Categories
Fréttir

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Deila grein

26/02/2015

Hafið – öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins komið á skrið

Sigrún Magnúsdóttir_001Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stýrði á dögunum fundi stofnaðila Hafsins – öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins.
Um er að ræða samstarfsvettvang fyrirtækja, háskólasamfélagsins, rannsóknastofnana og stjórnvalda um rannsóknir, þróun, framleiðslu og kynningu á tæknilausnum sem stuðla að vernd hafsins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið er meðal stofnfélaga en stofnsamningur setursins var undirritaður í lok október sl.
Markmiðið með stofnun Hafsins er að efla þátttöku og starf innlendra og erlendra aðila að nýtingu grænnar tækni sem tengist hafinu og verndun þess. Íslendingar búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu á málefnum hafsins sem kemur úr stjórnsýslunni, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu. Stjórnvöld þurfa að tengja sig betur við sjávarklasann og stuðla að því að sá áhugi sem er fyrir hendi hjá atvinnulífinu og háskólasamfélagi nýtist. Þannig er betur tryggð jákvæð ímynd Íslands hvort sem lýtur að heilnæmi sjávarfangs, ábyrgri nýtingu auðlinda eða umhverfisvænni atvinnustarfsemi.
Á fundinum gat ráðherra um mikilvægi þess að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri umræðu um málefni hafsins. Fá eða engin sjálfstæð ríki hafa jafn ríka hagsmuni varðandi sjálfbæra nýtingu hafsins sem hlúa þarf að með varúð og virðingu og er ein helsta undirstaðan fyrir efnahag og velferð þjóðarinnar.
Á fundi stofnaðila á dögunum var kjörið í stjórn setursins og starfsreglur samþykktar sem og nafnbreyting félagsins, en það gekk áður undir heitinu Oceana. Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eiga aðild að félaginu og eiga nú 14 fyrirtæki, stofnanir og opinberir aðilar hlutdeild að Hafinu – öndvegissetri um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, auk þess sem tveir aðilar eiga eftir að samþykkja aðild formlega.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Berskjaldaður eða bólusetning

Deila grein

25/02/2015

Berskjaldaður eða bólusetning

Jóhanna María - fyrir vefSíðustu vikur hafa bólusetningar barna verið mikið til umræðu eftir að móðir skrifaði pistil um hvernig hún þurfti að bíða í von og óvon til að komast að því hvort að sonur hennar hefði smitast af mislingum, hann var það ungur að hann hafði ekki fengið bólusetninguna sem hefði þurft í þessu tilfelli. Þar velti hún því upp hvort að þeir sem fara í bólusetningu og láta bólusetja börn sín væru að vernda þá sem kjósa að sleppa bólusetningum. Og þarna þurfti hún að bíða heima, bíða eftir því hvort að sonur hennar færi að sýna einkenni mislinga sem í versta falli gætu leitt til dauða. Á vefsíðu landlæknis segir: „Öllu jafna eru mislingar mildur sjúkdómur hjá börnum en allt að 10% þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla svo sem heilabólgu eða lungnabólgu.“ Og þrátt fyrir allt þá veitir bólusetning aðeins 95% vörn, er það ekki betra en 0%?

Í lögum hérlendis segir að börnum með lögheimili hér á landi skuli vers boðin bólusetning gegn tilteknum smitsjúkdómum þeim að kostnaðarlausu. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um bólusetningar barna sem lagt var fram í vikunni segir m.a. að þátttaka í bólusetningum hérlendis sé almennt góð. Árið 2005 var búinn til bólusetningargrunnur og sýnir hann að ekki er merkjanlegur munur milli ára á fjölda barna sem fær bólusetningar. Þá kemur einnig fram í svarinu að þátttaka í bólusetningum er frá 88% upp í 96% við hinum ýmsu smitsjúkdómum eins og mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Þá eru einnig bólusetningar við HPV sýkingu, barnaveiki, stífkrampa, kikhósta, Hib Heilahimnubólgu, lömunarveiki o.fl. innan þessara marka.

Með bólusetningu er mögulegt að útrýma sjúkdómum þó megin markmiðið sé auðvitað að koma í veg fyrir þá og hættulegar afleiðingar þeirra sem og hindra farsóttir. Bólusetning verndar ekki bara börnin sem hana fá, heldur kemur líka í veg fyrir smit milli barna. Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn.

