Categories
Greinar

Yfirboð á kostnað skattgreiðenda

Deila grein

11/09/2021

Yfirboð á kostnað skattgreiðenda

Stjórn­mála­flokk­arn­ir kepp­ast nú við að kynna hug­mynd­ir sín­ar um framtíðina. Sum­ir vilja gera allt fyr­ir alla, sem er vel meint en óraun­hæft til lengri tíma. Um­svif og út­gjöld rík­is­ins hafa auk­ist mjög vegna tíma­bund­inna aðstæðna, en slíkt út­streymi úr rík­is­sjóði má ekki verða var­an­legt enda ósjálf­bært. Mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda á næsta kjör­tíma­bili er að finna jafn­vægið milli op­in­bera geir­ans og al­menna markaðar­ins – tryggja stöðugt efna­hags­ástand og búa svo um hnút­ana, að fyr­ir­tæki af öll­um stærðum og gerðum geti blómstrað. Aðeins þannig get­um við fjár­magnað lífs­gæði okk­ar, bæði til einka- og sam­neyslu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geng­ur með skýra sýn til móts við nýtt kjör­tíma­bil. Við vilj­um kraft­mikið at­vinnu­líf, sem fjár­magn­ar góða op­in­bera þjón­ustu. Við vilj­um nota tekj­ur rík­is­sjóðs til að fjár­festa í fólki og halda áfram að laga kerfi hins op­in­bera að þörf­um fólks­ins í land­inu. Við erum trú­verðugur kost­ur þegar kem­ur að því, eins og kerf­is­breyt­ing­ar síðustu ára eru til marks um. Við höf­um leitt mik­il um­bóta­mál, með grund­vall­ar­breyt­ing­um á kerf­um sem voru ryðguð föst. Nýtt lána- og styrkja­kerfi náms­manna er gott dæmi um það, bylt­ing í mál­efn­um barna, nýj­ung­ar í hús­næðismál­um, Loft­brú­in og stór­sókn í sam­göng­um um allt land. Sam­hliða hef­ur fyr­ir­tækja­rekst­ur al­mennt gengið vel, með þeirri aug­ljósu und­an­tekn­ingu sem viðburða- og ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in eru.

Það er brýnt að þau fái nú tæki­færi til að blómstra, líkt og önn­ur fyr­ir­tæki, því öfl­ugt at­vinnu­líf er for­senda stöðug­leika í efna­hags­líf­inu. Sér­stak­lega þarf að huga að litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um, ný­sköp­un og fyr­ir­tækj­um í skap­andi grein­um. Nær ótak­mörkuð tæki­færi eru í hug­verkaiðnaði, svo sem líf­tækni, lyfja­fram­leiðslu og tengd­um grein­um, og þá sprota vilj­um við vökva. Við vilj­um efla kvik­mynda­gerð, sem skap­ar millj­arða í gjald­eyris­tekj­ur, og auka út­flutn­ing á ráðgjöf, hug­viti og þekk­ingu.

Ekk­ert af of­an­greindu ger­ist í tóma­rúmi, held­ur ein­ung­is með fram­sókn­ar­legri sam­vinnu og seiglu. Dugnaði og fram­taks­semi ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Kerfi og stofn­an­ir rík­is­ins þurfa líka að taka þátt, hugsa í lausn­um og hvetja til fram­fara. Skatt­kerfið gegn­ir þar lyk­il­hlut­verki, enda mik­il­vægt jöfn­un­ar­tæki sem hef­ur þó frek­ar sýnt sveigj­an­leika gagn­vart fólki en fyr­ir­tækj­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er mál­svari lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja og vill taka upp þrepa­skipt trygg­inga­gjald. Lækka trygg­inga­gjald á lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki og taka sam­hliða upp þrepa­skipt­an tekju­skatt, þar sem of­ur­hagnaður er skattlagður meira en hóf­leg­ur. Þannig dreg­ur skatt­lagn­ing ekki úr getu rík­is­sjóðs til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar-, mennta- og heil­brigðis­kerfi, held­ur dreif­ist hún með öðrum hætti en áður.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur ekki til töfra­lausn­ir, held­ur finn­ur praktísk­ar lausn­ir á flókn­um verk­efn­um. Við erum reiðubú­in til sam­starfs við þá sem hugsa á sömu nót­um, deila með okk­ur sýn­inni um sam­vinnu og rétt­látt sam­fé­lag þar sem fólk blómstr­ar á eig­in for­send­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og fram­bjóðandi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. september 2021.

Categories
Greinar

Jákvæð áhrif samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Deila grein

02/09/2021

Jákvæð áhrif samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Stuttu eft­ir að ég tók til starfa sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra blossaði #églíka-bylt­ing­in upp, bet­ur þekkt sem #met­oo. Kyn­ferðis­leg áreitni og of­beldi er sam­fé­lags­mein, og hug­rakk­ir hóp­ar ein­stak­linga stigu fram, sögðu sög­ur sín­ar og vöktu okk­ur öll til um­hugs­un­ar. Kon­ur í íþrótta­hreyf­ing­unni létu einnig há­vært í sér heyra, og ég boðaði full­trúa þeirra strax á fund til að ræða mögu­leg­ar aðgerðir til úr­bóta.

