Categories
Greinar

Hugsum stórt

Deila grein

12/09/2020

Hugsum stórt

Í upp­hafi árs­ins var slaki tek­inn að mynd­ast í efna­hags­kerf­inu og blik­ur voru á lofti eft­ir sam­fellt langt hag­vaxt­ar­skeið á Íslandi. Fregn­ir af COVID-19 voru farn­ar að ber­ast frá Kína, en fáir sáu fyr­ir hversu al­var­leg­ar af­leiðing­arn­ar yrðu af hinni áður óþekktu veiru. Smám sam­an breytt­ist þó heims­mynd­in og í byrj­un mars raun­gerðist vand­inn hér­lend­is, þegar fyrstu inn­an­lands­smit­in greind­ust. Höggið á efna­hags­kerfi heims­ins var þungt og enn eru kerf­in vönkuð.

Efna­hags­horf­ur um all­an heim munu hverf­ast um þróun far­ald­urs­ins og hvernig tekst að halda sam­fé­lags­legri virkni, þar til bólu­efni verður aðgengi­legt öll­um eða veir­an veikist. Við þess­ar aðstæður reyn­ir á grunnstoðir sam­fé­laga; heil­brigðis­kerfi, mennta­kerfi og efna­hagsaðgerðir stjórn­valda. Hér­lend­is er eitt mik­il­væg­asta verk­efnið að ráðast í fjár­fest­ing­ar, grípa þau tæki­færi sem fel­ast í krefj­andi aðstæðum og leggja grunn­inn að hag­sæld næstu ára­tuga.

Sam­fé­lags­leg virkni tryggð

Bar­átt­an við veiruna hef­ur um margt gengið vel hér­lend­is. Heil­brigðis­kerfið hef­ur staðist álagið, þar sem þrot­laus vinna heil­brigðis­starfs­fólks og höfðing­legt fram­lag Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar hafa varðað leiðina. Mennta­kerfið hef­ur einnig staðist prófið og Ísland er eitt fárra landa sem hef­ur ekki lokað skól­um. Þá hafa um­fangs­mikl­ar efna­hagsaðgerðir skilað góðum ár­angri og lagt grunn­inn að næstu skref­um.

Skil­virk efna­hags­stjórn­un og framtíðar­sýn er lyk­il­inn að vel­sæld. Gert er ráð fyr­ir tæp­lega 6% sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, en viðsnún­ing­ur verði á því næsta með 4% hag­vexti. Sam­drátt­ur upp á 9,3% á öðrum árs­fjórðungi 2020 er sögu­leg­ur, en þó til marks um varn­ar­sig­ur í sam­an­b­urði við ríki á borð við Frakk­land (-14%) og Bret­land (-20%). Þótt óviss­an um þróun far­ald­urs­ins og þeirra at­vinnu­greina sem verst hafa orðið úti sé mik­il, geta stjórn­völd ekki leyft sér að bíða held­ur verða þau að grípa í taum­ana. Vinna hratt og skipu­lega, veita fjár­mun­um í innviðaverk­efni af ólík­um toga og skapa aðstæður fyr­ir fjölg­un virðis­auk­andi starfa til skemmri og lengri tíma.

Rík­is­stjórn­ir grípa bolt­ann

Þróuð hag­kerfi heims­ins gripu flest til rót­tækra efna­hagsaðgerða til að örva hag­kerfi sín í upp­hafi heims­far­ald­urs, með kenni­setn­ing­ar John M. Keynes að leiðarljósi. Sterkt sam­spil rík­is­fjár­mála, pen­inga­stefnu og fjár­mála­kerf­is varð leiðarljós rík­is­stjórna í sam­an­b­urðarlönd­un­um, sem hafa tryggt launþegum at­vinnu­leys­is­bæt­ur og fyr­ir­tækj­um stuðning, svo at­vinnu­lífið kom­ist fljótt af stað þegar heilsu­far­sógn­in er afstaðin. Lang­tíma­vext­ir í stærstu iðnríkj­um eru í sögu­legu lág­marki og viðbúið að svo verði um nokk­urt skeið, ekki síst í ljósi spár Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem ger­ir ráð fyr­ir 5% sam­drætti á heimsvísu í ár og efna­hags­bat­inn verði hæg­ari en talið var í fyrstu. Í því felst auk­in áskor­un fyr­ir lítið og opið hag­kerfi, eins og það ís­lenska, sem er um margt háð þróun á alþjóðamörkuðum og fólks­flutn­ing­um milli landa. Á hinn bóg­inn verður áfram mik­il eft­ir­spurn eft­ir helstu út­flutn­ings­vör­um Íslend­inga, mat­væl­um og grænni orku.

