Categories
Greinar

Fjárfesting í fólki er líka efnahagsmál

Deila grein

30/09/2021

Fjárfesting í fólki er líka efnahagsmál

Skila­boðin sem kjós­end­ur sendu stjórn­völd­um um liðna helgi voru skýr. Þjóðin valdi ann­ars veg­ar áfram­hald­andi stöðug­leika í efna­hags­mál­um og hins veg­ar að fjár­festa í fólki. Rík­is­stjórn­in jók þingstyrk sinn og fékk umboð til að end­ur­nýja sam­starfið. Sam­ræður þar að lút­andi eru hafn­ar og á næstu dög­um ættu lín­ur að skýr­ast. Í samn­ingaviðræðum geng­ur eng­inn að neinu vísu og fólk mæt­ir til leiks með opn­um hug, en mark­miðið er skýrt; að vinna þjóðinni gagn og auka vel­sæld í land­inu.

Efna­hags­horf­urn­ar fyr­ir árið hafa styrkst, eft­ir því sem hjól at­vinnu­lífs­ins snú­ast hraðar og áhrif heims­far­ald­urs minnka. Gert er ráð fyr­ir 4% hag­vexti í ár og at­vinnu­leysi hef­ur minnkað hratt. At­vinnuþátt­taka nálg­ast það sem hún var fyr­ir Covid og horf­ur eru góðar.

Mót­vægisaðgerðir vegna áhrifa heims­far­ald­urs kostuðu sitt, en í sam­an­b­urði við önn­ur lönd er staða rík­is­sjóðs góð. Vissu­lega er halli á rík­is­sjóði um þess­ar mund­ir, en sterk staða fyr­ir Covid og mark­viss niður­greiðsla skulda á und­an­förn­um ára­tug skap­ar góða viðspyrnu sem stjórn­völd munu nýta til að snúa við tíma­bundn­um halla­rekstri. Rétt er að minna á, að rík­is­út­gjöld­um vegna Covid var fyrst og fremst ætlað að verja af­komu fólks og sam­fé­lags­lega innviði svo áhrif heims­far­ald­urs yrðu ekki var­an­leg.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur ríka áherslu á stöðug­leika í efna­hags­mál­um. Að sam­spil pen­inga­stefnu, rík­is­fjár­mála og vinnu­markaðar­ins sé gott og sjálf­bært til langs tíma. Þá er mik­il­væg að vaxta­stig í land­inu sé hag­stætt, en með eðlis­breyt­ingu á lána­markaði eru stý­ritæki Seðlabank­ans nú skil­virk­ari en áður. Stór hluti hús­næðislána er nú óverðtryggður og fyr­ir vikið skil­ar stýri­vaxta­hækk­un sér miklu hraðar en áður inn í neysl­una. Það er fagnaðarefni, enda betra til að halda niðri verðbólgu sem er eitt helsta hags­muna­mál al­menn­ings.

Á und­an­förn­um árum hef­ur Fram­sókn lagt áherslu á að fjár­festa í fólki. Þeirri stefnu héld­um við til streitu í aðdrag­anda kosn­inga, og það mun­um við gera í viðræðum um mynd­un rík­is­stjórn­ar. Í mennta­mál­um eru spenn­andi tím­ar fram und­an, þar sem fyr­ir ligg­ur aðgerðaáætl­un til þriggja ára sem mun efla mennt­un í land­inu, ár­ang­ur og skil­virkni í skóla­starfi, læsi ung­menna og sköp­un­ar­kraft þeirra. Allt miðar að því tryggja heild­stæða skólaþjón­ustu, með viðeig­andi stuðningi við þá sem þurfa og inn­grip strax í upp­hafi skóla­göngu til að bæta nám og far­sæld barna. Sam­hliða er mik­il­vægt að kerf­is­breyt­ing­ar í mál­efn­um barna nái fram að ganga, en barna­málaráðherra hef­ur verið óþreyt­andi í bar­áttu sinni fyr­ir auk­inni vel­sæld barna og mun fyr­ir hönd Fram­sókn­ar leiða vinnu til hags­bóta fyr­ir eldri borg­ara. Staða þeirra er mis­jöfn, því á meðan sum­ir hafa það gott eru aðrir illa stadd­ir. Brýnt er að leysa þann vanda, í góðri sam­vinnu við alla helstu hagaðila svo eng­inn verði út und­an.

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. september 2021.

Categories
Fréttir Greinar

Er ekki bara best að kjósa Framsókn?

Deila grein

25/09/2021

Er ekki bara best að kjósa Framsókn?

Þegar þessi orð eru sett á blað er stillt haust­veður í höfuðborg­inni. Veður­spá­in fyr­ir kjör­dag ekki eins og best verður á kosið en ég er þó bjart­sýnn á að kosn­inga­vilji fólks sé það mik­ill að það mæti á kjörstað til að ákv­arða stefn­una inn í framtíðina. Það er mik­il­vægt að all­ir nýti þann rétt sem fyrri kyn­slóðir börðust fyr­ir: Rétt­inn til að hafa áhrif.

