Categories
Greinar

Ertu í góðu sambandi?

Deila grein

25/05/2022

Ertu í góðu sambandi?

Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu – heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli.

Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer.

Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.

Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu.

Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. 

Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna.

Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp.

Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer.

Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum.

Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Höfundur er þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 25. maí 2022.

Categories
Greinar

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Deila grein

25/05/2022

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, stéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.

Ívilnanir Menntasjóðs til sérstakra staða

Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi á vorþingi 2020. Um er að ræða heildarendurskoðun á námslánakerfinu og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Í lögum um Menntasjóð er til staðar heimild um tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána á skilgreindum svæðum. Um er að ræða mikilvægt nýmæli þegar stór svæði eiga í vandræðum með að manna ákveðnar stöður og þörf er á að koma þessu ákvæði í virkni. Til þess að nýta þessa ívilnun þarf að liggja fyrir tillaga frá sveitarfélagi að skortur sé á einstaklingum með menntun í ákveðinni starfsstétt og sá einstaklingur sem þiggur ívilnun þarf að hafa lokið prófgráðu í viðkomandi námsgrein. Þá eru gerðar kröfur um að minnsta kosti 50% starfshlutfall og lengd búsetu að lágmarki tvö ár.

Þörfin er skýr, verkfærið þarf að brýna

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um þessar tímabundnu ívilnanir við endurgreiðslu námslána og lagði út frá því hvort komið sé að þeim tímapunkti að auglýsa þessar framangreindu ívilnanir.

Í svari ráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi kemur fram að engin skýrsla sé fyrirliggjandi um viðvarandi skort í starfsstétt. Því sé ekki tilefni til þess að auglýsa tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina enda liggi ekki fyrir hjá Byggðastofnun skilgreining á hvaða svæði væru þarna undir. Af þessu tilefni aflaði ég mér upplýsinga frá Byggðastofnun, þar hefur mér verið sagt að vinna sé að fara af stað um þetta mikilvæga mál og er von mín að innan fárra mánaða verði það komið í framkvæmd.

Mikilvæg byggðaaðgerð

Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikilvæg byggðaaðgerð þessi heimild er. Hvati fyrir byggðarlög sem eiga í stöðugri baráttu við að ná til sín fólki til að sinna mikilvægum störfum og halda uppi grunnþjónustu ásamt keppninni við að ná til sín sérmenntuðu fólk úr öðrum atvinnugreinum til að halda uppi öflugu samfélagi. Þessar ívilnanir efla samkeppnishæfni sveitarfélaga og mikilvægt er að þær verði nýttar sem fyrst þar sem þeirra er þörf.

Halla Signý Kristjánsdóttir

Höfundur er þingmaður Framsóknar í NV kjördæmi.

Greinin birtist fyrst á Skessuhorni 24. maí 2022

Categories
Greinar

Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi

Deila grein

24/05/2022

Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi

Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%.

Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020.

Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa.

Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands.

Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 23. maí 2022.

Categories
Greinar

Fram­tíðin er í sam­ræmdum vef­gáttum

Deila grein

23/05/2022

Fram­tíðin er í sam­ræmdum vef­gáttum

Áhverju ári kemur fram ný tækni sem auð­veldar okkur lífið og við verðum að vera dug­leg að nýta okkur hana og til­einka. Sí­fellt fleiri mögu­leikar opnast með raf­rænum lausnum og mikil­vægt er að ríkið sé til­búið að inn­leiða þær í sitt verk­lag. Raf­rænar vef­gáttir hafa verið að ryðja sér til rúms í auknum mæli, enda eru þær til þess fallnar að spara tíma, tryggja betra að­gengi al­mennings að gögnum á­samt því að auka skil­virkni og að­hald í vinnu­brögðum.

Mikil­vægt er að við nýtum kosti raf­rænnar þjónustu til hins ýtrasta. Því hef ég lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu um sam­ræmda vef­gátt leyfis­veitinga og ein­földun á ferli við undir­búning fram­kvæmda. Í slíkri gátt mætti finna öll gögn í máls­með­ferð vegna leyfis­veitinga fram­kvæmda og nauð­syn­legra undan­fara hennar. Með gáttinni væri ferli leyfis­veitinga auð­veldað til muna, en máls­með­ferð þeirra og mat á um­hverfis­á­hrifum er flókið, tíma­frekt og ó­skil­virkt ferli í nú­verandi mynd.

