Categories
Greinar

Viðnámsþróttur íslenska hagkerfisins er mikill en blikur eru á lofti

Deila grein

29/04/2022

Viðnámsþróttur íslenska hagkerfisins er mikill en blikur eru á lofti

Sam­kvæmt hagspá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins sem birt­ist í síðustu viku er spáð að veru­lega hægi á hag­vexti í kjöl­far árás­ar­stríðsins í Úkraínu og af sömu ástæðum jafn­framt spáð að enn muni bæt­ast í verðbólgu miðað við fyrri spá frá því í janú­ar sl. Ein stærsta efna­hags­áskor­un­in sem alþjóðahag­kerfið hef­ur staðið frammi fyr­ir um ára­bil er ein­mitt verðbólga og þær aðgerðir sem verður að ráðast í til að ná tök­um á henni. Það á ekki að koma á óvart að gert sé ráð fyr­ir um 7% verðbólgu meðal iðnvæddra ríkja í ljósi þess að pen­inga­magn í um­ferð jókst veru­lega í kjöl­far alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar 2008-2009. Ásamt því var ráðist í um­fangs­mik­l­inn rík­is­stuðning vegna Covid-19-far­ald­urs­ins á heimsvísu. Áskor­un­in fram und­an verður að ná tök­um á verðbólg­unni með skyn­sam­legri hag­stjórn án þess að það bíti frek­ar á hag­vexti, en til þess þarf sam­stillt átak.

Verðbólg­an á heimsvísu

Verðbólga í Banda­ríkj­un­um mæld­ist í mars 8,5% á árs­grund­velli og hef­ur ekki verið hærri í rúm 40 ár. Á síðustu vik­um hef­ur verðbólga enn auk­ist með hækk­andi verði á olíu, málm­um og mat­væl­um og enn frek­ari hnökr­um á alþjóðleg­um birgðakeðjum. Ofan á þetta bæt­ist skort­ur á vinnu­afli. Óvíst er þó að verðbólg­an haldi áfram að hækka á árs­grund­velli, en hins veg­ar eru kjöraðstæður fyr­ir verðbólgu að ná fót­festu. Raun­vext­ir seðlabanka Banda­ríkj­anna eru nei­kvæðir, rík­is­fjár­mál ekki nægi­lega aðhalds­söm og trú­verðug­leiki pen­inga­stefnu hef­ur greini­lega beðið hnekki. Hætta er á að kaup­mátt­ur launa drag­ist sam­an vegna verðbólgu. Þess­ar aðstæður geta leitt til þess að neysla og fjár­fest­ing­ar drag­ist sam­an í Banda­ríkj­un­um og eru það mjög nei­kvæðar frétt­ir fyr­ir heims­hag­kerfið, því eins og sagt er að ef banda­ríska hag­kerfið hóst­ar – þá fær heims­hag­kerfið kvef. Svipuð staða er uppi beggja vegna Atlantsála. Horf­urn­ar í Evr­ópu hafa jafn­framt dökknað eft­ir að stríðið í Úkraínu braust út, verðbólga þar er einnig í hæstu hæðum og stærsta hag­kerfið þeirra, Þýska­land, er áfram háð Rússlandi með orku­öfl­un. Slík óvissa, og þær hækk­an­ir sem eru að eiga sér stað á orku og mat­væl­um, veld­ur því að vænt­ing­ar neyt­enda þar hafa versnað hratt. Hag­vöxt­ur í Kína mæld­ist 4,8% á fyrsta árs­fjórðungi og enn hef­ur hægt á efna­hags­bat­an­um í Kína vegna Covid-19. Óljóst er hvenær hjarðónæmi mun mynd­ast í því landi sem stund­um er kallað verk­smiðja heims­ins. Þetta ástand mun leiða til þess að við sjá­um frek­ari rof á birgðakeðjum. Reynsl­an kenn­ir okk­ur að verðbólga bitn­ar helst á þeim sem síst skyldi. Hætta er á að fjár­magns­straum­ar sem hafa legið til ný­markaðsríkja snú­ist við og hækk­un mat­væla er jafn­framt mikið áhyggju­efni meðal ný­markaðs- og þró­un­ar­ríkja.

Ísland og horf­urn­ar

Ísland er mjög opið hag­kerfi og ná­tengt hag­kerfi ná­grannaþjóða og get­ur okk­ar hag­kerfi smit­ast af efna­hags­áföll­um ekki síður en af far­sótt­um. Nokk­ur óvissa rík­ir hins veg­ar um áhrif versn­andi horfa í heims­bú­skapn­um á Ísland. Ljóst er þó að auk­in óvissa og verðbólga kunna að draga úr ferðavilja, hins veg­ar benda þær upp­lýs­ing­ar sem við höf­um und­ir hönd­um til að ferðasum­arið 2022 verði gjöf­ult. Horf­urn­ar fyr­ir aðrar lyk­ilút­flutn­ingsaf­urðir eru góðar, þar á meðal sjáv­ar­út­veg, álfram­leiðslu og hug­verkaiðnað. Sam­kvæmt fjár­mála­stöðug­leikamati Seðlabanka Íslands er staða fjár­mála­kerf­is­ins góð. Það dró úr van­skil­um lána árið 2021 í banka­kerf­inu, bæði hjá fyr­ir­tækj­um og heim­il­um. Einnig hef­ur hægt á skulda­vexti heim­ila und­an­farna mánuði.

Verðbólg­an mun samt áfram verða hag­kerf­inu snú­in og því afar brýnt að öll hag­stjórn­in rói á sömu mið. Bú­ast má við að inn­flutt verðbólga hafi áhrif og mögu­lega munu vaxta­breyt­ing­ar hafa áhrif á mikl­ar eign­ir þjóðar­inn­ar er­lend­is. Rík­is­fjár­mál­in þurfa að verða aðhalds­söm og pen­inga­stefn­an þarf já­kvæða raun­vexti til lengri tíma séð ekki síður en aðrir seðlabank­ar um víða ver­öld. Ein helsta upp­spretta verðbólgu á Íslandi und­an­far­in miss­eri hef­ur þó verið íbúðamarkaður­inn og gott dæmi um það er að aug­lýst­um íbúðum til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu hafði fækkað um nærri 69% frá því í árs­lok 2019 og ekki verið jafn fáar frá því að byrjað var að safna gögn­un­um árið 2006! Það er auðvitað þyngra en tár­um taki að borg­ar­skipu­lagið hafi ekki tekið á þess­um vanda. Niðurstaðan er sú að þessi þróun kem­ur lang­sam­lega verst niður á ungu fólki sem er að kaupa í fyrsta sinn.

Aðgerðir sem draga úr verðbólgu

Stærsta verk­efnið fram und­an er að ná tök­um á verðbólg­unni. Seðlabanki Íslands hef­ur verið skýr í sinni af­stöðu og hóf vaxt­ar­hækk­un­ar­ferlið einna fyrst­ur allra seðlabanka þróaðra ríkja. Bank­inn þarf að gera allt sem í hans valdi stend­ur til að vænt­inga­stjórn­in sé skýr og ein­beita sér að því að verðbólg­an hörfi. Ljóst er að rík­is­fjár­mál­in þurfa jafn­framt að vera aðhalds­söm til að styðja við pen­inga­stefn­una ásamt því sem vinnu­markaður­inn verður að taka til­lit til aðstæðna. Mark­miðið er að draga jafnt og þétt úr af­komu­halla og stöðva hækk­un skulda hins op­in­bera í hlut­falli af lands­fram­leiðslu eigi síðar en árið 2026. Þessi skýra sýn fer einnig sam­an með því að rík­is­sjóður styðji við þau heim­ili sem eru í mestri þörf. Vera kann að flýta þurfi aðgerðum sem miða að því að fjár­mála­kerfið spili með, svo sem með sveiflu­jöfn­un­ar­auk­an­um sem á að taka gildi í sept­em­ber nk. og end­ur­skoðun á gildi eig­in­fjárauk­ans.

