Categories
Greinar

Fræ sem verða blóm

Deila grein

26/05/2021

Fræ sem verða blóm

Mennt er máttur og menningin auðgar andann og því þurfa mennta- og menningarstofnanir okkar að vera lifandi og kröftugar. Undirrituð hefur átt sæti í allsherjar- og menntamálanefnd síðustu misseri og fengið að fylgja eftir nokkrum málum í gegnum nefndina sem menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir hefur lagt fram. Þar eru mál sem þjóna að sjálfsögðu landinu öllu en líka nokkur verkefni sem snúa beint að Suðurlandinu og ætla ég að rekja nokkur þeirra hér.

Menningarsalurinn
Menningarsalurinn í Hótel Selfossi hefur staðið fokheldur í tæp 40 ár. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2021 var aukafjárveiting upp á 140,5 milljónir króna til framkvæmda við menningarsalinn og gert er ráð fyrir annarri eins upphæð árið 2022. Framkvæmdirnar eru hluti af fjárfestingarákvæði ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Stefnt er á að framkvæmdum við salinn verði lokið á næstu tveimur árum. Við getum verið sammála um að nýr menningarsalur verði mikil lyftistöng fyrir menningarlíf á Suðurlandi.

Niðurfelling námslána
Meðal þeirra framfaramála sem Alþingi hefur samþykkt frá menntamálaráðherra á kjörtímabilinu eru lög um lýðskóla, lög um Menntasjóð sem fela m.a. í sér 30% niðurfellingu á námslánum, styrki til barnafólks og afnám ábyrgðamannakerfisins, menntastefna, kvikmyndastefna, lög um leyfisbréf kennara, hvatar til fjölgunar nema í kennaranámi og nýlega samþykkti Alþingi lög um breytingum á aðgengi í háskóla. Nú getur fólk sem hefur lokið 3. hæfnisstigi í starfs- eða tækninámi fengið aðgang í háskólanám. Nú gildir ekki einungis stúdentspróf, eins og áður. Ég tel að þessi breyting svari kalli atvinnulífsins um fjölbreyttari hæfni á vinnumarkaði, sér í lagi hæfni á tæknisviði og starfsmenntun.

Ný heimavist
Ákall var um að komið yrði upp heimavist fyrir nemendur FSu sem geta ekki farið daglega á milli heimilis og skóla vegna fjarlægðar. Sér í lagi fyrir yngri nemendur. Ráðherra tók vel í hugmyndina og heimavistin var opnuð sl. haust. Ásókn hefur verið minni en gert var ráð fyrir sem skýrist fyrst og fremst af áhrifum Covid-19. Ný heimavist er ánægjuefni fyrir Sunnlendinga enda er um að ræða lykilþátt þess að tryggja jafnrétti til náms fyrir ungmenni í landshlutanum.

Græn framtíð
Málefni Garðyrkjuskóla Íslands eru á borði ráðherra til úrlausnar og ég geri ráð fyrir að niðurstaðan verði farsæl fyrir framtíð garðyrkjunáms hér landi. Markmiðið er að efla garðyrkjunámið. Við sem tölum fyrir grænni framtíð og aukinni sjálfbærni, vitum að öflug menntastofnun á þessu sviði gerir þessi framtíðarsýn okkar að raunhæfum möguleika.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á sunnlenska.is 25. maí 2021.

Categories
Greinar

Endurreisn hafin!

Deila grein

11/05/2021

Endurreisn hafin!

Grund­vall­ar­breyt­ing hef­ur orðið á viðhorf­um til starfs­mennt­un­ar á und­an­förn­um árum og áhug­inn á starfs­námi hef­ur auk­ist. Fag­stétt­ir sem glímdu við mikla mann­eklu horfa fram á breytt­an veru­leika og færniþarf­ir sam­fé­lags­ins eru bet­ur upp­fyllt­ar en áður. Í dag eru verk- og tækni­mennta­skól­ar meðal vin­sæl­ustu fram­halds­skóla lands­ins og laða í mikl­um mæli til sín hæfi­leika­fólk á öll­um aldri. Ég er því gríðarlega ánægð í hvert sinn sem við tök­um fleiri skref í átt­ina að bættu um­hverfi starfs- og iðnnema hér á landi.

