Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun miðstjórnarfundar Framsóknar

Deila grein

20/11/2023

Stjórnmálaályktun miðstjórnarfundar Framsóknar

Stjórnmálaályktun miðstjórnarfundar Framsóknar í Vík í Mýrdal dagana 18-19. nóvember 2023.

Hugur flokksmanna er hjá Grindvíkingum vegna náttúruhamfara á Suðurnesjum. Samfélag er samvinnuverkefni þar sem íbúar landsins standa hverjir með öðrum í kjölfar atburða sem þessara líkt og bersýnilega hefur komið í ljós. Miðstjórn Framsóknar leggur ríka áherslu á að málefni Grindvíkinga verði áfram í forgrunni innan stjórnkerfisins þar sem afkoma þeirra, húsnæðisöryggi og opinber þjónusta verði tryggð og að staðið verði með því fjölbreytta atvinnulífi sem starfrækt er á svæðinu.

Miðstjórn Framsóknar krefst þess að fjármálastofnanir sýni samstöðu með Grindvíkingum í ljósi náttúruhamfaranna og fari í raunverulegar aðgerðir sem létta undir með íbúum. Arðsemi fjármálastofnana hefur aukist verulega og telur miðstjórn Framsóknar mikilvægt að ráðist verði í þær aðgerðir sem fyrst til að eyða óvissu.

Undanfarin ár hafa falið í sér stórar áskoranir á heimsvísu þar sem heimsfaraldur, stríðsátök, loftslags- og náttúruvá hafa haft áhrif á alþjóða- og efnahagsmál. Keppikefli efnahagsstjórnarinnar er að ná verðbólgunni niður í þágu samfélagsins alls. Slíkt verkefni verður ekki leyst nema í samvinnu stjórnvalda, Seðlabanka Íslands og aðila vinnumarkaðarins. Lægri vextir eru stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Gæta verður að því að samfélagið festist ekki í vítahring sem háir stýrivextir geta leitt af sér, til að mynda með slæmum afleiðingum á húsnæðismarkaði.

Öflug og innlend matvælaframleiðsla er þjóðaröryggismál fyrir Ísland. Því verður að tryggja bændum, og sér í lagi ungum bændum, eðlileg starfsskilyrði og afkomu fyrir vinnuframlag sitt. Miðstjórn Framsóknar bindur miklar vonir við að væntanlegar tillögur starfshóps stjórnvalda um fjárhagsstöðu bænda verði til þess fallnar að snúa vörn í sókn.

Miðstjórn Framsóknar lýsir yfir ánægju með framgang ýmissa málaflokka sem flokkurinn ber ábyrgð á í ríkisstjórnarsamstarfinu.

  • Ný húsnæðisstefna og aukin framlög til málaflokksins munu marka leiðina fram á við. Áframhaldandi kröftug uppbygging samgönguinnviða, hvort sem um ræðir vegi, flugvellir eða hafnir, bætir búsetuskilyrði og samkeppnishæfni landsins alls.
  • Skýr aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu mun styrkja umgjörð greinarinnar og búa í haginn fyrir aukna verðmætasköpun í sátt við samfélagið. Neytendamál hafa loksins verið sett á dagskrá stjórnmálanna, til að mynda með greinargóðu aðhaldi gagnvart fjármálafyrirtækjum og ný og spennandi tækifæri raungerst á sviði menningarmála.
  • Góður árangur hefur náðst í að efla heilbrigðiskerfið, til að mynda með samvinnu hins opinbera og einkageirans með samningum við sérgreinalækna sem aukið hafa aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Mikilvægt er að halda áfram að efla heilbrigðisþjónustu í nærsamfélögum með jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu að leiðarljósi. 
  • Róttækar breytingar sem gerðar hafa verið á málefnum barna munu bæta lífsgæði þeirra og foreldra þeirra. Aðsókn í iðn-, verk- og kennaranám hefur stóraukist og unnið er að metnaðarfullum áformum um nýja sókn í þágu íþróttamála í landinu. 

Miðstjórn Framsóknar vill undirstrika að hryggjarstykkið í utanríkisstefnu Íslands er vestræn samvinna og undirstrikar stuðning við Úkraínu. Miðstjórn fordæmir árásir á almenna borgara í Ísrael og Palestínu. Miðstjórn hvetur stjórnvöld til að halda á lofti mannúðlegum gildum og tala fyrir friðsamlegum lausnum.  

***

Categories
Fréttir

Tímamótasamningur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Vík ​

Deila grein

20/11/2023

Tímamótasamningur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Vík ​

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, og Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hafa undirritað samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Mýrdalshreppi á tímabilinu 2023-2028 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.

