Categories
Fréttir

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Deila grein

23/03/2022

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Í kjölfar óverjanlegrar innrásar Rússlands í hina frjálsu og fullvalda Úkraínu gjörbreyttist sá friðsami veruleiki sem Evrópa hefur búið við. Borgir og bæir hafa nánast verið jafnaðir við jörðu og milljónir manna hafa neyðst til þess að flýja heimili sín til vinveittra nágrannaríkja. Þar hefur lofsvert framlag Póllands skipt gríðarlega miklu máli en Pólverjar hafa með hlýju tekið á móti mestum fjölda þeirra Úkraínubúa sem flúið hafa landið sitt.

Nýverið átti ég áhrifamikinn fund með Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem hugmynd að Samstöðutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands til stuðnings Úkraínu fæddist. Við ræddum saman um þann fjölda flóttamanna sem kemur daglega frá Úkraínu til Póllands og veltum því fyrir okkur hvernig við gætum sýnt táknrænan stuðning. Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þessari hugmynd afar vel og setti tónleikana strax á dagskrá með stuðningi ríkisstjórnar Íslands. Sameiningar- og samtakamáttur menningar er mikill og við erum stolt af því hvernig menningarlífið á Íslandi getur sýnt stuðning sinn í verki fyrir þau sem eiga um sárt að binda. Samstöðutónleikarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 24. mars klukkan 19.30 í Hörpu og fer miðasala fram á vefsíðunni sinfonia.is þar sem einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um dagskrána. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til hjálpar fötluðu fólki í Úkraínu sem er sérstaklega berskjaldað í stríðinu sem nú geisar. Þessi hópur getur síður flúið og orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar og því mikilvægt að leggja honum lið.

Ég hef trú á því að samtakamáttur í sinni víðustu mynd skipti máli í þeirri stöðu sem uppi er. Þannig hafa vestræn ríki sýnt fordæmalausa samstöðu við að refsa Rússum fyrir framferði þeirra sem og við að styðja Úkraínu á þessum erfiðu tímum með ýmsum hætti. Ég er þakklát öllu því fólki sem leggur málstað lið. Samstöðutónleikarnir eru þar eitt innlegg af mörgum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 23. mars 2022

Categories
Greinar

Ný Framsókn um allt land

Deila grein

23/03/2022

Ný Framsókn um allt land

Fátt er stjórn­mál­un­um óviðkom­andi þegar kem­ur að því að skapa hag­felld skil­yrði fyr­ir fólk til þess að lifa góðu lífi. Hring­inn í kring­um landið tek­ur fólk úr ýms­um átt­um þátt í stjórn­mál­um til þess að bæta sam­fé­lagið sitt og stuðla að aukn­um lífs­gæðum.

Um liðna helgi fór fram 36. flokksþing Fram­sókn­ar und­ir yf­ir­skrift­inni Ný Fram­sókn um allt land, en sá vett­vang­ur fer með æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins. Þar var sam­an kom­inn öfl­ug­ur hóp­ur fólks sem brenn­ur fyr­ir því að bæta sam­fé­lagið með sam­vinn­una að leiðarljósi. Virki­lega ánægju­legt var að sjá þá miklu breidd og þau fjöl­mörgu nýju and­lit sem hafa gengið til liðs við flokk­inn og taka þátt af full­um krafti í mál­efn­a­starfi hans. Það end­ur­spegl­ar þann mikla meðbyr sem Fram­sókn nýt­ur um allt land sem er já­kvæður upp­takt­ur fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar þann 14. maí.

Und­an­far­in sex ár hafa verið ágæt­is­prófraun fyr­ir Fram­sókn. Á þess­um tíma hef­ur gengið á ýmsu, meðal ann­ars þrjár alþing­is­kosn­ing­ar, klofn­ing­ur og fleira. And­spæn­is slík­um áskor­un­um hef­ur fram­sókn­ar­fólk hring­inn í kring­um landið risið upp og tekið slag­inn fyr­ir hug­sjón­um sín­um, rúm­lega aldr­ar gamla flokk­inn sinn og sótt fram til sig­urs. Flokk­ur­inn kem­ur vel nestaður og full­ur orku til leiks í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eft­ir vel heppnaðar alþing­is­kosn­ing­ar í sept­em­ber síðastliðnum.

Ljóst er að fjöl­marg­ir kjós­end­ur sam­sama sig vel með því sem Fram­sókn stend­ur fyr­ir, því sem flokk­ur­inn iðkar og áork­ar fyr­ir sam­fé­lagið. Rót­gró­in aðferðafræði sam­vinnu er ekki sjálf­gef­in – en hana höf­um við í Fram­sókn stuðst við í allri okk­ar vinnu, hvort sem um er að ræða í rík­is- eða sveit­ar­stjórn­um.

Und­an­farið hafa fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar verið kynnt­ir. Þeir eru skipaðir úr­vals­sveit­um fólks með fjöl­breytt­an bak­grunn, reynslu og þekk­ingu. Það skipt­ir miklu máli hvernig haldið er utan um stjórn­artaum­ana í sveit­ar­fé­lög­um enda bera þau ábyrgð á mik­il­vægri nærþjón­ustu við íbú­ana.

