Categories
Greinar

Besta sumargjöfin

Deila grein

20/06/2020

Besta sumargjöfin

Reynsl­an sýn­ir að mörg börn missa niður les­færni sína á sumr­in, og þurfa að verja vik­um í upp­hafi nýs skóla­árs til að ná upp fyrri getu. Það er slæm nýt­ing á tíma, hún dreg­ur úr sjálfs­ör­yggi skóla­barna og ár­angri þeirra í námi. Aft­ur­för­in get­ur numið ein­um til þrem­ur mánuðum í náms­fram­vindu, því get­ur upp­söfnuð aft­ur­för hjá barni í 6. bekk numið allt að einu og hálfu skóla­ári. Besta sum­ar­gjöf­in sem for­eldr­ar geta gefið börn­um sín­um er lesstuðning­ur og hvatn­ing, í hvaða formi sem er.

Börn í 1.-4. bekk eru sér­stak­lega viðkvæm fyr­ir lestr­ar­hlé­um á sumr­in. Góðu frétt­irn­ar eru hins veg­ar þær, að ekki þarf mikið til að börn viðhaldi les­færn­inni og taki fram­förum. Með því að lesa í 15 mín­út­ur tvisvar til þris­var í viku má koma í veg fyr­ir aft­ur­för, en með dag­leg­um lestri á hæfi­lega krefj­andi texta taka börn stór­stíg­um fram­förum. Skemmti­leg­ar bæk­ur og hæfi­lega flók­inn texti er besta hvatn­ing­in fyr­ir unga les­end­ur, hvort sem hann er í bók, á blaði eða skjá. Raun­ar má segja að sum­arið sé sér­stak­lega skemmti­leg­ur tími til að lesa, því þá má flétta lest­ur sam­an við frí og ferðalög, áhuga­mál og uppá­tæki. Það er til dæm­is gam­an að lesa um fugla og pödd­ur í miðnæt­ur­sól í Þórs­mörk, eða fót­bolta­sög­ur á leiðinni á íþrótta­mót. Hvort sem ferðinni er heitið á fjall eða í fjöru, er viðeig­andi að stinga bók í bak­pok­ann og næra sál­ina með lestri hvenær sem tæki­færi gefst til.

Hvorki for­eldr­ar né börn þurfa að finna upp hjólið í þessu sam­hengi, held­ur geta þau nýtt leiðir sem öll­um eru aðgengi­leg­ar. Mennta­mála­stofn­un býður til dæm­is upp á skemmti­leg­an sum­ar­leik fyr­ir börn, Lestr­ar­landa­kortið, sem miðar að því að kynna börn­um ólík­ar teg­und­ir bóka og hvetja þau til lestr­ar. Um er að ræða Íslands­kort fyr­ir tvo ald­urs­hópa, þar sem veg­ir tákna ákveðna teg­und bóka sem börn eru hvött til að lesa. Á bak­hliðinni geta þau skrifa niður titla bók­anna sem þau lesa og smám sam­an fyllt út í kortið, eft­ir því sem líður á sum­arið. Sjálf­ar bæk­urn­ar má nálg­ast víða, bæði í bóka­búðum og -söfn­um, sem eru yf­ir­full af spenn­andi og áhuga­verðum fjár­sjóðum fyr­ir alla ald­urs­hópa.

Börn­in læra það sem fyr­ir þeim er haft. Ver­um þeim góð fyr­ir­mynd í sum­ar­frí­inu, gef­um okk­ur tíma til að lesa og njóta, með bók í hönd eða hljóðbók við eyrað. Les­um blöð og bæk­ur, í bíl­um og bát­um. Höld­um æv­in­týra­heimi bók­anna að börn­um, sem styrkja með lestri orðaforða sinn og auka þannig skiln­ing sinn á heim­in­um og eig­in hugs­un­um. Ég hvet ykk­ur til að aðstoða börn­in við að finna lestr­ar­efni sem hent­ar þeim og knýr rann­sókn­ar­vilj­ann áfram. Betra vega­nesti inn í framtíðina er vand­fundið.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júní 2020.

Categories
Greinar

Samgönguáætlun til síðari umræðu

Deila grein

18/06/2020

Samgönguáætlun til síðari umræðu

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir í færslu á Facebook að samgönguáætlun verði til síðari umræðu á Alþingi í dag ásamt frumvörpum um samvinnuverkefni(PPP) og hlutafélag um framkvæmd samgöngusáttmála.

Líneik Anna segir að öllum flýtiverkefnunum í fjárfestingarátaki 2020 verði fylgt eftir með fjárveitingum í fjármálaáætlun sem lögð verður fram í haust svo að þeim ljúki á árunum 2021-2023. Þar megi nefna framkvæmdir eins og:

  • á flugvellinum á Egilsstöðum (flughlað) og Akureyri (flugstöð og flughlað)
  • lýsing á Norðfjarðarflugvelli
  • ýmis hafnarverkefni m.a. á Djúpavogi
  • Borgafjarðarvegurinn, áframhaldandi viðbót í tengivegi og viðhald, o.fl.
  • Einbreiðum brúm fækki

Við afgreiðslu áætlunarinnar fá mörg mikilvæg verkefni staðfestingu eins og:

  • Öll verkefni áætlunarinnar eins og hún var lögð fyrir þingið
  • Flýtiverkefni í fjárfestingarátaki 2020 (COVID)
  • Ný flugstefna
  • Ný stefna í almenningssamgöngum (ferjur, flug og strætó tengt saman)
  • Samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið (skipulagsvinna, framkvæmdi, stofnbrautir, forgangsakgreinar)
  • Samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum (Hornafjarðfljót, Öxi, o.fl.)
  • https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Flineikanna%2Fposts%2F10223159014346678&show_text=true&width=552&height=508&appId
Categories
Greinar