Við erum stolt af ár­angr­in­um

Við höf­um á því kjör­tíma­bili sem er að ljúka unnið hörðum hönd­um í breiðri stjórn að mik­il­væg­um fram­fara­mál­um og vil ég sér­stak­lega nefna bylt­ingu kerf­is­ins í þágu barna, nýj­an Mennta­sjóð náms­manna, 12 mánaða fæðing­ar­or­lof, hlut­deild­ar­lán fyr­ir fyrstu kaup­end­ur og tekju­lægri, Loft­brú og þær stór­kost­legu fram­kvæmd­ir í sam­göng­um sem lands­menn hafa orðið var­ir við á ferðum sín­um um landið okk­ar í sum­ar. Allt þetta höf­um við fram­kvæmt, og meira til, þrátt fyr­ir heims­far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar.

Við vilj­um fjár­festa í fólki og heil­brigði

Þau sem búa á þessu landi hafa sýnt það á síðustu mánuðum og árum að sam­taka­mátt­ur­inn og samstaðan er mik­il þegar á reyn­ir. Á þess­um krafti sam­vinn­unn­ar vilj­um við í Fram­sókn byggja til að bæta sam­fé­lagið okk­ar enn frek­ar. Við höf­um í kosn­inga­bar­átt­unni sett mál­efni barna og ung­menna sér­stak­lega á dag­skrá. Við vilj­um að hvert og eitt barn yfir sex ára aldri fái sér­stak­an 60 þúsund króna vaxt­ar­styrk til að öll börn geti sprungið út í tóm­stund­um sín­um.

Við vilj­um fjár­festa í heil­brigði þjóðar­inn­ar með áherslu á for­varn­ir og geðheil­brigði. Eitt af verk­efn­um næstu rík­is­stjórn­ar er að leiða sam­an full­trúa heil­brigðis­stétta, sér­fræðinga, frjálsra fé­laga­sam­taka og þeirra sem nota þjón­ustu spít­al­anna til að móta heild­stæða og fram­sýna stefnu þegar kem­ur að heil­brigði þjóðar­inn­ar. Við vilj­um auka þjón­ustu við eldra fólk með það að mark­miði að þau sem geta og vilja geti búið þar sem þeim líður best: heima hjá sér.

Við vilj­um jafn­vægi og fjár­festa í framtíðinni

Við vilj­um treysta enn und­ir­stöður lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja til að auka verðmæta­sköp­un og at­vinnu­tæki­færi um land allt. Við vilj­um hækka end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar. Við vilj­um auka græna fjár­fest­ingu. Allt miðar þetta að því að skapa for­send­ur fyr­ir stöðugt öfl­ugra at­vinnu­lífi sem er for­senda öfl­ugr­ar vel­ferðar á Íslandi.

Við þekkj­um það flest úr okk­ar dag­lega lífi að það er mik­il­vægt að búa við jafn­vægi. Við í Fram­sókn stönd­um fyr­ir um­bæt­ur. Við vilj­um byggja á því sem er gott og laga það sem laga þarf. Við vilj­um vinna að stefnu­mál­um okk­ar með sam­vinnu og jöfnuð að leiðarljósi. Þessi sam­vinnu­hugs­un hef­ur gert stór um­bóta­mál að veru­leika á því kjör­tíma­bili sem er að ljúka og mun gera það áfram ef við fáum til þess stuðning þinn. Stjórn­mál snú­ast nefni­lega ekki aðeins um að setja fram stefnu og stefnu­mál held­ur líka vinnu­brögð – og heil­indi.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Höf­und­ur er sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. september 2021.

Categories
Greinar

Lítil og meðalstór fyrirtæki – lykill að uppbyggingu og þróun

Deila grein

24/09/2021

Lítil og meðalstór fyrirtæki – lykill að uppbyggingu og þróun

Lítil og meðalstór fyrirtæki sinna lykilhlutverki á atvinnumarkaðnum hér á landi. Þau tryggja meirihluta Íslendinga atvinnu, stuðla að fjölbreyttri atvinnu ásamt því að vera lykillinn að uppbyggingu og þróun þvert yfir landið. Fyrir Covid sýndi tölfræðin að lítil og meðalstór fyrirtæki greiddu laun rúman meirihluta landsmanna, eða kringum 70% þeirra. Líklega hefur tölfræðin breyst töluvert eftir komu Covid, en talið er að staðan verði aftur sambærileg þegar við höfum náð tökum á veirunni.

