Categories
Greinar

Skaðinn ferðast með fólki milli kynslóða

Deila grein

09/03/2020

Skaðinn ferðast með fólki milli kynslóða

Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls og geta notið sín. Margir einstaklingar þurfa að þola ofbeldi daglega og jafn vel í mörg ár. Þeir einstaklingar eru ófrjálsir, fastir í fjötrum hótana og sársauka. Heimilið á að vera griðarstaður en ekki ógn og hindrun. 2017 leituðu þúsund sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum. Það eru sláandi tölur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum staðreyndum. Rjúfa þarf vítahring ofbeldis með öllum ráðum og dáð svo skaðinn ferðist ekki með fólki milli kynslóða.

Skömmin

Algengt er að þolendur upplifi neikvæðar tilfinningar eins og skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir. Ef ofbeldið á sér stað innan veggja heimilisins eru afleiðingarnar oft enn djúpstæðari, sérstaklega ef þolandinn er barn. Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri að glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa upplifað ofbeldi. Löggjafanum ber siðferðileg skylda til að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja þolendur heimilisofbeldis enn betur en nú er gert.

Inngrip opinberra aðila

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra er ætlað að móta tillögur að bættu verklagi um miðlun um heimilisofbeldismál milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, menntamálayfirvalda og lögreglu. Raunveruleikinn er sá að þolendur heimilisofbeldis veigra sér oft við að tilkynna lögreglu um ofbeldi. Þess vegna er brýnt að þeir aðilar sem starfa náið með íbúunum geti tekið frumkvæði að því að grípa inn í með viðeigandi hætti og ávallt með samþykki þolanda. Þó verklagsreglur ríkislögreglustjóra hafi reynst vel og tryggt samstarf lögreglu við önnur stjórnvöld, er ljóst að formfesta þarf samstarfið í hina áttina, þ.e. milli félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og menntastofnana til lögreglu. Liður í því er að koma á skýrari forvirkum lagaheimildum til að miðla viðkvæmum upplýsingum.

Hagsmunir barnsins í fyrirrúmi

Þegar grunur leikur á að barn hafi verið beitt ofbeldi eða orðið vitni að því þarf að tryggja að skilyrði um þátttöku og samþykki brotaþola hamli stjórnvöldum ekki að grípa inn í. Starfshópurinn mun einnig kanna hvort þörf sé að skilgreina betur tilkynningarskyldu stjórnvalda, sem hafa afskipti af málum til barnaverndarnefndar. Kerfin þurfa að geta talað saman með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í þessu samhengi má einnig nefna að nauðsynlegt er að koma á fót úrræði fyrir börn sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi eða orðið vitni að því. Í dag eru starfrækt úrræði fyrir fullorðna einstaklinga, eins og Bjarkarhlíð, sem hefur gefið góða raun en ekkert sambærilegt úrræði er til fyrir börn.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 9. mars 2020.

Categories
Greinar

Norður­landa­ráð styður lýð­ræðis­öfl í Pól­landi

Deila grein

06/03/2020

Norður­landa­ráð styður lýð­ræðis­öfl í Pól­landi

Hátt í fjórir af hverjum tíu innflytjendum á Íslandi eru frá Póllandi. Þetta eru nálægt því tuttugu þúsund manns, fleiri en allir íbúar Reykjanesbæjar eða Akureyrar. Þó ekki væri nema af þessari ástæðu ættu málefni Póllands að vera ofarlega í hugum Íslendinga. Pólverjar eru jafnframt fjölmennasti hópur innflytjenda í Noregi og Danmörku og í Svíþjóð búa næstum 100 þúsund Pólverjar. Stjórnmálamenn í þessum löndum eru enda mjög uppteknir af þróun mála í þessu stóra og fjölmenna nágrannalandi sínu.

Vilji fyrir auknum samskiptum

Árið 2020 fer Ísland með formennsku í Norðurlandaráði, samstarfi þjóðþinga Norðurlanda. Greinarhöfundur gegnir embætti forseta Norðurlandaráðs en Oddný G. Harðardóttir er varaforseti. Í fyrra var sænski þingmaðurinn Hans Wallmark í forsetaembættinu. Í nóvember áttum við Wallmark fund með Tomasz Grodzki, forseta öldungadeildar pólska þingsins, í tengslum við Eystrasaltsþingið sem haldið var í Ríga í Lettlandi. Grodzki átti frumkvæði að fundinum, en lítil sem engin samskipti hafa verið milli Norðurlandaráðs og pólska þingsins frá árinu 2015. Í þingkosningunum sem fram fóru í október það ár beið flokkur Grodzkis, Borgaraflokkurinn, ósigur og þjóðernis- og íhaldsflokkurinn Lög og réttur náði meirihluta á þinginu og tók við stjórnartaumunum í Póllandi.