Staðan í efna­hags­mál­um er sann­ar­lega vanda­söm, því seðlabank­ar heims­ins mega ekki stíga það fast á brems­urn­ar að þeir fram­kalli efna­hagskreppu, sér­stak­lega í ljósi þess að heims­bú­skap­ur­inn var rétt að ná sér eft­ir far­sótt­ina. Þrátt fyr­ir efna­hags­áskor­an­ir í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð býr ís­lenska hag­kerfið yfir mikl­um viðnámsþrótti. Staða rík­is­sjóðs er sterk, hrein­ar er­lend­ar eign­ir þjóðarbús­ins hafa aldrei verið meiri, fjár­hags­staða fyr­ir­tækja og heim­ila er góð, út­flutn­ings­at­vinnu­veg­ir eru þrótt­mikl­ir, þ.e.a.s. sjáv­ar­út­veg­ur, orku- og hug­verkaiðnaður. Ferðaþjón­ust­an er einnig að koma mjög sterk inn. Að auki höf­um við sjálf­stæða pen­inga­stefnu og svig­rúmið til aðgerða er mun meira en þeirra ríkja sem til­heyra evru­svæðinu og skuld­astaða þjóðar­inn­ar og vaxt­ar­horf­ur betri en yf­ir­leitt geng­ur og ger­ist á því svæði.

Þeir sem komn­ir eru fram yfir miðjan ald­ur og muna verðbólgu­tím­ann vilja ekki hverfa aft­ur til þess tíma þegar verðbólgu­draug­ur­inn ógnaði lífs­kjör­um ár eft­ir ár. Með sam­stilltu átaki get­um við komið í veg fyr­ir að hag­stjórn­ar­mis­tök fyrri ára­tuga séu end­ur­tek­in og viðhaldið stöðug­leika.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. apríl 2022.

Categories
Greinar

Halldór Kiljan Laxness í 120 ár

Deila grein

23/04/2022

Halldór Kiljan Laxness í 120 ár

120 ár eru frá því að Hall­dór Kilj­an Lax­ness fædd­ist í Reykja­vík 23. apríl árið 1902 og því fögn­um við. Til að und­ir­búa þau tíma­mót las ég bók Hall­dórs Guðmunds­son­ar: Hall­dór Lax­ness ævi­saga. Þessi bók er stór­virki og fjall­ar um ævi skálds­ins og menn­ing­ar- og stjórn­mála­sögu Íslands, Evr­ópu og Banda­ríkj­anna á 20. öld. Bók­in grein­ir frá bernsku Hall­dórs, náms­ár­um, dvöl hans í Kaup­manna­höfn, Taormínu, Hollywood, sam­skipt­um hans við helstu lista- og stjórn­mála­menn þjóðar­inn­ar, verk­um hans og svo hvernig átak­an­leg heila­bil­un­in náði und­ir­tök­un­um í lok­in. Saga Hall­dórs er ald­ar­speg­ill síðustu ald­ar.

Skáldið

Fyrsta skáld­saga Hall­dórs, Barn nátt­úr­unn­ar, kom út haustið 1919 þegar höf­und­ur­inn var aðeins 17 ára gam­all! Sag­an vakti at­hygli og í Alþýðublaðinu sagði m.a.: „Og hver veit nema að Hall­dór frá Lax­nesi eigi eft­ir að verða óska­barn ís­lensku þjóðar­inn­ar.“ Upp frá þessu sendi Hall­dór frá sér bók nán­ast á hverju ári í yfir sex ára­tugi. Af­köst hans voru mik­ill og skrifaði hann fjölda skáld­sagna, leik­rita, kvæða, smá­sagna­safna og end­ur­minn­inga­bóka og gaf auk þess út mörg greina­söfn og rit­gerðir. Kunn­ustu bók­mennta­verk Hall­dórs eru skáld­sög­urn­ar; Salka Valka, Sjálf­stætt fólk, Heims­ljós, Íslands­klukk­an og Gerpla, og raun­ar mætti telja upp mun fleiri. Árið 1955 hlaut Hall­dór Nó­bels­verðlaun­in í bók­mennt­um, fyrst­ur Íslend­inga, fyr­ir sagna­skáld­skap sinn sem end­ur­nýjað hafði stór­brotna ís­lenska frá­sagn­arlist. Verðlaun­in vöktu mikla at­hygli á verk­um Hall­dórs er­lend­is og hafa bæk­ur hans komið út á yfir fjöru­tíu tungu­mál­um um víða ver­öld og út­gáf­urn­ar eru yfir 500 tals­ins!

Per­són­an Hall­dór

Hall­dór var um­deild­ur vegna skrifa sinna og skoðana. Fylgispekt hans við Sov­ét­rík­in og þá hug­mynda­fræði er rétti­lega mest gagn­rýnd og eld­ist einkar illa. Í Skálda­tíma, sem kom út árið 1963, ger­ir Hall­dór til­raun til að gera þetta tíma­bil upp. Ýmsum fylgd­ar­mönn­um hans mis­líkaði mjög hvernig hann skrifaði um Sov­ét­rík­in en öðrum að hann hefði getað gengið lengra. Það mál verður ekki krufið hér enda erum við að fagna af­rek­um Nó­bels­skálds­ins. Að mínu mati eru það ekki aðeins skáld­verk Hall­dórs sem eru ald­ar­speg­ill ís­lensku þjóðar­inn­ar held­ur líka ævi hans sjálfs. Hann fæðist á tíma þegar Íslend­ing­ar eru fá­tæk þjóð og þegar hann kveður er heimalandið orðið eitt far­sæl­asta ríki ver­ald­ar­inn­ar. Umbreyt­ing­arn­ar eru gríðarleg­ar á þessu stuttu tíma­bili og eng­an skyldi undra að mik­il hug­mynda­fræðilega átök hafi átt sér stað á Íslandi. Eitt af því sem hef­ur heillað mig við ævi Hall­dórs er hversu mikið hug­rekki hann sýndi við að til­einka sér stefn­ur og strauma er­lend­is. Ung­ur sigldi hann til Kaup­manna­hafn­ar, dvaldi á Ítal­íu, hann fór til Hollywood til að kynna sér allt um hinn vax­andi kvik­myndaiðnað, var um­hverf­is- og húsafriðun­ar­sinni. Hann var á und­an sinni samtíð og án efa hef­ur þetta gert Hall­dór að þeim heims­borg­ara sem hann var en líka orðið til þess að hann sá land sitt og sögu í öðru ljósi.