Börn í forgang

Deila grein

10/06/2020

Börn í forgang

Það var mjög ánægju­legt að fá ný­verið frétt­ir þess efn­is að rétt­indi barna séu hvergi bet­ur tryggð í heim­in­um en á Íslandi. Það er niðurstaða KidsRights index, sem er mæli­kv­arði á það hvernig aðild­ar­ríki Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna virða rétt­indi barna. Þetta er annað árið í röð sem Ísland verm­ir topp­sæti list­ans. Við verðum hins veg­ar að passa okk­ur á því að sofna ekki á verðinum held­ur halda áfram að hlúa að börn­um og um­hverfi þeirra. Til þess að halda áfram að vera efst á list­um af þess­um toga þurf­um við að vinna að því mark­visst.Við höf­um nú sett drög að stefnu um Barn­vænt Ísland, mark­vissa inn­leiðingu Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, í sam­ráðsgátt stjórn­valda þar sem al­menn­ing­ur get­ur komið á fram­færi ábend­ing­um og til­lög­um. Það er fagnaðarefni að geta kynnt þessi frum­varps­drög op­in­ber­lega. Ein ástæða þess að ég vildi verða barna­málaráðherra var að ég vildi gera stór­tæk­ar breyt­ing­ar í mál­efn­um barna og fjöl­skyldna og er stefn­an hluti af þeirri vinnu sem hef­ur farið fram und­an­far­in ár við að end­ur­skoða og efla þjón­ustu og stuðning við börn og fjöl­skyld­ur.

Við mót­un stefn­unn­ar var áhersla lögð á að hags­mun­ir barna yrðu ávallt hafðir í fyr­ir­rúmi og að við stefnu­mót­un í mála­flokkn­um væri mótuð heild­ar­sýn, sem tæki mið af sjón­ar­horni allra aðila sem koma að mál­efn­um barna og fjöl­skyldna, ekki síst barn­anna sjálfra.

Mark­mið stefn­unn­ar er að inn­leiða verklag og ferla sem tryggja jafn­ræði og mark­vissa þátt­töku barna og ung­menna inn­an stjórn­sýsl­unn­ar, aukið sam­starf milli op­in­berra aðila með vel­ferð barna að leiðarljósi, tryggja mark­visst verklag við hags­muna­mat út frá rétt­ind­um og vel­ferð barna, auk heild­stæðrar fram­kvæmd­ar rétt­inda barna. Smíðuð verður aðgerðaáætl­un þar sem til­lög­urn­ar verða út­færðar nán­ar, skýr rammi sett­ur utan um fram­kvæmd aðgerða, með tíma­sett­um, kostnaðarmetn­um og af­mörkuðum mark­miðum. Stefnt er að birt­ingu aðgerðaáætl­un­ar­inn­ar und­ir árs­lok 2020.

Til­lög­urn­ar sem kynnt­ar eru í stefn­unni varða alla aðila er fara með stefnu­mót­un, fram­kvæmdaaðila þjón­ustu og aðra aðila sem taka ákv­arðanir er varða börn, hvort sem er inn­an ráðuneyta, stofn­ana eða sveit­ar­fé­laga.

Það er mikið fagnaðarefni að stefn­an um Barn­vænt Ísland sé nú kom­in í sam­ráðsgátt­ina. Stefn­an er mik­il­væg­ur áfangi í þeirri góðu vinnu sem nú er unn­in í mál­efn­um barna en við erum að gera mikl­ar breyt­ing­ar í mál­efn­um barna og fjöl­skyldna, þar sem mark­miðið er að gera Ísland að enn betri stað fyr­ir börn.

Stefn­an verður í sam­ráðsgátt stjórn­valda til og með 26. júní nk. og ég hvet alla til að kynna sér stefn­una, koma á fram­færi ábend­ing­um og til­lög­um og taka áfram þátt í að móta framtíðina fyr­ir börn­in okk­ar!

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júní 2020.

Categories
Greinar

Störf án staðsetningar

Deila grein

09/06/2020

Störf án staðsetningar

Fjar­vinna, eða starf án staðsetn­ing­ar, snýst ekki um að vinna heima á nátt­föt­un­um eða hafa ekki sam­skipti við ann­an en kött­inn á heim­il­inu. Með auk­inni sam­skipta­tækni og há­hraðafjar­skipta­teng­ing­um um allt land skap­ast tæki­færi til að starfa við marg­vís­leg störf víðar en inn­an fyr­ir­fram ákveðinna veggja. Covid-19-veir­an kipp­ir okk­ur hraðar inn í fjórðu iðnbylt­ing­una. Stór tæknifyr­ir­tæki eins og Google sjá fyr­ir sér að starfs­mannaaðstaða verði sí­fellt minni kostnaður af upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, þrátt fyr­ir að starfs­mönn­um fjölgi. Yfir 95% starfs­manna Face­book vinna nú heima hjá sér í Covid-fár­inu en nærri 50 þúsund starfs­menn vinna hjá fyr­ir­tæk­inu.Kost­ir fjar­vinnu eru marg­ir. Bú­seta er ekki leng­ur skil­yrði fyr­ir því að velja sér störf við hæfi og því er hægt að velja sér bú­setu út frá fleiri þátt­um en at­vinnu. Fjar­vinna get­ur líka veitt fólki með fötl­un aðgang að fleiri val­kost­um til at­vinnu. Með auk­inni fjar­vinnu er líka dregið úr lofts­lags­meng­un þegar ferðum fækk­ar til og frá vinnustað. Vissu­lega geta líka verið ókost­ir við fjar­vinnu, þá kannski einna helst að hætta er á að fólk ein­angrist fé­lags­lega og liðsandi meðal starfs­manna verði minni.