Lýðræðisþróun í Póllandi áhyggjuefni

Framferði nýju valdhafanna í Póllandi hefur valdið okkur í Norðurlandaráði og mörgum öðrum áhyggjum á síðustu árum. Umdeildar breytingar á dómskerfinu, afskipti valdhafa af störfum fjölmiðla og afstaðan til hinsegin fólks er á skjön við skoðanir og hugsjónir mínar og flestra norrænna stjórnmálamanna.

Gömul tengsl endurvakin

Í þingkosningum sem fram fóru í október í fyrra hélt ríkisstjórnin meirihluta sínum í neðri deild pólska þingsins, en missti tökin á öldungadeildinni. Borgaraflokkurinn, sem er stærsti flokkur stjórnarandstöðunnar, hefur með Grodzki í fararbroddi verið fljótur að endurvekja gömul tengsl þingsins sem slitnuðu eftir kosningarnar 2015. Meðal annars var Norðurlandaráði boðið til Póllands til að taka aftur upp þráðinn í samstarfinu. Þess vegna fer ég fyrir þriggja manna sendinefnd sem ætlar að heimsækja pólska þingið 9.-10. mars nk. Með mér í för verða formenn landsdeilda Finnlands og Noregs í Norðurlandaráði, þeir Erkki Tuomioja og Michael Tetzschner.

Falsfréttir og öryggismál

Á fundum með Grodzki þingforseta og fleiri pólskum þingmönnum ætlum við meðal annars að ræða stöðu pólskra innflytjenda á Norðurlöndum en jafnframt upplýsingaóreiðu og falsfréttir, sem er hluti af áherslumálum formennsku Íslands í Norðurlandaráði. Einnig verður rætt um öryggismál og sérstaklega stöðuna í Úkraínu og almennt um samstarf Póllands við Norðurlönd og Eystrasaltsríkin.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og forseti Norðurlandaráðs.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. mars 2020.

Categories
Greinar

Bókmenntir, listir og skipasmíðar

Deila grein

06/03/2020

Bókmenntir, listir og skipasmíðar

Sam­band Íslands og Pól­lands er sterkt og vax­andi. Viðtök­urn­ar í op­in­berri heim­sókn for­seta Íslands til Pól­lands eru merki um það, en heim­sókn­inni lýk­ur í dag. Saga þjóðanna er afar ólík, þar sem pólsk menn­ing hef­ur mót­ast af land­fræðilegri stöðu og átök­um á meg­in­landi Evr­ópu í ár­hundruð.
Íslensk menn­ing á ræt­ur í hnatt­stöðu lands­ins, mik­illi ein­angr­un um ald­ir og smæð þjóðar. Engu að síður eru þjóðirn­ar um margt lík­ar og við deil­um mörg­um gild­um. Það kann að vera ein ástæða þess, að þeir ríf­lega 21 þúsund Pól­verj­ar sem búa á Íslandi hafa komið sér vel fyr­ir í nýju landi, gerst virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu og auðgað ís­lenska menn­ingu. Það á ekki að koma nein­um á óvart að þjóð sem alið hef­ur af sér vís­inda- og lista­menn á borð við Chop­in, Kópernikus og Marie Curie skuli stolt af upp­runa sín­um og menn­ingu. Menn­ing­ar­sam­band Íslands og Pól­lands hef­ur sjald­an verið jafn gæfu­ríkt og nú.
Á 50 ára af­mæli Lista­hátíðar í Reykja­vík verður lögð sér­stök áhersla á pólska lista­menn og sam­fé­lag fólks af pólsk­um upp­runa á Íslandi. Á sviði tón­list­ar, kvik­mynda og sviðslista hafa mynd­ast sterk tengsl milli Íslands og Pól­lands og meðal ann­ars leitt til sam­starfs Íslensku óper­unn­ar og Pólsku þjóðaróper­unn­ar. Það sama hef­ur gerst í heimi bók­mennt­anna og var Ísland heiðursland á stórri bóka­messu í Gdansk í fyrra – þeirri fal­legu hafn­ar­borg, sem geym­ir ómælda þekk­ingu á skipa­smíðum og því sögu sem teng­ist ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Þá hef­ur Íslensk-pólsk veforðabók orðið til og mæt­ir brýnni þörf pólsku­mæl­andi fólks á Íslandi, nem­enda og kenn­ara á öll­um skóla­stig­um, þýðenda og túlka.
Grunn­skóla­nem­end­ur með er­lent móður­mál hafa aldrei verið fleiri en nú. Um 3.000 pólsku­mæl­andi börn eru í ís­lensk­um skól­um og það er brýnt að þeim séu tryggð sömu rétt­indi og tæki­færi og börn­um ís­lensku­mæl­andi for­eldra. Skól­arn­ir eru mis­vel bún­ir til að mæta þörf­um þeirra. Það skipt­ir sköp­um fyr­ir framtíð þeirra og sam­fé­lagið allt að vel tak­ist til á þessu sviði. Íslensk og pólsk mennta­mála­yf­ir­völd hafa und­ir­ritað sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um að efla enn frek­ar sam­starf land­anna á sviði mennt­un­ar. Lögð verður áhersla á að nem­end­ur af pólsk­um upp­runa hafi aðgang að mennt­un á móður­máli sínu, hvatt er til auk­ins sam­starfs mennta­stofn­ana og sam­skipta ung­menna, kenn­ara og skóla­starfs­fólks. Jafn­framt þarf að efla ís­lenskukunn­áttu þess­ara barna. Góð ís­lensku­kunn­átta mun tryggja börn­um af er­lend­um upp­runa betri tæki­færi, auka þekk­ingu þeirra á sam­fé­lag­inu, fé­lags­færni og hjálpa þeim að blómstra.
Í til­efni op­in­berr­ar heim­sókn­ar for­seta Íslands er vert að staldra við og kanna hvernig efla megi sam­vinnu land­anna enn frek­ar. Hún hef­ur verið far­sæl fyr­ir báðar þjóðir og mun von­andi verða um alla tíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. mars 2020.