Í samningnum við Mýrdalshrepp kemur fram það markmið að byggðar verði um 100 nýjar íbúðir á næstu fimm árum í samræmi við metna þörf samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Stefnt er að því að byggja allt að 22 íbúðir á ári á næstu fimm árum. Ofangreind markmið eru í takt við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á landsvísu á fyrrgreindu tímabili, til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf.  Sveitarfélagið mun jafnframt leitast við að tryggja nægjanlegt framboð byggingarhæfra lóða í samræmi við markmið samkomulagsins, þ. á m. í aðal- og deiliskipulagi sveitarfélagsins, þannig að byggingarhæfar lóðir ár hvert rúmi 20-30 íbúðir.

„Ég fagna því að Mýrdalshreppur sé fyrst sveitarfélaga á landsbyggðinni til að stíga þetta skref og setja sér skýra stefnu um aukið framboð íbúðarhúsnæðis. Mikil fjölgun íbúa hefur átt sér stað í Vík og mikilvægt að mörkuð sé skýr stefna til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf. Við stefnum að gríðarlegri uppbyggingu á næstu árum um allt land og mikilvægt að ríki og sveitarfélög hafi sameiginlega sýn til að mæta þeirri þörf sem blasir við,“ sagði Sigurður Ingi.

Samningurinn byggir á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga frá 12. júlí 2022 þar sem sameinast var um sýn og stefnu í húsnæðismálum til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf. Rammasamningurinn sjálfur byggði á tillögum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði þar sem samstaða var um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði.

„Samkomulagið markar tímamót fyrir Mýrdalshrepp og styður við markmið sveitarfélagsins um heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir ört fjölgandi hóp íbúa. Mýrdalshreppur verður við undirritun samkomulagsins annað sveitarfélagið á landinu til þess að marka skýra stefnu um aukið framboð íbúðarhúsnæðis á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga. Aukið framboð íbúða er lykilatriði í því að styðja við sjálfbæra byggðaþróun og samvinna ríkis og sveitarfélagsins er mikilvægur liður í áframhaldandi uppbyggingaráformum Mýrdalshrepps,“ sagði Einar Freyr.

Af nýjum íbúðum verður hlutfall hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði að jafnaði um 30% og félagslegt húsnæði að jafnaði sem næst 5% af öllu nýju húsnæði.

Fylgiskjöl:

  1. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum, dagsettur 12. júlí, 2022.
  2. Samkomulag um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í Mýrdalshreppi
  3. Húsnæðisáætlun Mýrdalshrepps 2024

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir Greinar

Aðdáunarverð samstaða

Deila grein

19/11/2023

Aðdáunarverð samstaða

Við á Íslandi höf­um alltaf verið samof­in nátt­úru­öfl­un­um og upp á náð og mis­kunn móður nátt­úru. Þessa dag­ana erum við hressi­lega minnt á þá staðreynd. Á mánu­dags­kvöld voru sett lög á Alþingi um vernd mik­il­vægra innviða. Með þeim er ráðherra veitt skýr laga­heim­ild til að taka ákvörðun um nauðsyn­leg­ar fram­kvæmd­ir í þágu al­manna­varna sem miða að því að koma í veg fyr­ir að mik­il­væg­ir innviðir og aðrir al­manna­hags­mun­ir verði fyr­ir tjóni af völd­um nátt­úru­ham­fara sem tengj­ast elds­um­brot­um á Reykja­nesskaga. Um þess­ar mund­ir eru uppi afar sér­stak­ar aðstæður sem nauðsyn­legt er að bregðast hratt og ör­ugg­lega við. Gert er ráð fyr­ir að ráðherra verði heim­ilt að taka ákvörðun um til­greind­ar fram­kvæmd­ir og hrinda þeim af stað án þess að önn­ur lög tor­veldi slíka ákv­arðana­töku.

Aðgát skal höfð í nær­veru sál­ar

Við aðstæður eins og þær sem upp eru komn­ar þurfa ákv­arðanir að vera fum­laus­ar og upp­lýs­ing­ar til sam­fé­lags­ins á Reykja­nesi skýr­ar og aðgengi­leg­ar. Við þurf­um að hafa í huga í allri umræðu, hvort sem um er að ræða stjórn­völd, fjöl­miðla eða sam­skipti á öðrum op­in­ber­um vett­vangi, að aðgát skal höfð í nær­veru sál­ar. Íbúar í Grinda­vík hafa þurft að upp­lifa það að lifa í stöðugum ótta við harða jarðskjálfta með til­heyr­andi álagi á and­lega líðan og í ofanálag þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín á inn­an við 30 mín­út­um í al­gjörri óvissu um hvað framtíðin ber í skauti sér. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru líka marg­ir hverj­ir íbú­ar í Grinda­vík og álagið mjög mikið á þá á þess­um tím­um. Að vera fyrst­ur með frétt­irn­ar jafn­gild­ir ekki sigri í öll­um til­vik­um.

Það er afar mik­il­vægt að næstu skref sem stig­in eru séu réttu skref­in. Við þurf­um að grípa vel utan um aðstæðurn­ar sem hafa skap­ast á Reykja­nesskaga og við þurf­um að taka vel utan um fólkið. Á sama tíma þurf­um við að passa upp á gagn­sæi og að all­ar upp­lýs­ing­ar sem hlutaðeig­andi aðilar fá séu skýr­ar, því það er eng­um greiði gerður með því að hylma yfir raun­veru­lega stöðu.