Op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar gegn sam­drætti

Í árs­byrj­un var staða rík­is­sjóðs Íslands sterk­ari en flestra ríkja Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD). Hrein­ar skuld­ir rík­is­sjóðs voru aðeins um 20% af lands­fram­leiðslu, sem end­ur­spegl­ar styrka stjórn og niður­greiðslu skulda und­an­far­in ár sam­hliða mikl­um hag­vexti. Upp­gjörsaðferðir og lög frá 2015 um stöðug­leikafram­lög frá slita­bú­um fall­inna banka lögðu grunn­inn að þeirri stöðu, auk þess sem ferðaþjón­ust­an skapaði mikið gjald­eyr­is­inn­flæði. Stjórn­völd hafa því verið í kjör­stöðu til að sníða fjár­veit­ing­ar að þörf­inni og munu laga fram­haldsaðgerðir að raun­veru­leik­an­um sem blas­ir við. Op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar munu vega á móti sam­drætti árs­ins og núna er tím­inn til að hugsa til framtíðar. Fjár­festa í metnaðarfull­um innviðaverk­efn­um, mennt­un, ný­sköp­un, rann­sókn­um og þróun. Við eig­um að fjár­festa í veg­um og brúm, upp­bygg­ingu nýrra at­vinnu­greina og stuðningi við þær sem fyr­ir eru. Við eig­um að efla inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, byggja langþráða þjóðarleik­vanga fyr­ir íþrótt­ir og fjár­festa í nýj­um fyrsta flokks gagna­teng­ing­um Íslands við um­heim­inn. Við eig­um að kynna Ísland bet­ur fyr­ir er­lend­um lang­tíma­fjár­fest­um, fyr­ir­tækj­um og laða til lands­ins hæfi­leika­fólk á öll­um sviðum. Við eig­um að setja okk­ur mark­mið um íbúaþróun og sam­fé­lags­leg­an ár­ang­ur, sem bæði er mæld­ur í hag­vexti og al­mennri vel­ferð fólks sem hér býr. Auka þarf sam­starf hins op­in­bera og at­vinnu­lífs­ins í fjár­fest­ing­um og höfða til þeirra sem sjá framtíð í skap­andi grein­um.

Vext­ir í sögu­legu lág­marki 1%

Vaxta­stig er í sögu­legu lág­marki og hef­ur Seðlabanki Íslands ráðist í um­fangs­mikl­ar aðgerðir til að spyrna við slaka í hag­kerf­inu. Raun­vext­ir Seðlabank­ans hafa lækkað sam­hliða lækk­un nafn­vaxta og eru nú -1,7%. Þessi skil­yrði hafa leitt til þess að heim­il­in í land­inu hafa end­ur­fjármagnað óhag­stæðari lán og um leið aukið ráðstöf­un­ar­fé sitt. Aðstæður hafa einnig leitt af sér, að ávöxt­un­ar­krafa skulda­bréfs­ins sem rík­is­sjóður Íslands gaf út á alþjóðamörkuðum í vor nam aðeins tæp­lega 0,7%. Þrátt fyr­ir sögu­lega lága vexti eru fjár­fest­ing­ar at­vinnu­lífs­ins litl­ar og stjórn­valda bíður það verk­efni örva þær. Minnka óvissu og stuðla að efna­hags­leg­um stöðug­leika sem ýtir und­ir fjár­fest­ing­ar at­vinnu­líf­is­ins, á meðan vaxta­kjör eru hag­stæði. Vext­ir á heimsvísu eru líka sögu­lega lág­ir og pen­inga­prentvél­ar stærstu seðlabank­anna hafa verið mjög virk­ar. Hér­lend­is höf­um við tekið meðvitaðar ákv­arðanir um að gera meira en minna, nýta slak­ann til fulls og fjár­festa til framtíðar svo sam­fé­lagið verði sam­keppn­is­hæft til lengri tíma.

Fjár­mála­kerfið stór þátt­ur í viðspyrnu

Eig­in- og lausa­fjárstaða ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins er býsna sterk og bank­arn­ir því í góðri stöðu til að styðja við heim­il­in og fyr­ir­tæk­in í land­inu. Vita­skuld rík­ir í augna­blik­inu ákveðin óvissa um raun­v­irði út­lána­safna, en með sjálf­bæru og fram­sæknu at­vinnu­lífi skap­ast verðmæti fyr­ir þjóðarbúið sem eyk­ur stöðuleika og getu lán­tak­enda til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Með hag­kvæmri fjár­mögn­un at­vinnu­lífs­ins geta fyr­ir­tæki skapað störf og verðmæti fyr­ir allt sam­fé­lagið, sem er for­senda þess að rík­is­sjóður geti staðið und­ir sam­neysl­unni. Með op­in­ber­um aðgerðum og stuðningi rík­is­ins við at­vinnu­lífið – hluta­bóta­leiðinni, brú­ar- og stuðningslán­um og fjár­veit­ing­um til ótal verk­efna – er stutt við út­lána­vöxt til fyr­ir­tækja, sem verða á brems­unni þar til óvissa minnk­ar. Það má því segja, að mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda sé að draga úr óviss­unni.