Staf­setn­inga­stríð

Meðan seinni heims­styrj­öld­in geisaði háðu Íslend­ing­ar stríð um staf­setn­ingu. Frétt birt­ist í Vísi í októ­ber 1941 um vænt­an­leg­ar bæk­ur frá Vík­ingsprenti, þar sem áformað var að gefa Íslend­inga­sög­urn­ar út í nýrri út­gáfu, þar sem text­inn yrði með nú­tímastaf­setn­ingu og ætt­ar­tölu­langlok­um yrði sleppt. Til­kynnt var að Lax­dæla yrði fyrsta bók­in í flokkn­um. Að þess­ari út­gáfu stóðu þeir Ragn­ar Jóns­son – kennd­ur við Smára, Stefán Ögmunds­son og Hall­dór K. Lax­ness. Upp hófst hið svo­kallað staf­setn­inga­stríð. Jón­as Jóns­son frá Hriflu var al­farið á móti þess­ari út­gáfu en hafði af­rekað það að gjör­bylta mennta­kerf­inu, stofna Rík­is­út­varpið og leggja drög að stofn­un Þjóðleik­húss­ins. Jón­as taldi að Alþingi yrði að koma í veg fyr­ir að dýr­grip­ir þjóðar­inn­ar, forn­rit­in, væru dreg­in niður í svaðið, eins og hann orðaði það á þingi. Mikl­ar deil­ur ríktu um út­gáf­una í hart­nær tvö ár, höfðað var mál gegn út­gáf­unni og lyktaði með því að Hæstirétt­ur batt enda á staf­setn­ing­ar­stríðið í júní 1943 þegar þre­menn­ing­arn­ir voru sýknaðir, þar sem dóm­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að forn­rita­lög­in brytu í bága við stjórn­ar­skrána. Vegna þess­ara deilna end­ur­nýjaði Hall­dór kynni sín við forn­bók­mennt­irn­ar enn frek­ar næstu árin og afrakst­ur þess, Gerpla, kom út árið 1952.

Ný sókn fyr­ir forn­bók­mennt­ir

En af hverju er ég að rifja upp þessa sögu og hvers vegna þykir mér hún merki­leg? Sag­an er merki­leg vegna þess að þarna voru í stafni helstu for­ystu­menn þjóðar­inn­ar og höfðu sterka skoðun á tungu­mál­inu og menn­ing­ar­arf­in­um. Ég tel að okk­ar kyn­slóð skuldi fyrri kyn­slóðum að við ger­um forn­bók­mennt­un­um betri skil og fær­um þær nær unga fólk­inu. Ég tel að það eigi að end­urút­gefa Íslend­inga­sög­urn­ar með það að mark­miði að ein­falda aðgengi að þeim. Sög­urn­ar eru okk­ar arf­leifð og eru stór­skemmti­leg­ar. Hins veg­ar er það því miður svo að unga kyn­slóðin á sí­fellt erfiðara með nálg­ast inn­takið. Eitt af því sem ég hef dáðst að und­an­far­in ár er end­ur­sögn Kristjáns Guðmunds­son­ar á Grett­is sögu og mynd­lýs­ing­ar Mar­grét­ar Ein­ars­dótt­ur Lax­ness. Það sama má segja um end­ur­sögn Bryn­hild­ar Þór­ar­ins­dótt­ur á Eg­ils sögu, Njálu og Lax­dælu, end­ur­sögn Ein­ars Kára­son­ar á sögu Grett­is og Emblu Ýrar Báru­dótt­ur á sög­um úr Njálu. Eins hef­ur Þór­ar­inn Eld­járn end­ur­samið Há­va­mál Snorra-Eddu fyr­ir börn. Ég hvet höf­unda okk­ar ein­dregið til að halda áfram á þess­ari braut og gera miklu meira af því að nú­tíma­væða forn­bók­mennt­irn­ar okk­ar fyr­ir kyn­slóðir nýrra les­enda. Hollywood hef­ur gert góða hluti með Mar­vel-mynd­un­um sín­um um Þór! Ég full­yrði að ein besta af­mæl­is­gjöf til nó­b­el­skálds­ins væri að við gerðum átak í þessa veru og tryggðum með því enn betra aðgengi barna að menn­ing­ar­arf­in­um. Öll börn ættu að þekkja Freyju, Þór og Óðin!

Að mínu mati stend­ur þó eitt stend­ur upp úr þegar ævi Hall­dórs er skoðuð; það at­læti og ást sem hann hlaut sem ung­ur dreng­ur frá for­eldr­um sín­um og ömmu. Þau áttuðu sig fljótt á því að hann var hæfi­leika­rík­ur og þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð, þó efna­lít­il, til að stuðla að fram­göngu hans og að Hall­dór gæti látið drauma sína ræt­ast – sem um leið urðu draum­ar þjóðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. apríl 2022.

Categories
Greinar

Íslenski skálinn er klár í slaginn!

Deila grein

20/04/2022

Íslenski skálinn er klár í slaginn!

Einn mik­il­væg­asti vett­vang­ur sam­tíma­list­ar í heim­in­um, Fen­eyjat­víær­ing­ur­inn 2021, opn­ar dyr sín­ar að nýju í vik­unni, ári á eft­ir áætl­un vegna heims­far­ald­urs­ins. Tví­ær­ing­ur­inn hef­ur verið hald­inn annað hvert ár með nokkr­um und­an­tekn­ing­um all­ar göt­ur síðan 1895 og er orðinn þunga­miðja í alþjóðleg­um list­um og menn­ingu. Lista­menn hvaðanæva úr heim­in­um sem hafa verið vald­ir af þjóðlönd­um sín­um streyma til Fen­eyja til að kynna list sína og varpa já­kvæðu ljósi á land og þjóð. Það er mik­ill heiður fyr­ir þann ís­lenska mynd­list­ar­mann sem val­inn er til þátt­töku á tví­ær­ingn­um hverju sinni. Ísland tók fyrst þátt í hátíðinni árið 1960 þegar þeir Jó­hann­es Sveins­son Kjar­val og Ásmund­ur Sveins­son voru vald­ir til þátt­töku og hef­ur síðan þá ein­vala lið ís­lenskra lista­manna tekið þátt í hátíðinni, allt frá Erró til Kristjáns Davíðsson­ar.

Full­trúi Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um nú er mynd­list­armaður­inn Sig­urður Guðjóns­son. Hann er þekkt­ur fyr­ir magnþrung­in víd­eó­verk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Sig­urður á yfir tutt­ugu einka­sýn­ing­ar að baki víðs veg­ar um heim­inn og hlaut hann meðal ann­ars Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in árið 2018. Á síðustu árum hef­ur Sig­urður einnig unnið í sam­starfi við tón­skáld og þannig búið til verk sem sam­eina víd­eó, raf­hljóð og lif­andi flutn­ing list­unn­end­um til yndis­auka.

Þátt­taka á hinum alþjóðlega Fen­eyjat­víær­ingi skipt­ir máli fyr­ir ís­lenska menn­ingu. Árið 1984 varð sú já­kvæða breyt­ing að Ísland eignaðist einn eig­in þjóðarskála til sýn­ing­ar­halds á tví­ær­ingn­um en frá ár­inu 2007 hef­ur skál­inn verið til húsa víðsveg­ar um borg­ina. Árið 2020 tryggðu stjórn­völd hins veg­ar fjár­magn til að færa sýn­ing­ar­svæði Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um 2022 á aðalsvæði hátíðar­inn­ar. Sam­hliða því lagði Íslands­stofa til fjár­magn til kynn­ing­ar á þátt­töku Íslands í sam­vinnu við Kynn­ing­armiðstöð ís­lenskr­ar mynd­list­ar. Með til­færslu ís­lenska skál­ans skap­ast ótví­ræð tæki­færi til að kynna bet­ur ís­lenska mynd­list en í kring­um sex hundruð þúsund gest­ir heim­sækja að jafnaði það svæði sem skál­inn stend­ur nú á. Það þýðir að gesta­fjöldi í ís­lenska skál­an­um geti nær tutt­ugufald­ast frá því sem verið hef­ur síðastliðin ár.

Er þetta í takt við áhersl­ur stjórn­valda um að beina sjón­um að frek­ari tæki­fær­um til vaxt­ar á sviði menn­ing­ar og lista, meðal ann­ars á virt­um alþjóðleg­um viðburðum og sýn­ing­um. Munu slík­ar áhersl­ur meðal ann­ars birt­ast í nýrri mynd­list­ar­stefnu fyr­ir Ísland sem kynnt verður á fyrstu 100 starfs­dög­um nýs menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is. Það er gleðilegt að fleiri fái notið fram­lags Íslands á Fen­eyjat­víær­ingn­um með betra aðgengi. Íslenski skál­inn með Sig­urð Guðjóns­son í stafni er til­bú­inn í tví­ær­ing­inn, landi og þjóð til sóma!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. apríl 2022.