Op­inn faðmur sam­fé­lags­ins

Við þetta tæki­færi er hins veg­ar ekki annað hægt en að hrósa því aðdá­un­ar­verða starfi sem átt hef­ur sér stað und­an­farna daga og vik­ur hjá viðbragðsaðilum okk­ar. Við eig­um flott fag­fólk á öll­um sviðum og höf­um ít­rekað orðið vitni að þeim standa vakt­ina við mjög krefj­andi aðstæður. Við höf­um séð það í verki hversu mik­il­vægt það er að all­ar neyðar- og viðbragðsáætlan­ir séu skýr­ar og öll vinna eft­ir þeim hef­ur verið til fyr­ir­mynd­ar.

Það hef­ur einnig verið aðdá­un­ar­vert að fylgj­ast með sam­fé­lög­um víða um land opna faðminn fyr­ir íbú­um Grinda­vík­ur, þar sem all­ir virðast vilja leggja sitt af mörk­um þegar aðstoðar er þörf. Sam­taka­mátt­ur­inn í sam­fé­lag­inu er sterk­ur þegar hætta steðjar að og þegar áföll dynja yfir. Fyr­ir það get­um við ekki verið annað en þakk­lát.

Hug­ur minn er hjá Grind­vík­ing­um og verður þar áfram. Um þess­ar mund­ir erum við öll Grind­vík­ing­ar og við mun­um halda áfram að virkja hina einu sönnu ís­lensku sam­stöðu.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. nóvember 2023.

Categories
Fréttir Greinar

40 ára garðveisla íslenskrar tónlistar á erlendri grundu

Deila grein

19/11/2023

40 ára garðveisla íslenskrar tónlistar á erlendri grundu

Á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að fyrsta ís­lenska dæg­ur­tón­list­in náði inn á alþjóðlega vin­sældal­ista þegar Mezzof­orte náði hæst 17. sæti á breska vin­sældal­ist­an­um. Fram að þeim tíma höfðu verið gerðar marg­vís­leg­ar til­raun­ir til að afla vin­sælda á er­lendri grundu. Á lýðveld­is­tím­an­um hef­ur orðið mik­il þróun á ís­lenskri dæg­ur­tónlist. Gunn­ar Hjálm­ars­son hef­ur gert þess­ari sögu ágæt skil í bók­um sín­um og sjón­varpsþátt­um þeim tengd­um. Ein­hverj­ir ís­lensk­ir tón­list­ar­menn náðu að ferðast um og flytja tónlist sína á Norður­lönd­un­um og Norður-Evr­ópu á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um, þ. á m. Ragn­ar Bjarna­son, Hauk­ur Mort­hens og KK-sex­t­ett­inn. Þessi út­rás var ekki ein­ung­is karllæg, þar sem upp úr miðjum sjötta ára­tugn­um fór laga­smiður­inn og söng­kon­an Ingi­björg Þor­bergs til Banda­ríkj­anna með lög sín. Aðrar til­raun­ir til út­rás­ar voru gerðar á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um og þekkt­ustu dæmi þess lík­lega Thor’s Hammers og Change í Bretlandi. Það var þó ekki fyrr en með djass­blend­inni tónlist Mezzof­orte árið 1983 að ís­lensk tónlist náði eyr­um er­lenda hlust­enda og sautjánda sæt­inu á breska vin­sældal­ist­an­um. Það leið síðan ekki á löngu þar til Syk­ur­mol­arn­ir fylgdu þessu eft­ir árið 1987 og náðu mikl­um vin­sæld­um beggja vegna Atlantsála og hin ein­staka Björk kom þar síðan í beinu fram­haldi.

Við eig­um frá­bæra tón­list­ar­menn á Íslandi og tónlist þeirra stend­ur fyr­ir sínu, en það gleym­ist stund­um að horfa til vinn­unn­ar baksviðs við að koma tón­list­inni á fram­færi og hafa marg­ir í gegn­um tíðina unnið öt­ul­lega að því með ágæt­um ár­angri. Hið op­in­bera hef­ur stutt við út­rás ís­lenskr­ar tón­list­ar með marg­vís­leg­um hætti frá ár­inu 1995. Í ný­stofnaðri Tón­list­armiðstöð hef­ur öll­um öng­um tón­list­ar verið safnað sam­an und­ir einn hatt og er þar meðal ann­ars að finna Útón, sem stutt hef­ur við kynn­ingu ís­lenskr­ar tón­list­ar á er­lendri grund frá ár­inu 2006.

