Categories
Fréttir

Velta íslenskrar kvikmyndagerðar aukist um 85%

Deila grein

08/12/2022

Velta íslenskrar kvikmyndagerðar aukist um 85%

Mik­il gróska hef­ur verið í ís­lenskri kvik­mynda­gerð síðustu fimm ár og hef­ur velta í geir­an­um auk­ist um 85% á þessu tíma­bili og er nú u.þ.b. 30 millj­arðar króna.

Einnig hef­ur skap­ast mik­il at­vinna í geir­an­um og vinna á fjórða þúsund ein­stak­ling­ar við kvik­mynda­gerð á Íslandi í dag seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins í dag. 

„Grósk­an í kvik­mynda­gerð er ein­stök. Ég er þakk­lát fyr­ir þann víðtæka stuðning sem að málið hef­ur fengið á Alþingi, bæði með því að hækka end­ur­greiðslurn­ar í sum­ar í allt að 35% og nú með því að færa aukið fjár­magn und­ir end­ur­greiðsluliðinn. Ég hef sterka sann­fær­ingu fyr­ir því að stuðning­ur við skap­andi grein­ar hafi já­kvæð marg­föld­un­ar­áhrif á sam­fé­lagið og er viss um að þessi breyt­ing muni efla inn­lenda kvik­mynda­gerð og draga stór er­lend fjár­fest­ing­ar­verk­efni til lands­ins,“ er haft eft­ir Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra í til­kynn­ing­unni.

Berdreymi í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar er ein þeirra íslensku …

Ber­d­reymi í leik­stjórn Guðmund­ar Arn­ar Guðmunds­son­ar er ein þeirra ís­lensku kvik­mynda sem kom fyr­ir sjón­ir al­menn­ings á þessu herr­ans ári 2022. Ljós­mynd/​Aðsend

Fleiri er­lend verk­efni

Stjórn­völd hafa markað fram­sækna stefnu til að styðja við ís­lenska kvik­mynda­gerð og fjár­magn til end­ur­greiðslna vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi er aukið um fjóra millj­arða króna fyr­ir aðra umræðu fjár­laga 2023. Stuðning­ur við kvik­mynda­fram­leiðslu ger­ir það að verk­um að verk­efni sem hafa fengið vil­yrði frá kvik­mynda­sjóð geta nú haf­ist á áætluðum tíma.

Velt­an jókst á milli ár­anna 2019 og 2020 um 50% eða um 6,5 millj­arða og frá ár­inu 2021 jókst velt­an um 7% frá 2020, en sú aukn­ing skýrst að hluta vegna fleiri er­lendra verk­efna. Árið í ár er síðan geysi­lega gott, með aukn­ingu frá 2021 upp á 25% eða um 2,9 millj­arða króna. 

Fréttin birtist fyrst á mbl.is 7. desember 2022.

Mynd: mbl.is

Categories
Fréttir

Ríkisstjórnin stendur með heilbrigðiskerfinu

Deila grein

07/12/2022

Ríkisstjórnin stendur með heilbrigðiskerfinu

Ingibjörg Isaksen, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi verið eitt stærsta álagspróf á heilbrigðiskerfið á síðari tíma.

„Okkur er öllum ljóst að það þarf að taka breytingum til að fylgja hraðri þróun og mæta breyttum þörfum samfélagsins,“ sagði Ingibjörg.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu sé réttlætismál og það verði að tryggja þann aðgang og ná stöðugleika innan heilbrigðiskerfisins.

„Langvarandi samningsleysi og langir biðlistar hindra aðgengi og auka ójöfnuð og því er nauðsynlegt að þessi verkefni séu leyst. Að þessu sögðu er algjört forgangsmál að við náum að semja við þá sem veita þjónustu utan sjúkrahúsa,“ sagði Ingibjörg.

Auka verði fjárframlag ríkisins til heilbrigðismála og skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi til framtíðar.

„Nýlega náðust samningar um aðgerðir vegna legslímuflakks, sem er virkilega ánægjulegt. Í 2. umr. fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir rúmlega 12 milljarða viðbótarframlagi til heilbrigðismála þar sem verið er að fjárfesta í breytingum og umbótum til framtíðar og styrkja grunnkerfi heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er þar gert ráð fyrir 750 milljónum sem eru eyrnamerktar í liðskiptaaðgerðir,“ sagði Ingibjörg.

