Categories
Fréttir

Opinn fundur með Ásmundi Einar og Stefáni Vagni

Deila grein

05/12/2022

Opinn fundur með Ásmundi Einar og Stefáni Vagni

Opinn fundur með Ásmundi Einar Daðasyni, mennta og barnamálaráðherra og Stefáni Vagni Stefánssyni, fyrsta þingmanni Norðvesturkjördæmis á Kaffi Króki Sauðárkróki, mánudaginn 5. desember kl. 20:00.

Categories
Greinar

Staðið með heilbrigðiskerfinu

Deila grein

05/12/2022

Staðið með heilbrigðiskerfinu

Staðið með heilbrigðiskerfinu

Fjárlög komandi árs, sem nú eru til umræðu á Alþingi, endurspegla forgangsröðun og áherslur stjórnvalda. Með rúmlega 12 milljarða viðbótarframlagi til heilbrigðismála fyrir aðra umræðu um fjárlög er ljóst að ríkisstjórnin stendur með heilbrigðiskerfinu og er að efna stjórnarsáttmála um að styrkja heilbrigðiskerfið.

Raunverulegar umbætur til framtíðar þarf að undirbúa vel. Nú er ár síðan undirritaður tók við ráðherrastól heilbrigðisráðuneytisins. Þjóðin var enn í klóm heimsfaraldurs og dagarnir snerust um sóttvarnaraðgerðir og smitstuðla. Þegar það fór að rofa til og samfélagið fór af stað blöstu við fjölmargar áskoranir. Heilbrigðiskerfið okkar hefur staðist eitt erfiðasta álagspróf síðari tíma en það er ljóst að til þess að það nái að fylgja hraðri þróun og breyttum þörfum samfélagsins þarf að bregðast við. Setja þarf skýr markmið og viðmið til grundvallar ákvörðunartöku um það hvernig við forgangsröðum og skipuleggjum framtíðarheilbrigðiskerfið með þarfir þjóðarinnar í forgrunni.

Norræn nálgun á heilbrigðismál

Heilbrigðiskerfið er samofið efnahagslegum- og félagslegum þáttum samfélagsins. Áskoranir kerfisins verða ekki leystar inni á borði eins ráðuneytis heldur þarf aðkomu fleiri ráðuneyta, sveitarfélagar, stofnanna, samtaka, einstaklinga og fyrirtækja.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál. Það er síðan hlutverk heilbrigðisráðuneytis að tryggja jafnan aðgang að bestu mögulegu þjónustu og meðferð sem völ er á yfir allt landið. Til þess þarf að nýta allt kerfið en um leið stýra för varðandi verð, magn og gæði. Þannig náum við raunverulegum árangri til hagsbótar fyrir samfélagið í heild.

Samningar og biðlistar

Langvarandi samningsleysi við þá sem veita heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa hindrar aðgengi og eykur ójöfnuð. Önnur birtingarmynd samningsleysis eru biðlistar og uppsöfnuð þörf fyrir þjónustu þó að heimsfaraldurinn hafi þar líka spilað stórt hlutverk. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina og forgangsmál í heilbrigðisráðuneytinu að það náist samningar.

Í ráðuneytinu höfum við lagt stefnumarkandi línur og opnað á samtal um það hvernig við viljum sjá þennan mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar þróast til framtíðar. Það er mjög jákvætt að nú eru helstu samningsaðilar sestir við borðið með sama markmið að leiðarljósi, að jafna aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Skref í þá átt var tekið í vikunni þar sem samningar náðust um endómetríósuaðgerðir við Klíníkina. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri vegferð og því eru 750 milljónir eyrnamerktar í liðskiptaaðgerðir og verulegar upphæðir í að styrkja rekstrargrunn heilbrigðisstofnanna.

Mannauður

Mönnun í heilbrigðisþjónustu er gríðarleg áskorun á heimsvísu. Fjárlög næsta árs tryggja aukinn stuðning við heilbrigðiskerfið og endurheimt heilbrigðisstarfsfólks. Starfsumhverfi og öryggi eru lykilþættir í því að hlúa að þessum mikilvæga mannauði.