Categories
Greinar

Barnvænt Ísland

Deila grein

06/03/2020

Barnvænt Ísland

Barna­sátt­mál­inn er lof­orð sem við gáf­um öll­um heims­ins börn­um fyr­ir 30 árum, lof­orð sem var lög­fest á Íslandi 2013. Sam­kvæmt því lof­orði skulu öll börn njóta jafn­ræðis, það sem barni er fyr­ir bestu skal vera leiðandi for­senda við all­ar ákv­arðanir stjórn­valda og börn og ung­menni skulu höfð með í ráðum þegar ákv­arðanir eru tekn­ar fyr­ir þeirra hönd um mál­efni sem þau varðar.Á alþjóðleg­um mæli­kv­arða hafa börn á Íslandi það afar gott og sýna rann­sókn­ir okk­ur að landið okk­ar er eitt besta land í heimi fyr­ir börn til að búa á. Slík­ur sam­an­b­urður gef­ur okk­ur vissu­lega hug­mynd um hvar við stönd­um í stóra sam­heng­inu en við meg­um ekki dvelja við það of lengi. Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hvet­ur ríki til að bera sig sam­an við sig sjálf, rýna og skoða stöðu barna á hverj­um tíma og fylgj­ast sér­stak­lega með þróun og vel­ferð hópa barna sem standa höll­um fæti eða mál­efn­um sem reynsl­an og gögn­in segja okk­ur að huga þurfi bet­ur að. Þegar kem­ur að upp­fylla þess­ar for­send­ur skipt­ir gríðarlega miklu máli að ríki og sveit­ar­fé­lög vinni mark­visst sam­an að því að inn­leiða for­send­ur Barna­sátt­mál­ans. Sátt­mál­inn á að vera veg­vís­ir okk­ar og átta­viti þegar kem­ur að öll­um mál­um er varða börn með ein­um eða öðrum hætti.

Sveit­ar­fé­lög­um boðin þátt­taka

Hinn 25. fe­brú­ar síðastliðinn fengu bæj­ar­ráð allra sveit­ar­fé­laga á Íslandi er­indi frá mér og UNICEF á Íslandi með til­boði um þátt­töku í verk­efn­inu Barn­vænt Ísland og taka skref til þess að fá vott­un sem barn­væn sveit­ar­fé­lög. Um er að ræða verk­efni sem aðstoðar sveit­ar­fé­lög með mark­viss­um hætti að inn­leiða barna­sátt­mál­ann inn í starf­semi þeirra. Hug­mynda­fræði barn­vænna sveit­ar­fé­laga er byggð á alþjóðlegu verk­efni, Child Friend­ly Cities Initiati­ve (CFCI), sem hef­ur verið inn­leitt í þúsund­um sveit­ar­fé­laga út um all­an heim frá ár­inu 1996. Sveit­ar­fé­lög sem taka þátt og inn­leiða Barna­sátt­mál­ann geta hlotið viður­kenn­ingu sem Barn­væn sveit­ar­fé­lög. Inn­leiðing­ar­ferlið tek­ur tvö ár og skipt­ist í átta skref sem sveit­ar­fé­lag stíg­ur, með það að mark­miði að virða og upp­fylla rétt­indi barna.Ak­ur­eyri, Kópa­vog­ur og Hafn­ar­fjörður hafa þegar hafið inn­leiðingu verk­efn­is­ins við góðan orðstír og eru þau fyrstu sveit­ar­fé­lög­in á Íslandi til að taka þátt í verk­efn­inu, en skrifað var und­ir sam­starfs­samn­ing við Borg­ar­byggð um þátt­töku í verk­efn­inu fyrr í þess­ari viku. Á þessu ári er stefnt að því að fimm sveit­ar­fé­lög bæt­ist í hóp­inn og tólf sveit­ar­fé­lög til viðbót­ar árið 2021. Viðtök­ur við til­boði fé­lags­málaráðuneyt­is­ins og UNICEF um þátt­töku í verk­efn­inu hafa verið von­um fram­ar og er ég þess full­viss að á næstu árum muni öll sveit­ar­fé­lög á land­inu vera kom­in vel á veg við mark­vissa inn­leiðingu Barna­sátt­mál­ans. Mark­miðið er að gera Ísland allt barn­vænt sam­fé­lag.

