Categories
Fréttir Greinar

Ríkisstjórn sem sameinar eða sundrar?

Deila grein

15/02/2025

Ríkisstjórn sem sameinar eða sundrar?

Við upp­haf nýs kjör­tíma­bils standa von­ir margra til þess að stjórn­mál­in verði afl sam­ein­ing­ar frek­ar en sundr­ung­ar. Þjóðin þarf á sam­stöðu að halda, ekki síst á tím­um efna­hags­legra áskor­ana og auk­inn­ar óvissu í alþjóðamál­um. Hins veg­ar vek­ur það áhyggj­ur að ný rík­is­stjórn sýn­ir eng­an skýr­an vilja til slíkr­ar sam­ein­ing­ar, ef marka má stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra.

Hús­næðismál í for­gangi

For­gangs­mál Fram­sókn­ar nú við upp­haf þings er þing­mál um 25 ára óverðtryggð lán á föst­um vöxt­um. Sú leið sem við höf­um lagt til, og bygg­ir á vinnu sem sett var af stað í minni tíð í fjár­málaráðuneyt­inu, hef­ur vakið at­hygli enda um mikla kjara­bót að ræða fyr­ir ís­lensk heim­ili. Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir lán­tak­end­ur að hafa ör­yggi og fyr­ir­sjá­an­leika við af­borg­an­ir hús­næðislána og nái þessi áform fram að ganga mun það tryggja betri lána­kjör með bætt­um hag fyr­ir heim­il­in.

Upp­bygg­ing leigu­hús­næðis

Við í Fram­sókn mun­um líka styðja við aukna upp­bygg­ingu leigu­hús­næðis í sam­starfi við óhagnaðardrif­in leigu­fé­lög. Það er fagnaðarefni að ný rík­is­stjórn ætli að halda áfram á þeirri braut sem við í Fram­sókn höf­um markað og nú hef­ur verið veitt­ur stuðning­ur til bygg­ing­ar 4.000 íbúða í sam­starfi við óhagnaðardrif­in leigu­fé­lög. Við þurf­um með þess­um hætti að stuðla að fjöl­breytt­ari og hag­kvæm­ari val­kost­um á leigu­markaði. Um 1.000 fjöl­skyld­ur hafa eign­ast sitt eigið hús­næði með til­komu hlut­deild­ar­lána en áfram þarf að efla þetta úrræði og tryggja að það gagn­ist sem flest­um. Með þess­um aðgerðum í hús­næðismál­um get­um við stuðlað að auknu hús­næðis­ör­yggi og aukið lífs­gæði fólks.

For­gang­ur heim­ila og smærri fyr­ir­tækja að raf­orku

Annað for­gangs­mál Fram­sókn­ar er til­laga um for­gang heim­ila og lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja að raf­orku. Um leið er mik­il­vægt að inn­leiða verðvernd og stuðla þannig að hag­kvæmu orku­verði til handa heim­il­um og at­vinnu­lífi. Reynsla annarra þjóða, t.d. Norðmanna, þar sem raf­orku­kostnaður rauk upp er víti til varnaðar.

At­vinna og verðmæta­sköp­un

Sterkt at­vinnu­líf er und­ir­staða góðra lífs­kjara. At­vinnu­leysi á Íslandi er lágt í sam­an­b­urði við önn­ur lönd en ný rík­is­stjórn sýn­ir litla framtíðar­sýn í at­vinnu­mál­um, sér­stak­lega utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Það vek­ur einnig áhyggj­ur að fyr­ir­hugaðar skatta­hækk­an­ir á sjáv­ar­út­veg­inn muni bitna sér­stak­lega á minni og meðal­stór­um fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­um, sem get­ur leitt til enn frek­ari samþjöpp­un­ar í grein­inni.

Hvað verður um ís­lensk­an land­búnað?

Óljós stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar í land­búnaðar­mál­um veld­ur einnig áhyggj­um. Á að svipta bænd­ur rétti sín­um til að reka eig­in fyr­ir­tæki á sama tíma og er­lend­ir bænd­ur njóta slíks rétt­ar? Er verið að hygla stór­um inn­flutn­ingsaðilum á kostnað ís­lenskr­ar mat­væla­fram­leiðslu? Í heimi þar sem fæðuör­yggi verður sí­fellt mik­il­væg­ara ætti rík­is­stjórn­in að leggja áherslu á að styrkja ís­lensk­an land­búnað í stað þess að veikja hann.

Ómark­viss stefna í ferðaþjón­ustu

Ferðaþjón­ust­an er mik­il­væg at­vinnu­grein fyr­ir Ísland og hef­ur skapað fjöl­mörg störf og mik­il verðmæti. Sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar er hins veg­ar viðkvæm og því vek­ur það furðu að rík­is­stjórn­in sé að hringla með óljós­ar skatt­heimtu­hug­mynd­ir sem geta skaðað grein­ina. Stöðug­leiki og skýr stefna eru lyk­il­atriði til að tryggja áfram­hald­andi vöxt ferðaþjón­ust­unn­ar, en af umræðunni að dæma virðist rík­is­stjórn­in ekki hafa neina skýra sýn um framtíð henn­ar.

Þögn­in um þjóðar­at­kvæði

Eitt það at­hygl­is­verðasta við stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra var hvað ósagt var látið. Eng­in umræða fór fram um mögu­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, þrátt fyr­ir að Sam­fylk­ing­in og Viðreisn hafi lagt mikla áherslu á málið. Enn meira kem­ur á óvart að Flokk­ur fólks­ins hafi skipt um stefnu í mál­inu og veiti nú slík­um hug­mynd­um stuðning. Raun­ar virðast fá stefnu­mál flokks­ins, sem kynnt voru svo mynd­ar­lega í aðdrag­anda kosn­inga, hafa hlotið braut­ar­gengi.

Ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Það eru vissu­lega tæki­færi til staðar í ís­lensku sam­fé­lagi. En til að nýta þau þarf rík­is­stjórn sem sam­ein­ar þjóðina í stað þess að sundra henni. Við í Fram­sókn erum til­bú­in að vinna að upp­bygg­ingu sam­fé­lags­ins og vinna sam­an að góðum mál­um. En við mun­um einnig veita rík­is­stjórn­inni nauðsyn­legt aðhald þar sem þess ger­ist þörf. Það er ekki nóg að tala um framtíðar­sýn – það þarf að fram­kvæma. Við þurf­um stefnu sem tek­ur til­lit til alls lands­ins, ekki stefnu sem veik­ir lands­byggðina, skaðar at­vinnu­lífið og van­ræk­ir mik­il­væg mál á borð við at­vinnu, innviði og fæðuör­yggi.

Sigurur Ingi Jóhannsson, alþingismaður og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. febrúar 2025.

Categories
Greinar

Tek hatt minn ofan fyrir Einari borgarstjóra

Deila grein

14/02/2025

Tek hatt minn ofan fyrir Einari borgarstjóra

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri hef­ur nú sýnt að hann er flest­um stjórn­mála­mönn­um fremri, sann­fær­ing ræður för. Hann hik­ar ekki við að fórna starfi og stund­ar­frama þegar ekk­ert miðar í þeim áform­um sem hann og flokk­ur hans hétu Reyk­vík­ing­um og þjóðinni í mál­efn­um höfuðborg­ar­inn­ar. Stærst veg­ur þar sú ábyrgð að standa með líf­inu, frammi fyr­ir þeirri lífs­hættu sem flugáhöfn­um og farþegum er bú­inn á Reykja­vík­ur­flug­velli. Þar veg­ur þyngst sjúkra­flug með fólk í lífs­áhættu þar sem ekki mín­út­ur held­ur sek­únd­ur skipta máli. Takið eft­ir, oft er eins og flug­völl­ur­inn í Vatns­mýr­inni sé bara sjúkra­flug­völl­ur lands­byggðarfólks. Reyk­vík­ing­arn­ir og höfuðborg­ar­bú­arn­ir skipta þúsund­um sem eiga flug­vell­in­um líf sitt eða ást­vin­ar síns að launa.

Það er mik­il sorg­ar­saga hvernig stjórn­mála­menn hafa látið leiða sig út í hvert óhæfu­verkið eft­ir annað til að slátra Reykja­vík­ur­flug­velli með heimsku­leg­um aðgerðum. Þrengja mis­kunn­ar­laust að flug­vell­in­um eins og ann­ar flug­völl­ur sé inn­an seil­ing­ar, sem loks­ins er viður­kennt eft­ir ákvörðun Ein­ars og umræðu hans og fleiri um flug­völl­inn að er ekki til staðar og ekki í sjón­máli.

Nú ligg­ur fyr­ir að í Hvassa­hrauni eru glóru­laus áform um vara- og neyðarflug­völl, sem samt er haldið áfram með. Íþrótta­fé­lagið Val­ur hef­ur með mis­kunn­ar­laus­um ásetn­ingi haldið áfram að sækja leyfi til að byggja blokk­ir til að eyðileggja flug­völl­inn, og bygg­ing­arn­ar eru farn­ar að ögra með svipti­vind­um flugi á flug­braut­inni þeirri einu sem opin er. Svo stend­ur til að þrengja svo um mun­ar að flug­vell­in­um með risa­blokk­um í Skerjaf­irði, borg­in með ráðherra­leyfi sem ber að aft­ur­kalla.

Loks­ins tókst þér Ein­ar Þor­steins­son, á neyðar­stundu þegar aðflugi að flug­vell­in­um, neyðarbraut­inni, er lokað, að fá liðið í borg­ar­stjórn­inni til að skipta um skoðun, já eða þora ekki annað en að taka sjúk­linga fram yfir tré. Skóg­ar­höggið er hafið og öll þessi tré eiga að fara og byggja úti­vist­ar­svæði með göngu­braut­um, birki­trjám og blóm­um.

For­sæt­is-, um­hverf­is- og orku­málaráðherra eru geng­in í lið með Ein­ari og krefjast aðgerða. Eyj­ólf­ur Ármanns­son sam­gönguráðherra hef­ur talað skýr­ast allra ráðherra fyrr og síðar, burt með trén. Marg­ir eru söku­dólg­ar í máli flug­vall­ar­ins en einn mann ber þar hæst, hann ætti að spyrja í dags­birtu hvaða skoðun hann hafi á hinni miklu neyðaraðgerð að höggva skóg­inn við þær aðstæður sem nú blasa við, eða lok­un neyðarbraut­ar­inn­ar? Og ann­arri enn mik­il­væg­ari neyðarbraut var áður fórnað og lokað.

Til ham­ingju Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri, það er stál­vilji og virðing­ar­vert að hverfa frá völd­um og neita að bera ábyrgð þar sem harm­leik­ur get­ur átt sér stað á hverri stundu á skert­um ör­ygg­is­flug­velli Íslands í Reykja­vík. Ég vildi ekki bera ábyrgð á þeirri stöðu. En þú les­andi minn? Lesið svo sög­una á Vísi af Birni Sig­urði Jóns­syni sauðfjár­bónda þar sem lækn­ir hans sagði að tvær mín­út­ur hefðu skilið á milli lífs og dauða. Hjart­anu í Vatns­mýr­inni blæðir nú.

Guðni Ágústsson, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra.

Grein birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. febrúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Saga Íslands og Grænlands samofin

Deila grein

13/02/2025

Saga Íslands og Grænlands samofin

Áhugi á Græn­landi hef­ur stór­auk­ist eft­ir að for­seti Banda­ríkj­anna lýsti yfir vilja sín­um til að eign­ast landið. Mik­il­vægi Græn­lands hef­ur auk­ist veru­lega í breyttri heims­mynd. Auðlind­ir Græn­lands eru afar mikl­ar á sviði málma og steinefna, olíu og gass, vatns, orku, fisk­veiða og ferðaþjón­ustu. Vegna lofts­lags­breyt­inga aukast lík­urn­ar á því að hægt sé að nýta auðlind­ir Græn­lands í meira mæli en síðustu ár­hundruðin.