Categories
Greinar

Drifkraftur verðmætasköpunar

Deila grein

09/04/2022

Drifkraftur verðmætasköpunar

Hönn­un og arki­tekt­úr snerta dag­legt líf okk­ar á ótal vegu. Í vik­unni heim­sótti ég bæði Nor­eg og Dan­mörku ásamt full­trú­um ís­lensks at­vinnu­lífs til þess að kynna mér hvernig bæði lönd hafa hlúð að og stutt við hönn­un og arki­tekt­úr. Þarlend stjórn­völd í góðu sam­starfi við at­vinnu­líf hafa á und­an­förn­um árum lagt aukna áherslu á að styðja við þess­ar grein­ar með það að mark­miði að auka verðmæta­sköp­un og lífs­gæði með mark­viss­um hætti.

Í Dan­mörku hef­ur til að mynda um­fang hönn­un­ar, arki­tekt­úrs og annarra skap­andi greina farið vax­andi í dönsku hag­kerfi und­an­far­in ár. Tug­ir þúsunda starfa inn­an skap­andi greina þar í landi og hef­ur vöxt­ur í út­flutn­ingi grein­anna verið um 4,8% ár­lega síðan 2011. Árið 2020 fóru út­flutn­ings­verðmæti skap­andi greina yfir 14 millj­arða evra en tísku­varn­ing­ur er til að mynda fjórða stærsta út­flutn­ings­stoð Dan­merk­ur. Dönsk stjórn­völd hafa lagt auk­inn þunga í stefnu­mót­un fyr­ir skap­andi grein­ar með sér­stök­um sókn­aráætl­un­um.

Það var einnig lær­dóms­ríkt að heyra hvernig norsk stjórn­völd hafa séð tæki­fær­in í að styðja við og efla hönn­un til þess tak­ast á við sam­fé­lags­leg­ar áskor­an­ir og auka lífs­gæði. Lögð er áhersla á að fá hönnuði að borðinu strax í upp­hafi verk­efna til þess bæta loka­út­komu verk­efna, hvort sem um er að ræða í op­in­berri þjón­ustu eða ann­ars staðar.

Með nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti verður skap­andi grein­um sem þess­um gert hærra und­ir höfði enda tæki­fær­in í slíku ótví­ræð. Það er mik­il­vægt að auka skiln­ing á mik­il­vægi hönn­un­ar og arki­tekt­úrs fyr­ir þjóðfé­lagið og kynna ís­lenska hönn­un og arki­tekt­úr hér á landi og er­lend­is. Þar gegna bæði stjórn­völd og at­vinnu­líf mik­il­vægu hlut­verki til þess að auka vægi hönn­un­ar og arki­tekt­úrs í verk­efn­um sín­um og auka virði og gæði vöru og þjón­ustu sem fram­leidd er í land­inu og leiða þannig til bættr­ar sam­keppn­is­stöðu Íslands.

Í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru þess­ar áhersl­ur und­ir­strikaðar með af­ger­andi hætti. Gert er ráð fyr­ir að fram­lög til mál­efna hönn­un­ar, þar með talið Hönn­un­ar­sjóðs og Hönn­un­ar­miðstöðvar, og stofn­un­ar og rekst­urs Rann­sókna­set­urs skap­andi greina, hækki var­an­lega um sam­tals 75 millj­ón­ir króna frá og með 2023. Mark­miðið með stofn­un Rann­sókna­set­urs skap­andi greina er að efla fræðileg­ar og hag­nýt­ar rann­sókn­ir í þeim ört vax­andi at­vinnu­vegi sem skap­andi grein­ar eru. Slíkt eyk­ur getu okk­ar til að ná ár­angri með mark­viss­ari hætti til framtíðar. Þá verður ný og metnaðarfull hönn­un­ar­stefna fyr­ir Ísland kynnt á næstu vik­um sem mun varða leiðina fram á við til auk­inna lífs­gæða fyr­ir sam­fé­lagið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. apríl. 2022.

Categories
Greinar

Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins

Deila grein

03/04/2022

Alþjóðaviðskipti eru lífæð landsins

Greiðari alþjóðaviðskipti und­an­far­inna ára­tuga hafa skilað þjóðum heims mikl­um ávinn­ingi og eru það ekki síst fá­tæk­ustu lönd­in sem hafa notið þess í formi bættra lífs­kjara. Alþjóðabank­inn tel­ur að þeim ein­stak­ling­um sem búa við sára fá­tækt hafi fækkað um meira en helm­ing á síðustu þrjá­tíu árum þar sem meira en millj­arði manna hef­ur verið lyft úr gildru fá­tækt­ar. Þessa þróun má ekki síst rekja til greiðari alþjóðaviðskipta.

Á und­an­gengn­um árum hef­ur heims­bú­skap­ur­inn orðið fyr­ir tals­verðum áföll­um og í fyrsta skipti í meira en tvo ára­tugi hef­ur fjölgað í hópi þeirra sem búa við sára fá­tækt. Það eru ákveðnar blik­ur á lofti um sam­drátt í heimsviðskipt­um og spor kreppu­ára síðustu ald­ar hræða. Þá voru fyrstu viðbrögð þjóðríkja ein­angr­un­ar­hyggja og var það ekki fyrr en eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina, ekki síst með til­komu Brett­on Woods-stofn­ana og GATT, að viðskipti byrjuðu að glæðast á ný með til­heyr­andi hag­sæld.

Kenn­ing­ar Smith og Ricar­do

Árið 1776 kom út bók skoska hag­fræðings­ins Adams Smith, Auðlegð þjóðanna . Í þeirri bók kynnti hann kenn­ingu sína sem kall­ast al­gjört for­skot (e. ab­solu­te advanta­ge) í alþjóðaviðskipt­um, sem geng­ur út á að hver þjóð ein­blíni á að fram­leiða eina vöru á skil­virk­ari hátt en aðrar. Jafn­framt taldi Smith að viðskipt­um á milli landa ætti ekki að vera stjórnað eða þau tak­mörkuð með inn­grip­um stjórn­valda. Hann full­yrti að viðskipti ættu að flæða eðli­lega í sam­ræmi við markaðsöfl eða „ósýni­legu hönd­ina“. Ekki voru all­ir hag­fræðing­ar sam­mála þess­ari nálg­un og héldu sum­ir hag­fræðing­ar því fram að sum lönd gætu verið betri í að fram­leiða marg­ar vör­ur og þannig haft for­skot á mörg­um sviðum, sem lýs­ir raun­veru­leik­an­um bet­ur. Breski hag­fræðing­ur­inn Dav­id Ricar­do kom fram í kjöl­farið með kenn­ing­una um sam­an­b­urðarfor­skot (e. comparati­ve at­vanta­ge) árið 1817. Hann hélt því fram að jafn­vel þótt land A hefði al­gera yf­ir­burði í fram­leiðslu ým­issa vara gæti samt verið sér­hæf­ing og viðskipti milli tveggja landa. Staðreynd­in er sú að mun­ur­inn á þess­um tveim­ur kenn­ing­um er lít­ill. Alþjóðaviðskipti byggj­ast enn í dag að grunni til á þess­um kenn­ing­um og hag­ur þjóða hef­ur vænkast veru­lega í kjöl­farið.

