Categories
Greinar

Sómi Íslands

Deila grein

23/03/2020

Sómi Íslands

Kenn­ar­ar, starfs­fólk skól­anna og skóla­stjórn­end­ur hafa unnið af­rek í vik­unni, í sam­starfi við nem­end­ur og stjórn­völd. Lagað sig að dæma­laus­um aðstæðum og lagst sam­an á ár­arn­ar svo að mennta­kerfið okk­ar og sam­fé­lagið haldi áfram. Hafi þeir bestu þakk­ir fyr­ir.Sam­fé­lagið er að hluta lagst í dvala og ein­kenni­leg kyrrð hef­ur færst yfir marga kima sam­fé­lags­ins, sem venju­lega iða af lífi. Sú ákvörðun stjórn­valda að banna sam­kom­ur af ákveðinni stærð og setja strang­ar regl­ur um sam­skipti fólks er gríðarlega stór. Hún var tek­in með heilsu og heil­brigði þjóðar í huga, að til­lögu þeirra sem við treyst­um fyr­ir al­manna- og sótt­vörn­um í land­inu. Mat þeirra var að for­dæma­lausra aðgerða væri þörf til að lág­marka út­breiðslu veirunn­ar sem nú herj­ar á alla heims­byggðina. Þess vegna var ákveðið að loka há­skóla- og fram­halds­skóla­bygg­ing­um og fela skól­un­um að skipu­leggja fjar­nám. Af sömu ástæðu var ákveðið að halda leik- og grunn­skól­um opn­um að upp­fyllt­um ákveðnum skil­yrðum þar til annað væri ákveðið.

Breytt skólastarf í leik- og grunn­skól­um

Breyt­ing­ar á kennslu og skóla­haldi eru ekki hrist­ar fram úr erm­inni. Aðstæður skól­anna til að bregðast við eru afar ólík­ar, ým­ist eft­ir skóla­stig­um, húsa- og tækja­kosti, nem­enda- og starfs­manna­fjölda, náms­grein­um o.s.frv. Þrátt fyr­ir það hef­ur skóla­sam­fé­lagið staðist prófið með glæsi­brag. Virkni og regla er ekki síst mik­il­væg fyr­ir yngstu nem­end­urna. Tak­mark­an­ir á leik- og grunn­skóla­starfi hafa kraf­ist mik­ils af kenn­ur­um og skóla­stjórn­end­um, sem þurfa ekki aðeins að tryggja tak­markaðan sam­gang milli nem­enda held­ur einnig nám og kennslu. All­ir skól­ar hafa haldið uppi skóla­starfi í vik­unni, að frá­töld­um þeim sem hafa lokað dyr­un­um af sótt­varn­ar­ástæðum, og hafa með því unnið mik­inn sig­ur. Um­fang kennslu og fjöldi kennslu­stunda á hverj­um stað hef­ur tekið mið af aðstæðum, en vilj­inn til að halda börn­un­um í námi verið ótví­ræður.

Fram­halds- og há­skól­ar í fullri virkni

Í fram­halds- og há­skól­um hafa kenn­ar­ar brugðist hratt við, snarað hefðbundnu náms­efni yfir á ra­f­rænt form, hugsað í lausn­um og haldið nem­end­um sín­um við efnið. Fjar­kennsla hef­ur tekið á sig fjöl­marg­ar skemmti­leg­ar mynd­ir og virkni nem­enda síst verið minni en í hefðbund­inni kennslu. Þátt­taka í kennslu­stund­um og verk­efna­skil hafa jafn­vel verið meiri en alla jafna. Það er vel, enda nauðsyn­legt að virkni í sam­fé­lag­inu sé eins mik­il og frek­ast er unnt. Hins veg­ar ber að hafa í huga að brott­hvarf úr námi get­ur auk­ist veru­lega í ástandi eins og nú rík­ir. Þess vegna hafa skóla­meist­ar­ar og rek­tor­ar lands­ins lagt okk­ur lið við að sporna strax við slíku. Fram­lag allra sem komið hafa að mál­inu er lofs­vert.Lána­sjóður ís­lenskra náms­manna hef­ur held­ur ekki látið sitt eft­ir liggja. Stjórn sjóðsins hef­ur í sam­vinnu við mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti létt á áhyggj­um náms­manna og greiðenda af náms­lán­um. Tekju­viðmið hafa verið hækkuð, inn­heimtuaðgerðum seinkað og regl­ur við mat á um­sókn­um um und­anþágu á af­borg­un­um rýmkaðar tíma­bundið. Þá hef­ur stjórn LÍN samþykkt að taka til greina ann­ars kon­ar staðfest­ingu skóla á ástund­un nem­enda en vott­orð fyr­ir ein­ing­ar sem lokið hef­ur verið. Þannig er komið til móts við nem­end­ur sem ekki geta sinnt námi vegna rösk­un­ar á skóla­starfi.

