Categories
Fréttir Greinar

Ný þjóðar­höll í í­þróttum

Deila grein

29/09/2022

Ný þjóðar­höll í í­þróttum

Við Íslendingar höfum átt öflugt íþróttafólk í gegnum tíðina í mörgum íþróttum sem náð hefur undraverðum árangri undir fána smáþjóðar. Samkeppnin harðnar stöðugt og í dag er ekki lengur nóg að hafa hæfileika og metnað til að komast í fremstu röð. Fyrsta flokks aðstaða til íþróttaiðkunar skiptir einnig höfuðmáli.

Málefni þjóðarleikvanga í íþróttum hafa verið til umræðu um alllangt skeið. Kjarni málsins er að okkar fremsta afreksfólk og landslið hafa ekki aðgang að æfingaraðstöðu eða mannvirkjum sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar aðstöðu í dag. Núverandi þjóðarleikvangar eru komnir til ára sinna og aðstaðan úrelt. Kröfurnar snúa ekki eingöngu að aðstöðu til íþróttaiðkunar heldur einnig að aðstöðu og aðgengi fyrir fjölmiðla, öryggi og jákvæðri upplifun áhorfenda. Með auknum kröfum vegna alþjóðlegrar keppni er jafnframt hætta á því að heimaleikir íslenskra landsliða, sem nú eru haldnir á undanþágu, geti ekki farið fram hér á landi. Við það verður ekki unað og það er forgangsverkefni að hraða byggingu þjóðarleikvanga í íþróttum eins og kostur er.

Boltinn fer að rúlla

Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Víðtækt samtal átti sér stað við íþróttahreyfinguna og Reykjavíkurborg og er myndin byrjuð að skýrast. Byrjað verður á þjóðarhöll í innanhússíþróttum en undirbúningur fyrir nýja þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum heldur áfram samhliða.

Þann 6. maí síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing með forsætisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardalnum. Viljayfirlýsingin er fjórþætt. Í fyrsta lagi að ráðist verði í byggingu Þjóðarhallar í samstarfi ríkis og Reykjavíkurborgar, í annan stað að Þjóðarhöllin verði í Laugardal, í þriðja lagi að skipuð verði framkvæmdanefnd og í fjórða lagi að framkvæmdum ljúki árið 2025.

Framkvæmdanefndin hefur hafið störf og það var ánægjulegt að taka þátt í fyrsta fundi nefndarinnar í ágúst. Mikill hugur, kraftur og jákvæðni var í hópnum. Hún vinnur nú að því að skilgreina mannvirkið, ákvarða rekstrarform og áætla kostnað. Fyrsti fasi verkefnisins er í fullum gangi og samkvæmt áætlun.

Ný þjóðarhöll þarf að rísa hratt og örugglega

Við Íslendingar gerum miklar kröfur til íþróttafólks um afrek og framúrskarandi árangur. Það er eðlilegt að íþróttafólk og hreyfingin öll geri kröfur til stjórnvalda um viðunandi aðstöðu til að hámarka árangur.

Eins vel og Laugardalshöllin hefur þjónað íslensku íþróttalífi er hún barn síns tíma. Með nýrri höll í Laugardalnum verður umgjörð fyrir faglega þætti starfsins, fjölmiðla og áhorfendur eins og best verður á kosið. Við ætlum að klára verkefnið og sjá til þess að afreksíþróttafólk okkar Íslendinga geti notið aðstöðu á heimsmælikvarða.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og ritari Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 29. september 2022.

Categories
Greinar

Sam­vinn­a eft­ir skiln­að – barn­ann­a vegn­a!

Deila grein

16/08/2022

Sam­vinn­a eft­ir skiln­að – barn­ann­a vegn­a!

Sambandsslit og skilnaðir foreldra eru áfall fyrir börn. Alvarleiki þess konar áfalls og áhrifin af því geta hins vegar verið mjög mismunandi. Það er sérstaklega erfitt þegar illdeilur koma upp milli foreldra og þá geta áhrifin verið alvarleg og langvarandi. Það getur stundum verið flókið að feta stíg samskipta við fyrrum maka þannig að börn verði ekki fyrir slæmum áhrifum. Til þess að aðstoða foreldra sem eru í þessari stöðu þá er nú búið að tryggja framtíð úrræðisins Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna (samvinnaeftirskilnad.is), en þar býðst foreldrum ráðgjöf til að draga úr ágreiningi í kjölfar skilnaðar með farsæld barna að leiðarljósi.

