Categories
Greinar

Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins

Deila grein

03/04/2022

Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins

Greiðari alþjóðaviðskipti und­an­far­inna ára­tuga hafa skilað þjóðum heims mikl­um ávinn­ingi og eru það ekki síst fá­tæk­ustu lönd­in sem hafa notið þess í formi bættra lífs­kjara. Alþjóðabank­inn tel­ur að þeim ein­stak­ling­um sem búa við sára fá­tækt hafi fækkað um meira en helm­ing á síðustu þrjá­tíu árum þar sem meira en millj­arði manna hef­ur verið lyft úr gildru fá­tækt­ar. Þessa þróun má ekki síst rekja til greiðari alþjóðaviðskipta.

Á und­an­gengn­um árum hef­ur heims­bú­skap­ur­inn orðið fyr­ir tals­verðum áföll­um og í fyrsta skipti í meira en tvo ára­tugi hef­ur fjölgað í hópi þeirra sem búa við sára fá­tækt. Það eru ákveðnar blik­ur á lofti um sam­drátt í heimsviðskipt­um og spor kreppu­ára síðustu ald­ar hræða. Þá voru fyrstu viðbrögð þjóðríkja ein­angr­un­ar­hyggja og var það ekki fyrr en eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina, ekki síst með til­komu Brett­on Woods-stofn­ana og GATT, að viðskipti byrjuðu að glæðast á ný með til­heyr­andi hag­sæld.

Kenn­ing­ar Smith og Ricar­do

Árið 1776 kom út bók skoska hag­fræðings­ins Adams Smith, Auðlegð þjóðanna . Í þeirri bók kynnti hann kenn­ingu sína sem kall­ast al­gjört for­skot (e. ab­solu­te advanta­ge) í alþjóðaviðskipt­um, sem geng­ur út á að hver þjóð ein­blíni á að fram­leiða eina vöru á skil­virk­ari hátt en aðrar. Jafn­framt taldi Smith að viðskipt­um á milli landa ætti ekki að vera stjórnað eða þau tak­mörkuð með inn­grip­um stjórn­valda. Hann full­yrti að viðskipti ættu að flæða eðli­lega í sam­ræmi við markaðsöfl eða „ósýni­legu hönd­ina“. Ekki voru all­ir hag­fræðing­ar sam­mála þess­ari nálg­un og héldu sum­ir hag­fræðing­ar því fram að sum lönd gætu verið betri í að fram­leiða marg­ar vör­ur og þannig haft for­skot á mörg­um sviðum, sem lýs­ir raun­veru­leik­an­um bet­ur. Breski hag­fræðing­ur­inn Dav­id Ricar­do kom fram í kjöl­farið með kenn­ing­una um sam­an­b­urðarfor­skot (e. comparati­ve at­vanta­ge) árið 1817. Hann hélt því fram að jafn­vel þótt land A hefði al­gera yf­ir­burði í fram­leiðslu ým­issa vara gæti samt verið sér­hæf­ing og viðskipti milli tveggja landa. Staðreynd­in er sú að mun­ur­inn á þess­um tveim­ur kenn­ing­um er lít­ill. Alþjóðaviðskipti byggj­ast enn í dag að grunni til á þess­um kenn­ing­um og hag­ur þjóða hef­ur vænkast veru­lega í kjöl­farið.

Áföll­in; Trump, C-19 og Pútín

Inn­rás­in í Úkraínu er þriðja áfallið sem heimsviðskipt­in verða fyr­ir á ein­um ára­tug. Fyrst gaf Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti tón­inn 2016-2020, með boðun ein­angr­un­ar­hyggju og viðskipta­stríði við nokk­ur lyk­il­ríki. Nú­ver­andi stjórn­völd hafa ekki dregið nægj­an­lega mikið til baka í þess­um efn­um og er það áhyggju­efni. Næst tók hin ill­ræmda far­sótt við, þar sem hag­kerf­in urðu fyr­ir mikl­um áföll­um í alþjóðleg­um vöru­viðskipt­um, fjár­magns- og fólks­flutn­ing­um. Nú er hafið skelfi­legt stríð í brauðkörfu Evr­ópu með þeim af­leiðing­um að setið er um hafn­ir Svarta­hafs­ins og efna­hagsþving­an­ir á Rúss­land hafa hrundið af stað fram­boðsáfalli sem allt heims­hag­kerfið finn­ur sár­lega fyr­ir. Verðið á hveiti hef­ur hækkað um 40% og það kann að vera að Evr­ópu­bú­ar upp­lifi skort á gasi til hit­un­ar næsta vet­ur. Þá hef­ur verð á nikk­eli rokið upp en það er meðal ann­ars notað í raf­geyma, t.d. fyr­ir raf­magns­bíla.

Frek­ari aðför að alþjóðaviðskipt­um mun vinna gegn lífs­kjör­um á heimsvísu, því verða þjóðir heims að standa sam­an gegn því að al­var­leg aft­ur­för verði í alþjóðaviðskipt­um. Það kall­ar meðal ann­ars á nýtt átak til efl­ing­ar heimsviðskipt­um þar sem snúið verður af braut viðskipta­tak­mark­ana, sem skotið hafa upp koll­in­um á síðustu árum, en horft verði til þess hvað bet­ur má fara í viðskipt­um landa á milli með skýr­ari regl­um og stuðningi við alþjóðastofn­an­ir á þessu sviði, þar með talið Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina (WTO).

Staða Íslands í alþjóðaviðskipt­um

Ekk­ert er sjálf­gefið í þess­um efn­um. Viðskiptaum­hverfi Íslands er með besta móti. Hags­mun­ir okk­ar eru tryggðir í gegn­um EFTA, með samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, í gegn­um tví­hliða viðskipta­samn­inga og inn­an fjölþjóðlegra stofn­ana eins og Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (e. OECD). Við erum þjóð sem þrífst á alþjóðaviðskipt­um!

Í sögu­legu ljósi hef­ur hag­ur ís­lensku þjóðar­inn­ar vænkast með aukn­um viðskipt­um enda er talið að smærri ríki njóti einkum góðs af frjáls­um viðskipt­um. Oft er talið að fyrra tíma­bil hnatt­væðing­ar hafi átt sér stað í fram­haldi af tækni­fram­förum upp úr miðri 19. öld og staðið fram að fyrra stríði. Seinna tíma­bilið hófst síðan eft­ir að seinni heims­styrj­öld­inni lauk. Lífs­kjör okk­ar eru góð vegna þess að aðgengi að helstu mörkuðum, hvort held­ur með sjáv­ar­fang, orku, ferðaþjón­ustu eða hug­verk, er gott. Um leið og ein­hverj­ar blik­ur eru á lofti um slíkt aðgengi, þá rýrna lífs­kjör hratt á Íslandi og því þurfa stjórn­völd stöðugt að vera á tán­um og end­ur­meta stöðuna.

