Categories
Fréttir

Íris endurkjörin formaður

Deila grein

23/03/2021

Íris endurkjörin formaður

Aðalfundur SIGRÚNAR – Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík fór fram á dögunum. Á aðalfundinum var Íris E. Gísladóttir, 28 ára, eigandi menntatæknisprotans Evolytes, fatatæknir og ferðamálafræðingur, endurkjörinn formaður félagsins, en hún tók við því embætti á síðastliðnu starfsári.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, 23 ára laganemi og frístundaleiðbeinandi, var kjörinn varaformaður félagsins. Fráfarandi varaformaður, Alex B. Stefánsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs varaformans.

Ágúst Guðjónsson, laganemi, var kjörinn gjaldkeri og Unnur Þöll Benediktsdóttir, meistaranemi í öldrunarfræði, ritari félagsins.

Auk þeirra voru eftirfarandi kjörnir í stjórn: Björn Ívar Björnsson, hagfræðinemi, formaður æskulýðsráðs og starfsmaður í álverinu á Grundartanga, Jóhann Arinbjarnarson, rithöfundur, Knútur Garðarsson, nemi í sálfræði, Guðjón Þór Jósefsson, laganemi, og Alex B. Stefánsson, stjórnmálafræðingur og varaþingmaður.

Ný stjórn hlakkar til komandi starfsárs. Stjórnin vill leggja aukna áherslu á heildstæðar lausnir á Höfuðborgarsvæðinu með framsækni að leiðarljósi. Nálgast þurfi stjórnmál út frá miðjunni með skynsamlegum og róttækum aðgerðum sem stuðla að uppbyggingu til framtíðar.

Framsókn er leiðandi afl til umbóta sem hefur sýnt að það treystir ungu fólki til verka. Formaður og varaformaður hafa boðið sig fram í efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkur kjördæmunum.

Categories
Fréttir

Kynningarblað á frambjóðendum í Norðaustur

Deila grein

21/03/2021

Kynningarblað á frambjóðendum í Norðaustur

Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi í póstkosningu og munu valdagar standa frá 1.-31. mars 2021.

Kosið verður um sex efstu sætin.

Categories
Fréttir

Stefán Vagn hlaut flest at­kvæði

Deila grein

21/03/2021

Stefán Vagn hlaut flest at­kvæði

Stefán Vagn Stef­áns­son, for­seti sveit­ar­stjórn­ar Skaga­fjarðar, hlaut 580 at­kvæði í odd­vita­sæti lista fram­sókn­ar­manna í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar sem fram fara í haust. Taln­ingu at­kvæða í póst­kosn­ingu lauk í dag.

Alls gáfu tíu kost á sér í kosn­ing­unni, en kosið var um fimm efstu sæti list­ans fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Á kjör­skrá voru 1.995 og var kosn­ingaþátt­taka 58%.

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna, hlaut 439 at­kvæði í fyrsta og annað sæti.

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir þingmaður hlaut 418 at­kvæði í fyrsta til þriðja sæti og Friðrik Már Sig­urðsson, verk­efna­stjóri og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi í Húnaþingi vestra, hlaut 526 at­kvæði í fyrsta til fjórða sæti.

Þá hlaut Iða Marsi­bil Jóns­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Vest­ur­byggð, 563 at­kvæði í fyrsta til fimmta sæti.

Aðrir í fram­boði voru:

Guðveig Eygló­ar­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­maður í Borg­ar­byggð.
Gunn­ar Tryggvi Hall­dórs­son, sveit­ar­stjórn­ar­maður á Blönduósi.
Gunn­ar Ásgríms­son, há­skóla­nemi á Sauðár­króki.
Ragn­heiður Ingi­mund­ar­dótt­ir, versl­un­ar­maður í Stranda­byggð.
Tryggvi Gunn­ars­son, skip­stjóri frá Flat­ey.

