Categories
Fréttir

Atvinna, atvinna, atvinna!

Deila grein

11/08/2021

Atvinna, atvinna, atvinna!

Í atvinnumálum er þetta helstAtvinnuleysi fer minnkandi með hverjum mánuði sem líður. Í júlí var skráð atvinnuleysi 6,1%, en það er 1,3% lækkun milli mánaða og 3% lækkun frá upphafi sumars. Einnig spáir Vinnumálastofnun áframhaldandi minnkun atvinnuleysis á næstu mánuðum, sem hefur lækkað um 6,7% frá janúar 2021.

May be an image of 2 manns og texti
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Innan ríkisstjórnarinnar hefur Framsókn lagt mikla áherslu á að standa vörð um atvinnu fólks og lifibrauð þess eftir áhrif Covid-19 veirunnar á atvinnumarkaðinn hér á landi. Þá hefur flokkurinn unnið að sérstökum atvinnuátökum á borð við átakið „Hefjum störf“, sem Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, setti af stað.Það eru gleðitíðindi að sjá alvöru árangur af þeirri vinnu. Höldum áfram veginn í átt að minnkun atvinnuleysis.

Atvinna, atvinna, atvinna!

Categories
Greinar

Styðjum áfram öflugt íþrótta- og frístundastarf

Deila grein

06/08/2021

Styðjum áfram öflugt íþrótta- og frístundastarf

Þátttaka í íþróttum eða öðrum tómstundum hefur almennt reynst einstaklingum til góða m.t.t. heilsu, félagslífs og annarra þátta sem bæta lífsgæði. Vegna þessa er mikil áhersla lögð á að einstaklingar hafi tækifæri til að taka þátt í íþróttum eða öðrum tómstundum. Þetta á sérstaklega við um börn og unglinga, en það hefur góð áhrif á þroska þeirra og heilsu að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Því er mikilvægt að ná að virkja börn og tryggja um leið jöfn tækifæri allra til slíkrar þátttöku, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Slíkt stuðlar auk þess að aukinni hreyfingu, bættri lýðheilsu og tryggir enn frekar fjölbreytta tómstundaiðkun hér á landi.

Frístundastyrkur

Meðal þeirra aðgerða sem komið hafa til framkvæmda er sérstakur íþrótta- og frístundastyrkur til tekjulágra heimila. Styrkurinn er veittur til barna innan sveitarfélags til niðurgreiðslu eða fullri greiðslu á skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Börn og unglingar, sem hefðu mögulega ekki getað stundað þá tómstund sem þau hafa áhuga á vegna efnahags eða félagslegra aðstæðna, hafa nú aukin tækifæri með þessari góðu aðgerð.

Styrkurinn hefur reynst árangursríkur og við höfum séð góðar niðurstöður í sveitarfélögum eins og Hafnarfirði og Kópavogi varðandi þátttöku barna og unglinga í skipulögðu starfi. Sem dæmi um þetta má nefna nýjustu tölur í Hafnarfirði, en þar var frístundastyrkurinn hækkaður nýlega, aldursviðmið hækkuð og reglur um notkun hans rýmkaðar. Tölurnar segja okkur að börnum og unglingum sem iðka íþrótt eða tómstund og nota frístundastyrkinn hefur farið fjölgandi. Meirihluti barna og unglinga í bænum iðka einhverja skipulagða íþrótt eða tómstund. Þetta er jákvæð þróun, styrkir einstaklinginn og samfélagið í heild.

Tækifæri eldri borgara

Kostirnir við iðkun íþrótta eða tómstundar takmarkast þó ekki við börn og ungmenni. Sveitarfélög hafa horft á jákvæð áhrif frístundastyrksins á lýðheilsu. Þá hefur einnig verið horft til eldri borgara í því samhengi, en frístundaiðkun getur leitt til verulegra félagslegra og heilsufarslegra hagsbóta þess hóps einnig. Þarna liggja tækifæri til bættrar lýðheilsu og aukinna lífsgæða. Þess má geta að Hafnafjörður er fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að bjóða eldri borgurum frístundastyrk. Mikil ánægja hefur verið með styrkinn, hann vel nýttur og hefur haft jákvæð áhrif á heilsueflingu eldra fólks.