Barnið verði hjartað í kerfinu

Í upphafi árs 2020 fór ég til Danmerkur og skrifaði undir samning við danskt fyrirtæki sem býður upp á stafrænar lausnir í ráðgjöf til að draga úr ágreiningi foreldra í skilnaðarferli með farsæld barnanna að leiðarljósi. Úrræðið hafði þegar gefið mjög góða raun í Danmörku og hafði verið skylduferli fyrir foreldra sem skildu. Bæði hafði úrræðið aukið skilning foreldra á því hvernig samskiptum skyldi best háttað og þannig komið börnum til góða en auk þess lá fyrir hversu mikið hafði dregið úr vanlíðan foreldranna sjálfra eftir skilnað, dregið úr þunglyndi, dregið úr veikindadögum frá vinnu, og margt fleira.

Upphaflega var úrræðið sett upp sem tilraunaverkefni í tveimur sveitarfélögum á Íslandi til tveggja ára. Það var síðan útvíkkað til átta sveitarfélaga og er nú í boði á landsvísu. Foreldrum í skilnaðarferli er nú boðið upp á aðgang að rafrænum námskeiðum og félagslegri ráðgjöf hjá sérstökum ráðgjöfum innan sveitarfélaganna. Úrræðið fellur mjög vel að nýjum lögum um farsæld barna sem miða að því að beita sem allra mest snemmbærri aðstoð og fyrirbyggjandi aðgerðum í stað þess að glíma við flóknari vanda síðar meir.

Nær til yfir 800 barna í dag

Nú eru 764 notendur skráðir á stafræna vettvanginn, foreldrar sem eiga að meðaltali 2,1 barn saman, og haldin hafa verið átta námskeið fyrir fagfólk sem hafa veitt 142 aðilum ráðgjafaréttindi á þessu sviði til þess að veita enn frekari aðstoð en stafræni vettvangurinn býður upp á. Yfir 800 börn á Íslandi njóta þar með góðs af því að foreldrar þeirra njóta um þessar mundir leiðsagnar sérfræðinga um algeng mistök sem foreldrar gera í samskiptum í kjölfar skilnaðar. Þá er ótalið hversu jákvæð áhrif slíkt getur haft á foreldrana sjálfa, líðan þeirra og þátttöku í samfélaginu.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Greining birtist fyrst á frettabladid.is 13. ágúst 2022.

Categories
Greinar

Samvinna er hugmyndafræði

Deila grein

20/06/2022

Samvinna er hugmyndafræði

Á þess­um hátíðar­degi fögn­um við því að 78 ár eru liðin frá ákvörðun Alþing­is um að stofna lýðveldið Ísland. Hver þjóðhátíðardag­ur mark­ar tíma­mót í sögu lands­ins og veit­ir okk­ur tæki­færi til þess að líta yfir far­inn veg og horfa til framtíðar. Saga ís­lenska lýðveld­is­ins er saga fram­fara. All­ar göt­ur frá stofn­un þess hafa lífs­kjör auk­ist veru­lega og þjóðar­tekj­ur á hvern íbúa eru með þeim mestu í ver­öld­inni. Staða Íslands er sterk í sögu- og alþjóðlegu sam­hengi, þegar flest­ir vel­sæld­ar­mæli­kv­arðar eru kannaðir. Slík­ur ár­ang­ur er ekki sjálf­gef­inn, held­ur ligg­ur þrot­laus vinna kyn­slóðanna sem byggt hef­ur landið hon­um að baki.

Mann­gildi ofar auðgildi

Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn lýðræðis­sam­fé­lags. Virk lýðræðisþátt­taka er eitt af því sem hef­ur ein­kennt ís­lenskt sam­fé­lag. Marg­ir stíga sín fyrstu skref í fé­lags­störf­um með þátt­töku í starfi stjórn­mála­hreyf­inga með það að leiðarljósi að hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið sitt. Í meira en heila öld hef­ur Fram­sókn fylgt þjóðinni og verið far­veg­ur fyr­ir fólk til þess að taka þátt í stjórn­mála­starfi. Sýn Fram­sókn­ar grund­vall­ast á sam­vinnu­hug­sjón­inni; að fólk geti náð meiri ár­angri með því að vinna sam­an og aukið styrk sinn. Sam­vinna bygg­ist ekki aðeins á trausti milli aðila held­ur einnig á góðum og mál­efna­leg­um umræðum sem leiðar til far­sælla niðurstaða.