Áhersla á börn og fjöl­skyld­ur

Verk­efni þetta rím­ar vel við þær áhersl­ur sem ég hef lagt í embætti mínu frá upp­hafi núlíðandi kjör­tíma­bils. Rétt­indi barna og fjöl­skyldna þeirra hafa verið þar í for­grunni og mikl­ar breyt­ing­ar í far­vatn­inu til þess að tryggja full­nægj­andi og sam­ræmda þjón­ustu fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur hér­lend­is. Mark­miðið er að fjöl­skyld­ur barna sem þurfa stuðning verði gripn­ar snemma á þeirri veg­ferð, um­vafðar stuðningi og veitt viðeig­andi þjón­usta eft­ir eðli hvers til­viks fyr­ir sig.Sú vinna hófst með því að fá fjöld­ann all­an af hags­munaaðilum að borðinu til þess að rýna í þá um­gjörð sem þegar er til staðar þegar kem­ur að börn­um og fjöl­skyld­um þeirra. Hvað væri að ganga vel og hvað þyrfti að laga að ein­hverju leyti, í takt við breytt­an tíðaranda, breytt­ar kröf­ur og breytt sam­fé­lag frá þeim tíma sem kerfið var sett upp. Marg­ir hóp­ar fólks, bæði not­enda þjón­ustu, fjöl­skyld­um sem hafa hags­muna að gæta eða hafa haft hags­muna að gæta, fag­fólk og fræðimenn komu að vinn­unni á upp­hafs­stig­um. Hlustað var á all­ar radd­ir.

Vinn­unni var ætlað að samþætta alla þjón­ustu fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra á Íslandi, tryggja aukið þverfag­legt sam­starf inn­an viðeig­andi þjón­ustu­kerfa og tryggja að hags­mun­ir barna verði ávallt í fyr­ir­rúmi svo og alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar. Í vinn­unni hef­ur heild­ar­sýn, sem tek­ur mið af aðkomu allra þeirra aðila sem veita börn­um og fjöl­skyld­um þeirra þjón­ustu, verið höfð að leiðarljósi.

Nýtt frum­varp

Ég mun á næstu vik­um leggja inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda frum­varp sem unnið hef­ur verið þvert á alla þing­flokka, þvert á mörg ráðuneyti og í miklu sam­ráði við alla helstu hags­munaaðila. Vil ég færa þeim aðilum sem að vinn­unni hafa komið mín­ar allra bestu þakk­ir fyr­ir afar gott sam­starf og mjög gagn­leg­ar til­lög­ur. Án þeirra hefði ekki verið mögu­legt að ná utan um öll þau atriði sem við höf­um unnið með.Of­an­greint frum­varp hef­ur það að meg­in­mark­miði að búa til um­gjörð í lög­um sem stuðlar að því að börn og for­eldr­ar sem á þurfa að halda hafi aðgang að vel­ferðarþjón­ustu við hæfi án hindr­ana. Efni frum­varps­ins miðar að því að form­festa sam­starf um veit­ingu þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur og skapa þannig skil­yrði til að unnt sé að bregðast fyrr við til­tekn­um aðstæðum eða erfiðleik­um í lífi barns með viðeig­andi stuðningi þegar þörf þykir. Lögð er áhersla á að stjórn­sýsla og eft­ir­fylgni mála sé skil­virk og eins ein­föld í fram­kvæmd og mögu­legt er út frá sjón­ar­horni barna og for­eldra.

Ásmundur Einar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. mars 2020.

Categories
Greinar

Glötum ekki norræna gullinu

Deila grein

05/03/2020

Glötum ekki norræna gullinu

Traust er ein af mik­il­væg­ustu und­ir­stöðum lýð­ræð­is­legra sam­fé­laga. Traust mælist hátt til opin­berra stofn­ana á Norð­ur­löndum í sam­an­burði við mörg önnur ríki. Norð­ur­löndin tala stundum um traustið sem „nor­ræna gullið“. Falskar fréttir og upp­lýs­inga­óreiða eru raun­veru­leg ógn við lýð­ræð­ið. Þegar fólk getur ekki treyst þeim upp­lýs­ingum sem það fær þá er ómögu­legt að taka upp­lýsta ákvörðun og upp­fylla lýð­ræð­is­lega skyldu sína. Við höfum ekki efni á að glata gull­inu okk­ar.