Til að ná betur utan um mönnun í heilbrigðiskerfinu hefur verið sett af stað vinna innan ráðuneytisins sem miðar að því að öðlast heildstæða sýn á stöðu mönnunar í dag og til framtíðar. Til að efla menntun heilbrigðisstétta og fjölga heilbrigðisstarfsmönnum hefur verið ráðist í aukið samstarf við háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og mennta- og barnarmálaráðuneytið. Samhliða þarf að styrkja framhaldsnám, sérnám lækna, vísindi og nýsköpun og verður meðal annars ný reglugerð um sérnám lækna birt á næstu vikum. Einnig er verið að skipa í starfshóp í þeim tilgangi að nýta ákvæði í menntasjóði íslenskra námsmanna sem snýr að sérstakri ívilnun fyrir heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni.

Starfsumhverfi

Að skapa samkeppnishæft starfsumhverfi fyrir okkar vel menntaða heilbrigðisstarfsfólk til framtíðar er nauðsyn. Þannig fóstrum við nýsköpun, framþróun og vísindi og tryggjum að fólkið sem getur unnið hvar sem er í heiminum velji að starfa á Íslandi til að láta gott af sér leiða. Liður í því er aukið fjármagn til fjárfestinga og uppbyggingar heilbrigðisstofnanna. Rúmir 13 milljarðar fara til Nýs Landspítala við Hringbraut þar sem við sjáum núna útveggina rísa upp úr grunninum.

Í öryggiskennd felast verðmæti. Á þingmálaskrá er að finna frumvarp til laga sem snýr að refsiábyrgð heilbrigðisstofnanna og rannsókn óvæntra atvika. Markmiðið er að tryggja betur öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Sömuleiðis er hækkun hámarksstarfsaldurs heilbrigðisstarfsfólks hjá ríkinu að finna á þingmálaskrá vetrarins. Það er liður í að tryggja kjör og réttindi heilbrigðisstarfsmanna sem margir vinna eftir sjötugt.

Samvinna er vænlegust til árangurs

Í stórum málaflokkum eins og lýðheilsu, geðheilbrigðismálum, endurhæfingu og öldrunarþjónustu leggur heilbrigðisráðuneytið mikið upp úr samvinnu. Nýverið skipuðum við ráðherrar heilbrigðismála og félagsmála sameiginlegt endurhæfingarráð sem hefur það hlutverk að vera okkur til ráðgjafar um faglega stefnumörkun og skipulag þjónustu á sviði endurhæfingar. Það er fátt verðmætara en að aðstoða einstaklinga við að ná upp tapaðri færni til að geta haldið sjálfstæði sínu, lífsgæðum og virkni í samfélaginu.

Einnig er sameiginlegt verkefni þvert á ráðuneyti okkar félags- og vinnumálaráðherra, fjármálaráðherra og sveitafélaganna að huga betur að málefnum aldraðra og er stýrihópur þess efnis að störfum. Þá er ekki síður mikilvægt að nefna ályktun Alþingis frá því í vor um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Mikil vinna hefur verið lögð í að móta markvissa áætlun um aðgerðir til að hrinda henni í framkvæmd.

Heilbrigðiskerfið snýst ekki aðeins um öfluga heilbrigðisþjónustu heldur það að gera fólki betur kleift að huga að eigin heilsu. Á heilbrigðisþingi í nóvember voru forvarnir og lýðheilsa í forgrunni. Það var haldið undir yfirskriftinni Heilsa eins, hagur allra. Sú yfirskrift kjarnaði vel viðfangsefni þingsins þar sem góð lýðheilsa er jarðvegurinn sem heilbrigðiskerfið þarf til vaxa og dafna þannig að allir fái notið ávaxtanna.

Forsendur sem standast til framtíðar

Þjóðin er að eldast hratt. Það er staðfesting vaxandi lífsgæða og bættrar stöðu fólks en sú gæfa að eldast felur einnig í sér þörf á breyttri nálgun heilbrigðiskerfisins. Eins og formaður Læknafélags Íslands orðaði það er þessi myndarlega fjárinnspýtingu í heilbrigðiskerfið vísir að nýrri nálgun. Við vitum að aukið fjármagn er nauðsynlegt en ekki nægjanlegt skilyrði fyrir bættri þjónustu. Því er verið að tryggja með metnaðarfullum aðgerðum að verið sé að fjárfesta í breytingum og umbótum til framtíðar.