Við trú­um því að jöfn tæki­færi séu eina leiðin til tryggja sann­girni í sam­fé­lag­inu. Brýnt er að dreifa valdi, án til­lits til auðs, stétt­ar, kyns eða annarra breyta. Mann­gildi ofar auðgildi. All­ar rann­sókn­ir sýna að öfl­ugt mennta­kerfi tryggi mest­an jöfnuð og það vilj­um við tryggja.

Ræt­ur sam­vinnu­hug­sjón­ar­inn­ar og frelsið

Fyrstu regn­hlíf­ar sam­vinnu­hug­sjón­ar­inn­ar, sam­vinnu­fé­lög­in, litu dags­ins ljós á Bretlandi. Það var hóp­ur vefara árið 1844 í bæn­um Rochdale á Norður-Englandi sem kom á lagg­irn­ar fyrsta sam­vinnu­fé­lag­inu. Vefar­arn­ir stóðu frammi fyr­ir lé­leg­um starfsaðstæðum, bág­um kjör­um og háu hrá­efn­is­verði. Í stað þess að starfa hver í sínu horni form­gerðu þeir sam­vinnu sína með sam­vinnu­fé­lagi, sam­nýttu fram­leiðsluþætti og juku þannig slag­kraft sinn til þess til þess að stunda viðskipti. Þeir opnuðu versl­un, eða kaup­fé­lag, og deildu hlut­deild í vel­gengni versl­un­ar­inn­ar með viðskipta­vin­um sín­um sem meðlim­ir í fé­lag­inu. Viðskipta­vin­irn­ir öðluðust jafn­an at­kvæðarétt í fé­lag­inu og áttu þannig sam­eig­in­legra hags­muna að gæta. Sam­vinnu­fé­lög urðu að sam­hjálp til sjálfs­bjarg­ar og höfðu al­mannaþjón­ustu að leiðarljósi með áherslu á nærum­hverfið. Fyrstu kaup­fé­lög­in voru hluti af þjóðfrels­is­bar­áttu okk­ar Íslend­inga. Bænd­ur í Þing­eyj­ar­sýslu voru vel lesn­ir í evr­ópsk­um frels­is­fræðum og árið 1882 stofnuðu þeir fyrsta kaup­fé­lagið til að ráða sjálf­ir versl­un og viðskip­um. Þar voru all­ir jafn­ir og sam­einaði þetta ný­inn­flutta form sjálf­stæði, fram­fara­vilja og lýðræði. Í kjöl­farið óx sam­vinnu­hreyf­ing­unni fisk­ur um hrygg hér­lend­is, sam­vinnu­fé­lög­um fjölgaði ört um allt land og urðu þau fyrstu keppi­naut­ar er­lendra kaup­manna hér á landi.

Kröf­ur tíðarand­ans

Þrátt fyr­ir áskor­an­ir og öldu­dali, sem sam­vinnu­hreyf­ing­in hér­lend­is gekk í gegn­um á árum áður, hef­ur þörf­in fyr­ir sterka sam­vinnu­hug­sjón sjald­an verið jafn rík og nú. Fyr­ir­mynd­ar­sam­vinnu­fé­lög eru rek­in hér á landi og sam­vinnu­hreyf­ing­in hef­ur haldið áfram að dafna er­lend­is, til að mynda í Evr­ópu og vest­an­hafs. Þannig eru Banda­rík­in merki­leg­ur jarðveg­ur ný­sköp­un­ar í sam­vinnu­starfi. Jafn­vel fyr­ir­tæki í tækni­grein­um, hug­búnaði og fjöl­miðlun sækja fyr­ir­mynd­ir í kaup­fé­lög og gera þannig sam­vinnu og lýðræði að horn­stein­um. Ung­ar og upp­lýst­ar kyn­slóðir okk­ar tíma sækja inn­blást­ur í sam­vinnu­formið og álíta það spenn­andi val­kost til að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tímas. Klasa­starf­semi og sam­vinnu­hús af ýmsu tagi eru dæmi um það. Krafa tím­ans er enn meira sjálf­stæði, sterk­ari rétt­ur al­menn­ings og sam­fé­lags, fram­far­ir á öll­um sviðum með lýðræði og jafn­rétti að leiðarljósi – rétt eins og í Þing­eyj­ar­sýslu forðum daga.