Nú eru tækifæri til að halda áfram, þróa og styðja enn betur við öflugt skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Áfram veginn.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 6. ágúst 2021.

Categories
Fréttir

Mæla með B-lista Framsóknarflokks

Deila grein

05/08/2021

Mæla með B-lista Framsóknarflokks

Framsóknarflokkurinn hefur hafið rafræna söfnun meðmælenda fyrir framboðslista fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021.

Hver og einn getur aðeins mælt með einum lista og meðmælin eru ekki birt opinberlega. Athugið að meðmælendur þurfa að hafa kosningarétt og frambjóðendur geta ekki mælt með eigin framboðslista.

Það skiptir miklu máli að ná að ljúka þessari vinnu sem allra fyrst og hafir þú tök á leggja okkur lið með því að skrifa undir meðmælendalista Framsóknar í þínu kjördæmi og hvetja aðra í kringum þig að gera það einnig.

Hvar og hvernig skrái ég meðmæli mín?

  1. Smelltu á linkinn fyrir þitt kjördæmi hér að neðan
  2. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
  3. Staðfestu meðmæli

REYKJAVÍK SUÐUR

Smelltu hér til að mæla með B-lista í Reykjavíkurkjördæmi suður 👉 https://island.is/…/8fb47882-f88c-4565-bdf8-dfc34d9c0172

eða notaðu QR kóða:

Myndlýsing ekki til staðar.

REYKJAVÍK NORÐUR

Smelltu hér fyrir neðan til að mæla með B-lista í Reykjavíkurkjördæmi norður 👉 https://island.is/…/93771fcd-a23b-45a2-962c-aeccab917343

eða notaðu QR kóða:

Myndlýsing ekki til staðar.

NORÐVESTURKJÖRDÆMI

Smelltu hér fyrir neðan til að mæla með B-lista í Norðvesturkjördæmi 👉 https://island.is/…/77361a78-82dd-4cdf-a9be-67bee7bca12c

eða notaðu QR kóða:

Myndlýsing ekki til staðar.

NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Smelltu hér fyrir neðan til að mæla með B-lista í Norðausturkjördæmi 👉 https://island.is/…/e03705a5-3f36-44ec-b666-fb4ac5d2b0f5

eða notaðu QR kóða:

Myndlýsing ekki til staðar.

SUÐURKJÖRDÆMI

Smelltu hér fyrir neðan til að mæla með B-lista í Suðurkjördæmi 👉 https://island.is/…/6f127a57-c783-4c38-8445-14f6c7cb9a0c

eða notaðu QR kóða:

Myndlýsing ekki til staðar.

SUÐVESTURKJÖRDÆMI

Smelltu hér fyrir neðan til að mæla með B-lista í Suðvesturkjördæmi 👉 https://island.is/…/846cfca1-ead1-4d95-b109-e03df5a38dd6

eða notaðu QR kóða:

Myndlýsing ekki til staðar.

Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki.

Þingsæti eru 63 og skiptast þannig milli kjördæma:
Norðvesturkjördæmi – 8 þingsæti eða 240-320 meðmælendur
Norðausturkjördæmi – 10 þingsæti eða 300-400 meðmælendur
Suðurkjördæmi – 10 þingsæti eða 300-400 meðmælendur
Suðvesturkjördæmi – 13 þingsæti eða 390-520 meðmælendur
Reykjavíkurkjördæmi suður – 11 þingsæti eða 330-440 meðmælendur
Reykjavíkurkjördæmi norður – 11 þingsæti eða 330-440 meðmælendur

Categories
Greinar

Framsókn í flugi

Deila grein

05/08/2021

Framsókn í flugi

Mik­il áhersla hef­ur verið lögð á að styðja við upp­bygg­ingu inn­an­lands­flug­valla ásamt því að jafna aðstöðumun íbúa að grunnþjón­ustu lands­manna. Árið 2020 lagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son nýja flug­stefnu fyr­ir Íslands fram til samþykk­is á Alþingi. Mark­mið stefn­unn­ar er m.a. að efla inn­an­lands­flug, sem telst nú hluti af al­menn­ings­sam­göngu­kerf­inu á Íslandi. Með flug­stefn­unni á að tryggja ör­uggt og skil­virkt kerfi um allt land ásamt að því tryggja að ferðafólk dreif­ist jafnt um allt land. Fram­sókn hef­ur lengi talað fyr­ir því að efla fluggátt­ir inn í landið, enda mun það styðja við ferðaþjón­ustu um allt land.

