Categories
Greinar

Draugagangur

Deila grein

19/10/2021

Draugagangur

Göm­ul óværa hef­ur minnt á sig á und­an­förn­um miss­er­um. Sam­kvæmt gam­alli þjóðtrú er ekki hægt að drepa drauga, en hins veg­ar má kveða þá niður svo ekki spyrj­ist til þeirra um styttri eða lengri tíma. Sú lýs­ing virðist eiga við um verðbólgu­draug­inn, sem reglu­lega er vak­inn upp og get­ur svifið um hag­kerfið allt ef ekki er haldið fast um stjórn­artaum­ana.

Nú ber reynd­ar svo við, að verðbólga hef­ur auk­ist um all­an heim en ekki aðeins á Íslandi. Önnur óværa er a.m.k. að hluta ábyrg fyr­ir þess­ari alþjóðlegu þróun, því verðbólga virðist vera fylgi­fisk­ur Covid-19 í mörg­um lönd­um heims – ekki síst í Banda­ríkj­un­um, þar sem verðbólga hef­ur fimm­fald­ast frá árs­byrj­un. Skýr­inga er einkum að leita í mikl­um og snörp­um efna­hags­bata, hækk­un olíu- og hrávöru­verðs, vöru­skorti og hærri fram­leiðslu- og flutn­ings­kostnaði. Eft­ir­spurn hef­ur auk­ist hratt og á mörg­um mörkuðum hef­ur virðiskeðjan rofnað, með til­heyr­andi raski á jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Fyr­ir vikið hef­ur inn­flutt verðbólga auk­ist á Íslandi og mæld­ist verðbólga í sept­em­ber 4,4% ásamt því að verðbólgu­vænt­ing­ar hafa auk­ist á ný. Þar spil­ar inn í hækk­andi verðlag á nauðsynja­vör­um og svo auðvitað hús­næðisliður­inn, en ört hækk­andi hús­næðis­verð er aðkallandi vandi sem verður að leysa. Góðu frétt­irn­ar eru hins veg­ar þær, að und­ir­liggj­andi verðbólga hélt áfram að hjaðna, þótt hún sé enn nokk­ur. Grein­inga­deild­ir bú­ast við því að há­marki verði náð í kring­um ára­mót­in, en þaðan í frá muni verðbólga lækka og verða um 2,5% á seinni hluta næsta árs.

Þetta þarf að hafa í huga við hag­stjórn­ina og brýnt er að grípa til mót­vægisaðgerða svo lang­tíma-verðbólg­an verði hóf­leg. Nú þegar hef­ur Seðlabank­inn gripið til aðgerða, hækkað vexti ásamt því að setja þak á hlut­fall veðlána og greiðslu­byrði hús­næðislána. Stefn­an í rík­is­fjár­mál­um þarf að taka mið af þess­ari þróun og leggja sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar, en hér skipt­ir tíma­setn­ing­in miklu máli. Ekki má draga úr efna­hags­leg­um aðgerðum og stuðningi vegna Covid-19 of snemma, en held­ur ekki of seint.

Þrátt fyr­ir allt eru þó góð teikn á lofti. Mik­il­væg­ar at­vinnu­grein­ar eru smám sam­an að styrkj­ast, með já­kvæðum áhrif­um á ís­lenska hag­kerfið. Þannig má ætla að auk­inn fjöldi er­lendra ferðamanna styrki gengi krón­unn­ar, auk þess sem út­lit er fyr­ir óvenju góða loðnu­vertíð. Ef vænt­ing­ar í þá veru raun­ger­ast mun út­flutn­ing­ur aukast og gengið styrkj­ast, sem myndi leiða til verðlækk­ana á inn­flutt­um vör­um. Þá er rétt að rifja upp eðlis­breyt­ingu á ís­lensk­um lána­markaði, en vegna auk­ins áhuga á óverðtryggðum lán­um eru stý­ritæki Seðlabank­ans skil­virk­ari en áður. Stýri­vaxta­hækk­an­ir, sem áður þóttu bit­laus­ar á verðtryggðum hús­næðislána­markaði, hafa nú mun meiri áhrif á efna­hag heim­il­anna og eru lík­legri til að slá á þenslu. Frétt­ir af viðræðum formanna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um end­ur­nýjað sam­starf gefa líka til­efni til bjart­sýni. Við erum á réttri leið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. október 2021.

Categories
Greinar

Norðurslóðir eru vettvangur breytinga

Deila grein

18/10/2021

Norðurslóðir eru vettvangur breytinga

Mál­efni norður­slóða eru meðal helstu for­gangs­mála Íslands á alþjóðavett­vangi, en bæði vís­inda­leg og staðbund­in þekk­ing er ómet­an­leg við ákv­arðana­töku sem hef­ur áhrif á heim­inn. Vís­inda­rann­sókn­ir og vökt­un breyt­inga á norður­slóðum er und­ir­staðan fyr­ir frek­ari stefnu­mót­un, bæði inn­an ríkja og í alþjóðlegu sam­starfi. Áhrif lofts­lags­breyt­inga eru einna sýni­leg­ast­ar á norður­slóðum þar sem hlýn­un er meira en tvö­falt hraðari en ann­ars staðar. Hring­borð norður­slóða fer fram þessa dag­ana í Reykja­vík. Það er alþjóðleg­ur sam­starfs- og sam­ráðsvett­vang­ur um mál­efni norður­slóða og stærsta alþjóðlega sam­kom­an þar sem framtíð norður­slóða er rædd. Ísland nýt­ur góðs af þess­um sam­ráðsvett­vangi og mik­il­vægt að hann sé nýtt­ur af vís­inda­sam­fé­lag­inu og at­vinnu­líf­inu.