Vegna tilkomu bólusetningargrunns getur sóttvarnarlæknir sent nafnalista með þeim aðilum sem ekki hafa verið bólusettir til heilsugæslu, haft upp á þeim og boðið bólusetningu. Þá er einnig hægt að leiðrétta skráningu ef svo ber við. Ísland er einstaklega vel stætt í þessum málum miðað við önnur Norðurlönd og mikilvægt er að halda því við, þar sem tilfelli smitsjúkdóma sem hægt er að bólusetja við fækkar á móti. Þær upplýsingar sem ég hef koma frá landlækni og heilbrigðisráðuneytinu, en að mínu viti eru 5% líkur á að vera berskjaldaður fyrir alvarlegum smitsjúkdóm betra en að hafa enga vörn.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í DV 24. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er

Deila grein

24/02/2015

Þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni í stjórnarskrá – mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vill að ákvæði um þjóðareigu á sjávarútvegsauðlindinni verði sett í stjórnarskrá. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn á Alþingi í dag.

„Það er mikilvægt að leysa úr þeirri stöðu sem uppi er í sjávarútvegsmálum, og hefur verið í mörg ár, með því að tryggja í stjórnarskrá þjóðareign á auðlindinni. Það verður megináhersla hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra,“ sagði Sigmundur Davíð.

Sjávarútvegsmál hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga, en stjórnarflokkana greinir enn á um grundvallaratriði í frumvarpi því er Sigurður Ingi hefur lagt mjög mikla vinnu í. Var svo komið í vikunni að sjávarútvegsráðherra ákvað að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur um hver fari með forræði yfir kvótanum; ríkið, eins og frumvarpið segir til um, eða útgerðin.
Frétt á visir.is – Sigmundur Davíð segir að þjóðareign á sjávarútvegsauðlindinni verði tryggð í stjórnarskrá
Frétt á mbl.is – Þjóðareign á auðlindum meginstefið
Frétt á ruv.is – Þjóðareign á auðlindinni í stjórnarskrána
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Deila grein

24/02/2015

Tryggjum enn frekar byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins

Silja-Dogg-mynd01-vefMikilvægt er að leita allra leiða til að koma ónýttum/ósetnum jörðum í ríkiseigu í notkun og auka með því byggðafestu og atvinnumöguleika í dreifðum byggðum landsins. En þetta kemur fram í þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur, alþingismanns, er hún flutti á haustdögum. Jafnframt vill Silja Dögg að greitt verði fyrir ábúendaskiptum á ríkisjörðum í því skyni að stuðla að markvissri búsetu og uppbyggingu þessara jarða. Málið er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.
Það er ótækt að fjöldi jarða í ríkiseigu sé í eyði, eða illa nýttur, á sama tíma og nýliðun í landbúnaði er erfiðleikum bundin. Það er þörf fyrir meiri matvælaframleiðslu á Íslandi, sérstaklega á mjólkurvörum og nautgripakjöti og sumar þessara jarða eru heppilegar til matvælaframleiðslu. Auk þess eru sóknarfæri til sveita að sinna þjónustu við ferðamenn og skapa þannig atvinnutækifæri og efla jaðarbyggðir með markvissri aðgerð sem þessari.
Með því að koma jörðum í notkun mætti að nokkru leyti leysa vanda nýliðunar, auka matvælaframleiðslu, tryggja byggðafestu og bæta atvinnumöguleika.
Samkvæmt upplýsingum frá Jarðeignum ríkisins á ríkið um 473 jarðir og hafa eyðibýli verið talin um 160.
Ræða Silju Daggar Gunnarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

Deila grein

24/02/2015

Samningaviðræður við Evrópusambandið um niðurfellingu tolla, stækkun tollkvóta og aukin markaðsaðgang – fela í sér mörg sóknarfæri

SIJUm mitt ár 2012 hófust viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun á samningnum um viðskipti með landbúnaðarvörur og hafa þær viðræður staðið yfir með hléum síðan. Í þeim hefur verið lögð áhersla á gagnkvæma niðurfellingu tolla á fjölmörgum tollskrárnúmerum, auk þess að semja um stækkun tollkvóta beggja aðila í þeim tilgangi að auka markaðsaðgang fyrir bæði unnar og óunnar landbúnaðarvörur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Vilhjálmi Bjarnasyni, alþingismanni.
Starfshópur um tollamál birti ítarleg skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar í janúar en hópnum var m.a. falið að greina sóknarfæri sem kunna að vera til staðar í núgildandi samningum, að athuga möguleika á gerð tvíhliða samninga við ný lönd og ríkjasambönd og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá 1995.
Helsta niðurstaða þeirrar greiningar er eftirfarandi:

