Categories
Greinar

Eldra fólk – stefna til framtíðar

Deila grein

15/06/2023

Eldra fólk – stefna til framtíðar

Á nýliðnu þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk til fjögurra ára, árin 2023-2027. Áætlunin hefur fengið nafnið Gott að eldastog er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Tilgangurinn með áætluninni er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Á tímabilinu verður farið í þróunarverkefni og prófanir semkoma til með að nýtast til ákvarðanatöku um þjónustu við eldra fólk til framtíðar. Nú þegar hafa ráðuneytin auglýst eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. 

Ólíkar þarfir

Breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar er ein af stóru áskorunum íslensks samfélags. Fjöldi eldra fólks eykst og hlutfall aldraðra af heildarmannfjölda fer ört hækkandi á næstu árum og áratugum auk þess sem eldra fólk lifir lengur með betri heilsu. Kröfur eldra fólks til þjónustu hafa að sama skapi breyst verulega frá því sem áður var því er þörf er á breyttum viðhorfum í þjónustu við eldra fólk með áherslu á aldursvænt, heilsueflandi og styðjandi samfélag. Eldra fólk er fjölbreyttur hópur, það sem hentar einum, hentar ekki endilega öðrum. Það er afar mikilvægt að geta mætt einstaklingum á þeim stað þar sem þeir eru og þróa úrræði til þess að mæta mismunandi þörfum eldra fólks. Markmið allra aðgerða ætti ávallt að vera að bæta lífsgæði ásamt því að viðhalda færni og virkni einstaklingsins en forvarnir, heilsuefling og endurhæfing spila stóran þátt í heilbrigðri öldrun þjóðarinnar. 

Gagnvirkt mælaborð

Í haust mælti undirrituð fyrir þingsályktunartillögu um markvissa öflun gagna um líðan, velferð og efnahag eldra fólks eða svokallað gagnvirkt mælaborð. Það er ánægjulegt að sú hugmynd hafi nú verið tekin upp sem hluti af þessari áætlun. Gagnvirkt mælaborð hefur það að markmiði að halda utan um og safna tölfræðilegum upplýsingum um líðan, velferð og efnahag eldra fólks og ná þannig fram heildarmynd af almennri stöðu eldra fólks í samfélaginu svo hægt sé að forgangsraða verkefnum sem brýnt er að takast á við. Hingað til hafa ekki legið fyrir markvissar, samræmdar og tímanlegar upplýsingar um líðan, stöðu og velferð eldra fólks á hverjum tíma. Með mælaborði sem þessu getum við náð fram heildarmynd af stöðu eldra fólks á hverjum tíma fyrir sig og þannig geta stjórnvöld beint sjónum sínum að þeim verkefnum sem brýnast liggja við og forgangsraðað í rétta átt. 

Ég fagna því góða verkefni sem hér er farið af stað með Gott að eldast og er viss um að það sé heillaspor til framtíðar. Eldra fólk þarf fjölbreytta og ólíka þjónustu og það er mikilvægt að þau fái að vera þátttakendur í öllum málum sem þau snerta.

Ingibjörg Isaksen Þingflokksformaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á vikurbladid.is 14. júní 2023.

Categories
Fréttir

Sjö frumvörp menningar- og viðskiptaráðherra urðu að lögum

Deila grein

15/06/2023

Sjö frumvörp menningar- og viðskiptaráðherra urðu að lögum

Sjö frumvörp Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra urðu að lögum á Alþingi þingveturinn 2022-2023. Auk þess samþykkti Alþingi fyrir þinglok þrjár tillögur ráðherra til þingsályktunar.

Stuðningur við fjölmiðla og ný tónlistarlög

Í desember 2022 voru samþykkt lög um breytingu á lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Í sama mánuði voru einnig samþykkt lög um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um ársreikninga. Einnig samþykkti Alþingi frumvarp ráðherra um framlengingu gildistíma á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

Í maí á þessu ári samþykkti Alþingi tónlistarlög. Markmið laga þessara er að efla umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar á Íslandi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. Í lok maí voru samþykkt lög um breytingu á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja.

Í júní samþykkti Alþingi breytingu á lögum um fjölmiðla, sem snýr að stuðningi við einkarekna fjölmiðla. Einnig voru samþykkt lög um breytingu á safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn Íslands.

Tónlist, myndlist, hönnun og arkitektúr

Í vor samþykkti Alþingi þrjár þingsályktunartillögur menningar- og viðskiptaráðherra tengdar skapandi greinum á Íslandi.

Þingsályktun um tónlistarstefnu fyrir árin 2023–2030 var samþykkt. Með tónlistarstefnu verði mótuð framtíðarsýn og vegvísar með það að markmiði að styðja við tónlist sem listgrein, tónlistarfólk og aðra sem starfa við tónlist. Tryggð verði inngilding og aðgengi almennings að tónlist og tónlistarmenntun.

Samþykkt var þingsályktun um myndlistarstefnu til 2030. Stefnan miðar að því að efla myndlistarmenningu landsins. Myndlistarstefnan stuðli að aukinni þekkingu og áhuga almennings á myndlist og bæti lífsgæði og ánægju.

Fyrir þingslok var einnig samþykkt þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023–2026. Þar er lögð áhersla á markvissa nýtingu á aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs til að auka lífsgæði með verðmætasköpun, nýsköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild að leiðarljósi.

Lista yfir mál menningar- og viðskiptaráðherra sem hlutu samþykki á 153. löggjafarþingi má hér fyrir neðan.

Lög samþykkt á 153. þingi

Leiga skráningarskyldra ökutækja

Safnalög o.fl.

Fjölmiðlar

Tónlist

Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist

Skráning raunverulegra eigenda

Hlutafélög o.fl.

Þingsályktanir samþykktar á 153. þingi

Myndlistarstefna til 2030

Tónlistarstefna fyrir árin 2023-2030

Aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023–2026

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir

Leiðarljósið okkar og stærsta verkefnið að auka öryggi í samgöngum

Deila grein

14/06/2023

Leiðarljósið okkar og stærsta verkefnið að auka öryggi í samgöngum

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, kynnti í dag tillögu að samgönguáætlun til fimmtán ára, 2024-2038. Samhliða var hún birt í samráðsgátt stjórnvalda en hægt að senda umsögn eða ábendingar til og með 31. júlí 2023 eða í tæpar sjö vikur.

Í tillögunni er lögð áhersla á að auka öryggi í samgöngum, stytta vegalengdir, tengja byggðir og umhverfis- og loftslagsmál. Margar mikilvægar vegaframkvæmdir eru fyrirhugaðar með áherslu á aðskilnað akstursstefna, fækkun einbreiðra brúa og lagningu bundins slitlags á tengivegi. Þá verða framlög stóraukin til viðhalds vega. Framlög til uppbyggingar á innanlandsflugvöllum aukast til muna með nýju varaflugvallargjaldi og stefnt er að því að byggja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Samhliða er lögð fram sérstök jarðgangaáætlun til 30 ára með forgangsröðun á fjórtán jarðgangakostum. Mælt verður fyrir samgönguáætlun á Alþingi næsta haust.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra:

„Þegar ég tók við sem ráðherra samgangna fyrir tæpum sex árum var blásið til sóknar við uppbyggingu samgöngumannvirkja með framlögum til vega, hafna og flugvalla um allt land. Í nokkur ár á eftir tókst að fjárfesta meira í samgöngum árlega en áður hafði verið gert. 

Forsendur framkvæmda í samgönguáætlun miðast við fjármálaáætlun þar sem spornað er gegn verðbólgu og frekari hækkun vaxta með auknu aðhaldi og frestun framkvæmda. Forgangsröðunin er síðan endurskoðuð á hverju ári í nýrri fjármálaáætlun. Þá verður tekjuöflun af farartækjum og umferð endurskoðuð þar sem skatttekjur hafa lækkað talsvert vegna hærri hlutdeildar vistvænna ökutækja í umferðinni. Loks leggjum við fram tillögu um varaflugvallagjald til að standa undir mikilvægum framkvæmdum á varaflugvöllum um land allt, þ.á m. í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum.