Ég tel að fólk sé ekki að kalla eft­ir ein­streng­ings­legri vinstri- eða hægri­stefnu – held­ur miðju­stefnu líkt og Fram­sókn­ar, stefnu sem virk­ar og eyk­ur raun­veru­lega lífs­gæði íbú­anna. Þetta á sér­stak­lega við í Reykjar­vík­ur­borg þar sem önd­verðir pól­ar hafa tek­ist hart á und­an­far­in ár. Þétt­ing eða dreif­ing byggðar, bíll eða hjól eru dæmi um orðræðu sem hafa her­tekið borgar­póli­tík­ina á sama tíma og þjón­ustu borg­ar­inn­ar hrak­ar. Í þessu krist­all­ast þörf­in fyr­ir sterka rödd Fram­sókn­ar á miðjunni. Hið aug­ljósa er að tala um þétt­ingu og dreif­ingu byggðar, bíl og hjól. Þannig eig­um við að nálg­ast viðfangs­efni sam­fé­lags­ins, út frá þörf­um fólks sem vill ein­fald­lega að hlut­irn­ir virki. Á það mun Fram­sókn leggja áherslu á í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um um allt land, brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða og stuðla að já­kvæðri um­bót­um fyr­ir sam­fé­lagið allt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. mars 2022

Categories
Greinar

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Deila grein

07/03/2022

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Á mín­um upp­vaxt­ar­ár­um var kalda stríðið í al­gleym­ingi og heims­stjórn­mál­in gengu út á það. Ég, líkt og önn­ur börn, hafði mikl­ar áhyggj­ur af kjarn­orkukapp­hlaupi Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Eins und­ar­legt og það kann að hljóma, þá var ég mjög meðvituð um 5. gr. Stofn­sátt­mála Atlants­hafs­banda­lags­ins um að árás á eitt ríki væri árás á þau öll. Þetta létti ekki á öll­um áhyggj­um en í því var ein­hver hugg­un að Ísland stæði ekki eitt úti á ball­ar­hafi. Því miður hafa ör­ygg­is- og varn­ar­mál­in aft­ur orðið meg­in­viðfangs­efni heims­mál­anna eft­ir að Rúss­land réðst á Úkraínu. Það er þyngra en tár­um taki að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni og horfa á blóðugt mann­fall og hundruð þúsunda flótta­manna yf­ir­gefa ástkæra fóst­ur­jörð sína. Vest­ur­lönd­in hafa í sam­ein­ingu brugðist við með því að beita Rúss­land þyngstu efna­hagsþving­un­um sem gripið hef­ur verið til í nú­tíma­hag­sögu.

Efna­hagsþving­an­ir og áhrif­in

Efna­hagsaðgerðirn­ar sem gripið hef­ur verið til ná til um fimm­tíu ríkja sem standa und­ir stór­um hluta af heims­fram­leiðslunni. Rúss­neska hag­kerfið er 11. stærsta hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar. Lokað hef­ur verið á greiðslumiðlun­ar­kerfi heims­ins gagn­vart rúss­nesk­um viðskipt­um, sem hef­ur mik­il áhrif á alla þá aðila sem stunda viðskipti við Rúss­land og fryst­ir greiðslur til og frá land­inu. Að auki ná aðgerðirn­ar til hins um­fangs­mikla gjald­eyr­is­forða Rúss­lands, sem nem­ur um 630 ma.kr. banda­ríkja­dala. Stærsti hluti forðans er í reynd fryst­ur. Þessi aðgerð er tal­in vega þyngst og áhrif­anna gætti strax þar sem gjald­miðill­inn féll um 30% og verð á hluta­bréfa­mörkuðum hríðféll á fyrsta viðskipta­degi eft­ir að aðgerðirn­ar tóku gildi. Seðlabanki Rúss­lands var knú­inn til að hækka stýri­vexti sína úr 9,5% í 20%. Al­menn­ing­ur finn­ur strax fyr­ir þessu í minni kaup­mætti og vöru­skorti. Frek­ari af­leiðing­ar eru að sett hafa verið ströng gjald­eyr­is­höft og biðraðir mynd­ast í banka­úti­bú­um og í mat­vöru­versl­un­um. Áhrif­in á aðra markaði eru þau að olíu­verð hef­ur hækkað mikið ásamt ann­arri hrávöru. Þrátt fyr­ir að Rúss­land fram­leiði um þriðjung alls þess jarðgass sem nýtt er í Evr­ópu og að það sé ann­ar stærsti olíu­fram­leiðandi heims er hlut­ur Rússa á hrávörumarkaðnum á heimsvísu aðeins um 3%, en á móti kem­ur að 85% af út­flutn­ingsaf­urðum Rússa eru hrávör­ur. Það þýðir að áhrif­in af efna­hagsþving­un­um verða mun meiri á rúss­neska hag­kerfið en á heimsvísu. Lands­fram­leiðsla í Rússlandi er tal­in munu drag­ast sam­an um a.m.k. 11% og lík­lega verður sam­drátt­ur­inn meiri en í krepp­unni 1998. Öll þessi þróun mun leiða til hækk­un­ar á verðbólgu til skamms tíma.

Staða Íslands

Hin efna­hags­legu áhrif eru þó létt­væg í sam­an­b­urði við þann mann­lega harm­leik sem á sér stað. Gæfa Íslands í ut­an­rík­is­mál­um þjóðar­inn­ar er að í ný­stofnuðu lýðveldi var tek­in ákvörðun um ann­ars veg­ar að ger­ast stofnaðild­ar­ríki að Atlants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og hins veg­ar að gera varn­ing­ar­samn­ing við Banda­rík­in árið 1951. Þetta eru meg­in­stoðir í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni og hafa tryggt ör­yggi Íslands í ára­tugi. Það var fram­sýn þjóð sem valdi rétt á sín­um tíma og hef­ur í krafti friðar og ör­ygg­is náð að blómstra sem eitt öfl­ug­asta lýðræðis­sam­fé­lag ver­ald­ar. Mér þótti sem lít­illi telpu ágætt að vita til þess að við ætt­um sterka banda­menn. Á móti nýt­ur Úkraína þess ekki að vera aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins og því eru varn­ir rík­is­ins litl­ar við hliðina á Rússlandi. Okk­ur ber skylda til þess að styðja við Úkraínu og að vinna að því að þess­um hild­ar­leik ljúki sem fyrst!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­-ókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. mars 2022.

