Categories
Greinar

Valið er okkar

Deila grein

12/04/2013

Valið er okkar

Þórunn EgilsdóttirÍsland er ríkt land, bæði af auðlindum og mannauði. Á Norðausturlandi er mikil verðmætasköpun og íbúar landshlutans standa á bakvið drjúgan hluta af landsframleiðslunnar. En því miður er nú svo komið að veruleg óvissa ríkir um sjálfsagða grunnþjónustu í kjördæminu. Svo hart hefur verið vegið að grunnatvinnuvegum okkar að allt bendir til þess að þeir verði ekki það hryggjarstykki í hagkerfinu sem þeir þurfa að vera til að samfélagið virki sem skyldi.

Fram til þessa höfum við Íslendingar haft raunhæft val um búsetu hvar sem er á landinu, vitandi það að við bjuggum við sama rétt og grunnþjónustu um allt land. Því miður er nú svo komið að veruleg óvissa ríkir um grunnþjónustuna sem öllum landsmönnum er þó ætlað að greiða fyrir, þjónustuna sem er forsenda búsetu í landsbyggðunum og felur í sér örugga löggæslu, aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, fjölbreytta möguleika til náms, góðar samgöngur og fjarskipti.

Löggæslumál í kjördæminu eru ekki með þeim hætti að ásættanlegt sé, heilbrigðisþjónustan hefur stöðugt átt undir högg að sækja og við, íbúar kjördæmisins, þurfum oft um langan veg að fara til að sækja þá heilbrigðisþjónustu sem við þörfnumst.

Nú höfum við val um að snúa óheillavænlegri þróun til baka. Val um að efla grunnþjónustuna um landið og snúa okkur frá miðstýringu. Val um að á Íslandi verði hægt að fá læknisþjónustu án þess að þurfa að sækja hana um langan veg. Val um að íbúar Íslands verði öruggir þar sem lögreglan vakir yfir byggðunum. Val fyrir gamla fólkið okkar að verja ævikvöldinu í sinni heimabyggð en ekki vera flutt hreppaflutningum á hjúkrunarheimili í fjarlægum bæjarfélögum.

Nú höfum við val um að halda Íslandi í byggð.  Framsókn hefur lagt fram róttæka stefnu í byggðamál. Kjósum því X-B í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi.

Þórunn Egilsdóttir

Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

 

Categories
Greinar

Heima eða heiman?

Deila grein

11/04/2013

Heima eða heiman?

Jóhanna María Sigmundsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi

Minnkandi námsframboð á landsbyggðinni er vandi, það er vandi í hverju samfélagi fyrir sig. Þetta er mein sem smitar út frá sér til annarra grunnstoða. Ungt fólk getur ekki lært það sem það vill í sinni heimabyggð og þarf því að flytja annað. Um leið og það er komið á nýjan stað fer það að búa sér til umhverfi, sækja um vinnu, finna íbúð, eignast vini og þar fram eftir götunum.

Þetta sama fólk býr á staðnum í kannski fjögur ár á meðan það stundar námið. Að þessum árum liðnum er umhverfið orðið heilsteyptara. Inn í spilið er kominn maki, jafnvel barn og íbúðin er orðin að heimili, vinnan er skemmtileg  og viðkomandi er líka búin að vinna sig upp í góða stöðu þar. Eftir að hafa svo lokið námi býðst viðkomandi föst staða við fyrirtækið og góð laun.

Hvar er hvatinn til að flytja aftur heim í samfélagið þar sem ekkert var í boði fyrir þig, fyrir fjórum árum síðan? Af hverju ættir þú að rífa fjölskylduna upp, losa þig við íbúðina, segja upp vinnunni og flytja heim, til að byrja að skapa þér umhverfi upp á nýtt?

Heftandi eða hvetjandi?

Því miður missa samfélög á landsbyggðinni alltof mikið af ungu fólki á þennan hátt. Námsmöguleikar eiga að vera jafnir óháð búsetu, staðreyndin er sú að það er alls ekki svoleiðis í dag. En staðreyndin er einnig að ekki þarf mikið til að vinna til að svo geti orðið.

Ef við gætum aukið notkun á nútímatækni eins og er  t.d. í Háskólasetri Vestfjarða, væri hægt að efla menntaskóla á svæðinu enn frekar, auka fjölbreytni námsleiða, auðvelda námsgagnagerð og stuðla að gagngerðri uppbyggingu á meðan komið er í veg fyrir stöðnun svo við horfum ekki á sama vandamál sem lýst er hér að ofan.

Hægt er að efla tengingu á milli menntakerfis og atvinnulífs á hverju svæði.  Með því væri boðið upp á nám tengt blómstrandi atvinnugeirum í byggðarlaginu og möguleikar viðkomandi auknir á  að geta búið og starfað í heimabyggð.

Unga fólkið á ekki að þurfa að sækja allt nám til Reykjavíkur eða annarra stærri svæða, samfélagið þarf að koma til móts við þetta fólk. Því þættir sem þessir verka heftandi á ungt fólk og því miður nær það ekki að blómstra sem skyldi ef höft eru á námsvali eða búsetu. Nám á ekki að stýra því hvar fólk þarf að búa.

Færum unga fólkinu námsmöguleika og eflum byggðina heima um leið.

Jóhanna María Sigmundsdóttir,

4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

feykir@feykir.is

 

Categories
Greinar

Kæru landsmenn!