Categories
Fréttir

Sigurður Ingi á fundi með Íbúasamtökum Grafarvogs

Deila grein

19/03/2021

Sigurður Ingi á fundi með Íbúasamtökum Grafarvogs

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hélt opinn fjarfund með Íbúasamtökum Grafarvogs um Sundabraut. Á fundinum kynnti ráðherra niðurstöður starfshóps Vegagerðarinnar og næstu skref sem miða að tillögu um breytingu á aðalskipulagi.

Sundabrú er hagkvæmari kostur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar að mati starfshóps á vegum Vegagerðarinnar en Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu einnig fulltrúa í hópnum. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Þróunarsviðs hjá Vegagerðinni og formaður starfshópsins kynnti á fundinum nánari útfærslur á frumhönnun.

„Kynningin er hluti af ferlinu um Sundabrú sem er loksins hafið, svo fólk geti kynnt sér valkosti. Sundabrú verður gríðarleg framför fyrir alla, eykur lífsgæði, styttir ferðatíma og stuðlar að skilvirkni í umferðinni. Samtal við íbúana skiptir miklu máli þannig að allir geti fylgst með. Íbúar eru nú að melta þessa nýju útfærslu og munum við halda samtalinu áfram.“ sagði Sigurður Ingi að loknum fundi.

Þátttaka íbúa var góð á fundinum og málefnalegar umræðum spunnust. Meðal þess sem kom fram í máli íbúa voru spurningar um umferðarflæði, mikilvægi þess að losa um núverandi flöskuhálsa í umferðinni, skipulagsmál borgarinnar, áhættumat framkvæmda og félaghagfræðileg greining.

Tímalína

Sundabraut gæti orðið að veruleika á næstu 8-10 árum. Niðurstaða liggur fyrir, næst er frekari undirbúningur og umhverfismat sem tekur ca 2-3 ár. Mikið og ítarlegt samráð þarf að eiga sér stað við hagsmunaaðila og íbúa með mörgum formlegum ferlum og mörgum umsagnaraðilum. Rannsóknir þarf að gera vegna mats á umhverfisáhrifum.  Hönnun er hægt að vinna að einhverju leyti samhliða þessum ferlum en þó ekki alfarið. Síðan má gera ráð fyrir að útboðsferli fyrir svo stóra framkvæmd taki um 1 ár áður en framkvæmdir geta hafist árið 2025 og þeim loki 2029-2030. Nauðsynlegt að vanda til verka með svo stóra og kostnaðarsama framkvæmd.

Categories
Fréttir

„Hefj­um störf“

Deila grein

13/03/2021

„Hefj­um störf“

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, hef­ur með und­ir­rit­un reglu­gerðar sett af stað sér­stakt at­vinnu­átak und­ir yf­ir­skrift­inni „Hefj­um störf“. Aðgerðirn­ar kynnti hann á opn­um blaðamanna­fundi ásamt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Mark­miðið með átak­inu er að skapa allt að 7 þúsund tíma­bund­in störf í sam­vinnu við at­vinnu­lífið, op­in­ber­ar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­laga­sam­tök. Ráðgert er að verja um 4,5 til 5 millj­örðum króna í átakið.

Hvet­ur fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og sveit­ar­fé­lög til að ráða fólk

„Þó að Covid-19 far­ald­ur­inn hafi varað leng­ur en við gerðum ráð fyr­ir þá stytt­ist hann í ann­an end­ann. Dag­inn er tekið að lengja, sí­fellt fleiri Íslend­ing­ar fá bólu­setn­ingu og nú hefst viðspyrn­an. Við erum hér að kynna gríðarlega stór­ar aðgerðir fyr­ir bæði at­vinnu­leit­end­ur og at­vinnu­lífið sem hjálpa okk­ur í öfl­ugri viðspyrnu að lokn­um far­aldri,“ seg­ir Ásmund­ur í til­kynn­ingu.

