Categories
Fréttir

Framsókn í meirihluta í Grindavík

Deila grein

30/05/2022

Framsókn í meirihluta í Grindavík

Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu í dag málefnasamning um verkefni og samstarf næsta kjörtímabils.

Nýr forseti bæjarstjórnar verður Ásrún H. Kristinsdóttir, fulltrúi Framsóknar, en þriðja ár kjörtímabilsins tekur Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi Raddar unga fólksins, við embættinu. Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, verður formaður bæjarráðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri verður endurráðinn.

Málefnasamningur verður birtur að loknum fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar þriðjudaginn 7. júní.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum buðu fram eftirtalin framboð: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Samfylking og óháðir og Rödd unga fólksins.

Miðflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig tveimur, Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 og tapaði einum, Framsóknarflokkur hlaut 1 og Rödd unga fólksins 1. Samfylkingin og óháðir töpuðu sínum bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkinn vantaði 23 atkvæði til að fella þriðja mann Miðflokksins og Samfylkinguna og óháða vantaði 25 atkvæði til þess sama.

Úrslit:

GrindavíkAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks32420.24%16.42%0
D-listi Sjálfstæðisflokks39724.80%2-8.75%-1
M-listi Miðflokksins51932.42%318.86%2
S-listi Samfylkingar og óháðra1499.31%0-1.17%-1
U-listi Raddar unga fólksins21213.24%1-5.91%0
G-listi Grindavíkurlistans-9.45%0
Samtals gild atkvæði1,601100.00%7-0.01%0
Auðir seðlar201.23%
Ógild atkvæði20.12%
Samtals greidd atkvæði1,62364.12%
Kjósendur á kjörskrá2,531
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (M)519
2. Hjálmar Hallgrímsson (D)397
3. Ásrún Helga Kristinsdóttir (B)324
4. Birgitta Rán Friðfinnsdóttir (M)260
5. Helga Dís Jakobsdóttir (U)212
6. Birgitta H. Ramsey Káradóttir (D)199
7. Gunnar Már Gunnarsson (M)173
Næstir innvantar
Sverrir Auðunsson (B)23
Siggeir Fannar Ævarsson (S)25
Eva Lind Matthíasdóttir (D)123
Sævar Þór Birgisson (U)135
Categories
Greinar

Rangfærslur um kolefnislosun

Deila grein

27/05/2022

Rangfærslur um kolefnislosun


Kolefnislosun í landbúnaði á Íslandi er metin út frá tveimur þáttum, annars vegar er um að ræða kolefnislosun frá framræstum jarðvegi og hins vegar er losun sem verður vegna annarra þátta innan býlanna. Kolefnislosun frá framræstum jarðvegi hefur verið metin 100% hærri en aðrir þættir innan býlanna og vegur því þungt, svo þungt að margir halda því fram að kolefnisspor íslensks lambakjöts sé meira heldur en innflutts lambakjöts frá Ástralíu, sem er auðvitað fráleitt, enda þarf ekki nema að hugsa það til enda til að sjá að það stenst enga skoðun.

Minni losun en haldið hefur verið fram

Nýlega sendi Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri frá sér skýrslu sem byggir meðal annars á rannsóknum sem gerðar voru á Norðurlandi á kolefnislosun frá framræstu landi. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna að fullyrðingar, sem haldið hefur verið á lofti á Íslandi árum saman um losun koltvísýrings og annarra meintra gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi, eru langt frá því að geta staðist. Í skýrslunni segir að losunin sem hér mælist verði að teljast lítil miðað við eldri mælingar sem gerðar hafa verið í framræstum, óræktuðum lífrænum mýrum. Það er full ástæða til að leggja í frekari rannsóknir á þessum málum hér á landi, því það hafa flogið nokkuð háværar fullyrðingar um langtímalosun koltvísýrings úr framræstu landi og mikilvægi þess að endurheimta þau votlendi sem framræst hafa verið á undanförnum áratugum.