Áföll­in; Trump, C-19 og Pútín

Inn­rás­in í Úkraínu er þriðja áfallið sem heimsviðskipt­in verða fyr­ir á ein­um ára­tug. Fyrst gaf Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti tón­inn 2016-2020, með boðun ein­angr­un­ar­hyggju og viðskipta­stríði við nokk­ur lyk­il­ríki. Nú­ver­andi stjórn­völd hafa ekki dregið nægj­an­lega mikið til baka í þess­um efn­um og er það áhyggju­efni. Næst tók hin ill­ræmda far­sótt við, þar sem hag­kerf­in urðu fyr­ir mikl­um áföll­um í alþjóðleg­um vöru­viðskipt­um, fjár­magns- og fólks­flutn­ing­um. Nú er hafið skelfi­legt stríð í brauðkörfu Evr­ópu með þeim af­leiðing­um að setið er um hafn­ir Svarta­hafs­ins og efna­hagsþving­an­ir á Rúss­land hafa hrundið af stað fram­boðsáfalli sem allt heims­hag­kerfið finn­ur sár­lega fyr­ir. Verðið á hveiti hef­ur hækkað um 40% og það kann að vera að Evr­ópu­bú­ar upp­lifi skort á gasi til hit­un­ar næsta vet­ur. Þá hef­ur verð á nikk­eli rokið upp en það er meðal ann­ars notað í raf­geyma, t.d. fyr­ir raf­magns­bíla.

Frek­ari aðför að alþjóðaviðskipt­um mun vinna gegn lífs­kjör­um á heimsvísu, því verða þjóðir heims að standa sam­an gegn því að al­var­leg aft­ur­för verði í alþjóðaviðskipt­um. Það kall­ar meðal ann­ars á nýtt átak til efl­ing­ar heimsviðskipt­um þar sem snúið verður af braut viðskipta­tak­mark­ana, sem skotið hafa upp koll­in­um á síðustu árum, en horft verði til þess hvað bet­ur má fara í viðskipt­um landa á milli með skýr­ari regl­um og stuðningi við alþjóðastofn­an­ir á þessu sviði, þar með talið Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ina (WTO).

Staða Íslands í alþjóðaviðskipt­um

Ekk­ert er sjálf­gefið í þess­um efn­um. Viðskiptaum­hverfi Íslands er með besta móti. Hags­mun­ir okk­ar eru tryggðir í gegn­um EFTA, með samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið, í gegn­um tví­hliða viðskipta­samn­inga og inn­an fjölþjóðlegra stofn­ana eins og Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (e. OECD). Við erum þjóð sem þrífst á alþjóðaviðskipt­um!

Í sögu­legu ljósi hef­ur hag­ur ís­lensku þjóðar­inn­ar vænkast með aukn­um viðskipt­um enda er talið að smærri ríki njóti einkum góðs af frjáls­um viðskipt­um. Oft er talið að fyrra tíma­bil hnatt­væðing­ar hafi átt sér stað í fram­haldi af tækni­fram­förum upp úr miðri 19. öld og staðið fram að fyrra stríði. Seinna tíma­bilið hófst síðan eft­ir að seinni heims­styrj­öld­inni lauk. Lífs­kjör okk­ar eru góð vegna þess að aðgengi að helstu mörkuðum, hvort held­ur með sjáv­ar­fang, orku, ferðaþjón­ustu eða hug­verk, er gott. Um leið og ein­hverj­ar blik­ur eru á lofti um slíkt aðgengi, þá rýrna lífs­kjör hratt á Íslandi og því þurfa stjórn­völd stöðugt að vera á tán­um og end­ur­meta stöðuna.

Góður ár­ang­ur Íslands utan ESB

Á hverj­um degi á Ísland í frá­bæru alþjóðlegu sam­starfi á fjöl­mörg­um sviðum sem við get­um verið stolt af. Þar er mjög gott sam­starf við Evr­ópu eng­in und­an­tekn­ing. Ísland er í raun í öf­undsverðri stöðu að vera þátt­tak­andi í góðu sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið og önn­ur ríki inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins á grund­velli EES-samn­ings­ins – og á sama tíma geta gert tví­hliða fríversl­un­ar­samn­inga við önn­ur ríki í heim­in­um. Versl­un­ar­frelsi Íslands er gott og á und­an­förn­um árum hef­ur viðskipta­stefna Íslands, til dæm­is hvað varðar álagn­ingu tolla og vöru­gjalda, þró­ast mjög í frjáls­ræðisátt. Þannig voru al­menn­ir toll­ar felld­ir niður af fatnaði og skóm í árs­byrj­un 2016 og af hvers kyns ann­arri iðnaðar­vöru í árs­byrj­un 2017 svo dæmi séu tek­in. Í sam­an­b­urði á tollaum­hverfi Íslands, ESB og hinna EFTA-ríkj­anna kom fram að hlut­fall toll­skrár­núm­era sem bera ekki toll nam tæp­um 90% hér á landi en var um 27% í ESB. Þá var meðaltoll­ur einnig lægri hér, 4,6% miðað við 6,3% inn­an ESB.

Snýst á end­an­um um lífs­kjör

Það er ljóst að vel­meg­un á Íslandi er með því mesta sem geng­ur og ger­ist í ver­öld­inni allri – og þar skip­um við okk­ur í deild með lönd­um eins og Nor­egi og Sviss sem einnig standa utan ESB. Það er stefna okk­ar í Fram­sókn sem og stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan ESB. Ný­verið var þings­álykt­un­ar­til­laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu lögð fram af þing­flokki Pírata, Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar. Rök­semd­in fyr­ir tíma­setn­ingu þjóðar­at­kvæðagreiðslu um svona veiga­mikið atriði er vík­ur að skerðingu full­veld­is­ins ligg­ur ekki fyr­ir. En leiða má að því lík­ur að tíma­bund­inn auk­inn stuðning­ur við aðild að ESB í skoðana­könn­un­um spili þar inn í. Stuðning­ur sem sum­ir telja til­kom­inn vegna óviss­unn­ar sem inn­rás Rússa í Úkraínu hef­ur valdið. Síðast þegar stuðning­ur við aðild að ESB jókst tals­vert var í kjöl­far fjár­mála­áfalls­ins 2008. Fram­lagn­ing fyrr­nefndr­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu er ekki síður at­hygl­is­verð í ljósi þess að aðeins 6 mánuðir eru liðnir frá þing­kosn­ing­um í land­inu þar sem kjós­end­ur sögðu skoðun sína á lýðræðis­leg­an hátt. Óhætt er að segja að þeir flokk­ar sem vilja ganga í Evr­ópu­sam­bandið, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn, hafi ekki riðið feit­um hesti frá þeim kosn­ing­um með aðild­ar­mál­in að vopni. Þannig var Viðreisn gerð aft­ur­reka í kosn­inga­bar­átt­unni með efna­hags­hug­mynd­ir sín­ar um að varða leiðina í átt að upp­töku evru. Mig rek­ur einnig ekki minni til þess að Viðreisn hafi gert aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu að skil­yrði þegar hún hafði tæki­færi til þess í rík­is­stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Bjartri framtíð. Það seg­ir vissu­lega ákveðna sögu. Þegar öllu er á botn­inn hvolft snýst þetta um góð lífs­kjör. Líkt og hef­ur verið rakið hér að ofan hef­ur Ísland komið sér í sterka stöðu á sviði alþjóðaviðskipta og lífs­kjara í fremstu röð. Stefna okk­ar hingað til hef­ur virkað vel í þeim efn­um, og á þeirri braut eig­um við að halda ótrauð áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. apríl 2022.