Farið hefur verið í verkefni til að efla menntun heilbrigðisstarfsmanna og fjölga þeim og m.a. með nýrri reglugerð um sérnám lækna. Eins verður hámarksaldur heilbrigðisstarfsfólks hækkaður.

„Viðamikil vinna er komin af stað um að bæta heilbrigðisþjónustu eldra fólks, stuðla að bættri lýðheilsu og forvarnastarfsemi. Ásamt þessu hefur endurhæfingarþjónusta verið efld. Eins og þið heyrið eru verkefnin ærin en algerlega augljóst að hér er ríkisstjórn sem stendur með heilbrigðiskerfinu,“ sagði Ingibjörg að lokum.


Ræða Ingibjargar á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Heilbrigðiskerfið hefur verið undir miklu álagi síðastliðin ár og okkur er öllum ljóst að það þarf að taka breytingum til að fylgja hraðri þróun og mæta breyttum þörfum samfélagsins. Eitt stærsta álagspróf síðari tíma var heimsfaraldur kórónuveirunnar. Í þeim faraldri sáum við dugnað og krafta okkar heilbrigðisstarfsmanna sem lyftu grettistaki og stóðust það próf með glæsibrag. Þó finnur kerfið enn fyrir eftirköstum faraldursins sem og öðrum útistandandi verkefnum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu er réttlætismál og það þarf að tryggja þann aðgang og ná stöðugleika innan heilbrigðiskerfisins. Langvarandi samningsleysi og langir biðlistar hindra aðgengi og auka ójöfnuð og því er nauðsynlegt að þessi verkefni séu leyst. Að þessu sögðu er algjört forgangsmál að við náum að semja við þá sem veita þjónustu utan sjúkrahúsa. Einnig þurfum við að auka fjárframlag ríkisins til heilbrigðismála og skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi til framtíðar. Hæstv. heilbrigðisráðherra hefur tekið mikilvæg skref í átt að þessum markmiðum á því eina ári sem hann hefur gegnt embætti. Nýlega náðust samningar um aðgerðir vegna legslímuflakks, sem er virkilega ánægjulegt. Í 2. umr. fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir rúmlega 12 milljarða viðbótarframlagi til heilbrigðismála þar sem verið er að fjárfesta í breytingum og umbótum til framtíðar og styrkja grunnkerfi heilbrigðisþjónustunnar. Einnig er þar gert ráð fyrir 750 milljónum sem eru eyrnamerktar í liðskiptaaðgerðir. Farið hefur verið í verkefni til að efla menntun heilbrigðisstarfsmanna og fjölga þeim og m.a. með nýrri reglugerð um sérnám lækna. Ásamt þessu verður hámarksaldur heilbrigðisstarfsfólks hækkaður. Viðamikil vinna er komin af stað um að bæta heilbrigðisþjónustu eldra fólks, stuðla að bættri lýðheilsu og forvarnastarfsemi. Ásamt þessu hefur endurhæfingarþjónusta verið efld. (Forseti hringir.) Eins og þið heyrið eru verkefnin ærin en algerlega augljóst að hér er ríkisstjórn sem stendur með heilbrigðiskerfinu.“

Categories
Fréttir

„Stórt og mikilvægt skref í áttina að því að bæta líðan barnanna okkar“

Deila grein

07/12/2022

„Stórt og mikilvægt skref í áttina að því að bæta líðan barnanna okkar“

„Virðulegi forseti. Í haust hafa borist fréttir af ofbeldi og einelti meðal barna. Margir í samfélaginu hrukku við en því miður er hér ekki um einsdæmi að ræða. Það eru til börn sem beita ofbeldi og þá eru til börn sem verða fyrir ofbeldi,“ sagði Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins.

Með öllum tiltækum ráðum verður að uppræta þetta samfélagslega mein og á öllum stigum. Aðaláherslan hefur verið á aðstoða fórnarlamba ofbeldis, en það er ekki síður mikilvægt að veita viðeigandi fræðslu og stuðning til þeirra sem beita ofbeldi.

„Þeir sem beita ofbeldi eiga oft og tíðum við einhvern innri vanda að stríða og því er mikilvægt að þeir einstaklingar fái rétta leiðsögn og stuðning út í lífið. Með öðrum orðum, það er jafn mikilvægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi og þá sem verða fyrir ofbeldi,“ sagði Hafdís Hrönn.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði á dögunum samning til styrktar Veru, úrræðis Foreldrahúss fyrir börn í áhættuhegðun. Samningurinn snýr að stuðningi við börn sem eru þolendur ofbeldis eða sem beita ofbeldi.

