Categories
Fréttir

Aukið fjármagn til hjúkrunarheimila

Deila grein

08/04/2022

Aukið fjármagn til hjúkrunarheimila

Kynnt voru í dag nýgerðir samningar Sjúkratrygginga Íslands um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Á samningstímanum verður unnið að verkefnum sem miða að bættu rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auknum gæðum þjónustu þeirra.

„Þetta eru mikilvæg tímamót. Nú eru gildir samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðsvegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru samningar gerðir í góðri sátt. Tímann framundan munum við nýta vel til skilgreindra verkefna sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna og efla gæðastarf, m.a. með endurskoðun núverandi greiðslukerfis“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Categories
Fréttir

Katrín sveitarstjóri, leiðir lista Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Deila grein

08/04/2022

Katrín sveitarstjóri, leiðir lista Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Framboðslisti Framsóknar og félagshyggjufólks var samþykktur samhljóða á fundi félagsins í Safnaðarheimilinu í dag.

Gaman er að sjá ungt fólk gefa kost á sér til framtíðarstarfa fyrir sveitarfélagið en yngsti maður á B-listanum verður 22 ára á árinu 👏

Listann skipa einstaklingar alls staðar að úr sveitarfélaginu með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum. Málefnavinna fer í gang á næstu dögum og verður nánar upplýst um þann undirbúning síðar. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í hópnum og vilji til gera gott byggðarlag enn betra.

Áfram veginn!

Categories
Fréttir

Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður leiðir lista Framsóknar í Garðabæ

Deila grein

08/04/2022

Brynja Dan Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og varaþingmaður leiðir lista Framsóknar í Garðabæ

Framboðslistinn var samþykktur á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ í 7. apríl. Í öðru sæti er Hlynur Bæringsson íþrótta- og rekstrarstjóri, Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir fjármálaráðgjafi og fjármálaverkfræðingur er í þriðja sæti. 

Haft er eftir Brynju í tilkynningu að hún sé spennt fyrir komandi tímum með framúrskarandi fólki. Hún spyr hvort ekki sé kominn tími á grænt í Garðarbæ. 

Framboðslistinn í heild sinni er hér að neðan. 

  1. Brynja Dan Gunnardóttir, framkvæmdastjóri
  2. Hlynur Bæringsson, Íþrótta og rekstrarstjóri
  3. Rakel Norðfjörð Villhjálmsdóttir, fjármálaráðgjafi
  4. Einar Örn Ævarsson, framkvæmdastjóri
  5. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, deildarstjóri
  6. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri
  7. Elín Jóhannsdóttir, sérfræðingur í þjónustueftirliti
  8. Einar Þór Einarsson, deildarstjóri
  9. Urður Bjög Gísladóttir, heyrnarráðgjafi
  10. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og f.v bæjarfulltrúi
  11. Anna Gréta Hafsteinsdóttir, hótelstjóri
  12. Páll Viðar Hafsteinsson, nemi
  13. Sveinn Gauti Einarsson, umhverfisverkfræðingur
  14. Stefánía Ólöf Reynisdóttir, leikskólakennari
  15. Úlfar Ármannsson, framkvæmdastjór
  16. Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
  17. Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock, verslunareigandi
  18. Harpa Ingólfsdóttir, fjármálastjóri
  19. Halldóra Norðfjörð Villhjálmsdóttir, verslunarstjóri
  20. Gunnsteinn Karlsson, eldri borgari
  21. Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur
  22. Elín Jóhannsdóttir, f.v kennari
Categories
Fréttir

Björn Þór leiðir B-lista Framsóknar og óháðra í Mýrdalshreppi

Deila grein

08/04/2022

Björn Þór leiðir B-lista Framsóknar og óháðra í Mýrdalshreppi

Categories
Fréttir

Þorleifur Karl leiðir lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Húnaþingi vestra

Deila grein

05/04/2022

Þorleifur Karl leiðir lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Húnaþingi vestra

Categories
Fréttir

Þarf RÚV að vera á auglýsingamarkaði?

Deila grein

04/04/2022

Þarf RÚV að vera á auglýsingamarkaði?

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, sagði í umræðu um umhverfi fjölmiðla á Alþingi í liðinni viku að mikilvægt væri að ræða stöðu Ríkisútvarpsins í nútímanum, hvort að RÚV verði að vera á auglýsingamarkaði? Hvort þörf væri á því að hafa tvær opinberar útvarpsstöðvar, þ.e. Rás 1 og Rás 2?