Betri kortlagning

Í skýrslunni segir að til að kortleggja sem næst raunverulega langtíma kolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi þurfi að gera átak í að mæla hana skipulega sem víðast. Væntanlega þarf samkvæmt þessi að mæla út frá mismunandi jarðvegi og á mismunandi landsvæðum. Það er mjög mikilvægt að frekari og stöðug vöktun fari fram á þeim þætti um allt land, það er mikilvægt ekki síst til þegar horft er til markmiða stjórnvalda í loftlagsmálum.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður

Greinin birtist fyrist í Bændablaðinu 25. maí 2022

Categories
Greinar

Mörg þúsund heimili í farvatninu

Deila grein

27/05/2022

Mörg þúsund heimili í farvatninu

Síðustu misseri hefur orðið tíðrætt í samfélaginu um þá grafalvarlegu stöðu sem ríkt hefur á húsnæðismarkaðnum hér á landi og kallað hefur verið eftir tafarlausum aðgerðum. Í febrúar síðastliðinn skipaði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra starfshóp um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði. Í síðustu viku skilað hópurinn af sér 28 tillögum í sjö málaflokkum. Á grundvelli þessara tillagna munu stjórnvöld nú þegar leggja áherslu á aukna uppbyggingu íbúða, endurbættan húsnæðisstuðning og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda.

Langþráð yfirsýn

Með tilkomu skýrslunnar höfum við loks bæði góð og rétt verkfæri í höndunum. Nú í fyrsta sinn er til staðar yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn með betri upplýsingum. Með þeim er hægt að vinna raunhæfa aðgerðaáætlun til fimm ára og húsnæðisstefnu til fimmtán ára. Gerð er tillaga um húsnæðisáætlun um fyrir allt landið og sérstök áhersla lögð á áframhaldandi uppbyggingu almenna íbúðakerfisins og endurskoðun opinbers húsnæðisstuðnings. Húsnæðisöryggi og jafnt aðgengi allra að hagkvæmu húsnæði á viðráðanlegu verði verður sérstakt forgangsmál. Til þess að ná þeim markmiðum á að setja á fót starfshóp ríkis og sveitarfélaga með aðild aðila vinnumarkaðarins um endurskoðun á húsnæðisstuðningskerfum í samræmi við markmið og greiningar í skýrslu starfshópsins en þar kemur meðal annars fram að taka þurfi opinberan húsnæðisstuðning til heildstæðrar endurskoðunar og tryggja að hann nýtist fyrst og fremst þeim sem á þurfa að halda.

Aukin uppbygging íbúða

Niðurstaða þarfagreiningar sveitarfélaga í húsnæðisáætlunum er að byggja þarf um 35.000 íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun en þess ber að geta að í þeirri greiningu er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu til að mæta uppsafnaðri þörf sem í maí 2021 var metin um 4.500 íbúðir. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við þörf. Til þess að hægt sé að ná þessum markmiðum þarf húsnæðisáætlun fyrir landið allt. En ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma.

Því er ánægjulegt að segja frá því að ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga munu nú þegar hefja viðræður um rammasamning um byggingu 4.000 íbúða árlega á landsvísu næstu fimm árin og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár þar á eftir. Í þeirri vinnu verður sértaklega horft til þeirra markmiða sem sett eru fram í tillögum starfshópsins en þær er meðal annars að félagslegt húsnæði nemi að jafnaði 5% nýrra íbúða og hagkvæmt húsnæði sé sem næst 30% með sérstakri áherslu á almenna íbúðarkerfið. Sé horft til höfuðborgarsvæðisins er nauðsynlegt að taka upp svæðisskipulagið sem gildir til ársins 2040 svo gera megi öllum sveitarfélögum á svæðinu kleift að taka þátt í því mikla verkefni sem fram undan er í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landinu öllu. Samhliða þéttingu byggðar þarf að vera svigrúm til að brjóta nýtt land svo byggja megi hratt og vel fyrir alla hópa samfélagsins.

Virkur og heilbrigður leigumarkaður

Þá er mikilvægt að tryggja réttindi og húsnæðisöryggi leigjenda. Opinber gögn sýna að staða leigjenda er lakari en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði og almennt telja leigjendur sig búa við minna húsnæðisöryggi en fólk í eigið húsnæði. Leigjendur búa við þyngri fjárhagslegri byrði húsnæðiskostnaðar og töluvert hærra hlutfall leigjenda en eigenda býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Inn á þessi atriði er komið í skýrslu starfshópsins og lagðar fram tillögur um virkan og heilbrigðan leigumarkað sem raunverulegan valkost. Meðal annars með því að endurskoða ákvæði húsaleigulaga með það að markmiði að bæta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda.