„Ég hvet fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­laga­sam­tök til að nýta þetta úrræði og ráða fólk. Við mæt­um óviss­unni með krafti og bjart­sýni og sam­an keyr­um við þetta í gang.“

Þá ætla stjórn­völd að ná sér­stak­lega utan um þess hóps náms­manna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sum­ar en það úrræði verður kynnt síðar.

Fá styrki með nýj­um starfs­mönn­um

Átakið á að gera litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um auðveld­ara að ráða starfs­menn og búa sig þannig und­ir bjart­ari framtíð. Fyr­ir­tæki sem hafa færri en 70 starfs­menn geta ráðið at­vinnu­leit­end­ur sem hafa verið án at­vinnu í 12 mánuði eða leng­ur með ríf­leg­um stuðningi.

Hverj­um nýj­um starfs­manni mun fylgja allt að 472 þúsund króna stuðning­ur á mánuði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð í allt að sex mánuði. Fyr­ir­tæki geta ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til að heild­ar­fjöldi starfs­manna hef­ur náð 70.

Ráðning­ar­tíma­bilið er sex mánuðir, frá apríl til des­em­ber.

Ráðning­ar­styrk­ir fyr­ir öll fyr­ir­tæki

Þá geta fyr­ir­tæki af öll­um stærðum og gerðum nýtt sér ráðning­ar­styrki sem eiga að auðvelda auðvelda at­vinnu­rek­end­um að ráða starfs­fólk og fjölga at­vinnu­tæki­fær­um þeirra sem eru án at­vinnu.

Með ráðning­ar­styrk get­ur at­vinnu­rek­andi fengið full­ar grunn­atvinnu­leys­is­bæt­ur með hverj­um at­vinnu­leit­anda sem hef­ur verið án vinnu í 30 daga eða leng­ur í allt að sex mánuði með hverj­um nýj­um starfs­manni, eða 307.430 krón­ur á mánuði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð.

Ekk­ert þak er á fjölda starfs­manna sem fyr­ir­tæki geta ráðið með þessu úrræði.

Fyr­ir sveit­ar­fé­lög og op­in­ber­ar stofn­an­ir

Til að koma til móts við þann hóp sem er við það að full­nýta bóta­rétt sinn inn­an at­vinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins og hef­ur ekki fengið at­vinnu við lok bóta­tíma­bils­ins verður farið í sér­stak­ar aðgerðir til að aðstoða ein­stak­linga í þess­um hópi við að kom­ast aft­ur inn á vinnu­markað.

Vinnu­mála­stofn­un mun greiða ráðning­ar­styrk í allt að sex mánuði, og er heim­ilt að lengja um aðra sex fyr­ir ein­stak­linga með skerta starfs­getu, vegna ráðning­ar ein­stak­linga sem eru við það að ljúka bóta­rétti.

Stofn­un­inni verður heim­ilt að greiða ráðning­ar­styrki sem nema full­um laun­um sam­kvæmt kjara­samn­ing­um að há­marki 472.835 krón­ur á mánuði auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð.

Skil­yrði er að ráðinn sé ein­stak­ling­ur sem á sex mánuði eða minna eft­ir af bóta­rétti.

Þá er sveit­ar­fé­lög­um einnig heim­ilt að ráða til sín ein­stak­linga sem full­nýttu bóta­rétt sinn inn­an at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar­kerf­is­ins á tíma­bil­inu 1. októ­ber. til 31. des­em­ber 2020.

Sam­tök án hagnaðarsjón­ar­miða

Fé­laga­sam­tök, sem rek­in eru til al­manna­heilla og án hagnaðarsjón­ar­miða, er gert kleift að stofna til tíma­bund­inna átaks­verk­efna í vor og sum­ar með ráðning­ar­styrk sem nem­ur full­um laun­um sam­kvæmt kjara­samn­ing­um að há­marki 472.835 krón­ur á mánuði sem er há­mark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð.