Loft­brú

Einn mik­il­væg­asti hluti stefn­unn­ar er Loft­brú, en slíkt verk­efni hef­ur verið Fram­sókn­ar­mönn­um hug­leikið í langa tíð. Það fékk pláss í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar, VG og Sjálf­stæðis­flokks og varð að veru­leika með und­ir­skrift Sig­urðar Inga. Til að tryggja blóm­lega byggð í öll­um lands­hlut­um verður jafnt aðgengi að þjón­ustu að vera tryggt. Þegar Loft­brú­in hóf sig til flugs síðasta haust var stigið stórt skref til þess að jafna aðstöðumun þeirra sem búa fjarri höfuðborg­inni. Hér er um að ræða mik­il­vægt skref til þess að bæta aðgengi íbúa lands­byggðar­inn­ar að miðlægri þjón­ustu ásamt því að gera inn­an­lands­flug að hag­kvæm­ari sam­göngu­kosti. Loft­brú veit­ir 40% af­slátt af heild­arfar­gjöld­um fyr­ir all­ar áætl­un­ar­leiðir inn­an­lands til og frá höfuðborg­ar­svæðinu þris­var á ári. Um er að ræða mik­il­væga byggðaaðgerð sem skap­ar tæki­færi fyr­ir ein­stak­linga og sam­fé­lög. Einnig get­um við skapað auk­in tæki­færi með frek­ari efl­ingu á Loft­brú, enda er inn­an­lands­flug hluti af al­menn­ings­sam­göng­um lands­ins.

Ferðaþjón­ust­an tek­ur á loft

Ný sókn hófst í byrj­un sum­ars í ferðaþjón­ustu á Norður- og Aust­ur­landi þegar tek­in var fyrsta skóflu­stung­an að 1.100 fer­metra viðbygg­ingu við flug­stöðina á Ak­ur­eyr­arflug­velli sem og aðgerðir á flug­stöðinni á Eg­ils­stöðum Með efl­ingu flug­stöðvanna opn­ast fleiri tæki­færi fyr­ir ferðaþjón­ustu á svæðinu ásamt mögu­leik­um á fjölg­un starfa og sköp­un tæki­færa. Auk þessa er bein­lín­is um ör­ygg­is­mál að ræða sem huga þarf vel að. Með stærri og betri flug­stöð má taka á móti stærri vél­um og byggja und­ir það sem fyr­ir er. Með auk­inni flug­um­ferð á síðustu árum er mik­il­vægt að flug­vell­irn­ir á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum geti þjónað sem alþjóðaflug­vell­ir meðal ann­ars til að opna fleiri gátt­ir inn í landið og taka virk­an þátt þegar sókn­in hefst og allt fer aft­ur á flug. Stig­in hafa verið stór skref í flug­mál­um und­ir stjórn Sig­urðar Inga á kjör­tíma­bil­inu. Um er að ræða arðbær verk­efni sem hafa mikla þýðingu fyr­ir sam­fé­lög um allt land. Við erum kom­in á flug – höld­um stefn­unni.

Áfram veg­inn.

Ingi­björg Isak­sen, odd­viti Fram­sókn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. ágúst 2021.

Categories
Greinar

Íslensk kvikmyndagerð

Deila grein

29/07/2021

Íslensk kvikmyndagerð

Í sum­ar­frí­inu get­ur verið freist­andi að slaka á í sóf­an­um með hlýtt ull­arteppi og þá er gott að geta valið sér ís­lenskt efni til áhorfs. Til dæm­is hafa nýir og spenn­andi þætt­ir um Kötlu átt hug minn all­an þessa dag­ana. Slíkt efni verður þó ekki til af sjálfu sér.