Categories
Greinar

30. mars 1949

Deila grein

30/03/2022

30. mars 1949

„Hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada,“ sagði Winst­on Churchill, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, er hann kjarnaði orð eins hers­höfðingja sinna um hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands í seinni heims­styrj­öld­inni. All­ar göt­ur síðan hef­ur land­fræðileg lega Íslands skipað grund­vall­arsess í varn­ar­mál­um vest­rænna ríkja.

Tryggt frelsi og ör­yggi hef­ur um ára­bil verið grund­vall­arþátt­ur í vel­ferð okk­ar. Það var því fram­sýnt skref sem ís­lensk stjórn­völd stigu 30. mars 1949 þegar ákveðið var að Ísland myndi ger­ast stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Með því skipaði Ísland sér í hóp 12 stofn­ríkja sam­bands­ins. Þar sem herlaus þjóð gat ekki varið sig fór Atlants­hafs­banda­lagið þess á leit við Ísland og Banda­rík­in að rík­in gerðu ráðstaf­an­ir sín á milli með varn­ar­samn­ingn­um árið 1951 við Banda­rík­in. Á þeim tíma var varn­ar­leysi lands­ins talið stofna ör­yggi þess sjálfs og friðsamra ná­granna þess í voða eins og það er orðað í samn­ingn­um. Staðfesta stjórn­valda þess tíma tryggði aðstöðu hér á landi til að sinna vörn­um og varðveita þannig frið og ör­yggi á svæðinu.

Í ljósi þess friðsama veru­leika sem við á Íslandi höf­um búið við und­an­far­in ár hef­ur umræða um varn­ar­mál verið í lág­marki. Það má segja að á einni nóttu hafi veru­leiki Evr­ópuþjóða breyst með óverj­an­legri inn­rás Rússa í Úkraínu. Stríðið sem þar geis­ar er köld áminn­ing um að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við hér á vest­ur­hveli jarðar er ekki sjálf­sögð. Lýðræðið, frelsið og mann­rétt­ind­in eru ekki sjálf­gef­in. Það er nauðsyn­legt að standa vörð um þessi gildi og verja þau gegn ábyrgðarleysi og þeim sem kæra sig lítt um þau.

Árás­ar­stríðið í Evr­ópu und­ir­strik­ar mik­il­vægi varn­ar­mála og staðfest­ir nú sem endra­nær mik­il­vægi þess að taka virk­an þátt í ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi vest­rænna lýðræðisþjóða. Ég er stolt að hafa staðið í stafni sem ut­an­rík­is­ráðherra þegar fyrsta þjóðarör­ygg­is­stefna lands­ins var samþykkt á Alþingi Íslend­inga 13. apríl 2016. Í henni eru tí­undaðar áhersl­ur sem ætlað er að tryggja sjálf­stæði, full­veldi og friðhelgi landa­mæra Íslands, ör­yggi borg­ar­anna og vernd stjórn­kerf­is og grunn­innviða sam­fé­lags­ins. Þá var nýtt þjóðarör­ygg­is­ráð sett á lagg­irn­ar sem met­ur ástand og horf­ur í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um með reglu­legu milli­bili og hef­ur eft­ir­lit með fram­fylgd þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar.

Á þeim árum sem liðin eru frá stofn­un Atlants­hafs­banda­lags­ins hef­ur starf­semi þess og þátt­taka Íslands tekið mikl­um breyt­ing­um. Það end­ur­spegl­ar hinn sí­breyti­lega veru­leika sem við búum við og þurf­um að laga okk­ur að hverju sinni – hvort sem um er að ræða kalda­stríðs-, hryðju­verka-, netör­ygg­is- eða Rúss­land­s­ógn­ir. Reglu­lega ger­ast at­b­urðir sem und­ir­strika mik­il­vægi þess að huga vel að varn­ar­mál­um. Þá vakt þurf­um við ávallt að standa og taka virk­an þátt með vinaþjóðum okk­ar í að standa vörð um þá sam­fé­lags­gerð sem við þekkj­um. Þrátt fyr­ir að Ísland sé lítið skipt­ir fram­lag okk­ar miklu máli í þessu sam­hengi – rétt eins og Winst­on Churchill benti rétti­lega á hér á árum áður.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2022.

Categories
Greinar

Pútín-efnahagskreppan! Hversu stór?

Deila grein

27/03/2022

Pútín-efnahagskreppan! Hversu stór?

Stríðið í Úkraínu hef­ur varað í rúm­an mánuð. Af­leiðing­arn­ar birt­ast okk­ur á degi hverj­um, með mynd­um af mann­falli al­mennra borg­ara. Millj­ón­ir flótta­manna eru á ver­gangi, heilu íbúðahverf­in hafa verið jöfnuð við jörðu, ung­ar fjöl­skyld­ur eru aðskild­ar – allt eru þetta birt­ing­ar­mynd­ir mis­kunn­ar­lauss stríðs í Evr­ópu, sem flest okk­ar þekkja ein­ung­is úr sögu­bók­um. Við finn­um fyr­ir af­leiðing­um stríðsins á hverj­um degi; verð á bens­ín, mat, kambstáli og nikk­el hef­ur hækkað veru­lega. Þess­ar hækk­an­ir þýða að verðbólga eykst og neysla og hag­vöxt­ur munu minnka. Lífs­kjör á heimsvísu rýrna! Þess má geta að Rúss­land og Úkraína fram­leiða 26% af hveiti, 16% af korni, 30% af byggi og 80% af sól­blóma­ol­íu. Ljóst er hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar munu finna fyr­ir mikl­um skorti á fram­leiðslu á þess­um afurðum og því miður munu fá­tæk­ustu lönd heims­ins lík­lega finna enn meira fyr­ir þessu.

Þörf á sam­stillt­um aðgerðum á heimsvísu

Það eru blik­ur á lofti og eft­ir­spurn­ar­kreppa gæti mynd­ast vegna verðhækk­ana. Þessi þróun þarf ekki að raun­ger­ast ef efna­hags­stjórn­in er skyn­söm. Til að kljást við Kreml­ar-ógn­ina verða leiðandi hag­kerfi heims­ins að stilla sam­an aðgerðir sín­ar sem miða að því að vera minna háð orku­fram­leiðslu Rúss­lands. Í hag­sög­unni eru dæmi eru mikl­ar hækk­an­ir á olíu, til dæm­is eft­ir Yom Kipp­ur-stríðið 1973 og ír­önsku bylt­ing­una 1979 og svo þær hækk­an­ir olíu­verðs sem áttu sér stað 2010-2011 eft­ir fjár­málakrepp­una 2008. Áhrif þess­ara hækk­ana á heims­hag­kerfið voru þó gjör­ólík. Fyrri hækk­an­ir höfðu mik­il áhrif og urðu til þess að veru­lega hægðist á alþjóðahag­kerf­inu en þær seinni gerðu það ekki. Hver er þá mun­ur­inn?