Góður ár­ang­ur Íslands utan ESB

Á hverj­um degi á Ísland í frá­bæru alþjóðlegu sam­starfi á fjöl­mörg­um sviðum sem við get­um verið stolt af. Þar er mjög gott sam­starf við Evr­ópu eng­in und­an­tekn­ing. Ísland er í raun í öf­undsverðri stöðu að vera þátt­tak­andi í góðu sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið og önn­ur ríki inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins á grund­velli EES-samn­ings­ins – og á sama tíma geta gert tví­hliða fríversl­un­ar­samn­inga við önn­ur ríki í heim­in­um. Versl­un­ar­frelsi Íslands er gott og á und­an­förn­um árum hef­ur viðskipta­stefna Íslands, til dæm­is hvað varðar álagn­ingu tolla og vöru­gjalda, þró­ast mjög í frjáls­ræðisátt. Þannig voru al­menn­ir toll­ar felld­ir niður af fatnaði og skóm í árs­byrj­un 2016 og af hvers kyns ann­arri iðnaðar­vöru í árs­byrj­un 2017 svo dæmi séu tek­in. Í sam­an­b­urði á tollaum­hverfi Íslands, ESB og hinna EFTA-ríkj­anna kom fram að hlut­fall toll­skrár­núm­era sem bera ekki toll nam tæp­um 90% hér á landi en var um 27% í ESB. Þá var meðaltoll­ur einnig lægri hér, 4,6% miðað við 6,3% inn­an ESB.

Snýst á end­an­um um lífs­kjör

Það er ljóst að vel­meg­un á Íslandi er með því mesta sem geng­ur og ger­ist í ver­öld­inni allri – og þar skip­um við okk­ur í deild með lönd­um eins og Nor­egi og Sviss sem einnig standa utan ESB. Það er stefna okk­ar í Fram­sókn sem og stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan ESB. Ný­verið var þings­álykt­un­ar­til­laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu lögð fram af þing­flokki Pírata, Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar. Rök­semd­in fyr­ir tíma­setn­ingu þjóðar­at­kvæðagreiðslu um svona veiga­mikið atriði er vík­ur að skerðingu full­veld­is­ins ligg­ur ekki fyr­ir. En leiða má að því lík­ur að tíma­bund­inn auk­inn stuðning­ur við aðild að ESB í skoðana­könn­un­um spili þar inn í. Stuðning­ur sem sum­ir telja til­kom­inn vegna óviss­unn­ar sem inn­rás Rússa í Úkraínu hef­ur valdið. Síðast þegar stuðning­ur við aðild að ESB jókst tals­vert var í kjöl­far fjár­mála­áfalls­ins 2008. Fram­lagn­ing fyrr­nefndr­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu er ekki síður at­hygl­is­verð í ljósi þess að aðeins 6 mánuðir eru liðnir frá þing­kosn­ing­um í land­inu þar sem kjós­end­ur sögðu skoðun sína á lýðræðis­leg­an hátt. Óhætt er að segja að þeir flokk­ar sem vilja ganga í Evr­ópu­sam­bandið, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn, hafi ekki riðið feit­um hesti frá þeim kosn­ing­um með aðild­ar­mál­in að vopni. Þannig var Viðreisn gerð aft­ur­reka í kosn­inga­bar­átt­unni með efna­hags­hug­mynd­ir sín­ar um að varða leiðina í átt að upp­töku evru. Mig rek­ur einnig ekki minni til þess að Viðreisn hafi gert aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu að skil­yrði þegar hún hafði tæki­færi til þess í rík­is­stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Bjartri framtíð. Það seg­ir vissu­lega ákveðna sögu. Þegar öllu er á botn­inn hvolft snýst þetta um góð lífs­kjör. Líkt og hef­ur verið rakið hér að ofan hef­ur Ísland komið sér í sterka stöðu á sviði alþjóðaviðskipta og lífs­kjara í fremstu röð. Stefna okk­ar hingað til hef­ur virkað vel í þeim efn­um, og á þeirri braut eig­um við að halda ótrauð áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. apríl 2022.

Categories
Greinar

30. mars 1949

Deila grein

30/03/2022

30. mars 1949

„Hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada,“ sagði Winst­on Churchill, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, er hann kjarnaði orð eins hers­höfðingja sinna um hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands í seinni heims­styrj­öld­inni. All­ar göt­ur síðan hef­ur land­fræðileg lega Íslands skipað grund­vall­arsess í varn­ar­mál­um vest­rænna ríkja.

Tryggt frelsi og ör­yggi hef­ur um ára­bil verið grund­vall­arþátt­ur í vel­ferð okk­ar. Það var því fram­sýnt skref sem ís­lensk stjórn­völd stigu 30. mars 1949 þegar ákveðið var að Ísland myndi ger­ast stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Með því skipaði Ísland sér í hóp 12 stofn­ríkja sam­bands­ins. Þar sem herlaus þjóð gat ekki varið sig fór Atlants­hafs­banda­lagið þess á leit við Ísland og Banda­rík­in að rík­in gerðu ráðstaf­an­ir sín á milli með varn­ar­samn­ingn­um árið 1951 við Banda­rík­in. Á þeim tíma var varn­ar­leysi lands­ins talið stofna ör­yggi þess sjálfs og friðsamra ná­granna þess í voða eins og það er orðað í samn­ingn­um. Staðfesta stjórn­valda þess tíma tryggði aðstöðu hér á landi til að sinna vörn­um og varðveita þannig frið og ör­yggi á svæðinu.

Í ljósi þess friðsama veru­leika sem við á Íslandi höf­um búið við und­an­far­in ár hef­ur umræða um varn­ar­mál verið í lág­marki. Það má segja að á einni nóttu hafi veru­leiki Evr­ópuþjóða breyst með óverj­an­legri inn­rás Rússa í Úkraínu. Stríðið sem þar geis­ar er köld áminn­ing um að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við hér á vest­ur­hveli jarðar er ekki sjálf­sögð. Lýðræðið, frelsið og mann­rétt­ind­in eru ekki sjálf­gef­in. Það er nauðsyn­legt að standa vörð um þessi gildi og verja þau gegn ábyrgðarleysi og þeim sem kæra sig lítt um þau.