Sam­skipti og saga Íslands og Græn­lands er stór­merki­leg og er vel skrá­sett í tengsl­um við land­nám og sigl­ing­ar milli Íslands, Nor­egs og Norður-Am­er­íku.

Nefna má í þessu sam­hengi; Ei­ríks sögu rauða, Græn­lend­inga­sögu, forn­manna­sög­ur og fleiri rit eins og Flat­eyj­ar­bók.

Í þess­um rit­um má finna at­vinnu­sögu ríkj­anna og hvernig sigl­ing­ar skipuðu veiga­mik­inn sess í viðskipt­um og vel­sæld þeirra.

Sög­un­ar gefa ein­staka inn­sýn í fyrstu skrá­settu viðskipta­sam­skipti Evr­ópu­búa við frum­byggja Norður-Am­er­íku og hver ávinn­ing­ur og áhætt­an voru í þess­um efn­um.

Saga ríkj­anna er samof­in frá land­náms­öld fram á 15. öld, en síðustu ritaðar heim­ild­ir um nor­rænt sam­fé­lag á Græn­landi eru frá ár­inu 1408, þegar ís­lensk hjóna­vígsla átti sér stað í Hvals­eyj­ar­kirkju í Eystri­byggð.

Ein stærsta ráðgáta sögu norður­slóða er hvarf þess­ar­ar byggðar nor­ræns fólks af Græn­landi. Ýmsar til­gát­ur hafa verið nefnd­ar og eru þess­ari sögu, til dæm­is, gerð góð skil í bók­inni: „Hrun sam­fé­laga – hvers vegna lifa sum meðan önn­ur deyja“ eft­ir Jared Diamond pró­fess­or.

Megin­á­stæðurn­ar fyr­ir þess­ari þróun á Græn­landi eru lofts­lags­breyt­ing­ar, það er að kóln­andi lofts­lag hafi gert all­an land­búnað erfiðari.

Dregið hafi úr sigl­ing­um vegna minna fram­boðs af rekaviði og öðrum efniviði í skipa­gerð og því hafi sam­göng­ur minnkað veru­lega.

Einnig er nefnt að eft­ir­spurn eft­ir einni aðal­út­flutn­ingsaf­urð Græn­lands, rost­ung­stönn­um, hafi hrunið vegna auk­inn­ar sam­keppni frá fíla­bein­stönn­um í Afr­íku og Asíu ásamt því að svarti­dauðinn hafi leitt til mik­ill­ar fólks­fækk­un­ar á Norður­lönd­um, sem hafi minnkað Græn­landsviðskipt­in veru­lega.

Græn­land er í brenni­depli alþjóðastjórn­mál­anna vegna vax­andi tæki­færa til frek­ari auðlinda­nýt­ing­ar og land­fræðilegr­ar legu, ekki ósvipuð staða og var fyr­ir um 1000 árum.

Lyk­il­atriði fyr­ir Ísland er að tryggja greið alþjóðaviðskipti og far­sæl sam­skipti við okk­ar helstu banda­menn, þar sem lýðræði er helsta grunn­gildi þjóðar­inn­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. febrúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Ég er karl með vesen

Deila grein

12/02/2025

Ég er karl með vesen

„Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” – Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður.

Þessir karlar

Þeir eru ótrúlegir þessir karlar sem skella öllu í uppnám. Karlar sem með fjölbreyttum leiðum vilja fækka börnum á biðlistum eftir leikskólaplássi og karlar sem vilja koma á heimgreiðslum til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og létta þannig undir með fjárhagslegum birgðum foreldra á meðan þeir bíða eftir dagvistun. Karlar sem vilja byggja meira, bæði þétta byggð en líka ryðja nýtt land því það þarf að byggja meira og hraðar. Karlar sem vilja nýtt hverfi í Úlfarsárdal og á Kjalarnesi og kanna fýsileika þess að ráðast í að skipuleggja byggð á Geldinganesi. Karlar sem vilja bæta þjónustu og samskipti við borgarbúa. Karlar sem telja rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar ekki vera ,,átyllu.” Karlar sem vilja taka til í rekstri borgarinnar vegna þess að þeir vita að það er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarana með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Karlar sem vilja fara betur með skattfé borgarbúa. Karlar sem vilja að fólk hafi raunverulegt val um ferðamáta hvort sem hann er gangandi, hjólandi, í almenningssamgöngum eða á fjölskyldubílnum. Karlar sem vilja bíða með bílastæðastefnuna þar til borgarlína hefur hafið akstur.

Karlar sem slíta meirihluta því að þeir átta sig á því að þessi mál falla fyrir daufum eyrum samstarfsflokka. Karlar sem átta sig á því að þolinmæli almennings eftir breytingum er á þrotum. Þessir karlar. Óttalegt vesen.

Að slíta meirihluta er ekki léttvæg ákvörðun og svo sannarlega ekki ákvörðun sem einn einstaklingur tekur. Jafnvel þótt að hann sé karlmaður. Þú slítur ekki meirihluta án þess að vera með liðið þitt með þér. En ef það eru karlarnir sem eru með vesen þá hlýt ég að vera ein af þeim.

Að taka þátt í meirihlutasamstarfi snerist ekki um að halda í titla eða stóla heldur trúnað við fólkið í borginni og þau verkefni sem okkur eru falin.