Varn­ir, vernd og viðspyrna er yf­ir­skrift á aðgerðaáætl­un stjórn­valda við þeirri stöðu sem við stönd­um frammi fyr­ir nú. Það er mik­il­vægt hverju sam­fé­lagi að halda uppi þrótt­miklu og fjöl­breyttu at­vinnu­lífi. Nýt­um reynslu síðastliðinna mánaða til góðs. Við för­um aldrei tvisvar yfir sama læk­inn. Það er svo sann­ar­lega tími til að virkja mannauðinn á öllu land­inu. Við höf­um allt til staðar; vilj­ann, mannauðinn og tækn­ina. Sam­göng­ur fara batn­andi og með allt þetta að vopni mun­um við ná viðspyrnu á ný.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­ í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. júní 2020.

Categories
Greinar

Atvinna um allt land

Deila grein

03/06/2020

Atvinna um allt land

Þau áföll sem við höfum orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins knýja okkur til að svara mikilvægum spurningum varðandi atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Ekki er langt síðan íslenskt efnahagslíf var borið uppi af fábreyttu atvinnulífi þar sem sjávarútvegurinn var langmikilvægastur og aflaði mikilvægs gjaldeyris fyrir þjóðina. Til að styrkja undirstöður samfélagsins var því á sínum tíma mikilvægt skref stigið þegar álverið í Straumsvík var reist og í kjölfarið fylgdu aðrar álverksmiðjur sem allar studdu við lífsgæði á Íslandi með því að skapa útf lutningsverðmæti og síðast en ekki síst: skapa atvinnu.

Í kjölfar bankahrunsins byrjaði ferðaþjónustan að gera sig gildandi á Íslandi. Eldgosið í Eyjafjallajökli vakti heimsathygli sem ferðaþjónustan náði að nýta sér með markvissum herferðum og hingað byrjuðu að streyma ferðamenn til að njóta landsins okkar. Margir hafa á síðustu vikum dottið í hefðiáttgírinn og gagnrýnt að ekki hefði verið meiri stýring á þeirri hröðu uppbyggingu sem orðið hefur í ferðaþjónustu. Það þykir mér sérkennilegt sjónarhorn því mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Ísland og þá ekki síst landsbyggðirnar hefur verið gífurlegt og bæði skapað miklar útflutningstekjur og síðast en ekki síst: skapað atvinnu.

Undanfarin ár hefur verið mikil uppbygging í fiskeldi á Íslandi. Bæði hefur verið um að ræða eldi á landi en mestur hefur vöxturinn verið í sjókvíaeldi. Stjórnvöld hafa sýnt ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu sjókvíaeldis svo ekki verði gengið á hinn villta íslenska laxastofn. Strax árið 2004 var ákveðið að sjókvíaeldi yrði aðeins leyft á afmörkuðum svæðum landsins sem afmarkast fyrst og fremst við Vestfirði og Austfirði. Var það gert til að gæta fyllstu varúðar. Vöxtur greinarinnar hefur verið mikill og hefur hún aukið útflutningstekjur Íslands töluvert og síðast en ekki síst: skapað atvinnu.

Framþróun í fiskeldi er hröð. Þær þjóðir sem líklega eru fremstar í fiskeldi eru Norðmenn og Færeyingar. Fiskeldið hefur skilað Færeyingum miklum ágóða sem sýnir sig best í því að lífsgæði í Færeyjum eru með því sem best gerist í heiminum. Norðmenn bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir þegar kemur að fiskeldi. Sú staða hefur ekki náðst án vandkvæða en framfarir í greininni, til dæmis hvað varðar umgengni við lífríki sjávar, hafa náðst með þrotlausum rannsóknum og sífellt betri vinnubrögðum í greininni. Hér á landi þurfum við að læra af reynslu Norðmanna og nýta okkur þekkingu þeirra og reynslu til að efla byggðir á Vestfjörðum og Austfjörðum og enn fremur: skapa atvinnu.

Viðspyrna Íslands er meðal annars fólgin í því að styðja við uppbyggingu fiskeldis í sátt við náttúruna. Það er Íslendingum í blóð borið að nýta sjóinn og ná jafnvægi milli náttúru og manns. Það er heldur ekki úr vegi að benda á það stóraukna fjármagn sem sett hefur verið í nýsköpun með aðgerðum ríkisstjórnarinnar og getur hjálpað til við að auka virði fiskeldisins við strendur Íslands og síðast en ekki síst: skapað atvinnu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní 2020.

Categories
Greinar

Samstaða um betra námslánakerfi

Deila grein

02/06/2020

Samstaða um betra námslánakerfi

Nú hill­ir und­ir að ný lög um mennta­sjóð náms­manna verði samþykkt á Alþingi. Óhætt er að segja að um stærsta hags­muna­mál stúd­enta síðustu ára­tugi sé að ræða. Í umræðum um málið á Alþingi í vik­unni mátti heyra að þing­menn allra flokka töldu nýja frum­varpið mikið fram­fara­skref í meg­in­at­riðum, þó svo að sum­ir hverj­ir vildu breyta ein­staka liðum þess. Það var ánægju­legt að heyra þá þver­póli­tísku sam­stöðu sem hef­ur skap­ast um málið.

Löng fæðing

Nú­gild­andi lög um LÍN eru frá ár­inu 1992. Frum­varp um mennta­sjóð hef­ur verið lengi í fæðingu en nú­gild­andi lög um Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna eru frá ár­inu 1992. Á und­an­förn­um árum hafa verið lögð fram tvö frum­vörp til heild­ar­laga um Lána­sjóð ís­lenskra náms­manna, vorið 2013, og 2016. Við gerð þessa frum­varps voru at­huga­semd­ir sem bár­ust við bæði frum­vörp­in hafðar til hliðsjón­ar. Leit­ast var við að koma til móts við þau sjón­ar­mið.

Rétt­lát­ara kerfi

Nýr mennta­sjóður náms­manna fel­ur í sér aukið jafn­rétti og gagn­sæi í námsaðstoð rík­is­ins, fjár­hags­staða náms­manna verður betri og skuld­astaða að námi loknu ræðst síður af fjöl­skylduaðstæðum. Náms­lán verða greidd út mánaðarlega, ekki tvisvar á ári eins og nú er og hætt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán. End­ur­greiðsla hefst ári eft­ir að námi lýk­ur sem mun minnka greiðslu­byrði lánþega. Rúm­lega 90 pró­sent lánþega munu koma bet­ur eða jafn vel út úr nýja kerf­inu.

Styrk­ur með börn­um

Meðal ný­mæla í frum­varp­inu er að sér­stak­ur stuðning­ur fæst nú með börn­um, skatt­frjáls styrk­ur – ekki lán! Í frá­far­andi kerfi voru sér­stök lán veitt vegna fram­færslu barna og voru for­eldr­ar í námi því skuldugri en barn­laus­ir við náms­lok. Fjöl­skylduaðstæður mega aldrei koma í veg fyr­ir mögu­leika til mennt­un­ar. Sam­bæri­leg­ur stuðning­ur verður fyr­ir meðlags­greiðend­ur. Um gríðarlegt jafn­rétt­is­mál er að ræða. Við gildis­töku verður Ísland fyrsta landið í heim­in­um til þess að viður­kenna for­eldra­jafn­rétti með þess­um hætti og horfa hin nor­rænu lönd­in nú til þess­ara breyt­inga hjá okk­ur.

Eng­ir ábyrgðar­menn

Náms­menn eygja nú langþráða grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðnings­kerfi sínu. Ef fólk lýk­ur próf­gráðu á til­greind­um tíma, þá get­ur það fengið styrk í formi 30% niður­færslu höfuðstóls náms­láns við náms­lok. Með þeim kerf­is­breyt­ing­um má gera ráð fyr­ir bættri náms­fram­vindu náms­manna sem mun stuðla að betri nýt­ingu fjár­muna í mennta­kerf­inu og auk­inni skil­virkni í framtíðinni. Við gildis­töku lag­anna falla niður ábyrgðir ábyrgðarmanna á náms­lán­um niður ef lánþegi er í skil­um við LÍN og ekki á van­skila­skrá.

Frum­varp um mennta­sjóð er í sam­ræmi við það sem geng­ur og ger­ist ann­ars staðar á Norður­lönd­um með gegn­sæj­um bein­um styrkj­um og sjálf­bæru lána­kerfi.

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, alþingismaður Fram­sókn­ar­ í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. maí 2020.

Categories
Greinar

Rannsóknir og nýsköpun til framtíðar

Deila grein

25/05/2020

Rannsóknir og nýsköpun til framtíðar

Störf framtíðar­inn­ar verða í aukn­um mæli byggð á ný­sköp­un í at­vinnu­líf­inu og sam­spili þess við rann­sókn­ar­störf. Þess vegna hafa stjórn­völd stór­aukið fjár­fram­lög sín til rann­sókna og ný­sköp­un­ar. Viðspyrna Íslands er byggð á skýrri framtíðar­sýn um aukna verðmæta­sköp­un. Gott aðgengi að mennt­un og öfl­ugt vís­inda- og rann­sókn­ar­starf um allt land er mik­il­vægt. Með aukn­um áhersl­um á rann­sókn­ir og þekk­ing­ar­starf­semi byggj­um við upp færni til að tak­ast á við þær sam­fé­lags­legu áskor­an­ir sem við okk­ur kunna að blasa, og styrkj­um vel­ferð þjóðar­inn­ar sem og stoðir lýðræðis­legr­ar umræðu.

Stór­auk­in fram­lög til rann­sókna

Eng­inn hef­ur efni á því að láta góð tæki­færi fram hjá sér fara. Það á sér­stak­lega við um þann stuðning sem hægt er að veita við hágæða rann­sókn­ar­starf­semi sem skap­ar ís­lensk­um há­skól­um, stofn­un­um og at­vinnu­lífi nýja þekk­ingu og und­ir­bygg­ir frek­ari þekk­ing­ar­leit hér á landi sem og er­lend­is ásamt því að stuðla að nýliðun ungra vís­inda­manna. Það er ljóst að verk­efni stjórn­valda á næstu miss­er­um er að skapa störf. Því vill rík­is­stjórn­in fjár­festa í hug­viti og rann­sókn­um. Þessi áhersla birt­ist einna helst í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna COVID-19 með öfl­ugri fjár­fest­ingu í sam­keppn­is­sjóðum í rann­sókn­um; Rann­sókna­sjóður fékk 575 millj­ón­ir kr. viðbótar­fram­lag, Innviðasjóður 125 millj­ón­ir, Tækniþró­un­ar­sjóður fékk út­hlutaðar 700 millj­ón­ir, og síðast en ekki síst hef­ur Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna vaxið úr 55 millj­ón­um í 455 millj­ón­ir í ár. Einnig voru fram­lög hækkuð um 500 millj­ón­ir kr. til að efla ný­sköp­un og þróun í inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu með stofn­un Mat­væla­sjóðs. Með stofn­un hans voru Fram­leiðni­sjóður land­búnaðar­ins og AVS-rann­sókna­sjóður til að auka verðmæti sjáv­ar­fangs sam­einaðir. Öll þessi skref sem tek­in hafa verið eru til þess fall­in að auka verðmæta­sköp­un.Með þess­um fjár­fest­ing­um náum við til mannauðs, með aukn­um styrkj­um og at­vinnu­tæki­fær­um. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna styrk­ir verk­efni þar sem ung­ir vís­inda­menn hafa fengið sín fyrstu kynni af þátt­töku í vís­inda­starfi sem kveikt hef­ur áhuga til framtíðar. Þetta er gert til að búa til ný tæki­færi og virkja þekk­ing­ar­sköp­un. Þegar til­kynnt var um auka­fjár­veit­ingu til Ný­sköp­un­ar­sjóðs fimm­földuðust um­sókn­ir í sjóðinn og verður því fjár­magni út­deilt til náms­manna á allra næstu dög­um.