Skattar og álögur

Lítil og meðalstór fyrirtæki eiga mörg hver erfitt með greiðslubyrðina á m.a. tryggingagjaldi og opinberum álögum. Þetta hindrar vöxt þeirra og leiðir jafnvel til þess fyrirtækin neyðast til að hætta rekstri. Almennt er um litla upphæð gjalds að ræða í tilfelli opinberra álagna, en þegar á botninn er hvolft þá geta þetta orðið töluverðar fjárhæðir sem geta reynst mörgum litlum og meðalstórum fyrirtækjum íþyngjandi. Þetta á sérstaklega við um fyrirtæki í upphafi rekstrar.

Framsókn vill bæta rekstrarumhverfið

Við í Framsókn erum vel meðvituð um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi og viljum bæta hag þeirra. Framsókn vill taka upp þrepaskipt tryggingagjald og lækka það á lítil og meðalstór fyrirtæki. Einnig vill Framsókn létta undir greiðslubyrði lítilla og meðalstórra fyrirtækja á opinberum álögum, til dæmis úttektum eftirlitsaðila og leyfisveitingar frá hinu opinbera. Þetta eru raunhæfar lausnir sem geta aðstoðað þessi fyrirtæki við að koma rekstri sínum á réttan kjöl.

Að auki vill Framsókn nota skattkerfið til að jafna aðstöðu fólks á landsbyggðinni ásamt því að styðja betur við rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þannig er skattkerfið notað til að fjárfesta í fólki og hvetja til fjölþættari verðmætasköpunar.

Með leiðum sem þessum getum við bætt rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, og með því stuðlað að auknum og fjölbreyttum atvinnumöguleikum um allt land.

Stefán Vagn Stefánsson

Höfundur er oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og yfirlögregluþjónn í Skagafirði.

Greinin birtist fyrst á skessuhorn.is 24. september 2021.

Categories
Greinar

Fæðingarorlof sterkt jafnréttismál

Deila grein

24/09/2021

Fæðingarorlof sterkt jafnréttismál

Sér­stök staða Íslands í rétt­inda­mál­um for­eldra til fæðing­ar­or­lofs hef­ur farið síbatn­andi í ár­anna rás og nú síðast á þessu ári. Ef litið er til sög­unn­ar þá hef­ur þró­un­in verið hæg. Þörf kvenna hér áður fyr­ir fæðing­ar

or­lof var há­vær og aðkallandi þegar kon­ur fjöl­menntu út á vinnu­markaðinn á ár­un­um 1970-1980.

Fyrsta fæðing­ar­or­lofið var veitt til 3ja mánaða en í tíð Ragn­hild­ar Helga­dótt­ur aþing­is­manns og ráðherra var það lengt í 5 mánuði og síðar í 6 mánuði og þá fyrst kallað fæðing­ar­or­lof í lög­um og feður nefnd­ir. En svo kom löng bið. Árið 2000 er svo merk­is­ár í þess­ari sögu og má þar þakka Fram­sókn og Páli Pét­urs­syni sér­stak­lega fyr­ir það merka og mik­il­væga skref sem þá var stigið með því að feður fengju fæðing­ar­or­lof og kon­ur lengra or­lof. Páll hef­ur minnst þess að víða er­lend­is var þetta svo merk­ur áfangi að hann var hyllt­ur af kon­um sem vildu fá eig­in­hand­arárit­un frá ráðherr­an­um sem þorði.

En hvaða áhrif hafði þessi mik­il­væga breyt­ing til framtíðar nú rúm­um tutt­ugu árum síðar. Gerðar hafa verið rann­sókn­ir og vil ég því gefa Ingólfi V. Gísla­syni dós­ent í fé­lags­fræði orðið en hann skrifaði um rann­sókn á veg­um HÍ um fram­gang og áhrif breyt­ing­ar­inn­ar:

„Á vor­dög­um 2000 samþykkti Alþingi mót­atkvæðalaust lög um fæðing­ar- og for­eldra­or­lof. Í lög­un­um fólust nokkr­ar rót­tæk­ar breyt­ing­ar. Or­lofið var lengt í áföng­um úr þrem­ur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flat­ar og lág­ar voru nú 80% af laun­um. Sveigj­an­leiki var inn­leidd­ur þannig að mögu­legt var að vera í hluta­or­lofi og hluta­vinnu. Þrír mánuðir voru bundn­ir hvoru for­eldri en þrír voru skipt­an­leg­ir. Mark­mið lag­anna var ann­ars veg­ar að tryggja börn­um um­hyggju beggja for­eldra og hins veg­ar að auðvelda kon­um og körl­um samþætt­ingu fjöl­skyldu­lífs og at­vinnuþátt­töku. Nú stend­ur yfir heild­ar­end­ur­skoðun þess­ara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað.

Aug­ljós­asta breyt­ing­in er að 85-90% feðra taka or­lof til að vera með börn­um sín­um í stað 0,2-0,3% fyr­ir breyt­ing­una. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem ein­ung­is þeir geta nýtt. Það er í fullu sam­ræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum.