Orð sem fela í sér smættun á konum í stjórnmálum

Þetta snýst heldur ekki um kyn einstaklinganna sem hér um ræðir. Með þessu er ég ekki að segja að ég viti ekki að konur í stjórnmálum hafa lengi átt erfitt uppdráttar á þeim vettvangi og ég þekki vel það mótlæti sem konur upplifa í stjórnmálastarfi. Við í Framsókn viljum ekkert meira en jafnrétti allra kynja – en það að segja að karlarnir séu ,,með vesen og skelli öllu í uppnám” smættir aðra borgarfulltrúa Framsóknar sem eru kvenkyns. Borgarfulltrúa sem vilja taka stærri ákvarðanir en þessi meirihluti var tilbúinn að gera.

Borgarbúar eiga einmitt betra skilið.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. febrúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Fimm Grammy-verðlaun á fimm árum

Deila grein

06/02/2025

Fimm Grammy-verðlaun á fimm árum

Íslensku menn­ing­ar­lífi hlotnaðist enn einn heiður­inn á alþjóðavísu í vik­unni þegar Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son pí­anó­leik­ari vann hin virtu Grammy-tón­list­ar­verðlaun í flokki klass­ískra ein­leiks­hljóðfæra­leik­ara fyr­ir flutn­ing sinn á Gold­berg-til­brigðum Johanns Sebastians Bachs.

Það fylg­ir því mik­il upp­hefð að vera til­nefnd­ur til Grammy-tón­list­ar­verðlaun­anna en verðlaun­in eru af mörg­um tal­in þau eft­ir­sótt­ustu í tón­list­ar­heim­in­um. Árang­ur Íslend­inga á und­an­förn­um fimm árum er stór­kost­leg­ur, en með verðlaun­um Vík­ings Heiðars hafa ís­lensk­ir lista­menn hlotið yfir 11 Grammy-til­nefn­ing­ar, og unnið fimm sinn­um; Hild­ur Guðna­dótt­ir fyr­ir tónlist í þátt­un­um Cherno­byl og kvik­mynd­inni Jókern­um, Dísella Lár­us­dótt­ir fyr­ir bestu óperu­upp­tök­una í verk­inu Ak­hna­ten, Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inn­ar popp­tón­list­ar og nú síðast Vík­ing­ur Heiðar. Í heild hafa átta Íslend­ing­ar unnið til níu verðlauna en þeir Stein­ar Hösk­ulds­son, Gunn­ar Guðbjörns­son, Sig­ur­björn Bern­h­arðsson og Krist­inn Sig­munds­son hafa einnig unnið til verðlaun­anna.

Allt eru þetta lista­menn sem hafa skarað fram úr á sínu sviði svo að um­heim­ur­inn hef­ur tekið eft­ir. Á und­an­förn­um árum var ég reglu­lega spurð að því af er­lendu fólki hvaða krafta­verk væru unn­in hjá okk­ar tæp­legu 400.000 manna þjóð í þess­um efn­um. Að mín­um dómi er þetta hins veg­ar eng­in til­vilj­un. Að baki þess­um glæsi­lega ár­angri ligg­ur þrot­laus vinna og metnaður tón­list­ar­mann­anna sjálfra ásamt því að hér á landi hef­ur ríkt ein­dreg­inn vilji til þess að styðja við menn­ingu og list­ir, til dæm­is með framúrsk­ar­andi tón­list­ar­kenn­ur­um sem leggja sig alla fram við að miðla þekk­ingu sinni og reynslu í kennslu­stof­um lands­ins, ásamt því að tryggja aðgang fólks að tón­list­ar­námi.

Sú alþjóðlega braut heims­frægðar sem Björk ruddi hef­ur breikkað mjög með vax­andi efniviði og ár­angri ís­lenskra tón­list­ar­manna. Þannig hafa til að mynda hljóm­sveit­ir eins og Of Mon­sters and Men, KAL­EO og all­ir Grammy-verðlauna­haf­arn­ir okk­ar tekið þátt í að auka þenn­an hróður lands­ins með sköp­un sinni og af­rek­um. Þessi ár­ang­ur er einnig áminn­ing um að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hef­ur verið af hálfu hins op­in­bera við að fjár­festa í menn­ingu og list­um á und­an­förn­um árum á grund­velli vandaðrar stefnu­mót­un­ar sem birt­ist okk­ur meðal ann­ars í tón­list­ar­stefnu til árs­ins 2030. Með henni hafa verið stig­in stór skref í að styrkja um­gjörð tón­list­ar­lífs­ins í land­inu, til að mynda með fyrstu heild­ar­lög­un­um um tónlist, nýrri tón­list­armiðstöð og nýj­um og stærri tón­list­ar­sjóði. Ég er mjög stolt af þess­um skref­um sem munu skila sér í enn meiri stuðningi við tón­listar­fólkið okk­ar.

Ég vil óska Vík­ingi Heiðari og fjöl­skyldu hans inni­lega til ham­ingju með verðlaun­in. Þau eru hvatn­ing til yngri kyn­slóða og enn ein rós­in í hnappagat ís­lenskr­ar menn­ing­ar á alþjóðavísu. Fyr­ir það ber að þakka.

Lilja Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Baráttan gegn sjálfsvígum og óhappaeitrunum

Deila grein

05/02/2025

Baráttan gegn sjálfsvígum og óhappaeitrunum

Sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni verða að meðaltali um sex þúsund manns á Íslandi fyr­ir áhrif­um af sjálfs­víg­um á hverju ári. Þetta eru staðreynd­ir sem kalla á aðgerðir. Sjálfs­víg og and­lát vegna óhappa­eitr­ana eru viðkvæm­ir og sárs­auka­full­ir at­b­urðir sem hafa djúp­stæð áhrif á fjöl­skyld­ur, vini og sam­fé­lagið í heild.

Á síðasta ári lagði ég fram öðru sinni til­lögu til þings­álykt­un­ar um rann­sókn á or­saka­ferli í aðdrag­anda sjálfs­víga og dauðsfalla vegna óhappa­eitr­ana. Þing­heim­ur sam­einaðist þá all­ur á bak við til­lög­una, þvert á flokka, sem sýn­ir mik­il­vægi henn­ar sem og sam­stöðu okk­ar allra í því að vilja gera bet­ur. Ég bind von­ir við að slík samstaða verði einnig á nýju þingi þegar ég legg til­lög­una fram að nýju.

