Categories
Fréttir

Loftbrúin bætt enn frekar

Deila grein

22/02/2022

Loftbrúin bætt enn frekar

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, vakti athygli á mjög jákvæðri frétt í störfum þingsins á Alþingi á nýju flugfélagi NICEAIR og áformum þess um reglubundið flug milli Akureyrar og Evrópu. Sagði hún þetta skapa alveg nýjan grundvöll fyrir frekari samvinnu og eflingu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi.

„Meðan millilandaflugið er undirstaða nýrra tækifæra er innanlandsflugið grunnþjónusta og liður í almenningssamgöngum. Loftbrúin, sem hleypt var af stokkunum í september 2020, er einmitt viðurkenning og staðfesting á því,“ sagði Líneik Anna. 

Loftbrúin er til að bæta aðgengi íbúa að miðlægri þjónustu og efla byggðir. Loftbrúin veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi í áætlunarflugi innan lands fyrir fólk sem býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrir fólk sem býr á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og að hluta vestra, Austurlandi, Hornafirði og Vestmannaeyjum, en rúmlega 60.000 íbúar geta nýtt sér loftbrúna og hver einstaklingur getur fengið allt að sex flugleggi á ári. 

„Það er fagnaðarefni að nú frá 7. febrúar var Loftbrúin víkkuð út og nú er tryggt að börn sem eiga foreldra sem búsettir eru á svæði sem hún nær til en eiga sjálf lögheimili utan þess, geta nýtt hana í flugferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu til foreldra,“ sagði Líneik Anna.

„Loftbrúna þarf að þróa áfram eins og áður sagði í samvinnu við flugfélögin. Vefir flugfélaganna verða að vinna með. Það er hægt að nota tæknina við að leysa þær áskoranir sem þar eru. Tölvurnar segja aldrei nei ef fólkið sem forritar gerir það ekki,“ sagði Líneik Anna að lokum.

Categories
Fréttir

Störf án staðsetningar er góð ráðstöfun á fjármagni

Deila grein

22/02/2022

Störf án staðsetningar er góð ráðstöfun á fjármagni

Friðrik Már Sigurðsson, varaþingmaður, flutti jómfrúrræðu sína á Alþingi og ræddi verkefnið „Störf án staðsetningar“. Rakti hann samantekt er Byggðastofnun vann að og gefin út í ágúst í fyrra. Þar kemur fram að allnokkur munur er á hlutfalli íbúafjölda og fjölda opinberra starfa. „Þegar 64% landsmanna búa hér á höfuðborgarsvæðinu en þar er hlutfall stöðugilda ríkisins 71%. Hins vegar er hlutfall íbúa á landsbyggðinni 36% og stöðugildin 29%. Þennan mismun þarf að leiðrétta,“ sagði Friðrik Már.

Ríkisendurskoðun hefur tekið saman tölur er varðar fjölda, stærð og stærðarhagkvæmni stofnana og kemur fram þar að árið 2021 störfuðu 22.000 manns í um 17.000 stöðugildum hjá ríkinu. Þar er frátalið starfsfólk ráðuneyta og hlutafélaga í eigu ríkisins.

Friðrik Már sagði atvinnuauglýsingar á Starfatorgi á störfum án staðsetningar vera enn of fáar. Ekki sé alltaf augljóst að um starf án staðsetningar sé að ræða og hér þurfi breytinga við. Jafnræði íbúa landsins að aðgengi að opinberum störfum sé í forgrunni. 

„Nauðsynlegt er að fjármagn fylgi góðum hug. Þá er ég vísa til þess að borið hefur á skorti á fjárheimildum til greiðslu fyrir starfsaðstöðu og hamlar það stofnunum hvað varðar flutning verkefna til landsbyggðarinnar. Brýnt er að leiðrétta þetta. Reynslan sýnir að staðsetning opinberra starfa og stofnana er ekki einungis byggðaaðgerð heldur góð ráðstöfun á fjármagni. Starfsmannavelta er lítil og vel helst í sérhæfingu og sérþekkingu starfsmanna,“ sagði Friðrik Már að lokum.

Categories
Greinar

 Vín­búðir opnar á sunnu­dögum?