Umfram allt er leiðarljós okkar og stærsta verkefnið að auka öryggi í samgöngum. Eins og í fyrri samgönguáætlunum er lögð áhersla á að fækka einbreiðum brúm og vegamótum, stytta vegalengdir milli staða og síðast en ekki síst að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu vegunum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Við höfum unnið eftir skýrum öryggisáætlun fyrir umferð, siglingar og flug í samvinnu við eftirlitsstofnanir og atvinnulífið.

Samgöngur eru lífæð samfélagsins og styðja við öflugt atvinnulíf um allt land og veitir byggðunum mikinn styrk. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna allt frá bundnu slitlagi á tengivegi til metnaðarfullra samvinnuverkefna á borð við Ölfusárbrú og Sundabraut.“

909 milljarðar í samgöngur

Gert er ráð fyrir að á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar verði 909 milljörðum kr. varið samgangna þar af um 263 ma.kr. á fyrsta fimm ára tímabili áætlunarinnar. Til viðbótar bætast við verkefni sem verða fjármögnuð með samvinnuverkefnum, s.s. ný Sundabraut og brú yfir Ölfusá.

Stórar framkvæmdir, tengivegir og stígar

Meðal helstu vegaframkvæmda í tillögu að samgönguáætlun 2024-2038 eru lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, framkvæmdir við Suðurlandsveg og Kjalarnesveg þar sem akstursstefnur verða aðskildar. Alls verða um 80 km af stofnvegum breikkaðir og akstursstefnur aðskildar. Þá nefna stórfellda uppbyggingu á Skógarstrandavegi, Vestfjarða-vegi, Vatnsnesvegi, Norðausturvegi um Brekknaheiði og Skjálfandafljót, Bárð¬ar¬dalsvegi og á Hringvegi um Suðurfirði og Lagarfljót, um Lón og við Skaftafell. Síðast en ekki síst er stefnt að fækkun einbreiðra brúa um land allt. Miðað við tillöguna verður engin brú einbreið á Hringveginum í lok 15 ára tímabils áætlunarinnar. Alls mun einbreiðum brúm á landinu fækka um 79 á þessu tímabili. 

Haldið verður áfram með átak í lagningu bundins slitlags á tengivegi út gildistíma áætlunarinnar með 2,5 ma. kr. framlög á ári. Áætlað er að með því móti muni takast að leggja bundið slitlag á um 619 km af vegum sem í dag eru malarvegir fyrir árið 2038. Loks verður hugað að uppbyggingu á göngu-, hjólreiða- og reiðstígum. Framlög til þessara innviða hafa aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut.

Aukin framlög til viðhalds vega

Vegakerfið er einhver stærsta eign íslenska ríkisins og virði þess og gæði er varið með nauðsynlegu viðhaldi. Í tillögunni er lagt til að framlög til viðhalds vega muni aukast talsvert. Samtals verður 68 ma. kr. varið til viðhalds á tímabilinu 2024-2028. 

Framlög til flugvalla aukast til muna

Samkvæmt tillögu að nýrri samgönguáætlun munu framlög til flugvalla aukast til muna með upptöku nýs varaflugvallagjalds. Með því móti verður mögulegt að ráðast í mikilvægar framkvæmdir á varaflugvöllunum á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast til muna. 

Framlög til hafna hærri en í síðustu áætlun

Framlög til hafna um land allt eru nokkuð hærri en í síðustu áætlun. Samtals verður 7,7 millörðum kr. varið til málaflokksins á fyrsta tímabili samgönguáætlunar 2024-2028. Meðal helstu hafnaframkvæmda verða í Njarðvík, á Sauðárkróki og í Þorlákshöfn. Framkvæmdum á Ísafirði lýkur á fyrsta ári áætlunar eða árið 2024.

Sérstök jarðgangaáætlun – allt að 14 göng á 30 árum

Í tillögunni að samgönguáætlun er sett fram jarðgangaáætlun til 30 ára. Lögð er til forgangsröðun næstu 10 jarðganga á Íslandi ásamt fjórum öðrum jarðgangakostum til nánari skoðunar. Jarðgöngin eiga öll það sameiginleg að vera lykilþáttur í að treysta búsetuskilyrði um land allt og veita umferð fram hjá hættulegum og óáreiðanlegum fjallvegum. Um er að ræða flest jarðgöng sem komið hafa til umfjöllunar á síðustu árum. Stefnt er að því að allir jarðgangakostir komi til framkvæmda á næstu 30 árum. 

Í áætluninni eru sett fram áform um árlega fjárfestingu, utan fjárhagsramma, á bilinu 12-15 milljarða kr. í jarðgangagerð til ársins 2038. Fjármögnun þeirrar fjárfestingar er hluti af heildstæðri endurskoðun tekjuöflunar af farartækjum og umferð. 

Tíu jarðgöng – forgangsröðun

  1. Fjarðarheiðargöng
  2. Siglufjarðarskarðsgöng
  3. Hvalfjarðargöng 2
  4. Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur
  5. Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur
  6. Breiðadalsleggur, breikkun
  7. Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng
  8. Miklidalur og Hálfdán
  9. Klettsháls
  10. Öxnadalsheiði

Fjórir jarðgangakostir til nánari skoðunar

  • Reynisfjall
  • Lónsheiði
  • Hellisheiði eystri
  • Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng

Miklar fjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu

Unnið er að uppfærslu á forsendum samgöngusáttmála og að gera viðauka við hann. Í tillögunni er því gerður fyrirvari á framkvæmdatöflu sáttmálans. Viðbúið er að niðurstöður   viðræðuhóps ríkis og sveitarfélaga um málið muni hafa áhrif á hana. Í tillögunni er fjármagn til undirbúnings Sundabrautar tryggt, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við brautina hefjist árið 2026 og að hún opni fyrir umferð 2031. Brautin verði framkvæmd og fjármögnuð sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila.

Skýr áhersla á umhverfis- og loftslagsmál

Í tillögunni segir að endurnýjun á ferjum ríkisins sé brýn og að á fyrri hluta tímabilsins þurfi að undirbúa og hanna það skip sem næst verður endurnýjað og huga þarf að útskiptum á orkugjöfum. Þá verður þjónusta almenningssamgangna efld, svo sem með aukinni samþættingu leiðakerfa á landi, lofti og sjó og innleiðingu sameiginlegrar upplýsingagáttar auk þess sem unnið skal að því að auka möguleika á virkum ferðamátum með framkvæmdum við göngu- og hjólastíga um land allt. Þróun hágæðaalmenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu, ásamt nýju stofnleiðakerfi hjólreiða verður lykilþáttur í þróun svæðisins í átt að sjálfbærara borgarsamfélagi. Þá er hafin vinna við mótun vegvísis að vistvænum samgöngum á Íslandi til ársins 2030 með skilgreindum og tímasettum aðgerðum sem miði að því að markmiðum um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við 2005 verði náð. 

Fjármögnun

Framkvæmdatöflur fyrstu fimm ára samgönguáætlunar mótast af því svigrúmi sem fjármálaáætlun hverju sinni veitir. Ljóst er að eitt meginverkefni fjármálaáætlunar 2024-2028 er að draga úr þenslu í þjóðfélaginu og þar með að halda aftur af ríkisútgjöldum. Fjármálaáætlun er endurnýjuð árlega. Aukist svigrúm mun það hafa jákvæð áhrif á ramma samgönguáætlunar og forgangsröðun framkvæmda og/eða þjónustustig vetrarþjónustu, almennrar þjónustu og almennings¬samgangna.