Mark­mið þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar er skýrt og bygg­ist á metnaðarfullri vinnu starfs­hóps Lífs­brú­ar, miðstöðvar sjálfs­vígs­for­varna á veg­um Embætt­is land­lækn­is: að greina ástæður og aðdrag­anda þess­ara hörmu­legu at­b­urða, tryggja að nauðsyn­leg gögn séu rann­sökuð og nýtt á mark­viss­an hátt og, um­fram allt, stuðla að því að bjarga manns­líf­um. Í dag er mik­ill skort­ur á áreiðan­leg­um gögn­um um þessi mál sem hægt er að byggja á í for­vörn­um og aðgerðaáætl­un­um en það er á ábyrgð okk­ar, sem sam­fé­lags, að breyta því.

Starfs­hóp­ur Lífs­brú­ar – mik­il­vægt fram­lag

Starfs­hóp­ur Lífs­brú­ar hef­ur þegar hafið vinnu við að safna gögn­um sem spanna allt að 10 ára heilsu­fars­sögu lát­inna ein­stak­linga, með það að mark­miði að greina helstu áhættuþætti. Meðal ann­ars er skoðað hvernig fé­lags­leg­ir þætt­ir, lífsat­b­urðir eins og sam­bands­slit, at­vinnum­iss­ir eða áföll, og jafn­vel lyfja­á­vís­an­ir og sjúk­dóms­grein­ing­ar, hafa áhrif á and­lega heilsu ein­stak­lings.

Slík yf­ir­grips­mik­il gagna­öfl­un er for­senda þess að við get­um greint áhættu­hópa, komið í veg fyr­ir sjálfs­víg og dauðsföll vegna óhappa­eitr­ana og veitt þeim sem eru í hættu viðeig­andi stuðning. Niður­stöður hóps­ins munu skapa grunn að öfl­ug­um for­vörn­um og mót­un stefnu­mót­andi aðgerða til framtíðar. Við verðum að horfa á málið með opn­um hug og viður­kenna að sjálfs­víg og and­lát vegna óhappa­eitr­ana eru oft niðurstaða margra flók­inna þátta sem þarf að greina og skilja til hlít­ar. Með betri skiln­ingi á or­saka­ferl­um og helstu áhrifaþátt­um er hægt að styðja bet­ur við þá sem eiga við and­lega erfiðleika að stríða, og gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir áður en hætt­an á sjálfsskaða eykst. Þetta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að tryggja að ein­stak­ling­ar í áhættu­hóp­um fái þá aðstoð sem þeir þurfa til að ná jafn­vægi í lífi sínu og kom­ast í gegn­um erfiðleika­tíma­bil.

Því var ánægju­legt að sjá starfs­hóp sem skipaður var af fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, Will­um Þór Þórs­syni, skila til­lögu sinni í janú­ar að nýrri aðgerðaáætl­un sem snýr að fækk­un sjálfs­víga á Íslandi.

Það er mín trú að með mark­viss­um aðgerðum og gagn­reyndu starfi get­um við dregið úr sjálfs­víg­um og dauðsföll­um vegna óhappa­eitr­ana.

Fyr­ir­byggj­andi aðgerðir – brýn nauðsyn

Töl­ur um and­lát vegna óhappa­eitr­ana eru áhyggju­efni. Fjöldi þeirra hef­ur auk­ist veru­lega á und­an­förn­um ára­tug­um, sér­stak­lega vegna lyfja á borð við ópíóíða og of­skynj­un­ar­lyf. Aðgengi að þess­um efn­um þarf að end­ur­skoða, og mik­il­vægt er að styrkja for­varn­ir sem geta bjargað manns­líf­um.

Við vit­um að sjálfs­víg og dauðsföll vegna óhappa­eitr­ana eiga sér flók­inn aðdrag­anda. Meðal ann­ars get­ur verið um að ræða sam­spil fé­lags­legra, and­legra og lík­am­legra þátta. Með betri grein­ingu á þess­um þátt­um og gagn­reyndri vinnu get­um við styrkt stuðning­inn við þá sem þurfa mest á hon­um að halda.

Ver­um vak­andi fyr­ir nýj­um leiðum

Við stönd­um á tíma­mót­um þar sem við höf­um tæki­færi til að skapa raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar. Það er ljóst að við höf­um öfl­uga aðila í sam­fé­lag­inu okk­ar sem vinna dag hvern að því að bæta líðan fólks og grípa inn í þar sem þörf­in er mest. Við höf­um marga sem starfa af heil­um hug að geðheil­brigðismál­um, sjálfs­vígs­for­vörn­um og stuðningi við aðstand­end­ur. Það er nauðsyn­legt að þessi vinna verði áfram efld og að við höld­um áfram að vera vak­andi fyr­ir leiðum til að bæta geðheil­brigði og lýðheilsu í sam­fé­lag­inu. Það er á okk­ar ábyrgð, sem þjóðar, að bregðast við.

Ég vona að sú vinna sem starfs­hóp­ur Lífs­brú­ar vinn­ur skili þeim ár­angri sem við vilj­um öll sjá – að draga úr sjálfs­víg­um og dauðsföll­um vegna óhappa­eitr­ana með grein­argóðri rann­sókn og nýt­ingu afurðar henn­ar við að mynda ár­ang­urs­rík­ar aðgerðir. Með áfram­hald­andi stuðningi get­um við stigið mik­il­vægt skref í átt að betra sam­fé­lagi, þar sem and­leg vellíðan er ekki aðeins rétt­ur held­ur raun­veru­leg­ur mögu­leiki fyr­ir alla.