Jafnvægi er lykillinn

Á sama tíma og ég fagna vinnu starfshópsins og þeirri mikilvægu greiningarvinnu sem þar er hvet ég innviðaráðherra áfram til góðra verka, en mörg þau verkefni sem nú liggja fyrir eru á verksviði hans. Þetta er gott skref þar sem við erum nú í fyrsta sinn er verið að horfa til framtíðar í húsnæðismálum. Í fyrsta sinn er verið að styðjast við mannfjöldaspár og bera saman við húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Í fyrsta sinn er verið að setja fram aðgerðaáætlun líkt og í samgönguáætlun og stefnu til 15 ára. Allt undir forystu Framsóknar og í ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Það er mín einlæga von að við förum að sjá til lands í húsnæðismálum hér á landi, því jafnvægi á húsnæðismarkaði er samfélaginu öllu mikilvægt.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður

Greinin birtist fyrst á mbl.is 26. maí 2022

Categories
Greinar

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Deila grein

27/05/2022

Tökum flugið í ferðaþjónustu!

Eft­ir áskor­an­ir und­an­far­inna ára erum við far­in að hefja okk­ur til flugs í ferðaþjón­ust­unni á ný. Seigla ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu og stuðningsaðgerðir stjórn­valda hafa gert það að verk­um að end­ur­reisn grein­ar­inn­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi er mögu­leg. Og um leið end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins og bættra lífs­kjara hér á landi. Tím­inn í far­aldr­in­um var vel nýtt­ur, bæði hjá stjórn­völd­um sem og hjá fyr­ir­tækj­un­um sjálf­um.

Hvað varðar aðgerðir stjórn­valda ber til dæm­is að nefna stofn­un áfangastaðastofa í hverj­um lands­hluta, stór aukn­ar fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði sam­göngu­innviðum og innviðum á ferðamanna­stöðum svo þeir verði bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti aukn­um fjölda gesta á ný.

Ferðaþjón­usta er burðarás í ís­lensku efna­hags­lífi og er at­vinnu­grein sem get­ur skapað mik­il út­flutn­ings­verðmæti á skömm­um tíma. Eitt helsta mark­mið stjórn­valda á sviði ferðaþjón­ustu er að árið 2030 eyði ferðamenn 700 millj­örðum króna hér á landi. Eitt helsta for­gangs­verk­efnið nú í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er að klára vinnu við að móta nýja aðgerðaáætl­un á sviði ferðamála á grunni Framtíðar­sýn­ar og leiðarljóss ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030 þar sem áhersla er lögð á sjálf­bærni á öll­um sviðum. Mik­il­vægt er að leggja áherslu á ávinn­ing heima­manna um allt land, í því sam­bandi er dreif­ing ferðamanna lyk­il­atriði. En ójöfn dreif­ing ferðamanna um landið hef­ur verið ein mesta áskor­un ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu frá upp­hafi. Mikið er í húfi, t.a.m. betri nýt­ing innviða, bætt bú­setu­skil­yrði og lífs­gæði heima­manna, betri rekstr­ar- og fjár­fest­ing­ar­skil­yrði fyr­ir­tækja og fjöl­breytt­ara at­vinnu­líf um land allt. Greitt milli­landa­flug skipt­ir í þessu sam­hengi miklu máli og hafa ánægju­leg­ar frétt­ir borist af því að und­an­förnu með stofn­un flug­fé­lags­ins Nicea­ir sem mun fljúga beint frá Ak­ur­eyri.

Aðgerðir á fyrstu mánuðum hins nýja ráðuneyt­is hafa meðal ann­ars ein­kennst af of­an­töldu. Tím­inn hef­ur verið vel nýtt­ur og meðal ann­ars auk­inn slag­kraft­ur var sett­ur með 550 m.kr fram­lagi í alþjóðlega markaðsverk­efnið „Sam­an í sókn“ sem haf­ur það að mark­miði að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar. Samn­ing­ur var gerður um markaðssetn­ingu á Norður- og Aust­ur­landi sem væn­leg­um áfanga­stöðum fyr­ir beint milli­landa­flug. Tæp­um 600 m.kr. út­hlutað úr fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til að bæta innviði og auka getu svæðanna til að taka á móti ferðamanna­mönn­um, tvær reglu­gerðir und­ir­ritaðar til að koma móts við erfiða lausa­fjár­stöðu fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu vegna af­leiðinga heims­far­ald­urs. Þá mælti ég í vik­unni einnig fyr­ir breyt­ingu á lög­um um Ferðaábyrgðasjóð en með breyt­ing­unni verður láns­tími lána sjóðsins lengd­ur úr 6 árum í 10 ár sem auðveld­ar ferðaskrif­stof­um að standa við af­borg­an­ir, nú þegar viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar er haf­in af fullu krafti.