Um­hyggju barna er miklu jafn­ar skipt milli for­eldra en áður og ekki aðeins meðan á or­lofinu stend­ur. Byggt á mati for­eldra (mæðra) sjálfra var um­hyggju barna sem fædd­ust 1997, þrem­ur árum fyr­ir setn­ingu lag­anna, jafnt skipt í um 40% fjöl­skyldna þegar börn­in náðu þriggja ára aldri. Um­hyggju barna sem fædd­ust 2014 var jafnt skipt í 75% fjöl­skyldna þegar þau voru þriggja ára. Rann­sókn­ir á hinum Norður­lönd­un­um sýna það sama, feður sem nýta fæðing­ar­or­lof sitt eru virk­ari við umönn­un barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð.

Þetta hef­ur meðal ann­ars skilað sér í því að ís­lensk ung­menni meta sam­skipti sín við feður já­kvæðari en ung­menni 43ja sam­an­b­urðarlanda sam­kvæmt alþjóðlegu rann­sókn­inni Health and behavi­our in school-aged children. Það hef­ur ekki grafið und­an stöðu ís­lenskra mæðra, þær eru eft­ir sem áður með alþjóðlega for­ystu á þessu sviði.

Tvær ís­lensk­ar rann­sókn­ir hafa kom­ist að svipuðum niður­stöðum varðandi sam­spil fæðing­ar­or­lofs og skilnaða. Fæðing­ar­or­lof feðra dreg­ur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sam­eig­in­leg reynsla styrk­ir sam­bönd. Einnig þetta atriði er í fullu sam­ræmi við er­lend­ar rann­sókn­ir.

Þátt­taka feðra í umönn­un barna sinna frá upp­hafi veg­ferðar þeirra hef­ur sýnt sig hafa mik­il­væg­ar af­leiðing­ar fyr­ir börn­in. Virkni feðranna dreg­ur úr hegðun­ar­vand­kvæðum hjá drengj­um og sál­fræðileg­um vanda stúlkna. Hún ýtir und­ir vits­muna­leg­an þroska, dreg­ur úr af­brot­um og styrk­ir stöðu fjöl­skyldna sem standa höll­um fæti, fé­lags­lega og efna­hags­lega.

Það er hafið yfir all­an skyn­sam­leg­an vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hef­ur ekk­ert bet­ur gert síðustu ára­tugi til að jafna stöðu kynja á vinnu­markaði og í fjöl­skyldu­lífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, lík­lega hef­ur Alþingi held­ur ekk­ert bet­ur gert síðustu ára­tugi til að styrkja sam­heldni fjöl­skyldna og bæta stöðu og lífs­ham­ingju ís­lenskra barna.“

Áhrif­in á stöðu kvenna á vinnu­markaði eru líka ótví­ræð. Áður var sagt við ráðum síður konu á barneign­ar­aldri en nú geng­ur það ekki því for­eldr­ar­ir eru jafn­ir.

Tíma­lengd fæðing­ar­or­lofs ræðst af því á hvaða ári barn er fætt, frumætt­leitt eða tekið í var­an­legt fóst­ur. Tíma­lengd árs­ins 2021 er alls 12 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 6 mánuðum og eru 6 vik­ur fram­selj­an­leg­ar. Tíma­lengd árs­ins 2020 er alls 10 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 4 mánuðum sem eru ófram­selj­an­leg­ir en 2 mánuðir eru sam­eig­in­leg­ir sem annað for­eldrið get­ur tekið í heild eða for­eldr­ar skipt með sér. Tíma­lengd árs­ins 2019 er 9 mánuðir. Hvort for­eldri um sig á rétt á 3 mánuðum sem eru ófram­selj­an­leg­ir en 3 mánuðir eru sam­eig­in­leg­ir sem annað for­eldrið get­ur tekið í heild eða for­eldr­ar skipt með sér.

Þess­ir áfang­ar hafa orðið í fé­lags­málaráðuneyt­inu í tíð Fram­sókn­ar. Bið aðra að reyna ekki að eigna sér málið.

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, skip­ar 3 sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. september 2021.

Categories
Greinar

Nauð­syn­leg inn­leiðing hring­rásar­hag­kerfisins

Deila grein

23/09/2021

Nauð­syn­leg inn­leiðing hring­rásar­hag­kerfisins

Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta.

Hringrásarhagkerfið

Flestar auðlindir geta verið endurnýttar, endurunnar, endurnotaðar o.fl. Þó er það allt of algengt að auðlindum sé fargað þrátt fyrir að eiga enn töluverðan líftíma. Til að sporna við þessu þarf viðhorfsbreytingu, fræðslu og aðgerðir í þágu betri nýtingar auðlinda. Aukin nýting allra auðlinda þarf að gerast vani sem samfélagið temur sér.

Meðal þeirra aðgerða sem við þurfum að koma til framkvæmda er innleiðing hringrásarhagkerfið hér á Íslandi, bæði innan samfélagsins sem og í atvinnulífinu. Hringrásarhagkerfið er hugmyndafræði sem snýst í megindráttum um að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs. Það er gert með hönnun og framleiðslu sem lengir líftíma vöru með t.d. endurnotkun, viðgerðum og endurvinnslu að notkun lokinni.