Verkefnastofa skoðar tekjuöflun af umferð

Einnig er unnið er að heildstæðri endurskoðun á tekjuöflun ríkisins af farartækjum og umferð á vettvangi sameiginlegrar verkefnisstofu innviðaráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Fjármögnun samgöngusáttmála, samvinnuverkefna og jarðgangaáætlunar mun taka mið af niðurstöðum verkefnisstofunnar. 

Mikið samráð 

Stefnumótunarferli nýrrar samgönguáætlunar hófst í árs byrjun 2021 með gerð grænbókar, stöðumats um málaflokkinn, ásamt tillögum að valkostum til framtíðar. Í kjölfarið var unnin hvítbók, en í henni voru birt drög að stefnu. Samhliða vinnu við bæði stefnuskjölin voru haldnir opnir fundir í hverjum landshluta, með umræðum um áherslumál hvers þeirra. Hvort tveggja grænbókin og hvítbókin fóru einnig í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda. Þá var tekið tillit til vinnu og niðurstaðna í fjölmörgum verkefnis- og starfshópum.

Samgönguáætlun er nú lögð fram í einu lagi til 15 ára en var áður skipt í tvennt, annars vegar stefnumótandi áætlun til 15 ára og hins vegar aðgerðaáætlun fyrir fyrstu fimm árin. 

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir

Samband ungra Framsóknarmanna 85 ára

Deila grein

14/06/2023

Samband ungra Framsóknarmanna 85 ára

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) hélt veglegt 85 ára afmælis- og útgáfuhóf s.l. laugardag í félagssal Framsóknarmanna í Kópavogi. Fjölmenni var mætt til að samfagna þessum áfanga í starfi SUF. Forysta Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður, Ásmundur Einar Daðason, ritari og Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokksins létu sig ekki vanta á þessum tímamótum, auk margra fyrrverandi formanna SUF og annarra gesta.

Unnur Þöll Benediktsdóttir, formaður SUF, opnaði afmælis- og útgáfuhófið með ávarpi. Fór hún yfir hversu gefandi og þroskandi það væri að taka þátt í slíku félagsstarfi sem SUF er. „Gegnum starfið hef ég kynnst mörgu skemmtilegu og efnilegu ungu fólki sem hefur náð langt og gegnir mikilvægum stöðum innan grasrótar flokksins,“ sagði Unnu Þöll. Sagðist hana aldrei hafa grunað hvað félagsstarfið myndi hjálpa sér að þroskast sem einstaklingur. Flokksstarfið hafi verið sér dýrmætt og hún væri hvergi nærri hætt.

Á þessum tímamótum gefur SUF út mjög veglegt og efnisríkt afmælisrit undir ritstjórn Gunnars Sæs Ragnarssonar. Hönnun og umbrot afmælisritsins var í höndum Díönu Ívu Gunnarsdóttur. Auk Gunnars Sæs, Díönu Ívu og Unnar Þallar í ritstjórn afmælisritsins voru einnig Berglind Sunna Bragadóttir og Hafdís Lára Halldórsdóttir.

Með því að smella hér má nálgast afmælisritið!

Við óskum afmælisbarninu til hamingju með tímamótin og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi atorku og dugnaði ungs fólks í Framsókn.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá viðburðinum, en fyrrverandi formaður SUF, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, tók ljósmyndirnar.

Formenn SUF frá stofnun sambandsins:

Þórarinn Þórarinsson, 1938-1945
Jóhannes Elísasson, 1945-1948
Friðgeir Sveinsson, 1948-1952
Þráinn Valdimarsson, 1952-1956
Kristján Benediktsson, 1956-1958
Jón Rafn Guðmundsson, 1958-1960
Örlygur Hálfdánarson, 1960-1966
Baldur Óskarsson, 1966-1970
Már Pétursson, 1970-1972
Elías Snæland Jónsson, 1972-1973
Eggert Jóhannesson, 1974-1975
Magnús Ólafsson, 1975-1978
Eiríkur Tómasson, 1978-1980
Guðni Ágústsson, 1980-1982
Finnur Ingólfsson, 1982-1986
Gissur Pétursson, 1986-1990
Siv Friðleifsdóttir, 1990-1992
Sigurður Sigurðsson, 1992-1993
Einar Kristján Jónsson, 1993-1994
Guðjón Ólafur Jónsson, 1994-1996
Árni Gunnarsson, 1996-1999
Einar Skúlason, 1999-2002
Dagný Jónsdóttir, 2002-2003
Haukur Logi Karlsson, 2003-2004
Jakob Hrafnsson, 2004-2008
Bryndís Gunnlaugsdóttir, 2008-2010
Sigurjón Kjærnested, 2010-2011
Ásta Hlín Magnúsdóttir, 2011-2013
Hafþór Eide Hafþórsson, 2013-2014
Helgi Haukur Hauksson, 2014-2015
Ágúst Bjarni Garðarsson, 2015-2016
Páll Marís Pálsson, 2016-2017
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, 2017-2018
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 2018-2021
Unnur Þöll Benediktsdóttir, 2021-

Categories
Greinar

Verið undir­búin fyrir flug­tak

Deila grein

13/06/2023

Verið undir­búin fyrir flug­tak

Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.

Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda

Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna.

Skynsamleg gjaldtaka

Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla.

Stuðningur við ferðaþjónustu

Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt.

Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi.

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 13. júní 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Dýrmætasta auðlind þjóðarinnar

Deila grein

12/06/2023

Dýrmætasta auðlind þjóðarinnar

Íslensk­an er ein dýr­mæt­asta auðlind þjóðar­inn­ar. Fjár­fest hef­ur verið í henni í yfir 1.000 ár og perl­ur heims­bók­mennt­anna ritaðar á ís­lensku.

Stjórn­völd hafa sett mál­efni ís­lenskr­ar tungu á odd­inn á und­an­förn­um árum með marg­háttuðum aðgerðum. Það að vinna að fram­gangi ís­lensk­unn­ar og tryggja stöðu henn­ar í heimi örra tækni­breyt­inga og fólks­flutn­inga er verk­efni sem þarf að sinna af kost­gæfni og atorku. Í vik­unni var ný aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu sett í Sam­ráðsgátt stjórn­valda til kynn­ing­ar og um­sagn­ar.

Alls er um að ræða 18 aðgerðir sem mótaðar eru í sam­starfi fimm ráðuneyta, en mark­mið þeirra er að for­gangsraða verk­efn­um stjórn­valda árin 2023-2026 þegar kem­ur að vernd­un og þróun tungu­máls­ins. Hef­ur meðal ann­ars verið unnið að þeim á vett­vangi ráðherra­nefnd­ar um ís­lenska tungu sem sett var á lagg­irn­ar í nóv­em­ber 2022 að til­lögu for­sæt­is­ráðherra. Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er að efla sam­ráð og sam­starf milli ráðuneyta um mál­efni ís­lenskr­ar tungu og tryggja sam­hæf­ingu þar sem mál­efni skar­ast.

Hin nýja aðgerðaáætl­un kall­ast á við áhersl­ur stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem lögð er rík áhersla á að styðja við ís­lenska tungu. Börn og ung­menni skipa sér­stak­an sess og stuðning­ur við börn af er­lend­um upp­runa verður auk­inn. Þá á áfram að vinna að því að styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar í sta­f­ræn­um heimi með áherslu á mál­tækni.

Ýmsar lyk­ilaðgerðir í áætl­un­inni und­ir­strika þetta en þær eru meðal ann­ars: starfstengt ís­lensku­nám fyr­ir inn­flytj­end­ur sam­hliða vinnu, auk­in gæði ís­lensku­kennslu fyr­ir inn­flytj­end­ur, inn­leiðing ra­f­rænna stöðuprófa í ís­lensku, sam­eig­in­legt fjar­nám í hag­nýtri ís­lensku sem öðru máli og ís­lenska handa öll­um.