Tíma­mót­a­rann­sókn Bernan­kes, Gertlers og Wat­sons

Árið 1997 birtu Bernan­ke, Gertler og Wat­son tíma­móta­hagrann­sókn sem fjallaði um áhrif hækk­un­ar olíu­verðs á banda­ríska hag­kerfið. Niðurstaða þeirra var að efna­hagskreppa raun­gerðist ekki vegna þess að olíu­verð væri að hækka, held­ur vegna þess að seðlabank­inn hefði áhyggj­ur af víxl­verk­un launa og verðlags, og hækkuðu því stýri­vexti mikið sem viðbrögð við hækk­un olíu­verðs. Paul Krugman hef­ur ný­lega bent á mun­inn á því hvað gerðist eft­ir ol­íu­áfallið á 8. ára­tugn­um ann­ars veg­ar og hins veg­ar eft­ir fjár­málakrepp­una 2008 þegar Bernan­ke var við stjórn­völ­inn hjá banda­ríska seðlabank­an­um og hélt aft­ur af vaxta­hækk­un­um þrátt fyr­ir áköll um annað. Það ber þó að hafa bak við eyrað að aðstæður á hag­kerf­um heims­ins eru ólík­ar á hverj­um tíma og þurfa viðbrögð stjórn­valda að taka mið af því. Við höf­um lært af reynsl­unni að birt­ing­ar­mynd­ir efna­hags­áfalla eru ólík­ar. Það er ljóst að verðbólga er stórskaðleg öll­um hag­kerf­um og í ljósi verðhækk­ana und­an­far­inna mánaða er ekki að undra að vaxta­hækk­un­ar­ferlið sé hafið víða um heim. Það er þó afar brýnt að þær efna­hagsþreng­ing­ar sem eru í vænd­um verði ekki of mikl­ar og seðlabank­ar bregðist ekki of hart við. Í því sam­bandi er mik­il­vægt að sam­ræm­is sé gætt í stefnu­mörk­un hins op­in­bera. Af þeim sök­um er mik­il­vægt að hið op­in­bera gangi í takt og styðji við pen­inga­stefn­una, t.d. í rík­is­fjár­mál­um.

Horf­urn­ar á Íslandi

Hnökr­ar í alþjóðaviðskipt­um hafa hægt á end­ur­reisn­inni í kjöl­far Covid. Óverj­an­leg inn­rás Rússa í Úkraínu eyk­ur enn á lík­ur þess að það hægi á hag­vexti. Hrávöru­verð hækk­ar mikið á alþjóðamörkuðum og því mun verðbólga aukast í kjöl­farið. Það verður áfram óvissa um þró­un­ina meðan stríðið var­ir. Óljóst er þó hvaða áhrif stríðið hef­ur á greiðslu­jöfnuð þjóðarbús­ins, þ.e. lík­legt er að viðskipta­kjör rýrni vegna hækk­andi verðbólgu en á móti kem­ur að ferðaþjón­ust­an virðist enn standa sterkt. Því ætti gengi krón­unn­ar að hald­ast stöðugt að öllu öðru óbreyttu. Íslend­ing­ar þurfa ekki að leita í sögu­bæk­urn­ar til að kynna sér áhrif verðbólgu á heim­il­in. Stóra málið í efna­hags­stjórn­inni hér á landi er að halda verðbólg­unni í skefj­um. Það er mjög sorg­legt að horfa upp á að helm­ing­ur­inn af 6,2% verðbólg­unni á Íslandi er vegna mik­ill­ar hækk­un­ar hús­næðis­verðs á höfuðborg­ar­svæðinu. 22,4% hækk­un mæl­ist nú á höfuðborg­ar­svæðinu! Hér er ekki gengið í takt til stuðnings bar­átt­unni gegn verðbólg­unni! Það verður að auka fram­boð hag­kvæmra lóða og fara í stór­átak í hús­næðismál­um ef þetta á ekki að enda með efna­hags­legu stór­slysi, því er afar gott að skipu­lags­mál­in séu kom­in í innviðaráðuneyti Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar!

Það hafa orðið ótrú­leg­ar breyt­ing­ar í heim­in­um á ein­um mánuði og óviss­an verður áfram ríkj­andi á meðan stríðið var­ir og jafn­vel leng­ur. Það er auðvitað hrylli­leg til­hugs­un að heim­ur­inn sé jafn­brot­hætt­ur og raun ber vitni. Brýn­ast fyr­ir hag­stjórn­ina bæði á heimsvísu og hér inn­an­lands er að fara í aðgerðir sem miða að því að draga úr verðbólguþrýst­ingi og styðja Seðlabanka Íslands í sinni veg­ferð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. mars 2022.

Categories
Fréttir

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Deila grein

23/03/2022

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Í kjölfar óverjanlegrar innrásar Rússlands í hina frjálsu og fullvalda Úkraínu gjörbreyttist sá friðsami veruleiki sem Evrópa hefur búið við. Borgir og bæir hafa nánast verið jafnaðir við jörðu og milljónir manna hafa neyðst til þess að flýja heimili sín til vinveittra nágrannaríkja. Þar hefur lofsvert framlag Póllands skipt gríðarlega miklu máli en Pólverjar hafa með hlýju tekið á móti mestum fjölda þeirra Úkraínubúa sem flúið hafa landið sitt.

Nýverið átti ég áhrifamikinn fund með Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem hugmynd að Samstöðutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands til stuðnings Úkraínu fæddist. Við ræddum saman um þann fjölda flóttamanna sem kemur daglega frá Úkraínu til Póllands og veltum því fyrir okkur hvernig við gætum sýnt táknrænan stuðning. Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þessari hugmynd afar vel og setti tónleikana strax á dagskrá með stuðningi ríkisstjórnar Íslands. Sameiningar- og samtakamáttur menningar er mikill og við erum stolt af því hvernig menningarlífið á Íslandi getur sýnt stuðning sinn í verki fyrir þau sem eiga um sárt að binda. Samstöðutónleikarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 24. mars klukkan 19.30 í Hörpu og fer miðasala fram á vefsíðunni sinfonia.is þar sem einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um dagskrána. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til hjálpar fötluðu fólki í Úkraínu sem er sérstaklega berskjaldað í stríðinu sem nú geisar. Þessi hópur getur síður flúið og orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar og því mikilvægt að leggja honum lið.

Ég hef trú á því að samtakamáttur í sinni víðustu mynd skipti máli í þeirri stöðu sem uppi er. Þannig hafa vestræn ríki sýnt fordæmalausa samstöðu við að refsa Rússum fyrir framferði þeirra sem og við að styðja Úkraínu á þessum erfiðu tímum með ýmsum hætti. Ég er þakklát öllu því fólki sem leggur málstað lið. Samstöðutónleikarnir eru þar eitt innlegg af mörgum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 23. mars 2022

Categories
Greinar

Ný Framsókn um allt land

Deila grein

23/03/2022

Ný Framsókn um allt land

Fátt er stjórn­mál­un­um óviðkom­andi þegar kem­ur að því að skapa hag­felld skil­yrði fyr­ir fólk til þess að lifa góðu lífi. Hring­inn í kring­um landið tek­ur fólk úr ýms­um átt­um þátt í stjórn­mál­um til þess að bæta sam­fé­lagið sitt og stuðla að aukn­um lífs­gæðum.

Um liðna helgi fór fram 36. flokksþing Fram­sókn­ar und­ir yf­ir­skrift­inni Ný Fram­sókn um allt land, en sá vett­vang­ur fer með æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins. Þar var sam­an kom­inn öfl­ug­ur hóp­ur fólks sem brenn­ur fyr­ir því að bæta sam­fé­lagið með sam­vinn­una að leiðarljósi. Virki­lega ánægju­legt var að sjá þá miklu breidd og þau fjöl­mörgu nýju and­lit sem hafa gengið til liðs við flokk­inn og taka þátt af full­um krafti í mál­efn­a­starfi hans. Það end­ur­spegl­ar þann mikla meðbyr sem Fram­sókn nýt­ur um allt land sem er já­kvæður upp­takt­ur fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar þann 14. maí.

Und­an­far­in sex ár hafa verið ágæt­is­prófraun fyr­ir Fram­sókn. Á þess­um tíma hef­ur gengið á ýmsu, meðal ann­ars þrjár alþing­is­kosn­ing­ar, klofn­ing­ur og fleira. And­spæn­is slík­um áskor­un­um hef­ur fram­sókn­ar­fólk hring­inn í kring­um landið risið upp og tekið slag­inn fyr­ir hug­sjón­um sín­um, rúm­lega aldr­ar gamla flokk­inn sinn og sótt fram til sig­urs. Flokk­ur­inn kem­ur vel nestaður og full­ur orku til leiks í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eft­ir vel heppnaðar alþing­is­kosn­ing­ar í sept­em­ber síðastliðnum.