  • Árið 1995 gerðist Ísland aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), auk þess hefur Ísland gert 25 fríverslunarsamninga við 35 ríki, ásamt mörgum tvíhliðasamningum um viðskipti með landbúnaðarvörur, svo sem við Evrópusambandið, Kína, Noreg, Sviss, Færeyjar og Grænland. Ísland er því aðili að viðskiptasamningum við tæplega 70 ríki um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Í skýrslunni kemur fram að heildarinnflutningur landbúnaðarvara nam tæpum 52 milljörðum kr. árið 2013 en útflutningur var á sama tíma tæplega 8 milljarðar kr. Innflutningurinn hefur aukist um 10,5 milljarða kr. á fjórum árum en útflutningurinn um 1 milljarð kr.
  • Mest er tollvernd á alifuglakjöti, unnum kjötvörum og svínakjöti. Á nautakjöti, ostum, reyktu og söltuðu kjöti er hún lægri. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) hefur hlutfall tekjuígildis ríkisstuðnings af framleiðsluverðmæti bænda farið úr 77% á árunum 1986–88 í 41,3% samkvæmt nýjustu mælingum.
  • Útflytjendur íslenskra landbúnaðarvara hafa markaðsaðgang fyrir helstu afurðir, en þó þarf að bæta markaðsaðgang fyrir ákveðnar afurðir, svo sem mjólkurafurðir, vatn, bjór og sælgæti þar sem vaxandi tækifæri eru til útflutnings. Bættur markaðsaðgangur byggist á samningum við önnur ríki varðandi inn- og útflutning.

Skýrslu um tollamál á sviði landbúnaðar má finna hér.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Heilbrigðiskerfið í forgang, fyrir alla

Deila grein

24/02/2015

Heilbrigðiskerfið í forgang, fyrir alla

Elsa-Lara-mynd01-vefurÞað er staðreynd að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, hefur sett uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Í fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að Landspítalinn fái um 50 milljarða króna með sértekjum í sinn hlut. Að auki eru þar 875 milljónir króna, sem ætlaðar eru í fyrstu skref í byggingu á nýjum Landspitala. Í fjárlögum fyrir árið 2015 eru sérstök framlög í rekstrar – og stofnkostnað heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva, þau framlög aukast um 2,1 milljarð. 100 milljónir bætast inn í rekstrargrunn heilbrigðisstofnana og jafnframt renna 100 milljónir aukalega í tækjakaup fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.

Uppbygging er hafin.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir:  ,,Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.” Þann 8. janúar s.l. undirrituðu fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Með yfirlýsingunni vilja þessir aðilar undirstrika mikilvægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Helstu atriði yfirlýsingarinnar eru m.a. bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu. Markmið yfirlýsingarinnar er að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og auka þjónustu við almenning. Auknu fjármagni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Stefnt er að aukinni samvinnu heilbrigðisstofnana og markvissri verkaskiptingu. Íslenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.  Nauðsynlegt er að í öllu þessu ferli sé horft til þess að landsmenn allir, eigi greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða stöðu.

Heilbrigðisáætlun fyrir Ísland.

Það má velta fyrir sér, að samhliða þeirri uppbyggingu sem á sér stað í heilbrigðiskerfinu, að fara þurfi í að búa til heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Þar þarf að meta og kanna með tilliti til fjarlægða, samgangna, aldurssamsetningar íbúa byggðarlaga og svo framvegis, hvaða þjónustu eigi að veita hér og þar um landið. Kanna þarf hvaða kostnað og áhrif það gæti haft í för með sér. Auk þess þarf að velta fyrir sér, hvort aukin samvinna geti átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins. Hvort og hvernig hægt væri að nýta betur þær heilbrigðisstofnanir sem eru í kringum höfuðborgina. Þar má t.d. nefna heilbrigðisstofnanir á Akranesi, Selfossi og Reykjanesbæ. Á þessum heilbrigðisstofnunum eru auðar deildir og gott starfsfólk sem er eflaust tilbúið til að taka á móti verkefnum.

Kostnaður sjúklinga lækkar.

Afar jákvætt er að sjá að í fjárlögum fyrir árið 2015, kemur inn 150 milljóna króna auka fjármagn. Það á að hafa þau áhrif að lyfjakostnaður sjúklinga lækki um 5 %. Einnig lækkar virðisaukaskattur á lyf úr 25,5 % í 24 % sem ætlað er að koma fram í lækkun á lyfjaverði. Jafnframt starfar nú nefnd undir forystu Péturs Blöndals sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig megi fella læknis – og lyfjakostnað, rannsóknar – og sjúkraþjálfunarkostnað og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu – og afsláttarfyrirkomulag. Í nefndinni er unnið að einfaldara og réttlátara kerfi sem hefur það að leiðarljósi að verja einstaklinga gegn of háum kostnaði.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 20. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Kallað eftir auknum stuðningi vegna tæknifrjóvgana