Ný­mæli eru að gerðar verði kröf­ur um að inn­flytj­end­ur öðlist grunn­færni í ís­lensku og hvat­ar til þess efld­ir. Ásamt því verður ís­lensku­hæfni starfs­fólks í leik- og grunn­skól­um og frí­stund­a­starfi efld. Að sama skapi verður gerð ís­lensku­vef­gátt fyr­ir miðlun ra­f­ræns náms­efn­is fyr­ir öll skóla­stig, sam­ræmt verklag um mót­töku, kennslu og þjón­ustu við börn með fjöl­breytt­an tungu­mála- og menn­ing­ar­bak­grunn með sér­stakri áherslu á ís­lensku sem annað mál, og reglu­leg­ar mæl­ing­ar á viðhorfi til tungu­máls­ins.

Við þurf­um mikla viðhorfs­breyt­ingu gagn­vart tungu­mál­inu okk­ar. Íslensk­an er fjör­egg okk­ar og and­leg eign. Tungu­málið er rík­ur þátt­ur í sjálfs­mynd okk­ar, tján­ingu og sögu­skiln­ingi. Með nýrri aðgerðaáætl­un skerp­um við á for­gangs­röðun í þágu ís­lenskr­ar tungu. Ég hvet alla til þess að kynna sér málið í sam­ráðsgátt­inni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. júní 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Skýr skilaboð í ríkisfjármálum

Deila grein

11/06/2023

Skýr skilaboð í ríkisfjármálum

Al­var­leg­ur heims­far­ald­ur er að baki, en hag­kerfið á Íslandi náði að rétta út kútn­um á skemmri tíma en nokk­ur þorði að vona og það er áfram góður gang­ur í efna­hags­kerf­inu. Hér er mik­ill hag­vöxt­ur og hátt at­vinnu­stig, en hins veg­ar lædd­ist inn óvel­kom­inn gest­ur í formi verðbólgu. Stærsta verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar er að ná tök­um á henni. Þetta er verk­efni núm­er eitt, tvö og þrjú. Mestu máli skipt­ir fyr­ir sam­fé­lagið okk­ar að verðbólg­an lækki.

Sögu­lega skaðleg áhrif verðbólgu

Áhrif mik­ill­ar verðbólgu eru nei­kvæð, kaup­mátt­ur launa dvín­ar og verðskyn dofn­ar. Íslend­ing­ar þurfa ekki að leita langt aft­ur í tím­ann til að rifja upp af­leiðing­ar þess að þjóðfé­lagið missti tök á verðbólg­unni. Fyr­ir fjöru­tíu árum mæld­ist verðbólga á 12 mánaða tíma­bili um 100% með til­heyr­andi geng­is­fell­ing­um og óróa í sam­fé­lag­inu. Tveim­ur árum áður, árið 1981, höfðu farið fram gjald­miðils­skipti þar sem verðgildi krón­unn­ar var hundraðfaldað og ný mynt og seðlar kynnt til sög­unn­ar. Á þess­um tíma horfði al­menn­ing­ur upp á virði þess­ar­ar nýju mynt­ar hverfa hratt. Ég get full­yrt að eng­inn sem man þá tíma vill hverfa þangað aft­ur. Sama ástand er ekki upp á ten­ingn­um núna, en við verðum hins veg­ar að taka á verðbólgu­vænt­ing­um til að vernda heim­il­in. Verðbólg­an mæld­ist 9,5% í síðasta mánuði. Ég er sann­færð um að með aðgerðum Seðlabanka Íslands og stjórn­valda muni draga úr verðbólg­unni. Pen­inga­mál­in og fjár­mál hins op­in­bera eru far­in að vinna bet­ur sam­an. Það styður einnig við þessi mark­mið að rík­is­fjár­mál­in eru þannig hönnuð að þau búa yfir sjálf­virkri sveiflu­jöfn­un og grípa þenn­an mikla hag­vöxt eins og sjá má í aukn­um tekj­um rík­is­sjóðs og vinna þannig á móti hagsveifl­unni og styðja við bar­átt­una við verðbólg­una. Útflutn­ings­at­vinnu­veg­irn­ir hafa staðið sig vel og krón­an hef­ur verið stöðug og með hjaðnandi verðbólgu er­lend­is ætti að nást jafn­vægi og við get­um smám sam­an kvatt þenn­an óvel­komna gest.

Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar styðja við lækk­un verðbólgu

Eitt helsta mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að auka vel­sæld og ná tök­um á verðbólg­unni. Þess vegna hef­ur verið lagt fram frum­varp þar sem lagt er til að lög­um verði breytt þannig að laun þjóðkjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins hækki um 2,5% í stað 6% hinn 1. júlí nk. Þannig verði tryggt að laun æðstu emb­ætt­is­manna skapi ekki auk­inn verðbólguþrýst­ing, enda miðar breyt­ing­in við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans. Þessi aðgerð er mjög mik­il­væg til að vinna gegn háum verðbólgu­vænt­ing­um. Til að treysta enn frek­ar sjálf­bær­ar verðbólgu­vænt­ing­ar hef­ur verið ákveðið að flýta gildis­töku fjár­mála­regl­unn­ar, sem þýðir að há­mark skulda rík­is­sjóðs get­ur ekki verið meira en 30% og að sama skapi þarf að vera já­kvæður heild­ar­jöfnuður á hverju fimm ára tíma­bili. Skuld­astaða rík­is­sjóðs Íslands hef­ur verið að þró­ast í rétta átt, skuld­ir rík­is­sjóðs eru ekki mikl­ar í sam­an­b­urði við aðrar þjóðir og er það mik­il­vægt fyr­ir láns­hæfið að svo verði áfram.

Auk þessa er verið að bæta af­komu rík­is­sjóðs um 36,2 millj­arða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri rík­is­ins, þar með talið niður­skurði í ferðakostnaði, frest­un fram­kvæmda, nýj­um tekj­um og með því að draga úr þenslu­hvetj­andi skattaí­viln­un­um. Tekj­ur rík­is­sjóðs eru einnig rúm­lega 90 millj­örðum meiri en fyrri áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Vegna þessa tekju­auka er aðhalds­stigið að aukast. Í þessu felst meðal ann­ars að fram­kvæmd­um fyr­ir um 3,6 millj­arða króna er frestað til að draga úr þenslu. Sök­um skaðlegra áhrifa mik­ill­ar verðbólgu á okk­ar viðkvæm­ustu hópa ákvað rík­is­stjórn­in að verja kaup­mátt ör­orku- og elli­líf­eyr­isþega og því hef­ur líf­eyr­ir al­manna­trygg­inga verið hækkaður um tæp 10% frá upp­hafi árs. Einnig hef­ur frí­tekju­mark hús­næðis­bóta leigj­enda verið hækkað um 10%. Þess­ar aðgerðir eru afar mik­il­væg­ar til að verja kaup­mátt þeirra sem standa verst.

