Categories
Greinar

Tími til að lesa!

Deila grein

04/07/2022

Tími til að lesa!

Nú stytt­ist óðum í að stelp­urn­ar okk­ar spili sinn fyrsta leik á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu sem fram fer í Bretlandi. Í til­efni af þátt­töku Íslands á mót­inu skipu­legg­ur menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið og mennta- og barna­málaráðuneytið lestr­ar­hvatn­ing­ar­her­ferðina Tími til að lesa sem ætluð er fyr­ir les­end­ur á grunn­skóla­aldri í sum­ar.

Hvatn­ing­in er skemmti­leg og inn­blás­in af þátt­töku stelpn­anna okk­ar á EM. Að þessu sinni snýst lestr­ar­hvatn­ing­in um bæði lest­ur og sköp­un. Börn og for­eldr­ar gera með sér samn­ing um ákveðinn mín­útu­fjölda í lestri fyr­ir hvern leik og hvert mark sem stelp­urn­ar okk­ar skora á EM. Þá geta krakk­ar einnig tekið þátt í að skapa og skrifa sögu til þess að senda inn – en sag­an þarf að inni­halda bolta. Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á vefsíðunni www.tim­itila­dlesa.is.

Mik­il­vægi lest­urs og lesskiln­ings er ótví­rætt. Við höf­um lagt á það ríka áherslu síðustu ár að bæta læsi, ekki síst hjá börn­un­um okk­ar. Orðaforði og lesskiln­ing­ur eykst með aukn­um lestri og því er ómet­an­legt fyr­ir börn að lesa, taka glós­ur og spyrja út í orð sem þau þekkja ekki. Orðaforði barna skipt­ir miklu máli fyr­ir vellíðan og ár­ang­ur í skóla og býr þau und­ir virka þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Með auk­inni mennt­un eykst sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar og geta henn­ar til að standa und­ir eig­in vel­ferð.

Sum­arið er tími sam­ver­unn­ar, úti­vist­ar og leikja en það er mik­il­vægt að minna á lest­ur­inn líka. Það er staðreynd að ef barn les ekk­ert yfir sum­ar­tím­ann get­ur orðið allt að þriggja mánaða aft­ur­för á lestr­ar­færni þess í sum­ar­frí­inu. Góðu frétt­irn­ar eru þó að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færn­inni eða taki jafn­vel fram­förum. Rann­sókn­ir sýna að til þess að koma í veg fyr­ir þessa aft­ur­för dug­ar að lesa aðeins 4-5 bæk­ur yfir sum­arið eða lesa að jafnaði tvisvar til þris­var í viku í um það bil 15 mín­út­ur í senn.

Tími til að lesa er ein leið til þess að hvetja börn til lest­urs en gleym­um því ekki að bestu fyr­ir­mynd­ir barn­anna þegar kem­ur að lestri eru for­eld­arn­ir. Það er væn­legra til ár­ang­urs ef fleiri taka sér bók í hönd á heim­il­inu en börn­in. Sem fyrr læra þau það sem fyr­ir þeim er haft og þess vegna þurf­um við öll að muna eft­ir því að lesa líka. Setj­um lest­ur­inn á dag­skrá í sum­ar, sam­hliða því að hvetja stelp­urn­ar okk­ar áfram í Bretlandi með ráðum og dáð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar­ráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 4. júlí 2022.

Categories
Greinar

Vandasöm sigling

Deila grein

04/07/2022

Vandasöm sigling

Tals­verð óvissa rík­ir um efna­hags­horf­ur á heimsvísu um þess­ar mund­ir og hag­stjórn því vanda­sam­ari en um langt ára­bil. Vand­inn af margþætt­um toga. Nauðsyn­leg­ar efna­hagsaðgerðir stjórn­valda um heim all­an á Covid-19-tím­an­um er lutu að aukn­um rík­is­um­svif­um og rýmri pen­inga­stefnu hafa ýtt und­ir hækk­un á vöru og þjón­ustu. Þessu til viðbót­ar hef­ur árás Rúss­lands inn í Úkraínu haft mik­il áhrif á verðbólgu á heimsvísu, þar sem einn stærsti fram­leiðandi orku ræðst á ríki sem fram­leiðir mikið magn af hveiti til út­flutn­ings. Verð á þess­um nauðsynja­vör­um hef­ur hækkað veru­lega og eru af­leiðing­arn­ar afar nei­kvæðar fyr­ir heims­bú­skap­inn og sér­stak­lega fá­tækri rík­in. Á sama tíma eru mjög ríki enn að fást við far­sótt­ina og hef­ur það lam­andi áhrif fram­leiðslu­keðju heims­ins. Ofan á þetta bæt­ist að skort­ur á vinnu­afli í mörg­um helstu hag­kerf­um heims­ins.

Íslenska hag­kerfið stend­ur traust­um fót­um

Efna­hags­kerfið hef­ur tekið vel við sér eft­ir far­sótt­ina. Drif­kraft­ur hag­kerf­is­ins er góður og spár gera ráð fyr­ir mikl­um hag­vexti í ár eða ríf­lega 5% og rétt um 3% árið 2023. Lausa­fjárstaða þjóðarbús­ins er sterk og veru­lega hef­ur dregið úr at­vinnu­leysi. Eft­ir mik­inn sam­drátt í upp­hafi far­ald­urs­ins er það ferðaþjón­ust­an enn á ný sem dríf­ur hag­vöxt­inn áfram en spár gera ráð fyr­ir að um 1,6 millj­ón ferðamanna muni heim­sækja Ísland á þessu ári. Aðrar út­flutn­ings­grein­ar hafa einnig dafnað vel eins og sjáv­ar­út­veg­ur og stóriðja vegna mik­illa verðhækk­ana á afurðum þess­ara at­vinnu­greina. Að sama skapi er einnig ánægju­legt að sjá að út­flutn­ings­tekj­ur af hug­verkaiðnaðnum hafa auk­ist veru­lega eða farið úr því að nema tæp­um 8% af gjald­eyris­tekj­um í rúm 16% á síðustu árum. Þessi þróun er mik­il­væg í þeirri viðleitni að fjölga stoðunum und­ir ut­an­rík­is­viðskipt­um lands­ins.

Kaup­mátt­ur launa allra á Íslandi hækkaði á ár­inu 2021 og þær skatta­legu aðgerðir sem hef­ur verið hrint í fram­kvæmd miðast all­ar að því að draga úr skatt­byrði hjá þeim sem lægst­ar tekj­ur hafa. Á covid-tím­an­um jókst kaup­mátt­ur um 4,4% að raun­v­irði og var það í sam­ræmi við fyr­ir­ætlan­ir stjórn­valda að verja efna­hag heim­ila og fyr­ir­tækja við upp­haf far­sótt­ar­inn­ar. Í stuttu máli má segja að vel hafi tek­ist til. At­vinnu­leysi mæl­ist nú um 3,8%, skuld­ir heim­il­anna hafa lækkað, hrein skuld­astaða rík­is­sjóðs nem­ur 28,5% af lands­fram­leiðslu og gjald­eyr­is­forðinn nem­ur um 25,5% af lands­fram­leiðslu. Þannig að segja má að staðan sé góð þrátt fyr­ir mikla ágjöf síðustu miss­eri en blik­ur eru á lofti því verðbólgu­horf­ur hafa versnað til skamms tíma.