Sam­vinna og sam­starf er lyk­ill­inn

Veru­lega hef­ur reynt á sam­fé­lagið allt und­an­farna daga. Mál hafa þró­ast með ótrú­leg­um hraða og sumt í veru­leik­an­um minn­ir á skáld­skap. Það á ekki bara við um áskor­an­ir sem stækka með hverj­um degi, held­ur líka sigra og of­ur­hetj­ur sem láta ekk­ert stöðva sig. Við aðstæður eins og þess­ar er ómet­an­legt að sam­skipti milli lyk­ilaðila í skóla­kerf­inu séu góð. Sú hef­ur enda verið raun­in und­an­farn­ar vik­ur og fyr­ir það ber að þakka. End­ur­tek­in og reglu­leg sam­skipti hafa fært fólk nær hvert öðru, aukið skiln­ing á aðstæðum og þétt raðirn­ar. Það birt­ist til dæm­is í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu sem full­trú­ar kenn­ara, sveit­ar­fé­laga og ráðuneyt­is und­ir­rituðu fyr­ir tæpri viku, og sneri að skóla­starfi við þær und­ar­legu aðstæður sem nú eru uppi. Þar er jafn­framt áréttað að aðkoma miklu fleiri aðila er for­senda þess að hlut­irn­ir gangi upp. Al­menn­ing­ur all­ur, for­eldr­ar, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir þurfa að sýna ábyrgð og sveigj­an­leika, og fylgja til­mæl­um sem koma frá yf­ir­völd­um og skóla­stjórn­end­um um skóla­hald.Ég tek heils hug­ar und­ir hvert orð í yf­ir­lýs­ing­unni, þar sem seg­ir meðal ann­ars að skólastarf sé ein af grunnstoðum sam­fé­lags­ins. Skól­ar hafi meðal ann­ars það hlut­verk að auka jöfnuð og vernda börn. Starfs­fólk skól­anna hafi unnið þrek­virki við að styðja við nem­end­ur á þess­um óvissu­tím­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. mars 2020.

Categories
Greinar

Framlag listafólks lofsvert

Deila grein

19/03/2020

Framlag listafólks lofsvert

Þegar á reynir hefur íslenska þjóðin styrkt böndin og horft fram á við. Nú stöndum við sannarlega fram fyrir flóknum viðfangsefnum í baráttunni við Covid-19, ekki síst vegna samkomubanns sem síðast var í gildi fyrir rúmri öld. Fyrsta skrefið í baráttunni gegn veirunni snýr að heilsuvernd, enda nauðsynlegt að hefta útbreiðslu hennar. Samhliða þarf að huga að efnahagslegum og félagslegum viðbrögðum. Neikvæð efnahagsleg áhrif veirunnar eru einhver þau mestu sem alþjóðakerfið hefur séð í langan tíma. Þess vegna þarf umfang efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar að vera verulegt.

Þrátt fyrir þessar fordæmalausu aðstæður er afar brýnt að hlúa að menningunni. Íslenskt menningarlíf hefur lengið staðið í blóma og mun áfram blómstra þótt tímabundinn skuggi hafi fallið á samfélagið. Við þurfum á andlegri næringu að halda og ýmsar leiðir eru færar til að njóta hennar. Söfn eru opin og nýjar sýningar eru að fæðast. Útilistaverk færa okkur gleði í nauðsynlegum heilsubótargöngum. Íslenskir listamenn, menningarstofnanir og sjálfstæðir listhópar hafa einnig fundið leiðir til að færa okkur menninguna heim. Streymi, beinar útsendingar og upptökur frá tónleikum, upplestri og leiksýningum eru hafnar og bækur bíða lestrar á náttborðum um allt land. Myndlist bætir lit í gráan hversdagsleikann og íslenskar kvikmyndir létta lund margra, sem komast ekki út meðal fólks.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur stofnað samráðshóp með helstu lykilaðilum í menningarmálum um land allt til að vinna að því mikilvæga verkefni að halda uppi starfsemi listastofnana við þær óvenjulegu aðstæður sem hafa nú skapast. Fundir hópsins sýna að mikil samstaða ríkir og eru allir reiðubúnir að leggjast á eitt til að minnka skaðann.

Ekkert af þessu er þó sjálfsagt. Menningarlíf verður að rækta og viðhalda með kerfisbundnum hætti. Við höfum valið að fjárfesta í menningu og listum með margvíslegum hætti og afraksturinn er óumdeildur. Núverandi aðstæður hafa til dæmis komið illa við tónlistarmenn, sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi vegna viðburða, sýninga og tónleika sem fallið hafa niður. Í mörgum tilvikum eru þetta listamenn sem eru fyrstir til að gefa vinnu sína fyrir góðan málstað, og nú er það okkar hinna að finna leiðir til að styðja þá. Gerum það sem þarf!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars 2020.