Deila grein

22/02/2022

 Vín­búðir opnar á sunnu­dögum?

Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla. Því miður hefur lítið breyting orðið í þessum málum þrátt fyrir breyttan tíðaranda. Það má líklega rekja til þess að fólk tekst á um málið með öfgahugmyndum bæði til hægri og vinstri. Eins og oft áður, þá er það skynsemin sem ætti að ráða för. Samvinna allra aðila við leit að lausn sem mætir sjónarmiðum heildarinnar.

Matvöruverslanir eða pöntunarfélög

Frjálshyggjan hefur lengi viljað koma víni í matvöruverslanir og á frjálsan markað. Sem betur fer hefur það ekki gengið eftir. Á sama tíma hafa íhaldsamari öfl viljað óbreytt fyrirkomulag eða jafnvel leita aftur til tíma frekari takmarkana á útsölustöðum og opnunartíma. Eiga þessi sjónarmið bæði rétt á sér en hvorugt kannski í takt við nútímann og skynsemi. Aukið frelsi til verslunar á hverskyns varningi er sú þróun sem við höfum séð á undanförnum áratugum í verslun hér á landi. Á það líka við um verslun með vín sem og annan munað. Pöntunarfélögin heyra sem betur fer sögunni til. Breyttur tíðarandi kallar hins vegar á nýjar nálganir. Breytt neyslumynstur og aukið frelsi í verslun kallar á breytingar. En breytingarnar þurfa ekki endilega að felast í 100% frelsi.

Er til önnur lausn?

Hins vegar spyr maður sig hvort rétt lausn sé að leysa upp ÁTVR og heimila sölu áfengis í næstu búð, næstu bensínstöð eða nánast hvaða verslun sem er? Það er vitað að tækninýjungar hafa leitt til þess að starfsfólki, sem gæti fylgst með hvort einstaklingar séu með aldur til þess að kaupa vín, fækkar í almennum verslunum. Þeir sem eftir eru hafa ekki allir náð 20 ára aldri, en samkvæmt lögum má enginn yngri en 20 ára afgreiða áfengi.

Á meðan er strangt eftirlit til staðar hjá Vínbúðinni þar sem starfsmenn eru bæði með aldur og þekkingu á þeim reglum sem ber að fylgja. Þá fyrst og fremst reglum um aldur. Við viljum ekki auka aðgengi barna að áfengi þó svo að við viljum gera markaðinn þægilegri fyrir neytendur.

Eitt stærsta sjónarmiðið fyrir „vín í búðir“ er það að opnunartími Vínbúðarinnar henti neytendum ekki sérlega vel. Verslunin er ávallt lokuð á sunnudögum og öðrum helgidögum Þjóðkirkjunnar. Þennan hnút getum við auðveldlega leyst.

Já hún er til!

Ég hef lagt fram frumvarp til Alþingis þess efnis að afnema bann á því að áfengisútsölustaðir hafi sínar hurðir opnar á helgidögum. Það eru m.a. allir sunnudagar. Með þessu aukum við þjónustu Vínbúðarinnar enn meir og getum lagt hugmyndina um vín í búðir til hliðar, sú hugmynd um hið fullkomna frelsi er þreytt og skortir ábyrgð. Þarna er komið til móts við frjálslyndari sjónarmið en einnig hugsað til forvarna og eftirlits með áfengissölu. Það er brýnt að við stígum ekki skref aftur á bak í þessum málaflokki. Gerum frjálslyndar breytingar á skynsaman hátt.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. febrúar 2022.

Categories
Fréttir

Stytting vinnuvikunnar þarf að ganga upp fyrir alla

Deila grein

22/02/2022

Stytting vinnuvikunnar þarf að ganga upp fyrir alla

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður, sagði í störfum þingsins á Alþingi að ef fram fari „gæti farið svo að við munum ekki sjá allt það góða sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér. Stjórnendur gætu neyðst til að hagræða til að mæta auknum kostnaði sem getur aftur leitt til áhrifa á þjónustustig viðkomandi stofnunar.“

„Eins og við þekkjum flest hafa ákvæði um styttingu vinnuvikunnar verið sett inn í flesta kjarasamninga. Framkvæmd styttingarinnar fer síðan eftir samkomulagi starfsmanna og atvinnurekanda hverju sinni, en hún felst í því að heildarvinnuvika starfsmannsins styttist. Markmiðið með styttingu vinnuvikunnar er að gera vinnustaðinn fjölskylduvænni, nýtingu vinnutímans markvissari og bæta vinnustaðamenningu. Þetta eru allt markmið sem eru eftirsóknarverð og leiðarljós inn í framtíðina,“ sagði Ingibjörg.