Það er ánægju­legt að heyra þá bjart­sýni sem rík­ir víða í ferðaþjón­ust­unni, bók­un­arstaðan er góð og mik­ill áhugi er á því að heim­sækja landið okk­ar. Íslensk ferðaþjón­usta er á heims­mæli­kv­arða og þar vilj­um við styrkja hana enn frek­ar í sessi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

ferðamálaráðherra og varaformaður Framsókar

Greinin birtist fyrst á mbl.is 27. maí 2022

Categories
Fréttir

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Deila grein

25/05/2022

Meirihlutasamstarf undirritað í Hveragerði

Bæjarfulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis skrifuðu í kvöld undir málefnasamning um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili í Lystigarðinum Fossflöt í Hveragerði.

Í málefnasamningnum segir að framboðin munu á kjörtímabilinu fjárfesta í innviðum sveitarfélagsins samhliða íbúafjölgun. Ábyrgur rekstur verði í forgangi og lögð áhersla á opna og gagnsæja stjórnsýslu ásamt því að veita íbúum framúrskarandi þjónustu.

Megináherslur málefnasamningsins eru tilgreindar í helstu málaflokkum. Nýi meirihlutinn hyggst auglýsa starf bæjarstjóra og ráða í það á faglegum forsendum.

Framboðin munu skipta með sér verkum á kjörtímabilinu þannig að forseti bæjarstjórnar kemur úr röðum Framsóknar fyrsta og þriðja árið og Okkar Hveragerði annað og fjórða árið. Á móti verður sami háttur hafður á varðandi formann bæjarráðs, þannig að hann kemur úr röðum Okkar Hveragerði fyrsta árið.

Framsókn mun sinna formennsku í menningar-, íþrótta- og frístundanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd og kjörstjórn Hveragerðisbæjar. Okkar Hveragerði mun sinna formennsku í fræðslunefnd og umhverfisnefnd.

Í kosningunum þann 14. maí síðastliðinn fengu Okkar Hveragerði og Framsókn samtals fimm bæjarfulltrúa af sjö en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. 

Fréttin birtist fyrst á Sunnlenska.is 25. maí 2022

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í kjöri voru listar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Okkar Hveragerði. Sjálfstæðisflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa, tapaði tveimur og meirihlutanum í bæjarstjórn. Okkar Hveragerði hlaut 3 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum og Framsóknarflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa og bætti einnig við sig einum. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 120 atkvæði til að koma sínum þriðja manni að á kostnað Okkar Hveragerðis.

Úrslit:

HveragerðiAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknar48027.54%213.00%1
D-listi Sjálfstæðisflokks57232.82%2-19.58%-2
O-listi Okkar Hveragerði69139.64%36.58%1
Samtals gild atkvæði1,743100.00%70.00%0
Auðir seðlar281.58%
Ógild atkvæði00.00%
Samtals greidd atkvæði1,77177.54%
Kjósendur á kjörskrá2,284
Kjörnir sveitarstjórnarmennAtkv.
1. Sandra Sigurðardóttir (O)691
2. Friðrik Sigurbjörnsson (D)572
3. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)480
4. Njörður Sigurðsson (O)346
5. Alda Pálsdóttir (D)286
6. Halldór Benjamín Hreinsson (B)240
7. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)230
Næstir innvantar
Eyþór Ólafsson (D)120
Andri Helgason (B)212
Categories
Fréttir

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Deila grein

25/05/2022

Fram­sókn, Sam­fylk­ing og Viðreisn hafa náð sam­komu­lagi um meiri­hluta í Mos­fells­bæ

Fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar hafa náð sam­komu­lagi um mynd­um meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Seg­ir að sam­komu­lag hafi náðst um það að Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Fram­sókn­ar, verði formaður bæj­ar­ráðs. Þá verður Anna Sig­ríður Guðna­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar,  for­seti bæj­ar­stjórn­ar en Lovísa Jóns­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar, mun taka við embætt­inu að ári liðnu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra full­trúa í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um en Sam­fylk­ing­in og Viðreisn einn hvor.