Ég hvet alla sem glíma við and­lega van­líðan til að leita sér hjálp­ar. Við eig­um að vera til staðar hvert fyr­ir annað, veita stuðning og hlúa að þeim sem þurfa mest á okk­ur að halda. And­leg líðan á aldrei að vera feimn­is­mál – hún er grund­völl­ur ham­ingju og lífs­gæða okk­ar allra.

Ég vil einnig nýta tæki­færið og þakka Guðrúnu Jónu hjá embætti land­lækn­is og Högna Óskars­syni geðlækni fyr­ir aðstoðina við þetta mik­il­væga mál.

Við skul­um vinna sam­an að því að búa til betra og ör­ugg­ara sam­fé­lag fyr­ir alla.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður og þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. febrúar 2025.

Categories
Greinar

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Deila grein

04/02/2025

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Akureyri er blómlegur bær með fjölbreytt atvinnulíf. Til að tryggja áframhaldandi vöxt og framfarir er nauðsynlegt að sveitarfélagið og atvinnulífið eigi virkt samtal. Það hefur verið okkur bæjarfulltrúum Framsóknar á Akureyri keppikefli að finna þessu samtali fastmótaðan farveg. Nýboðað fyrirtækjaþing, sem verður haldið í Hofi 13. febrúar næstkomandi, er góð byrjun á þeirri vegferð. Skráningu lýkur núna 6. febrúar og ég vil hvetja alla stjórnendur fyrirtækja, af öllum stærðargráðum, til að taka þátt og skrá sig.

Mætum öflug til leiks

Fyrirtækjaþing veitir atvinnurekendum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og móta stefnu með sveitarfélaginu. Auk þess er þetta kjörinn vettvangur til að efla tengslanet, deila reynslu og þróa nýjar samstarfsleiðir sem geta skilað jákvæðum áhrifum fyrir samfélagið í heild. Það er ekki síst mikilvægt að við mætum til leiks með því hugarfari að samtal sem þetta sé upphafið að einhverju meira. Að við séum ekki eingöngu að framkvæma stöðutékk á nokkurra ára fresti, heldur séum samhent að vinna að aukinni markaðssókn svæðisins.

Sveitarfélagið sem brúarsmiður

Hlutverk sveitarfélaga er að skapa hagstæð skilyrði fyrir atvinnulífið og sveitarfélög geta gert það með öflugum innviðum, en líka með stuðningi t.a.m. við menntun og nýsköpun. Þetta er hlutverk einstakra sveitarfélaga en ætti líka að vera sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna allra á svæðinu. Það er því gleðilegt að atvinnumál skuli nú fá enn stærra hlutverk í nýsamþykktri Sóknaráætlun SSNE. Sú staða að heil 82% þjóðarinnar býr á svæðinu sem nær frá Hvítá til Hvítár, á að ýta við okkur öllum og vera öllum hrepparíg yfirsterkari. Hvort sem við erum kjörnir fulltrúar eða atvinnurekendur, þá eigum við að snúa bökum saman og styrkja þetta svæði í heild sinni. Sameiginlegt þing sveitarfélagana um atvinnumál gæti því verið rökrétt framhald af fyrirtækjaþinginu hér á Akureyri

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar á Akureyri.

Categories
Fréttir Greinar

Um jarð­göng, ráð­herra og blaða­menn

Deila grein

04/02/2025

Um jarð­göng, ráð­herra og blaða­menn

Þegar ný ríkisstjórn kemur til starfa er mjög freistandi að halda að það skapist forsendur til að umbreyta öll því sem áður hefur verið gert. Svo má í það minnsta lesa í fréttaflutning Kristjáns Más Unnarssonar blaðamanns í frétt á Stöð 2 og Vísi þann 30. janúar síðastliðinn í frétt sem ber yfirheitið „Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu“ þar sem blaðamaður leyfir sér að túlka frjálslega orð nýs ráðherra um næstu jarðgögn. En hafa skal það sem rétt reynist og blaðamenn ættu að gæta að hlutleysi í fréttaflutningi.

Ráðherra samgöngumála Eyjólfur Ármansson hefur sagt að jarðgagnaáætlun, sem er hluti af samgönguáætlun, yrði á þingmálaskrá í haust. Um röðun jarðgangna ætlar ráðherra ekkert að gefa út fyrr en áætlunin verði kynnt.

Burtséð frá því hvað ráðherra vill gefa mikið út um samgönguáætlun á sínum fyrstu dögum þá skal því haldið til haga að í 3 kafla stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að ríkisstjórnin muni rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð. Ljóst er að leggja þarf fram fjármálaáætlun á næstu vikum og í henni kemur í ljós hvort fjármagn verði sett í jarðgangnagerð á Íslandi á kjörtímabilinu. Verði svo, er ljóst að Fjarðarheiðargöng eru einu gögnin sem eru tilbúin, fullhönnuð og bíða útboðs og hefur Vegagerðin nú sett um 600 milljónir í hönnun þeirra. Önnur göng verða hreinlega ekki tilbúin til útboðs á þessu kjörtímabili.

Förum yfir tímalínu jarðgagnagerðar. Umhverfismat og jarðfræðirannsóknir taka almennt 2 ár, hönnun er unnin samhliða rannsóknum og tekur um 3-4 ár og er skipulagsvinna unnin samhliða. Þá tekur við útboðsferill sem getur tekið um ár. Glöggir lesendur sjá, jú 4-5 ár fram að fyrstu skóflustungu en þá bætist við verktími, sem yfirleitt er nokkur ár, Gerð Fjarðarheiðarganga tekur til að mynda um 7 ár. Sjá má að ansi langur tími líður frá hugmynd á blaði í samgönguáætlun og fram að því að spenntur ráðherra getur klippt á borða og hleypt umferð um göngin.