„Ákvörðun um að stytta vinnuvikuna var tekin með það í huga að styttingin hefði engin áhrif á þjónustustig og myndi ekki kosta aukin fjárútlát. Ljóst er að ákvæðið gengur ekki upp á mörgum stöðum. Þetta er sérstaklega erfitt á vinnustöðum þar sem eðli starfa er þannig að starfsmaður verður að vera til staðar á ákveðnum tímum, t.d. í skólum eða á heilbrigðisstofnunum,“ sagði Ingibjörg.

Ingibjörg segir að skerðing þjónustustigs og kostnaðar sé óhjákvæmilegur í sumum tilfellum. „Ef fram fer sem horfir gæti farið svo að við munum ekki sjá allt það góða sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér. Stjórnendur gætu neyðst til að hagræða til að mæta auknum kostnaði sem getur aftur leitt til áhrifa á þjónustustig viðkomandi stofnunar.“

„Í komandi kjaraviðræðum er mikilvægt að við horfumst í augu við stöðuna. Öll sækjumst við eftir fjölskylduvænum vinnutíma og markmiðið er eftirsóknarvert. En það þarf að ganga upp fyrir alla, starfsfólk, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið,“ sagði Ingibjörg að lokum.

Categories
Greinar

Glæsilegur árangur

Deila grein

21/02/2022

Glæsilegur árangur

Um helg­ina lauk 72. alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Berlín. Hátíðin er með þeim virt­ari í heimi kvik­mynd­anna en mik­ill heiður fylg­ir því að eiga þar til­nefnt verk. Óhætt er að segja að ár­ang­ur Íslands á hátíðinni sé glæsi­leg­ur en list­ræn­ir stjórn­end­ur henn­ar völdu fjór­ar ís­lensk­ar mynd­ir í aðaldag­skrá hátíðar­inn­ar. Aldrei hafa jafn marg­ar ís­lensk­ar mynd­ir tekið þátt í dag­skránni og átti Ísland flest fram­lög allra Norður­landa í ár. Þannig fengu gest­ir hátíðar­inn­ar að njóta kvik­mynd­anna Ber­d­reymi og Against the Ice, stutt­mynd­ar­inn­ar Hreiðurs og sjón­varpsþátt­anna Svörtu sanda við góðan orðstír.

Árang­ur þessi er enn ein staðfest­ing á þeim mikla krafti sem býr í ís­lenski kvik­mynd­mynda­gerð. Ljóst er að slíkt ger­ist ekki að sjálfu sér. Allt það hæfi­leika­ríka fólk sem starfar í kvik­mynda­gerð á Íslandi á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir frumsköp­un sína, elju og dugnað við fram­leiðslu og miðlun verka sinna. Þá skipt­ir einnig miklu máli að því fag­fólki og fyr­ir­tækj­um sem starfa í kvik­mynda­gerð sé sköpuð traust og sam­keppn­is­hæf um­gjörð utan um störf sín.

Vatna­skil urðu í um­hverfi kvik­mynda­gerða árið 1999 þegar að lög um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru samþykkt. Með þeim var rekstr­ar­um­hverfi kvik­mynda­geir­ans styrkt og sam­keppn­is­hæfni auk­in til mun­ar. All­ar göt­ur síðan hef­ur ár­ang­ur­inn birst okk­ur með skýr­um hætti. Kvik­mynda­gerð hef­ur verið áber­andi í ís­lensku menn­ing­ar- og at­vinnu­lífi og hef­ur velta grein­ar­inn­ar þre­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og nem­ur nú um 30 millj­örðum króna á árs­grund­velli en vel á fjórða þúsund starfa við kvik­mynda­gerð.