Mik­il­vægi rík­is­fjár­mála í vænt­inga­stjórn­un

Eitt það markverðasta sem fram hef­ur komið á vett­vangi hag­fræðinn­ar á þessu ári er bók hag­fræðings­ins Johns F. Cochra­nes, en í ný­út­gef­inni bók sinni Rík­is­fjár­mála­kenn­ing­in og verðlag (e. Fiscal Theory and the Price Level) bein­ir hann spjót­um sín­um að verðbólgu­vænt­ing­um á sviði rík­is­fjár­mála. Kjarni rík­is­fjár­mála­kenn­ing­ar­inn­ar er að verðlag ráðist af stefnu stjórn­valda í op­in­ber­um fjár­mál­um. Sam­kvæmt þess­ari kenn­ingu hef­ur rík­is­fjár­mála­stefna, þar með talið út­gjalda- og skatta­stefna, bein áhrif á verðlagið. Minni halli á rík­is­rekstri ætti að leiða til lægra raun­vaxta­stigs sem ætti síðan að ýta und­ir meiri fjár­fest­ing­ar. Þar með verða til aukn­ar fjár­magn­s­tekj­ur, sem mynd­ast við meiri fjár­fest­ingu, sem er ein helsta upp­spretta fram­leiðni vinnu­afls. Þetta skap­ar svo grunn­inn að hærri raun­laun­um og þannig má segja að minni fjár­laga­halli sé óbein leið til að auka raun­laun og bæta lífs­kjör. Staðreynd­in er sú að ef rík­is­sjóður er rek­inn með halla, þá þarf hann að fjár­magna þann halla með út­gáfu nýrra skulda­bréfa. Þannig eykst fram­boð rík­is­skulda­bréfa á markaði, sem aft­ur lækk­ar verð þeirra og leiðir til þess að vext­ir hækka. Eitt skýr­asta dæmið um að til­tekt í rík­is­fjár­mál­um og trú­verðug stefna hafi skilað vaxta­lækk­un var að finna í for­setatíð Bills Cl­int­ons, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í rík­is­fjár­mál­um und­an­farna mánuði vinna ein­mitt að því að styðja við lækk­un vaxta og hef­ur ávöxt­un rík­is­skulda­bréfa verið á niður­leið.

Fram­boðshlið hag­kerf­is­ins

Ég hef áður ritað um að meira þurfi að gera á fram­boðshliðinni í hag­kerf­inu til að koma til móts við eft­ir­spurn­ina til að milda högg aðhaldsaðgerða og leysa úr læðingi krafta í hag­kerf­inu. Það má gera með aðgerðum í hús­næðismál­um og aðgerðum á at­vinnu­markaðnum, t.d. gera auðveldra að fá sér­fræðinga til lands­ins og með því að hækka ald­ur þeirra sem vilja vinna. Það má einnig liðka til frek­ar í al­manna­trygg­inga­kerf­inu til að fá fólk frek­ar út á at­vinnu­markaðinn, en rík­is­stjórn­in hef­ur verið að fram­kvæma ým­is­legt í þessa veru á und­an­förn­um mánuðum.

Já­kvæð teikn á lofti í bar­átt­unni gegn verðbólgu

Hag­vöxt­ur árið 2022 mæld­ist 6,4% og hef­ur ekki verið meiri en síðan 2007 og Seðlabank­inn spá­ir nærri 5% hag­vexti á þessu ári. Þessi mik­il þrótt­ur í hag­kerf­inu er já­kvæður en verðbólg­an er enn of há. Hag­vöxt­ur­inn var knú­inn áfram af mikl­um vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar en hún óx á síðasta ári um 8,6%. Allt bend­ir til þess að það hæg­ist á vexti einka­neyslu, meðal ann­ars vegna versn­andi aðgeng­is heim­ila og fyr­ir­tækja að láns­fé. Teikn eru á lofti um að það sé að raun­ger­ast, þar sem einka­neysla jókst hóf­lega á fyrsta árs­fjórðungi eða um 2,5%. Að sama skapi hef­ur at­vinnu­vega­fjár­fest­ing dreg­ist sam­an um 14%. Að lok­um má nefna að korta­velta hef­ur dreg­ist sam­an að raun­v­irði og er það í fyrsta sinn í lang­an tíma. Það er jafn­framt mik­il­vægt að halda því til haga að gengi krón­unn­ar hef­ur verið stöðugt og held­ur að styrkj­ast. Það er meðal ann­ars vegna öfl­ugra út­flutn­ings­greina og ekki síst vegna ferðaþjón­ust­unn­ar. Af þeim sök­um ætti hjöðnun verðbólgu á er­lend­um mörkuðum að skila sér beint inn í ís­lenska hag­kerfið. Mik­il­vægt er að all­ir taki hönd­um sam­an um að svo verði.

Loka­orð

Verðbólg­an er mesti vand­inn sem stjórn­völd standa frammi fyr­ir og mik­il­vægt er að ná niður verðbólgu­vænt­ing­um. Ólíkt því sem áður gerðist er Ísland hins veg­ar ekki ey­land þegar kem­ur að verðbólgu um þess­ar mund­ir. Verðbólg­an í Evr­ópu er á bil­inu 3-24%, en það eru ákveðin merki um að verðbólga fari hjaðnandi er­lend­is þótt langt sé í að ástandið verði aft­ur ásætt­an­legt. Það sem skil­ur Ísland frá öðrum þróaðri hag­kerf­um er þessi mikli þrótt­ur sem er í hag­kerf­inu og ger­ir hann hag­stjórn að sumu leyti flókn­ari. Rík­is­stjórn­in og Seðlabank­inn hafa tekið hönd­um sam­an um að taka á þess­um vanda með þeim tækj­um sem þau ráða yfir. Einn liður í því að er vext­ir end­ur­spegli verðbólg­una. Það er ljóst að Seðlabanki Íslands hef­ur farið mjög bratt í hækk­un vaxta og var m.a. fyrsti bank­inn til að hækka vexti á Vest­ur­lönd­um. Það má færa rök fyr­ir því að seðlabank­ar beggja vegna Atlantsála hafi haldið vöxt­um of lág­um of lengi. Christ­ine Lag­ar­de lýsti því yfir við síðustu vaxta­hækk­un hjá ECB að bank­inn væri hvergi nærri hætt­ur vaxta­hækk­un­um. Í Banda­ríkj­un­um hafa vext­ir náð verðbólg­unni. Hér er það sama að ger­ast og eru vext­ir Seðlabank­ans mjög nærri verðbólg­unni. Með því hef­ur ákveðnum tíma­mót­um verið náð. Það er sann­fær­ing mín að aðgerðir í rík­is­fjár­mál­um muni leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar í bar­átt­unni við verðbólg­una.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júní 2023.

Categories
Fréttir

Fjárfestum í öryggi fólks og endurkomu inn í samfélagið

Deila grein

08/06/2023

Fjárfestum í öryggi fólks og endurkomu inn í samfélagið

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknar, nýtti tækifærið á eldhúsdegi á Alþingi til að ræða byltinguna undir formerkinu #metoo, þ.e. kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynjasamskipti.

„Metoo-byltingin hefur hjálpað okkur að berjast gegn fordómum, ójafnrétti og ofbeldi, skýra og virða mörk auk þess að ítreka mikilvægi þess að skýrt samþykki liggi fyrir. Metoo boðaði breytingar til hins betra. Í henni fólust róttækar og nauðsynlegar umbætur hvað varðar viðhorf og menningu og opnaði augu okkar fyrir því hversu algengt vandamálið er í öllum lögum samfélagsins,“ sagði Ingibjörg.

Segir hún að Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hafi gefið það út að ein af hverjum þremur konum sé beitt kynferðisofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Einungis um 10-15% þeirra sem eru beitt ofbeldi kæra.

„Í dag er því algengt að umræða myndist í netheimum um meint brot, þar sem ekki er hikað við að nafngreina einstaklinga og tilgreina meinta atburðarás, lýsa kynferðisofbeldi eða kynferðislegu áreiti. Þetta er gert til að flagga óæskilegri hegðun þar sem farið var yfir mörk og svipta hulunni af henni í þeim tilgangi að meintur gerandi axli ábyrgð,“ sagði Ingibjörg.

