Categories
Fréttir

Vefjagigt hrjáir fólk á öllum aldri – hinn þögli sjúkdómur

Deila grein

25/09/2019

Vefjagigt hrjáir fólk á öllum aldri – hinn þögli sjúkdómur

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, endurflutti þingsályktun um vefjagift á Alþingi í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
„Þar sem ég skora á heilbrigðisráðherrann að beita sér fyrir fræðslu til almennings um vefjagigt og láta fara fram endurskoðun á skipan sérhæfðrar endurhæfingarþjónustu með það að markmiði að styrkja greiningarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð.
Vefjagigt getur lagst mjög hart á fólk og dregið verulega úr lífsgæðum og færni til daglegra athafna. Vefjagigt hrjáir fólk á öllum aldri en er algengust hjá konum á miðjum aldri. Oft nefndur hinn þögli sjúkdómur enda nokkuð erfitt að greina hann og fólk ber þetta ekki utan á sér,“ segir Halla Signý.
 

Categories
Fréttir

Gróska í notkun stafrænnar tækni

Deila grein

25/09/2019

Gróska í notkun stafrænnar tækni

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar, segir mikla grósku í notkun stafrænnar tækni í Snælandsskóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í gær.
„Það var frábært að sjá þessa öflugu og kláru nemendur fara yfir forritunarverkefnin sín og kynnast þessum fjölbreyttu notkunarmöguleikum!“
Í Snælandsskóla „er lögð rík áhersla á skapandi greinar, svo sem forritun, kvikmyndagerð og sýndarveruleika,“ segir Lilja Dögg.
 

Categories
Fréttir

„Upplifi ákveðið tómarúm og djúpa þrá eftir því að vita meira“

Deila grein

25/09/2019

„Upplifi ákveðið tómarúm og djúpa þrá eftir því að vita meira“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktun á Alþingi „um að dómsmálaráðherra tryggi það að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun eigi rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Réttindi barns til að vita uppruna sinn vegi þyngra en nafnleynd sæðis- og eggjagjafa.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar á dögunum.

„Lögin eins og þau eru í dag kveða á um algjöra nafnleynd sæðis- og eggjagjafa. Hvorki má veita gjafa upplýsingar um parið sem fær kynfrumurnar eða barnið né veita parinu eða barninu upplýsingar um gjafa,“ segir Silja Dögg.
„Silja Dögg segir að frumvarpið sé mikilvægt til að tryggja hagsmuni þessara barna. Mörg þeirra upplifi ákveðið tómarúm og djúpa þrá eftir því að vita meira um uppruna sinn,“ segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins.

 

Categories
Fréttir

„Ein stærsta uppbygging atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum“

Deila grein

25/09/2019

„Ein stærsta uppbygging atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir að það skipti „máli að unnið verði að afli að uppbyggingu og utanumhald um þessi grein, sem er ein stærsta uppbygging atvinnulífsins í hinum dreifðu byggðum síðara ára.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
„Ekki hefur ríkt einhugur hér á landi um fiskeldi og hefur uppbygging atvinnugreinarinnar sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá hagsmunasamtökum laxveiðimanna og veiðifélögum. Engu að síður hafa framleiðsluheimildir í fiskeldi nær tvöfaldast á þessu ári og eru nú um 85 þúsund tonn miðað við útgefin starfsleyfi Umhverfisstofnunar,“ segir í frétt á vef Viðskiptablaðsins í dag.
„Útflutningsverðmæti fiskeldis gæti þá orðið um 40 milljarðar króna árið 2021 og á þessu ári er reiknað með að útflutningsverðmæti fiskeldis verði hátt í 20 milljarðar,“ segir Halla Signý.

