Categories
Greinar

Nýtt menningarframlag streymisveitna

Deila grein

28/10/2022

Nýtt menningarframlag streymisveitna

Með örri tækniþróun hef­ur fjöl­miðlaveit­um sem miðla mynd­efni eft­ir pönt­un, svo­kölluðum streym­isveit­um, fjölgað til muna á síðustu árum. Stór­ar alþjóðleg­ar streym­isveit­ur eru ráðandi á markaðnum og búa þær við þann kost að geta verið staðsett­ar í einu ríki evr­ópska efna­hags­svæðis­ins (EES-ríki) en beint efni sínu til annarra EES-ríkja. Mik­il umræða hef­ur verið um fram­lag slíkra alþjóðlegra streym­isveitna til þeirra landa þar sem þjón­usta af þeim er keypt, svo­nefnt menn­ing­ar­fram­lag. Slíkt fram­lag get­ur verið af ýms­um toga, t.d. með gjald­töku, skatt­lagn­ingu eða skil­yrði um fjár­fest­ingu inn­an viðkom­andi lands. Á sama tíma hef­ur OECD verið að beita sér fyr­ir sam­ræmdri nálg­un hvað viðkem­ur gjald­töku á sta­f­rænu efni sem fer yfir landa­mæri.

Til er verk­færi fyr­ir EES-ríki, svo kölluð AVMSD-til­skip­un, til að fá þær er­lendu streym­isveit­ur, sem staðsett­ar eru í lög­sögu ann­ars rík­is en miðla efni sem beint er að ís­lensk­um neyt­end­um, til að gefa til baka til sam­fé­lags­ins hluta af þeirri veltu sem aflað er hér á landi. Í til­skip­un­inni kem­ur fram að ef aðild­ar­ríki krefja fjöl­miðlaveit­ur inn­an lög­sögu þess um fjár­fram­lög til fram­leiðslu á evr­ópsku efni, þ.m.t. með beinni fjár­fest­ingu í efni og með fram­lagi til lands­bund­inna sjóða, opn­ar til­skip­un­in á þann mögu­leika að skylda er­lend­ar streym­isveit­ur til að greiða til­tekna pró­sentu í t.a.m. Kvik­mynda­sjóð – og efla þannig ís­lenska kvik­mynda­gerð.

Ýmis lönd í Evr­ópu horfa nú til þess að nýta sér til­skip­un­ina til þess að efla inn­lenda kvik­mynda­gerð. Til dæm­is ligg­ur frum­varp fyr­ir þjóðþingi Dan­merk­ur sem legg­ur til að streym­isveit­ur sem beina efni að dönsk­um neyt­end­um skuli greiða 6% menn­ing­ar­fram­lag sem nýt­ist Kvik­mynda­sjóði Dan­merk­ur og öðrum tengd­um menn­ing­ar­verk­efn­um. Norðmenn leggja til tvær leiðir. Sú fyrri, sem er jafn­framt sú sem von­ir standa til að verði heim­iluð, er sú að gera kröfu um beina fjár­fest­ingu í norsku efni að til­tek­inni upp­hæð eða pró­sentu og ef streym­isþjón­ust­an fjár­fest­ir ekki fyr­ir viðmiðunar­upp­hæðinni þá skal hún greiða mis­mun­inn í sjóð sem er sam­bæri­leg­ur Kvik­mynda­sjóði. Vara­leiðin er sú að gera aðeins kröfu um beina fjár­fest­ingu.

Á und­an­förn­um árum hafa ís­lensk stjórn­völd lagt mikla áherslu á að efla um­hverfi menn­ing­ar og skap­andi greina á Íslandi. Í því sam­hengi er vert að nefna að fram­lög til menn­ing­ar­mála hafa auk­ist veru­lega, eða úr 10,7 millj­örðum árið 2017 í 17,7 millj­arða miðað við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2023. Það er rúm­lega 65% hækk­un! Við þess­ar töl­ur bæt­ast end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar og hljóðrit­un­ar en í ár er áætlað að þær nemi um 3,3 millj­örðum króna.

Ég er þeirr­ar skoðunar að Ísland eigi að inn­leiða menn­ing­ar­fram­lag af streym­isveit­um svipað því sem unnið er í sam­an­b­urðarríkj­um okk­ar. Slíkt fram­lag er einn liður í því að styrkja um­gjörð menn­ing­ar hér á landi og veita grein­inni auk­inn slag­kraft til þess að vaxa til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 25. október 2022.

Categories
Greinar

Nýtt menningarframlag streymisveitna

Deila grein

25/10/2022

Nýtt menningarframlag streymisveitna

Með örri tækniþróun hef­ur fjöl­miðlaveit­um sem miðla mynd­efni eft­ir pönt­un, svo­kölluðum streym­isveit­um, fjölgað til muna á síðustu árum. Stór­ar alþjóðleg­ar streym­isveit­ur eru ráðandi á markaðnum og búa þær við þann kost að geta verið staðsett­ar í einu ríki evr­ópska efna­hags­svæðis­ins (EES-ríki) en beint efni sínu til annarra EES-ríkja. Mik­il umræða hef­ur verið um fram­lag slíkra alþjóðlegra streym­isveitna til þeirra landa þar sem þjón­usta af þeim er keypt, svo­nefnt menn­ing­ar­fram­lag. Slíkt fram­lag get­ur verið af ýms­um toga, t.d. með gjald­töku, skatt­lagn­ingu eða skil­yrði um fjár­fest­ingu inn­an viðkom­andi lands. Á sama tíma hef­ur OECD verið að beita sér fyr­ir sam­ræmdri nálg­un hvað viðkem­ur gjald­töku á sta­f­rænu efni sem fer yfir landa­mæri.

Til er verk­færi fyr­ir EES-ríki, svo kölluð AVMSD-til­skip­un, til að fá þær er­lendu streym­isveit­ur, sem staðsett­ar eru í lög­sögu ann­ars rík­is en miðla efni sem beint er að ís­lensk­um neyt­end­um, til að gefa til baka til sam­fé­lags­ins hluta af þeirri veltu sem aflað er hér á landi. Í til­skip­un­inni kem­ur fram að ef aðild­ar­ríki krefja fjöl­miðlaveit­ur inn­an lög­sögu þess um fjár­fram­lög til fram­leiðslu á evr­ópsku efni, þ.m.t. með beinni fjár­fest­ingu í efni og með fram­lagi til lands­bund­inna sjóða, opn­ar til­skip­un­in á þann mögu­leika að skylda er­lend­ar streym­isveit­ur til að greiða til­tekna pró­sentu í t.a.m. Kvik­mynda­sjóð – og efla þannig ís­lenska kvik­mynda­gerð.

Ýmis lönd í Evr­ópu horfa nú til þess að nýta sér til­skip­un­ina til þess að efla inn­lenda kvik­mynda­gerð. Til dæm­is ligg­ur frum­varp fyr­ir þjóðþingi Dan­merk­ur sem legg­ur til að streym­isveit­ur sem beina efni að dönsk­um neyt­end­um skuli greiða 6% menn­ing­ar­fram­lag sem nýt­ist Kvik­mynda­sjóði Dan­merk­ur og öðrum tengd­um menn­ing­ar­verk­efn­um. Norðmenn leggja til tvær leiðir. Sú fyrri, sem er jafn­framt sú sem von­ir standa til að verði heim­iluð, er sú að gera kröfu um beina fjár­fest­ingu í norsku efni að til­tek­inni upp­hæð eða pró­sentu og ef streym­isþjón­ust­an fjár­fest­ir ekki fyr­ir viðmiðunar­upp­hæðinni þá skal hún greiða mis­mun­inn í sjóð sem er sam­bæri­leg­ur Kvik­mynda­sjóði. Vara­leiðin er sú að gera aðeins kröfu um beina fjár­fest­ingu.

Á und­an­förn­um árum hafa ís­lensk stjórn­völd lagt mikla áherslu á að efla um­hverfi menn­ing­ar og skap­andi greina á Íslandi. Í því sam­hengi er vert að nefna að fram­lög til menn­ing­ar­mála hafa auk­ist veru­lega, eða úr 10,7 millj­örðum árið 2017 í 17,7 millj­arða miðað við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2023. Það er rúm­lega 65% hækk­un! Við þess­ar töl­ur bæt­ast end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar og hljóðrit­un­ar en í ár er áætlað að þær nemi um 3,3 millj­örðum króna.

Ég er þeirr­ar skoðunar að Ísland eigi að inn­leiða menn­ing­ar­fram­lag af streym­isveit­um svipað því sem unnið er í sam­an­b­urðarríkj­um okk­ar. Slíkt fram­lag er einn liður í því að styrkja um­gjörð menn­ing­ar hér á landi og veita grein­inni auk­inn slag­kraft til þess að vaxa til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 25. október 2022.

Categories
Greinar

Árangur fyrir íslenskuna okkar

Deila grein

17/10/2022

Árangur fyrir íslenskuna okkar

Í lög­um um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu er kveðið á um að aug­lýs­ing­ar sem höfða eigi til ís­lenskra neyt­enda skulu vera á ís­lensku. Neyt­enda­stofa hef­ur tekið til meðferðar átta mál vegna tungu­máls í aug­lýs­ing­um sem eiga að höfða til ís­lenskra neyt­enda frá ár­inu 2005, og er eitt mál til skoðunar hjá stofn­un­inni. Í öll­um til­fell­um var aug­lýs­ing­un­um breytt vegna at­huga­semda stofn­un­ar­inn­ar.

Ákvæði sem þetta skipt­ir máli og það er ánægju­legt að sjá fyr­ir­tæki taka þessi til­mæli Neyt­enda­stofu til sín – en bet­ur má ef duga skal. Íslensk tunga stend­ur á kross­göt­um móts við bjarta framtíð eða menn­ing­ar­legt stór­tjón ef ekki er staðið vel að mál­efn­um henn­ar. Stjórn­völd hafa á und­an­förn­um árum lagt mikla áherslu á að snúa vörn í sókn fyr­ir tungu­málið með ýms­um hætti, en heild­ar­fram­lag stjórn­valda nam rúm­um 10 millj­örðum króna á síðasta kjör­tíma­bili til slíkra verk­efna. Þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi sem samþykkt var á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Auk­in­held­ur hef­ur fjár­mun­um verið for­gangsraðað í að styðja skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið. Þannig var til að mynda ís­lensk bóka­út­gáfa efld með stuðnings­kerfi fyr­ir ís­lenska bóka­út­gáfu sem fel­ur í sér end­ur­greiðslu allt að 25% út­gáfu­kostnaðar ís­lenskra bóka með frá­bær­um ár­angri.

