Categories
Greinar

Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins

Deila grein

23/09/2021

Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins

Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu.

Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu

Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi.

Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins.

Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta.

Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt.

Aðgerðir

Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði.

Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu.

En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms.

Sigrún Elsa Smáradóttir, framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. september 2021.

Categories
Greinar

Fyrir at­vinnu­lífið, fyrir fólkið

Deila grein

22/09/2021

Fyrir at­vinnu­lífið, fyrir fólkið

Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni. Það þarf að auka verðmætasköpun og fyrirtækin þurfa að geta fjárfest í tækjum og tólum til þess að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til vinnu. Saman mun þetta auka verðmætasköpun í þjóðfélaginu, öllum til góðs. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar; góðrar heilbrigðisþjónustu, traustra menntastofnanna og blómlegs menningarlífs.

Svona vinnum við

Hér í Hafnarfirði sjáum við hversu mikilvægt öflugt og gott atvinnulíf er fyrir samfélagið okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var álagningastuðull fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði lækkaður úr 1,57% í 1,40%, og var það liður í því að létta undir með atvinnulífinu hér í bæ og skapa því aðlaðandi starfsumhverfi, bæði fyrir rótgróin og traust fyrirtæki sem og nýja aðila sem hingað vilja koma. Fyrirtækjum hefur fjölgað og iðnaðarhverfi Hafnarfjarðar byggjast hratt upp.

Auk þess að styðja vel við atvinnulífið var systkinaafsláttur á leikskólagjöldum aukinn til muna og nýjum systkinaafslætti komið á skólamáltíðir grunnskólabarna. Aukinn systkinaafsláttur og hærri frístundastyrkur dregur úr útgjöldum barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og er kærkomin kjarabót fyrir barnmargar fjölskyldur. Allt er þetta í takt við fjölskylduvænar áherslur og að fjárfesta í fólki. Það er nefnilega skynsamlegt að búa fyrirtækjum traust umhverfi og um leið að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera. Við í Framsókn vinnum í skynsömum lausnum sem þessum. Lausnir og framfarir sem fólk finnur fyrir.

Við viljum halda áfram

Við í Framsókn viljum halda áfram á þessari vegferð þar sem fjárfest er í fólki og atvinnulífinu. Þetta hefur flokkurinn gert í sveitarstjórnarmálum og á Alþingi í áratugi. Flokkurinn hefur boðað áherslur í þágu eldra fólks, lítilla- og meðalstórra fyrirtækja, barnafólks o.fl. Við náum ekki árangri með öfgafullum leiðum til vinstri eða hægri. Framsókn hefur náð árangri í fjölda ára með skynsömum lausnum á miðjunni. Framtíðin ræðst einmitt á miðjunni, og þar viljum við vera.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 22. september 2021.

Categories
Greinar

Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi

Deila grein

21/09/2021

Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi

Fólk sem sækist eftir því að komast til áhrifa í samfélaginu gerir það af ýmsum ástæðum. Það er mín reynsla að mörg hver eiga sín hjartans mál sem flest sækja í upplifun og reynslu sína af lífinu. Frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum hef ég verið ötull talsmaður nýrrar sýnar í heilbrigðismálum. Sýnar sem byggist fyrst og fremst á heilbrigðisvísindum, heilsueflingu og forvörnum. Því er oft haldið fram að hver og ein manneskja beri ábyrgð á eigin heilsu. Það kann að vera að hluta til rétt en ekki að öllu leyti. Hver ber til dæmis ábyrgð á því að barn sem er 8 ára sé 20 kílóum of þungt? Hver ber ábyrgð á fólki sem liggur inni á lungnadeild og glímir við lungnakrabbamein sem rekja má til langvarandi reykinga frá unglingsárum? Hver ber ábyrgð á andlegri vanlíðan barna og hver ber ábyrgð á því að íbúar þessa lands búi við heilsusamlegt umhverfi? Þessar spurningar eru meðal annars viðfangsefni stjórnmálanna. Hvernig við forgangsröðum fjármunum og út frá hvaða forsendum skiptir lykilmáli.