Hlúa þarf að kvik­mynda­gerð líkt og mörgu öðru. Ef grein­inni er veitt at­hygli og pláss hef­ur hún mögu­leika að vaxa og dafna okk­ur öll­um til heilla. Mik­il­vægt er að sveigj­an­legt og kraft­mikið stuðnings­kerfi sé til staðar sem ýtir und­ir já­kvæða þróun í kvik­mynda­gerð. Síðastliðið haust markaði tíma­mót í sögu kvik­mynda­gerðar á Íslandi þegar Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, lagði fram fyrstu heild­stæðu stefnu ís­lenskra stjórn­valda á sviði kvik­mynda. Mark­miðið með stefn­unni er að skapa auðuga kvik­mynda­menn­ingu sem styrk­ir sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar, efl­ir ís­lenska tungu, býður upp á fjöl­breytt­ari og metnaðarfyllri kvik­mynda­mennt­un, styrk­ir sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar og stuðlar að því að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvik­mynda­gerðar. Með kvik­mynda­stefnu hafa ís­lensk stjórn­völd viður­kennt vax­andi hlut­verk menn­ing­ar, lista og skap­andi greina á Íslandi.

Fram­sókn hef­ur lengi talað fyr­ir mik­il­vægi þess að styðja eigi við kvik­mynda­gerð í land­inu ásamt því að hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni. Kvik­mynda­gerð hef­ur fyr­ir löngu sannað gildi sitt sem list­grein og at­vinnu­grein. Kraft­mik­il kvik­mynda­menn­ing efl­ir sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar. Kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætt­ir eru list­grein sem spegl­ar sam­tím­ann og ger­ir sögu og menn­ing­ar­arfi skil. Ýmiss kon­ar efni er fram­leitt sem bæði er afþrey­ing fyr­ir nú­tím­ann ásamt því að segja mik­il­væga sögu til framtíðar. Mik­il­vægi kvik­mynda­gerðar fyr­ir ís­lenska tungu er ómet­an­legt, en kvik­mynda­gerð skip­ar stór­an sess í því að efla og varðveita ís­lenska tungu.

Ferðavenju­könn­un hef­ur sýnt að tæp­lega 40% þeirra ferðamanna sem hingað koma tóku ákvörðun um að ferðast til Íslands eft­ir að hafa séð landið í sjón­varpi eða á hvíta tjald­inu. Heild­ar­velta ferðaþjón­ust­unn­ar af slík­um ferðamönn­um hleyp­ur á mörg­um millj­örðum. Íslensk kvik­mynda­gerð skap­ar á fjórða þúsund beinna og af­leiddra starfa og laðar að er­lenda fjár­fest­ingu. Í því fel­ast gríðarleg verðmæti fyr­ir rík­is­sjóð. Við í Fram­sókn höf­um talað fyr­ir mik­il­vægi þess að skapa fjöl­breytt at­vinnu­tæki­færi. Kvik­mynda­gerð er skap­andi at­vinnu­grein sem fell­ur vel að þeim hug­mynd­um, en mik­il­vægt er að hún fái viðeig­andi stuðning. Fjórða iðnbylt­ing­in kall­ar eft­ir hug­viti, há­tækni, sköp­un og sjálf­bær­um lausn­um og kvik­mynda­gerð er allt þetta.

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, varaþingmaður Fram­sókn­ar og sit­ur í 2. sæti á lista flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. júlí 2021.

Categories
Greinar

Brúarsmiðurinn Sigurður Ingi

Deila grein

26/07/2021

Brúarsmiðurinn Sigurður Ingi

Hugmyndin að Sundabraut er ekki ný af nálinni og hefur reglulega komið til umræðu síðustu áratugi, helst í kringum kosningar. Sveitarstjórnarfólk og íbúar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar hafa ítrekað bent á mikilvægi þessa samgöngubóta en ekkert hefur þokast áfram í málinu svo heitið getur síðustu áratugi. Það er ekki fyrr en á yfirstandandi kjörtímabili þegar Sigurður Ingi settist í stól samgönguráðherra að verkefnið komst loks á dagskrá með formlegri hætti en áður.