Í kjöl­farið skipaði ég starfs­hóp sem vann bæði hratt og ör­ugg­lega til að tryggja að raun­veru­leg­ur ár­ang­ur næðist. Öryggi iðkenda og annarra þátt­tak­enda var sett í önd­vegi við alla vinnu hóps­ins sem taldi mik­il­vægt að til­lög­urn­ar næðu einnig til æsku­lýðsstarfs utan skóla. Hóp­ur­inn skilaði afar grein­argóðu yf­ir­liti og gagn­leg­um til­lög­um sem við unn­um áfram, og út frá þeim til­lög­um lagði ég síðan fram ný lög um sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsstarfs.

Mark­miðið var að bjóða upp á ör­uggt um­hverfi þar sem börn, ung­ling­ar og full­orðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geta stundað íþrótt­ir eða æsku­lýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða rétt­ar síns vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni og of­beld­is sem þar koma upp án ótta við af­leiðing­arn­ar.

Sam­skiptaráðgjaf­inn tók til starfa í fyrra og þar er öll­um ábend­ing­um um einelti, áreitni og of­beldi tekið al­var­lega og þær kannaðar, öll mál eru unn­in eft­ir ákveðnu verklagi með trúnað og skiln­ing að leiðarljósi. Auk þess get­ur sam­skiptaráðgjafi veitt fé­lög­um og sam­tök­um leiðbein­ing­ar varðandi slík mál og ger­ir til­lög­ur til úr­bóta þegar við á. Á fyrsta starfs­ár­inu fékk sam­skiptaráðgjaf­inn 24 mál á sitt borð, þar af átta tengd kyn­ferðis­legri áreitni eða of­beldi. Mik­il­vægi ráðgjaf­ans er því byrjað að sanna sig.

Íþrótta­hreyf­ing­in er mik­il­vægt afl í ís­lensku sam­fé­lagi. Þar fer fram öfl­ugt starf á hverj­um degi, sem styrk­ir og mót­ar ein­stak­linga á öll­um aldri. For­varn­ar­gildi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs er ótví­rætt. Því er brýnt að til staðar séu skýr­ir ferl­ar, virk upp­lýs­inga­gjöf og hlut­leysi í mál­um af þess­um toga, sem oft eru viðkvæm og flók­in. Þessi lög voru tíma­móta­skref, sem sendu skýr skila­boð um að áreitni og of­beldi sé ekki liðið í íþrótta- og æsku­lýðsstarfi. Það hef­ur jafn­framt glatt mig í þessu ferli hve vel for­ysta ÍSÍ og UMFÍ hef­ur unnið með okk­ur, og það eru all­ir á sömu blaðsíðunni; að upp­ræta þessa mein­semd og bæta um­hverfi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs á Íslandi.

Enn í dag er ég gríðarlega þakk­lát þeim þolend­um sem stigið hafa fram. Þeirra hug­rekki hef­ur skilað var­an­leg­um breyt­ing­um sem ég er sann­færð um að muni styrkja íþrótta- og æsku­lýðsstarf um land allt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. september 2021.

Categories
Greinar

Þurfa unglingar að synda?

Deila grein

24/08/2021

Þurfa unglingar að synda?

Sund er frá­bær hreyf­ing, nær­andi fyr­ir bæði lík­ama og sál. Bað- og sund­menn­ing land­ans er raun­ar svo sterk, að for­eldr­ar kenna börn­um sín­um að um­gang­ast vatn frá unga aldri, ým­ist í ung­barna­sundi eða með reglu­legu busli og leik í laug­um lands­ins. Skóla­kerfið gegn­ir einnig lyk­il­hlut­verki, því sund­kennsla er hluti af íþrótta­kennslu öll grunn­skóla­ár­in. Und­an­farið hafa hins veg­ar ýms­ir dregið í efa þörf­ina á því, enda ættu ung­ling­ar frek­ar að læra aðra hluti á efsta stigi grunn­skóla.

Á dög­un­um lagði hóp­ur ung­menna, sem skipa ung­mennaráð heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna, breyt­inga­til­lög­ur fyr­ir rík­is­stjórn­ina. Hóp­ur­inn lagði til, að sund­kennsla yrði val­frjáls á efsta stigi í grunn­skóla en aðrir þætt­ir sett­ir í nám­skrána í henn­ar stað. Ung­menn­in vilja kennslu í fjár­mála­læsi í aðal­nám­skrá grunn­skóla, svo nem­end­ur skilji allt frá launa­seðli til stýri­vaxta. Þau vilja vandaða um­hverf­is­fræðslu fyrr á náms­ferl­in­um, í stað hræðslu-fræðslu eins og þau segj­ast fá núna. Þau vilja aukna kennslu um rétt­indi barna, hinseg­in fræðslu og lífs­leikni í aðal­nám­skrá grunn­skól­anna. Þá leggja þau til breytt ein­kunna­kerfi, þar sem talna­ein­kunn komi í stað hæfniviðmiða sem fáir nem­end­ur og for­eldr­ar skilji til fulls.