Rakti Ingibjörg að atburðarásin taki í framhaldi á sig mjög neikvæða og skaðlega birtingarmynd. Einstaklingur, sem sakaður er um ofbeldi á netinu, missi jafnvel atvinnu sína og mannorð. „Afleiðingarnar geta verið fjárhagslegar og félagslegar en þó aðallega andlegar því dómstóll götunnar hefur mikil völd og fer fram með óformlegum hætti.“

„Umræðan er óvægin og hún er grimm. Samfélagið hafnar þeim, vinnustaðir hafna þeim, skólar hafna þeim og jafnvel vinir og vandamenn hafna þeim. Grimmd umræðunnar er slík að bæði stjórnendur vinnustaða og -skóla veigra sér við að beita faglegum vinnubrögðum jafnvel þótt eingöngu sé um orðróm að ræða þar sem atvik eru umdeild og óljós.Dómur samfélagsins er almennt sá sami þrátt fyrir að brotin séu mismunandi: Útskúfun úr samfélaginu og fá sem engin tækifæri til endurkomu inn í samfélagið,“ sagði Ingibjörg.

„Slaufun beinist ekki eingöngu gagnvart þekktum einstaklingum, hún er því miður í öllum lögum samfélagsins. Það sem sárast er að börnin og ungmennin okkar fylgja fordæmi sinna fyrirmynda, taka í síauknum mæli upp þetta vopn í samskiptum og beita útskúfun og jafnvel líkamlegu eða stafrænu ofbeldi. Við heyrum jafnvel að ásökunum í garð ungs fólks á grunnskólaaldri, sem hefur varla hafið líf sitt, fari fjölgandi. Slík mál valda bæði meintum gerendum og þolendum miklum skaða.

Slaufun getur haft alvarlegar andlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem fyrir henni verða og sumir lenda á hættulegum stað. Notkun vímuefna til að deyfa vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir verða sífellt líklegri í því hugarástandi. Einstaklingurinn missir samfélagið. Samfélagið missir einstaklinginn. Þarna hafa allir tapað,“ sagði Ingibjörg.

„Ég hef átt samtöl við fjölda aðila bæði innan og utan stjórnmála og við ráðherra ólíkra málaflokka. Við ætlum að taka höndum saman, kalla alla aðila til fundar næstkomandi haust um breytta nálgun í þessum málum og semja handrit til framtíðar þar sem raddir allra fá að heyrast. Með skýrri umgjörð getum við stuðlað að því mikilvægasta sem er mannvænt samfélag þar sem öryggi fólks er í fyrirrúmi,“ sagði Ingibjörg að lokum.


Ræða Ingibjargar í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Kæra þjóð. Ég vil nýta tækifærið hér á eldhúsdegi til að ræða viðkvæmt og eldfimt málefni, málefni sem nauðsynlegt er að við horfumst í augu við. Fyrir nokkrum árum átti sér stað mikilvæg og þörf bylting undir formerkinu #metoo. Tímabær umræða opnaðist um kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynjasamskipti og vakti athygli á því sem allt of margir hafa upplifað og borið skaða af. Metoo-byltingin hefur hjálpað okkur að berjast gegn fordómum, ójafnrétti og ofbeldi, skýra og virða mörk auk þess að ítreka mikilvægi þess að skýrt samþykki liggi fyrir. Metoo boðaði breytingar til hins betra. Í henni fólust róttækar og nauðsynlegar umbætur hvað varðar viðhorf og menningu og opnaði augu okkar fyrir því hversu algengt vandamálið er í öllum lögum samfélagsins.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er ein af hverjum þremur konum beitt kynferðisofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Of lengi höfðu konur fundið fyrir máttleysi samfélagsins og löggæslu- og ákæruvaldsins í þeirra málum ef þeim yfir höfuð var trúað. Reiði yfir óásættanlegum aðstæðum og eldmóður samstöðunnar kyntu undir byltingu sem átti eftir að breyta heiminum. Pendúllinn fór af stað og þolendur kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni skiluðu skömminni þangað sem hún átti heima. Hvert málið á fætur öðru var gripið á samfélagsmiðlum sem og í fjölmiðlum. Stjórnvöld fóru af stað með margvíslegar aðgerðir á forvarnastigi, innan löggæslu- og dómskerfisins og jafnvel í utanríkismálum.

Tölfræðin sýnir okkur að enn er langt í land að endurheimta traustið á löggæslu- og ákæruvaldinu, en talið er að einungis um 10–15% þeirra sem eru beitt ofbeldi kæri það. Rannsóknar- og ákærutími er rúmt ár að meðaltali, ef kæran lifir það lengi. Það er því vel skiljanlegt hvers vegna þolendur leita annarra leiða. Í dag er því algengt að umræða myndist í netheimum um meint brot, þar sem ekki er hikað við að nafngreina einstaklinga og tilgreina meinta atburðarás, lýsa kynferðisofbeldi eða kynferðislegu áreiti. Þetta er gert til að flagga óæskilegri hegðun þar sem farið var yfir mörk og svipta hulunni af henni í þeim tilgangi að meintur gerandi axli ábyrgð.

En sú atburðarás sem gjarnan fer af stað tekur aftur á móti á sig mjög neikvæða og skaðlega birtingarmynd. Þannig getur einstaklingur sem sakaður er um ofbeldi á netinu orðið fyrir því að missa atvinnu, mannorð og álit samfélagsins, allt jafnvel án ákæru, án dóms og án laga. Afleiðingarnar geta verið fjárhagslegar og félagslegar en þó aðallega andlegar því dómstóll götunnar hefur mikil völd og fer fram með óformlegum hætti. Umræðan er óvægin og hún er grimm. Samfélagið hafnar þeim, vinnustaðir hafna þeim, skólar hafna þeim og jafnvel vinir og vandamenn hafna þeim. Grimmd umræðunnar er slík að bæði stjórnendur vinnustaða og -skóla veigra sér við að beita faglegum vinnubrögðum jafnvel þótt eingöngu sé um orðróm að ræða þar sem atvik eru umdeild og óljós. Dómur samfélagsins er almennt sá sami þrátt fyrir að brotin séu mismunandi: Útskúfun úr samfélaginu og fá sem engin tækifæri til endurkomu inn í samfélagið.

Slaufun beinist ekki eingöngu gagnvart þekktum einstaklingum, hún er því miður í öllum lögum samfélagsins. Það sem sárast er er að börnin og ungmennin okkar fylgja fordæmi sinna fyrirmynda, taka í síauknum mæli upp þetta vopn í samskiptum og beita útskúfun og jafnvel líkamlegu eða stafrænu ofbeldi. Við heyrum jafnvel að ásökunum í garð ungs fólks á grunnskólaaldri, sem hefur varla hafið líf sitt, fari fjölgandi. Slík mál valda bæði meintum gerendum og þolendum miklum skaða.

Slaufun getur haft alvarlegar andlegar afleiðingar fyrir þá einstaklinga sem fyrir henni verða og sumir lenda á hættulegum stað. Notkun vímuefna til að deyfa vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir verða sífellt líklegri í því hugarástandi. Einstaklingurinn missir samfélagið. Samfélagið missir einstaklinginn. Þarna hafa allir tapað.

Við höfum margrætt það hér í þessu ræðustól hversu dýrt það er samfélaginu að missa einstaklinga frá sér, jafnvel einstaklinga sem gerðust ekki sekir um það brot sem þeir eru ásakaðir um en einnig einstaklinga sem brjóta af sér og vilja bæta sig. Þolandinn sem tjáði sig á netinu til að koma umræðunni af stað missir atburðarásina úr höndunum því samfélagið hefur tekið að sér dómarahlutverkið. Það gerist æ oftar að einstaklingar beri aðra sökum nafnlaust og ábyrgðarlaust. Jafnvel getur verið um þriðja eða fjórða aðila að ræða sem tekur málin í sínar hendur, aðilar sem þekkja jafnvel ekki vel til málsins né tengjast því á nokkurn hátt. Atvikalýsingar geta breyst hratt þegar sögur berast á milli fólks og viðkomandi aðili hefur litla burði til að bera hönd yfir höfuð sér eða mögulega segja frá sinni hlið máls. Önnur taka þátt af hræðslu við að vera talin gerendameðvirk eða vera með því að hliðsetja raunverulega þolendur. Við erum komin á hættulegan stað ef slík þöggun er í gangi og þegar frásagnir eignast eigið líf þvert á vilja þeirra sem raunverulega eiga aðild að máli.