Kort­lagn­ing norður­slóðarann­sókna á Íslandi

Um­fang norður­slóðarann­sókna á Íslandi hef­ur auk­ist mikið und­an­far­inn ára­tug og hafa rann­sókn­ar­verk­efni á mál­efna­sviðinu sprottið upp víða um land. Ný­verið kom út skýrsl­an: Kort­lagn­ing norður­slóðarann­sókna á Íslandi sem unn­in var af Rannís, Stofn­un Vil­hjálms Stef­áns­son­ar og Norður­slóðaneti Íslands, en verk­efnið naut góðs af sér­stöku átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sum­arstörf fyr­ir náms­menn á tím­um heims­far­ald­urs. Skýrsl­an inni­held­ur meðal ann­ars grein­argott yf­ir­lit um norður­slóðastefnu ís­lenskra stjórn­valda og lýs­ingu á ís­lensk­um aðilum sem stunda norður­slóðarann­sókn­ir. Meg­in­efni skýrsl­urn­ar er grein­ing á norður­slóðaverk­efn­um út frá út­hlut­un­um inn­lendra og er­lendra sam­keppn­is­sjóða und­an­far­inn ára­tug. Þar kem­ur fram að yfir millj­arði króna hafi verið út­hlutað hér­lend­is til norður­slóðaverk­efna úr Rann­sókna­sjóði, en há­skól­ar, stofn­an­ir og fyr­ir­tæki á Íslandi hafa jafn­framt sótt verk­efna­styrki fyr­ir yfir millj­arð króna í Horizon 2020, rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins á sjö ára tíma­bili áætl­un­ar­inn­ar. Niður­stöður skýrsl­unn­ar leiða í ljós að á Íslandi kem­ur öfl­ug­ur hóp­ur aðila að norður­slóðarann­sókn­um og að ís­lensk­ir há­skól­ar, stofn­an­ir og fyr­ir­tæki eru eft­ir­sótt­ir sam­starfsaðilar í alþjóðlegu sam­starfi.

Póli­tísk for­ysta um vís­inda­sam­starf á norður­slóðum og auk­in sam­skipti við Jap­an

Ísland hef­ur gert sig gild­andi í alþjóðlegu norður­slóðasam­starfi og hef­ur verið með for­mennsku í Norður­skauts­ráðinu árin 2019-2021. Ísland hef­ur einnig í sam­starfi við Jap­an staðið að þriðja fundi vís­inda­málaráðherra um vís­indi norður­slóða. Upp­haf­lega stóð til að fund­ur­inn færi fram í nóv­em­ber síðastliðnum en líkt og hef­ur gerst með aðra alþjóðlega viðburði hafa skipu­leggj­end­ur þurft að aðlaga sig að breytt­um aðstæðum vegna Covid-19-heims­far­ald­urs­ins. Megin­áhersla ís­lenskra stjórn­valda hef­ur verið opin umræða, gagn­sæi og ný­sköp­un. Áhrif um­hverf­is- og tækni­breyt­inga á sam­fé­lög og líf­ríki á norður­slóðum hafa verið dreg­in upp sem mik­il­vægt viðfangs­efni. Meðal þess sem komið hef­ur í ljós er mik­il þörf á auk­inni vökt­un og frek­ari rann­sókn­um á sam­spili um­hverf­is­breyt­inga og sam­fé­lagsþró­un­ar á norður­slóðum og þýðingu þess­ara breyt­inga á heimsvísu. Meðal þess sem hef­ur komið út úr sam­starfi vís­inda­málaráðherra norður­slóða er nýr gagna­grunn­ur um alþjóðlegt vís­inda­sam­starf og sam­ráðsvett­vang­ur fjár­mögn­un­araðila norður­slóðarann­sókna.

Sókn­ar­færi fyr­ir at­vinnu­lífið og frek­ari rann­sókn­ir

Á und­an­förn­um árum hef­ur byggst upp öfl­ugt þekk­ing­ar­sam­fé­lag hér­lend­is um mál­efni sem get­ur vaxið og dafnað frek­ar. Í því sam­hengi hef­ur Ísland tæki­færi til að styrkja stöðu sína enn frek­ar sem alþjóðleg miðstöð fyr­ir norður­slóðarann­sókn­ir og ný­sköp­un, þar sem hag­felld land­fræðileg lega og öfl­ug­ir innviðir eru lyk­il­for­senda í sam­spili við það marg­breyti­lega hug­vit sem hér fyr­ir­finnst. Síðastliðið haust var kynnt vís­inda- og tækni­stefna fyr­ir árin 2020-2022, þar sem blásið er til stór­sókn­ar til stuðnings við þekk­ing­ar­sam­fé­lagið á Íslandi, meðal ann­ars með efl­ingu sam­keppn­is­sjóða og til rann­sókna og ný­sköp­un­ar á sviði um­hverf­is­mála. Ég vænti þess að vinn­an sem nú fer fram styðji við kom­andi kyn­slóð rann­sak­enda og frum­kvöðla sem leita munu nýrra tæki­færa á norður­slóðum.

Í mín­um huga er það ljóst að tækni­fram­far­ir verða leiðandi í lausn­inni á lofts­lags­vand­an­um. Græn fjár­fest­ing og hug­vit Íslend­inga get­ur orðið lyk­ill­inn að raun­veru­leg­um fram­förum.