Traust og góð heilbrigðisþjónusta er ekki aðeins ofarlega á blaði í forgangsröðun þjóðarinnar heldur líka ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir ágjöf undanfarinna ára í heimsfaraldri eru fjöldamörg tækifæri sem mikilvægt er að grípa. Með því að auka fjárframlög til málaflokksins er ríkisstjórnin að virða þessa forgangsröðun og í kjörstöðu til að fylgja orðum eftir með efndum.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Greinin biritist fyrst í Morgunblaðinu 3. desember 2022.

Categories
Greinar

Takk sjálfboðaliðar!

Deila grein

05/12/2022

Takk sjálfboðaliðar!

Ásmund­ur Ein­ar Daðason: „Íþrótta- og æsku­lýðsstarf hér á landi get­ur ekki átt sér stað í nú­ver­andi mynd án sjálf­boðaliða sem sí­fellt gefa af sér í þágu heild­ar­inn­ar.

Í dag er alþjóðleg­ur dag­ur sjálf­boðaliðans. Af því til­efni hef­ur mennta- og barna­málaráðuneytið beint sjón­um að mik­il­vægi sjálf­boðaliða fyr­ir íþrótta- og æsku­lýðsstarf með kynn­ingar­átaki und­ir yf­ir­skrift­inni „al­veg sjálfsagt“. Það er til um­hugs­un­ar um vinnu­fram­lag sem er aðdá­un­ar­vert og hreint ekki sjálfsagt. Í dag fer fram ráðstefna ráðuneyt­is­ins um þær áskor­an­ir sem skipu­leggj­end­ur starfs sem reiðir sig á sjálf­boðaliða standa frammi fyr­ir.

Með því að fagna deg­in­um vilja Sam­einuðu þjóðirn­ar benda á mik­il­vægi sjálf­boðastarfs fyr­ir sam­fé­lagið og heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun. Evr­ópuk­ann­an­ir gefa til kynna að um 30% Íslend­inga eldri en 18 ára vinni sjálf­boðastörf á hverj­um tíma. Við minn­umst með þakk­læti og hlýju þeirra ótal sjálf­boðaliða sem á hverj­um degi verja tíma sín­um í marg­vís­leg sam­fé­lags­leg verk­efni af um­hyggju og ein­stakri ósér­hlífni.

Í heims­far­aldr­in­um kom mik­il­vægi íþrótta- og æsku­lýðsstarfs fyr­ir sam­fé­lagið allt ber­lega í ljós. Þegar við sigl­um út úr far­aldr­in­um er mik­il­vægt að skoða hvort starf með sjálf­boðaliðum hafi breyst og hvaða áskor­an­ir eru fram und­an.

Við þurf­um að hlúa vel að sjálf­boðastarf­inu okk­ar og búa þannig um að það haldi áfram að vera eft­ir­sókn­ar­vert. Áfram þarf að und­ir­búa nýj­ar kyn­slóðir und­ir kom­andi verk­efni þar sem sjálf­boðastarf verður áfram mik­il­vægt. Sjálf­boðaliðar þurfa að geta öðlast þekk­ingu og reynslu sem nýt­ist til lífstíðar og að tak­ast á við spenn­andi og krefj­andi verk­efni á eig­in for­send­um. Ekki síður er mik­il­vægt að þátt­taka í sjálf­boðastarfi geti áfram skapað tæki­færi til að kynn­ast nýju fólki og skapa vina­tengsl til fram­búðar. Í sam­fé­lagi þar sem sam­keppni um tíma fólks og at­hygli verður sí­fellt meiri er áskor­un að ná til ein­stak­linga sem reiðubún­ir eru að taka að sér sjálf­boðastörf og finna verk­efni við hæfi.

Íþrótta- og æsku­lýðsstarf hér á landi get­ur ekki átt sér stað í nú­ver­andi mynd án sjálf­boðaliða sem sí­fellt gefa af sér í þágu heild­ar­inn­ar. Fögn­um því að búa í sam­fé­lagi þar sem þátt­taka í sjálf­boðastarfi er jafn sjálf­sögð og raun ber vitni.

Takk sjálf­boðaliðar!

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. desember 2022.