Á dögunum var skrifað undir viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg sem marka tímamót í málinu. Nú mun vinna við Sundabrú hefjast af fullum þunga. Áætlað er að allt ferlið taki um 10 ár. Sigurður Ingi hefur lagt mikinn þunga í að koma þessu verkefni á rekspöl og verið óþreytandi við það frá fyrstu dögum sem samgönguráðherra að tryggja að verkefnið verði að veruleika.

Drifkraftur og vinnusemi

Sá drifkraftur sem hefur einkennt störf Sigurðar Inga á kjörtímabilinu endurspeglar vilja hans og vinnusemi ásamt skilning og heildarsýn á mikilvægi innviðauppbyggingar eins og Sundabrautar í víðu samhengi. Sundabrú mun verða mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast til og frá höfuðborginni. Samgöngubót sem mun hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf og búsetuskilyrði á Vesturlandi til framtíðar, ásamt því létta á umferð á öðrum stofnbrautum.

Brúarsmiðurinn Sigurður Ingi setti tóninn strax í stjórnarmyndunarviðræðunum eftir síðustu kosningar þegar hann byggði brú frá vinstri væng stjórnmálanna, yfir miðjuna og út á hægri vænginn. Brúin er vel byggð á traustum grunni samvinnuhugsjónar Framsóknar og hefur gefið þjóðinni langþráðan stöðugleika. Brú sem hefur lagt veginn að innviðauppbyggingu á kjörtímabilinu og staðið styrkum stoðum samvinnu og stendur enn traust. Núverandi ríkisstjórn er fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin í lýðveldissögunni til að klára heilt kjörtímabil, og það með gríðarlega góðum árangri.

Stöðugleiki er forsenda samfélagslegra framfara. Í þeim stöðuleika gekk brúarsmiðurinn Sigurður Ingi til fundar við sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu og tók samtalið til að leysa úr áratuga langri kyrrstöðu í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Til árangurs með samvinnu og skynsemi að vopni

Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu með ólíka sýn, nálgun og hagsmuni og voru dregin að borðinu með það að markmiði að ná fram einhverri mestu samgöngubót sem íbúar þessa svæðis hafa séð í áratugi. Með samvinnu og skynsemina að vopni tókst að byggja brú á milli ólíkra sjónarmiða þar sem niðurstaðan er sérstakur samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða sem öll sveitafélögin samþykktu. Þar er kveðið á um umfangsmikla uppbyggingu stofnbrauta, innviða, almenningssamganga, göngu- og hjólastíga auk umferðastýringu á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulag um aukin lífsgæði og kyrrstaðan loks rofin með afgerandi hætti.

Íbúar landsbyggðarinnar hafa einnig notið drifkrafts ráðherrans, en stór átak í samgöngumálum um allt land var sett af stað þar sem sérstök áhersla var lögð á umferðaröryggi og miðar m.a. að því að fækka einbreiðum brúm á hringveginum um 14 til ársins 2024 ásamt því að aðskilja akstursstefnur á umferðarþyngstu vegköflum landsins. Aldrei hefur jafnmiklu fjármagni verið varið til samgönguumbóta um land allt en á þessu kjörtímabili.

Á síðasta ári kynnti Sigurður Ingi til leiks Loftbrú sem brúa á bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar. Loftbrúin niðurgreiðir fargjöld þeirra sem búa á landsbyggðinni og hefur heppnast ákaflega vel sem byggðaaðgerð. Ljóst er að Loftbrúin bætir aðgengi landsbyggðarinnar að mikilvægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að styrkja stoðir og rekstragrundvöll flugsamgangna innanlands.

Á vettvangi sveitarstjórnarmála hef ég átt samtal um samgöngumál við kjörna fulltrúa sveitarfélaga úr öllum flokkum. Sveitarstjórnarfulltrúar, þvert á flokka hafa haft orð á því við mig að farsælast væri að hafa Sigurð Inga áfram sem ráðherra samgöngumála þegar horft sé til árangurs á yfirstandandi kjörtímabili. Við Framsóknarfólk erum bjartsýn með Sigurð Inga í forystu. Leiðtogi sem byggir brýr og vinnur eftir samvinnuhugsjón Framsóknarflokksins samfélaginu öllu til hagsbóta.

Guðveig Anna Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarmanna í Borgarbyggð.