Ísland hef­ur margt fram að færa í mál­efn­um norður­slóða. Við eig­um að halda áfram að leggja áherslu á mál­efni norður­slóða í víðum skiln­ingi; tryggja stöðu okk­ar sem strand­rík­is inn­an svæðis­ins og taka virk­an þátt í alþjóðlegri vís­inda­sam­vinnu er því teng­ist.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. október 2021.

Categories
Greinar

Áskorun mætt

Deila grein

11/10/2021

Áskorun mætt

Á tíma­mót­um reik­ar hug­ur­inn til baka. Á síðustu fjór­um árum í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu höf­um við lagt allt kapp á að styrkja mennta­kerfið. Eitt stend­ur upp úr; hvernig okk­ur tókst með öfl­ugri sam­vinnu að snúa vörn í sókn í mennta­mál­um hér á landi.

Við sáum fram á mik­inn nýliðun­ar­vanda í kenn­ara­stétt, að brott­hvarf fram­halds­skóla­nema væri hátt, að sam­keppn­is­hæfni okk­ar færi minnk­andi á alþjóðavísu og að fjölga þyrfti iðnmenntuðum. Við hóf­umst strax handa við að greina þess­ar áskor­an­ir, svo við gæt­um brugðist hratt og ör­ugg­lega við. Hér dugðu eng­in vett­linga­tök, við boðuðum stór­sókn í mennta­mál­um.

Við vit­um að starfs­ánægja kenn­ara og trú þeirra á eig­in getu hef­ur bein áhrif á frammistöðu og hvata nem­enda. Kenn­ar­ar eru hið sanna hreyfiafl fram­fara inn­an skóla­sam­fé­lags­ins. Við þurf­um að treysta kenn­ur­um og leyfa ár­ang­urs­rík­um starfs­hátt­um þeirra að festa sig í sessi.

Til að sporna gegn nýliðun­ar­vand­an­um þurfti að fjölga kenn­ara­nem­um, minnka brott­hvarf úr kenn­ara­stétt, koma á einu leyf­is­bréfi kenn­ara og auka virðingu kenn­ara í sam­fé­lag­inu. Við kynnt­um til sög­unn­ar launað starfs­nám og styrki til kenn­ara­nema. Við stuðluðum að bættri mót­töku og leiðsögn kenn­ara­nema og nýliða, styðjum mark­viss­ar við nýliða í starfi og fjölguðum kenn­ur­um með sér­hæf­ingu í starfstengdri leiðsögn.

Við hóf­um kort­lagn­ingu á brott­hvarfi nem­enda í fram­halds­skól­um til þess að greina mark­viss­ar ástæður og þróun brott­hvarfs nem­enda. Ljóst er að brott­hvarfið hefst ekki í fram­halds­skóla held­ur miklu fyrr, og því þarf mennta­kerfið að halda þétt utan um nem­end­ur frá upp­hafi til enda.

Hindr­un­um var rutt úr vegi í iðnnám­inu í sam­vinnu við Sam­tök iðnaðar­ins og fræðsluaðila. Ra­f­ræn fer­il­bók tek­in upp, vinnustaðanámið tengt skól­un­um og jöfnuðum aðgengi að há­skóla­námi. Kynnt voru áform um að reisa nýj­an Tækni­skóla sem svara þörf­um framtíðar­inn­ar.

Til þess að efla sam­keppn­is­hæfni fór­um við í fjöl­marg­ar aðgerðir. Við lit­um til Svíþjóðar til að efla starfsþróun kenn­ara og skóla­stjórn­enda, hóf­um sam­starf við Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina og sett­um af stað mennt­a­rann­sókna­sjóð. Stærsta skrefið var þó að marka nýja mennta­stefnu til árs­ins 2030, hvers mark­mið er að tryggja framúrsk­ar­andi mennta­kerfi hér á landi.

Við erum stolt af þeim ár­angri sem náðst hef­ur á und­an­förn­um fjór­um árum, hann hef­ur styrkt grunnstoðir mennta­kerf­is­ins svo um mun­ar, brott­hvarf hef­ur minnkað og braut­skrán­ing­ar­hlut­fall fram­halds­skóla­nem­enda auk­ist um 37%. Um­sókn­um um kenn­ara­nám hef­ur fjölgað um 118% og fjöldi nem­enda í húsa­smíði og í grunn­námi bygg­inga- og mann­virkja­greina hef­ur auk­ist um 56% á síðustu tveim­ur árum.

Ég þakka þeim fjöl­mörgu sem lögðu hönd á plóg til þess að breyta stefnu skút­unn­ar. Við erum á réttri leið!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. október 2021.

Categories
Greinar

Fjárfesting í fólki er líka efnahagsmál

Deila grein

30/09/2021

Fjárfesting í fólki er líka efnahagsmál

Skila­boðin sem kjós­end­ur sendu stjórn­völd­um um liðna helgi voru skýr. Þjóðin valdi ann­ars veg­ar áfram­hald­andi stöðug­leika í efna­hags­mál­um og hins veg­ar að fjár­festa í fólki. Rík­is­stjórn­in jók þingstyrk sinn og fékk umboð til að end­ur­nýja sam­starfið. Sam­ræður þar að lút­andi eru hafn­ar og á næstu dög­um ættu lín­ur að skýr­ast. Í samn­ingaviðræðum geng­ur eng­inn að neinu vísu og fólk mæt­ir til leiks með opn­um hug, en mark­miðið er skýrt; að vinna þjóðinni gagn og auka vel­sæld í land­inu.

Efna­hags­horf­urn­ar fyr­ir árið hafa styrkst, eft­ir því sem hjól at­vinnu­lífs­ins snú­ast hraðar og áhrif heims­far­ald­urs minnka. Gert er ráð fyr­ir 4% hag­vexti í ár og at­vinnu­leysi hef­ur minnkað hratt. At­vinnuþátt­taka nálg­ast það sem hún var fyr­ir Covid og horf­ur eru góðar.