Frá þeim tíma að Mezzof­orte náði inn á vin­sældal­ista er­lend­is hef­ur fjöldi ís­lenskra dæg­ur­tón­list­ar­manna náð fót­festu er­lend­is og má þar meðal ann­ars nefna Syk­ur­mola, Björk, Em­ilíönu Torr­ini, Sig­ur­rós, Gusgus, Jó­hann Jó­hanns­son, OMAM, Kal­eo, Hildi Guðna­dótt­ur, ADHD, Vík­ing Heiðar, Ásgeir Trausta, Ólaf Arn­alds, Ásdísi, Daða Frey og nú síðast Lauf­eyju. Það sem vek­ur at­hygli er fjöl­breytn­in í þess­um hópi lista­manna og seg­ir það til um þá miklu gerj­un sem er að finna í tón­list­ar­líf­inu á Íslandi. Í þeim efn­um ber sér­stak­lega að minn­ast á fram­lag þeirra tón­list­ar­manna sem kosið hafa að starfa ein­ung­is inn­an­lands. Ef litið er til þessa hóps vek­ur styrk­ur kvenna jafn­framt at­hygli.

Við til­nefn­ingu til Grammy-verðlauna fyrr í þess­um mánuði kom fram að tveir ís­lensk­ir lista­menn auk Sin­fón­íu Nord á Ak­ur­eyri voru til­nefnd­ir til verðlauna, sem eru auðvitað frá­bær­ar frétt­ir, en þykir í raun ekki leng­ur mikið til­töku­mál þar sem nokk­ur hóp­ur ís­lenskra lista­manna hef­ur áður fengið til­nefn­ing­ar og jafn­vel hreppt verðlaun. Það seg­ir jafn­framt ým­is­legt að ef ein­ung­is er horft til streym­isveit­unn­ar Spotify nálg­ast fimm efstu ís­lensku lista­menn­irn­ir nærri 40 millj­ón­ir mánaðarlegra hlust­enda. Það er ekki slæm­ur ár­ang­ur á 40 árum fyr­ir þjóð sem nú tel­ur 400 þúsund manns.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. nóvember 2023.

Categories
Fréttir

Skorar á fjármálastofnanir að gefa Grindvíkingum fullkomin grið

Deila grein

18/11/2023

Skorar á fjármálastofnanir að gefa Grindvíkingum fullkomin grið

Ríflega 150 manns hlýddu á ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, við upphaf miðstjórnarfundar flokksins sem hófst í Vík í Mýrdal í morgun og stendur fram á sunnudag.

Sigurður Ingi hóf mál sitt á náttúruhamförunum við Grindavík. „Við finnum öll til með þeim sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín og lifa í óvissu,“ sagði Sigurður Ingi. Hann minnti á það að þegar áföll dynja á sjái fólk úr hverju samfélagið er búið til. „Það sem við getum gert er að taka utan um Grindvíkinga,“ sagði Sigurður Ingi og bað fólk um að rísa úr sætum til að sýna stuðning sinn við Grindvíkinga. Hann ræddi sameiginlega ábyrgð samfélagsins á velferð íbúa Grindavíkur og sagði ekki hægt að bankar og fjármálastofnanir skoruðust undan ábyrgð. Hann skoraði á banka og fjármálastofnanir að gefa Grindvíkingum fullkomin grið næstu mánuði.

Formaður Framsóknar ræddi því næst um ástandið í heiminum og sagði að allir hlytu að fordæma það ofbeldi sem heimurinn horfir upp á fyrir botni Miðjarðarhafs og bitnaði mest á saklausum börnum. Sigurður Ingi lagði áherslu á að ekki mætti gleyma árás rússneska hersins inn í Úkraínu.

„Við ráðum ekki við náttúruna heldur tökumst á við afleiðingar. Við getum stjórnað efnahagsmálunum,“ sagði Sigurður Ingi. Hann lagði áherslu á að tekið yrði utan um þá sem eru í erfiðri stöðu. Hann benti einnig á að háir vextir eru ekki náttúrulögmál. „Þetta er í höndunum á okkur sjálfum,“ sagði Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi sagði að húsnæðismálin yrðu mikilvæg í kjarasamningum vetrarins og að ríkisstjórnin myndi gera allt sem hún gæti til að búa þannig að hlutum að kjarasamningar yrðu hófsamir. Hann rifjaði upp að Framsókn hefði frá árinu 2013 leitt húsnæðismálin, fyrst Eygló Harðardóttir, síðan Ásmundur Einar og nú hann sjálfur. Á þessum tíma hefði verið byggt upp nýtt norrænt húsnæðiskerfi sem væri nú að sýna styrk sinn.

„Tökum utan um unga fólkið í landbúnaðinum,“ sagði Sigurður Ingi og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðunni í íslenskum landbúnaði. Það sé erfitt að sækja fram þegar aðstæðurnar séu ekki nógu góðar. Hann furðaði sig ennfremur á því skilningsleysi sem mæti landbúnaði víða í kerfinu og stjórnmálunum.

Í ræðu sinni kom Sigurður Ingi inn á þann óróleika sem ríkir í stjórnmálum víða um heim og að hann mætti einnig greina hér á landi. „Það er erfitt að fá hljómgrunn fyrir hógværð og skynsemi,“ sagði hann og benti á að upphrópanir fengju meiri athygli en lausnir.

Sigurður Ingi lauk ræðu sinni á því að rifja upp að um þessar mundir eru sjö ár frá því hann var kjörinn formaður Framsóknar. Hann sagði að þá hefðu verið erfiðir tímar í flokknum og helsta áhyggjuefnið hvort tækist að endurheimta traust á flokknum. Fáir hefðu séð fyrir þann Framsóknaráratug sem hófst með kosningunum 2017 og er rúmlega hálfnaður. Sigurður Ingi sagði að á þessum tíma hefði náðst stöðugleiki í samfélaginu og eftirtektarverður árangur á flestum sviðum og hann kviði ekki dómi kjósenda. „Á grunni þessa árangurs sem við höfum náð og með stuðningi ykkar hlakka ég til að fá að leiða flokkinn inn í næstu kosningar og framlengja þennan Framsóknaráratug,“ sagði Sigurður Ingi að lokum og uppskar mikið lófatak.

Miðstjórnarfundur Framsóknar fór fram í Vík í Mýrdal um nýliðna helgi 🎉 Salurinn var þéttsetinn á fundinum og umræður…

Posted by Framsókn on Mánudagur, 20. nóvember 2023
Categories
Fréttir Greinar

Er þetta málið?

Deila grein

16/11/2023

Er þetta málið?

Nú er vika íslenskunnar. Markmið með henni er að auka umræðu um málefni íslenskrar tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins. Við fögnum degi íslenskrar tungu í 28. skipti og munu hátíðarhöldin að þessu sinni fara fram í nýju húsi íslenskunnar – Eddu. Mörgu er að fagna en að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja máls á þróun tungumálsins og sýni- og heyranleika þess og höfum við þegar fengið frekar hressileg viðbrögð við þeirri vitundarvakningu. Markmið hennar er að spyrja hvar við viljum draga mörkin varðandi áhrif enskunnar í okkar daglega umhverfi. Ætlar Jón Johnsson að halda concert á Eagle Hill á næstu Culture Night?

Hið sjálfsagða mál

Þeim fjölgar ört sem benda á fáránleika þess að auglýsingum og markaðsefni á ensku sé beint að íslenskumælandi neytendum, að þjónusta sé ekki í boði á íslensku og að almannarými séu uppfull af skilaboðum á ensku og íslenskan þar í öðru sæti eða hreint ekki sýnileg. Ég hef sagt að við þurfum alvöru viðhorfsbreytingu gagnvart tungumálinu okkar – það er stórt samfélagslegt verkefni að vinda ofan af þeirri misskildu þjónustulund sem hefur orðið til þess að enska er álitin sjálfsagt mál svo víða í samfélaginu. Ég fagna öllum sem vilja leggjast á sveif með okkur í því verkefni að auka sýni- og heyranleika tungumálsins, þar á meðal fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar sem á dögunum stigu fram og lýstu yfir vilja til að stíga inn af krafti í það verkefni að vinna gegn þýðingu íslenskra örnefna yfir á ensku. Íslenska á alls staðarað vera sýni­legá opinberum vettvangiog upplýsingar alltaf aðgengilegar á íslensku. Þótt enska og önnur mál geti víða þurft að vera áberandi á það ekki að vera á kostnað íslensku.

Aðgerða er þörf

Við vitum að það er langtímaverkefni að tryggja verndun og þróun íslenskrar tungu. Það er samfélagslegt verkefni sem við náum árangri í með fjölþættum aðgerðum og breiðri samvinnu. Að vinna að framgangi íslenskunnar og tryggja stöðu hennar í heimi örra tæknibreytinga og fólksflutninga er samvinnuverkefni sem kallar ótal hendur til góðra verka. Unnið hefur verið að mótun aðgerða í þágu tungumálsins á vettvangi þeirra fimm ráðuneyta sem aðkomu eiga að ráðherranefnd um málefni íslenskrar tungu. Nefndin var sett á laggirnar að frumkvæði forsætisráðherra í nóvember í fyrra og á næstu dögum mun ég leggja fram þingsályktunartillögu um sameiginlega aðgerðaáætlun sem telur alls 19 aðgerðir. Aðgerðirnar snerta flest svið samfélagsins og eru misumfangsmiklar en í þeim er meðal annars lögð áhersla á málefni íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur og aukið samstarf við atvinnulífið og þriðja geirann. Sumar aðgerðanna fela í sér umfangsmiklar kerfisbreytingar en áætlunin hefur tengsl við mörg önnur áhersluverkefni stjórnvalda sem unnið er að í samstarfi ráðuneyta og stofnana, þar á meðal stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks, menntastefnu 2030, heildarendurskoðun framhaldsfræðslukerfisins og aðgerðaáætlun ferðaþjónustu til 2030.

„Sorry með allar þessar slettur“

Við getum öll gert betur. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki barnanna best þegar kemur að enskuskotnu málfari. Þetta er mjög lúmsk þróun. Slettur hafa vitanlega verið hluti af tungumálinu og sögulega höfum við aðlagað heilmikið af slettum og gert þær að hluta af okkar orðaforða, en þegar fólk – og þá er ég ekki síst að hugsa um börnin – fer að hugsa, skapa og leika sér á öðru tungumáli en sínu eigin móðurmáli verðum við að staldra við.

Tungumál eru mikilvægustu verkfæri hvers samfélags – án þess eru engin samskipti. Við eigum íslenskuna – notum hana, hún er málið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 16. nóvember 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Um vernd mikil­vægra inn­viða

Deila grein

16/11/2023

Um vernd mikil­vægra inn­viða

Þeirri spurningu hefur verið velt upp að undanförnu hvort einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið eigi að greiða fyrir varnargarða vegna mögulegrar náttúruvár. Því miður hefur í gegnum tíðina heyrst svipuð umræða varðandi uppbyggingu snjóflóðavarnargarða en sem betur fer hefur mér að vitandi ekki verið lagt til að einstaka fyrirtæki greiði þann kostnað ef þau njóta verndar þeirra mannvirkja.

Varnargarðar á Reykjanesi eru hugsaðir til varnar mikilvægum innviðum og almannahagsmunum. Leiðargarður fyrir Orkuverið í Svartsengi er hannaður á hæsta punkt í landslagi. Svo vill til að Bláa lónið fellur þar innan. Önnur fyrirtæki sem hafa starfsemi í Orkugarðinum eru til dæmis ekki innan varnargarðs. Tilgangur garðsins er að verja þá strauma sem koma frá orkuverinu og eru íbúum nauðsynlegir.

Alvarleiki aðstæðna

Nú er komin upp sú staða að eitt öflugasta sveitarfélag landsins er óstarfhæft um óákveðinn tíma. Sú staða að 3.700 íbúar eru á flótta í eigin landi og náttúruvá ógnar lífsviðurværi íbúa á Suðurnesjum sem telur nú um 30.000 manns er staðreynd.

Ef starfsemi í orkuverinu í Svartsengi lamast, er ekkert kalt vatn, ekkert heitt vatn og mjög takmarkað rafmagn á Suðurnesjum. Margt er undir í þeim grafalvarlega atburði og má þar sem dæmi nefna skóla, heilbrigðisstofnanir, varnarmannvirki, alþjóðaflugvöll, hafnir og aðrar stofnanir, þó einhver starfsemi verði með varaafl til skemmri tíma. Án þessara nauðsynja kæmi upp mjög alvarlegt almannavarnarástand á svæðinu í heild, ofan í það alvarlega ástand sem nú þegar er komið upp hjá íbúum í Grindavík.

Veitufyrirtækið HS veitur, sem er í meirihlutaeigu sveitarfélaga, veitir heitu vatni, köldu vatni og rafmagni til Suðurnesjamanna. Eins og gefur að skilja verður sú þjónusta mjög takmörkuð ef eitt stærsta orkuver landsins er úti.

Öxlum ábyrgð

Til samanburðar má nefna að Ofanflóðasjóður fjármagnar fyrst og fremst forvarnaraðgerðir gegn ofanflóðum og er talsverð reynsla komin á þá vinnu í gegnum tíðina. Þó er enn verið að vinna að ákveðnum breytingum á sjóðnum. Í lok ágúst samþykkti ríkisstjórnin að vinna frumvarp um að útvíkka hlutverk Ofanflóðasjóðs þannig að hann kosti einnig varnir gegn ofanflóðum á atvinnusvæðum.

Þá var samþykkt tillaga um að flýta upphafi framkvæmda við ofanflóðavarnir í Neskaupstað og hraða vinnu sem nú er í gangi við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði. Aldrei hef ég heyrt neinar mótbárur gegn þessum hugmyndum enda grunar mig að allir séu sammála um að þær séu samfélaginu öllu gríðarlega mikilvægar.

Ég hef nefnt þá skoðun mína að nauðsynlegt sé að stofna hér á landi Náttúruvársjóð sem sameinar hlutverk Ofanflóðasjóðs og Náttúruhamfaratrygginga og tæki til varna gegn ofanflóðum (skriðum og snjóflóðum), jarðhræringum (jarðskjálftum og eldgosum) og flóðavörnum (sjávarflóðum og flóðum í ám og vötnum). Sú hugmynd að einstaka fyrirtæki falli ekki undir varnir eða væri gert að sinna þeim á eigin kostnað er í besta falli fjarstæðukennd. Þess má geta að lífeyrissjóðir landsins eiga stóra hluti bæði í Bláa lóninu og HS Orku en það er í mínum huga aukaatriði. Í umræðu um frumvarp um Vernd mikilvægra innviða á Alþingi kom hvergi fram að einstaka fyrirtæki ættu að vera undanskilin þeirri vernd þó svo ekki hafi verið einhugur um útfærslu forvarnargjalds í frumvarpinu. Það var því táknrænt og gleðilegt þegar þingmenn samþykktu frumvarpið einróma. Saman verðum við að axla ábyrgð og reyna eftir fremsta megni að lágmarka tjón af völdum náttúruhamfara, sé þess einhver kostur.

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 16. nóvember 2023.

Categories
Fréttir

„Sameiginlega ábyrgð allra“

Deila grein

15/11/2023

„Sameiginlega ábyrgð allra“

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið héldu málþing um skólamál, „Reynslunni ríkari“, þann 30. október 2023. Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhugaðar breytingar á sviði skólamála.

Árið 2021 þegar 25 ár voru liðin frá yfirfærslu grunnskóla til sveitarfélaga stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skólaþingi undir yfirskriftinni Farsælt skólastarf til framtíðar. Á þeim tímamótum undirrituðu þrír ráðherrar ásamt formanni stjórnar sambandsins viljayfirlýsingu um samstarf um framkvæmd úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn í því skyni að geta hagnýtt reynsluna frá yfirfærslu grunnskólans við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til 2030, nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og aðgerða í byggðaáætlun um skólaþjónustu, starfsþróun og þverfagleg landshlutateymi.

Á grundvelli yfirlýsingarinnar fóru fram þrjár úttektir sem kynntar voru á málþingi um skólamál 30. október sl. Fyrsta úttektin fjallaði um hlutverk og skipulag skólaþjónustu í innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og Menntastefnu 2030. Hana vann sérfræðingahópur við Kennaradeild Háskólans á Akureyri, þau dr. Birna María Svanbjörnsdóttir, dr. Hermína Gunnþórsdóttir, dr. Jórunn Elídóttir, dr. Rúnar Sigþórsson, dr. Sigríður Margrét Sigurðardóttir og Trausti Þorsteinsson. Önnur úttektin tók til þeirra tveggja stóru verkefna sem eftir urðu á forræði ríkisins við yfirfærsluna: námsgagnaútgáfu og endurmenntunar kennara. Það voru þau Klara E. Finnbogadóttir sérfræðingur og Þórður Kristjánsson ráðgjafi sem unnu þá úttekt og var henni skilað í apríl 2023. Þriðja og síðasta úttektin fjallaði um þróun reksturs grunnskóla frá 1996-2022. Hún var unninn af þeim Arnari Haraldssyni og Haraldi Líndal Haraldssyni, ráðgjöfum hjá HLH-ráðgjöf, og skiluðu þeir lokaskýrslu sinni í nóvember 2023.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í pallborðsumræðum á málþinginu og hafði m.a. þetta að segja:

„Við þurfum að hætta að hugsa um hvort ábyrgð á framkvæmd skólahalds sé á ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga og tala frekar um sameiginlega ábyrgð allra. Við höfum öfluga kennara og annað starfsfólk í skólum sem búa yfir krafti, vilja og elju til að ná árangri. Kaffistofur skólanna kalla eftir tækjum og tólum, verkfærum og upplýsingum um hvað gengur vel í öðrum sveitarfélögum og skólum. Ég sé fyrir mér að hægt sé að koma til móts við það ákall með tilkomu nýrrar þjónustustofnunar á sviði menntamála og skólaþjónustu og í nýrri heildarlöggjöf sem er í smíðum um skólaþjónustu þvert á skólastigin þrjú. Stjórnmálamenn úti í sveitarfélögunum þurfa að eiga reglubundið samtal við kennara og starfsfólk skóla á vettvangi til þess að leggja línur til framtíðar, skilgreina áskoranir og tækifæri í sameiningu og í því samtali skipta rannsóknaniðurstöður miklu máli og tölfræðin til þess að gera samtalið skilvirkara til árangurs. Við verðum að varast þó að tala um árangur eingöngu sem þröngt skilgreindan námsárangur því það skiptir ekki síður máli að geta skilað nemendum út með gott sjálfstraust, gagnrýna hugsun og samskiptahæfni.“

Það er því óhætt að segja að við séum „Reynslunni ríkari“, eins og yfirskrift þingsins gaf til kynna og vel hafi gengið að uppfylla þau markmið sem farið var af stað með við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Afrakstur úttektanna sem og framlag málþingsgesta í umræðum og athugasemdum munu koma að góðu gagni og styðja við þær miklu breytingar sem nú eru að verða á umgjörð og inntaki þjónustu við börn og ungmenni með innleiðingu farsældarlaga, við mótun stefnu um framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu, við framþróun möguleika starfsfólks skóla til starfsþróunar, endurskoðun aðferðafræði við fjármögnun grunnskóla og mótun nýrrar miðstöðvar um menntun og skólaþjónustu. Úttektaraðilum öllum er þakkað kærlega fyrir þeirra mikilsverða framlag í því skyni.

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum!

Deila grein

15/11/2023

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum!

Undanfarnir dagar hafa verið þungbærir Grindvíkingum og aðstandendum þeirra. Um 3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og lifa nú við mikla óvissu. Öll vinnum við hörðum höndum að því að leysa þær fjölmörgu áskoranir sem þessu fylgja eins hratt og kostur er.

Á stundum sem þessum sýnir íslensk samfélag styrk sinn og samhug. Mestu skiptir að við stöndum saman, öll sem eitt, því þannig komumst við í gegnum þetta.

Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum sem glíma nú við aðstæður sem ekki er séð fyrir endan á.

Ljósmynd: af vef sss.is

Categories
Fréttir

„Mannkynið verður að sigra“

Deila grein

13/11/2023

„Mannkynið verður að sigra“

„Það er sannarlega sorglegt að verða vitni að ólýsanlegum mannlegum þjáningum og eyðileggingu af völdum átaka og styrjalda á svo mörgum stöðum í heiminum. Rússar halda áfram grimmilegu árásarstríði sínu gegn Úkraínu og í Ísrael og Palestínu eru saklausir borgarar helstu fórnarlömb stríðsins. Á þessum myrku tímum er mikilvægt að virðing fyrir alþjóðalögum, mannréttindum og mannúðarlögum sé virt. Mannkynið verður að sigra,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra meðal annars í ræðu sinni á aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í París í síðustu viku.

Lilja Dögg vakti sérstaklega athygli á stöðu afganskra kvenna í ávarpi sínu.

„Átakanleg og kerfisbundin brot á mannréttindum afganskra kvenna og útilokun þeirra frá nánast öllum sviðum samfélagsins fela í sér alvarlegar takmarkanir á réttindum og frelsi í umboði UNESCO. Afganskar konur og stúlkur þurfa á fullum stuðningi okkar að halda. Athygli á áframhaldandi brotum á mannréttindum kvenna og stúlkna verður að vera ofarlega á dagskrá samtakanna.“

Menntun til friðar

Ráðherra tók jafnframt þátt í ráðherrafundi á aðalráðstefnunni um menntun til friðar í höfuðstöðvum UNESCO í París. Þar talaði hún um þær margvíslegu ógnir sem heimurinn stendur nú frammi fyrir svo sem afturhvarfi lýðræðis, átökum og stríðum, útbreiðslu ofbeldisfullrar og hatursfullrar hugmyndafræði og upplýsingaóreiðu, loftslagsbreytingum og tapi á líffræðilegum fjölbreytileika, auk langvarandi samfélagslegs ójöfnuðar og hlutdrægni.

„Allar þessar áskoranir geta ógnað heilsu okkar, vellíðan og friði og verður því að bregðast við af ásettu ráði,“ sagði Lilja Dögg meðal annars í ávarpi sínu.

„Menntun er öflugasta tækið sem völ er á til að efla mannréttindi, frið og fjölbreytileika og hvetja komandi kynslóðir til að tryggja sjálfbæra framtíð fyrir alla. Hlutverk UNESCO skiptir sköpum við að efla, vernda og þróa gæðamenntun án aðgreiningar um allan heim sem byggir á grunnmanngildum.“

Myndatexti: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra í París. Með henni eru Guðni Olgeirsson, Auðbjörg Halldórsdóttir, Sigrún Brynja Einarsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Kristín Halla Kristinsdóttir.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra í París. Með henni eru Guðni Olgeirsson, Auðbjörg Halldórsdóttir, Sigrún Brynja Einarsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Kristín Halla Kristinsdóttir.

Friður og öryggi með alþjóðlegri samvinnu

42. aðalráðstefna UNESCO er þetta árið haldin í París dagana 7.-22. nóvember.. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og fer með æðsta stefnumótandi og ákvarðanatökuvald UNESCO. Ísland á sæti í framkvæmdastjórn UNESCO 2021-2025. Íslenska UNESCO-nefndin undirbýr faglega þátttöku í öllum málaflokkum fyrir aðalráðstefnuna í samvinnu við fastanefnd Íslands gagnvart UNESCO.

UNESCO vinnur að því að stuðla að friði og öryggi með alþjóðlegri samvinnu milli aðildarríkja á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála. Ísland gerðist aðili að stofnuninni árið 1964 en í dag eru 194 ríki aðilar að UNESCO.

Ísland tekur virkan þátt í starfsemi samtakanna á sviði menningarmála, m.a. með fullgildingu menningarsamninga, innleiðingu þeirra og þátttöku á ráðstefnum og fundum. Meðal samninga UNESCO á sviði menningarmála sem Ísland hefur fullgilt eru: Samningur um að vernda og styðja við fjölbreytileg menningarleg tjáningarform, samningur um varðveislu menningarerfða, samningur um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins, samningur um leiðir til að hindra ólöglegan inn- og útflutning menningarverðmæta og samningur um vernd menningarminja í átökum.

Heimild: stjr.is