Verk­efnið er samt sem áður stórt og kall­ar á að við sem sam­fé­lag tök­um þá ákvörðun að gera okk­ar eig­in tungu­máli hátt und­ir höfði. Ég skynja að vit­und­ar­vakn­ing und­an­far­inna ára sé far­in að skila ár­angri. Það gladdi mig að sjá Icelanda­ir til­kynna ný­verið um breytt fyr­ir­komu­lag við að ávarpa farþega um borð í vél­um sín­um með því að ávarpa fyrst á ís­lensku og svo á ensku. Þannig fá hin fleygu orð „góðir farþegar, vel­kom­in heim‘{lsquo} að hljóma strax við lend­ingu í Kefla­vík, sem mörg­um finnst nota­legt að heyra.

Ann­ar áfangi á þess­ari veg­ferð náðist í vik­unni þegar stjórn ISA­VIA samþykkti bók­un þess efn­is að ís­lenska verði fram­veg­is í for­grunni tungu­mála við end­ur­nýj­un merk­inga­kerf­is í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar en hingað til hafa merk­ing­ar verið fyrst á ensku og svo ís­lensku.

Of­an­talið skipt­ir máli og er ég þakk­lát hverj­um þeim sem legg­ur sitt af mörk­um til þess að gera tungu­mál­inu okk­ar hærra und­ir höfði. Ég mun halda áfram að hvetja bæði fólk og fyr­ir­tæki til þess að huga að tungu­mál­inu okk­ar. Þrátt fyr­ir að ís­lenska sé ekki út­breidd í alþjóðleg­um sam­an­b­urði þá er hún er lyk­ill­inn að menn­ingu okk­ar og sjálfs­mynd.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. október 2022.

Categories
Greinar

95% samanborið við 57%

Deila grein

06/10/2022

95% samanborið við 57%

End­ur­reisn ferðaþjón­ust­unn­ar á Íslandi hef­ur tek­ist vel eft­ir áföll heims­far­ald­urs­ins. Þannig hef­ur ferðaþjón­usta á Íslandi náð 95% af fyrri styrk frá því fyr­ir heims­far­ald­ur sam­an­borið við 57% þegar horft er á ferðaþjón­ustu á heimsvísu sam­kvæmt töl­um frá Alþjóðaferðamála­stofn­un­inni, einni af und­ir­stofn­un­um Sam­einuðu þjóðanna. Þetta eru áhuga­verðar töl­ur sem við get­um verið stolt af.

Gott gengi ferðaþjón­ust­unn­ar skipt­ir miklu máli en hún er sú at­vinnu­grein sem skap­ar mest­an er­lend­an gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið. Þrótt­mik­ill vöxt­ur grein­ar­inn­ar und­an­geng­inn ára­tug hef­ur átt stór­an þátt í að gera Seðlabank­an­um kleift að byggja upp öfl­ug­an og óskuld­sett­an gjald­eyr­is­vara­forða sem veg­ur nú um 30% af lands­fram­leiðslu miðað við um 5% af lands­fram­leiðslu á ár­un­um fyr­ir fjár­mála­áfallið 2008. Þessi sterka staða eyk­ur sjálf­stæði og getu pen­inga­stefn­unn­ar ásamt því að gera stjórn­völd­um kleift að stunda mark­viss­ari og skil­virk­ari efna­hags­stjórn, bregðast ör­ugg­lega við efna­hags­leg­um áföll­um og stuðla að stöðug­leika fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu.

Þessi kröft­uga viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar á ár­inu ger­ist ekki af sjálfu sér. For­senda henn­ar er mik­il út­sjón­ar­semi og þraut­seigja ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna og starfs­fólks þeirra í góðu sam­starfi við stjórn­völd í gegn­um heims­far­ald­ur­inn. Tím­inn var vel nýtt­ur þar sem stjórn­völd lögðu áherslu á að styðja við fólk og fyr­ir­tæki í gegn­um far­ald­ur­inn. Þannig náðist að verja mik­il­væga þekk­ingu fyr­ir­tækj­anna og þá innviði sem nauðsyn­leg­ir eru til að taka á móti fjölda ferðamanna á ný. Að sama skapi var aukið veru­lega við fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði í sam­göng­um og á ferðamanna­stöðum, svo þeir yrðu bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti fleiri gest­um á ný. Auk­in­held­ur ákvað rík­is­stjórn­in að verja háum fjár­hæðum í markaðssetn­ingu á Íslandi sem áfangastað, með markaðsverk­efn­inu „Sam­an í sókn“ í gegn­um all­an far­ald­ur­inn, þrátt fyr­ir litla eft­ir­spurn eft­ir ferðalög­um á þeim tíma. Eitt af fyrstu verk­um mín­um sem ferðamálaráðherra var að setja 550 m.kr. í aukna markaðssetn­ingu til að skapa fleiri tæki­færi fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu um allt land, en mæl­ing­ar á lyk­il­mörkuðum hafa aldrei sýnt jafn rík­an vilja til að ferðast til Íslands og nú.

Við lif­um á tím­um þar sem ýms­ar stór­ar og krefj­andi áskor­an­ir blasa við okk­ur í heims­mál­un­um. Það hef­ur því aldrei verið jafn mik­il­vægt og nú að vera á vakt­inni og gæta að ís­lensk­um hags­mun­um í hví­vetna og tryggja áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn á grund­velli öfl­ugs at­vinnu­lífs til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 6. október 2022.

Categories
Greinar

Skrifum söguna áfram á íslensku

Deila grein

06/10/2022

Skrifum söguna áfram á íslensku

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir: „Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar.“

„Ef ís­lensk­an hverf­ur tap­ast þekk­ing og við hætt­um að vera þjóð.“ Þessi orð frú Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, fv. for­seti Íslands, eru orð að sönnu og eiga er­indi við okk­ar sam­fé­lag. Í vik­unni fór fram mál­rækt­arþing Íslenskr­ar mál­nefnd­ar í Þjóðminja­safni Íslands þar sem áskor­an­ir tungu­máls­ins okk­ar voru rædd­ar. Íslensk tunga stend­ur á kross­göt­um móts við bjarta framtíð eða menn­ing­ar­legt stór­tjón ef ekki er staðið vel að mál­efn­um henn­ar. Íslensk­an stend­ur frammi fyr­ir tækni­breyt­ing­um og sam­fé­lags­breyt­ing­um. Í stað aft­ur­halds­semi er nú nauðsyn­legt fyr­ir ís­lenska tungu að stand­ast tím­ans tönn með því að aðlag­ast með þjóðinni og nýj­um mál­höf­um að fjöl­breyttu heims­sam­fé­lagi. Fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag, sta­f­ræn bylt­ing og kröf­ur íbúa lands­ins til tungu­máls­ins og þeirr­ar þjón­ustu sem hægt er að fá á ís­lensku þurfa að vera leiðarljós stjórn­valda við stefnu­mót­un og aðgerðir í þágu ís­lensk­unn­ar á næstu árum.

Aðgerðir stjórn­valda

Margt hef­ur áunn­ist á síðastliðnum árum þökk sé meðal ann­ars þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi sem samþykkt á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Auk­in­held­ur hef­ur fjár­mun­um verið for­gangsraðað í að styðja skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið. Þannig var til að mynda ís­lensk bóka­út­gáfa efld með stuðnings­kerfi fyr­ir ís­lenska bóka­út­gáfu sem fel­ur í sér end­ur­greiðslu allt að 25% út­gáfu­kostnaðar ís­lenskra bóka. Árang­ur­inn hef­ur verið frá­bær og fjöldi út­gef­inna bóka á ís­lensku auk­ist mjög. Þá var svipuðu kerfi komið á til þess að styðja við einka­rekna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu hlut­verki í að miðla efni á ís­lensku.

Vinna við nýja þings­álykt­un­ar­til­lögu 2023-2025

Stjórn­völd ætla sér áfram­hald­andi stóra hluti í mál­efn­um ís­lensk­unn­ar. Ráðgert er að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir í þágu ís­lenskr­ar tungu fyr­ir árin 2023-2025 á næsta vorþing og á næstu miss­er­um verða áhersl­urn­ar þrenns kon­ar:

Aukið aðgengi að ís­lensku í at­vinnu­líf­inu

Á árs­fundi at­vinnu­lífs­ins í vik­unni kom for­sæt­is­ráðherra inn á mik­il­vægi tungu­máls­ins fyr­ir er­lent starfs­fólk til þess að kom­ast inn í sam­fé­lagið. Því er ég sam­mála en auka þarf aðgengi að ís­lensku fyr­ir þá sem þurfa á því að halda í at­vinnu­líf­inu. Íslensk­an er fyr­ir alla óháð aðstæðum þeirra sem kjósa að setj­ast hér að. Ísland er fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag og með auknu aðgengi að ís­lensku­námi fjölg­um við tæki­fær­um fólks og verðum sterk­ari sem heild. Þetta snýr að vel­sæld þeirra sem hér kjósa að búa og það er rík­ur vilji hjá stjórn­völd­um að efla sam­vinnu um mark­viss­ar aðgerðir og virkja fleiri til þátt­töku, hvort sem það er í menn­ing­ar-, fé­lag-, at­vinnu- eða mennta­mál­um eða at­vinnu­líf­inu. Ég tel til að mynda að stjórn­völd og at­vinnu­líf geti náð mikl­um ár­angri með því að vinna sam­eig­in­lega að búa svo um hnút­anna að er­lent starfs­fólk geti sótt ís­lensku­kennslu á vinnu­tíma. Það er ein­beitt­ur vilji okk­ar að hafa ís­lensk­una í for­grunni og auki aðgengi allra að henni. Umræðan á heima hjá okk­ur öll­um því að hún er menn­ing­ar­leg og sam­fé­lags­leg ábyrgð okk­ar allra.

Fyrsta sæti í al­manna­rými

Íslensk­an þarf að vera í fyrsta sæti í al­manna­rými. Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar. Íslensk­an þarf því að heyr­ast og sjást fyrst áður en við tök­um upp önn­ur tungu­mál til að skilja hvort annað. Afla þarf upp­lýs­inga um viðhorf al­menn­ings til tungu­máls­ins og annarra mála. Áætlað er að taka ár­lega stöðu ís­lensk­unn­ar og bregðast við, í sam­ráði við ís­lenska mál­nefnd. Íslensk­an á líka sinn eig­in dag, Dag ís­lenskr­ar tungu, 16. nóv­em­ber næst­kom­andi. Farið verður í aukna vit­und­ar­vakn­ingu á mál­efn­um ís­lensk­unn­ar á þeim degi og í kring­um hann. Heil vika verður til­einkuð ís­lensk­unni í nóv­em­ber.

Mál­tækni er framtíðin

Síðast en ekki síst, er það hjart­ans mál að við get­um talað við tæk­in okk­ar á ís­lensku. Und­an­far­in ári hafa stjórn­völd ásamt at­vinnu­líf­inu fjár­fest ríku­lega í mál­tækni sem mun gera fólki kleift að tala við tæki á ís­lensku. Þess­ar aðgerðir geta veitt öðrum þjóðum og litl­um málsvæðum inn­blást­ur hvernig sækja megi fram fyr­ir tungu­málið í sta­f­ræn­um heimi. Nú þegar innviðaupp­bygg­ingu í mál­tækni er lokið og við höf­um gagna­grunna, mál­heild­ir, radd­sýni, upp­tök­ur og orðasöfn sem nýt­ast fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í því að taka af skarið og nýta sér tól­in í sínu starfs­um­hverfi, al­menn­ingi og ís­lensk­unni til hags­bóta. Aðeins örfá dæmi um hag­nýt­ingu þess­ara mál­tækni­lausa eru raun­tíma­textun sjón­varps­efn­is, þýðing­ar­vél­ar á milli ís­lensku og ensku eða tal­gervilsradd­ir fyr­ir blinda og sjónskerta.

Við ætl­um að sækja fram og styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar til framtíðar, því ef við ger­um það ekki, ger­ir það eng­inn fyr­ir okk­ur. Stönd­um því sam­an í því að halda ís­lensk­unni á lofti fyr­ir okk­ur og kom­andi kyn­slóðir – og tryggj­um þannig að saga þjóðar okk­ar verði áfram skrifuð á ís­lensku.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. október 2022.

Categories
Greinar

Menning og ferðaþjónusta um allt land

Deila grein

27/09/2022

Menning og ferðaþjónusta um allt land

Með upp­stokk­un á stjórn­ar­ráði Íslands og til­komu nýs menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is urðu tíma­bær­ar breyt­ing­ar að veru­leika. Í fyrsta sinn heyra þannig menn­ing, ferðaþjón­usta og viðskipti und­ir einn og sama fagráðherr­ann. Mála­flokk­arn­ir eru um­svifa­mikl­ir en tugþúsund­ir starfa við menn­ingu, skap­andi grein­ar og ferðaþjón­ustu sem flétt­ast sam­an með ýmsu móti, auka aðdrátt­ar­afl Íslands og skapa gríðarleg verðmæti fyr­ir þjóðarbúið. Þannig nem­ur heild­ar­um­fang mála­flokka ráðuneyt­is­ins rúm­um 40% af lands­fram­leiðslu.

Það er því nauðsyn­legt að hlúa að þeim með mark­viss­um hætti um allt land í sam­starfi við heima­menn á hverju svæði fyr­ir sig. Í liðinni viku heim­sótti ég Aust­ur­land þar sem ég fundaði með full­trú­um sveit­ar­fé­laga og lands­hluta­sam­tak­anna ásamt for­ystu­fólki í menn­ing­ar­lífi og ferðaþjón­ustu og at­vinnu­lífi á svæðinu.

Heim­sókn­in var frá­bær í alla staði og ómet­an­leg fyr­ir mig sem ráðherra til að fá beint í æð hvernig lands­lagið horf­ir við fólki sem starfar í þess­um grein­um hvað lengst frá Reykja­vík og hvaða tæki­færi eru til þess að styrkja um­gjörð þeirra. Ferðaþjón­ust­an er stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslands­sög­unn­ar en með henni hef­ur skap­ast fjöldi starfa um­hverf­is landið. Grein­in hef­ur átt stór­an þátt í að auka lífs­gæði okk­ar með ríku­legra mann­lífi, ný­stár­legu fram­boði af afþrey­ingu og góðum mat. Til þess að tryggja vöxt henn­ar á lands­byggðunum utan há­ann­ar þurfa stjórn­völd að halda áfram að styrkja um­gjörð henn­ar og stuðla að betri dreif­ingu ferðamanna.

Ákveðinn ár­ang­ur náðist af aðgerðum stjórn­valda í þá veru fyrr á þessu ári þegar þýska flug­fé­lagið Condor til­kynnti beint áætl­un­ar­flug til Eg­ilsstaða og Ak­ur­eyr­ar á næsta ári. Það er eitt já­kvætt skref af nokkr­um sem þarf að taka. Tryggja þarf greiðar vega­sam­göng­ur að helstu nátt­úruperl­um lands­byggðar­inn­ar yfir vetr­ar­tím­ann með nægj­an­legri vetr­arþjón­ustu. Stjórn­völd í sam­starfi við Sam­tök fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu þurfa að leiða sam­tal við fjár­mála­fyr­ir­tæk­in um aðgengi að láns­fjár­magni í ferðaþjón­ustu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Skort­ur á slíku aðgengi virðist land­læg­ur vandi, meðal ann­ars hjá rót­grón­um ferðaþjón­ustuaðilum, sem vert er að skoða bet­ur. Halda þarf áfram að byggja upp innviði og gera Ak­ur­eyr­ar- og Eg­ilsstaðaflug­völl bet­ur í stakk búna til að taka á móti alþjóðlegu flugi ásamt því að huga ávallt að því að landið allt sé und­ir í alþjóðlegu markaðsstarfi á Íslandi sem áfangastað. Öflug menn­ing á lands­byggðunum styður við ferðaþjón­ust­una og öf­ugt og þar eru fjöl­mörg tæki­færi sem hægt er að virkja, meðal ann­ars með aukn­um stuðningi í kynn­ingu á söfn­um og menn­ing­ar­stofn­un­um. Hef ég þegar óskað eft­ir að þeirri vinnu verði ýtt úr vör.

Ég er bjart­sýn fyr­ir hönd þess­ara greina og ég hlakka til að vinna með öll­um lands­hlut­um að vexti þeirra.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 27. september 2022.

Categories
Greinar

Áfram gakk!

Deila grein

19/09/2022

Áfram gakk!

Í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er lögð áhersla á að skapa menn­ing­ar­starfi, viðskipta­lífi og ferðaþjón­ustu um­hverfi sem stuðlar að vel­sæld og verðmæta­sköp­un fyr­ir sam­fé­lagið. Það eru mörg sókn­ar­færi í sam­legð þess­ara þriggja stoða en alls er fram­lag þeirra um 40% til lands­fram­leiðslu. Tugþúsund­ir starfa við grein­arn­ar sem flétt­ast sam­an með ýmsu móti en ekki síst auka aðdrátt­ar­afl Íslands og auðga sam­fé­lagið okk­ar. Við vilj­um há­marka þau áhrif á sama tíma og við stönd­um vörð um sér­stöðu hverr­ar grein­ar. Virk sam­keppni, traust­ur fjár­mála­markaður og mark­viss neyt­enda­vernd er for­senda heil­brigðs at­vinnu­lífs og styður við sam­keppn­is­hæfni Íslands. Í fjár­lög­um fyr­ir árið 2023 eru áætlaðir rúm­ir 28,8 millj­arðar til mál­efna­sviða ráðuneyt­is­ins og er það aukn­ing um 6% milli ára. Þá hafa fram­lög­in hækkað um tæpa 10 millj­arða frá ár­inu 2017.

Menn­ing­ar­sókn og ís­lensk­an í for­grunni

Á síðasta kjör­tíma­bili var lagt af stað í þá veg­ferð að stór­efla menn­ingu og list­ir. Á síðustu árum hafa fram­lög til mála­flokks­ins auk­ist veru­lega eða úr 10,7 millj­örðum árið 2017 í 17,7 millj­arða með þessu fjár­laga­frum­varpi. Unnið hef­ur verið að stefnu­mót­un til framtíðar á sviðum skap­andi greina í góðri sam­vinnu við gras­rót­ina. Og við erum hvergi nærri hætt.

Meðal áherslu­verk­efna kom­andi árs er stofn­un tón­list­armiðstöðvar ásamt gerð tón­list­ar­stefnu, hönn­un­ar­stefnu, mynd­list­ar­stefnu og efl­ingu sviðslista. Áfram er unnið eft­ir fram­sæk­inni kvik­mynda­stefnu til 2030. Ný­lega voru end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar hækkaðar úr 25% í 35% fyr­ir stærri verk­efni og fyr­ir­hugaðar eru breyt­ing­ar á lög­um um kvik­mynda­sjóð. Rúm­um millj­arði hef­ur þegar verið varið í nýja kvik­mynda­stefnu á síðustu tveim­ur árum. Þá er lögð áhersla á varðveislu, aðgengi og miðlun menn­ing­ar­arfs þjóðar­inn­ar með því að styðja við höfuðsöfn­in okk­ar og blóm­legt safn­astarf um allt land.

Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur sem þjóð að hlúa vel að tungu­mál­inu okk­ar en ekki síður tákn­mál­inu. Mark­miðið er að tryggja ís­lensk­unni sess í sta­f­ræn­um heimi með áfram­hald­andi fjár­fest­ingu í mál­tækni.

Ferðaþjón­ust­an drif­kraft­ur verðmæta­sköp­un­ar

Þeir fjár­mun­ir sem voru sett­ir í stuðningsaðgerðir stjórn­valda í far­aldr­in­um lögðu grunn að kröft­ugri viðspyrnu ferðaþjón­ust­unn­ar. Ferðaþjón­ust­an hef­ur að nýju náð að verða burðarás í gjald­eyr­is­sköp­un þjóðar­inn­ar, stuðlað að stöðugra gengi krón­unn­ar og aukn­um lífs­gæðum fólks­ins í land­inu. Okk­ar hlut­verk er að tryggja að svo verði áfram. Helstu áskor­an­ir og tæki­færi á næsta ári fel­ast í gerð aðgerðaáætl­un­ar á grunni framtíðar­sýn­ar ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030 með sjálf­bærni að leiðarljósi og í góðri sam­vinnu við grein­ina og heima­fólk.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. september 2022.

Categories
Greinar

Innlend orka er gulls ígildi

Deila grein

09/09/2022

Innlend orka er gulls ígildi

Há verðbólga er ein helsta áskor­un flestra hag­kerfa heims um þess­ar mund­ir. Ástæður henn­ar er einna helst að finna í nauðsyn­leg­um efna­hagsaðgerðum vegna Covid-heims­far­ald­urs­ins, óafsak­an­legri inn­rás Rúss­lands inn í Úkraínu og sumpart í hinni alþjóðlegu pen­inga­stefnu frá 2008. Verðbólga víða í Evr­ópu birt­ist ekki síst í him­in­háu orku­verði sem er farið að sliga fjár­hag fjöl­skyldna og fyr­ir­tækja í álf­unni. Stjórn­völd í ýms­um lönd­um hafa þegar til­kynnt um aðgerðapakka til þess að dempa áhrif þess­ara hækk­ana, til dæm­is með lánalín­um, bein­greiðslum til heim­ila og hval­reka­skött­um á orku­fyr­ir­tæki til þess að fjár­magna mót­vægisaðgerðir.

Ísland hef­ur ekki farið var­hluta af alþjóðlegri verðbólgu en spár hér­lend­is gera áfram ráð fyr­ir hárri verðbólgu, þrátt fyr­ir að hún hafi minnkað ör­lítið í síðasta mánuði er hún mæld­ist 9,7%. Stór stýri­breyta í þróun henn­ar hér­lend­is er mik­il hækk­un á hús­næðis­verði ásamt mik­illi einka­neyslu. Það er göm­ul saga en ekki ný að lang­tíma­áhrif verðbólgu eru slæm fyr­ir sam­fé­lög. Þau, sem hafa minnst milli hand­anna, eru ber­skjölduðust fyr­ir áhrif­um henn­ar, sem og fjöl­skyld­ur sem hafa ný­lega fjár­fest í eig­in hús­næði og sjá hús­næðislán sín hækka veru­lega í kjöl­far vaxta­hækk­ana. Það er mik­il­vægt að styðja við þessa hópa.

Í sögu­legu sam­hengi hef­ur verðbólga átt sinn þátt í heims­sögu­leg­um at­b­urðum. Þannig átti hækk­andi verð á hveiti og korni til að mynda sinn þátt í falli komm­ún­ism­ans í Sov­ét­ríkj­un­um 1989. Fræðimenn hafa rýnt í sam­hengið á milli hærra mat­væla­verðs og óstöðug­leika í ýms­um ríkj­um. Þannig sýndi til dæm­is hag­fræðing­ur­inn Marc Bell­emare, pró­fess­or við Há­skól­ann í Minnesota, fram á sterk tengsl milli ófriðar og mat­væla­verðs í hinum ýmsu lönd­um á ár­un­um 1990-2011.

Ísland er að mörgu leyti í sterkri stöðu til þess að tak­ast á við háa verðbólgu. Und­ir­liggj­andi staða þjóðarbús­ins er sterk. Stjórn­völd og Seðlabank­inn róa í sömu átt og landið er ríkt af auðlind­um. Ísland býr við mikið sjálf­stæði í orku­mál­um miðað við ýms­ar aðrar þjóðir og fram­leiðir mikla end­ur­nýj­an­lega orku fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki. Íslensk heim­ili greiða lágt verð fyr­ir orku en verðlagn­ing henn­ar lýt­ur ekki sömu lög­mál­um og verðlagn­ing á orku á meg­in­landi Evr­ópu, þar sem ís­lenska flutn­ingsnetið er ótengt því evr­ópska. Slíkt hjálp­ar óneit­an­lega við að halda aft­ur af verðbólgu. Þá bygg­ist efna­hags­lífið á öfl­ug­um stoðum eins og gjöf­ul­um fiski­miðum, heil­næm­um land­búnaði og öfl­ugri ferðaþjón­ustu. Allt eru þetta þætt­ir sem styðja við að ná verðbólg­unni niður til lengri og skemmri tíma. Það verk­efni er stærsta verk­efni hag­stjórn­ar­inn­ar þegar að fram í sæk­ir enda ógn­ar há verðbólga vel­sæld, bæði beint og óbeint, og dreg­ur þannig úr sam­stöðu í sam­fé­lag­inu. Mik­il­vægt er að stjórn­völd standi áfram vakt­ina og verði til­bú­in að grípa inn í, eft­ir því sem þurfa þykir, til að verja þann efna­hags­lega ár­ang­ur sem náðst hef­ur á und­an­förn­um árum.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 8. sept. 2022.

Categories
Greinar

Ís­lensk orka beislar verð­bólgu

Deila grein

06/09/2022

Ís­lensk orka beislar verð­bólgu

Flest hagkerfi heims eru að kljást við of háa verðbólgu um þessar mundir. Meginorsakir hennar má rekja til nauðsynlegra efnahagsaðgerða vegna Covid-19, innrásar Rússlands í Úkraínu og að einhverju leyti hinnar alþjóðlegu peningastefnu frá 2008. Orkuverð í Evrópu er í hæstu hæðum og hafa ýmis ríki í álfunni gripið til neyðaraðgerða til að létta undir með orkukerfum. Spár hérlendis gera áfram ráð fyrir hárri verðbólgu, þrátt fyrir að hún hafi minnkað örlítið í síðasta mánuði er hún mældist 9,7%. Mikil hækkun á húsnæðisverði hefur drifið verðbólguna áfram ásamt einkaneyslu. Langtímaafleiðingar hárrar verðbólgu eru afar slæmar fyrir samfélög og það er gamall sannleikur að verðbólga hittir einkum fyrir þá sem minnst hafa. Ljóst er að hópurinn sem fer verst út úr þessum verðbólguhremmingum eru heimilin sem nýverið hafa komið inn á húsnæðismarkaðinn og sjá lánin hækka. Afar brýnt er að lánveitendur og stjórnvöld sinni þessum hóp.

