Categories
Fréttir

Efling umhverfismála í brennidepli

Deila grein

02/05/2016

Efling umhverfismála í brennidepli

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, upplýsti í ávarpi sínu á ársfundi  Umhverfisstofnunar sl. föstudag að bygging gestastofu Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi á Hellissandi, væri komin á fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar og væri gert ráð fyrir um 300 milljónum króna til verksins.
Ráðherra sagði þetta gleðitíðindi: „Við hefjumst handa strax. Þetta verður mikil búbót og bylting fyrir þjóðgarðinn og fyrir Snæfellsnes og eykur án efa aðdráttarafl svæðisins til muna.“
Í ræðu ráðherra kom fram að yfir 40 ár eru síðan Eysteinn Jónsson ályktaði um stofnun þjóðgarðs sem bera skyldi heitið „Þjóðgarður undir Jökli“. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hafi svo verið stofnaður fyrir 15 árum í þeim tilgangi að vernda sérstæða náttúru og merkar sögulegar minjar.
Ársfundur Umhverfisstofnunar bar yfirskriftina grænt samfélag, grænir ferðamannastaðir og var kastljósinu beint að því hvaða áskoranir þurfi að takast á við til að geta búið í grænu samfélagi til framtíðar. Þá var þeirri spurningu velt upp hvað grænir ferðamannastaðir væru.
Ráðherra sagði að landvarsla yrði efld frekar víða um land í takt við mikla þörf til að bæta öryggi þeirra sem sækja okkur heim til mynda við Mývatn, að Fjallabaki og á Hornströndum.
Ráðherra benti á að miklar væntingar væru til nýrra laga um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Lögin veiti svigrúm til að setja meiri kraft í framkvæmdir og til að hafa skýrari yfirsýn. Þá væri brýnt að skilgreina betur ferðamannasvæði enda er náttúran frá fjöru til fjalla á Íslandi, einstök auðlind sem ber að umgangast af virðingu og alúð.
Þá sagði ráðherra að spennandi tækifæri lægju í því að virkja kraft nýsköpunar. „Við viljum hafa framtíðina græna og þurfa fjárfestar í auknum mæli að koma að borðinu til að taka þátt í þeirri þróun svo einstaklingar, ríkið og atvinnulífið geti lagt meira af mörkum til umhverfismála.“
Að lokum talaði ráðherra um hversu ánægjulegt væri að skynja hvað fólk væri farið að hugsa meira um nýtni og umgengni. „Hegðun okkar dagsdaglega skiptir máli hvort sem hún lýtur að vali á fatnaði, matarsóun, orkunotkun eða samgöngum sem allt hefur áhrif á vistsporið.“ Hún legði sérstaka áherslu á að vinna gegn matarsóun, enda væri þar um loftslagsmál að ræða þar sem matarsóun veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Undirbúningur væri hafinn að kortlagningu vandans og mikilvægt væri að virkja allt samfélagið með festu svo árangur næðist. Til mikils væri að vinna.

Categories
Fréttir

Sigrún Magnúsdóttir vígir ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

Deila grein

30/04/2016

Sigrún Magnúsdóttir vígir ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær gesti við vígslu ofurtölvu sem Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan (DMI) reka sameiginlega í húsnæði Veðurstofunnar við Bústaðarveg. Ofurtölvan, Cray XC30 er í eigu DMI og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Samningur stofnananna tveggja mun veita Veðurstofunni aukin tækifæri á sviði loftslagsrannsókna og við þróun spálíkana.
Sigrún sagði m.a. í ræðu sinni að sameiginlegur rekstur ofurtölvunnar væri hagstæður fyrir báða aðila. Með staðsetningu hér á landi væri notuð endurnýjanleg orka við rekstur tölvunnar og Íslendingar gætu verið stoltir af því trausti sem þeim væri falið með vörslu tölvunnar.
Jafnframt gerði tölvan Veðurstofunni kleyft að leggja meira af mörkum til rannsókna í þágu loftslagsmála. Traust á milli stofnananna tveggja væri lykilatriði til að samstarfið yrði farsælt. Viðstödd við vígsluna voru m.a. Marianne Thyrring, forstjóri DMI og fulltrúar stjórnvalda hér á landi.
IMG_0944
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_0958