Sem dæmi um hringrásarhugmyndafræðina má taka verslanir sem selja notuð föt. Þannig er komið í veg fyrir að þau hráefni sem nýtt voru í fötin verði fargað of snemma. Þess í stað finnur fatnaðurinn nýtt heimili og líftími hráefnanna framlengist. Annað dæmi væri sú klassíska endurvinnsla flaska og dósa, sem við könnumst öll við í dag. Með slíkri endurvinnslu er stuðlað að því að auðlindirnar, t.d. ál, endurnýtast í stað þess að enda á haugunum þrátt fyrir augljóst notagildi.

Grænn flokkur, grænar lausnir

Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Í þeirri innleiðingu má engan tíma missa. Auðlindir fara til spillis að óþörfu á degi hverjum, og því fyrr sem brugðist verður við, því fyrr er hægt að hámarka líftíma þeirra. Það er hagkvæmt fyrir umhverfið ásamt því að vera einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta fjárhagslega séð. Hringrásarhagkerfið felst í nútímalausnum í þágu framtíðarinnar.

Framtíðin er græn, eins og við í Framsókn!

Kristín Hermannsdóttir, situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Ívar Sigurjónsson, situr í 5. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 23. september 2021.

Categories
Greinar

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Deila grein

23/09/2021

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Það er þroska­ferli að eld­ast, ferli þar sem marg­ir upp­lifa auk­inn tíma til að sinna áhuga­mál­um og því sem skipt­ir hvern og einn mestu máli í líf­inu. Á síðustu ára­tug­um hef­ur þetta ferli og ævi­skeið eldra fólks lengst svo um mun­ar og ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar tekið mikl­um breyt­ing­um. Þessi þróun fel­ur í sér stór­ar áskor­an­ir fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, áskor­an­ir sem nauðsyn­legt að bregðast við.

Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Betty Fried­an sagði eitt sinn að það að eld­ast ætti að vera æv­in­týri, ekki vanda­mál. Því miður er allt of al­gengt að litið sé á hækk­andi ald­ur þjóðar­inn­ar og aukna þörf eft­ir þjón­ustu­úr­ræðum fyr­ir eldra fólk sem vanda­mál. Birt­ist þetta ekki síst því að mála­flokkn­um hef­ur ekki verið for­gangsraðað hingað til og að framtíðar­sýn og heild­ar­stefnu í mál­efn­um eldra fólk hef­ur skort. Af­leiðing þessa er lífs­gæðaskerðing eldra fólks, aukið álag á aðstand­end­ur, minni starfs­geta en til­efni er til og svo fram­veg­is. Þörf er fyr­ir aukna fjöl­breytni og öfl­ugri þjón­ustu sem ger­ir eldra fólki kleift að búa sem lengst á eig­in heim­ili með reisn og veit­ir því mögu­leika á að upp­lifa þau æv­in­týri sem það kýs.

Staðan í mála­flokki eldra fólks kall­ar á stór­tæk­ar breyt­ing­ar. Nauðsyn­legt er að skoða þau þjón­ustu­kerfi og úrræði sem standa til boða, sam­spil þeirra og samþætt­ingu og ábyrgð ólíkra aðila. Hér duga eng­in vett­linga­tök, þörf er fyr­ir aðgerðir og kerf­is­breyt­ing­ar byggðar á sama grunni og unn­ar voru í mál­efn­um barna á líðandi kjör­tíma­bili af Ásmundi Ein­ari Daðasyni, fé­lags- og barna­málaráðherra. Ásmundi Ein­ari hef ég kynnst í gegn­um störf mín hjá Lands­sam­bandi eldri borg­ara og hef séð hvernig hann tækl­ar verk­efn­in af krafti og af heil­ind­um. Ég treysti hon­um því full­kom­lega til að leiða þessa vinnu og hlakka til að taka slag­inn með hon­um.

Brjót­um upp kerfi – fjár­fest­um í fólki!

Á kom­andi kjör­tíma­bili legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn áherslu á að ráðist verði í end­ur­skipu­lagn­ingu á mála­flokkn­um út frá grunn­gild­um ald­ur­svæns sam­fé­lags, samþætt­ingu og per­sónumiðaðri þjón­ustu. Við leggj­um áherslu á að út­rýma „grá­um svæðum“ í þjón­ustu við eldra fólk og að öll þjón­usta bygg­ist á fag­legu mati á ein­stak­lings­bund­inni þörf. Við ætl­um okk­ur að samþætta þjón­ustu í heima­hús, þátt­töku og virkni aldraðra sam­hliða þess sem við ætl­um okk­ur að efla lýðheilsu og for­varn­ir. Við ætl­um okk­ur að tryggja heild­stæðari end­ur­hæf­ingu og auk­inn sveigj­an­leika í þjón­ustu, má þar til dæm­is nefna dagþjálf­un.