Categories
Greinar

Áfram á vaktinni

Deila grein

28/02/2022

Áfram á vaktinni

Öllum tak­mörk­un­um hef­ur verið aflétt á Íslandi eft­ir tveggja ára bar­áttu við far­sótt­ina ill­ræmdu. Ver­öld­in hef­ur þurft að tak­ast á við marg­slungn­ar af­leiðing­ar far­sótt­ar­inn­ar sem hafa birst með ýms­um hætti. Það tíma­bil sem nú sér fyr­ir end­ann á hef­ur reynst mik­ill próf­steinn á innviði fjöl­margra ríkja. Þannig hef­ur reynt veru­lega á heil­brigðis­kerfi, styrk hag­stjórn­ar ríkja sem og alþjóðlega sam­vinnu.

Fram­kvæmd aðgerða og ár­ang­ur Íslands

Á heimsvísu er hægt að full­yrða að einkar vel hafi tek­ist til við stjórn efna­hags­mála en mann­fall var mjög mis­mun­andi eft­ir ríkj­um heims­ins. Hægt er að full­yrða að á Íslandi hafi tek­ist vel til við að verja líf og heilsu fólks en dán­artíðni á hvern íbúa er sú lægsta í ver­öld­inni. Allt það frá­bæra fag­fólk sem staðið hef­ur vakt­ina í heil­brigðis­kerf­inu á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir fram­lag sitt í far­aldr­in­um. Þá tókst okk­ur einnig að halda skóla­kerf­inu gang­andi í gegn­um far­sótt­ina og er það mik­illi þraut­seigju okk­ar skóla­fólks að þakka. Reglu­lega sýndi það mikla aðlög­un­ar­hæfni í skól­um lands­ins til þess að glíma við breyti­leg­ar aðstæður sem tak­mark­an­ir tengd­ar far­aldr­in­um leiddu af sér. Að sama skapi má segja að efna­hagsaðgerðir séu vel heppnaðar. Lands­fram­leiðsla hef­ur verið að sækja í sig veðrið og jókst um 4,1% á fyrstu þrem­ur fjórðung­um síðasta árs og er áætlað að hag­vöxt­ur árs­ins 2021 verði um 5%. At­vinnu­leysi hef­ur minnkað hratt og slak­inn í þjóðarbú­inu minnk­ar ört. Að sama skapi hef­ur verðbólga auk­ist í 6,2% í fe­brú­ar og hef­ur ekki verið hærri í tæp­an ára­tug. Skýrist þessi mikla verðbólga að stór­um hluta af mik­illi hækk­un hús­næðis­verðs ásamt um­fangs­mikl­um hækk­un­um alþjóðlegs hrávöru­verðs og flutn­ings­kostnaðar. Afar brýnt er að ná tök­um á verðbólg­unni án þess þó að aðgerðirn­ar skaði efna­hags­bat­ann. Það kann að vera að þessi háa verðbólga verði tíma­bund­in, þar sem eft­ir­spurn á heimsvísu mun minnka um leið og áhrif efna­hagsaðgerðanna dvína. Það má einnig fast­lega bú­ast við því að óverj­an­leg inn­rás Rúss­lands inn í Úkraínu muni hafa áhrif á verðlagn­ingu ým­issa vöru­flokka sem og eft­ir­spurn. Þannig má gera ráð fyr­ir að verðbólga auk­ist tíma­bundið vegna hærra olíu­verðs og annarr­ar hrávöru.

Sam­an sem sam­fé­lag

Strax í upp­hafi far­ald­urs ákvað rík­is­stjórn­in að beita rík­is­fjár­mál­un­um af krafti til þess að tryggja öfl­uga viðspyrnu sam­fé­lags­ins eins og þurfa þykir hverju sinni – með svo­kallaðri efna­hags­legri loft­brú. Sú brú var stór og er heild­ar­um­fang efna­hags­ráðstaf­ana árin 2020 og 2021 um 215 millj­arðar króna svo dæmi sé tekið. Lögð var áhersla á að koma til móts við fólk og fyr­ir­tæki sem urðu illa fyr­ir barðinu á veirunni. Fyr­ir stjórn­völd var það sann­girn­is­mál að beita rík­is­fjár­mál­un­um með þeim hætti og tryggja að við fær­um sam­an sem sam­fé­lag í gegn­um kófið.

Það sem Thatcher gerði

Fyrr í mánuðinum viðraði ég hug­mynd­ir í þess­um anda um aukna aðkomu bank­anna að fjöl­skyld­um og fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu, sem til að mynda vaxta­hækk­an­ir snerta með þyngri hætti en aðra. Til að ná slík­um mark­miðum nefndi ég einnig í því sam­hengi svo­kallaðan hval­reka­skatt í anda Mar­grét­ar Thatcher, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á of­ur­hagnað bank­anna sem nem­ur yfir 80 millj­örðum króna árið 2022. Fór hægri kon­an Thatcher þessa leið árið 1981 þegar bresk­ir bank­ar högnuðust veru­lega vegna hækk­un­ar stýri­vaxta þar í landi. Bú­ast má við því að sama verði upp á ten­ingn­um í af­komu banka hér á landi þar sem vaxtamun­ur mun aukast í kjöl­far hærri stýri­vaxta. Und­an­farið hef­ur margt fólk þurft að ráðast í dýr­ar fjár­fest­ing­ar til að tryggja sér og sín­um þak yfir höfuðið á fast­eigna­markaði sem ein­kenn­ist af mikl­um skorti á íbúðum vegna langvar­andi lóðaskorts. Þenn­an hóp þarf að styðja við strax í upp­hafi þreng­inga til að draga úr lík­um á greiðslu­vanda seinna meir. Þar skipt­ir sam­vinna stjórn­valda, fjár­mála­fyr­ir­tækja og fjöl­skyldna máli.