Sjálf­bær viðskipta­jöfnuður

Fyr­ir þjóðarbúið er fátt mik­il­væg­ara en sjálf­bær greiðslu­jöfnuður. Það er því sér­takt gleðiefni, að þrátt fyr­ir áföll­in er bú­ist við af­gangi af viðskipta­jöfnuði á ár­inu, sem nem­ur um 2% af lands­fram­leiðslu. Megin­á­stæðan er hag­felld þróun út­flutn­ings­grein­anna, að frá­tal­inni ferðaþjón­ust­unni. Þannig hef­ur ál­verð farið fram úr vænt­ing­um og horf­ur á mörkuðum fyr­ir sjáv­ar­af­urðir eru betri en ótt­ast var. Tekju­fall ferðaþjón­ust­unn­ar dreg­ur sann­ar­lega mikið úr heild­ar­gjald­eyris­tekj­um þjóðarbús­ins, en sök­um þess að sam­drátt­ur á þjón­ustu­jöfnuði er bæði í inn- og út­flutn­ingi mynd­ast minni halli en ætla mætti. Ferðaþjón­ust­an mun taka við sér og skapa aft­ur mik­il verðmæti, en framtíðar­verk­efni stjórn­valda er að fjölga stoðunum und­ir út­flutn­ings­tekj­um þjóðar­inn­ar og tryggja að hag­kerfið þoli bet­ur áföll og tekju­sam­drátt í einni grein.

Sam­vinna er leiðin

Að feng­inni reynslu um all­an heim er ljóst, að stjórn­völd fá það verk­efni að tryggja vel­ferð, hag­sæld og at­vinnu­stig þegar stór áföll ríða yfir. Kost­ir hins frjálsa markaðskerf­is eru marg­ir, en þörf­in á virku sam­spili rík­is og einkafram­taks­ins er bæði aug­ljós og skyn­sam­leg. Hér­lend­is hef­ur þjóðin öll lagst á eitt við að tryggja sem mesta sam­fé­lags­virkni í heims­far­aldr­in­um og ríkið hef­ur fum­laust stigið inn í krefj­andi aðstæður. Því ætl­um við að halda áfram og kveða niður at­vinnu­leys­is­draug­inn, með nýj­um störf­um, sjálf­bær­um verk­efn­um og stuðningi við fyr­ir­tæki, þar sem það á við. At­vinnu­leysið er helsti óvin­ur sam­fé­lags­ins og það er siðferðis­leg skylda okk­ar að auka verðmæta­sköp­un sem leiðir til fjölg­un­ar starfa. Við vilj­um að all­ir fái tæki­færi til að láta reyna á hæfi­leika sína, hrinda hug­mynd­um í fram­kvæmd og skapa sér ham­ingju­samt líf. Með sam­hug og vilj­ann að vopni mun það tak­ast.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2020.

Categories
Greinar

Loftbrú

Deila grein

12/09/2020

Loftbrú

Þann 9. sept­em­ber sl. kynnti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hina skosku leið, sem hef­ur fengið nafnið Loft­brú hér á landi. Að láta skosku leiðina verða að veru­leika var eitt stærsta kosn­ing­ar­loforð Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir þetta kjör­tíma­bil. Skoska leiðin er hluti af stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fór inn í sam­göngu­áætlun við gerð henn­ar. Málið var síðan samþykkt á Alþingi og er nú orðið að veru­leika. Það er mikið fagnaðarefni að okk­ur hafi tek­ist að upp­fylla þetta lof­orð að fullu, en Fram­sókn hef­ur þurft að hoppa yfir ýms­ar hindr­an­ir til að ná þessu bar­áttu­máli í gegn.

Loft­brú ger­ir inn­an­lands­flugið að enn fýsi­legri kosti fyr­ir íbúa lands­byggðar­inn­ar, þ.e. fyr­ir fólk sem býr á bil­inu 200-300 km akst­urs­fjar­lægð frá höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta á líka við íbúa Vest­manna­eyja. Þeir sem geta nýtt sér Loft­brúna fá 40% af­slátt af heild­arfar­gjaldi inn­an­lands­flugs fyr­ir allt að 6 flug­leggi á ári til og frá höfuðborg­ar­svæðinu. Alls ná af­slátt­ar­kjör­in til rúm­lega 60 þúsund íbúa lands­byggðar­inn­ar.

Gert er ráð fyr­ir und­an­tekn­ing­um fyr­ir skil­yrði um bú­setu á lands­byggðinni. Þær und­an­tekn­ing­ar gilda fyr­ir fram­halds­skóla­nema af lands­byggðinni sem fært hef­ur fært lög­heim­ili sitt tíma­bundið á höfuðborg­ar­svæðið vegna náms og börn sem eru með lög­heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu en eiga for­eldra eða for­ráðamenn sem hafa bú­setu á lands­byggðinni. Unnið er að út­færslu á þess­um und­anþágum.

Mark­mið verk­efn­is­ins er að efla inn­an­lands­flug og stuðla að betri teng­ingu lands­ins með upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna. Á lands­byggðinni er oft skort­ur á aðgengi að mik­il­vægri þjón­ustu, en þeir sem bú­sett­ir eru langt utan höfuðborg­ar­svæðis­ins þurfa oft að ferðast lang­an veg til að nýta sér þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu sem er jafn­vel bara í boði þar. Með Loft­brú er verið að tryggja greiðara aðgengi íbúa á lands­byggðinni að þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu. Þess­ar aðgerðir stuðla að því að þeir sem búa langt frá höfuðborg­ar­svæðinu sitji ekki á hak­an­um vegna bú­setu sinn­ar. Einnig er vert að nefna að nýta megi þessa af­slætti í þeim til­gangi að sækja menn­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu og til að heim­sækja ætt­ingja og vini sem bú­sett­ir eru þar.