Þá verður greitt 25% álag til þess að standa straum af kostnaði við verk­efn­in, svo sem við land­vernd, viðhald göngu­stíga, land­hreins­un, gróður­setn­ingu, íþrótt­ir og afþrey­ingu fyr­ir börn og ung­linga og svo fram­veg­is.

Skil­yrði fyr­ir ráðning­ar­styrk er að viðkom­andi at­vinnu­leit­andi hafi verið án at­vinnu í 12 mánuði eða leng­ur.

Vinnumálastofnun heldur utan um ráðningarstyrkina.

„Hverjum nýjum starfs­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5% fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­ing­ar­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Grunnatvinnu­leys­is­bætur með öllum sem hafa verið án vinnu í 30 daga
Fyr­ir­tæki af öllum stærðum munu áfram geta fengið ráðn­ing­ar­styrk sem nemur grunnatvinnu­leys­is­bótum ef þau ráða starfs­menn sem hafa verið án vinnu í 30 daga eða leng­ur. Styrk­ur­inn með hverjum starfs­menni er til allt að sex mán­aða.

Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
Grunnatvinnu­leysi­bætur eru 307.430 krónur á mán­uði, en að auki fær fyr­ir­tækið styrk til að standa straum af 11,5 pró­sentum af fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð. Ekk­ert þak er á fjölda starfs­manna sem fyr­ir­tæki geta ráð­ið.

Allt að 472 þús­und með öllum sem eru að full­nýta bóta­rétt
Sér­stakar aðgerðir eru fyrir þá eru við það að full­nýta bóta­rétt sinn í atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­inu.

Vinnu­mála­stofnun greiðir ráðn­inga­styrk í allt að sex mán­uði, og er heim­ilt að lengja um aðra sex fyrir ein­stak­linga með skerta starfs­getu, vegna ráðn­ingu ein­stak­linga sem eru við það að ljúka bóta­rétti.

Stofn­un­inni er heim­ilt að greiða ráðn­ing­ar­styrki sem nema fullum launum sam­kvæmt kjara­samn­ingum að hámarki kr. 472.835 á mán­uði sem er hámark tekju­tengdra bóta auk 11,5% mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Skil­yrði fyrir þessu er að ráð­inn sé ein­stak­lingur sem á sex mán­uði eða minna eftir af bóta­rétti.

Sum­ar­störf fyrir náms­menn kynnt síðar

Boðað er í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins að stjórn­völd ætli sér að ná til þess hóps náms­manna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sum­ar. Það verður kynnt síðar í sam­starfi við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið.

Félags­-og barna­mála­ráð­herra segir að um sér að ræða „gríð­ar­lega stórar aðgerðir fyrir bæði atvinnu­leit­endur og atvinnu­líf­ið“ sem hjálpi til við öfl­uga við­spyrnu að loknum far­aldri.

Heimild: mbl.is – kjarninn.is –

Categories
Fréttir

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um lokað prófkjör

Deila grein

05/03/2021

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um lokað prófkjör

Kjörstjórn hefur ákveðið vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19 sem orsakað hefur erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum að fresta kosningunni til 19. júní 2021. Frestunin byggir á heimild í 47. gr. X. kafla í reglum um lokað prófkjör.

Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum: Framboðsfrestur (til þátttöku í prófkjörinu) er til föstudagsins 4. júní 2021 kl. 12.00 á hádegi þ.e. 15 dögum fyrir kjördag.

Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 20. maí 2021, eða 30 dögum fyrir kjördag.

Frestur til skráningar í Framsóknarflokkinn er til miðnættis 19. maí 2021.

Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Magneu Herborgar Björnsdóttur, á netfangið maggahb58@gmail.com

Formaður veitir einnig frekari upplýsingar um prófkjörið. Kosið verður um fimm efstu sæti listans. Sjá nánar inn á www.framsokn.is

Stjórn KSFS óskar eftir öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Categories
Fréttir

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

18/02/2021

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verður haldin dagana 16. febrúar – 13. mars n.k. og kosið verður um 5 efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.