Lands­virkj­un áfram í eigu okk­ar allra

Það hug­ar­far að við séum öll í þessu sam­an hef­ur reynst okk­ur vel í gegn­um far­ald­ur­inn. Á sama tíma er ljóst að við blasa áskor­an­ir í rík­is­fjár­mál­um til að vinda ofan af þeim halla sem mynd­ast hef­ur vegna heims­far­ald­urs og viðspyrnuaðgerða sem hon­um tengj­ast. Við ætl­um okk­ur að vaxa út úr þeim halla með auk­inni verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu. Þar munu stjórn­völd halda áfram að skapa ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um hag­fellt og hvetj­andi um­hverfi til að sækja fram. Hug­mynd­ir um að selja allt að 40% hlut al­menn­ings í Lands­virkj­un eiga ekki að vera leiðin til að fjár­magna rík­is­sjóð til skamms tíma og get ég slegið því föstu að slík sala mun aldrei eiga sér stað á meðan Fram­sókn á sæti í rík­is­stjórn Íslands. Við vilj­um að Lands­virkj­un verði áfram í eigu allra Íslend­inga, sem burðarás fyr­ir ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Ég tel mjög breiða sam­fé­lags­lega sátt ríkja um slíkt og það eig­um við að virða.

Þrátt fyr­ir krefj­andi tíma und­an­far­in ár vegna veirunn­ar og góðan ár­ang­ur sem náðst hef­ur í gegn­um þann tíma er mik­il­vægt að sofna ekki á verðinum. Við lif­um enn á viðsjár­verðum tím­um vegna óafsak­an­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu, sem hef­ur áhrif á stöðu mála hér í Evr­ópu. Við mun­um tak­ast á við þær áskor­an­ir af festu og með sam­vinnu til að tryggja að Ísland verði áfram í sterkri stöðu til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar-, ferða- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 26. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Glæsilegur árangur

Deila grein

21/02/2022

Glæsilegur árangur

Um helg­ina lauk 72. alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Berlín. Hátíðin er með þeim virt­ari í heimi kvik­mynd­anna en mik­ill heiður fylg­ir því að eiga þar til­nefnt verk. Óhætt er að segja að ár­ang­ur Íslands á hátíðinni sé glæsi­leg­ur en list­ræn­ir stjórn­end­ur henn­ar völdu fjór­ar ís­lensk­ar mynd­ir í aðaldag­skrá hátíðar­inn­ar. Aldrei hafa jafn marg­ar ís­lensk­ar mynd­ir tekið þátt í dag­skránni og átti Ísland flest fram­lög allra Norður­landa í ár. Þannig fengu gest­ir hátíðar­inn­ar að njóta kvik­mynd­anna Ber­d­reymi og Against the Ice, stutt­mynd­ar­inn­ar Hreiðurs og sjón­varpsþátt­anna Svörtu sanda við góðan orðstír.

Árang­ur þessi er enn ein staðfest­ing á þeim mikla krafti sem býr í ís­lenski kvik­mynd­mynda­gerð. Ljóst er að slíkt ger­ist ekki að sjálfu sér. Allt það hæfi­leika­ríka fólk sem starfar í kvik­mynda­gerð á Íslandi á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir frumsköp­un sína, elju og dugnað við fram­leiðslu og miðlun verka sinna. Þá skipt­ir einnig miklu máli að því fag­fólki og fyr­ir­tækj­um sem starfa í kvik­mynda­gerð sé sköpuð traust og sam­keppn­is­hæf um­gjörð utan um störf sín.

Vatna­skil urðu í um­hverfi kvik­mynda­gerða árið 1999 þegar að lög um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru samþykkt. Með þeim var rekstr­ar­um­hverfi kvik­mynda­geir­ans styrkt og sam­keppn­is­hæfni auk­in til mun­ar. All­ar göt­ur síðan hef­ur ár­ang­ur­inn birst okk­ur með skýr­um hætti. Kvik­mynda­gerð hef­ur verið áber­andi í ís­lensku menn­ing­ar- og at­vinnu­lífi og hef­ur velta grein­ar­inn­ar þre­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og nem­ur nú um 30 millj­örðum króna á árs­grund­velli en vel á fjórða þúsund starfa við kvik­mynda­gerð.

Meðbyr­inn er mik­ill og til að mynda vill sí­fellt fleira ungt fólk starfa við skap­andi grein­ar, eins og kvik­mynda­gerðina. Starfs­um­hverfið er spenn­andi en óþarft er að telja upp öll þau stór­verk sem tek­in hafa verið upp á hér á landi með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á ferðaþjón­ust­una og ímynd lands­ins. Af of­an­greindu má álykta að með auk­inni fjár­fest­ingu muni grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með þetta í huga kynntu stjórn­völd nýja kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030 en hún var afrakst­ur góðrar sam­vinnu stjórn­valda og at­vinnu­lífs.

Stjórn­völd hafa ein­hent sér í að fylgja hinni nýju stefnu eft­ir af full­um krafti. Þannig voru til dæm­is fjár­mun­ir strax tryggðir til þess að koma á lagg­irn­ar há­skóla­námi í kvik­mynda­gerð við Lista­há­skóla Íslands og á fjár­lög­um þessa árs má finna rúm­lega 500 m.kr hækk­un til kvik­mynda­mála – sem að stærst­um hluta renn­ur til fram­leiðslu á kvik­mynda- og sjón­varps­efni. Þá er vinna þegar haf­in í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti sem miðar að því auka alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­gerðar hér á landi með hærri end­ur­greiðslum til að laða að stór kvik­mynda­verk­efni til Íslands.