Categories
Greinar

Tími Framsóknar í efnahagsmálum

Deila grein

19/03/2020

Tími Framsóknar í efnahagsmálum

Það er staðreynd að við erum að ganga inn í kólnandi hagkerfi eftir uppsveiflu undanfarinna ára. Þar koma til nokkrar ástæður eins og fækkun ferðamanna og loðnubrestur svo eitthvað sé nefnt. Við þetta bætast svo efnahagsáhrif af völdum COVID-19. Í kólnandi hagkerfi þurfa fyrirtæki gjarnan að hagræða og grípa til uppsagna sem leiðir til aukins atvinnuleysis og minnkandi hagvaxtar. Efnahagsstaða þjóða getur verið sveiflukennd og það þekkjum við í Íslandssögunni. Viðbrögð stjórnvalda hverju sinni hafa áhrif á stöðu og framgang efnahagsmála til framtíðar. Staða ríkissjóðs er sterk og það er sá grunnur sem við getum byggt á þegar við bregðumst við fyrirliggjandi krísu.

Áform stjórnvalda

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið fumlaus og ákveðin. Nú hefur þegar verið brugðist við og kynntar aðgerðir sem munu spyrna á móti niðursveiflu í hagkerfinu í þessum fordæmalausu aðstæðum sem skapast hafa vegna COVID-19. Markmiðið með þeim aðgerðum er að styðja við bankakerfið til þess að hægt verði að fleyta fyrirtækjum yfir erfiða hjalla næstu mánuði.

Farið verður í ákveðnar skattkerfisbreytingar til þess að lækka álögur og síðast en ekki síst verða settir á bilinu 20-25 milljarðar á ári næstu þrjú árin í innviðaframkvæmdir sem ætlað er að vera innspýting fyrir hagkerfið. Þar eru aðgerðir sem eru mannaflsfrekar og ákveðnar framkvæmdir eru til þess fallnar að efla atvinnutækifæri. Má þar nefna brúagerð, vegaframkvæmdir og hafnarframkvæmdir. Mikilvægt er á tímum sem þessum að stjórnvöld bregðist við með markvissum hætti til að vega upp á móti niðursveiflu í hagkerfinu sem koma bæði atvinnulífinu og þá heimilunum til góða.

Þegar rykið sest

Gera má ráð fyrir að COVID-19 muni ganga hér yfir á einhverjum mánuðum og eru stjórnvöld að taka málið föstum tökum. Fyrir liggur að einhverjar raskanir muni verða á hefðbundnu lífi borgaranna en stjórnvöld stefna á að lágmarka þær. Samheldni þjóðarinnar skiptir miklu máli og hefur hún sýnt það í verki með því að fara eftir leiðbeiningunum almannavarna og landlæknis sem er gríðarlega mikilvægt. Þannig komumst við standandi niður úr þessu falli.

Þegar rykið sest verður hægt að fara af fullum krafti í það að efla atvinnulífið. Verður það meðal annars gert með þeim aðgerðum sem farið hefur verið hér yfir sem og öflugu markaðsátaki í ferðaþjónustu og með því réttum við við stærsta atvinnuveg landsins. Það er líka þekkt að upp úr krísum myndast ný tækifæri eins og kom í ljós eftir síðustu krísu. Þjóðarskútan mun rétta sig við og það þekkjum við öll sem búum á landi elds og ísa og stöndum saman nú sem fyrr. Það mun skila sér til komandi kynslóða eins og við öll þekkjum.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars 2020.

Categories
Greinar

Fordæmalausir tímar

Deila grein

16/03/2020

Fordæmalausir tímar

Í fyrsta sinn hef­ur sam­komu­bann verið boðað og tak­mark­an­ir sett­ar á skóla­hald, sam­kvæmt ákvörðun heil­brigðisráðherra. Til­efnið er öll­um ljóst; út­breiðsla kór­ónu­veirunn­ar COVID-19, sem sam­fé­lagið tekst nú á við í sam­ein­ingu.Heims­far­ald­ur­inn hef­ur þegar reynt um­tals­vert á sam­fé­lagið. Veir­an hef­ur veru­leg áhrif á allt dag­legt líf okk­ar. All­ir hafa þurft að breyta hegðun sinni og venj­um. Heil­brigðis­yf­ir­völd hafa staðið sig vel. Þau sýna ábyrgð og leggja nótt við dag við að rekja smit­leiðir, miðla upp­lýs­ing­um og halda veirunni í skefj­um. Sam­fé­lagið allt hef­ur lagst á ár­arn­ar með yf­ir­völd­um. Hundruð ein­stak­linga í sótt­kví hafa verndað heilsu annarra og lág­markað álag á heil­brigðis­kerfið með ein­angr­un sinni. Það er lofs­vert fram­lag.

Skól­ar á öll­um skóla­stig­um hafa starfað sam­kvæmt viðbragðsáætl­un frá því að neyðarstigi al­manna­varna var lýst yfir þann 6. mars síðastliðinn. Því hef­ur mik­il und­ir­bún­ings­vinna verið unn­in í skól­um til að mæta þess­ari ákvörðun og það er mjög traust­vekj­andi.