Við þurfum að axla ábyrgð á því sem við segjum. Okkar svæði á samfélagsmiðlum er opið öllum og fjölmiðlar grípa gjarnan efnið, afrita og líma á sínar síður án ábyrgðar. Margir hafa tileinkað sér róttæka afstöðu á báða bóga og við finnum óróleikann í samfélaginu þegar einhver opnar umræðuna. Fólk veigrar sér því við að tjá sig af ótta við afleiðingarnar.

Sem kjörnum fulltrúa finnst mér ég skuldbundin þjóðinni, sérstaklega æsku landsins, að taka þessa erfiðu umræðu. Við stöndum í auga stormsins og okkur vantar handrit og leiðarljós til framtíðar. Hlutverk samfélagsins hlýtur að vera að finna raunverulegar leiðir til að útrýma ofbeldi og skapa öryggi. Þar til við höfum náð því markmiði viljum við að finna jafnvægi pendúlsins þar sem skilningur, ábyrgð og skýrar leiðir til betrunar og sátta eru leiðandi sjónarmið fyrir alla aðila. Og ég tek það skýrt fram að þótt þessi umræða sé tekin er ekki verið að gera lítið úr brotaþolum hvers kyns ofbeldis, hvort sem það er kynferðisofbeldi eða annars konar líkamlegt eða andlegt ofbeldi. Það ber að taka alvarlega og koma lögum yfir allt það fólk sem gerist sekt um slíkt. En slaufunarmenning er vopn sem hefur snúist í höndunum á okkur og grafið undan trausti og samkennd í samfélaginu með því að skapa ógn og ala á ótta. Staða sem er hvorki lausn né sigur fyrir neinn.

Ég hef átt samtöl við fjölda aðila bæði innan og utan stjórnmála og við ráðherra ólíkra málaflokka. Við ætlum að taka höndum saman, kalla alla aðila til fundar næstkomandi haust um breytta nálgun í þessum málum og semja handrit til framtíðar þar sem raddir allra fá að heyrast. Með skýrri umgjörð getum við stuðlað að því mikilvægasta sem er mannvænt samfélag þar sem öryggi fólks er í fyrirrúmi.“

Categories
Fréttir

„Höldum á lofti gildum félagshyggju, samvinnu og lýðræðis“

Deila grein

08/06/2023

„Höldum á lofti gildum félagshyggju, samvinnu og lýðræðis“

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, var annar ræðumaður Framsóknar á eldhúsdegi á Alþingi. Í ræðu sinni minnti hann á að Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi, aðilar vinnumarkaðarins, sveitarfélög, bankar og fyrirtæki verði að koma saman að því að ná verðbólgunni niður.

„Við stöndum mjög sterk að vígi. Mikill þróttur er í hagkerfinu, atvinnuleysi er lágt og tekjur ríkissjóðs hafa vaxið verulega. Áherslur okkar á aukið aðhald í ríkisrekstri og aukið framboð á húsnæði mun vinna gegn verðbólgunni. Árangurinn mun byggja á samvinnu okkar allra og þar ætla kjörnir fulltrúar að leiða með góðu fordæmi,“ sagði Jóhann Friðrik.

Sagði hann að á Íslandi sé grunnurinn byggður á dugnaði þjóðar en að áfram verði að hafa fyrir hlutunum.

„Okkur hefur tekist að fjölga stoðunum undir íslenskt atvinnulíf, en fjölbreytt störf kalla á breytingar á menntakerfinu í takt við nýjar þarfir. Sjá má nýsköpun hvert sem litið er. Skapandi greinar, fjölbreytt ferðaþjónusta, fiskeldi, lyfjaþróun og alþjóðlegt vísindastarf skapar enn sterkari grundvöll fyrir betri lífsgæðum,“ sagði Jóhann Friðrik.

Sagði hann að stórstígar tækniframfarir með gervigreindin muni breyta eðli starfa og verkefna. Á sama tíma verði stjórnvöld að setja ramma sem tryggi að tæknin nýtist eins og best verði á kosið.

Ræddi Jóhann Friðrik jafnframt um lýðheilsu þjóðarinnar og möguleika þjóðarinnar að færa hana í fyrsta sæti. „Það á að vera okkar markmið að innleiða heilsueflingu eldra fólks um allt land. Þannig má rjúfa einangrun og styrkja andlega, líkamlega og ekki síst félagslega heilsu þeirra sem komnir eru á efri ár.“

Fór Jóhann Friðrik yfir að frá samþykkt farsældarlaganna hafi markvisst verið unnið að auka velferð barnanna okkar.

„Heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og menntakerfið þurfa að vinna þétt saman til þess að veita stuðning og tækifæri til þroska og framfara. Við erum að fjárfesta í fólki. Við eigum einnig að styðja mun betur við íþrótta-og tómstundastarf hér á landi. Unga fólkið okkar sem kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar og tekur þátt í landsliðsverkefnum á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort foreldrar geti staðið undir kostnaðinum,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Virðulegi forseti. Ágætu landsmenn. Framsókn leggur áherslu á landið allt og mun halda á lofti gildum félagshyggju, samvinnu og lýðræðis, hér eftir sem hingað til. Við erum á ykkar vakt — í ríkisstjórn, á Alþingi, í borgarstjórn og í sveitarstjórnum hringinn í kringum landið“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.


Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Kæru Íslendingar. Verkefnið nú er að ná niður verðbólgunni og það verður aðeins gert með samvinnu. Við verðum að ganga í takt til þess að tryggja kaupmátt og lækka verðbólguna saman. Seðlabankinn, ríkisstjórnin, alþingi, aðilar vinnumarkaðarins, sveitarfélög, bankar og fyrirtæki verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar.

Við stöndum mjög sterk að vígi. Mikill þróttur er í hagkerfinu, atvinnuleysi er lágt og tekjur ríkissjóðs hafa vaxið verulega. Áherslur okkar á aukið aðhald í ríkisrekstri og aukið framboð á húsnæði mun vinna gegn verðbólgunni. Árangurinn mun byggja á samvinnu okkar allra og þar ætla kjörnir fulltrúar að leiða með góðu fordæmi.

Það er gott að búa á Íslandi. Grunnurinn byggist á dugnaði þjóðarinnar og það er óskhyggja að halda því fram að við þurfum ekki að hafa fyrir hlutunum. Ég er stoltur af því hvernig við höfum staðið vörð um lýðræði og frelsi hér á landi. Innrás Rússa í Úkraínu minnir okkur á mikilvægi öryggis, frelsis og sjálfsákvörðunarréttar þjóða til að ráða örlögum sínum.

Já, verkefni okkar eru fjölmörg bæði til skemmri og lengri tíma. Það er ætlun okkar að gera gott samfélag enn betra, sem útheimtir dugnað, áræðni og kjark. Þjóðin er að eldast, fjórða iðnbyltingin heldur innreið sína, fjölmenning og breyttar áherslur nýrra kynslóða móta ný og spennandi tækifæri hér á landi. Okkur hefur tekist að fjölga stoðunum undir íslenskt atvinnulíf, en fjölbreytt störf kalla á breytingar á menntakerfinu í takt við nýjar þarfir. Sjá má nýsköpun hvert sem litið er. Skapandi greinar, fjölbreytt ferðaþjónusta, fiskeldi, lyfjaþróun og alþjóðlegt vísindastarf skapar enn sterkari grundvöll fyrir betri lífsgæðum. Gervigreindin mun færa okkur gríðarlega getu á mörgum sviðum og breyta eðli starfa og verkefna í tíma og rúmi. Samfara svo stórstígum tækniframförum eykst um leið hættan á notkun slíkrar tækni í annarlegum tilgangi. Því verða stjórnvöld hér á landi að setja ramma sem tryggir að tæknin nýtist eins og best verður á kosið.