Árás­ar­stríðið í Evr­ópu und­ir­strik­ar mik­il­vægi varn­ar­mála og staðfest­ir nú sem endra­nær mik­il­vægi þess að taka virk­an þátt í ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi vest­rænna lýðræðisþjóða. Ég er stolt að hafa staðið í stafni sem ut­an­rík­is­ráðherra þegar fyrsta þjóðarör­ygg­is­stefna lands­ins var samþykkt á Alþingi Íslend­inga 13. apríl 2016. Í henni eru tí­undaðar áhersl­ur sem ætlað er að tryggja sjálf­stæði, full­veldi og friðhelgi landa­mæra Íslands, ör­yggi borg­ar­anna og vernd stjórn­kerf­is og grunn­innviða sam­fé­lags­ins. Þá var nýtt þjóðarör­ygg­is­ráð sett á lagg­irn­ar sem met­ur ástand og horf­ur í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um með reglu­legu milli­bili og hef­ur eft­ir­lit með fram­fylgd þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar.

Á þeim árum sem liðin eru frá stofn­un Atlants­hafs­banda­lags­ins hef­ur starf­semi þess og þátt­taka Íslands tekið mikl­um breyt­ing­um. Það end­ur­spegl­ar hinn sí­breyti­lega veru­leika sem við búum við og þurf­um að laga okk­ur að hverju sinni – hvort sem um er að ræða kalda­stríðs-, hryðju­verka-, netör­ygg­is- eða Rúss­land­s­ógn­ir. Reglu­lega ger­ast at­b­urðir sem und­ir­strika mik­il­vægi þess að huga vel að varn­ar­mál­um. Þá vakt þurf­um við ávallt að standa og taka virk­an þátt með vinaþjóðum okk­ar í að standa vörð um þá sam­fé­lags­gerð sem við þekkj­um. Þrátt fyr­ir að Ísland sé lítið skipt­ir fram­lag okk­ar miklu máli í þessu sam­hengi – rétt eins og Winst­on Churchill benti rétti­lega á hér á árum áður.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2022.

Categories
Greinar

Pútín-efnahagskreppan! Hversu stór?

Deila grein

27/03/2022

Pútín-efnahagskreppan! Hversu stór?

Stríðið í Úkraínu hef­ur varað í rúm­an mánuð. Af­leiðing­arn­ar birt­ast okk­ur á degi hverj­um, með mynd­um af mann­falli al­mennra borg­ara. Millj­ón­ir flótta­manna eru á ver­gangi, heilu íbúðahverf­in hafa verið jöfnuð við jörðu, ung­ar fjöl­skyld­ur eru aðskild­ar – allt eru þetta birt­ing­ar­mynd­ir mis­kunn­ar­lauss stríðs í Evr­ópu, sem flest okk­ar þekkja ein­ung­is úr sögu­bók­um. Við finn­um fyr­ir af­leiðing­um stríðsins á hverj­um degi; verð á bens­ín, mat, kambstáli og nikk­el hef­ur hækkað veru­lega. Þess­ar hækk­an­ir þýða að verðbólga eykst og neysla og hag­vöxt­ur munu minnka. Lífs­kjör á heimsvísu rýrna! Þess má geta að Rúss­land og Úkraína fram­leiða 26% af hveiti, 16% af korni, 30% af byggi og 80% af sól­blóma­ol­íu. Ljóst er hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar munu finna fyr­ir mikl­um skorti á fram­leiðslu á þess­um afurðum og því miður munu fá­tæk­ustu lönd heims­ins lík­lega finna enn meira fyr­ir þessu.

Þörf á sam­stillt­um aðgerðum á heimsvísu

Það eru blik­ur á lofti og eft­ir­spurn­ar­kreppa gæti mynd­ast vegna verðhækk­ana. Þessi þróun þarf ekki að raun­ger­ast ef efna­hags­stjórn­in er skyn­söm. Til að kljást við Kreml­ar-ógn­ina verða leiðandi hag­kerfi heims­ins að stilla sam­an aðgerðir sín­ar sem miða að því að vera minna háð orku­fram­leiðslu Rúss­lands. Í hag­sög­unni eru dæmi eru mikl­ar hækk­an­ir á olíu, til dæm­is eft­ir Yom Kipp­ur-stríðið 1973 og ír­önsku bylt­ing­una 1979 og svo þær hækk­an­ir olíu­verðs sem áttu sér stað 2010-2011 eft­ir fjár­málakrepp­una 2008. Áhrif þess­ara hækk­ana á heims­hag­kerfið voru þó gjör­ólík. Fyrri hækk­an­ir höfðu mik­il áhrif og urðu til þess að veru­lega hægðist á alþjóðahag­kerf­inu en þær seinni gerðu það ekki. Hver er þá mun­ur­inn?

Tíma­mót­a­rann­sókn Bernan­kes, Gertlers og Wat­sons

Árið 1997 birtu Bernan­ke, Gertler og Wat­son tíma­móta­hagrann­sókn sem fjallaði um áhrif hækk­un­ar olíu­verðs á banda­ríska hag­kerfið. Niðurstaða þeirra var að efna­hagskreppa raun­gerðist ekki vegna þess að olíu­verð væri að hækka, held­ur vegna þess að seðlabank­inn hefði áhyggj­ur af víxl­verk­un launa og verðlags, og hækkuðu því stýri­vexti mikið sem viðbrögð við hækk­un olíu­verðs. Paul Krugman hef­ur ný­lega bent á mun­inn á því hvað gerðist eft­ir ol­íu­áfallið á 8. ára­tugn­um ann­ars veg­ar og hins veg­ar eft­ir fjár­málakrepp­una 2008 þegar Bernan­ke var við stjórn­völ­inn hjá banda­ríska seðlabank­an­um og hélt aft­ur af vaxta­hækk­un­um þrátt fyr­ir áköll um annað. Það ber þó að hafa bak við eyrað að aðstæður á hag­kerf­um heims­ins eru ólík­ar á hverj­um tíma og þurfa viðbrögð stjórn­valda að taka mið af því. Við höf­um lært af reynsl­unni að birt­ing­ar­mynd­ir efna­hags­áfalla eru ólík­ar. Það er ljóst að verðbólga er stórskaðleg öll­um hag­kerf­um og í ljósi verðhækk­ana und­an­far­inna mánaða er ekki að undra að vaxta­hækk­un­ar­ferlið sé hafið víða um heim. Það er þó afar brýnt að þær efna­hagsþreng­ing­ar sem eru í vænd­um verði ekki of mikl­ar og seðlabank­ar bregðist ekki of hart við. Í því sam­bandi er mik­il­vægt að sam­ræm­is sé gætt í stefnu­mörk­un hins op­in­bera. Af þeim sök­um er mik­il­vægt að hið op­in­bera gangi í takt og styðji við pen­inga­stefn­una, t.d. í rík­is­fjár­mál­um.