Meðbyr­inn er mik­ill og til að mynda vill sí­fellt fleira ungt fólk starfa við skap­andi grein­ar, eins og kvik­mynda­gerðina. Starfs­um­hverfið er spenn­andi en óþarft er að telja upp öll þau stór­verk sem tek­in hafa verið upp á hér á landi með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á ferðaþjón­ust­una og ímynd lands­ins. Af of­an­greindu má álykta að með auk­inni fjár­fest­ingu muni grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með þetta í huga kynntu stjórn­völd nýja kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030 en hún var afrakst­ur góðrar sam­vinnu stjórn­valda og at­vinnu­lífs.

Stjórn­völd hafa ein­hent sér í að fylgja hinni nýju stefnu eft­ir af full­um krafti. Þannig voru til dæm­is fjár­mun­ir strax tryggðir til þess að koma á lagg­irn­ar há­skóla­námi í kvik­mynda­gerð við Lista­há­skóla Íslands og á fjár­lög­um þessa árs má finna rúm­lega 500 m.kr hækk­un til kvik­mynda­mála – sem að stærst­um hluta renn­ur til fram­leiðslu á kvik­mynda- og sjón­varps­efni. Þá er vinna þegar haf­in í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti sem miðar að því auka alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­gerðar hér á landi með hærri end­ur­greiðslum til að laða að stór kvik­mynda­verk­efni til Íslands.

Ljóst er að ár­ang­ur líkt og birt­ist okk­ur í Berlín hvet­ur okk­ur enn frek­ar til dáða við að stuðla að enn öfl­ugra um­hverfi kvik­mynda­gerðar hér á landi. Tæki­fær­in eru mý­mörg og þau ætl­um við að grípa.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Komdu inn úr kuldanum

Deila grein

17/02/2022

Komdu inn úr kuldanum

Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar mun eins og und­an­far­in ár leggja upp með metnaðarfulla fundaröð í kjör­dæm­a­viku. Við verðum með opna fundi Fram­sókn­ar í kjör­dæm­a­viku um land allt. Það er okk­ur mik­il­vægt að ná að nálg­ast og hlusta á radd­ir kjós­enda, ekki aðeins á fjög­urra ára fresti, held­ur með reglu­bundn­um hætti. Þannig leggj­um við okk­ar af mörk­um til að hlusta á fólkið okk­ar og skapa okk­ur öll­um sam­fé­lag sem við erum stolt af, tryggja fólki góð lífs­kjör og treysta bú­setu í land­inu. Það er og verður meg­in­verk­efni okk­ar í þing­flokki Fram­sókn­ar nú sem endra­nær.

Í kosn­inga­bar­átt­unni síðasta haust fund­um við vel að fólk vill sjá alþing­is­menn sinna brýn­um hags­mun­um sam­fé­lags­ins. Kjós­end­ur vildu heyra að við ynn­um að lausn­um, um­bót­um og jafn­vel rót­tæk­um kerf­is­breyt­ing­um. Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar hef­ur sýnt fram á að hann er hóp­ur fólks er hef­ur fólk í fyr­ir­rúmi, við fjár­fest­um í fólki og mun­um halda því áfram. Við fór­um m.a. í rót­tæk­ar kerf­is­breyt­ing­ar á mál­efn­um barna. Slík­ar breyt­ing­ar og fleiri til hafa og munu skipta fólk máli, um land allt.

Í grunn­stef­inu Fram­sókn­ar seg­ir að við aðhyll­umst frjáls­lynda hug­mynda­fræði og að far­sæl­ast sé að ná fram niður­stöðu með sam­vinnu ólíkra afla og hags­muna sem byggð er á hóf­semi og heiðarleika. Það er aldrei mik­il­væg­ara en nú að hlusta vel á ólík­ar radd­ir og leiða mál til lykta með sam­vinnu. Við tryggj­um öfl­ugri og sterk­ari þing­flokk Fram­sókn­ar með því að hlusta á þarf­ir og vænt­ing­ar fólks á brýn­um hags­muna­mál­um.