Þarna er verið að auka aðgengi að þjón­ustu sem ekki er til staðar í heima­byggð, t.a.m. kon­ur sem eru að fara í són­ar­skoðun og það hafa ekki all­ir aðgengi að tann­læknaþjón­ustu í heima­byggð svo fátt eitt sé nefnt. Síðan verður leiðin styttri í leik­hús okk­ar þjóðar­inn­ar því höfuðborg­in er okk­ar allra, hér er því verið að stuðla að frek­ara jafn­rétti fólks, óháð bú­setu, og mik­il­vægt byggðar­mál.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2020.

Categories
Greinar

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Deila grein

12/09/2020

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Íbúar á landsbyggðinni sem búa lengst frá höfuðborginni eiga þess nú kost á að fá lægri flugfargjöld innanlands. Við höfum undirbúið verkefnið um nokkurt skeið undir heitinu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í gær, miðvikudag, þegar ég opnaði Loftbrú með formlegum hætti á þjónustuvefnum Ísland.is. Það var í senn tímabært og sérlega ánægjulegt að koma þessu í loftið.

Loftbrú veitir íbúum með lögheimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni. Heilbrigðisþjónustan er sú sem flestir þurfa á að halda, en ekki síður menntun, menning og afþreying. Með þessu er verið að auka möguleika íbúa af landsbyggðinni á félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu sem til staðar er á suðvestur horni Íslands.

Í samtölum mínum við fólk víðsvegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landssvæða en þorri landsmanna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerfinu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.

Fyrirmyndin að Loftbrú er sótt til Skotlands. Þar hefur þessi leið heppnast vel og hjálpað til við að halda í og laða að ungt fólk til afskekktra svæða. Skoska leiðin var eitt af loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar og ein af aðgerðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum.

Lægri flugfargjöld verða liður í gefa fólki kost á því að velja sér búsetu óháð starfi og leiða til þess að búseta á landsbyggðinni verði auðveldari. Búseta á landsbyggðinni mun styrkjast sem hefur jákvæð áhrif á íbúðarverð. Þá mun leiðrétting þessi hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, auka lífsgæði fólks sem eiga þess kost á að skreppa til borgarinnar fyrir lægra fargjald, nýta ferðina og heimsækja ættingja og vini.

Í Skotlandi hefur flugferðum fjölgað og ef greiðsluþátttaka stjórnvalda með þessum hætti hjálpar flugfélögum að halda uppi þjónustustigi er það af hinu góða og stuðlar að öruggum samgöngum. Einhverjir hafa haft þær áhyggjur að flugfélögin myndu sjá sér leik á borði og hækka fargjöldin en mér er það til efst að það væri góð ákvörðun að hækka flugfargjöld til allra hinna sem njóta ekki þessara mótvægisaðgerða.

Það er afskaplega einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið frekar á vefnum Loftbru.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. september 2020.

Categories
Greinar

Nemendur eru lykillinn

Deila grein

12/09/2020

Nemendur eru lykillinn

Leik- og grunnskólar voru opnir í um 90% tilfella. Kennsla á framhalds- og háskólastigi fór alfarið í fjarkennslu. Almennt voru skólastjórnendur, kennarar, nemendur og foreldrar ánægð með hvernig staðið var að skólahaldi. Stór hópur kennara segir að tæknin hafi nýst vel og að allur aðbúnaður hafi staðist kröfur. Að sama skapi sé ljóst að álag hafi aukist vegna stöðunnar.

Fulltrúar allra skólastiga voru sammála um að hlúa þurfi sérstaklega að hópi barna og ungs fólks sem hefur veikt bakland. Það ætlum við að gera og verður það eitt af okkar forgangsmálum á komandi vetri.

Við ætlum að lágmarka neikvæð félagsleg áhrif af faraldrinum. Við ætlum að forgangsraða í þágu menntunar og tryggja að sem mest staðnám sé í boði, til að minnka brotthvarfshættu. Rannsóknir sýna að þegar skólahald er takmarkað, þá skerðist þjónustan mest hjá þeim sem þurfa mestan stuðning.

Ég er bjartsýn á að við finnum leiðir til þess að stuðla að öflugu skólastarfi í vetur. Það gerum við með því að vera í góðu samstarfi við skólastjórnendur, kennara og nemendur. Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamtök íslenskra stúdenta eru okkar helstu samstarfsaðilar. Í bígerð er að efla enn frekar samstarf við nemendur til þess að ákvarðanir séu í auknum mæli teknar, þar sem þeirra mat og viðhorf hafa skýra aðkomu. Ég hlakka til samstarfsins. Í sameiningu náum við betur utan um velferð samfélagsins til lengri tíma.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. september 2020.

Categories
Greinar

Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa landsins

Deila grein

11/09/2020

Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa landsins

Í samtölum mínum við fólk víðs vegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landsvæða en þorri landsmanna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerfinu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.