Eitt slíkt skref verður tekið von bráðar á Alþingi Íslend­inga. Frum­varp mitt um breyt­ing­ar á inn­töku­skil­yrðum há­skóla er langt komið í meðför­um þings­ins. Þetta frum­varp er mikið rétt­læt­is­mál og fagnaðarefni fyr­ir allt mennta­kerfið, sér­stak­lega nem­end­ur. Mark­mið frum­varps­ins er að jafna mögu­leika fram­halds­skóla­nema sem ljúka prófi af þriðja hæfniþrepi sam­kvæmt aðal­nám­skrá fram­halds­skóla til frek­ara náms. Mik­il­vægt er að há­skól­arn­ir móti skýr og gegn­sæ viðmið fyr­ir nám, sem tek­ur mið af hæfni, færni og þekk­ingu nem­enda. Slík viðmið eru jafn­framt til þess fall­in að vera leiðbein­andi fyr­ir fram­halds­skól­ana við skipu­lag og fram­setn­ingu náms­brauta, ásamt því að nem­end­ur eru bet­ur upp­lýst­ir um inn­töku­skil­yrði í há­skól­um. Frum­varpið fel­ur því í sér aukið jafn­ræði til náms á há­skóla­stigi.

Frum­varpið er liður í aðgerðaáætl­un til að efla starfs- og tækni­mennt­un í land­inu sem unnið er að í sam­starfi við fjölda hagaðila. Í mín­um huga er end­ur­reisn iðnnáms haf­in hér á landi. Þrennt kem­ur til.

Í fyrsta lagi, aukið jafn­ræði á milli bók­náms og starfs­náms eins og fram kem­ur í þessu frum­varpi. Í öðru lagi eru breyt­ing­ar á vinnustaðanámi, sem styrk­ir það veru­lega og eyk­ur fyr­ir­sjá­an­leika. Í þriðja lagi hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins stór­auk­ist – tækja­kost­ur end­ur­nýjaður og svo er búið að tryggja fjár­mögn­un í ný­bygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti fyr­ir starfs- og list­nám – einnig er vinna haf­in við nýj­an Tækni­skóla.

Íslenskt iðnnám stend­ur mjög vel í sam­an­b­urði við er­lent, kenn­ar­ar vel menntaðir, þeir búa að fjöl­breyttri reynslu og náms­braut­irn­ar metnaðarfull­ar. Við erum því vel í stakk búin til að taka á móti gríðarleg­um fjölda nem­enda á næstu árum. Aðsókn hef­ur auk­ist mikið á síðustu árum og fyrstu vís­bend­ing­ar um inn­rit­un í fram­halds­skól­anna fyr­ir næsta skóla­ár gefa til kynna aðsókn­ar­met í verk­nám.

Það er mitt hjart­ans mál að við efl­um iðn- og starfs­mennt­un í land­inu og til þess þurf­um við góða aðstöðu og skýra sýn til framtíðar. End­ur­reisn iðnnáms hér á landi er sam­vinnu­verk­efni fjöl­margra. Ég þakka öll­um þeim sem leggja mál­inu lið!

Við erum klár­lega á réttri leið!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. maí 2021.

Categories
Greinar

Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði

Deila grein

07/05/2021

Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði

Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Þetta er í takt við fyrri störf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur sýnt kjark og ítrekað lagt fram metnaðarfullar aðgerðir með jákvæðum og áþreifanlegum niðurstöðum mörgum til hagsbóta. Hér er engin undantekning.

Eins og allir vita, þá hefur Covid-19 veiran haft töluverð áhrif á vinnumarkaði hér á landi. Mikill fjöldi hefur misst sína atvinnu og heilar starfsstéttir hafa lamast. Þó svo að þessi staða er tímabundin þá getum við ekki einungis beðið eftir því að hlutirnir komast aftur á/í réttan kjöl. Mikill fjöldi landsmanna þarfnast aðgerða strax, og þeirri þörf er ríkisstjórnin að svara. Við þurfum að klára leikinn og undirbúa viðspyrnu framtíðarinnar, sem hefst strax að loknum bólusetningum.

Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur lagt á laggirnar er átak Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, „Hefjum störf“. Átakinu er ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök við að ráða til sín starfsmenn og með því fjölga störfum á vinnumarkaði. Þetta átak hefur gengið vonum framar og mikill fjöldi atvinnuleitenda hefur nýtt það til að stíga aftur inn á vinnumarkað. Í ljósi velgengninnar hefur verið ákveðið að víkka átakið með eftirfarandi úrræðum:

Fyrirtæki með starfsmann í ráðningarsambandi sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar hans í fyrra starfshlutfall. Sá styrkur miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði.

Styrkur að hámarki 100.000 kr. verður greiddur til atvinnuleitenda sem hafa verið án atvinnu frá því fyrir tíma Covid-19 og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1. maí 2021.

Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid-19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022.

Þetta er allt gert til að laga stöðuna á vinnumarkaði og styðja við atvinnuleitendur. Til þess er leikurinn gerður.

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi til Alþingis fyrir sama flokk.

Greinin birtist fyrst á visir.is 6. maí 2021.

Categories
Greinar

Klárum leikinn með samvinnu

Deila grein

06/05/2021

Klárum leikinn með samvinnu

Framsóknarflokkurinn hefur allt síðasta ár lagt áherslu á stuðningsaðgerðir til að fleyta fólkinu í landinu í gegnum kreppuna sem Covid skapar. Nú þegar við sjáum til lands í glímunni við farsóttina er mikilvægt að halda út og brúa síðustu vikurnar með lokaspretti sem tengir saman aðgerðir, viðheldur tekjum fólks og auðveldar fyrirtækjum að hefja vöxt.

Stjórnvöld hafa nú kynnt á annan tug aðgerða sem miða að þessu markmiði. Lokunarstyrkir verða framlengdir, fleiri geta sótt um viðspyrnustyrki, endurráðningar í fyrra starfshlutfall styrktar, bætt í ýmsar félagslegar ráðstafanir og úrræðum í menntakerfinu framhaldið.

Fjárfestum í fólki

Það er mikilvægt að fjárfesta í fólki með því að tryggja afkomu heimila, en samhliða því þarf að vinna gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á einstaklinga. Það er best gert með því að tryggja fólki tækifæri til sjálfseflingar hvort sem er í gegnum nám, félagslega þátttöku eða þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í gegnum allan faraldurinn hefur verið lögð áhersla á tækifæri til menntunar, þátttöku barna í íþróttum og ýmis félagsleg úrræði.

Ákveðið er að hlutabótaleiðin falli nú inn í atvinnuátakið „Hefjum störf“. Þannig að þeir sem nýta hlutabótaleiðina geta farið í fyrra starfshlutfall hjá vinnuveitanda og að hann fær styrk á móti í allt að fjóra mánuði. Stuðningurinn er þá bæði við fólk og fyrirtæki.

Bætt verður í fjölbreyttar félagslegar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa þar sem sérstök áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál barna og ungmenna. Í því skyni verður 600 milljóna króna viðbótarframlagi veitt til geðheilbrigðismála og 200 milljónum inn í aðgerðaáætlun um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á börn, eldri borgara, öryrkja og fólk af erlendum uppruna.

Ákveðið er að í sumar verði boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna eins og á síðasta ári. Auk þess verða tiltekin viðbótarlán í boði.

Fólk grípur tækifærin

Úrræðin sem gripið hefur verið til hafa nýst samfélaginu vel af því að fólk er tilbúið að nýta þau. Það liggur fyrir að fólk er sveigjanlegt, bregst við þegar einar dyr lokast og endurskoðar sín framtíðarplön.

Þannig fjölgaði nemendum töluvert bæði á framhalds- og háskólastigi milli skólaára. Ársnemum í framhaldsskóla fjölgaði um 1.340 og háskólanemum um 1.800 á haustönn 2020 frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Ef þessi fjölgun nemenda hefði komið fram í atvinnuleysi hefði það aukist um 1,5%. Þannig var ein af lykilákvörðun síðasta árs yfirlýsing Menntamálaráðherra um að tekið yrði við öllum nemum sem skólarnir gætu tekið við og nauðsynlegt fjármagn tryggt til kennslu þeirra.