Hug­mynd­ir ung­mennaráðs eru góðar og ríma vel við mark­mið mennta­stefnu, sem ég lagði fyr­ir og Alþingi samþykkti síðastliðinn vet­ur. Mennta­stefn­an tek­ur mið af þörf­um sam­fé­lags­ins á hverj­um tíma, þar sem mark­miðið er að tryggja öll­um börn­um góða mennt­un og jafna tæki­færi þeirra til lífs­gæða í framtíðinni. Skyld­u­sund á unglings­ár­um er ekki endi­lega lyk­ill­inn að því, þótt mik­il­vægi góðrar hreyf­ing­ar verði seint of­metið.

Mennta­stefna er einskis virði án aðgerða, sem varða leiðina að mark­miðinu. Þess vegna er um­fangs­mik­il og metnaðarfull aðgerðaáætl­un í smíðum, í víðtæku sam­ráði við lyk­ilaðila í skóla­kerf­inu og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (OECD). Fyrsta áfanga af þrem­ur verður hleypt af stokk­un­um í sept­em­ber, þegar nýhafið skólastarf vetr­ar­ins verður komið vel af stað og ég hlakka til að taka utan af þeim harða pakka. Aðgerðirn­ar eiga að efla mennta­kerfið okk­ar, tryggja bet­ur en áður skóla án aðgrein­ing­ar og stuðla að bættu starfs­um­hverfi kenn­ara.

Efn­is­breyt­ing­ar á aðal­nám­skrá grunn­skól­anna koma sann­ar­lega til greina, við inn­leiðingu mennta­stefn­unn­ar. Þær eru vandmeðfarn­ar og var­færni inn­byggð í grunn­skóla­kerfið, enda leiðir aukið vægi einn­ar náms­grein­ar til minna væg­is annarr­ar.

Ung­ling­arn­ir okk­ar þurfa svo sann­ar­lega að synda en all­ar breyt­ing­ar eru mögu­leg­ar með góðum vilja og minna vægi sund­kennsl­unn­ar gæti skapað svig­rúm fyr­ir aðrar aðkallandi grein­ar. Skóla­sam­fé­lagið þyrfti svo í sam­ein­ingu að ákveða, hvernig sá tími yrði best nýtt­ur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. ágúst 2021.

Categories
Greinar

Að efna loforð

Deila grein

17/08/2021

Að efna loforð

Þing var rofið í vik­unni og með því hófst í raun kosn­inga­bar­átt­an fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar þann 25. sept­em­ber. Þær munu marka nýtt upp­haf, annað hvort end­ur­nýjað umboð sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða færa þjóðinni nýja.

Fleiri flokk­ar en áður munu bjóða fram. Auk­inn áhugi fólks á stjórn­málaþátt­töku er gleðileg­ur, enda eiga fram­bjóðend­ur það sam­eig­in­legt að vilja bæta sam­fé­lagið. Við höf­um ólík­ar skoðanir á leiðum og aðgerðum, en tak­mark okk­ar allra er að vinna til góðs.

Í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins setti rík­is­stjórn­in sér metnaðarfull mark­mið. Þau hafa meira og minna náðst, hvort sem horft er til mýkri eða harðari mála. Kerf­is­breyt­ing­ar hafa orðið í mik­il­væg­um mála­flokk­um og ekki síður löngu tíma­bær­ar viðhorfs­breyt­ing­ar. Mála­flokk­ar Fram­sókn­ar­ráðherr­anna hafa blómstrað á kjör­tíma­bil­inu og með um­hyggju fyr­ir fólki í fartesk­inu hef­ur tek­ist að efna svo til öll lof­orð okk­ar úr stjórn­arsátt­mál­an­um. Kjör og lífs­gæði náms­manna hafa stór­breyst til batnaðar, menntuðum kenn­ur­um hef­ur fjölgað, rétt­indi og starfsþró­un­ar­mögu­leik­ar aukn­ir og sam­starf stjórn­valda við lyk­ilfólk í skóla­kerf­inu auk­ist. Jafn­vægi milli bók- og verk­náms hef­ur stór­auk­ist, há­skól­ar hafa verið opnaðir fyr­ir iðnmenntuðum og grund­vall­ar­breyt­ing hef­ur orðið í viðhorf­um til starfs- og tækni­náms. Hola ís­lenskra fræða er nú hús, fjár­veit­ing­ar í lista- og menn­ing­ar­sjóði hafa stór­auk­ist, bóka­út­gáfa stend­ur í blóma vegna op­in­bers stuðnings við út­gáfu bóka á ís­lensku og ís­lensk kvik­mynda­gerð hef­ur verið sett á viðeig­andi stall, með skýrri stefnu og mark­viss­um aðgerðum. Við höf­um skapað spenn­andi um­gjörð fyr­ir sviðslist­ir með nýj­um lög­um, tryggt betri fjár­mögn­un fram­halds- og há­skóla, sett lög um lýðskóla, stækkað bóka­safns­sjóð rit­höf­unda, und­ir­búið menn­ing­ar­hús um allt land og fram­kvæmd­ir af ýms­um toga – nýj­ar skóla­bygg­ing­ar fyr­ir list-, verk- og bók­nám, þjóðarleik­vanga í íþrótt­um o.fl. Við höf­um staðið vörð um skólastarf á tím­um heims­far­ald­urs og stutt mark­visst við íþrótta- og menn­ing­ar­fé­lög, svo þau komi stand­andi út úr kóf­inu.

