Categories
Fréttir

Lilja hringdi bjöllunni þegar Ísland færðist upp um gæðaflokk

Deila grein

21/09/2022

Lilja hringdi bjöllunni þegar Ísland færðist upp um gæðaflokk

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hringdi kauphallarbjöllunni í morgun þegar íslenski hlutabréfamarkaðurinn færðist upp um gæðaflokk hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Kauphöllin fagnaði áfanganum með bjölluathöfn.Við opn­un markaða í morg­un færðist Ísland upp um gæðaflokk hjá vísi­tölu­fyr­ir­tæk­inu FTSE Rus­sell í flokk ný­markaðsríkja (e. Second­ary Emerg­ing mar­kets). Lilja, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra,  Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar og Magnús Harðar­son, for­stjóri Nas­daq Ice­land hringdu af því til­efni fyrstu viðskipti dags­ins inn við at­höfn í Kaup­höll­inni

Í dag, 19. September 2022, tók nýja flokkunin gildi en Ísland er þá í flokki nýmarkaðsríkja (e. Secondary Emerging Markets) hjá FTSE Russell. Búast má við því að með þessari flokkun  Íslands  verði hægt að greiða fyrir  innflæði verulegs fjármagns inn í íslenskt efnahagslíf sem getur stutt við fjármögnunarmöguleika skráðra fyrirtækja.

,,Breið þátttaka almennings í hluta- og skuldabréfamörkuðum styður við fjárfestingar í innviðum, nýsköpun og tækniframförum. Það er því ánægjulegt að sjá þessa hækkun á milli fjárfestingaflokka hér í Kauphöllinni. Legg þó áherslu á að sígandi lukka er best og að innflæði beinnar erlendar fjárfestingar aukist jafnt og þétt,” segir Lilja. 

Menningar- og viðskiptaráðherra lagði áherslu á mikilvægi fjárfestinga í samfélögum, sem einn helsta drifkraftinn í framförum. Fjárfestingastig þjóða segir mikið til um hvernig framtíðin lítur út og því þurfum við alltaf að vera á táum að fjárfest sé næginlega í meðal annars innviðum, menntun og hátækni.

15 fé­lög fá öll sæti í vísi­töl­unni í dag, en Ísland verður tekið inn í þrem­ur skref­um. Fyrsta skrefið var tekið í morg­un, þriðjung­ur af væg­inu verður tekið inn í des­em­ber og lokaþriðjung­ur­inn í mars.

Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 19. september 2022.

Mynd: Stjórnarráðið

Categories
Fréttir

Hauststarf Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis

Deila grein

20/09/2022

Hauststarf Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis

Hauststarf Framsóknarfélags Akueyrar og nágrennis hófst af fullum krafti síðastliðinn laugardag með opnu húsi í sal Fjölsmiðjunnar að Furuvöllum. Gestir fundarins voru bæjarfulltrúar Framsóknar þau Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson. 

Opin hús verða á laugardögum, 1. okt., 15. okt., og 29. okt. frá kl. 11:30 – 13:00.

Bæjarmálafundir verða haldnir á mánudagana 3. okt., 17. okt., og 31. okt. kl. 20:00.

Nánari dagskrá og upplýsingar um gesti og staðsetningu funda verða birtar á Facebooksíðu félagsins og heimasíðu Framsóknar.

Categories
Fréttir

30 einbýla hjúkrunarheimili við Skjólgarð

Deila grein

20/09/2022

30 einbýla hjúkrunarheimili við Skjólgarð

,,Það var sannkölluð þjóðhátíðar stemming á Höfn í Hornafirði í gær…” Sagði Willum Þór Þórsson, heilbriðgisráðherra við fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili við Skjólgarð.

Hið nýja heimili verður með 30 einbýlum auk þess sem öll aðstaða í núverandi húsnæði verður bætt til muna.

Nú hefur verið skrifað undir samkomulag við verktakafyrirtækið og munu framkvæmdir hefjast innan skamms.