Íbúar á landsbyggðinni sem búa lengst frá höfuðborginni eiga þess nú kost að fá lægri flugfargjöld innanlands. Við höfum undirbúið verkefnið um nokkurt skeið undir heitinu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í vikunni þegar ég opnaði Loftbrú með formlegum hætti á þjónustuvefnum Ísland.is. Það var í senn tímabært og sérlega ánægjulegt að koma þessu í loftið.

Loftbrú veitir íbúum með lögheimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni. Heilbrigðisþjónustan er sú sem flestir þurfa á að halda, en ekki síður menntun, menning og afþreying. Með þessu er verið að auka möguleika íbúa af landsbyggðinni á félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu sem til staðar er á suðvesturhorni Íslands.

Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum.

Lægri flugfargjöld verða liður í að gefa fólki kost á því að velja sér búsetu óháð starfi. Búseta á landsbyggðinni mun styrkjast sem hefur jákvæð áhrif á íbúðarverð. Þá mun leiðrétting þessi hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, auka lífsgæði fólks sem eiga þess kost að skreppa til borgarinnar fyrir lægra fargjald, nýta ferðina og heimsækja ættingja og vini.

Í Skotlandi hefur flugferðum fjölgað og ef greiðsluþátttaka stjórnvalda með þessum hætti hjálpar flugfélögum að halda uppi þjónustustigi er það af hinu góða og stuðlar að öruggum samgöngum. Einhverjir hafa haft þær áhyggjur að flugfélögin myndu sjá sér leik á borði og hækka fargjöldin en mér er það til efst að það væri góð ákvörðun að hækka flugfargjöld til allra hinna sem njóta ekki þessara mótvægisaðgerða.

Það er afskaplega einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið frekar á vefnum Loftbru.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 10. spetember 2020.

Categories
Greinar

Kanntu brauð að baka?

Deila grein

11/09/2020

Kanntu brauð að baka?

Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi verður til víðfeðmt sveitarfélag með fjóra ólíka byggðakjarna. Þessi samfélög munu halda í sína sérstöðu en framundan er að samþætta og samræma margt sem enn liggur ekki fyrir hvernig á að framkvæma, það er í höndum næstu sveitarstjórnar. Stefnumótun og framtíðarsýn er eitt það mikilvægasta sem kjörnir fulltrúar þurfa að horfa til á næsta kjörtímabili. Við bökum nefnilega yfirleitt kökur eftir uppskriftum.

Fjármál á tímum COVID

Ábyrg fjármálastefna skiptir öllu máli fyrir nýja sveitarfélagið. Staðreyndin er sú að það verður hægara sagt en gert að ná utan um heildarfjármál þess þar sem sameiningin á sér stað á tímum Covid-19. Það er stærsti óvissuþátturinn þegar kemur að næsta vetri.

Auðlegð í starfsfólkinu

Það sem er mikilvægast er að sameiningin sjálf heppnist vel, að kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins vinni vel þá gríðarlega miklu og mikilvægu vinnu að sameina sveitarfélögin. Kjörnir fulltrúar þurfa því að taka margar stefnumótandi ákvarðanir um stóra sem smáa þætti er varða framtíðina.

Það þarf að tryggja að stjórnsýslan fái það svigrúm og stuðning sem hún þarf til að vinna verkin sem framundan eru, undir styrkri leiðsögn þeirra sem hafa til þess lýðræðislegt umboð. Til að taka góðar stefnumótandi ákvarðanir þarf samtal, samtal við kjósendur og starfsfólk sveitarfélagsins. Við vitum það nefnilega að nýja sveitarfélagið hefur á að skipa öflugu starfsfólki með mikla reynslu. Það að skapa góðan vinnuanda og gott starfsumhverfi fyrir þau er grundvallaratriði .

Frambjóðendur á lista Framsóknarfélags Múlaþings hafa gríðarlega mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, þekkja vel sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast og einsetja sér það markmið að klára sameininguna með farsælum hætti. Við vitum að verkefnið er ærið, umsvifamikið og krefjandi – þess vegna bjóðum við okkur fram. Framsóknarflokkurinn er framkvæmdaflokkur, við hikum ekki við að horfa til framtíðar, móta okkur stefnu – og halda okkur við hana.

Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Bifröst og skipar hún skipar 3. sæti lista Framsóknarfélags Múlaþings til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 10. september 2020.

Categories
Greinar

Áfram veginn – Til framtíðar

Deila grein

10/09/2020

Áfram veginn – Til framtíðar

Það eru áhugaverðir tímar framundan á Austurlandi. Nýtt sveitarfélag að verða að veruleika með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sveitarstjórnarkosningar þann 19. september. Fyrsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar verður að ljúka sameiningarferlinu, ákveða nafn nýja sveitarfélagsins og virkja nýtt stjórnskipulag.