Stöndum vörð
Ísland fer með for­mennsku í Norð­ur­landa­ráði 2020. Yfir­skrift for­mennsku­á­ætl­unar okkar er „Stöndum vörð“ og þar undir eru gildi sem Norð­ur­löndin leggja alla jafna áherslu á; þ.e. lýð­ræði, líf­fræði­leg fjöl­breytni og nor­rænu tungu­mál­in. Nýlega bár­ust þær fréttir frá frétta­miðl­inum NRK í Nor­egi að Aften­posten, Dag­bla­det, NRK, TV 2 og VG not­uðu efni frá Inter­net Res­e­arch Agency, sem er rúss­neskur fals­frétta­mið­ill.

Saman erum við sterk­ari
Dreif­ing vill­andi og falskra upp­lýs­inga er aðferð sem hefur oft verið skipu­lega beitt í deilum og átök­um. Með þeirri bylt­ingu sem orðið hefur í net- og upp­lýs­inga­tækni, ekki síst með til­komu og hröðum vexti sam­fé­lags­miðla, hefur þessi ógn tekið á sig ugg­væn­legri mynd.

Hægt er að safna marg­vís­legum upp­lýs­ingum um not­endur miðl­anna og beina í kjöl­farið að þeim sér­sniðnum fals­fréttum og áróðri sem ætla má að þeir séu mót­tæki­legir fyr­ir. Ljóst er að stjórn­völd geta ekki ein ráðið fram úr þessum vanda. Við þörfum öll að taka höndum saman og verj­ast þess­ari nýju ógn.

Eldra fólk deilir frekar fölskum fréttum
Það kom m.a. fram á mál­þingi Þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands, sem haldið var fyrir skömmu að fólk 60 ára og eldra er lík­leg­ast til að deila fölskum fréttum á sam­fé­lags­miðl­um. Börn og ung­menni eru almennt tæknilæs­ari en eldra fólk og alast upp við að birtar upp­lýs­ingar séu ekki endi­lega sann­ar. Við erum því að fást við breytta heims­mynd og nýjar ógn­ir. Alltaf þarf að velta fyrir sér með gagn­rýnum hætti hvaðan upp­lýs­ing­arnar koma, hvort heim­ildin sé áreið­an­leg.

Með því að setja lýð­ræði og falskar fréttir á dag­skrá í for­mennsku­á­ætlun okkar árið 2020 von­umst við til að skapa meiri umræðu um mál­efnið og auka með­vit­und og þekk­ingu almenn­ings.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar og for­seti Norð­ur­landa­ráðs.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 4. mars 2020.

Categories
Greinar

Samskipti Íslands og Póllands styrkt

Deila grein

04/03/2020

Samskipti Íslands og Póllands styrkt

Ísland og Pólland hafa bundist sterkum böndum á undanförnum áratugum. Tæplega 21 þúsund Pólverjar búa á Íslandi og hafa verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Þeir hafa auðgað íslenska menningu, sinnt mikilvægum störfum í hagkerfinu og almennt komið sér vel fyrir í nýju landi.

Á hverju ári fæðast pólskum foreldrum um 600 börn á Íslandi. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög tryggi að þau njóti sömu þjónustu og tækifæra og börn íslenskra foreldra, ekki síst í menntakerfinu. Nú eru um 3.000 pólskumælandi börn í íslenskum skólum, sem eru misvel búnir til að mæta þörfum þeirra. Það á líka við um börn með önnur móðurmál og dæmi eru um að í einum og sama skólanum séu töluð yfir 30 tungumál. Skýrsla starfshóps, sem settur var á fót í byrjun síðasta árs, um úrbætur og aðgerðir til að styðja við þennan hóp er á lokametrunum. Hvernig við mætum þessum nýju Íslendingum í skólum landsins getur skipt sköpum, ekki einungis fyrir einstaklingana sjálfa heldur einnig fyrir samfélagið í heild.

Málefni og menntun pólskra skólabarna á Íslandi hefur verið til umræðu í opinberri heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Póllands í vikunni. Þjóðirnar hafa unnið vel saman og í gær rituðu íslensk og pólsk menntamálayfirvöld undir samstarfsyfirlýsingu um að efla enn frekar samstarf landanna á sviði menntunar. Lögð verður áhersla á að nemendur af pólskum uppruna hafi aðgang að menntun á móðurmáli sínu, hvatt er til aukins samstarfs menntastofnana og samskipta ungmenna, kennara og skólastarfsfólks.