Auk­in verðbólga víðast hvar í heim­in­um

All­ir helstu seðlabank­ar heims hafa nú hækkað stýri­vexti sína með það að mark­miði að því að draga úr verðbólgu­vænt­ing­um. Verðbólga í Banda­ríkj­un­um í maí mæld­ist 8,6% á árs­grund­velli og er sú mesta í yfir 40 ár. Verðbólg­an á evru­svæðinu er 8,1% og í Bretlandi 7,8%. Mat­arkarf­an á heimsvísu hef­ur hækkað um tæp­an fjórðung. Verð á hveiti á heimsvísu hef­ur hækkað um 56% og mjólkuraf­urðir um 17%.

Ísland hef­ur ekki farið var­hluta af þess­ari þróun, verðbólg­an mæl­ist 8,8% en án hús­næðisliðar­ins er hún 6,5%%. Verðbólgu­vænt­ing­ar hafa einnig auk­ist. Gert er ráð fyr­ir að verðbólga verði um 4,9% árið 2023 og 3,3% árið 2024. Skort­ur hef­ur verið á vinnu­markaði og mik­il eft­ir­spurn eft­ir vinnu­afli. Hækk­un hús­næðisliðar vísi­tölu neyslu­verðs hef­ur haft mest áhrif á þróun verðlags und­an­far­in miss­eri. Fram­boðsvand­inn hef­ur auk­ist á ný vegna stríðsins í Úkraínu og olíu- og hrávöru­verð hef­ur hækkað enn frek­ar.

Meg­in­verk­efni allra leiðandi hag­kerfa verður að ná utan um verðbólgu­vænt­ing­ar og ráðlegg­ur Alþjóðagreiðslu­bank­inn (e. BIS) seðlabönk­um að vera ófeimn­ir að bregðast hratt við til skamms tíma með það að leiðarljósi að til lengri tíma, þá verði búið að snúa verðbólg­unni niður. Agustín Car­stens, banka­stjóri BIS, sagði: „Það er lyk­il­atriði fyr­ir seðlabanka er bregðast skjótt og af festu við áður en verðbólga nær fót­festu.“

Rík­is­stjórn­in leggst á ár­arn­ar með Seðlabank­an­um

Stærsta verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar verður að koma bönd­um á verðbólg­una. Stjórn­völd hafa þegar farið í mót­vægisaðgerðir sem fel­ast í því að bæt­ur al­manna­trygg­inga hafa verið hækkaðar, ráðist var í sér­stak­an barna­bóta­auka til þeirra sem eiga rétt á tekju­tengd­um barna­bót­um og hús­næðis­bæt­ur voru hækkaðar. Auk­in­held­ur hafa rík­is­stjórn og Seðlabanki lagst sam­eig­in­lega á ár­arn­ar til þess að tak­ast á við hækk­andi verðbólgu. Kynnti rík­is­stjórn­in í því sam­hengi 27 millj­arða aðhaldsaðgerðir í rekstri hins op­in­bera til að draga úr þenslu og verðbólguþrýst­ingi. Stjórn­völd telja afar mik­il­vægt að gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að sporna við verðbólgu. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur meðal ann­ars hafið upp­lýs­inga­öfl­un um þróun verðlags á helstu mörkuðum, til að meta hvort verðlags­hækk­an­ir kunni að stafa af ónægu sam­keppn­is­legu aðhaldi eða óeðli­leg­um hvöt­um. Sér­stök áhersla er lögð á dag­vörumarkað, eldsneyt­is­markað og bygg­ing­ar­vörumarkað. Það ger­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu auðveld­ara um vik að greina óhag­stæð ytri áhrif á verðþróun eða greina hvort verðhækk­an­ir kunni að stafa af mögu­leg­um sam­keppn­is­bresti á viðkom­andi mörkuðum. Að auki hef­ur verið skipaður vinnu­hóp­ur til að greina gjald­töku og arðsemi bank­anna. Stór hluti af út­gjöld­um heim­il­anna renn­ur til bank­anna, í formi af­borg­ana af hús­næðis-, bíla- og neyslu­lán­um auk vaxta og þjón­ustu­gjalda. Sam­setn­ing þess­ara gjalda er oft flók­in, sem ger­ir sam­an­b­urð erfiðan fyr­ir neyt­end­ur. Því tel ég brýnt að hlut­ur þess­ara þátta verði skoðaður ofan í kjöl­inn, með vís­an til sam­keppn­isþátta og hags­muna neyt­enda. Mark­miðið er að kanna hvort ís­lensk heim­ili greiði meira fyr­ir al­menna viðskipta­bankaþjón­ustu en heim­ili í hinum nor­rænu ríkj­un­um. Það er verk að vinna til að ná tök­um á verðbólgu, því að tekju­lægstu heim­il­in og þjóðirn­ar fara iðulega verst út úr mik­illi verðbólgu.

Bjart hand­an sjón­deild­ar­hrings­ins

Þrátt fyr­ir að blik­ur séu á lofti í hag­kerf­inu er full ástæða til bjart­sýni. Efna­hags­um­svif hafa tekið vel við sér eft­ir far­sótt­ina. Hag­vöxt­ur er um 5%, út­flutn­ings­grein­ar sterk­ar sem styðja við gjald­miðil­inn og gjald­eyr­is­forði sem nem­ur um 25% af lands­fram­leiðslu. Að auki er gert ráð fyr­ir að aðhalds­samri pen­inga­stefna og rík­is­fjár­mál muni leiða til þess að á næsta ári lækki verðbólg­an. Í ná­granna­lönd­un­um er mik­ill ótti við að fram und­an sé tíma­bil sam­spils stöðnun­ar og verðbólgu (e. stag­flati­on), en eng­in merki eru uppi um slíka stöðnun í okk­ar hag­kerfi. Nokkr­ir veiga­mikl­ir þætt­ir ættu einnig að vinna með efna­hags­kerf­inu.

Í fyrsta lagi eru heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs rúm­lega 40% af lands­fram­leiðslu, en til sam­an­b­urðar eru skuld­ir Þýska­lands um 60% og Ítal­íu um 140%. Áætlað er að skulda­hlut­fall rík­is­sjóðs verði komið í 33,4% í árs­lok 2023. Er­lend­ar skuld­ir rík­is­sjóðs eru mjög lág­ar og auk þess er hrein er­lend staða þjóðarbús­ins með allra besta móti í ljósi mik­illa eigna hag­kerf­is­ins í út­lönd­um. Í öðru lagi er Ísland með sjálf­stæða pen­inga­stefnu sem þýðir að við get­um hreyft stýri­vexti hraðar en mörg önn­ur ríki og sér í lagi í sam­an­b­urði við þau sem eru aðilar að mynt­banda­lagi Evr­ópu. Þess má geta að verðbólga inn­an ein­stakra ríkja banda­lags­ins nem­ur allt að 20%. Ítal­ía greiðir 1,9 pró­sentu­stig­um meira en Þýska­land í vöxt­um af láni til tíu ára, nærri tvö­falt meira en sem nem­ur álag­inu í árs­byrj­un 2021! Ljóst er að sama vaxta­stefn­an á ekki við öll ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og munu þau skuld­sett­ustu geta lent í veru­leg­um erfiðleik­um. Í þriðja lagi, vegna góðs geng­is út­flutn­ings­grein­anna hef­ur gjald­miðill­inn okk­ar staðist ágjöf­ina sem felst í óviss­unni. Í fjórða lagi er Ísland stór­fram­leiðandi á þeim vör­um sem vönt­un er á; ann­ars veg­ar mat­væl­um og hins veg­ar orku. Sök­um þessa er verðbólg­an minni en ella væri. Að lok­um, þá hef­ur hag­stjórn­in verið sveigj­an­leg und­an­farið og verið í aðstöðu til að nýta rík­is­fjár­mál­in til að styðja við hag­kerfið á far­sótt­ar­tím­um en draga nú úr þátt­töku þess í út­gjöld­um og fjár­fest­ing­um til að halda aft­ur af verðbólg­unni.