Deila grein

11/04/2013

Kæru landsmenn!

AlliÞann 27. apríl næstkomandi göngum við til alþingiskosninga. Ég el þá von í brjósti að þessar kosningar verði frábærar í því tilliti að flokkurinn minn, Framsókn komi afar vel út. Ég er í hjarta mínu sannfærður um að stefna Framsóknar í þeim málum sem brenna á landsmönnum, staðfesta í stjórnarandstöðu sl. fjögur ár, staðfesta forystumanna flokksins og úrræði þau sem flokkurinn hefur kynnt til handa landsmönnum eftir kosningar leiði flokkinn til forystu og gefi Framsókn tækifæri til að sýna landsmönnum hvað býr í því sterka og fjölhæfa liði sem í framboði er fyrir flokkinn.  Það er gaman að sjá stækkandi hóp þeirra sem sjá að loforð Framsóknar og forystumanna flokksins eru ekki innantóm orð, heldur raunhæf og vel útfærð markmið sem munu leiða okkur á braut gæfu og gengis og verða landi og þjóð til heilla til allrar framtíðar.

Kæri kjósandi, kynntu þér markmið og stefnu flokksins sem metur manngildi ofar auðgildi og vill að þjóðin hafi síðasta orðið.  Samvinna og samheldni er það sem þarf í dag.

Við setjum X við B.

Aðalsteinn Júlíusson

Greinarhöfundur er skipstjóri og skipar 9. sæti fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Deila grein

11/04/2013

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Sigmundur Davíð mætti í Forystusætið á RÚV, miðvikudaginn 10. apríl, þar sem hann útskýrði og svaraði algengum spurningum um stefnu Framsóknar.
Smellið hér til að sjá þáttinn í heild sinni.
forystusaetid2013
 

Categories
Fréttir

Framsókn á samfélagsmiðlum

Deila grein

10/04/2013

Framsókn á samfélagsmiðlum

social mediaNú eru þéttskipulagðir dagar og mikið fjör hjá frambjóðendum og starfsfólki Framsóknar um land allt. Ykkur gefst tækifæri á að fylgjast enn betur með flokksstarfinu en Framsókn er notandi á öllum helstu samfélagsmiðlum sem í boði eru.
Hér er listi yfir helstu miðla Framsóknar.
Facebooksíða Framsóknar
Twittersíða Framsóknar
Instagram Framsóknar
Youtubesíða Framsóknar
Flickrsíða Framsóknar
Facebooksíða Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Facebooksíða Framsóknar í Suðvesturkjördæmi
Facebooksíða Landssambands framsóknarkvenna
Facebooksíða Sambands ungra framsóknarmanna
Heimasíða Sambands ungra framsóknarmanna
Til að finna upplýsingar um facebooksíður og heimasíður einstakra frambjóðenda og þingmanna, smellið hér og veljið viðkomandi.

Categories
Fréttir

Húsfyllir í Garðabæ

Deila grein

09/04/2013

Húsfyllir í Garðabæ


Image 13“Ég vil að við og börnin okkar búum við kerfi þar sem við getum tekið skynsamlegar ákvarðanir fyrir okkur og samfélagið í heild.”
sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar á fjölmennum verðtryggingarfundi í Garðabæ í gærkvöldi. Um 200 manns mættu á fund Framsóknar þar sem verðtryggingin og skuldamál heimilanna var umræðuefnið.
Auk Eyglóar voru Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi frá Akranesi og Ólafur Arnarson, hagfræðingur, með framsögur en þeir hafa farið mikinn í umræðunni um afnám verðtryggingarinnar og leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna.
 
“Númer eitt, leiðrétting skuldsettra heimila. Númer tvö, afnám verðtryggingarinnar og númer þrjú, efling atvinnulífsins” svaraði Eygló þegar hún var spurð um hver aðalatriði Framsóknar væru á komandi kjörtímabili.
Frekari upplýsingar veitir
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar
S: 895 5719
eyglo@althingi.is
og
Jón Ingi Gíslason
S: 894 0224
joningi@framsokn.is
Categories
Fréttir

Fylgist með á Twitter í kvöld!

Deila grein

08/04/2013

Fylgist með á Twitter í kvöld!

twitterlogoFramsókn mun vera með beinar stöðuuppfærslur af stóra verðtryggingarfundinum sem verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ í kvöld.
Hér er Twittersíða Framsóknar
Hér eru nánari upplýsingar um fundinn

Categories
Fréttir

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

Deila grein

08/04/2013

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

6.april2013-10Framsókn í Reykjavík bauð kjósendum upp á hraðstefnumót með frambjóðendum flokksins laugardaginn 6. apríl. Mjög góð mæting var á Suðurlandsbrautinni og voru umræður fjörugar. Þetta bráðskemmtilega fyrirkomulag á umræðum hefur slegið í gegn, en frambjóðendur fara á milli lítilla hópa kjósenda sem gefst kostur á að spyrja þá spjörunum úr.
 
Fleiri myndir af viðburðinum má finna hér

Categories
Fréttir

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Deila grein

07/04/2013

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Opinn fundur um brýnustu hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ, við Bæjarbraut í Garðabæ, mánudaginn 8, apríl kl. 20.00
verdtrygging gardabae

Categories
Greinar

Skynsöm þjóð

Deila grein

07/04/2013

Skynsöm þjóð

HÞÞPistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu.

Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni.

Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar.

Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að “veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð.

Höskuldur Þórhallsson