Ljóst er að ár­ang­ur líkt og birt­ist okk­ur í Berlín hvet­ur okk­ur enn frek­ar til dáða við að stuðla að enn öfl­ugra um­hverfi kvik­mynda­gerðar hér á landi. Tæki­fær­in eru mý­mörg og þau ætl­um við að grípa.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Muggur, myndlistin og menningararfurinn

Deila grein

11/02/2022

Muggur, myndlistin og menningararfurinn

Und­an­farna mánuði hef­ur sýn­ing­in MUGG­UR – Guðmund­ur Thor­steins­son staðið yfir í Lista­safni Íslands. Guðmund­ur (1891-1924), eða Mugg­ur, er einn merk­asti og af­kasta­mesti mynd­listamaður þjóðar­inn­ar – og í raun okk­ar fyrsti fjöll­istamaður. Ung­ur að árum flutt­ist hann til Kaup­manna­hafn­ar árið 1903 ásamt fjöl­skyldu sinni þar sem hann nam mynd­list við Kon­ung­lega lista­há­skól­ann á ár­un­um 1911-1915. Þrátt fyr­ir stutta ævi skildi Mugg­ur eft­ir sig nokkuð fjöl­breytt safn verka sem bera þess glöggt merki að hæfi­leik­um hans voru fá tak­mörk sett eins og rakið er í veg­legri bók sem Lista­safn Íslands gaf út hon­um til heiðurs árið 2021.

Mugg­ur, ásamt fleiri merk­um mynd­list­ar­mönn­um þjóðar­inn­ar, hef­ur und­ir­byggt sterk­an grunn fyr­ir menn­ing­ar­líf sam­tím­ans. Á Íslandi rík­ir kraft­mik­il og lif­andi mynd­list­ar­menn­ing og mynd­list­ar­starf­semi. Mynd­list leik­ur stórt hlut­verk í sam­fé­lag­inu. Hún er órjúf­an­leg­ur hluti af mennt­un, þroska og dag­legu lífi fólks um allt land. Mynd­listar­fólk er metið að verðleik­um og áhersla er á kennslu og nám í mynd­list og lista­sögu á öll­um skóla­stig­um. Mynd­list á vax­andi sam­fé­lags­legu hlut­verki að gegna og stuðlar að gagn­rýnni og skap­andi hugs­un og umræðu.

Fram und­an er til­efni til að beina sjón­um að frek­ari tæki­fær­um til vaxt­ar. Sköp­un ís­lenska lista­manna fang­ar at­hygli fólks hér á landi sem og er­lend­is. Árang­ur­inn birt­ist í fleiri tæki­fær­um ís­lenskra lista­manna til þátt­töku í kraft­mik­illi safn­a­starf­semi og vönduðum sýn­ing­um um allt land. Einnig end­ur­spegl­ast ár­ang­ur­inn í þátt­töku á virt­um alþjóðleg­um viðburðum og sýn­ing­um. Eft­ir­spurn eft­ir kaup­um á ís­lensk­um lista­verk­um er um­tals­verð.

Mynd­list verður eitt af áherslu­mál­um mín­um í ný­stofnuðu menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti og hef ég boðað að ný mynd­list­ar­stefna verði kynnt á fyrstu 100 starfs­dög­um ráðuneyt­is­ins og að inn­leiðing henn­ar verði í for­grunni á næstu árum.

Stefn­an mun kalla á fjöl­breytt­an stuðning við list­sköp­un, mennt­un, mynd- og miðlalæsi sem styðji við kraft­mikla mynd­list­ar­menn­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu á meðal al­menn­ings. All­ar for­send­ur eru til þess að efla mynd­list sem enn sýni­legri og öfl­ugri at­vinnu­grein sem að varp­ar já­kvæðu ljósi á landið okk­ar.

Ég hvet alla áhuga­sama til að heim­sækja Lista­safn Íslands um helg­ina, sem verður síðasta sýn­inga­helgi „MUGG­UR – Guðmund­ur Thor­steins­son“, og virða fyr­ir sér fjöl­breytt fram­lag hans til ís­lensks menn­ing­ar­arfs.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. febrúar 2022

Categories
Greinar

Tími tækifæranna

Deila grein

02/02/2022

Tími tækifæranna

Nýtt menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti (MVF) tók í gær form­lega til starfa í sam­ræmi við ný­samþykkta þings­álykt­un­ar­til­lögu um skip­an Stjórn­ar­ráðsins. Breyt­ing­ar sem í henni er að finna eru rót­tæk­ar en tíma­bær­ar og eru til þess falln­ar að fella ósýni­lega múra stofn­ana­menn­ing­ar og stuðla að sam­vinnu, sam­ráði og sam­hæf­ingu inn­an Stjórn­ar­ráðsins. Und­ir hið nýja ráðuneyti falla mál­efni menn­ing­ar, ferðaþjón­ustu og viðskipta og er hlut­verk þess að skapa þess­um mála­flokk­um um­hverfi sem stuðlar að vel­sæld og verðmæta­sköp­un fyr­ir sam­fé­lagið.