Mín vegferð og barátta fyrir því að bæta heilsu fólks á öllum aldri er engin tilviljun. Innblásturinn sæki ég í mína reynslu af því að berjast sjálfur við heilsufarsleg vandamál sem framar öðru sliga nú heilbrigðiskerfin um heim allan. Á vegferð minni í gegnum þau 42 ár sem ég hef lifað hef ég varið meira en helmingi ævinnar í að glíma við offitu. Raunar var sú yfirþyngd það mikil um tíma að vinir mínir og ættingjar voru farnir að óttast um líf mitt. Offita er sjúkdómur sem hrjáir fleiri og fleiri íbúa á Íslandi með hverju árinu sem líður. Fylgikvillar offitu eru jafnvel enn hættulegri en kílóafjöldi. Þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki 2, auknar líkur á ákveðnum krabbameinum, heilablóðfallsáhætta og stoðkerfisvandamál og er þá listinn alls ekki tæmdur.

Allir sammála um hvert þarf að stefna, samt gerist lítið

Mikil umræða hefur verið á Íslandi um offitu, fitusmánun og líkamsdýrkun rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum. Sitt sýnist hverjum þegar sú umræða ber á góma. Offita er þó ekki eina heilsufarslega vandamálið sem við þurfum að mæta á næstu árum og áratugum. Lífsstílstengdir sjúkdómar sem hægt er að fyrirbyggja eru mun fleiri og vandinn sem við blasir verði ekkert að gert mun sliga heilbrigðiskerfið. Það er mín upplifun að á undanförnum árum hefur þessum vanda aðallega verið mætt með plástrum og auknum útgjöldum. Skortur er á langtíma hugsjón í málaflokknum og því situr endurskipulagning heilbrigðismála á hakanum. Ég veit ekki um neinn málsmetandi aðila innan heilbrigðiskerfisins sem ekki er málflutningi mínum sammála. Hvar sem ég kem og hver sem hlustar skilur nákvæmlega mín sjónarmið. Veruleikinn er sá að heilsu okkar er ógnað fyrir margra hluta sakir yfir ævina og þær hættur eru flestar þekktar. Úrræðin eru miðuð að skammtímalausnum á meðan starfsemi heilbrigðiskerfisins leggur enn megináherslu á að taka á vandanum þegar skaðinn er skeður.

Erlendis hefur verið mikil umræða um þátt lífsstílstengdra sjúkdóma í dauðsföllum vegna COVID 19. Þessi umræða hefur ekki ratað á fjörur hér á landi sem kemur á óvart. Mun líklegra er að sjúklingar sem glíma við lífsstílstengda sjúkdóma veikist alvarlega eða jafnvel láti lífið úr COVID 19 en þeir sem búa við góða heilsu. Erlendis hefur þessi staðreynd kallað á umræðu um almenna lýðheilsu. Mikilvægt er að sú umræða fari einnig fram hér á landi.

Horfumst í augu við raunveruleikann og bregðumst við

Skortur á upplýstri umræðu um ýmis heilsufarsleg vandamál getur hamlað því að við horfumst í augu við raunveruleikann. Gleggsta dæmið eru offituaðgerðir en það virðist vera þegjandi samþykki í samfélaginu að ræða þær ekki að neinni alvöru. Hvers vegna framkvæmum við þær aðgerðir ekki alfarið hér á landi og niðurgreiðum þær að fullu? Það er væntanlega vegna þeirra fordóma sem samfélagið hefur gagnvart þeim sem glíma við offitu. Hér skal gera skýran greinarmun á þeim sem eru í yfirþyngd og þeim sem glíma við offitu. Magaaðgerðir eru það algengar á Íslandi að óhætt er að fullyrða að sparnaðurinn til lengri tíma sé verulegur svo ekki sé minnst á aukin lífsgæði. Þekkingarleysið á mikilvægi offituaðgerða og fordómar tröllríða samfélaginu án þess að upplýst umræða fari fram um árangur þeirra og áhættu að neinu marki. Fæstir leiða hugann að því hvernig hægt hefði verið að sporna við þeim gríðarlega offituvanda sem hrjáir þjóðina. Offita meðal íslenskra karla hefur til dæmis aukist úr 7,2% í 22,7%, og meðal kvenna úr 9,5% í 19,3% frá árinu 1990.

