
Opinn fundur Austurlandi

19/09/2022
Opinn fundur Austurlandi
19/09/2022
Opinn fundur Austurlandi15/09/2022
Heilbrigðisþjónusta á ekki vera háð hagsveiflumWillum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að Íslendingar standa frammi fyrir mörgum áskorunum en ekki megi gleyma að við búum við ákjósanlegri lífsskilyrði en margir aðrir.
„Á Íslandi er orkan okkar græn og umhverfisvæn. Hér er friðsælt, lífskjör eru almennt góð og jöfnuður er óvíða meiri. Já, það er stundum hollt að við minnum okkur á hversu lánsöm við raunverulega erum.“
Willum Þór minnti á að með vaxandi lífaldri og auknum kröfum okkar um meiri lífsgæði verða viðfangsefnin æ fleiri og meira krefjandi á sviði heilbrigðismála. Þriðjungur af heildarfjárhæð fjárlaga fer til heilbrigðismála.
„Notandinn er í forgrunni þeirrar ákvörðunartöku. Þjóðin er að eldast. Tækniframförum fleygir fram og sjúkdómur sem var ólæknandi fyrir nokkrum árum er í dag er læknanlegur. En heilbrigðiskerfið snýst ekki aðeins um öfluga heilbrigðisþjónustu heldur það að gera fólki betur kleift að huga að eigin heilsu,“ sagði Willum Þór.
Willum sagði mikilvægt að aukna áherslu á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Áhersla á lýðheilsu sést í aðgerðaáætlun í lýðheilsumálum og árlegu heilbrigðisþingi sem verður helgað lýðheilsu.
„Alþingi ályktaði nú í vor um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030. Markviss áætlun á grunni stefnunnar um aðgerðir í geðheilbrigðismálum er í mótun og mun koma fyrir þingið sem þingsályktunartillaga í byrjun næsta árs. Mönnun í heilbrigðisþjónustu er gríðarleg áskorun hér á landi, á heimsvísu, nú og til framtíðar.
Heilbrigðisstarfsfólk þarf í kjölfar heimsfaraldurs endurheimt og stuðning. Það er okkar stjórnvalda að tryggja að umgjörðin sé í lagi, nýr spítali, nýsköpun, tækni, lyf, menntun, vísindi, húsnæði — já, listinn er langur — innviðir, samningar um þjónustu, allt sem tryggir bættan aðbúnað og kjör fyrir mannauðinn, þjónustuveitendur og þiggjendur,“ sagði Willum.
Willum minnti á nýskipað endurhæfingarráð sem hefur það hlutverk að vera til ráðgjafar um faglega stefnumörkun og skipulag þjónustu á sviði endurhæfingar. Ráðuneyti og sveitarfélög vinna að umbótum í málefnum aldraðra og er sérstök verkefnastjórn að leiða það verkefni.
„Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála aukin og það er engin aðhaldskrafa sett á heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús og öldrunarstofnanir. Í því felast skýr skilaboð: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur stendur vörð um heilbrigðiskerfið. Sameinumst um stöðugar umbætur heilbrigðiskerfisins. Öflugt samfélag byggir ekki síst á sterku heilbrigðiskerfi,“ sagði Willum að lokum.
15/09/2022
Nýtum tækifærin vel í orkumálum, verum ábyrg, verum framsýnSigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, sagði í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi að viðsnúningur í efnahagslífi Íslands megi að miklu leyti þakka nýfengna ferðafrelsi, til landsins streymi að nýju ferðamenn. Náttúra landsins dragi ferðamenn til landsins, fóstri landbúnað og sjávarútveg og sé uppspretta orkuauðlindarinnar.
Sigurður Ingi sagði að fortíðin sýndi að lykillinn að lífsgæðum á Íslandi sé að feta einstigi verndar og nýtingar.
„Samtíminn í nágrannalöndum okkar sýnir að við erum einstaklega lánsöm með okkar innlendu orku. Ef rétt er á spilum haldið mun framleiðsla á innlendri orku fyrir ökutæki, skip og flugvélar veita okkur einstakt orkusjálfstæði. Fyrir þessari ríkisstjórn liggur að nýta tækifærin vel þegar kemur að orkumálum, vera ábyrg, vera framsýn,“ sagði Sigurður Ingi.