Vera er heildstætt langtímameðferðarúrræði fyrir unglinga í fikti og neyslu sem rekið eru af Vímulausri æsku. Samtökin stofnuðu Foreldrahús árið 1999 en kjarnastarfsemi þess er ráðgjöf, meðferð og fræðsla.

„Þessi samningur sem gerður var við Veru er stórt og mikilvægt skref í áttina að því að bæta líðan barnanna okkar en hér er um að ræða lið í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi og samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.“

„Markmið stjórnvalda gegn ofbeldi er m.a. að koma á markvissri fræðslu og forvörnum gegn hvers konar ofbeldi, einkum í skólakerfinu, á íþrótta- og æskulýðsvettvanginum, á vinnustöðum og í stafrænum heimi. Mikilvægt er að allar aðgerðir sem lúta að réttindum barna og vernd þeirra gegn ofbeldi taki sérstaklega til forvarna og fræðslu,“ sagði Hafdís Hrönn að lokum.


Ræða Hafdísar Hrannar:

„Virðulegi forseti. Í haust hafa borist fréttir af ofbeldi og einelti meðal barna. Margir í samfélaginu hrukku við en því miður er hér ekki um einsdæmi að ræða. Það eru til börn sem beita ofbeldi og þá eru til börn sem verða fyrir ofbeldi. Um er að ræða samfélagslegt mein sem er mikilvægt að uppræta með öllum tiltækum ráðum og þrátt fyrir að það séu ekki vísbendingar að börn verði ofbeldisfull þegar þau verða eldri er engu að síður þörf á að grípa inn í. Það er mikilvægt að leita allra leiða til að stöðva ofbeldi í samfélaginu á öllum stigum. Lengi hefur aðaláherslan verið að veita þeim sem verður fyrir ofbeldi aðstoð og það er vissulega nauðsynlegt, enda er það gríðarlegt áfall að verða fyrir ofbeldi, en það er ekki síður mikilvægt að veita viðeigandi fræðslu og stuðning til þeirra sem beita ofbeldi. Þeir sem beita ofbeldi eiga oft og tíðum við einhvern innri vanda að stríða og því er mikilvægt að þeir einstaklingar fái rétta leiðsögn og stuðning út í lífið. Með öðrum orðum, það er jafn mikilvægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi og þá sem verða fyrir ofbeldi.

Í síðustu viku undirritaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, samning til styrktar Veru, úrræðis Foreldrahúss fyrir börn í áhættuhegðun. Samningurinn snýr að stuðningi við börn sem eru þolendur ofbeldis eða sem beita ofbeldi. Vera er heildstætt langtímameðferðarúrræði fyrir unglinga í fikti og neyslu sem rekið eru af Vímulausri æsku. Samtökin stofnuðu Foreldrahús árið 1999 en kjarnastarfsemi þess er ráðgjöf, meðferð og fræðsla. Í Foreldrahúsi er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar, foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð við ungmenni í vímuefnavanda. Þessi samningur sem gerður var við Veru er stórt og mikilvægt skref í áttina að því að bæta líðan barnanna okkar en hér er um að ræða lið í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi og samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Markmið stjórnvalda gegn ofbeldi er m.a. að koma á markvissri fræðslu og forvörnum gegn hvers konar ofbeldi, einkum í skólakerfinu, á íþrótta- og æskulýðsvettvanginum, á vinnustöðum og í stafrænum heimi. Mikilvægt er að allar aðgerðir sem lúta að réttindum barna og vernd þeirra gegn ofbeldi taki sérstaklega til forvarna og fræðslu.

Categories
Fréttir

Það verður gott að eldast á Íslandi

Deila grein

07/12/2022

Það verður gott að eldast á Íslandi

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins að á síðasta kjörtímabili hafi farið fram mikil vinna til breytinga á þjónustu í þágu farsældar barna. Vinnan skilaði sér í farsældarlögunum og er innleiðing þeirra þegar farin af stað.

„Samstarf um aukna þjónustu í þágu farsældar barna er framtíðarstef í velferð barna til að vaxa sem fullgildir fullorðnir einstaklingar í íslensku samfélagi,“ sagði Halla Signý.

