar sem áhættan á netárásum hefur aukist hafa tryggingafélög boðið upp á tryggingarvernd fyrir netárásum sem sýnir í hnotskurn þá alvarlegu ógn sem stafar af athæfinu. Í dæmi Háskólans í Reykjavík er talið fullvíst að netþrjótar njóti verndar og jafnvel liðsinnis og samstarfs við óvinveitt ríki. Netógnir eru því alls ekki einkamál fyrirtækja og einstaklinga heldur miklu frekar sameiginleg ógn við þjóðina í heild.

Mikil samhæfingarvinna nauðsynleg

Ísland er mjög netvætt samfélag sem reiðir sig á virkni mikilvægra innviða á ábyrgð ríkisins, opinberra stofnana og fyrirtækja á almennum markaði. Virkni þessara innviða byggist í auknum mæli á samvirkni skipulags, mannvirkja og net- og upplýsingakerfa. Aðgerðir stjórnvalda sem miða að því að styrkja net- og upplýsingakerfi og áfallaþol samfélagsins falla undir málefnasvið margra ráðuneyta hér á landi. Netglæpir eru rannsakaðir af lögreglu sem fellur undir málefnasvið dómsmálaráðuneytisins, varnarmál landsins falla undir ráðuneyti utanríkismála, fjarskipti og netöryggi falla undir háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, Stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda fellur undir fjármálaráðuneyti, orkumál og orkuöryggi fellur undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og heilbrigðiskerfið undir heilbrigðisráðuneytið svo eitthvað sé nefnt. Mikil samhæfingarvinna er því nauðsynleg til þess að ná ásættanlegum árangri til styrkingar á áfallaþoli samfélagsins. Netöryggisheimurinn fer ört vaxandi hér á landi og því fer þekking á málaflokknum jafnframt ört vaxandi. Ásamt því að taka þátt í öndvegissetri um netöryggismál í Tallin í Lettlandi og um fjölþáttaógnir í Helsinki er starfrækt sérstök netöryggissveit undir Fjarskiptastofu sem í daglegu tali er kölluð CERT-IS. Ísland tekur að auki þátt í netöryggiskeppnum hérlendis og erlendis og fór ein slík keppni fram nýverið er nefnist Gagnaglíman og er stefnan sett á að senda íslenskt lið í Netöryggiskeppni Evrópu (European Cyber Security Challenge, ECSC) sem haldin verður á Ítalíu í haust.

Forvarnir skipta máli

Íslensk fyrirtæki hafa verið að hasla sér völl á sviði forvarna gegn netglæpum á undanförnum árum. Eitt þeirra fyrirtækja er AwereGO sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum við að efla öryggi sitt út frá fræðslu og forvörnum. Stór ástæða innbrota í tölvukerfi gengur út á misnotkun á mannlegum þáttum þar sem starfsmenn eru plataðir með einhverju móti eða glæpamenn nýta sér veikleika ef þekkingu skortir á ábyrgri tölvu-og netnotkun. Má þar nefna vanþekkingu á því hvernig má greina fölsk skilaboð og tölvupósta, skort á uppfærslu lykilorða og tveggja þátta auðkennis, vanþekkingu á mögulegum gagnastuld og svo má lengi telja. Rétt eins og með aðrar forvarnir er alltof algengt að fyrirtæki og stofnanir vanræki þá þætti í starfsemi sinni. Kostnaðurinn við að tryggja tölvukerfi og örugga tölvunotkun er óverulegur samanborið við þann skaða sem innbrot í tölvukerfi getur haft.

Þörf á vitundarvakningu

Stjórnvöld vinna í dag eftir netöryggisstefnu fyrir árin 2022-2037 en í stefnunni er birt framtíðarsýn og markmið stjórnvalda á sviði netöryggis ásamt mælikvörðum og áherslum. Annað af tveimur markmiðum stefnunnar er að efla þekkingu og hæfni með aukinni áherslu á almannafræðslu, menntun, rannsóknir, þróun og alþjóðlega samvinnu. Hitt lýtur að öruggu netumhverfi, þ.e. að til staðar sé öruggt netskipulag sem geti með skilvirkum hætti brugðist við netöryggisatvikum sem ógnað geta þjóðaröryggi, mikilvægum innviðum og réttindum einstaklinga. Ör þróun netöryggismála og síbreytilegar aðstæður krefjast lagaumhverfis sem stuðlar að vernd einstaklinga, atvinnulífs og samfélagsins í heild og að því sé fylgt eftir með löggæslu, þar á meðal með viðeigandi samfélagslegri samvinnu.

