Menu

Monthly Archives: mars 2020

//mars

Fljúgum hærra

Greinar|

Ferðaþjónustan á norður og austurlandi hefur lengi glímt við þann vanda að ferðamenn koma ekki þangað í eins ríkum mæli og á suðvesturhorn landsins. Má leiða það því líkum að það hafi töluvert að gera með þá staðreynd að lang stærsti komustaður ferðamanna til landsins er í Keflavík. Hafa ferðaþjónustuaðilar ásamt landshlutasamtökum og sveitarfélögum barist [...]

Willum Þór: „Meginmarkmiðin eru að verja störfin, verja fyrirtækin, verja efnahag heimilanna“

Fréttir|

Alþingi samþykkti í gær ráðstafanir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, ásamt fjáraukalögum 2020 og um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Eru málin framkomin í beinu framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. mars 2020 um aðgerðir í sjö liðum til að mæta efnahagslegum áhrifum faraldursins, við afar sérstakar og fordæmalausar aðstæður í efnahagslífinu. Aðgerðir [...]

Þjónusta við viðkvæma hópa samfélagsins

Greinar|

Undanfarnar vikur hafa verið með öðru sniði en við erum vön. COVID-19 faraldurinn sem nú geisar hefur fært okkur fjölda áskorana og við höfum haft stuttan tíma til að bregðast við. Þegar tíminn er knappur er mikilvægt að forgangsraða og vinna skipulega. Í félagsmálaráðuneytinu hefur hefðbundin vinnuáætlun vikið að stórum hluta fyrir því að grípa [...]

Vores nordiske venner

Greinar|

Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar sendu Íslendingar matarböggla til bágstaddra barna í Noregi. Eftir Vestmannaeyjagosið 1973 sendu önnur Norðurlönd margvíslega aðstoð til Íslands. Seint gleymist rausnarskapur Færeyinga eftir snjóflóðin árið 1995. Norðurlöndin aðstoðuðu okkur eftir efnahagshrunið 2008 þegar flest önnur ríki neituðu hjálparbeiðnum okkar. Árið 2009 þegar hamfaraflóðin gengu yfir Asíu sendu Íslendingar flugvél til Taílands [...]

Tími fyrir samfélag

Greinar|

Tímar sem þessir sýna svo ekki verður um villst hvernig grunnstoðir samfélagsins eru á sig komnar. Við Íslendingar getum verið tiltölulega ánægðir. Öflugt heilbrigðiskerfi tekst á við veiruna ásamt almannavörnum, skólastarf heldur áfram við breyttar og erfiðar aðstæður og atvinnuleysistryggingasjóður tekur við þeim sem missa vinnuna – svo nokkur kerfi séu nefnd. Allar áætlanir og [...]

Efnahagsleg loftbrú

Greinar|

Í fe­brú­ar 1936 birt­ist bylt­ing­ar­kennd hag­fræðikenn­ing fyrst á prenti. John M. Keynes hafði legið und­ir feldi við rann­sókn­ir á krepp­unni miklu, þar sem nei­kvæður spírall dró kraft­inn úr hag­kerf­um um all­an heim. Niður­sveifla og markaðsbrest­ur snar­fækkaði störf­um, minnkaði kaup­mátt og í leiðinni tekj­ur hins op­in­bera, sem hélt að sér hönd­um til að eyða ekki um [...]

„Ekki nóg að þjóðin vakni upp við mikilvægi íslenskra matvæla einu sinni á áratug“

Fréttir|

„Það er ekki nóg að þjóðin vakni upp við mikilvægi íslenskra matvæla einu sinni á áratug - við þurfum að ljúka gerð matvælastefnu þar sem fæðuöryggi er sett á oddinn enda mikilvægur hluti almannavarna,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, í yfirlýsingu á Facebook í dag. Rifjar Líneik Anna upp viðtal í útvarpsþættinum [...]

„Alþingi ekki undanskilið“

Fréttir|

„Það var óneitanlega ansi sérstök tilfinning að mæla fyrir frumvarpi um undanþágu frá CE- merkingu á hlífðarfatnaði heilbrigðisstarfsfólks fyrir hálftómum sal á Alþingi rétt í þessu. COVID-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar allra og þar er Alþingi ekki undanskilið,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í yfirlýsingu á Facebook í [...]

Átak í að skipta út einbreiðum brúm – 5200 milljónir á næstu tveimur árum

Fréttir|

„Á þessu ári hefst verulegt átak í að skipta út einbreiðum brúm. Áformað er að verja aukalega 3300 m. kr. til að breikka einbreiðar brýr, alls um 5200 milljónir á næstu tveimur árum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, í yfirlýsingu á Facebook í gær. „Elsta einbreiða brúin á Hringveginum er [...]

Load More Posts