Góð móðurmálsþekking er forsenda þess að barn nái góðum tökum á öðru tungumáli. Góð íslenskukunnátta tryggir börnum af erlendum uppruna betri tækifæri en ella, eykur þekkingu þeirra á samfélaginu, félagsfærni og hjálpar börnum að blómstra. Það er markmið okkar allra, að börnin okkar verði hamingjusöm og njóti jafnra tækifæra í lífinu, hver sem bakgrunnur þeirra kann að vera. Það á að vera eitt af einkennum Íslands.

Lillja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. mars 2020.

Categories
Greinar

Fjárfest í menntun framtíðar

Deila grein

03/03/2020

Fjárfest í menntun framtíðar

Mennta­tæki­færi hafa marg­feld­isáhrif í sam­fé­lag­inu en ekki síst fyr­ir smærri byggðarlög. Þegar for­eldr­ar ákveða bú­ferla­flutn­inga leika mennt­un­ar­tæki­færi barna þeirra og ung­menna stórt hlut­verk, og það sama gild­ir um aðgengi þeirra að íþrótta- og tóm­stund­a­starfi.

Gríp­um til aðgerða

Nú blas­ir við mik­ill slaki í efna­hags­líf­inu og hag­kerf­inu. Tölu­verð óvissa rík­ir um inn­lenda efna­hagsþróun á kom­andi miss­er­um, af inn­lend­um or­sök­um en ekki síður vegna auk­inn­ar óvissu um alþjóðleg­ar hag­vaxt­ar­horf­ur.

Til þess að koma í veg fyr­ir lít­inn eða jafn­vel eng­an hag­vöxt á næsta ári þarf að grípa til aðgerða og veita viðspyrnu. Það er því rétti tím­inn fyr­ir öll sveit­ar­fé­lög og rík­is­valdið að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar.

Betri fjár­hags­staða náms­manna

Rík­is­stjórn­in hef­ur nú þegar á teikni­borðinu áform um aukna fjár­fest­ingu í mennta­kerf­inu hér á landi. Nýtt frum­varp um Mennta­sjóð náms­manna fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn. Það mun leiða til betri fjár­hags­stöðu náms­manna og skuld­astaða þeirra að námi loknu mun síður ráðast af fjöl­skylduaðstæðum, þar sem for­eldr­ar í námi fá fjár­styrk en ekki lán til að fram­fleyta börn­um sín­um. Það stuðlar að betri nýt­ingu fjár­muna, auk­inni skil­virkni og þjóðhags­leg­um ávinn­ingi fyr­ir sam­fé­lagið.

Töl­um við tæk­in á ís­lensku

Meðal annarra mik­il­vægra fjár­fest­inga­verk­efna má einnig nefna mál­tækni­áætl­un stjórn­valda, sem þegar hef­ur verið fjár­mögnuð. Það er afar mik­il­vægt að gera ís­lensk­una gjald­genga í sta­f­ræn­um heimi og þróa tækni­lausn­ir sem gera okk­ur kleift að eiga sam­skipti við snjall­tæk­in okk­ar á ís­lensku. Jafn­framt hef­ur verið fjár­fest ríku­lega í fram­halds­skóla­mennt­un og þá hef­ur rekstr­ar­for­send­um starfs­mennta­skóla verið gjör­breytt.

Nýir skól­ar á teikni­borðinu

Meðal innviðafjár­fest­inga sem eru einnig fram und­an í mennta­kerf­inu má nefna bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar sem nú er í full­um gangi, bygg­ingu fé­lagsaðstöðu við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, viðbygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti og upp­bygg­ingu við Mennta­skól­ann í Reykja­vík. Jafn­framt er á teikni­borðinu und­ir­bún­ing­ur að nýj­um lista­há­skóla og nýj­um Tækni­skóla.

Jöfn tæki­færi til mennt­un­ar

Mennt­un er lyk­ill­inn að framtíðinni. Á okk­ur hvíl­ir nú sú skylda að horfa fram á við, setja metnaðarfull mark­mið og grípa til verka. Það er dauðafæri til að koma með meiri inn­spýt­ingu og flýta fram­kvæmd­um. Marg­ar þess­ara fram­kvæmda eru löngu tíma­bær­ar og mark­mið þeirra allra er að efla mennt­un og menn­ingu í land­inu. Það er mik­il­vægt að all­ir hafi jöfn tæki­færi til mennt­un­ar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við vilj­um tryggja öll­um börn­um og ung­menn­um slík tæki­færi.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson alþingismenn Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. mars 2020.