„Það liggur í augum uppi að það er hægt að hagræða betur, bæði í þágu ríkissjóðs og fjölmiðlastéttarinnar. Mögulega getur það verið til hagsbóta að leggja Rás 2 niður. Fjölmargar einkareknar útvarpsstöðvar eru starfræktar í dag og RÚV þarf einungis eina útvarpsstöð til að sinna sínum starfsskyldum og vera til staðar ef þörf er á,“ sagði Hafdís Hrönn.

„Virðulegur forseti. Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er hörð. Einkareknir miðlar hafa ítrekað bent á erfiðið við að keppa við ríkisrekinn miðil, þ.e. Ríkisútvarpið. RÚV rekur sjónvarpsstöð og útvarpsstöðvar sem eru aðgengilegar öllum ásamt því að vera á auglýsingamarkaði. Sú blanda leiðir vissulega til þess að þeir sem vilja auglýsa leita fyrst til RÚV. Frjáls fjölmiðlun er mikilvæg lýðræðislegri umræðu. Hún veitir stjórnvöldum, atvinnulífinu og helstu stofnunum samfélagsins nauðsynlegt aðhald. Þó getur það reynst þeim erfitt að finna rekstrargrundvöll í samkeppni við þann risa sem RÚV er, en auglýsingamarkaðurinn horfir einnig til erlendra efnisveita á borð við Instagram og Facebook í meira mæli en áður.

Á síðasta kjörtímabili lögfesti ríkisstjórnin styrki til einkarekinna fjölmiðla að norrænni fyrirmynd til að jafna samkeppnisstöðuna í breyttu rekstrarumhverfi. Það hefur sýnt sig að styrkirnir hafa skipt máli við að halda einkareknum miðlum samkeppnishæfum. Þeir hafa komið í veg fyrir brottfall í geiranum og jafnvel fjölgað stöðugildum blaða- og fréttamanna. Það er þó mikilvægt að taka umræðuna um stöðu Ríkisútvarpsins í nútímanum. Þarf RÚV að vera á auglýsingamarkaði? Er þörf á því að hafa tvær opinberar útvarpsstöðvar, þ.e. Rás 1 og Rás 2? Það liggur í augum uppi að það er hægt að hagræða betur, bæði í þágu ríkissjóðs og fjölmiðlastéttarinnar. Mögulega getur það verið til hagsbóta að leggja Rás 2 niður. Fjölmargar einkareknar útvarpsstöðvar eru starfræktar í dag og RÚV þarf einungis eina útvarpsstöð til að sinna sínum starfsskyldum og vera til staðar ef þörf er á.

Að lokum vil ég hvetja hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra áfram til dáða í sinni frábærri vinnu við að tryggja samkeppnishæfni sjálfstæðra fjölmiðla.“

Categories
Fréttir

B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

Deila grein

31/03/2022

B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna kynnti í dag framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Listinn, sem mun sækja um bókstafinn B, var kynntur á opnum fundi hjá Framsóknarfélagi Austur-Húnavatnssýslu sem haldinn var 27. mars í Glaðheimum á Blönduósi.

Fundurinn var vel sóttur og mættu liðlega 50 manns. Þar á meðal Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður, sem ávarpaði fundinn.

Mikil jákvæðni og baráttuhugur kom fram í máli fundarmanna og einhugur er um að vanda til málefnastarfs á næstu vikum. Þau sem listann skipa vilja mjög gjarnan leita sjónarmiða sem flestra í nýju sveitarfélagi.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í málefnastarfi, koma sjónarmiðum á framfæri, eða spyrja út í starfið framundan er velkomið að hafa samband í netfangið framsoknogframfarasinnar@gmail.com.