Gildandi samgönguáætlun 2020-2034 segir til um að í framhaldi af Fjarðaheiðargöngum eigi að fara í göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (Seyðisfjarðargöng) og þaðan yfir á Norðfjörð (Mjóafjarðargöng). Svokölluð hringtenging Austurlands. Því skal haldið hér til haga að vilji meirihluta samgöngunefndar við samþykkt samgönguáætlunar árið 2020 var skýr, hefja ætti rannsóknir og hönnun á Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöngum um leið og vinna við Fjarðarheiðargöng myndi hefjast. Það var svikið í þeirri tillögu að samgönguáætlun sem lögð var fram á vorþingi 2024.

Þegar slá á ryki í augu okkar vongóðra sveitarstjórnarmanna um uppbyggingu nauðsynlegra samgönguinnviða er vísað til ósamstöðu innan landshlutans. Því er ekki fyrir að fara heldur hefur fólk hér einfaldlega ekki trú á því að við munum fá öll þau jarðgöng sem okkur hefur verið lofað og veldur það togstreitu sem nærir einhverja blaðamenn.

Sveitarstjórnir á öllu Austurlandi samþykktu í byrjun þessa kjörtímabils svæðisskipulag það sem fram kemur að áhersla verði lögð á að byggja Fjarðarheiðargöng, Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng með það að markmiði að hringtengja miðsvæði Austurlands. Vert er að bæta við að samkvæmt efnahagsgreiningu sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi lét vinna kemur fram að Austfirðingar, sem eru 2,9% af heildarmannfjölda Íslands, skapa nær fjórðung útflutningstekna (af vöruútflutningi). Þannig má segja að hver Austfirðingur framleiði tífalt á við aðra í landinu. Til að halda áfram og auka verðmætasköpun landshlutans þurfum við á hringtengingunni að halda.

Við ráðherra vil ég segja, kæri ráðherra samgöngumála, ég hvet þig að hafa hringtengingu Austurlands áfram í forgangi í jarðgangnamálum líkt og er í gildandi samgönguáætlun og að hefja útboð á Fjarðaheiðargöngum sem fyrst.

Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 4. febrúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Óður til opin­berra starfs­manna

Deila grein

02/02/2025

Óður til opin­berra starfs­manna

Við mæðgur sitjum lúnar á biðstofunni. Það varð trampólínslys og fóturinn er mögulega brotinn. Svo taka á móti okkur röntgentæknir, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og læknir sem leysa verkefnið af alúð.

Það er þröngt á þingi. Stofur og gangar yfirfullar af sjúklingum. Áreitið mikið og fólk í misjöfnu ástandi. Á leiðinni út sjáum við lögregluna koma inn með sjúkraflutningamönnum eftir slys. Hér tekur starfsfólk höggin og fer svo heim, ekki bara þreytt eftir daginn heldur með krefjandi minningar í farteskinu.

Orðræða um opinber störf

Að undanförnu hafa ýmis hagsmunamtök og stjórnmálamenn farið mikinn í neikvæðri umræðu um hið opinbera og um leið rýrt störf þeirra sem þar vinna – mögulega óaðvitandi. Líkt og hjá ríkinu starfi eintómir letihaugar réttindanna vegna, sem stari á klukkuna til þess eins að komast sem fyrst heim. Reynsla mín frá bráðamótttökunni og sem starfsmaður hjá hinu opinbera er hins vegar allt önnur.

Þegar ég vann fyrir utanríkisráðuneytið í Brussel fylgist ég með starfsfólki vinna langa daga drifið áfram af því að verja hagsmuni Íslands. Oft voru krefjandi mál sem reyndu á úthald í samningaviðræðum við aðrar þjóðir og þar var ekki slegið slöku við sama hvað klukkan sló.

Þegar ég starfaði hjá Orkustofnun lagði starfsfólk svo hart að sér í auðlindamálum að þeim tókst að afgreiða fleiri stærri leyfi en tíu árin á undan. Svo komu óveður og eldgos sem ógnuðu orkuinnviðum. Það hljóp enginn heim þó dagur væri á enda; tryggðin við verkefnin var öllu ofar.

Þegar ég var stuðningsfulltrúi í grunnskóla sá ég kennara gefa allt í að nemendur lærðu bæði námsefnið en líka góð samskipti og hlýju. Þar komu líka upp erfið mál í lífi barna sem kennarar lögðu sig alla fram við að leysa, án þess þó að þurfa kannski að gera það.

Almennt er reynslan mín semsagt sú að fólk sem starfar hjá hinu opinbera er drifið áfram af ástríðu þess að starfa í þágu þeirra verkefna sem það sinnir. Það telur ekki mínúturnar því það er helgað málstaðnum og veit að störf þess skipta máli. Það mætir í vinnuna af hugsjón en ekki vegna fríðinda eða starfsöryggis.

Er hið opinbera þá fullkomið?

Hið opinbera er þó langt í frá fullkomið. Í stjórnsýslunni væri hægt sjálfvirknivæða ferla svo nýta mætti tíma starfsfólks betur og draga úr kostnaði við yfirbyggingu. Í mörgum tilfellum er hægt að gera starfsemi árangursmiðaðri og skilvirkari. Opinbera kerfið má sannarlega ekki blása út að óþörfu enda um takmarkaða sameiginlega sjóði sem reka það að ræða.

En í stað þess að etja opinberum stéttum og einkageirann saman í einhvers konar keppni um hvor er mikilvægari hlýtur að vera farsælla að beina sjónum því að hvaða gagn ólíkar stéttir gera fyrir samfélagið og sameinast um að bæta kerfin þar sem við á. Munum að stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að breyta og bæta flest kerfin; það er ekki við starfsfólk sem gerir sitt besta innan þeirra að sakast.

Hvernig vinnur hið opinbera og einkageirinn saman?

Á Íslandi gefur nýting fjölbreyttra náttúruauðlinda af sér afar mikilvægar tekjur. Sömuleiðis skapar öflugt atvinnulíf gríðarleg verðmæti sem eykst sífellt ef nýsköpun er í hávegum höfð. Hér þarf fjölbreytta hæfni og duglega einstaklinga því hér verða til grunnstoðir tekna og atvinnu samfélagsins til sem við nýtum í rekstur hins opinbera.