Und­an­farna daga hef ég einnig átt fjar­fundi með rek­tor­um og skóla­stjórn­end­um, öðrum fræðsluaðilum og full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna. Þess­ir lyk­ilaðilar í skóla­kerf­inu okk­ar hafa sýnt mikla yf­ir­veg­un við þess­ar óvenju­legu aðstæður og sýnt afar fag­leg viðbrögð. Ég vil hrósa og þakka þeim sér­stak­lega fyr­ir það.

Ákvörðunin um sam­komu­bann og tak­mörk­un á skóla­haldi var tek­in í sam­ráði við okk­ar fær­asta fólk á sviði sótt­varna. Mark­miðið er fyrst og fremst að verja með öll­um mögu­leg­um ráðum þá sem eru viðkvæm­ast­ir fyr­ir veirunni, en þó án þess að setja sam­fé­lagið að óþörfu á hliðina. Til þess að tak­ast á við þetta þarf að for­gangsraða hvað skipt­ir raun­veru­lega máli. Ég er full­viss um það að þessi ákvörðun hafi verið nauðsyn­leg í þess­ari bar­áttu. Við verðum að standa vörð um heil­brigðis­kerfið okk­ar og þá sem minna mega sín.

Nú eru uppi afar óvenju­leg­ir tím­ar. Nei­kvæð efna­hags­leg áhrif veirunn­ar eru ein­hver þau mestu sem alþjóðakerfið hef­ur séð í lang­an tíma. Þess vegna verður um­fang efna­hagsaðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vera veru­legt. Það er því fagnaðarefni að ein slík aðgerð var samþykkt á Alþingi í gær og fleiri í vænd­um. Nýju lög­in þýða að fyr­ir­tæki lands­ins geta frestað greiðslu á hluta staðgreiðslu og trygg­inga­gjalds. Stjórn­völd þurfa engu að síður að halda aug­un­um á veg­in­um og halda áfram að veita viðspyrnu og inn­spýt­ingu til að halda bolt­an­um á lofti.

Nú reyn­ir á hið víðfræga ís­lenska hug­rekki og þrótt því nú verðum við öll að leggj­ast á eitt, standa sam­an og styðja hvert annað. Ver­um bjart­sýn og lausnamiðuð og í sam­ein­ingu mun­um við ná tök­um á ástand­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. mars 2020.

Categories
Greinar

Það sem skiptir okkur máli í lífinu

Deila grein

15/03/2020

Það sem skiptir okkur máli í lífinu

Frá því íslenskt efnahagslíf fór að rétta úr sér eftir hrun með fordæmalausri kaupmáttaraukningu sem skilað hefur lægri vöxtum og auknum stöðugleika hafa landsmenn gert tilraun til þess að vinna upp hrunið svo um munar. Efnahagur ríkis og sveitarfélaga hefur batnað hratt. Ytri aðstæður hafa verið hagfeldar, sjávarútvegur skilað góðum arði og vöxtur í ferðaþjónustu hafði verið ævintýri líkastur þar til WOW air féll í fyrra með tilheyrandi kólnun. Viðsnúningurinn er fordæmalaus og landsmenn hafa tekið auknum tækifærum fegins hendi eftir erfið ár hrunsins. Það er mín skoðun að magir hafi farið framúr sér í þessari vegferð og sést það best á aukinni ásókn í sjúkrasjóði stéttarfélaga og einkennum kulnunar hjá starfsfólki á vinnumarkaði. Við Íslendingar erum vertíðarþjóð og þegar vel gefur fellur engum verk úr hendi. Nú þegar gefur á bátinn er mikilvægt að við lærum af reynslunni, ríki og sveitarfélög dragi ekki úr umsvifum heldur efli nýsköpun og forgangsraði til þess að bregðast við samdrætti með markvissum aðgerðum.

Mikilvægt að almenningur fylgi forvarnarleiðbeiningum yfirvalda

Nú er ljóst að COVID 19 kórónuveiran verður innan skamms að heimsfaraldri. Samkvæmt alþjóða heilbrigðisstofnuninni hefur faraldur af þessari stærðargráðu ekki geysað á okkar tímum áður og má segja að bættar samgöngur og alþjóðavæðing geri veirunni mun auðveldar með að ná heimshorna á milli. Mikil óvissa fylgir í kjölfarið og eðlilegt að ótti og kvíði grípi um sig fyrir vikið. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi þess að almenningur fylgi forvarnarleiðbeiningum yfirvalda og fagfólks við þessar aðstæður en hér á landi eru heilbrigðisinnviðir með þeim bestu í heiminum og smæð þjóðarinnar gerir boðleiðir einfaldari og skilvirkari. Allar aðgerðir miða nú að því að hægja verulega á faraldrinum en miðað við þekkingu okkar á faraldsfræði er óumflýgjanldegt að á þessu ári verði veiran kominn um allan heim með sérstaklega alvarlegum afleiðingum fyrir þau samfélög þar sem inniviðir eru veikburða. Líklegt er að áhrifin á ferðamannaiðnað verði veruleg hér á landi um stundarsakir og verðum við sem samfélag að undirbúa okkur undir þá sviðsmynd.