Eftirtaldir skipa B-listann:

  1. Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður
  2. Elín Aradóttir, framkvæmdastjóri
  3. Grímur Rúnar Lárusson, lögfræðingur
  4. Erla Gunnarsdóttir, ferðamálafræðingur og ferðaþjónustubóndi
  5. Magnús Valur Ómarsson, málarameistari
  6. Elín Ósk Gísladóttir, fótaaðgerðarfræðingur og sjúkraliði
  7. Agnar Logi Eiríksson, rafvirki og sjúkraflutningsmaður
  8. Sara Björk Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og landbúnaðarfræðingur
  9. Karol Galazyn, verkamaður
  10. Halldór Skagfjörð Jónsson, bóndi og smiður
  11. Finna Birna Finnsdóttir, deildarstjóri/leikskólaleiðbeinandi
  12. Anna Margret Sigurðardóttir, verkefnisstjóri í upplýsingatækni, heimilisfræðikennari og sveitarstjórnarmaður
  13. Magnús Sigurjónsson, bóndi, B.ed í kennslufræðum
  14. Sigþrúður Friðriksdóttir, bóndi
  15. Þorgils Magnússon, byggingatæknifræðingur
  16. Björn Ívar Jónsson, sjómaður
  17. Höskuldur Birkir Erlingsson, aðalvarðstjóri
  18. Valgarður Hilmarsson, fyrrv. sveitarstjóri
Categories
Fréttir

Mikil endurnýjun á lista Framsóknar í Grindavík

Deila grein

30/03/2022

Mikil endurnýjun á lista Framsóknar í Grindavík

Á félagsfundi í kvöld var samþykkt samhljóða tillaga uppstillinganefndar að lista Framsóknar til sveitastjórnarkosninga í Grindavík í vor.

Uppstillinganefnd hefur verið að störfum síðustu vikurnar þar sem viðtöl voru tekin við frambjóðendur í öllum efstu sætum ásamt því sem rætt var við félagsmenn og kjósendur. Niðurstaðan var sú að Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari skipar 1. sæti listans og Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri skipar 2. sæti listans.

Fólk sem er tilbúið að leggja á sig vinnu til að gera samfélagið okkar betra

„Ég er sérstaklega spennt fyrir að vinna með þessum sterka lista. Ég veit að hér er fólk sem er tilbúið að leggja á sig vinnu til að gera samfélagið okkar betra. Bæði fólk á listanum og líka fólk sem er til hliðar við hann. Við erum með gott og sterkt lið og ætlum okkar að spila sókn og hafa gaman af kosningabaráttunni,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, nýkjörinn oddviti Framsóknar í Grindavík.

Árangur er ekki eins manns verk

„Árangur er ekki eins manns verk og er því gaman að tilheyra góðum hóp sem hefur samvinnu og sameiginlega sýn á að taka þátt í að betrumbæta samfélagið okkar í Grindavík,“ segir Sverrir Auðunsson er skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Grindavík

Listi Framsóknar í Grindavík 2022:

  1. Ásrún Helga Kristinsdóttir,  kennari, 47 ára
  2. Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri, 46 ára
  3. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir – kennari, 37 ára
  4. Viktor Guðberg Hauksson – rafvirki og knattspyrnumaður, 21 árs
  5. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, sölustjóri heildsölu, 34 ára
  6. Sigurveig Margrét Önundardóttir, sérkennari, 46 ára
  7. Valgerður Jennýjardóttir, leiðbeinandi, 37 ára
  8. Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur, 40 ára
  9. Páll Jóhann Pálsson, útvegsbóndi, 64 ára
  10. Hólmfríður Karlsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, 41 árs
  11. Hilmir Kristjánsson, sjúkraþjálfaranemi, 25 árs
  12. Klara Bjarnadóttir, rekstrarstjóri, 45 ára
  13. Gunnar Vilbergsson, eldri borgara, 76 ára
  14. Bjarni Andrésson, vélstjóri, 72 ára
Categories
Fréttir

Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir lista Framsóknar í Árborg

Deila grein

30/03/2022

Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir lista Framsóknar í Árborg

Framboðslisti Framsóknarflokksins var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Tryggvaskála í kvöld.

Í 2. sæti listans er Ellý Tómasdóttir, stjórnandi og 3. sætið skipar Gísli Guðjónsson, leiðbeinandi.

Listinn er þannig skipaður:

1. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur
2. Ellý Tómasdóttir, MS í mannauðsstjórnun og forstöðukona
3. Gísli Guðjónsson, Búfræðingur og BSc í búvísindum
4. Díana Lind Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri.
5. Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Rakel Svandísardóttir, umhverfisskipulagsfræðingur og kennari
7. Arnar Páll Gíslason, vélfræðingur og bráðatæknir
8. Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, sérfræðingur á sviði kjaramála
9. Óskar Örn Hróbjartsson, tamningamaður og reiðkennari
10. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og kennari í FSU
11. Páll Sigurðsson, skógfræðingur
12. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri
13. Marianne Ósk Brandsson-Nielsen, fv. heilsugæslulæknir
14. Björn Hilmarsson, fangavörður
15. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður
16. Gísli Geirsson, fyrrverandi bóndi og rútubílstjóri
17. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Arnþór Tryggvason, rafvirki
19. Inga Jara Jónsdóttir, teymisstjóri í félagsþjónustu
20. Þorvaldur Guðmundsson, ökukennari
21. Sólveig Þorvaldsdóttir,jarðskjálfta-  byggingaverkfræðingur
22. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður

Áherslur Framsóknar fyrir Sveitarfélagið Árborg í bæjarstjórnarkosningum 2022

Grunnstefna Framsóknar í Árborg er að skapa leiðandi samfélag á Suðurlandi á sviðum atvinnu-, mennta- og menningarmála. Árborg verði fyrirmyndar samfélag þar sem samfélagslegt öryggi, fjármálastjórn og umhirða sveitarfélagsins ásamt mannrækt í formi íþrótta og heilsueflingar verði leiðandi á landsvísu.

 

Fræðslu og menntamál

Þjónustutrygging og jafnræði í þjónustu við börn.

Framsókn leggur ríka áherslu á samþættingu menntunar og fjölskyldumála. Ný og endurskoðuð menntastefna verði í samræmi við þarfir íbúa og þróun byggðar. Framsókn vill að skóli sé fyrir alla þar sem virðing og umhyggja einkenna starfsumhverfi barna og kennara með öflugu samtali allra sem að menntun koma. Lögð er áhersla á sköpun, einstaklingsmiðað nám þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín auk fyrirmyndaraðstöðu, óháð því hvaða áskoranir eru fyrir hendi. Þetta eru meginforsendur fyrir því að við bjóðum upp á árangursríka menntun á öllum stigum börnunum okkar til heilla. 

Við ætlum að:

  • Stytta biðlista eftir leikskólaplássi með það að markmiði að öll börn frá 18 mánaða aldri komist inn.
  • Þrýsta á aukna fjárveitingu frá ríkinu vegna þeirra skyldna sem lagðar eru á sveitarfélögin með gegnsæju samtali.
  • Leggja ríka áherslu á snemmtæka íhlutun í menntakerfi sveitarfélagsins.
  • Framsókn vill að komið verði á þjónustutryggingu, sem þýðir að ef einstaklingur fær ekki heilbrigðis- eða félagsþjónustu hjá hinu opinbera er honum vísað til einkaaðila, samanber danska módelið.
  • Tryggja Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri framtíðarhúsnæði sem mætir þörfum barna og starfsmanna við skólann.
  • Stuðla að bættu starfsumhverfi og bættri starfsaðstöðu í skólum Árborgar.

 

 

Velferðar og fjölskyldumál

Fjölskyldan er grundvöllur öflugs samfélags og hana ber að styrkja.

Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og hefur snertiflöt við alla starfsemi sveitarfélagsins. Huga þarf að velferð fjölskyldunnar í hvívetna. Félagsþjónusta og málefni aldraðra eru á ábyrgð sveitarfélagsins og þá þjónustu þarf að veita af alúð og myndarskap. Framsókn leggur ríka áherslu á að vera leiðandi í jafnréttismálum og mun hafa það til grundvallar við útdeilingu verkefna í sveitarfélaginu. 

Við ætlum að:

  • Mæta fjölskyldunni
  • Með heimgreiðslum að loknu fæðingarorlofi og þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða daggæslu, allt að 18 mánaða ásamt því að veita aðhald og hvatningu til ríkisvaldsins um framlengingu fæðingarorlofs.
  • Efla félagsþjónustu og styrkja einstaklinginn til sjálfstæðra starfa og virðisauka með það að markmiði að hver og einn nái að blómstra í samfélaginu óháð því hvaða áskoranir hver og einn býr við. 
  • Auka virðingu og skilning á milli mismunandi menningarheima og stuðla að fjölbreyttu og umburðarlyndu samfélagi.
  • Fjölga búsetuúrræðum fyrir aldraða, efla heimaþjónustu og búa til aðstæður fyrir þann mikilvæga hóp til að lifa sjálfstæðu lífi þar sem grunnþjónusta er til fyrirmyndar.
  • Hefja samtal við ríkið um að efla fæðingarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og tryggja öfluga og örugga fæðingardeild.
  • Gera stórátak í aðgengismálum fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, samþætta og endurskoða þjónustu við fatlaða. Mikilvægt er að halda áfram samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög við uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlaða. 
  • Setja öryggið á oddinn
  • Tryggjum öryggi íbúa Árborgar. Það gerum við í samvinnu við ríkið með öflugri starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og að stofnunin verði öflug kennslustofnun í Heilbrigðisvísindum.
  • Tryggja öfluga utanspítalaþjónustu og stuðla að greiðum aðgangi að heimilislækni fyrir alla.