Categories
Fréttir

Vörumst einkavæðingu

Deila grein

30/04/2016

Vörumst einkavæðingu

Hjálmar Bogi Hafliðason„Hæstv. forseti. Hvernig væri að meta það sem við mælum í staðinn fyrir að elta það? Það fylgir því nefnilega viss áhætta að elta mælikvarðana.
En hvort sem það er einangrun landsins eða annað samkvæmt nýjum alþjóðlegum mælikvörðum um samfélagsgæði, hagsæld þjóða, borga og landsvæða vermir Ísland nú fjórða sæti af 133 þjóðum jarðar. Þetta kom fram á ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í gær.
Hugmyndafræðin með listann er að meta það sem skiptir fólk gjarnan mestu máli, svo sem heilsugæsla, menntun, jafnrétti og trú. Þessi lífsgæði samtímans eru ekki sjálfsögð, alls ekki.
Ég segi gjarnan við unglingana sem ég kenni: Þið eruð þeir unglingar sem hafið það hvað best á jörðinni. Ég velti því oft fyrir mér hvort þeir sannarlega trúa þeirri staðreynd.
Það veldur mér hins vegar áhyggjum að þegar kemur að hærri og meiri menntunarmöguleikum skorum við ekki eins hátt og ætla mætti. Lykillinn að áframhaldandi velmegun felst nefnilega í góðri og innihaldsmikilli menntun á hverjum tíma, ekki magni heldur gæðum og fjölbreytileika, að meta hvert starf, allt sem hver og einn leggur til samfélagsins að verðleikum sem hlekk í keðju samtímans.
Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars, enda mannlegt samfélag mannanna verk, rétt eins og hér á Alþingi.
Okkur birtust í gær fréttir frá Samtökum atvinnulífsins að nú skyldi auka frjálsræði og einkarekstur í mennta- og heilbrigðiskerfinu, orkugeiranum, fjármálakerfinu, og að ríkið ætti að selja hlut sinn í eignum sínum eins og bönkunum, Keflavíkurflugvelli, ÁTVR og orkufyrirtækjum, svo dæmi séu nefnd.
Allt snýst þetta um skynsamlega blandað hagkerfi, ekki að líta svo á að af því að nú gengur okkur vel ættum við að selja með skammtímagróðahagsmuni í huga heldur að líta okkur nær, njóta og meta tilveru okkar og gera enn betur, því að á sama tíma og ójöfnuður minnkar meðal þjóða þá eykst ójöfnuður innan þjóða.
Og aftur: Það er menntunin sem er lykillinn að auðlegð samtímans. Verum þess vegna spurning án augljósra svara. Þannig komumst við ávallt að skynsamlegustu niðurstöðunni, líka á Alþingi.“
Hjálmar Bogi Hafliðason í störfum þingsins 29. apríl 2016.

 

Categories
Fréttir

Sú þjóð sem ég þekki

Deila grein

30/04/2016

Sú þjóð sem ég þekki

Silja-Dogg-mynd01-vef„Hæstv. forseti. Í gær átti ég samtal við nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tilefnið var stjórnmáladagar í skólanum. Mörg þeirra spurðu hvort ekki þyrfti að gera breytingar á húsnæðiskerfinu, það væri allt of dýrt að leigja. Það er rétt og ég gat þá upplýst þau um að Alþingi væri nú langt komið með húsnæðisfrumvörpin en markmið þeirra er að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði.
Mörgum þeirra varð tíðrætt um neikvæða umræðu á samfélagsmiðlum og spurðu svo: Gengur ekki bara allt vel? Af hverju er svona margir reiðir?
Þetta voru einlægar spurningar. Okkur Íslendingum gengur nefnilega ansi vel. Okkur hefur tekist að greiða niður skuldir ríkissjóðs og staða sjóðsins er nú betri en nokkru sinni fyrr. Skuldaleiðréttingin og áætlun um afnám hafta hefur haft mjög jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Fyrir fáum dögum fengum við þær fréttir að ríkissjóður skilaði óvæntum afgangi upp á rúma 70 milljarða kr. 70 milljarðar eru ansi miklir peningar og ég hefði viljað sjá meiri umfjöllun um hvaða þýðingu það hefur fyrir samfélagið.
Þrátt fyrir góðan árangur ríkisstjórnarinnar tæmist verkefnalistinn aldrei. Við þurfum að halda áfram að styrkja heilbrigðiskerfið. Við höfum reyndar bætt verulega í á síðustu þremur árum, en betur má ef duga skal. Við þurfum einnig að gefa verulega í hvað varðar samgöngumálin en samkvæmt fyrirliggjandi samgönguáætlun er stefna ríkisstjórnarinnar að bæta við nokkrum milljörðum árlega í þau verkefni þannig að við erum á réttri leið.
Ríkisstjórnin stendur sig vel. Árangurinn er mælanlegur og hann er góður. Stjórnarandstaðan heldur samt áfram að kalla eftir þingrofi og kosningum í nafni þjóðarinnar. Sú þjóð sem ég þekki vill ekki kosningar og þingrof og það vill heldur ekki meiri hluti Alþingis. Það liggur fyrir.
Hæstv. forseti. Það er eitthvað verulega skakkt við umræðuna.“
Silja Dögg Gunnarsdóttir í störfum þingsins 29. apríl 2016.