Verðmætin sem hið opinbera býr til á móti er að mennta fólk, bæta heilsu og efla fjölbreytta innviði svo einstaklingar geti látið til sín taka á marga vegu í samfélaginu, ekki síst í atvinnulífi, svo að kakan stækki fyrir alla. Þannig eigum við að hugsa kerfin og samspil þeirra og hér þarf stöðugt bæta og uppfæra svo okkur farnist sem best.

Lausnamiðuð umræða með virðingu og þakklæti í huga

Við vitum að sagan af manninum sem réð sig í vinnu til að fá sem flesta veikindadaga á alltaf að vera undantekning bæði í kerfi ríkisins og í einkageiranum. Slíkt er sannarlega ekki saga fólksins sem tók á móti okkur mæðgum á bráðamóttökunni. Það heldur ekki saga lögreglumannsins sem lagði líf sitt í hættu eða fólksins sem stóð vaktina í eldgosunum.

Verum óhrædd og lausnarmiðuð í að gagnrýna kerfi hins opinbera en gætum þess að rífa ekki störf þeirra sem þeim sinna fyrir okkur öll niður um leið. Þau standa vaktina fyrir okkur öll – í sjúkrahúsum, skólum, stjórnsýslu, menningarstarfi, löggæslu, vegagerð og á ótal öðrum sviðum sem skipta sköpum fyrir samfélagið okkar. Þau eiga enga tortryggni skilið – heldur þakkaróð og virðingu fyrir þau mikilvægu verkefni sem þau sinna fyrir land og þjóð.

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

Greinin birtist fyrst á visir.is 2. febrúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Raunsæis þörf í öryggismálum

Deila grein

30/01/2025

Raunsæis þörf í öryggismálum

Alþjóðamál­in hafa ekki verið jafn þýðing­ar­mik­il í ár­araðir og það reyn­ir á rík­is­stjórn Íslands að tryggja hags­muni lands­ins. Það eru viðsjár­verðir tím­ar. Enn sér ekki fyr­ir end­ann á hrika­legu stríði í Úkraínu. Norður­skautið er komið í hringiðu alþjóðaum­ræðunn­ar vegna áhuga Banda­ríkja­for­seta á að styrkja stöðu sína á Græn­landi. For­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna funduðu vegna stöðunn­ar og danski for­sæt­is­ráðherr­ann er far­inn í ferðalag um Evr­ópu til að tryggja stuðning við þeirra málstað. Í mín­um huga snýst málið um vilja Græn­lend­inga og sjálf­stæði þeirra til framtíðar, sem og virðingu fyr­ir alþjóðalög­um. Land­fræðileg staða Íslands og Græn­lands er mik­il­væg sem fyrr og gott að rifja upp margtil­vitnuð orð fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Winst­ons Churchills: „Hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada,‘‘ sagði hann um hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands í seinni heims­styrj­öld­inni. Æ síðan hef­ur lega Íslands skipað grund­vall­arsess í varn­ar­mál­um vest­rænna ríkja.

Frelsi og ör­yggi er grund­vall­arþátt­ur í vel­ferð okk­ar. Það var því fram­sýni þegar ís­lensk stjórn­völd ákváðu að Ísland yrði stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Þar sem herlaus þjóð gat ekki varið sig fór banda­lagið þess á leit við Ísland og Banda­rík­in að þjóðirn­ar gerðu ráðstaf­an­ir sín á milli með varn­ar­samn­ingn­um árið 1951. Á þeim tíma var varn­ar­leysi lands­ins talið stofna ör­yggi þess sjálfs og friðsamra ná­granna þess í voða eins og það er orðað í samn­ing­um. Staðfesta stjórn­valda þá tryggði aðstöðu hér á landi til að sinna vörn­um og varðveita þannig frið og ör­yggi á svæðinu.

Það er því afar brýnt að haldið sé vel utan um stöðu Íslands og tryggt áfram­hald­andi vest­rænt sam­starf. Lega Íslands hef­ur í för með sér að tryggja verður áfram­hald­andi sam­starf við Banda­rík­in í sam­ræmi við sögu­leg­an varn­ar­samn­ing, ásamt því að rækta sam­starfið við hinar Norður­landaþjóðirn­ar og sam­starfið inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Okk­ar vel­gengni grund­vall­ast á þess­um styrku stoðum í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ýmsir hafa fært rök fyr­ir því að nauðsyn­legt sé að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til að tryggja varn­ir lands­ins en það á ekki við. Ég minni á að Finn­land og Svíþjóð gerðust aðilar að NATO, ein­mitt vegna þess að þau töldu að varn­ir ESB dygðu ekki til. Evr­ópu­sam­bands­sinn­ar á Íslandi telja að best sé fyr­ir landið okk­ar að ganga í ESB út af stefnu Trumps og eru þar með til­bún­ir til að fórna sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og eign­ar­haldi á auðlind­um okk­ar. Ég geld var­hug við þess­ari nálg­un, því ber­in eru súr. Ísland hef­ur átt í far­sælu sam­starfi við Banda­rík­in allt frá lýðveld­is­stofn­un ásamt því að stunda frjáls viðskipti inn­an EES. Þessi leið hef­ur skilað mik­illi verðmæta­sköp­un og góðum lífs­kjör­um. Það er afar brýnt að rík­is­stjórn­in vandi sig og mæti til leiks.

Reglu­lega verða at­b­urðir sem und­ir­strika mik­il­vægi þess að huga vel að varn­ar­mál­um. Þá vakt þurf­um við ávallt að standa og taka virk­an þátt með vinaþjóðum okk­ar í að standa vörð um þá sam­fé­lags­gerð sem við þekkj­um. Þrátt fyr­ir að Ísland sé lítið skipt­ir fram­lag okk­ar miklu máli í þessu sam­hengi – rétt eins og Winst­on Churchill benti rétti­lega á.

Lilja Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2025.