Þörf á veigamiklum og afgerandi mótvægisaðgerðum

Ég hef fulla trú á því að í hverri áskorun felist tækifæri og kannski er aðsteðjandi ógn heimsfaraldurs einmitt sú áminning sem okkur hefur skort til þess að ná okkur niður á jörðina og endurmeta vegferð okkar. Íslensk þjóð er að mörgu leyti mjög vel í stakk búin til þess að mæta áskorunum. Landsmenn eru vel upplýstir, samkennd er hér mikil og saga okkar einkennist af dugnaði og elju. Þósvo við missum okkur í lífsgæðakapphlaupinu endrum og sinnum vitum við þó vel hvað það er sem skiptir máli í lífinu og nú er rétti tíminn til þess að stíga aðeins útúr dægurþrasinu og forgangsraða. Þörf er á veigamiklum og afgerandi mótvægisaðgerðum sem líklegar eru til þess að efla innviði samfélagsins til lengri og skemmri tíma. Látum því ekki hræðsluna bera okkur ofurliði heldur bregðumst hratt við og mætum mótlæti með yfirvegum og bjartsýni að leiðarljósi.

Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi Framsóknar og forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ.

Greinin birtist fyrst á vf.is 10. mars 2020

Categories
Greinar

Gerum það sem þarf

Deila grein

10/03/2020

Gerum það sem þarf

Rétt viðbrögð ráða mestu um áhrif áfalla. Yf­ir­vof­andi hættu þarf að mæta með mik­illi rögg­semi, en einnig er mik­il­vægt er að horfa á sam­hengi hlut­anna svo fyrstu viðbrögð verði ekki þau einu. Fyrsta skrefið í bar­átt­unni við kór­óna­veiruna sem or­sak­ar COVID-19 snýr að heilsu­vernd, enda nauðsyn­legt að hefta út­breiðslu henn­ar. Sam­hliða þarf að huga að efna­hags­leg­um og ekki síður fé­lags­leg­um viðbrögðum. Nei­kvæð efna­hags­leg áhrif veirunn­ar eru ein­hver þau mestu sem alþjóðakerfið hef­ur séð í lang­an tíma. Þess vegna þarf um­fang efna­hagsaðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vera veru­legt.

Heil­brigði og fólkið okk­ar
Óvær­an hef­ur veru­leg áhrif á allt dag­legt líf okk­ar. Sum­ir verða veik­ir, en all­ir þurfa að breyta hegðun sinni og venj­um; for­gangsraða með hliðsjón af eig­in heilsu og annarra og skil­greina hvað skipt­ir mestu máli. Heil­brigðis­yf­ir­völd hafa staðið sig vel. Þau sýna ábyrgð og leggja nótt við dag við að rekja smit­leiðir, miðla upp­lýs­ing­um og halda veirunni í skefj­um. Sam­fé­lagið allt hef­ur lagst á ár­arn­ar með yf­ir­völd­um, sett sjálfu sér strang­ar regl­ur og dregið tíma­bundið úr nán­um sam­skipt­um. Hundruð ein­stak­linga í sótt­kví hafa verndað heilsu annarra og lág­markað álag á heil­brigðis­kerfið með ein­angr­un sinni. Það er lofs­vert fram­lag.

Aðgerðunum fylg­ir þó veru­leg­ur kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Hjól hag­kerf­is­ins hægja á sér og geta stöðvast ef stjórn­völd eru ekki með aug­un á veg­in­um og fót­inn á bens­ín­gjöf­inni. Rík­is­stjórn­in er meðvituð um þessa hættu og hef­ur und­ir­búið mót­vægisaðgerðir sem hrint verður í fram­kvæmd á rétt­um tíma, í sam­starfi við lyk­ilaðila, fag­stétt­ir, at­vinnu­líf og sam­tök.

Mennta­kerfið: Kennsla held­ur áfram
Eitt mik­il­væg­asta sam­fé­lags­verk­efnið á þess­um tíma­punkti er að tryggja að skólastarf rask­ist sem minnst. Skóla­stjórn­end­ur og kenn­ar­ar hafa sýnt mikla yf­ir­veg­un við þess­ar óvenju­legu aðstæður, þar sem mark­miðið er að halda uppi starf­sem­inni eins lengi og unnt er. Í upp­færðum áætl­un­um skól­anna er gert ráð fyr­ir ýms­um aðstæðum; hlut­verki kenn­ara í fjar­kennslu og heima­námi ef sam­komu­bann tek­ur gildi, líðan nem­enda og stuðningi við þá sem mest þurfa á að halda. Von­andi þarf ekki að grípa til þeirra aðgerða sem hafa verið und­ir­bún­ar, en það er mjög traust­vekj­andi að vita af þeirri und­ir­bún­ings­vinnu sem þegar hef­ur verið unn­in.