Fjöl­breytt­ir far­veg­ir til ár­ang­urs

Með of­an­greint í huga mun viðskiptaráðherra meðal ann­ars hrinda af stað end­ur­skoðun á lög­um um sam­vinnu­fé­lög á kjör­tíma­bil­inu til að auðvelda fólki við að vinna að sam­eig­in­leg­um hug­ar­efn­um sín­um. Sam­vinnu­fé­lags­formið get­ur verið hent­ug­ur far­veg­ur fyr­ir fólk til þess að tak­ast á við áskor­an­ir og bæta sam­fé­lagið. Heim­ur­inn stend­ur frammi fyr­ir fjöl­mörg­um úr­lausn­ar­efn­um sem ekki verða leidd til lykta nema með sam­vinnu, hvort sem um er að ræða í um­hverf­is­mál­um, mennta­mál­um, alþjóðaviðskipt­um eða öðru. Stjórn­völd eiga að tryggja eld­hug­um og hug­sjóna­fólki fjöl­breytta far­vegi til þess að tak­ast sam­eig­in­lega á við slík út­lausn­ar­efni.

Sam­fé­lag er sam­vinnu­verk­efni

Tæp­um 106 árum frá því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn var stofnaður, höld­um við enn tryggð við þá sam­vinnu­hug­sjón sem flokk­ur­inn spratt upp úr. Það er ekki sjálfsagt fyr­ir stjórn­mála­afl að ná svo háum aldri. Fram­sókn er fjölda­hreyf­ing og 13.000 fé­lag­ar í flokkn­um, hring­inn í kring­um landið, eiga það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið ásamt því að sýna sterka for­ystu í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða við aðra flokka til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Vilji fólks­ins

Stjórn­mála­flokk­ur þarf á hverj­um tíma að geta rýnt sjálf­an sig með gagn­rýn­um hætti, aðlag­ast nýj­um áskor­un­um sam­tím­ans, hlustað á grasrót sína og virt vilja fé­lags­manna. Það sama á við um þjóðfé­lag sem vill ná langt. Sú staðreynd að við get­um fjöl­mennt á sam­kom­ur víða um land til þess að fagna þess­um merka áfanga, sem full­veldið er í sögu þjóðar­inn­ar, er ekki sjálf­gefið. Sú elja og þraut­seigja sem forfeður okk­ar sýndu í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar lagði grunn­inn að þeim stað sem við erum á í dag. Lýðveldið Ísland á sér bjarta framtíð og Fram­sókn mun halda áfram að vinna í þágu sam­fé­lags­ins með hug­mynda­fræði sam­vinn­unn­ar að leiðarljósi. Þau tæki­færi sem eru fyr­ir hendi til þess að sækja fram fyr­ir sam­fé­lagið eru fjöl­mörg. Það er okk­ar sam­eig­in­lega verk­efni sem þjóðar að grípa þau og tryggja að Ísland verði áfram í fremstu röð meðal þjóða heims og fagni full­veldi sínu um ókomna tíð. Í þess­um efn­um geym­ir saga sam­vinnu­starfs á Íslandi og víðar um ver­öld­ina dýr­mæta lær­dóma – fjár­sjóð á veg­ferð okk­ar til framtíðar. Við ósk­um lands­mönn­um öll­um gleðilegr­ar þjóðhátíðar.

Sig­urður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra og rit­ari Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. júní 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

11/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Greinar

Al­þjóð­legur dagur menntunar

Deila grein

24/01/2022

Al­þjóð­legur dagur menntunar

Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Þegar þessi dagur varð að alþjóðlegum degi menntunar óraði líklega afar fáa að skömmu síðar myndi skólahald víða um heim standa frammi fyrir þeirri áskorun að halda skólum opnum í heimsfaraldri.

Réttur til menntunar er skilgreindur sem mannréttindi og er nánar útfærður í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindi skal ávallt varast að skerða og því skulu menntastofnanir ávallt vera eitt það síðasta sem lokar í neyðarástandi og það fyrsta til að opna. Slíkt er mikilvægið.

Íslensku skólakerfi hefur borið til sú gæfa að menntun barna hérlendis hefur ekki þurft að verða fyrir jafnmiklum skerðingum og víða annars staðar. Fréttir hafa borist af ríkjum þar sem skólahald hefur fallið niður að mestu í fjöldamarga mánuði og víða hefur skólahald skerst mjög mikið þegar upp hafa komið bylgjur smita.