Af­rekalist­inn er sam­bæri­leg­ur í öðrum ráðuneyt­um Fram­sókn­ar­flokks­ins – þar sem rétt­indi barna hafa t.d. fengið for­dæma­lausa at­hygli og marg­vís­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar hafa skilað frá­bær­um ár­angri og rétt­ar­bót­um. For­eldra­or­lof hef­ur verið lengt, nýj­ar hús­næðis­lausn­ir kynnt­ar til leiks og fé­lags­lega kerfið eflt. Í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu hef­ur ráðherra leyst úr flókn­um mál­um, komið langþráðum sam­göngu­bót­um til leiðar stuðlað að auknu jafn­ræði milli lands­byggðar og SV-horns­ins, t.d. með Loft­brúnni svo­nefndu.

Efnd­ir kosn­ingalof­orða er besta vís­bend­ing­in sem kjós­end­ur geta fengið um framtíðina. Á þessu kjör­tíma­bili hef­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vökvað sam­fé­lagið með góðri sam­vinnu við aðra, opn­um hug og hóf­semd. Við höf­um sýnt kjark í verki og sam­fé­lagið hef­ur notið góðs af. Við vilj­um halda áfram okk­ar góða starfi, í sam­vinnu við hvern þann sem deil­ir með okk­ur sýn­inni um gott sam­fé­lag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttirmennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. ágúst 2021.

Categories
Greinar

Að kunna að sigra

Deila grein

07/07/2021

Að kunna að sigra

Í leik og starfi telst það góður eig­in­leiki að kunna að tapa. Taka ósigri með reisn, læra af reynsl­unni og nýta hana til góðs. Að sama skapi er mik­il­vægt að kunna að sigra. Sýna hóg­værð þegar vel geng­ur, sýna aðstæðunum virðingu og gæta þess að van­meta ekki fyr­ir­liggj­andi áskor­an­ir.

Þótt enn sé ótíma­bært að lýsa yfir sigri í bar­átt­unni við Covid-19 geta Íslend­ing­ar glaðst yfir góðum ár­angri. Staðan er góð, mik­ill meiri­hluti full­orðinna hef­ur verið bólu­sett­ur og sam­komutak­mörk­un­um inn­an­lands hef­ur verið aflétt. Sú staðreynd lyft­ir lund­inni, stuðlar að hag­vexti og leys­ir marg­vís­lega starf­semi úr hlekkj­um kór­ónu-veirunn­ar. Þannig er óend­an­lega gam­an að sjá menn­ing­ar­starf kom­ast á fulla ferð, sjá tón­leika­hald glæðast og for­send­ur fyr­ir leik­hús­starfi gjör­breyt­ast til hins betra. Fjölda­sam­kom­ur eru nú leyfi­leg­ar, hvort sem fólk vill sækja í tón­list­ar­húsið Hörpu, sam­komu­húsið á Ak­ur­eyri eða bæj­ar­hátíðir um land allt. Stór og smá leik­hús horfa björt­um aug­um til hausts­ins og menn­ing­arþyrst­ir lands­menn geta loks­ins svalað þorst­an­um, um leið og lista­menn geta að nýju aflað sér fullra tekna eft­ir langa bið. Ferðaþjón­ust­an hef­ur tekið við sér og flest horf­ir til betri veg­ar.

Í þess­um aðstæðum er rétt að rifja upp lífs­spek­ina um drambið og fallið. Hvernig of­lát get­ur snúið góðri stöðu í slæma og hvað við get­um lagt af mörk­um til að viðhalda ár­angr­in­um í Covid-stríðinu. Við þurf­um að kunna að sigra, sýna aðstæðunum virðingu en ekki missa stöðuna frá okk­ur. Gár­ung­arn­ir töluðu um vímu­skyldu sem eðli­legt fram­hald grímu­skyldu og ef marka má frétt­ir af næt­ur­líf­inu und­an­farna daga virðast ýms­ir hafa tekið þá á orðinu. Von­andi rjátl­ast það fljót­lega af skemmtanaglaðasta fólk­inu, enda er bar­átt­unni við Covid-19 ekki lokið. Við þurf­um að halda áfram að sýna ábyrgð og í leiðinni meta hvað við get­um lært af reynslu und­an­far­inna 16 mánaða, svo ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stjórn­völd geti brugðist rétt við.

Stjórn­völd þurfa einnig að meta hvort ár­ang­ur­inn af stuðningi við at­vinnu­líf og fé­laga­sam­tök hafi verið næg­ur og op­in­bert fé hafi nýst sem skyldi. Sú umræða er að eiga sér stað. Við höf­um öll í sam­ein­ingu lifað sögu­lega tíma. Ljóst er að það reyn­ir á sam­fé­lagið okk­ar í fram­hald­inu, en við höf­um alla burði til að koma sterk­ari út úr þess­ari áskor­un.

Horf­urn­ar eru góðar og sum­ar­leyf­is­tím­inn er geng­inn í garð. Björt sum­ar­nótt­in er tákn­ræn fyr­ir góðan ár­ang­ur, sem okk­ur ber að varðveita í sam­ein­ingu.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. júlí 2021.