Tíu eru í framboði og sækjast eftir eftirtöldum sætum, þau eru:      

 Stefán Vagn Stefánsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, sækist eftir 1. sæti.

 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, sækist eftir 1.-2. sæti.

 Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, Holti í Önundarfirði, sækist eftir 1.-2. sæti.

 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, sækist eftir 2. sæti.

 Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð, sækist eftir 2.-3. sæti.

 Gunnar Tryggvi Halldórsson, sveitarstjórnarmaður Blönduósi, sækist eftir 3. sæti.

 Friðrik Már Sigurðsson, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Húnaþingi vestra, sækist eftir 3.-4. sæti.

 Tryggvi Gunnarsson, skipsstjóri frá Flatey, sækist eftir 3.-5. sæti.

 Gunnar Ásgrímsson, háskólanemi á Sauðárkróki, sækist eftir 5. sæti.

 Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarmaður í Strandabyggð, sækist eftir 5.-6. sæti.

Categories
Fréttir

Kynningarblað um frambjóðendur í Norðvestur

Deila grein

15/02/2021

Kynningarblað um frambjóðendur í Norðvestur

Póstkosning Framsóknar í Norðvesturkjördæmi verður haldin dagana 16. febrúar – 13. mars n.k. og kosið verður um 5 efstu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast kynningarblað á frambjóðendunum í póstkosningunni.

Smellið á myndina hér fyrir neðan!

Kynningarbæklingur á frambjóðendum í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi 16. febrúar – 13. mars 2021.
Categories
Fréttir

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi um lokað prófkjör

Deila grein

15/02/2021

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi um lokað prófkjör

Kjörstjórn hefur ákveðið vegna Covid-19 heimsfaraldursins sem orsakað hefur erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum að fresta kosningunni til 8. maí 2021. Frestunin byggir á heimild í 47. gr. X. kafla í reglum um lokað prófkjör.

Eftirfarandi breytingar verða á dagsetningum:

  • Framboðsfrestur til þátttöku í prófkjörinu rennur út 15 dögum fyrir valdag eða föstudaginn 23. apríl 2021 kl. 12.00 á hádegi.  
  • Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 8. apríl 2021, eða 30 dögum fyrir kjördag. (Frestur til skráningar á félagatal er til miðnættis 8. apríl 2021.)

Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Helgu Hauksdóttur, á netfangið hauksdottir.helga@gmail.com.  Formaður veitir einnig frekari upplýsingar um prófkjörið.

Kosið verður um 5 efstu sæti listans.  Sjá nánar inn á framsokn.is.

Categories
Fréttir

Þessi stóri

Deila grein

12/02/2021

Þessi stóri

Þá er komið að „þessum stóra“. En ráðherrar og þingmenn Framsóknar hafa verið með opna fundi í kjördæmunum á netinu og rætt þau mál sem eru efst á baugi.

Þessi stóri verður í beinu streymi á facebook-síðu Framsóknar á mánudaginn, 15. febrúar, frá Reykjavík kl. 20.00.

Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknar og Lilja Dögg Alfreðsdóttirvaraformaður Framsóknar, munu leiða og vera með 10 mínútna inngang í hvoru holli. Í beinu framhaldi munu þau ásamt öðrum þingmönnum flokksins taka á móti spurningum.

  • Árangur, uppbygging, jákvæð stjórnmál, samgöngur, húsnæðismál, menntamál og atvinna, atvinna, atvinna.
  • Framfarir og umbætur byggja á samvinnu og samtali.
  • Þess vegna ræðst framtíðin á miðjunni.
15. febrúar kl. 20.00 — Þessi stóri með öllu liðinu í beinu streymi frá Reykjavík