Víðtækt hlutverk skóla

Fyrir mörg börn hefur skólaganga ekki einvörðungu það hlutverk að stuðla að menntun, en reglulegt skólahald er mjög mikilvægur fasti í lífi barna. Þetta á sérstaklega við um börn í viðkvæmri stöðu, sem fá ekki nauðsynlegan stuðning heima við af ýmsum ástæðum. Það eru þó fleiri en börn í viðkvæmri stöðu sem eiga erfitt þegar skólahald er skert, en rannsóknir á áhrifum COVID-19 sýna að andleg líðan barna og ungmenna hefur versnað, mörg upplifa sig að hafa verið félagslega einangruð og segjast kvíðin í kjölfar þess að skólahald hefur raskast.

Takk fyrir!

Við eigum ótrúlegan mannauð í íslensku menntakerfi og það hefur verið magnað að fylgjast með því hvernig allir sem starfa innan skólakerfisins hafa lagt hart að sér til þess að tryggja að börn njóti menntunar og geti mætt í skólann undanfarna mánuði. Frá því ég tók við nýju ráðherraembætti hef ég fengið að kynnast og sjá þá miklu vinnu sem unnin hefur verið innan menntakerfisins á hverjum degi í þessu krefjandi ástandi.

Maður fyllist aðdáun og á sama tíma er ég mjög spenntur fyrir dýpri og þéttari samvinnu við starfsfólk íslenska skólakerfisins sem vonandi getur brátt farið að hætta að snúast um viðbrögð vegna sóttvarna. Þar þurfum við að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi eftir tveggja ára heimsfaraldur og taka vel utan um börn og fjölskyldur þeirra með fjölbreyttum úrræðum. Að þessu þurfa að koma fjölmargir aðilar en skólakerfið gegnir þarna lykilhlutverki enda eru flest börn þar stærstan hluta síns daglega lífs.

Í tilefni dagsins vil ég færa starfsfólki íslenska menntakerfisins mínar bestu þakkir, bæði sem mennta- og barnamálaráðherra, en ekki síður sem foreldri. Takk!

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 24. janúar 2022.

Categories
Greinar

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Deila grein

23/09/2021

Við þurfum byltingu fyrir eldra fólk

Það er þroska­ferli að eld­ast, ferli þar sem marg­ir upp­lifa auk­inn tíma til að sinna áhuga­mál­um og því sem skipt­ir hvern og einn mestu máli í líf­inu. Á síðustu ára­tug­um hef­ur þetta ferli og ævi­skeið eldra fólks lengst svo um mun­ar og ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar tekið mikl­um breyt­ing­um. Þessi þróun fel­ur í sér stór­ar áskor­an­ir fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, áskor­an­ir sem nauðsyn­legt að bregðast við.

Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Betty Fried­an sagði eitt sinn að það að eld­ast ætti að vera æv­in­týri, ekki vanda­mál. Því miður er allt of al­gengt að litið sé á hækk­andi ald­ur þjóðar­inn­ar og aukna þörf eft­ir þjón­ustu­úr­ræðum fyr­ir eldra fólk sem vanda­mál. Birt­ist þetta ekki síst því að mála­flokkn­um hef­ur ekki verið for­gangsraðað hingað til og að framtíðar­sýn og heild­ar­stefnu í mál­efn­um eldra fólk hef­ur skort. Af­leiðing þessa er lífs­gæðaskerðing eldra fólks, aukið álag á aðstand­end­ur, minni starfs­geta en til­efni er til og svo fram­veg­is. Þörf er fyr­ir aukna fjöl­breytni og öfl­ugri þjón­ustu sem ger­ir eldra fólki kleift að búa sem lengst á eig­in heim­ili með reisn og veit­ir því mögu­leika á að upp­lifa þau æv­in­týri sem það kýs.

Staðan í mála­flokki eldra fólks kall­ar á stór­tæk­ar breyt­ing­ar. Nauðsyn­legt er að skoða þau þjón­ustu­kerfi og úrræði sem standa til boða, sam­spil þeirra og samþætt­ingu og ábyrgð ólíkra aðila. Hér duga eng­in vett­linga­tök, þörf er fyr­ir aðgerðir og kerf­is­breyt­ing­ar byggðar á sama grunni og unn­ar voru í mál­efn­um barna á líðandi kjör­tíma­bili af Ásmundi Ein­ari Daðasyni, fé­lags- og barna­málaráðherra. Ásmundi Ein­ari hef ég kynnst í gegn­um störf mín hjá Lands­sam­bandi eldri borg­ara og hef séð hvernig hann tækl­ar verk­efn­in af krafti og af heil­ind­um. Ég treysti hon­um því full­kom­lega til að leiða þessa vinnu og hlakka til að taka slag­inn með hon­um.