Það liggur svo fyrir að þau mörgu félagslegu úrræði sem gripið hefur verið til hafa reynst það vel að þau eru komin til að vera. Einkum úrræði sem efla viðkvæma hópa samfélagsins.

Áfram veginn.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. mai 2021.

Categories
Greinar

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Deila grein

03/05/2021

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu.

Hlutabótaleiðin

Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid.

Hefjum störf

Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar.

Viðspyrna framundan

Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu.

Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust.

Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru.

Klárum leikinn!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. maí 2021.

Categories
Greinar

Við sjáum til lands

Deila grein

01/05/2021

Við sjáum til lands

Hún var hátíðleg og hjartnæm stundin sem við urðum vitni að í fréttum í vikunni þegar brast á með miklu lófaklappi þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir mætti í Laugardalshöll í bólusetningu. Það var verðskuldað. Það er líka einstaklega ánægjulegt að fylgjast með hversu vel bólusetningar ganga og ekki síst fagmennskuna og skipulagið hjá heilbrigðisstarfsfólkinu okkar og þeim sem koma að almannavörnum.

Bólusetningarmyndir hafa leyst eldgosamyndirnar af hólmi á samfélagsmiðlum. Hvort tveggja er stórkostleg upplifun. Annars vegar er það ægikraftur náttúrunnar og hins vegar kraftur vísinda og samvinnu.

Við klárum leikinn saman

Í gær samþykkti ríkisstjórnin nýjar aðgerðir sem er ætlað að klára leikinn eins og við í Framsókn höfum orðað það. Þessar aðgerðir bætast á lista umfangsmikilla aðgerða sem hafa skipt sköpum í því að tryggja heilsu og afkomu landsmanna síðasta árið. Styrkur til þeirra sem hafa verið atvinnulausir í lengri tíma, barnabótaauki til þeirra sem lægstar tekjur hafa, tímabundin hækkun framfærslu námsmanna, aukinn stuðningur í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna um allt land, rýmkun á viðspyrnustyrkjum, styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall, ný ferðagjöf og framlenging á stuðningi við íþróttafélög. Allt eru þetta aðgerðir sem munu styrkja samfélagið síðustu mínútur leiksins.

Atvinna, atvinna, atvinna

Ríkisstjórnin brást hratt og örugglega við því frosti sem varð í ferðaþjónustu fyrir ári síðan. Stærsta og mikilvægasta aðgerðin þá var hlutabótaleið félags- og barnamálaráðherra sem gerði fólki og fyrirtækjum kleift að viðhalda ráðningarsambandinu og halda úti lágmarksstarfssemi. Stærsta aðgerðin sem kynnt var í gær er styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall. Þessi aðgerð gerir það að verkum að þeir fjölmörgu sem er á hlutabótum og vinna 50% verða ráðnir í fyrra starfshlutfall með stuðningi ríkisins, ganga í raun inn í þá stóru og merkilegu aðgerð sem kynnt var fyrir skömmu undir heitinu Hefjum störf. Þessar aðgerðir eru mikilvægur liður í viðspyrnu fyrir Ísland og því að skapa störf og hefja störf. Atvinna, atvinna, atvinna.

Landsýn

Við sjáum til lands. Stundin er að renna upp, stundin sem við höfum beðið eftir síðan heimsfaraldurinn skall á með öllu sínu tjóni á heilsu og hag fólks um allan heim. Allt síðasta ár hefur verið helgað baráttunni við faraldurinn, helgað því að vernda heilsu fólks og afkomu og því að tryggja hraða og markvissa viðspyrnu fyrir Ísland. Augnablikið þegar allt horfir til betri vegar er ekki síst upplifun okkar hvers og eins þegar við fáum stunguna í öxlina, þegar við sjáum fram á að losna við óttann við veiruna, ótta sem snýst ekki aðeins um okkur sjálf heldur ekki síst um ástvini okkar.