Categories
Greinar

Orkumál eru fullveldismál

Deila grein

05/12/2022

Orkumál eru fullveldismál

Það er hátíð í dag. Til­efnið er sjálft full­veldið, en við fögn­um því að fyr­ir 104 árum var viður­kennt að Ísland væri full­valda og frjálst ríki og hef­ur því 1. des­em­ber sér­stöðu í sögu og menn­ingu okk­ar. Með sam­bands­lög­un­um milli Íslands og Dan­merk­ur, sem gildi tóku 1. des­em­ber 1918, urðu þátta­skil í sögu þjóðar­inn­ar sem mörkuðu upp­haf að sam­felldri fram­fara­sögu henn­ar.

Tíma­mót sem þessi gefa færi á að líta um öxl og til framtíðar, þakka fyr­ir það sem vel hef­ur tek­ist og hug­leiða hvernig tak­ast skuli á við áskor­an­ir framtíðar­inn­ar. Full­veldi þjóða er ekki sjálf­sagður hlut­ur og verður ekki til af sjálfu sér. Það er drifið áfram af þrám og löng­un­um þjóða til þess að fara með stjórn á eig­in mál­um; trú­in á að með slíku fyr­ir­komu­lagi ná­ist fram betra sam­fé­lag á for­send­um þjóðfé­lagsþegn­anna sjálfra.

Á und­an­förn­um miss­er­um höf­um við verið minnt á það með óhugn­an­leg­um hætti hversu brot­hætt full­veldi ríkja get­ur verið. Grimmi­leg inn­rás Rússa inn í hina frjálsu og full­valda Úkraínu er skýrt dæmi um brot á full­veldi rík­is með skelfi­leg­um af­leiðing­um. Ísland ásamt banda­lagsþjóðum sín­um mun áfram standa heils­hug­ar með Úkraínu gegn þeirri ólög­legu inn­rás sem geis­ar í land­inu.

Það sem stríðið í Úkraínu hef­ur meðal ann­ars varpað ljósi á og vakið umræðu um eru ör­ygg­is­mál í víðu sam­hengi. Til að mynda orku- og fæðuör­yggi sem er gríðarlega mik­il­vægt að huga að. Ég vil meina að hvert það nú­tímaþjóðfé­lag, sem ekki get­ur tryggt greiðan aðgang að fæðu og orku, geti teflt eig­in­legu full­veldi í tví­sýnu.

Íslend­ing­ar hafa borið gæfu til þess að byggja hér upp eitt öfl­ug­asta vel­ferðarþjóðfé­lag heims­ins sem hef­ur meðal ann­ars grund­vall­ast á sjálf­bærri orku­öfl­un. Við eig­um að halda áfram á þeirri braut að auka orku­ör­yggi sem mun leiða til enn meiri sjálf­bærni hag­kerf­is­ins og treysta stöðu lands­ins sem full­valda rík­is enn frek­ar. Sú staðreynd að raf­orku­kerfi lands­ins er ekki tengt raf­orku­kerfi Evr­ópu kem­ur sér sér­stak­lega vel í því ár­ferði sem nú rík­ir og bregður ljósi á mik­il­vægi þess að standa vörð um sjálf­stæði í orku­mál­um. Það sjá­um við til dæm­is með því að líta á þróun raf­orku­verðs ann­ars staðar á Norður­lönd­um, sem hef­ur hækkað mikið. Ísland hef­ur alla mögu­leika á að ná fullu sjálf­stæði í orku­mál­um með auk­inni fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku til þess að standa und­ir raf­væðingu í sam­göng­um í lofti, á láði og legi. Þrátt fyr­ir allt það frá­bæra sam­starf í alþjóðamál­um, sem við tök­um þátt í, er það gæfu­spor fyr­ir þjóðina að vera ekki í Evr­ópu­sam­band­inu. Með fullu for­ræði á stjórn efna­hags- og pen­inga­mála sem og orku­mála hef­ur Íslend­ing­um vegnað vel, eins og alþjóðleg­ur sam­an­b­urður sýn­ir glögg­lega á ýms­um sviðum. Á þeirri braut skul­um við halda áfram. Ég óska lands­mönn­um öll­um til ham­ingju með full­veld­is­dag­inn.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. desember 2022.

Categories
Fréttir

Jólafundur Framsóknar í Húnaþingi vestra

Deila grein

05/12/2022

Jólafundur Framsóknar í Húnaþingi vestra

Framsókn í Húnaþingi vestra býður til jólafundar mánudaginn 5. desember kl. 20:00-22:00 í Stúdíó Handbendi, Eyrarlandi.

Jólagleði, samvera, létt spjall og umræður um málefni sveitarfélagsins.