Efna­hags­stjórn­inni næstu miss­eri má líkja við stýra skipi í öldu­róti. Þrátt fyr­ir að skyggnið geti verið slæmt, þá skip­ir mestu máli í hag­stjórn­inni að huga vel að grunn­innviðum og gera það sem þarf. Rík­is­stjórn­in hef­ur sýnt það í verki í gegn­um þann ólgu­sjó sem far­sótt­in var að hún gat far­sæl­lega siglt á milli skers og báru. Næstu aðgerðir í efna­hags­stjórn­inni munu all­ar miða að því að ná utan um verðbólgu­vænt­ing­ar og ef all­ir ákveða að taka þátt í þeirri veg­ferð, þá mun okk­ur farn­ast vel.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 2. júlí 2022.

Categories
Greinar

Hugum vel að samkeppnismálum

Deila grein

27/06/2022

Hugum vel að samkeppnismálum

Á und­an­förn­um ára­tug hef­ur náðst góður ár­ang­ur í stjórn efna­hags­mála á Íslandi. Á þeim tíma hef­ur skuld­astaða rík­is­sjóðs batnað mikið, af­gang­ur af ut­an­rík­is­viðskipt­um og kaup­mátt­ur launa hef­ur auk­ist veru­lega og verðbólgu­töl­ur hald­ist lág­ar í sögu­legu sam­hengi. Ýmsar áskor­an­ir hafa þó skotið upp koll­in­um und­an­far­in tvö ár. Heims­far­ald­ur­inn setti hið venju­bundna líf jarðarbúa á ís með ýms­um rösk­un­um á aðfanga­keðjum og til­heyr­andi áhrif­um á alþjóðaviðskipti. Þá hef­ur óverj­an­leg inn­rás Rússa í Úkraínu mik­il áhrif á verðlagsþróun í heim­in­um öll­um, meðal ann­ars á orku- og fæðukostnað.

Áhrifa þessa er farið að gæta í efna­hags­mál­um víða um ver­öld og hafa verðbólgu­töl­ur hækkað tölu­vert á skömm­um tíma. Áhrif­in af slíkri þróun koma við hvert ein­asta heim­ili í land­inu, sér í lagi tekju­lágt fólk. Gripu stjórn­völd meðal ann­ars til mót­vægisaðgerða með þetta í huga, með sér­tæk­um aðgerðum eins og hækk­un bóta al­manna­trygg­inga, sér­stök­um barna­bóta­auka til þeirra sem eiga rétt á tekju­tengd­um barna­bót­um og hækk­un hús­næðis­bóta. Auk­in­held­ur hafa rík­is­stjórn og Seðlabanki lagst sam­eig­in­lega á ár­arn­ar til þess að tak­ast á við hækk­andi verðbólgu. Kynnti rík­is­stjórn­in í því sam­hengi 27 millj­arða aðhaldsaðgerðir í rekstri hins op­in­bera til að draga úr þenslu og verðbólguþrýst­ingi.

Það er skoðun mín að það sé sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar sem sam­fé­lags, að halda aft­ur af verðlags­hækk­un­um eins og kost­ur er. Þar skipta sam­keppn­is­mál miklu. Virk sam­keppni er einn af horn­stein­um efna­hags­legr­ar vel­gengni. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur meðal ann­ars hafið upp­lýs­inga­öfl­un um þróun verðlags á helstu mörkuðum, til að meta hvort verðlags­hækk­an­ir kunni að stafa af ónægu sam­keppn­is­legu aðhaldi eða óeðli­leg­um hvöt­um. Mun eft­ir­litið leggja sér­staka áherslu á dag­vörumarkað, eldsneyt­is­markað og bygg­ing­ar­vörumarkað. Það ger­ir Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu auðveld­ara um vik að greina óhag­stæð ytri áhrif á verðþróun og greina hvort verðhækk­an­ir kunni að stafa af mögu­leg­um sam­keppn­is­bresti á viðkom­andi mörkuðum. Í vik­unni samþykkti rík­i­s­tjórn­in einnig til­lögu mína um skip­un vinnu­hóps til að greina gjald­töku og arðsemi bank­anna. Við vit­um að stór hluti af út­gjöld­um heim­il­anna renn­ur til bank­anna, í formi af­borg­ana af hús­næðis-, bíla- og neyslu­lán­um auk vaxta og þjón­ustu­gjalda. Sam­setn­ing þess­ara gjalda er oft flók­in, sem ger­ir sam­an­b­urð erfiðan fyr­ir al­menna neyt­end­ur. Því tel ég brýnt að hlut­ur þess­ara þátta verði skoðaður ofan í kjöl­inn, með vís­an til sam­keppn­isþátta og hags­muna neyt­enda. Mark­miðið er að kanna hvort ís­lensk heim­ili greiði meira fyr­ir al­menna viðskipta­bankaþjón­ustu en heim­ili á hinum Norður­lönd­un­um.

Þrátt fyr­ir stór­ar áskor­an­ir á heimsvísu skipta aðgerðir okk­ar inn­an­lands miklu máli. Ég hvet okk­ur öll til þess að vera á tán­um, því sam­eig­in­lega náum við meiri ár­angri í verk­efn­um líðandi stund­ar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar

Greinin birtist fyrst á mbl.is 24. júní 2022.

Categories
Greinar

Samvinna er hugmyndafræði

Deila grein

20/06/2022

Samvinna er hugmyndafræði

Á þess­um hátíðar­degi fögn­um við því að 78 ár eru liðin frá ákvörðun Alþing­is um að stofna lýðveldið Ísland. Hver þjóðhátíðardag­ur mark­ar tíma­mót í sögu lands­ins og veit­ir okk­ur tæki­færi til þess að líta yfir far­inn veg og horfa til framtíðar. Saga ís­lenska lýðveld­is­ins er saga fram­fara. All­ar göt­ur frá stofn­un þess hafa lífs­kjör auk­ist veru­lega og þjóðar­tekj­ur á hvern íbúa eru með þeim mestu í ver­öld­inni. Staða Íslands er sterk í sögu- og alþjóðlegu sam­hengi, þegar flest­ir vel­sæld­ar­mæli­kv­arðar eru kannaðir. Slík­ur ár­ang­ur er ekki sjálf­gef­inn, held­ur ligg­ur þrot­laus vinna kyn­slóðanna sem byggt hef­ur landið hon­um að baki.

Mann­gildi ofar auðgildi

Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn lýðræðis­sam­fé­lags. Virk lýðræðisþátt­taka er eitt af því sem hef­ur ein­kennt ís­lenskt sam­fé­lag. Marg­ir stíga sín fyrstu skref í fé­lags­störf­um með þátt­töku í starfi stjórn­mála­hreyf­inga með það að leiðarljósi að hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið sitt. Í meira en heila öld hef­ur Fram­sókn fylgt þjóðinni og verið far­veg­ur fyr­ir fólk til þess að taka þátt í stjórn­mála­starfi. Sýn Fram­sókn­ar grund­vall­ast á sam­vinnu­hug­sjón­inni; að fólk geti náð meiri ár­angri með því að vinna sam­an og aukið styrk sinn. Sam­vinna bygg­ist ekki aðeins á trausti milli aðila held­ur einnig á góðum og mál­efna­leg­um umræðum sem leiðar til far­sælla niðurstaða.

Við trú­um því að jöfn tæki­færi séu eina leiðin til tryggja sann­girni í sam­fé­lag­inu. Brýnt er að dreifa valdi, án til­lits til auðs, stétt­ar, kyns eða annarra breyta. Mann­gildi ofar auðgildi. All­ar rann­sókn­ir sýna að öfl­ugt mennta­kerfi tryggi mest­an jöfnuð og það vilj­um við tryggja.