Categories
Greinar

Ís­land í farar­broddi gegn út­breiðslu sýkla­lyfja­ó­næmis

Deila grein

27/02/2020

Ís­land í farar­broddi gegn út­breiðslu sýkla­lyfja­ó­næmis

Ávorþingi 2019 varð breyting á löggjöf um innflutning á matvælum, vegna niðurstöðu EFTA-dómstólsins, sem heimilar innflutning á hráu kjöti og ferskum matvælum. Í kjölfarið tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að Íslendingar yrðu fyrsta þjóðin í heiminum til að banna dreifingu og sölu á matvælum sem innihalda ákveðnar tegundir af sýklalyfjaónæmum bakteríum. Samhliða samþykkti Alþingi aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna í 17 liðum til að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Málið er nú í höndum viðkomandi ráðherra sem vinna að kortlagningu á umfangi sýklalyfjaónæmra baktería á íslenskum matvælamarkaði.

Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður stofnaður

Mikilvægur áfangi í þeirri vegferð náðist á dögunum þegar sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra skrifuðu undir samkomulag um stofnun sýklalyfjaónæmis- og súnusjóðs. Sjóðnum er ætlað að fjármagna verkefni undir formerkjum „One health“, sem snúa að grunnrannsóknum á sýklalyfjaónæmi. Þetta er mikilvægt skref í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi en betur má ef duga skal. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð unnið ötullega að því að tryggja heilnæmi matvæla, gæta að heilsu fólks, aðbúnaði og heilsu búfjár. Við breytingu á lögum um innflutning matvæla settu þingmenn Framsóknarflokksins það skilyrði að aðgerðaáætlunin yrði samþykkt fyrir afgreiðslu málsins og þar með að Ísland verði í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.

Ein stærsta ógn samtímans

Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta ógnin við heilsu manna og dýra nú og næstu áratugina. Rannsóknir hafa sýnt að skýrt samhengi er á milli mikillar notkunar á sýklalyfjum við framleiðslu matvæla og tíðni sýkinga með sýklalyfjaónæmum bakteríum í fólki. Hefðbundin sýklalyf eru hætt að virka á ákveðnar bakteríur og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við Íslendingar erum í einstakri stöðu þar sem notkun á sýklalyfjum við matvælaframleiðslu hérlendis er með því minnsta sem gerist í heiminum. Okkur ber skylda til að vernda sérstöðu okkar nú sem endranær. Aukin tíðni sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmis í heiminum er ógn við lýðheilsu. Framsókn vill tryggja að íslenskir neytendur fái á sitt borð matvöru í hæsta gæðaflokki og mun fylgja aðgerðaráætluninni fast eftir, með lýðheilsu að leiðarljósi.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Viðbrögð við kólnandi hagkerfi

Deila grein

26/02/2020

Viðbrögð við kólnandi hagkerfi

Það er staðreynd að við erum að ganga inn í kóln­andi hag­kerfi eft­ir upp­sveifl­una und­an­far­in ár. Líkt og í þeim lægðum sem dunið hafa á okk­ur skipt­ir und­ir­bún­ing­ur­inn mestu máli. Ennþá er hægt að draga úr niður­sveifl­unni með rétt­um ákvörðunum. Rík­is­stjórn­in hef­ur nú þegar brugðist við með því að fjár­festa í innviðum og marg­vís­leg­um fram­kvæmd­um en það þarf meira að koma til. Auka þarf verðmæta­sköp­un í land­inu.

Byggj­um und­ir fisk­eldið

Fisk­eldið er ný at­vinnu­grein sem hef­ur verið að byggj­ast upp á und­an­förn­um ára­tug. Á síðasta ári var út­flutn­ings­verðmæti um 25 ma.kr. og hef­ur því tvö­fald­ast á milli ára. Talið er að ef fram­leiðslan fari í það magn sem burðaþols­geta þeirra svæða sem fisk­eld­inu er af­markað seg­ir til um verði út­flutn­ings­verðmætið nær 65 ma.kr. Þá væri einnig hægt að auka um­svif og verðmæti fisk­eld­is­ins með því að auka full­vinnslu afl­ans og fjölga þar með þeim störf­um sem snúa að þess­ari at­vinnu­grein, líkt og Fær­ey­ing­um hef­ur tek­ist. Fjár­fest­ing upp á tugi millj­arða ligg­ur í grein­inni og frek­ari fjár­fest­ing bíður eft­ir frek­ari leyf­um til rekstr­ar.

Upp­bygg­ing innviða

Það þarf líka að huga að upp­bygg­ingu sam­gangna í þeim byggðarlög­um sem byggja á fisk­eldi svo at­vinnu­grein­in geti eflst enn frek­ar. Sam­göngu­áætlun ger­ir ráð fyr­ir að grunnn­et sam­gangna á Vest­fjörðum verði fært til nú­tím­ans inn­an fimm ára en við eig­um ekki að stoppa þar, held­ur að huga enn frek­ar að viðhaldi og end­ur­gerð vega á milli þétt­býl­isstaða. Þannig tryggj­um við leiðslurn­ar sem veita aukið víta­mín í efna­hags­lífið.