 

Íþrótta-, frístunda- og menningarmál

Að ná árangri er ákvörðun og við ætlum að taka ákvörðun.

Framsókn hvetur til íþrótta- tómstunda og frístundastarfs. Fjölbreytt menningar- og íþróttastarf er forsenda gjöfuls lífs í sveitarfélaginu. Öflugt samfélag byggist upp á því að allir hafi jöfn tækifæri til að vaxa og dafna hver á sínum forsendum. Það gildir bæði í afreksstarfi eða fyrir félagslega þróun og gleðina sem fylgir því taka þátt í íþrótta- og frístundastarfi. Þannig getur sveitarfélagið stuðlað að jákvæðri ímynd og bættri sjálfsmynd allra.

Við ætlum að:

  • Jafna leikinn
  • Aukið aðgengi barna, unglinga og aldraðra að íþrótta- og frístundastarfi óháð efnahag. 
  • Framsókn vill aukið samtal og samstarf sveitarfélagsins við hlutaðeigandi aðila um íþróttaiðkun og frístundastarf barna og ungmenna.
  • Skapa samfélag í fararbroddi varðandi aðstöðu fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi til dæmis með gerð reiðstíga, íþróttamannvirkja eða göngustíga. 
  • Búa til samfellu skólastarfs, íþrótta og frístundastarfs og stytta þar með starfsdag barnanna okkar og auka samverustundir fjölskyldunnar.

Atvinnumál

Vinna, vöxtur, velferð – öflugt atvinnulíf er grunnforsenda að öflugu velferðarkerfi.

Göngum skörulega til verka og ráðumst af krafti í uppbyggingu atvinnulífs í Árborg með opnu samtali við ríkið um tilflutning starfa og uppbyggingu tækifæra um óstaðbundinn störf. Framsókn leggur áherslu á að skipuleggja nýjar íbúða- og atvinnulóðir til að mæta íbúafjölgun í samfélaginu. Samhliða því tryggjum við vöxt núverandi fyrirtækja sveitarfélagsins.

Við ætlum að:

  • Fjölga opinberum störfum með staðsetningu í Árborg.
  • Gera Árborg eftirsóknarverða staðsetningu fyrir fyrirtæki.
  • Framsókn vill hvetja til atvinnuuppbyggingar í orði og á borði með því að veita 75% endurgreiðslu á gatnagerðagjöldum vegna byggingar á atvinnuhúsnæði í sveitarfélaginu.
  • Vera leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu og gera Árborg að ferðamálamiðstöð Suðurlands og vera í fararbroddi í öflugri ferðaþjónustu.

Umhverfis og skipulagsmál

Árborg verði leiðandi samfélag með metnaðarfulla umhverfisstefnu.

Framsókn vill stuðla að gagnsæi skipulagsmála í Árborg og ákvarðanir um úthlutun gæða séu opinberar. Aðalskipulag taki mið af hagsmunum íbúa og gatnagerð sé metin út frá umferðaröryggi. Með tilkomu nýrrar Ölfusárbrúar verði skipulag endurskoðað til að tryggja öryggi íbúa og greiðar samgöngur gangandi, hjólandi og akandi um helstu umferðaræðar sveitarfélagsins. Við skipulag frekari íbúðarbyggðar í sveitarfélaginu verði hugað að því hvernig uppbygging skólamála skuli háttað í samræmi við íbúaþróun. Sett verði skýr stefna og markmið með það að leiðarljósi að tryggja hnökralausa innviði og þjónustu sveitarfélagsins. Framsókn vill að horft sé til framtíðar við uppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu og að hagaðilar séu fengnir að borðinu og hlustað á þá sem starfa og læra í umhverfinu.