Mót­vægisaðgerðir vegna áhrifa heims­far­ald­urs kostuðu sitt, en í sam­an­b­urði við önn­ur lönd er staða rík­is­sjóðs góð. Vissu­lega er halli á rík­is­sjóði um þess­ar mund­ir, en sterk staða fyr­ir Covid og mark­viss niður­greiðsla skulda á und­an­förn­um ára­tug skap­ar góða viðspyrnu sem stjórn­völd munu nýta til að snúa við tíma­bundn­um halla­rekstri. Rétt er að minna á, að rík­is­út­gjöld­um vegna Covid var fyrst og fremst ætlað að verja af­komu fólks og sam­fé­lags­lega innviði svo áhrif heims­far­ald­urs yrðu ekki var­an­leg.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur ríka áherslu á stöðug­leika í efna­hags­mál­um. Að sam­spil pen­inga­stefnu, rík­is­fjár­mála og vinnu­markaðar­ins sé gott og sjálf­bært til langs tíma. Þá er mik­il­væg að vaxta­stig í land­inu sé hag­stætt, en með eðlis­breyt­ingu á lána­markaði eru stý­ritæki Seðlabank­ans nú skil­virk­ari en áður. Stór hluti hús­næðislána er nú óverðtryggður og fyr­ir vikið skil­ar stýri­vaxta­hækk­un sér miklu hraðar en áður inn í neysl­una. Það er fagnaðarefni, enda betra til að halda niðri verðbólgu sem er eitt helsta hags­muna­mál al­menn­ings.

Á und­an­förn­um árum hef­ur Fram­sókn lagt áherslu á að fjár­festa í fólki. Þeirri stefnu héld­um við til streitu í aðdrag­anda kosn­inga, og það mun­um við gera í viðræðum um mynd­un rík­is­stjórn­ar. Í mennta­mál­um eru spenn­andi tím­ar fram und­an, þar sem fyr­ir ligg­ur aðgerðaáætl­un til þriggja ára sem mun efla mennt­un í land­inu, ár­ang­ur og skil­virkni í skóla­starfi, læsi ung­menna og sköp­un­ar­kraft þeirra. Allt miðar að því tryggja heild­stæða skólaþjón­ustu, með viðeig­andi stuðningi við þá sem þurfa og inn­grip strax í upp­hafi skóla­göngu til að bæta nám og far­sæld barna. Sam­hliða er mik­il­vægt að kerf­is­breyt­ing­ar í mál­efn­um barna nái fram að ganga, en barna­málaráðherra hef­ur verið óþreyt­andi í bar­áttu sinni fyr­ir auk­inni vel­sæld barna og mun fyr­ir hönd Fram­sókn­ar leiða vinnu til hags­bóta fyr­ir eldri borg­ara. Staða þeirra er mis­jöfn, því á meðan sum­ir hafa það gott eru aðrir illa stadd­ir. Brýnt er að leysa þann vanda, í góðri sam­vinnu við alla helstu hagaðila svo eng­inn verði út und­an.

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. september 2021.

Categories
Greinar

Kæri Tim Cook

Deila grein

21/09/2021

Kæri Tim Cook

Sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra á Íslandi hef ég mik­inn áhuga á auk­inni tækn­inotk­un, bæði í skól­um og sam­fé­lag­inu í heild. Fáar þjóðir slá Íslend­ing­um við varðandi fjölda netteng­inga, sam­fé­lags­miðlanotk­un eða fjölda snjall­tækja á mann.

Sam­skipti við snjall­tæki ger­ast í aukn­um mæli með tali, í stað hins skrifaða orðs. Tæk­in kunna hins veg­ar ekki ís­lensku og því ótt­umst við af­drif tungu­máls­ins okk­ar. Það hef­ur varðveist nær óbreytt í þúsund ár og er kjarn­inn í menn­ingu og sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar.

Góð og al­hliða móður­málsþekk­ing er mik­il­væg fyr­ir per­sónu­leg­an þroska barna, mennt­un þeirra og hæfni til að móta hugs­an­ir sín­ar og hug­mynd­ir. Með auk­inni snjall­tækja­notk­un eykst því þörf­in á að tæk­in skilji móður­málið okk­ar.

Við höf­um unnið okk­ar heima­vinnu. Íslensk stjórn­völd hafa leitt sam­an vís­inda­menn, frum­kvöðla og einka­fyr­ir­tæki í um­fangs­mikl­um og metnaðarfull­um verk­efn­um sem miða að því að efla mál­tækni hér á landi. Til dæm­is eru mörg hundruð klukku­stund­ir af tal­máls­upp­tök­um aðgengi­leg­ar fyr­ir þá sem vilja þróa ís­lensk­ar snjall­tækjaradd­ir. Þúsund­ir klukku­stunda af hljóðdæm­um eru einnig fá­an­leg­ar sem má nota til að kenna tækj­un­um ís­lensku.

Nú leit­um við þinn­ar aðstoðar við að varðveita menn­ing­ar­arf­leifð Íslands, sem tungu­málið okk­ar geym­ir. Ég bið Apple að leggja okk­ur lið með því að bæta ís­lensku við radd-, texta- og tungu­mála­safn sinna stýri­kerfa – svo við get­um talað við tæk­in ykk­ar á móður­máli okk­ar, varðveitt menn­ing­ar­arf­leifðina áfram og stuðlað að betri skiln­ingi í tengd­um heimi.“

Svohljóðandi bréf á ensku sendi ég til for­stjóra tækn­iris­ans Apple í gær. Eins og text­inn ber með sér er til­gang­ur­inn að leita liðsinn­is stærsta og öfl­ug­asta fyr­ir­tæk­is í heimi við varðveislu ís­lensk­unn­ar. Við vænt­um góðra viðbragða, enda sýn­ir reynsl­an að drop­inn hol­ar stein­inn og á okk­ur er hlustað. Þar næg­ir að nefna viðbrögð Disney við hvatn­ingu okk­ar um aukna textun og tal­setn­ingu á ís­lensku á streym­isveit­unni Disney+ á liðnum vetri. Sú viðleitni hef­ur nú þegar birst í betri þjón­ustu við ís­lensk börn og aðra not­end­ur streym­isveit­unn­ar.

Auk­in færni Íslend­inga í öðrum tungu­mál­um – sér­stak­lega ensku – er já­kvæð og skap­ar marg­vís­leg tæki­færi. Það á ekki síst við um börn og ung­menni. Ensku­kunn­átt­an efl­ir þau, en sam­tím­is ógn­ar alþjóðavæðing ensk­unn­ar menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og ný­sköp­un. Án tungu­máls verða hug­mynd­ir ekki til og ef all­ir tala sama tungu­málið er hug­mynda­auðgi stefnt í voða og fram­förum til lengri tíma.

Það eiga ekki all­ir að vera eins og við treyst­um á liðsinni þeirra stærstu í bar­átt­unni fyr­ir framtíð ís­lensk­unn­ar.

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. september 2021.

Categories
Greinar

Yfirboð á kostnað skattgreiðenda

Deila grein

11/09/2021

Yfirboð á kostnað skattgreiðenda

Stjórn­mála­flokk­arn­ir kepp­ast nú við að kynna hug­mynd­ir sín­ar um framtíðina. Sum­ir vilja gera allt fyr­ir alla, sem er vel meint en óraun­hæft til lengri tíma. Um­svif og út­gjöld rík­is­ins hafa auk­ist mjög vegna tíma­bund­inna aðstæðna, en slíkt út­streymi úr rík­is­sjóði má ekki verða var­an­legt enda ósjálf­bært. Mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda á næsta kjör­tíma­bili er að finna jafn­vægið milli op­in­bera geir­ans og al­menna markaðar­ins – tryggja stöðugt efna­hags­ástand og búa svo um hnút­ana, að fyr­ir­tæki af öll­um stærðum og gerðum geti blómstrað. Aðeins þannig get­um við fjár­magnað lífs­gæði okk­ar, bæði til einka- og sam­neyslu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geng­ur með skýra sýn til móts við nýtt kjör­tíma­bil. Við vilj­um kraft­mikið at­vinnu­líf, sem fjár­magn­ar góða op­in­bera þjón­ustu. Við vilj­um nota tekj­ur rík­is­sjóðs til að fjár­festa í fólki og halda áfram að laga kerfi hins op­in­bera að þörf­um fólks­ins í land­inu. Við erum trú­verðugur kost­ur þegar kem­ur að því, eins og kerf­is­breyt­ing­ar síðustu ára eru til marks um. Við höf­um leitt mik­il um­bóta­mál, með grund­vall­ar­breyt­ing­um á kerf­um sem voru ryðguð föst. Nýtt lána- og styrkja­kerfi náms­manna er gott dæmi um það, bylt­ing í mál­efn­um barna, nýj­ung­ar í hús­næðismál­um, Loft­brú­in og stór­sókn í sam­göng­um um allt land. Sam­hliða hef­ur fyr­ir­tækja­rekst­ur al­mennt gengið vel, með þeirri aug­ljósu und­an­tekn­ingu sem viðburða- og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in eru.

Það er brýnt að þau fái nú tæki­færi til að blómstra, líkt og önn­ur fyr­ir­tæki, því öfl­ugt at­vinnu­líf er for­senda stöðug­leika í efna­hags­líf­inu. Sér­stak­lega þarf að huga að litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um, ný­sköp­un og fyr­ir­tækj­um í skap­andi grein­um. Nær ótak­mörkuð tæki­færi eru í hug­verkaiðnaði, svo sem líf­tækni, lyfja­fram­leiðslu og tengd­um grein­um, og þá sprota vilj­um við vökva. Við vilj­um efla kvik­mynda­gerð, sem skap­ar millj­arða í gjald­eyris­tekj­ur, og auka út­flutn­ing á ráðgjöf, hug­viti og þekk­ingu.

Ekk­ert af of­an­greindu ger­ist í tóma­rúmi, held­ur ein­ung­is með fram­sókn­ar­legri sam­vinnu og seiglu. Dugnaði og fram­taks­semi ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Kerfi og stofn­an­ir rík­is­ins þurfa líka að taka þátt, hugsa í lausn­um og hvetja til fram­fara. Skatt­kerfið gegn­ir þar lyk­il­hlut­verki, enda mik­il­vægt jöfn­un­ar­tæki sem hef­ur þó frek­ar sýnt sveigj­an­leika gagn­vart fólki en fyr­ir­tækj­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er mál­svari lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja og vill taka upp þrepa­skipt trygg­inga­gjald. Lækka trygg­inga­gjald á lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki og taka sam­hliða upp þrepa­skipt­an tekju­skatt, þar sem of­ur­hagnaður er skattlagður meira en hóf­leg­ur. Þannig dreg­ur skatt­lagn­ing ekki úr getu rík­is­sjóðs til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar-, mennta- og heil­brigðis­kerfi, held­ur dreif­ist hún með öðrum hætti en áður.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur ekki til töfra­lausn­ir, held­ur finn­ur praktísk­ar lausn­ir á flókn­um verk­efn­um. Við erum reiðubú­in til sam­starfs við þá sem hugsa á sömu nót­um, deila með okk­ur sýn­inni um sam­vinnu og rétt­látt sam­fé­lag þar sem fólk blómstr­ar á eig­in for­send­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og fram­bjóðandi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. september 2021.

Categories
Greinar

Jákvæð áhrif samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Deila grein

02/09/2021

Jákvæð áhrif samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Stuttu eft­ir að ég tók til starfa sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra blossaði #églíka-bylt­ing­in upp, bet­ur þekkt sem #met­oo. Kyn­ferðis­leg áreitni og of­beldi er sam­fé­lags­mein, og hug­rakk­ir hóp­ar ein­stak­linga stigu fram, sögðu sög­ur sín­ar og vöktu okk­ur öll til um­hugs­un­ar. Kon­ur í íþrótta­hreyf­ing­unni létu einnig há­vært í sér heyra, og ég boðaði full­trúa þeirra strax á fund til að ræða mögu­leg­ar aðgerðir til úr­bóta.

Í kjöl­farið skipaði ég starfs­hóp sem vann bæði hratt og ör­ugg­lega til að tryggja að raun­veru­leg­ur ár­ang­ur næðist. Öryggi iðkenda og annarra þátt­tak­enda var sett í önd­vegi við alla vinnu hóps­ins sem taldi mik­il­vægt að til­lög­urn­ar næðu einnig til æsku­lýðsstarfs utan skóla. Hóp­ur­inn skilaði afar grein­argóðu yf­ir­liti og gagn­leg­um til­lög­um sem við unn­um áfram, og út frá þeim til­lög­um lagði ég síðan fram ný lög um sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs.

Mark­miðið var að bjóða upp á ör­uggt um­hverfi þar sem börn, ung­ling­ar og full­orðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geta stundað íþrótt­ir eða æsku­lýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða rétt­ar síns vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni og of­beld­is sem þar koma upp án ótta við af­leiðing­arn­ar.

Sam­skiptaráðgjaf­inn tók til starfa í fyrra og þar er öll­um ábend­ing­um um einelti, áreitni og of­beldi tekið al­var­lega og þær kannaðar, öll mál eru unn­in eft­ir ákveðnu verklagi með trúnað og skiln­ing að leiðarljósi. Auk þess get­ur sam­skiptaráðgjafi veitt fé­lög­um og sam­tök­um leiðbein­ing­ar varðandi slík mál og ger­ir til­lög­ur til úr­bóta þegar við á. Á fyrsta starfs­ár­inu fékk sam­skiptaráðgjaf­inn 24 mál á sitt borð, þar af átta tengd kyn­ferðis­legri áreitni eða of­beldi. Mik­il­vægi ráðgjaf­ans er því byrjað að sanna sig.

Íþrótta­hreyf­ing­in er mik­il­vægt afl í ís­lensku sam­fé­lagi. Þar fer fram öfl­ugt starf á hverj­um degi, sem styrk­ir og mót­ar ein­stak­linga á öll­um aldri. For­varn­ar­gildi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs er ótví­rætt. Því er brýnt að til staðar séu skýr­ir ferl­ar, virk upp­lýs­inga­gjöf og hlut­leysi í mál­um af þess­um toga, sem oft eru viðkvæm og flók­in. Þessi lög voru tíma­móta­skref, sem sendu skýr skila­boð um að áreitni og of­beldi sé ekki liðið í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi. Það hef­ur jafn­framt glatt mig í þessu ferli hve vel for­ysta ÍSÍ og UMFÍ hef­ur unnið með okk­ur, og það eru all­ir á sömu blaðsíðunni; að upp­ræta þessa mein­semd og bæta um­hverfi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs á Íslandi.

Enn í dag er ég gríðarlega þakk­lát þeim þolend­um sem stigið hafa fram. Þeirra hug­rekki hef­ur skilað var­an­leg­um breyt­ing­um sem ég er sann­færð um að muni styrkja íþrótta- og æsku­lýðsstarf um land allt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. september 2021.

Categories
Greinar

Þurfa unglingar að synda?

Deila grein

24/08/2021

Þurfa unglingar að synda?

Sund er frá­bær hreyf­ing, nær­andi fyr­ir bæði lík­ama og sál. Bað- og sund­menn­ing land­ans er raun­ar svo sterk, að for­eldr­ar kenna börn­um sín­um að um­gang­ast vatn frá unga aldri, ým­ist í ung­barna­sundi eða með reglu­legu busli og leik í laug­um lands­ins. Skóla­kerfið gegn­ir einnig lyk­il­hlut­verki, því sund­kennsla er hluti af íþrótta­kennslu öll grunn­skóla­ár­in. Und­an­farið hafa hins veg­ar ýms­ir dregið í efa þörf­ina á því, enda ættu ung­ling­ar frek­ar að læra aðra hluti á efsta stigi grunn­skóla.