Við ætl­um að gera stór­átak í upp­bygg­ingu heim­il­is­hjálp­ar, heima­hjúkr­un­ar og dagþjálf­un­ar­rýma. Þörf er fyr­ir að bæta og fjölga end­ur­hæf­ingar­úr­ræðum og skapa fjöl­breytt­ari þjón­ustu sem styður eldra fólk til að búa heima hjá sér sem lengst, en með því móti að það haldi sjálf­stæði sínu, reisn og virðingu. Sam­hliða þessu er mik­il­vægt að skoða þeim tæki­fær­um sem fel­ast í betri nýt­ingu fjöl­breyttr­ar vel­ferðar­tækni.

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við enn frem­ur að sam­ræma upp­lýs­inga­kerfi og byggja upp öfl­uga upp­lýs­ingagátt. Með henni verður miðlæg gátt fyr­ir um­sókn­ir um þjón­ustu hins op­in­bera inn­leidd. Not­end­ur munu þannig ekki þurfa að sækja um þjón­ustu á mörg­um stöðum held­ur gegn­um eina þjón­ustugátt og gegn­um hana fengi viðkom­andi viðeig­andi þjón­ustu á hverj­um tíma.

Lífs­kjör eldra fólks

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við í Fram­sókn að beita okk­ur fyr­ir að hækka al­menna frí­tekju­markið í skref­um. Við vilj­um mæta þeim verst stöddu og horf­um þar sér­stak­lega til hús­næðismála en flest­ir þeir sem búa við bág kjör búa í mjög skuld­settu hús­næði eða greiða háa leigu.

Við vilj­um sam­ræma um­sóknagátt al­mennra og sér­stakra hús­næðis­bóta. Fram­sókn vill að farið verði í heild­ar­end­ur­skoðun á hús­næðismál­um með það að leiðarljósi að finna leiðir til að hjálpa þeim verst stöddu, ásamt því að af­nema frí­tekju­mark at­vinnu­tekna og end­ur­skoða lög um starfs­lok rík­is­starfs­manna. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur sýnt að hann get­ur og vill koma í gegn stór­um kerf­is­breyt­ing­um. Sam­an ætl­um við að um­bylta mál­efn­um eldra fólks og fjár­festa í fólki. Við erum nefni­lega rétt að byrja.

Ásmundur Einar Daðason og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Höf­und­ar skipa fyrsta og þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður.

eldra­folk@fram­sokn.is

Categories
Greinar

Árangur næst með samvinnu

Deila grein

23/09/2021

Árangur næst með samvinnu

Það er nán­ast sama hvaða alþjóðlegu mæli­kv­arðar eru nefnd­ir, alls staðar er Ísland of­ar­lega á lista yfir góð sam­fé­lög. Við sem byggj­um þetta land nú þegar liðið er 21 ár af þess­ari öld get­um verið afar þakk­lát fyr­ir þann arf sem gengn­ar kyn­slóðir hafa ánafnað okk­ur. Það þýðir þó ekki að allt sé í lagi og engu þurfi að breyta. Grund­vall­ar­atriðið er að vinna að um­bót­um með sam­vinnu og sam­stöðu en ekki bylt­ing­um og til­heyr­andi kollsteyp­um.

Nú snýst kerfið um barnið

Í tíð sitj­andi rík­is­stjórn­ar höf­um við í Fram­sókn leitt mörg stór um­bóta­mál. Vil ég nefna þrjú þeirra. Fyrst skal nefna barna­mál­in sem Ásmund­ur Ein­ar hef­ur leitt. Með miklu sam­ráði við fag­fólk, not­end­ur þjón­ustu og aðstand­end­ur þeirra og lyk­ilfólk úr öðrum stjórn­mála­flokk­um tókst Ásmundi Ein­ari að breyta kerf­inu þannig að það snýst ekki leng­ur um sjálft sig held­ur um barnið sjálft.

Betra náms­lána­kerfi fyr­ir framtíðina

Næst vil ég nefna nýj­an Mennta­sjóð sem Lilja Dögg, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, kom á lagg­irn­ar en helstu breyt­ing­arn­ar í nýju náms­lána­kerfi fel­ast í því að höfuðstóll er lækkaður um 30% ef náms­fram­vinda er eðli­leg, náms­menn fá styrk vegna barna en ekki aukið lán og að hægt verður að nota náms­lána­kerfið til að hvetja með íviln­un­um til náms í ákveðnum grein­um eða hvetja sér­fræðinga til bú­setu í hinum dreifðari byggðum.