Ég er stoltur af þjóðinni okkar. Á erfiðum tímum, tímum þegar faraldurinn hefur ógnað heilsu okkar og okkar nánustu, hefur þjóðin staðið saman og mætt erfiðleikum af einurð og styrk. Sól hækkar á lofti, hópur bólusettra stækkar, atvinnulausum fækkar. Við horfum bjartsýn fram á veginn og klárum leikinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Categories
Greinar

Klárum leikinn – fyrir fjölskyldur

Deila grein

30/04/2021

Klárum leikinn – fyrir fjölskyldur

Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu.

Barnabótaauki

Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021.

Ferðagjöf

Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu.

Geðheilbrigði þjóðar

Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins.

Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn!

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 30. apríl 2021.

Categories
Greinar

Ísland fulltengt – ljósleiðaravæðing byggðakjarna

Deila grein

23/04/2021

Ísland fulltengt – ljósleiðaravæðing byggðakjarna

Í lok þessa mánaðar mun ég staðfesta síðustu samn­inga rík­is­ins við sveit­ar­fé­lög á grund­velli sam­vinnu­verk­efn­is­ins Ísland ljóstengt, en um það verk­efni hef­ur ríkt þver­póli­tísk samstaða. Margt má læra af skipu­lagi og fram­kvæmd þessa verk­efn­is sem ég lagði horn­stein að með grein minni „Ljós í fjós“ árið 2013. Það vega­nesti þurf­um við að nýta við áfram­hald­andi upp­bygg­ingu fjar­skiptainnviða á landsvísu. Fjar­skiptaráð, sem starfar á veg­um sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins, fundaði ný­verið með öll­um lands­hluta­sam­tök­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins um stöðu og áskor­an­ir í fjar­skipt­um. Niðurstaða þess­ara funda var m.a. sú að áskor­an­ir eru ekki alls staðar þær sömu þó að brýn­asta úr­lausn­ar­efnið sé hið sama um allt land, en það er ljós­leiðara­væðing byggðakjarna.

Stóra mynd­in í ljós­leiðara­væðingu lands­ins er sú að eft­ir sitja byggðakjarn­ar vítt og breitt um landið, sem hafa ekki aðgang að ljós­leiðara nema að tak­mörkuðu leyti. Það er ein­fald­lega ekki boðleg staða á fyrstu árum fjórðu iðnbylt­ing­ar­inn­ar. Skila­boð sveit­ar­fé­laga eru af­drátt­ar­laus og skýr í þess­um efn­um – það er for­gangs­mál að ljós­leiðara­væða alla byggðakjarna.

Í ný­legri grein okk­ar Jóns Björns Há­kon­ar­son­ar, for­manns fjar­skiptaráðs, und­ir yf­ir­skrift­inni „Ísland full­tengt – ljós­leiðari og 5G óháð bú­setu“, er kynnt framtíðar­sýn um al­menn­an aðgang heim­ila og fyr­ir­tækja að ljós­leiðara án þess þó að fjalla um hvernig sam­fé­lagið geti náð henni fram. Tíma­bært er að taka upp þann þráð. Eft­ir því sem nær dreg­ur verklok­um í Ísland ljóstengt er oft­ar spurt hvort ríkið ætli að láta sig ljós­leiðara­væðingu byggðakjarn­anna varða og þá hvernig. Fram til þessa hef ég talið mik­il­vægt að draga ekki at­hygli sveit­ar­fé­laga of snemma frá ljós­leiðara­væðingu dreif­býl­is­ins, sem hef­ur reynst tölu­verð áskor­un, einkum fyr­ir minni og dreif­býlli sveit­ar­fé­lög. Von­ir stóðu til þess að ljós­leiðara­væðing byggðakjarna færi fram sam­hliða Ísland ljóstengt-verk­efn­inu á markaðsleg­um for­send­um en sú upp­bygg­ing hef­ur því miður ekki gengið eft­ir sem skyldi.

Ég hyggst svara ákalli um ljós­leiðara­væðingu byggðakjarna og leggja grunn að nýju sam­vinnu­verk­efni, Ísland full­tengt, í sam­ræmi við mark­mið fjar­skipta­áætl­un­ar um að ljúka ljós­leiðara­væðingu lands­ins alls fyr­ir árs­lok 2025. Fjar­skiptaráði og byggðamálaráði hef­ur þegar verið falið að greina stöðuna á landsvísu í sam­vinnu við Póst- og fjar­skipta­stofn­un, í því skyni að und­ir­byggja val­kosti og ákvörðun­ar­töku um aðkomu stjórn­valda að einu brýn­asta byggðamáli sam­tím­ans.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. apríl 2021.