Ljóst er að fjöl­marg­ir kjós­end­ur sam­sama sig vel með því sem Fram­sókn stend­ur fyr­ir, því sem flokk­ur­inn iðkar og áork­ar fyr­ir sam­fé­lagið. Rót­gró­in aðferðafræði sam­vinnu er ekki sjálf­gef­in – en hana höf­um við í Fram­sókn stuðst við í allri okk­ar vinnu, hvort sem um er að ræða í rík­is- eða sveit­ar­stjórn­um.

Und­an­farið hafa fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar verið kynnt­ir. Þeir eru skipaðir úr­vals­sveit­um fólks með fjöl­breytt­an bak­grunn, reynslu og þekk­ingu. Það skipt­ir miklu máli hvernig haldið er utan um stjórn­artaum­ana í sveit­ar­fé­lög­um enda bera þau ábyrgð á mik­il­vægri nærþjón­ustu við íbú­ana.

Ég tel að fólk sé ekki að kalla eft­ir ein­streng­ings­legri vinstri- eða hægri­stefnu – held­ur miðju­stefnu líkt og Fram­sókn­ar, stefnu sem virk­ar og eyk­ur raun­veru­lega lífs­gæði íbú­anna. Þetta á sér­stak­lega við í Reykjar­vík­ur­borg þar sem önd­verðir pól­ar hafa tek­ist hart á und­an­far­in ár. Þétt­ing eða dreif­ing byggðar, bíll eða hjól eru dæmi um orðræðu sem hafa her­tekið borgar­póli­tík­ina á sama tíma og þjón­ustu borg­ar­inn­ar hrak­ar. Í þessu krist­all­ast þörf­in fyr­ir sterka rödd Fram­sókn­ar á miðjunni. Hið aug­ljósa er að tala um þétt­ingu og dreif­ingu byggðar, bíl og hjól. Þannig eig­um við að nálg­ast viðfangs­efni sam­fé­lags­ins, út frá þörf­um fólks sem vill ein­fald­lega að hlut­irn­ir virki. Á það mun Fram­sókn leggja áherslu á í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um um allt land, brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða og stuðla að já­kvæðri um­bót­um fyr­ir sam­fé­lagið allt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. mars 2022

Categories
Greinar

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Deila grein

07/03/2022

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Á mín­um upp­vaxt­ar­ár­um var kalda stríðið í al­gleym­ingi og heims­stjórn­mál­in gengu út á það. Ég, líkt og önn­ur börn, hafði mikl­ar áhyggj­ur af kjarn­orkukapp­hlaupi Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Eins und­ar­legt og það kann að hljóma, þá var ég mjög meðvituð um 5. gr. Stofn­sátt­mála Atlants­hafs­banda­lags­ins um að árás á eitt ríki væri árás á þau öll. Þetta létti ekki á öll­um áhyggj­um en í því var ein­hver hugg­un að Ísland stæði ekki eitt úti á ball­ar­hafi. Því miður hafa ör­ygg­is- og varn­ar­mál­in aft­ur orðið meg­in­viðfangs­efni heims­mál­anna eft­ir að Rúss­land réðst á Úkraínu. Það er þyngra en tár­um taki að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni og horfa á blóðugt mann­fall og hundruð þúsunda flótta­manna yf­ir­gefa ástkæra fóst­ur­jörð sína. Vest­ur­lönd­in hafa í sam­ein­ingu brugðist við með því að beita Rúss­land þyngstu efna­hagsþving­un­um sem gripið hef­ur verið til í nú­tíma­hag­sögu.

Efna­hagsþving­an­ir og áhrif­in

Efna­hagsaðgerðirn­ar sem gripið hef­ur verið til ná til um fimm­tíu ríkja sem standa und­ir stór­um hluta af heims­fram­leiðslunni. Rúss­neska hag­kerfið er 11. stærsta hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar. Lokað hef­ur verið á greiðslumiðlun­ar­kerfi heims­ins gagn­vart rúss­nesk­um viðskipt­um, sem hef­ur mik­il áhrif á alla þá aðila sem stunda viðskipti við Rúss­land og fryst­ir greiðslur til og frá land­inu. Að auki ná aðgerðirn­ar til hins um­fangs­mikla gjald­eyr­is­forða Rúss­lands, sem nem­ur um 630 ma.kr. banda­ríkja­dala. Stærsti hluti forðans er í reynd fryst­ur. Þessi aðgerð er tal­in vega þyngst og áhrif­anna gætti strax þar sem gjald­miðill­inn féll um 30% og verð á hluta­bréfa­mörkuðum hríðféll á fyrsta viðskipta­degi eft­ir að aðgerðirn­ar tóku gildi. Seðlabanki Rúss­lands var knú­inn til að hækka stýri­vexti sína úr 9,5% í 20%. Al­menn­ing­ur finn­ur strax fyr­ir þessu í minni kaup­mætti og vöru­skorti. Frek­ari af­leiðing­ar eru að sett hafa verið ströng gjald­eyr­is­höft og biðraðir mynd­ast í banka­úti­bú­um og í mat­vöru­versl­un­um. Áhrif­in á aðra markaði eru þau að olíu­verð hef­ur hækkað mikið ásamt ann­arri hrávöru. Þrátt fyr­ir að Rúss­land fram­leiði um þriðjung alls þess jarðgass sem nýtt er í Evr­ópu og að það sé ann­ar stærsti olíu­fram­leiðandi heims er hlut­ur Rússa á hrávörumarkaðnum á heimsvísu aðeins um 3%, en á móti kem­ur að 85% af út­flutn­ingsaf­urðum Rússa eru hrávör­ur. Það þýðir að áhrif­in af efna­hagsþving­un­um verða mun meiri á rúss­neska hag­kerfið en á heimsvísu. Lands­fram­leiðsla í Rússlandi er tal­in munu drag­ast sam­an um a.m.k. 11% og lík­lega verður sam­drátt­ur­inn meiri en í krepp­unni 1998. Öll þessi þróun mun leiða til hækk­un­ar á verðbólgu til skamms tíma.

Staða Íslands

Hin efna­hags­legu áhrif eru þó létt­væg í sam­an­b­urði við þann mann­lega harm­leik sem á sér stað. Gæfa Íslands í ut­an­rík­is­mál­um þjóðar­inn­ar er að í ný­stofnuðu lýðveldi var tek­in ákvörðun um ann­ars veg­ar að ger­ast stofnaðild­ar­ríki að Atlants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og hins veg­ar að gera varn­ing­ar­samn­ing við Banda­rík­in árið 1951. Þetta eru meg­in­stoðir í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni og hafa tryggt ör­yggi Íslands í ára­tugi. Það var fram­sýn þjóð sem valdi rétt á sín­um tíma og hef­ur í krafti friðar og ör­ygg­is náð að blómstra sem eitt öfl­ug­asta lýðræðis­sam­fé­lag ver­ald­ar. Mér þótti sem lít­illi telpu ágætt að vita til þess að við ætt­um sterka banda­menn. Á móti nýt­ur Úkraína þess ekki að vera aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins og því eru varn­ir rík­is­ins litl­ar við hliðina á Rússlandi. Okk­ur ber skylda til þess að styðja við Úkraínu og að vinna að því að þess­um hild­ar­leik ljúki sem fyrst!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­-ókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. mars 2022.