Efna­hags­lífið: Inn­spýt­ing og súr­efni
Ófærð og ít­rekuð óveður hafa verið tákn­ræn fyr­ir krefj­andi aðstæður í efna­hags­líf­inu í vet­ur. Ofan á þung­an vet­ur bæt­ist heilsu­far­sógn­in sem nú steðjar að og vafa­laust þykir mörg­um nóg. En það dug­ar lítt að sitja með hend­ur í skauti og bíða vors­ins. Við þurf­um að ráðast í al­menn­ar og sér­tæk­ar aðgerðir, þar sem áfallið er bæði á fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­hliðinni. Virðiskeðja alþjóðahag­kerf­is­ins hef­ur verið rof­in. Fyr­ir nokkr­um vik­um benti ég á brýna þörf á heild­stæðri efna­hag­hags­áætl­un sem næði til innviðafjár­fest­inga, at­vinnu­lífs og fjár­mála­kerf­is­ins. Viðbrögðin við þeim hug­mynd­um voru afar ánægju­leg og á skömm­um tíma hafa litið ljós fram­kvæmda­áætlan­ir. Í góðu ár­ferði und­an­far­inna ára höf­um við greitt niður skuld­ir, safnað í góðan gjald­eyr­is­forða og komið okk­ur í kjöraðstæður til að bregðast við vand­an­um sem nú blas­ir við okk­ur. Við erum í dauðafæri að auka innviðafjár­fest­ing­ar og styrkja með þeim sam­fé­lagið til fram­búðar. Við get­um fært at­vinnu­líf­inu aukið súr­efni með al­menn­um aðgerðum, lækkað trygg­ing­ar­gjald fyr­ir­tækja og end­ur­skoðað gistinátta­skatt. Á sama hátt eiga sveit­ar­fé­lög að leggj­ast á ár­arn­ar, til dæm­is með end­ur­skoðun fast­eigna­gjalda sem hafa skilað veru­lega aukn­um tekj­um vegna hækk­andi eigna­verðs. Við eig­um óhikað að grípa til aðgerða til hjálp­ar ferðaþjón­ust­unni, sem glím­ir við for­dæma­laus­ar aðstæður. Tugþúsund­ir ein­stak­linga hafa at­vinnu af ferðaþjón­ustu og grein­in hef­ur skapað yfir 40% af gjald­eyris­tekj­um þjóðarbús­ins.

Útlána­vext­ir fjár­mála­kerf­is­ins hafa ekki lækkað í takt við meg­in­vexti Seðlabanka Íslands. Þetta verður að breyt­ast og huga verður að greiðslu­frest­um fyr­ir­tækja sem lenda í vand­ræðum vegna ástands­ins. Pen­inga­mála­yf­ir­völd og rík­is­sjóður verða að ganga í takt svo aðgerðirn­ar heppn­ist sam­fé­lag­inu til heilla. Þá ætti bank­inn einnig að auka laust fé í um­ferð og end­ur­skoða niður­greiðslu­fer­il skulda rík­is­sjóðs Íslands. Hlut­deild­ar­lán sem fé­lags- og barna­málaráðherra hef­ur kynnt geta einnig haft mik­il áhrif, unnið með hag­kerf­inu og aðstoðað fólk til að eign­ast eig­in íbúð.

Vet­ur­inn er að hopa og fram und­an eru jafn­dæg­ur að vori. Ég er sann­færð um að í sam­ein­ingu náum við tök­um á COVID-19. Við verðum að for­gangsraða í þágu sam­fé­lags­ins, því eins og John Stu­art Mill sagði: „Þegar til lengd­ar læt­ur, velt­ur gildi rík­is­ins á mann­gild­um þegn­anna.“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. mars 2020.

Categories
Greinar

Stígamót á tímamótum

Deila grein

10/03/2020

Stígamót á tímamótum

Nú eru 30 ár liðin frá stofn­un Stíga­móta. Stíga­mót voru stofnuð sem Sam­tök kvenna gegn kyn­ferðisof­beldi. Aðdrag­andi þess var að það voru nokkr­ir sjálf­boðaliðahóp­ar kvenna sem höfðu komið að álíka mál­um og ákváðu að taka hönd­um sam­an og stofna sam­tök­in. Stíga­mót, staður­inn þar sem stíg­ar mæt­ast, voru svo stofnuð á bar­áttu­degi kvenna árið 1989. Þarna var stigið stórt og mik­il­vægt skref í rétt­inda­bar­áttu kvenna. Núna starfa Stíga­mót sem ráðgjaf­ar- og stuðnings­miðstöð fyr­ir bæði kon­ur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kyn­ferðisof­beldi.

Takk, takk

Mig lang­ar til að nota þenn­an vett­vang til að segja: Takk, þið kon­ur sem stiguð þetta skref, takk fyr­ir hönd þeirra kvenna sem fengu þarna tæki­færi til að stíga fram og létta af sér þungri byrði og fengu áheyrn og þar með bata. Takk, þið kon­ur sem stiguð þetta skref og stöðvuðuð þá þögg­un sem viðhöfð var á þess­um tíma í sam­fé­lag­inu okk­ar. Fyr­ir 30 árum hafði þessu mál­efni ekki verið sinnt af heil­brigðis­kerf­inu og lítt af dóms­kerf­inu þrátt fyr­ir að sann­ar­lega mætti finna viður­lög vegna kyn­ferðis­legs of­beld­is í lög­um. Þá þurftu þeir sem lentu í kyn­ferðis­legu of­beldi að klífa sex­tug­an ham­ar­inn í leit að rétt­læti. Enn er við ham­ar­inn að eiga en umræðan hef­ur skilað okk­ur fram á veg­inn.