Rann­sókn­ir eru grund­völl­ur ný­sköp­un­ar og fjöl­breytts efna­hags­lífs sem eru þjóðfé­lag­inu nauðsyn­leg til að tryggja hag­vöxt til framtíðar. Sjald­an hef­ur verið skýr­ara en akkúrat nú hve sam­keppn­is­hæfni og styrk­ur ís­lensks þekk­ing­ar­sam­fé­lags skipt­ir okk­ur miklu máli. Heims­far­ald­ur hef­ur sýnt vel hve mikið traust al­menn­ing­ur á Íslandi ber til vís­ind­anna. Slíkt traust er ekki sjálf­gefið og það þarf að styðja með upp­lýstri ákv­arðana­töku á öll­um sviðum. Sam­starf op­in­berra aðila, rann­sókn­ar­stofn­ana og fyr­ir­tækja um viðbrögð vegna þessa ástands hafa skilað okk­ur skjótri og far­sælli niður­stöðu, jafn­framt því að byggja upp þekk­ingu um sjúk­dóm­inn sjálf­an sem þegar hef­ur vakið mikla og verðskuldaða at­hygli á heimsvísu. Íslensk­ir rann­sókn­ar- og vís­inda­menn hafa unnið mikið þrek­virki á síðustu vik­um. Það er ljóst að til að stuðla að hag­vexti til framtíðar þarf að efla tækn­ina með vís­ind­um og ný­sköp­un. Mik­il­vægt er að skapa framúrsk­ar­andi aðstæður til rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starfs til að fyr­ir­tæk­in í land­inu sjái hag sinn í að fjár­festa í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi.

Ný­sköp­un

Ný­sköp­un og hvers kon­ar nýt­ing hug­vits er mik­il­væg­ur grunn­ur fjöl­breytts og sjálf­bærs at­vinnu­lífs, sterkr­ar sam­keppn­is­stöðu og hag­vaxt­ar. Ekki síst í ljósi þeirra miklu þjóðfé­lags­umbreyt­inga sem eru og munu eiga sér stað á kom­andi árum. Ungt fólk er frjótt í hugs­un og fyr­ir­tæki hafa verið til­bú­in til að fjár­festa í þeim með aðstoð Ný­sköp­un­ar­sjóðs náms­manna. Vinna á veg­um Ný­sköp­un­ar­sjóðs hef­ur verið vett­vang­ur fyr­ir­tækja til að mynda tengsl við nem­end­ur og oft hafa þau tengsl leitt til at­vinnu­til­boða að námi loknu. Sjóður­inn er því einnig ákjós­an­leg­ur vett­vang­ur fyr­ir nem­end­ur til að kynn­ast fram­sækn­ustu fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um lands­ins.Fjár­mögn­un­ar- og rekstr­ar­um­hverfi ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja hef­ur verið í mik­illi þróun hér á landi síðustu ár. Mörg já­kvæð skref hafa verið stig­in til að efla og styðja við þenn­an geira hér á landi. Rík­is­stjórn­in sýndi vilja í verki þegar 2,3 millj­arðar kr. voru veitt­ir til efl­ing­ar ný­sköp­un­ar og þró­un­ar. Þar mun­ar mest um að lagt er til að fram­lag til Kríu, sprota- og ný­sköp­un­ar­sjóðs, hækki um 1.150 millj. kr. Mark­mið sjóðsins er að efla vöxt og sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs með því að stuðla að virku fjár­mögn­un­ar­um­hverfi fyr­ir sprota- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki.

Þá hafa fyr­ir­tæk­in í land­inu einnig eflt ný­sköp­un og verið hreyfiafl fram­fara. Því var brýnt að hækka end­ur­greiðslur til þeirra upp í allt að 35% og þak vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaðar var hækkað í 1.100 millj­ón­ir króna. Áhersla á þróun og ný­sköp­un skil­ar sér marg­falt til sam­fé­lags­ins. Starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja þarf að vera hvetj­andi og þau þurfa að vera í stöðu til að fá öfl­uga ein­stak­linga til liðs við sig.

Mennt­un er und­ir­staðan

Eitt er það sem má ekki gleym­ast: Mennta­kerfið okk­ar hef­ur staðist eina stærstu þolraun sem það hef­ur tek­ist á við. Skól­un­um okk­ar var haldið starf­andi á meðan far­ald­ur­inn náði há­marki. Hlúð var að vel­ferð nem­enda og reynt að tryggja eins vel og unnt var að þeir gætu náð sett­um mark­miðum. Ljóst er að mennta­kerfið okk­ar er afar sterkt.Þrátt fyr­ir að far­ald­ur­inn sé í rén­un hér á landi ætl­um við að halda okk­ar striki, sækja fram og efla alla mennt­un í land­inu. Um­fangs­mik­il vinna í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu hef­ur átt sér stað til að tryggja að mennta­kerfið geti tekið á móti sem flest­um sem vilja auka þekk­ingu sína og mennt­un. Við ætl­um að auka fjár­veit­ing­ar til verk- og tækni­greina og tryggja að há­skóla­stigið geti mætt þeirri eft­ir­spurn sem verður til vegna stöðunn­ar. Það er sann­kallað fagnaðarefni að sjá þenn­an mikla vöxt í verk- og tækni­grein­um enda hef­ur það verið mark­mið í lang­an tíma að gera bet­ur þar og það er að tak­ast. Við mun­um einnig leggja mikla áherslu á fram­halds­fræðslu og styrkja ís­lensku­nám fyr­ir inn­flytj­end­ur.