1/5 fullorðinna Íslendinga glímir nú við offitu. Hér spretta upp fatabúðir sem sértaklega selja föt á þennan stóra hóp enda þróunin hröð og ógnvænleg. Kyrrseta barna eykst á Íslandi en samt sem áður hefur engum dottið í hug að fjölga íþróttatímum í skólum eða auka markvissa hreyfingu barna á Íslandi til þess að veita einhverja mótspyrnu. Eftir hverju erum við að bíða? Er það yfirlýst markmið okkar að stórlega auka útgjöld til heilbrigðismála nánast einvörðungu til þess að mæta byrði lífsstílstengdra sjúkdóma? Varla.

Heilbrigðismál eru pólitísk og það er stjórnmálanna að setja stefnuna

Ég hef heyrt þá umræðu skjóta upp kollinum reglulega að sjúkdómurinn offita sé einhverskonar líkamsvirðingarvandamál. Það skal sannarlega tekið fram að stór hópur hér á landi er í yfirvigt enda mælikvarðinn sem farið er eftir eflaust orðinn úreltur. Smánun, jaðarsetning og lítilsvirðing gagnvart einstaklingum í yfirvigt er ekki vegurinn til batnaðar. Rannsóknir sýna að slíkt viðhorf hefur einmitt gagnstæð áhrif á meðan staðreyndirnar tala sínu máli. Þegar ég var rétt tæp 200 kíló var ég að deyja úr offitu. Þegar ég var 20 kílóum of þungur var ég að stefna í þessa átt og samfélagið dreifði þeim skilaboðum til mín að ekkert væri að óttast. Ekki var því gefinn gaumur að einu né neinu leyti. Engar fyrirbyggjandi meðferðir voru í boði og í öllum mínum læknisheimsóknum man ég aldrei eftir því að læknirinn gæfi yfirvigt minni og síðar offitu neina sértaka athygli. Sem betur fer hefur kerfið tekið við sér og mun algengara er að læknar gefi offitu gaum en þekktist hér áður fyrr. Útgjöld vegna lífsstílstengdra sjúkdóma halda þó áfram að aukast eins og áður sagði og því fljótum við sofandi að feigðarósi.

Heilbrigðismál eru pólitísk eins og svo margt annað í okkar samfélagi. Það að tryggja að Íslendingar séu við sem besta heilsu út æviskeiðið er líklega einhver besta fjárfesting sem hægt er að ráðast í. Ef þú telur mikilvægt að við hefjumst handa við kerfisbreytingar með það að markmiði að efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks þá er kosturinn í komandi kosningum augljós.

Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur og í 2. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 20. september 2021.

Categories
Greinar

Kæri Tim Cook

Deila grein

21/09/2021

Kæri Tim Cook

Sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra á Íslandi hef ég mik­inn áhuga á auk­inni tækn­inotk­un, bæði í skól­um og sam­fé­lag­inu í heild. Fáar þjóðir slá Íslend­ing­um við varðandi fjölda netteng­inga, sam­fé­lags­miðlanotk­un eða fjölda snjall­tækja á mann.

Sam­skipti við snjall­tæki ger­ast í aukn­um mæli með tali, í stað hins skrifaða orðs. Tæk­in kunna hins veg­ar ekki ís­lensku og því ótt­umst við af­drif tungu­máls­ins okk­ar. Það hef­ur varðveist nær óbreytt í þúsund ár og er kjarn­inn í menn­ingu og sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar.

Góð og al­hliða móður­málsþekk­ing er mik­il­væg fyr­ir per­sónu­leg­an þroska barna, mennt­un þeirra og hæfni til að móta hugs­an­ir sín­ar og hug­mynd­ir. Með auk­inni snjall­tækja­notk­un eykst því þörf­in á að tæk­in skilji móður­málið okk­ar.

Við höf­um unnið okk­ar heima­vinnu. Íslensk stjórn­völd hafa leitt sam­an vís­inda­menn, frum­kvöðla og einka­fyr­ir­tæki í um­fangs­mikl­um og metnaðarfull­um verk­efn­um sem miða að því að efla mál­tækni hér á landi. Til dæm­is eru mörg hundruð klukku­stund­ir af tal­máls­upp­tök­um aðgengi­leg­ar fyr­ir þá sem vilja þróa ís­lensk­ar snjall­tækjaradd­ir. Þúsund­ir klukku­stunda af hljóðdæm­um eru einnig fá­an­leg­ar sem má nota til að kenna tækj­un­um ís­lensku.