Umræðan bæt­ir sam­fé­lagið

Fyrsta ára­tug Stíga­móta unnu þau að mik­il­væg­asta verk­efn­inu en það var að standa upp og opna þessa umræðu og berj­ast þar með fyr­ir bættu sam­fé­lagi og að umræðan um kyn­ferðisof­beldi væri opin og viður­kennd. Þegar sú umræða fór af stað tók sam­fé­lagið við sér og sem bet­ur fer í dag hafa fé­lags­mála- og heil­brigðis­yf­ir­völd styrkt sitt um­hverfi í átt að heil­brigðari umræðu í þess­um mál­um. Umræðan hef­ur líka opnað á af­leiðing­ar of­beld­is­ins og þar með opnað á fjöl­breytta meðferð til að styrkja þolend­ur til að lifa með því.

Þrátt fyr­ir að mark­mið Stíga­móta hafi náðst með því að opna þessa umræðu í þjóðfé­lag­inu og viður­kenna skelfi­leg­ar af­leiðing­ar þessa of­beld­is þá verður sam­fé­lagið stöðugt að halda þess­um bolt­um á lofti. Við náum því senni­lega seint að upp­ræta kyn­ferðis­legt of­beldi úr sam­fé­lag­inu en stöðug umræða held­ur því niðri og forðar okk­ur frá þögg­un og meðvirkni með of­beld­inu.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. mars 2020.

Categories
Greinar

Skaðinn ferðast með fólki milli kynslóða

Deila grein

09/03/2020

Skaðinn ferðast með fólki milli kynslóða

Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.

Skömmin

Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.

Inngrip opinberra aðila

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.

Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi

Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 9. mars 2020.

Categories
Greinar

Norður­landa­ráð styður lýð­ræðis­öfl í Pól­landi

Deila grein

06/03/2020

Norður­landa­ráð styður lýð­ræðis­öfl í Pól­landi

Hátt í fjórir af hverjum tíu innflytjendum á Íslandi eru frá Póllandi. Þetta eru nálægt því tuttugu þúsund manns, fleiri en allir íbúar Reykjanesbæjar eða Akureyrar. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu ættu málefni Póllands að vera ofarlega í hugum Íslendinga. Pólverjar eru jafnframt fjölmennasti hópur innflytjenda í Noregi og Danmörku og í Svíþjóð búa næstum 100 þúsund Pólverjar. Stjórnmálamenn í þessum löndum eru enda mjög uppteknir af þróun mála í þessu stóra og fjölmenna nágrannalandi sínu.

Vilji fyrir auknum samskiptum

Árið 2020 fer Ísland með formennsku í Norðurlandaráði, samstarfi þjóðþinga Norðurlanda. Greinarhöfundur gegnir embætti forseta Norðurlandaráðs en Oddný G. Harðardóttir er varaforseti. Í fyrra var sænski þingmaðurinn Hans Wallmark í forsetaembættinu. Í nóvember áttum við Wallmark fund með Tomasz Grodzki, forseta öldungadeildar pólska þingsins, í tengslum við Eystrasaltsþingið sem haldið var í Ríga í Lettlandi. Grodzki átti frumkvæði að fundinum, en lítil sem engin samskipti hafa verið milli Norðurlandaráðs og pólska þingsins frá árinu 2015. Í þingkosningunum sem fram fóru í október það ár beið flokkur Grodzkis, Borgaraflokkurinn, ósigur og þjóðernis- og íhaldsflokkurinn Lög og réttur náði meirihluta á þinginu og tók við stjórnartaumunum í Póllandi.

Lýðræðisþróun í Póllandi áhyggjuefni

Framferði nýju valdhafanna í Póllandi hefur valdið okkur í Norðurlandaráði og mörgum öðrum áhyggjum á síðustu árum. Umdeildar breytingar á dómskerfinu, afskipti valdhafa af störfum fjölmiðla og afstaðan til hinsegin fólks er á skjön við skoðanir og hugsjónir mínar og flestra norrænna stjórnmálamanna.

Gömul tengsl endurvakin

Í þingkosningum sem fram fóru í október í fyrra hélt ríkisstjórnin meirihluta sínum í neðri deild pólska þingsins, en missti tökin á öldungadeildinni. Borgaraflokkurinn, sem er stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar, hefur með Grodzki í fararbroddi verið fljótur að endurvekja gömul tengsl þingsins sem slitnuðu eftir kosningarnar 2015. Meðal annars var Norðurlandaráði boðið til Póllands til að taka aftur upp þráðinn í samstarfinu. Þess vegna fer ég fyrir þriggja manna sendinefnd sem ætlar að heimsækja pólska þingið 9.-10. mars nk. Með mér í för verða formenn landsdeilda Finnlands og Noregs í Norðurlandaráði, þeir Erkki Tuomioja og Michael Tetzschner.