Mikilvægt er að taka sérstaklega fram að í stefnunni er lögð áhersla á vernd þeirra sem kunna að vera í viðkvæmri stöðu. Tryggja þarf vernd barna á Netinu með stefnu, skýrri löggjöf og ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni. Í því samhengi telur undirritaður afar mikilvægt að stjórnvöld standi einnig fyrir vitundarvakningu um netöryggi og örugg netnotkun verði tekin inn í aðalnámskrá skóla. Öryggisógnir á netinu eru komnar til að vera og það er afar mikilvægt að við öll aðlögum okkur að breyttum heimi.

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður framsóknar og situr í Þjóðaröryggisráði.

Greinin birtist fyrst á visir.is 19. apríl 2024.

Categories
Fréttir

Verðum að bæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu

Deila grein

18/04/2024

Verðum að bæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins markmið með frumvarpi sínu til breytinga á framhaldsskólalögum. En því er ætlað að liðka fyrir og styðja við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu til að stofna heimavist fyrir nemendur sína.

Af hverju?

„[M]estu fjölbreytnina í námi er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Þar má finna fjölbreytta sérskóla eins og Menntaskólann í tónlist, en auk þess eru margar námsbrautir einungis í boði í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu eins og í list- og iðngreinum. Það er því skiljanlegt að margir nemendur leiti til höfuðborgarsvæðisins til þess að stunda nám við framhaldsskóla,“ sagði Lilja Rannveig.

„Í núverandi fyrirkomulagi á nemandi á höfuðborgarsvæðinu betri möguleika á að stunda nám hvar sem er á landinu en nemandi af landsbyggðinni sem ákveður að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu.
Þannig að það er mjög mikilvægt að bæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu.

Húsnæðisvandi ungs fólks sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám hefst gjarnan að loknum grunnskóla eða við 16 ára aldur og það er mjög algengt að foreldrar þeirra leiti á náðir ættingja og vinafólks.
En það eru ekki allir í aðstöðu til þess þannig að þau leigja þá á almennum markaði með tilheyrandi kostnaði,“ sagði Lilja Rannveig.

Sagði hún stofnun heimavistar á höfuðborgarsvæðinu ekki koma í veg fyrir mikilvæga uppbyggingu framhaldsskóla um allt land.

„Við viljum að nemendur séu sem lengst heima hjá sér enda styrkir það byggðir og eykur líkur á því að fólk búi áfram í sínu sveitarfélagi þegar þau verða eldri. En það eru alltaf einstaklingar sem vilja fara að heiman á þessum aldri vegna þess að þau vilja stunda nám jafnvel við einhvern einn ákveðinn skóla. Það þarf því að tryggja öryggi allra nemenda á landinu og því mikilvægt að stofnuð verði heimavist á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.


Ræða Lilju Rannveigar í heild sinni á Alþingi:

„Forseti. Nú fyrir stuttu lagði ég fram frumvarp til breytinga á framhaldsskólalögum. Frumvarpinu er ætlað að liðka fyrir og styðja við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu til að stofna heimavist fyrir nemendur sína. Af hverju? Ja, mestu fjölbreytnina í námi er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Þar má finna fjölbreytta sérskóla eins og Menntaskólann í tónlist, en auk þess eru margar námsbrautir einungis í boði í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu eins og í list- og iðngreinum. Það er því skiljanlegt að margir nemendur leiti til höfuðborgarsvæðisins til þess að stunda nám við framhaldsskóla. Í núverandi fyrirkomulagi á nemandi á höfuðborgarsvæðinu betri möguleika á að stunda nám hvar sem er á landinu en nemandi af landsbyggðinni sem ákveður að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að það er mjög mikilvægt að bæta stöðu aðfluttra framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu.

Húsnæðisvandi ungs fólks sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám hefst gjarnan að loknum grunnskóla eða við 16 ára aldur og það er mjög algengt að foreldrar þeirra leiti á náðir ættingja og vinafólks. En það eru ekki allir í aðstöðu til þess þannig að þau leigja þá á almennum markaði með tilheyrandi kostnaði. Það að stofna heimavist á höfuðborgarsvæðinu kemur ekki í veg fyrir mikilvæga uppbyggingu framhaldsskóla um allt land. Við viljum að nemendur séu sem lengst heima hjá sér enda styrkir það byggðir og eykur líkur á því að fólk búi áfram í sínu sveitarfélagi þegar þau verða eldri. En það eru alltaf einstaklingar sem vilja fara að heiman á þessum aldri vegna þess að þau vilja stunda nám jafnvel við einhvern einn ákveðinn skóla. Það þarf því að tryggja öryggi allra nemenda á landinu og því mikilvægt að stofnuð verði heimavist á höfuðborgarsvæðinu.“