Deila grein

22/02/2015

Kallað eftir auknum stuðningi vegna tæknifrjóvgana

Silja-Dogg-mynd01-vefSilja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, flutti á Alþingi í liðinni viku þingsályktunartillögu um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana og að endurskoðun verði á reglum um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2015. Við endurskoðunina verði gætt að eftirtöldum atriðum:

  1. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar,
  2. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir,
  3. ef uppsetning á fósturvísum fer ekki fram þar sem engin frjóvgun hefur orðið, þá sé full greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna þeirrar meðferðar, en þó ekki talin með öðrum tæknifrjóvgunarmeðferðum sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nær til,
  4. að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga taki til ferðakostnaðar vegna tæknifrjóvgunarmeðferða jafnvel þótt greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái ekki til þeirra meðferða,
  5. að kynfrumur (eggfrumur og sáðfrumur) frá tilteknum gjafa fari aðeins til eins pars eða einstaklings.

Ferðakostnaður vegna tæknifrjóvgunarmeðferða getur verið töluverður og fer það að mestu leyti eftir því hvar fólk býr á landinu. Ljóst er því að það er dýrara fyrir fólk á landsbyggðinni að fara í tæknifrjóvgunarmeðferð en þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðferðin er veitt.
Frjósemismeðferðum hefur fækkað um 10% síðustu missiri sem má rekja til breytinga á greiðsluþátttöku einstaklinga. Þ.e. þessi fækkun skýrist því að mestu af því að þeir sem þurfa að koma í fyrstu meðferð eiga ekki kost á að hefja ferlið þar sem kostnaðurinn er hreinlega of mikill. Ekki hefur farið fram greining á því hvort fólk af landsbyggðinni fari síður í meðferð sökum mikils ferðakostnaðar en áhugavert væri að skoða það nánar.
Nú eru keyptir fimm sæðisskammtar frá Danmörku frá hverjum gjafa. Engar reglur eru til um það hversu margar konur fái sæði frá sama manni. Ef kona vill vera viss um að barnið hennar eigi ekki hálfsystkini sem hún veit ekki um þarf hún að kaupa alla skammtana, láta frysta þá og greiða fyrir það geymslugjald þangað til búið er að nota skammtana. Eðlilegt er að foreldrar viti um hálfsystkini barna sinna en séu ekki í óvissu með það til hversu margra kvenna gjafasæði frá tilteknum manni fer, sérstaklega í svo fámennu samfélagi sem Ísland er. Hið sama á við um eggfrumur.
Ísland er á þessu sviði nokkur eftirbátur nágrannalanda okkar og þeirra landa sem við viljum almennt bera okkur saman við.
Hér má nálgast viðtal við Silju Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Hér má nálgast þingsályktunina af vef Alþingis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Fréttir

Ágúst Bjarni formaður SUF

Deila grein

21/02/2015

Ágúst Bjarni formaður SUF

formenn-sufÁ 40. sambandsþingi SUF 7.-8. febrúar var Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, kjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna.
Ágúst Bjarni tekur við formennsku af Helga Hauki Haukssyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Ágúst Bjarni er stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi verkefnastjórnun frá Háskólanum Reykjavík.
Ágúst Bjarni var jafnframt oddviti Framsóknar í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2014 og hefur setið í stjórn SUF undanfarið ár.
Með Ágústi Bjarna í stjórn SUF eru: Fróði Kristinsson, Ármann Örn Friðriksson, Gauti Geirsson, Fjóla Hrund Björnsdóttir, Jónína Stefánsdóttir, Dilja Helgadóttir, Elka Ósk Hrólfsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Kjartan Þór Ingason, Páll Marís Pálsson og Aðalheiður Björt Unnarsdóttir.
suf-stjorn-2015
 
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók á móti nýkjörinni stjórn SUF í vikunni í ráðuneyti sínu og var myndin tekin við það tilefni.
Hér eru ályktanir sambandsþings SUF 2015.
stjorn suf fundur
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Sjávarútvegsmál rædd á súpufundi