Horf­urn­ar á Íslandi

Hnökr­ar í alþjóðaviðskipt­um hafa hægt á end­ur­reisn­inni í kjöl­far Covid. Óverj­an­leg inn­rás Rússa í Úkraínu eyk­ur enn á lík­ur þess að það hægi á hag­vexti. Hrávöru­verð hækk­ar mikið á alþjóðamörkuðum og því mun verðbólga aukast í kjöl­farið. Það verður áfram óvissa um þró­un­ina meðan stríðið var­ir. Óljóst er þó hvaða áhrif stríðið hef­ur á greiðslu­jöfnuð þjóðarbús­ins, þ.e. lík­legt er að viðskipta­kjör rýrni vegna hækk­andi verðbólgu en á móti kem­ur að ferðaþjón­ust­an virðist enn standa sterkt. Því ætti gengi krón­unn­ar að hald­ast stöðugt að öllu öðru óbreyttu. Íslend­ing­ar þurfa ekki að leita í sögu­bæk­urn­ar til að kynna sér áhrif verðbólgu á heim­il­in. Stóra málið í efna­hags­stjórn­inni hér á landi er að halda verðbólg­unni í skefj­um. Það er mjög sorg­legt að horfa upp á að helm­ing­ur­inn af 6,2% verðbólg­unni á Íslandi er vegna mik­ill­ar hækk­un­ar hús­næðis­verðs á höfuðborg­ar­svæðinu. 22,4% hækk­un mæl­ist nú á höfuðborg­ar­svæðinu! Hér er ekki gengið í takt til stuðnings bar­átt­unni gegn verðbólg­unni! Það verður að auka fram­boð hag­kvæmra lóða og fara í stór­átak í hús­næðismál­um ef þetta á ekki að enda með efna­hags­legu stór­slysi, því er afar gott að skipu­lags­mál­in séu kom­in í innviðaráðuneyti Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar!

Það hafa orðið ótrú­leg­ar breyt­ing­ar í heim­in­um á ein­um mánuði og óviss­an verður áfram ríkj­andi á meðan stríðið var­ir og jafn­vel leng­ur. Það er auðvitað hrylli­leg til­hugs­un að heim­ur­inn sé jafn­brot­hætt­ur og raun ber vitni. Brýn­ast fyr­ir hag­stjórn­ina bæði á heimsvísu og hér inn­an­lands er að fara í aðgerðir sem miða að því að draga úr verðbólguþrýst­ingi og styðja Seðlabanka Íslands í sinni veg­ferð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2022.

Categories
Fréttir

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Deila grein

23/03/2022

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Í kjölfar óverjanlegrar innrásar Rússlands í hina frjálsu og fullvalda Úkraínu gjörbreyttist sá friðsami veruleiki sem Evrópa hefur búið við. Borgir og bæir hafa nánast verið jafnaðir við jörðu og milljónir manna hafa neyðst til þess að flýja heimili sín til vinveittra nágrannaríkja. Þar hefur lofsvert framlag Póllands skipt gríðarlega miklu máli en Pólverjar hafa með hlýju tekið á móti mestum fjölda þeirra Úkraínubúa sem flúið hafa landið sitt.

Nýverið átti ég áhrifamikinn fund með Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem hugmynd að Samstöðutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands til stuðnings Úkraínu fæddist. Við ræddum saman um þann fjölda flóttamanna sem kemur daglega frá Úkraínu til Póllands og veltum því fyrir okkur hvernig við gætum sýnt táknrænan stuðning. Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þessari hugmynd afar vel og setti tónleikana strax á dagskrá með stuðningi ríkisstjórnar Íslands. Sameiningar- og samtakamáttur menningar er mikill og við erum stolt af því hvernig menningarlífið á Íslandi getur sýnt stuðning sinn í verki fyrir þau sem eiga um sárt að binda. Samstöðutónleikarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 24. mars klukkan 19.30 í Hörpu og fer miðasala fram á vefsíðunni sinfonia.is þar sem einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um dagskrána. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til hjálpar fötluðu fólki í Úkraínu sem er sérstaklega berskjaldað í stríðinu sem nú geisar. Þessi hópur getur síður flúið og orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar og því mikilvægt að leggja honum lið.

Ég hef trú á því að samtakamáttur í sinni víðustu mynd skipti máli í þeirri stöðu sem uppi er. Þannig hafa vestræn ríki sýnt fordæmalausa samstöðu við að refsa Rússum fyrir framferði þeirra sem og við að styðja Úkraínu á þessum erfiðu tímum með ýmsum hætti. Ég er þakklát öllu því fólki sem leggur málstað lið. Samstöðutónleikarnir eru þar eitt innlegg af mörgum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 23. mars 2022

Categories
Greinar

Ný Framsókn um allt land

Deila grein

23/03/2022

Ný Framsókn um allt land

Fátt er stjórn­mál­un­um óviðkom­andi þegar kem­ur að því að skapa hag­felld skil­yrði fyr­ir fólk til þess að lifa góðu lífi. Hring­inn í kring­um landið tek­ur fólk úr ýms­um átt­um þátt í stjórn­mál­um til þess að bæta sam­fé­lagið sitt og stuðla að aukn­um lífs­gæðum.

Um liðna helgi fór fram 36. flokksþing Fram­sókn­ar und­ir yf­ir­skrift­inni Ný Fram­sókn um allt land, en sá vett­vang­ur fer með æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins. Þar var sam­an kom­inn öfl­ug­ur hóp­ur fólks sem brenn­ur fyr­ir því að bæta sam­fé­lagið með sam­vinn­una að leiðarljósi. Virki­lega ánægju­legt var að sjá þá miklu breidd og þau fjöl­mörgu nýju and­lit sem hafa gengið til liðs við flokk­inn og taka þátt af full­um krafti í mál­efn­a­starfi hans. Það end­ur­spegl­ar þann mikla meðbyr sem Fram­sókn nýt­ur um allt land sem er já­kvæður upp­takt­ur fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar þann 14. maí.

Und­an­far­in sex ár hafa verið ágæt­is­prófraun fyr­ir Fram­sókn. Á þess­um tíma hef­ur gengið á ýmsu, meðal ann­ars þrjár alþing­is­kosn­ing­ar, klofn­ing­ur og fleira. And­spæn­is slík­um áskor­un­um hef­ur fram­sókn­ar­fólk hring­inn í kring­um landið risið upp og tekið slag­inn fyr­ir hug­sjón­um sín­um, rúm­lega aldr­ar gamla flokk­inn sinn og sótt fram til sig­urs. Flokk­ur­inn kem­ur vel nestaður og full­ur orku til leiks í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eft­ir vel heppnaðar alþing­is­kosn­ing­ar í sept­em­ber síðastliðnum.

Ljóst er að fjöl­marg­ir kjós­end­ur sam­sama sig vel með því sem Fram­sókn stend­ur fyr­ir, því sem flokk­ur­inn iðkar og áork­ar fyr­ir sam­fé­lagið. Rót­gró­in aðferðafræði sam­vinnu er ekki sjálf­gef­in – en hana höf­um við í Fram­sókn stuðst við í allri okk­ar vinnu, hvort sem um er að ræða í rík­is- eða sveit­ar­stjórn­um.