Categories
Fréttir

Talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum á ári

Deila grein

18/04/2024

Talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum á ári

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins ósamræmið í framlögum til samneyslunnar eftir því hvort að um sé að ræða launþega eða þeirra sem eingöngu afla sér fjármagnstekna. Ríkið og sveitarfélög starfrækja grunnkerfin sem við göngum út frá sem vísu í samfélaginu. En það telst varla sanngjarnt að af fjármagnstekjum er ekki innheimt útsvar til þess sveitarfélags sem viðkomandi er búsettur í.

„Talsvert ósamræmi er því á milli tekjuflokka, ríkinu og þá sérstaklega sveitarfélögum í óhag. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir hana,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Lengi hefur verið varað við því að svona ósamræmi hvetji til þess að fólk leiki á kerfið og skrái launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur, t.d. er talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum kr. á ári í núverandi fyrirkomulagi.“

Í stjórnarsáttmálanum segir að taka eigi „regluverk í kringum tekjuflutning til endurskoðunar og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar“.

„Ég nefni þetta hér enda tel ég mjög mikilvægt að við hröðum þessari vinnu. Við fáum hér fljótlega inn til Alþingis frumvarp sem tekur á þessu. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf og ég vænti þess að það sé þverpólitísk samstaða um að gera það,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.


Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Hjól samfélagsins snúast með sanngjörnum framlögum allra til samneyslunnar. Við greiðum skatta af laununum okkar sem fara svo til ríkis og sveitarfélaga sem starfrækja þau grunnkerfi sem við ætlumst til að séu til staðar í samfélaginu. Þótt flestir Íslendingar afli launatekna eru sumir sem afla einungis fjármagnstekna, það eru tekjur af réttindum í eigu einstaklinga, vaxtatekjur, arður, söluhagnaður, leigutekjur o.fl. Af fjármagnstekjum er innheimt lægri skattprósenta ásamt því að ekki er innheimt útsvar til þeirra sveitarfélaga sem viðkomandi er búsettur í. Talsvert ósamræmi er því á milli tekjuflokka, ríkinu og þá sérstaklega sveitarfélögum í óhag. Innan sveitarfélaga er því fólk sem nýtir sér þjónustu þeirra án þess þó að greiða krónu fyrir hana. Lengi hefur verið varað við því að svona ósamræmi hvetji til þess að fólk leiki á kerfið og skrái launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur, t.d. er talið að ríkissjóður glati í kringum 10 milljörðum kr. á ári í núverandi fyrirkomulagi. Vegna þessa var ritað í núgildandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna að taka regluverk í kringum tekjuflutning til endurskoðunar og tryggja að þau sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar.

Virðulegi forseti. Ég nefni þetta hér enda tel ég mjög mikilvægt að við hröðum þessari vinnu. Við fáum hér fljótlega inn til Alþingis frumvarp sem tekur á þessu. Það er sanngirnismál að klára slíka löggjöf og ég vænti þess að það sé þverpólitísk samstaða um að gera það.“

Categories
Fréttir Greinar

Af húsnæðismarkaði og aðgerðum

Deila grein

18/04/2024

Af húsnæðismarkaði og aðgerðum

Ný­verið mælti Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér rýmk­un á heim­ild­um líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í fé­lög­um þar sem meg­in­starf­sem­in er lang­tíma­leiga íbúðar­hús­næðis til ein­stak­linga. Það er rík ástæða til að fagna þessu frum­varpi og ég hef áður bent á mik­il­vægi þess í ræðu og riti. Líf­eyr­is­sjóðir þurfa að fá rýmri heim­ild til fjár­fest­inga á hús­næðismarkaði og taka þátt í því mik­il­væga verk­efni að byggja hér upp traust­an leigu­markað til framtíðar. Það er afar brýnt að ná tök­um á stöðunni á hús­næðismarkaði og hef ég bent á leiðir til þess svo hægt sé að ná tök­um á verðbólg­unni til lengri tíma. Þessi heim­ild sem nú hef­ur verið mælt fyr­ir er einn liður í þeirri veg­ferð, en meira þarf til.