Categories
Greinar

Prúðbúin ungmenni eru tímanna tákn

Deila grein

09/06/2021

Prúðbúin ungmenni eru tímanna tákn

Prúðbúin ung­menni, með bros á vör, skjal í hendi og jafn­vel húfu á höfði, hafa und­an­farið sett svip sinn á borg og bæ. Tíma­mót unga fólks­ins eru sér­lega tákn­ræn í þetta skiptið, því skóla­slit og út­skrift­ir eru staðfest­ing á sigri and­ans yfir efn­inu. Staðfest­ing á sam­stöðu skóla­fólks, kenn­ara, skóla­stjórn­enda, nem­enda og kenn­ara í ein­hverri mestu sam­fé­lagskreppu síðari tíma. Á sama tíma ber­ast góðar frétt­ir af bólu­setn­ing­um, at­vinnu­stigið hækk­ar, íþrótta- og menn­ing­ar­líf er komið á skrið og ferðaþjón­ust­an lifn­ar við. Og þegar litið er um öxl rifjast upp vetr­arkveðja Páls Ólafs­son­ar, sem auðveld­lega má yfir færa á Covid-vet­ur­inn sem nú er að baki:

Margt er gott að muna þér

þó mér þú fynd­ist lang­ur.

Farðu vel, þú færðir mér

fögnuð bæði og ang­ur.

Fram und­an er sum­arið í allri sinni dýrð, tími hlýju, birtu og upp­skeru. Og það er óhætt að segja að á hinum póli­tíska vett­vangi séu tún­in græn og upp­sker­an góð. Verk­efna­listi rík­is­stjórn­ar­inn­ar er svo til tæmd­ur. Fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins eru skipaðir kraft­miklu fólki, þar sem bland­ast sam­an í rétt­um hlut­föll­um fólk úr ólík­um átt­um. Reynslu­bolt­ar úr lands­mál­un­um, dug­mikl­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn og ungt fólk með sterk­ar hug­sjón­ir. Við mun­um áfram vinna að fram­förum, berj­ast fyr­ir hags­mun­um fjöl­skyldna af öll­um stærðum og gerðum, og jafna tæki­færi barna til mennt­un­ar.

Barna­mál­in hafa svo sann­ar­lega verið okk­ur hug­leik­in á kjör­tíma­tíma­bil­inu. Barna­málaráðherra hef­ur lyft grett­i­staki og m.a. gert kerf­is­breyt­ing­ar svo hags­mun­ir barna séu í for­gangi, en ekki þarf­ir kerf­is­ins. Í skóla­mál­um hafa skýr­ar lín­ur verið markaðar, þar sem áhersl­an er lögð á ólík­ar þarf­ir barna og stuðning við þá sem þurfa á hon­um að halda. Við vilj­um sjá framúrsk­ar­andi mennta­kerfi og með nýrri mennta­stefnu höf­um við lagt veg­inn í átt að ár­angri.

Þessi vet­ur sem nú er liðinn minnti okk­ur hins veg­ar á að til að ná ár­angri þarf að berj­ast með kjafti og klóm. Við lögðum gríðarlega áherslu á að halda skól­un­um opn­um, til að tryggja mennt­un barna og lág­marka áhrif­in á líf þeirra. Það tókst og sam­an­b­urður við önn­ur lönd sýn­ir glögg­lega að ár­ang­ur­inn er merki­leg­ur, því víða voru skól­ar lokaðir með ófyr­ir­séðum lang­tíma­áhrif­um á börn. Þessi vet­ur kenndi okk­ur að þegar all­ir leggj­ast á eitt, þá er mennta­kerfið okk­ar gríðarlega sterkt afl sem stend­ur vörð um hags­muni barn­anna á hverj­um ein­asta degi.

Það er því ekki að ástæðulausu að um mann fer gleðistraum­ur, þegar maður sér leik-, grunn-, fram­halds- og há­skóla­út­skrift­ar­mynd­ir á sam­fé­lags­miðlum. Stolt­ir for­eldr­ar og frels­inu fegn­ir ung­ling­ar. Ung­menni sem eiga framtíðina fyr­ir sér, horfa stolt í mynda­vél­ina. Eft­ir erfiðan vet­ur er þetta af­rek okk­ar allra – sam­fé­lags­ins alls – og því má aldrei gleyma.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. júní 2021.

Categories
Greinar

Börnin okkar og betra samfélag

Deila grein

31/05/2021

Börnin okkar og betra samfélag

Ekk­ert í heim­in­um er mik­il­væg­ara en börn­in okk­ar – vellíðan þeirra, ham­ingja og framtíðar­tæki­færi. Það er skylda stjórn­valda að gera allt hvað þau geta svo öll börn vaxi og dafni. Finni sig í skóla og tóm­stund­a­starfi, njóti jafnra tæki­færa óháð bak­grunni og fé­lags­leg­um aðstæðum. Við vilj­um að öll börn fái örvun við hæfi, hvatn­ingu og mennt­un sem legg­ur grunn­inn að framtíð þeirra. Stuðning í erfiðum aðstæðum og hjálp hvenær sem þau þurfa á henni að halda.