Öll velkomin!

Categories
Fréttir

Jólapartý á Vox Club

Deila grein

05/12/2022

Jólapartý á Vox Club

Jólapartý Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður á Vox Club 16. desember 2022 kl. 20:00.

Taktu kvöldið frá

Framsóknarfélögin í Reykjavík

Categories
Greinar

Samningur og sam­vinna um með­ferð við endó­metríósu

Deila grein

01/12/2022

Samningur og sam­vinna um með­ferð við endó­metríósu

Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og áherslumál ríkisstjórnarinnar. Það er mikilvægt að allir hafi jafnt aðgengi að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðgengi sé óháð kyni, stöðu, bakgrunni, efnahag og búsetu. Bið eftir heilbrigðisþjónustu eða skert aðgengi getur verið dýrkeypt einstaklingnum og samfélaginu.

Biðlistar endurspegla álag á kerfið og lengdust þeir í heimsfaraldrinum. Ef ekkert er að gert mun gliðna meira á milli þarfarinnar fyrir heilbrigðisþjónustu og þeirrar þjónustu sem að við getum veitt. Það er ljóst að nýta þarf allt heilbrigðiskerfið til þess að vinna á biðlistum og hefur undirbúningur þess efnis verið í forgangi í heilbrigðisráðuneytinu undanfarið.

Til að bregðast við þessari stöðu hafa Sjúkratryggingar Íslands samið við Klíníkina um kaup á endómetríósuaðgerðum til að vinna niður biðlista og bæta aðgengi að þeim óháð efnahag. Það er mikið gleðiefni að samningar hafi náðst um þessar mikilvægu aðgerðir. Eins er samningurinn mikilvægur liður í framtíðarfyrirkomulagi þessara aðgerða og annarra.

Endómetríósa

Endómetríósa er langvinnur, fjölkerfa sjúkdómur sem leggst á einn af hverjum tíu leghafa. Orsökin er óþekkt en sjúkdómurinn getur gengið í erfðir. Því miður er greiningartími sjúkdómsins oft langur þar sem um flókna sjúkdómsmynd er að ræða. Þekkingin á sjúkdómnum er alltaf að aukast en enn er ekki til lækning við honum. Kviðarholsspeglun er bæði notuð til greiningar og meðferðar. Stundum þarfnast hver einstaklingur fleiri en einnar aðgerðar og þær geta verið nokkuð umfangsmiklar þegar fjarlægja þarf til dæmis leg eða eggjastokk.

Samtök um endómetríósu á Íslandi hafa verið ötul við að fræða samfélagið um sjúkdóminn og beita sér fyrir bættri heilbrigðisþjónustu við þá einstaklinga sem eiga við sjúkdóminn að etja. Samtökin hafa allt frá árinu 2006 haft það að leiðarljósi að vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisstarfsfólki að markmiðum sínum. Hið óeigingjarna starf félagsins, sem hefur einkennst af yfirvegun og fagmennsku, hefur ekki aðeins leitt til umbóta í heilbrigðisþjónustunni heldur líka vitundarvakningar um sjúkdóminn í samfélaginu almennt.

Teymisvinna

Á Landspítala var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi árið 2017. Nú er Klíníkin einnig að byggja upp sérhæfða þjónustu fyrir þennan sjúkdóm og er jákvætt að úrræðum sé að fjölga og þjónustan að eflast. Einnig gegna aðrar starfsstöðvar, sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar og heilsugæslan mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu við þennan flókna og langvinnan sjúkdóm.

Það er ljóst að teymisvinna er ekki aðeins nauðsynleg innan heilbrigðisstofnanna heldur líka milli stofnanna, úrræða, félagasamtaka, yfirvalda og einstaklinga. Er þessi samningur því mikilvægt skref í þeirri vegferð að taka saman höndum um að stytta bið og jafna aðgengi. Samvinna og samfella eru lykilbreytur í því að láta heilbrigðiskerfið ganga upp.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Greinin birtist fyrst á vísir.is 30. nóvember 2022.

Categories
Greinar

Getur þú ekki bara harkað þetta af þér?

Deila grein

01/12/2022

Getur þú ekki bara harkað þetta af þér?

Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum.