 

Categories
Fréttir

Fordæmalaust ástand

Deila grein

30/04/2016

Fordæmalaust ástand

flickr-Þórunn Egilsdóttir„Hæstv. forseti. Hér hefur mönnum verið tíðrætt um fordæmalaust ástand í þjóðfélaginu og það er réttmætt því að hér hefur náðst árangur sem ekki eru fordæmi fyrir.
Í upphafi kjörtímabils var um 30 milljarða kr. halli á ríkissjóði. Þar hefur orðið algjör viðsnúningur og viðvarandi afgangur verið á rekstri ríkisins. Með öflugri efnahagsstjórn hefur verðbólga haldist undir 2,5% í tvö ár. Það er árangur sem horfa má til og skiptir landsmenn svo sannarlega máli því hér hefur kaupmáttur aukist meira og hraðar en dæmi eru um áður í sögunni. Raunin er sú að hér hefur orðið kaupmáttaraukning allt að 30% á þremur árum meðan til tíðinda telst í öðrum löndum þegar talað er um árlegar kauphækkanir upp á 2%.
Hæstv. forseti. Ég hef fundið það í samtölum mínum við fólk í landinu að landsmenn finna sannarlega fyrir bættum hag og kunna að meta þann stöðugleika sem hér hefur ríkt. Þá vil ég benda á að svo farsællega hefur tekist að leysa úr eftirstöðvum efnahagshrunsins og áhrifum slitabúa föllnu bankanna að erlend staða þjóðarbúsins er nú betri en hún hefur verið í hálfa öld.
Stefna og aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart slitabúum og kröfuhöfum til afnáms hafta hefur skilað svo miklum árangri að furðu sætir erlendis, svo miklum að helsti sérfræðingur heims á sviði skuldaaðlögunar ríkja, Lee Buchheit, segir að árangurinn sé einstakur í fjármálasögu heimsins. Hér er atvinnuleysi með því minnsta sem mælist og skuldastaða heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum er orðin ein sú besta á Norðurlöndum í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar síðastliðin þrjú ár. Hér munar heimilin heldur betur um þá vel heppnuðu efnahagsaðgerð sem skuldaleiðréttingin var.
Það má með sanni segja að hér sé um fordæmalaust ástand að ræða því að á undraskömmum tíma hefur tekist að byggja traustan grunn að þeirri miklu innviðauppbyggingu sem þarf að halda áfram.“
Þórunn Egilsdóttir í störfum þingsins 29. apríl 2016.

 

Categories
Fréttir

Sjálfsprottnir klasar

Deila grein

30/04/2016

Sjálfsprottnir klasar

þingmaður-WillumÞór-05„Hæstv. forseti. Ég ætla að vekja athygli á alþjóðlegri ráðstefnu sem var nú í vikunni í Hörpu. Annars vegar var um að ræða alþjóðlega ráðstefnu um nýtingu jarðvarma og samhliða ráðstefnu um SPI-vísitöluna sem er skammstöfun fyrir, með leyfi forseta, Social Progress Index sem er mat á félagslegum innviðum og mælikvarði á samfélagslegar framfarir. Auðvitað gefst ekki tími núna til að fara mjög náið í þá vísitölu, ég geri það mögulega síðar. Á ráðstefnuna komu gestir frá öllum heimshornum, um 40 þjóðlöndum og auðvitað með þátttöku okkar helstu aðila á þessu sviði. Þetta er þriðja ráðstefnan sem haldin er á sviði jarðvarma hér, sú fyrsta var 2010, og er merki um hversu framarlega við erum á þessu sviði með fjölþætta nýtingu jarðvarma, en ekki síður er þetta merki um vel heppnað klasasamstarf á þessu sviði.
Þetta var hugmynd Michaels Porters, prófessors við Harvard-háskólann, þegar hann heimsótti Ísland 2009. Góðir hlutir gerast þegar vísindamenn og fræðimenn, fulltrúar stjórnvalda, stjórnsýslu og viðskiptalífs koma saman. En ég verð að segja að það sem vantar til að fylgja þessu frábæra starfi sjálfsprottinna klasa eftir er opinber stefna. Dæmi um vel heppnaða sjálfsprottna klasa eru íslenski jarðvarmaklasinn, sjávarklasinn og ferðaklasinn er kominn af stað. Ég hvet stjórnvöld og atvinnu- og nýsköpunarráðherra til dáða á þessu sviði.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 29. apríl 2016.