Það á að vera gott að eldast hér á landi og þar skipar góð heilsa veigamikinn sess. Ísland hefur alla burði til þess að setja lýðheilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Það á að vera okkar markmið að innleiða heilsueflingu eldra fólks um allt land. Þannig má rjúfa einangrun og styrkja andlega, líkamlega og ekki síst félagslega heilsu þeirra sem komnir eru á efri ár. Eldra fólk er nefnilega auðlind og óþrjótandi þekkingarbrunnur. Því verðum við að láta af aldursfordómum og gefa eldra fólki kost á því að vera áfram virkir þátttakendur á vinnumarkaði. Nýsamþykkt aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk endurspeglar þessa skýru framtíðarsýn stjórnvalda.

Frá því að farsældarlögin voru samþykkt höfum við unnið markvisst að því að auka velferð barnanna okkar. Heilbrigðiskerfið, velferðarkerfið og menntakerfið þurfa að vinna þétt saman til þess að veita stuðning og tækifæri til þroska og framfara. Við erum að fjárfesta í fólki. Við eigum einnig að styðja mun betur við íþrótta-og tómstundastarf hér á landi. Unga fólkið okkar sem kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar og tekur þátt í landsliðsverkefnum á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort foreldrar geti staðið undir kostnaðinum.

Virðulegi forseti. Aldrei höfum við varið hærri upphæðum til heilbrigðismála. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta starfsaðstæður og efla heilsugæsluna. Í því samhengi er fagnaðarefni að nefna nýja einkarekna heilsugæslu í Reykjanesbæ sem senn tekur til starfa. Við höldum svo áfram veginn í átt að stórbættu samgöngukerfi.

Virðulegi forseti. Ágætu landsmenn. Framsókn leggur áherslu á landið allt og mun halda á lofti gildum félagshyggju, samvinnu og lýðræðis, hér eftir sem hingað til. Við erum á ykkar vakt — í ríkisstjórn, á alþingi, í borgarstjórn og í sveitarstjórnum hringinn í kringum landið. — Góðar stundir.“

Categories
Fréttir Greinar

Ábyrg og sterk ríkisfjármál

Deila grein

08/06/2023

Ábyrg og sterk ríkisfjármál

Efna­hags­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur verið far­sæl. At­vinnu­stig er hátt og kröft­ug­ur hag­vöxt­ur. Það er eft­ir­sókn­ar­vert að búa á Íslandi og við sjá­um það í vax­andi mann­fjölda. Hins veg­ar mæl­ist verðbólga 9,5% og er of há. Því er það verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar núm­er 1, 2 og 3 að hún lækki. Trú­verðug­leiki efna­hags­stefn­unn­ar er und­ir því kom­inn að það tak­ist.

Mik­ill þrótt­ur hef­ur verið í ís­lenska hag­kerf­inu en vöxt­ur þess á síðasta ári mæld­ist 6,4% og hef­ur ekki verið meiri en síðan 2007. Hag­vöxt­ur­inn held­ur áfram að vera knú­inn áfram af mikl­um vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar en hún hef­ur vaxið um 8,6%. Lík­legt er þó að það hæg­ist á vexti einka­neyslu vegna þess að aðgengi heim­ila og fyr­ir­tækja að láns­fé er að minnka og fjár­mála­leg skil­yrði hafa þrengst vegna ít­rekaðra stýri­vaxta­hækk­ana Seðlabanka Íslands. Við erum þegar far­in að sjá teikn þess, þar sem einka­neysla jóskt á fyrsta árs­fjórðungi um 2,5%. Að sama skapi hef­ur at­vinnu­vega­fjár­fest­ing dreg­ist sam­an um 14% á þess­um árs­fjórðungi. Að lok­um má nefna að korta­velta hef­ur dreg­ist sam­an að raun­v­irði og er það í fyrsta sinn í lang­an tíma! Að auki er já­kvætt að sjá að viðskipta­kjör vöru og þjón­ustu hafa batnað á milli ára um 3%, sem hef­ur já­kvæð áhrif á gengi krón­unn­ar og ætti að hafa já­kvæð áhrif á verðbólguþróun enda hef­ur gengið verið að styrkj­ast.

Verðbólga hef­ur verið þrálát­ari en vænt­ing­ar stóðu. Inn­lend verðbólga hef­ur verið mik­ill en á móti hef­ur verðbólga á heimsvísu lækkað og gengi krón­unn­ar sterkt sök­um mik­ils gangs í ferðaþjón­ust­unni. Vænt­ing­ar markaðsaðila um verðbólgu­horf­ur eru enn of háar og Seðlabanki Íslands spá­ir að verðbólga verði 8% út árið. Sam­kvæmt könn­un Seðlabanka Íslands frá því í maí, þá bú­ast markaðsaðilar við að stýri­vext­ir verði 8,5% út þenn­an árs­fjórðung og verði svo komn­ir niður í 6% eft­ir tvö ár.

Þetta er of há verðbólga og því hafa stjórn­völd brugðist við með af­ger­andi hætti til að stemma við verðbólgu­horf­um.

Fyrst ber að nefna að lög­um verður breytt þannig að laun þjóðkjör­inna full­trúa og æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins hækki um 2,5% í stað 6% hinn 1. júlí nk. Þannig verði tryggt að laun æðstu emb­ætt­is­manna skapi ekki auk­inn verðbólguþrýst­ing. Hækk­un­in tek­ur mið að verðbólgu­mark­miði Seðlabanka Íslands en það er 2,5%. Þetta eru skýr skila­boð um að rík­is­stjórn­in er á skýrri veg­ferð um að náð verðbólgu­mark­miðið ná­ist.

Hús­næðis­verð hækkaði um 25,5% á höfuðborg­ar­svæðinu í júlí í fyrra og er meg­in­or­sök­in er fram­boðsskort­ur. Fram­boð íbúða hef­ur þó verið að aukast og farið er að draga úr hækk­un verðs á hús­næði. Rík­is­stjórn­in er að taka enn frek­ari skref til að draga úr fram­boðsskorti og því verða stofn­fram­lög til upp­bygg­ing­ar leigu­íbúða inn­an al­menna íbúðakerf­is­ins tvö­földuð og fram­lög til hlut­deild­ar­lána verða auk­in enn frek­ar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar ár­lega árin 2024 og 2025. Því verða íbúðirn­ar 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýj­um íbúðum bætt við fyrri áætlan­ir þessa árs og verða þá sam­tals tæp­lega 800. Þetta styður við aukið fram­boð á hús­næðismarkaði. Hér er rík­is­stjórn­in enn og aft­ur að stíga stór skref til að auka fram­boðið og nauðsyn­legt að sveit­ar­fé­lög­in styðji við þessa upp­bygg­ingu.

Í þeim stóru og mik­il­vægu verk­efn­um sem fram und­an eru á næstu mánuðum, þá er stærsta að ná verðbólg­unni niður. Það þarf breiðfylk­ingu og sam­stöðu til að það tak­ist, því þó skila­boð rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar séu skýr í nýrri fjár­mála­áætl­un um aukið aðhald á tíma­bili áætl­un­ar­inn­ar þá þurfa fleiri hagaðilar og al­menn­ing­ur að leggja sitt lóð á voga­skál­arn­ar. Með sam­vinnu að leiðarljósi mun­um við ná þeim ár­angri sem við stefn­um að.

Stefán Vagn Stefánsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júní 2023.