„Í sumar undirritaði ég ásamt formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga rammasamning um húsnæðisuppbyggingu. Í gær hleyptum við formlega af stokkunum næstu lotu sem felur í sér samtal og samningsgerð við einstaka sveitarfélög. Í þessu starfi sem fjölmargir fagaðilar hafa komið að má segja að hafi orðið til sannkallað þjóðarátak í uppbyggingu, húsnæðis enda ekki vanþörf á því að við finnum öll hvernig skortur á húsnæði hefur valdið miklum hækkunum, bæði á húsnæði en ekki síður á verðbólgu og vöxtum. Sú vinna sem þegar er hafin í húsnæðisuppbyggingu markar að mörgu leyti tímamót. Hér eru ekki á ferðinni neinar skammtímalausnir. Kerfið er ekki plástrað heldur er lagður grunnur að markvissri uppbyggingu til lengri tíma. Með þessum aðgerðum verður skapað jafnvægi sem kemur í veg fyrir miklar sveiflur sem leggjast ólíkt á nýjar kynslóðir sem koma inn á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Sigurður Ingi.
Sigurður Ingi minnti á að ríkisstjórnin hafi orðið að stíga á útgjaldabremsuna fyrir árið 2023 til þess að ná tökum á þenslunni, á verðbólgunni. Við munum strax sjá árangur af ábyrgri stjórn. En að fara verði varlega þegar þenslan er mest og verðbólga geisar. „Afleiðingar verðbólgunnar eru Íslendingum vel kunnar og ekki af góðu. Að grípa ekki til aðgerða nú væri eins og að gefa í á leiðinni yfir blindhæð.“
Ríkisstjórnin ætli að varða leiðina til framtíðar, til aukinnar hagsældar, til meiri jöfnuðar og fleiri tækifæra.
„Við sjáum kraftinn í matvælageiranum, í ferðaþjónustunni, í orkugeiranum, hinum skapandi greinum og við sjáum hugverkaiðnaðinn vaxa hratt. Þessi ríkisstjórn mun áfram standa fyrir uppbyggingu í samgöngum, í heilbrigðiskerfinu, í menntakerfinu, í menningunni og öðrum grundvallarþáttum þjóðarinnar, þessum sem skapa samfélag. Þessi ríkisstjórn mun áfram vinna að því að skapa samfélaginu okkar betri umgjörð, betri skilyrði. Þessi ríkisstjórn mun áfram vinna að því að bæta kjör almennings af því að til þess vorum við kosin,“ sagði Sigurður Ingi að lokum.
13/09/2022
Samningar um aukið framboð á húsnæði í undirbúningiSameiginlegt átak ríkis og sveitarfélaga um stóraukið framboð íbúða á næstu árum hófst formlega í dag þegar haldinn var upphafsfundur um framkvæmd rammasamnings sem undirritaður var í júlí sl. Rammasamningurinn kveður á um að fjölga íbúðum um 20.000 á fimm árum og 35.000 á tíu árum, þar af verði 30% nýrra íbúða hagkvæmar á viðráðanlegu verði og 5% íbúða félagsleg húsnæðisúrræði.
HMS mun á næstu vikum, fyrir hönd ríkisins, vinna með sveitarfélögum við að meta núverandi húsnæðisáætlanir, greina tækifæri til frekari uppbyggingar og gera samninga um slíkar áætlanir. Samningarnir munu kveða á um fjölda íbúða, íbúðagerð og staðsetningu til að skapa fyrirsjáanleika til næstu ára. Samkvæmt húsnæðisáætlunum fyrir árið 2022 er aðeins gert ráð fyrir um 16.000 nýjum íbúðum á fimm árum. Á sama tíma verður farið yfir áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir vegna aukinnar uppbyggingar og endurmat á íbúðaþörf.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra: „Nú verða allir að róa í sömu átt og leggja allt kapp á að tryggja aukið framboð íbúða. Jafnvægi á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til þess að skapa húsnæðisöryggi, hagstætt vaxtaumhverfi til lengri tíma og verja efnahag heimilanna. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga sem undirritaður var í sumar var mikilvægur áfangi að ná sameiginlegri sýn um það hvernig megi ná jafnvægi á húsnæðismarkaði og fyrirsjáanleika fyrir stjórnvöld og byggingaraðila um uppbyggingu. Nú er unnið markvisst að því að útfæra samninginn með sveitarfélögum, m.a. til að tryggja nægjanlega fjölda byggingarhæfra lóða, eyða flöskuhálsum í skipulagsferlum og meta hvaða fjármuni ríkið leggur til í húsnæðisstuðning og stofnframlög. Við bíðum nú eftir kostnaðarmati HMS og sveitarfélaga til að geta metið endanlegar tillögur að fjármögnun til verkefnisins úr ríkissjóði. Þetta er viss áskorun á tímum þegar gæta þarf sjónarmiða um aðhald á fjárlögum. Þó er ljóst að hússnæðisskortur hækkar fasteignaverð og vísitölu, sem aftur getur hækkað verðbólgu og hefur þannig bein áhrif á ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Skynsamleg fjárfesting hins opinbera í húsnæðisstuðning er því mikilvæg og tryggir aukið framboð íbúða og dregur úr þenslu á fasteignamarkaði.“
HMS og Samband íslenskra sveitarfélaga munu í október nk. skila innviðaráðherra kostnaðarmati og tillögum um það hver húsnæðisstuðningur við sveitarfélög þarf að vera til að byggja upp hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði í samræmi við markmið rammasamningsins.
Þá er starfshópur um húsnæðisstuðning að störfum með það hlutverk að endurskoða beinan húsnæðisstuðning til einstaklinga. Á grundvelli þeirrar vinnu og á grundvelli tillagna starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, frá maí 2022, er gert ráð fyrir breytingum og auknum húsnæðisstuðningi ríkisins frá því sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til fjárlaga 2023. Þar sem starfshóparnir eru enn að störfum er horft til annarrar umræðu fjárlaga í því samhengi.
Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga „Að útfæra einstaka þætti rammasamningsins er mikil en jákvæð áskorun fyrir ríki og sveitarfélög. Við erum að feta nýja slóð í þessari samvinnu og mikilvægt er að vel til takist. Rammasamningurinn hefur nú þegar skapað væntingar sem við megum ekki bregðast. Fyrir liggur tímasett aðgerðaáætlun með 24 verkefnum og aðgerðum sem við verðum að einhenda okkur í að framkvæma. Með samstilltu átaki geta ríki og sveitarfélög vonandi náð markmiðum samningsins.“
Samkvæmt rammasamningi er gert ráð fyrir að 30% nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, sem byggðar er með stofnframlögum frá ríkinu eða með hlutdeildarlánum, samtals um 6.000 íbúðir á næstu fimm árum. Að sama skapi er áætlað að 5% íbúðanna verði félagsleg húsnæðisúrræði á vegum sveitarfélaganna, eða um 1.000 íbúðir á næstu fimm árum. Með þessum aðgerðum er verið að mæta þeim hópi sem hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn bæði fyrstu kaupendum og tekju- og eignalægri hópum.
Að lokinni þessari vinnu og þegar samningar milli HMS og sveitarfélaga um aukna uppbyggingu á hverjum stað liggja fyrir mun HMS í upphafi næsta árs leggja fram og birta heildstæða húsnæðisáætlun fyrir allt landið. Í húsnæðisáætluninni, sem verður stafræn, verður nákvæm áætlun um uppbyggingu í hverju sveitarfélagi fyrir sig og því verður hægt fylgjast með framvindu uppbyggingar nýrra íbúða á vef HMS.
Innviðaráðuneytið vinnur nú að gerð húsnæðisstefnu með aðgerðaáætlun, sem verður sú fyrsta sem gerð hefur verið í málaflokknum. Grænbók verður kynnt í haust og þingsályktunartillaga um húsnæðisstefnu kynnt í upphafi árs 2023.
Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 13. september 2022.
12/09/2022
Ingibjörg leiddi viðræður þingmannanefndar EFTA við TælandÞingmannanefnd EFTA undir forystu Ingibjargar Isaksen heimsótti Tæland dagana 5.–9. september, eftir að fyrsta lota fríverslunarsamninga Tælands og EFTA hófst að nýju í Bangkok í júní sl. EFTA mun hýsa næstu umferð tvíhliða fundi viðræðnanna dagana 31. október – 4. nóvember nk. í Genf í Sviss.
Í viðtali við Bangkok Post sagði Ingibjörg að fríverslunarsamningurinn við Tæland og EFTA myndi ekki aðeins hjálpa til við að bæta efnahagsleg tengsl milli þessara tveggja aðila heldur myndi hann einnig þróa sjálfbæran vöxt.
„Samtökin miða einnig að því að opna nýja markaði á heimsvísu með því að gera viðskiptasamninga við mikilvæg lönd um allan heim, eins og Tæland,“ sagði Ingibjörg.
EFTA eru öll Vestur-Evrópuríki en þau sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu (ESB). EFTA ríkin hafa sjálfstæða viðskiptastefnu og sameina krafta sína um að gera viðskiptasamninga og opna markaði um allan heim.
EFTA samanstendur af Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss. Það er alþjóðleg stofnun sem sett er á laggirnar til að stuðla að viðskiptum og efnahagslegum samþættingu milli fjögurra aðildarríkja sinna.