Greinin birtist fyrst visir.is 26. júlí 2021.

Categories
Greinar

Íslenskur landbúnaður á sjálfstætt landbúnaðarráðuneyti skilið

Deila grein

22/07/2021

Íslenskur landbúnaður á sjálfstætt landbúnaðarráðuneyti skilið

Land­búnaður er ein stærsta at­vinnu­grein Íslands. Sam­kvæmt vefsíðu at­vinnu­vegaráðuneyt­is­ins telj­ast eft­ir­far­andi grein­ar til land­búnaðar: garðyrkja, ali­fugla­rækt, eggja­f­ram­leiðsla, æðarrækt, svína­rækt, geit­fjár­rækt, hross­a­rækt, jarðrækt, loðdýra­rækt, naut­griparækt, sauðfjár­rækt og skóg­ar­fram­leiðsla.

Land­búnaður er jafn­framt ein stærsta at­vinnu­grein­in í Norðvest­ur­kjör­dæmi og því skipt­ir miklu máli fyr­ir okk­ur sem þar búa hvernig um­gjörð stjórn­valda um mála­flokk­inn er háttað. Í nú­ver­andi skipt­ingu ráðuneyta deila sjáv­ar­út­veg­ur og land­búnaður heim­ili. Það er að vissu leyti skilj­an­legt þar sem báðar at­vinnu­grein­arn­ar eiga margt sam­eig­in­legt eins og að stuðla að mat­væla­fram­leiðslu. Þó virðist þessi sam­búð þeirra hafa orðið til þess að land­búnaður­inn hafi því miður gleymst, a.m.k. að hann hafi ekki fengið þá at­hygli og þá þyngd inn­an ráðuneyt­is­ins sem hon­um ber. Sú ákvörðun um sam­eig­in­legt sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyti er, eins og öll önn­ur verk okk­ar, ekki meitluð í stein og henni er vel hægt að breyta sé fyr­ir því vilji. Sá sem tek­ur við mála­flokki land­búnaðar­ins á næsta kjör­tíma­bili mun mæta mörg­um áskor­un­um og krefj­andi verk­efn­um, og að okk­ar mati er gríðarlega mik­il­vægt að mála­flokk­ur­inn fái þá at­hygli sem hon­um svo sann­ar­lega ber. Því telj­um við að sú skipt­ing ráðuneyta sem nú er viðhöfð verði breytt og aft­ur verði komið á sér­stöku land­búnaðarráðuneyti með sér­stök­um ráðherra. Íslensk­ur land­búnaður á það skilið.

Land­búnaður og sjáv­ar­út­veg­ur skipta höfuðmáli fyr­ir fæðu- og mat­væla­ör­yggi Íslend­inga, en vegna þess hve harðbýlt er á Íslandi þurfa þess­ar at­vinnu­grein­ar tölu­vert meiri stuðning en á suðlæg­ari svæðum. Einnig eru ís­lensku búfjár­stofn­arn­ir viðkvæm­ir fyr­ir sjúk­dóm­um vegna marga alda ein­angr­un­ar, en það hef­ur einnig stuðlað að miklu heil­brigði ís­lenskra dýra sem og minni þörf á lyfja­notk­un í land­búnaði. Á Íslandi er lyfja­notk­un­in í land­búnaði sú minnsta í heim­in­um. Á síðasta ári kom ber­sýni­lega í ljós hversu viðkvæm staða okk­ar get­ur verið þegar flutn­ing­ur milli landa raskaðist veru­lega í kjöl­far Covid-19. Heims­far­ald­ur­inn varð til þess að inn­flutn­ing­ur og út­flutn­ing­ur vara var óstöðugur og þar kom mik­il­vægi þess að lönd tryggi eig­in mat­væla­fram­leiðslu vel í ljós.

Við vilj­um viðhalda sterk­um land­búnaði sem lands­menn geta treyst á. Íslensk­ur land­búnaður á að vera sterk­ur og unn­inn með sjálf­bærni að leiðarljósi. Það er mik­il­vægt fyr­ir um­hverfið, fyr­ir fæðuör­yggið, fyr­ir byggðirn­ar, fyr­ir neyt­end­ur og fyr­ir framtíðina.