Því hlut­verki mun ráðuneytið sinna með því að auka skil­virkni, bæta þjón­ustu og nýta sam­legð mála­flokk­anna með öfl­ugu sam­starfi með áherslu á mik­il­vægi skap­andi greina og sam­keppn­is­hæfni. Lögð verður áhersla á vandaða stefnu­mót­un, virka sam­vinnu og upp­lýs­inga­miðlun ásamt því að auka traust á stofn­un­um og verk­ferl­um stjórn­sýsl­unn­ar og tryggja jafn­ræði og sjálf­bærni. Inn­an hins nýja ráðuneyt­is verður auk­in geta til hag­fræðilegra grein­inga til að styðja mið mark­viss­ari stefnu­mót­un í mála­flokk­um þess.

Það eru mörg sókn­ar­færi í sam­legð þess­ara þriggja stoða sem menn­ing, ferðaþjón­usta og viðskipti eru í ís­lensku sam­fé­lagi og mark­miðið er að há­marka þá sam­legð á sama tíma og við stönd­um vörð um kjarn­a­starf­semi og sér­stöðu grein­anna. Ferðaþjón­ust­an og menn­ing­ar­lífið njóta gagn­kvæms ávinn­ings af vel­gengni og hags­mun­ir þeirra eru samofn­ir á ýms­um sviðum. Þannig hafa ís­lensk­ir menn­ing­ar­viðburðir á borð við tón­list­ar- og kvik­mynda­hátíðir verið aðdrátt­ar­afl ferðamanna um ára­bil. Að sama skapi njóta skap­andi grein­ar góðs af stærri markaði sem fylg­ir fjölg­un ferðamanna og auk­inni eft­ir­spurn eft­ir ís­lenskri list og menn­ingu.

Til grund­vall­ar aðgerðum og áhersl­um nýs ráðuneyt­is verða mæli­kv­arðar sem ná utan um efna­hags­lega, sam­fé­lags­lega og hug­læga þætti sem ganga þvert á mála­flokka okk­ar. Mér finnst spenn­andi að hugsa til þess­ara mæli­kv­arða sem einskon­ar sköp­un­ar­vísi­tölu en það er vísi­tala sem við kepp­um að því að hækka og höf­um alla burði til. Um­svif þeirra at­vinnu­greina sem heyra und­ir nýtt menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti eru nú þegar mik­il en fram­lag þeirra til vergr­ar lands­fram­leiðslu er rúm­lega 40%. Við ætl­um okk­ur að gera enn bet­ur. Okk­ar stærstu mark­mið eru að árið 2030 muni út­gjöld ferðamanna hér á landi nema 700 millj­örðum króna og að út­flutn­ing­verðmæti menn­ing­ar verði 20 millj­arðar. Að auki vilj­um við koma Íslandi í hóp 15 efstu landa hvað viðkem­ur viðskiptaum­hverfi og sam­keppn­is­hæfni.

Það er því til mik­ils að vinna fyr­ir þjóðarbúið ef rétt er haldið á mál­um. Tími tæki­fær­anna er runn­inn upp og með samþætt­ingu þess­ara mála­flokka í nýju ráðuneyti menn­ing­ar- og viðskipta­mála eru skapaðar trygg­ari for­send­ur til að grípa þau og stuðla þannig að sókn í þágu sam­fé­lags­ins alls með til­heyr­andi vexti og vel­sæld til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Staðið með menningu

Deila grein

01/02/2022

Staðið með menningu

Með hækkandi sól og skipulögðum skrefum til afléttingar sóttvarnaráðstafana sjáum við nú loks til lands í faraldrinum sem herjað hefur á heim allan í rúm 2 ár. Listamenn og menningarhús hafa svo sannarlega fundið fyrir högginu sem veiran hefur leitt af sér. Strax í upphafi faraldursins einsettu stjórnarflokkarnir sér að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga til þess að tryggja öfluga viðspyrnu samfélagsins og það hafa mörg sveitarfélög einnig gert. Sérstök áhersla var lögð á listir og menningu enda er mikilvægi þeirra óumdeilt fyrir samfélagið.

Uppskeran er handan við hornið

Það má einnig reikna fastlega með því að framlag lista og menningar til andlegrar og efnahagslegrar viðspyrnu þjóðarinnar verði þýðingarmikið. Mannsandinn nærist meðal annars á menningu, að skemmta sér í góðra vina hópi, sækja tónleika, leiksýningar eða aðra menningarviðburði. Það styttist óðfluga í að samfélagið lifni við eins og við þekktum það fyrir heimsfaraldur. Uppskeran er handan við hornið og vel undirbyggð viðspyrnan fer að birtast okkur með tilheyrandi ánægju. Við horfum því björtum augum fram á veginn, sannfærð um að íslenskt menningarlíf fari að blómstra sem aldrei fyrr.

Nýjustu viðspyrnuaðgerðirnar, og væntanlega þær síðustu, undirstrika það. Með þeim var 450 milljónum króna varið til tónlistar og sviðslista sem hafa farið sérlega illa út úr heimsfaraldri með allt að 87% tekjufalli. Með aðgerðunum er okkar frábæru listamönnum skapað aukið rými til frumsköpunar, framleiðslu og viðburðahalds ásamt því að styðja þá til sóknar á erlenda markaði með listsköpun sína. Íslensk list og menning á mikið erindi á erlendri grundu. Það höfum við ítrekað séð á undanförnum árum, en íslenskir listamenn hafa margir gert það gott á erlendum mörkuðum. Kynningarverðmæti skapandi greina fyrir land og þjóð er óumdeilt og er mikil­væg­ur þátt­ur í alþjóðlegri markaðssetn­ingu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og skapandi fólk. Við viljum halda áfram á þeirri braut.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar – og viðskiptaráðherra

Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Bráðum kemur betri tíð!

Deila grein

27/01/2022

Bráðum kemur betri tíð!