Við ætlum að:

  • Endurskoða aðalskipulag Árborgar með tilliti til þróunar undanfarinna ára og leggjum áherslur á komandi áratugi við skipulagningu íbúðahverfa, atvinnu- og frístundasvæða.Tökum höndum saman.
  • Stuðla að Framsókn í skipulagi 
  • Unnið verði að svæðisskipulag fyrir alla Árnessýslu með það að markmiði að svæðið verði skilgreint sem eitt atvinnu- og búsetusvæði. Komið verði á samtali við nærliggjandi sveitarfélög um samþættingu þjónustu líkt og almenningssamgangna.
  • Aðlaga sorphirðu og flokkun betur að þörfum íbúa sveitarfélagsins og fýsileiki djúpgámakerfis skoðaður.
  • Fræða og hvetja alla til að taka þátt í því að ganga vel um náttúruna og nærumhverfi. Árborg setji sér háleit og framsækin markmið í loftslagsmálum. 
  • Verða leiðandi á landsvísu í baráttunni við náttúru- og loftslagsvá.
  • Leggja áherslu á að börn í Árborg fræðist um sjálfbærni og efla færni þeirra til að skilja umhverfi sitt og þau hvött til að hafa áhrif.
  • Vinna að því að bæta aðstæður fyrir hundaeigendur
  • Ráðast án tafar í framtíðarlausnir í fráveitumálum.
  • Hlúa að landbúnaði í sveitarfélaginu Árborg með því að standa vörð um gott landbúnaðarland innan sveitarfélagsins.
  • Grundvallar réttur íbúa er aðgangur að heitu og köldu vatni sem þarf að tryggja.
  • Bæta umhverfisumhirðu í Árborg og beina starfskröftum sveitarfélagsins enn frekar í átt að skipulagi og framkvæmd á fegrun sveitarfélagsins.

Stjórnsýsla og fjármál

Gagnsæ og fagleg stjórnsýsla

Fagleg ráðdeild við uppbyggingu innviða og metnaður í fjármálastjórnun er nauðsynlegur samhliða auknum vexti. Grundvöllur að áframhaldandi vexti liggur í öflugri og afkastamikilli stjórnsýslu ásamt ábyrgri fjárstýringu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum með nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum samfélagsins. 

Við ætlum að: 

  • Stuðla að hagræðingu í eignum sveitarfélagsins og innkaupum fasteignaverkefna samhliða því að tryggja gæði.
  • Gera ákvarðanir um fjárfestingar, lántöku og fjármál sveitarfélagsins aðgengilegri og skiljanlegri fyrir íbúa.
  • Stuðla að opnu samtali stjórnvalda í Árborg við íbúa sveitarfélagsins. Bætt upplýsingaflæði og skýr framsetning fundargerða er mikilvæg til að íbúar séu meðvitaðir um framgang verkefna og ákvarðanir bæjarstjórnar.

Categories
Fréttir

„Fæðuöryggi í heiminum er ógnað, bæði hér heima og erlendis“

Deila grein

29/03/2022

„Fæðuöryggi í heiminum er ógnað, bæði hér heima og erlendis“

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður, sagði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að áhrifa innrásar Rússa í Úkraínu gæti víða. „Fæðuöryggi í heiminum er ógnað, bæði hér heima og erlendis. Miklar áhyggjur eru af keðjuverkandi áhrifum innrásarinnar. Staðan var nú þegar slæm vegna undangengins heimsfaraldurs og nú bætir í bakkafullan lækinn. Íslensk matvælaframleiðsla treystir á mikilvæg innflutt aðföng, svo sem hráefni til fóðurgerðar, áburð, og olíu. Í skýrslunni „Fæðuöryggi á Íslandi“ frá árinu 2021 segir, með leyfi forseta:

„Stríð eru sennilega sú tegund „hamfara“ sem líklegast er að geti á skjótan hátt stöðvað innflutning á fóðri.“

Í sömu skýrslu er farið yfir hvaða afleiðingar fóðurskortur hefur í för með sér hér á landi. Ef allt fer á versta veg vofir yfir framleiðslustöðvun í eggja-, alifugla- og svínarækt ásamt því að draga þarf verulega úr framleiðslu í mjólkuriðnaði og nautgripa- og sauðfjárrækt. Staðan er því grafalvarleg. Uppistaðan í dýrafóðri er korn. Því vil ég spyrja hæstv. matvælaráðherra: Er til staðar viðbragðsáætlun til að bregðast við ástandinu sem nú vofir yfir og hvernig getum við tryggt aðgengi að lykilaðföngum til innlendrar matvælaframleiðslu næsta árið?“