Lengi hef­ur verið rætt um skort á leigu­hús­næði á Íslandi og meira ör­yggi á þeim markaði, ásamt fjöl­breytt­ari úrræðum á hús­næðismarkaði. Með því að veita líf­eyr­is­sjóðum heim­ild til þess að fjár­festa í leigu­hús­næði skap­ast aukn­ar for­send­ur fyr­ir því að líf­eyr­is­sjóðir beini fjár­magni í fjár­fest­ingu á leigu­hús­næði og raun­ger­ist slíkt, má vel halda því fram að slíkt muni halda aft­ur af verðhækk­un­um á fast­eigna­markaði. Aukið fram­boð á leigu­hús­næði fjölg­ar val­mögu­leik­um ein­stak­linga til að finna sér hent­ugt bú­setu­form. Þá eru fjár­sterk­ir lang­tíma­eig­end­ur mjög ákjós­an­leg­ir kaup­end­ur að hús­næði og það eitt kann að flýta fyr­ir upp­bygg­ingu íbúða.

Mark­viss skref

Lengi hef­ur verið kallað eft­ir því að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Að því hef­ur verið unnið síðustu ár á vakt Fram­sókn­ar og er óum­deilt. Það var meðal ann­ars gert með fram­lagn­ingu hús­næðis­stefnu síðastliðið haust en þar er um að ræða fyrstu heild­ar­stefnu í hús­næðismál­um til 15 ára og aðgerðaáætl­un til fimm ára. Með stefn­unni má stuðla að skil­virk­ari stjórn­sýslu þannig að stefna, áhersl­ur og aðgerðir í hús­næðismál­um skapi skil­yrði til að öll­um sé tryggt aðgengi að góðu og ör­uggu hús­næði með viðráðan­leg­um hús­næðis­kostnaði sem hent­ar ólík­um þörf­um hvers og eins. Það frum­varp tengt aukn­um heim­ild­um líf­eyr­is­sjóða sem Sig­urður Ingi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra mælti fyr­ir ný­verið er í sam­ræmi við þá stefnu. Alls hafa níu frum­vörp sem eru hluti aðgerðanna í til­lögu til þings­álykt­un­ar um hús­næðis­stefnu verið í vinnslu eða verið lögð fram á Alþingi. Frum­vörp­in styðja við þau mark­mið sem stefn­an bygg­ist á.

Þá hafa ýms­ar aðrar aðgerðir komið til fram­kvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýj­ar leigu­íbúðir komn­ar í notk­un af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofn­fram­lög frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um á síðustu átta árum. Lang­flest­ar íbúðanna, eða um 2.227, eru á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjár­magnaðar í hlut­deild­ar­lána­kerf­inu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að kom­ast inn á fast­eigna­markaðinn sem á ekki eða á erfitt með að safna fyr­ir fullri út­borg­un en get­ur greitt mánaðarleg­ar af­borg­an­ir. Skil­yrðin eru að vera að kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu fimm ár. Það er aug­ljóst að hið op­in­bera hef­ur á und­an­förn­um árum verið að gera sitt til að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði og óum­deilt að án styrkr­ar for­ystu Fram­sókn­ar í upp­bygg­ingu nýs hús­næðis­kerf­is fyr­ir tekju- og eigna­litla væri staðan mun verri fyr­ir þá hópa sem hér er um rætt.

Við þurf­um Seðlabank­ann með

Stærsta áskor­un sam­fé­lags­ins í hús­næðismál­um á kom­andi árum snýr að því að tryggja nægt fram­boð af fjöl­breyttu hús­næði og skapa um­hverfi svo fýsi­legt sé fyr­ir fram­kvæmdaaðila á al­menn­um markaði að byggja hús­næði. Við vor­um á réttri leið, en það hef­ur komið bak­slag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýj­um svæðum, vaxtaum­hverf­is og hertra lánþega­skil­yrða. Með öðrum orðum; það vant­ar lóðir, láns­fjár­magn er orðið mjög dýrt sem hef­ur letj­andi áhrif á fram­kvæmdaaðila og fólki hef­ur verið gert erfiðara um vik að kom­ast í gegn­um greiðslu­mat vegna hertra lánþega­skil­yrða. Þetta er eitraður kokteill í nú­ver­andi ástand þar sem nauðsyn­legt er að byggja til að anna eft­ir­spurn. Seðlabank­inn hef­ur að und­an­förnu, með aðgerðum sín­um, hlaðið í snjó­hengju kyn­slóða sem bíða eft­ir tæki­færi til að kom­ast út á markaðinn á sama tíma og hann hef­ur tafið fyr­ir þeirri nauðsyn­legu upp­bygg­ingu sem fram und­an er.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður og 1. vara­formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. apríl 2024.