Það er til­efni til bjart­sýni. Það er farið að hilla und­ir lok heims­far­ald­urs­ins eins og við höf­um þekkt hann und­an­far­in tvö ár með til­heyr­andi áhrif­um á dag­legt líf okk­ar. Þessi tími er for­dæma­laus. Það sem stend­ur þó upp úr er óneit­an­lega það hversu vel ís­lensku sam­fé­lagi hef­ur gengið að tak­ast á við þær fjöl­mörgu áskor­an­ir sem fylgt hafa far­aldr­in­um. Strax í upp­hafi far­ald­urs ákvað rík­is­stjórn­in að beita rík­is­fjár­mál­un­um af krafti til þess að tryggja öfl­uga viðspyrnu sam­fé­lags­ins eins og þurfa þykir hverju sinni – með svo­kallaðri efna­hags­legri loft­brú. Loft­brú­in er stór, en þannig nem­ur heild­ar­um­fang efna­hags­ráðstaf­ana árin 2020 og 2021 um 215 millj­örðum króna. Und­an­farna daga hafa stjórn­völd kynnt sín­ar nýj­ustu og von­andi síðustu aðgerðir í þess­um anda, sem er ætlað að styðja við sam­fé­lagið í kjöl­far áhrifa ómíkron-af­brigðis­ins.

Staðan á Íslandi og á heimsvísu

Aðgerðirn­ar hafa skipt miklu máli. Efna­hags­bat­inn á Íslandi hef­ur verið sterk­ur og ger­ir Seðlabank­inn ráð fyr­ir 5,1% hag­vexti á ár­inu. Störf­um hef­ur fjölgað hratt og at­vinnu­leysi er að verða svipað og það var fyr­ir heims­far­ald­ur­inn. Hins veg­ar hef­ur vöxt­ur korta­veltu dreg­ist hratt sam­an í upp­hafi árs sök­um fjölg­un­ar smita í sam­fé­lag­inu. Velta bæði ís­lenskra og er­lendra korta dróst skyndi­lega sam­an fyrstu 10 daga mánaðar­ins. Heild­ar­korta­velta er nú 4% minni en 2019. Lands­menn hafa dregið sig til hlés vegna bylgju ómíkron-af­brigðis­ins. Því er mik­il­vægt að fram­lengja efna­hagsaðgerðir og beina þeim sér­stak­lega í átt að þeim geir­um sem hafa orðið verst úti í far­sótt­inni. Það sama má segja um hag­vaxt­ar­horf­ur á heimsvísu en þær hafa versnað á fyrsta árs­fjórðungi og ger­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ráð fyr­ir 4,9% hag­vexti árið 2022. Það eru einkum þrír þætt­ir sem skýra versn­andi horf­ur: vænt­an­leg­ar vaxta­hækk­an­ir í Banda­ríkj­un­um og minnk­andi einka­neysla, þrálát verðbólga og viðkvæm staða fast­eigna­markaðar­ins í Kína.

Viðspyrnu- og lok­un­ar­styrk­ir fram­lengd­ir

Meðal þeirra aðgerða sem stjórn­völd kynntu í vik­unni voru fram­leng­ing­ar al­mennra viðspyrnustyrkja til handa fyr­ir­tækj­um um fjóra mánuði – en áætlað um­fang þeirra nemi um tveim­ur millj­örðum króna. Nú þegar hafa 10 millj­arðar króna verið greidd­ir út til um 1.800 rekstr­araðila en um 400 um­sókn­ir á eft­ir að af­greiða. Auk­in­held­ur samþykkti rík­is­stjórn­in fram­leng­ingu lok­un­ar­styrkja til þeirra sem hafa tíma­bundið þurft að loka starf­semi sinni vegna sótt­varn­aráðstaf­ana og orðið af veru­leg­um tekj­um vegna þess. Um­fang aðgerðanna er mikið en um leið mik­il­vægt til þess að standa áfram með ís­lensku at­vinnu­lífi á loka­spretti far­ald­urs­ins. Styrk­irn­ir gera rekstr­araðila bet­ur í stakk búna til þess að taka þátt af full­um krafti að nýju þegar sam­fé­lag án tak­mark­ana tek­ur við og hjól hag­kerf­is­ins fara að snú­ast hraðar.

Veit­ingastaðir varðir

Rekst­ur margra veit­ingastaða hef­ur þyngst veru­lega vegna tekju­sam­drátt­ar í kjöl­far sótt­varn­aráðstaf­ana um­fram flest­ar at­vinnu­grein­ar, meðal ann­ars vegna styttri af­greiðslu­tíma. Veit­ingastaðir eru mik­il­væg­ir sam­fé­lag­inu sem við búum í og eru nauðsyn­leg­ir til að sinna þeim fjölda ferðamanna sem heim­sækja Ísland. Því kynntu þau sér­staka styrki fyr­ir veit­ingastaði til þess að tryggja viðspyrnu þeirra að sótt­varn­aráðstöf­un­um liðnum. Gert er ráð fyr­ir að ein­stak­ir rekstr­araðilar geti fengið að há­marki 10-12 millj­óna styrk á fjög­urra mánaða tíma­bili til að mæta rekstr­ar­kostnaði.