„Sam­starf flokk­anna bygg­ist á stefnu­skrám þeirra og verður mál­efna­samn­ing­ur form­lega kynnt­ur við und­ir­rit­un, sem boðað verður til fyr­ir fyrsta fund nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar. Fram­boðin þrjú eru sam­mála um að leggja til á fyrsta fundi bæj­ar­ráðs að bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar verði ráðinn og að leitað verði ráðgjaf­ar ut­anaðkom­andi aðila til að aðstoða við ráðning­ar­ferlið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningum buðu fram Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Vinir Mosfellsbæjar, Miðflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Bæjarfulltrúum fjölgaði úr 9 í 11.

Framsóknarflokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa en hafði engan fyrir, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 4 eins og síðast, Vinir Mosfellsbæjar hlutu 1, Samfylkingin 1 og Viðreisn 1. Miðflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð misstu sína bæjarfulltrúa. Vinum Mosfellsbæjar vantaði 36 atkvæði til að fella fjórða mann Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingunni grænu framboð vantaði 63 atkvæði til þess sama og til að halda sínum bæjarfulltrúa.

Úrslit:

MosfellsbærAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.81132,20%429,26%4
C-listi Viðreisnar4447,89%1-3,35%0
D-listi Sjálfstæðisflokks1.53427,28%4-11,92%0
L-listi Vinir Mosfellsbæjar73113,00%12,37%0
M-listi Miðflokksins2784,94%0-4,03%-1
S-listi Samfylkingar5058,98%1-0,56%0
V-listi Vinstri grænna3215,71%0-3,92%-1
Í-listi Íbúasamtaka og Pírata-7,86%0
Samtals gild atkvæði5.624100,00%11-0,01%2
Auðir seðlar1252,17%
Ógild atkvæði150,26%
Samtals greidd atkvæði5.76461,18%
Kjósendur á kjörskrá9.422
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Halla Karen Kristjánsdóttir (B)1.811
2. Ásgeir Sveinsson (D)1.534
3. Aldís Stefánsdóttir (B)906
4. Jana Katrín Knútsdóttir (D)767
5. Dagný Kristinsdóttir (L)731
6. Sævar Birgisson (B)604
7. Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)511
8. Anna Sigríður Guðnadóttir (S)505
9. Örvar Jóhannsson (B)453
10. Lovísa Jónsdóttir (C)444
11. Helga Jóhannesdóttir (D)384
Næstir innvantar
Guðmundur Hreinsson (L)36
Bjarki Bjarnason(V)63
Sveinn Óskar Sigurðsson (M)106
Leifur Ingi Eysteinsson (B)107
Ólafur Ingi Óskarsson (S)263
Valdimar Birgisson (C)324
Categories
Greinar

Ertu í góðu sambandi?

Deila grein

25/05/2022

Ertu í góðu sambandi?

Hvernig er sambandið þitt? Ertu í góðu og tryggu sambandi? Þá er ég ekki að tala um hjúskaparstöðu – heldur fjarskiptasamband. Það er nefnilega svo að það hefur ekki verið sjálfsagt á Íslandi að vera í sambandi við umheiminn. En það er mikilvægt að tryggja að fólk búi við fjarskiptaöryggi og því hef ég hvatt lengi til þess að styrkja fjarskipti í dreifbýli.

Það var því sérstaklega ánægjulegt að heyra af kynningu Neyðarlínunnar og farsímafyrirtækjanna Nova, Vodafone og Símans sem hafa tekið höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Þetta skapar aukið öryggi þar sem víðar verður hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer.

Brýndi ég fyrir nýjum ráðherra fjarskiptamála, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, í vetur að hún myndi láta fjarskiptamál í dreifbýli sig sérstaklega varða. Áður hafði verkefnið verið undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi samgönguráðherra og formanns Framsóknar og mikil vinna lögð í landsátakið „Ísland ljóstengt“. Við í Framsókn höfum mikið talað um mikilvægi uppbyggingu opinberra aðila á fjarskiptaaðstöðu á undanförnum árum. Ríkið hefur styrkt með beinum hætti tengingu um 6.000 lögheimila og annarra styrkhæfra staða í dreifbýli landsins og stuðlað óbeint að tengingu þúsunda sumarhúsa og annarra bygginga. Þetta landsátak hefur þegar bylt forsendum búsetu og atvinnurekstrar í sveitum landsins.

Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu.