Categories
Greinar

Gleðilegt sumar!

Deila grein

22/04/2021

Gleðilegt sumar!

Fyr­ir 50 árum stóð mik­ill mann­fjöldi á miðbakk­an­um í Reykja­vík. Sól­in skein og eft­ir­vænt­ing­in í loft­inu var áþreif­an­leg. Lúðrasveit Reykja­vík­ur lék á als oddi, og tón­list­in gladdi hvers manns hjarta enn meir. Skát­ar og lög­regluþjón­ar stóðu heiðursvörð og lands­menn í sínu fín­asta pússi. Varðskipið Ægir fylgdi danska varðskip­inu Vædd­eren til hafn­ar. Hand­rit­in voru kom­in!

Áhugi þjóðar­inn­ar kom eng­um á óvart, enda farm­ur­inn í Vædd­eren ómet­an­leg­ur; Flat­eyj­ar­bók, feg­urst og glæsi­leg­ust allra bóka, og Kon­ungs­bók Eddu­kvæða sem er fræg­ust fyr­ir inni­hald sitt, frek­ar en um­gjörðina.

Und­ir lok 16. ald­ar upp­götvuðu fræðimenn í Dan­mörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna hand­rit að forn­um sög­um sem vörðuðu fortíð land­anna. Áhugi þeirra var mik­ill og smám sam­an komust frændþjóðir okk­ar yfir fjölda dýr­gripa. Er­ind­rek­ar þeirra fluttu suma úr landi, en krúnu­djásn­in – Flat­eyj­ar­bók og Kon­ungs­bók eddu­kvæða – færði Brynj­ólf­ur bisk­up Sveins­son Dana­kon­ungi að gjöf í þeirri von að rit­smíðarn­ar yrðu þýdd­ar og gefn­ar út. Sú varð ekki raun­in fyrr en löngu síðar en það má halda því fram, að gjöf­in hafi orðið hand­rit­un­um til bjarg­ar enda aðstæður til varðveislu ekki góðar á þeim tíma hér­lend­is.

Það var mik­ill áfangi þegar hand­rit­in komu heim, og 21. apríl 1971 er einn af mik­il­væg­ustu dög­un­um í okk­ar menn­ing­ar­sögu.

Í dag stönd­um við aft­ur á tíma­mót­um. Við lögðum horn­stein í Hús ís­lensk­unn­ar og kynnt­um sam­eig­in­lega nefnd Íslands og Dan­merk­ur í gær. Nefnd­in fær það hlut­verk að semja um nán­ara hand­rita­sam­starf Dana og Íslend­inga. Mark­miðið er að auka veg þessa fjár­sjóðs sem þjóðunum tveim­ur er treyst fyr­ir, efla rann­sókn­ir á hon­um og bæta miðlun menn­ing­ar­arfs­ins.

Þótt margt hafi breyst frá því eddu­kvæðin voru rituð á inn­takið enn brýnt er­indi við okk­ur. Mik­il­vægi vinátt­unn­ar, heiðarleika og trausts er vand­lega rammað inn í Há­va­mál og Völu­spá birt­ir í skáld­leg­um leift­ur­sýn­um heims­mynd og heims­sögu hinn­ar fornu trú­ar, sem í dag er inn­blást­ur lista­manna um all­an heim – rit­höf­unda, kvik­mynda­gerðarmanna og tölvu­leikja­fram­leiðenda.

Skila­boð eddu­kvæðanna eru heim­ild sem á brýnt er­indi við börn og ung­linga, upp­spretta hug­mynda og ímynd­un­ar – eig­in­leika sem hafa lík­lega aldrei verið mik­il­væg­ari en nú. Framtíðar­hag­kerfi munu ráðast að miklu leyti af þess­um þátt­um og það er stór­kost­legt að menn­ing­ar­arf­ur þjóðar­inn­ar rími eins vel og raun ber vitni við framtíðina.