Ræt­ur sam­vinnu­hug­sjón­ar­inn­ar og frelsið

Fyrstu regn­hlíf­ar sam­vinnu­hug­sjón­ar­inn­ar, sam­vinnu­fé­lög­in, litu dags­ins ljós á Bretlandi. Það var hóp­ur vefara árið 1844 í bæn­um Rochdale á Norður-Englandi sem kom á lagg­irn­ar fyrsta sam­vinnu­fé­lag­inu. Vefar­arn­ir stóðu frammi fyr­ir lé­leg­um starfsaðstæðum, bág­um kjör­um og háu hrá­efn­is­verði. Í stað þess að starfa hver í sínu horni form­gerðu þeir sam­vinnu sína með sam­vinnu­fé­lagi, sam­nýttu fram­leiðsluþætti og juku þannig slag­kraft sinn til þess til þess að stunda viðskipti. Þeir opnuðu versl­un, eða kaup­fé­lag, og deildu hlut­deild í vel­gengni versl­un­ar­inn­ar með viðskipta­vin­um sín­um sem meðlim­ir í fé­lag­inu. Viðskipta­vin­irn­ir öðluðust jafn­an at­kvæðarétt í fé­lag­inu og áttu þannig sam­eig­in­legra hags­muna að gæta. Sam­vinnu­fé­lög urðu að sam­hjálp til sjálfs­bjarg­ar og höfðu al­mannaþjón­ustu að leiðarljósi með áherslu á nærum­hverfið. Fyrstu kaup­fé­lög­in voru hluti af þjóðfrels­is­bar­áttu okk­ar Íslend­inga. Bænd­ur í Þing­eyj­ar­sýslu voru vel lesn­ir í evr­ópsk­um frels­is­fræðum og árið 1882 stofnuðu þeir fyrsta kaup­fé­lagið til að ráða sjálf­ir versl­un og viðskip­um. Þar voru all­ir jafn­ir og sam­einaði þetta ný­inn­flutta form sjálf­stæði, fram­fara­vilja og lýðræði. Í kjöl­farið óx sam­vinnu­hreyf­ing­unni fisk­ur um hrygg hér­lend­is, sam­vinnu­fé­lög­um fjölgaði ört um allt land og urðu þau fyrstu keppi­naut­ar er­lendra kaup­manna hér á landi.

Kröf­ur tíðarand­ans

Þrátt fyr­ir áskor­an­ir og öldu­dali, sem sam­vinnu­hreyf­ing­in hér­lend­is gekk í gegn­um á árum áður, hef­ur þörf­in fyr­ir sterka sam­vinnu­hug­sjón sjald­an verið jafn rík og nú. Fyr­ir­mynd­ar­sam­vinnu­fé­lög eru rek­in hér á landi og sam­vinnu­hreyf­ing­in hef­ur haldið áfram að dafna er­lend­is, til að mynda í Evr­ópu og vest­an­hafs. Þannig eru Banda­rík­in merki­leg­ur jarðveg­ur ný­sköp­un­ar í sam­vinnu­starfi. Jafn­vel fyr­ir­tæki í tækni­grein­um, hug­búnaði og fjöl­miðlun sækja fyr­ir­mynd­ir í kaup­fé­lög og gera þannig sam­vinnu og lýðræði að horn­stein­um. Ung­ar og upp­lýst­ar kyn­slóðir okk­ar tíma sækja inn­blást­ur í sam­vinnu­formið og álíta það spenn­andi val­kost til að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tímas. Klasa­starf­semi og sam­vinnu­hús af ýmsu tagi eru dæmi um það. Krafa tím­ans er enn meira sjálf­stæði, sterk­ari rétt­ur al­menn­ings og sam­fé­lags, fram­far­ir á öll­um sviðum með lýðræði og jafn­rétti að leiðarljósi – rétt eins og í Þing­eyj­ar­sýslu forðum daga.

Fjöl­breytt­ir far­veg­ir til ár­ang­urs

Með of­an­greint í huga mun viðskiptaráðherra meðal ann­ars hrinda af stað end­ur­skoðun á lög­um um sam­vinnu­fé­lög á kjör­tíma­bil­inu til að auðvelda fólki við að vinna að sam­eig­in­leg­um hug­ar­efn­um sín­um. Sam­vinnu­fé­lags­formið get­ur verið hent­ug­ur far­veg­ur fyr­ir fólk til þess að tak­ast á við áskor­an­ir og bæta sam­fé­lagið. Heim­ur­inn stend­ur frammi fyr­ir fjöl­mörg­um úr­lausn­ar­efn­um sem ekki verða leidd til lykta nema með sam­vinnu, hvort sem um er að ræða í um­hverf­is­mál­um, mennta­mál­um, alþjóðaviðskipt­um eða öðru. Stjórn­völd eiga að tryggja eld­hug­um og hug­sjóna­fólki fjöl­breytta far­vegi til þess að tak­ast sam­eig­in­lega á við slík út­lausn­ar­efni.

Sam­fé­lag er sam­vinnu­verk­efni

Tæp­um 106 árum frá því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var stofnaður, höld­um við enn tryggð við þá sam­vinnu­hug­sjón sem flokk­ur­inn spratt upp úr. Það er ekki sjálfsagt fyr­ir stjórn­mála­afl að ná svo háum aldri. Fram­sókn er fjölda­hreyf­ing og 13.000 fé­lag­ar í flokkn­um, hring­inn í kring­um landið, eiga það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið ásamt því að sýna sterka for­ystu í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða við aðra flokka til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Vilji fólks­ins

Stjórn­mála­flokk­ur þarf á hverj­um tíma að geta rýnt sjálf­an sig með gagn­rýn­um hætti, aðlag­ast nýj­um áskor­un­um sam­tím­ans, hlustað á grasrót sína og virt vilja fé­lags­manna. Það sama á við um þjóðfé­lag sem vill ná langt. Sú staðreynd að við get­um fjöl­mennt á sam­kom­ur víða um land til þess að fagna þess­um merka áfanga, sem full­veldið er í sögu þjóðar­inn­ar, er ekki sjálf­gefið. Sú elja og þraut­seigja sem forfeður okk­ar sýndu í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar lagði grunn­inn að þeim stað sem við erum á í dag. Lýðveldið Ísland á sér bjarta framtíð og Fram­sókn mun halda áfram að vinna í þágu sam­fé­lags­ins með hug­mynda­fræði sam­vinn­unn­ar að leiðarljósi. Þau tæki­færi sem eru fyr­ir hendi til þess að sækja fram fyr­ir sam­fé­lagið eru fjöl­mörg. Það er okk­ar sam­eig­in­lega verk­efni sem þjóðar að grípa þau og tryggja að Ísland verði áfram í fremstu röð meðal þjóða heims og fagni full­veldi sínu um ókomna tíð. Í þess­um efn­um geym­ir saga sam­vinnu­starfs á Íslandi og víðar um ver­öld­ina dýr­mæta lær­dóma – fjár­sjóð á veg­ferð okk­ar til framtíðar. Við ósk­um lands­mönn­um öll­um gleðilegr­ar þjóðhátíðar.

Sig­urður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra og rit­ari Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. júní 2022.