Mark­mið þess­ara aðgerða er að styrkja færni ís­lensks efna­hags­lífs, sem lengi hef­ur ein­kennst af færni­m­is­ræmi á vinnu­markaði. Þessu ætl­um við að breyta og styrkja vinnu­markaðinn.

Hér á landi eru einnig mörg rann­sókna­set­ur sem vinna með yngri skóla­stig­um. Setr­in hafa lagt ríka áherslu á miðlun rann­sókna með ýms­um hætti fyr­ir utan birt­ingu vís­inda­greina, t.a.m. með fyr­ir­lestra­haldi, viðburðum og út­gáfu fyr­ir al­menn­ing sem er hluti þeirr­ar sam­fé­lag­steng­ing­ar sem setr­in leggja svo ríka áherslu á. Starf­semi setr­anna er lyfti­stöng fyr­ir þau sam­fé­lög sem þau starfa í. Það er ástæða til að fagna auknu tæknilæsi, sem styður við já­kvætt og upp­byggi­legt skólastarf á öll­um skóla­stig­um. Vís­inda­læsi og auk­inn orðaforði ís­lenskra barna er lyk­ill­inn að því að búa til vís­inda­menn framtíðar­inn­ar.

Sam­starf um klasa­stefnu

Brýnt er að móta op­in­bera klasa­stefnu sem fel­ur í sér að efla stoðkerfi at­vinnu­lífs­ins á landsvísu í sam­vinnu við rann­sókn­ar- og mennta­stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og aðra hags­munaaðila, eins og þings­álykt­un nr. 27/​50 kveður á um. Með klasa­stefnu er fjár­mun­um ráðstafað mark­viss­ar og efl­ir sam­vinnu, ný­sköp­un, hag­sæld og sam­keppn­is­hæfni. Klasa­sam­starf hef­ur í aukn­um mæli verið nýtt til ný­sköp­un­ar og at­vinnu­upp­bygg­ing­ar um all­an heim og til að efla sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja, at­vinnu­greina, landsvæða og þjóða. Mik­il áhersla er lögð á ný­sköp­un í nú­tímaklasa­stjórn­un enda skipt­ir ný­sköp­un sköp­um í lang­tíma­upp­bygg­ingu at­vinnu­greina.Íslend­ing­ar hafa ekki látið sitt eft­ir liggja þegar kem­ur að klasa­sam­starfi eða ný­sköp­un. Hér hafa sprottið upp sjáv­ar­klasi, jarðvarmaklasi og ferðaklasi. Fólk um all­an heim nýt­ur góðs af ís­lensku hug­viti, rann­sókn­um, þróun og þekk­ingu. Heilsu­vör­ur sem byggj­ast á nýt­ingu sjáv­ar­af­urða og líf­tækni. Háþróaðir gervi­fæt­ur og há­tækni­gróður­hús. Svo fátt eitt sé nefnt. Mik­il­vægt er að styðja enn frek­ar við ný­sköp­un og fyr­ir­tæk­in. Ný­sköp­un og blóm­legt efna­hags­líf hald­ast í hend­ur og styrkja sam­keppn­is­stöðu lands­ins til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Will­um Þór Þórssson, alþingismaður og formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþingis.

Categories
Greinar

Opinber störf á landsbyggðinni

Deila grein

22/05/2020

Opinber störf á landsbyggðinni

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara batnandi og með allt þetta að vopni náum við viðspyrnu um allt land.

Við erum að stefna inn í þyngra efnahagsástand með tilheyrandi uppsögnum og samdrætti á mörgum sviðum vegna COVID-19. Þá hefst slagurinn um að verja störfin. Verja og halda þeim opinberu störfum sem nú þegar eru á landsbyggðinni. Þar þurfa allir að leggjast á eitt. Það hefur því miður verið raunin að fyrir eitt starf sem glatast tekur það 10 ár að fá annað til baka. Það getur líka verið hluti af hagræðingu að verja þau störf sem fyrir eru og hluti af viðspyrnunni að leggja enn meiri áherslu á að skilgreina störf án staðsetningar og dreifa þeim sem best.

Störf án staðsetningar

Opinber störf á vegum ríkisins eru rúm 20.000. Þá eru ekki meðtalin þau störf sem eru á vegum sveitarfélaga. Hér á landi er skipting opinberra útgjalda milli ríkis og sveitarfélaga 70/30. Það er því ljóst að staðsetning ríkisstarfa skiptir miklu máli og ætti það að vera forgangsmál stjórnvalda að dreifa þeim sem mest um landið. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er að finna áherslu hennar um að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er. Auk þess styður samþykkt byggðaáætlun við þetta markmið. Með aukinni samskiptatækni, háhraðafjarskiptatengingum um allt land ásamt greiðum samgöngum er nú hægt að dreifa opinberum störfum sem aldrei fyrr. Þeir tímar sem við höfum gengið í gegnum á undanförnum vikum hafa sýnt að fjarvinna er ekki bara draumsýn, heldur raunverulegur möguleiki. Störf án staðsetningar geta verið jafn vel unnin í Ármúla í Reykjavík og á Hólmavík.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á bb.is 18. maí 2020.