Ein­földum ferlið

Með raf­rænni þjónustu geta ó­líkar stofnanir unnið í sömu gátt og með því tryggt greiðara flæði gagna milli máls­með­ferða. Með raf­rænni gátt og breyttu verk­lagi má ein­falda ferlið til muna.

Tals­vert er um tví­verknað í kerfinu. Sömu gögn eru í­trekað lögð fram og aðilar þurfa oft að koma að sama máli. Um­sagnar- og kynningar­ferli tekur mikinn tíma og þá er ó­gagn­sæið tölu­vert. Einnig er að­gengi að gögnum erfitt sem gerir það tor­velt að fylgja málum eftir. Nokkur árangur náðist við að gera ferla tengda um­hverfis­mati mark­vissari með setningu nýrra laga um um­hverfis­mat fram­kvæmda og á­ætlana, nr. 111/2021, en mikil­vægt er að ganga enn lengra í sam­þættingu og ein­földun á öllum ferlum.

Gagna- og sam­ráðs­gátt mikil­vægt skref en ekki nóg

Hér ber að nefna að á­kveðið var að koma upp gagna- og sam­ráðs­gátt sem Skipu­lags­stofnun á að starf­rækja. Hún á að taka til skipu­lags, um­hverfis­mats og fram­kvæmda­leyfis. Skipu­lags­gáttin sem unnið er að mun fela í sér veiga­mikla breytingu varðandi að­gengi að upp­lýsingum og skil­virkni skipu­lags­ferla. Hún mun líka vera hvati til sam­ræmdra vinnu­bragða.

Hér þarf hins vegar að hafa í huga að ferli fram­kvæmda tekur til mun fleiri þátta en þessara og því mikil­vægt að sam­ráðs­gátt taki til allra ferla frá upp­hafi til enda. Hér er vísað til þess að margar fram­kvæmdir, eins og auð­linda­nýting ýmiss konar, hefjast á ferli rann­sókna og gagna­söfnunar sem háð er um­sóknum, leyfum, gagna­skilum, upp­lýsinga­gjöf o.fl. til opin­berra aðila, sem koma svo aftur inn í aðra ferla síðar í fram­kvæmda­ferlinu.

Því er mikil­vægt að gagna- og sam­ráðs­gátt sé ekki bundin við Skipu­lags­stofnun heldur ætti hún að standa utan stofnana ef svo má segja, og að allar hlutað­eig­andi stofnanir sem koma að hverri og einni fram­kvæmd, frá upp­hafi til enda hennar, hafi að­gang að gáttinni.

Stígum inn í nú­tímann

Þeir sem þekkja til við ferlið hafa líkt því við Ást­rík og þrautirnar tólf. Með öll þau tæki­færi sem eru til staðar árið 2022 er það ekki boð­legt. Á­vinningur af sam­ræmdri vef­gátt er aug­ljós og því er mikil­vægt að stuðla að fram­þróun í takt við breytta tíma og bætta tækni.

Ingibjörg Isaksen

Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. maí 2022.

Categories
Greinar

Brjótum hefðir, fleiri konur á sjó

Deila grein

18/05/2022

Brjótum hefðir, fleiri konur á sjó

Dag­ur­inn í dag er til­einkaður kon­um sem starfa í sigl­ing­um, við sjó­sókn eða sjáv­ar­út­vegi. Er það í fyrsta sinn en Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­in, IMO, hef­ur valið þenn­an dag til þess að vekja at­hygli á stöðu kvenna í sigl­ing­um.18. maí

verður fram­veg­is helgaður þeim.