Und­an­farið hafa fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar verið kynnt­ir. Þeir eru skipaðir úr­vals­sveit­um fólks með fjöl­breytt­an bak­grunn, reynslu og þekk­ingu. Það skipt­ir miklu máli hvernig haldið er utan um stjórn­artaum­ana í sveit­ar­fé­lög­um enda bera þau ábyrgð á mik­il­vægri nærþjón­ustu við íbú­ana.

Ég tel að fólk sé ekki að kalla eft­ir ein­streng­ings­legri vinstri- eða hægri­stefnu – held­ur miðju­stefnu líkt og Fram­sókn­ar, stefnu sem virk­ar og eyk­ur raun­veru­lega lífs­gæði íbú­anna. Þetta á sér­stak­lega við í Reykjar­vík­ur­borg þar sem önd­verðir pól­ar hafa tek­ist hart á und­an­far­in ár. Þétt­ing eða dreif­ing byggðar, bíll eða hjól eru dæmi um orðræðu sem hafa her­tekið borgar­póli­tík­ina á sama tíma og þjón­ustu borg­ar­inn­ar hrak­ar. Í þessu krist­all­ast þörf­in fyr­ir sterka rödd Fram­sókn­ar á miðjunni. Hið aug­ljósa er að tala um þétt­ingu og dreif­ingu byggðar, bíl og hjól. Þannig eig­um við að nálg­ast viðfangs­efni sam­fé­lags­ins, út frá þörf­um fólks sem vill ein­fald­lega að hlut­irn­ir virki. Á það mun Fram­sókn leggja áherslu á í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um um allt land, brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða og stuðla að já­kvæðri um­bót­um fyr­ir sam­fé­lagið allt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. mars 2022

Categories
Greinar

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Deila grein

07/03/2022

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Á mín­um upp­vaxt­ar­ár­um var kalda stríðið í al­gleym­ingi og heims­stjórn­mál­in gengu út á það. Ég, líkt og önn­ur börn, hafði mikl­ar áhyggj­ur af kjarn­orkukapp­hlaupi Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Eins und­ar­legt og það kann að hljóma, þá var ég mjög meðvituð um 5. gr. Stofn­sátt­mála Atlants­hafs­banda­lags­ins um að árás á eitt ríki væri árás á þau öll. Þetta létti ekki á öll­um áhyggj­um en í því var ein­hver hugg­un að Ísland stæði ekki eitt úti á ball­ar­hafi. Því miður hafa ör­ygg­is- og varn­ar­mál­in aft­ur orðið meg­in­viðfangs­efni heims­mál­anna eft­ir að Rúss­land réðst á Úkraínu. Það er þyngra en tár­um taki að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni og horfa á blóðugt mann­fall og hundruð þúsunda flótta­manna yf­ir­gefa ástkæra fóst­ur­jörð sína. Vest­ur­lönd­in hafa í sam­ein­ingu brugðist við með því að beita Rúss­land þyngstu efna­hagsþving­un­um sem gripið hef­ur verið til í nú­tíma­hag­sögu.

Efna­hagsþving­an­ir og áhrif­in

Efna­hagsaðgerðirn­ar sem gripið hef­ur verið til ná til um fimm­tíu ríkja sem standa und­ir stór­um hluta af heims­fram­leiðslunni. Rúss­neska hag­kerfið er 11. stærsta hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar. Lokað hef­ur verið á greiðslumiðlun­ar­kerfi heims­ins gagn­vart rúss­nesk­um viðskipt­um, sem hef­ur mik­il áhrif á alla þá aðila sem stunda viðskipti við Rúss­land og fryst­ir greiðslur til og frá land­inu. Að auki ná aðgerðirn­ar til hins um­fangs­mikla gjald­eyr­is­forða Rúss­lands, sem nem­ur um 630 ma.kr. banda­ríkja­dala. Stærsti hluti forðans er í reynd fryst­ur. Þessi aðgerð er tal­in vega þyngst og áhrif­anna gætti strax þar sem gjald­miðill­inn féll um 30% og verð á hluta­bréfa­mörkuðum hríðféll á fyrsta viðskipta­degi eft­ir að aðgerðirn­ar tóku gildi. Seðlabanki Rúss­lands var knú­inn til að hækka stýri­vexti sína úr 9,5% í 20%. Al­menn­ing­ur finn­ur strax fyr­ir þessu í minni kaup­mætti og vöru­skorti. Frek­ari af­leiðing­ar eru að sett hafa verið ströng gjald­eyr­is­höft og biðraðir mynd­ast í banka­úti­bú­um og í mat­vöru­versl­un­um. Áhrif­in á aðra markaði eru þau að olíu­verð hef­ur hækkað mikið ásamt ann­arri hrávöru. Þrátt fyr­ir að Rúss­land fram­leiði um þriðjung alls þess jarðgass sem nýtt er í Evr­ópu og að það sé ann­ar stærsti olíu­fram­leiðandi heims er hlut­ur Rússa á hrávörumarkaðnum á heimsvísu aðeins um 3%, en á móti kem­ur að 85% af út­flutn­ingsaf­urðum Rússa eru hrávör­ur. Það þýðir að áhrif­in af efna­hagsþving­un­um verða mun meiri á rúss­neska hag­kerfið en á heimsvísu. Lands­fram­leiðsla í Rússlandi er tal­in munu drag­ast sam­an um a.m.k. 11% og lík­lega verður sam­drátt­ur­inn meiri en í krepp­unni 1998. Öll þessi þróun mun leiða til hækk­un­ar á verðbólgu til skamms tíma.

Staða Íslands

Hin efna­hags­legu áhrif eru þó létt­væg í sam­an­b­urði við þann mann­lega harm­leik sem á sér stað. Gæfa Íslands í ut­an­rík­is­mál­um þjóðar­inn­ar er að í ný­stofnuðu lýðveldi var tek­in ákvörðun um ann­ars veg­ar að ger­ast stofnaðild­ar­ríki að Atlants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og hins veg­ar að gera varn­ing­ar­samn­ing við Banda­rík­in árið 1951. Þetta eru meg­in­stoðir í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni og hafa tryggt ör­yggi Íslands í ára­tugi. Það var fram­sýn þjóð sem valdi rétt á sín­um tíma og hef­ur í krafti friðar og ör­ygg­is náð að blómstra sem eitt öfl­ug­asta lýðræðis­sam­fé­lag ver­ald­ar. Mér þótti sem lít­illi telpu ágætt að vita til þess að við ætt­um sterka banda­menn. Á móti nýt­ur Úkraína þess ekki að vera aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins og því eru varn­ir rík­is­ins litl­ar við hliðina á Rússlandi. Okk­ur ber skylda til þess að styðja við Úkraínu og að vinna að því að þess­um hild­ar­leik ljúki sem fyrst!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­-ókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. mars 2022.