Það er leiðarljós Fram­sókn­ar­flokks­ins eins og verk­in sýna, bæði fyrr og síðar. Á þessu kjör­tíma­bili höf­um við breytt fé­lags­kerf­inu og lagað að hags­mun­um barna. Við höf­um eflt og ein­faldað þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur þeirra, lengt fæðing­ar­or­lof, ráðist í kerf­is­breyt­ing­ar í skóla­kerf­inu, stutt sér­stak­lega við fá­tæk börn og ráðist í mik­il­væg verk­efni til að styrkja stöðu barna af er­lend­um upp­runa. Ný­samþykkt mennta­stefna tek­ur fyrst og fremst mið af þörf­um barna og vinna er haf­in við breyt­ing­ar á sam­ræmdu náms­mati, þar sem hags­mun­ir stofn­ana munu víkja fyr­ir hags­mun­um barna. Í Covid var gríðarleg áhersla lögð á að halda skól­un­um opn­um, til að tryggja mennt­un barna og lág­marka áhrif heims­far­ald­urs á líf þeirra. Það tókst og sam­an­b­urður við önn­ur lönd sýn­ir glögg­lega að ár­ang­ur­inn er merki­leg­ur, því víða voru skól­ar lokaðir með ófyr­ir­séðum lang­tíma­áhrif­um á börn. Við höf­um sagt lestr­ar­vanda barna stríð á hend­ur og gripið til aðgerða til að efla lesskiln­ing. Útgáfa nýrra barna- og ung­linga­bóka hef­ur stór­auk­ist vegna póli­tískr­ar stefnu um stuðning við ís­lenska bóka­út­gáfu.

Það eru ekki nýj­ar frétt­ir að Fram­sókn­ar­flokkn­um sé um­hugað um börn og fjöl­skyld­ur lands­ins. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn inn­leiddi á sín­um tíma feðra­or­lof, rétt­ar­bót sem þótti frum­leg í fyrstu en öll­um þykir sjálf­sögð í dag. Ávinn­ing­ur barna og for­eldra af breyt­ing­unni er ómæld­ur og fjöl­skyldu­tengsl­in sterk­ari.

En við vilj­um gera enn bet­ur, fyr­ir börn úr öll­um átt­um. Búa svo um hnút­ana að öll börn fái jöfn tæki­færi og þjón­ustu við hæfi, til dæm­is sál­fræðiþjón­ustu sem nú er bæði af skorn­um skammti og kostnaðar­söm fyr­ir for­eldra. Slík þjón­usta á að vera eins og önn­ur heil­brigðisþjón­usta; aðgengi­leg fyr­ir alla enda brýnt að leysa úr vanda á fyrstu stig­um hans, en ekki bíða eft­ir því að barnið vaxi og vand­inn með.

Full­orðið fólk, bæði í fjöl­skyld­um og flokk­um, á að kenna börn­um á lífið. Vekja for­vitni þeirra og áhuga á heim­in­um, sjálf­um sér og öðrum. Hjálpa þeim að finna sína styrk­leika, tjá sig, leika sér og læra. Í því verk­efni ætl­ar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ekki að láta sitt eft­ir liggja og við vilj­um að Ísland verði barn­vænsta sam­fé­lag í heimi. Taktu þátt í því með okk­ur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. maí 2021.

Categories
Greinar

Endurreisn hafin!

Deila grein

11/05/2021

Endurreisn hafin!

Grund­vall­ar­breyt­ing hef­ur orðið á viðhorf­um til starfs­mennt­un­ar á und­an­förn­um árum og áhug­inn á starfs­námi hef­ur auk­ist. Fag­stétt­ir sem glímdu við mikla mann­eklu horfa fram á breytt­an veru­leika og færniþarf­ir sam­fé­lags­ins eru bet­ur upp­fyllt­ar en áður. Í dag eru verk- og tækni­mennta­skól­ar meðal vin­sæl­ustu fram­halds­skóla lands­ins og laða í mikl­um mæli til sín hæfi­leika­fólk á öll­um aldri. Ég er því gríðarlega ánægð í hvert sinn sem við tök­um fleiri skref í átt­ina að bættu um­hverfi starfs- og iðnnema hér á landi.

Eitt slíkt skref verður tekið von bráðar á Alþingi Íslend­inga. Frum­varp mitt um breyt­ing­ar á inn­töku­skil­yrðum há­skóla er langt komið í meðför­um þings­ins. Þetta frum­varp er mikið rétt­læt­is­mál og fagnaðarefni fyr­ir allt mennta­kerfið, sér­stak­lega nem­end­ur. Mark­mið frum­varps­ins er að jafna mögu­leika fram­halds­skóla­nema sem ljúka prófi af þriðja hæfniþrepi sam­kvæmt aðal­nám­skrá fram­halds­skóla til frek­ara náms. Mik­il­vægt er að há­skól­arn­ir móti skýr og gegn­sæ viðmið fyr­ir nám, sem tek­ur mið af hæfni, færni og þekk­ingu nem­enda. Slík viðmið eru jafn­framt til þess fall­in að vera leiðbein­andi fyr­ir fram­halds­skól­ana við skipu­lag og fram­setn­ingu náms­brauta, ásamt því að nem­end­ur eru bet­ur upp­lýst­ir um inn­töku­skil­yrði í há­skól­um. Frum­varpið fel­ur því í sér aukið jafn­ræði til náms á há­skóla­stigi.