Categories
Fréttir

„Við þurfum ekki að vaða bæjarlækinn til að sækja vatnið“

Deila grein

24/09/2019

„Við þurfum ekki að vaða bæjarlækinn til að sækja vatnið“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir að smávirkjanir séu „ein leið til að styrkja dreifikerfi landsins og lækka kostnað við rekstur þess. Með einföldun leyfis- og skipulagsmála smávirkjana er opnað á leið til að ná niður dreifikostnaði raforku í dreifbýli og það er leið að frekari jöfnun á raforkukostnaði og að jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land,“ sagði Halla Signý í störfum þingsins á Alþingi í dag.
„Flutningskerfi raforku er í sameign þjóðar en landsmenn sitja ekki við sama borð þegar kemur að flutningi á raforku til síns heima. Það fer nefnilega eftir því hvar þeir búa hvað þeir greiða. Dreifikostnaður raforku hefur hækkað meira í dreifbýli en þéttbýli á undanförnum árum og ljóst er að stöðugt dregur í sundur. Núverandi jöfnunargjald er langt frá því að jafna þennan mun,“ sagði Halla Signý.
En erum við að fara yfir lækinn til að sækja vatnið?
„Smávirkjanir eru skilgreindar svo að þær séu minni en 10 mW. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum og eru kostir þeirra margir. Þarna flæðir umhverfisvæn orka og bæði mannvirki og náttúrurask eru oft að fullu afturkræfar framkvæmdir. Smávirkjanir tengjast kerfinu um dreifiveitur landsins og styrkja þannig þær flutningsleiðir auk þess sem þær lækka flutningstap raforku og lækka rekstrarkostnað dreifiveitna. Virkjunarkostir fyrir smávirkjanir hér á landi eru margir og um allt land, sérstaklega þar sem styrkja þarf dreifikerfið, en skipulags- og leyfismál smávirkjana eru flókin og reglugerðir íþyngjandi. Ferlið frá hugmynd að tengingu er kostnaðarsamt og tímafrekt og langt frá samsvarandi ferli framkvæmda, t.d. í landbúnaði, þar sem framkvæmdir bæði á landi og mannvirkjum geta kostað umtalsvert rask.
Ljóst er að smávirkjanir eru ein leið til að styrkja dreifikerfi landsins og lækka kostnað við rekstur þess. Með einföldun leyfis- og skipulagsmála smávirkjana er opnað á leið til að ná niður dreifikostnaði raforku í dreifbýli og það er leið að frekari jöfnun á raforkukostnaði og að jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Já, við þurfum ekki að vaða bæjarlækinn til að sækja vatnið.“

Categories
Fréttir

Hvernig miðar vinnu við mótun framtíðarsýnar embætti sýslumannanna?

Deila grein

23/09/2019

Hvernig miðar vinnu við mótun framtíðarsýnar embætti sýslumannanna?

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, vakti máls, í umræðu á Alþingi, á dögunum, að rafræn stjórnsýsla geti „leitt til fleiri starfa án staðsetningar og hún getur líka aukið jafnrétti óháð búsetu. Hún bætir þjónustu við atvinnulífið og svo mætti lengi telja.“
„Í mars sl. skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um sýslumenn, samanburði milli embætta. Við umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrsluna upplýsti dómsmálaráðuneytið að unnið væri að framtíðarsýn fyrir sýslumannsembættin og í henni fælist m.a. efling rafrænnar stjórnsýslu og miðlægrar vinnslu mála, en þar kom líka fram að þó að upplýsingatæknin væri vissulega lykill að umbótum eru mörg verkefna sýslumanna þannig að þau krefjast ávallt nálægðar við borgarana og einstaklingarnir þurfa að geta haft þau mannleg samskipti,“ sagði Líneik Anna.
„Í þessari umfjöllun um embætti sýslumannanna kemur líka fram að það vantar nákvæmar og greinargóðar upplýsingar um umfang verkefna stjórnvalda sem sýslumönnum er ætlað að sinna svo hægt sé að útfæra þau með skilvirkum og árangursríkum hætti og samræma betur þjónustuna sem embættin veita á landsvísu.“
Ég vil hvetja ráðherrann til að hraða þeirri vinnu og sé þess merki í fjárlögum að verið er að vinna þetta verkefni áfram. En ég vil spyrja hvernig miði vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir embættið,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Okkur mun takast að móta kerfisbreytingar sem gera öllum fjölskyldum kleift að eignast húsnæði

Deila grein

18/09/2019

Okkur mun takast að móta kerfisbreytingar sem gera öllum fjölskyldum kleift að eignast húsnæði

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, segir í yfirlýsing í dag að „[e]itt af meginmarkmiðum Framsóknar er að gera ungu fólki og tekjulágum fjölskyldum kleift að kaupa sínu fyrstu íbúð. Í tengslum lífskjarasamninga var sérstaklega fjallað um þessar aðgerðir.“ Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Ásmundar Einars.

Á fundum í Skotlandi hefur Ásmundur Einar, ásamt fulltrúum frá Alþýðusambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði, átt fundi með Kevin Stuart, húsnæðismálaráðherra Skotlands og sömuleiðis vinnufund með skoskum embættismönnum þar sem húsnæðismál voru rædd með sérstakri áherslu á stuðning við ungt fólk og tekjulága við að komast inn á fasteignamarkaðinn.
Ásmundur Einar segir að vinna sé í gangi við frumvarp „til að innleiða sérstök hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd. Samhliða því vinnur ríkisstjórnin að því að veitt verði heimild til að nýta hluta lífeyrissparnaðar til fasteignakaupa (Svissneska leiðin).
Er sannfærður um að með góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðar o.fl. mun okkur takast að móta kerfisbreytingar sem gera öllum fjölskyldum kleift að eignast húsnæði,“ sagði Ásmundur Einar.