Nú leit­um við þinn­ar aðstoðar við að varðveita menn­ing­ar­arf­leifð Íslands, sem tungu­málið okk­ar geym­ir. Ég bið Apple að leggja okk­ur lið með því að bæta ís­lensku við radd-, texta- og tungu­mála­safn sinna stýri­kerfa – svo við get­um talað við tæk­in ykk­ar á móður­máli okk­ar, varðveitt menn­ing­ar­arf­leifðina áfram og stuðlað að betri skiln­ingi í tengd­um heimi.“

Svohljóðandi bréf á ensku sendi ég til for­stjóra tækn­iris­ans Apple í gær. Eins og text­inn ber með sér er til­gang­ur­inn að leita liðsinn­is stærsta og öfl­ug­asta fyr­ir­tæk­is í heimi við varðveislu ís­lensk­unn­ar. Við vænt­um góðra viðbragða, enda sýn­ir reynsl­an að drop­inn hol­ar stein­inn og á okk­ur er hlustað. Þar næg­ir að nefna viðbrögð Disney við hvatn­ingu okk­ar um aukna textun og tal­setn­ingu á ís­lensku á streym­isveit­unni Disney+ á liðnum vetri. Sú viðleitni hef­ur nú þegar birst í betri þjón­ustu við ís­lensk börn og aðra not­end­ur streym­isveit­unn­ar.

Auk­in færni Íslend­inga í öðrum tungu­mál­um – sér­stak­lega ensku – er já­kvæð og skap­ar marg­vís­leg tæki­færi. Það á ekki síst við um börn og ung­menni. Ensku­kunn­átt­an efl­ir þau, en sam­tím­is ógn­ar alþjóðavæðing ensk­unn­ar menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og ný­sköp­un. Án tungu­máls verða hug­mynd­ir ekki til og ef all­ir tala sama tungu­málið er hug­mynda­auðgi stefnt í voða og fram­förum til lengri tíma.

Það eiga ekki all­ir að vera eins og við treyst­um á liðsinni þeirra stærstu í bar­átt­unni fyr­ir framtíð ís­lensk­unn­ar.

Höf­und­ur er mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. september 2021.

Categories
Greinar

Það þarf að afla grænu orkunnar

Deila grein

21/09/2021

Það þarf að afla grænu orkunnar

Breytingum í átt til grænna at­vinnu­lífs og um­hverfis­vænna sam­gangna fylgir marg­vís­legur á­vinningur fyrir land og þjóð. Þótt mest sé horft á lofts­lags­málin þarf vart að tíunda hver gjald­eyris­sparnaðurinn verður af því að keyra allar inn­lendar sam­göngur á grænni inn­lendri orku í stað inn­fluttra og mengandi orku­gjafa. Fyrir­séð er að á næstu árum þurfum við að taka enn stærri skref en áður í átt til grænnar at­vinnu­starf­semi og grænna sam­fé­lags.

En ef allt þetta á að verða að veru­leika þarf að fram­leiða alla þessa grænu orku. Það er því for­gangs­mál að skoða hvaða mögu­leikar eru fýsi­legir til að út­vega aukna græna orku og mikil­vægt að greina og velja hag­kvæmustu kostina. Við megum ekki vera feimin við að ræða málin, spyrja erfiðra spurninga og taka fum­lausar á­kvarðanir til hags­bóta fyrir um­hverfið og komandi kyn­slóðir. Hér á Ís­landi eru vatns-, jarð­varma- og vindorka þeir mögu­leikar sem væn­legastir eru.

Orkan er ein stærsta auð­lind Ís­lendinga og hana þarf að nýta. En ef við ætlum að vera for­ystu­þjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Það liggur í augum uppi. Ís­lendingar hafa sýnt það í gegnum árin að við höfum þekkingu og reynslu í að virkja náttúruna og á sama tíma um­gangast landið okkar og jörðina af virðingu og var­færni. Nú þarf að ræða hvar, hvernig og hversu hratt.

Traustir orku­inn­viðir um land allt eru lykillinn að árangri í lofts­lags­málum og þeirri grænu um­breytingu í at­vinnu og sam­göngu­málum sem er í burðar­liðnum. Það er mikil­vægt að hugsa og nálgast málin af skyn­semi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka á­kvarðanir sem koma sér vel fyrir fram­tíðar­kyn­slóðir í landinu til lengri tíma.