Brjót­um upp kerfi – fjár­fest­um í fólki!

Á kom­andi kjör­tíma­bili legg­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn áherslu á að ráðist verði í end­ur­skipu­lagn­ingu á mála­flokkn­um út frá grunn­gild­um ald­ur­svæns sam­fé­lags, samþætt­ingu og per­sónumiðaðri þjón­ustu. Við leggj­um áherslu á að út­rýma „grá­um svæðum“ í þjón­ustu við eldra fólk og að öll þjón­usta bygg­ist á fag­legu mati á ein­stak­lings­bund­inni þörf. Við ætl­um okk­ur að samþætta þjón­ustu í heima­hús, þátt­töku og virkni aldraðra sam­hliða þess sem við ætl­um okk­ur að efla lýðheilsu og for­varn­ir. Við ætl­um okk­ur að tryggja heild­stæðari end­ur­hæf­ingu og auk­inn sveigj­an­leika í þjón­ustu, má þar til dæm­is nefna dagþjálf­un.

Við ætl­um að gera stór­átak í upp­bygg­ingu heim­il­is­hjálp­ar, heima­hjúkr­un­ar og dagþjálf­un­ar­rýma. Þörf er fyr­ir að bæta og fjölga end­ur­hæf­ingar­úr­ræðum og skapa fjöl­breytt­ari þjón­ustu sem styður eldra fólk til að búa heima hjá sér sem lengst, en með því móti að það haldi sjálf­stæði sínu, reisn og virðingu. Sam­hliða þessu er mik­il­vægt að skoða þeim tæki­fær­um sem fel­ast í betri nýt­ingu fjöl­breyttr­ar vel­ferðar­tækni.

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við enn frem­ur að sam­ræma upp­lýs­inga­kerfi og byggja upp öfl­uga upp­lýs­ingagátt. Með henni verður miðlæg gátt fyr­ir um­sókn­ir um þjón­ustu hins op­in­bera inn­leidd. Not­end­ur munu þannig ekki þurfa að sækja um þjón­ustu á mörg­um stöðum held­ur gegn­um eina þjón­ustugátt og gegn­um hana fengi viðkom­andi viðeig­andi þjón­ustu á hverj­um tíma.

Lífs­kjör eldra fólks

Á næsta kjör­tíma­bili ætl­um við í Fram­sókn að beita okk­ur fyr­ir að hækka al­menna frí­tekju­markið í skref­um. Við vilj­um mæta þeim verst stöddu og horf­um þar sér­stak­lega til hús­næðismála en flest­ir þeir sem búa við bág kjör búa í mjög skuld­settu hús­næði eða greiða háa leigu.

Við vilj­um sam­ræma um­sóknagátt al­mennra og sér­stakra hús­næðis­bóta. Fram­sókn vill að farið verði í heild­ar­end­ur­skoðun á hús­næðismál­um með það að leiðarljósi að finna leiðir til að hjálpa þeim verst stöddu, ásamt því að af­nema frí­tekju­mark at­vinnu­tekna og end­ur­skoða lög um starfs­lok rík­is­starfs­manna. Ásmund­ur Ein­ar hef­ur sýnt að hann get­ur og vill koma í gegn stór­um kerf­is­breyt­ing­um. Sam­an ætl­um við að um­bylta mál­efn­um eldra fólks og fjár­festa í fólki. Við erum nefni­lega rétt að byrja.

Ásmundur Einar Daðason og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Höf­und­ar skipa fyrsta og þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar í Reykja­vík norður.