Framtíðar­sýn land­búnaðar­ins verður að vera okk­ur öll­um skýr og við vilj­um tryggja það að hann fái aukna at­hygli hjá næstu rík­is­stjórn. Það ger­um við m.a. með nýju öfl­ugu ráðuneyti land­búnaðar­mála.

Stefán Vagn Stefánsson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaþing­menn Fram­sókn­ar og sitja í 1. og 2. sæti á lista flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. júní 2021.

Categories
Greinar

Börn í umferðinni

Deila grein

15/07/2021

Börn í umferðinni

Nýtt sam­fé­lags­mynst­ur og auk­in þétt­býl­is­mynd­un á síðustu árum hafa breytt þörf­um fólks um aðstöðu og skipu­lag í þétt­býli. Um­hverfi hvers og eins skipt­ir mestu máli í dag­legu lífi flestra. Staðsetn­ing skóla, göngu- og hjóla­leiðir, skóla­akst­ur og um­ferð eru þætt­ir sem hafa áhrif á ákvörðun fólks hvar sem það býr. Flest­ir þeir sem koma með ein­um eða öðrum hætti að upp­bygg­ingu og skipu­lagn­ingu sam­göngu­innviða hafa hingað til verið á á full­orðins­aldri, fólk tví­tugt og eldra. Það er því kannski ekki skrítið að sú vinna hafi verið unn­in að mestu út frá sjón­ar­hóli full­orðinna. Stór hluti sam­fé­lagsþegna hef­ur þó oft viljað gleym­ast og það eru þarf­ir barna og ör­yggi þeirra í um­ferðinni.

Staða barna í sam­göng­um

Ef hlustað er á börn og þau fá tæki­færi til að láta rödd sína heyr­ast eru þau fær um að hafa áhrif á líf sitt. Það er m.a. í sam­ræmi við ákvæði Barna­sátt­mála og Heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna og þings­álykt­un um Barn­vænt Ísland fyr­ir árin 2021-2024. Sam­göng­ur og áhrif þeirra á börn hafa til þessa lítið verið til um­fjöll­un­ar og ekki greind með nægi­lega skýr­um hætti. Með sam­göngu­áætlun 2020-2034 var ákveðið að hefja vinnu við að greina stöðu barna og ung­menna í sam­göng­um. Það er ein­stak­lega ánægju­legt að sjá að fyrstu skref­in hafa verið stig­in með grein­ar­gerð sem kem­ur út í dag um stöðu barna og ung­menna í sam­göng­um hér á landi. Skýrsl­an er unn­in í sam­vinnu við Vega­gerðina, Sam­göngu­stofu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Í henni kem­ur m.a. fram að ferðavenj­ur barna og ung­menna eru mun fjöl­breytt­ari en þeirra sem eldri eru. Þau eru engu minni not­end­ur og ferðast jafn­vel að jafnaði ívið fleiri ferðir á degi hverj­um. Börn og ung­menni eru mestu not­end­ur virkra sam­göngu­máta og al­menn­ings­sam­gangna. Börn og ung­menni ferðast hlut­falls­lega minna með inn­an­lands­flugi en þeir sem eldri eru. Lægri far­gjöld vegna Loft­brú­ar virðast nýt­ast þeim sér­stak­lega vel. Bestu sókn­ar­færi til þess að stuðla að breytt­um ferðavenj­um allra fel­ast í því að hlúa bet­ur að þessu ferðamynstri barna og ung­menna, enda eru þau ekki með sama fast­mótaða ferðavenju­mynst­ur og þeir sem eldri eru.

Ung­ir sem aldn­ir

Stefnu­mörk­un í sam­göngu­mál­um þarf að snú­ast um að börn og ung­menni séu ör­ugg á leið sinni til og frá skóla, leik­svæðum, íþrótt­um, tóm­stund­um eða áfanga­stöðum sem þau þurfa að sækja. Taka þarf mið af þörf­um þeirra sem birt­ist í ferðavenju­könn­un­inni sem gerð var um land allt. Í henni kom fram að börn eru helstu not­end­ur virkra sam­göngu­máta, þ.e. að ganga, hjóla, nota skóla­akst­ur eða al­menn­ings­sam­göng­ur. Hönn­un og upp­bygg­ing innviða þarf að taka mið af því og er það okk­ar sem eldri eru að fylgja því fast eft­ir. Þá er öfl­ugt for­varn­astarf og fræðsla á öll­um skóla­stig­um ár­ang­urs­rík leið.

Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að vinna sam­an að því að bæta sam­göng­ur barna og ung­menna og eru tæki­færi í skipu­lagðri vinnu sveit­ar­fé­laga með gerð og fram­fylgni um­ferðarör­ygg­is­áætl­ana. Tónn í þá átt hef­ur verið sleg­inn með sam­vinnu rík­is og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga við gerð skýrsl­unn­ar.

Greiðar og ör­ugg­ar sam­göng­ur skipta okk­ur öll máli. Hvort sem við erum ung eða göm­ul höf­um við þörf til þess að fara á milli staða. Mál­efnið er ung­menn­um mik­il­vægt og hug­leikið. Þau vilja verða þátt­tak­end­ur í stefnu­mót­un og við tök­um fagn­andi á móti þeim. Við þurf­um að eiga upp­byggi­legt sam­tal þar sem hlúð er bet­ur að ferðamynstri barna og bor­in virðing fyr­ir ólík­um sjón­ar­miðum. Skipu­lagn­ing sam­göngu­innviða sem miðar við þarf­ir fólks frá unga aldri og upp úr skil­ar sér í betra og skiln­ings­rík­ara sam­fé­lagi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júlí 2021.

Categories
Fréttir

Sumarlokun skrifstofu

Deila grein

12/07/2021

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Framsóknar er lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá og með 13. júlí til 2. ágúst. Opnum aftur þriðjudaginn 3. ágúst.

Hægt er að senda erindi og fyrirspurnir á netfangið: framsokn@framsokn.is.

FRAMSÓKNARFLOKKURINN

Categories
Fréttir

Þórunn Egilsdóttir látin

Deila grein

11/07/2021

Þórunn Egilsdóttir látin

Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, er látin 56 ára að aldri. Þórunn lést á föstudaginn eftir baráttu við krabbamein. Þórunn greindi frá því milli jóla og nýárs í fyrra að hún hefði greinst aftur með krabbamein eftir að hafa lokið meðferð. Þórunn var þingflokksformaður Framsóknarmanna og oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Þórunn var fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964. Foreldrar: Egill Ásgrímsson (fæddur 1. apríl 1943) bólstrari og Sigríður Lúthersdóttir (fædd 28. apríl 1939). Maki: Friðbjörn Haukur Guðmundsson (fæddur 21. apríl 1946) bóndi. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og Guðlaug Valgerður Friðbjarnardóttir. Börn: Kristjana Louise (1989), Guðmundur (1990), Hekla Karen (2004).

Þórunn lauk stúdentsprófi frá VÍ 1984. B.Ed.-próf KHÍ 1999. Sauðfjárbóndi síðan 1986. Grunnskólakennari 1999–2008, áður leiðbeinandi. Skólastjórnandi 2005–2008. Verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008–2013. Í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010–2014, oddviti 2010–2013.

Formaður Málfundafélags VÍ 1983–1984. Í stjórn Kvenfélagsins Lindarinnar 1991–1998. Í félagsmálanefnd Vopnafjarðarhrepps 1998–2006. Í stjórn Menntasjóðs Lindarinnar síðan 1998, formaður 2006–2010. Í orlofsnefnd húsmæðra á Austurlandi 2001–2009. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010–2014. Í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010–2014. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2011–2015. Í hreindýraráði 2011–2016. Formaður samgönguráðs síðan 2018.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2013 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2015–2016. 1. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis 2017. 4. varaforseti Alþingis 2017–2019.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2015 og síðan 2016.

Atvinnuveganefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2013–2015, allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017 og 2019–2020, kjörbréfanefnd 2017–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2013–2016 (formaður), Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017–.

Við Framsóknarmenn minnumst alþingismanns og fyrrv. formanns þingflokks Framsóknarmanna með djúpri virðingu og þakklæti fyrir störf í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar. Framsóknarmenn votta aðstandendum innilega samúð.