Endómetríósa er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, en einnig var notast við hugtakið legslímuflakk. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Má því reikna með að á hverj­um tíma eigi hundruð ef ekki þúsundir kvenna í vanda vegna sjúkdómsins hér á landi, en hjá mörg­um þeirra greinist sjúkdómurinn seint og ekki fyrr en óafturkræfar vefja­skemmdir hafa orðið. Það hefur verið vitað um tíma að nauðsynlegt er að sinna þeim sem greinast með endómetríósu og af því tilefni var stofnað þverfaglegt endómetríósuteymi á Landspítalanum árið 2017. Þá hefur Klíníkin einnig byggt upp sérhæfða þjónustu fyrir endómetríósu og nú er þjónustan enn frekar tryggð með þessum samning.

Aukin fræðsla og þjónusta

Á síðasta þingvetri lagði ég fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir að efla fræðslu meðal almennings og starfsfólks heilbrigðisstofnananna. Í ályktuninni er ráðherra falið að láta fara fram endurskoðun á heildarskipulagi þjónustunnar með það að markmiði að stytta greinarferlið og bjóða upp á heildræna meðferð. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp um úrbætur á þjónustu og meðferð endómetríósu sjúklinga. Hópurinn skilaði tillögum til úrbóta í vor sem nú er verið að vinna úr og hrinda í framkvæmd. Í þeim má m.a. finna tillögur að aukinni fræðslu til heilbrigðisfólks og einstaklinga, skipulagi þjónustunnar og jöfnu aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð efnahag. Þarfir fólks með langvinna verki voru sérstaklega teknar fyrir í vinnu hópsins þar sem mikil þörf er fyrir aukna áherslu á heildræna meðhöndlun verkja.

Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu

Núverandi stjórnvöld hafa lagt áherslu á jafnrétti landsmanna að heilbrigðisþjónustu, líkt og kemur fram kemur í heilbrigðisstefnu sem samþykkt var á Alþingi á vordögum 2019. Þá er það einnig mikilvægt að huga að heilbrigðisþjónustu út frá kynjum. Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk teymisins er að sinna heilsufarsvanda og sjúkdómum sem eingöngu eru til staðar hjá konum og er viðbót við þá þjónustu sem er þegar fyrir. Hér er um að ræða mikilvægt skref því fram að þessu hefur lítil athygli beinst að þeim sjúkdómum sem leggjast sérstaklega á konur. Þær hafa mætt höfnun þegar þær leita til heilbrigðiskerfisins og gengið gegnum erfitt greiningarferli, en skortur er á almennri fræðslu um slíka sjúkdóma og þá er líka skortir á þekkingu á meðhöndlun og afleiðingum á þeim sjúkdómum sem leggjast á konur.

Með þessum nýja samning sjúkratrygginga við Klíníkina hefur verið stigið stórt skref sem kemur til með að bæta líf margra kvenna og á sama tíma fá margar konur viðurkenningu á því að það sem hafi verið að hrjá þær í mörg ár sé ekki bara eðlilegir túrverkir. Endómetríósa er sjúkdómur sem þarf oft og tíðum meðferðar við, það dugar ekki alltaf að harka bara af sér.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 1. desember 2022.

Categories
Fréttir

Jólahlaðborð Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

30/11/2022

Jólahlaðborð Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Jólahlaðborð Framsóknar í Suðvesturkjördæmi!

Gleðjumst saman og fögnum góðu gengi Framsóknar í kjördæminu. Fjölbreyttar veitingar að hætti hússins og í anda jólannna.

Gulli Valtýs sér um tónlistina.

Viðburðurinn fer fram í Bæjarlind 14-16 laugardaginn 10. desember kl. 12-14. Aðgangseyrir 3000 kr. frítt fyrir börn yngri en 18 ára.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Categories
Fréttir

Bæjarmálafundir Framsóknar í Fjarðabyggð

Deila grein

29/11/2022

Bæjarmálafundir Framsóknar í Fjarðabyggð

Framsókn í Fjarðabyggð býður til bæjarmálafunda sem hér segir:

Hildibrand Norðfirði þann 29. nóvember kl. 20:00

Glaðheimar Fáskrúðsfirði þann 30. nóvember kl. 20:00

Beljandi Breiðdalsvík þann 1. desmber kl. 20:00

Boðað verður til funda í öðrum hverfum Fjarðabyggðar í framhaldi af þessum fundum.

Öll velkomin!

Framsókn í Fjarðabyggð

Mynd: fjarðabyggd.is 29. nóvember 2022