Á dög­un­um lagði hóp­ur ung­menna, sem skipa ung­mennaráð heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna, breyt­inga­til­lög­ur fyr­ir rík­is­stjórn­ina. Hóp­ur­inn lagði til, að sund­kennsla yrði val­frjáls á efsta stigi í grunn­skóla en aðrir þætt­ir sett­ir í nám­skrána í henn­ar stað. Ung­menn­in vilja kennslu í fjár­mála­læsi í aðal­nám­skrá grunn­skóla, svo nem­end­ur skilji allt frá launa­seðli til stýri­vaxta. Þau vilja vandaða um­hverf­is­fræðslu fyrr á náms­ferl­in­um, í stað hræðslu-fræðslu eins og þau segj­ast fá núna. Þau vilja aukna kennslu um rétt­indi barna, hinseg­in fræðslu og lífs­leikni í aðal­nám­skrá grunn­skól­anna. Þá leggja þau til breytt ein­kunna­kerfi, þar sem talna­ein­kunn komi í stað hæfniviðmiða sem fáir nem­end­ur og for­eldr­ar skilji til fulls.

Hug­mynd­ir ung­mennaráðs eru góðar og ríma vel við mark­mið mennta­stefnu, sem ég lagði fyr­ir og Alþingi samþykkti síðastliðinn vet­ur. Mennta­stefn­an tek­ur mið af þörf­um sam­fé­lags­ins á hverj­um tíma, þar sem mark­miðið er að tryggja öll­um börn­um góða mennt­un og jafna tæki­færi þeirra til lífs­gæða í framtíðinni. Skyld­u­sund á unglings­ár­um er ekki endi­lega lyk­ill­inn að því, þótt mik­il­vægi góðrar hreyf­ing­ar verði seint of­metið.

Mennta­stefna er einskis virði án aðgerða, sem varða leiðina að mark­miðinu. Þess vegna er um­fangs­mik­il og metnaðarfull aðgerðaáætl­un í smíðum, í víðtæku sam­ráði við lyk­ilaðila í skóla­kerf­inu og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (OECD). Fyrsta áfanga af þrem­ur verður hleypt af stokk­un­um í sept­em­ber, þegar nýhafið skólastarf vetr­ar­ins verður komið vel af stað og ég hlakka til að taka utan af þeim harða pakka. Aðgerðirn­ar eiga að efla mennta­kerfið okk­ar, tryggja bet­ur en áður skóla án aðgrein­ing­ar og stuðla að bættu starfs­um­hverfi kenn­ara.

Efn­is­breyt­ing­ar á aðal­nám­skrá grunn­skól­anna koma sann­ar­lega til greina, við inn­leiðingu mennta­stefn­unn­ar. Þær eru vandmeðfarn­ar og var­færni inn­byggð í grunn­skóla­kerfið, enda leiðir aukið vægi einn­ar náms­grein­ar til minna væg­is annarr­ar.

Ung­ling­arn­ir okk­ar þurfa svo sann­ar­lega að synda en all­ar breyt­ing­ar eru mögu­leg­ar með góðum vilja og minna vægi sund­kennsl­unn­ar gæti skapað svig­rúm fyr­ir aðrar aðkallandi grein­ar. Skóla­sam­fé­lagið þyrfti svo í sam­ein­ingu að ákveða, hvernig sá tími yrði best nýtt­ur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. ágúst 2021.

Categories
Greinar

Að efna loforð

Deila grein

17/08/2021

Að efna loforð

Þing var rofið í vik­unni og með því hófst í raun kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar þann 25. sept­em­ber. Þær munu marka nýtt upp­haf, annað hvort end­ur­nýjað umboð sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða færa þjóðinni nýja.

Fleiri flokk­ar en áður munu bjóða fram. Auk­inn áhugi fólks á stjórn­málaþátt­töku er gleðileg­ur, enda eiga fram­bjóðend­ur það sam­eig­in­legt að vilja bæta sam­fé­lagið. Við höf­um ólík­ar skoðanir á leiðum og aðgerðum, en tak­mark okk­ar allra er að vinna til góðs.

Í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins setti rík­is­stjórn­in sér metnaðarfull mark­mið. Þau hafa meira og minna náðst, hvort sem horft er til mýkri eða harðari mála. Kerf­is­breyt­ing­ar hafa orðið í mik­il­væg­um mála­flokk­um og ekki síður löngu tíma­bær­ar viðhorfs­breyt­ing­ar. Mála­flokk­ar Fram­sókn­ar­ráðherr­anna hafa blómstrað á kjör­tíma­bil­inu og með um­hyggju fyr­ir fólki í fartesk­inu hef­ur tek­ist að efna svo til öll lof­orð okk­ar úr stjórn­arsátt­mál­an­um. Kjör og lífs­gæði náms­manna hafa stór­breyst til batnaðar, menntuðum kenn­ur­um hef­ur fjölgað, rétt­indi og starfsþró­un­ar­mögu­leik­ar aukn­ir og sam­starf stjórn­valda við lyk­ilfólk í skóla­kerf­inu auk­ist. Jafn­vægi milli bók- og verk­náms hef­ur stór­auk­ist, há­skól­ar hafa verið opnaðir fyr­ir iðnmenntuðum og grund­vall­ar­breyt­ing hef­ur orðið í viðhorf­um til starfs- og tækni­náms. Hola ís­lenskra fræða er nú hús, fjár­veit­ing­ar í lista- og menn­ing­ar­sjóði hafa stór­auk­ist, bóka­út­gáfa stend­ur í blóma vegna op­in­bers stuðnings við út­gáfu bóka á ís­lensku og ís­lensk kvik­mynda­gerð hef­ur verið sett á viðeig­andi stall, með skýrri stefnu og mark­viss­um aðgerðum. Við höf­um skapað spenn­andi um­gjörð fyr­ir sviðslist­ir með nýj­um lög­um, tryggt betri fjár­mögn­un fram­halds- og há­skóla, sett lög um lýðskóla, stækkað bóka­safns­sjóð rit­höf­unda, und­ir­búið menn­ing­ar­hús um allt land og fram­kvæmd­ir af ýms­um toga – nýj­ar skóla­bygg­ing­ar fyr­ir list-, verk- og bók­nám, þjóðarleik­vanga í íþrótt­um o.fl. Við höf­um staðið vörð um skólastarf á tím­um heims­far­ald­urs og stutt mark­visst við íþrótta- og menn­ing­ar­fé­lög, svo þau komi stand­andi út úr kóf­inu.