Staða heimsmála er jafnframt viðkvæm vegna hárrar alþjóðlegrar verðbólgu. Hækkandi verð á hveiti og öðru korni átti sinn þátt í falli kommúnismans í Sovétríkjunum 1989. Hagfræðingurinn Marc Bellemare við Minnesota-háskóla sýndi fram á sterk tengsl á milli matvælaverðs og ófriðar í mörgum löndum á árunum 1990 til 2011. Verðbólga olli t.a.m. stjórnarskiptum í Brasilíu, Tyrklandi og Rússlandi í lok 10. áratugarins.

Staða Íslands er að mörgu leyti góð til að fást við verðbólguógnina, þar sem auðlindir okkar eru miklar. Orka í þágu heimilanna er ódýr en hún lýtur ekki sömu reglum verðlagningar og á meginlandi Evrópu, fiskimið okkar eru gjöful og óendanlegir möguleikar eru í landbúnaði ásamt sterkri ferðaþjónustu og vaxandi hugvitsdrifnu hagkerfi. Íslenska hagkerfið hefur alla möguleika á að ná verðbólgunni niður. Það er kappsmál enda ógnar hækkandi verðbólga velsæld með beinum og óbeinum hætti og dregur úr samfélagslegri samstöðu. Því er afar mikilvægt að greina hvernig áhrif verðbólgunnar koma við mismunandi hópa samfélagsins og grípa til viðeigandi aðgerða.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar-, viðskipta-, og ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 6. sept. 2022.

Categories
Greinar

Norðurslóðir á krossgötum

Deila grein

30/08/2022

Norðurslóðir á krossgötum

Mál­efni norður­slóða skipta Ísland höfuðmáli en mál­efni svæðis­ins hafa á und­an­förn­um árum notið sí­vax­andi at­hygli ríkja heims­ins. Ísland hef­ur gert sig gild­andi í norður­slóðamál­efn­um. Þannig veitti Ísland Norður­skauts­ráðinu for­ystu á ár­un­um 2019-2021 og Hring­borð norður­slóða (e. Arctic Circle) hef­ur und­ir for­ystu fyrr­ver­andi for­seta Íslands, herra Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, fest sig í sessi sem alþjóðleg­ur vett­vang­ur norður­slóðamála með þátt­töku fjöl­margra ríkja. Um liðna helgi tók ég þátt í sér­stöku Græn­landsþingi Hring­borðs norður­slóða þar sem um 400 þátt­tak­end­ur frá 25 lönd­um komu sam­an til þess að ræða lofts­lags­vána og mál­efni norður­slóða.

Alls voru um 50 mál­stof­ur á þing­inu þar sem meðal ann­ars var fjallað um viðskipti, ferðaþjón­ustu, námu­vinnslu, mat­væla­vinnslu, vöru­flutn­inga og framtíðar­sýn út frá lofts­lags­breyt­ing­um og græn­um lausn­um. Í ræðu minni lagði ég meðal ann­ars áherslu á mik­il­vægi þess að sam­tím­inn lærði af þeim mis­tök­um sem nor­rænt fólk gerði á Græn­landi á 13.-14. öld­inni þegar gengið var of nærri viðkvæmu um­hverfi með of­beit og of­nýt­ingu nátt­úru­auðlinda, sem meðal ann­ars er talið hafa valdið því á end­an­um að nor­rænt fólk gafst upp á Græn­lands­bú­set­unni.

Á norður­slóðum búa alls um fjór­ar millj­ón­ir manna í átta ríkj­um en um tí­undi hluti þeirra eru frum­byggj­ar. Flest­ir lifa í nokkuð miklu ná­vígi við nátt­úr­una líkt og við Íslend­ing­ar þekkj­um vel af eig­in raun. Sam­fé­lög­in hafa að miklu leyti byggt af­komu sína á nýt­ingu nátt­úru­auðlinda, allt frá sjáv­ar­fangi og fugl­um til jarðefna­eldsneyt­is og málma. Þær um­hverf­is­breyt­ing­ar sem eiga sér stað hafa í för með sér viðamikl­ar áskor­an­ir fyr­ir sam­fé­lög á norður­slóðum, þar sem sum sam­fé­lög hafa minni viðnámsþrótt en önn­ur til þess að tak­ast á við þær.

Það er mik­il­vægt að spornað sé við nei­kvæðum áhrif­um þess­ara breyt­inga en að sama skapi tryggt að þau tæki­færi sem geta fal­ist í þeim verði nýtt með sjálf­bær­um hætti þar sem huga þarf að um­hverf­is- og ör­ygg­isþátt­um sem og fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um þátt­um. Sjálf­bærni verður að vera meg­in­stef í öll­um aðgerðum á norður­slóðum til að bregðast við þeim vanda sem fylg­ir hlýn­un jarðar og af­leiðing­um lofts­lags­breyt­inga – og þar gegn­ir auk­in sam­vinna og sam­starf ríkja á norður­slóðum lyk­il­hlut­verki. Fjár­fest­ing­ar og viðskipti eru þar mik­il­væg verk­færi til þess að tak­ast á við áhrif lofts­lags­breyt­inga og þar get­ur Ísland beitt sér með góðum ár­angri og miðlað af þekk­ingu sinni og reynslu til annarra ríkja á svæðinu.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 30. ágúst 2022.