Ingibjörg Isaksen.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2021.

Categories
Greinar

Vörslumenn landsins: Bændur

Deila grein

20/09/2021

Vörslumenn landsins: Bændur

Það sárnaði mörgum ummæli um að sauðfjárbúskapur væri hobbý en kannski eðlilegt að það virðist svo því starfið umlykur alla hans tilveru: Starfið er lífið sjálft. Það er enginn bóndi til án ástríðu. Þessi mikli áhugi og ástríða má þó ekki vera afsökun fyrir því að bæta ekki kjör bænda. Okkur stjórnmálamönnum ber skylda til þess að búa bændum betri skilyrði til að þróa búskap sinn og skapa aukin verðmæti.

Framsókn á uppruna sinn í sveitum landsins og hefur sú taug aldrei slitnað. Við í Framsókn skiljum að búskapur er ekki eins og hver önnur atvinnugrein. Búskapur er það sem hefur viðhaldið byggðum hringinn í kringum okkar fallega land. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á okkur öll en eitt af því jákvæða sem ég sé við hann er að aldrei fyrr hefur sókn Íslendinga í að ferðast um eigið land verið meiri. Því fylgir aukinn skilningur á því að við erum ein þjóð og Reykjanesbrautin suður á flugvöll ekki eina þjóðbrautin. Nú trúi ég því að tilfinningin um að við höfum öll svipaða hagsmuni, hvar sem við búum á landinu. Við þurfum öll á hvert öðru að halda.

Það sem hefur líka gerst með yngri kynslóðum og þeirri miklu umræðu sem hefur verið um loftslagsmál og heilbrigði almennt er að fleiri bera meiri virðingu fyrir þeirri mikilvægu atvinnugrein sem er fóstruð í sveitum landsins. Bændur hafa frá landnámi verið vörslumenn landsins og náttúrunnar og hafa á síðustu árum sýnt stöðugt meiri ábyrgð í því hlutverki. Íslenskir neytendur, við öll, getum líka verið ákaflega þakklát að íslenskur landbúnaður er með sérstöðu í heiminum hvað varðar notkun sýklalyfja. Þá sérstöðu verðum við að vernda.

Verkefnin sem snúa að landbúnaðinum eru mörg brýn. Við í Framsókn viljum að frumframleiðendum verði heimilað samstarf eins og víðast hvar í Evrópu og að afurðastöðvum í kjöti verði heimilað samstarf líkt og í mjólkurframleiðslu. Við teljum mikilvægt að tollasamningi við ESB verði sagt upp og hann endurnýjaður vegna forsendubrests, ekki síst vegna útgöngu Breta úr sambandinu. Það er einnig brýnt að tollaeftirlit verði hert svo innlendir framleiðendur búi við eðlileg samkeppnisskilyrði.

Á því kjörtímabili sem nú er að renna sitt skeið hefur mikið verið rætt um miðhálendisþjóðgarð. Framsókn setti strax í upphafi fyrirvara í þeirri vinnu því að í málum sem snerta svo stóran hluta landsins verður að stíga varlega til jarðar. Í byrjun árs þegar frumvarpið leit dagsins ljós setti þingflokkur Framsóknar fyrirvarana aftur fram. Það hafa fáir bændur gleymt því mikla stríði sem var háð í hinum svokölluðu þjóðlendumálum.

Framsókn stendur við fyrirvarana sem settir voru fram við frumvarp um miðhálendisþjóðgarð.

Nú er göngum og réttum að ljúka víða um landið. Framundan eru kosningar – og sláturtíð. Ég óska eftir stuðningi þínum stuðningi þínum, lesandi góður, í kosningunum þ.e.a.s. og hlakka til að taka slátur með stórfjölskyldunni þegar ryk stjórnmálanna verður sest.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist í Bændablaðinu 13. september 2021.