Jafnframt talaði ég fyrir því hvað símasamband er mikilvægt öryggisatriði og mikilvægt í daglegu lífi nú þegar ljósleiðari hefur verið lagður í dreifbýli um allt land. Í mörgum sveitarfélögum er staðan sú að á mörgum heimilum í dreifbýlinu er lítið eða ekkert símasamband. Það þýðir að ekki er möguleiki á að ná í foreldra eða forráðamenn ef eitthvað kemur upp á hjá börnunum í skólanum. Það þýðir að ekki er möguleiki fyrir íbúa að hringja á aðstoð ef eitthvað kemur upp á. 

Verðandi foreldrar verða því að fara að heiman mörgum dögum fyrir fæðingu vegna þess að þau geta ekki treyst á að ná sambandi við viðbragðsaðila. Eins eiga íbúar ekki möguleika á því að nota rafræn skilríki heima hjá sér því innskráningarbeiðnin er löngu útrunnin þegar hún loksins kemur í símann. Íbúar sem búa á þessum svæðum hafa fengið þau skilaboð að fjarskiptafyrirtækjum þyki það of kostnaðarsamt að bæta farsímasamband á fámennum svæðum. En Neyðarlínan hefur nú tryggt í samstarfi við farsímafélögin, sem setja upp sendibúnað á staðnum með opinberum fjárstyrk, að farsímar viðskiptavina farsímafélaganna hafi jafnan aðgang að sendinum. Þetta fyrirkomulag tryggir að símasamband næst jafn greiðlega hjá viðskiptavinum allra farsímafélaganna.

Neyðarlínan mun ákveða hvar þörf er á uppsetningu sendis og í framhaldi af því er farsímafélag valið til að annast verkefnið. Tilgangurinn og markmiðið er enda að stuðla að því að koma á farsímaþjónustu þannig að sem víðast er hægt að hringja í 112 til þess að kalla eftir hjálp.

Þetta er mikilvægt og tímabært að viðeigandi aðilar taki höndum saman um að tryggja gott farsímasamband á fáförnum og afskekktum stöðum á Íslandi. Það tryggir aukið öryggi að víðar verði hægt að ná sambandi við neyðarnúmerið 112 og önnur símanúmer.

Hér er jafnframt tryggður grundvöllur þess að byggja enn frekar á óstaðbundnum störfum.

Það er bjargföst trú mín að öflugir fjarskiptainnviðir séu forsenda búsetu og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á landsbyggðinni.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Höfundur er þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 25. maí 2022.

Categories
Fréttir

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Deila grein

25/05/2022

Valdimar verður bæjarstjóri í Hafnarfirði 2025

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihlutar í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 

Fram kemur í tilkynningu frá flokkunum að síðustu daga hafi verið unnið að málefnasamningi flokkanna og hann verði kynntur á næstu dögum. 

Helstu verkefni nýs meirihluta verði að undirbúa þá miklu íbúafjölgun sem framundan sé á kjörtímabilinu, stuðla áfram að kröftugri uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis, tryggja öfluga og skilvirka þjónustu, velferð fyrir alla aldurshópa og halda áfram ábyrgri fjármálastjórnun. 

Þá segir í tilkynningunni að Rósa Guðbjartsdóttir, núverandi bæjarstjóri, verði áfram bæjarstjóri til 1. janúar 2025 og Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, taki þá við starfinu. Þar til verði hann formaður bæjarráðs. 

Kristinn Andersen verður forseti bæjarstjórnar út kjörtímabilið.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í bæjarstjórnarkosningunum 2022 voru eftirtaldir listar í kjöri: Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Bæjarlistinn, Miðflokkurinn og óháðir, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa og tapaði einum, Samfylking 4 og bætti við sig tveimur, Framsóknarflokkur 2 og bætti við sig einum og Viðreisn 1. Bæjarlistinn og Miðflokkurinn töpuðu sínum bæjarfulltrúum. Píratar og Vinstrihreyfingin grænt framboð fengu ekki kjörna bæjarfulltrúa. Pírata vantaði 92 atkvæði til að ná inn bæjarfulltrúa á kostnað Framsóknarflokks.