Við erum nefni­lega rétt að byrja!

Okk­ur alþing­is­mönn­um er kjör­dæm­a­vika sér­stak­lega mik­il­væg. Okk­ur gefst tími og ráðrúm til að sinna hags­mun­um kjör­dæm­anna, það þarf sterka full­trúa með skýra sýn til að styðja og styrkja það val fólks að halda byggð í land­inu. Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar vill áfram vera for­ystu­afl í brýn­um hags­mun­um lands­byggðar. Við vilj­um tryggja áfram að sam­göng­ur, mennt­un, menn­ing og síðast en ekki síst fjöl­breytt tæki­færi á at­vinnu­markaði séu fyr­ir hendi.

Ég vil nefna sér­stak­lega gríðarlega mik­il­vægt tæki­færi er við upp­götvuðum í heims­far­aldr­in­um; að fólk gat unnið heim­an frá sér, og þetta eig­um við að nýta og skapa já­kvæðan hvata til að fram­kvæma í frek­ari mæli. Nýta okk­ur þekk­ing­una og tækn­ina og skapa um leið sterk­ari byggðir. Fram­sókn er stjórn­mála­aflið til að standa við orð sín og gerðir.

Skyn­sem­in ligg­ur á miðjunni.

Ingibjörg Isaksen, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar.

ingi­bjorg.isak­sen@alt­hingi.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. febrúar 2022.

Categories
Fréttir

36. Flokksþing Framsóknar

Deila grein

15/02/2022

36. Flokksþing Framsóknar

36. Flokksþing Framsóknar verður haldið helgina 19.-20. mars á Grand hótel við Sigtún í Reykjavík.

Framsókn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett.

Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Hátíðarskemmtun verður laugardagskvöldið 19. mars.

Nánari dagskrá verður send út í næstu viku.

Mikilvægar dagsetningar:

  • 17. febrúar – viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.
  • 4. mars – lagabreytingum skal í síðasta lagi á miðnætti skilað inn til flokksskrifstofu.
  • 12. mars – kjörbréfum skal í síðasta lagi á hádegi skilað inn til flokksskrifstofu.

Verð á hótelherbergjum:

  • Einstaklingsherbergi með morgunmat kr. 18.900,-
  • Tveggja manna herbergi með morgunmat kr. 21.900,-
Categories
Fréttir

Komdu inn úr kuldanum

Deila grein

15/02/2022

Komdu inn úr kuldanum

Næstu daga og vikur verða ráðherrar og þingmenn Framsóknar með opna fundi víðs vegar um landið. Þá gefst gott tækifæri til að ræða þau mál sem helst brenna á fólki.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Föstudagur 11. mars:

12:00 – Patreksfjörður – samkomuhúsið FLAK

19:00 – Dokkan Brugghús – Ísafjörður (súpufundur)

Categories
Fréttir

Þingmannanefnd EFTA og EES kom saman

Deila grein

12/02/2022

Þingmannanefnd EFTA og EES kom saman

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndir EFTA og EES, átti í vikunni annríka en afar skemmtilega daga í Brussel. Þingmannanefndin fjallar um starfsemi EFTA, gerð fríverslunarsamninga, málefni EES og ESB og efnahags- og viðskiptamál almennt og hefur það hlutverk að vera ráðgefandi fyrir ráðherraráð EFTA.

Á fundunum var farið var um víðan völl, rædd staða alþjóðaviðskipta og störf Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Farið var yfir ýmsa þætti er varða viðskiptastefnu ESB. Eins fékk nefndin fræðslu um fríverslunarnet EFTA og framhaldið í næstu samningum og verkefnin sem framundan eru.

Aðild að EFTA eiga nú Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss og sitja þjóðkjörnir fulltrúar þessara ríkja í þingmannanefnd EFTA. Þar sem Svisslendingar ákváðu að standa utan við EES varð þingmannanefnd EFTA að formi til tvískipt, með gildistöku EES-samningsins, þ.e. annars vegar upphaflega nefndin, með aðildarríkjunum fjórum, og hins vegar nefnd ríkjanna þriggja sem mynda EFTA-hluta EES.