Categories
Greinar

Nám­skeið fyrir for­eldra barna með ADHD

Deila grein

20/09/2022

Nám­skeið fyrir for­eldra barna með ADHD

Fjölmargir einstaklingar glíma við ofvirkni og athyglisbrest, sem oft er kallað ADHD (e. Attention Deficit Hyperactivity Disorder) í daglegu tali. Einkenni ADHD skjóta almennt upp kollinum snemma á æviskeiði einstaklings, þ.e. kringum 7 ára aldur, og getur haft áhrif á alla fasa lífsins t.d. í námi, í vinnu og í félagslegum samskiptum. Rannsóknir sýna að allt að eitt af hverjum tíu börnum glímir við ADHD, sem þýðir að í 20-30 manna kennslutíma eru líklega um 2-3 einstaklingar með ADHD.

Uppeldi barna með ADHD getur reynst frábrugðið uppeldi barna án ADHD. Foreldrar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum, upplifunum og einkennum ADHD, sem getur leitt til þess að foreldrar eru óvissir um hvaða skref þeir eigi að stíga næst í uppeldinu. Flestir kynna sér ADHD ítarlega og allt sem hún felur í sér. Það hefur oft gefið góða raun, en foreldrar barna með ADHD eru þó allflestir á sama máli. Þeir vilja læra meira sem getur aðstoðað þá við uppeldið og börnum þeirra við komast gegnum nám og vinnu ásamt því að auka félagslega færni þeirra.

Á síðustu árum hafa verið sett á laggirnar námskeið sem bjóða upp á fræðslu og þjálfun fyrir foreldra barna með ADHD og gerðar hafa verið rannsóknir á gagnsemi þeirra fyrir foreldra og börn. Á þeim námskeiðum sitja foreldrar fyrirlestra, fá lesefni og gera verkefni sem tengjast uppeldi barna með ADHD. Námskeið sem þessi hafa verið talin árangursrík. Foreldrar hafa almennt veitt námskeiðunum jákvæða umsögn þar sem þeir telja námskeiðin hafa hjálpað þeim og börnunum. Rannsakendur og foreldrar töldu námskeiðin hafa haft jákvæð áhrif á námshæfileika og félagslega færni barnanna ásamt því að auka þekkingu og skilning foreldrana á ADHD.

Hér á landi eru mikil tækifæri til staðar með setningu slíkra námskeiða. Einnig er nauðsynlegt að slík námskeið verði aðgengileg öllum foreldrum og/eða forráðamönnum barna með ADHD óháð efnahag, og því er talið að seta á námskeiði eigi að bjóðast þeim að kostnaðarlausu. Við eigum að hafa það að markmiði að einstaklingar með ADHD eigi auðveldara með alla fasa daglegs lífs ásamt því að byggja frekari skilning og þekkingu á ADHD, sem margir Íslendingar, bæði ungir sem aldnir, glíma við í dag.

Á næstu dögum mun undirrituð leggja fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um aukna fræðslu og þjálfun foreldra barna með ADHD. Það er mín von að ályktunin verði samþykkt og ríkisstjórnin hefji strax vinnu að setningu slíkra námskeiða hér á landi, sem standi foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD til boða þeim að kostnaðarlausu og með markvissum hætti. Það er mikilvægt að við hugum að því hvernig við ætlum að gefa foreldrum barna með ADHD aukin verkfæri og aukið sjálfstraust til að leiðbeina börnunum í gegnum lífið. Því það að vera með ADHD getur verið ofurkraftur ef við sköpum börnum réttar aðstæður bæði heima og í skólakerfinu.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 20. september 2022.

Categories
Fréttir Uncategorized

Móðurmál – samtök um tvítyngi fá styrk

Deila grein

19/09/2022

Móðurmál – samtök um tvítyngi fá styrk

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur styrkt samtökin Móðurmál um 15 milljónir króna. Styrkurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna barna á flótta og barna af erlendum uppruna.

Móðurmál eru samtök um tvítyngi sem kenna móðurmál önnur en íslensku, styðja við og taka þátt í rannsóknum á virku tvítyngi í samfélaginu. Þau hafa boðið upp á kennslu fyrir fjöltyngd börn á yfir 20 tungumálum frá árinu 1994.

Óttarr Ólafur Proppé, stjórn Móðurmáls og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra

Fyrr í vikunni lauk mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutun styrkja til sveitarfélaga vegna móttöku barna á flótta. Stuðningurinn var veittur tímabundið til að styðja við fjölbreytt tómstunda- og menntunarúrræði fyrir börnin og undirbúning skólastarfs í haust.