Categories
Greinar

Fjárfestum í heilbrigði þjóðarinnar

Deila grein

19/09/2021

Fjárfestum í heilbrigði þjóðarinnar

Ég hef alltaf dáðst að því fólki sem helg­ar ævi sína því að lækna fólk og hjúkra. Við meg­um sem þjóð vera af­skap­lega þakk­lát fyr­ir allt það fólk sem fet­ar þessa braut. Við höf­um lík­lega aldrei fundið jafn sterkt fyr­ir því hvað við eig­um gott heil­brigðis­kerfi og á þess­um þungu mánuðum sem heims­far­ald­ur­inn hef­ur ásótt okk­ur. Heil­brigðis­starfs­fólk hef­ur staðið sig með ein­dæm­um vel þrátt fyr­ir mikið álag.

Við vilj­um blandað kerfi op­in­bers rekstr­ar og einka­rekstr­ar

Við í Fram­sókn erum fylgj­andi því að heil­brigðis­kerfið sé heil­brigð blanda af op­in­ber­um rekstri og einka­rekstri. Ég heyri radd­ir um mik­il­vægi blandaðs kerf­is, ekki síst inn­an úr heil­brigðis­kerf­inu sjálfu. Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem alla daga vinna með líf fólks í hönd­um sín­um. Það hlýt­ur að vera mikið álag á lík­ama og sál að vinna í svo miklu ná­vígi við erfiða sjúk­dóma og af­leiðing­ar slysa. Þess vegna er mik­il­vægt að kjör heil­brigðis­starfs­fólks séu góð og stytt­ing vinnu­vik­unn­ar sé raun­veru­leg. Hluti af því að bæta aðstæður er að kerfið sé blandað.

Heild­stæð og fram­sýn stefna

Ég heyri and­stæðinga þess að við byggj­um upp sterkt blandað kerfi op­in­bers rekst­ar og einka­rekstr­ar oft segja að það sé ekki eðli­legt að stóra sjúkra­húsið okk­ar sé með erfiðu aðgerðirn­ar en á einka­reknu stof­un­um séu ein­fald­ari og „létt­ari“ aðgerðir. Fram­leiðnin (þótt mér þyki alltaf erfitt að tala um fram­leiðni þegar rætt er um líf fólks og heilsu) verði meiri og því mögu­lega meiri velta. Eitt af verk­efn­um næstu rík­is­stjórn­ar er að leiða sam­an full­trúa heil­brigðis­stétta, sér­fræðinga, frjálsra fé­laga­sam­taka og þeirra sem nota þjón­ustu spít­al­anna til að móta heild­stæða og fram­sýna stefnu þegar kem­ur að heil­brigði þjóðar­inn­ar.

Hugs­um um heilsu þjóðar­inn­ar

Við í Fram­sókn vilj­um fjár­festa í heil­brigði. Í því felst að auka verður áherslu á for­varn­ir, geðheil­brigði og hreyf­ingu. Við þurf­um að búa til þær aðstæður og hvatn­ingu að fólk hugsi um heilsu sína og þannig minnka álagið á sjúkra­hús­in þegar líður á æv­ina.

Heils­an er það dýr­mæt­asta sem við eig­um. Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um heilsu sína. Meiri áhersla á for­varn­ir og fræðslu er fjár­fest­ing sem skil­ar sér í aukn­um lífs­gæðum ein­stak­lings­ins og minna álagi á sjúkra­stofn­an­ir.

Með þessi áherslu­mál ósk­um við í Fram­sókn eft­ir stuðningi í kosn­ing­un­um 25. sept­em­ber næst­kom­andi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. september 2021.

Categories
Greinar

Efling geðheilbrigðisþjónustu

Deila grein

17/09/2021

Efling geðheilbrigðisþjónustu

Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag betur áttað okkur á mikilvægi góðs geðheilbrigðis fyrir einstaklinga sem og samfélagsins alls. Þá á það sérstaklega við nú á Covid tímum þar sem við höfum horft á hrakandi geðheilbrigði innan samfélagsins, aðallega meðal ungs fólks, og þau áhrif sem það getur haft. Að auki hafa rannsóknir sýnt að myndun fíknivanda fylgir oft geðrænum vanda. Geðrænir vandar geta því oft leitt til neyslu óæskilegra vímugjafa líkt og fíkniefna, ofneyslu áfengis o.fl.

Langflestir landsmenn glíma við einhvern geðrænan vanda á sinni lífsleið sér í lagi á yngri árum. Vandinn getur verið allt frá tímabundinni vanlíðan til langvarandi þunglyndis. Oft reynist glíman erfið, og því getur það skipt sköpum að einstaklingur fái aðstoð og stuðning sem fyrst. Það er grundvallaratriði að allir landsmenn eigi greiðan og góðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu til jafns við hverja aðra heilbrigðisþjónustu.