Falsfréttir og öryggismál

Á fundum með Grodzki þingforseta og fleiri pólskum þingmönnum ætlum við meðal annars að ræða stöðu pólskra innflytjenda á Norðurlöndum en jafnframt upplýsingaóreiðu og falsfréttir, sem er hluti af áherslumálum formennsku Íslands í Norðurlandaráði. Einnig verður rætt um öryggismál og sérstaklega stöðuna í Úkraínu og almennt um samstarf Póllands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og forseti Norðurlandaráðs.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. mars 2020.

Categories
Greinar

Bókmenntir, listir og skipasmíðar

Deila grein

06/03/2020

Bókmenntir, listir og skipasmíðar

Sam­band Íslands og Pól­lands er sterkt og vax­andi. Viðtök­urn­ar í op­in­berri heim­sókn for­seta Íslands til Pól­lands eru merki um það, en heim­sókn­inni lýk­ur í dag. Saga þjóðanna er afar ólík, þar sem pólsk menn­ing hef­ur mót­ast af land­fræðilegri stöðu og átök­um á meg­in­landi Evr­ópu í ár­hundruð.
Íslensk menn­ing á ræt­ur í hnatt­stöðu lands­ins, mik­illi ein­angr­un um ald­ir og smæð þjóðar. Engu að síður eru þjóðirn­ar um margt lík­ar og við deil­um mörg­um gild­um. Það kann að vera ein ástæða þess, að þeir ríf­lega 21 þúsund Pól­verj­ar sem búa á Íslandi hafa komið sér vel fyr­ir í nýju landi, gerst virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu og auðgað ís­lenska menn­ingu. Það á ekki að koma nein­um á óvart að þjóð sem alið hef­ur af sér vís­inda- og lista­menn á borð við Chop­in, Kópernikus og Marie Curie skuli stolt af upp­runa sín­um og menn­ingu. Menn­ing­ar­sam­band Íslands og Pól­lands hef­ur sjald­an verið jafn gæfu­ríkt og nú.
Á 50 ára af­mæli Lista­hátíðar í Reykja­vík verður lögð sér­stök áhersla á pólska lista­menn og sam­fé­lag fólks af pólsk­um upp­runa á Íslandi. Á sviði tón­list­ar, kvik­mynda og sviðslista hafa mynd­ast sterk tengsl milli Íslands og Pól­lands og meðal ann­ars leitt til sam­starfs Íslensku óper­unn­ar og Pólsku þjóðaróper­unn­ar. Það sama hef­ur gerst í heimi bók­mennt­anna og var Ísland heiðursland á stórri bóka­messu í Gdansk í fyrra – þeirri fal­legu hafn­ar­borg, sem geym­ir ómælda þekk­ingu á skipa­smíðum og því sögu sem teng­ist ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Þá hef­ur Íslensk-pólsk veforðabók orðið til og mæt­ir brýnni þörf pólsku­mæl­andi fólks á Íslandi, nem­enda og kenn­ara á öll­um skóla­stig­um, þýðenda og túlka.
Grunn­skóla­nem­end­ur með er­lent móður­mál hafa aldrei verið fleiri en nú. Um 3.000 pólsku­mæl­andi börn eru í ís­lensk­um skól­um og það er brýnt að þeim séu tryggð sömu rétt­indi og tæki­færi og börn­um ís­lensku­mæl­andi for­eldra. Skól­arn­ir eru mis­vel bún­ir til að mæta þörf­um þeirra. Það skipt­ir sköp­um fyr­ir framtíð þeirra og sam­fé­lagið allt að vel tak­ist til á þessu sviði. Íslensk og pólsk mennta­mála­yf­ir­völd hafa und­ir­ritað sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um að efla enn frek­ar sam­starf land­anna á sviði mennt­un­ar. Lögð verður áhersla á að nem­end­ur af pólsk­um upp­runa hafi aðgang að mennt­un á móður­máli sínu, hvatt er til auk­ins sam­starfs mennta­stofn­ana og sam­skipta ung­menna, kenn­ara og skóla­starfs­fólks. Jafn­framt þarf að efla ís­lenskukunn­áttu þess­ara barna. Góð ís­lensku­kunn­átta mun tryggja börn­um af er­lend­um upp­runa betri tæki­færi, auka þekk­ingu þeirra á sam­fé­lag­inu, fé­lags­færni og hjálpa þeim að blómstra.
Í til­efni op­in­berr­ar heim­sókn­ar for­seta Íslands er vert að staldra við og kanna hvernig efla megi sam­vinnu land­anna enn frek­ar. Hún hef­ur verið far­sæl fyr­ir báðar þjóðir og mun von­andi verða um alla tíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. mars 2020.