Í dag er sum­ar­dag­ur­inn fyrsti. Við skul­um njóta þess að ís­lenska sum­arið er fram und­an. Hús ís­lensk­unn­ar rís og ég er vongóð um að já­kvæð niðurstaða komi út úr dansk/​ís­lensku sam­starfs­nefnd­inni. Við sjá­um fyr­ir end­ann á bar­átt­unni við far­ald­ur­inn, bólu­setn­ing­ar ganga vel og sam­an klár­um við þetta á loka­sprett­in­um.

Gleðilegt sum­ar!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu fimmtudaginn 22. apríl 2021.

Categories
Greinar

Framsókn fyrir fólk eins og þig

Deila grein

20/04/2021

Framsókn fyrir fólk eins og þig

Stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Suðurkjördæmi hvetur þig til að hafa áhrif. Þann 19. júní næstkomandi fer prófkjör Framsóknar í Suðurkjördæmi fram þar sem  félagsmenn kjósa um fyrstu fimm sætin og velja fólk sem það treystir til þjónustu fyrir landsmenn. Á heimasíðu Framsóknar er hægt að skrá sig í flokkinn með rafrænum hætti. Einnig má finna upplýsingar um stefnu flokksins, greinaskrif þingmanna og ráðherra sem og viðburði framundan. Upplýsingar um félagsstarfið er einnig að finna í nýju appi Framsóknar.

Á kjörtímabilinu hefur Framsókn verðið límið í ríkisstjórninni. Ráðherrar hafa komið mörgum málum í gegn og má þar t.d. nefna samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Aldrei í sögunni hefur jafn miklum fjármunum verið varið til samgöngumála á Íslandi enda má sjá afrakstur þeirrar fjárfestingar á vegum landsins. Fleiri verkefni eru samgöngusáttmáli, samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Loftbrú sem veitir 40 % afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu, verkefni sem er eflandi fyrir landsbyggðina. Samvinnuverkefni (PPP) flýtiframkvæmdir í mikilvægum samgönguframkvæmdum þar sem verkefnin fela í sér aukið umferðaröryggi og styttingu leiða og skapa um 8700 störf. Atvinna, atvinna, atvinna!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknar og mennta og menningarmálaráðherra hefur aukið jafnrétti til náms með nýjum Menntasjóði og 18 % hækkun á framfærsluviðmiði. Hún hefur komið á beinum fjárstuðningi við foreldra í námi með 30% afskrift höfuðstóls námslána við námslok sem er gríðarlegt hagsmunamál nemenda. Grundvallarbreytingar hafa verið gerðar til að jafna tækifæri nemenda í iðnnámi. Fjölgun starfslauna listamanna og 750 listgjörningar, sem án efa hafa létt lund við krefjandi heimsástand, við heimili landsmanna. Fyrsta kvikmyndastefnan, stækkun kvikmyndasjóðs og nýr sjónvarpssjóður.

Grettistaki hefur verið lyft í samþættingu á málefnum barna að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra. Samþættingin felur m.a. í sér að brugðist sé við í kerfinu ef barn þarf stuðning. Einnig má nefna lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði og jafnan rétt barns til samvista við báða foreldra sína, hlutdeildarlán sem slegið hafa í gegn og BataAkademíuna sem hefur það markmið að styrkja fanga sem hafa lokið afplánun. Mikilvægir styrkir til t.d. Kvennaathvarfsins, fjölmenningarseturs og vegna tómstunda barna.

Hér er ekki um tæmandi lista verkefna ráðherra Framsóknar að ræða. Framsókn vill halda áfram á sömu braut. Í Framsókn er frelsi til að hafa skoðanir til hægri og vinstri enda er Framsókn sterkt afl á miðjunni sem leitar leiða til að finna skynsömustu leiðina hverju sinni með hag heildarinnar að leiðarljósi.

Ein leið til áhrifa er að skrá sig í Framsókn eða gefa kost á sér í framboð. Kynntu þér appið og heimasíðuna. Vertu með því Framsókn er fyrir fólk eins og þig.

Fyrir hönd stjórnar Kjördæmissambands Framsóknar í Suðurkjördæmi,

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir