Categories
Fréttir

Anton og Úrsúla leiða lista Framsóknar í Suðurnesjabæ

Deila grein

17/03/2022

Anton og Úrsúla leiða lista Framsóknar í Suðurnesjabæ

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ var samþykktur á félagsfundi í kvöld.

Anton Guðmundsson, matreiðslumeistari og formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar, leiðir lista flokksins og Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði skipar annað sæti listans. Það er mikill hugur í hópnum sem er að bjóða sig fram fyrir Framsókn í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið er ört stækkandi sem kallar á uppbyggingu innviða.

Í ræðu á fundinum sagði Anton Guðmundsson að framundan væru spennandi tímar. „Við viljum setja málefni barnafjölskyldna í forgang. Einnig viljum við bregðast við vandanum á húsnæðismarkaði með því að bjóða upp á fleiri lóðir til úthlutunar í Suðurnesjabæ. Það er gríðarlega ánægjulegt að við skulum bjóða fram svona ungan og öflugan lista. Frambjóðendur Framsóknar munu halda áfram að fjárfesta í fólki og vera hreyfiafl framfara í samfélaginu,“ sagði Anton.

Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði, sagðist virkilega þakklát og ánægð að fá að vinna með þessu frábæra fólki sem er á framboðslistanum. „Listinn samanstendur af ungu fólki og fólki með reynslu, úr báðum byggðarkjörnum, en allir eiga það sameiginlegt að vilja efla og betrumbæta Suðurnesjabæ. Ég trúi því að það séu svo sannarlega bjartir tímar framundan þar sem allir eiga möguleika að koma á framfæri skoðunum sínum og hafa áhrif. Það eru fullt af tækifærum í Suðurnesjabæ sem þarf bara að grípa,“ sagði Úrsúla María á fundinum.

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ:

1. Anton Guðmundsson, 29 ára, matreiðslumeistari, Sandgerði.

2. Úrsúla María Guðjónsdóttir, 27 ára, meistaranemi í lögfræði, Garði.

3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, 25 ára, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri, Sandgerði.

4. Sigfríður Ólafsdóttir, 27 ára, meistaranemi í félagsráðgjöf og sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, Garði.

5. Gísli Jónatan Pálsson, 38 ára, trésmiður og nemi í húsasmíði, Sandgerði.

6. Elvar Þór Þorleifsson, 34 ára, umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.

7. Baldur Matthías Þóroddsson, 28 ára, sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Garði, Sandgerði.

8. Agata Maria Magnússon, 37 ára, starfsmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.

9. Elías Mar Hrefnuson, 33 ára, Sandgerði.

10. Óskar Helgason, 48 ára, pípulagningarnemi, Sandgerði.

11. Hulda Ósk Jónsdóttir, 42 ára, nemi í kennslufræði og starfsmaður á leikskóla, Sandgerði.

12. Karel Bergmann Gunnarsson, 27 ára, flugöryggisvörður hjá Isavia, Garði.

13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, 57 ára, Garði.

14. Gunnlaug María Óskarsdóttir, 20 ára, stuðningsfulltrúi, Sandgerði.

15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, 37 ára, leikskólaliði og hópstjóri á leikskólanum Sólborg, Sandgerði.

16. Guðrún Sif Pétursdóttir, 31 árs, hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla, Sandgerði.

17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir, 27 ára, snyrtifræðingur, Sandgerði.

18. Jón Sigurðsson, 72 ára, bóndi, Sandgerði.

Categories
Fréttir

Jónína leiðir lista Framsóknar í Múlaþingi

Deila grein

16/03/2022

Jónína leiðir lista Framsóknar í Múlaþingi

Félagsfundur samþykkti í kvöld samhljóða og með lófataki tillögu uppstillingarnefndar að skipan framboðslista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Múlaþingi.

B-listi Framsóknarflokksins í Múlaþingi fyrir sveitarstjórnarkosningar 14.maí. 2022

Eftirtalin skipa listann:

  1. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiftalögfræðingur
  2. Vilhjálmur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi
  3. Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  4. Eiður Gísli Guðmundsson, leiðsögumaður
  5. Guðmundur Bj. Hafþórsson, málarameistari
  6. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari
  7. Þórey Birna Jónsdóttir, kennari og bóndi
  8. Einar Tómas Björnsson, leiðtogi í  málmvinnslu
  9. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri
  10. Jón Björgvin Vernharðsson, verktaki og bóndi
  11. Sonia Stefánsson, forstm bókasafns Seyðisfj
  12. Atli Vilhelm Hjartarson, framleiðslusérfræðingur
  13. Inga Sæbjörg Magnúsdóttir, lyfjafræðingur
  14. Dánjal Salberg Adlersson, tölvunarfræðingur
  15. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, leikskólakennari
  16. Kári Snær Valtingojer, rafvirkjameistari
  17. Íris Dóróthea Randversdóttir, grunnskólakennari
  18. Þorsteinn Kristjánsson, bóndi
  19. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur
  20. Unnar Hallfreður Elísson, vélvirki og verktaki 
  21. Óla Björg Magnúsdóttir, fyrrv skrifstofumaður
  22. Stefán Bogi Sveinsson, sveitarstjórnarfulltrúi

Við þökkum öllu þessu öfluga fólki fyrir að taka að sér að skipa framboðslistann og göngum til kosninga full bjartsýni og tilhlökkunar.

Categories
Fréttir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar á Akureyri

Deila grein

14/03/2022

Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar á Akureyri

Framsóknarflokkurinn á Akureyri kynnti framboðslista flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga í maí n.k. á fundi nú síðdegis. 

Oddviti flokksins er Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi.

2. Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri í brothættum byggðum er í öðru sæti listans.

3. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir forvarnarfulltrúi skipar þriðja sætið.

4. Sverre Andreas Jakobsson þjónustustjóri fyrirtækjaviðskipta á NA-svæði hjá Arion banka og handboltaþjálfari er í því fjórða.

5. Thea Rut Jónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur

6. Óskar Ingi Sigurðsson, iðnfræðingur og framhaldsskólakennari

7. Tanja Hlín Þorgeirsdóttir, sérfræðingur

8. Grétar Ásgeirsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri

9. Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi

10. Andri Kristjánsson, bakarameistari

11. Guðbjörg Anna Björnsdóttir, leikskólastarfsmaður

12. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur

13. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður

14. Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdarstjóri

15. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður

16. Ingimar Eydal, skólastjóri sjúkraflutningaskólans

17. Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdarstjóri

18. Sigurjón Þórsson, leigubílstjóri, iðnaðartæknifræðingur og viðskiptafræðinemi

19. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri

20. Snæbjörn Sigurðarson, sjálfstætt starfandi verkefnisstjóri og frumkvöðull

21. Ingibjörg Isaksen, alþingismaður

22. Páll H. Jónsson, eldri borgari

Categories
Fréttir

Valdimar Víðisson, skólastjóri, leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði

Deila grein

14/03/2022

Valdimar Víðisson, skólastjóri, leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði var samþykktur á fundi fulltrúaráðs miðvikudaginn 2. mars sl.

Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista flokksins og Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna og varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skipar annað sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum og að mikill áhugi hafi verið og að 14 framboð hafi borist.

„Ég þakka af heilum hug það traust sem mér er sýnt að leiða lista Framsóknar í Hafnarfirði. Listinn er öflugur og hefur á að skipa fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu sem nýtast mun bæjarfélaginu vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Við höfum góða sögu að segja eftir síðustu fjögur ár við stjórn bæjarfélagsins, ætlum okkur að vinna áfram á þeim grunni og heyja heiðarlega og málefnalega kosningabaráttu. Við mætum sterk og vel undirbúin til leiks og ætlum að bæta við okkur fylgi,“ segir Valdimar Víðisson, nýr oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.

Listi Framsóknar í Hafnarfirði

  1. Valdimar Víðisson, skólastjóri
  2. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna
  3. Árni Rúnar Árnason, tækjavörður
  4. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi
  5. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
  6. Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður
  7. Einar Gauti Jóhannesson, sundlaugarvörður
  8. Jóhanna M. Fleckenstein, framkvæmdastjóri
  9. Jón Atli Magnússon, rannsóknar- og þróunarstjóri
  10. Sindri Mar Jónsson, ml. viðskiptalögfræði
  11. Juliana Kalenikova, öryggisvörður
  12. Garðar Smári Gunnarsson, fiskiðnaðarmaður
  13. Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og varaþingmaður
  14. Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður/rútubílstjóri
  15. Júlíus Sigurjónsson, sölumaður og plötusnúður
  16. Linda Hrönn Þórisdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
  17. Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi
  18. Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, eldri borgari
  19. Erlingur Örn Árnason, lögreglumaður
  20. Petrea Aðalheiður Ómarsdóttir, BA í félagsráðgjöf
  21. Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
  22. Þórarinn Þórhallsson, mjólkurfræðingur

Fréttin birtist fyrst á fjardarfrettir.is 5. mars 2022

Categories
Fréttir

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi

Deila grein

12/03/2022

Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknar í Norðurþingi

Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí var borinn upp til atkvæða á fjölmennum félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga í dag, laugardaginn 12. mars. Tillagan var samþykkt samhljóða og hlaut mikið lof. Fullt var út úr dyrum á fundinum og mikill kraftur í félögum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framsóknarflokkurinn er með þrjá fulltrúa af níu í sveitarstjórn og hafa þeir fulltrúar verið ötullir fulltrúar samfélagsins.

Oddviti listans er Hjálmar Bogi Hafliðason, deildarstjóri og kennari á Húsavík, sem hefur setið níu ár í sveitarstjórn auk þess að vera varafulltrúi um tíma og sinnt þingstörfum. Soffía Gísladóttir skipar annað sætið og er búsett í Lindarbrekku í Kelduhverfi. Hún kemur ný inn á listann en hún þekkir svæðið vel sem forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi Eystra og Austurlandi og hefur einnig sinnt þingstörfum. Eiður Pétursson, vélstjóri á Húsavík og starfar fyrir Landsvirkjun, skipar þriðja sætið. Hann er varafulltrúi framboðsins í dag og hefur setið í fjölskylduráði sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Þar á eftir koma Bylgja Steingrímsdóttir, Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Hanna Jóna Stefánsdóttir.

Framboðslistinn:

  1. Hjálmar Bogi Hafliðason, Húsavík
  2. Soffía Gísladóttir, Kelduhverfi,
  3. Eiður Pétursson, Húsavík
  4. Bylgja Steingrímsdóttir, Húsavík
  5. Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Húsavík
  6. Hanna Jóna Stefánsdóttir, Húsavík
  7. Stefán Haukur Grímsson, Kópaskeri
  8. Heiðar Hrafn Halldórsson, Húsavík
  9. Brynja Rún Benediktsdóttir, Húsavík
  10. Unnsteinn Ingi Júlíusson, Húsavík
  11. Birna Björnsdóttir, Raufarhöfn
  12. Aðalgeir Bjarnason, Húsavík
  13. Guðlaug Anna Ívarsdóttir, Öxarfirði
  14. Bergur Elías Ágústsson, Húsavík
  15. Aðalheiður Þorgrímsdóttir, Reykjahverfi
  16. Óskar Ásgeirsson, Húsavík
  17. Unnur Erlingsdóttir, Húsavík
  18. Kristján Kárason, Húsavík
Categories
Fréttir

Dagskrá 36. Flokksþings Framsóknar

Deila grein

11/03/2022

Dagskrá 36. Flokksþings Framsóknar

Helgina 19.-20. mars verður 36. Flokksþing Framsóknar haldið á Grand hótel Reykavík. Það verða heldur betur fagnaðarfundir þegar flokksmenn geta loksins hist á staðnum og rætt saman augliti til auglitis ásamt því að gera sér glaðan dag.

Laugardagur 19. mars
Kl. 08.00 Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf á upplýsingaborði
Kl. 09.00Þingsetning
Kl. 09.10Kosning þingforseta (4) 
   Kosning þingritara (4) 
   Kosning kjörbréfanefndar (5) 
   Kosning kjörstjórnar (7) 
   Kosning samræmingarnefndar (3)
   Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 09.15Skýrsla ritara
Kl. 09.30Mál lögð fyrir þingið –
Kl. 09.45Nefndastörf hefjast –
Kl. 12.00 Hádegishlé
Kl. 12.40Setningarathöfn
Yfirlitsræða formanns
Kl. 13.10 Almennar umræður
Kl. 15.30 Nefndarstörf halda áfram fram eftir degi
Kl. 20:30 Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 20. mars
Kl. 08.30-11.00 Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00 Afgreiðsla mála
Kl. 14.30Kosningar – samhliða  verður haldið áfram með afgreiðslu mála í hléum
Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 16.00Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 17.30Þingi slitið
Categories
Fréttir

Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Deila grein

10/03/2022

Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Aukakjördæmaþing Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti í kvöld framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stjórnmálafræðingur, skipar efsta sæti á lista flokksins. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent í viðskiptafræði, skipar annað sæti listans. Magnea Gná Jóhannsdóttir, MA-nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík, er í þriðja sæti og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, í fjórða.

Framboðslistinn

1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
12. Tetiana Viktoríudóttir, leikskólakennari
13. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
14. Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
15. Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri
16. Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og þjónustustjóri
17. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri
18. Griselia Gíslason, matráður
19. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður
20. Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri
21. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti
23. Ágúst Guðjónsson, laganemi
24. Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi
25. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi
26. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
27. Hinrik Bergs, eðlisfræðingur
28. Andriy Lifanov, vélvirki
29. Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
30. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
31. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
32. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður
33. Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi
34. Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari
35. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
37. Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur
38. Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
39. Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður
40. Halldór Bachman, kynningarstjóri
41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
42. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður
43. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri
44. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
45. Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
46. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi.

Fréttin birtist fyrst á ruv.is 10. mars 2o22

Categories
Fréttir

Halldóra Fríða leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ

Deila grein

10/03/2022

Halldóra Fríða leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ

Á félagsfundi Framsóknar í Reykjanesbæ þann 10. mars var listi Framsóknar kynntur og samþykktur. Halldóra Fríða varaþingmaður og verkefnastjóri leiðir listann.

1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður
2. Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia
3. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
4. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
5. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
6. Sighvatur Jónsson, tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
7. Aneta Zdzislawa Grabowska, einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur.
8. Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, bílasali
9. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
10. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
11. Birna Ósk Óskarsdóttir, grunnskólakennari
12. Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi
13. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri í eldvarnareftirliti
14. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
15. Birna Þórðardóttir, viðurkenndur bókari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
16. Halldór Ármannsson, trillukall
17. Karítas Lára Rafnkelsdóttir, ráðgjafi hjá Björginni
18. Eva Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair og MBA nemi
19. Ingibjörg Linda Jones, hjúkrunarnemi og starfsmaður Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja
20. Sævar Jóhannsson, húsasmíðameistari
21. Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
22. Jóhann Friðrik Friðriksson, Alþingismaður

Categories
Fréttir

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér

Deila grein

08/03/2022

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér

„Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er tilefni til að fagna árangri í jafnréttismálum en um leið að benda á verk sem þarf að vinna.

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér, það er stöðug vinna að viðhalda árangri og berjast fyrir frekara jafnrétti.  Það er fjölbreytt samfélagslegt verkefni á heimsvísu og því miður er eru ekki einungis stigin framfaraskref stundum lendum við mörg skref til baka.

Stríðið í Úkraínu er eitt slíkt bakslag – það bitnar á venjulegu fólki og þar með á jafnrétti. Fjölskyldur sundrast, konur og börn verða illa úti. 

Það er því vel við hæfi að UN Women á Íslandi beinir sjónum að stöðu kvenna og stúlkna í Úkraínu í tilefni dagsins.

Hjá UN WOMEN er unnið að því alla daga ársins að tryggja réttindi kvenna og stúlkna um allan heim og þrýsta á aðildarríki SÞ taki mið af sáttmálum sem varða réttindi kvenna og stúlkna.

Stríði fylgja auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð.

Það er því miður farnar að berast fréttir af því að líkamar kvenna séu orðnir vettvangur stríðsátaka í Úkraínu, eins og alla tíð hefur tíðkast í stríði.

Konur neyðast til að flýja heimili sín með ung börn, skilja eftir syni og maka.

Syni sem þær höfðu vonast eftir að fylgjast með vinna afrek í íþróttum, námi og starfi en ekki í hörmungunum sem fylgja stríði. Maka og bræður sem þær vita ekki hvort þær sjá aftur.

Stuðningur miðaður að þörfum kvenna er brýnn ekki síst til þeirra jaðarsettu.

Leggjum okkar á vogarskálarnar til að styðja úkraínskar konur og stuðlum að því að þær fái tækifæri til að vinna að friði.  Friður er grundvöllur jafnréttis.“

Líneik Anna Sævarsdóttir, í störfum þingsins á Alþingi 8. mars 2022.

Categories
Fréttir

Listi Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Deila grein

08/03/2022

Listi Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Listi Framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar var samþykktur einróma á félagsfundi í Holti mánudaginn 7. mars. Uppstillinganefnd hafði verið skipuð á félagsfundi þann 1. febrúar og vann hún hratt og vel við að setja saman listann.

Niðurstaðan er öflugur listi sem er skipaður fjölbreyttum hópi fólks alls staðar að úr sveitarfélaginu. Framboðslistan skipa:

1. Kristján Þór Kristjánsson, hótelstjóri. Ísafirði

2. Elísabet Samúelsdóttir, mannauðsstjóri. Ísafirði

3. Sædís Ólöf Þórsdóttir, framkvæmdastjóri. Suðureyri

4. Bernharður Guðmundsson, stöðvarstjóri. Flateyri

5. Þráinn Ágúst Arnaldsson, þjónustu-og fjármálafulltrúi. Ísafirði

6. Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bóndi. Mosvöllum Önundarfirði

7. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

8. Elísabet Jónasdóttir, skrifstofu-og fjármálastjóri. Bæ Súgandafirði

9. Birkir Kristjánsson, skipstjóri. Þingeyri

10. Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

11. Bríet Vagna Birgisdóttir, nemi og formaður NMÍ. Þingeyri

12. Halldór Karl Valsson, forstöðumaður Ísafirði

13. Brynjar Proppe, vélstjóri Þingeyri

14. Hrefna E. Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri. Flateyri

15. Jóhann Bæring Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

16. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði

17. Guðrún Steinþórsdóttir, bóndi. Brekku Dýrafirði

18. Guðríður Sigurðardóttir, fv. kennari. Ísafirði