Af­rekalist­inn er sam­bæri­leg­ur í öðrum ráðuneyt­um Fram­sókn­ar­flokks­ins – þar sem rétt­indi barna hafa t.d. fengið for­dæma­lausa at­hygli og marg­vís­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar hafa skilað frá­bær­um ár­angri og rétt­ar­bót­um. For­eldra­or­lof hef­ur verið lengt, nýj­ar hús­næðis­lausn­ir kynnt­ar til leiks og fé­lags­lega kerfið eflt. Í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu hef­ur ráðherra leyst úr flókn­um mál­um, komið langþráðum sam­göngu­bót­um til leiðar stuðlað að auknu jafn­ræði milli lands­byggðar og SV-horns­ins, t.d. með Loft­brúnni svo­nefndu.

Efnd­ir kosn­ingalof­orða er besta vís­bend­ing­in sem kjós­end­ur geta fengið um framtíðina. Á þessu kjör­tíma­bili hef­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vökvað sam­fé­lagið með góðri sam­vinnu við aðra, opn­um hug og hóf­semd. Við höf­um sýnt kjark í verki og sam­fé­lagið hef­ur notið góðs af. Við vilj­um halda áfram okk­ar góða starfi, í sam­vinnu við hvern þann sem deil­ir með okk­ur sýn­inni um gott sam­fé­lag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttirmennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. ágúst 2021.

Categories
Greinar

Að kunna að sigra

Deila grein

07/07/2021

Að kunna að sigra

Í leik og starfi telst það góður eig­in­leiki að kunna að tapa. Taka ósigri með reisn, læra af reynsl­unni og nýta hana til góðs. Að sama skapi er mik­il­vægt að kunna að sigra. Sýna hóg­værð þegar vel geng­ur, sýna aðstæðunum virðingu og gæta þess að van­meta ekki fyr­ir­liggj­andi áskor­an­ir.

Þótt enn sé ótíma­bært að lýsa yfir sigri í bar­átt­unni við Covid-19 geta Íslend­ing­ar glaðst yfir góðum ár­angri. Staðan er góð, mik­ill meiri­hluti full­orðinna hef­ur verið bólu­sett­ur og sam­komutak­mörk­un­um inn­an­lands hef­ur verið aflétt. Sú staðreynd lyft­ir lund­inni, stuðlar að hag­vexti og leys­ir marg­vís­lega starf­semi úr hlekkj­um kór­ónu-veirunn­ar. Þannig er óend­an­lega gam­an að sjá menn­ing­ar­starf kom­ast á fulla ferð, sjá tón­leika­hald glæðast og for­send­ur fyr­ir leik­hús­starfi gjör­breyt­ast til hins betra. Fjölda­sam­kom­ur eru nú leyfi­leg­ar, hvort sem fólk vill sækja í tón­list­ar­húsið Hörpu, sam­komu­húsið á Ak­ur­eyri eða bæj­ar­hátíðir um land allt. Stór og smá leik­hús horfa björt­um aug­um til hausts­ins og menn­ing­arþyrst­ir lands­menn geta loks­ins svalað þorst­an­um, um leið og lista­menn geta að nýju aflað sér fullra tekna eft­ir langa bið. Ferðaþjón­ust­an hef­ur tekið við sér og flest horf­ir til betri veg­ar.

Í þess­um aðstæðum er rétt að rifja upp lífs­spek­ina um drambið og fallið. Hvernig of­lát get­ur snúið góðri stöðu í slæma og hvað við get­um lagt af mörk­um til að viðhalda ár­angr­in­um í Covid-stríðinu. Við þurf­um að kunna að sigra, sýna aðstæðunum virðingu en ekki missa stöðuna frá okk­ur. Gár­ung­arn­ir töluðu um vímu­skyldu sem eðli­legt fram­hald grímu­skyldu og ef marka má frétt­ir af næt­ur­líf­inu und­an­farna daga virðast ýms­ir hafa tekið þá á orðinu. Von­andi rjátl­ast það fljót­lega af skemmtanaglaðasta fólk­inu, enda er bar­átt­unni við Covid-19 ekki lokið. Við þurf­um að halda áfram að sýna ábyrgð og í leiðinni meta hvað við get­um lært af reynslu und­an­far­inna 16 mánaða, svo ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stjórn­völd geti brugðist rétt við.

Stjórn­völd þurfa einnig að meta hvort ár­ang­ur­inn af stuðningi við at­vinnu­líf og fé­laga­sam­tök hafi verið næg­ur og op­in­bert fé hafi nýst sem skyldi. Sú umræða er að eiga sér stað. Við höf­um öll í sam­ein­ingu lifað sögu­lega tíma. Ljóst er að það reyn­ir á sam­fé­lagið okk­ar í fram­hald­inu, en við höf­um alla burði til að koma sterk­ari út úr þess­ari áskor­un.

Horf­urn­ar eru góðar og sum­ar­leyf­is­tím­inn er geng­inn í garð. Björt sum­ar­nótt­in er tákn­ræn fyr­ir góðan ár­ang­ur, sem okk­ur ber að varðveita í sam­ein­ingu.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. júlí 2021.