Categories
Fréttir

Mannréttindi alþjóðleg og altæk

Deila grein

28/04/2016

Mannréttindi alþjóðleg og altæk

Lilja Dögg Alfreðsdóttir03Mikilvægi virðingar fyrir mannréttindum og þáttur þeirra í utanríkisstefnu Íslands var umfjöllunarefni Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra, á alþjóðlegum hringborðsumræðum um mannréttindamál, sem haldin er í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Á fjórða tug fræðimanna, dómara, embættismanna og stjórnmálamanna, hvaðanæva að úr heiminum, taka þátt í umræðunum, sem haldnar eru hér á landi að frumkvæði Ögmundar Jónassonar, alþingismanns og Institute for Cultural Diplomacy.
„Mannréttindabrot eru ein meginástæða átaka og stríðs í heiminum og baráttunni fyrir mannréttindum er hvergi nærri lokið“, sagði Lilja í ávarpi sínu og lagði í því sambandi áherslu á að ekki mætti slaka á gagnvart kröfum öfgaafla um að skerða mannréttindi einstakra hópa.
Baráttan fyrir mannréttindum hefur verið einn hornsteina íslenskrar utanríkisstefnu um langt skeið. Hennar sér ekki síst stað í áherslu Íslands á kynjajafnrétti og þess að alþjóðaskuldbindingar á þessu sviði séu virtar, þar með talið alþjóðasamningurinn um afnám allrar mismununar gegn konum. „Ég tel að einn þáttur í jafnréttisbaráttunni sé að fá karla til að taka virkari þátt í henni. Ég vil halda áfram því góða starfi sem forveri minn vann í þeim efnum, m.a. með því að halda fleiri Rakarastofuráðstefnur,“ sagði Lilja.
Uttanríkisráðherra minntist einnig á reglubundna skoðun Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en mannréttindaástandið á Íslandi verður tekið fyrir af ráðinu í nóvember. „Okkur er hollt að ræða stöðuna og að fá utanaðkomandi augu til að meta hana. Ef þetta kerfi á að virka og veita aðhald verða öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að taka þátt í því á jafningjagrundvelli og í góðri trú.  Ekkert ríki getur haldið því fram að mannréttindamál séu innanríkismál.  Mannréttindi eru alþjóðleg og altæk.“
Ávarp utanríkisráðherra á hringborðsumræðunum

Heimild: www.utanrikisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Gunnar Bragi ræddi málefni landbúnaðar og sjávarútvegs við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins

Deila grein

28/04/2016

Gunnar Bragi ræddi málefni landbúnaðar og sjávarútvegs við framkvæmdastjóra Evrópusambandsins

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra átti í dag fundi með þeim Phil Hogan, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála og Karmenu Vella, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu.

 Á fundinum með Hogan voru ræddar reglur Evrópusambandsins sem varða lífrænan landbúnað en þær leyfa ekki notkun fiskimjöls sem fóðurgjafa. Einnig ræddu þeir nýgerðan samning milli Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Gunnar Bragi og Karmenu Vella ræddu stöðuna í viðræðum strandríkja við NA Atlantshaf um skiptingu deilistofna. Báðir lýstu þeir yfir vilja til að starfa náið saman að lausn þeirra mála. Málefni bláa hagkerfisins, sem er hvers konar efnahags starfsemi á haf- og strandsvæðum (blue economy), voru rædd. Þar sagði Vella að Íslendingar væru Evrópusambandinu góð fyrirmynd. Þeir ræddu einnig málefni hafsins (ocean governance) og málefni norðurslóða. Báðir voru þeir sammála um að nýting auðlinda yrði að byggja á bestu vísindarökum þannig að sjálfbærni væri sem best tryggð. Gunnar Bragi lýsti þeirri sýn Íslands hvernig ábyrgð og ákvarðanir um nýtingu náttútuauðlinda á sjálfbæran hátt væri best fyrirkomið á staðbundinn og svæðisbundinn hátt en yfirþjóðleg þegar því sleppti.