Hjá því verður ekki litið að jafn­rétti er ein af grund­vallar­for­send­um sjálf­bærni til framtíðar. Alþjóða sigl­inga­mála­stofn­un­in, IMO, hvet­ur aðild­ar­ríki sín til að fjölga kon­um í sigl­ing­um og vekja at­hygli á mik­il­vægi jafn­rétt­is, fimmta heims­mark­miðs Sam­einuðu þjóðanna í sigl­ing­um og sjáv­ar­út­vegi, sem á öll­um öðrum sviðum. Ein­kunn­ar­orð dags­ins í dag eru: „Þjálf­un, sýni­leiki og viður­kenn­ing; Brjót­um niður múra starfs­grein­anna.“

Í engri starfs­stétt er jafn­mik­ill kynja­halli og í sjó­mennsku. Örfá­ar kon­ur hafa út­skrif­ast úr skip­stjórn eða vél­stjórn. Ein­ung­is 1% skip­stjórn­ar­menntaðra eru kon­ur. Til sam­an­b­urðar eru kon­ur hand­haf­ar tæp­lega 12% flug­skír­teina. Af 2.542 sem hafa út­skrif­ast af loka­stigi vél­stjórn­ar, eru sjö kon­ur. Það er þó ör­lítið bjart­ara framund­an, því nú eru 7% af nem­um í skip­stjórn kon­ur. Skýr­ing­in á mikl­um mun á heild­ar­laun­um kynj­anna í sjáv­ar­byggðum er ekki síst háar tekj­ur karla á sjó. Sam­kvæmt Hag­stofu voru tæp 9% af þeim sem unnu við fisk­veiðar kon­ur. Þær voru aft­ur á móti 43% af þeim sem unnu við fisk­vinnslu. Laun við land­vinnslu eru brot af því sem fólk fær fyr­ir sam­bæri­legt starf á sjó, þar sem rík­ir jafn­rétti og greitt er sam­kvæmt afla­hlut.

Sigl­ing­ar eiga sér árþúsunda langa sögu og eru ná­tengd­ar sögu lands og þjóðar. Marg­ar kon­ur voru meðal lands­náms­manna, Næg­ir að nefna Þuríði sunda­fylli og Auði djú­púðgu. Fram eft­ir öld­um sóttu kon­ur sjó­inn og marg­ar þeirra gátu sér gott orð, svo sem Þuríður formaður. En sag­an gleym­ist hratt og með vél­báta­væðingu fækkaði þeim hönd­um sem þurfti á sjó. Fram­lag kvenna flutt­ist inn á heim­il­in svo sigl­ing­ar urðu í hug­um flestra hefðbundið karlastarf. Það er þó að breyt­ast hratt.

Í nú­tíma­sam­fé­lagi hef­ur tækni­væðing leyst af hólmi mörg þau verk­efni sem áður þörfnuðust vöðva­afls, ekki síður á sjó en á landi. Þá hafa orðið já­kvæðar breyt­ing­ar. Heim­ilið er sam­eig­in­leg­ur vett­vang­ur og barna­upp­eldi er sam­fé­lags­legt verk­efni. Kynjamúr­ar í starfs­vali falla hver af öðrum og það hafa opn­ast fjöl­marg­ir mögu­leik­ar fyr­ir kon­ur til að hasla sér völl í starfs­stétt­um sem áður voru nær ein­okaðar af körl­um, þar með talið á sjó. Meðal nýrra mögu­leika mætti nefna skip­stjórn og vél­stjórn á skip­um í ferðaþjón­ustu, á þjón­ustu­bát­um í lax­eldi, hafn­sögu, við lög­gæslu á haf­inu, á fiski­skip­um eða við farm­flutn­inga. Þá eru ótal­in störf­in sem eru að verða til vegna ný­sköp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi með full­vinnslu afl­ans, líka þess sem áður var hent og er nú ígildi gulls. Mörg tæki­færi eru í sjáv­ar­byggðum fyr­ir ungt, vel menntað fólk, sem vert er að vekja at­hygli á.