Framtíðarsýn og skipulag

Eitt af verkefnum sveitarstjórnar í nýja sveitarfélaginu verður, í samráði við íbúa, að móta þá framtíðarsýn sem lá til grundvallar kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Hana þarf að móta í samráði við íbúana. Vinna þarf nýtt aðalskipulag sem tekur til nýja sveitarfélagsins í heild. Það er mikilvægt að í því verði tekið á nýtingu, náttúruvernd og varðveislu. Áhersla verði lögð á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og bætt búsetuskilyrði. Setja þarf aukinn kraft í gerð skipulagsáætlana með það að markmiði að atvinnulíf og íbúabyggð geti þróast við öruggar hentugar aðstæður sem tryggi lífsgæði og velferð íbúanna. Í því sambandi þarf að horfa sérstaklega til áskorana í samgöngumálum með tilliti til atvinnu-, menningar- og mannlífs, með öðrum orðum almennra búsetuskilyrða. Mikilvægur hluti af þeirri framtíðarsýn verður strandskipulag eða nýtingaráætlun sem jafnframt tekur mið af og styður við uppbyggingu og þróun hafna sveitarfélagsins.

Göngin verða að veruleika

Bættar samgöngur hafa verið forgangsverkefni framsóknarmanna á Austurlandi, ekki síst á Seyðisfirði. Áratuga barátta Seyðfirðinga fyrir bættum samgöngum með jarðgöngum, góð samvinna við nágrannasveitarfélög og skýr sýn um leiðina til þess, er að skila okkur Fjarðarheiðargöngum.

Samkvæmt gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2022 en nú er unnið að undirbúningi framkvæmdanna. Á þeim tíma sem ég, ásamt öðrum kjörnum fulltrúum, hef unnið að málinu hafa verið setnir óteljandi fundir með vegamálastjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar, alþingismönnum, embættismönnum og ráðherrum, bæði fyrr og síðar. Oft þótti þokast lítið og stundum afturábak, en nú er málið að verða komið á framkvæmdastig. Það er mjög ánægjulegt. Alltaf var okkur vel tekið þó að við þættum sjálfsagt stundum nokkuð fylgin okkur.

Framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng verða unnar á grundvelli metnaðarfullrar samgönguáætlunar fyrir árin 2020 til 2034 sem núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og formaður Framsóknarflokksins, lagði fyrir Alþingi. Svo metnaðarfull er hún hvað Austurland varðar að auk ganganna um Fjarðarheiði liggur leiðin áfram með göngum frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og eru þá önnur verkefni á svæðinu ótalin. Hliðstæða finnst vart. Tenging byggðanna á Austurlandi með þessum jarðgöngum verður bylting í öllu tilliti. Nokkuð sem ég og samstarfsfólk í bæjarstjórn og áhugafólk sáum sem heldur fjarlægt markmið á eftir Fjarðarheiðargöngum en er nú þegar komið á áætlun.

Meiri samgöngubætur

Markmiðið með Fjarðarheiðargöngum hefur alltaf verið skýrt, að rjúfa vetrareinangrun, og auka þar með öryggi íbúa, að auka umferðaröryggi og að samgöngur á landi væru greiðar allt árið. Það verður hlutverk nýrra sveitarstjórnar að fylgja málinu eftir í samvinnu við ríkisvaldið, svo og uppbyggingu annarra samgönguinnviða sem eru í áætluninni, heilsársvegar um Öxi, Borgarfjarðarvegar, og nýrrar brúar yfir Lagarfljót. Þessar samgönguframkvæmdir eru nauðsynlegar til að vel takist til með sameininguna og því þarf að fylgja þeim eftir af festu. Jafnframt þarf að vinna að uppbyggingu og aukinni vegþjónustu um víðfeðmt sveitarfélag og á leiðum að og frá.

Sérstaklega þarf að setja aukinn þunga í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem millilandaflugvallar og tryggja fjármagn til hennar. En einnig að jafna aðstöðumun við Keflavíkurflugvöll að því marki sem er í valdi stjórnvalda.

Brýnt er að stjórnvöld taki af vafa um að Reykjavíkurflugvöllur verði staðsettur til frambúðar í Vatnsmýrinni með hliðsjón af því að margvísleg nauðsynleg þjónusta á vegum ríkisins er byggð upp eða hefur verið flutt til höfuðborgarinnar sem hefur það í för með sér að landsmenn utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að sækja hana með flugsamgöngum. Þar vegur þyngst fyrir almenning, heilbrigðisþjónustuna.

Ríkulegur ávinningur

Ávinningurinn af uppbyggingu samgönguinnviða verður sterkara atvinnusvæði með aukinni nýsköpun og fleiri áhugaverðum atvinnutækifærum, öflugra menningar- og listalífi svo og íþrótta- og félagsstarfi og bættu aðgengi að þjónustu. Það er mikilvægt að áform stjórnvalda séu tímasett og skýr þannig að vinna við frekari mótun framtíðarsýnar og skipulagsáætlanir geti tekið mið af þeim.

Forsendur þess að sameiningin skili tilætluðum árangri er að staðfest loforð og samþykktir stjórnvalda um varanlega samgöngutengingu allra fjögurra byggðarlaganna verði að veruleika, það er nýbygging Axarvegar, Borgarfjarðarvegar og lagning jarðganga undir Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Að því þarf að vinna í samfellu og sleitulaust.

Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 10. september 2020.

Categories
Greinar

Loksins leið af leigumarkaði

Deila grein

10/09/2020

Loksins leið af leigumarkaði

Að búa við húsnæðisöryggi er okkur öllum mikilvægt. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaði því þarfir okkar eru ólíkar. Fyrir skömmu samþykkti Alþingi eitt af áherslumálum félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar um hlutdeildarlán. Þessi breyting mun skipta sköpum fyrir stóran hóp fólks sem hefur hingað til talið langsótt að komast í eigið húsnæði.

Aðeins 5% eigið fé

Hlutdeildarlánum er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd. Hægt verður að sækja um lánin frá 1. nóvember nk. Með hlutdeildarlánum veitir ríkið 20% viðbótarlán fyrir húsnæðiskaup sem endurgreitt er við sölu eignarinnar. Kaupandi þarf aðeins að leggja út eigið fé sem nemur að lágmarki 5%. Hér er því verið að brúa bil á milli lána sem veitt eru af fjármálafyrirtækjum eða lífeyrissjóðum og kaupverðs. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum heldur fylgja þau fasteigninni og endurgreiðast við sölu eða 25 árum frá lántöku, og er þá miðið við sama hlutfall af verðmæti eignarinnar og upphafleg lánveiting hljóðaði uppá.

Skilyrðin

Með hlutdeildarlánum er Húsnæðis-og mannvirkjastofnun (HMS) veitt heimild að veita lán fyrir fyrstu kaupendur og kaupendur sem ekki hafa átt fasteign sl. 5 ár og hafa tekjur undir 7.560.000 kr. á ári miðað við einstakling eða 10.560.000 kr. samanlagt fyrir hjón á ári miðað við sl. 12 mánuði. Við þá fjárhæð bætast 1.560.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni fram að 20 ára sem býr á heimilinu. Aðeins er lánað fyrir nýjum íbúðum en heimilað verður að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum íbúðum í eldra húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand þeirra þannig að jafna megi til nýrrar íbúðar. Með þessari leið skapast aukin hvati til þess að byggja hagkvæmar og góðar íbúðir sem henta fyrir þennan hóp. HMS telur þessa leið ekki þess valdandi að lækka húsnæðisverð þar sem áætlað er að um 4 milljörðum kr. verði varið árlega við kaup á 400-500 íbúðum.

Raunveruleg kjarabót

Tekjulágir einstaklingar hafa of lengi verið fastir á leigumarkaði en tölurnar sýna okkur að stór hluti þeirra vill komast í eigi húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða fólk því það er ekki sanngjarnt að aðeins þeir sem eru með sterkt bakland geti eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru raunveruleg kjarabót.

Framsókn fyrir heimilin!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Víkurfréttum 9. september 2020.

Categories
Greinar

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Deila grein

10/09/2020

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Íbúar á lands­byggðinni sem búa lengst frá höfuðborg­inni eiga þess nú kost á að fá lægri flug­far­gjöld inn­an­lands. Við höf­um und­ir­búið verk­efnið um nokk­urt skeið und­ir heit­inu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í gær, miðviku­dag, þegar ég opnaði Loft­brú með form­leg­um hætti á þjón­ustu­vefn­um Ísland.is. Það var í senn tíma­bært og sér­lega ánægju­legt að koma þessu í loftið.

Loft­brú veit­ir íbú­um með lög­heim­ili á bú­setu­svæðum fjærst höfuðborg­inni 40% af­slátt af heild­arfar­gjaldi í þrem­ur ferðum á ári (sex flug­leggj­um) til og frá höfuðborg­ar­svæðinu. Mark­miðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á land­inu og bæta aðgengi að miðlægri þjón­ustu í höfuðborg­inni. Heil­brigðisþjón­ust­an er sú sem flest­ir þurfa á að halda, en ekki síður mennt­un, menn­ing og afþrey­ing. Með þessu er verið að auka mögu­leika íbúa af lands­byggðinni á fé­lags­legri þátt­töku í borg­ar­sam­fé­lag­inu sem til staðar er á suðvest­ur­horni Íslands.

Í sam­töl­um mín­um við fólk víðs veg­ar um landið hef­ur umræða um ójafnt aðgengi að þjón­ustu oft­ar en ekki skipað stór­an sess í huga fólks. Flest­ir lands­menn búa á suðvest­ur­horn­inu og hef­ur op­in­ber þjón­usta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborg­inni þurfa því að reiða fram hærri fjár­hæðir til að kom­ast á milli landsvæða en þorri lands­manna til að fá aðgang að sömu þjón­ustu. Þetta er skekkja í kerf­inu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykja­vík er höfuðborg allra lands­manna.

Fyr­ir­mynd­in að Loft­brú er sótt til Skot­lands. Þar hef­ur þessi leið heppn­ast vel og hjálpað til við að halda í og laða að ungt fólk til af­skekktra svæða. Skoska leiðin var eitt af lof­orðum Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar og ein af aðgerðum í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Í mín­um huga er Loft­brú ein af mik­il­væg­ari byggðaaðgerðum sem ráðist hef­ur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarf­ir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem legg­ur áherslu á sem mest jafn­ræði lands­manna hvað varðar aðgang að fjar­skiptainnviðum.