Ingibjörg sagði að nálganir EFTA nái yfir ýmis svið eins og vöruskipti, þjónustuviðskipti, rafræn viðskipti, hugverkarétt, opinber innkaup, almenn viðskipti og sjálfbæra þróun.
„EFTA leitast við að setja metnaðarfull ákvæði í viðskiptasamninga og ákvæði um sjálfbærri þróun til tryggingar að samningur sé í samræmi við sjálfbærni, með ákvæði um kolefnislosun hagkerfisins, sjálfbærri stjórnun náttúruauðlinda og að virt séu réttindi launafólks,“ sagði Ingibjörg.
Aðspurð hvers vegna EFTA hefði áhuga á fríverslunarviðræðum við Tæland sagði hún EFTA-löndin lítil og útflutningsmiðuð hagkerfi með sterkt og fjölbreytt hagkerfi, þeir höfðu hins vegnar tiltölulega takmarkaða innri markaði.
„Það er nauðsynlegt að opna nýja markaði til að fá hráefni eða íhluti erlendis að og auka útflutningstækifæri um allan heim,“ bætti Ingibjörg við.
Fríverslunarsamningurinn myndi færi fólk í Evrópu og Tælandi nær með viðskiptum þar sem margir ríkisborgarar frá EFTA-löndunum búa nú í Tælandi og margir Tælendingar búa í EFTA-löndum. Fríverslunarsamningur mun augljóslega auka ferðaþjónustu á milli þessara svæða.
EFTA ríkin eru þegar á meðal helstu fjárfesta í Tælandi og í fararbroddi í grænni tækni og höfðu aðilar því gott tækifæri til að skiptast á upplýsingum til að hjálpa Tælandi að takast á við áskoranir tengdum orku- og loftslagsmálum.
EFTA leitast einnig við að setja fram metnaðarfull ákvæði í viðskipsamninga, stuðla að sjálfbærri þróun til að tryggja að samningurinn verði í samræmi við sjálfbærni, kolefnislosun hagkerfisins, sjálfbæra stjórnun náttúruauðlinda og tryggja að réttindi launafólks séu virt.
12/09/2022
Um 9 milljarða kvikmyndaverkefni til ÍslandsLilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra leiddi sendinefnd á vegum Íslandsstofu og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) með áherslu á kvikmyndir og tónlist. Markmið ferðarinnar er að kynna Ísland sem áfangastað sköpunar, kynna íslenska menningu og hvetja til erlendrar fjárfestingar í skapandi greinum á Íslandi.
Í Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu skapandi greinum. Jafnframt er ítrekað í stefnu stjórnvalda að kvikmyndagerð geti orðið enn mikilvægari þáttur í íslensku atvinnu- og menningarlífi. Ljóst er að tækifærin innan greinarinnar eru mikil og hafa áhrif á atvinnu um allt land. Í því ljósi kynnti ráðherrann Ísland sem ákjósanlegan fjárfestingakost í skapandi greinum og fór yfir sterka stöðu landsins efnahagslega. Meðal umræðuefna á fundnum ráðherra með fyrirtækjunum voru tækifæri og áskoranir í kvikmyndagerð ásamt þeim tækifærum sem felast í skapandi greinum á Íslandi. Nýleg hækkun úr 25% í 35% á endurgreiðslu framleiðslukostnaðar í kvikmyndagerð, sem samþykkt var á Alþingi í vor, var kynnt fulltrúum fyrirtækjanna og geta Íslands til að takast á við stór kvikmyndaverkefni rædd.
Eitt af dótturfyrirtækjum Universal, HBO max, tilkynnti í sumar um að þáttaröðin True Detective verði tekin upp á Íslandi. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar en umfang þess er áætlað um 9 milljarðar króna en tökur munu standa yfir í 9 mánuði.
,,Ég finn fyrir miklum meðbyr hér í Los Angeles með þeim aðgerðum sem við höfum verið að hrinda í framkvæmd á undanförnum misserum til þess að efla skapandi greinar á Íslandi. Verkefnið True Detective er stærsta erlenda fjárfesting á sviði menningar í Íslandssögunni. Með skýrri sýn og margþáttuðum aðgerðum er okkur að takast að gera landið okkar að mjög álitlegum samstarfskosti í heimi kvikmyndanna. Alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki eru tilbúin til þess að fjárfesta í stærri verkefnum til lengri tíma en þau gerðu. Það er gríðarlegur sigur fyrir íslenska menningu og efnahagslíf og staðfesting þess að það sem stjórnvöld eru að gera skiptir máli,’’ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Þá veitti ráðherra miðlunum Deadline, The Location Guide og Hollywood Reporter viðtöl þar sem hún fór yfir sýn sína um að gera Ísland að skapandi miðstöð milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 11. september 2022.