Staðið með menn­ing­unni

Stjórn­völd ein­settu sér að standa með list­um og menn­ingu í gegn­um heims­far­ald­ur­inn en hann hef­ur haft afar mik­il og nei­kvæð áhrif á verðmæta­sköp­un í menn­ing­ar­geir­an­um, sér­stak­lega þeim grein­um hans sem byggja tekju­öfl­un sína að mestu á viðburðahaldi. Þannig voru greiðslur til rétt­hafa í tónlist vegna tón­leika­halds á ár­inu 2021 til að mynda 87% lægri en sam­svar­andi tekj­ur árið 2019. Þá hafa sjálf­stæð leik­hús og leik­hóp­ar farið veru­lega illa út úr far­aldr­in­um vegna þeirra sótt­varnaaðgerða og lok­ana. Það var því ánægju­legt að kynna í vik­unni 450 m.kr. viðspyrnuaðgerðir fyr­ir tónlist og sviðlist­ir. Miða þær að því að tryggja viðspyrnu í viðburðahaldi, efla frumsköp­un og fram­leiðslu lista­manna ásamt því að styðja við sókn á er­lenda markaði. Við eig­um lista­fólk­inu okk­ar margt að þakka, meðal ann­ars að stytta okk­ur stund­irn­ar á tím­um heims­far­ald­urs með hæfi­leik­um sín­um. Það verður ánægju­legt að geta sótt viðburði þeirra að nýju með vin­um og vanda­mönn­um.

Flest­ir munu kveðja þær tak­mark­an­ir sem fylgt hafa veirunni með litl­um söknuði og und­ir­búa sig að sama skapi und­ir betri tíð. Það stytt­ist því í að hin fleygu orð Stuðmanna „bráðum kem­ur ekki betri tíð, því betri get­ur tíðin ekki orðið“ verði orð að sönnu á sama tíma og sam­fé­lagið allt mun lifna við af meiri krafti en við höf­um áður kynnst.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. janúar 2022.

Categories
Greinar

Flæðilínan sem gefur og gefur

Deila grein

25/01/2022

Flæðilínan sem gefur og gefur

Und­an­far­in sunnu­dags­kvöld hef­ur hug­ur lands­manna sveimað vest­ur á firði til þess að fylgj­ast með uppá­tækj­um þeirra Hörpu, Gríms, Jóns, Ein­ars, Ellu Stínu og annarra við rekst­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is í sjón­varpsþátt­un­um Ver­búðinni sem fengið hafa verðskuldaða at­hygli fyr­ir mikla fag­mennsku og gæði. Þætt­irn­ir eru enn ein staðfest­ing á þeim mikla krafti sem býr í ís­lenskri kvik­mynda­gerð en grein­in hef­ur verið áber­andi í ís­lensku menn­ing­ar- og at­vinnu­lífi und­an­far­inn ára­tug og velta grein­ar­inn­ar hef­ur þre­fald­ast á þeim tíma en vel á fjórða þúsund starfa við kvik­mynda­gerð.

Í takt við rót­tæk­ar breyt­ing­ar á sam­fé­lög­um heims­ins, sem gjarn­an eru kennd­ar við fjórðu iðnbylt­ing­una, er kallað eft­ir því að fjöl­breytt­ari stoðum verði skotið und­ir ís­lenskt at­vinnu­líf með áherslu á grein­ar sem byggj­ast á hug­viti, há­tækni, sköp­un og sjálf­bær­um lausn­um. Ekki fer milli mála að kvik­mynda­gerð fell­ur að öllu leyti að þess­ari skil­grein­ingu, enda er hún ört vax­andi skap­andi grein sem hef­ur alla burði til að styðja enn frek­ar við verðmæta­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni þjóðarbús­ins á næstu árum og ára­tug­um.

Sí­fellt fleira ungt fólk vill starfa við skap­andi grein­ar, eins og kvik­mynda­gerðina. Þá eru kvik­mynd­ir mik­il­væg­ur þátt­ur í alþjóðlegri markaðssetn­ingu Íslands sem lands lista og skap­andi greina og í að laða er­lenda ferðamenn til lands­ins. Af þessu má álykta að með auk­inni fjár­fest­ingu muni grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú.

Með þetta í huga kynntu stjórn­völd nýja kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030. Velta kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leiðslunn­ar eru tæp­ir 30 ma.kr. á árs­grund­velli og tæp­lega 2.000 ein­stak­ling­ar starfa í grein­inni. Um er að ræða fyrstu heild­stæðu kvik­mynda­stefn­una sem unn­in hef­ur verið hér á landi en hún var afrakst­ur góðrar sam­vinnu stjórn­valda og at­vinnu­lífs. Stjórn­völd hafa ein­hent sér í að fylgja hinni nýju stefnu eft­ir af full­um krafti. Þannig voru til dæm­is fjár­mun­ir strax tryggðir til þess að koma á lagg­irn­ar há­skóla­námi í kvik­mynda­gerð við Lista­há­skóla Íslands og á fjár­lög­um þessa árs má finna rúm­lega 500 m.kr. hækk­un til kvik­mynda­mála – sem að stærst­um hluta renn­ur til fram­leiðslu á kvik­mynda- og sjón­varps­efni. Á kjör­tíma­bil­inu verða einnig stig­in stór skref í að auka alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­gerðar hér á landi með hærri end­ur­greiðslum á skýrt af­mörkuðum þátt­um til að stuðla að því að fleiri stór verk­efni verði unn­in al­farið á Íslandi með til­heyr­andi tæki­fær­um fyr­ir ís­lenskt menn­ing­ar­líf.

Við höf­um öll unun af því að horfa á gott sjón­varps­efni og ekki skemm­ir fyr­ir ef það er ís­lenskt. Frjór jarðveg­ur fyr­ir sköp­un fleiri gæðasjón­varpsþátta og -kvik­mynda hér á landi er svo sann­ar­lega fyr­ir hendi – og hann á aðeins eft­ir að verða frjórri. Í raun er ís­lensk kvik­mynda­gerð er eins og flæðilína sem held­ur áfram að gefa og gefa svo ég noti orðfæri í anda Ver­búðar­inn­ar. Ég er því sann­færð um að fleiri Ver­búðir, eða þeirra lík­ar, muni líta dags­ins ljós – okk­ur öll­um til yndis­auka.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. janúar 2022.