Categories
Greinar

Áfram á vaktinni

Deila grein

28/02/2022

Áfram á vaktinni

Öllum tak­mörk­un­um hef­ur verið aflétt á Íslandi eft­ir tveggja ára bar­áttu við far­sótt­ina ill­ræmdu. Ver­öld­in hef­ur þurft að tak­ast á við marg­slungn­ar af­leiðing­ar far­sótt­ar­inn­ar sem hafa birst með ýms­um hætti. Það tíma­bil sem nú sér fyr­ir end­ann á hef­ur reynst mik­ill próf­steinn á innviði fjöl­margra ríkja. Þannig hef­ur reynt veru­lega á heil­brigðis­kerfi, styrk hag­stjórn­ar ríkja sem og alþjóðlega sam­vinnu.

Fram­kvæmd aðgerða og ár­ang­ur Íslands

Á heimsvísu er hægt að full­yrða að einkar vel hafi tek­ist til við stjórn efna­hags­mála en mann­fall var mjög mis­mun­andi eft­ir ríkj­um heims­ins. Hægt er að full­yrða að á Íslandi hafi tek­ist vel til við að verja líf og heilsu fólks en dán­artíðni á hvern íbúa er sú lægsta í ver­öld­inni. Allt það frá­bæra fag­fólk sem staðið hef­ur vakt­ina í heil­brigðis­kerf­inu á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir fram­lag sitt í far­aldr­in­um. Þá tókst okk­ur einnig að halda skóla­kerf­inu gang­andi í gegn­um far­sótt­ina og er það mik­illi þraut­seigju okk­ar skóla­fólks að þakka. Reglu­lega sýndi það mikla aðlög­un­ar­hæfni í skól­um lands­ins til þess að glíma við breyti­leg­ar aðstæður sem tak­mark­an­ir tengd­ar far­aldr­in­um leiddu af sér. Að sama skapi má segja að efna­hagsaðgerðir séu vel heppnaðar. Lands­fram­leiðsla hef­ur verið að sækja í sig veðrið og jókst um 4,1% á fyrstu þrem­ur fjórðung­um síðasta árs og er áætlað að hag­vöxt­ur árs­ins 2021 verði um 5%. At­vinnu­leysi hef­ur minnkað hratt og slak­inn í þjóðarbú­inu minnk­ar ört. Að sama skapi hef­ur verðbólga auk­ist í 6,2% í fe­brú­ar og hef­ur ekki verið hærri í tæp­an ára­tug. Skýrist þessi mikla verðbólga að stór­um hluta af mik­illi hækk­un hús­næðis­verðs ásamt um­fangs­mikl­um hækk­un­um alþjóðlegs hrávöru­verðs og flutn­ings­kostnaðar. Afar brýnt er að ná tök­um á verðbólg­unni án þess þó að aðgerðirn­ar skaði efna­hags­bat­ann. Það kann að vera að þessi háa verðbólga verði tíma­bund­in, þar sem eft­ir­spurn á heimsvísu mun minnka um leið og áhrif efna­hagsaðgerðanna dvína. Það má einnig fast­lega bú­ast við því að óverj­an­leg inn­rás Rúss­lands inn í Úkraínu muni hafa áhrif á verðlagn­ingu ým­issa vöru­flokka sem og eft­ir­spurn. Þannig má gera ráð fyr­ir að verðbólga auk­ist tíma­bundið vegna hærra olíu­verðs og annarr­ar hrávöru.

Sam­an sem sam­fé­lag

Strax í upp­hafi far­ald­urs ákvað rík­is­stjórn­in að beita rík­is­fjár­mál­un­um af krafti til þess að tryggja öfl­uga viðspyrnu sam­fé­lags­ins eins og þurfa þykir hverju sinni – með svo­kallaðri efna­hags­legri loft­brú. Sú brú var stór og er heild­ar­um­fang efna­hags­ráðstaf­ana árin 2020 og 2021 um 215 millj­arðar króna svo dæmi sé tekið. Lögð var áhersla á að koma til móts við fólk og fyr­ir­tæki sem urðu illa fyr­ir barðinu á veirunni. Fyr­ir stjórn­völd var það sann­girn­is­mál að beita rík­is­fjár­mál­un­um með þeim hætti og tryggja að við fær­um sam­an sem sam­fé­lag í gegn­um kófið.

Það sem Thatcher gerði

Fyrr í mánuðinum viðraði ég hug­mynd­ir í þess­um anda um aukna aðkomu bank­anna að fjöl­skyld­um og fyr­ir­tækj­um, sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu, sem til að mynda vaxta­hækk­an­ir snerta með þyngri hætti en aðra. Til að ná slík­um mark­miðum nefndi ég einnig í því sam­hengi svo­kallaðan hval­reka­skatt í anda Mar­grét­ar Thatcher, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á of­ur­hagnað bank­anna sem nem­ur yfir 80 millj­örðum króna árið 2022. Fór hægri kon­an Thatcher þessa leið árið 1981 þegar bresk­ir bank­ar högnuðust veru­lega vegna hækk­un­ar stýri­vaxta þar í landi. Bú­ast má við því að sama verði upp á ten­ingn­um í af­komu banka hér á landi þar sem vaxtamun­ur mun aukast í kjöl­far hærri stýri­vaxta. Und­an­farið hef­ur margt fólk þurft að ráðast í dýr­ar fjár­fest­ing­ar til að tryggja sér og sín­um þak yfir höfuðið á fast­eigna­markaði sem ein­kenn­ist af mikl­um skorti á íbúðum vegna langvar­andi lóðaskorts. Þenn­an hóp þarf að styðja við strax í upp­hafi þreng­inga til að draga úr lík­um á greiðslu­vanda seinna meir. Þar skipt­ir sam­vinna stjórn­valda, fjár­mála­fyr­ir­tækja og fjöl­skyldna máli.

Lands­virkj­un áfram í eigu okk­ar allra

Það hug­ar­far að við séum öll í þessu sam­an hef­ur reynst okk­ur vel í gegn­um far­ald­ur­inn. Á sama tíma er ljóst að við blasa áskor­an­ir í rík­is­fjár­mál­um til að vinda ofan af þeim halla sem mynd­ast hef­ur vegna heims­far­ald­urs og viðspyrnuaðgerða sem hon­um tengj­ast. Við ætl­um okk­ur að vaxa út úr þeim halla með auk­inni verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu. Þar munu stjórn­völd halda áfram að skapa ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um hag­fellt og hvetj­andi um­hverfi til að sækja fram. Hug­mynd­ir um að selja allt að 40% hlut al­menn­ings í Lands­virkj­un eiga ekki að vera leiðin til að fjár­magna rík­is­sjóð til skamms tíma og get ég slegið því föstu að slík sala mun aldrei eiga sér stað á meðan Fram­sókn á sæti í rík­is­stjórn Íslands. Við vilj­um að Lands­virkj­un verði áfram í eigu allra Íslend­inga, sem burðarás fyr­ir ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Ég tel mjög breiða sam­fé­lags­lega sátt ríkja um slíkt og það eig­um við að virða.