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra, átti í gær fund með Kevin Stuart, húsnæðismálaráðherra Skotlands. Hann sat sömuleiðis vinnufund með skoskum embættismönnum þar sem húsnæðismál voru rædd með sérstakri áherslu á stuðning við ungt fólk og tekjulága við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Í för með ráðherra voru fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði.
Markmið fundanna var að kynnast því með hvaða hætti stjórnvöld í Skotlandi hafa innleitt og unnið með svokölluð hlutdeildarlán sem hafa hjálpað íbúðakaupendum að festa kaup á sinni fyrstu eign. Bæði Englendingar og Skotar hafa valið þann kost að veita hlutdeildarlán (Equity Loans) til þess að styðja við tekjulægri íbúðakaupendur og stuðla að hagkvæmum nýbyggingum þar sem þess er þörf.
Þegar kemur að stöðugleika á húsnæðismarkaði eru þrjár stoðir sem skipta mestu máli; kaupendur, byggingaraðilar og lánveitendur. Hlutverk stjórnvalda  er að tryggja að skipulag og umgjörð húsnæðismarkaðarins sé með þeim hætti að það ríki stöðugleiki, að byggingaraðilar geti tryggt jafnt og viðeigandi framboð, að almenningur hafi aðgang að lánsfé og að viðkvæmustu hópar samfélagsins og dreifðar byggðir njóti sérstaks stuðnings. Hlutdeildarlánin eru eitt púsl í þessa heildarmynd. (Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.)


Með Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra í för eru (frá vinstri) Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Gunnhildur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála hjá félagsmálaráðuneytinu, Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður félags- og barnamálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Rún Knútsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs. (Ljósmynd af vef Stjórnarráðsins)

Categories
Fréttir

Eru Sjúkratryggingar Íslands á „annarri bylgjulengd“ en venjulegt fólk?

Deila grein

18/09/2019

Eru Sjúkratryggingar Íslands á „annarri bylgjulengd“ en venjulegt fólk?

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, spyr sig hvort það geti verið að Sjúkratryggingar Íslands séu á „annarri bylgjulengd“ en venjulegt fólk. eða hvort stofnunin sé undanþegin samþykktum og reglugerð framkvæmdavaldsins.

„Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum,“ segir í frétt á visir.is í dag.

„Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum, segir Halla Signý.
„Þessu þarf auðvitað að kippa í liðinn,“ segir Halla Signý.

Categories
Fréttir

„Bossinn horfir bara á tölfræði“

Deila grein

18/09/2019

„Bossinn horfir bara á tölfræði“

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sagði í umræðum um störf þingsins í gær að yfirfara yrði mál embættis rískislögreglustjóra „frá öllum hliðum með það að markmiði að skapa traust innan lögreglunnar og umdæma hennar. Umdæmi lögreglunnar eru níu á landsvísu. Umdæmin eru fjölbreytt hvað stærð og íbúafjölda varðar. Sem dæmi má nefna að umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru 23.300 km² með liðlega 30.000 íbúa.“
„Starf lögreglumanna úti á landi er töluvert frábrugðið því starfi sem lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sinna. Að þeirra sögn skortir verulega á skilning ríkislögreglustjóra á þeim fjölbreytileika sem starfið hefur upp á að bjóða hverju sinni. Eins og einn ágætur lögreglumaður sagði, með leyfi forseta: Bossinn horfir bara á tölfræði.“
„Nú legg ég traust mitt á dómsmálaráðherra. Endurskoðunar er þörf,“sagði Þórarinn Ingi.

Ræða Þórarins Inga Péturssonar á Alþingi 17. september 2019:


„Virðulegi forseti. Undanfarna daga og vikur hefur embætti ríkislögreglustjóra mikið verið í umræðunni og sitt sýnist hverjum. Það er mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum með það að markmiði að skapa traust innan lögreglunnar og umdæma hennar. Umdæmi lögreglunnar eru níu á landsvísu. Umdæmin eru fjölbreytt hvað stærð og íbúafjölda varðar. Sem dæmi má nefna að umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru 23.300 km² með liðlega 30.000 íbúa. Eðlilega starfa flestir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir íbúar landsins búa en á móti kemur að landsvæðið er ekki stórt miðað við stærð landsbyggðarumdæmanna. Starf lögreglumanna úti á landi er töluvert frábrugðið því starfi sem lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sinna. Að þeirra sögn skortir verulega á skilning ríkislögreglustjóra á þeim fjölbreytileika sem starfið hefur upp á að bjóða hverju sinni. Eins og einn ágætur lögreglumaður sagði, með leyfi forseta: Bossinn horfir bara á tölfræði.
Notkun ökutækja er einn af lykilþáttum í framkvæmd löggæslu úti á landi. Þegar vel er að gáð er óhætt að segja að þau mál sé vert að endurskoða. Því hefur dómsmálaráðuneytið ákveðið að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra í núverandi mynd. Skipaður hefur verið starfshópur sem á að skoða framtíðarmöguleika í bílamálum lögregluembættanna um allt land. Ríkislögreglustjóri hefur rekið bílamiðstöð lögreglunnar og borið ábyrgð á rekstri, viðhaldi og endurnýjun allra ökutækja lögreglu ásamt öllum búnaði en lögregluembættin hafa leigt bílana af ríkislögreglustjóra.
Virðulegi forseti. Nú legg ég traust mitt á dómsmálaráðherra. Endurskoðunar er þörf.“

Categories
Fréttir

Breytum samfélaginu og fækkum gerendum sem virða ekki mörk

Deila grein

18/09/2019

Breytum samfélaginu og fækkum gerendum sem virða ekki mörk

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, sagði í umræðum um störf þingsins í gær að nú væru „tvö ár frá því að byltingin hófst á samfélagsmiðlum þegar konur um allan heim greindu frá kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem fólk hafði löngum leitt hjá sér, hunsað eða þaggað niður. Á Íslandi birtu konur í stjórnmálum áskorun til stjórnmálanna undir yfirskriftinni #ískuggavaldsins og í kjölfarið létu hinir ýmsu hópar kvenna í sér heyra. Þar afhjúpaðist kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi í öllum starfsstéttum, öllum aldurshópum og öllum landshlutum. Það er sannkallað þjóðfélagsmein.“
„Umræðan um kynferðislega áreitni og ofbeldi er opnari og frásögnum er frekar trúað. Nýjasta dæmið er tilkynning frá þjóðkirkjunni um bætta málsmeðferð slíkra mála og stöðu með þolendum.“
„Tilgangur umræðunnar er að halda áfram að breyta samfélagi og fækka gerendum sem virða ekki mörk,“ sagði Líneik Anna.

 Ræða Líneikar Önnu Sæavarsdóttur á Alþingi 17. september 2019:


„Virðulegi forseti. Í dag hefst í Hörpu þriggja daga alþjóðleg ráðstefna um #metoo undir yfirskriftinni „Moving Forward“ eða #églíka: Höldum áfram. Yfir 800 manns eru skráð til þátttöku og um 80 fyrirlesarar úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga. Nú eru tvö ár frá því að byltingin hófst á samfélagsmiðlum þegar konur um allan heim greindu frá kynbundnu og kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem fólk hafði löngum leitt hjá sér, hunsað eða þaggað niður. Á Íslandi birtu konur í stjórnmálum áskorun til stjórnmálanna undir yfirskriftinni #ískuggavaldsins og í kjölfarið létu hinir ýmsu hópar kvenna í sér heyra. Þar afhjúpaðist kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi í öllum starfsstéttum, öllum aldurshópum og öllum landshlutum. Það er sannkallað þjóðfélagsmein.
Samkvæmt nýlegri rannsókn hefur ýmislegt breyst en margt er óunnið. Fyrirtæki hafa sett stefnu um að áreitni og einelti sé ekki liðið og verkferlar hafa verið skýrðir svo markvisst megi taka á málum. Á vinnustöðum hefur verið leitað til fagfólks, kannanir gerðar og haldin námskeið. Stjórnmálaflokkarnir settu á laggirnar samstarfsvettvang og hafa haldið fræðsluerindi og sameiginlega ráðstefnu.
Umræðan um kynferðislega áreitni og ofbeldi er opnari og frásögnum er frekar trúað. Nýjasta dæmið er tilkynning frá þjóðkirkjunni um bætta málsmeðferð slíkra mála og stöðu með þolendum. Á meðan umræðunni er haldið á lofti, og það verðum við að gera, er það ekki einungis hvatning um að koma fram og skila skömminni heldur um að bæta stöðugt vinnubrögð við úrlausn mála og setja og skýra viðmið í samskiptum.
Tilgangur umræðunnar er að halda áfram að breyta samfélagi og fækka gerendum sem virða ekki mörk.“