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi.

Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 16. september 2022.

Mynd: Stjórnarráðið

Categories
Greinar

Áfram gakk!

Deila grein

19/09/2022

Áfram gakk!

Í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er lögð áhersla á að skapa menn­ing­ar­starfi, viðskipta­lífi og ferðaþjón­ustu um­hverfi sem stuðlar að vel­sæld og verðmæta­sköp­un fyr­ir sam­fé­lagið. Það eru mörg sókn­ar­færi í sam­legð þess­ara þriggja stoða en alls er fram­lag þeirra um 40% til lands­fram­leiðslu. Tugþúsund­ir starfa við grein­arn­ar sem flétt­ast sam­an með ýmsu móti en ekki síst auka aðdrátt­ar­afl Íslands og auðga sam­fé­lagið okk­ar. Við vilj­um há­marka þau áhrif á sama tíma og við stönd­um vörð um sér­stöðu hverr­ar grein­ar. Virk sam­keppni, traust­ur fjár­mála­markaður og mark­viss neyt­enda­vernd er for­senda heil­brigðs at­vinnu­lífs og styður við sam­keppn­is­hæfni Íslands. Í fjár­lög­um fyr­ir árið 2023 eru áætlaðir rúm­ir 28,8 millj­arðar til mál­efna­sviða ráðuneyt­is­ins og er það aukn­ing um 6% milli ára. Þá hafa fram­lög­in hækkað um tæpa 10 millj­arða frá ár­inu 2017.

Menn­ing­ar­sókn og ís­lensk­an í for­grunni

Á síðasta kjör­tíma­bili var lagt af stað í þá veg­ferð að stór­efla menn­ingu og list­ir. Á síðustu árum hafa fram­lög til mála­flokks­ins auk­ist veru­lega eða úr 10,7 millj­örðum árið 2017 í 17,7 millj­arða með þessu fjár­laga­frum­varpi. Unnið hef­ur verið að stefnu­mót­un til framtíðar á sviðum skap­andi greina í góðri sam­vinnu við gras­rót­ina. Og við erum hvergi nærri hætt.

Meðal áherslu­verk­efna kom­andi árs er stofn­un tón­list­armiðstöðvar ásamt gerð tón­list­ar­stefnu, hönn­un­ar­stefnu, mynd­list­ar­stefnu og efl­ingu sviðslista. Áfram er unnið eft­ir fram­sæk­inni kvik­mynda­stefnu til 2030. Ný­lega voru end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar hækkaðar úr 25% í 35% fyr­ir stærri verk­efni og fyr­ir­hugaðar eru breyt­ing­ar á lög­um um kvik­mynda­sjóð. Rúm­um millj­arði hef­ur þegar verið varið í nýja kvik­mynda­stefnu á síðustu tveim­ur árum. Þá er lögð áhersla á varðveislu, aðgengi og miðlun menn­ing­ar­arfs þjóðar­inn­ar með því að styðja við höfuðsöfn­in okk­ar og blóm­legt safn­astarf um allt land.

Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur sem þjóð að hlúa vel að tungu­mál­inu okk­ar en ekki síður tákn­mál­inu. Mark­miðið er að tryggja ís­lensk­unni sess í sta­f­ræn­um heimi með áfram­hald­andi fjár­fest­ingu í mál­tækni.

Ferðaþjón­ust­an drif­kraft­ur verðmæta­sköp­un­ar

Þeir fjár­mun­ir sem voru sett­ir í stuðningsaðgerðir stjórn­valda í far­aldr­in­um lögðu grunn að kröft­ugri viðspyrnu ferðaþjón­ust­unn­ar. Ferðaþjón­ust­an hef­ur að nýju náð að verða burðarás í gjald­eyr­is­sköp­un þjóðar­inn­ar, stuðlað að stöðugra gengi krón­unn­ar og aukn­um lífs­gæðum fólks­ins í land­inu. Okk­ar hlut­verk er að tryggja að svo verði áfram. Helstu áskor­an­ir og tæki­færi á næsta ári fel­ast í gerð aðgerðaáætl­un­ar á grunni framtíðar­sýn­ar ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030 með sjálf­bærni að leiðarljósi og í góðri sam­vinnu við grein­ina og heima­fólk.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. september 2022.