Mynd: Menningar- og viðskiptaráðuneytið
09/09/2022
Umferð hleypt á nýtt hringtorg“Góð tilfinning að aka nýjan kafla á Suðurlandsvegi í dag. Stór áfangi í átt að auknu umferðaröryggi á kaflanum milli Selfoss og Hveragerðis.” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra við opnun nýs hringtorgs við Biskupstungnabraut.
Umferð var hleypt á nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar undir Ingólfsfjalli fimmtudaginn 8. september. Kaflinn nær frá hringtorginu og um fjóra kílómetra í átt að Hveragerði. Svo styttist í útboð á nýrri Ölfusárbrú!
Framkvæmdir hafa gengið framar vonum og eru nokkuð á undan áætlun. Framundan er að steypa brúargólf á tvær brýr, yfir Bakkárholtsá og við Kotströnd. Þá á eftir að malbika veginn frá Kotströnd að Kirkjuferjuvegi en sá hluti hringvegarins var byggður nýr frá grunni. Vonir standa til að opna allan veginn milli Hveragerðis og Selfoss fyrir árslok en verkinu í heild á að ljúka í september 2023 samkvæmt útboði. Þá styttist einnig í útboð á nýrri Ölfusárbrú samkvæmt upplýsingum innviðarráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar.
08/09/2022
Kjördæmisþing á HöfnStjórn Kjördæmissambands Framsóknar í Suðurkjördæmi boðar til kjördæmisþings á Hótel Höfn, Hornafirði 29. október kl. 13-17. Fyrir fundargesti sem mæta snemma á Hornafjörð verður boðið upp á stuð og stemningu á föstudagskvöld.
Nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur.
08/09/2022
Landsþing Landssambands FramsóknarkvennaLandsþing Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) verður haldið á Hverfisgötu 33 3. hæð laugardaginn 15. október 2022 kl. 13–18.
Dagskrá:
Skráning og verð:
Þinggjöld eru kr. 3.000 og innifalið í því eru kaffiveitingar yfir daginn.
• Skráning á þingið fer fram á framsokn@framsokn.is fyrir 12.10.
• Tillögur að lagabreytingum og ályktunum sendist á
framsokn@framsokn.is fyrir 8.10.
Framboð óskast send á
framsokn@framsokn.is fyrir 8.10.
Framkvæmdastjórn LFK
07/09/2022
Kynnti Ísland sem vænlegan tökustað fyrir NetflixUmgjörð kvikmyndagerðar á Íslandi og hækkaðar endurgreiðslur vegna kostnaðar í kvikmyndagerð voru ræddar á fundi Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra með fulltrúum Netflix í Los Angeles ásamt því að kynna sér starfsemi fyrirtækisins.
Á fundinum fór ráðherra meðal annars yfir nýsamþykktar breytingar á lögum um endurgreiðslur framleiðslukostnaðar í kvikmyndagerð sem fela í sér hækkun úr 25% í 35% að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Markmið breytinganna er að laða að stærri erlend kvikmyndaverkefni sem alfarið verða unnin á Íslandi.
Breytingarnar eru liður í Kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var árið 2020 en ýmsum aðgerðum í stefnunni hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd, allt frá vegvísi um sjálfbærni í kvikmyndagerð til nýrrar kvikmyndadeildar við Listaháskóla Íslands.
,,Ég hef sterka sannfæringu fyrir mikilvægi þess að búa skapandi greinum hagfelld skilyrði á Íslandi og stjórnvöld eru á slíkri vegferð. Nýleg hækkun á endurgreiðsluhlutfalli mun auka alþjóðlega samkeppnishæfni landsins í kvikmyndaheiminum og hafa jákvæð margfeldisáhrif á íslenskt samfélag. Í kvikmyndagerð eru fjölmörg spennandi og vel launuð störf, sem skemmtilegt er að takast á við. Ísland hefur margt fram að færa á þessu sviði, góða innviði og mannauð ásamt stórbrotinni náttúru,’’ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Fundurinn er hluti af ferð ráðherra til Los Angeles sem skipulögð er af Íslandsstofu og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) með áherslu á kvikmyndir og tónlist. Markmið ferðarinnar er að kynna Ísland sem áfangastað sköpunar, kynna íslenska menningu og hvetja til erlendrar fjárfestingar í skapandi greinum á Íslandi.
Fréttin birtist fyrst á stjornarradid.is 7. september 2022.
Mynd: Mennta- og menningarmálaráðuneytið