Lægri flug­far­gjöld verða liður í að gefa fólki kost á því að velja sér bú­setu óháð starfi og leiða til þess að bú­seta á lands­byggðinni verði auðveld­ari. Bú­seta á lands­byggðinni mun styrkj­ast sem hef­ur já­kvæð áhrif á íbúðaverð. Þá mun leiðrétt­ing þessi hafa víðtæk sam­fé­lags­leg áhrif, auka lífs­gæði fólks sem á þess kost að skreppa til borg­ar­inn­ar fyr­ir lægra far­gjald, nýta ferðina og heim­sækja ætt­ingja og vini.

Í Skotlandi hef­ur flug­ferðum fjölgað og ef greiðsluþátt­taka stjórn­valda með þess­um hætti hjálp­ar flug­fé­lög­um að halda uppi þjón­ustu­stigi er það af hinu góða og stuðlar að ör­ugg­um sam­göng­um. Ein­hverj­ir hafa haft þær áhyggj­ur að flug­fé­lög­in myndu sjá sér leik á borði og hækka far­gjöld­in en mér er það til efs að það væri góð ákvörðun að hækka flug­far­gjöld til allra hinna sem njóta ekki þess­ara mót­vægisaðgerða.

Það er af­skap­lega ein­falt að nýta sér af­slátt­ar­kjör með Loft­brú. Á Ísland.is auðkenn­ir fólk sig með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um og sér þar yf­ir­lit yfir rétt­indi sín. Þeir sem vilja nýta af­slátt­inn sækja sér­stak­an af­slátt­ar­kóða sem nota má á bók­un­ar­síðum flug­fé­laga þegar flug er pantað. Ég hvet ykk­ur til að kynna ykk­ur málið frek­ar á vefn­um Loft­bru.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. september 2020.

Categories
Greinar

Rödd sveitarfélagsins

Deila grein

07/09/2020

Rödd sveitarfélagsins

Eitt af meginhlutverkum þeirra sem skipa forystusveit kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum er að vera málsvari sveitarfélagsins út á við. Það er oft mikil þörf á því gagnvart opinberum stofnunum, fjölmiðlum og fyrirtækjum en allra helst reynir þó á þetta hlutverk þegar kemur að samskiptum við Alþingi og ríkisstjórn.

Það er erfitt að kasta tölu á þann fjölda funda og símtala sem ég hef í gegnum árin átt til að tala um málefni sveitarfélagsins. Þessi vinna er sjaldnast mjög sýnileg. Ekki það að nokkur hafi neitt að fela, ekki er um neitt baktjaldamakk að ræða. En það er óendanlega mikilvægt að rödd sveitarfélagsins heyrist víða og ekki bara á opinberum vettvangi, heldur einmitt á smærri fundum og í samtölum innan ráðuneyta og þingflokka, svo einhver dæmi séu tekin.

Gleði og gremja

Þetta hlutverk kjörins fulltrúa er eitt hið ánægjulegasta við starfið, en getur jafnframt verið einn erfiðasti hluti þess. Ég hef lagt mig fram um að tala fyrir hagsmunum sveitarfélagsins með gildum rökum og af skynsemi. Oft næst fram skilningur á stöðu sveitarfélagsins og góður árangur í hagsmunabaráttunni. Þá er ég glaður.

Í önnur skipti finnst manni eins og verið sé að tala við grjót, alveg sama hvernig er reynt. Það er gremjulegt og á þeim stundum getur sú hugsun lagst þungt á hvort tíma manns og orku er vel varið.

Á þessum árum hef ég lært það að gefast ekki upp. Þar sem maður kemur að lokuðum dyrum í eitt skipti getur rofað til og allt staðið upp á gátt næst þegar reynt er. Ef maður hefur trú á málstaðnum þýðir ekki að leggja árar í bát heldur þarf að reyna aftur, og aftur, og aftur. Stundum vinnast hálfir sigrar, þá er mikilvægt að kunna að gleðjast yfir litlu, og stundum stórsigrar.

Blessunarlega horfum við í nýju sameinuðu sveitarfélagi nú fram á byltingu í samgöngumálum með Fjarðarheiðargöngum, nýjum Axarvegi og klæðningu á Borgarfjarðarveg. Allt eru þetta mál sem hefur þurft að tala fyrir árum saman en eru nú í augsýn þökk sé þrotlausri vinnu margra aðila.

Áfram veginn

En það er líka margt framundan sem þarf að tala fyrir og Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi í þessari baráttu. Við viljum sjá frekari uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli. Við viljum sjá staðbundið háskólanám verða að veruleika í fjórðungnum og fjölbreyttari fjarnámskosti fyrir íbúa hér. Við þurfum bætta hafnaraðstöðu víða í sveitarfélaginu og fleira og fleira. Nýtt sveitarfélag mun þurfa sterka rödd til að tala sínu máli. Ég gef kost á mér til að vera þessi rödd og bið um þinn stuðning til þess.

Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins við komandi sveitarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 7. september 2020.