Þrátt fyr­ir krefj­andi tíma und­an­far­in ár vegna veirunn­ar og góðan ár­ang­ur sem náðst hef­ur í gegn­um þann tíma er mik­il­vægt að sofna ekki á verðinum. Við lif­um enn á viðsjár­verðum tím­um vegna óafsak­an­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu, sem hef­ur áhrif á stöðu mála hér í Evr­ópu. Við mun­um tak­ast á við þær áskor­an­ir af festu og með sam­vinnu til að tryggja að Ísland verði áfram í sterkri stöðu til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar-, ferða- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 26. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Glæsilegur árangur

Deila grein

21/02/2022

Glæsilegur árangur

Um helg­ina lauk 72. alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Berlín. Hátíðin er með þeim virt­ari í heimi kvik­mynd­anna en mik­ill heiður fylg­ir því að eiga þar til­nefnt verk. Óhætt er að segja að ár­ang­ur Íslands á hátíðinni sé glæsi­leg­ur en list­ræn­ir stjórn­end­ur henn­ar völdu fjór­ar ís­lensk­ar mynd­ir í aðaldag­skrá hátíðar­inn­ar. Aldrei hafa jafn marg­ar ís­lensk­ar mynd­ir tekið þátt í dag­skránni og átti Ísland flest fram­lög allra Norður­landa í ár. Þannig fengu gest­ir hátíðar­inn­ar að njóta kvik­mynd­anna Ber­d­reymi og Against the Ice, stutt­mynd­ar­inn­ar Hreiðurs og sjón­varpsþátt­anna Svörtu sanda við góðan orðstír.

Árang­ur þessi er enn ein staðfest­ing á þeim mikla krafti sem býr í ís­lenski kvik­mynd­mynda­gerð. Ljóst er að slíkt ger­ist ekki að sjálfu sér. Allt það hæfi­leika­ríka fólk sem starfar í kvik­mynda­gerð á Íslandi á mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir frumsköp­un sína, elju og dugnað við fram­leiðslu og miðlun verka sinna. Þá skipt­ir einnig miklu máli að því fag­fólki og fyr­ir­tækj­um sem starfa í kvik­mynda­gerð sé sköpuð traust og sam­keppn­is­hæf um­gjörð utan um störf sín.

Vatna­skil urðu í um­hverfi kvik­mynda­gerða árið 1999 þegar að lög um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi voru samþykkt. Með þeim var rekstr­ar­um­hverfi kvik­mynda­geir­ans styrkt og sam­keppn­is­hæfni auk­in til mun­ar. All­ar göt­ur síðan hef­ur ár­ang­ur­inn birst okk­ur með skýr­um hætti. Kvik­mynda­gerð hef­ur verið áber­andi í ís­lensku menn­ing­ar- og at­vinnu­lífi og hef­ur velta grein­ar­inn­ar þre­fald­ast und­an­far­inn ára­tug og nem­ur nú um 30 millj­örðum króna á árs­grund­velli en vel á fjórða þúsund starfa við kvik­mynda­gerð.

Meðbyr­inn er mik­ill og til að mynda vill sí­fellt fleira ungt fólk starfa við skap­andi grein­ar, eins og kvik­mynda­gerðina. Starfs­um­hverfið er spenn­andi en óþarft er að telja upp öll þau stór­verk sem tek­in hafa verið upp á hér á landi með til­heyr­andi já­kvæðum áhrif­um á ferðaþjón­ust­una og ímynd lands­ins. Af of­an­greindu má álykta að með auk­inni fjár­fest­ingu muni grein­in geta skilað þjóðarbú­inu tals­vert meiri verðmæt­um en hún ger­ir nú. Með þetta í huga kynntu stjórn­völd nýja kvik­mynda­stefnu til árs­ins 2030 en hún var afrakst­ur góðrar sam­vinnu stjórn­valda og at­vinnu­lífs.

Stjórn­völd hafa ein­hent sér í að fylgja hinni nýju stefnu eft­ir af full­um krafti. Þannig voru til dæm­is fjár­mun­ir strax tryggðir til þess að koma á lagg­irn­ar há­skóla­námi í kvik­mynda­gerð við Lista­há­skóla Íslands og á fjár­lög­um þessa árs má finna rúm­lega 500 m.kr hækk­un til kvik­mynda­mála – sem að stærst­um hluta renn­ur til fram­leiðslu á kvik­mynda- og sjón­varps­efni. Þá er vinna þegar haf­in í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti sem miðar að því auka alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­gerðar hér á landi með hærri end­ur­greiðslum til að laða að stór kvik­mynda­verk­efni til Íslands.

Ljóst er að ár­ang­ur líkt og birt­ist okk­ur í Berlín hvet­ur okk­ur enn frek­ar til dáða við að stuðla að enn öfl­ugra um­hverfi kvik­mynda­gerðar hér á landi. Tæki­fær­in eru mý­mörg og þau ætl­um við að grípa.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. febrúar 2022.

Categories
Greinar

Muggur, myndlistin og menningararfurinn

Deila grein

11/02/2022

Muggur, myndlistin og menningararfurinn

Und­an­farna mánuði hef­ur sýn­ing­in MUGG­UR – Guðmund­ur Thor­steins­son staðið yfir í Lista­safni Íslands. Guðmund­ur (1891-1924), eða Mugg­ur, er einn merk­asti og af­kasta­mesti mynd­listamaður þjóðar­inn­ar – og í raun okk­ar fyrsti fjöll­istamaður. Ung­ur að árum flutt­ist hann til Kaup­manna­hafn­ar árið 1903 ásamt fjöl­skyldu sinni þar sem hann nam mynd­list við Kon­ung­lega lista­há­skól­ann á ár­un­um 1911-1915. Þrátt fyr­ir stutta ævi skildi Mugg­ur eft­ir sig nokkuð fjöl­breytt safn verka sem bera þess glöggt merki að hæfi­leik­um hans voru fá tak­mörk sett eins og rakið er í veg­legri bók sem Lista­safn Íslands gaf út hon­um til heiðurs árið 2021.

