Categories
Fréttir

22. Kjördæmisþing KFNA haldið á Selhóteli við Mývatn 22. október 2022

Deila grein

07/10/2022

22. Kjördæmisþing KFNA haldið á Selhóteli við Mývatn 22. október 2022

Þakklæti – virðing – vinnusemi

Dagskrá:

Laugardagur  22. október

13:00 Setning og kosning starfsmanna þingsins: 

Tveggja þingforseta

tveggja þingritara

Þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd 

Uppstillingarnefnd

13:10     Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram 

13:30     Ávörp gesta:

14:15     Almennar stjórnmálaumræður

            15.15       Kaffihlé

15:30     Stjórnmálaályktanir

15:45     Nefndastörf

16:30     Ályktanir lagðar fyrir þing

17:00     Lagabreytingar/ fjármál 

17:10     Kosningar:

Þrjá fulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára og fimm varafulltrúa til eins árs. 

Formann kjörstjórnar

Sex fulltrúa í kjörstjórn

Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins Tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara

17:30     Önnur mál

18:00 Þingslit

Þinggjöld 5.000,- pr. fulltrúa, aðildarfélög eru vinsamlegast beðin að borga fyrir sína félagsmenn samkvæmt kjörbréfi og leggja inná reikning KFNA í síðasta lagi þann 22. október kt: 691101-2740 banki 0162 hb 26 reikningur 075740

Eins manns herbergið á 16.000,- með morgunmat nóttin

Tveggja manna herbergið á 18.000,- með morgunmat nóttin

Panta þarf herbergi hjá Pálínu á maili palinam@asa.is eða í síma 869-8216, fyrir 8. október

Kjörbréfum skal skila eigi síðar en þann 15. október

Skráningu í kvöldverð skal einnig skila 15. október

Kvöldverðurinn verður svo hlaðborð hússins og kostar 6.500 kr á mann og þarf að skila skráningu um kvöldverð á sama tíma og kjörbréfum þann 15. október

Reyktur silungur, grafinn lax, sjávarréttapaté, marineraðir sjávarréttir, brauð – salat Lambakjöt – kjúklingur svínakjöt ásamt sósum, kartöflum og meðlæti Eftirréttahlaðborð Kaffi og súkkulaði

Mynd: myvatn.is 7. október 2022.

Categories
Greinar

95% samanborið við 57%

Deila grein

06/10/2022

95% samanborið við 57%

End­ur­reisn ferðaþjón­ust­unn­ar á Íslandi hef­ur tek­ist vel eft­ir áföll heims­far­ald­urs­ins. Þannig hef­ur ferðaþjón­usta á Íslandi náð 95% af fyrri styrk frá því fyr­ir heims­far­ald­ur sam­an­borið við 57% þegar horft er á ferðaþjón­ustu á heimsvísu sam­kvæmt töl­um frá Alþjóðaferðamála­stofn­un­inni, einni af und­ir­stofn­un­um Sam­einuðu þjóðanna. Þetta eru áhuga­verðar töl­ur sem við get­um verið stolt af.

Gott gengi ferðaþjón­ust­unn­ar skipt­ir miklu máli en hún er sú at­vinnu­grein sem skap­ar mest­an er­lend­an gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið. Þrótt­mik­ill vöxt­ur grein­ar­inn­ar und­an­geng­inn ára­tug hef­ur átt stór­an þátt í að gera Seðlabank­an­um kleift að byggja upp öfl­ug­an og óskuld­sett­an gjald­eyr­is­vara­forða sem veg­ur nú um 30% af lands­fram­leiðslu miðað við um 5% af lands­fram­leiðslu á ár­un­um fyr­ir fjár­mála­áfallið 2008. Þessi sterka staða eyk­ur sjálf­stæði og getu pen­inga­stefn­unn­ar ásamt því að gera stjórn­völd­um kleift að stunda mark­viss­ari og skil­virk­ari efna­hags­stjórn, bregðast ör­ugg­lega við efna­hags­leg­um áföll­um og stuðla að stöðug­leika fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu.

Þessi kröft­uga viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar á ár­inu ger­ist ekki af sjálfu sér. For­senda henn­ar er mik­il út­sjón­ar­semi og þraut­seigja ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna og starfs­fólks þeirra í góðu sam­starfi við stjórn­völd í gegn­um heims­far­ald­ur­inn. Tím­inn var vel nýtt­ur þar sem stjórn­völd lögðu áherslu á að styðja við fólk og fyr­ir­tæki í gegn­um far­ald­ur­inn. Þannig náðist að verja mik­il­væga þekk­ingu fyr­ir­tækj­anna og þá innviði sem nauðsyn­leg­ir eru til að taka á móti fjölda ferðamanna á ný. Að sama skapi var aukið veru­lega við fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði í sam­göng­um og á ferðamanna­stöðum, svo þeir yrðu bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti fleiri gest­um á ný. Auk­in­held­ur ákvað rík­is­stjórn­in að verja háum fjár­hæðum í markaðssetn­ingu á Íslandi sem áfangastað, með markaðsverk­efn­inu „Sam­an í sókn“ í gegn­um all­an far­ald­ur­inn, þrátt fyr­ir litla eft­ir­spurn eft­ir ferðalög­um á þeim tíma. Eitt af fyrstu verk­um mín­um sem ferðamálaráðherra var að setja 550 m.kr. í aukna markaðssetn­ingu til að skapa fleiri tæki­færi fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu um allt land, en mæl­ing­ar á lyk­il­mörkuðum hafa aldrei sýnt jafn rík­an vilja til að ferðast til Íslands og nú.

Við lif­um á tím­um þar sem ýms­ar stór­ar og krefj­andi áskor­an­ir blasa við okk­ur í heims­mál­un­um. Það hef­ur því aldrei verið jafn mik­il­vægt og nú að vera á vakt­inni og gæta að ís­lensk­um hags­mun­um í hví­vetna og tryggja áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn á grund­velli öfl­ugs at­vinnu­lífs til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 6. október 2022.

Categories
Greinar

Skrifum söguna áfram á íslensku

Deila grein

06/10/2022

Skrifum söguna áfram á íslensku

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir: „Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar.“

„Ef ís­lensk­an hverf­ur tap­ast þekk­ing og við hætt­um að vera þjóð.“ Þessi orð frú Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, fv. for­seti Íslands, eru orð að sönnu og eiga er­indi við okk­ar sam­fé­lag. Í vik­unni fór fram mál­rækt­arþing Íslenskr­ar mál­nefnd­ar í Þjóðminja­safni Íslands þar sem áskor­an­ir tungu­máls­ins okk­ar voru rædd­ar. Íslensk tunga stend­ur á kross­göt­um móts við bjarta framtíð eða menn­ing­ar­legt stór­tjón ef ekki er staðið vel að mál­efn­um henn­ar. Íslensk­an stend­ur frammi fyr­ir tækni­breyt­ing­um og sam­fé­lags­breyt­ing­um. Í stað aft­ur­halds­semi er nú nauðsyn­legt fyr­ir ís­lenska tungu að stand­ast tím­ans tönn með því að aðlag­ast með þjóðinni og nýj­um mál­höf­um að fjöl­breyttu heims­sam­fé­lagi. Fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag, sta­f­ræn bylt­ing og kröf­ur íbúa lands­ins til tungu­máls­ins og þeirr­ar þjón­ustu sem hægt er að fá á ís­lensku þurfa að vera leiðarljós stjórn­valda við stefnu­mót­un og aðgerðir í þágu ís­lensk­unn­ar á næstu árum.

Aðgerðir stjórn­valda

Margt hef­ur áunn­ist á síðastliðnum árum þökk sé meðal ann­ars þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi sem samþykkt á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Auk­in­held­ur hef­ur fjár­mun­um verið for­gangsraðað í að styðja skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið. Þannig var til að mynda ís­lensk bóka­út­gáfa efld með stuðnings­kerfi fyr­ir ís­lenska bóka­út­gáfu sem fel­ur í sér end­ur­greiðslu allt að 25% út­gáfu­kostnaðar ís­lenskra bóka. Árang­ur­inn hef­ur verið frá­bær og fjöldi út­gef­inna bóka á ís­lensku auk­ist mjög. Þá var svipuðu kerfi komið á til þess að styðja við einka­rekna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu hlut­verki í að miðla efni á ís­lensku.

Vinna við nýja þings­álykt­un­ar­til­lögu 2023-2025

Stjórn­völd ætla sér áfram­hald­andi stóra hluti í mál­efn­um ís­lensk­unn­ar. Ráðgert er að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir í þágu ís­lenskr­ar tungu fyr­ir árin 2023-2025 á næsta vorþing og á næstu miss­er­um verða áhersl­urn­ar þrenns kon­ar:

Aukið aðgengi að ís­lensku í at­vinnu­líf­inu

Á árs­fundi at­vinnu­lífs­ins í vik­unni kom for­sæt­is­ráðherra inn á mik­il­vægi tungu­máls­ins fyr­ir er­lent starfs­fólk til þess að kom­ast inn í sam­fé­lagið. Því er ég sam­mála en auka þarf aðgengi að ís­lensku fyr­ir þá sem þurfa á því að halda í at­vinnu­líf­inu. Íslensk­an er fyr­ir alla óháð aðstæðum þeirra sem kjósa að setj­ast hér að. Ísland er fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag og með auknu aðgengi að ís­lensku­námi fjölg­um við tæki­fær­um fólks og verðum sterk­ari sem heild. Þetta snýr að vel­sæld þeirra sem hér kjósa að búa og það er rík­ur vilji hjá stjórn­völd­um að efla sam­vinnu um mark­viss­ar aðgerðir og virkja fleiri til þátt­töku, hvort sem það er í menn­ing­ar-, fé­lag-, at­vinnu- eða mennta­mál­um eða at­vinnu­líf­inu. Ég tel til að mynda að stjórn­völd og at­vinnu­líf geti náð mikl­um ár­angri með því að vinna sam­eig­in­lega að búa svo um hnút­anna að er­lent starfs­fólk geti sótt ís­lensku­kennslu á vinnu­tíma. Það er ein­beitt­ur vilji okk­ar að hafa ís­lensk­una í for­grunni og auki aðgengi allra að henni. Umræðan á heima hjá okk­ur öll­um því að hún er menn­ing­ar­leg og sam­fé­lags­leg ábyrgð okk­ar allra.

Fyrsta sæti í al­manna­rými

Íslensk­an þarf að vera í fyrsta sæti í al­manna­rými. Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar. Íslensk­an þarf því að heyr­ast og sjást fyrst áður en við tök­um upp önn­ur tungu­mál til að skilja hvort annað. Afla þarf upp­lýs­inga um viðhorf al­menn­ings til tungu­máls­ins og annarra mála. Áætlað er að taka ár­lega stöðu ís­lensk­unn­ar og bregðast við, í sam­ráði við ís­lenska mál­nefnd. Íslensk­an á líka sinn eig­in dag, Dag ís­lenskr­ar tungu, 16. nóv­em­ber næst­kom­andi. Farið verður í aukna vit­und­ar­vakn­ingu á mál­efn­um ís­lensk­unn­ar á þeim degi og í kring­um hann. Heil vika verður til­einkuð ís­lensk­unni í nóv­em­ber.

Mál­tækni er framtíðin

Síðast en ekki síst, er það hjart­ans mál að við get­um talað við tæk­in okk­ar á ís­lensku. Und­an­far­in ári hafa stjórn­völd ásamt at­vinnu­líf­inu fjár­fest ríku­lega í mál­tækni sem mun gera fólki kleift að tala við tæki á ís­lensku. Þess­ar aðgerðir geta veitt öðrum þjóðum og litl­um málsvæðum inn­blást­ur hvernig sækja megi fram fyr­ir tungu­málið í sta­f­ræn­um heimi. Nú þegar innviðaupp­bygg­ingu í mál­tækni er lokið og við höf­um gagna­grunna, mál­heild­ir, radd­sýni, upp­tök­ur og orðasöfn sem nýt­ast fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í því að taka af skarið og nýta sér tól­in í sínu starfs­um­hverfi, al­menn­ingi og ís­lensk­unni til hags­bóta. Aðeins örfá dæmi um hag­nýt­ingu þess­ara mál­tækni­lausa eru raun­tíma­textun sjón­varps­efn­is, þýðing­ar­vél­ar á milli ís­lensku og ensku eða tal­gervilsradd­ir fyr­ir blinda og sjónskerta.

Við ætl­um að sækja fram og styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar til framtíðar, því ef við ger­um það ekki, ger­ir það eng­inn fyr­ir okk­ur. Stönd­um því sam­an í því að halda ís­lensk­unni á lofti fyr­ir okk­ur og kom­andi kyn­slóðir – og tryggj­um þannig að saga þjóðar okk­ar verði áfram skrifuð á ís­lensku.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. október 2022.

Categories
Fréttir

Fjarfundur Sambands eldri Framsóknarmanna

Deila grein

04/10/2022

Fjarfundur Sambands eldri Framsóknarmanna

Samband eldri Framsóknarmanna (SEF) heldur Teams fund fimmtudaginn 13. október nk. kl. 20:00.

Fundarefni:

1.      Stefna Framsóknarflokksins í málefnum eldra fólks.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins.

2.      Hvað er verið að gera í málefnunum í dag.

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður.

3. Fyrirspurnir.

4. Önnur mál

Þeir sem vilja vera á fundinum þurfa að tilkynna sig á skrifstofa flokksins í síma 540 4300 eða á netfangið  johannayr@framsokn.is til að fá link á fundinn.

Munið að skrá ykkur og takið þátt. Þarna er tækifæri að fá að heyra og spyrja.

Sjáumst og heyrumst

F.h. SEF

Björn Snæbjörnsson formaður SEF.

Mynd: https://guidetoiceland.is/nature-info/the-forests-of-iceland 4. október 2022.

Categories
Fréttir

15. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík 

Deila grein

01/10/2022

15. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík 

Stjórn KFR hefur boðar til 14. Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík miðvikudaginn 26. október kl. 20:00.

Drög að dagskrá kjördæmaþings KFR:
  1. Kosning starfsmanna þingsins.
  2. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2021.
  3. Ávörp gesta.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar:
    1. Formaður KFR.
    2. 6 fulltrúar í stjórn KFR og 2 til vara.
    3. Formaður kjörstjórnar.
    4. 6 fulltrúar í kjörstjórn og 3 til vara.
    5. Miðstjórn (1 fulltrúi fyrir hverja byrjaða 100 félagsmenn og jafnmargir til vara. Kynjareglur og þriðjungur úr Ungum.)
    6. Sveitarstjórnarráð – 3 fulltrúar og 3 til vara.
    7. 2 skoðunarmenn reikninga og 1 til vara.
  6. Önnur mál.

Upplýsingar um staðsetningu fundar birtast þegar nær dregur.

Stjórn KFR.

Mynd: loveexploring.com 1.okt. 2022.

Categories
Fréttir

22. Kjördæmisþing KFNV 15.-16. október 2022

Deila grein

30/09/2022

22. Kjördæmisþing KFNV 15.-16. október 2022

Staðsetning: Vogur Country Lodge á Fellsströnd, Dalabyggð. 

Þinggjald: 3.500 kr. / Hátíðarkvöldverður 7.900 kr.

Dagskrá:

Laugardagur 15. október kl. 13.00.

1.  Setning og kosning starfsmanna þingsins

2.  Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram

3.  Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

4.  Ávörp gesta

5.  Almennar stjórnmálaumræður

Kaffihlé

6.  Stjórnmálaályktanir

7.  Kosningar

Þinghlé

Hátíðarkvöldverður og almenn gleði

Sunnudagur 16. október kl. 10.00.

8.  Nefndarstörf

9.  Afgreiðsla ályktana

10.  Önnur mál

Þingslit

Fundargestum býðst gisting á Vogi Country Lodge og fara bókanir fram á vogur@vogur.org. Verð til fundargesta er 15.000 kr. fyrir eins manns herbergi með baði og 20.000 fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður er á 2.500 kr. og 3ja rétta kvöldverður á laugardagskvöldi er 7.900 kr.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.

Starfsnefnd hefur verið skipuð fyrir 22. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) og hefur hún þegar tekið til starfa.  Hlutverk nefndarinnar að taka á móti tillögum um frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum KFNV sem kosið verður um á þinginu.

Mynd: vogur.org

Categories
Fréttir Greinar

Verk­lag í kjöl­far náttúru­ham­fara

Deila grein

30/09/2022

Verk­lag í kjöl­far náttúru­ham­fara

Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og um nýliðna helgi glímdu landsmenn sannarlega við þau. Illviðri gekk yfir, mikill vindstyrkur sem sumstaðar fylgdi mikil úrkoma og há sjávarstaða. Þetta leiddi til margs konar tjóns s.s. skriðufalla á Vestfjörðum, flóða á Akureyri, skemmda á uppskeru og gríðarlegs foktjóns. Austfirðir urðu hvað verst úti enda náði vindstyrkur þar ótrúlega víða viðmiðum fárviðris. Þegar verðrið stóð sem hæst varð auk þess rafmagnslaust á nálægt helmingi landsins, með tilheyrandi óöryggi, beinu og óbeinu tjóni.

Við getum þakkað fyrir að ekki varð manntjón um liðna helgi. Veðurspár, veðurviðvaranir, lokanir vega og vinna viðbragðsaðila komu í veg fyrir að enn meira tjón hlytist af og fyrir það ber að þakka. Viðbrögð og þrotlaus vinna björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila skiptu sköpum á meðan á veðrinu stóð. Starfsmenn sveitarfélaga brugðust einnig við með fjölbreyttum hætti og mikið mun mæða á sveitarfélögum við hreinsunarstarf næstu daga og vikur.

Á síðustu árum hefur verið farið í margvíslegar aðgerðir til að verjast náttúruhamförum og koma á samtryggingu vegna slíkra tjóna. Forvarnir eins og vöktun, spár, lokanir, varnarmannvirki og uppkaup mannvirkja eru dæmi um slíkt. Náttúruhamfaratrygging Íslands gegnir svo lykilhlutverki í tryggingavernd auk þess sem verklag stjórnvalda í viðbrögðum og úrvinnslu er í stöðugri þróun. Þá spila lögboðnar og valfrjálsar tryggingar sem keyptar eru af tryggingarfélögum inn í verndina.

Orðið náttúruhamfarir samkvæmt lögum hefur ekki endilega sömu merkingu og í daglegu tali. Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir þannig tjón á eignum af völdum jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða en ekki foktjón. Húseignir á Íslandi eru vátryggðar, en innbú og lausafé er það aðeins ef það er brunatryggt hjá sjálfstæðu tryggingarfélögunum. Staða atvinnurekanda er mun óljósari bæði hvað varðar lausamuni og framleiðslutjón og sérstaklega þarf að skoða stöðu bænda en 2009 urðu breytingar á Bjargráðasjóði sem veiktu stöðu þeirra.

Verkefni tengd náttúruhamförum falla undir starfsvið margra ráðuneyta t.d. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, matvælaráðuneytis, innviðaráðuneytis, auk þess sem fleiri ráðuneyti geta komið að málum. Ítrekað hefur verið gagnrýnt að yfirsýn og ábyrgð á samræmi og samhæfingu verkefna tengdri náttúruvá sé óljós.

Tillaga um heildarúttekt á tryggingarvernd

Í kjölfar óveðursins í desember 2019 var ráðist í afar umfangsmiklar aðgerðir til að greina og byggja upp áfallaþol samfélagsins alls. Meta þarf það verklag sem notast hefur verið við á síðustu árum við samhæfingu aðgerða og læra af reynslunni til frekari framfara.

Við álítum mikilvægt og tímabært að gera heildarúttekt á verklagi og aðgerðumog leggjum því í þriðja sinn fram þingsályktunartillögu um að gerð verði úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara. Meðflutningsmenn koma úr öllum þingflokkum og á síðasta löggjafarþingi bárust 10 umsagnir sem styðja tillöguna og draga fram að fara þarf í aðgerðir sem flýtt geta úrvinnslu eftir tjón, stuðlað að frekara jafnræði og sanngirni og fækkað úrlausnarefnum sem stafa af óljósum reglum.

Samhliða því munum við beita okkur fyrir að samræmi í viðbrögðum við náttúruvá verði bætt og ágallar lagfærðir.

Líneik Anna Sævarsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Þórarinn Ingi Pétursson, þingmenn Framsóknar og íbúar í NA kjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 30. september 2022.

Categories
Fréttir

Sjálfviljug samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaganna útrunninn

Deila grein

30/09/2022

Sjálfviljug samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaganna útrunninn

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varaþingmaður, sagði í störfum þingsins á Alþingi að sjálfviljug samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaganna að veita umsækjendum um vernd þjónustu sé útrunninn. Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær hafa um árabil sinnt þjónustu við umsækjendur um vernd og álitið það vera samfélagslega mikilvægt. Stofnanir ríkisins hafa ítrekað leitað til fleiri sveitarfélaga með ósk um samstarf án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er fjöldi þeirra sem sóttu um vernd frá janúar og fram í ágúst á þessu ári er 2.552. Á undanförnum árum hafa í kringum 900 manns óskað eftir vernd á Íslandi ár hvert.

„Það er ljóst að aukinn fjöldi flóttafólks leitar til Íslands og því gengur ekki upp að þjónustan sé einungis í höndum þriggja sveitarfélaga sem eru ítrekað beðin um að stækka samninga sína þrátt fyrir ákall um að fleiri sveitarfélög komi að verkefninu,“ sagði Halldóra Fríða.

Vinnumálastofnunin leigir húsnæði í sveitarfélögunum þremur og sér um þjónustuna á meðan beðið er eftir að vernd sé veitt. Þá færist fólk sjálfkrafa yfir á sveitarfélagið þar sem búseta er nú þegar til staðar. Á sama tíma þarf fólk að nýta þá innviði sem til staðar eru í sveitarfélögunum, svo sem menntastofnanir, heilbrigðisþjónustu og löggæslu.

„Virðulegi forseti. Ég hvet hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra til að setja kraft í þessa vinnu og að horfa til verklags sem notað er í Danmörku þar sem farið er eftir kvótaákvörðun við val á sveitarfélagi í móttöku flóttafólks með einfaldri reiknireglu sem miðar við hlutfall íbúa.

Þannig geta önnur sveitarfélög, og þá sérstaklega á stórhöfuðborgarsvæðinu, ekki skautað fram hjá móttöku fólks á flótta,“ sagði Halldóra Fríða að lokum.

Categories
Fréttir Greinar

Ný þjóðar­höll í í­þróttum

Deila grein

29/09/2022

Ný þjóðar­höll í í­þróttum

Við Íslendingar höfum átt öflugt íþróttafólk í gegnum tíðina í mörgum íþróttum sem náð hefur undraverðum árangri undir fána smáþjóðar. Samkeppnin harðnar stöðugt og í dag er ekki lengur nóg að hafa hæfileika og metnað til að komast í fremstu röð. Fyrsta flokks aðstaða til íþróttaiðkunar skiptir einnig höfuðmáli.

Málefni þjóðarleikvanga í íþróttum hafa verið til umræðu um alllangt skeið. Kjarni málsins er að okkar fremsta afreksfólk og landslið hafa ekki aðgang að æfingaraðstöðu eða mannvirkjum sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar aðstöðu í dag. Núverandi þjóðarleikvangar eru komnir til ára sinna og aðstaðan úrelt. Kröfurnar snúa ekki eingöngu að aðstöðu til íþróttaiðkunar heldur einnig að aðstöðu og aðgengi fyrir fjölmiðla, öryggi og jákvæðri upplifun áhorfenda. Með auknum kröfum vegna alþjóðlegrar keppni er jafnframt hætta á því að heimaleikir íslenskra landsliða, sem nú eru haldnir á undanþágu, geti ekki farið fram hér á landi. Við það verður ekki unað og það er forgangsverkefni að hraða byggingu þjóðarleikvanga í íþróttum eins og kostur er.

Boltinn fer að rúlla

Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Víðtækt samtal átti sér stað við íþróttahreyfinguna og Reykjavíkurborg og er myndin byrjuð að skýrast. Byrjað verður á þjóðarhöll í innanhússíþróttum en undirbúningur fyrir nýja þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum heldur áfram samhliða.

Þann 6. maí síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing með forsætisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardalnum. Viljayfirlýsingin er fjórþætt. Í fyrsta lagi að ráðist verði í byggingu Þjóðarhallar í samstarfi ríkis og Reykjavíkurborgar, í annan stað að Þjóðarhöllin verði í Laugardal, í þriðja lagi að skipuð verði framkvæmdanefnd og í fjórða lagi að framkvæmdum ljúki árið 2025.

Framkvæmdanefndin hefur hafið störf og það var ánægjulegt að taka þátt í fyrsta fundi nefndarinnar í ágúst. Mikill hugur, kraftur og jákvæðni var í hópnum. Hún vinnur nú að því að skilgreina mannvirkið, ákvarða rekstrarform og áætla kostnað. Fyrsti fasi verkefnisins er í fullum gangi og samkvæmt áætlun.

Ný þjóðarhöll þarf að rísa hratt og örugglega

Við Íslendingar gerum miklar kröfur til íþróttafólks um afrek og framúrskarandi árangur. Það er eðlilegt að íþróttafólk og hreyfingin öll geri kröfur til stjórnvalda um viðunandi aðstöðu til að hámarka árangur.

Eins vel og Laugardalshöllin hefur þjónað íslensku íþróttalífi er hún barn síns tíma. Með nýrri höll í Laugardalnum verður umgjörð fyrir faglega þætti starfsins, fjölmiðla og áhorfendur eins og best verður á kosið. Við ætlum að klára verkefnið og sjá til þess að afreksíþróttafólk okkar Íslendinga geti notið aðstöðu á heimsmælikvarða.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og ritari Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 29. september 2022.

Categories
Fréttir

Sigurður Ingi á þingi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar

Deila grein

29/09/2022

Sigurður Ingi á þingi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, ávarpaði þing Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í Montréal fyrr í dag. Ráðherra gerði að umfjöllunarefni sínu mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á vettvangi stofnunarinnar, umhverfismál og mikilvægi alþjóðaflugs fyrir Ísland. Tilefni ávarps ráðherra er framboð Íslands til setu í aðalráði ICAO, en kosning fer fram næstkomandi laugardag. Alls 193 þjóðir eiga aðild að ICAO.

Framboð Íslands er undir merkjum NORDICAO, samstarfs Norðurlandanna, Eistlands og Lettlands hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni til áratuga. Samvinnan felur m.a. í sér að ríkin skiptast á að sinna aðal- og varafulltrúastöðum í aðalráði stofnunarinnar. Undanfarin þrjú ár hefur Ísland átt varafulltrúa í ráðinu. Hljóti Ísland kosningu á laugardaginn mun íslenski fulltrúinn taka við stöðu aðalfulltrúa af Finnlandi, til næstu þriggja ára.

Sigurður Ingi gerði einnig að umfjöllunarefni sínu ýmis aðkallandi málefni þingsins. Má þar nefna umhverfismál tengd flugi og fyrirætlanir ríkja um að draga úr losun, vaxandi áherslu á netöryggi og gildi samvinnu og samhæfingar þjóða heimsins í þágu endurreisnar almannaflugs eftir heimsfaraldur.

Ísland hefur verið aðildarríki að Alþjóðaflugmálastofnuninni ICAO frá stofnun hennar árið 1944. Auk ráðherra eru þátttakendur Íslands á þinginu fulltrúar frá innviðaráðuneytinu og Samgöngustofu.