Frum­varpið er liður í aðgerðaáætl­un til að efla starfs- og tækni­mennt­un í land­inu sem unnið er að í sam­starfi við fjölda hagaðila. Í mín­um huga er end­ur­reisn iðnnáms haf­in hér á landi. Þrennt kem­ur til.

Í fyrsta lagi, aukið jafn­ræði á milli bók­náms og starfs­náms eins og fram kem­ur í þessu frum­varpi. Í öðru lagi eru breyt­ing­ar á vinnustaðanámi, sem styrk­ir það veru­lega og eyk­ur fyr­ir­sjá­an­leika. Í þriðja lagi hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins stór­auk­ist – tækja­kost­ur end­ur­nýjaður og svo er búið að tryggja fjár­mögn­un í ný­bygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti fyr­ir starfs- og list­nám – einnig er vinna haf­in við nýj­an Tækni­skóla.

Íslenskt iðnnám stend­ur mjög vel í sam­an­b­urði við er­lent, kenn­ar­ar vel menntaðir, þeir búa að fjöl­breyttri reynslu og náms­braut­irn­ar metnaðarfull­ar. Við erum því vel í stakk búin til að taka á móti gríðarleg­um fjölda nem­enda á næstu árum. Aðsókn hef­ur auk­ist mikið á síðustu árum og fyrstu vís­bend­ing­ar um inn­rit­un í fram­halds­skól­anna fyr­ir næsta skóla­ár gefa til kynna aðsókn­ar­met í verk­nám.

Það er mitt hjart­ans mál að við efl­um iðn- og starfs­mennt­un í land­inu og til þess þurf­um við góða aðstöðu og skýra sýn til framtíðar. End­ur­reisn iðnnáms hér á landi er sam­vinnu­verk­efni fjöl­margra. Ég þakka öll­um þeim sem leggja mál­inu lið!

Við erum klár­lega á réttri leið!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. maí 2021.

Categories
Greinar

Gleðilegt sumar!

Deila grein

22/04/2021

Gleðilegt sumar!

Fyr­ir 50 árum stóð mik­ill mann­fjöldi á miðbakk­an­um í Reykja­vík. Sól­in skein og eft­ir­vænt­ing­in í loft­inu var áþreif­an­leg. Lúðrasveit Reykja­vík­ur lék á als oddi, og tón­list­in gladdi hvers manns hjarta enn meir. Skát­ar og lög­regluþjón­ar stóðu heiðursvörð og lands­menn í sínu fín­asta pússi. Varðskipið Ægir fylgdi danska varðskip­inu Vædd­eren til hafn­ar. Hand­rit­in voru kom­in!

Áhugi þjóðar­inn­ar kom eng­um á óvart, enda farm­ur­inn í Vædd­eren ómet­an­leg­ur; Flat­eyj­ar­bók, feg­urst og glæsi­leg­ust allra bóka, og Kon­ungs­bók Eddu­kvæða sem er fræg­ust fyr­ir inni­hald sitt, frek­ar en um­gjörðina.

Und­ir lok 16. ald­ar upp­götvuðu fræðimenn í Dan­mörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna hand­rit að forn­um sög­um sem vörðuðu fortíð land­anna. Áhugi þeirra var mik­ill og smám sam­an komust frændþjóðir okk­ar yfir fjölda dýr­gripa. Er­ind­rek­ar þeirra fluttu suma úr landi, en krúnu­djásn­in – Flat­eyj­ar­bók og Kon­ungs­bók eddu­kvæða – færði Brynj­ólf­ur bisk­up Sveins­son Dana­kon­ungi að gjöf í þeirri von að rit­smíðarn­ar yrðu þýdd­ar og gefn­ar út. Sú varð ekki raun­in fyrr en löngu síðar en það má halda því fram, að gjöf­in hafi orðið hand­rit­un­um til bjarg­ar enda aðstæður til varðveislu ekki góðar á þeim tíma hér­lend­is.

Það var mik­ill áfangi þegar hand­rit­in komu heim, og 21. apríl 1971 er einn af mik­il­væg­ustu dög­un­um í okk­ar menn­ing­ar­sögu.

Í dag stönd­um við aft­ur á tíma­mót­um. Við lögðum horn­stein í Hús ís­lensk­unn­ar og kynnt­um sam­eig­in­lega nefnd Íslands og Dan­merk­ur í gær. Nefnd­in fær það hlut­verk að semja um nán­ara hand­rita­sam­starf Dana og Íslend­inga. Mark­miðið er að auka veg þessa fjár­sjóðs sem þjóðunum tveim­ur er treyst fyr­ir, efla rann­sókn­ir á hon­um og bæta miðlun menn­ing­ar­arfs­ins.

Þótt margt hafi breyst frá því eddu­kvæðin voru rituð á inn­takið enn brýnt er­indi við okk­ur. Mik­il­vægi vinátt­unn­ar, heiðarleika og trausts er vand­lega rammað inn í Há­va­mál og Völu­spá birt­ir í skáld­leg­um leift­ur­sýn­um heims­mynd og heims­sögu hinn­ar fornu trú­ar, sem í dag er inn­blást­ur lista­manna um all­an heim – rit­höf­unda, kvik­mynda­gerðarmanna og tölvu­leikja­fram­leiðenda.