Nefndirnar halda hins vegar ávallt fundi saman og því sitja Svisslendingar sem áheyrnarfulltrúar þegar rædd eru málefni sem eingöngu varða EES-hluta nefndarinnar. Sviss á einnig áheyrnaraðild að fundum hinnar sameiginlegu þingmannanefndar EES.

Categories
Greinar

Muggur, myndlistin og menningararfurinn

Deila grein

11/02/2022

Muggur, myndlistin og menningararfurinn

Und­an­farna mánuði hef­ur sýn­ing­in MUGG­UR – Guðmund­ur Thor­steins­son staðið yfir í Lista­safni Íslands. Guðmund­ur (1891-1924), eða Mugg­ur, er einn merk­asti og af­kasta­mesti mynd­listamaður þjóðar­inn­ar – og í raun okk­ar fyrsti fjöll­istamaður. Ung­ur að árum flutt­ist hann til Kaup­manna­hafn­ar árið 1903 ásamt fjöl­skyldu sinni þar sem hann nam mynd­list við Kon­ung­lega lista­há­skól­ann á ár­un­um 1911-1915. Þrátt fyr­ir stutta ævi skildi Mugg­ur eft­ir sig nokkuð fjöl­breytt safn verka sem bera þess glöggt merki að hæfi­leik­um hans voru fá tak­mörk sett eins og rakið er í veg­legri bók sem Lista­safn Íslands gaf út hon­um til heiðurs árið 2021.

Mugg­ur, ásamt fleiri merk­um mynd­list­ar­mönn­um þjóðar­inn­ar, hef­ur und­ir­byggt sterk­an grunn fyr­ir menn­ing­ar­líf sam­tím­ans. Á Íslandi rík­ir kraft­mik­il og lif­andi mynd­list­ar­menn­ing og mynd­list­ar­starf­semi. Mynd­list leik­ur stórt hlut­verk í sam­fé­lag­inu. Hún er órjúf­an­leg­ur hluti af mennt­un, þroska og dag­legu lífi fólks um allt land. Mynd­listar­fólk er metið að verðleik­um og áhersla er á kennslu og nám í mynd­list og lista­sögu á öll­um skóla­stig­um. Mynd­list á vax­andi sam­fé­lags­legu hlut­verki að gegna og stuðlar að gagn­rýnni og skap­andi hugs­un og umræðu.

Fram und­an er til­efni til að beina sjón­um að frek­ari tæki­fær­um til vaxt­ar. Sköp­un ís­lenska lista­manna fang­ar at­hygli fólks hér á landi sem og er­lend­is. Árang­ur­inn birt­ist í fleiri tæki­fær­um ís­lenskra lista­manna til þátt­töku í kraft­mik­illi safn­a­starf­semi og vönduðum sýn­ing­um um allt land. Einnig end­ur­spegl­ast ár­ang­ur­inn í þátt­töku á virt­um alþjóðleg­um viðburðum og sýn­ing­um. Eft­ir­spurn eft­ir kaup­um á ís­lensk­um lista­verk­um er um­tals­verð.

Mynd­list verður eitt af áherslu­mál­um mín­um í ný­stofnuðu menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti og hef ég boðað að ný mynd­list­ar­stefna verði kynnt á fyrstu 100 starfs­dög­um ráðuneyt­is­ins og að inn­leiðing henn­ar verði í for­grunni á næstu árum.

Stefn­an mun kalla á fjöl­breytt­an stuðning við list­sköp­un, mennt­un, mynd- og miðlalæsi sem styðji við kraft­mikla mynd­list­ar­menn­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu á meðal al­menn­ings. All­ar for­send­ur eru til þess að efla mynd­list sem enn sýni­legri og öfl­ugri at­vinnu­grein sem að varp­ar já­kvæðu ljósi á landið okk­ar.

Ég hvet alla áhuga­sama til að heim­sækja Lista­safn Íslands um helg­ina, sem verður síðasta sýn­inga­helgi „MUGG­UR – Guðmund­ur Thor­steins­son“, og virða fyr­ir sér fjöl­breytt fram­lag hans til ís­lensks menn­ing­ar­arfs.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. febrúar 2022