Categories
Greinar

Ný straumhvörf í kvikmyndagerð á Íslandi

Deila grein

15/06/2022

Ný straumhvörf í kvikmyndagerð á Íslandi

Straum­hvörf urðu í um­hverfi kvik­mynda­gerðar árið 1999 þegar lög um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru samþykkt. Með þeim var rekstr­ar­um­hverfi kvik­mynda­geir­ans eflt með 12% end­ur­greiðslu­hlut­falli á fram­leiðslu­kostnaði hér­lend­is. Síðan þá hef­ur alþjóðleg sam­keppni á þessu sviði auk­ist til muna og fleiri ríki hafa fetað í fót­spor Íslands þegar kem­ur að því að auka sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­geir­ans með það að mark­miði að laða að er­lend verk­efni og efla inn­lenda fram­leiðslu. Það er í takt við þá áherslu stjórn­valda víða í heim­in­um að efla skap­andi grein­ar og hug­vits­drif­in hag­kerfi sem skara fram úr.

Það er skýr sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar að Ísland eigi að vera í far­ar­broddi í því að efla skap­andi grein­ar og hug­verka­drif­inn iðnað. Með það í huga er ánægju­legt að segja frá að frum­varp um hækk­un end­ur­greiðslu­hlut­falls úr 25% í 35% í kvik­mynda­gerð er nú á loka­metr­um þings­ins. Mark­mið þess er að styðja enn frek­ar við grein­ina með hærri end­ur­greiðslum til að stuðla að því að fleiri stór verk­efni verði unn­in al­farið á Íslandi. Verk­efn­in þurfa að upp­fylla þrjú ný skil­yrði til að eiga kost á 35% end­ur­greiðslu. Í fyrsta lagi verða þau að vera að lág­marki 350 m.kr að stærð, starfs­dag­ar hér á landi þurfa að vera að lág­marki 30 og fjöldi starfs­manna sem vinna beint að verk­efn­inu þarf að vera að lág­marki 50.

Mark­mið laga­setn­ing­ar­inn­ar frá 1999 hef­ur gengið eft­ir en um­svif kvik­mynda­gerðar hafa auk­ist all­ar göt­ur síðan. Kvik­mynda­gerð hef­ur verið áber­andi í ís­lensku menn­ing­ar- og at­vinnu­lífi og hef­ur velta grein­ar­inn­ar þre­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og nem­ur nú um 30 millj­örðum króna á árs­grund­velli en vel á fjórða þúsund starfa við kvik­mynda­gerð. Sí­fellt fleira ungt fólk starfar við skap­andi grein­ar eins og kvik­mynda­gerðina enda er starfs­um­hverfið fjöl­breytt og spenn­andi og ýmis tæki­færi til starfsþró­un­ar hér inn­an­lands sem og er­lend­is. Þá er einnig óþarft að telja upp öll þau stór­verk sem tek­in hafa verið upp að hluta hér á landi með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á ferðaþjón­ust­una og ímynd lands­ins. Þannig kom til dæm­is fram í könn­un Ferðamála­stofu frá sept­em­ber 2020 að 39% þeirra sem svöruðu sögðu að ís­lenskt lands­lag í hreyfi­mynda­efni, þ.e. kvik­mynd­um, sjón­varpsþátt­um og tón­list­ar­mynd­bönd­um, hefði m.a. haft áhrif á val á áfangastað.

Hærra end­ur­greiðslu­hlut­fall hér á landi mun því valda nýj­um straum­hvörf­um í kvik­mynda­gerð hér á landi og auka verðmæta­sköp­un þjóðarbús­ins. Með kvik­mynda­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030 hafa stjórn­völd markað skýra sýn til að ná ár­angri í þess­um efn­um – enda hef­ur Ísland mannauðinn, nátt­úr­una og innviðina til þess að vera framúrsk­ar­andi kvik­mynda­land sem við get­um verið stolt af. Ég er þakk­lát fyr­ir þann þver­póli­tíska stuðning sem er að teikn­ast upp við málið á Alþingi Íslend­inga og er ég sann­færð um að málið muni hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið okk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 15. júní 2022

Categories
Greinar Uncategorized

Bréf frá Íslandi

Deila grein

13/06/2022

Bréf frá Íslandi

Um þess­ar mund­ir er þess minnst að 250 ár eru liðin frá merk­um vís­inda­leiðangri sem Eng­lend­ing­ur­inn sir Joseph Banks leiddi til Íslands árið 1772. Með hon­um í för og einna fremst­ur þeirra vís­inda­manna sem þátt tóku í leiðangr­in­um var hinn sænski Daniel Soland­er, nátt­úru­fræðing­ur og fyrr­ver­andi nem­andi Linnæ­us­ar við Upp­sala­há­skóla.

Daniel Soland­er fædd­ist árið 1733 í Norður­botni og það kom brátt í ljós að hann var góðum hæfi­leik­um bú­inn. Soland­er er lýst af sam­tíma­fólki sem vin­sæl­um og heill­andi manni sem klædd­ist iðulega lit­rík­um fatnaði. Að loknu námi í Upp­söl­um leiddi vís­inda­starfið Soland­er til Lund­úna þar sem hann hóf störf við Brit­ish Muse­um sem sér­fræðing­ur í flokk­un­ar­kerfi Linnæ­us­ar. Í kjöl­farið varð hann jafn­framt sam­starfsmaður Josephs Banks, hins fræga enska nátt­úru­fræðings. Áður en af Íslands­för­inni varð tóku þeir Banks meðal ann­ars þátt í mikl­um land­könn­un­ar­leiðangri um Kyrra­hafið með Cook kaf­teini og varð Soland­er þá fyrst­ur Svía til að sigla um­hverf­is hnött­inn.

Sir Lawrence, skipið sem bar leiðang­urs­menn frá Bretlandi, sigldi þann 29. ág­úst inn Hafn­ar­fjörð. Soland­er hélt rak­leiðis til Bessastaða á fund stift­amt­manns og amt­manns og hétu emb­ætt­is­menn­irn­ir full­um stuðningi við leiðang­ur­inn. Sir Lawrence fékk m.a. leyfi til að kasta akk­er­um í Hafnar­f­irði, en til þess þurfti leyfi vegna ein­ok­un­ar­versl­un­ar Dana sem enn var við lýði.

Ferðalöng­un­um var tekið með kost­um og kynj­um hér á landi. Þeir nutu fé­lags­skap­ar frammámanna í sam­fé­lag­inu, stunduðu nátt­úru­rann­sókn­ir, söfnuðu ýms­um rit­heim­ild­um og skrá­settu jafn­framt líf og aðbúnað í land­inu í máli og mynd­um. Einn af hápunkt­um leiðang­urs­ins var ferð um Suður­land þar sem m.a. var gengið á Heklu.

Hinn 9. októ­ber 1772 sigldi Sir Lawrence aft­ur frá Hafnar­f­irði og áleiðis til Bret­lands með gögn um nátt­úru, sam­fé­lag og sögu. Þessi til­tölu­lega stutta heim­sókn til Íslands markaði djúp spor.

Með í leiðangr­in­um til Íslands var Uno von Troil sem síðar varð erki­bisk­up í Upp­söl­um. Hann skrifaði bók um ferð þessa, Bref rör­ande en resa till Is­land eða Bréf frá Íslandi, sem var gef­in út árið 1777. Bók Uno von Troil var næstu ár á eft­ir þýdd á þýsku, ensku, frönsku og hol­lensku. Bók­in seld­ist vel og var prentuð í nokkr­um up­p­lög­um. Lýs­ing hans á Íslandi hafði mik­il áhrif í Evr­ópu 18. ald­ar og vakti áhuga ná­granna okk­ar á landi og þjóð.

Áhrifa leiðang­urs­ins varð ekki síst vart í Svíþjóð, þar sem Bréf frá Íslandi átti þátt í að skapa til­finn­ingu fyr­ir djúp­um tengsl­um þjóðanna, í gegn­um tungu­mál, sögu og menn­ingu. Sam­bland af sögu­legri teng­ingu Íslands og Svíþjóðar, for­vitni og fé­lags­lynd­um eig­in­leik­um Soland­ers og von Troils ásamt ein­stakri þekk­ingu þeirra skipti sköp­um fyr­ir leiðang­ur­inn. Menn­irn­ir tveir mynduðu sterk tengsl við ís­lensku gest­gjaf­ana í gegn­um sam­eig­in­leg­an bak­grunn í nor­rænu tungu­máli, menn­ingu og sögu.

Í sam­starfi við menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið mun sænska sendi­ráðið standa fyr­ir mik­illi dag­skrá tengdri rann­sókn­ar­ferð Daniels Soland­ers sem mun standa yfir í tvö ár með þátt­töku um 30 ís­lenskra sam­starfsaðila. Þema verk­efn­is­ins er Soland­er 250 – Bréf frá Íslandi. Tíma­móta­árið ein­kenn­ist af nánu sam­tali lista og vís­inda. Það er þver­menn­ing­ar­legt og opn­ar á sam­tal milli norður­skauts- og Kyrra­hafs­svæðis­ins og inn­an Norður­landa. Tíma­móta­árið lít­ur jafn­framt fram á við, inn í sam­eig­in­lega framtíð okk­ar. Verk­efnið snýst um sam­tal vinaþjóðanna Íslend­inga og Svía um sam­eig­in­lega sögu, sem og lofts­lag, nátt­úru og menn­ingu í fortíð, nútíð og framtíð.

Ein­stök lista­sýn­ing er horn­steinn tíma­móta­árs­ins. Í sam­starfi við Íslenska grafík hef­ur tíu ís­lensk­um lista­mönn­um verið boðið að hug­leiða Ísland, Soland­er og leiðang­ur­inn árið 1772. Lista­menn­irn­ir sem taka þátt í því eru Anna Lín­dal, Aðal­heiður Val­geirs­dótt­ir, Daði Guðbjörns­son, Gíslína Dögg Bjarka­dótt­ir, Guðmund­ur Ármann Sig­ur­jóns­son, Iré­ne Jen­sen, Laura Valent­ino, Soffía Sæ­munds­dótt­ir, Val­gerður Björns­dótt­ir og Vikt­or Hann­es­son. Tíu grafíklista­verk þeirra mynda sýn­ingu sem heit­ir Soland­er 250: Bréf frá Íslandi. Sýn­ing­in verður form­lega vígð í Hafnar­f­irði í ág­úst.

Sýn­ing þessi verður sýnd á ell­efu stöðum víðsveg­ar um Ísland ásamt lista­sýn­ing­unni Para­dise Lost – Daniel Soland­er’s Legacy og inni­held­ur verk eft­ir tíu lista­menn frá Kyrra­hafs­svæðinu sem áður hafa verið sýnd á Nýja-Sjálandi, í Ástr­al­íu og Svíþjóð. Þetta er ein­stak­ur viðburður, sam­tal í gegn­um list milli norður­slóða og Kyrra­hafs, hér á Íslandi. Von­ast er einnig til þess að þetta veki áhuga meðal hinna fjöl­mörgu er­lendu gesta Íslands. Auk þess er ætl­un­in, með öllu verk­efn­inu árin 2022 og 2023, að vekja áhuga og for­vitni barna á nátt­úru­vís­ind­um og stór­kost­legri flóru Íslands. Við send­um vissu­lega bréf frá Íslandi með þönk­um um list­ir og vís­indi, um menn­ing­ar­tengsl og um sam­eig­in­lega framtíð okk­ar!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og

Pär Ahlber­ger sendi­herra Svíþjóðar á Íslandi.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. júní 2022

Categories
Greinar

Íslenskan er okkar öflugasta vopn

Deila grein

07/06/2022

Íslenskan er okkar öflugasta vopn

Í mín­um huga er tungu­mál hverr­ar þjóðar henn­ar helsta ger­semi, þar sem öll mann­leg sam­skipti byggj­ast á því. Tungu­málið hafði mik­il­vægt hlut­verk í sjálf­stæðis­bar­áttu ís­lensku þjóðar­inn­ar á sín­um tíma. Segja má að það hafi verið vopn Íslend­inga. Í raun var það helsta rök­semd leiðtoga þjóðar­inn­ar þegar þeir kröfðust sér­stöðu inn­an danska kon­ungs­rík­is­ins. Vegna þeirra öru sam­fé­lags- og tækni­breyt­inga sem orðið hafa síðustu árin, er nauðsyn­legt að huga vel að framþróun tungu­máls­ins. Tækn­in hef­ur þurrkað út fjölda landa­mæra. Við kom­umst nú í fjöl­breytt­ari og nán­ari snert­ingu við aðra menn­ingu og menn­ing­ar­heima en eins og Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or em­er­ít­us, skrif­ar: „… er ein stærsta áskor­un­in sem við stönd­um nú frammi fyr­ir á sviði ís­lenskr­ar menn­ing­ar … að tryggja að leiðir milli ís­lensks menn­ing­ar­heims og annarra menn­ing­ar­heima hald­ist greiðar – í báðar átt­ir – án þess að það verði á kostnað ís­lensk­unn­ar.“

Fram­ar von­um

Á dög­un­um tók ég þátt í fundaröð sendi­nefnd­ar for­seta Íslands með tæknifyr­ir­tækj­um í Banda­ríkj­un­um, þar á meðal Apple, Meta, Amazon, Open AI og Microsoft. Mark­mið fund­anna var að sýna for­svars­fólki fyr­ir­tækj­anna fram á mik­il­vægi þess að ís­lensk tunga eigi sinn sess í þróun á nýj­ustu tækni­lausn­um og að kynna þær afurðir sem þegar eru til staðar fyr­ir til­stilli mál­tækni­áætl­un­ar ís­lenskra stjórn­valda. Alls staðar var málstað ís­lensk­unn­ar tekið vel og frek­ara sam­starf rætt. Raun­ar fóru viðtök­urn­ar fram úr mín­um björt­ustu von­um.

Mark­mið mál­tækni

Mál­tækni snýst um að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið tungu­mál og stuðlað að notk­un þeirra í sam­skipt­um manns, tölvu og annarra tækja sem byggj­ast á sta­f­rænni tækni.

Mark­mið mál­tækni­áætl­un­ar stjórn­valda (2018-2022) er að tryggja að hægt verði að nota ís­lensku í sam­skipt­um við tæki og í allri upp­lýs­inga­vinnslu. For­gangs­verk­efni áætl­un­ar­inn­ar eru þau verk­efni sem mynda nauðsyn­leg­an grunn fyr­ir áfram­hald­andi þróun á mis­mun­andi sviðum mál­tækni fyr­ir ís­lensku. Gerður var samn­ing­ur við sjálf­seign­ar­stofn­un­ina Al­mannaróm um rekst­ur miðstöðvar mál­tækni­áætl­un­ar. Al­mannaróm­ur hef­ur gengið frá sam­starfs­samn­ing­um við hóp rann­sak­enda með sérþekk­ingu á sviði mál­vís­inda og mál­tækni og ber sá hóp­ur nafnið Sam­starf um ís­lenska mál­tækni (SÍM).

Með sam­starfs­samn­ing­um er rann­sak­end­un­um falið að ann­ast fram­kvæmd þeirra verk­efna sem eru til­greind í mál­tækni­áætl­un­inni.

Frá Emblu til yf­ir­lestr­ar

Verk­efni mál­tækni­áætl­un­ar eru flokkuð í tal­grein­ingu, tal­gerv­ingu, vélþýðing­ar, mál­rýni og mál­föng. Með smíði þeirra og inn­leiðingu verður fólki og fyr­ir­tækj­um auðveldað dag­legt líf með ýmsu móti í sam­skipt­um hér inn­an­lands sem og í sam­skipt­um við út­lönd. Yfir 60 sér­fræðing­ar hafa unnið af mikl­um metnaði und­an­far­in ár að eft­ir­töld­um lausn­um sem eru hjartað og sál­in í mál­tækni­verk­efni stjórn­valda. Þess­ar lausn­ir nýt­ast öll­um sem vilja smíða hug­búnaðarlausn­ir sem inni­halda hágæðaís­lensku fyr­ir al­menn­ing og fyr­ir­tæki. Áhersla er lögð á aðgengi að þess­um lausn­um svo að þær nýt­ist öll­um.

Tal­grein­ir: Hug­búnaður sem breyt­ir töluðu máli í rit­mál. Tækniþróun fær­ist í þá átt að við stýr­um tækj­um með tal­skip­un­um, þ.e. með rödd­inni, í stað þess að nota fing­urna.

Tal­gervill: Hug­búnaður sem breyt­ir rituðum texta í talað mál, svo tæk­in geti bæði svarað okk­ur og lesið upp texta á sem eðli­leg­ast­an hátt.

Vélþýðing: Sjálf­virk­ar þýðing­ar milli ís­lensku og annarra tungu­mála sem gerðar eru af tölvu. Vélþýðing­ar flýta fyr­ir þýðing­ar­starfi og gera fjöl­breytt­ari texta aðgengi­lega á ís­lensku.

Mál­rýn­ir: Hug­búnaður sem aðstoðar alla við að vinna með texta á ís­lensku, t.d. leiðrétta vill­ur í staf­setn­ingu, mál­fræði eða orðanotk­un.

Mál­föng: Gagna­söfn og tól sem tengj­ast og nýt­ast í vinnu með mál­tækni fyr­ir ís­lensku. Þau eru meðal ann­ars nauðsyn­leg til þess að greina tungu­málið, safna orðaforða, finna regl­ur og mynstur. Nægi­legt magn viðeig­andi gagna og áreiðan­leg stoðtól eru grunn­ur og for­senda allr­ar þró­un­ar í mál­tækni.

Af hverju skipt­ir þetta máli?

Lífs­gæðin sem við sköp­um okk­ur í framtíðinni byggj­ast á mennt­un, rann­sókn­um og ný­sköp­un – og þeirri lyk­il­for­sendu að við höld­um í við þær öru tækni­breyt­ing­ar sem heim­ur­inn fær­ir okk­ur. Þess vegna verður að vera aðgengi­legt að nota ís­lensku í hug­búnaðarþróun tæknifyr­ir­tækja, hvort held­ur þeirra stóru út í heimi eða þeirra smærri hér á Íslandi. Þá er raun­in sú að tækn­inni í kring­um okk­ur er í aukn­um mæli stýrt af tungu­mál­inu. Þró­un­in er í þá átt að við mun­um í aukn­um mæli ein­fald­lega tala við tæk­in okk­ar. Radd­stýr­ing tækn­inn­ar fær­ir okk­ur ótal tæki­færi til að ein­falda og bæta lífið og get­ur gert dag­leg­ar at­hafn­ir ein­fald­ari og fljót­legri. Við þurf­um að halda áfram að smíða, aðlaga, þróa og rækta sam­starf um mál­tækni og gervi­greind. Það er ljóst að sú vinna skil­ar ár­angri og ís­lenska á fullt er­indi í sta­f­ræna tækni.

Gervi­greind­in

Árið 2017 átt sér stað hljóðlát bylt­ing þegar Alp­haZero, gervi­greind­ar­for­ritið sigraði Stockfish, öfl­ug­asta skák­for­rit í heimi. Sig­ur Alp­haZero var af­ger­andi: það vann tutt­ugu og átta leiki, gerði sjö­tíu og tvö jafn­tefli og tapaði engu. Þessi sig­ur markaði tíma­mót í þróun á gervi­greind og ljóst varð að hún yrði part­ur af okk­ar dag­lega lífi. Eitt af því sem liðsinnt get­ur framþróun tungu­mála eins og ís­lensku er ör þróun gervi­greind­ar. Þar fel­ast mörg tæki­færi, sem flest eru ókönnuð enn. Þróun gervi­greind­ar­tækni hef­ur verið ótrú­lega hröð síðustu ár og nú eru kom­in fram kraft­mik­il kerfi sem fær eru um bylt­ing­ar­kennda hluti sem geta haft gríðarleg áhrif á líf fólks og sam­fé­lög. Framtíð tungu­mála í sta­f­ræn­um heimi er samof­in þróun gervi­greind­ar. Íslenska og gervi­greind þurfa hvort á öðru að halda og gervi­greind­arþróun á Íslandi tek­ur stór stökk nú þegar inn­an mál­tækni­verk­efna sem hér eru unn­in. Enn stærri stökk verða svo tek­in í sam­starfi við alþjóðleg tæknifyr­ir­tæki.

Áfram veg­inn

Það er mark­mið okk­ar að ís­lensk­an eigi sér sess í þróun hug­búnaðar- og tækni­lausna hjá helstu tæknifyr­ir­tækj­um heims, og að því vinn­um við í góðri sam­vinnu. Fund­irn­ir með full­trú­um tækn­iris­anna vest­an­hafs gengu von­um fram­ar og voru full­trú­ar þeirra marg­ir þegar bún­ir að kynna sér mál­in vel og komu vel und­ir­bún­ir. Það kom fram á fund­un­um að ár­ang­ur sem við höf­um náð í smíði kjarna­lausna get­ur skilað okk­ur víðtæku sam­starfi á sviðum mál­tækni. Eft­ir­fylgni með fund­un­um er haf­in af hálfu SÍM (Sam­starfs um ís­lenska mál­tækni) og sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar Al­mannaróms við að koma á frek­ari tengsl­um milli tækni­fólks hér heima og hjá fyr­ir­tækj­un­um til að stuðla að nýt­ingu ís­lensku gagn­anna og sam­vinnu um næstu skref.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 4. júní 2022

Categories
Greinar

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Deila grein

27/05/2022

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Eft­ir áskor­an­ir und­an­far­inna ára erum við far­in að hefja okk­ur til flugs í ferðaþjón­ust­unni á ný. Seigla ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu og stuðningsaðgerðir stjórn­valda hafa gert það að verk­um að end­ur­reisn grein­ar­inn­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi er mögu­leg. Og um leið end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins og bættra lífs­kjara hér á landi. Tím­inn í far­aldr­in­um var vel nýtt­ur, bæði hjá stjórn­völd­um sem og hjá fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um.

Hvað varðar aðgerðir stjórn­valda ber til dæm­is að nefna stofn­un áfangastaðastofa í hverj­um lands­hluta, stór aukn­ar fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði sam­göngu­innviðum og innviðum á ferðamanna­stöðum svo þeir verði bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti aukn­um fjölda gesta á ný.

Ferðaþjón­usta er burðarás í ís­lensku efna­hags­lífi og er at­vinnu­grein sem get­ur skapað mik­il út­flutn­ings­verðmæti á skömm­um tíma. Eitt helsta mark­mið stjórn­valda á sviði ferðaþjón­ustu er að árið 2030 eyði ferðamenn 700 millj­örðum króna hér á landi. Eitt helsta for­gangs­verk­efnið nú í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er að klára vinnu við að móta nýja aðgerðaáætl­un á sviði ferðamála á grunni Framtíðar­sýn­ar og leiðarljóss ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030 þar sem áhersla er lögð á sjálf­bærni á öll­um sviðum. Mik­il­vægt er að leggja áherslu á ávinn­ing heima­manna um allt land, í því sam­bandi er dreif­ing ferðamanna lyk­il­atriði. En ójöfn dreif­ing ferðamanna um landið hef­ur verið ein mesta áskor­un ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu frá upp­hafi. Mikið er í húfi, t.a.m. betri nýt­ing innviða, bætt bú­setu­skil­yrði og lífs­gæði heima­manna, betri rekstr­ar- og fjár­fest­ing­ar­skil­yrði fyr­ir­tækja og fjöl­breytt­ara at­vinnu­líf um land allt. Greitt milli­landa­flug skipt­ir í þessu sam­hengi miklu máli og hafa ánægju­leg­ar frétt­ir borist af því að und­an­förnu með stofn­un flug­fé­lags­ins Nicea­ir sem mun fljúga beint frá Ak­ur­eyri.

Aðgerðir á fyrstu mánuðum hins nýja ráðuneyt­is hafa meðal ann­ars ein­kennst af of­an­töldu. Tím­inn hef­ur verið vel nýtt­ur og meðal ann­ars auk­inn slag­kraft­ur var sett­ur með 550 m.kr fram­lagi í alþjóðlega markaðsverk­efnið „Sam­an í sókn“ sem haf­ur það að mark­miði að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar. Samn­ing­ur var gerður um markaðssetn­ingu á Norður- og Aust­ur­landi sem væn­leg­um áfanga­stöðum fyr­ir beint milli­landa­flug. Tæp­um 600 m.kr. út­hlutað úr fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til að bæta innviði og auka getu svæðanna til að taka á móti ferðamanna­mönn­um, tvær reglu­gerðir und­ir­ritaðar til að koma móts við erfiða lausa­fjár­stöðu fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu vegna af­leiðinga heims­far­ald­urs. Þá mælti ég í vik­unni einnig fyr­ir breyt­ingu á lög­um um Ferðaábyrgðasjóð en með breyt­ing­unni verður láns­tími lána sjóðsins lengd­ur úr 6 árum í 10 ár sem auðveld­ar ferðaskrif­stof­um að standa við af­borg­an­ir, nú þegar viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar er haf­in af fullu krafti.

Það er ánægju­legt að heyra þá bjart­sýni sem rík­ir víða í ferðaþjón­ust­unni, bók­un­arstaðan er góð og mik­ill áhugi er á því að heim­sækja landið okk­ar. Íslensk ferðaþjón­usta er á heims­mæli­kv­arða og þar vilj­um við styrkja hana enn frek­ar í sessi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

ferðamálaráðherra og varaformaður Framsókar

Greinin birtist fyrst á mbl.is 27. maí 2022

Categories
Greinar

Erindi Framsóknar

Deila grein

18/05/2022

Erindi Framsóknar

Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn þess lýðræðis­sam­fé­lags sem við búum í. Það að búa í frjálsu og opnu lýðræðisþjóðfé­lagi er ekki sjálf­gef­inn hlut­ur eins og fjöl­mörg dæmi í heim­in­um sanna. Það er því hátíðar­stund í hvert skipti sem gengið er til kosn­inga og kjós­end­ur greiða þeim sem þeir treysta at­kvæði sín til að vinna að þörf­um mál­efn­um fyr­ir sam­fé­lagið. Vel heppnaðar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar um liðna helgi voru þar eng­in und­an­tekn­ing. Ég vil byrja á að óska öll­um þeim sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um sem náðu kjöri fyr­ir hönd ólíkra flokka inni­lega til ham­ingju með kjörið. Það er mik­il heiður sem fylg­ir því að vera val­inn af kjós­end­um til trúnaðarstarfa fyr­ir sam­fé­lagið.

Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli en á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta þjón­ustu sem snerta hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi. Það var ánægju­legt að sjá þann mikla meðbyr með fram­bjóðend­um Fram­sókn­ar raun­ger­ast í glæsi­leg­um fylgistöl­um um allt land. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunn­um, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess auka vel­sæld íbú­anna. Sem vara­formaður Fram­sókn­ar fyllt­ist ég stolti að fylgj­ast með þeirri mál­efna­legu og upp­byggi­legu kosn­inga­bar­áttu sem fram­bjóðend­ur flokks­ins ráku á landsvísu.

Sá vaski hóp­ur á það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Fjöl­marg­ir kjós­end­ur um allt land eru sam­mála þess­um boðskap og til dæm­is í sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu náði flokk­ur­inn sögu­leg­um fylgistöl­um og jók styrk sinn veru­lega. Sér­stak­lega ánægju­legt var að sjá upprisu flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur og bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þar sem flokk­ur­inn fór úr því að eiga enga full­trúa yfir í það að eiga fjóra í báðum sveit­ar­fé­lög­um. Við í Fram­sókn erum þakk­lát kjós­end­um fyr­ir það mikla traust sem þeir sýna flokkn­um og fram­bjóðend­um hans. Í því er fólg­in mik­il hvatn­ing til þess að vinna að já­kvæðum breyt­ing­um í sveit­ar­fé­lög­um um allt land. Und­ir þeirri ábyrgð munu sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar okk­ar rísa með glæsi­brag og gera sam­fé­lagið enn betra en það var í gær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Höfundur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. maí 2022

Categories
Fréttir Greinar

Framsókn um allt land!

Deila grein

09/05/2022

Framsókn um allt land!

Í dag eru fimm dag­ar til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í land­inu þar sem um 277.000 kjós­end­ur munu hafa tæki­færi til að tjá hug sinn með at­kvæðum sín­um. Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli í því góða lýðræðis­sam­fé­lagi sem við búum í. Á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um til þess að bæta sam­fé­lag sitt og auka lífs­gæði íbú­anna. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta nærþjón­ustu sem snert­ir hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi – til dæm­is með því að viðhalda litl­um um­ferðargöt­um, fjar­lægja rusl, skipu­leggja og út­hluta lóðum, veita barna­fjöl­skyld­um ýmsa stoðþjón­ustu, halda úti leik- og grunn­skól­um og þjón­usta eldri borg­ara.

Í fjöl­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um hring­inn um landið býður Fram­sókn fram öfl­uga lista, skipaða fólki sem brenn­ur fyr­ir það að gera sam­fé­lagið sitt betra en það var í gær. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunni, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess að auka vel­sæld íbú­anna. Það er ánægju­legt að finna fyr­ir og heyra af þeim mikla meðbyr sem fram­bjóðend­ur Fram­sókn­ar finna út um allt land. All­ir eiga þeir það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Það er ánægju­legt að sjá að kann­an­ir benda til þess að Fram­sókn sé sér­stak­lega að sækja í sig veðrið á höfuðborg­ar­svæðinu. Fólk er í aukn­um mæli að kalla eft­ir auk­inni sam­vinnu til þess að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tím­ans. Það er klár­lega rými fyr­ir slíkt í ráðhúsi Reykja­vík­ur þar sem hörð átaka­stjórn­mál hafa verið stunduð und­an­far­in ár, á sama tíma og þjón­usta við borg­ar­búa hef­ur of oft ekki staðið und­ir vænt­ing­um – hvort sem um er að ræða ein­stak­linga eða fyr­ir­tæki. Þannig mæl­ist traust á ráðhús­inu minnst af öll­um stofn­un­um sem eru mæld­ar og ánægja Reyk­vík­inga með þjón­ustu borg­ar­inn­ar mæl­ist tals­vert minni en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Þessu þarf að breyta og hug­mynda­fræði Fram­sókn­ar mun þar leika lyk­il­hlut­verk.

Ég hvet kjós­end­ur til þess að kynna sér fram­bjóðend­ur og mál­efni Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar og nýta kosn­inga­rétt sinn í kosn­ing­un­um.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Höf­und­ur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2022.