eldra­folk@fram­sokn.is

Categories
Greinar

Betri þjónusta og aukin lífsgæði eldra fólks

Deila grein

20/08/2021

Betri þjónusta og aukin lífsgæði eldra fólks

Á því kjör­tíma­bili sem er að líða lýsti ég því yfir að mín aðaláhersla yrði mál­efni barna. Það væri brýnt að fjár­festa í börn­um sem allra fyrst, það er nefni­lega hag­kvæmt og dreg­ur úr þeim kostnaði sem hlýst síðar meir af því að sinna þeim mála­flokki ekki nægi­lega vel. Bæði fjár­hags­leg­um kostnaði og ekki hvað síst þeim kostnaði, bæði sam­fé­lags­leg­um og efn­is­leg­um, sem hlýst af fyr­ir viðkom­andi barn og fjöl­skyldu þess allt frá upp­hafi og kostnaði sem barnið fær­ir með sér upp á full­orðins­ár. En fyr­ir ligg­ur að börn sem verða fyr­ir áföll­um í æsku, sem ekki eru tækluð snemma og á rétt­an hátt, taka þau áföll með sér áfram í líf­inu og eiga það á hættu að þróa með sér and­leg­an og lík­am­leg­an vanda sem veld­ur því að þau glíma við sjúk­dóma og ann­ars kon­ar erfiðleika, lifa styttra og geta síður gefið til baka til sam­fé­lags­ins á síðari árum. Fjár­fest­ing í börn­um dreg­ur úr fjár­magni sem ríkið þarf að inna af hendi síðar, til dæm­is til heil­brigðis­kerf­is, greiðslu ör­orku­líf­eyr­is, greiðslur sem falla til í refsi­vörslu­kerf­inu og ann­ars staðar.

Í upp­hafi kjör­tíma­bils fundaði ég með fjöl­mörg­um aðilum sem höfðu reynslu og upp­lýs­ing­ar um hvernig við gæt­um breytt vel­ferðar­kerf­inu fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra. Börn­in sjálf voru spurð, for­eldr­ar þeirra, aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir, fagaðilar og ekki síst þeir ein­stak­ling­ar sem hefði þurft að aðstoða á barns­aldri en eru orðnir full­orðnir nú.

Ein­stak­ling­ur­inn á að vera hjartað í kerf­inu

Upp úr stóð að meiri­hluti lýsti því að kerfið væri flókið. Fjöl­skyld­um fannst að þær þyrftu að eyða mikl­um tíma í það að finna út hvaða þjón­ustu þær þyrftu, hvar slíka þjón­ustu væri að fá og sækja hana, oft til nokk­urra mis­mun­andi aðila. Kerf­inu var lýst sem völ­und­ar­húsi og ljóst að það væri ekki á færi allra að rata gegn­um það.

Síðastliðið vor samþykkti Alþingi frum­varp mitt til nýrra laga um samþætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna. Lög­fest­ing skipu­lags samþættr­ar þjón­ustu við börn þvert á alla þjón­ustu­veit­end­ur er ein­hver sú stærsta kerf­is­breyt­ing sem ráðist hef­ur verið í í mál­efn­um barna í seinni tíð. Breyt­ing sem aldrei hefði verið hægt að ná í gegn án gíf­ur­lega um­fangs­mik­ils sam­ráðs og þátt­töku fjöl­margra aðila sem koma að mál­efn­um barna hér á landi. Meira en 1.000 manns komu að vinn­unni með ein­um eða öðrum hætti á þriggja ára tíma­bili, börn, for­eldr­ar og sér­fræðing­ar, þvert á ráðuneyti, kerfi, fag­stétt­ir og póli­tík. Við ákváðum að fjár­festa í fólki vegna þess að það er ein arðbær­asta fjár­fest­ing­in.

Við þurf­um nýja nálg­un

Þessa reynslu má nýta til um­bóta í öðrum mála­flokk­um þar sem þörf er á samþætt­ingu þjón­ustu og betra sam­tali þjón­ustu­veit­enda. Meðal þeirra mála­flokka eru mál­efni eldra fólks.

Íslenska þjóðin er að eld­ast. Nú er sjö­undi hver landsmaður 65 ára eða eldri en árið 2050 verður fjórði hver landsmaður á þeim aldri. Breytt ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar ger­ir meiri og aðrar kröf­ur til

ým­issa þjón­ustu­veit­enda svo tryggja megi öldruðu fólki hér á landi frelsi, fjár­hags­legt ör­yggi og góð lífs­gæði. Til þess að svo megi vera þarf þjón­usta við eldra fólk að taka mið af þörf­um ein­stak­linga og ganga þvert á kerfi og stofn­an­ir. Með öðrum orðum, við þurf­um að samþætta þjón­ustu við eldra fólk, þvert á kerfi, ráðuneyti og sér­fræðinga og tryggja heild­ræna sýn á mál­efni hvers ein­stak­lings með sam­starfi allra viðeig­andi þjón­ustu­veit­enda. Mik­il­vægt er að hér á landi verði mótuð heild­stæð nálg­un á það hvernig skuli haga slíku sam­starfi í þágu rétt­inda og lífs­gæða eldra fólks.