Mark­mið mitt með þess­um skrif­um er ekki hvað síst að beina at­hygli ungra kvenna að þeim fjöl­breyttu starfs­mögu­leik­um sem eru á sjó, hvort sem er við fisk­veiðar, flutn­inga, rann­sókn­ir eða ný­sköp­un tengda sjáv­ar­út­vegi. Með fleiri og fjöl­breytt­ari at­vinnu­tæki­fær­um fyr­ir kon­ur, tryggj­um við ekki ein­ung­is bætta stöðu kynj­anna, held­ur renn­um sterk­ari stoðum und­ir sjáv­ar­byggðirn­ar þar sem kynja­halli hef­ur verið viðvar­andi vegna ein­hæfni starfa. Leiða má að því sterk­ar lík­ur að vald­efl­ing kvenna á öll­um sviðum ýti und­ir blóm­legt sam­fé­lag, ýti und­ir fram­leiðni og vöxt og gagn­ist öll­um hags­munaaðilum, hvort sem heima eða á alþjóðavett­vangi. Við vit­um að þau fyr­ir­tæki, sem vinna að jafn­rétti, skila betri af­komu og að fyr­ir­tækja­menn­ing verður betri. Ítrekað hef­ur verið sýnt fram á það að best­ur ár­ang­ur næst þar sem kyn­in standa hlið við hlið og vinna sam­an að mark­miðum og ár­angri. Á það við í sigl­ing­um líkt og á öll­um öðrum sviðum. Því höf­um við í ráðuneyti mínu und­an­far­in ár leitað leiða til að hvetja kon­ur til að hasla sér völl í sigl­ing­um og sjáv­ar­út­vegi und­ir kjör­orðunum; Fyr­ir­mynd­ir, tæki­færi og stuðning­ur. Árang­ur af því starfi er sýni­leg­ur í um­fjöll­un um sigl­ing­ar og sjáv­ar­út­veg þar er sí­fellt oft­ar leitað í þekk­ingu sjó­kvenna.

Ég vil hvetja stofn­an­ir og fyr­ir­tæki sem hafa sjó­inn að vett­vangi til að brjóta hefðir og opna dyr sín­ar og skapa hvetj­andi um­hverfi þar sem kon­ur njóta jafn­ræðis á við karla í störf­um á sjó.

Sigurður Ingi Jóhannsson

Höfundur er iðnaðarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. maí 2022

Categories
Greinar

Erindi Framsóknar

Deila grein

18/05/2022

Erindi Framsóknar

Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn þess lýðræðis­sam­fé­lags sem við búum í. Það að búa í frjálsu og opnu lýðræðisþjóðfé­lagi er ekki sjálf­gef­inn hlut­ur eins og fjöl­mörg dæmi í heim­in­um sanna. Það er því hátíðar­stund í hvert skipti sem gengið er til kosn­inga og kjós­end­ur greiða þeim sem þeir treysta at­kvæði sín til að vinna að þörf­um mál­efn­um fyr­ir sam­fé­lagið. Vel heppnaðar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar um liðna helgi voru þar eng­in und­an­tekn­ing. Ég vil byrja á að óska öll­um þeim sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um sem náðu kjöri fyr­ir hönd ólíkra flokka inni­lega til ham­ingju með kjörið. Það er mik­il heiður sem fylg­ir því að vera val­inn af kjós­end­um til trúnaðarstarfa fyr­ir sam­fé­lagið.

Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli en á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta þjón­ustu sem snerta hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi. Það var ánægju­legt að sjá þann mikla meðbyr með fram­bjóðend­um Fram­sókn­ar raun­ger­ast í glæsi­leg­um fylgistöl­um um allt land. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunn­um, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess auka vel­sæld íbú­anna. Sem vara­formaður Fram­sókn­ar fyllt­ist ég stolti að fylgj­ast með þeirri mál­efna­legu og upp­byggi­legu kosn­inga­bar­áttu sem fram­bjóðend­ur flokks­ins ráku á landsvísu.

Sá vaski hóp­ur á það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Fjöl­marg­ir kjós­end­ur um allt land eru sam­mála þess­um boðskap og til dæm­is í sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu náði flokk­ur­inn sögu­leg­um fylgistöl­um og jók styrk sinn veru­lega. Sér­stak­lega ánægju­legt var að sjá upprisu flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur og bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þar sem flokk­ur­inn fór úr því að eiga enga full­trúa yfir í það að eiga fjóra í báðum sveit­ar­fé­lög­um. Við í Fram­sókn erum þakk­lát kjós­end­um fyr­ir það mikla traust sem þeir sýna flokkn­um og fram­bjóðend­um hans. Í því er fólg­in mik­il hvatn­ing til þess að vinna að já­kvæðum breyt­ing­um í sveit­ar­fé­lög­um um allt land. Und­ir þeirri ábyrgð munu sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar okk­ar rísa með glæsi­brag og gera sam­fé­lagið enn betra en það var í gær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Höfundur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. maí 2022

Categories
Fréttir Greinar

Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni

Deila grein

14/05/2022

Framsókn er lykillinn að breytingum í borginni

Kæri les­andi. Í dag göng­um við til kosn­inga til sveit­ar­stjórna. Í dag mark­ar at­kvæði okk­ar stefn­una í stjórn sveit­ar­fé­lags­ins okk­ar til næstu fjög­urra ára. Ég hef síðustu vik­ur og mánuði sem odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík átt mörg og gef­andi sam­töl við borg­ar­búa um þarf­ir þeirra og vænt­ing­ar til borg­ar­inn­ar okk­ar. Ég hef fundið fyr­ir mikl­um meðbyr og fyr­ir það er ég þakk­lát­ur.