Deila grein

20/02/2015

Sjávarútvegsmál rædd á súpufundi

mynd3Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var frummælandi á fundi Framsóknar í Reykjavík í hádeginu í dag í Iðnó. Fundurinn var vel sóttur og gagnlegur en umræðuefnið var sjávarútvegurinn og stefna Framsóknar í sjávarútvegsmálum. Fundarstjóri var Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri.
Sjávarútvegsmál hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga, en stjórnarflokkana greinir enn á um grundvallaratriði í frumvarpi því er Sigurður Ingi hefur lagt mjög mikla vinnu í. Var svo komið í vikunni að sjávarútvegsráðherra ákvað að leggja kvótafrumvarp sitt ekki fram á þessu þingi. Ástæðan er ágreiningur um hver fari með forræði yfir kvótanum; ríkið, eins og frumvarpið segir til um, eða útgerðin.
mynd2
Hér er frétt á visir.is af fundinum.
Framsókn í Reykjavík stefnir að því að halda fundi sem þennan um afmörkuð efni mánaðarlega í vetur.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Með sting í hjartanu

Deila grein

20/02/2015

Með sting í hjartanu

Silja-Dogg-mynd01-vefÞessi orð voru höfð eftir heilbrigðisráðherra í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins fyrir skömmu um aðbúnað aldraðra og ég geri ráð fyrir að mörgum okkar hafi verið nákvæmlega eins innanbrjósts þegar þeir lásu þessar fréttir. Aðbúnaðurinn er ekki alls staðar eins og best verður á kosið. Tvímenningsherbergi er enn víða að finna og skortur á hjúkrunarrýmum. Ég hef jafnvel heyrt af því að einstaklingur hafi þurft að dvelja í salernisrými í sólarhring þar vegna plássleysis. Svona eiga hlutirnir ekki að vera.

Aðstöðumunur
Umræðan um aðbúnað aldraðra og uppbyggingu hjúkrunarrýma er ekki ný af nálinni og hún verður háværari með tímanum þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega með ári hverju. Stefna stjórnvalda er sú að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og mögulegt er og áherslan hefur því verið lögð á aukna heimaþjónustu. Aðstöðumunur getur þó verið ansi mikill á milli sveitarfélaga. Íbúar í dreifbýli eiga ekki alltaf góðan aðgang að heimaþjónustu og neyðast því til að fara á hjúkrunarheimili, þó að þeir vilji og geti séð um sig sjálfir að mestu leyti. Þarna vantar ákveðið millistig, þ.e. að eldri borgarar úr dreifbýli eigi kost á að fara í þjónustuíbúðir í þéttbýli þegar getan skerðist.

Úrbætur
Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að byggja upp hjúkrunarrými en í þrengingum síðari ára hefur fjármagnið verið nýtt til reksturs hjúkrunarheimila og viðhalds. Við stöndum því frammi fyrir fjárskorti og það blasir við að við þurfum að fara að gera langtímaáætlanir varðandi uppbyggingu, til a.m.k. 20 ára.

Á árunum 2014 og 2015 er 200 mi.kr veitt aukalega í hjúkrunarrými. Um er að ræða verulega fjölgun rýma í öllum heilbrigðisumdæmum sem kemur til móts við þá gríðarlegu þörf sem safnast hefur upp undanfarin ár. Á þessu ári verður 50 mi.kr varið til að bæta stöðu minni hjúkrunarheimila. Um er að ræða heimili með 20 eða færri hjúkrunarrými. Langflest þeirra eru á landsbyggðinni og mörg þeirra hafa átt í miklum rekstrarvanda. 50 mi.kr. verður varið aukalega á árinu í heimahjúkrun fyrir fólk sem komið er með gilt færni- og heilsumat og bíður þess að komast á hjúkrunarheimili. Um er að ræða tilraunaverkefni með það að markmiði að fólk geti sem lengst búið heima.

Aukin samvinna við heimamenn
Nú er unnið að grófri framkvæmdaáætlun um byggingaframkvæmdir öldrunarstofnana til næstu fimm ára. Þeirri vinnu ætti að ljúka fljótlega. Hér er einungis er um að ræða áætlun um brýnustu þörf til skamms tíma og vinnuhópurinn sem vinnur þá áætlun er skipaður starfsmönnum velferðarráðuneytisins sem þekkja málaflokkinn og þörfina vel. Til grundvallar þeim tillögum sem fram verða bornar er faglegt mat á því hvar þörfin er mest. Ljóst er að bæði er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma og endurbótum á þeim rýmum sem fyrir eru til að mæta þeim viðviðum um aðbúnað sem þörf er talin á í dag. Þar sem mikilvægt er að ná sem mestri sátt og samstöðu um áætlun til lengri tíma mun sú vinna væntanlega kalla á aukna samvinnu við heimamenn í hverju heilbrigðisumdæmi.

Þó að menn greini á um ýmsa hluti þá getum við örugglega verið sammála um mikilvægi þess að bæta verulega þjónustu og aðbúnað aldraðra.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 20. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.