Þau mál­efni sem eldra fólk lýs­ir hvað helst eru að vissu leyti sam­bæri­leg við þau mál­efni sem lýst var í þeirri vinnu sem snýr að börn­um. Þjón­usta við eldra fólk er á hendi margra mis­mun­andi þjón­ustu­veit­enda sem heyra und­ir mis­mun­andi ráðuneyti. Ekki þarf allt eldra fólk sams kon­ar þjón­ustu – hóp­ur­inn er afar mis­mun­andi inn­byrðis, enda um að ræða fólk á aldr­in­um 67-100 ára, 67 ára ein­stak­ling­ur sem er að láta af störf­um eða minnka við sig hef­ur al­mennt ekki sömu þarf­ir og sá sem er 100 ára gam­all – og einn 75 ára ein­stak­ling­ur hef­ur hreint ekki sömu þjón­ustuþarf­ir og ná­granni hans/​henn­ar sem einnig er 75 ára.

Það er al­gjört lyk­il­atriði að ein­stak­ling­ur­inn sjálf­ur eða aðstand­end­ur hans þurfi ekki að vera sér­fræðing­ar í þjón­ustu til eldra fólks, eða viti strax hvaða þjón­ustu þörf sé á, hvar hana sé að finna og í viss­um til­fell­um tengja sam­an tvo eða fleiri þjón­ustu­veit­end­ur sem veiti heild­ræna þjón­ustu. Þetta er ekki hlut­verk aðstand­enda og ekki eldra fólks­ins sjálfs, ein­stak­ling­ur­inn þarf að vera hjartað í kerf­inu.

Á kom­andi kjör­tíma­bili vil ég setja mál­efni eldra fólks í sama far­veg og mál­efni barna á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða. Við höf­um þegar sýnt að það er mögu­legt að fara í stór­ar kerf­is­breyt­ing­ar. Þjón­usta við eldra fólk get­ur verið og á að vera svo miklu ein­fald­ari. Við þurf­um að fjár­festa í fólki vegna þess að það er arðbær­asta fjár­fest­ing­in út frá öll­um hliðum.

Fyr­ir ein­stak­ling­inn og sam­fé­lagið allt. Við erum nefni­lega rétt að byrja!

Ásmundur Einar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra og fram­bjóðandi fyr­ir xB í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. ágúst 2021.

Categories
Greinar

Einstök börn – hjartað í kerfinu

Deila grein

25/02/2021

Einstök börn – hjartað í kerfinu

Undanfarna daga hefur félagið Einstök börn staðið fyrir mikilvægu árveknisátaki undir slagorðinu „Fyrir utan ramma“, en markmið átaksins er meðal annars að auka samfélagslegan skilning á stöðu barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Hluti af átakinu hefur falist í því að foreldrar og forráðamenn barna í þessum hópi hafa stigið fram og lýst því að þeim hafi reynst erfitt að eiga við þau stuðningskerfi sem eiga að veita börnunum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega þjónustu. Þessi kerfi séu rekin af ólíkum aðilum, ríki og sveitarfélögum, og samskipti milli þessara aðila virðist ekki vera eins markviss og þau gætu verið. Of mikið sé um að foreldrar þurfi að berjast fyrir því að fá nauðsynlega þjónustu, lendi oft á veggjum og brenni út.

Mig langar að þakka Einstökum börnum fyrir starf þeirra og ekki síst fyrir þá mikilvægu brýningu sem árveknisátak þeirra er. Börn og fjölskyldur þeirra eiga ekki að þurfa að upplifa að þau þurfi að berjast við kerfi sem hafa það hlutverk að veita þeim stuðning og ég er sammála því að við, hið opinbera, þurfum að gera betur. Frá því ég tók við embætti ráðherra hefur það einmitt verið mér mikið hjartans mál að tryggja að kerfin okkar starfi saman í þágu barna og fjölskyldna, að þjónusta og stuðningur byggist upp kringum einstaklingana sem þjónustuna þurfa, en að kerfin okkar byggist ekki upp kringum sig sjálf. Í lok árs 2020, með þetta að markmiði, lagði ég fram lagafrumvarp á Alþingi um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Fái það frumvarp jákvæða afgreiðslu Alþingis verður vonandi stigið stórt skref í því að tryggja betri stuðning við börn og fjölskyldur þeirra sem geta þá, í stað baráttu við hin mismunandi kerfi samfélagsins, einbeitt sér að þeim áskorunum sem geta mætt börnum með sjaldgæfa sjúkdóma og fjölskyldum þeirra.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. febrúar 2021.