Categories
Greinar

Fjárfest í framtíðinni

Deila grein

22/05/2020

Fjárfest í framtíðinni

Til að stuðla að hag­vexti til framtíðar þarf að efla tækn­ina með vís­ind­um og ný­sköp­un. Mik­il­vægt er að skapa framúrsk­ar­andi aðstæður til rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starfs til að fyr­ir­tæk­in í land­inu sjá hag sinn í að fjár­festa í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi. Í gegn­um tíðina hef­ur rann­sókn­ar­vilj­inn og sann­leiksþráin knúið vís­ind­in áfram. Reynsla síðustu vikna hef­ur sýnt okk­ur að al­menn­ing­ur ber mikið traust til vís­ind­anna. Því er það vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar að efla enn frek­ar mennt­un, rann­sókn­ir og ný­sköp­un og styðja sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar til framtíðar. Sú fjár­fest­ing hef­ur sjald­an verið mik­il­væg­ari. Til að gera sam­fé­lagið okk­ar enn sam­keppn­is­hæf­ara þarf að ein­blína á einkum þrennt.Við þurf­um að halda áfram að efla mennta­kerfið okk­ar, sem hef­ur unnið þrek­virki á síðustu mánuðum. Hlúð hef­ur verið að vel­ferð nem­enda og reynt að tryggja eins vel og unnt er að þeir geti náð sett­um mark­miðum. Ljóst er að mennta­kerfið okk­ar er sterkt. Við verðum að halda áfram í þeirri veg­ferð og tryggja að mennta­kerfið veiti ein­stak­ling­um tæki­færi. Við erum að leggja sér­staka áherslu á verk, iðn- og tækni­nám til að styrkja færn­ina á ís­lensk­um vinnu­markaði til framtíðar.

Styrkja þarf rann­sókn­ar­innviði og efla allt vís­indastarf til að tryggja enn frek­ar hágæða rann­sókn­ar­um­hverfi á Íslandi. Því hef­ur rík­is­stjórn­in aukið fjár­magn í sam­keppn­is­sjóði í rann­sókn­um. Með þess­um fjár­fest­ing­um höf­um við hækkað út­hlut­un­ar­hlut­fall Rann­sókn­ar­sjóðs um rúm 40% og því er út­hlut­un­ar­hlut­fallið 20%. Þetta nær til mannauðs, með aukn­um styrkj­um og at­vinnu­tæki­fær­um. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna styrk­ir verk­efni þar sem ung­ir vís­inda­menn hafa fengið fyrstu kynni sín af þátt­töku í vís­inda­starfi sem kveikt hef­ur áhuga til framtíðar. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna hef­ur vaxið úr 55 millj­ón­um í 455 millj­ón­ir í ár. Þetta er gert til að búa til ný tæki­færi og virkja þekk­ing­ar­sköp­un.

Fyr­ir­tæk­in í land­inu hafa eflt ný­sköp­un og verið hreyfiafl fram­fara. Þess vegna var brýnt að hækka end­ur­greiðslur til þeirra upp í allt að 35% og þakið hækkað í 1.100 millj­ón­ir króna. Fyr­ir­tækja­rann­sókn­ir eru verk­efnamiðaðri og fram­leiða oft sölu­hæf­ar upp­finn­ing­ar. Áhersla á þróun og ný­sköp­un skil­ar sér marg­falt til sam­fé­lags­ins. Starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja þarf að vera hvetj­andi og þau þurfa að vera í stöðu til að fá öfl­uga ein­stak­linga til liðs við sig.

Ríkj­um sem hafa markað sér skýra stefnu um að fjár­festa í hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un vegn­ar vel. Við höf­um alla burði til að auka verðmæta­sköp­un sem grund­vall­ast á hug­viti. Með því tryggj­um við far­sæl­an grunn að sterk­ara sam­fé­lagi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. maí 2020.

Categories
Greinar

Rannsóknarsetur um allt land

Deila grein

18/05/2020

Rannsóknarsetur um allt land

Gott aðgengi að mennt­un og öfl­ugt vís­inda- og rann­sókn­astarf um allt land er mik­il­vægt. Við sem þjóð höf­um ekki efni á að láta tæki­fær­in fara fram hjá okk­ur, jafn­vel án þess að taka eft­ir þeim. Þetta á við bæði um tæki­færi til ný­sköp­un­ar inn­an hefðbund­inna at­vinnu­greina, land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs, en ekki síður inn­an menn­ing­ar­starfs, ferðaþjón­ustu og fleiri greina.

Mennt­un og rann­sókn­ar­starf

Það eru mik­il sókn­ar­tæki­færi í upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­starf­semi, sem tek­ur mið af sér­stöðu hvers landsvæðis fyr­ir sig. Það skil­ar ár­angri að efla svæðis­bundna rann­sókna- og þekk­ing­ar­kjarna og stuðla að fag­leg­um tengsl­um bæði þeirra á milli og við há­skóla, rann­sókn­ar­stofn­an­ir og fyr­ir­tæki. Með auknu sam­starfi má nýta mannauð og aðstöðu bet­ur og auka aðgengi nem­enda og fræðimanna að auðlind­um menn­ing­ar og nátt­úru lands­ins. Slíkt stuðlar að fleiri starf­stæki­fær­um á lands­byggðinni og að fjöl­breytt­ari og sterk­ari sam­fé­lög­um.Það er eng­in til­vilj­un, að í stefnu­mót­andi byggðaáætl­un 2018 – 2024 eru megin­á­hersl­ur lagðar á að jafna aðgengi að þjón­ustu, jafna aðgengi til at­vinnu og stuðla að sjálf­bærri þróun byggðar. Til­lög­ur um efl­ingu rann­sókna og vís­inda­starf­semi og um hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni til há­skóla­náms eru sér­lega mik­il­væg­ar í þessu sam­hengi. Þær eru sprottn­ar af skiln­ingi á mik­il­vægi mennt­un­ar og rann­sókna sem afl­gjafa til að tak­ast á við þær sam­fé­lags­legu áskor­an­ir sem lands­byggðin og sam­fé­lagið allt stend­ur frammi fyr­ir á kom­andi árum.