Fjöl­breytt­ar sam­göng­ur fyr­ir auk­in lífs­gæði

Að lok­um vil ég sér­stak­lega nefna sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þeir sem aka um göt­ur höfuðborg­ar­svæðis­ins taka eft­ir þeim miklu töf­um sem eru víða. Þær taf­ir eru að miklu leyti komn­ar til vegna þess mikla frosts sem ríkti í sam­skipt­um borg­ar­inn­ar og rík­is­ins þegar kom að sam­göng­um. Áhersl­ur þess­ara aðila voru gjör­ólík­ar. Eitt af fyrstu verk­um mín­um í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu var að kalla aðila sam­an að borðinu og vinna að sam­eig­in­legri sýn um fjöl­breytta upp­bygg­ingu sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu: öfl­ugri stofn­leiðum, bætt­um al­menn­ings­sam­göng­um, göngu- og hjóla­stíg­um og bættri um­ferðar­stýr­ingu. Niðurstaðan er að á næstu fimmtán árum verður 120 millj­örðum króna varið til þess að greiða leið um höfuðborg­ar­svæðið.

Þau mál sem ég hef tæpt á hér sýna í hnot­skurn hverju er hægt að áorka ef leið sam­vinnu og sátta er val­in. Eng­ar bylt­ing­ar, held­ur mik­il­væg­ar um­bæt­ur til að auka lífs­gæði á land­inu okk­ar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. september 2021.

Categories
Greinar

Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins

Deila grein

23/09/2021

Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins

Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu.

Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu

Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi.

Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins.

Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta.

Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt.

Aðgerðir

Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði.

Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu.

En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms.

Sigrún Elsa Smáradóttir, framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. september 2021.

Categories
Greinar

Fyrir at­vinnu­lífið, fyrir fólkið

Deila grein

22/09/2021

Fyrir at­vinnu­lífið, fyrir fólkið

Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs.

Svona vinnum við

Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp.

Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir.

Við viljum halda áfram

Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. september 2021.

Categories
Greinar

Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi

Deila grein

21/09/2021

Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi

Fólk sem sækist eftir því að komast til áhrifa í samfélaginu gerir það af ýmsum ástæðum. Það er mín reynsla að mörg hver eiga sín hjartans mál sem flest sækja í upplifun og reynslu sína af lífinu. Frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum hef ég verið ötull talsmaður nýrrar sýnar í heilbrigðismálum. Sýnar sem byggist fyrst og fremst á heilbrigðisvísindum, heilsueflingu og forvörnum. Því er oft haldið fram að hver og ein manneskja beri ábyrgð á eigin heilsu. Það kann að vera að hluta til rétt en ekki að öllu leyti. Hver ber til dæmis ábyrgð á því að barn sem er 8 ára sé 20 kílóum of þungt? Hver ber ábyrgð á fólki sem liggur inni á lungnadeild og glímir við lungnakrabbamein sem rekja má til langvarandi reykinga frá unglingsárum? Hver ber ábyrgð á andlegri vanlíðan barna og hver ber ábyrgð á því að íbúar þessa lands búi við heilsusamlegt umhverfi? Þessar spurningar eru meðal annars viðfangsefni stjórnmálanna. Hvernig við forgangsröðum fjármunum og út frá hvaða forsendum skiptir lykilmáli.

Mín vegferð og barátta fyrir því að bæta heilsu fólks á öllum aldri er engin tilviljun. Innblásturinn sæki ég í mína reynslu af því að berjast sjálfur við heilsufarsleg vandamál sem framar öðru sliga nú heilbrigðiskerfin um heim allan. Á vegferð minni í gegnum þau 42 ár sem ég hef lifað hef ég varið meira en helmingi ævinnar í að glíma við offitu. Raunar var sú yfirþyngd það mikil um tíma að vinir mínir og ættingjar voru farnir að óttast um líf mitt. Offita er sjúkdómur sem hrjáir fleiri og fleiri íbúa á Íslandi með hverju árinu sem líður. Fylgikvillar offitu eru jafnvel enn hættulegri en kílóafjöldi. Þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki 2, auknar líkur á ákveðnum krabbameinum, heilablóðfallsáhætta og stoðkerfisvandamál og er þá listinn alls ekki tæmdur.

Allir sammála um hvert þarf að stefna, samt gerist lítið

Mikil umræða hefur verið á Íslandi um offitu, fitusmánun og líkamsdýrkun rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum. Sitt sýnist hverjum þegar sú umræða ber á góma. Offita er þó ekki eina heilsufarslega vandamálið sem við þurfum að mæta á næstu árum og áratugum. Lífsstílstengdir sjúkdómar sem hægt er að fyrirbyggja eru mun fleiri og vandinn sem við blasir verði ekkert að gert mun sliga heilbrigðiskerfið. Það er mín upplifun að á undanförnum árum hefur þessum vanda aðallega verið mætt með plástrum og auknum útgjöldum. Skortur er á langtíma hugsjón í málaflokknum og því situr endurskipulagning heilbrigðismála á hakanum. Ég veit ekki um neinn málsmetandi aðila innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er málflutningi mínum sammála. Hvar sem ég kem og hver sem hlustar skilur nákvæmlega mín sjónarmið. Veruleikinn er sá að heilsu okkar er ógnað fyrir margra hluta sakir yfir ævina og þær hættur eru flestar þekktar. Úrræðin eru miðuð að skammtímalausnum á meðan starfsemi heilbrigðiskerfisins leggur enn megináherslu á að taka á vandanum þegar skaðinn er skeður.