Skila­boð eddu­kvæðanna eru heim­ild sem á brýnt er­indi við börn og ung­linga, upp­spretta hug­mynda og ímynd­un­ar – eig­in­leika sem hafa lík­lega aldrei verið mik­il­væg­ari en nú. Framtíðar­hag­kerfi munu ráðast að miklu leyti af þess­um þátt­um og það er stór­kost­legt að menn­ing­ar­arf­ur þjóðar­inn­ar rími eins vel og raun ber vitni við framtíðina.

Í dag er sum­ar­dag­ur­inn fyrsti. Við skul­um njóta þess að ís­lenska sum­arið er fram und­an. Hús ís­lensk­unn­ar rís og ég er vongóð um að já­kvæð niðurstaða komi út úr dansk/​ís­lensku sam­starfs­nefnd­inni. Við sjá­um fyr­ir end­ann á bar­átt­unni við far­ald­ur­inn, bólu­setn­ing­ar ganga vel og sam­an klár­um við þetta á loka­sprett­in­um.

Gleðilegt sum­ar!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu fimmtudaginn 22. apríl 2021.

Categories
Greinar

Nám verður raunhæfur kostur fyrir alla

Deila grein

15/04/2021

Nám verður raunhæfur kostur fyrir alla

Þau ríki sem ætla sér stóra sigra í sam­keppni þjóðanna á kom­andi árum þurfa að tryggja góða mennt­un. Mennt­un legg­ur grunn að hag­sæld og vel­ferð ein­stak­linga og jafnt aðgengi að námi er ein af stoðum vel­ferðarsam­fé­lags­ins. Þess vegna er stjórn­völd­um skylt að skapa stuðnings­kerfi sem hjálp­ar fólki að sækja sér mennt­un – kerfi sem er gagn­sætt, hvetj­andi og sann­gjarnt. Kerfi sem trygg­ir að náms­menn geti fram­fleytt sér og sín­um á náms­tím­an­um, án þess að stefna fjöl­skyldu-, fé­lags­lífi, heils­unni eða náms­ár­angr­in­um í hættu!

Á síðasta ári vannst mik­ill áfanga­sig­ur, þegar ný lög um mennta­sjóð náms­manna voru samþykkt. Mennta­sjóður gjör­breyt­ir stöðu náms­manna, betri fjár­hags­stöðu við náms­lok og lægri end­ur­greiðslur lána. Höfuðstóll náms­lána lækk­ar nú um 30% við náms­lok á rétt­um tíma og beinn stuðning­ur er nú veitt­ur til fram­færslu barna, en ekki lán eins og áður.

Bar­átt­unni fyr­ir náms­menn er þó ekki lokið, því enn á eft­ir að breyta fram­færslu­viðmiðum fyr­ir náms­menn. Þau viðmið liggja til grund­vall­ar lán­veit­ing­um og eiga að duga náms­mönn­um til að fram­fleyta sér; kaupa klæði og mat, greiða fyr­ir hús­næði og aðrar grunnþarf­ir. Fram­færslu­viðmið náms­manna eru hins veg­ar lægri en önn­ur neyslu­viðmið, hvort sem horft er til at­vinnu­leys­is­bóta, neyslu­viðmiða fé­lags­málaráðuneyt­is­ins eða þeirra sem umboðsmaður skuld­ara miðar við. Sam­kvæmt sam­eig­in­legri könn­un Maskínu, ráðuneyt­is­ins og LÍS vinna um 64% náms­manna með námi. Fyr­ir marga náms­menn dug­ar því grunn­fram­færsla ekki til að ná end­um sam­an og ein­hverj­ir þurfa ein­fald­lega að loka skóla­tösk­unni í eitt skipti fyr­ir öll.

Rík­is­stjórn­in er meðvituð um þessa mik­il­vægu áskor­un og ný­verið lagði ég til að grunn­fram­færsla mennta­sjóðs yrði hækkuð. Til­lög­unni var vel tekið og var hópi ráðuneyt­is­stjóra falið að út­færa til­lög­una nán­ar.

Sum­arið fram und­an mun lit­ast af heims­far­aldr­in­um, þar sem at­vinnu­tæki­færi verða færri en í venju­legu ár­ferði. Stjórn­völd hafa út­fært ýms­ar sum­araðgerðir fyr­ir náms­menn, sem miða að því að skapa sum­arstörf eða náms­tæki­færi fyr­ir fram­halds­skóla- og há­skóla­nema. Við byggj­um m.a. á reynsl­unni frá síðasta sumri þegar 5.600 manns stunduðu sum­ar­nám í fram­halds- og há­skól­um og nú verður 650 millj­ón­um varið til að tryggja fjöl­breytt náms­fram­boð; stutt­ar og hag­nýt­ar náms­leiðir, sér­sniðna verk­lega kynn­ingaráfanga og ís­lensku­áfanga fyr­ir nem­end­ur með annað móður­mál en ís­lensku. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna mun styrkja 351 nem­anda til sum­ar­vinnu við rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efni. Þá er ótal­in 2,4 millj­arða fjár­veit­ing til að skapa 2.500 sum­arstörf fyr­ir náms­menn 18 ára og eldri.

Stjórn­völd vilja virkja krafta náms­manna, skapa tæki­færi til náms og virðis­auk­andi at­vinnu fyr­ir ungt fólk. Það er hag­ur okk­ar allra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. apríl 2021.