Úrslit:

HafnarfjörðurAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks1.75013,67%25,64%1
C-listi Viðreisnar1.1709,14%1-0,36%0
D-listi Sjálfstæðisflokks3.92430,66%4-3,05%-1
L-listi Bæjarlistans5464,27%0-3,48%-1
M-listi Miðflokksins3632,84%0-4,74%-1
P-listi Pírata7846,13%0-0,40%0
S-listi Samfylkingar3.71028,99%48,84%2
V-listi Vinstri grænna5524,31%0-2,40%0
Samtals gild atkvæði12.799100,00%110,04%0
Auðir seðlar2952,25%
Ógild atkvæði390,30%
Samtals greidd atkvæði13.13360,40%
Kjósendur á kjörskrá21.744
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Rósa Guðbjartsdóttir (D)3.924
2. Guðmundur Árni Stefánsson (S)3.710
3. Orri Björnsson (D)1.962
4. Sigrún Sverrisdóttir (S)1.855
5. Valdimar Víðisson (B)1.750
6. Kristinn Andersen (D)1.308
7. Árni Rúnar Þorvaldsson (S)1.237
8. Jón Ingi Hákonarson (C)1.170
9. Kristín Thoroddsen (D)981
10. Hildur Rós Guðbjargardóttir (S)928
11. Margrét Vala Marteinsdóttir (B)875
Næstir innvantar
Haraldur Rafn Ingvason (P)92
Davíð Arnar Stefánsson (V)324
Sigurður P. Sigmundsson (L)330
Guðbjörg Oddný Jónsdóttir (D)452
Sigurður Þ. Ragnarsson (M)513
Karólína Helga Símonardóttir (C)581
Stefán Már Gunnlaugsson (S)666

 

Categories
Greinar

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Deila grein

25/05/2022

Ívilnanir Menntasjóðs vegna skorts á sérmenntuðu fólki

Víða um land hefur verið erfitt að manna ákveðnar starfsstéttir, stéttir sem nauðsynlegar eru til að halda uppi ákveðinni grunnþjónustu við íbúa samfélagsins. Ákall er víða á landsbyggðinni eftir heilbrigðismenntuðu fólki, læknum og hjúkrunarfræðingum, sérfræðingum í geðheilsuteymin sem og sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.

Ívilnanir Menntasjóðs til sérstakra staða

Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi á vorþingi 2020. Um er að ræða heildarendurskoðun á námslánakerfinu og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Í lögum um Menntasjóð er til staðar heimild um tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána á skilgreindum svæðum. Um er að ræða mikilvægt nýmæli þegar stór svæði eiga í vandræðum með að manna ákveðnar stöður og þörf er á að koma þessu ákvæði í virkni. Til þess að nýta þessa ívilnun þarf að liggja fyrir tillaga frá sveitarfélagi að skortur sé á einstaklingum með menntun í ákveðinni starfsstétt og sá einstaklingur sem þiggur ívilnun þarf að hafa lokið prófgráðu í viðkomandi námsgrein. Þá eru gerðar kröfur um að minnsta kosti 50% starfshlutfall og lengd búsetu að lágmarki tvö ár.

Þörfin er skýr, verkfærið þarf að brýna

Undirrituð lagði fram fyrirspurn til ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um þessar tímabundnu ívilnanir við endurgreiðslu námslána og lagði út frá því hvort komið sé að þeim tímapunkti að auglýsa þessar framangreindu ívilnanir.

Í svari ráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi kemur fram að engin skýrsla sé fyrirliggjandi um viðvarandi skort í starfsstétt. Því sé ekki tilefni til þess að auglýsa tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina enda liggi ekki fyrir hjá Byggðastofnun skilgreining á hvaða svæði væru þarna undir. Af þessu tilefni aflaði ég mér upplýsinga frá Byggðastofnun, þar hefur mér verið sagt að vinna sé að fara af stað um þetta mikilvæga mál og er von mín að innan fárra mánaða verði það komið í framkvæmd.

Mikilvæg byggðaaðgerð

Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikilvæg byggðaaðgerð þessi heimild er. Hvati fyrir byggðarlög sem eiga í stöðugri baráttu við að ná til sín fólki til að sinna mikilvægum störfum og halda uppi grunnþjónustu ásamt keppninni við að ná til sín sérmenntuðu fólk úr öðrum atvinnugreinum til að halda uppi öflugu samfélagi. Þessar ívilnanir efla samkeppnishæfni sveitarfélaga og mikilvægt er að þær verði nýttar sem fyrst þar sem þeirra er þörf.

Halla Signý Kristjánsdóttir

Höfundur er þingmaður Framsóknar í NV kjördæmi.