Erlendis hefur verið mikil umræða um þátt lífsstílstengdra sjúkdóma í dauðsföllum vegna COVID 19. Þessi umræða hefur ekki ratað á fjörur hér á landi sem kemur á óvart. Mun líklegra er að sjúklingar sem glíma við lífsstílstengda sjúkdóma veikist alvarlega eða jafnvel láti lífið úr COVID 19 en þeir sem búa við góða heilsu. Erlendis hefur þessi staðreynd kallað á umræðu um almenna lýðheilsu. Mikilvægt er að sú umræða fari einnig fram hér á landi.

Horfumst í augu við raunveruleikann og bregðumst við

Skortur á upplýstri umræðu um ýmis heilsufarsleg vandamál getur hamlað því að við horfumst í augu við raunveruleikann. Gleggsta dæmið eru offituaðgerðir en það virðist vera þegjandi samþykki í samfélaginu að ræða þær ekki að neinni alvöru. Hvers vegna framkvæmum við þær aðgerðir ekki alfarið hér á landi og niðurgreiðum þær að fullu? Það er væntanlega vegna þeirra fordóma sem samfélagið hefur gagnvart þeim sem glíma við offitu. Hér skal gera skýran greinarmun á þeim sem eru í yfirþyngd og þeim sem glíma við offitu. Magaaðgerðir eru það algengar á Íslandi að óhætt er að fullyrða að sparnaðurinn til lengri tíma sé verulegur svo ekki sé minnst á aukin lífsgæði. Þekkingarleysið á mikilvægi offituaðgerða og fordómar tröllríða samfélaginu án þess að upplýst umræða fari fram um árangur þeirra og áhættu að neinu marki. Fæstir leiða hugann að því hvernig hægt hefði verið að sporna við þeim gríðarlega offituvanda sem hrjáir þjóðina. Offita meðal íslenskra karla hefur til dæmis aukist úr 7,2% í 22,7%, og meðal kvenna úr 9,5% í 19,3% frá árinu 1990.

1/5 fullorðinna Íslendinga glímir nú við offitu. Hér spretta upp fatabúðir sem sértaklega selja föt á þennan stóra hóp enda þróunin hröð og ógnvænleg. Kyrrseta barna eykst á Íslandi en samt sem áður hefur engum dottið í hug að fjölga íþróttatímum í skólum eða auka markvissa hreyfingu barna á Íslandi til þess að veita einhverja mótspyrnu. Eftir hverju erum við að bíða? Er það yfirlýst markmið okkar að stórlega auka útgjöld til heilbrigðismála nánast einvörðungu til þess að mæta byrði lífsstílstengdra sjúkdóma? Varla.

Heilbrigðismál eru pólitísk og það er stjórnmálanna að setja stefnuna

Ég hef heyrt þá umræðu skjóta upp kollinum reglulega að sjúkdómurinn offita sé einhverskonar líkamsvirðingarvandamál. Það skal sannarlega tekið fram að stór hópur hér á landi er í yfirvigt enda mælikvarðinn sem farið er eftir eflaust orðinn úreltur. Smánun, jaðarsetning og lítilsvirðing gagnvart einstaklingum í yfirvigt er ekki vegurinn til batnaðar. Rannsóknir sýna að slíkt viðhorf hefur einmitt gagnstæð áhrif á meðan staðreyndirnar tala sínu máli. Þegar ég var rétt tæp 200 kíló var ég að deyja úr offitu. Þegar ég var 20 kílóum of þungur var ég að stefna í þessa átt og samfélagið dreifði þeim skilaboðum til mín að ekkert væri að óttast. Ekki var því gefinn gaumur að einu né neinu leyti. Engar fyrirbyggjandi meðferðir voru í boði og í öllum mínum læknisheimsóknum man ég aldrei eftir því að læknirinn gæfi yfirvigt minni og síðar offitu neina sértaka athygli. Sem betur fer hefur kerfið tekið við sér og mun algengara er að læknar gefi offitu gaum en þekktist hér áður fyrr. Útgjöld vegna lífsstílstengdra sjúkdóma halda þó áfram að aukast eins og áður sagði og því fljótum við sofandi að feigðarósi.

Heilbrigðismál eru pólitísk eins og svo margt annað í okkar samfélagi. Það að tryggja að Íslendingar séu við sem besta heilsu út æviskeiðið er líklega einhver besta fjárfesting sem hægt er að ráðast í. Ef þú telur mikilvægt að við hefjumst handa við kerfisbreytingar með það að markmiði að efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks þá er kosturinn í komandi kosningum augljós.

Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur og í 2. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 20. september 2021.