„Þegar þessar breytingar verða virkjaðar má búast við miklum framförum í þjónustu við börn. Samfella í þjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir barnið og samfélagið sjálft. Þeir sem vinna við þjónustu barna hafa fagnað þessari hugarfarsbreytingu sem lengi hefur verið kallað eftir og þegar var farið að tala um að nýta þessa hugmyndafræði fyrir aðra þjónustuhópa. Það hefur nú verið gert.“

„Heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra ýttu í gær úr vör drögum að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk. Um er að ræða heildarendurskoðun þjónustu við aldraðra og eru fimm þætti lagðar til grundvallar: Samþætting, virkni, upplýsing, þróun og heimili,“ sagði Halla Signý.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Lögð verður fram þingsályktunartillögu á komandi vorþingi sem felur í sér aðgerðaáætlun um samþættingu á þjónustu við eldra fólk með að markmiði að tryggja því þjónustu við hæfi.

„Forvarnir, heilsuefling og endurhæfing spila stórt hlutverk í heilbrigðri öldrun þjóðarinnar til framtíðar. Það er fátt verðmætara samfélaginu en að viðhalda færni og virkni einstaklingsins. Líkt og með breytingar í þágu farsældar barna er þetta arðbært verkefni fyrir þjóðfélagið en mesti ábatinn er þegar þessi hugmyndafræði verður komin inn í alla þjónustu sem snýr að eldra fólki því þá verður heldur betur gott að eldast á Íslandi,“ sagði Halla Signý að lokum.


Ræða Höllu Signýjar:

„Virðulegi forseti. Á síðasta kjörtímabili var mikil vinna lögð í breytingar á þjónustu í þágu farsældar barna. Útkoman úr þeirri vinnu voru farsældarlögin svokölluðu og innleiðing á þeim er þegar farin af stað og lofar góðu. Samstarf um aukna þjónustu í þágu farsældar barna er framtíðarstef í velferð barna til að vaxa sem fullgildir fullorðnir einstaklingar í íslensku samfélagi. Þegar þessar breytingar verða virkjaðar má búast við miklum framförum í þjónustu við börn. Samfella í þjónustu skilar betri niðurstöðu fyrir barnið og samfélagið sjálft. Þeir sem vinna við þjónustu barna hafa fagnað þessari hugarfarsbreytingu sem lengi hefur verið kallað eftir og þegar var farið að tala um að nýta þessa hugmyndafræði fyrir aðra þjónustuhópa. Það hefur nú verið gert. Heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra ýttu í gær úr vör drögum að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um þjónustu við eldra fólk. Um er að ræða heildarendurskoðun þjónustu við aldraðra og eru fimm þætti lagðar til grundvallar: Samþætting, virkni, upplýsing, þróun og heimili. Líkt og kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa svo sannarlega tekið verkefnið upp á sína arma og stendur til að leggja fram þingsályktunartillögu á komandi vorþingi sem felur í sér aðgerðaáætlun um samþættingu á þjónustu við eldra fólk með það að markmiði að tryggja því þjónustu við hæfi.

Virðulegi forseti. Forvarnir, heilsuefling og endurhæfing spila stórt hlutverk í heilbrigðri öldrun þjóðarinnar til framtíðar. Það er fátt verðmætara samfélaginu en að viðhalda færni og virkni einstaklingsins. Líkt og með breytingar í þágu farsældar barna er þetta arðbært verkefni fyrir þjóðfélagið en mesti ábatinn er þegar þessi hugmyndafræði verður komin inn í alla þjónustu sem snýr að eldra fólki því þá verður heldur betur gott að eldast á Íslandi.“

Categories
Fréttir

Hinn rómaði Framsóknargrautur

Deila grein

07/12/2022

Hinn rómaði Framsóknargrautur

Framsókn í Norðurþingi býður upp á hinn marg rómaða Framsóknargrautu og grænu sósuna í Kíwanissalnum, laugardaginn 10. desember kl. 11:00.

Öll velkomin og sérstakur gestur er Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður kjördæmisins og þingflokksformaður.

Categories
Fréttir

Fyrirspurn til matvælaráðherra

Deila grein

06/12/2022

Fyrirspurn til matvælaráðherra

Eftir samtal við bændur lagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður norðausturkjördæmis eftirfarandi spurningar, vegna greiðslumarks sauðfjárbænda, til matvælaráðherra:

Spurningar í fyrirspurninni eru eftirfarandi:
1. Hyggst ráðherra trappa niður greiðslumark til sauðfjárbænda fyrir endurskoðun samninga við þá?
2. Ef svo er. Hver eru helstu rökin fyrir því að trappa niður greiðslumark þegar stutt er í endurskoðun samninganna?
3. Getur framkvæmdanefnd búvörusamninga komið til móts við ofangreinda niðurtröppun með vísun í 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 144/2022?