Mugg­ur, ásamt fleiri merk­um mynd­list­ar­mönn­um þjóðar­inn­ar, hef­ur und­ir­byggt sterk­an grunn fyr­ir menn­ing­ar­líf sam­tím­ans. Á Íslandi rík­ir kraft­mik­il og lif­andi mynd­list­ar­menn­ing og mynd­list­ar­starf­semi. Mynd­list leik­ur stórt hlut­verk í sam­fé­lag­inu. Hún er órjúf­an­leg­ur hluti af mennt­un, þroska og dag­legu lífi fólks um allt land. Mynd­listar­fólk er metið að verðleik­um og áhersla er á kennslu og nám í mynd­list og lista­sögu á öll­um skóla­stig­um. Mynd­list á vax­andi sam­fé­lags­legu hlut­verki að gegna og stuðlar að gagn­rýnni og skap­andi hugs­un og umræðu.

Fram und­an er til­efni til að beina sjón­um að frek­ari tæki­fær­um til vaxt­ar. Sköp­un ís­lenska lista­manna fang­ar at­hygli fólks hér á landi sem og er­lend­is. Árang­ur­inn birt­ist í fleiri tæki­fær­um ís­lenskra lista­manna til þátt­töku í kraft­mik­illi safn­a­starf­semi og vönduðum sýn­ing­um um allt land. Einnig end­ur­spegl­ast ár­ang­ur­inn í þátt­töku á virt­um alþjóðleg­um viðburðum og sýn­ing­um. Eft­ir­spurn eft­ir kaup­um á ís­lensk­um lista­verk­um er um­tals­verð.

Mynd­list verður eitt af áherslu­mál­um mín­um í ný­stofnuðu menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti og hef ég boðað að ný mynd­list­ar­stefna verði kynnt á fyrstu 100 starfs­dög­um ráðuneyt­is­ins og að inn­leiðing henn­ar verði í for­grunni á næstu árum.

Stefn­an mun kalla á fjöl­breytt­an stuðning við list­sköp­un, mennt­un, mynd- og miðlalæsi sem styðji við kraft­mikla mynd­list­ar­menn­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu á meðal al­menn­ings. All­ar for­send­ur eru til þess að efla mynd­list sem enn sýni­legri og öfl­ugri at­vinnu­grein sem að varp­ar já­kvæðu ljósi á landið okk­ar.

Ég hvet alla áhuga­sama til að heim­sækja Lista­safn Íslands um helg­ina, sem verður síðasta sýn­inga­helgi „MUGG­UR – Guðmund­ur Thor­steins­son“, og virða fyr­ir sér fjöl­breytt fram­lag hans til ís­lensks menn­ing­ar­arfs.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 11. febrúar 2022

Categories
Greinar

Tími tækifæranna

Deila grein

02/02/2022

Tími tækifæranna

Nýtt menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti (MVF) tók í gær form­lega til starfa í sam­ræmi við ný­samþykkta þings­álykt­un­ar­til­lögu um skip­an Stjórn­ar­ráðsins. Breyt­ing­ar sem í henni er að finna eru rót­tæk­ar en tíma­bær­ar og eru til þess falln­ar að fella ósýni­lega múra stofn­ana­menn­ing­ar og stuðla að sam­vinnu, sam­ráði og sam­hæf­ingu inn­an Stjórn­ar­ráðsins. Und­ir hið nýja ráðuneyti falla mál­efni menn­ing­ar, ferðaþjón­ustu og viðskipta og er hlut­verk þess að skapa þess­um mála­flokk­um um­hverfi sem stuðlar að vel­sæld og verðmæta­sköp­un fyr­ir sam­fé­lagið.

Því hlut­verki mun ráðuneytið sinna með því að auka skil­virkni, bæta þjón­ustu og nýta sam­legð mála­flokk­anna með öfl­ugu sam­starfi með áherslu á mik­il­vægi skap­andi greina og sam­keppn­is­hæfni. Lögð verður áhersla á vandaða stefnu­mót­un, virka sam­vinnu og upp­lýs­inga­miðlun ásamt því að auka traust á stofn­un­um og verk­ferl­um stjórn­sýsl­unn­ar og tryggja jafn­ræði og sjálf­bærni. Inn­an hins nýja ráðuneyt­is verður auk­in geta til hag­fræðilegra grein­inga til að styðja mið mark­viss­ari stefnu­mót­un í mála­flokk­um þess.

Það eru mörg sókn­ar­færi í sam­legð þess­ara þriggja stoða sem menn­ing, ferðaþjón­usta og viðskipti eru í ís­lensku sam­fé­lagi og mark­miðið er að há­marka þá sam­legð á sama tíma og við stönd­um vörð um kjarn­a­starf­semi og sér­stöðu grein­anna. Ferðaþjón­ust­an og menn­ing­ar­lífið njóta gagn­kvæms ávinn­ings af vel­gengni og hags­mun­ir þeirra eru samofn­ir á ýms­um sviðum. Þannig hafa ís­lensk­ir menn­ing­ar­viðburðir á borð við tón­list­ar- og kvik­mynda­hátíðir verið aðdrátt­ar­afl ferðamanna um ára­bil. Að sama skapi njóta skap­andi grein­ar góðs af stærri markaði sem fylg­ir fjölg­un ferðamanna og auk­inni eft­ir­spurn eft­ir ís­lenskri list og menn­ingu.

Til grund­vall­ar aðgerðum og áhersl­um nýs ráðuneyt­is verða mæli­kv­arðar sem ná utan um efna­hags­lega, sam­fé­lags­lega og hug­læga þætti sem ganga þvert á mála­flokka okk­ar. Mér finnst spenn­andi að hugsa til þess­ara mæli­kv­arða sem einskon­ar sköp­un­ar­vísi­tölu en það er vísi­tala sem við kepp­um að því að hækka og höf­um alla burði til. Um­svif þeirra at­vinnu­greina sem heyra und­ir nýtt menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti eru nú þegar mik­il en fram­lag þeirra til vergr­ar lands­fram­leiðslu er rúm­lega 40%. Við ætl­um okk­ur að gera enn bet­ur. Okk­ar stærstu mark­mið eru að árið 2030 muni út­gjöld ferðamanna hér á landi nema 700 millj­örðum króna og að út­flutn­ing­verðmæti menn­ing­ar verði 20 millj­arðar. Að auki vilj­um við koma Íslandi í hóp 15 efstu landa hvað viðkem­ur viðskiptaum­hverfi og sam­keppn­is­hæfni.

Það er því til mik­ils að vinna fyr­ir þjóðarbúið ef rétt er haldið á mál­um. Tími tæki­fær­anna er runn­inn upp og með samþætt­ingu þess­ara mála­flokka í nýju ráðuneyti menn­ing­ar- og viðskipta­mála eru skapaðar trygg­ari for­send­ur til að grípa þau og stuðla þannig að sókn í þágu sam­fé­lags­ins alls með til­heyr­andi vexti og vel­sæld til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. febrúar 2022.