Mennt­un und­ir­staða ný­sköp­un­ar

Ný­sköp­un og hvers kon­ar hag­nýt­ing hug­vits er mik­il­væg­ur grunn­ur fjöl­breytts og sjálf­bærs at­vinnu­lífs, sterkr­ar sam­keppn­is­stöðu, hag­vaxt­ar og vel­ferðar. Ekki síst í ljósi þeirra miklu þjóðfé­lags­umbreyt­inga sem eru og munu eiga sér stað á kom­andi árum, m.a. vegna tækniþró­un­ar.Rann­sókna- og þekk­ing­ar­starf­semi er mik­il­væg­ur hluti af at­vinnu­líf­inu. Eðli­legt er að hluti rann­sókn­a­starf­semi fari fram vítt um landið, þar sem viðfangs­efn­in eru, aðstæður eru hag­stæðar og fólk býr að mik­il­vægri staðþekk­ingu. Samþætt­ing nýrr­ar þekk­ing­ar við rót­gróna svæðis­bundna þekk­ingu skap­ar hverju svæði sér­stöðu, sem styrk­ir stöðu þess. Aðgengi að innviðabúnaði vís­inda­rann­sókna, sam­starf við rann­sak­end­ur rann­sókna­stofn­ana og há­skóla er afar mik­il­vægt.

Starfs­fólk Stofn­un­ar rann­sókna­setra Há­skóla Íslands tekst á við mörg brýn viðfangs­efni sam­tím­ans með rann­sókn­um sín­um og þátt­töku í ým­iss kon­ar nefnd­um og ráðum. Má þar nefna fag­hópa Ramm­a­áætl­un­ar, gerð landsáætl­un­ar í skóg­rækt, stýri­hóp um end­ur­skoðun á stefnu Íslands í vernd líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni og fleira.

Vís­indastarf með yngri skóla­stig­um

Mörg rann­sókn­ar­set­ur vinna með yngri skóla­stig­um að ým­iss kon­ar fræðslu­verk­efn­um. Setrið á Suður­landi og grunn­skóli Blá­skóga­byggðar á Laug­ar­vatni taka t.d. þátt í sam­starfs­verk­efni um mat á áhrif­um lofts­lags­breyt­inga á fugla­stofna. Setrið í Bol­ung­ar­vík kem­ur að líf­fræðikennslu 9. og 10. bekk­inga í Grunn­skóla Bol­ung­ar­vík­ur með því að skipu­leggja vett­vangs- og rann­sókna­vinnu þeirra. Setrið á Hólma­vík er með þema­verk­efni um þjóðtrú og galdra meðal nem­enda í grunn­skól­un­um á Hólma­vík og Drangs­nesi svo fátt eitt sé nefnt. Ekki þarf að fjöl­yrða um mik­il­vægi þessa starfs með ungu fólki. Að vekja spurn­ing­ar og leita svara með beit­ingu vís­inda­legra aðferða er liður í að auka skiln­ing á mik­il­vægi gagn­rýnn­ar hugs­un­ar og rann­sókna.Setr­in hafa lagt ríka áherslu á miðlun rann­sókna með ýms­um hætti fyr­ir utan birt­ingu vís­inda­greina, t.a.m. með fyr­ir­lestra­haldi, viðburðum og út­gáfu fyr­ir al­menn­ing sem er hluti þeirr­ar sam­fé­lag­steng­ing­ar sem setr­in leggja svo ríka áherslu á. Starf­semi setr­anna er lyfti­stöng fyr­ir þau sam­fé­lög sem þau starfa í.

Und­an­far­in miss­eri hef­ur verið unnið að færslu Breiðdals­set­urs til Stofn­un­ar Rann­sókna­set­urs Há­skóla Íslands í sam­starfi við Fjarðabyggð og Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands. Sú aðgerð er mik­il­væg og trygg­ir áfram­hald­andi mik­il­væga stöðu þess og starf­semi á Breiðdals­vík.

Starf­semi rann­sókna­setr­anna hef­ur eflst á und­an­förn­um árum og ótví­rætt sannað gildi sitt við efl­ingu rann­sókna, há­skóla- og at­vinnu­starf­semi víða um land og aukið tengsl Há­skóla Íslands við sveit­ar­fé­lög, stofn­an­ir, fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök og ein­stak­linga. Setr­in eru því mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri keðju þekk­ing­ar- og verðmæta­sköp­un­ar sem Há­skóli Íslands vill styrkja, ekki síst nú á tím­um mik­illa breyt­inga í byggða- og at­vinnu­mál­um.

Mannauður er dýr­mæt­asta auðlind hverr­ar þjóðar og það er for­gangs­verk­efni að skapa þær aðstæður að ungt vel menntað fólk um allt land kjósi að hasla sér völl hér heima og treysta með því und­ir­stöðum sam­fé­lags­ins. For­senda þess er traust mennta­kerfi og sam­keppn­is­hæf­ur vinnu­markaður, sem get­ur tek­ist á við sí­breyti­leg­ar þarf­ir at­vinnu- og þjóðlífs.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. maí 2020.