Categories
Fréttir

22. Kjördæmisþing Framsóknar í Suðvesturkjördæmi 

Deila grein

19/09/2022

22. Kjördæmisþing Framsóknar í Suðvesturkjördæmi 

22. kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður haldið þann 22. október 2022 í Bæjarlind 14-16 Kópavogi og hefst kl. 13:00.

Dagskrá samkv. samþykktum KFSV og þinggjald er 3000 kr.

Úr lögum flokksins um kjördæmissambönd:

4.3.
Á kjördæmaþingum eiga sæti a.m.k. með atkvæðisrétt:

a)  Að lágmarki einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4.
b)  Aðalmenn í stjórn hlutaðeigandi kjördæmissambands.
c)  Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem eiga lögheimili í kjördæminu.
Enn fremur skulu allir félagsmenn í kjördæminu hafa rétt til að sækja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambands skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.

Categories
Fréttir

Opinn fundur Austurlandi

Deila grein

19/09/2022

Opinn fundur Austurlandi

Categories
Fréttir

Heilbrigðisþjónusta á ekki vera háð hagsveiflum

Deila grein

15/09/2022

Heilbrigðisþjónusta á ekki vera háð hagsveiflum

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að Íslendingar standa frammi fyrir mörgum áskorunum en ekki megi gleyma að við búum við ákjósanlegri lífsskilyrði en margir aðrir.

„Á Íslandi er orkan okkar græn og umhverfisvæn. Hér er friðsælt, lífskjör eru almennt góð og jöfnuður er óvíða meiri. Já, það er stundum hollt að við minnum okkur á hversu lánsöm við raunverulega erum.“

Willum Þór minnti á að með vaxandi lífaldri og auknum kröfum okkar um meiri lífsgæði verða viðfangsefnin æ fleiri og meira krefjandi á sviði heilbrigðismála. Þriðjungur af heildarfjárhæð fjárlaga fer til heilbrigðismála.

„Notandinn er í forgrunni þeirrar ákvörðunartöku. Þjóðin er að eldast. Tækniframförum fleygir fram og sjúkdómur sem var ólæknandi fyrir nokkrum árum er í dag er læknanlegur. En heilbrigðiskerfið snýst ekki aðeins um öfluga heilbrigðisþjónustu heldur það að gera fólki betur kleift að huga að eigin heilsu,“ sagði Willum Þór.

„Heilsan er okkar dýrmætasta eign“

Willum sagði mikilvægt að aukna áherslu á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Áhersla á lýðheilsu sést í aðgerðaáætlun í lýðheilsumálum og árlegu heilbrigðisþingi sem verður helgað lýðheilsu.

„Alþingi ályktaði nú í vor um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Markviss áætlun á grunni stefnunnar um aðgerðir í geðheilbrigðismálum er í mótun og mun koma fyrir þingið sem þingsályktunartillaga í byrjun næsta árs. Mönnun í heilbrigðisþjónustu er gríðarleg áskorun hér á landi, á heimsvísu, nú og til framtíðar.

Heilbrigðisstarfsfólk þarf í kjölfar heimsfaraldurs endurheimt og stuðning. Það er okkar stjórnvalda að tryggja að umgjörðin sé í lagi, nýr spítali, nýsköpun, tækni, lyf, menntun, vísindi, húsnæði — já, listinn er langur — innviðir, samningar um þjónustu, allt sem tryggir bættan aðbúnað og kjör fyrir mannauðinn, þjónustuveitendur og þiggjendur,“ sagði Willum.

Willum minnti á nýskipað endurhæfingarráð sem hefur það hlutverk að vera til ráðgjafar um faglega stefnumörkun og skipulag þjónustu á sviði endurhæfingar. Ráðuneyti og sveitarfélög vinna að umbótum í málefnum aldraðra og er sérstök verkefnastjórn að leiða það verkefni.