Það þarf að styrkja stofn­an­ir sem sjá um eft­ir­lit og leyf­is­veit­ing­ar svo þær geti sinnt starfi sínu, þannig sjá­um við til þess að leik­regl­urn­ar bygg­ist alltaf á bestu fá­an­legu vís­ind­um og rann­sókn­um. Við yf­ir­vof­andi efna­hags­lægð verðum við að gefa fisk­eld­inu meiri gaum og þar með auk­um við inn­spýt­ingu í hag­kerfið.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. febrúar 2020.

Categories
Greinar

Nýir tímar í starfs- og tækninámi

Deila grein

26/02/2020

Nýir tímar í starfs- og tækninámi

Mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að styðja við ný­sköp­un og hug­vits­drifið hag­kerfi til framtíðar. Við ætl­um að efla ís­lenskt mennta­kerfi með mark­viss­um aðgerðum í sam­starfi við skóla og at­vinnu­líf, þannig að færniþörf sam­fé­lags­ins verði mætt á hverj­um tíma. Hraðar tækni­breyt­ing­ar auka þörf­ina á skil­virk­ari mennt­un.

Eitt af því sem hef­ur verið ein­kenn­andi fyr­ir mennta­kerfið okk­ar er að mun færri sækja starfs- og tækni­nám á Íslandi en í sam­an­b­urðarlönd­um. Á Íslandi út­skrif­ast um 30% úr starfs- og tækni­námi en það hlut­fall er 50% í Nor­egi. Af­leiðing­in er sú að efla þarf færn­ina á ís­lensk­um vinnu­markaði í þágu sam­fé­lags­ins. Sam­kvæmt Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (e. OECD) er fram­leiðni á Íslandi und­ir meðaltali Norður­landa­ríkj­anna, sem skýrist af færni­m­is­ræmi á vinnu­markaði. Fram kem­ur í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar frá ár­inu 2017 að yf­ir­völd mennta­mála hafi í gegn­um tíðina eytt mikl­um tíma og fjár­mun­um í grein­ing­ar en illa hafi gengið að koma aðgerðum til fram­kvæmda. Rík­is­end­ur­skoðun seg­ir jafn­framt að brýnt sé að stjórn­völd grípi til mark­vissra aðgerða sé raun­veru­leg­ur vilji til þess að efla starfs­nám eins og ít­rekað hafi verið lýst yfir.

Á síðustu árum höf­um við verið að for­gangsraða fjár­mun­um og áhersl­um í þágu starfs- og tækni­náms og séð veru­lega aukn­ingu í aðsókn víða, eins og til að mynda rafiðn, húsa­smíði, pípu­lögn­um og fleiri grein­um. Jafn­framt sjá­um við fram á aukna innviðafjár­fest­ingu í upp­bygg­ingu í skól­un­um okk­ar ásamt því að starfs- og tækni­skól­arn­ir hafa verið að fjár­festa í nýj­um tækj­um og búnaði. Þetta er fagnaðarefni.

Við vilj­um fylgja enn frek­ar eft­ir þess­ari sókn sem við sjá­um. Við boðum aðgerðir sem eru til framtíðar og til þess falln­ar að auka færni í sam­fé­lag­inu okk­ar. Við ætl­um að efla verk-, tækni og list­greina­kennslu í grunn­skól­um. Við vilj­um veita ungu fólki og for­eldr­um betri inn­sýn í starfs- og tækni­nám á fram­halds­skóla­stigi og hvaða mögu­leika og tæki­færi slíkt nám veit­ir til framtíðarstarfa. Jafn­framt ætl­um við að jafna aðgengi fram­halds­skóla­nema að há­skól­um, svo dæmi séu nefnd. Við ætl­um að vinna að því að ein­falda skipu­lag starfs- og tækni­náms, svo að námið verði í aukn­um mæli á ábyrgð skóla frá inn­rit­un til út­skrift­ar. Jafn­framt þarf að auka fyr­ir­sjá­an­leika í starfs­námi á vinnustað og að það verði án hindr­ana.

Breyt­ing­ar verða aðeins gerðar ef marg­ir taka hönd­um sam­an. Slíkt sam­starf er nú í burðarliðnum, þar sem lyk­ilaðilar hafa sam­mælst um mark­viss­ar aðgerðir til að fjölga starfs- og tækni­menntuðum á vinnu­markaði. Nú verður farið í enn mark­viss­ari aðgerðir til að efla starfs- og verk­nám til að auka færni í sam­fé­lag­inu okk­ar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtst fyrst í Morgunblaðinu 25. febrúar 2020.