Greinin birtist fyrst á Skessuhorni 24. maí 2022

Categories
Fréttir

Samkomulag um myndun meirihluta í Múlaþingi undirritað

Deila grein

25/05/2022

Samkomulag um myndun meirihluta í Múlaþingi undirritað

Oddvitar B- og D- lista í sveitarstjórn Múlaþings undirrituðu í gær, þriðjudaginn 24. maí, samkomulag um myndun meirihluta á komandi kjörtímabili. Í samkomulaginu er kveðið á um fjölmörg áhersluatriði við stjórn og rekstur sveitarfélagsins næstu fjögur ár auk áhersluatriða í samskiptum við ríkisvaldið um uppbyggingu þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

Í samkomulaginu kemur fram að Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti B- lista, verður forseti sveitarstjórnar og Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti D- lista, verður formaður byggðarráðs. Í samkomulaginu kemur fram að gengið verði til samninga við Björn Ingimarsson sveitarstjóra um að gegna starfinu áfram.

Í samkomulaginu er lögð áhersla á að vinna áfram að því að byggja upp stjórnsýslu Múlaþings, með áherslu á gott samtal við íbúa í öllum byggðakjörnum, samlegð í rekstri, betri nýtingu fjármuna og bættri þjónustu við íbúa m.a. með aukinni sérhæfingu starfsfólks, áherslu á rafrænar lausnir og styttingu boðleiða. Gert er ráð fyrir að þróa áfram heimastjórnir hvers byggðarkjarna og að þeim verði ætlað framkvæmdafé til smærri samfélagsverkefna þar sem íbúar komi beint að forgangsröðun.

Vinna á aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og tryggja fullnægjandi framboð byggingarlóða auk þess sem stutt verður við byggingu íbúðarhúsnæðis með ýmsum ráðum. Þá verður því fylgt eftir að ráðist verði í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir innan sveitarfélagins, svo sem Fjarðarheiðargöng og Axarveg. Einnig verður þrýst á ríkisvaldið um bætta heilbrigðisþjónustu í öllum byggðarkjörnum sveitarfélagins og að aðstaða fyrir bráðagreiningu verði til staðar á Egilsstöðum. Áhersla verður lögð á að tryggja fjárframlög og framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði.

Meirihlutinn vill auka veg hafna sveitarfélagsins, byggja þær upp og nýta þau tækifæri sem í þeim felast. Þá verður lögð áhersla á uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar fyrir millilandaflug. Hvað varðar verklegar framkvæmdir er áhersla á uppbyggingu veitukerfa, húsnæði grunnskóla og að lokið verði við viðbyggingu Safnahúss. Ljúka á undirbúningi að byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum á kjörtímabilinu.

Frekari upplýsingar um kosningarnar af vefnum kosningasaga:

Í sveitarstjórnarkosningunum voru listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Austurlistans, Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjöri.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 bæjarfulltrúa og tapaði einum, Framsóknarflokkur hlaut 3 og bætti við sig einum, Austurlistinn hlaut 2 og tapaði einum, Vinstrihreyfingin grænt framboð hlaut 2 og bætti við sig einum og Miðflokkurinn hlaut 1. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 99 atkvæði til að fella þriðja mann Framsóknarflokks.

Úrslit

MúlaþingAtkv.%Fltr.Breyting
B-listi Framsóknarflokks58725.09%35.92%1
D-listi Sjálfstæðisflokks68429.23%3-0.03%-1
L-listi Austurlistans47020.09%2-7.11%-1
M-listi Miðflokksins2078.85%1-2.10%0
V-listi Vinstri grænna39216.75%23.33%1
Samtals gild atkvæði2,340100.00%110.00%0
Auðir seðlar753.09%
Ógild atkvæði120.49%
Samtals greidd atkvæði2,42766.26%
Kjósendur á kjörskrá3,663
Kjörnir bæjarfulltrúarAtkv.
1. Berglind Harpa Svavarsdóttir (D)684
2. Jónína Brynjólfsdóttir (B)587
3. Hildur Þórisdóttir (L)470
4. Helgi Hlynur Ásgrímsson (V)392
5. Ívar Karl Hafliðason (D)342
6. Vilhjálmur Jónsson (B)294
7. Eyþór Stefánsson (L)235
8. Guðný Lára Guðrúnardóttir (D)228
9. Þröstur Jónsson (M)207
10. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V)196
11. Björg Eyþórsdóttir (B)196
Næstir innvantar
Ólafur Áki Ragnarsson (D)99
Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (L)118
Hannes Karl Hilmarsson (M)185
Pétur Heimisson (V)196