„Heilbrigðisþjónusta getur ekki verið háð hagsveiflum“

„Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála aukin og það er engin aðhaldskrafa sett á heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús og öldrunarstofnanir. Í því felast skýr skilaboð: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur stendur vörð um heilbrigðiskerfið. Sameinumst um stöðugar umbætur heilbrigðiskerfisins. Öflugt samfélag byggir ekki síst á sterku heilbrigðiskerfi,“ sagði Willum að lokum.

Categories
Fréttir

Nýtum tækifærin vel í orkumálum, verum ábyrg, verum framsýn

Deila grein

15/09/2022

Nýtum tækifærin vel í orkumálum, verum ábyrg, verum framsýn

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, sagði í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að viðsnúningur í efnahagslífi Íslands megi að miklu leyti þakka nýfengna ferðafrelsi, til landsins streymi að nýju ferðamenn. Náttúra landsins dragi ferðamenn til landsins, fóstri landbúnað og sjávarútveg og sé uppspretta orkuauðlindarinnar.

Sigurður Ingi sagði að fortíðin sýndi að lykillinn að lífsgæðum á Íslandi sé að feta einstigi verndar og nýtingar.

„Samtíminn í nágrannalöndum okkar sýnir að við erum einstaklega lánsöm með okkar innlendu orku. Ef rétt er á spilum haldið mun framleiðsla á innlendri orku fyrir ökutæki, skip og flugvélar veita okkur einstakt orkusjálfstæði. Fyrir þessari ríkisstjórn liggur að nýta tækifærin vel þegar kemur að orkumálum, vera ábyrg, vera framsýn,“ sagði Sigurður Ingi.

Rammasamning um húsnæðisuppbyggingu í stað skammtímalausna

„Í sumar undirritaði ég ásamt formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga rammasamning um húsnæðisuppbyggingu. Í gær hleyptum við formlega af stokkunum næstu lotu sem felur í sér samtal og samningsgerð við einstaka sveitarfélög. Í þessu starfi sem fjölmargir fagaðilar hafa komið að má segja að hafi orðið til sannkallað þjóðarátak í uppbyggingu, húsnæðis enda ekki vanþörf á því að við finnum öll hvernig skortur á húsnæði hefur valdið miklum hækkunum, bæði á húsnæði en ekki síður á verðbólgu og vöxtum. Sú vinna sem þegar er hafin í húsnæðisuppbyggingu markar að mörgu leyti tímamót. Hér eru ekki á ferðinni neinar skammtímalausnir. Kerfið er ekki plástrað heldur er lagður grunnur að markvissri uppbyggingu til lengri tíma. Með þessum aðgerðum verður skapað jafnvægi sem kemur í veg fyrir miklar sveiflur sem leggjast ólíkt á nýjar kynslóðir sem koma inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Sigurður Ingi.

„Að grípa ekki til aðgerða nú væri eins og að gefa í á leiðinni yfir blindhæð“

Sigurður Ingi minnti á að ríkisstjórnin hafi orðið að stíga á útgjaldabremsuna fyrir árið 2023 til þess að ná tökum á þenslunni, á verðbólgunni. Við munum strax sjá árangur af ábyrgri stjórn. En að fara verði varlega þegar þenslan er mest og verðbólga geisar. „Afleiðingar verðbólgunnar eru Íslendingum vel kunnar og ekki af góðu. Að grípa ekki til aðgerða nú væri eins og að gefa í á leiðinni yfir blindhæð.“

Ríkisstjórnin ætli að varða leiðina til framtíðar, til aukinnar hagsældar, til meiri jöfnuðar og fleiri tækifæra.

„Við sjáum kraftinn í matvælageiranum, í ferðaþjónustunni, í orkugeiranum, hinum skapandi greinum og við sjáum hugverkaiðnaðinn vaxa hratt. Þessi ríkisstjórn mun áfram standa fyrir uppbyggingu í samgöngum, í heilbrigðiskerfinu, í menntakerfinu, í menningunni og öðrum grundvallarþáttum þjóðarinnar, þessum sem skapa samfélag. Þessi ríkisstjórn mun áfram vinna að því að skapa samfélaginu okkar betri umgjörð, betri skilyrði. Þessi ríkisstjórn mun áfram vinna að því að bæta kjör almennings af því að til þess vorum við kosin,“ sagði Sigurður Ingi að lokum.