Bregðumst fyrr við og fjárfestum í fólki

Með snemmtækri íhlutun og auknum forvörnum er hægt að grípa fyrr inn í og koma í veg fyrir alvarlega geðræna vanda síðar á lífsleiðinni. Þannig bregðumst við fyrr við og stuðlum að auknu geðheilbrigði innan samfélagsins og takmörkum áframhaldandi vöxt fjölþætts vanda meðal fólks og komum í veg fyrir að fjölgi í jaðarsettum hópum samfélagsins. 

Eitt af áherslumálum Framsóknar fyrir komandi kosningar að greiða aðgang að geðheilbrigðisþjónustu. Þannig stuðlum við að því að geðrænir vandar takmarki ekki tækifæri fólks til að blómstra innan samfélagsins, á atvinnumarkaði og meðal vina og fjölskyldu.

Þannig fjárfestum við í fólki.

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í leidarhofdi.is 13. september 2021.

Categories
Greinar

„Ljósmóðir nýsköpunar“

Deila grein

17/09/2021

„Ljósmóðir nýsköpunar“

Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu.

Nýsköpun krefst samvinnu

Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld.

Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar.

Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun

Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar.

Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn.

Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin

Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir.

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi

Greinin birtist fyrst á visir.is 17. september 2021.

Categories
Greinar

Styðjum lítil og meðalstór fyrirtæki

Deila grein

17/09/2021

Styðjum lítil og meðalstór fyrirtæki

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi og því er mikilvægt að skapa sem bestar aðstæður fyrir þau til að vaxa og dafna. Í viðtali við Ingibjörgu Björnsdóttur, lögfræðing hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóra Litla Íslands, sem birt var í maí 2020 kom fram að árið 2018 greiddu lítil og meðalstór fyrirtæki 69% af heildarlaunum í landinu. Það er því ljóst að það er samfélaginu mikilvægt að efla viðspyrnu þeirra og jafna leikinn.

Þrepaskipting tryggingagjalds og tekjuskatts

Framsókn er málsvari lítilla og meðalstórra fyrirtækja og við viljum taka upp þrepaskipt tryggingagjald til lækkunar á lítil og meðalstór fyrirtæki. Samhliða því viljum við taka upp fleiri þrep í tekjuskatti fyrirtækja. Hreinan hagnað fyrirtækja umfram 200 milljónir króna á ári mætti til dæmis skoða að skattleggja hærra á móti lækkuninni til að draga ekki úr getu ríkissjóðs til að standa undir öflugu velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfi. Við í Framsókn viljum enn fremur leggja áherslu á að tekið sé tillit til stærðar fyrirtækja við álagningu ýmissa opinberra gjalda, sem nú eru í formi flatra gjalda og/eða skatta, svo sem gjöld vegna starfsleyfa og úttekta eftirlitsaðila. Þó þessi gjöld vegi ekki þungt í heildarsamhenginu er ljóst að þau geta verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki, einkum í upphafi reksturs.

Hvatning til verðmætasköpunar

Þessar skattatillögur Framsóknar verða áherslumál eftir kosningar. Málin þarf að ræða og útfæra nánar í samvinnu við atvinnulífið og mögulega samstarfsflokka. Meginatriðið er að við ætlum að jafna leikinn á fyrirtækjamarkaði með því að jafna stöðuna á milli stóru fyrirtækjanna, sem sum geta hagnast verulega, og minni og meðalstóru fyrirtækjanna til að þau geti haldið blómlegum rekstri áfram. Tillögurnar eru ekki stórtækar og verða ekki til þess að stærri fyrirtæki taki á sig íþyngjandi skattahækkanir heldur er um að ræða hófsamar lausnir.

Á bak við hvert fyrirtæki, bæði lítil og stór, er fólk sem búið er að leggja hart að sér við að skapa bæði sér og samfélaginu verðmæti og það viljum við vernda. Við lítum þannig á að með þessum hætti sé hægt að nota skattkerfið enn betur til þess að hvetja til fjölþættari verðmætasköpunar.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir

Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á vf.is 17. september 2021.