Fyrirspurnir Ingibjargar voru lagðar fram 5. desember 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Skýr skref í þágu lög­gæslunnar

Deila grein

06/12/2022

Skýr skref í þágu lög­gæslunnar

Við höfum öll orðin vör við aukna hörku og breyttar aðstæður í glæpastarfsemi á Íslandi. Síðustu vikur hafa fregnir af hrottalegum árásum og auknum umsvifum glæpasamtaka verið daglegt brauð. Lögreglan gerir allt sem hún getur með þann mannafla og þá tækni sem hún hefur í höndum sér, en þó sjáum við íbúa óttaslegna við þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Með stöðugri þróun glæpasamtaka, t.d. með aukinni notkun internetisins, hefur reynst sífellt erfiðara að rannsaka starfsemi þeirra og fara í viðeigandi aðgerðir. Það er öllum ljóst að taka þurfi á þessum málaflokki af krafti og styðja löggæsluna í sínum viðbrögðum við nýjan veruleika. Til þess að halda uppi reglu og koma í veg fyrir glæpi þarf að stíga ákveðin skref í rannsóknum, greiningum og viðbrögðum.

Löggæslan komin að þolmörkum

Allir fasar löggæslunnar eru komnir að þolmörkum. Lögreglustjórar hafa þurft að hagræða hverri krónu, lögreglan er undirmönnuð og fangelsin þarfnast umbótunar. Verkefnin eru fjölmörg og við þurfum að klára þau svo að hægt sé að bregðast við breyttum aðstæðum af ákveðni. Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með auknum fjárveitingum til almennrar löggæslu, Landhelgisgæslunnar og fangelsanna. Með auknum fjárveitingum geta viðbragðsaðilar okkar og rannsakendur verið betur í stakk búnir til að mæta sífellt flóknari verkefnum.

Sjaldséð aukning

Ríkisstjórnin hyggst auka fjárframlög um 2,5 milljarða króna frá því sem upphaflega var áætlað. Af þessu eiga 900 milljónir króna að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða og 500 milljónir í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta eru skýr skilaboð frá ríkisstjórninni að styðja skuli við löggæslu landsins. Slíkur stuðningur við löggæsluna hefur ekki sést í langan tíma, marga áratugi, og gerir okkur kleift að bregðast við ástandinu í dag af krafti.

Mikilvægi frumkvæðislöggæslu

Ásamt þessu mun lögreglan geta unnið enn frekar í þágu forvarna. Oft er horft fram hjá mikilvægi forvarnarstarfs lögreglunnar, en bestu aðgerðirnar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Með öflugu forvarnarstarfi er hægt að koma í veg fyrir að ungmenni taki ranga beygju á lífsleiðinni. Það er ungmennum og samfélaginu í heild til hagsbóta.

Undirrituð fagnar því að efla skuli löggæslu landsins og tryggja það að við Íslendingar búum í enn öruggara landi.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 6. desember 2022.

Categories
Fréttir

Opinn fundur með Ásmundi Einar og Stefáni Vagni

Deila grein

05/12/2022

Opinn fundur með Ásmundi Einar og Stefáni Vagni

Opinn fundur með Ásmundi Einar Daðasyni, mennta og barnamálaráðherra og Stefáni Vagni Stefánssyni, fyrsta þingmanni Norðvesturkjördæmis á Kaffi Króki Sauðárkróki, mánudaginn 5. desember kl. 20:00.

Categories
Fréttir

Jólafundur Framsóknar í Húnaþingi vestra

Deila grein

05/12/2022

Jólafundur Framsóknar í Húnaþingi vestra

Framsókn í Húnaþingi vestra býður til jólafundar mánudaginn 5. desember kl. 20:00-22:00 í Stúdíó Handbendi, Eyrarlandi.

Jólagleði, samvera, létt spjall og umræður um málefni sveitarfélagsins.

Öll velkomin!

Categories
Fréttir

Jólapartý á Vox Club

Deila grein

05/12/2022

Jólapartý á Vox Club

Jólapartý Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður á Vox Club 16. desember 2022 kl. 20:00.

Taktu kvöldið frá

Framsóknarfélögin í Reykjavík