Að endingu ræddu þeir Gunnar Bragi og Vella tvíhliða samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um fiskveiðimálefni frá árinu 1992. Samkomulagið var gert í tengslum við gerð EES samkomulagsins en hefur verið óvirkt um nokkurra ára skeið. Þeir urðu ásáttir um að skoða leiðir til að endurvekja og endurnýja samkomulagið. Verður embættismönnum beggja aðila falið að funda á næstunni vegna þessa.

Heimild: www.atvinnuvegaraduneyti.is/sjavarutvegs-og-landbunadarmal

Categories
Fréttir

Forsætisráðherra með lokaávarp á ráðstefnu um samkeppnishæfni

Deila grein

28/04/2016

Forsætisráðherra með lokaávarp á ráðstefnu um samkeppnishæfni

SIJSigurður Ingi Jóhannsson,forsætisráðherra, flutti lokaávarp á ráðstefnunni ,,Social Progress – What Works“ sem haldin var í Hörpu fyrr í dag.
Forsætisráðherra benti á það í ræðu sinni að það ætti ekki að koma neinum á óvart að Ísland væri á meðal fremstu þjóða þegar stuðst væri við mælikvarða sem mæla gæði samfélagsins almennt. Hann benti einnig á að eigi að síður þyrftu Íslendingar stöðugt að svara nýjum og áleitnum spurningum um styrk samfélagslegra innviða á Íslandi. Þrátt fyrri kosti sjálfstæðis og sérstöðu sé Íslendingum hollt að líta út fyrir landsteinana, bera sig saman við aðrar þjóðir og læra af þeim, líkt og þær geti vonandi lært af Íslendingum.
„Það er von mín að þetta geti orðið árlegur viðburður hér á landi sem endurvarpar á áhugaverðan hátt framtíðarsýn og stefnumótun samfélaga og geti um leið orðið  til að vekja athygli á okkar góða árangri hér á landi,“ sagði ráðherra í ræðu sinni en Ísland er nú í 4. sæti samkvæmt mælingu Social Progress Index.
Ræðan var flutt á ensku og hana má lesa hér á vefnum.

Heimild: www.forsaetisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Aukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins

Deila grein

28/04/2016

Aukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins

LiljaAlfreðsdóttir-utanríkisráðuneytiAukið mikilvægi jarðhita í orkubúskap heimsins og framlag Íslands til sjálfbærrar orkunýtingar var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, gerði að umtalsefni í opnunarerindi sínu á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu, Iceland Geothermal Conference, sem fram fer hér á landi dagana 27.-29. apríl.
Í máli sínu gerði ráðherra jafnframt grein fyrir samstarfi Íslands við alþjóðastofnanir á sviði jarðhita, meðal annars í þróunarríkjum í Afríku, og lagði áherslu á þýðingu endurnýjanlegrar orku í loftslagsmálum og framfylgd heimsmarkmiðanna.„Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu horft er til Íslands þegar kemur nýtingu og aðgengi að jarðhita. Hér höfum við mikilsverða þekkingu fram að færa sem sífellt fleiri horfa til,” segir Lilja en rúmlega 700 manns sækja ráðstefnuna sem fram fer í Hörpu.
Í tengslum við ráðstefnuna fundaði utanríkisráðherra með Rachel Kyte, sérstökum fulltrúa aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og framkvæmdastjóri átaksins „Endurnýjanlega orku fyrir alla“, sem hefur það markmið að tvölda hlut endurnýjanlegra orkugjafa og orkunýtingu fyrir árið 2030. Á fundi sínum lagði ráðherra áherslu á möguleika á nýtingu jarðhita víða um heim, orkuöryggi og hét átakinu áframhaldandi og aukinn stuðning Íslands.
Þá átti utanríkisráðherra sömuleiðis fund með Adnan Amin, forstjóra IRENA, alþjóðlegrar stofununar um endurnýjanlega orkugjafa. Voru orkumál rædd og kom fram að stuðningur Íslands við stofnunina væri vel metinn.
Ávarp utanríkisráðherra

Heimild: www.utanrikisraduneyti.is