Sterk Fram­sókn fyr­ir borg­ar­búa

Við höf­um á síðustu árum horft upp á mikla skaut­un í sam­fé­lag­inu sem birt­ist í harðari átök­um í stjórn­mál­um. Fram­sókn hef­ur komið fram sem sterk­ur full­trúi miðjunn­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um og staðið fyr­ir hóf­söm­um gild­um. Við erum lausnamiðuð og umb­urðarlynd og höf­um unnið hörðum hönd­um að um­bót­um í ís­lensku sam­fé­lagi á vett­vangi lands­mál­anna. Í sam­töl­um mín­um við Reyk­vík­inga hef ég fundið fyr­ir því að það þarf sterka Fram­sókn í borg­ar­stjórn.

Meiri­hlut­inn hef­ur sofið á verðinum

Það er margt gott í borg­inni okk­ar en það er fjöl­margt sem þarf að bæta. Meiri­hluti síðustu ára hef­ur sofið á verðinum hvað varðar upp­bygg­ingu á íbúðar­hús­næði. Um það eru all­ir sam­mála, Seðlabank­inn, Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn, íbú­ar borg­ar­inn­ar, íbú­ar lands­ins; all­ir nema meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn sem hef­ur lagt alla áherslu á borg­ar­línu en gleymt hús­næðismál­un­um. Af­leiðing­arn­ar eru stór­kost­leg hækk­un á hús­næði, hækk­un vaxta og verðtryggðra lána. Þess­ari þróun verður að snúa við. Það þolir enga bið. Lausn­in er að mínu mati aug­ljós: Borg­ar­stjórn verður að segja skilið við trú­ar­brögðin sem boða það að eina leiðin sé þétt­ing byggðar. Við þurf­um líka að byggja ný hverfi og skapa þannig jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

Stór hluti ungs fólks hef­ur ekki ráð á því að koma sér þaki yfir höfuðið. Við get­um ekki búið við það að eina leiðin fyr­ir ungt fólk til að eign­ast hús­næði sé með veðsetn­ingu for­eldra og annarra aðstand­enda. Hús­næði er ekki munaðar­vara, hús­næði er ekki áhættu­fjár­fest­ing, hús­næði á að vera sjálf­sögð lífs­gæði.

Fram­sókn gef­ur þér val­kosti

Fram­sókn hef­ur ekki átt borg­ar­full­trúa síðustu árin en samt hef­ur flokk­ur­inn, með Sig­urð Inga Jó­hanns­son í for­ystu verið í lyk­il­hlut­verki við það að leysa borg­ina úr klaka­bönd­um sem ríkt höfðu í ára­tugi í sam­göngu­mál­um höfuðborg­ar­inn­ar. Sam­göngusátt­máli Sig­urðar Inga rauf kyrr­stöðuna. Upp­bygg­ing stofn­brauta til að greiða leið fjöl­skyldu­bíls­ins og upp­bygg­ing al­menn­ings­sam­gangna eru ekki and­stæður held­ur styðja hvor aðra. Mark­miðið er greiðari og ör­ugg­ari um­ferð fyr­ir alla borg­ar­búa. Við í Fram­sókn ætl­um ekki að segja þér, les­andi góður, hvernig þú ferð til og frá vinnu held­ur bjóða þér upp á val­kosti sem henta þér.

Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur mikið talað um framtíðina. Tákn­mynd framtíðar­inn­ar í þeirra huga er borg­ar­lína. Nú­ver­andi meiri­hluti hef­ur hins veg­ar ekki verið sam­stíga og í raun verið und­ar­lega áhuga­laus um arðsöm­ustu sam­göngu­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, Sunda­braut. Í upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar hef­ur Fram­sókn dregið vagn­inn. Og Sunda­braut mun ekki aðeins bæta veru­lega teng­ingu borg­ar­inn­ar við Vest­ur­land held­ur bæta sam­göng­ur milli borg­ar­hverf­anna. Íbúar Grafar­vogs og Kjal­ar­ness munu upp­lifa bylt­ingu í sam­göng­um. Og með Sunda­braut spar­ast 150 þúsund kíló­metra akst­ur á degi hverj­um.

Framtíðin er ekki bara hvernig borg­in lít­ur út eft­ir 10 ár. Framtíðin er líka á morg­un. Þessu hef­ur meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn gleymt. Borg­ar­bú­ar upp­lifa að þjón­usta borg­ar­inn­ar sé verri en annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. Sorp­hirða, snjómokst­ur, óviðun­andi viðhald skóla­bygg­inga með þeim af­leiðing­um að hundruð barna eru keyrð milli hverfa á hverj­um degi, allt er þetta vitn­is­b­urður um það að meiri­hlut­inn hef­ur verið sof­andi þegar kem­ur að dag­legu lífi borg­ar­búa. Þessu verður að breyta.

Breyt­ing­ar í borg­inni

Kæri les­andi. Sterk Fram­sókn í borg­inni er lyk­ill að breyt­ing­um. Lyk­ill að breytt­um stjórn­mál­um í borg­inni, lyk­ill að meiri upp­bygg­ingu, meiri sátt og meira sam­tali við borg­ar­búa. At­kvæði þitt get­ur brotið upp meiri­hlut­ann í borg­inni og haft úr­slita­áhrif um stjórn borg­ar­inn­ar næstu fjög­ur árin. Ég bið um þinn stuðning í kjör­klef­an­um í dag. X við B er stuðning­ur við breyt­ing­ar í borg­inni.

Einar Þorsteinsson

Höf­und­ur er odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Nýtum kosningaréttinn

Deila grein

13/05/2022

Nýtum kosningaréttinn

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti en á síðustu vikum hafa frambjóðendur Framsóknar verði á ferð og flugi um sveitarfélagið til þess að kynnast íbúum, fyrirtækjum og einstaklingum og vita hvað brennur á þeim.

Það er gríðarlega mikilvægt að ná snertingu við íbúana. Þessi samtöl taka frambjóðendur með sér sem veganesti næstu fjögur árin. Það hefur verið tekið vel á móti frambjóðendum Framsóknar og það er ánægjulegt að finna meðbyrinn. Fyrir það ber að þakka.

Það er mikilvægt að í sveitastjórnir veljist fólk sem hefur ríka samvinnuhugsjón. Við í Framsókn höfum ávallt lagt áherslu á samvinnu innan bæjarstjórna, nefnda og ráða sem og samvinnu við íbúa. Við þurfum að hlusta á þá sem þiggja þjónustuna.

Sveitarstjórnarkosningar eru á fjögra ára fresti, ólíkt kosningum til Alþingis þar sem hægt er að rjúfa þing og boða til kosninga ef ósætti kemur upp. Því skiptir máli að það fólk sem velst í sveitarstjórn sem með hugann að samvinnu allt kjörtímabilið

Það skiptir fleira máli en stefnumál

Í Framsókn býr mikil mannauður, ólíkir einstaklingar sem koma úr ólíkum hópum en ganga saman í takt. Það skiptir máli að hafa kröftugt fólk í framboði sem hefur áhuga, vilja og getu til að leysa hnúta saman og ganga í framkvæmdir. Á lista Framsóknar í Múlaþingi situr traust fólk í hverju sæti sem státar af mikill og breiðri reynslu. Fólk sem vill leggja sitt fram til þess að gera gott samfélag enn betra.

Stefnumál skipta vissulega máli, en það sem skiptir mestu er að í sveitastjórn sé fólk sem vinnur af samviskusemi, samheldni og samvinnu að leiðarljósi. Framboð Framsóknar í Múlaþingi hefur svo sannarlega þá eiginleika til að bera.

Höfum áhrif á nærsamfélagið

Á laugardaginn fáum við tækifæri til þess að nýta kosningarétt okkar. Fullt af frambærilegu fólki hefur gefið kost á sér, og það er svo sannarlega ekki sjálfgefið. Í kosningunum höfum við tækifæri til þess að hafa bein áhrif á stjórn í okkar nær samfélagi og það er mikilvægt að sem flestir nýti þann rétt. Ég vil biðla til ykkar að mæta á kjörstað og nýta kosningaréttinn Þá vil ég biðla til þín kæri kjósandi að veita Framsókn traust til þess að starfa fyrir þig og setja X við B á kjördag.

Ingibjörg Isaksen

Undirrituð er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 13. maí 2022.

Categories
Greinar

Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur, komið fram með svörin þar sem sigldum við í strand

Deila grein

12/05/2022

Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur, komið fram með svörin þar sem sigldum við í strand

Ég gef kost á mér í fimmta sæti á lista Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Það er einkar spennandi tækifæri sem ég er þakklát fyrir. Það eru forréttindi að lifa í lýðræðislegu samfélagi þar sem allir hafa sína rödd. Ég hlakka til að heyra frá fólkinu í samfélaginu og leggja mitt af mörkum við að bæta það góða samfélag sem við búum í hér í Rangárþingi eystra.

Ég tel mig vera í forsvari fyrir unga fólkið enda brenn ég mjög fyrir málefnum þess. Unga fólkið átti, eins og fleiri hópar, undir mikið högg að sækja þegar veiran skæða geisaði hvað mest hér á síðustu árum. Það reyndi á æskulýðinn þegar skólar tóku að loka, íþrótta- og tómstundastarf hjaðnaði og félagslífið varð lítið sem ekkert. Nú loks þegar rými hefur gefist til, tel ég það upplagt að tvíefla okkar mál.

Það er að ýmsu að huga. Það var margt sem tókst að ávinna á síðasta kjörtímabili en þó er alltaf hægt að gera meira og gera betur. Íþrótta- og æskulýðsmálin voru tekin fastari tökum með góðum árangri. Óhætt er að fullyrða að fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri og að allt iði af lífi hvað þau mál varðar. Við teljum þó að það yrði gæfuspor fyrir sveitarfélagið að tryggja lengri opnunartíma Íþróttamiðstöðvarinnar. Með því erum við að leggja okkar af mörkum við að mæta þörfum allra.

Öflug starfsemi félagsmiðstöðvar er mikilvægur hlekkur í keðju blómstrandi félagslífs barnanna okkar. Okkur langar til þess að stuðla að góðu starfi þar með því að endurskoða fyrirkomulagið. Gott félagsstarf hefur svo margt að segja fyrir börn og ungmenni. Það er til að mynda ekki síst mikið forvarnargildi.

Fjarnám- og vinna hefur færst mikið í aukana eftir að covid ástandið setti ýmsa starfsemi úr skorðum. Það yrði gott skref að koma upp vinnuaðstöðu fyrir fólk að nýta sér. Það er okkur mikið hjartans mál að gera sveitarfélagið okkar að ákjósanlegum kosti fyrir unga fólkið til að setjast að á. Með því að stórbæta aðstöðu hér til náms og starfs án staðsetningar, erum við að höfða til þeirra.

Að lokum langar mig til að hvetja alla til þess að nýta kosningarétt sinn. Hann er ekki sjálfgefinn.

Mín einlæga ósk er sú að efla unga fólkið enn frekar til að taka virkari þátt í pólitík. Hún er gjarnan álitin óspennandi og kjánaleg af ungum kjósendum. Stolt segi ég frá því að það er eitt af stefnumálum okkar Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra að tryggja að tekið verði tillit til sjónarmiða barna og ungmenna í samfélaginu. Ungu raddirnar skipta gríðarlegu máli þegar á heildarmyndina er litið. Þar er á ferð fólk sem sér hlutina frá öðru sjónarhorni og er mikilvægt að gera þeim hærra undir höfði. „Kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur, komið fram með svörin þar sem sigldum við í strand“ mælti Vilhjálmur Vilhjálmsson svo skemmtilega í einu af kvæðum sínum. Þetta eru orð að sönnu.
Svo er gott að minna á það að breytingar og bætingar verða ekki til af sjálfu sér. Það er undir þér komið, kjósandi góður, að knýja fram það besta mögulega fyrir samfélagið og þegna þess.

Tryggjum framfarir með Framsókn fyrir Rangárþing eystra, við látum verkin tala.

Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.